Landaði ríflega 30 kílóa þorski

Timo Reimers með einn af golþorskunum sem hann veiddi um …
Timo Reimers með einn af golþorskunum sem hann veiddi um helgina í Kollafirði. Ljósmynd/Aðsend

Hann Timo Reimers sem býr á Hvolsvelli setti í sannkallaða golþorska í Kollafirðinum um helgina. Hann hefur stundað sjóstöng frá barnæsku og stærsti þorskurinn sem hann hafði veitt var um 100 sentímetra langur. Hann snarbætti það met.

Timo og Theo alsælir með veiðina. Theo hreinlega skellihlær að …
Timo og Theo alsælir með veiðina. Theo hreinlega skellihlær að þessu flykki. Ljósmynd/Aðsend

Hann var nýlega búinn að fjárfesta í nýjum Kinetic pilkum og slóða og var að vígja þær græjur. Hann tvíbætti metið sitt fyrst með 124 sentímetra löngum fiski sem var hrygna og nokkru síðar setti hann í tröllið og landaði hvorki meira né minna en 131,5 sentímetra sannkölluðum golþorski

„Þetta var þriðja ferðin mín í ár í Kollafjörð og ég er búinn að fá níu þorska yfir hundrað sentimetra. Ég hef fengið þá alla á sama staðnum,“ sagði Timo í samtali við Sporðaköst.

Hann var enn í skýjunum þegar við náðum tali af honum þá nýkominn heim með aflann. Sonur hans Theo hafði mjög gaman af eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þetta er engin smásmíði 131,5 sentímetrar. Sá stærsti sem Timo …
Þetta er engin smásmíði 131,5 sentímetrar. Sá stærsti sem Timo hefur veitt til þessa. Ljósmynd/Aðsend

Það hefur orðið gríðarleg aukning í sjóstangaveiði í námunda við Reykjavík og fjölmargir hafa fjárfest í kajökum eða notast við litla báta. Veiðin er virkilega góð í Kollafirði og þar í kring. Ekki er langt síðan að Sporðaköst fjölluðu um sprengingu í sölu á kajökum. Svona fiskar eins og Timo landaði hjálpa fólki til að skilja hversu magnað sport þetta er. Átök við þorska af þessari stærð eru alveg fullorðins og sá stærri er örugglega nálægt því að vera þrjátíu kíló.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira