Risaurriði úr Þingvallavatni

Þvílíkur fiskur. Mældist hundrað sentimetrar og er sá stærsti sem …
Þvílíkur fiskur. Mældist hundrað sentimetrar og er sá stærsti sem Sporðaköst vita um í nokkurn tíma úr Þingvallavatni. Veiðimaður er Artur Muszynski. Ljósmynd/Aðsend

Þessi tröllvaxni urriði veiddist í gærkvöldi í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins. Mikið hefur verið fjallað um uppgang urriðans í vatninu síðustu ár og hafa þeir veiðst margir stórir í vor. Þessi stórfiskur mældist hvorki meira né minna en hundrað sentimetrar.

Veiðihornið í Síðumúla birti þessa frétt á Facebook-síðu sinni. Það er mat manna sem Sporðaköst hafa rætt við um þennan fiski að þetta sé sá stærsti í langan tíma úr vatninu.

Veiðimaðurinn er Artur Muszynski og stóð viðureignin lengi enda ekki auðvelt að draga svona dreka á þurrt.

Flugan er straumfluga og ein af þeim sem hnýttar eru af Marek Imierski.

Veiðimenn sem voru við veiðar á Þingvöllum í morgun voru almennt sammála um að vatnið væri að lifna mikið og þar geta orðið spennandi dagar á næstunni, þegar bleikjan fer að láta sjá sig og leita í æti.

mbl.is