Urriðafoss í sérflokki - Norðurá yfir 300

Feðgar í Urriðafossi í Þjórsá. Yfir 500 laxar eru komnir …
Feðgar í Urriðafossi í Þjórsá. Yfir 500 laxar eru komnir á land þar og góðar göngur af smálaxi gefa góð fyrirheit um framhaldið. Ljósmynd/Aðsend

Urriðafoss er kominn yfir 500 laxa og Norðurá yfir 300. Gríðarlegur bati er í öllum ám miðað við hörmungarsumarið 2019. Víða er veiði í takt við meðaltal síðasta áratugar, þó auðvitað sjáist sveiflur í einstökum ám, í laxveiðinni.

Landssamband Veiðifélaga birtir vikulegar veiðitölur á miðvikudögum, vef sínum angling.is. Stutt er síðan margar ár opnuðu en hver vika gefur betri mynd af þróun veiðinnar. Ljóst er að Urriðafoss í Þjórsá er á miklu flugi og Norðurá var komin í 312 laxa í gærkvöldi. Rangárnar skríða hægt og örugglega upp listann yfir aflahæstu árnar og er Eystri í þriðja sæti með 163 laxa. Ytri Rangá er í fimmta sæti með 128 laxa, nokkuð á eftir Þverá/Kjarrá og Haffjarðará. Raunar eru ekki komnar tölur fyrir síðustu viku úr Þverá/Kjarrá.

Ef horft er á veiði í Straumunum sést glögglega hversu síðasta sumar var afleitt. Lokatala á þessu tveggja stanga svæði í fyrra var 56 laxar. Nú eru komnir á land 76 fiskar. Straumarnir gefa góða mynd af göngum í Norðurá.

Elliðaárnar voru í gærkvöldi komnar með 53 laxa, Langá var með 93, Blanda 81 svo einhverjar séu nefndar. Miðfjarðará byrjar rólegar en undanfarin ár og þar voru í gærkvöldi komnir áttatíu laxar. Hún á mikið inni miðað við það magn af fiski sem sést hefur. Hofsá, Laxá í Aðaldal og Víðidalsá er allar á svipuðu róli með hálfan fimmta tug.

Eins og fyrr segir vantar enn nokkrar tölur fyrir nýliðna viku í nokkrum ám, en ljóst er að næstu vikur munu skila einhverjum hástökkvurum þegar tími smálaxins gengur í garð.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira