Aftur metdagur í Eystri Rangá

Einn af mörgum stórlöxum sem var landað í Eystri Rangá …
Einn af mörgum stórlöxum sem var landað í Eystri Rangá í dag. Metið í gær var slegið. Samtals hafa þessir tveir dagar gefið 325 laxa. Þessi veiðimaður, Charles Pearson er kominn með 44 laxa eftir tvo og hálfan dag. Ljósmynd/Aðsend

Aftur var metdagur í Eystri Rangá. Í dag komu á land 176 laxar. Í gær voru þeir 149 og hafa ekki verið fleiri í tólf ár. Dagurinn í dag sló það met. Leiðsögumenn og veiðimenn sem Sporðaköst ræddi við í dag voru sammála um að veiðin væri: „Ævintýraleg, Svakaleg, Rugl,“ og fleiri sambærileg orð voru notuð til að lýsa stöðunni.

Enn einn fiskurinn. Samtals fengu þeir félagar 28 laxa á …
Enn einn fiskurinn. Samtals fengu þeir félagar 28 laxa á stöngina í dag. Ljósmynd/Aðsend

Veiðimenn hættu klukkan hálf níu í kvöld og eins og einn leiðsögumaðurinn orðaði það, „Sem betur fer,“ sagði Reynir M. Sigmundsson í samtali við Sporðaköst. Hlutfallið af stórlaxi er gott og veiddust mjög margir laxar á bilinu 90 til 98 sentímetrar. Ef fram heldur sem horfir er Eystri Rangá fara í áhugaverða tölu. Eins og áður hefur verið skrifað er þessi tími töluvert fyrr en vanalegi besti tími árinnar.

Eins og einn leiðsögumaður sagði í samtali við Sporðaköst, „Áin bókstaflega kraumar. Þetta er nánast vitleysa.“

Svo eiga menn eftir að bóka þetta og það tekur tíma þegar þarf að skrifa hátt í sjö blaðsíður í veiðibókina, en síðan tekur 25 laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira