Aftur metdagur í Eystri Rangá

Einn af mörgum stórlöxum sem var landað í Eystri Rangá …
Einn af mörgum stórlöxum sem var landað í Eystri Rangá í dag. Metið í gær var slegið. Samtals hafa þessir tveir dagar gefið 325 laxa. Þessi veiðimaður, Charles Pearson er kominn með 44 laxa eftir tvo og hálfan dag. Ljósmynd/Aðsend

Aftur var metdagur í Eystri Rangá. Í dag komu á land 176 laxar. Í gær voru þeir 149 og hafa ekki verið fleiri í tólf ár. Dagurinn í dag sló það met. Leiðsögumenn og veiðimenn sem Sporðaköst ræddi við í dag voru sammála um að veiðin væri: „Ævintýraleg, Svakaleg, Rugl,“ og fleiri sambærileg orð voru notuð til að lýsa stöðunni.

Enn einn fiskurinn. Samtals fengu þeir félagar 28 laxa á …
Enn einn fiskurinn. Samtals fengu þeir félagar 28 laxa á stöngina í dag. Ljósmynd/Aðsend

Veiðimenn hættu klukkan hálf níu í kvöld og eins og einn leiðsögumaðurinn orðaði það, „Sem betur fer,“ sagði Reynir M. Sigmundsson í samtali við Sporðaköst. Hlutfallið af stórlaxi er gott og veiddust mjög margir laxar á bilinu 90 til 98 sentímetrar. Ef fram heldur sem horfir er Eystri Rangá fara í áhugaverða tölu. Eins og áður hefur verið skrifað er þessi tími töluvert fyrr en vanalegi besti tími árinnar.

Eins og einn leiðsögumaður sagði í samtali við Sporðaköst, „Áin bókstaflega kraumar. Þetta er nánast vitleysa.“

Svo eiga menn eftir að bóka þetta og það tekur tíma þegar þarf að skrifa hátt í sjö blaðsíður í veiðibókina, en síðan tekur 25 laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira