Áfram mokveiði í Fljótshlíðinni

Diljá Anna Júlíusdóttir með maríulaxinn sinn úr Eystri Rangá. Þetta …
Diljá Anna Júlíusdóttir með maríulaxinn sinn úr Eystri Rangá. Þetta er einn af fjölmörgum löxum sem komu þar á land í vikunni. Ljósmynd/ES

Eins og fyrr í sumar er Eystri-Rangá á flugi. Heildartalan þar er komin í 3.981 lax og skilaði hún veiði upp á 673 laxa í vikunni. Þetta er þrátt fyrir að hluta vikunnar hafi hún farið í kakó og verið óveiðanleg.

Sem fyrr er Ytri-Rangá í öðru sæti og var vikuveiðin þar um 250 laxar og er það töluvert meiri veiði en í fyrri viku. Að sama skapi er stígandi í veiðinni í Miðfjarðará en hún var með tæplega 200 laxa viku. Samtals er Miðfjarðará komin í 920 laxa og mun rjúfa þúsund laxa múrinn á næstu dögum.

Samkvæmt vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, er Urriðafoss í Þjórsá kominn í 874 laxa. Það gerir að verkum að Urriðafoss dettur í fjórða sæti á eftir Miðfirðinum.

Víkingur Manúel Elíasson þriggja ára tekst á við maríulaxinn sinn …
Víkingur Manúel Elíasson þriggja ára tekst á við maríulaxinn sinn í Eystri Rangá. Auðvitað þarf að fylgjast með öllu í kringum sig í langri viðureign. Maríulaxar hafa komið í bunkum í Eystri í sumar. Ljósmynd/ES

Í fimmta sæti er Norðurá með 705 laxa. Vikuveiðin þar var 50 laxar og ljóst að Norðurá er langt undir meðaltalsveiði.

Haffjarðará er í sjötta sæti. Þar veiddust í síðustu viku 103 laxar á sex stangir á meðan Norðurá skilaði fimmtíu löxum á fimmtán stangir. Haffjarðará er komin í 669 laxa og töluvert yfir heildarveiði ársins í fyrra.

Sjöunda sætið kemur í hlut Selár í Vopnafirði. Samtals er Selá komin með 620 laxa og vikuveiðin var 138 fiskar.

Hofsá er í áttunda sæti. Vikuveiðin var 142 laxar og er Hofsá í hörkustuði, komin með samtals 546 laxa.

Þverá Kjarrá er í áttunda sæti en hefur ekki birt vikutölur þegar þetta er skrifað. Heildartalan er því 538 laxar.

Affallið er heldur ekki búið að gefa upp vikutölur en vitað er að þar er hörkuveiði og mun Affallið færast ofar á listann þegar síðasta vika verður komin inn í tölurnar.

Í tíunda sæti er svo Langá með 494 laxa og vikuveiði upp á sjötíu laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert