Þeir gerast ekki fallegri sjóbirtingarnir

Ólafur Sigurðsson með birtinginn fallega sem mældist áttatíu sentímetrar á …
Ólafur Sigurðsson með birtinginn fallega sem mældist áttatíu sentímetrar á lengdina og ummálið var fimmtíu sentímetrar. Þessi tók bleikan Dýrbít. Ljósmynd/Ísak Matthíasson

Ólafur Sigurðsson setti í svakalegan sjóbirting í Eyjafjarðará í dag. Hann mældist áttatíu sentímetrar á lengd og ummálið var fimmtíu sentímetrar. Ólafur var á svæði núll, sem er neðsta svæðið í ánni.

„Ég var fyrir neðan bæ sem heitir Hvammur.  Ég keypti leyfið um þrjú leitið og rétt fyrir fimm setti ég saman græjurnar. Ég setti undir bleikan dýrbít. Kastaði út tvo til þrjá metra og fór að spóla út línu og þegar ég var búin að rétta línuna af í fyrsta kasti kom hann og allur upp úr. Fyrst voru svaka sporðaköst og svo lagðist hann á botninn og lá bara þar. Ég var með pabba og þarna er aðdjúpur bakki og það var erfitt að eiga við hann. Þessi viðureign tók 25 mínútur og eftir það sat ég með greyið og sat þar lengi og lét vatnið renna í gegnum tálknin á honum þar til hann synti sjálfviljugur á burt. Þetta var geggjaður fiskur og var svo þykkur. Hann er bara 30 sentímetrum lengri á lengdina en ummálið,“ sagði Ólafur í samtali við Sporðköst eftir að vaktinni lauk.

Ótrúlega fallegur birtingur sem Ólafur gaf góðan tíma til að …
Ótrúlega fallegur birtingur sem Ólafur gaf góðan tíma til að jafna sig. Hann synti svo sjálfviljugur í burtu. Ljósmynd/Ísak Matthíasson

Hann treysti sér ekki til að kveða upp úr með þyngdina en sagði að þeir sem hann hefði talað við segja sautján til nítján pund. Hann var að veiða með félaga sínum Ísaki Matthíassyni og fékk hann fjörutíu sentímetra birting og missti svo flottan fisk rétt áður en þeir hættu. „Það var fiskur sem var hátt í sjötíu sentímetrar,“ sagði Ólafur.

En það er ljóst eins og myndirnar sýna að þeir verða ekki fallegri sjóbirtingarnir en þessi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert