Laxinn er mættur (staðfest)

Þetta er skjáskot úr GoPro-vélinni frá þeim Hrafni og Sigþóri. …
Þetta er skjáskot úr GoPro-vélinni frá þeim Hrafni og Sigþóri. Þetta er tekið í Kvíslafossi í morgun og hann er mættur. Gæðin gætu verið meiri en hann er þarna. Ljósmynd/Laxá í Kjós

Laxinn er mættur á neðsta svæði Laxár í Kjós. Þetta var staðfest í morgun, þegar þeir Hrafn Hauksson og Sigþór Steinn Ólafsson fóru með GoPro-myndavél í Kvíslafoss. Slíkar vélar geta myndað undir vatnsyfirborði og það leyndi sér ekki að sá silfraði er mættur. 

Laxar höfðu sést í gær á Lækjarbreiðunni sem er aðeins neðan við Kvíslafossinn. Það hefur verið mjög algengt síðustu ár að fyrstu fréttir af löxum hafi borist úr Kjósinni og oftar en ekki sem veiði- og tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur séð þá fyrstu.

Ekki er langt síðan að Haraldur Eiríksson leigutaki í Kjósinni sagði í viðtali hér á Sporðaköstum að oft mættu þeir fyrstu í kringum 20. maí. Þeir eru þá aðeins fyrr á ferðinni og vonandi veit það á gott.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert