Andakílsá á pari við tónleika með Bó ´69

Fallegur lax úr Andakílsá. Þessi mynd var tekin árið 2016 …
Fallegur lax úr Andakílsá. Þessi mynd var tekin árið 2016 sem er síðasta sumarið sem áin var veidd með tveimur stöngum. Nú komast færri að en vilja. svfr.is

Spurn eftir veiðileyfum í Andakílsá í sumar var hreint með ólíkindum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með ána á leigu og í fyrra gaf hún hreint ótrúlega veiði á eina tilraunastöng. Á 57 veiðidögum gaf hún 661 lax og var það besta veiði á stöng á Íslandi í fyrra.

Alvarlegt umhverfisslys varð í Andakílsá í maí 2017 þegar þúsundir tonna af drullu fóru út í ána. Fyrir mistök var hleypt úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar og afleiðingin var að drullulag þakti botninn. Seiðasleppingar og aðgerðir sem Hafrannsóknastofnun lagði til hafa gert það að verkum að í fyrra var áin stútfull af laxi. Það vakti einnig athygli að náttúrulegt klak hafði orðið í ánni og seiðasleppingar heppnuðust vel.

„Eftirspurnin eftir veiðileyfum í Andakílnum var bara eins og verið væri að selja miða á tónleika með Bó Halldórs þegar hann var valinn poppstjarna Íslands 1969. Það var margföld eftirspurn. Við þurftum að draga um mörg hollin og það var alveg upp í að þyrfti að draga á milli sjö umsókna. Ég sótti sjálfur um tvö holl, bæði í ágúst og í september, en tapaði drættinum í bæði skiptin. Þannig að ég er ekki að komast í Andakílinn í sumar og það er bara fínt,“ sagði formaður SVFR í samtali við Sporðaköst.

Svona leit Andakílsá út 19. maí 2017, eftir að leir …
Svona leit Andakílsá út 19. maí 2017, eftir að leir og drulla hafði runnið út í ána fyrir mistök. Ljósmynd/Dagný Sigurðardóttir

Veitt verður á tvær stangir í ánni í sumar eins og gert var áður en umhverfisslysið átti sér stað.

Þrjú mest spennandi veiðisvæðin

Sporðaköst hafa síðustu daga fjallað um þau veiðisvæði sem verða mjög spennandi í sumar. Sandá í Þistilfirði er nú í fyrsta skipti að koma á almennan markað og þar var gríðarleg eftirspurn hjá félagsmönnum SVFR. Þá eru þær breytingar sem verða í Laxá í Aðaldal í sumar mjög spennandi en þar verður stöngum fækkað verulega og áin fer öll í eina skiptingu. Hvað segir gamli leiðsögumaðurinn úr Aðaldal um heimaána sína með þessum breytingum?

„Þetta er mjög spennandi og auðvitað vonar maður að laxinn mæti, en það var alveg ljóst að það þurfti að gera eitthvað nýtt. Verandi Þingeyingur þá veit ég hvað menn geta verið þverir og þrjóskir þarna og maður vonar bara að þetta sé upphaf að einhverju góðu. Ég á náttúrulega miklar og sterkar tengingar við svæðið og fór gjarnan og heimsótti afa þegar hann var að veiða Laxá með Víglundi Möller.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert