Tímamótasamningur um leigu á Grímsá

Nafnarnir Jón Gíslason, formaður veiðifélagsins, til vinstri og Jón Þór …
Nafnarnir Jón Gíslason, formaður veiðifélagsins, til vinstri og Jón Þór Júlíusson, framkvæmdastjóri Hreggnasa, með undirritaðan samning til næstu tíu ára. Ljósmynd/Hreggnasi

Tímamótasamningur um veiðirétt í Grímsá var undirritaður í dag, milli Veiðifélagsins Hreggnasa og Veiðifélags Grímsár og Tunguár til næstu tíu ára.

Í fréttatilkynningu frá samningsaðilum segir meðal annars:

„Grímsá og Tunguá eru meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum. Um er að ræða eitt allra lengsta viðskiptasamband milli leigutaka og veiðifélags á Íslandi. Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins.

Á samningstímanum verður ráðist í verulegar endurbætur á veiðihúsinu Fossási og aðstaða gerð enn glæsilegri og aukið verður við fiskrækt með margvíslegum hætti.“

Sporðaköst greindu nýverið frá því að þessi samningur væri í burðarliðnum og í dag var hann undirritaður. Það er því ljóst að Hreggnasi heldur áfram sem leigutaki Grímsár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira