Sogið að nálgast hundrað laxa

Tarquin Millington-Drake með lax úr Soginu í síðustu viku. Hann …
Tarquin Millington-Drake með lax úr Soginu í síðustu viku. Hann veiddi vel á Alviðrusvæðinu. Ljósmynd/Frontiers

Sogið er búið að gefa tæplega hundrað laxa í sumar. Það hefur verið erfitt að fá heildartölu úr ánni þar sem svæðin hafa verið í sölu og umsjón óskyldra aðila. En í gær fengum við tölur af öllum svæðum og miðast þær við hádegi 19. júlí.

Ásgarður er með helming veiðinnar það sem af er, eða 47 laxa skráða í bók. Syðri-Brú, efsta svæðið, hefur gefið átta laxa, Bíldsfell 15, Alviðra 16 og Þrastarlundur átta laxa.

Laxi landað í Kúagili. Á þessum veiðistað þarf löng köst, …
Laxi landað í Kúagili. Á þessum veiðistað þarf löng köst, allt að þrjátíu metra. Ljósmynd/Frontiers

Þetta gerir heildarveiði upp á 94 fiska og einnig hefur verið að veiðast vel af bleikju. Athyglisvert er að Alviðrusvæðið gaf einungis tuttugu laxa í fyrra samkvæmt veiðibók, en veiðiálag var lítið þar í fyrra.

Sogið var hér áður fyrr þekkt sem stórlaxaá og gat hæglega gefið upp undir þúsund laxa þegar vel áraði. Nú verður forvitnilegt að sjá hvort upptaka á netum í Hvítá og Ölfusá skilar aukinni veiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira