Að láta veiðidrauminn rætast

Breska veiðikonan Marina Gibson sneri lífi sínu við fyrir nokkrum árum. Hún sagði upp vinnunni í stórborginni og elti veiðidrauminn. Hún stofnaði veiðiskóla norðarlega í Englandi og lét þar með gamlan draum rætast.

Í dag veiðir Marina um allan heim og er samfélagsmiðlastjarna í veiðiheiminum. Hún segir að samfélagsmiðlar hafi einmitt breytt miklu í stangveiðinni. Yngra fólk heillist af sportinu og að sama skapi fjölgi konum sem vilja veiða.

Hún ræddi drauminn og veiðilífið í Sporðakastaþætti sem sýndur var í fyrra. Umhverfið er eins og best verður á kosið; veiðistaðurinn Svarthamar í Austurá í Miðfirði. Leiðsögumaður Marinu er Rafn Valur Alfreðsson.

Því miður var ekki unnt að setja íslenskan texta með myndbrotinu og biðjumst við velvirðingar á því.

En við byrjum á hinni geðþekku Marinu og hennar ævintýri. Myndataka og klipping var í höndum Steingríms J. Þórðarsonar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira