Að láta veiðidrauminn rætast

Breska veiðikonan Marina Gibson sneri lífi sínu við fyrir nokkrum árum. Hún sagði upp vinnunni í stórborginni og elti veiðidrauminn. Hún stofnaði veiðiskóla norðarlega í Englandi og lét þar með gamlan draum rætast.

Í dag veiðir Marina um allan heim og er samfélagsmiðlastjarna í veiðiheiminum. Hún segir að samfélagsmiðlar hafi einmitt breytt miklu í stangveiðinni. Yngra fólk heillist af sportinu og að sama skapi fjölgi konum sem vilja veiða.

Hún ræddi drauminn og veiðilífið í Sporðakastaþætti sem sýndur var í fyrra. Umhverfið er eins og best verður á kosið; veiðistaðurinn Svarthamar í Austurá í Miðfirði. Leiðsögumaður Marinu er Rafn Valur Alfreðsson.

Því miður var ekki unnt að setja íslenskan texta með myndbrotinu og biðjumst við velvirðingar á því.

En við byrjum á hinni geðþekku Marinu og hennar ævintýri. Myndataka og klipping var í höndum Steingríms J. Þórðarsonar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert