Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um erfðabreytingar á laxi út frá sleppilöxum staðfestir erfðabreytingar á villtum fiski. Breytingar eru minni en Guðni Guðbergsson sviðstjóri stofnunarinnar gat búist við. Þetta kemur fram í Sporðakastaspjallinu þar sem Guðni ræðir skýrsluna og tafir sem hafa orðið á henni. Um er að ræða viðamikið plagg en upplýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, þar sem ýmislegt hefur tafið rannsóknirnar.
Hnignun bleikju á Norðurhveli er mikið áhyggjuefni en hnignun er ekki bara staðfest á Íslandi heldur er það sama uppi á teningnum í Norður – Noregi. Guðni setur fram áhugaverða kenningu um hvað veldur.
Svo virðist sem nýliðun bleikju sé að misfarast víða. En þeir fiskar sem komast á legg dafna vel. Margir hafa orðið til þess að kenna urriða um fækkun bleikju í Þingvallavatni. Guðni Guðbergsson segir að þar hafi urriðinn ekki fjarvistarsönnun. Hins vegar sé svipuð þróun að eiga sér stað í vötnum þar sem enginn urriði er.
Hugmyndir um að endurreisa Veiðimálastofnun eru komnar í umræðuna. Hvað finnst Guðna um þær hugmyndir?
Sótthreinsun á veiðibúnaði erlendra veiðimanna er í nokkru uppnámi og nú er það hlutverk leigutaka að annast þetta verkefni. Guðni ræðir þetta og ýmislegt fleira í Sporðakastaspjalli dagsins.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Eystri-Rangá | Grzegorz Loszewski | 27. september 27.9. |
105 cm | Hvítá við Iðu | Katrín Tanja Davíðsdóttir | 24. september 24.9. |
101 cm | Víðidalsá | Jón Eðvald Halldórsson | 22. september 22.9. |
107 cm | Grímsá | Jón Jónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Agnar Sigurjónsson | 22. september 22.9. |
101 cm | Hvítá við Iðu | Gunnar Pétursson | 20. september 20.9. |
101 cm | Víðidalsá | Nils Folmer Jorgensen | 17. september 17.9. |