Hnignun bleikju og erfðabreyting í laxi

Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um erfðabreytingar á laxi út frá sleppilöxum staðfestir erfðabreytingar á villtum fiski. Breytingar eru minni en Guðni Guðbergsson sviðstjóri stofnunarinnar gat búist við. Þetta kemur fram í Sporðakastaspjallinu þar sem Guðni ræðir skýrsluna og tafir sem hafa orðið á henni. Um er að ræða viðamikið plagg en upplýsingarnar eru nokkurra ára gamlar, þar sem ýmislegt hefur tafið rannsóknirnar.

Hnignun bleikju á Norðurhveli er mikið áhyggjuefni en hnignun er ekki bara staðfest á Íslandi heldur er það sama uppi á teningnum í Norður – Noregi. Guðni setur fram áhugaverða kenningu um hvað veldur.

Svo virðist sem nýliðun bleikju sé að misfarast víða. En þeir fiskar sem komast á legg dafna vel. Margir hafa orðið til þess að kenna urriða um fækkun bleikju í Þingvallavatni. Guðni Guðbergsson segir að þar hafi urriðinn ekki fjarvistarsönnun. Hins vegar sé svipuð þróun að eiga sér stað í vötnum þar sem enginn urriði er.

Hugmyndir um að endurreisa Veiðimálastofnun eru komnar í umræðuna. Hvað finnst Guðna um þær hugmyndir?

Sótthreinsun á veiðibúnaði erlendra veiðimanna er í nokkru uppnámi og nú er það hlutverk leigutaka að annast þetta verkefni. Guðni ræðir þetta og ýmislegt fleira í Sporðakastaspjalli dagsins.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.

Skoða meira