Nils Folmer með ljósmyndabók um Jöklu

Forsíða bókarinnar This is River Jökla eftir Nils Folmer Jörgensen. …
Forsíða bókarinnar This is River Jökla eftir Nils Folmer Jörgensen. Bókin er eins konar ferðalag um öll svæði Jöklu og dregur upp áhugaverða mynd af magnaðri laxveiðiá. Ljósmynd/Nils Folmer

Ljósmyndabókin Þetta er Jökla, eða á ensku This is River Jökla eftir Nils Folmer Jörgensen kom út fyrir jólin. Bókin fór ekki í jólabókaflóðið heldur var hún aðeins prentuð í hundrað eintökum. Þröstur Elliðason leigutaki Jöklu segir að hann hafi leitað til Nils með skömmum fyrirvara og að hann hafi á mettíma sett saman eigulega ljósmyndabók af djásninu í veiðivatnasafni Strengja sem er fyrirtæki Þrastar. Bókinni var svo vel tekið að Þröstur íhugar nú að bæta um betur og prenta hana í stærra upplagi.

Nils Folmer, höfundur bókarinnar er landsþekktur veiðimaður, leiðsögumaður og grafískur hönnuður.

Höfundur léttklæddur í Austurlandsblíðunni við einn af fjölmörgum veiðistöðum í …
Höfundur léttklæddur í Austurlandsblíðunni við einn af fjölmörgum veiðistöðum í Jöklu. Ljósmynd/Nils Folmer

En af hverju þessi bók?

„Það er ekkert launungarmál að ég eyði umtalsverðum tíma á hverju ári við veiðar um allt Ísland. Ég á orðið fimm uppáhalds ár sem ég reyni að komast í á hverju sumri. Einn af þessum gimsteinum er Jökla, á sem margir veiðimenn hafa ekki enn kynnst.

Þessi bók er mín viðleitni til að kynna þessa mögnuðu á í sínu stórkostlega umhverfi fyrir fleirum.

Kort fylgir af allri ánni og fjölmargir veiðistaðir eru merktir …
Kort fylgir af allri ánni og fjölmargir veiðistaðir eru merktir þar inn á. Í bókinni er einnig sýnt frá fjórum hliðarám Jöklu. Ljósmynd/Nils Folmer

Bókin er eins konar ferðalag um Jöklu þar sem meðal annars er horft til landslags, veiðistaða og reynt að varpa ljósi á hversu mikil paradís Jökla er fyrir þennan magnaða fisk, laxinn.“ Nils er sáttur með útkomuna en hefði viljað hafa meiri tíma og segja fleiri sögur. En kannski kemur það síðar.

Í bókinni er ferðast upp Jöklu og skoðuð þau fjögur veiðisvæði sem tilheyra henni og nánasta umhverfi. Fyrst er það neðsta svæðið sem Nils kallarLower Jökla, enda er bókin skrifuð á ensku þó að hún sé fyrst og fremst ljósmyndabók. Þá er það mið svæðið og loks efsta svæðið. Sérstakur kafli er svo um hliðarárnar, Kaldá, Fögruhlíðará, Fossá og Laxá. Í bókinni segir að þessar fjórar ár bjóði samtals upp á fimmtíu kílómetra af vatni þar sem lax getur gengið. Slepping á seiðum var aukin í hliðaránum í fyrra svo áhugavert verður að fylgjast með framvindu þar í sumar.

Á efsta hluta Jöklu er enn mikið af veiðistöðum sem …
Á efsta hluta Jöklu er enn mikið af veiðistöðum sem hafa lítið eða ekkert verið kannaðir enn sem komið er. Ljósmynd/Nils Folmer

Það er ljóst að Jökla er komin á kortið sem ein af stóru ánum á Íslandi. Ljósmyndabók Nils Folmers varpar skemmtilegu ljósi á þessa mikilfenglegu á og satt best að segja kom Sporðaköstum skemmtilega á hversu heillandi heildarmynd ljósmyndirnar drógu upp af spennandi laxveiðiá.

Upp á dönsku þá gratúlerum við Nils með bókina.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert