Greinar fimmtudaginn 6. apríl 1995

Forsíða

6. apríl 1995 | Forsíða | 301 orð

Hugmyndir um fríverslun yfir hafið

RÁÐAMENN í Bandaríkjunum hafa rætt hugmyndir um fríverslunarsvæði er spanni Evrópu og Norður- Ameríku við bandamenn sína í V- Evrópu en viðræðurnar eru enn á algeru frumstigi. "Þetta er góð hugmynd en tími hennar er ekki fyllilega runninn upp enn þá," sagði Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í gær, en hann fer með málefni samskipta við Evrópu. Meira
6. apríl 1995 | Forsíða | 317 orð

Iðnríki láti takmarka útblástur

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, hvatti iðnríki heims í gær til þess draga úr útblæstri þeirra efna sem talin eru valda gróðurhúsaáhrifum. Kohl sagði þetta á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hækkandi hitastig sem haldin er í Berlín. Meira
6. apríl 1995 | Forsíða | 156 orð

Óttast fleiri árásir múslima

ÖFGAHÓPUR múslima, sem myrti 45 manns í borginni Ipil á Filippseyjum á þriðjudag, hyggur á frekari árásir á borgir í suðurhluta landsins, að sögn opinberra embættismanna í gær. Sögðu þeir að filippeysk yfirvöld hefðu gripið til hertra öryggisráðstafana vegna þessa. Meira
6. apríl 1995 | Forsíða | 124 orð

Tímamótauppgötvun í könnun á ljóstillífun

VÍSINDAMENN sögðust í gær hafa gert tímamótauppgötvun í rannsóknum á því hvernig plöntur og sumir gerlar geta virkjað sólarorku til að framleiða lífræna næringu. Uppgötvunin gæti rutt brautina fyrir þróun nýs og betri sólarorkurafals, eða búnaðar til að breyta orku sólgeislunar í raforku. Meira
6. apríl 1995 | Forsíða | 182 orð

Vargöld geisar í Búrundí

ÚTVARPIÐ í Búrundí skýrði frá nýjum fjöldamorðum í landinu í gær, aðallega í norðurhluta landsins. Voru tútsímenn þar að verki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skoraði í gær á stjórnvöld í Tansaníu að opna landamærin fyrir flóttafólki. Meira

Fréttir

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

26 milljónir fyrir aflspenna

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa aflspenna samkvæmt verðkönnun frá EFACEC, umboð Jóhanna Tryggvadóttir, fyrir rúmar 26 milljónir króna. Í bréfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur til Innkaupastofnunar kemur fram að fimm framleiðendum hafi verið gefinn kostur á að senda inn tilboð og bárust svör frá þremur þeirra. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 204 orð

58,4 millj. í lagnir og gatnagerð

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 32,2 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda, Sveins Skaftasonar, í endurnýjun veitukerfa og gangstétta, í 1. áfanga 1995. Kostnaðaráætlun er rúmar 43,8 milljónir króna. Jafnframt var samþykkt að taka rúmlega 26,2 milljóna króna tilboði Loftorku Reykjavík hf. í gatnagerð og lagnir í 3. áfanga í Borgarhverfi. Þrettán tilboð í 1. áfanga Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 153 orð

Albatros á villigötum

ALBATROSINN Albert hefur snúið aftur að strönd Hjaltlandseyja eftir misheppnaða tilraun til að ná sér í maka. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að hann er röngu megin á jarðkringlunni, þar sem albatrosar halda sig aðallega í Surður-Atlantshafi. Albert hefur hins vegar haldið sig á kletti við Hjaltland í rúm tuttugu sumur. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Alþýðuflokkurinn leggst gegn sölu fyrirtækisins

ÖSSUR Skarphéðinsson sagði á fundinum með starfsmönnum Pósts og síma að Alþýðuflokkurinn legðist gegn einkavæðingu stofnunarinnar. Hann sagði einnig að það hefði verið Alþýðuflokkurinn, sem hefði komið í veg fyrir að Búnaðarbankinn yrði seldur á kjörtímabilinu, sem nú er að líða. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Andlát KRISTINN VILHJÁLMSSON

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Atlanta með níu flugvélar

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hóf um helgina umfangsmikið leiguflug fyrir ríkisflugfélag Saudi-Arabíu sem standa mun yfir næstu sex mánuði. Verða notaðar þrjár Boeing 747 breiðþotur. Um næstu helgi byrjar Atlanta leiguflug fyrir Kabo Air í Nígeríu og verða einnig notaðar þrjár Boeing 747 flugvélar í það verkefni. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Atlanta með níu flugvélar

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Atvinnulífið og umheimurinn

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Atvinnulífið og umheimurinn

JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins voru framsögumenn á fundi ungra jafnaðarmanna um atvinnulífið og tengsl þess við umheiminn, sem haldinn var í Reykjavík í gær. Þar var meðal annars fjallað um erlenda fjárfestingu, EES og aðild að ESB. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 511 orð

Aukið álag, streita og langur vinnutími helstu skýringar

Í KÖNNUN sem gerð var á fjarveru starfsmanna ríkisspítala síðustu þrjú árin kemur fram að á Landspítalanum eru veikindi sem hlutfall af unnum vinnustundum yfir 10% á 26 deildum af 120, hlutfall veikinda er 5%-9,99% á 30 deildum en innan við 5% á 64 deildum. Meira
6. apríl 1995 | Landsbyggðin | 73 orð

Á snjósleiða yfir Snæfellsnessfjallgarð

ÞAÐ hefur ekki oft gerst að farið sé á snjósleða yfir Snæfellsnessfjallgarð. Nýlega kom bóndinn á Svelgsá í Helgafellssveit, Bjarni Guðmundsson og dóttir hans, Berglind 12 ára, keyrandi suður yfir fjallið í góðu veðri að Borg. Þau fóru fyrir austan Ljósufjöll og komu niður í Svarfhólsdalinn. Útsýni á þessari leið var vítt og fagurt þó allt væri hvítt af snjó. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 298 orð

Biðraðir við kjörklefann

FJÖLDI manns hefur kosið á skrifstofu sýslumanns á Akureyri síðustu daga. "Það hefur verið rólegt yfir þessu en í byrjun vikunnar má segja að hafi orðið sprenging, fjöldi fólks hefur komið að kjósa síðustu tvo þrjá daga," daga sagði Harpa Ævarsdóttir, fulltrúi sýslumanns. Á þriðjudag komu um 160 manns að kjósa, en alls höfðu þá um 440 manns kosið þar þá um kvöldið. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Blindir fá aðgang að menntanetinu

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um að félagsmenn Blindrafélagsins fái sama aðgang að Íslenska menntanetinu og nemendur í skóla. Samningurinn er til eins árs og er aðgangurinn ókeypis. Áður höfðu þessir aðilar unnið saman að tilraunaverkefni um nýtingu menntanetsins í þágu blindra. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 206 orð

Doktor í hafbotnsjarðfræði

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 200 orð

Doktor í hafbotnsjarðfræði

HAFLIÐI Hafliðason, jarðfræðingur, varði doktorsritgerð sína í hafsbotnsjarðfræði (fornloftslags- og fornstraumafræði) við Háskólann í Björgvin í Noregi 7. desember sl. Doktorsritgerðin fjallar um hina jarðfræðilegu þróun landgrunnsins út af Mið-Noregi (síðustu ca. 1 milljón árin) og norðurhluta Norðursjávar (síðustu 30 þúsund árin) og tengsl þess við alheims-loftslagsbreytingar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ef Vestfjarðagöngin væru í Reykjavík

EF GANGAMÓT Vestfjarðaganga væru í nágrenni við Menntaskólann í Hamrahlíð þá leggurinn til Ísafjarðar að Nýbýlavegi í Kópavogi. Leggurinn til Súgandafjarðar næði að Tollvörugeymslunni við Kleppsveg og leggurinn til Önundarfjarðar næði vestur að Keilugranda, samkvæmt uppdrætti sem birtur er í fréttabréfinu Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 83 orð

Ekkert að þotu Tarom

FYRSTU opinberu niðurstöður rannsóknarinnar á flugslysinu í Rúmeníu í síðustu viku gefa til kynna, að ekkert hafi verið að Airbus A310 þotunni. Flugslysanefndin sagði í yfirlýsingu, að ekkert óeðlilegt hefði komið fram á hljóðrita í stjórnklefa þotunnar og flugmennirnri rækt starf sitt eðlilega. Eftir væri að greina upplýsingar úr flugrita þotunnar og rannsaka brak þotunnar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ekki ástæða til aðgerða

SAMKEPPNISRÁÐ hefur hafnað ósk Sambands íslenskra tryggingafélaga (SÍT) um að gripið verði til aðgerða vegna starfsemi Húsatrygginga Reykjavíkur (HR). Það er mat Samkeppnisstofnunar að starfsemi HR og það fyrirkomulag sem viðhaft er á innheimtu brunatryggingaiðgjalda í Reykjavík brjóti ekki í bága við ákvæði samkeppnislaga. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Erindi um tæringu fráveitukerfa

HAFSTEINN Helgason, lektor við HÍ, og Sveinn Torfi Þórólfsson, prófessor við NTH í Þrándheimi, halda erindi um tæringu steyptra fráveitukerfa og viðhald og viðgerðir eldri kerfa, í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6, í kvöld, fimmtudag, kl. 16.30-18.30. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Erindi um tæringu fráveitukerfa

6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Evrópusambandið er einstök tilraun

ALÞJÓÐAVÆÐING Evrópusambandið er einstök tilraun Ralf Dahrendorf er ekki aðeins þekktur félagsfræðingur, heldur lætur hann mjög til sín taka í breskri þjóðfélagsumræðu. Á árunum 1974-1984 var hann rektor London School of Economics. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 295 orð

Fengu líka hækkun á ábatalaunakerfið

STARFSMENN Eimskips og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, sem vinna eftir ábatalaunakerfi, fá hækkun á öll laun en ekki bara dagvinnutaxta. Ágreiningur var milli Dagsbrúnar og vinnuveitenda um túlkun kjarasamningsins varðandi yfirborganir og varð niðurstaðan sú að túlkun Dagsbrúnar var látin ráða. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 651 orð

Félagslegar bætur skertar og hert að sveitarfélögum

SÆNSKA stjórnin kynnti í gær megindrætti í nýjum sparnaðaráætlunum, sem hún hefur náð um samkomulagi við Miðflokkinn. Þar með hverfur stjórnin frá samvinnu við vinstri vænginn. Ráðstafanirnar fela meðal annars í sér lækkun félagslegra bóta úr 80 prósentum í 75 prósent en einnig lækkun virðisaukaskatts á matvælum úr 21 prósenti í 12 prósent. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 90 orð

Fjárlög ESBríkja í ólestri

GJALDMIÐILSSTOFNUN Evrópu, vísir að evrópskum seðlabanka, gaf út fyrstu ársskýrslu sína í vikunni. Stofnunin kvartar yfir því að nær engin ríki ESB uppfylli skilyrði fyrir aðild að sameiginlegum Evrópugjaldmiðli og segir ESB-ríkin verða að taka til hendi í ríkisfjármálum sínum, sem séu í ólestri, og ná niður fjárlagahalla. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 586 orð

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7 Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 734 orð

Fór út í starfið í þakklætisskyni

STEINUNN Friðriksdóttir fæddist 10. janúar 1934 á Siglufirði. Hún er dóttir hjónanna Ástríðar Guðmundsdóttur og Friðriks Guðjónssonar útgerðarmanns sem er látinn. Árið 1983 hóf Steinunn, sem menntuð er frá Myndlista- og handíðaskólanum, störf hjá Verðlagseftirlitinu sem síðar varð Samkeppnisstofnun. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Framboðslistinn óbreyttur

BENEDIKT Sigurður Kristjánsson, sem skipar 7. sæti Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi fyrir alþingiskosningar, hefur dregið framboð sitt til baka. Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ekki sé hægt að breyta framboðslista svo skömmu fyrir kosningar og standi hann því óbreyttur. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Friðland Svarfdæla skipulagt

BÆJARRÁÐ Dalvíkur hefur samþykkt að leitað verði eftir við Náttúruverndarráð að það taki að sér verkefni er varðar Friðland Svarfdæla. Verkefnið felst í því að gera tillögur að gönguleiðum, merkingum, fuglaskoðunarbyrgjum og fleira og skulu tillögurnar miðaðar við það að ferðamenn geti sem best notið þessa svæðis, án þess að valda lífríki þess skaða. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Friðland Svarfdæla skipulagt

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fuglalíf í Papey og Skrúði

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fuglalíf í Papey og Skrúði

FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ heldur í dag, fimmtudaginn 6. apríl, rabbfund í kaffistofu Náttúrufræðistofnunar, 4. hæð, við Hlemm og hefst hann kl. 20.30. Þar mun Jóhann Óli Hilmarsson rabba um fuglalíf og náttúrufar í Papey og Skrúði og sýna litskyggnur frá þessum helstu eyjum Austurlands. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fundað í flugfreyjudeilu

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Fundað í flugfreyjudeilu

SÁTTANEFNDIR Flugfreyjufélagsins og Flugleiða settust á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í gærdag eftir hlé frá klukkan fimm í gærmorgun. Fundinum lauk á miðnætti. Félagsfundur var haldinn í Flugfreyjufélaginu í gærkvöldi. Að sögn Gunnlaugs Gunnlaugssonar, sem sæti á í stjórn félagsins, var gangur mála rakinn á fundinum. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fyrirlestur um virkni hljóðkerfisreglna

ÞORSTEINN G. Indriðason cand. mag. heldur opinberan fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins í stofu 423 í Árnagarði, fimmtudaginn 6. apríl kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist Virkni hljóðkerfisreglna í íslensku og aðgangur þeirra að orðmyndun. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Geðhjúkrunarfræðingar mótmæla niðurskurði

AÐALFUNDUR fagdeilar geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 29. mars sl. mótmælir harðlega niðurskurði í geðheilbrigðisþjónustu, segir í fréttatilkynningu frá FÍH. Geðhjúkrunarfræðingar vilja sérstaklega vekja athygli á að lokun geðdeilda tefur fyrir bata og eykur þjáningar og erfiðleika sjúklinga og aðstandenda þeirra. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 368 orð

Gjalda Íhalds menn afhroð?

6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 367 orð

Gjalda Íhalds menn afhroð?

BÚIST er við að skoskir kjósendur snupri Íhaldsflokkinn í sveitarstjórnakosningum sem fram fara í dag. Flokkur Johns Majors forsætisráðherra nýtur aðeins fylgis 11% kjósenda samkvæmt könnunum en Skoski þjóðernisflokkurinn (SNP) 25% og Verkamannaflokkurinn 53%. Kosið er til 29 nýrra sveitarstjórna sem koma eiga í stað 12 svæðis- og 41 sveitarstjórnar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Grand Hótel opnað í gær

GRAND Hótel Reykjavík við Sigtún var opnað með viðhöfn í gær. Var fjöldi fólks þar saman kominn til að samfagna eigendum og starfsfólki. Myndin er af eigendum og starfsfólki, f.v. Rósa Þórhallsdóttir, Ólafur Torfason, Bjarni Ásgeirsson, hótelstjóri, Carl J. Johansen og Kristín Harðardóttir. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 397 orð

Grunur um misferli á tölvuneti

JÚLÍUS Sólnes, forseti verkfræðideildar HÍ, hefur lagt fyrir háskólaráð tillögu um að stofnuð verði aganefnd sem fjalli um misnotkun á hugbúnaði og tölvuneti Háskóla Íslands. Tillögunni var vísað til reiknistofnunar HÍ sem annast m.a. eftirlit með þessum búnaði, og henni falið að semja mótaðar hugmyndir um væntanlegt umboð og skipan nefndar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Gæti skapað eitthundrað ný störf

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðarbæjar tekur í dag fyrir umsókn Vélsmiðju Orms og Víglundar um aðstöðu fyrir flotkví, en hafnarstjórn bæjarins gaf grænt ljós á umsókn fyrirtækisins í gær. Guðmundur Víglundsson, tæknifræðingur hjá Vélsmiðjunni, segir að kvíin gæti verið komin til landsins í sumar og hún gæti beint og óbeint skapað 100 ný störf í Hafnarfirði. Meira
6. apríl 1995 | Miðopna | 1396 orð

Hart deilt um verkefni Seðlabanka Stjórnendur banka og sparisjóða segja að Seðlabankinn sé að vasast í ýmiss konar

STJÓRNENDUR banka og sparisjóða hafa lengi haft horn í síðu Seðlabankans fyrir að leyfa starfsmönnum sínum að opna tékkareikninga í bankanum. Bent hefur verið á að þetta sé fullkomlega óeðlilegt og þekkist hvergi að einstaklingar eigi með þessum hætti viðskipti við Seðlabanka. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 684 orð

Háir jaðarskattar afsprengi félagshyggju

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að tekjutengingar og háir jaðarskattar séu afsprengi félagshyggjunnar og það hafi verið kominn tími til að Alþýðusamband Íslands vekti athygli á þessari félagshyggjugildru í skattkerfinu. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 305 orð

Heppilegra að auka vægi heimilislækninga með markvissri þróun

Á FUNDI í Félagi sjálfstætt starfandi heimilislækna 4. apríl var samþykkt ályktun þar sem félagið lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hörðu deilu sem nú stendur yfir milli heilbrigðisráðherra og sérfræðilækna vegna tilvísanamálsins. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 372 orð

Hlaut 1. verðlaun í samkeppni National Museet

ÍSLENSK listakona, Harpa Árnadóttir, fékk fyrstu verðlaun fyrir teikningu í samkeppni sem National Museet í Stokkhólmi efndi til. Harpa veitir verðlaununum viðtöku í dag úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs, sem er verndari samkeppninnar. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um verðlaunin, t.d. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Holræsarör fyrir rúmlega 41,4 millj.

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 41,4 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda, Östraadt rör A/S, í holræsarör. Alls bárust 14 tilboð auk nokkurra frávikstilboða og voru átta lægstu boð skoðuð ítarlega. Tvö næst lægstu tilboðin komu frá Dahlgrens/Fönsun sem bauð rúmar 41,7 milljónir og 42,2 milljónir. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Húsmæðrafélagið gaf MS-félaginu 100 þúsund

HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavíkur varð 60 ára 30. janúar sl. Húsmæðrafélagi hefur starfað óslitið allan þennan tíma og er því með eldri kvenfélögum á Reykjavíkursvæðinu. Meginstoðir félagsins eru eldri konur sem koma saman einu sinni í viku á þriðjudögum milli kl. 13­17 og vinna að hannyrðum og er að sjálfsögðu heitt á könnunni og opið hús. Að hausti er haldinn basar og afraksturinn seldur. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hæðarpunktar í hrauninu

UNDIRBÚNINGUR er hafinn að lagningu nýs vegar að Bláa lóninu og var verið að taka hæðarpunkta þegar ljósmyndarann bar að garði. Fyrsti áfangi á að liggja frá Grindavíkurvegi og að aðveituæðinni til Keflavíkur. Síðar verður lagður vegur að framtíðarstað Bláa lónsins í hrauninu. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hæðarpunktar í hrauninu

6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 269 orð

Ísland og Noregur mótmæla með ESB-ríkjum

SENDIHERRAR Þýzkalands, Frakklands og Spánar, "þríeykisins" svokallaða, afhentu í gær fyrir hönd ríkja Evrópusambandsins, auk Íslands og Noregs, tyrkneskum stjórnvöldum í Ankara mótmæli vegna hernaðar Tyrkja í Norður- Írak. Samkomulag um samstarf í utanríkismálum Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 333 orð

Ísraelskar sprengjur hjá Hamas

6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 331 orð

Ísraelskar sprengjur hjá Hamas

JASSER Arafat, leiðtogi PLO, sagði í gær, að sprengiefni frá ísraelska hernum hefði fundist í íbúðinni á Gaza þar sem sprenging varð sl. sunnudag með þeim afleiðingum að tveir háttsettir leiðtogar hryðjuverkasveita Hamas-samtakanna og fjórir aðrir, biðu bana. Arafat gekk þó ekki það langt að bendla Ísraela við sprenginguna. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 379 orð

KGB njósnaði um meintan morðingja Kennedys

TÍMARTIÐ New Yorker birtir í næsta hefti sínu viðtal rithöfundarins Norman Mailer við foringja í leyniþjónustu Sovétríkjanna gömlu, KGB, sem njósnaði um Lee Harvey Oswald á meðan dvöl hans í Sovétríkjunum stóð. Sagði KGB- maðurinn að Oswald hefði ekki tekist að skjóta neitt kvikt er hann fór á veiðar og að hann hefði verið ófær um að setja saman stuttbylgjutæki. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Kjúklingar í kosningaslaginn

FRAMBJÓÐENDUR Alþýðuflokksins kynna Evrópuviku flokksins í Nóatúni við Hringbraut í dag. Þar verða kjúklingar seldir "á Evrópuverði", eða 220 krónur kílóið. Venjulegt verð á kjúklingum ku vera nálægt 700 krónum. Munu frambjóðendurnir afhenda viðskiptavinum Nóatúns kjúklingana. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Kjúklingar í kosningaslaginn

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

KRISTINN VILHJÁLMSSON

KRISTINN Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, lést að morgni 4. apríl, 83ja ára að aldri. Kristinn var fæddur 13. mars 1912. Hann lauk námi í blikksmíði og starfaði í áratugi hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri Templarahallar Reykjavíkur og gegndi því starfi fram undir sjötugt. Síðustu árin var hann framkvæmdastjóri Vinabæjar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 614 orð

Kæruleysi að hunsa þróun í átt til frelsis

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra sagði á fundi með starfsmönnum Pósts og síma á miðvikudag að það væri ekki aðalatriði að breyta stofnuninni í hlutafélag heldur "kemur það ekki síður til greina að stofnað verði sjálfstætt fyrirtæki í eigu ríkisins, sem lúti almennt lögmálum markaðarins, greiði skatta og skyldur og þar fram eftir götunum," sagði Halldór. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Könnuð verðlagning á eggjum og kjúklingum

MIÐSTJÓRN Alþýðusambandsins samþykkti á fundi sínum þann 5. apríl að fara þess á leit við Samkeppnisstofnun að hún kanni "ítarlega verðmyndun og viðskiptahætti" í framleiðslu eggja og kjúklinga hér á landi og grípi til viðeigandi ráðstafana ef þurfa þykir. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Læknir kærður til landlæknis

SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hefur kært einn sérfræðilækni til landlæknis vegna ummæla sem hann lét falla í síma við starfsmann ráðuneytisins. Guðjón Magnússon skrifstofustjóri sagði að ráðuneytið liti þetta mál mjög alvarlegum augum. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Læknir kærður til landlæknis

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 379 orð

Löglærður talsmaður fyrir fórnarlömb nauðgana

NÁMSSTEFNA um Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og meðferð nauðgunarmála í dómskerfinu var haldin í gær. Þrettán erindi voru haldin til þess að fjalla um þessi mál á sem breiðustum grundvelli. Aðalfyrirlesarinn var Ingunn Fossgard, saksóknari frá Noregi. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Málefni fatlaðra kynnt

FRAMBJÓÐENDUM var boðið að kynna sér starfsemi á Bjargi, húsi Sjálfsbjargar á Akureyri, í gær. Þeir létu fara vel um sig í heita pottinum áður en Sjálfsbjargarmenn hófu að spyrja þá í þaula um stefnu flokkanna í málefnum fatlaðra. Á myndinni ræða þau Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, og Elín Antonsdóttir, Kvennalista, við Baldur Bragason, starfsmann Bjargs. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Málefni fatlaðra kynnt

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Merkjasala FEF á kjördag

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Merkjasala FEF á kjördag

FÉLAG einstæðra foreldra stendur fyrir merkasölu á kjördag, 8. apríl, til styrktar starfsemi félagsins sem gætir hagsmuna einstæðra foreldra og barna þeirra. Sölufólk félagsins verður við kjörstaði og næsta nágrenni þeirra og í frétt frá félaginu kemur fram ósk um að almenningur taki merkjasölunni vel. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Myndakvöld hjá Útivist

Í TILEFNI 20 ára afmælis Útivistar ætlar Emil Þór Sigurðsson að sjá um sýningu mynda frá ferðum félagsins fyrstu árin, allt frá fyrstu ferðinni sem farin var á Keili 6. apríl 1975. Þetta verður upprifjun, ekki síst fyrir gamla félaga. Myndakvöldið verður í Fóstbræðraheimilinu. Í lok sýningarinnar verður endurflutt stutt myndasýning, skemmtiatriði frá árshátíðinni 23. mars sl. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Myndakvöld hjá Útivist

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 491 orð

Neikvætt að auglýsa of mikið

KOSNINGABARÁTTAN hefur endurspeglað fremur slælega vinnu stjórnmálaflokkanna frá síðustu kosningum að mati Gunnars Steins Pálssonar, hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. Á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á miðvikudag, þar sem fjallað var um pólitíska markaðssetningu, sagði Gunnar Steinn að líkja mætti markaðssetningu stjórnmálaflokkanna við nám. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 190 orð

Njósnatækni beitt gegn brjóstakrabba

BANDARÍSK heilbrigðisyfirvöld og leyniþjónustan CIA hafa ákveðið að sameina krafta sína í þeirri von að finna nýjar aðferðir til þess að leita uppi brjóstakrabba. Núverandi tækni við brjóstaskoðun er 40 ára gömul og þykir ekki nógu fullkomin til þess að greina krabbamein á frumstigi þegar líkur á því að lækna það eru mestar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Nýbygging Hæstaréttar að rísa

FRAMKVÆMDIR við Hæstaréttarhúsið við Lindargötu ganga samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að Hæstiréttur flytji í nýja húsið um mitt ár 1996 að sögn Hrafns Bragasonar forseta Hæstaréttar, sem sæti á í byggingarnefndinni. Búið er að steypa upp tvær hæðir og er þriðja og síðasta hæðin eftir. Þá er verið að hanna innréttingar í húsið og stendur til að bjóða út smíði þeirra að hluta. Meira
6. apríl 1995 | Landsbyggðin | 101 orð

Nýr sóknarprestur á Suðureyri settur í embætti

Ísafirði-Séra Valdimar Hreiðarsson var formlega settur í embætti sóknarprests á Suðureyri á sunnudaginn. Það var sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði, sem stjórnaði innsetningunni að viðstöddum fjölda sóknarbarna. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 240 orð

Næstflest svikamál í Bretlandi

BRETAR eru í öðru sæti yfir þau ríki, sem svindla mest á sjóðakerfi Evrópusambandsins. Kemur þetta brezkum stjórnvöldum, sem hafa harðlega gagnrýnt fjársvik úr sjóðum ESB, í opna skjöldu. Hins vegar er bent á að tölur um svikamál, sem koma fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB, vísi til mála, sem uppvíst verður um, Meira
6. apríl 1995 | Landsbyggðin | 254 orð

Oddafélagið heldur aðalfund í Gunnarsholti

Hellu-Fyrir stuttu hélt Oddafélagið árlegan aðalfund í Gunnarsholti á Rangárvöllum en félagið var stofnað 1990. Tilgangur félagsins er að gera Odda að miðstöð umhverfis- og þjóðlífsfræða og að Oddastaður, saga hans og sérkenni verði sífellt aðgengilegri og áhugaverðari. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Ofanflóðasjóður kaupi hús í Teigahverfi í Hnífsdal

ERINDI Ísafjarðarkaupstaðar um að Ofanflóðasjóður kaupi fasteignir í Teigahverfi í Hnífsdal var lagt fyrir stjórn sjóðsins á fundi hennar í fyrradag. Erindið var ekki tekið til umfjöllunar vegna þess hve seint það barst. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 206 orð

Osmo Vänskä hættir eftir næsta vetur

OSMO Vänskä mun hætta sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands að loknu næsta starfsári (1995­96). Að sögn Runólfs Birgis Leifssonar, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, verður Vänskä þá búinn að vera aðalstjórnandi hljómsveitarinnar í þrjú ár. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 157 orð

Óeirðir í Íran

ÓEIRÐALÖGREGLA hafði eftirlit með útborg Teheran í gær eftir að óeirðir höfðu blossað þar upp í fyrradag. Maður beið bana og tugir særðust í átökum við lögregluna. Sjónarvottar sögðu að lögreglumenn væru á verði við öll gatnamót og á helstu götum, en allt hefði verið með kyrrum kjörum í gær. Óeirðirnar í fyrradag voru hinar alvarlegustu síðustu mánuðina. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Óperutónleikarnir Æfingar hafnar

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Páskabasar Hringsins

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Páskabasar Hringsins

KVENFÉLAGIÐ Hringurinn verður með páskabasar í Kringlunni föstudaginn 7. og laugardaginn 8. apríl. Á boðstólum verður ýmiss konar páskaskraut sem Hringskonur hafa unnið. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins og stuðlar þannig að eflingu barnaspítalans og bættri umönnun sjúkra barna. Á myndinni er sýnishorn af því á boðstólum verður hjá Hringskonum. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Páskar í Tindaöxl

6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Páskar í Tindaöxl

PÁSKARNIR í Tindaöxl er yfirskrift páskadagskrár í Ólafsfirði. Dagskráin hefst með skaflamessu séra Svavars Alfreðs Jónssonar á skírdag. Þá tekur við Íslandsmót í stökki í Kleifarhorni, mynbandakvöld verður fyrir krakka, 12 ára og yngri, í skíðaskálanum um kvöldið. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Píslagrátur Jóns Arasonar

PÍSLAGRÁTUR Jóns biskups Arasonar verður lesinn í Landakotskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 20.30. Lesarar eru leikararnir Anna Kristín Arngrímsdóttir og Baldvin Halldórsson. Ásamt lestrinum verður flutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann samdi sérstaklega við Píslagrátinn. Þessi upplestur er hugsaður sem inngangur að páskahátíðinni. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 415 orð

Ramos lýsir árásarmennina réttdræpa

TALIÐ er að öfgahópur múslima beri ábyrgð á mannskæðasta tilræði sem framið hefur verið á Filippseyjum í 20 ár. 45 manns fórust í árásinni, sem gerð var á miðborg Ipil á Mindano-eyju á þriðjudag. Að sögn vitna réðust um 200 menn í herklæðum inn í miðborgina, skutu án afláts, vörpuðu handsprengjum og flugskeytum á mannfjöldann. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Rekstrarframlög hafa ekki aukist

ÞORSTEINN Jóhannesson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Ísafirði, segir að það sé ekki rétt að framlög til sjúkrahússins hafi aukist á undanförnum árum á sama tíma og þau hafi minnkað til annarra sjúkrahúsa á landsbyggðinni, eins og Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, hélt fram á stjórnmálafundi. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Samið um verðlaun til uppljóstrara

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI, lögreglustjórar og átakið Stöðvum unglingadrykkju hafa náð samkomulagi um hvernig staðið verði að veitingu 10.000 króna verðlauna til þeirra sem veita lögreglu upplýsingar sem leiða til þess að ljóstrað er upp um bruggstarfsemi. Meira
6. apríl 1995 | Landsbyggðin | 369 orð

Sex þúsund fyrirspurnir til Leiðbeiningastöðvar

Skagafirði-Eftir langvarandi óveðurskafla skartaði Skagafjörður sínu fegursta helgina 11. og 12. mars sl. þegar formenn kvenfélagasambanda landsins hittust að Löngumýri í Skagafirði, til hins fyrri af tveim árlegum fundum sem eru á milli Landsþinga Kvenfélagasambandsins sem haldin eru þriðja hvert ár. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 257 orð

Sjálfstæðisflokkur næði sínum 3 manni

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN eykur fylgi sitt í Vestfjarðakjördæmi og fær þrjá menn kosna samkvæmt skoðanakönnun sem blaðið Bæjarins besta á Ísafirði birtir í dag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag tapa fylgi og þingmaður Alþýðubandalagsins fellur. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 193 orð

Skemmdarverk unnin í Fossvogskirkjugarði

GARÐYRKJUSTJÓRI Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis hefur þurft að senda milli 50 og 60 leiðishöfum bréf vegna þess að skemmdir hafa verið unnar á leiðum í Fossvogskirkjugarði. Karl Guðjónsson garðyrkjustjóri segir skemmdirnar hafa verið unnar einhverntíma í febrúarmánuði. Ekki sé gott að fullyrða um það með vissu vegna snjóa. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

SLést í vinnuslysi

ÞAÐ hörmulega slys varð við Laxárvatnsvirkjun sunnan Blönduóss um hálftíuleytið í gærmorgun að starfsmaður RARIK, Bragi Reynir Axelsson, lést af slysförum við störf sín. Bragi heitinn sem var rafvirki var að vinna við aðalrofa hústöflu í virkjunarhúsi er hann varð fyrir raflosti og er talið að hann hafi látist samstundis. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Sólveig úr Þjóðvaka

SÓLVEIG Ólafsdóttir, sem sæti á í aðalstjórn Þjóðvaka, hefur sagt sig úr flokknum. Sólveig var í hópi þeirra sem tóku þátt í stofnun Þjóðvaka og var framan af í forystusveit flokksins í Reykjavík. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sólveig úr Þjóðvaka

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 316 orð

Sterk vísbending um að hætta sé á vinstri stjórn

DAVÍÐ Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist á almennum stjórnmálafundi í Kópavogi í gærkvöldi óttast að niðurstöður skoðanakannana síðustu daga gefi sterka vísbendingu um að hætta sé á myndun margra flokka vinstri stjórnar eftir kosningarnar á laugardaginn kemur. Davíð fullyrti að sjálfstæðismenn hefðu ekki efni á að segja að niðurstöður skoðanakannananna væru rangar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 364 orð

Stöðugleikinn ekki Sjálfstæðisflokknum að þakka

"HVENÆR var stöðugleika í efnahagsmálum í þessu þjóðfélagi komið á? Stöðugleikinn byrjaði þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór úr ríkisstjórninni 1988. Þá var lagður grundvöllurinn að stöðugleikanum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, á fundi með starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 177 orð

Sængurkonur heim á fjórða degi í sumar

Í SUMAR stendur til að senda sængurkonur heim af fæðingardeildinni og Fæðingarheimilinu á fjórða degi eftir eðlilega fæðingu í staðinn fyrir á fimmta degi eins og algengt er. "Okkur er gert að spara og við getum ekki gert það með öðrum hætti en að draga úr þjónustu," sagði Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir yfirljósmóðir á fæðingardeild Landspítalans. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 310 orð

Sölumiðstöðin leigir Linduhúsið undir starfemi sína

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur tekið Linduhúsið svokallaða við Hvannavelli 14 á leigu til 10 ára. Metró á Akureyri keypti húsið fyrr í vetur, en þar hefur sælgætisverksmiðjan Linda verið til húsa um langt árabil. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 1032 orð

Taka verður tillit til skekkjumarka

MUNUR á niðurstöðum kannana á fylgi flokkanna, annars vegar í könnun ÍM Gallups, sem birt var í Ríkisútvarpinu í fyrrakvöld, og hins vegar í könnun Félagsvísindastofnunar, sem Morgunblaðið sagði frá í gær, hefur orðið mörgum umhugsunarefni. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

tlit fyrir gott veður á kjördag

6. apríl 1995 | Landsbyggðin | 78 orð

TTT-mót í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum

Egilsstöðum-Nærri 50 börn frá Egilsstöðum og Seyðisfirði dvöldu um síðustu helgi á TTT- móti í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum. TTT stendur fyrir starf tíu til tólf ára barna í kirkjunni og lauk vetrarstarfinu með þessari samveru hópanna. Á mótinu æfðu börnin trúarlega söngva og dansa sem þau fluttu við fjölskylduguðþjónustu í Egilsstaðakirkju. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Tvöfaldar kosningar á laugardag

ÞAÐ á ekki af Hólmurum og íbúum Helgafellssveitar að ganga varðandi kosningar. Samhliða alþingiskosningunum nú á laugardag verður endurtekin atkvæðagreiðsla um sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 401 orð

"Undanþágur frá vsk. grafa undan skattakerfinu"

VIRÐISAUKASKATTURINN er einn helsti burðarás velferðarkerfisins á Íslandi og ef gera á undanþágur - svo sem varðandi bækur - er verið að grafa undan skattakerfinu og um leið velferðarþjónustu á Íslandi. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ungt sjálfstæðisfólk opnar skrifstofu

Selfossi - UNGT sjálfstæðisfólk opnaði fyrir skömmu kosningaskrifstofu á Selfossi að Austurvegi 38 á jarðhæð. Skrifstofan verður opin fram til 23 á kvöldin fram að kosningum og lengur á kjördag. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Útlit fyrir gott veður á kjördag

VEÐURSTOFAN spáir bærilegasta veðri á kjördag, laugardag. Í dag verður tekin ákvörðun um það hvort kjördagar verða tveir og fer það, að sögn Ólafs Walters Stefánssonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, eftir útliti um veður og færð. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 404 orð

Veðurhorfur:

Veðurhorfur: Allhvass austan og snjókoma, heldur hægari norðaustan og minnkandi úrkoma þegar líður á daginn. Frost 2­5 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Kl. 10­18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10­22. Upplýsingar í síma 91-801111. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Veröld Soffíu kynnt

FÉLAG áhugamanna um heimspeki kynnir bókina Veröld Soffíu eftir norska rithöfundinn Jostein Gaarder á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. apríl, og hefst kynningin kl. 20.30. Akureyringarnir Þröstur Ásmundsson og Aðalheiður Steingrímsdóttir þýddu og munu þau sitja fyrir svörum. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Veröld Soffíu kynnt

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

Vilja kaupa eða leigja Sorpu bs.

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 392 orð

Vilja kaupa eða leigja Sorpu bs.

TVÖ austurrísk fyrirtæki, Rubert Hofer og H¨ausle í Vorarlberg í Austurríki, auk belgíska fyrirtækisins Lobbe hafa sýnt áhuga á að stofna fyrirtæki í samvinnu við innlenda um förgun og endurvinnslu á sorpi. Í viðræðum við borgarstjóra, fulltrúa sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúa Sorpu byggðasamlags (bs.) var lýst yfir áhuga á að leigja eða kaupa Sorpu. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Vitni vantar

6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Vitni vantar

BIFREIÐINNI PP-303 var stolið frá Hafnarbraut 25 í Kópavogi 30. mars sl. PP-303 er hvít sendibifreið af gerðinni Volkswagen Polo árgerð 1990. Þeir sem hafa orðið varir við bifreiðina eða vita hvar hún er nú vinsamlegast hafi samband við lögreglu. Meira
6. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 167 orð

Willy Claes ítrekar enn sakleysi sitt

WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, ítrekaði í gær, að hann ætti enga aðild að mútuhneyksli, sem kom upp fyrir nokkrum árum þegar hann var ráðherra fyrir flæmska sósíalistaflokkinn, og sæi því enga ástæðu til að segja af sér embætti. Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 335 orð

Yfirlýsing frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna: "Í þeim drögum að reglugerð um tilvísanir, sem send voru læknasamtökunum í janúar 1995, var öllum læknum heimilt að vísa sjúklingum sínum á rannsóknastofur með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga án þess að skilyrt væri tilvísun heimilislækna, Meira
6. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 283 orð

Yrði stærsta olíubirgðastöð á Íslandi

KANADÍSKA fyrirtækið Irving Oil hefur boðið út smíði 9 olíutanka fyrir væntanlega birgðastöð sína í Reykjavík, sem eiga að rúma 450.000 föt, eða tæplega 72.000 rúmmetra af eldsneyti. Stöð af þessari stærð myndi auka geymslurými olíu í Reykjavík um yfir 40% og yrði sú stærsta á landinu. Meira
6. apríl 1995 | Miðopna | 1137 orð

Þingsætunum fjölgar frá síðustu kosningum

ÞAÐ ER ekki heyglum hent að heyja kosningabaráttu í Reykjaneskjördæmi því hagsmunir íbúa þar eru mjög ólíkir eftir stöðum. Þannig eru sjávarútvegsmál efst á baugi á Suðurnesjum og sjónarmiðin mismunandi eftir greinum. Kjördæmið nær einnig yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins þar sem hagsmunamálin eru almennari. Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Æfingar hafnar

ÆFINGAR eru hafnar fyrir óperutónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Kristjáns Jóhannssonar og Sigrúnar Hjálmtýssonar, sem haldnir verða í íþróttahúsi KA 12. apríl næstkomandi. Mikill áhugi Meira
6. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 278 orð

Ætlað að verða til hvatningar

BÓKIN Oddeyri - húsakönnun er komin út en það er Minjasafnið á Akureyri sem gefur bókina út í samvinnu við Skipulagsdeild Akureyrarbæjar. Höfundar eru Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. Meira

Ritstjórnargreinar

6. apríl 1995 | Leiðarar | 696 orð

KOSNINGABARÁTTAN OG SJÁVARÚTVEGSMÁLIN

KOSNINGABARÁTTAN OG SJÁVARÚTVEGSMÁLIN JÁVARÚTVEGSMÁLIN og fiskveiðistjórnunarkerfið hafa sett mark sitt á kosningabaráttuna í vaxandi mæli síðustu daga. Segja má, að frambjóðendur allra flokka hafi í flestum, ef ekki öllum kjördæmum landsins, staðið frammi fyrir spurningum kjósenda um ýmsa þætti fiskveiðistefnunnar. Meira
6. apríl 1995 | Staksteinar | 321 orð

Skarpari línur

"ÞAÐ VÆRI gott fyrir kjósendur", segir Fjarðarpósturinn, "ef þeir gætu átt skýran og einfaldan valkost milli hægri og vinstri stjórnar í þessum kosningum." Vinstri stjórná viku! Fjarðarpósturinn segir í forystugrein: Meira

Menning

6. apríl 1995 | Menningarlíf | 457 orð

100 ár norrænna smásagna

Í TILEFNI af Menningarhátíð Norðurlanda á Spáni, Undir Pólstjörnu, hefur verið gefið út á spænsku norræna smásagnasafnið Hundrað ár norrænna smásagna. Í safninu eru sögur eftir 47 rithöfunda, þar af 8 Íslendinga. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 202 orð

Antik-uppboð á húsgögnum og listmunum

GALLERÍ Borg efnir til antik- uppboðs á húsgögnum og listmunum í Faxafeni 5 laugardaginn 8. apríl kl. 14. Áttatíu númer verða boðin upp og verður ekkert lágmarksverð heldur allir munir seldir hæstbjóðanda. Munirnir voru fluttir inn frá Danmörku og kom danskur antiksali gagngert til landsins í þeim tigangi að aðstoða við undirbúninginn. Meira
6. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 120 orð

Árshátíð á íslenska vísu í Skotlandi

FYRIRTÆKIÐ Íslensk forritaþróun hélt árshátíð á dögunum. Hátíðin var haldin í gömlum kastala á vesturströnd Skotlands. Í tilefni dagsins klæddustu herrarnir skotapilsum með öllu tilheyrandi. Á boðstólum um kvöldið var fjölrétta skoskur veislumatur og skosk hljómsveit sá síðan um að halda uppi fjöri fram á næsta dag. Auk þess voru í boði nokkur heimatilbúin skemmtiatriði. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 46 orð

Burtfarartónleikar Agnars Más AGNAR Már Magnússon píanóleikari heldur burtfarartónleika frá jassdeild Tónlistarskóla FÍH í sal

AGNAR Már Magnússon píanóleikari heldur burtfarartónleika frá jassdeild Tónlistarskóla FÍH í sal skólans í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Hann mun leika verk frá ýmsum tímabilum jasssögunnar. Meðspilarar eru Þórður Högnason kontrabassa, Einar Scheving trommur og sérstakur gestur er Eyþór Gunnarsson. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 136 orð

Diddú og Kristján á Akureyri

Á FYRSTU dögum miðasölu á óperutónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands seldist rúmur helmingur miðanna og er því ljóst að tónleikanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. Söngvarana sem koma fram með hljómsveitinni á þessum tónleikum þarf vart að kynna en það eru þau Kristján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, en stjórnandi verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Meira
6. apríl 1995 | Kvikmyndir | 365 orð

Ein stór fjölskylda

Leikstjóri: Robert Allan Ackerman. Framleiðandi: Gale Anne Hurd. Aðalhlutverk: Susan Sarandon, Sam Shepard, Robert Sean Leonard, Nick Stahl, Philip Bosco. New Line Cinema. 1994. FJöLSKYLDUDRAMAÐ Í skjóli vonar segir af fráskildum miðaldra hjónum sem eiga sjö uppkomna syni. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 89 orð

"Fangaeyjan" sýnd í bíósal MÍR "Fangaeyjan" nefnist kvikmynd sem sýnd verður í bíósal MÍR, á sunnudag kl. 16. Í mynd þessari

"Fangaeyjan" nefnist kvikmynd sem sýnd verður í bíósal MÍR, á sunnudag kl. 16. Í mynd þessari sem gerð var í Georgíu á sjöunda áratugnum segir frá mörgum liðsmönnum úr sovéska hernum, um 500 hermönnum sem þýsku nasistarnir hafa tekið höndum snemma í stríðinu og flutt, þegar langt er liðið á styrjöldina, til einangrunar á eyjuna Teles undan ströndum Hollands. Meira
6. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 554 orð

Finnskir pönkarar

FJÖLMARGIR hafa haft orð á því að Íslendingum og Finnum svipi saman um margt og víst hafa óvenju margar finnskar rokkhljómsveitir komið hingað til tónleikahalds undanfarin ár. Ein slík hljómsveit, Radiopuhelimet, heldur þannig tvenna tónleika hér, í kvöld og annað kvöld. Meira
6. apríl 1995 | Myndlist | -1 orð

Fjarlægð draumsins

Opið alla daga til 10. apríl á opnunartíma Kaffi Sólon Íslandus. Aðgangur ókeypis MISMUNANDI bakgrunnur listafólks gefur oft tilefni til umhugsunar um gildi listmenntunar fyrir þá þróun sem á sér stað í myndlistinni. Meira
6. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 222 orð

Frumsýning í skugga morðs

FRUMSÝNING myndarinnar "Don Juan DeMarco" fór fram í Los Angeles í fyrrakvöld. Kvikmyndin fjallar um elskhugann rómaða Don Juan og á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru Johnny Depp, Faye Dunaway og Marlon Brando. Meira
6. apríl 1995 | Myndlist | -1 orð

GEOMETRÍSK NÁTTÚRA

Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 9. apríl. Aðgangur ókeypis Á SÍÐARI hluta þessarar aldar hafa hinir ýmsu miðlar myndlistarinnar skarast meir en nokkru sinni fyrr og mörkin milli þeirra orðið bæði óglögg og merkingarlítil í sjálfu sér. Meira
6. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 192 orð

Grillskálinn opnaður á ný

EFTIR nokkurra mánaða lokum voru Grillskálinn og Veitingastaðurinn Laufafell á Hellu opnaðir á ný um sl. helgi. Hjónin Fannar Jónasson og Hrafnhildur Kristjánsdóttir hafa tekið að sér reksturinn en yfirmatreiðslumaður er Sigurður B. Guðmundsson. Meira
6. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 200 orð

Grillskálinn opnaður á ný

6. apríl 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Hver síðastur að sjá Fávitann AÐEINS þrjár sýningar eru eftir á leikritinu Fávitanum, sem sýnt hefur verið á Stóra sviði

AÐEINS þrjár sýningar eru eftir á leikritinu Fávitanum, sem sýnt hefur verið á Stóra sviði Þjóðleikhússins frá jólum, í kvöld, 21. og 27. apríl. Fávitinn er byggður á samnefndri sögu rússneska skáldsins Fjodor Dostojevskí, þar sem hann fjallar um kærleikann, þjáninguna og tilfinningar breyskra manna af innsæi og mannskilningi. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 209 orð

Jóhannesarpassían sviðsett í Langholtskirkju

KÓR Langholtskirkju mun flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach í þrígang um páskana en í verkinu er píslarsaga Jesú Krists rakin leikrænt samkvæmt Jóhannesarguðspjallinu. "Það er gamall draumur minn að sviðsetja þetta verk," segir Jón Stefánsson, stjórnandi kórsins, og mælir því ekki í mót að mikil spenna setji svip á undirbúninginn. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 52 orð

Listaklúbburinn Þrír penslar LISTAKLÚBBURINN Þrír penslar heldur fyrstu sýninguna í Listhúsinu við Engjateig, Laugardal,

LISTAKLÚBBURINN Þrír penslar heldur fyrstu sýninguna í Listhúsinu við Engjateig, Laugardal, laugardaginn 8. apríl kl. 14. Sýnendur eru; Þóra Katrín Kolbeins, Kristján Árni Ingólfsson og Páll Hilmar Kolbeins, en þau hafa undanfarin ár unnið saman undir leiðsögn Sveinbjörns Þórs listmálara. Sýningin er opin daglega frá kl. 13 til 18. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 133 orð

OPUS ­ samspil tóna og mynda

SAMVINNA myndlistarmannsins Silje Sagfjære og tónlistarmannanna Asbjörn Johannesen, Vigleik Storaas og Björn Alterhaug, sem leika á saxófón, píanó og kontrabassa hefur fætt af sér listform, þar sem tónlist og myndlist leika saman og renna í eitt. Laugardaginn 8. apríl fremja listamennirnir gerning sinn í veitingahúsinu Horninu og hefst flutningurinn kl. 21. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 94 orð

Síðasta sýning á Framtíðardraugum SÍÐASTA sýning á leikritinu Framtíðardraugar eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra, verður

SÍÐASTA sýning á leikritinu Framtíðardraugar eftir Þór Tulinius, leikara og leikstjóra, verður á morgun, föstudag. Það er höfundurinn sem leikstýrir. Leikritið hefur verið sýnt um 30 sinnum. Síðasta sýning á Leynimel 13 50% afsláttur af miðaverði Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 467 orð

Stoltir af að fá Hrafn í hópinn

HRAFN Gunnlaugsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur þegið boð um að gerast félagi í Evrópsku kvikmyndaakademíunni en hann er fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þann heiður. Í bréfi sem formaðurinn, Wim Wenders, ritaði Hrafni segir að akademían sé stolt af því að fá hann í sínar raðir og sé þess sinnis að framlag hans og þátttaka muni hjálpa til við að vernda og styrkja evrópska kvikmyndalist. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 102 orð

Söngur að norðan í Bústaðakirkju

SAMKÓRINN Björk úr Austur- Húnavatnssýslu, Miklos Dalmay og Bjarkarkvartettinn halda tónleika í Bústaðakirkju í Reykjavík, föstudagskvöldið 7. apríl kl. 20.30. Söngstjóri samskórsins er frú Sólveig Einarsdóttir, undirleik annast Miklos Dalmay á píanó og Þórir Jóhannsson á harmoniku. Undirleik fyrir Bjarkarkvartettinn annast Guðmundur Hagalín Guðmundsson á harmoniku. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Tekur við verðlaununum í dag úr hendi Svíakonungs

HARPA Árnadóttir myndlistamaður, sem býr í Gautaborg, tekur í dag á móti verðlaunum fyrir framlag sitt í teiknisamkeppni fyrir unga teiknara. Verðlaunin nema um 150 þúsund íslenskum krónum og eru afhent af Karli Gústaf Svíakonungi við hátíðlega athöfn. Samkeppnin er haldin af Svenska Dagbladet og sænska Þjóðminjasafninu. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 91 orð

Tónlistarnemar leika í Safnahúsinu Húsavík. Morgunblaðið. AÐ TILHLUTAN Safnahússins, Tónlistarskólans og Menningarnefndar

AÐ TILHLUTAN Safnahússins, Tónlistarskólans og Menningarnefndar Húsavíkur, sem nýlega er tekin til starfa, héldu fjórir nemendur Tónlistarskólans hljómleika í Safnahúsinu í síðustu viku. Jóhanna Gunnarsdóttir lék á píanó verk eftir Schumann og Chopin og jafnframt lék hún með Kristjáni Þ. Magnússyni, saxófónleikara verk eftir C. Francous og J. Revaux. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 220 orð

Tretyakov-safnið opnar að nýju

TRETYAKOV-listasafnið í Moskvu var opnað í gær eftir gagngerar endurbætur, sem staðið hafa í áratug. Í safninu eru til sýnis helstu verk rússneskrar málaralistar síðustu níu aldir og þykja salarkynnin einkar glæsileg, marmari á gólfum og öryggisbúnaður eins og best verður á kosið. "Þetta er merkur atburður í menningarsögu heimsins, ekki aðeins Rússlands eða Moskvu. Meira
6. apríl 1995 | Leiklist | 496 orð

Tveir góðir

Beygluð ást: Sú kalda ást sem höfundarnir gleyma eftir Sigtrygg Magnason og Beygluskeiðarþáttur eftir "Gímaldin". Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Leikmynd og búningar: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: Hljómsveitin Vindlar. Leikendur: Fimmtán félagar í Stúdentaleikhúsinu. Þriðjudagur 4. apríl. Meira
6. apríl 1995 | Tónlist | 478 orð

Upp, upp mín sál

Gamlir passíusálmar. Raddsetningar eftir Jón Hlöðver Áskelsson og leikið af fingrum fram af Hans- Dieter Möller, Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar. Lesari Þorsteinn Hauksson. Sunnudaginn 2. apríl 1995. Meira
6. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 140 orð

Vinir í meira en 60 ár

6. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 137 orð

Vinir í meira en 60 ár

ÞAÐ eru eflaust ekki margir sem geta státað af því að hafa verið vinir í meira en sextíu ár, en það geta "ungu" mennirnir á myndinni. Þeir kynntust í húsnæðinu sem þeir standa framan við er þeir hófu nám í rafvirkjun hjá Júlíusi Björnssyni á árunum 1927-37 og síðan hafa þeir verið miklir vinir. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Vísnakvöld í Listaklúbbnum VÍSNAVINIR efna til vísnakvölds í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 10. apríl

VÍSNAVINIR efna til vísnakvölds í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 10. apríl næstkomandi. Á opnu vísnakvöldi gefst nýliðum á öllum aldri tækifæri til að stíga á svið og sýna hvað í þeim býr. Opin vísnakvöld hafa verið haldin af og til á vegum Vísnavina. Meira
6. apríl 1995 | Menningarlíf | 141 orð

Þjóðverjar afhenda rúmlega tvö hundruð þýsk vísindarit

ÞÝSKI sendiherrann á Íslandi, dr. Hellmut Schatzschneider, afhenti í gær Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni rúmlega tvö hundruð þýsk vísindarit að verðmæti rúmlega hálf milljón króna. Ritin voru gefin í tilefni af opnun safnsins í Þjóðarbókhlöðu 1. desember síðastliðinn og í tengslum við þjóðarátak stúdenta til eflingar nýju bókasafni. Meira

Umræðan

6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1060 orð

30. mars 1995

EIN af fyrstu endurminningum mínum er frá því, að ég kom út vordag einn í maí 1940 og sá hvar móleit lest farartækja og smávaxinna manna hlykkjaðist upp Sundlaugarveginn. Minningin greiptist í vitund mína og einnig viðbrögð föður míns sem hafði verið sofandi. Ég vakti hann og sagðist sjá hermenn koma upp hæðina. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 444 orð

Að mála Ísland út í horn

NÝLEGA hélt Hafrannsóknastofnunin fréttamannafund og gerði grein fyrir togararallinu svokallaða sem nú er nýlokið. Sá fundur bendir ekki til mikillar bjartsýni þó svo að enn eigi eftir að vinna betur úr þeim gögnum sem aflað var í rallinu. Á fundinum kom í ljós að nýliðum eins árs þorsks er ein sú lélegasta síðan mælingar hófust. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1098 orð

Að skapa varanlega framtíð

GUÐRÚN Helgadóttir skrifar grein í DV 31. mars, sem hún nefnir Hvers eiga fatlaðir að gjalda? Þar heldur hún því fram að "það sé sérkennilegt að forystufólk í baráttunni fyrir jafnrétti fatlaðra og þroskahefra skipi sér í sveit með Alþýðuflokknum". Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 879 orð

Aðstaða til menntunar farartálmi til velmegunar?

SVARIÐ er játandi. Samtök foreldra og skólamenn hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þessu og bent ítrekað á þá staðreynd og brýnu nauðsyn að efla þurfi skólahald hér í landi. Í þeirri auknu umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu síðan fyrir síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar um skólamál vaknar sú spurning hvort frambjóðendum er þetta ljóst. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 485 orð

Af hverju Alþýðuflokkinn?

HINIR andstæðu pólar í íslenskum stjórnmálum eru nú aðrir en áður var. Átakalínur í stærstu umbótamálum þjóðarinnar liggja þvert í gegn um alla stjórnmálaflokka landsins, nema einn: Alþýðuflokkinn ­ Jafnaðarmannaflokk Íslands. Aðeins Alþýðuflokkurinn kemur til þessara kosninga með skýra, róttæka og frjálslynda umbótastefnu í mikilvægustu framtíðarmálum þjóðarinnar. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1038 orð

Afleiðingar laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna

ÞESSI grein er hugsuð sem mótmæli og leiðréttingar gegn því sem Gunnar Birgisson, formaður stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sagði í grein í Morgunblaðinu þann 22. mars síðastliðinn. Þar segir að núverandi námsframvindukröfur séu ekki ósanngjarnar. Ef ákv. skóli segi að það hægt að ljúka t.d. B.A. á þremur árum miðist kröfurnar við það. Aftur er rétt að taka eftir orðalaginu. Hægt að. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 329 orð

Athugasemd

ÞÓRARINN V. Þórarinsson harmar í viðtali við Mbl. fimmtudaginn 30. mars sl. "missagnir háskólamanna" sem hann segir vera "á fullkomnum villigötum". Þórarinn lætur ekki staðar numið í viðtalinu heldur ásakar hann undirritaðan um "fullkomlega ábyrgðarlaust fleipur". Á meðan Þórarinn sannar ekki mál sitt eiga ofangreindar tilvitnanir við um hann sjálfan. En víkjum þá að missögnum Þórarins. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 596 orð

Auður til framtíðar

NÝ ÖLD nálgast. Á undanförnum árum og áratugum hafa orðið stórstígar breytingar á högum okkar og hugsanagangi. Efnisleg gæði hafa stóraukist og framfarir orðið á flestum sviðum. Þessar breytingar munu fylgja okkur inn í nýja öld, en það mun líka nýtt mat á raunverulegum gæðum gera. Menntun Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 804 orð

Á launamisrétti kynjanna að ráða bótagreiðslum?

Í TILEFNI af dómi Hæstaréttar frá því 12. janúar sl. í skaðabótamáli sem var höfðað fyrir hönd stúlku sem hafði verið bitin í andlitið af hundi, flutti ég fyrirspurn á Alþingi um jafnan rétt kvenna og karla til dæmdra bóta. Í svarinu kom m.a. fram að dómurinn byggi á dómaframkvæmd og réttarreglum sem voru í gildi fyrir setningu gildandi skaðabótalaga frá árinu 1993. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 404 orð

Barátta Jóhönnu og Kvennalistans fyrir lágum launum kvenna

ÞAÐ hefur verið í tísku meðal stjórnmálamanna á yfirboðamarkaði að lofa fjölda nýrra starfa í ferðaþjónustu. Fæstir þeirra hafa þó byggt á rannsóknum þar að lútandi. Jóhanna Sigurðardótir notar gjarnan þá samlíkingu að 36 erlendir ferðamenn skapi eitt ársstarf í ferðaþjónustu hér. Meira
6. apríl 1995 | Velvakandi | 589 orð

Bændur og ráðherrar

UNDANFARNA áratugi hafa bændur landsins mátt búa við rætinn óhróður í sinn garð. Allt sem miður hefur farið í landbúnaði er sögð þeirra sök. Háa verðið á vörum þeirra til neytenda, styrkjakerfið og fleira sem allir verða að borga. Það er reynt að gera þá tortryggilega og þeim líkt við ómaga á þjóðinni. Öfugmæli af þessu tagi, eru höfundanna aðalsmerki á fleiri sviðum. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Eflum Alþingi ­ eflum lýðræðið

FYRIR fjórum árum, nánar tiltekið fimmtudaginn 18. apríl 1991, birtist í Morgunblaðinu þriggja dálka grein eftir mig er ég nefndi "Tveggjaflokkakerfi ­ Jafnframt öflugum landsmálaþingum flokkanna". Meira
6. apríl 1995 | Velvakandi | 154 orð

Einn umburðarlyndur

TIL þess að stjórnmálaflokkur getir talist frjálslyndur og umburðarlyndur má hann ekki nota ríkisvaldið gegn ákveðnum hópum fólks. En hvaða íslenskur stjórnmálaflokkur beinir ekki áróðri sínum gegn ákveðnum hópum í þjóðfélaginu? Er það Kvennalistinn sem sér karlmenn með horn og hala á hverju strái? Er það Alþýðubandalagið sem elur á öfund í garð þeirra Íslendinga sem helga líf sitt atvinnurekstri Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 939 orð

Er heilbrigðisumræðan feimnismál

GOTT heilbrigðiskerfi og aukin velmegun undanfarna áratugi hefur tryggt Íslendingum sess meðal heilbrigðustu og langlífustu þjóða heims. Við stöndum nú frammi fyrir því eins og aðrar vestrænar þjóðir að hver viðbótarkróna sem við notum til heilbrigðismála skilar okkur hlutfallslega sífellt minni ávinningi. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 585 orð

Ert þú 32% Íslendingur?

MISJAFNT vægi atkvæða á landinu er að mínu mati brot á grundvallarmannréttindum. Það er gersamlega óréttlætanlegt að á sumum stöðum á landinu dugi þrjú atkvæði ekki til að jafna það sem eitt atkvæði gerir annarsstaðar. Ekkert annað dæmi endurspeglar eins vel hvað flestir stjórnmálaflokkar líta niður á hinn almenna kjósanda. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 316 orð

Eru sumir jafnari en aðrir?

ÁRNI Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, lætur hjá líða að svara einfaldri spurningu, sem beint var til hans þess efnis, hvort meðhöndla eigi embættismenn, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum, samkvæmt nýrri kenningu hans um að láta reka embættismenn, sem ekki eru fylgjandi ráðandi valdhöfum á hverjum tíma. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1263 orð

Ég á gullbrúðkaup í ár!

I ÉG á "gullbrúðkaup" í ár. 50 ár eru liðin frá því ég gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Haustið 1945 var ég í 6. bekk Menntaskólans, heimsstyrjöldin var á enda og við fögnuðum varanlegum friði. Vonbrigðin urðu því sár, er Sovétríkin tóku þega færa út áhrifasvæði sitt í Evrópu ­ oft með ofbeldi. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 366 orð

Flokkakerfið vill ekki breytingar

Í LJÓSI þess að þingmönnum hefur ekki tekist vel til um breytingu á kosningalögunum, eins og síðasta breyting á kosningalögunum ber með sér, en þingmenn virðast helst taka mið af því að tryggja eigið þingsæti, er rétt að skoða af fullri alvöru nýja leið Þjóðvaka, hreyfingar fólksins, til að leysa þann hnút sem málið er komið í. Stjórnlagaþing -jöfnun atkvæða Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 483 orð

Framsóknarmenn róa dulbúnir á Davíðsmið

SKOÐANAKANNANIR sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn er að tapa fylgi. Framsóknarflokkurinn er í sókn. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir þjóðina alla. Hún stendur í þeim sporum, að geta valið á milli festu í landsstjórninni undir forystu Sjálfstæðisflokksins og upplausnar, þar sem Framsóknarflokkurinn verður þungamiðjan. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 932 orð

Framtíð djúpveiða Útgerð djúpveiðiskipa hér við

Í LOK marzmánaðar, þegar aðalhrygningartími þorsksins fer í hönd, eru yfir 40 djúpveiðitogarar að veiðum á Selvogsbanka og undan Reykjanesi innan 50 mílna línunnar. Ótilgreindur fjöldi netabáta er þar einnig að veiðum, en þorskanet eru nú næstum tvöfalt dýpri en áður var, eða 60 x 9 tommu möskvar eða um 13.5 metrar á dýpt frá botni. Þetta er eins og 5 hæða hús. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 496 orð

Friðarmál og kosningar

FRIÐARMÁL hefur lítt borið á góma í þeirri kosningabaráttu sem nú er háð. Það á sér eðlilegar skýringar að því leyti að önnur nærtækari vandamál hvíla á fólki: Vaxandi atvinnuleysi, bág kjör fjölmargra, sligandi húsnæðislán svo eitthvað sé tínt til. Í annan stað kann það að hafa dregið úr umræðum um þau friðarmál sem snúa sérstaklega að okkur Íslendingum, þ.e. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 632 orð

Fyllsta óhlutdrægni í gerð kosningadagskrár?

Í ÞRIÐJU grein útvarpslaga segir: "Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Ríkisútvarpið skal ... vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 795 orð

Gjaldþrota lánasjóður gagnast engum

Í FRÉTTAKLAUSU í DV hinn 29. mars er vikið að ummælum mínum í sjónvarpsþætti fyrir skömmu. Fyrrverandi formaður Stúdentaráðs, Dagur Eggertsson, sakaði mig um að fara þar með rangt mál að því er varðar tölur um fjölda námsmanna. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 874 orð

Gúlliver í Putalandi?

UNDIRRITAÐUR, sem starfað hefur sem lögmaður undanfarna tvo áratugi, telur brýnt að koma á framfæri við almenning eftirfarandi frásögn: Á árinu 1987 gekkst undirritaður í ábyrgð sem sjálfskuldarábyrgðarmaður ásamt öðrum á skuldabréfi að fjárhæð kr. 1.800.000. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 872 orð

Hagræðing í mjólkuriðnaði sett í uppnám af ráðherra

Í MORGUNBLAÐINU og ríkissjónvarpinu er fyrir skömmu haft eftir landbúnaðarráðherra að vegna kröfu þriggja mjólkurframleiðenda á samlagssvæði mjólkurbúsins í Borgarnesi sé nauðsynlegt að dómstólar skeri úr um hver sé eignarréttur þeirra til mjólkurbúsins. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 947 orð

Hagsmunir barna eða foreldra?

HVERSVEGNA fjölga kennsludögum og afnema starfsdaga kennara á starfstíma skóla? Jú, sjálfsagt er verið að koma til móts við kröfur fámenns þrýstihóps innan samtakanna Heimili og skóli. En ég er hrædd um að gleymst hafi að athuga hvort þetta er börnunum til góðs. Áður voru gefin mánaðarfrí í þeim mánuðum þar sem ekki voru aðrir frídagar, til að hvíla börnin. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 627 orð

Hálfur milljarður í tækjum og búnaði

VEGNA umræðna um hugsanlega yfirtöku Rauða kross Íslands á öllum sjúkraflutningum í landinu er ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri: Sjúkraflutningar og verkefni tengd þeim hafa verið eitt af megin viðfangsefnum flestra deilda Rauða krossins frá upphafi, eða allt frá því að Reykjavíkurdeildin keypti fyrstu sjúkrabifreiðina til landsins árið 1925. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1030 orð

Háskóli Íslands ber ábyrgð á Hagfræðistofnun Háskólans

MIKLAR umræður um landbúnaðarmál hafa átt sér stað á síðustu misserum. Kemur þar margt til, mikill samdráttur hefur átt sér stað í einstökum greinum landbúnaðar og tekjusamdráttur er mjög mikill hjá stórum hluta bænda. Þá hefur mikið verið rætt um stuðning hins opinbera við landbúnaðinn, innflutning á landbúnaðarvörum, og áhrif þess á matvælaverð til neytenda. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1141 orð

Heilsugæslustöðvar eru ódýrar

Í UMRÆÐUM vegna setningar reglugerðar um tilvísunarskyldu til sérgreinalækna hefur verið slegið fram tölum um kostnað við komu sjúklings til heimilislæknis. Deilt hefur verið um það hvort hver koma sjúklings til heimilislæknis kosti á annað þúsund krónur eða á fjórða þúsund krónur og hefur því mikið skilið á milli. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1190 orð

Heimsbetrungurinn og Ólafur Ragnar

SÚ VAR tíðin að Alþýðubandalagið átti raunverulegt erindi á vettvang stjórnmálanna. Þetta var á blómaskeiði kalda stríðsins þegar heimurinn var ennþá ungur og hugsjónir skýrar; pólitíkin átök á milli tveggja grundvallarviðhorfa sem svarið höfðu hvort öðru eilífa haturseiða: Annars vegar dyggðina og trúin á annan og betri heim - hins vegar sérgæskan og ósómi heimsins; annars vegar hugsjónin um Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 935 orð

Hitt húsið - menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks

NÝVERIÐ samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur að flytja starfsemi Hins hússins að Aðalstræti 2 og Vesturgötu 1 í daglegu tali nefnt Geysishús. Í kjölfar þessa hafa orðið töluverðar umræður um þetta mál, að hér hafi verið tekin ákvörðun sem komi til með að hafa neikvæð áhrif á gang mála í miðbæ Reykjavíkur. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 798 orð

Hver er munurinn á flokkunum?

MARGIR kjósendur sem nú eru að ákveða sig hvaða flokk þeir eigi að styðja í komandi kosningum velta því fyrir sér hver sé munurinn á flokkunum sem nú bjóða fram. Mörgum finnst sem línurnar á milli flokkanna séu óljósar og aðrir tala um að "þetta sé allt sama sullið" eins og það er gjarnan orðað. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1063 orð

Jákvæð og trúverðug jafnaðarstefna

UNDIRRITAÐUR hefur ásamt mörgum beðið eftir þróun í átt að samfylkingu félagshyggjuflokka. Að hér kæmi fram jákvæð og trúverðug jafnaðarstefna, sem gætti hagsmuna heildarinnar og á forsendum lýðræðis fengi endurtekið brautargengi í kosningum. Enginn leggur áherslu á þetta atriði nema Þjóðvaki. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1095 orð

Kosningaþankar að vestan

ENN geisar vetur hér vestra, Gilsfjörður ófær. Í mars var fjörðurinn algjörlega lokaður í meira en 20 daga. Við íbúar norðan fjarðar sjáum þó ljós í myrkrinu, því ákveðið hefur verið að hefjast handa við að þvera fjörðinn strax í ár. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 880 orð

Leið Kvennalistans til launajafnréttis

Í ÞEIRRI kosningabaráttu sem nú er að ljúka hefur tekist að beina sjónum að því himinhrópandi launamisrétti sem er til staðar hér á landi milli karla og kvenna. Þegar könnun Jafnréttisráðs um launamun kynjanna hjá fjórum opinberum stofnunum og fjórum einkafyrirtækjum birtist í febrúar sl. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 323 orð

Loksins, loksins, til hamingju sjómenn

Loksins, loksins, til hamingju sjómenn Sigmundsbúnaðurinn viðurkenndur eftir 14 ára baráttu Áréttað er af samgönguráðuneytinu að útgerðarmenn á fiskiskipaflotanum, segir Árni Johnsen, eigi að nota tímabilið til 1. janúar 1996 til að búa skipin Sigmundsbúnaðinum. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Magnús L. Sveinsson ­ leynivopn sjálfstæðra kvenna?

KVENNAHREYFINGUNNI barst liðsauki á haustdögum þegar svokallaðar sjálfstæðar konur blésu í lúðra og boðuðu "nýjar áherslur" í kvennabaráttu. Við kvennalistakonur fögnum því að konur í Sjálfstæðisflokknum séu orðnar sýnilegri. Hinsvegar er miður að öll orka hinna sjálfstæðu kvenna fari í að ráðast gegn kynsystrum sínum. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 740 orð

Mannréttindi

EFTIR að hafa náð flækju úr saumavélinni minni og stillt sporið gripu ekki tvær skrúfur sem festa þurfti með plötu undir fæti, svo ég fór með vélina í saumavélaverzlunina með þúsund-krónaseðli í vasanum til greiðslu á þessu að ég taldi fimm mínútna viðviki. En kostnaður hljóðaði upp á kr. 2. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1118 orð

Matarkarfa í skjáauglýsingum

"SANNLEIKURINN mun gera yður frjálsa," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í sjónvarpsþætti fyrir fáum dögum. Mér sýnist aðstoðarmaður hans, Þröstur Ólafsson ekki hafa tekið þessa ábendingu alvarlega, er hann gerir athugasemd í Morgunblaðinu 28. mars sl. við viðtal, sem birtist við mig í blaðinu nokkrum dögum áður. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 472 orð

Meiri hagvöxtur, meiri atvinna

ÍSLENSKU þjóðinni hefur undir forystu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar tekist að rjúfa þann vítahring stöðnunar sem við fórum inn í árið 1988. Verðbólgan hefur aldrei verið lægri og er sú lægsta í Evrópu. Vextir eru þeir lægstu á Norðurlöndum og hagvöxtur er kominn á svipað stig og hjá öðrum þjóðum í Evrópu. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 870 orð

Menntun eða fjárhagslegt sjálfstæði?

MÁLEFNI Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafa verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar og fer því vel. Hitt er verra að þrætt er um tölulegar staðreyndir og heilindi þeirra sem starfa að þessum málum dregin í efa. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 404 orð

Náttúrulagaflokkurinn einn býður sannprófaðar lausnir

ALLAR náttúrulegar og hagkvæmar sannprófaðar lausnir falla í raun undir stefnuskrá Náttúrulagaflokksins. Náttúrulagaflokkur Íslands vill til dæmis að náttúruleg heilsugæsla verði valkostur neytenda. Því til stuðnings vísum við til rannsókna sem sýna að þeir sem notið hafa náttúrulegrar heilsugæslu í höndum sérmenntaðra vestrænna lækna þurfi jafnvel fimm sinnum sjaldnar á sjúkrahús en aðrir. Meira
6. apríl 1995 | Velvakandi | 190 orð

Ob' bréf t' Mjólkssams'lunnar

A' undfurnu he'r þjóðin iggi far'ð varhl't' avðí málvendnarát'gi sem bisst he'ur udaná annass ágitum mjólkrumbú'm frá Mjólkssams'lunni. Þar gidur melannass að lída þarfar ábidígar umma' stytta mál sitt, mínk'ellendar slettur, rugl'iggi saman málsáttum og sí'st en iggi síst, a'tala skýrt. Þa'r'eimmitt 'etta sí'stnenda sem he'r orð'ð'okkur hvat'a' ridun'essa bréfs. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 491 orð

Óvirðing Árna Sigfússonar við borgarstarfsmenn

Í TILEFNI af ummælum oddvita D-listans í borgarstjórn Reykjavíkur í fjölmiðlum get ég ekki annað en drepið niður penna. Árni Sigfússon lýsti því yfir í sjónvarpi að nýráðinn borgarritari verði látinn fara þegar D-listinn nær völdum aftur í borginni. Þessi ummæli opinbera þvílíkan hroka að fádæmi er í stjórnmálasögu á Íslandi seinni ára. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 524 orð

Sjálfstæðisflokkurinn vill efla Landhelgisgæsluna

FRÉTTIR af átökum Kanadamanna og Evrópusambandsins á miðunum undan Stórabanka, þar sem fiskiskip frá Spáni og fleiri löndum veiða grálúðu rétt utan 200 mílna línunnar, minna töluvert á baráttu okkar Íslendinga fyrir stækkun landhelginnar á árum áður. Þar mæddi mest á Landhelgisgæslunni, sem stóðst þá raun með prýði enda þótt stundum væri tvísýnt um úrslit. Á vordögum 1994, við lok 117. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1157 orð

Sjálfstæðissumar

UNDANFARIÐ kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn veitt forystu samstjórn með Alþýðuflokknum, hér hefur verið við völd viðreisnarstjórn. Velheppnaðra verka þessarar stjórnar sér víða stað í þjóðlífinu. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 678 orð

Sjávarútvegsstefna Kvennalistans

Augljóst er að kosningarnar munu snúast mikið um sjávarútvegsstefnur flokkanna og af því tilefni viljum við Kvennalistakonur minna á okkar stefnu í sjávarútvegsmálum. Kvennalistinn hefur nú í 8 ár haft sjávarútvegsstefnu sem hefur verið talsvert frábrugðin þeirri stefnu sem hefur verið við lýði frá því að Halldór Ásgeirsson kom á kvótakerfinu til fiskveiðistjórnunar. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 529 orð

Skýrir valkostir í kosningunum

Þegar landsmenn ganga að kjörborðinu í vikulokin blasa við skýrir valkostir. Annars vegar tveggja flokka ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar en hins vegar fjögurra eða fimm flokka vinstri stjórn. Allir vinstri flokkarnir hafa hótað að láta það verða sitt fyrsta verk að mynda slíka fjölflokkastjórn ef þeir fá fylgi til þess. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 552 orð

Sparnaður eða tilfærslur?

Í NÝLEGRI grein í Morgunblaðinu gerði heilbrigðisráðherra að umtalsefni að heilbrigðisútgjöld á mann hefðu lækkað á kjörtímabilinu og framlög til aldraðra aukist að sjálfsögðu fyrir hans tilstilli. Ekki skal dregið úr verkum ráðherrans en er þetta öll sagan um útgjaldabreytingar í heilbrigðis- og almannatryggingakerfinu? Heilbrigðismál Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 841 orð

Sterkur lánasjóður gegnir vel mikilvægu hlutverki sínu

KJÖRTÍMABILI meirihluta stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna er nú að ljúka. Því lýkur í raun þegar ný ríkisstjórn verður mynduð eftir alþingiskosningarnar 8. apríl nk. Í tilefni þess vil ég rifja upp eftirfarandi meginstaðreyndir og nota tækifærið til að þakka meðstjórnarmönnum og starfsfólki sjóðsins fyrir samstarf sem ég hef haft mikla ánægju af. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 674 orð

"Svona lagað gerir maður ekki", Jón Baldvin

Í KOSNINGAHRÍÐINNI hafa málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna að vonum verið á dagskrá meðal annarra mikilvægra þjóðmála. Það er þó ekki fjárhagsstaða sjóðsins sem menn hafa áhyggjur af eins og stundum áður. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 455 orð

Tími Jóhönnu er liðinn

UNDANFARNA mánuði hefur fátt verið meira áberandi í stjórnmálalífi landsmanna en tilkoma Þjóðvaka, stjórnmálahreyfingar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í upphafi fékk þetta framboð mikinn meðbyr meðal kjósenda, en nú virðist þar orðin mikil breyting á. Eftir að framboðslistar Þjóðvaka voru birtir og stefnumálin kynnt hefur fylgið minnkað til mikilla muna. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 348 orð

Ungt fólk þarf að varast loforð félagshyggjuflokkanna

Félagshyggjuflokkarnir hafa gefið kosningaloforð sem samanlagt kosta 50 milljarða. Þeir lofa líka lífskjarajöfnun og auknum kaupmætti. Loforð uppá 50 milljarða Kosningaloforðin einkennast af þeirri upplausn sem ríkir á vinstri væng stjórnmálanna, þar sem fimm flokkar berjast um hylli kjósenda. Meira
6. apríl 1995 | Velvakandi | 398 orð

UNNINGI Víkverja berst við það þessa dagana að reyna

UNNINGI Víkverja berst við það þessa dagana að reyna að hætta að reykja og gengur það svona og svona. Einn daginn tekst honum að halda sig frá reyknum en fellur kylliflatur þann næsta. Hann segir að umhverfið hafi mikil áhrif á fíknina og þá einkum vinnuálag, spenna og félagsskapur. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Útaf með Össur!

ÖSSUR Skarphéðinsson fór mikinn í prófkjörsbaráttu Alþýðuflokksins fyrir síðustu kosningar. Var ekki annað að heyra en þessi fyrrverandi formaður Stúdentaráðs ætlaði sér á þing til að gerast skeleggur baráttumaður þeirra sjónarmiða sem hann hafði barist fyrir á árum áður, sannkallaður fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 355 orð

Útgjaldaþróun ríkis og sveitarfélaga

Í NÝÚTKOMNU riti Þjóðhagsstofnunar, "Búskapur hins opinbera 1993-1994", er að finna töflur yfir yfir helstu hagstærðir ríkissjóðs og sveitarfélaga 1980­1994 (bls. 29­31) sem geta e.t.v. gefið betri mynd af þróun skatttekna og opinberra útgjalda en misvísandi yfirlýsingar kosningabaráttunnar. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 1374 orð

"Verum skelfd í umferðinni?"

ÓGN ER yfir oss og skelfing. Enginn er óhultur. Þungvopnaðir síbrotamenn æða um í leit að saklausum fórnarlömbum. Lögreglan lítur undan. Óbótamönnunum er ekki refsað. Enginn vill stöðva ógnarverk þeirra, nema Ragnheiður Davíðsdóttir. Ragnheiður hefur lagt hart að sér við að vekja athygli á afleiðingum umferðarslysa. Þjóðfélagið þarfnast skeleggra baráttumanna í því efni. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 648 orð

Vesturlandabúar

FYLGI Sjálfstæðisflokksins er nokkuð stöðugt. Það ríkir sæmileg sátt innan flokksins til að sjá en hið kyrra yfirborð kann að vera tálsýn. Evrópusambandsaðild er ekki mikið rædd á málþingum sjálfstæðismanna en í flokknum er harðvígur ágreiningur um afstöðuna til Evrópu. Fjöldamargir kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja ekki heyra á Evrópu minnst. Meira
6. apríl 1995 | Velvakandi | 566 orð

Þegar ég fattaði feminismann

ÉG VAR í námi í Bandaríkjunum, hvað ­ ja, fyrir tæpum 2 árum. Það var sumar. Ég man hvað það var rosalega heitt. Eiginmaðurinn og börnin voru flogin til Íslands í frí ­ í svala goluna. Ég varð eftir sveitt en sæl, ein með mína sumarönn. Ég var í fjölmiðlanámi en rakst á þennan kúrs fyrir tilviljun, í kennaradeildinni. Meira
6. apríl 1995 | Velvakandi | 250 orð

Þjóð með snuddu

NÝLEGA fluttist ég heim eftir sex ára dvöl erlendis. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri heimtufrekju sem mér virðist þessi þjóð vera haldin. Það er eins og sé verið að venja barn af pela, grátur og harmkvein, æðisköst og verkföll. Það má svo sannarlega sjá afleiðingar vinstri manna og áhrif stjórna sem þeir hafa tekið þátt í. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 606 orð

Því er Árni Sigfússon "fúll á móti" heilsugælustöð í Fossvogshverfi?

Á SEINASTA fundi borgarráðs 28. mars sl. var samþykkt að veita heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu lóð undir heilsugæslustöð við Efstaleiti, á hluta af lóð sem Ríkisútvarpið hafði afsalað sér. Þar með var loksins búið að finna og úthluta hentugri lóð til þessarar nauðsynlegu starfsemi með góðu aðgengi, hvort sem komið er akandi eða gangandi. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 906 orð

Þögnin rofin

Sá ágæti þingmaður Geir H. Haarde ritar grein í Morgunblaðið sl. laugardag og telur sig þurfa að leiðrétta málflutning minn varðandi íþrótta- og sýningarhöll í Reykjavík. Grein mín beindist að ráðandi sjálfstæðismönnum í ríkisstjórn sem, að mínu mati, höfðu barist gegn byggingu íþróttahallar vegna HM -95 en í ríkisstjórninni situr ekki Geir H. Haarde og kannski því miður. Meira
6. apríl 1995 | Aðsent efni | 574 orð

Öflug menntun ­ betra Ísland

SAMEIGINLEGT einkenni þeirra þjóða sem hafa náð lengst efnahagslega, t.d. Japana og Þjóðverja, er öflugt menntakerfi. Þessar þjóðir hafa fyrir löngu gert sér ljósa grein fyrir samspili efnahagsmála og menntunar og þannig lagt grunninn að efnalegri velsæld. Menntun erundirstaða framfara Meira

Minningargreinar

6. apríl 1995 | Minningargreinar | 262 orð

Aðalheiður Kristjánsdóttir

Mamma mín er dáin. Þrátt fyrir langa sjúkdómslegu verður allt í einu allt svo tómlegt og sárt. Mamma sem kyssti burt tárin, kenndi okkur bænir og trúna á almættið, var alltaf til staðar til að hlusta og leiðbeina okkur og hafði í öllu annríkinu endalausan tíma fyrir börnin sín. Núna er hún dáin og ég sé hana aldrei meir. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 169 orð

AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Aðalheiður Kristjánsdóttir fæddist á bænum Hraunsmúla á Snæfellsnesi 28.1. 1921. Hún var þrettánda í röðinni af sautján systkinum. Foreldrar hennar hétu Danfríður Brynjólfsdóttir og Kristján Pálsson. Þessi stóra fjölskylda bjó lengst af á bænum Hólslandi í Eyjahreppi á Snæfellsnesi. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 195 orð

ANNA GUÐRÚN NORÐFJÖRÐ

Anna Guðrún Norðfjörð fæddist á Sauðárkróki 2. mars 1912. Hún andaðist 28. mars 1995 á Grund. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Norðfjörð úrsmíðameistari í Reykjavík, f. 7. sept. 1875, d. 17. júní 1952, og Ása Norðfjörð frá Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu, f. 11. júní 1883, d. 26. okt. 1963. Bræður hennar voru: Jón Hilmar, f. 1906, d. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 645 orð

Anna Guðrún Norðfjörð - viðb

Fyrstu bernskuminningar mínar eru bundnar við heimili afa og ömmu að Njarðargötu 49. Þar sá ég Önnu föðursystur mína fyrst, sumarið 1948. Þá var hún nýkomin frá Kaupmannahöfn með Ásu dóttur sína nýfædda. Anna ólst upp í hópi fimm bræðra en foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Norðfjörð úrsmíðameistari í Reykjavík og Ása Jónsdóttir. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 597 orð

Guðmundur Ívar Þórðarson

6. apríl 1995 | Minningargreinar | 904 orð

Guðmundur Ívar Þórðarson

Þegar eg heyrði lát Guðmundar Þórðarsonar, vinar míns, komu mér í hug stef séra Matthíasar: Svo deyja allir dagar sumarljósir svo deyja allar lífsins fögru rósir. Guðmundur var kominn af dugmiklu kjarnafólki. Kunn er sagan af Jónínu, ömmu Guðmundar, er hún fór í vonskubyl niður á Eyrarbakka að sækja matbjörg. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 588 orð

Guðmundur Ívar Þórðarson

HÉR hefur í fáum orðið verið rakinn æviferill Guðmundar Þórðarsonar, en okkur sem höfum notið vináttu hans frá æskudögum finnst þetta fátækleg upptalning. Föður sinn missir hann 14 ára og verður þá fyrirvinna heimilisins. Þá voru engar almannatryggingar eða opinber samhjálp og má nærri geta hvort ekki hefur þurft ýtrustu aðgæslu til að endar næðu saman. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 120 orð

GUÐMUNDUR ÍVAR ÞÓRÐARSON

GUÐMUNDUR ÍVAR ÞÓRÐARSON Guðmundur Ívar Þórðarson fæddist á Stokkseyri 22. júlí 1918 og lést á Kumbaravogi, Stokkseyri, 26. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Ágústa Guðmundsdóttir frá Iðu og Þórður Árnason frá Arnarhóli, er bjuggu lengst af á Hólmi, Stokkseyri. Guðmundur var elstur sinna systkina, en hin eru Ingvar, Aldís og Magnúsína. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 195 orð

Guðni Steindór Björnsson

Nú þegar þú ert farinn af jörðinni og til Guðs þá finnst mér eins og ég eigi eftir að þakka þér fyrir svo margt og mikið. Eins og til dæmis allar fjöru- og hjólreiðaferðirnar út í Gróttu og út í krabbafjöruna okkar, Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 44 orð

GUÐNI STEINDÓR BJÖRNSSON

GUÐNI STEINDÓR BJÖRNSSON Guðni Steindór Björnsson var fæddur 17. nóvember 1929 í Norðfirði, hann lést í Reykjavík 1. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Jenný Steindórsdóttir og Björn Ingvarsson. Guðni stundaði sjómennsku alla sína tíð, lengst af sem stýrimaður og síðar skipstjóri á Sambandsskipunum. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 81 orð

Guðni Steindór Björnsson Mig langar til að minnast fyrrum tengdaföður míns, Guðna Steindórs Björnssonar, sem nú er látinn,

Mig langar til að minnast fyrrum tengdaföður míns, Guðna Steindórs Björnssonar, sem nú er látinn, aðeins 65 ára. Hann og eldri sonur minn, Frantz, urðu miklir vinir og þegar ég skildi þótti mér mjög vænt um hvað þeirra vinskapur hélst og var alla tíð mikill. Guðni, ég vil þakka þér allar þær góðu stundir sem þú gafst Frantza, þær eru bæði honum og mér ómetanlegar. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 180 orð

GUÐRÚN E. JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN E. JÓNSDÓTTIR Guðrún E. Jónsdóttir var fædd í Reykjahlíð í Mývatnssveit hinn 9. apríl árið 1905. Hún lést í Reykjavík þann 27. mars 1995. Foreldrar hennar voru Jón Frímann Einarsson, f. 11.5. 1871, d. 20.3. 1950, bóndi í Reykjahlíð, og Hólmfríður Jóhannesdóttir, f. 10.5. 1868, d. 9.12. 1932. Bræður Guðrúnar voru; Pétur, f. 18.4. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 61 orð

Guðrún E. Jónsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 817 orð

Guðrún Jónsdóttir

Ég var að velta því fyrir mér með hverju ég gæti helst glatt hana á níræðis afmælinu 9. apríl, þegar Regína hringdi og sagði mér að hún væri dáin, það var óvænt því ég hafði hitt hana fyrir þrem vikum og þá var hún eins og hún hafði alltaf verið, full af áhuga fyrir því sem var að gerast og með sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 785 orð

Guðrún Jónsdóttir

Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Hallgrímur Pétursson Guðrún frænka mín er dáin. Mér varð hverft við er Regína, tengdadóttir hennar, hringdi til mín og sagði mér þessa sorglegu frétt. Guðrún, sem talaði við mig síðast í gær. Hún fór á "snöggu augabragði". Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 226 orð

Guðrún Jónsdóttir

Um sumardag blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund, og lukkan hún er eilíf, þótt hverfi um stund. (M. Joch.) Elskuleg mákona mín, Guðrún Jónsdóttir, er gengin til hinstu hvílu eftir stutta en þunga legu á sjúkrahúsi, en hún reyndist haldin ólæknandi sjúkdómi. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 96 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist í Þistilfirði 24. desember 1920. Hún lést á Borgarspítalanum 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Grímsson og Sigurlína Sigurðardóttir. Systkini Guðrúnar eru: Þóra, Kristveig, María, Grímur og Sigurður (látinn). Guðrún giftist Sverri Magnússyni, f. 12.5. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Guðrún S. Einarsdóttir - viðb

Ennþá birtast mér minningar unglingsáranna, bjartar, hlýjar og glaðar, ekki síst núna þegar við kveðjum Guðrúnu á Mánagötunni, konuna sem var móðir bestu vinkvenna minna, Steinunnar og Ingu og líka Lillýar, Árna og Ernu. Ég man þegar ég flutti á Rauðarárstíginn og þekkti þar engan. Á fyrstu dögum mínum þar kynntist ég Steinunni og þar með hófst samgangur minn við fólkið á Mánagötunni. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 310 orð

Guðrún S. Einarsdóttir - viðb

Nú er hún Guðrún okkar á Mánagötunni búin að kveðja. Í árum talið var hún orðin aldurhnigin, en hún átti því láni að fagna, ævilangt, að vera ung í anda. Á þessari fallegu, mildu og glöðu konu sannaðist orðtakið: "Þeir sem guðirnir elska deyja ungir." Ég var smápatti þegar foreldrar mínir tóku mig með sér í fyrstu heimsóknina af mörgum til Guðrúnar og Árna á Mánagötuna. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 263 orð

Íris Dögg Óladóttir

Hve sárt er að sjá þig eigi er vorið gefst á ný. Íris lést 8. febrúar síðastliðinn. Við vildum ekki trúa því að þessi fallega yndislega stúlka sem var svo blíðlynd og gefandi, svo lífsglöð og þráði að vera til, væri allt í einu ekki lengur á meðal okkar. Það er sárara en orð fá lýst. Minningarnar standa einar eftir. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ÍRIS DÖGG ÓLADÓTTIR

ÍRIS DÖGG ÓLADÓTTIR Íris Dögg Óladóttir fæddist 10. febrúar 1981. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 8. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 20. febrúar. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 1546 orð

Jón Jónsson og Svanborg Gísladóttir

Fátt er ungu fólki meira virði en góðar fyrirmyndir í uppvextinum. Ég átti því láni að fagna að fá að kynnast heiðurshjónunum Jóni og Svanborgu ellefu ára gamall, þegar ég fór fyrst til þeirra í sveit á Broddanesi. Tókst þegar með okkur vinátta. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 210 orð

JÓN JÓNSSON OG SVANBORG GÍSLADÓTTIR

JÓN JÓNSSON OG SVANBORG GÍSLADÓTTIR Jón Jónsson var fæddur 10. janúar 1908 á Broddanesi við Kollafjörð í Strandasýslu. Hann lést 19. febrúar. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þórðarson, bóndi á Broddanesi, f. 31. okt. 1878, d. 2. feb. 1955, og Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja þar, f. 11. okt. 1871, d. 30. des. 1952. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 224 orð

Kristín Ólafsson

Það er okkur minnisstætt þegar við ferðuðumst með ömmu á heimaslóðum hennar um Kanada. Við keyrðum um og heimsóttum marga ættingja okkar, fólkið hennar ömmu. Þar sem um skemmtiferð var að ræða tók ferðin oft þannig á okkur strákana að við vorum örmagna í lok dagsins. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 227 orð

Kristín Ólafsson

Hún amma er skilin við, voru orðin sem mamma sagði á laugardagskvöldið þegar við systurnar vorum nýkomnar frá henni. Þetta var búið að vera nokkuð langur aðdragandi og bjuggumst allir við þessu, enda amma búin að ná 90 ára aldri og búin að lifa stórkostlegu lífi. Þegar við hugsum til baka kemur amma fyrst upp í huga okkar á sundlaugarbakkanum að kenna okkur barnabörnunum að synda. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 725 orð

Kristín Ólafsson

Þegar fjallavötn lukust saman fyrir Kristínu H. Ólafsson og hún átti að baki mikilvægustu reynslu lífsins, sjálfan dauðann, eins og höfundur Sólarljóða trúir okkur fyrir, leitaði hugurinn hana upp í gömlum minningum. Ég sá hana fyrir mér eins og blóm sem brosir við sumri og sól. Hvar í heiminum sem maður hefði mætt henni, hefði maður verið viss um að þar færi suðræn hefðarkona. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 390 orð

Kristín Ólafsson

Í dag er ástkær amma okkar, Kristín Ólafsson, borin til grafar. Við systkinin viljum kveðja hana ömmu okkar sem var sérstaklega yndisleg manneskja. Amma Kristín var glæsileg kona sem ávallt var jákvæð og hafði bjartsýni sér að leiðarljósi. Það var sama hvað gekk á, alltaf sá hún björtu hliðarnar á hlutunum og það tók hana ekki langan tíma að leysa vandamálin. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 32 orð

KRISTÍN ÓLAFSSON

KRISTÍN ÓLAFSSON Kristín Sigríður Hinriksdóttir Ólafsson fæddist 31. janúar 1905 í Ebor í Manitoba í Kanada og lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. mars sl. Hún var jarðsungin frá Fossvogskirkju 5. apríl sl. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 118 orð

MAGNÚS G. KJARTANSSON

Magnús G. Kjartansson var fæddur í Reykjavík 25. október 1948. Hann lést á Borgarspítalanum 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan Jónsson, f. 10.8. 1912, d. 1991, og Margrét Thorberg Magnúsdóttir, f. 27.1. 1908, d. 1965. Síðari kona Kjartans og stjúpmóðir Magnúsar er Unnur Ágústsdóttir Schram. Bróðir Magnúsar er Bjarni Kjartansson, f. 23.8. 1951. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 169 orð

Magnús G. Kjartansson - viðb

Það er með söknuð og harm í hjarta að við félagarnir setjumst niður og skrifum þessa minningargrein. Þegar okkur barst sú fregn að Magnús væri látinn vorum við orðalusir og ringlaðir og neituðum að trúa því. En því verður ekki neitað að hann er farinn, farinn að eilífu. Blákaldur sannleikur um svo hressan og lífsglaðan mann. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 326 orð

Magnús G. Kjartansson - viðb

Sinna verka nýtur seggja hver; sæll er sá, sem gott gerir; auðir frá er mér ætluð var sandi orpin sæng. (Úr Sólarljóðum.) Kæri vinur. Nú sit ég eftir og hugsa: Hvað er til ráða? Ég hef alltaf átt "stóra bróður". Bróður sem passaði mig í æsku, hjálpaði mér á unglingsárunum og var alltaf tiltækur. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 507 orð

Magnús G. Kjartansson - viðb

Miðvikudaginn 29.mars lést mágur minn og svili Magnús G. Kjartansson framkvæmdastjóri, langt um aldur fram. Kallið kom allt í einu, öllum á óvart. Þegar svo er verður sú staðreynd svo óraunveruleg og ótrúleg, að tíma tekur að átta sig á að Maggi er látinn. Maðurinn var með fulla starfsorku fram á síðasta dag. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 609 orð

Magnús G. Kjartansson - viðb

Snemma árs 1968 var hringt til mín og ég beðinn að taka að mér ungling til kennslu í nokkrar vikur. Ég var dálítið hikandi að taka þetta að mér og gerði mér ljóst, að brugðið getur til beggja vona með að taka ókunnan ungling á heimilið sitt til náms. En sem betur fer varð ég við þessari bón. Hinn 21. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 217 orð

Magnús G. Kjartansson - viðb

Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun að hann Magnús vinur minn og fósturbróðir sé dáinn. Það kom eins og reiðarslag yfir mig þegar ég og konan mín komum upp á Borgarspítala stuttu eftir að Magnús hafði verið fluttur þangað. Að þessi stóri og hrausti maður skyldi vera kallaður á brott frá sinni fjölskyldu í blóma lífsins. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 261 orð

Magnús G. Kjartansson - viðb

Í dag kveðjum við vin okkar og félaga. Handknattleikssamband Íslands hefur fengið að njóta þjónustu og vinskapar Magnúsar í hartnær sjö ár. Á erfiðleikatímum sambandsins, þar sem fjárskortur hrjáir starfsemi og framgang, gátum við alltaf leitað til Magnúsar. Engu skipti hvort þjónusta hans væri greidd seint og um síðir. Hann var alltaf boðinn og búinn að hlaupa undir bagga með HSÍ. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 136 orð

PÁLL KRISTINN HALLDÓR PÁLSSON

PÁLL KRISTINN HALLDÓR PÁLSSON Páll Kristinn Haldór Pálsson fæddist 22. ágúst 1930. Hann lést 24. mars sl. Foreldrar hans voru Guðbjörg Oktavía Sigurðardóttir frá Austur- Eyjafjallahreppi, f. 2.10. 1897, d. 8.11. 1977, og Páll Ágúst Jóhannsson frá Arnarnesi við Eyjafjörð, f. 20.8. 1876, d. 4.4. 1930. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 310 orð

Páll Kristinn Halldór Pálsson - viðb

Drengur góður hefur kvatt, Páll Kristinn Halldór Pálsson frá Vestmannaeyjum, en hann verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag. Palli ólst upp í góðum og tilþrifamiklum bræðrahópi og stundum gegndu þeir nafni allir fyrir einn og einn fyrir alla: Óli, Kalli, Rabbi, Mari, Már og Palli, fullu nafni Hjörleifur Már Erlendsson, Marinó Hafsteinn Andreasson, Karl Valur Andreasson, Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 393 orð

Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir

Hún Adda í Götu er dáin og komin heim að hlið eiginmanns síns í Stórólfshvolskirkjugarði. Ég átti þess ekki kost að fylgja henni síðasta spölinn, því langar mig nú að festa fáein kveðju- og þakklætisorð á blað, þó seint sé. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 32 orð

RAGNHILDUR ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR

RAGNHILDUR ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Ragnhildur Ásta Guðmundsdóttir fæddist í Lambhaga í Vestmannaeyjum 30. ágúst 1911. Hún lést á öldrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 17. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju 25. mars sl. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 29 orð

RÓSINKAR GUÐMUNDSSON

RÓSINKAR GUÐMUNDSSON Rósinkar Guðmundsson fæddist á Höfða í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu 24. júlí 1933. Hann lést 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 4. apríl. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 603 orð

Rósinkar Guðmundsson - viðb

"Vertu blessaður, við höfum samband." Með þessum orðum kvöddumst við frændur, eins og svo oft áður, að kvöldi laugardagsins 25. mars. 12 tímum seinna hringdi mamma til mín og færði mér þá frétt að Rósinkar hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 28 orð

SIGURÐUR ÖRN SIGURÐSSON

SIGURÐUR ÖRN SIGURÐSSON Sigurður Örn Sigurðsson var fæddur í Reykjavík 17. janúar 1930. Hann lést í Kaupmannahöfn 9. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 21. mars. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 131 orð

Sigurður Örn Sigurðsson - viðb

Elskulegur frændi minn Sigurður Örn er látinn. Ég ætla ekki að rekja æviferil Bóa hér, ég læt það öðrum eftir, sem betur þekkja til. Mig skortir orð, og minningar um Bóa frænda, sem eru ljúfar og yndislegar, leika um huga minn, og mun ég geyma þær í hjarta mínu um ókomin ár. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 32 orð

ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON

ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON Þórir Kr. Þórðarson fæddist í Reykjavík 9. júní 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 26. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. mars. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 500 orð

ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON

Dauði prófessors Þóris átti ekki að koma á óvart. En styrkur hans og kraftur hafði verið svo mikill, að við vonuðum, að við mundum hitta hann aftur og fá að njóta samverustunda með honum enn, þegar dvöl okkar á erlendri grund lyki. Það fór á annan veg. Upp í hugann koma margar minningar í gegnum áratugakynni. Meira
6. apríl 1995 | Minningargreinar | 30 orð

ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON

6. apríl 1995 | Minningargreinar | 510 orð

ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON

Daglegt líf

6. apríl 1995 | Neytendur | 47 orð

3 páskaplöntur í bakka

BLÓMAVAL býður nú þrjár plöntur í bakka á 999 krónur. Í bakkanum eru blómstrandi páskabegónía, blómstrandi páskacrýs og græn pottaplanta (Drekatré eða Satínviður). Tilboðið gildir frá og með fimmtudegi 6. apríl og á meðan birgðir endast. Plönturnar voru sérstaklega ræktaðar fyrir þetta tilboð. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 215 orð

Gætið þess að góðgætið standi ekki í börnunum

HART sælgæti og smádót úr páskaeggjum getur staðið í börnum og mikilvægt er að kunna rétt handtök ef slys af því tagi verður. Framkvæmdastjórn átaksins Öryggi barna ­ okkar ábyrgð hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig koma má í veg fyrir óhöpp af þessu tagi: -Verið með ungum börnum þegar þau opna páskaeggin og skoðið innihald þeirra vel. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 259 orð

H&M Rowells í stærra húsnæðiEngin flík kostar meira en 6000 kr.

Á MORGUNN, föstudag, eykst rými H&M Rowells-verslunarinnar úr 70 fm í 250 fm, þar sem IKEA var áður til húsa í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Í versluninni eru nýjar innréttingar og að sögn eigandans, Baldurs Dagbjartssonar, verður vöruúrval meira og fjölbreyttara en áður, m.a. nýjasta vortíska H&M. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 395 orð

Málshættir í páskaeggjum

LTILAR líkur eru á að fá sama málshátt úr páskaeggjum, þótt mörg séu borðuð, því yfir 400 ólíkir málshættir eru í íslenskum páskaeggjum í ár. Úr safni Sigurjóns "Við leggjum mest upp úr spakmælum, sem fólk getur haft að leiðarljósi í daglegu lífi. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 54 orð

Ný nuddstofa

6. apríl 1995 | Neytendur | 52 orð

Ný nuddstofa

HARPA Guðmundsdóttir, nuddari, hefur opnað nuddstofu í húsakynnum Sólbaðsstofu Grafarvogs að Hverafold 5. Harpa lærði nudd í Naturmedisinsk- skólanum í Kaupmannahöfn og lauk námi þaðan í fyrra. Á nuddstofunni er upp á almennt nudd og svæðanudd, en Harpa er meðlimur í Félagi íslenskra nuddara og í félaginu Svæðameðferð. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 74 orð

Páskaís með pekanhnetum

KJÖRÍS hefur nú sett á markað Páskaís. "Þetta er vanilluís með pekan-hnetum og karamellu, sem ætti að höfða til sælkera. Hann verður seldur er í eins lítra umbúðum," segir Margrét Reynisdóttir, markaðsstjóri hjá Kjörís. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 73 orð

Síldarhlaðborð á Jazzbarnum

JAZZBARINN býður upp á síldarhlaðborð virka daga í hádeginu, kl. 12.00-14.30 og öll kvöld, kl.17.00- 20.00. Á hlaðborðinu eru 8 tegundir af "heimalöguðum" síldarréttum, sem yfirkokkur hússins hefur lagað. Með hlaðborðinu er boðið upp á súpu dagsins, salat og brauð á 590 kr. í hádeginu og 690 kr. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 630 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 663 orð

Steinskr nr. 41,7

6. apríl 1995 | Neytendur | 70 orð

Veislumatur á tilboðsverði

PÁSKAR eru á næsta leyti og matvöruverslanirnar eru með veislumat á tilboðsverði. Humar í skel er seldur í Nóatúni á 999 kr. kg, kalkúnn kostar 799 kr. kg í Hagkaup og síðan er svínakjöt víða á tilboðsverði. Svínahamborgarhryggur kostar t.d. 898 kr. kg hjá 11-11 búðunum, 889 kr. kg hjá Kjöti og fiski, 789 kr. Meira
6. apríl 1995 | Neytendur | 113 orð

"Viviscal" skallatöflur

Í GREIN sem birtist í Daglegu lífi sl. föstudag og þýdd var úr The European Magazinevar fjallað um töflur gegn skalla, unnar úr brjóski djúpsjávarfiska. Töflurnar eru seldar undir vöruheitinu "Viviscal" á meginlandi Evrópu en "Nourkrin" í Bretlandi. Meira

Fastir þættir

6. apríl 1995 | Fastir þættir | 286 orð

BRIDSArnór G. Ragnarsson Bridsfélag Útnesinga

STARFIÐ í vetur hefur verið blómlegt og yfirleitt alltaf vel mætt á spilakvöld hjá félaginu. Við höfum fengið gesti úr Grundarfirði til að spila við okkur og hafa þeir komið til okkar þrátt fyrir válynd veður og hleypt nýju lífi í spilakvöldin hjá okkur. Fimmtudaginn 13. apríl gengst Bridsfélag Útnesinga í Snæfellsbæ fyrir opnu móti í tvímenningi. Meira
6. apríl 1995 | Fastir þættir | 117 orð

(fyrirsögn vantar)

Spilaður var tvímenningur föstudaginn 31. mars 1995. 20 pör mættu, spilað var í 2 riðlum, úrslit í A-riðili urðu: Alfreð Kristjánss. - Gunnar Hjálmarsson126Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Árnason119Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson116Helgi Vilhjálmsson - Einar Einarsson115 Meðalskor108B-riðill: Meira

Íþróttir

6. apríl 1995 | Íþróttir | 320 orð

ARNOLD Palmer

ARNOLD Palmer, hinn 65 ára gamli kylfingur, var heiðraður í gær af stjórn Augusta golfvallarins, en þar hefst US Massters, eitt af fjórum stærstu golfmótunum, í dag. Palmer var heiðraður vegna þess að nú eru 40 ár liðin frá því hann tók fyrst þátt í Masters. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 247 orð

Bjarki Sigurðsson til liðs við Aftureldingu

Bjarki Sigurðsson, landsliðsmaður úr Víkingi, hefur ákveðið að leika með 1. deildarliði Aftureldingar úr Mosfellsbæ á næsta leiktímabili. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins verður gengið frá samningum þar um í dag. Bjarki hefur alla tíð leikið með Víkingi en hefur nú ákveðið að breyta til. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 497 orð

Einvígi Daníels og Einars

KEPPNI á Skíðamóti Íslands hefst á Ísafirði í dag. Rúmlega hundrað keppendur eru skráðir til leiks, þar af 15 erlendir sem keppa í alþjóðlegum svigmótum (Icelandair Cup) sem er hluti landsmótsins. Göngukeppnin fer fram á nýju skíðasvæði Ísfirðinga, í Tungudal og hefst kl. 13.00. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 336 orð

Fjórfalt hjá Jóhanni

Jóhann Haukur Hafstein úr Ármanni var maður unglingameistaramótsins sem fram fór á Seyðisfirði fyrir skömmu. Hann varð fjórfaldur meistari, sigraði í svigi, stórsvigi, risasvigi og alpatvíkeppni. Hann varð jafnframt bikarmeistari SKÍ í flokki 15-16 ára. "Ég átti alveg eins von á því að sigra í þessum greinum, en kannski ekki með svona miklum mun. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 161 orð

Fríða Rún bætir sig

Íslenska frjálsíþróttafólkið, sem er við nám í Athens-háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum, keppti í heimabæ sínum um helgina. Fríða Rún Þórðardóttir úr Ármanni bætti persónulegt met sitt um 17 sekúndur í 5.000 metra hlaupi er hún hljóp á 16.52,96 mín. og sigraði. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, sigraði í 400 metra grindahlaupi á 61,40 sek. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 381 orð

HK byrjar betur

LEIKMENN HK hafa sett stefnuna á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki þriðja árið í röð, en liðið leiðir 1:0 eftir sigurinn á Þrótti í gærkvöldi. HK getur tryggt sér titilinn endanlega á sunnudaginn ef liðið vinnur næstu tvo leiki. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 332 orð

Indiana lagði New York

Reggie Miller skoraði þriggja stiga körfu þegar 28 sek. voru til leiksloka og tryggði Indiana Pacers sigur, 94:90, yfir New York Knicks á útivelli. Miller skoraði 28 stig í leiknum og Derrick McKey 18 fyrir Pacers. "Þetta var mikill leikur. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 171 orð

Inter bíður eftir svari frá Man. Utd.

Inter Mílanó reynir hvað það getur til að frá franska landsliðsmanninn Eric Cantona til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil. "Áhugi okkar fyrir honum er meiri en áður, en við höfum ekki fengið svar frá Manchester United," segir Thomas Villa, talsmaður ítalska félagsins. "Við vitum að stjórn Manchester United kemur saman á mánudaginn, til að ræða um framtíð Cantona. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 28 orð

Í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR

KÖRFUKNATTLEIKUR Fimmti leikur í úrslitakeppni karla: Njarðvík - Grindavík20 BLAK Fyrsti leikur í úrslitakeppni kvenna: Víkin:Víkingur - HK20. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 112 orð

KNATTSPYRNAGuðni íbyrjunarliði

GUÐNI Bergsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Bolton Wanderers í gærkvöldi, er liðið sigraði Swindon 1:0 á útivelli í ensku 1. deildinni. Það var Andy Thompson sem gerði eina mark leiksins á 88. mínútu, en hann gerði einnig mark Bolton gegn Liverpool á Wembley um helgina. Guðni kom nokkuð við sögu í leiknum, sem var fast leikinn. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 120 orð

KNATTSPYRNAOlga í KR Olga Fær

Olga Færseth, körfubolta- og knattspyrnukona, hefur ákveðið, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins, að leika með KR-ingum í 1. deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Olga, sem er 19 ára, hefur leikið með Breiðabliki undanfarin þrjú sumur og varð Íslands- og bikarmeistari með félaginu í fyrrasumar og varð auk þess markahæst í deildinni í fyrra. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 135 orð

Knattspyrnudeild KR semur við Skeljung

FYRIR skömmu var undirritaður auglýsinga- og samstarfssamningur knattspyrnudeildar KR og Skeljungs hf. Hann nær til fjögurra ára og verður fyrirtækið aðalstyrktaraðili deildarinnar á tímabilinu. Allir keppnisflokkar deildarinnar leika með auglýsingu frá Skeljungi á tímabilinu auk þess sem knattspyrnudeildin auglýsir nafn og vörur fyrirtækisins á annan hátt. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 123 orð

KÖRFUBOLTITómaszfær boltafrá Orl

TÓMASZ Lupinski, pólski drengurinn sem bjargaðist úr snjóflóðinu í Súðavík í febrúar, fær í kvöld afhentan að gjöf körfubolta sem áritaður hefur verið af öllum leikmönnum bandaríska NBA-körfuboltaliðsins Orlando Magic. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 295 orð

Miðakvóti á félög

MIKILL áhugi er fyrir "Knattspyrnuhátíð aldarinnar - í þá gömlu góðu daga", að sögn Halldórs Einarssonar, forsvarsmanns hátíðarinnar og hefur því verið ákveðið að setja miðakvóta á 1. deildarfélögin, sem taka þátt í hátíðinni, sem verður að Hótel Íslandi 30. apríl. Á hátíðina koma gamalkunnir knattspyrnukappar saman, ásamt eiginkonum - leikmenn sem hafa leikið í 1. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 519 orð

Milan með pálmann í höndunum enn eitt árið

EVRÓPUMEISTARAR AC Milan frá Ítalíu urðu í gærkvöldi fyrstir til að sigra frönsku meistarana París Saint Germain í Meistaradeild Evrópukeppninnar í vetur, í fyrri viðureign félaganna í undanúrslitum keppninnar í París. Zvonimir Boban tryggði Milan sigurinn, 1:0, með glæsilegu marki á næst síðustu mínútu. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 44 orð

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt:

Leikir í fyrrinótt: Cleveland - Boston 92:97 Miami - Philadelphia 95:92 New York - Indiana 90:94 Denver - LA Lakers 101:104 Golden State - Phoenix 122:114 Utah - Seattle 114:92 Portland - Minnesota Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 190 orð

"Njarðvíkingar gefa ekkert eftir"

Njarðvíkingar ery geysilega sterkir á heimavelli sínum, þar sem þeir eru ekki þekktir fyrir að tapa. Ég sé ekki að nokkur breyting verði þar á, þegar þeir fá Grindvíkinga í heimsókn í kvöld - síst af öllu þegar þeir vita að Íslandsmeistarabikarinn verður kominn í "Ljónagryfjuna" - þeir ætla sér ekki að sleppa honum," segir Jón Kr. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 215 orð

Samstarf KSÍ og Skandia

Knattspyrnusamband Ísland og Skandia hafa endurnýjað samstarfssamning til næstu þriggja ára, eða til ársloka 1997. Þá á árinu, 50. afmælisári KSÍ, fer fram úrslitakeppni 18 ára landsliða í Evrópu hér á landi. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir mjög miklar kröfur um tryggingar vegna keppninnar og hefur Skandia tekið að sér að sjá um þær, KSÍ að kostnaðarlausu. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 231 orð

Schumacher nær drukknaður við köfun

Michael Schumacher, þýski heimsmeistarinn í kappakstri, skýrði frá því í gær að hann hefði nærri drukknað í síðustu viku þegar hann var að kafa, ásamt nokkrum öðrum, skammt utan við strendur Brasilíu þar sem hann var í fríi. Schumacher fór á báti ásamt kærustu sinni og fjórum öðrum talsvert langt frá ströndinni til að kafa. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 163 orð

Tryggvi Nielsen frá keppni í tvo mánuði

TRYGGVI Nielsen, badmintonmaður úr TBR, sem hefur verið við æfingar og keppni í Randers í Danmörku í vetur meiddist í leik á Opna hollenska meistaramótinu nýlega. Krossbönd á öðru hné tognuðu illa í fyrsta leik hans á mótinu gegn sænskum mótherja. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 158 orð

Vel heppnað mót í í Stafdal

Unglingameistaramót Íslands á skíðum var haldið í Stafdal í Seyðisfirði um síðustu helgi. Um sextíu keppendur á aldrinum 13­16 ára mættu til leiks. Mótið var sett á föstudag, en keppni átti síðan að hefjast á laugardagsmorgun. Fresta þurfti henni fram á næsta dag vegna mikið hvassviðris. Meira
6. apríl 1995 | Íþróttir | 166 orð

Yeboah með þrjú

Ghanamaðurinn Anthony Yeboah gerði þrjú mörk fyrir Leeds í fyrri hálfleik gegn Ipswich í ensku 1. deildinni í gærkvöldi og Gary Speed gerði eitt mark þannig að staðan var 4:0 í leikhléi. Þannig lauk leiknum og Ipswich er nær öruggt um að falla eftir sex tapleiki í röð og markatöluna 0:22. Meira

Úr verinu

6. apríl 1995 | Úr verinu | 215 orð

Loðna brædd í Ólafsvík

LOÐNUSKIPIÐ Þórshamar GK landaði um 300 tonnum af loðnu í Ólafsvík í þessari viku, en loðnuna fékk hann út af Skarðsvík. Fjölmörg ár eru síðan loðna hefur verið brædd í Ólafsvík þar til nú, en að sögn Bjarna Magnússonar, eiganda Fiski- og síldarmjölsverksmiðjunnar tóku þeir 100 tonn til reynslu fyrr í mánuðinum og gekk það öllum vonum frama að bræða þá loðnu. Meira
6. apríl 1995 | Úr verinu | 187 orð

Mokveiði í netin

MOKVEIÐI hefur verið síðustu daga hjá netabátum frá Stykkishólmi þrátt fyrir að þeir séu með fá net í sjó. Á þriðjudag fengu þeir svo mikið í netin að ekki tókst að draga þau öll, eða upp í 7,5 tonn í trossu. Í gær drógu þeir aftur og var sama mokið þá enn. Meira

Viðskiptablað

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 332 orð

164 Íslendingar starfa erlendis á vegum félagsins

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. hóf um helgina umfangsmikið leiguflugsverkefni fyrir ríkisflugfélag Saudi- Arabíu, Saudia. Við þetta verkefni, sem mun standa yfir næstu sex mánuði, verða notaðar þrjár Boeing 747 breiðþotur og munu um 229 starfsmenn félagsins vinna við það, þar af um 102 Íslendingar. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 435 orð

500 sjónvarpsrásir í Evrópu?

STAFRÆN sjónvarpsbylting er á næstu grösum í Evrópu. Eftir tvö ár eða svo mun fólk eiga kost á fleiri sjónvarpsrásum en nokkurn hefði getað órað fyrir. Fjarskiptahnettir, sem eru ýmist komnir á loft eða í smíðum, munu endurvarpa meira en 500 rásum út yfir álfuna. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 11 orð

AUGLÝSINGARSamstaða eðasamkeppni /4

AUGLÝSINGARSamstaða eðasamkeppni /4 FYRIRTÆKIGrand Hotel tekur til starfa/6 HLUTABRÉFHinn þöglimeirihluti / Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 44 orð

Deildarstjóri hjá Samskipum

RAGNAR Guðmundsson hefur tekið við starfi deildarstjóra innanlandsdeildar Samskipa. Ragnar er fæddur árið 1965 og lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslandsárið 1988 og síðar MBA námi frá McGill University í Montreal í Kanada 1992. Ragnar var áður deildarstjóri hagdeildar. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1529 orð

Er slæmt að safna skuldum? Þótt stjórnvöld vestan hafs og austan vinni að því að draga úr fjárlagahalla halda margir

SKULDIR ríkisins hafa tvöfaldast á kjörtímabilinu sem er að líða, og eru nú um þriðjungur af vergri landsframleiðslu. Ástæðan fyrir þessari öru skuldasöfnun er að sjálfsögðu viðvarandi halli á ríkissjóði, sem hefur numið um 8-10% af tekjum undanfarin ár. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1164 orð

Eru sveitarfélög traustir skuldarar? Sjónarhorn Skuldasöfnun sveitarfélaga hefur verið veruleg og aukist verulega á síðustu

UNDANFARIÐ hafa farið fram miklar umræður um skuldasöfnun sveitarfélaga, en skuldir þeirra hafa aukist verulega á síðustu misserum. Skv. upplýsingum frá Seðlabanka Íslands námu útboð sveitarfélaga á almennum verðbréfamarkaði um 6 milljörðum króna árið 1994, skuldir sveitarfélaga við innlánsstofnanir jukust um 1,4 milljarða króna og ríflega 300 mkr. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 373 orð

Flotkví gæti komið til Hafnarfjarðar í sumar

HAFNARSTJÓRN Hafnarfjarðarbæjar samþykkti í gær að veita Vélsmiðju Orms og Víglundar (VOOV) aðstöðu til að setja upp flotkví utan Suðurgarðs sunnan hafnarinnar í bænum. Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallar um málið í dag, en ef hugmyndin fær grænt ljós þar gæti flotkvíin verið komin til Hafnarfjarðar í sumar, en hún gæti skapað allt að 100 störf í bænum, að sögn Guðmundar Víglundssonar, Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 206 orð

Flugleiðir leita samstarfs við bandarískt flugfélag

FLUGLEIÐIR hf. hafa um skeið kannað möguleika á að hefja náið samstarf við bandarískt flugfélag til að styrkja stöðu sína á markaðnum vestan hafs. Félagið hefur um árabil átt í ákveðnu markaðssamstarfi við USAir og er annar stærsti aðilinn í Evrópu sem selur farseðla með þessu félagi. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1305 orð

Glæsilegt nafn mun veita okkur aðhald Þar sem var Hótel Holiday Inn er nú komið nýtt gistihús í nýrri eigu og með nýja ímynd.

GRAND Hótel Reykjavík er eins og nafnið bendir til ekki fyrst og fremst stílað upp á bakpokaferðalanga. Eins og forveri þess að Sigtúni 38, Holiday Inn, á hótelið að höfða til þeirra sem gera kröfur um þægindi og góða þjónustu. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 178 orð

Helztu seðlabankar styðja dollarann

SEÐLABANKAR Bandaríkjanna, Þýzkalands og Japana skárust í leikinn til þess að styðja dollarann í gær eftir eina mestu lækkun hans gagnvart jeni, en aðgerðirnar virtust hafa lítil áhrif. Dollarinn hækkaði um tíma í rúmlega 1.38 mörk og 86 jen, en meiri varð hækkunin ekki. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1807 orð

Hinn þögli meirihluti Upp á síðkastið hefur töluvert verið rætt hérlendis um þörfina á aukinni vernd minnihlutans í

Upp á síðkastið hefur töluvert verið rætt hérlendis um þörfina á aukinni vernd minnihlutans í hlutafélögum. Páll Þórhallssonkomst að því að ákaflega misjafnt er hvers konar reglur gilda um þetta efni erlendis. Ýmist er þar um siðareglur kauphallar að ræða eða eiginlegar lagareglur. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 183 orð

Horfur á 50% aukningu

MIKILL vöxtur hefur verið í vatnsútflutningi hjá Þórsbrunni hf. sem náð hefur nokkurri fótfestu á Bandaríkjamarkaði. Á síðasta ári flutti fyrirtækið út alls um 3,6 milljónir lítra af vatni til Bandaríkjanna. Fyrstu tölur í ár benda til þess að salan verði um 5,6 milljónir lítra á árinu eða um helmingi meiri. Ennþá er þó litið á þennan útflutning sem tilraunaverkefni. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 171 orð

Hrím hf. með ný umboð

HEILDVERSLUNIN Hrím hf. hefur tekið við innflutningi og sölu á vörum Liquid Plastics Lim. og Flexcrete Lim. hér á landi. Undanfarin tvö ár hefur Dröfn hf. í Hafnarfirði verið með umboðin og þar áður Vernd hf. í fjórtán ár. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 174 orð

Hrím hf. með ný umboð

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1177 orð

Hvað er skjalastjórnun?

SKJALASTJÓRNUN er ung grein á Íslandi. Þekking á faginu er því eðlilega takmörkuð. Auka þarf fræðslu um skjalastjórnun og það hagræði sem hún getur skilað íslenskum fyrirtækjum. Því miður ber einnig nokkuð á því að hugtakið sé notað vitlaust, jafnvel hjá fólki sem ætti að vita betur. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 615 orð

Hver er ábyrgð stjórnenda?

Í BANDARÍKJUNUM hefur athygli manna beinst frá réttindum hluthafa í fyrirtækjum að stöðu stjórnenda fyrirtækis, segja dr. Michael Gruson og dr. Daniel Levin lögfræðingar hjá fyrirtækinu Shearman & Sterling í New York í spjalli við Morgunblaðið. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 621 orð

Hver er ábyrgð stjórnenda?

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 352 orð

Internet í viðskiptum

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 347 orð

Internet í viðskiptum

INTERNET í viðskiptum er yfirskrift námsstefnu sem verður haldin í Tækniskóla Íslands þriðjudaginn 11. aprílnk. Fyrirlestur verður haldinn í hátíðarsal skólans að Höfðabakka 9 kl. 15. Nemendur í útflutningsmarkaðsfræði við skólann sjá um kynningu á Internetinu. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 179 orð

Íslenskir hugvitsmenn safna liði

FÉLAG íslenskra hugvitsmanna vinnur nú að því í samstarfi við Iðntæknistofnun, Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands o. fl. að taka saman hagnýtt námsefni og upplýsingar um hagnýta nýsköpun í því skyni að efla þekkingu á vinnu með athyglisverðar tækninýjungar. Fyrsta skrefið er kynning á nýrri handbók, International Inventor Guide. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 74 orð

Ísspor flytur í Síðumúla

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 72 orð

Ísspor flytur í Síðumúla

ÍSSPOR hf. hefur flutt starfsemi sína frá Auðbrekku í Kópavogi að Síðumúla 17 í Reykjavík. Fyrirtækið hefur um árabil verið leiðandi í framleiðslu og innflutningi á verðlaunagripum, segir í frétt. Ísspor var stofnað fyrir 22 árum og var fyrst til húsa að Ármúla, en flutti í Kópavog 1980. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 270 orð

Kennarar stofna fyrirtæki

STOFNAÐ hefur verið hlutafélag á vegum Tölvuháskóla Verslunarskóla Íslands (TVÍ), sem tekur að sér námskeiðahald, vísindalega ráðgjöf og lausn flókinna forritunarverkefna þar sem sérfræðiþekking og tækjakostur skólans kemur að góðum notum. Það eru kennarar skólans sem sjá um rekstur fyrirtækisins, sem heitir Vísindastofnun TVÍ hf. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 205 orð

Lettar draga að svara tilboði SAS

LETTNESK einkavæðingarned hyggst biðja um nánari upplýsingar áður en hún tekur afstöðu til tilboðs bandarískra og skandinavískra aðila um að taka við rekstri lettneska flugfélagsins, Latavio. Fyrirtækjasamtök undir forystu SAS og Baltic International USA bjóða í félagið, sem er skuldum vafið. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 188 orð

NIB-bréf á betri kjörum en spariskírteini

LANDSBRÉF HF. bjóða nú til sölu skuldabréf Norræna fjárfestingarbankans í íslenskum krónum á mun betri kjörum en fást af spariskírteinum ríkissjóðs með jafnlöngum binditíma. Bréfin eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og eru á gjalddaga þann 29. nóvember 1996 eða eftir eitt og hálft ár. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 58 orð

Nýir eigendur Vara

BALDUR Ágústsson, stofnandi Vara og forstjóri undanfarin 25 ár, hefur selt fyrirtækið og hætt þar störfum. Kaupandi er Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins undanfarin fjögur ár, og meðeigandi hans í nýju hlutafélagi Vari hf. Í frétt frá Vara hf. segir að starfsemi fyrirtækisins verði óbreytt. Nafnið verði hið sama, starfsfólk sömuleiðis og sama þjónusta veitt áfram. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 60 orð

Nýir eigendur Vara

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 104 orð

Nýr starfsmaður Jarðborana hf.

ÁSGEIR Margeirsson, verkfræðingur, hefur tekið við starfi tæknistjóra hjá Jarðborunum hf. Ásgeir er fæddur í Keflavík árið 1961. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1980 og B.Sc. prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1985. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 284 orð

O'Reilly í hlutabréfastríði

VERÐ hlutabréfa í Fitzwilton- fyrirtæki Tony O'Reilly, hins kunna kaupsýslumanns og auðugasta manns Írlands, hafa hækkað í verði og í aðsigi er barátta um yfirráð yfir fyrirtækinu. Áður en verð bréfanna hækkaði hafði dularfullur ókunnur kaupandi sópað til sín um 9% hlutabréfa í Fitzwilton. Fyrirtækið sagði að um fjandsamlega ráðstöfun væri að ræða. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 320 orð

Samkeppni hamlað meira en nauðsynlegt er

SKELJUNGUR hf. hefur óskað eftir áliti Samkeppnisráðs á því hvort ákvæði laga um jöfnun flutningskostnaðar á olíuvörum stangist á við markmið samkeppnislaga og hamli frjálsri samkeppni meira en nauðsynlegt sé. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1205 orð

Samstarf eða samkeppni? Íslenski markaðsklúbburinn, Ímark, hefur haldið keppni um Athyglisverðustu auglýsingarnar árlega

ÞAÐ vakti athygli við verðlaunaafhendingu á Athyglisverðustu auglýsingu ársins 1995 að af þeim sjö auglýsingastofum sem unnu til verðlauna voru fimm að fá sín fyrstu verðlaun í keppni sem Íslenski markaðsklúbburinn, Ímark, hefur haldið undanfarin níu ár. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 198 orð

Singapore Airlines talið best

ÞEGAR að því kemur að velja besta flugfélagið eru Bandaríkjamenn augljóslega hrifnir af því, sem útlent er. Á það við um þá, sem ferðast mikið í viðskiptaerindum, en í nýrri könnun voru aðeins fimm bandarísk flugfélög í flokki með þeim 20 bestu. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 201 orð

Singapore Airlines talið best

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 280 orð

Stórsamningur við GKS-húsgögn

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Fróði hf. hefur samið við GKS-húsgögn um kaup á 50 vinnustöðvum í tengslum við væntanlegan flutning fyrirtækisins í Héðinshúsið að Seljavegi 2 um mánaðamótin júní/júlí. Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða, sagði að um væri að ræða milljónasamning og sér skildist að hann væri með þeim stærri á sínu sviði. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 528 orð

Torgið Bjartari tíma

Torgið Bjartari tímar »MEIRI bjartsýni ríkir í efnahagslífi Íslendinga um þessar mundir en um árabil. Bráðabirgðatölur Þjóðhagsstofnunar gefa til kynna að hagvöxtur hafi verið 2,8% á síðasta ári eða hinn sami og að meðaltali í ríkjum OECD. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 535 orð

Torgið Bjartari tímar

6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 442 orð

Upplýsinganet í tengslum við umhverfisbreytingar

RANNSÓKNAR- og þróunarráðuneyti Evrópusambandsins veitti nýlega Íslendingum rúmlega átta milljóna króna styrk til að stofnsetja alþjóðlegt tölvuupplýsinganet hér á landi um rannsóknir á hnattrænum umhverfisbreytingum s.s. breytingar á veðurfari í heiminum. Tölvunetið verður tengt veraldarvefnum á tölvunetinu Internet og mun starfsemin hefjast í þessum mánuði. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 400 orð

Viðskiptavinum boðið á hestbak

NÝR afþreyingarmöguleiki hefur bæst við fyrir erlenda ferðamenn sem staldra við í Reykjavík og vilja kynnast að einhverju leyti af landi og þjóð í næsta nágrenni. Hjá hrossaræktarbúinu á Árbakka á Landi í Rangárvallasýslu er ætlunin að leggja stóraukna áherslu á móttöku erlendra ferðamanna sem hingað koma. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 155 orð

VÍB ávaxtar lífeyri hljómlistarmanna

LÍFEYRISSJÓÐUR Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, og Verðbréfamarkaður Íslandsbanka, VÍB, hafa gengið frá samkomulagi um að VÍB taki að sér ávöxtun fjármuna og umsjón með verðbréfaeign lífeyrissjóðsins. Meira
6. apríl 1995 | Viðskiptablað | 134 orð

VÍSÍ tilefni fimm ára afmælis Vátryggingaféla

Í tilefni fimm ára afmælis Vátryggingafélags Íslands í fyrra, hefur stjórn félagsins ákveðið að greiða öllu fastráðnu starfsfólki VÍS uppbót á laun sem samtals nemur tíu milljónum króna. Uppbótin skiptist jafnt á starfsfólkið miðað við starfshlutfall. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 307 orð

Yfirlit: Búi

Yfirlit: Búist er við stormi á suðvesturdjúpi. Yfir suðvesturströnd landsins er smálægð sem grynnist. Önnur lægð er skammt suður af Hornafirði og hreyfist hún lítið og fer minnkandi. Suður af Hvarfi er allvíðáttumikil lægð sem þokast norðnorðaustur. Spá: Suðaustanátt um allt land. Meira

Ýmis aukablöð

6. apríl 1995 | Dagskrárblað | 168 orð

16.45Viðskiptahornið Umsjón: Pétur Matthí

16.45Viðskiptahornið Umsjón: Pétur Matthíasson fréttamaður. Endursýndur þáttur frá mánudagskvöldi. 17.00Fréttaskeyti 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. (125) 17.50Táknmálsfréttir 18. Meira
6. apríl 1995 | Dagskrárblað | 699 orð

SPENNUMYND

Næturvörðurinn ("Nattevagten") Leikstjóri og handritshöfundur Ole Bornedal. Aðalleikendur Nikolaj Caster Waldau, Kim Bodnia, Sofie Grabol, Lotte Andersen. Danmörk 1994. Háskólabíó 1995. Meira
6. apríl 1995 | Dagskrárblað | 1130 orð

STEFNUMÓT VIÐ BELLMAN

FLESTALLIR Íslendingar þekkja tónlist Carls Michaels Bellmans, þó margir viti eflaust ekki af því, því þannig kann hvert mannsbarn vísurnar um Gamla Nóa, sem eru eftir Bellman, þó þær séu færðar nokkuð í stílinn á íslensku, en þá þýðingu gerði Eiríkur Björnsson víðförli. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.