Greinar þriðjudaginn 7. nóvember 1995

Forsíða

7. nóvember 1995 | Forsíða | 490 orð

"Hann hefur kallað okkur hingað í nafni friðarins"

STRÍÐSHETJAN og friðflytjandinn Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, var lagður til hinstu hvíldar í Jerúsalem í gær. Er öll ísraelska þjóðin harmi slegin yfir fráfalli hans og á erfitt með að skilja, að hann skuli hafa fallið fyrir hendi landa síns og trúbróður, sem var andvígur friðarsamningunum við Palestínumenn. Meira
7. nóvember 1995 | Forsíða | 463 orð

Styrkir þá er vilja sættir

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var viðstaddur útför Yitzhaks Rabins fyrir Íslands hönd. Davíð sagði að þeir erlendu ráðamanna, sem þarna voru samankomnir, hefðu haft mjög sterka tilfinningu fyrir þessum atburði og hversu einstæður hann væri. Meira
7. nóvember 1995 | Forsíða | 102 orð

Walesa boðar þingrof

LECH Walesa, forseti Póllands, herti enn kosningabaráttu sína í gær eftir að hafa náð meira fylgi í fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag en spáð hafði verið. Fylgi forsetans var innan við 10% fyrir nokkrum mánuðum en hann fékk 33,3% í fyrri umferðinni. Meira

Fréttir

7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

47 bílar seldust

FJÖRUTÍU og sjö notaðir bílar seldust í gær í Kolaportinu, en þessa vikuna selur P. Samúelsson þar notaða bíla. Salan hófst kl. 12 á hádegi og stóð til 10 um kvöldið. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri hjá Toyotaumboðinu, sagði þessa sölu miklu meiri en menn hefðu reiknað með. Viðtökurnar hefðu verið hreint ótrúlegar, enda væru verulegir afslættir veittir frá skráðu verði. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

59 auðar íbúðir í fjórum sveitarfélögum

Í FJÓRUM sveitarfélögum, Bolungarvík, Vesturbyggð, Suðureyri og Vestmannaeyjum, hafa síðustu tvo mánuði staðið 59 auðar félagslegar íbúðir. Alls hafa á síðustu tveimur mánuðum 102 félagslegar íbúðir staðið auðar á landinu öllu eða um 1% íbúðanna. Þessar upplýsingar komu fram í svari Páls Péturssonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Rannveigu Guðmundsdóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 810 orð

8-10 holgóma börn á ári

Gerður Aagot Árnadóttir útskrifaðist úr Læknadeild HÍ árið 1990 og hefur unnið á ýmsum heilbrigðisstofnunum síðan, m.a. á barnadeild Landspítalans, svo og á Borgarspítalanum. Hún nemur nú heimilislækningar. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 369 orð

ASÍ óskar eftir viðræðum um launabreytingar

LAUNANEFND aðila vinnumarkaðarins kemur saman til fundar kl. 15 í dag að ósk forystu Alþýðusambandsins. Á fundinum munu fulltrúar landssambanda ASÍ fara fram á við atvinnurekendur að teknar verði um samningaviðræður um endurskoðun gildandi kjarasamninga, þar sem áhersla verði fyrst og fremst lögð á launabreytingar. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 259 orð

Athugasemd við leiðara Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd við leiðara blaðsins sunnudaginn 5. nóvember sl: "Í leiðara í Morgunblaðinu í dag er gefið til kynna að tryggingakerfið taki ekki þátt í að greiða þann mikla kostnað sem hlýst af hjartaaðgerð sem sex mánaða gömul stúlka með sjaldgæfan hjartagalla þarf að fara í erlendis. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 504 orð

Aukið sjálfstæði og einkafjármögnun

MIKLAR breytingar hafa orðið í breskum framhaldsskólum undanfarin ár, að sögn dagblaðsins Financial Times. Kerfið er ekki jafn einsleitt og það var og um er að ræða umbótatilraunir. Á sjö árum hefur verið komið á fót fjórum nýjum rekstrarformum þar sem áherslan er lögð á sjálfstæði og framlög einkafyrirækja. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 96 orð

Aukin ESB-andstaða

ANDSTAÐA við aðild að Evrópusambandinu fer vaxandi í Noregi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Feedback Research hefur framkvæmt. Alls eru 58,9% Norðmanna andvígir aðild samkvæmt könnuninni en í þjóðaratkvæðagreiðslunni í fyrra greiddu 52,2% Norðmanna atkvæði á móti aðild. Þá eru nú einungis 31% þjóðarinnar hlynnt aðild en 47,8% greiddu atkvæði með aðild í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Meira
7. nóvember 1995 | Smáfréttir | 97 orð

Á FUNDI Félagsráðs Svínaræktarfélags Íslands 27. október sl. var samþ

Á FUNDI Félagsráðs Svínaræktarfélags Íslands 27. október sl. var samþykkt bókun þar sem segir: "Félagsráð Svínaræktarfélags Íslands varar við afleiðingum þess, fyrir aðrar kjötframleiðslugreinar, Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 225 orð

Ákall til heimsbyggðar um frið

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem staddur er á Ítalíu, fór í gær í ísraelska sendiráðið í Róm. Hann ritaði þar nafn sitt í minningarbók um Yitzhak Rabin til að votta Ísraelum samúð sína fyrir hönd ísraelsku þjóðarinnar. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Beðið eftir betri tíð

TRILLUKARLAR á Akureyri segjast ekki hafa séð það verra í langan tíma, með afla upp á 1-200 kíló á dag, þegar gefur. Þeir halda sig á Pollinum og út að Hjalteyri og segjast ekki reikna með betri tíð fyrr en í vor. Bergsteinn Garðarsson er einn þessara manna og á myndinni dyttar hann að um borð á meðan hann bíður betri daga til sjávarins. Morgunblaðið/Berglind H. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Bónorð og vinnutilboð berast

TALSVERÐUR fjöldi manna hefur boðið rúmensku stúlkunni, sem hér bað um pólitískt hæli í síðustu viku, aðstoð af ýmsu tagi, auk þess sem maður hefur komið því á framfæri við Rauða kross Íslands, að hann hafi áhuga á að kvænast henni. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Breyta þarf verkaskiptingu

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra sagði í svari á Alþingi við fyrirspurn frá Kristínu Ástgeirsdóttur alþingismanni, að óhjákvæmilegt væri að breyta verkaskiptingu milli framhaldsskólanna í Reykjavík þegar Borgarholtsskóli tæki til starfa. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 338 orð

Brot á reglu um jafnræði

SAMKEPPNISRÁÐ telur að sá dráttur sem orðið hefur hjá samgönguráðuneytinu við afgreiðslu umsóknar um GSM-farsímakerfi fari gegn markmiði samkeppnislaga. Jafnframt verði ekki betur séð en að núverandi skipan þessara mála fari gegn þeirri grunnreglu íslensks réttar um jafnræði aðila. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Ef ekki ESB hvað þá?

ÞAÐ ER einfalt að vera á móti Evrópusambandinu (ESB) og inngöngu í það, en erfitt að finna evrópsku samstarfi annan farveg. Þetta sýndi sig glögglega á ársfundi Júníhreyfingarinnar dönsku um helgina, en hreyfingin varð til þegar Danir kusu um aðild að Maastricht-samkomulaginu. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 199 orð

Eggjaframleiðsla verði felld undir samkeppnislög

VSÍ vill að eggjaframleiðsla lúti sömu reglum og önnur iðnaðarframleiðsla Eggjaframleiðsla verði felld undir samkeppnislög Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Ekki verið rætt við kaupmenn

KAUPMENN og biskupsembættið gerðu með sér samkomulag um að auglýsa ekki jólavörur fyrr en í desember í fyrra en að undanförnu hafa jólaauglýsingar birst í dagblöðum. Að sögn Baldurs Kristjánssonar, biskupsritara, hefur ekki verið rætt við kaupmenn ennþá. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Eldur í Þangbakka ELDUR kom upp í

ELDUR kom upp í íbúð á 8. hæð í Þangbakka í Breiðholti eftir hádegið í gær. Talið er að hann hafi kviknað út frá vindlingaglóð í ruslafötu í eldhúsi. Talsverður reykur var í íbúðinni og voru fjórir reykkafarar sendir inn í íbúðina til að leita að fólki, en hún reyndist mannlaus. Íbúum á 8. hæð hússins var gert að yfirgefa hæðina meðan að slökkviliðið var að störfum. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Endurnýjun Sogsvirkjana kostar 1,1 milljarð

SAMKVÆMT áætlun sem Landsvirkjun hefur gert um endurbætur á Sogsvirkjunum kostar viðgerð á þeim 1.140 milljónir króna. Markmiðið með þessum endurbótum er að tryggja öruggan rekstur þeirra til næstu 30-40 ára. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 320 orð

Flateyringar jarðsungnir

FJÓRAR útfarir fórnarlamba snjóflóðsins á Flateyri voru gerðar á laugardag og í gær. Útför Lilju Óskar Ásgeirsdóttur og Þorleifs Ingvasonar var gerð frá Stokkseyrarkirkju á laugardag, 4. nóvember. Fjölmenni var við útförina og meðal kirkjugesta var forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Sr. Sigríður Óladóttir flutti bænarorð við útförina og sr. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Forsætisráðherra Eistlands í heimsókn

FORSÆTISRÁÐHERRA Eistlands, hr. Tiit Vähi og frú Raine-Lea Vähi, eru væntanleg í opinbera heimsókn til landsins dagana 8.­11. nóvember nk. Í för með þeim verða ráðherrar efnahagsmála Eistlands hf., Andres Lipstok, sendiherra Eistlands, hr. Arvo-Jürgen Alas, og eiginkona hans og embættismenn úr forsætis- og utanríkisráðuneytum Eistlands. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Frönsku Íslandssjómannanna minnst

FRANSKI sendiherrann Robert Cantoni lagði á fimmtudaginn blómsveig að minnisvarða franskra sjómanna í kirkjugarðinum við Suðurgötu, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forstjóra Landhelgisgæslunnar, Hafsteini Hafsteinssyni, og fleiri gestum. M. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 222 orð

Fylgi Walesa varð meira en spáð var

LECH Walesa, forseti Póllands, varð í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosninganna í Póllandi á sunnudag og fékk litlu minna fylgi en Aleksander Kwasniewski, sem var með mikið forskot í byrjun kosningabaráttunnar. Mikið kjörfylgi forsetans kom andstæðingum hans og jafnvel stuðningsmönnum á óvart. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fyrirlestur um áhættuhegðun

GERALD J.S. Wilde, PhD, prófessor í sálfræði við Queen's háskólann í Kanada, heldur opinberan fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar Háskóla Íslands miðvikudaginn 8. nóvember kl. 17 í stofu 101 í Odda. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 783 orð

Gleðin breyttist í örvilnun og sorg

"ÉG trúi því að meirihluti þjóðarinnar vilji frið og sé reiðubúinn að taka áhættuna. (...) Ofbeldi grefur undan undirstöðum ísraelsks þjóðfélags. Við eigum að fordæma það. Það er ekki vegur Ísraels," sagði Yitzhak Rabin forsætisráðherra í ræðu á friðarfundinum í Tel Aviv sem fékk svo sviplegan endi er hann var skotinn til bana á leið sinni af fundarstað. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Græningjar heimsækja landið

ÞRÍR græningjar sáust á suðvesturlandi nýlega og vakti þessi ganga athygli fuglaskoðara því hingað til höfðu einungis fimm græningjar sést á Íslandi. Græningja er hægt að þekkja á ólífugrænum lit að ofan, hvítum að neðan, blágráum kolli með áberandi, hvítri brúnrák með svörtum jöðrum. Sömuleiðis eru þeir rauðeygðir. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Happadrætti Kringlunnar

HAPPADRÁTTUR Kringlunnar hefst í dag og stendur til 10. nóvember. Happadrátturinn er leikur fyrir viðskiptavini Kringlunnar og eru vinningar í leiknum alls eitt hundrað. Einn heppinn þátttakandi getur unnið 300.000 kr. verslunarferð í Kringluna. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hjartagalli Marínar

EINS OG fram hefur komið í Morgunblaðinu gengst Marín Hafsteinsdóttir, sex mánaða stúlkubarn frá Eskifirði, undir erfiða aðgerð vegna afar sjaldgæfs hjartagalla á Children Hospital í Boston á miðvikudag. Á skýringarmyndunum hér til hliðar sést í hverju hjartagalli Marínar felst. Vinstri teikningin sýnir heilbrigt hjarta og sú hægri hjarta Marínar. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hjálpargögn til Namibíu

LOKIÐ er yfirferð og breytingum á verksmiðjutogaranum Hanover hjá Slippstöðinni á Akureyri. Togarinn er í eigu Seaflower Whitefish í Namibíu, sem Íslenskar sjávarafurðir eiga stóran hlut í, og er hann væntanlegur til Reykjavíkur í dag, en heldur til Namibíu á fimmtudag, 9. nóvember. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 272 orð

Hlutur Háskólans 70-80 milljónir

HLUTUR Háskóla Íslands í rannsóknafé því sem úthlutað er úr fjórðu rannsóknaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun er að líkindum í kringum 70-80 milljónir króna, að sögn Hellenar M. Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum koma alls um 350 milljónir króna af þessu fé í hlut íslenskra einstaklinga, stofnana og fyrirtækja. Meira
7. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 452 orð

Hrímbakur EA til Ísafjarðar Hrímbakur EA leigður til Ísafjarðar

FYRIRTÆKIÐ Básafell hf. á Ísafirði, hefur tekið Hrímbak EA, ísfisktogara Útgerðarfélags Akureyringa hf., á leigu. Togarinn er leigður án aflaheimilda og er leigutíminn tveir mánuðir til að byrja með en með möguleika á framlengingu. Hrímbakur verður gerður út á rækjuveiðar og fer togarinn vestur á fimmtudag eða föstudag. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 349 orð

Hver er munur á að búa í foreldrahúsum eða leigja?

FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ, sem nemendum Fjölbrautaskóla Breiðholts (FB) var gefinn kostur á að sækja nú á haustmánuðum eftir að skólinn byrjaði, vakti það mikinn áhuga að mun færri komust að en vildu. Fjöldinn var slíkur að hægt hefði verið að fylla 2-3 námskeið til viðbótar. Námskeiðin sem um ræðir eru samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Breiðholts og Búnaðarbanka Íslands (BÍ). Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 205 orð

Indíánahátíð í Sandvíkurskóla á Selfossi

Selfossi-Níu ára nemendur Sandvíkurskóla á Selfossi buðu foreldrum sínum á indíánahátíð sem þeir héldu í skólanum 3. nóvember. Undirbúningur hátíðarinnar stóð í tvær vikur og á þeim tíma var hefðbundnu skólastarfi vikið til hliðar. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Indíánar á Selfossi

NÍU ára nemendur í Sandvíkurskóla á Selfossi héldu indíánahátíð á föstudaginn var og buðu foreldrum sínum að koma og fylgjast með, en undirbúningur hátíðarinnar hafði staðið yfir í tvær vikur og var hefðbundnu skólastarfi vikið til hliðar á meðan. Hátíðin var afrakstur sameiginlegs verkefnis sem nemendurnir unnu með kennurum sínum eftir lestur bókarinnar Fljúgandi stjarna eftir Ursulu Wöfel. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 410 orð

Jákvæð niðurstaða um stækkun álversins

NIÐURSTAÐA fundar stjórnar Alusuisse-Lonza í gær varðandi stækkun álversins í Straumsvík var jákvæð, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ekki var hægt að fá neinar nánari upplýsingar um niðurstöðu fundarins, en fyrirtækið mun senda frá sér fréttatilkynningu í dag, Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 331 orð

Kjördagur fluttur um þrjár vikur

LAGT hefur verið til að kosningum um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum verði frestað um þrjár vikur vegna snjóflóðanna á Flateyri og virðist ríkja einhugur um að verða við þeirri ósk. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kvöldganga á fullu tungli

Á FULLU tungli þriðjudagskvöldið 7. nóvember stendur Útivist fyrir gönguferð um svæði þar sem náttúrufar er fyrir marga hluta sakir sérstætt og eitt náttúrufyrirbrigðið það eina sinner tegundar á Íslandi. Við upphaf göngunnar verður gengið um hraun frá nútíma og því væri betra að sem flestir væru með vasaljós til vonar og vara ef ekki nýtur tunglskinsbirtu, segir í fréttatilkynningu frá Útivist. Meira
7. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 35 orð

LEUÐRÉTT Rangt föðurnafn brúðguma

Rangt var farið með föðurnafn brúðgumans Jóns S. Björgvinssonar er kvæntist Báru Ingu Ásmundsdóttur í Útskálakirkju þann 30. september sl. í laugardagsblaðinu. Einnig féll niður nafn ljósmyndara, sem var Oddgeir. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 496 orð

Lofa framlag Rabins

"HANN var maður sem gaf allt sitt til að tryggja varanlegan frið fyrir íbúa Ísraels og í þessum heimshluta eftir að stríð og blóðug átök hafa verið hér í áratugi. Hann hefur nú fallið fyrir hendi svikara og öfgamanns sem var andsnúinn markmiði Rabins og því miður eru slíkir menn alltaf til sem skirrast einskis, eins og sagan hefur sýnt okkur... Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 203 orð

Mamma kenndi mér mannganginn

BRAGI Þorfinnsson, 14 ára gamall nemandi í Æfingaskóla Kennaraháskólans, varð unglingameistari 20 ára og yngri á Unglingameistaramótinu í skák sem lauk sl. sunnudag. Bragi hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Í öðru sæti varð Arnar Erwin Gunnarsson með fimm og hálfan vinning og í þriðja sæti hafnaði Davíð Kjartansson með 5 vinninga. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 409 orð

Mega víkja allt að 15% frá skráðu bókaverði

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur fyrir sitt leiti samþykkt viðskiptareglur sem Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag íslenskra bóka- og ritfangaverslana hafa komið sér saman um. Reglurnar fela í sér að bókaverslunum er heimilt að víkja allt að 15% frá skráðu verði bóka. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 221 orð

Morðákæra á hendur Giulio Andreotti

GIULIO Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var á sunnudag ákærður fyrir að vera samsekur um morð og verður leiddur fyrir rétt ásamt þremur af alræmdustu glæpamönnum mafíunnar. Andreotti sagði ákæruna "harla lygilega" og kvaðst treysta á að sannleikurinn í málinu kæmi fram í réttarhöldunum. Meira
7. nóvember 1995 | Miðopna | 2648 orð

"Neyddur til að taka mér byssu í hönd"

YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem féll fyrir morðingjahendi á laugardagskvöld varð heimsþekktur maður sökum framgöngu sinnar og hörku á vígvellinum en galt fyrir tilraunir sínar til að tryggja friðinn með lífi sínu. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 674 orð

Olíufélögin bíða viðbragða almennings

EKKI virðist mega búast við verðlækkunum hjá olíufélögunum þremur beint í kjölfar opnunar þriggja nýrra sjálfsafgreiðslustöðva fyrirtækisins Orkunnar á laugardag. Hjá olíufélögunum fengust þær upplýsingar að beðið yrði átekta eftir viðbrögðum almennings við bensínstöðvum Orkunnar. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sagði í gær að hjá olíufélögunum væru nú "allir að horfa hver á annan". Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 66 orð

Paul Eddington dó úr húðkrabba

BRESKI leikarinn Paul Eddington, sem fór með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Já, ráðherra! lést í London á laugardag á 69. aldursári. Eddington lék ráðherra og síðar forsætisráðherra í sjónvarpsþáttunum. Margaret Thatcher forsætisráðherra hreifst svo mjög að þáttunum að hún lét sæma hann heiðursmerki bresku krúnunnar, CBE-orðunni. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 369 orð

Rangfærslur leiðréttar

Í UPPHAFI máls eru þeim fjölmörgu, sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfara á Vestfjörðum, færðar samúðarkveðjur. Laugardaginn 4. nóvember 1995 birtist lítil frétt á annarri blaðsíðu DV, Lögreglurannsókn á snjóflóði: Skýrslur teknar og blöðum flett. Fréttin hófst á tilvitnun í undirritaðan í tilvitnunarmerkjum. Um er að ræða tvo málsliði. Meira
7. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Ráðist á stúlku

TVÆR stúlkur réðust að 16 ára stúlku á Ráðhústorgi í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Þær spörkuðu í hana og marðist hún nokkuð á fótum. Árásin var tilkynnt til lögreglu. Þá kom til átaka milli tveggja karlmanna í Sjallanum um helgina og var lögregla kvödd á vettvang. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Samningar hafa ekki tekið gildi

GUÐMUNDUR Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkviliðsmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli myndu halda fund í dag, þriðjudag, vegna þess að kjarasamningarnir sem gerðir voru snemma árs hafa enn ekki tekið gildi fyrir slökkviliðsmenn þar. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 547 orð

Segir Rabin hafa svikið málstað Ísraels

LAGANEMINN Yigal Amir gekkst í gær við því að hafa skotið Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, til bana á laugardagskvöld að loknum fjölmennum útifundi friðarsinna í Tel Aviv sem ráðherrann tók þátt í. Amir, sem er gyðingur, sagði Rabin hafa verið auvirðilegan mann sem hefði tekið í hönd morðingja og svikið málstað Ísraels með undanlátssemi við araba. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Sextán nemendur útskrifuðust nú

SEXTÁN nemendur frá tíu þróunarlöndum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn föstudag. Frá stofnun skólans, árið 1979, hafa 163 raunvísindamenn og verkfræðingar frá 29 löndum lokið sex mánaða námi. Auk þess hafa 50 manns komið hingað til lands í skemmri námsferðir. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 72 orð

Shevardnadze lýsir yfir sigri

EDÚARD Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna, lýsti í gær yfir sigri í forsetakosningunum í Georgíu á sunnudag. Talningu atkvæða var ekki lokið í gær en formaður yfirkjörstjórnar sagði að Shevardnadze hefði fengið 70% atkvæða á þeim kjörstöðum þar sem talið hafði verið. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Skjót viðbrögð

Morgunblaðið/Rax STARFSMENN umferðadeildar gatnamálastjóra sáu um að lækka boðmerkin á umferðareyjunni í Kringlunni í gær, en í frétt í Morgunblaðinu á sunnudaginn var skýrt frá kvörtunum vegna merkjanna, sem þóttu skyggja á umferð úr gagnstæðri átt þegar beygt var yfir tvær akreinar. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 177 orð

Skólar á upplýsingahraðbrautina

AT&T-fyrirtækið bandaríska hyggst nota um 150 milljónir dollara, 9.600 milljónir króna, til að tengja 110.000 skóla við upplýsingahraðbrautina, þ. á m. Alnetið, árið 2000. Um er að ræða bandaríska grunn- og framhaldsskóla, jafnt einkarekna sem í opinberri eigu. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Spurningaskrá um veiði, þorrablót og skeifur

ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminjasafns Íslands hefur nýlega sent frá sér tvær nýjar spurningaskrár og eina aukaspurningu. Spurningaskrá nr. 87 "Veiðar í ám og vötnum". Þar er m.a. spurt um ýmsar gerðir af veiðarfærum og beitu, veiðihús, sportveiðar, veiðistaði, veiðiferðir, veiðar, útlendinga, veiðiþjófnað, veiðisögur, áhrif virkjana og mengunar á veiði og fiskirækt. Spurningaskrá nr. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

SR. RÖGNVALDUR FINNBOGASON

Séra Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli, lést sl. föstudag, 68 ára að aldri. Rögnvaldur fæddist þann 15. október árið 1927 í Hafnarfirði, sonur Ingibjargar Magnúsdóttur og Finnboga Jónssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik árið 1947, prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1952 og tók prestsvígslu sama ár. Meira
7. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Staðan auglýst aftur

LEIKHÚSRÁÐ Leikfélags Akureyrar ákvað á fundi í gær að auglýsa að nýju stöðu leikhússtjóra. Ástæða þess er sú að Sunna Borg formaður Leikfélags Akureyrar og leikhúsráðs var í hópi sex umsækjenda um stöðuna. Þeir sem sóttu um auk Sunnu voru Halldór E. Laxness, Jakob S. Jónsson, Jón Júlíusson, Skúli Gautason og Trausti Ólafsson. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 357 orð

Starfsemin í nýtt húsnæði

NÝTT hús fyrir Starfsþjálfun fatlaðra og Tölvumiðstöð fatlaðra hefur verið tekið í notkun að Hátúni 10 D í Reykjavík. Húsið er reist á lóð Öryrkjabandalags Íslands og hófst bygging þess árið 1994. Húsið er 555 fermetrar að stærð á einni hæð og er það byggt fyrir framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 283 orð

Stórhljómsveit Tommy Dorsey

HIN heimsþekkta stórhljómsveit Tommy Dorsey leikur á tvennum tónleikum á Hótel Íslandi helginaa 24.­25. nóvember nk. Hljómsveitina skipa 17 hljóðfæraleikarar og margir af þeim hafa leikið með hljómsveitinni frá í gamla daga. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Stuðningur vegna slyssins á Flateyri

BÆJARSTJÓRANUM á Akureyri hafa borist skeyti frá borgarstjórnum í vinabæjum Akureyrar í Álasundi í Noregi og Murmansk í Rússlandi þar sem ættingjum og vinum þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri sem og Íslendingum öllum er vottuð dýpsta samúð. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Styðja Uffe Ellemann Jensen

EFTIR að Uffe Ellemann-Jensen frambjóðandi til starfs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) hitti William Perry varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þykir staða hans hafa styrkst. Perry ræddi ekki við Ruud Lubbers fyrrum forsætisráðherra Hollands, hinn frambjóðandann, þegar hann var í Washington daginn áður en Ellemann-Jensen var þar. Meira
7. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 394 orð

Tilfinningar Jórdana blendnar

STEFANÍA Khalifeh, ræðismaður Íslands í Amman í Jórdaníu, segir ljóst að tilfinningar Jórdana vegna ódæðisins í Tel Aviv séu blendnar. "Flestum varð mikið um er þeir fregnuðu þetta en það má heldur ekki gleyma því að margir hér litu á Rabin sem hryðjuverkamann og eru andsnúnir friðarsamningum Ísraela og Jórdana. Þjóðin skiptist í hópa vegna þessa máls. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Tvö tilboð bárust

TVÖ tilboð bárust í lengingu og hækkun á snjóflóðavarnargörðum á Flateyri, frá Græði hf. á Flateyri og Ístaki hf. í Reykjavík. Tilboð Græðis hljóðaði upp á 6.224.000 kr. sem eru 75,45% af kostnaðaráætlun og tilboð Ístaks hf. upp á 6.700.000 kr. eða 81,23% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 8.249.000 kr. Farið verður yfir tilboðin næstu daga. Meira
7. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Um 800 hafa séð Drakúla

UM 800 manns hafa séð sýningu Leikfélags Akureyrar á gömlu hryllingssögunni um Drakúla en verkið hefur verið sýnt 6 sinnum. "Auðvitað eru það viss vonbrigði að verkið skuli ekki ganga betur," sagði Sunna Borg, formaður Leikfélags Akureyrar. Kvað hún mikla vinnu liggja að baki uppsetningu verksins og kostnað mikinn. "En svona er leikhúsið, það skiptast á skin og skúrir. Meira
7. nóvember 1995 | Smáfréttir | 108 orð

UNGLINGAR í Tónabæ héldu ball til styrktar Flateyringum föstudagskvöl

UNGLINGAR í Tónabæ héldu ball til styrktar Flateyringum föstudagskvöldið 3. nóvember. Mikill fjöldi unglinga mætti á staðinn og dansaði til styrktar Flateyringum. Hinn vinsæli plötusnúður Winx þeytti skífurnar af mikilli list. Unglingaráð Tónabæjar og Tónabæjarráð mun afhenda söfnunarféð til styrktar Flateyringum á næstum dögum en alls söfnuðust um 40.000 kr. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 558 orð

Úr dagbók lögreglunnar

FREMUR rólegt var á starfssvæði lögreglunnar um helgina. Fátt var í miðborginni og unglingar sáust vart á ferli eftir að útivistartíma lauk. Í dagbókina eru skráðar tvær líkamsmeiðingar og 8 innbrot. Rúmlega hundrað ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 11 ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 649 orð

Úrræðaleysi ríkir í skólakerfinu um samstarf heimila og skóla

NIÐURSTAÐA viðamikillar könnunar á samstarfi heimila og skóla, sem fram fór á vegum Kópavogs- og Digranesskóla síðastliðinn vetur, var kynnt nú í haust. "Mér finnast niðurstöðurnar endurspegla það úrræðaleysi sem ríkir almennt í skólakerfinu og verður oft að hindrun í samstarfi heimila og skóla," sagði Ólafur Guðmundsson skólastjóri Kópavogsskóla. Meira
7. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Vel á fjórða hundrað þúsund söfnuðust

ÚRVALSLIÐ Jóhanns Inga Gunnarssonar í handbolta, lagði lið KA að velli í ágóðaleik sem háður var til styrktar landssöfnuninni Samhugur í verki. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu á laugardag og söfnuðust 363.000.- krónur. Alls greiddu 685 manns aðgangseyri og borguðu margir hærri upphæð en uppsett verð. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 325 orð

Viðbótarhúsnæði skapar nýja möguleika

VIÐBÓTARHÚSNÆÐI í Gamla garði, Félagsstofnun stúdenta og húsi jarðfræðideildar HÍ myndi skapa nýja möguleika fyrir starfsemi Þjóðminjasafnsins að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann sagði að vel hefði verið tekið í að ríki festi kaup á húsnæðinu undir starfsemi Þjóðminjasafnsins á undirbúningsfundi ráðuneytis, Félagsstofnunar og Háskólans fyrir nokkru. Meira
7. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Þörfin var fyrir hendi á markaðnum

"VIÐ ERUM mjög ánægðir með þær viðtökur sem Orkan hefur fengið. Það má segja að það séu búnar að vera stanslausar biðraðir á öllum stöðvunum frá því að við opnuðum. Þetta hefur tekist mjög vel og greinilegt er að þetta er eitthvað sem þörf var fyrir á markaðnum," sagði Hörður Helgason, framkvæmdastjóri Orkunnar hf.. Meira

Ritstjórnargreinar

7. nóvember 1995 | Leiðarar | 593 orð

FALLINN FORINGI TZHAK Rabin, forsætisráðherra Ísraels, var bo

FALLINN FORINGI TZHAK Rabin, forsætisráðherra Ísraels, var borinn til grafar í gær að viðstöddum fjölmörgum þjóðarleiðtogum, þar á meðal Davíð Oddssyni, sem var fulltrúi íslenzku þjóðarinnar við útförina. Rabin helgaði mestan hluta starfsævi sinnar vopnaðri baráttu fyrir fullveldi þjóðar sinnar, en féll fyrir morðingja hendi sem maður friðarins. Meira
7. nóvember 1995 | Staksteinar | 278 orð

Óskastjórnin ÚR LEIÐARA Alþýðublaðsins sl. föstudag: "Flestir voru svo grunnhyggnir að halda í vor, að Þjóðvaki vildi með stefnu

ÚR LEIÐARA Alþýðublaðsins sl. föstudag: "Flestir voru svo grunnhyggnir að halda í vor, að Þjóðvaki vildi með stefnu sinni útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá því að komast í stjórnarráðið. En annað kom á daginn. Ágúst upplýsir nefnilega í Helgarpóstsviðtali að nú sitji við völd sjálf óskaríkisstjórnin". Draumsýn breiddarinnar Meira

Menning

7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 49 orð

3 ár í bransanum

PIZZA 67 hélt upp á 3 ára afmæli sitt í Perlunni síðastliðinn sunnudag. Ýmislegt var til skemmtunar. Sýnd voru atriði úr söngleiknum Rocky Horror og leikritinu um Línu langsokk, auk þess sem Sólstrandagæjarnir spiluðu nokkur lög við góðar undirtektir fjölmargra gesta. Morgunblaðið/Kristinn SVANGIR gestir fengu flatböku. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 229 orð

Afmælisrit Björns á Sveinsstöðum

SÖGUFÉLAG Skagfirðinga er nú að undirbúa útgáfu á bók, sem gefin er út til heiðurs Birni Egilssyni á Sveinsstöðum í Skagafirði. Hann varð níræður hinn 7. ágúst sl. og er eini núlifandi heiðursfélagi Sögufélagsins. Björn er mörgum kunnur, ekki síst fyrir skrif sín margvísleg um áratugaskeið. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 241 orð

Anna Borg í Iðnó

LEIKKONAN Anna Elísabet Borg, sem leikur í uppfærslu Hvunndagsleikhússins í Iðnó á Trójudætrum eftir Evripídes, er þriðja leikkonan með þessu nafni sem stígur þar á fjalir því frænkur hennar tvær með sama nafni léku einnig í húsinu á sínum tíma. Meira
7. nóvember 1995 | Bókmenntir | 691 orð

Athvarf á sandi

eftir Þorstein frá Hamri. Iðunn, Reykjavík, 1995. 64 bls. HAFI sæfarinn verið sofandi í síðustu bók Þorsteins er hann vakandi nú og siglir um fornar slóðir sem nýjar, segir sögur sem oft hafa óljóst inntak, óljósan endi, eru lausar í tíma og rúmi, flöktandi, sveimandi eins og nafnlausar hugsanir, Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

Batnandi sambúð?

MICHAEL Douglas og kona hans, Diandra, hafa marga hildina háð síðan þau giftust fyrir 19 árum. Diandra sótti nýlega um skilnað, en samfarir þeirra virðast nú fara batnandi. Að minnsta kosti sóttu þau hestasýningu í Santa Barbara fyrir skömmu. Þau sjást hér ásamt Michael, prinsi af Kent, sem er mikill hestamaður. Alþjóðlegu hestaverndarsamtökin héldu sýninguna. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Brosað út að eyrum

FYRIRSÆTAN Jerry Hall, eiginkona rokkarans síunga Micks Jagger, hefur alls ekki tapað fegurð sinni, þótt hún sé komin vel á fertugsaldurinn. Hérna sjáum við hana brosa sínu blíðasta brosi á samkomu sem haldin var í London nýlega til heiðurs Snowdon lávarði, sem þekktur er fyrir framlag sitt til leiklistarinnar í Englandi. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Djass fyrir alla

Djass fyrir alla "DJASS fyrir alla" var spilaður á Hafnarborg síðastliðinn fimmtudag. Þar voru að verki djassgeggjararnir Carl Möller, Guðmundur Steingrímsson og Þórður Högnason. Margt mætra gesta kom á staðinn og skemmti sér vel. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 203 orð

Félag kvenna í fræðslustörfum tvítugt

FÉLAG KVENNA í fræðslustörfum, sem er heiti íslenska arms Delta kappa Gamma Society International, er 20 ára í dag. Samtökin hófu starfsemi sína á Íslandi árið 1975 með stofnun Alfa-deildar í Reykjavík. Síðan hafa samtökin breiðst út og starfa nú í sex deildum, Alfa og Gamma í Reykjavík og nágrenni, Beta á Akureyri, Delta á Vesturlandi, Epsilon á Suðurlandi og Zeta á Austurlandi. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 477 orð

Fjölskrúðugir litir

Litir, fyrsta breiðskífa Kristínar Eysteinsdóttur. Lög og textar eftir Kristínu utan einn texti sem er eftir Jóhann Hjálmar Haraldsson. Útsetningar önnuðust Kristín og Orri Harðarson, en Orri stýrði að auki upptökum. Hljóðfæraleikur er í höndum Kristínar, Orra, Ingólfs Sigurðssonar, Ólafar Sigursveinsdóttur, Elízu Geirsdóttur og Jóns Bjarka Bentssonar. Lúðurinn gefur út, Japís dreifir. 34,37 mín. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 313 orð

Frábær söngur og aðlaðandi framkoma heilluðu áheyrendur

TJARNARKVARTETTINN hélt 25 tónleika á fimm dögum og lauk tónleikaröðinni með afburðagóðum tónleikum í Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudagskvöldið 3. nóvember. Söngvararnir frá Tjörn í Svarfaðardal voru gestir verkefnisins Tónlist fyrir alla, sem hefur að markmiði að kynna skólanemendum og almenningi tónlist og starf tónlistarfólks í fremstu röð á Íslandi. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Furður og feluleikir

ÚT ER komin ný bók eftir Jónas Árnason sem hann nefnir Furður og feluleikir. Á síðasta ári kom út eftir Jónas bókin Jónasarlimrur og hlaut hún góðar viðtökur. Í kynningu segir: "Allir landsmenn þekkja leikrit og söngva hans sem hafa svo sannarlega snortið þjóðarsálina. Limruformið nýtur mikilla vinsælda. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 95 orð

Gautaborg friðland rithöfunda

Á NÝLOKINNI bókastefnu í Gautaborg var tilkynnt að til stæði að Gautaborg yrði friðland útlagahöfunda og annarra ofsóttra rithöfunda. Rithöfundum verður boðið til ársdvalar í borginni. Þeir fá íbúð til afnota og 15.000 sænskar krónur í skattfrjáls laun á mánuði. Borgarstjórn Gautaborgar, Háskólinn í Gautaborg og Evrópski rithöfundasjóðurinn standa að framkvæmdinni. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 172 orð

Guðrún og Peter á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. nóvember flytja Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Peter Máté píanóleikari verk eftir Georges Enesco og Bohuslay Martinu. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 35 orð

Hugljúf tónlist

KRISTÍN Erna Blöndal söngkona og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari héldu tónleika á efri hæð Sólon Íslandus síðastliðið miðvikudagskvöld. Fluttu þær lög, flest í hugljúfari kantinum, eftir Gershwin, Jerome Kern, Cole Porter og fleiri. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Hvað er hönnun?

TINNA Gunnarsdóttir listhönnuður flytur opinn fyrirlestur á vegum Myndlista- og handíðaskólans, miðvikudaginn 8. nóvember kl. 16.30- 17.30 í Barmahlíð, Skipholti 1 yngra, 4. hæð. Fyrirlesturinn nefnist Hvað er hönnun ? Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Kvennakórinn í Ráðhúsinu

VEGNA hörmunganna á Flateyri þann 26. nóvember síðastliðinn var tónleikum Kvennakórsins, sem áttu að vera í Ráðhúsi Reykjavíkur þann sama dag, frestað. Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Efnisskráin verður í léttari kantinum, íslensk og erlend sönglög, lög úr söngleikjum, gospel o.fl. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 134 orð

Leikfélag Mosfellssveitar æfir unglingaleikrit

LEIKFÉLAG Mosfellssveitar er að æfa tvö leikrit á sviði Bæjarleikhússins. "Ævintýri á harða disknum" er nýtt unglingaleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson en Valgeir Skagfjörð samdi tónlistina. Þetta er norrænt samstarfsverkefni sem skipulagt var af NAR, Nordiskt Amatörteaterrad. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 218 orð

Lögin úr leikhúsinu

FYRSTU tónleikar í tónleikaröð Kaffileikhússins, sem helguð er íslenskri leikhústónlist, verða miðvikudaginn 8. nóvember kl. 21. Þá mun Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld kynna leikhústónlist sína og félagar úr Caputhópnum flytja úrval hennar. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 105 orð

Nýjar bækur

SKORDÝRAÞJÓNUSTA Málfríðar er eftir Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar um persónur úr fyrri bókum Sigrúnar, Kugg og hina skrítnu vinkonu hans Málfríði. Segir af því hvað gerðist þegar Málfríði datt í hug að stofna eigið fyrirtæki. Skordýraþjónustuna. Í kynningu segir: "Sigrún Eldjárn er einn ástælasti barnabókahöfundur okkar. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 187 orð

Ný Julia Roberts?

SÖNDRU Bullock skaut fyrst upp á stjörnuhimininn með leik sínum í myndinni "Speed" á móti Keanu Reeves. Síðan lék hún einmana miðasölustúlku í myndinni "While You Were Sleeping", sem naut ekki minni vinsælda en "Speed". Í kjölfarið fékk hún aðalhlutverk í myndinni "The Net", sem ofsótt tölvufljóð. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 181 orð

Orð dagsins úr Biblíunni

ÚT er komin Orð dagsins úr Biblíunni, en í bókinni eru ritningargreinar fyrir hvern dag ársins. Ólafur Skúlason biskup valdi efnið og ritar inngangsorð. Þar segir hann meðal annars: "Þessi bók gefur gott tækifæri til þess að verja stuttri stund í að lesa og skoða vers úr Biblíunni, en hún hefur með réttu verið kölluð "Bók bókanna". Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 387 orð

Orðlist og tónlist

Kjöttromman, breiðskífa dúettsins Exems,sem skipaður er Þorra Jóhannssyni ogEinari Melax. Einar leikur á tölvur,hljómborð, blásturshljóðfæri og fiðlu. Þorri leggur til rödd og slagverk. Aðstoðarmenn eru ýmsir; á gítara leika Þór Eldon, K. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 117 orð

Orgeltónleikar Pavels Manásek

ORGELTÓNLEIKAR verða haldnir í Dómkirkjunni í dag, þriðjudag kl. 20.30. Pavel Manásek leikur verk eftir Petr Eben, A. Vivaldi, J.S. Bach og W.A. Mozart. Pavel Manásek er fæddur 1966 í Uherské hradiste í Tékklandi. Hann hóf tónlistarnám aðeins fimm ára gamall og lauk einleikaraprófi í orgelleik 1991 frá Tónlistarháskólanum í Prag. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Skartgripa- og fatahönnun

MARÍA Lovísa fatahönnuður og Lára gullsmiður sýndu hönnun sína í Gyllta sal Hótel Borgar síðastliðinn fimmtudag. Kynnir kvöldsins var Bryndís Schram og gestir, sem voru fjölmargir, skemmtu sér hið besta. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn og tók meðfylgjandi myndir. LÁRA OG María Lovísa voruánægðar meðsýningu sína. Meira
7. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 39 orð

Stolt móðir

MÓÐIR Bruce Willis, Marlene Willis, sést hér ásamt syni sínum eftir að hafa afhent honum Hjarta Hollywood, verðlaun fyrir áralangt starf í þágu kvikmyndaiðnaðarins. Eins og sjá má er Marlene stolt af Bruce og hann sömuleiðis af henni. Meira
7. nóvember 1995 | Tónlist | 535 orð

Stóð ég við Öxará

Flutt voru verk eftir Jón Nordal og Jórunni. Viðar Flytjendur Marteinn H. Friðriksson og Dómkórinn. Laugardagurinn 4. nóvember, 1995. TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar voru settir í fjórtánda sinni sl. laugardag með tónleikum, þar sem flutt voru verk eftir Jón Nordal og Jórunni Viðar. Meira
7. nóvember 1995 | Menningarlíf | 87 orð

Tónskóli Sigursveins heldur sinfóníutónleika

HLJÓMSVEIT Tónskóla Sigursveins heldur tónleika í Langholtskirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20. Í hljómsveitinni eru 56 tónlistarnemar á aldrinum 9­20 ára þ.ám. 11 nemendur úr Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn teflir fram fullskipaðri hljómsveit. Meira
7. nóvember 1995 | Leiklist | 537 orð

Ærsl og sprell í Kaffileikhúsinu

Eftir Eddu Björgvinsdóttur. Leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Harðarson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Förðun: Kristín Thors. Tæknistjóri: Ævar Gunnarsson. Meira

Umræðan

7. nóvember 1995 | Velvakandi | 424 orð

AÐ ER athyglisvert að fylgjast með því, hve mjög sérverz

AÐ ER athyglisvert að fylgjast með því, hve mjög sérverzlanir með osta blómstra þessa dagana. Hagkaup hefur nýlega opnað glæsilega sérverzlun með osta inni í stórverzlun fyrirtækisins í Kringlunni, Osta- og smjörsalan opnaði fyrir skömmu slíka búð á Skólavörðustíg og fram hefur komið hér í blaðinu, að sl. Meira
7. nóvember 1995 | Velvakandi | 531 orð

"Bók lífsins"

HVÍTASUNNUSÖFNUÐURINN gaf á dögunum út bókarkorn sem ber yfirskriftina "Bók lífsins" og dreifði í grunnskóla landsins, að mig minnir. Texti bókarinnar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Einkum þessi ritningarstaður: "En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Meira
7. nóvember 1995 | Velvakandi | 75 orð

Einstök bók INGIBJÖRG hringdi og sagðist verða að láta ánæg

INGIBJÖRG hringdi og sagðist verða að láta ánægju sína í ljós með bók sem hún fékk í afmælisgjöf. Þetta er bókin María, samtalsbók Ingólfs Margeirssonar við Maríu Guðmundsdóttur ljósmyndara og fyrrum fyrirsætu. Saga þessarar konu er einstök og texti Ingólfs alveg lystilega skrifaður. Tapað/fundið Hattur tapaðist GRÁBRÚNN pelshattur tapaðist í Garðastræti sl. Meira
7. nóvember 1995 | Velvakandi | 184 orð

Frábær ferð í þjóðgarðinn í Skaftafelli

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ bauð upp á Landvarðanámskeið í októbermánuði en síðasta námskeið var haldið 1991. Um 40 manns sóttu námskeiðið, þar af 11 nemendur Umhverfisbrautar Garðyrkjuskóla ríkisins. Fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar voru haldnir í húsnæði Lögregluskólans í Reykjavík og farið í nokkrar vettvangsferðir. Námskeiðið endaði í Þjóðgarðinum í Skaftafelli dagana 26.­29. október. Meira
7. nóvember 1995 | Velvakandi | 190 orð

Ísland og seinni heimsstyrjöldin

STOFNAÐ hefur verið, í Reykjavík, félag áhugamanna um verndun muna og minja tengdum hersetu Bandamanna á Íslandi árin 1940­ 1945. Félagið hyggst reyna að ná til áhugamanna á þessu sviði með það fyrir augum að fá upplýsingar um hluti, sem tengjast þessu sögulega tímabili, og kunna að vera í þeirra eigu. Meira
7. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1130 orð

Íslandsher Hannesar Jónssonar

HANNES Jónsson ritar grein í Morgunblaðið 19. þ.m. undir fyrirsögninni Íslandsher Björns Bjarnasonar. Vægast sagt vakti þessi grein undrun mína og tel jákvætt að lesendur Morgunblaðsins fái að sjá aðrar útskýringar á umræddu máli. Grein Hannesar hefst á tilvitnun í ræðu dr. Gunnars G. Meira
7. nóvember 1995 | Velvakandi | 192 orð

Ráðgátur

ÉG VAR að horfa á þáttinn Ráðgátur í Sjónvarpinu. Í byrjun þáttarins var varað við því að í honum væru óhugnanlegar myndir sem gætu vakið ótta hjá börnum, og það var orð að sönnu. Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð í blaðinu kvörtun frá móður yfir því að þessi þáttur væri hafður á undan Roseanne sem er skemmtiþáttur sem er við hæfi að börn horfi á. Meira
7. nóvember 1995 | Aðsent efni | 953 orð

Rekstrarvandi Ríkisútvarpsins

SKÝRSLA Ríkisendurskoðunar um Ríkisútvarpið sem barst í síðustu viku hefur vakið mikla athygli og ekki að ástæðulausu. Skýrslan er á annað hundrað blaðsíður (105 bls.) og það er nánast sama hvar niður er borið, allstaðar rekst maður á gagnrýni og tillögur um það sem betur mætti fara. Meira
7. nóvember 1995 | Velvakandi | 404 orð

Svalbarði ­ Spitzbergen

SVALBARÐI var numinn fyrst árið 1596 af landkönnuði (Barents) sem leitaði að leið til Indlands. En fataðist fótur í því efni og sneri leiður í hug heim. Er þangað kom urðu spurningarnar margar, svo eitthvað varð blessaður maðurinn að segja, og þar sem skömmin í hattinum var stór sparaði hann ekki lýsingar á því lífi sem lifði á og í kringum eyju þessa. Meira
7. nóvember 1995 | Aðsent efni | 707 orð

Um kandidata Háskólans

Í MORGUNBLAÐINU 2. nóv. s.l. fann Óttar Guðjónsson, kandidat frá Háskóla Íslands, að orðum mínum í ræðu við brautskráningu 28. okt. s.l. og taldi að þar hefði ég tekið þá afstöðu, að læknisfræði og raungreinar væru erfiðari en aðrar greinar í Háskólanum, þeir sem þaðan útskrifuðust væru betri námsmenn en aðrir, Meira

Minningargreinar

7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 664 orð

Ásta Björnsdóttir

Mig langar með nokkrum orðum, að kveðja vinkonu mína, Ástu Björnsdóttur Blöndal frá Hvammstanga,sem búsett var á Ísafirði. Ég held þó svo að hún hafi búið hér á Ísafirði í tugi ára, var norður alltaf heim í huga hennar, en þar voru ræturnar, æskuminningar um yndislega foreldra og systkini, og átti hún dóttur, Rósu, búsetta þar, svo og systur. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 138 orð

ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR

ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR Þorbjörg Ásta Björnsdóttir Blöndal fæddist á Hvammstanga 24. apríl 1913. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Pétursson Blöndal f. 21.4. 1888, d. 15.4. 1966, og Rósbjörg Guðný Þorgrímsdóttir, f. 29.5. 1886, d. 2.9. 1961. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 489 orð

Einar S. Erlendsson

Það var árið 1967 sem ég kom fyrst inn á heimili Einars og Ingu á Háaleitisbrautinni, eða afa og ömmu á "Háó" eins og barnabörnin kalla þau. Þar mætti mér hlýtt viðmót, notalegt heimili, fullt af börnum og var ég boðin hjartanlega velkomin í hópinn frá fyrstu stundu. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 494 orð

Einar S. Erlendsson

Okkur systkinin langar til að minnast hans afa okkar í örfáum orðum, eins og hann verður alltaf í okkar huga. Ein fyrsta myndin sem kemur upp í huga okkar er af honum afa í sumarbústaðnum í Svignaskarði. Hann afi naut þess vel að vera í fríi í sveitasælunni, en það er ekki þar með sagt að hann hafi setið aðgerðarlaus enda var hægt að hafa nóg fyrir stafni. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 184 orð

Einar S. Erlendsson

Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar og mágs, og þakka fyrir margar góðar stundir með þeim Einari og Ingibjörgu. Andlát Einars kom ekki á óvart en engu að síður streyma minningarnar að með meiri söknuði en við áttum kannski von á. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 305 orð

EINAR S. ERLENDSSON

EINAR S. ERLENDSSON Einar S. Erlendsson fæddist 22. október 1915 að Giljum í Hvolhreppi, en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lést 26. október síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Á sínum yngri árum stundaði Einar sjómennsku, en vann verslunarstörf hjá Ræsi hf. 1942­1962 og var leigubílstjóri hjá Bæjarleiðum 1955­1989. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 764 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Hugurinn hvarflar aftur til ársins 1972. Lítil, grannvaxin, ljóshærð og glaðvær stúlka í gulu hekluðu vesti var flutt í Laugarneshverfið. Á þessum tíma hófust kynni okkar og órjúfanleg vinátta sem varað hefur fram á þennan dag auk þess sem grunnur var lagður að "saumaklúbbnum". Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 327 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Skelfilegar fréttir bárust vestan af Flateyri að morgni 26. októbers síðastliðins. Snjóflóð hafði fallið á þorpið og fjölda manns var saknað. Sem gamall Vestfirðingur þekki ég aðstæður, fann til með fólkinu í þess hörmungum og jafnframt setti að mér vissan kvíða, minnugur þess að Svanhildur frænka mín bjó þarna ásamt fjölskyldu sinni. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 859 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Síminn hjá okkur hringdi klukkan rúmlega 7 þ. 26. okt. sl. og spurt var hvort við hefðum heyrt fréttirnar um snjóflóðið á Flateyri. Þarna höfðu gerst hörmulegir atburðir og brátt kom í ljós að Svanhildur bróðurdóttir mín og fjölskylda hennar voru á meðal þeirra sem saknað var og síðar um daginn kom áfallið, fjögur höfðu fundist, öll látin, en yngsta barnið var ófundið. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 260 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, sem samt ég verð að segja, að sumarið það líður alltof fljótt. (Vilhj.Vilhj. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 291 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Snemma á fimmtudagsmorguninn vorum við vakin upp með þeim skelfilegu tíðindum að snjóflóð hefði fallið á Flateyri. Fjöldi vina og kunningja lést, þar á meðal okkar kæru vinir Halli og Svanhildur og börn þeirra Halli Jón, Ástrós og Rebekka Rut. Margs er að minnast er við hugsum til þeirra stunda sem við áttum með fjölskyldunni að Hjallavegi 10. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10

Flateyringar vöknuðu upp við það hinn 26. október að snjóflóð hafði fallið niður í miðja byggðina og hrifsað hjartað úr þorpinu. Í flóðinu mikla fórst margt fólk og þar á meðal okkar besta vinafjölskylda þau Halli, Svanhildur og fallegu börnin þeirra þrjú. Þegar náttúruöflin sýna sig í sinni trylltustu mynd verðum við mennirnir lítils megnugir og töluð orð sýnast léttvæg. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 322 orð

FJÖLSKYLDAN HJALLAVEGI 10

FJÖLSKYLDAN HJALLAVEGI 10 Haraldur Eggertsson fæddist á Flateyri 18. janúar 1965. Kona hans, Svanhildur Hlöðversdóttir húsmóðir, fæddist í Reykjavík 23. mars 1965. Börn þeirra voru Haraldur Jón, f. í Reykjavík 4. júní 1991, Ástrós Birna, f. í Reykjavík 21. október 1992, og Rebekka Rut, f. á Ísafirði 27. júní 1994. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 83 orð

Fjölskyldan Hjallavegi 10 Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær, því að

Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær, því að margar standa vörður þær, sen einhver okkur hlóð, uppi um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 553 orð

Svanhildur Þóroddsdóttir

Svanhildur Þóroddsdóttir er látin, eftir margra ára sjúkdómsfjötra. Nú er hún laus úr þeim fjötrum og er það svo sannarlega besta lausnin fyrir hana. Samt sem áður hrökk ég við, er ég heyrði lát hennar, því að það er eins og maður sé aldrei viðbúinn dauðanum. Ég læt hugann reika og minningarnar um Svönu, eins og hún var oftast kölluð, hrannast upp og leiða mig mörg, mörg ár aftur í tímann. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 211 orð

Svanhildur Þóroddsdóttir

Ég átti því láni að fagna að kynnast Svanhildi móðursystur minni þegar ég var um sjö ára. Hún var glaðsinna, söngelsk og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom og hélst það langt fram eftir ævinni. Það var oftast svo að þegar fjölskyldan kom saman þá dreif Svana frænka af stað söng og dans til upplyftingar öllum. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 660 orð

Svanhildur Þóroddsdóttir

Þann 26. október síðastliðinn barst mér sú harmafregn að látin væri mín uppáhaldsfrænka, Svanhildur Þóroddsdóttir. Minningarnar streyma fram. Móðir mín heitin, Helga Þóroddsdóttir, var elst af stórum systkinahópi, en Svana frænka var yngst, fædd 14. nóvember 1926, og hefði því orðið 70 ára þann 14. nóv. 1996. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 336 orð

Svanhildur Þóroddsdóttir

Nú er veturinn genginn í garð með myrkri og kulda. Birta og ylur sumarsins hefur kvatt okkur um stund og með því kveðjum við kæra móðursystur okkar, Svönu, sem líkt og sumarið veitti ríkulega af birtu og yl. Frænka var einstaklega glæsileg kona. Hún var alltaf vel til höfð og hafði yndi af að hafa fallega hluti í kringum sig. Það má segja um hana að hún hafi verið bæði létt á fæti og létt í lund. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 424 orð

Svanhildur Þóroddsdóttir

Hún Svana frænka mín er dáin. Þótt hún hafi verið búin að vera veik í mörg ár, kom lát hennar mér samt á óvart, en nú er hún laus við þjáninguna og hinn sjúka líkama sem var búinn að vera henni svo lengi fjötur um fót. Svana var glæsileg kona, dansaði vel og var einstaklega listfeng í tertuskreytingum og öðrum skreytingum. Meira
7. nóvember 1995 | Minningargreinar | 386 orð

SVANHILDUR ÞÓRODDSDÓTTIR

SVANHILDUR ÞÓRODDSDÓTTIR Svanhildur Þóroddsdóttir fæddist 14. nóvember 1925 að Vallholti, Glæsibæjarhreppi. Hún lést fimmtudaginn 26. okt. sl. á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Foreldrar hennar voru: Þóroddur Magnússon, bóndi á Einhamri í Hörgárdal, f. 29.6. 1885 að Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal, d. 3.1. Meira

Viðskipti

7. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Ayling æðsti yfirmaður BA

ROBERT AYLING hefur verið skipaður æðsti stjórnandi British Airways frá janúar næstkomandi í stað Sir Colins Marshalls. Marshall verður 62 ára síðar í þessum mánuði og hefur gegnt núverandi starfi síðan 1983. Hann hyggst einbeita sér að stöðu varaforseta brezka vinnuveitendasambandsins (CBI), en verður áfram í nánum tengslum við BA. Marshall verður forseti CBI á næsta ári. Meira
7. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 220 orð

British Airways með methagnað

BRITISH AIRWAYS hefur skýrt frá sex mánaða methagnaði og telur að framhald verði á mikilli eftirspurn og góðri sætanýtingu. Hagnaðurinn jókst um 23% á sex mánuðum til septemberloka í 430 milljónir punda miðað við 349 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Greiddur verður 3,85 pensa arður á hlutabréf. Meira
7. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Dráttarvextir verði gefnir frjálsir

LAGT er til að dráttarvextir verði gefnir frjálsir í frumvarpi til nýrra vaxtalaga sem nú er til athugunar hjá viðskiptaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að dráttarvextir verði samningsatriði en horfið verði frá því fyrirkomulagi að Seðlabankinn ákveði alla dráttarvexti í landinu. Hins vegar muni Seðlabankinn áfram birta dráttarvexti sem hægt verði að vísa til í lánasamningum, skv. Meira
7. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 666 orð

Hraða þarf breytingu á rekstrarformi P&S

FJÁRHAGSLEGUR styrkur Pósts og síma og umsvif stofnunarinnar í sölu notendabúnaðar skapar samkeppnissviði hennar yfirburðastöðu á markaði fyrir fjarskiptabúnað. Þetta kemur fram í nýju áliti Samkeppnisráðs sem sent hefur verið til samgönguráðuneytisins. Meira
7. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 157 orð

United Airlines ákveður boð í USAir

UAL Corp., móðurfyrirtæki United Airlines, ákveður í næstu viku hvort það skuli kaupa USAir Group Inc. og ef sú verður niðurstaðan getur það leitt til samruna fleiri flugfélaga. Ákvörðunin verður tekin á grundvelli bráðabirgðakönnunar, sem búizt er við að verði lokið eftir nokkra daga, og niðurstaðan getur orðið samruni eða víðtæk samvinna. Meira
7. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Verkefnavísar til aukins aðhalds í ríkisrekstri

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nú gefið út verkefnavísa í fyrsta sinn og er ætlunin með þessari útgáfu að gefa betra yfirlit yfir hagkvæmni og skilvirkni í rekstri opinberra stofnanna. Í bókinni er að finna ýmsar tölur úr rekstri ríkisstofnana sem skipt hefur verið niður á einstök verkefni. Meira

Fastir þættir

7. nóvember 1995 | Dagbók | 2783 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 3.-9. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102b, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
7. nóvember 1995 | Dagbók | 141 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Hveragerðiskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Margrét Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Ingimarsson. Heimili þeirra er á Arnarheiði 8, Hveragerði. Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. Meira
7. nóvember 1995 | Dagbók | 148 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Seltjarnarneskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Berglind Helgadóttir og Jónas Friðbertsson.Heimili þeirra er í Akraseli 8, Reykjavík. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Meira
7. nóvember 1995 | Dagbók | 84 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Áskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Hrund Traustadóttir ogRagnar Jónsson. Heimili þeirra er í Krummahólum 10, Reykjavík. Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Meira
7. nóvember 1995 | Dagbók | 557 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gærkvöldi voru væntanlegir til hafnar Erik BA, Kan BA og færeyingurinn Sæviking. Ocean Troler fór í gærkvöld.Stapafellið kom í gærkvöld og fór í nótt.Múlafoss er væntanlegur í dag og Reykjafossfer út. Meira
7. nóvember 1995 | Fastir þættir | 273 orð

Stefán Guðjohnnsen og Guðmundur Pétursson meistarar

Fimmtán pör í eldri flokki en sautján í þeim yngri. 4.-5. nóvember.Aðgangur ókeypis. STEFÁN Guðjohnsen og Guðmundur Pétursson sigruðu sannfærandi í Íslandsmóti (h)eldri spilara, hlutu 121 stig yfir meðalskor, en mótið fór fram um helgina. Stefán og Guðmundur, sem báðir eru þekktir fyrir skrif sín um brids, tóku forystuna í 10. Meira
7. nóvember 1995 | Dagbók | 222 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt suðvestur af landinu er 992 mb lægð sem þokast vestur. Önnur lægð djúp og vaxandi fyrir vestan Hvarf á austurleið. Minnkandi 1.026 mb hæð norðaustur af landinu. Meira
7. nóvember 1995 | Fastir þættir | 485 orð

Zia og Peter Weischel unnu yfirburðasigur Jón og Sævar náðu sér aldrei á strik

16 para boðsmót 2.-5. nóvember ZIA Mahmood og Peter Weischel unnu yfirburðasigur á Politiken Cup sem lauk í Kaupmannahöfn á sunnudagskvöld. Þeir tóku forustuna strax í upphafi og juku hana jafnt og þétt til loka. Ítölsku Evrópumeistararnir í sveitakeppni, Andrea Buratti og Massimo Lanzarotti, urðu í 2. sæti og Kanadamennirnir Fred Gitelman og George Mittelman urðu í 3. Meira

Íþróttir

7. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA SNÆFELL 5 4 0 1 471 371 8´IS 4 4 0 0 303 264 8KF´I 4 3 0 1 379 321 6Þ´OR Þ. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 5 5 0 0 397 235 10UMFG 5 4 0 1 359 264 8KR 5 4 0 1 371 281 8KEFLAV´IK 5 4 0 1 361 271 8UMFN 5 3 0 2 292 294 6´IR 5 2 0 3 328 3 Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA HAUKAR 7 5 0 2 183 123 10STJARNAN 5 5 0 0 130 73 10FRAM 4 3 1 0 87 66 7KR 5 3 0 2 121 107 6´IBV 5 3 0 2 109 99 6FH 5 3 0 2 98 111 6 Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. deild kvenna UMFG - ÍS82:50 Gangur leiksins:

1. deild kvenna UMFG - ÍS82:50 Gangur leiksins: 2:0, 13:10, 15:12, 34:12, 39:20, 48:25, 54:25, 64:34, 70:34, 77:46, 82:50. Stig UMFG: Penny Peppas 36, Sólveig Gunnlaugsdóttir 18, Stefanía Ásmundsdóttir 8, Júlíana Jörgensen 5, Stefanía Jónsdóttir 4, Hafdís Hafberg 4, Aníta Sveinsdóttir 4, Krisjana Jónsdóttir 3. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA HK 5 5 0 0 165 92 10FRAM 5 4 0 1 144 102 8FYLKIR 5 4 0 1 143 111 8Þ´OR 5 4 0 1 143 115 8BREIÐABLIK 6 3 0 3 153 152 6´IH 5 2 0 3 95 112 4 Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 77 orð

Aftur tap hjá Metz

LEIKMENN Metz, sem höfðu verið á mikilli sigurbraut, máttu þola sitt annað tap í röð þegar þeir léku gegn Bastia á Korsíku og þar með misstu þeir af efsta sætinu í frönsku 1. deildinni til París St. Germain, sem stöðvaði sigurgöngu Metz á dögunum. Það var Anton Drobnjak, markahæsti leikmaðurinn í Frakklandi, sem skoraði sigurmark Bastia þegar tvær mín. voru til leiksloka. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐILL

A-RIÐILL HAUKAR 11 9 0 2 947 789 18KEFLAV´IK 11 9 0 2 035 885 18UMFN 11 8 0 3 987 864 16TINDAST´OLL 11 8 0 3 856 824 16´IR 11 6 0 5 916 875 12BREIÐABLIK 11 2 0 Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 422 orð

ARNAR Gunnlaugsson

ARNAR Gunnlaugsson lék með Sochaux í fyrsta skipti um helgina, er liðið sigraði Lorient 3:0 í frönsku 2. deildinni. Hann skoraði ekki. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 84 orð

Atletico Madrid heldur sínu striki

ATLETICO Madrid heldur sínu striki á Spáni - lagði Real Zaragoza að velli, 0:1, í miklum baráttuleik í Zaragoza. Diego Simeone skoraði markið. Heimamenn gerðu oft harða hríð að marki Atletico, en markvörðurinn Jose Molina sá til þess að þeir skoruðu ekki. Rúmeninn Gheorghe Popescu skoraði tvö mörk fyrir Barcelona, sem vann Salamanca, 4:1. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 426 orð

Atli ráðinn þjálfari ungmennalandsliðsins

Atli Eðvaldsson tekur við stjórn ungmennalandsliðsins (leikmanna tuttugu og eins árs og yngri) eftir Evrópuleikinn gegn Ungverjum ytra á föstudag. Samningur hans við KSÍ gildir til loka keppnistímabilsins 1997. Miklar breytingar hafa verið gerðar á stjórn liðsins undanfarin ár. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 396 orð

Bayern tapaði

Leikmenn Frankfurt gerðu sér lítið fyrir og skutu Bæjara af toppnum með stórsigri í Frankfurt, 4:1, og það nýttu leikmenn meistaraliðs Dortmund sér - lögðu D¨usseldorf að velli, 3:0, og hafa hreiðrað um sig í efsta sæti, sem þeir voru í nær allt síðastliðið keppnistímabil. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 285 orð

Bikarmót KRAFT

Haldið í Garðaskóla á laugardag. Fyrst er getið árangurs í hnébeygju, þá bekkpressu, réttstöðulyftu og loks kemur samanlagður árangur. Kvennaflokkursamtals kgBryndís Ólafsdóttir95 - 55 - 115 265Karlar, 67,5 kg Jóhannes Eiríksson225 - 130 - 230 585 82,5 kg flokkur Egill Valsson155 - 80 - 162,5 397, Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 314 orð

Blikar burstaðir í Borgarnesi Blikar og

Blikar burstaðir í Borgarnesi Blikar og Birgir Mikaelsson, fyrrum þjálfari og leikmaður Skallagríms, náðu sér alls ekki á strik í Borgarnesi á sunnudaginn og unnu liðsmenn Skallagríms því næsta auðveldan sigur á slöku liði Breiðabliks. Lokatölur urðu 96:67 en heimamenn voru mest 34 stigum yfir um miðjan seinni hálfleikinn. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 44 orð

B-RIÐILL

B-RIÐILL UMFG 11 7 0 4 027 873 14KR 11 6 0 5 935 933 12SKALLAGR. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 1095 orð

England

Arsenal - Man. Utd. 1:0 Chelsea - Sheff. Wed. 0:0 Coventry - Tottenham 2:3 Man. City - Bolton 1:0 Middlesbrough - Leeds 1:1 Newcastle - Liverpool 2:1 Southampton - QPR 2:0 West Ham - Aston Villa 1:4 Sunnudagur: Everton - Blackburn1:0 Graham Stuart (23.). 30.097. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 209 orð

Enn einn stórleikur Teits

Njarðvík sigraði máttlitla Akurnesinga auðveldlega 117:91 í leik liðanna á Skipaskaga, í hálfleik var staðan 42:50 fyrir gestina. Njarðvík byrjaði vel og keyrði upp hraðann í leiknum og náði fljótlega 10 stiga forystu. Um miðbik fyrri hálfleiks náðu heimamenn góðum kafla og minnkuðu muninn í þrjú stig, 32:35, en þá skiptu gestirnir um gír og juku forystuna á ný. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

Frábær skemmtun

BIKARMEISTARAR Grindvíkinga sáu fjölmörgum áhorfendum fyrir frábærri skemmtun þegar þeir lögðu Tindastólsmenn að velli 97:68 í leik liðanna í Grindavík á sunnudagskvöld. Norðanmenn fara því enn einn ganginn norður án sigurs frá Grindavík en þeir hafa aldrei náð að sigra í Grindavík. Það var gaman að þessum leik. Liðið hjá okkur er að ná betur saman og spilar góða vörn. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 105 orð

Haustmót JSÍ

Keppi 21 árs og yngri. Mótið fór fram í Austurbergi á laugardaginn. Úrslit: -60 kg Höskuldur Einarsson, Ármanni Andri Júlíusson, Ármanni Funi Sigurðsson, Ármanni -71 kg Vignir G. Stefánsson, Ármanni Sævar Sigursteinsson, KA Bjarni Skúlason, Selfossi Jónas Jónasson, KA -78 kg Eiríkur I. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 625 orð

Hvers vegna fór KópavogsbúinnAUÐUNN JÓNSSONað æfa kraftlyftingar 12 ára? Villtist inn til að skoða hina

AUÐUNN Jónsson er 23 ára. Á bikarmóti Kraftlyftingasambandsins um helgina lyfti hann meiri þyngd samanlagt en heimsmetið er í unglingaflokki, þar sem hann keppir enn, en fær árangurinn ekki staðfestan sem heimsmet, þar sem alþjóðlegir dómarar voru ekki viðstaddir, en Íslendingar eiga engan slíkan. Auðunn er trúlofaður Ragnheiði Eddu Viðarsdóttur og þau eiga árs gamla dóttur, Ragnheiði Emilíu. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 130 orð

Íslandsmótið

1. deild karla KA - Þróttur N3:1 KA - Þróttur N.1:3 (15:10, 7:15, 9:15, 2:15) ÍS - HK3:0 (16:14, 15:10, 15:5) Stjarnan - Þróttur R. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 462 orð

ÍSLENDINGARNIR

ÍSLENDINGARNIR bjuggu í æfingamiðstöð rússneskra landsliða í Novakosk sem er rétt utan við Moskvu. Sovéski herinn var með þessa íþróttamiðstöð á sínum tíma og undirbjó þar landslið sín fyrir stórmót. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 275 orð

Johansson gegn Havelange LENNART Johansson, fors

LENNART Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Johansson hefur lengi verið að hugsa um þetta en sagði við þýska tímaritið Kicker í gær að hann væri ákveðinn í að bjóða sig fram á móti Brasilíumanninum Joao Havelange sem hefur verið við stjórnvölin hjá FIFA síðan 1974. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 127 orð

KNATTSPYRNAHelgi aftur í

Hörður Helgason, þjálfari ungmennalandsliðsins, hefur kallað á þrjá leikmenn, sem leika með erlendum liðum, til liðs við sig fyrir leik gegn Ungverjum á Ferencvaros-leikvellinum í Búdapest á föstudaginn. Það eru þeir Helgi Sigurðsson og Sigurvin Ólafsson, sem leika með Stuttgart, og Eiður Smári Guðjohnsen, Eindhoven. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 96 orð

KRAFTLYFTINGARHeimsmet ekki

AUÐUNN Jónsson úr Kópavogi lyfti 930 kílóum samanlagt á bikarmóti KRAFT um helgina, en hann keppir í 110 kg flokki. Auðunn er 23 ára og enn í unglingaflokki. Árangur hans um helgina er 20 kg yfir heimsmeti unglinga í þyngdarflokknum, en hann fær heimsmet þó ekki staðfest þar sem engir alþjóðlegir dómarar voru á mótinu. Auðunn átti best 902,5 kg í samanlögðu fyrir mótið. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 151 orð

Landsmót

LANDSMÓT Skotsambands Íslands í skotfimi innanhúss, hið annað í röðinni á þessu keppnistímabili, var haldið í Digranesi í Kópavogi 4. og 5. nóvember. Skotfélag Kópavogs sá um keppnina og keppendur voru frá fjórum félögum. Fyrri daginn var keppt í staðlaðri skammbyssu og loftskammbyssu en síðari daginn í riffilskotfimi og frjálsri skammbyssu. Mótstjórar voru Björn E. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 277 orð

Langþráður sigur Þórsara

ÞÓRSARAR unnu langþráðan sigur, þegar þeir lögðu ÍR að velli á Akureyri um helgina, 80:75. "Menn gáfu sig alla í leikinn og það gerði útslagið", sagði Jón Guðmundsson þjálfari Þórs að leik loknum. "Í undanförnum leikjum hefur vantað að menn væru með 100% allan leikinn en það kom í kvöld og það skóp sigur okkar, en liðsheildin var mjög góð. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 694 orð

Lavrov skellti í lás í Moskvu

RÚSSAR, með markvörðinn Andrej Lavrov í broddi fylkingar, burstuðu Íslendinga með átta marka mun, 22:14, í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Moskvu á sunnudaginn. Þessi úrslit þýða að nú verða Íslendingar að treysta á að Rússar vinni Rúmena í báðum leikjunum ef þeir ætla að eiga von um að komast í úrslitakeppnina á Spáni næsta sumar. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 108 orð

Le Havre hefur áhuga á Þorvaldi

FRANSKA 1. deildarliðið Le Havre hefur sýnt Þorvaldi Örlygssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu hjá Stoke City í Englandi, áhuga um nokkurt skeið. Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardag hefur enska 2. deildarliðið Blackpool einnig haft áhuga á að kaupa hann en Þorvaldur hefur sem kunnugt er ekki leikið með aðalliði Stoke síðustu vikurnar. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 429 orð

Leikur alltaf til sigurs

MAXIMOV þjálfari var ánægður með sigurinn. Hann sagðist vera sérstaklega ánægður með ungu leikmennina Torgovanov og Serikov, sem var að spila sinn fyrsta landsleik. Hann sagði að varnarleikurinn hafi verið það sem réð úrslitum auk þess sem Lavrov varði vel. "Vörnin var mun betri hjá okkur í þessum leik en í fyrri leiknum á Íslandi. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 104 orð

McCoist skoraði tvö

ALLY McCoist skoraði bæði mörk Glasgow Rangers, sem lagði Falkirk að velli, 2:0, í skosku úrvalsdeildinni. Paul Gascoigne lék ekki með Rangers vegna meiðsla. Walter Smith, framkvæmdastjóri Rangers, sagði að sigurinn hafi verið sætur, eftir slæman leik gegn Juventus í vikunni. Loksins bikar eftir 111 ár Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 59 orð

NBA-deildin

Laugardagur: Atlanta - Orlando 124:91 Charlotte - Philadelphia 119:108 Indiana - Toronto 97:89 Miami - Cleveland 85:71 Washington - Detroit 100:89 Chicago - Boston 107:85 Dallas - Golden State 99:84 Milwaukee - New York Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 424 orð

Newcastle hafði heppnina með sér

NEWCASTLE hafði heldur betur heppnina með sér á St. James' Park, þar sem liðið náði að tryggja sér sigur, 2:1, gegn Liverpool með marki Steve Watson á 89. mín. Newcastle hefur náð fimm stiga forskoti á Manchester United, sem varð að sætta sig við tap, 1:0, gegn Arsenal á Highbury, þar sem Hollendingurinn Dennis Bergkamp skoraði sigurmark Arsenal, sem vann sinn fyrsta sigur á United í fimm ár. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 128 orð

NFL-deildin

Atlanta - Detroit34:22 Cincinnati - Oakland17:20 Cleveland - Houston10:37 Kansas - Washington24:3 Minnesota - Green Bay27:24 New Orleans - St Louis19:10 Ny Jets - New England7:20 Chidago - Pittsburgh34:37 Eftir framlengingu. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 169 orð

NHL-deildin

Laugardagur: Detroit - Dallas5:1 NY Islanders - Washington2:3 Pittsburgh - Philadelphia7:4 Edmonton - Toronto3:3 Montreal - boston4:1 Ottawa - Hartford4:5 Los Angeles - New Jersey2:4 San Jose - St Louis7:3 Calgary - Vancouver4:4 Sunnudagur: Florida - Tampa Bay4:1 Buffalo - Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 815 orð

Næsta skref er að taka sóknarleikinn föstum tökum

ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari í handknattleik var ekki ánægður með átta marka tap gegn Rússum í Moskvu á sunnudaginn. "Fyrri hálfleikurinn var í jafnvægi lengst af þó þeir hafi oftar haft yfirhöndina. Sóknarleikurinn hjá okkur í síðari hálfleik var einfaldlega mjög slakur. Eftir að Lavrov fór að verja í síðari hálfleik urðu aðalskyttur okkar ragar og náðu ekki að skjóta af fullum krafti. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 133 orð

Opið stigamót

Opið skvassmót var haldið um helgina í Veggsporti við Gullinbrú. Þátttaka var mjög góð eins og vanalega í punktamótum en þetta mót gaf stig til Íslandsmeistara. Mótið var haldið af Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, skvassdeild. Meistaraflokkur karla 1. Kim Magnús Nielsen 2. Arnar Arinbjarnar 3. Gunnar Guðjónsson A flokkur karla 1. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 360 orð

Óskabyrjun AC Milan

AC Milan fékk óskabyrjun gegn Giovanni Trapattoni og lærisveinum hans hjá Cagliari í ítölsku 1. deildinni um helgina. Mörk frá Paolo Di Canio og Gianluigi Lentini, sem komu inn í liðið fyrir George Weah og Roberto Baggio, sem voru meiddir, komu liðinu í 2:0 eftir aðeins fimmtán mín. og þegar upp var staðið hafði Milan sigur 3:2 á heimavelli sínum, San Siro. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 264 orð

Óvæntur sigur Stúdenta á HK

STÚDENTAR mættu galvaskir til leiksins gegn HK í íþróttahúsi Hagaskólans og skelltu gestunum, 3:0, á sunnudagskvöldið, í 1. deild karla í blaki. Stjarnan vann Þrótt R. 3:2 í sveiflukenndum leik í Ásgarði á laugardaginn. Þróttur N. sótti KA heim á Akureyri og liðin sættust á jafnan hlut. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 158 orð

Rússland - Ísland22:14

CSKA-íþróttahöllin í Moskvu, Evrópukeppni landsliða, sunnudaginn 5. október 1995. Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 5:4, 6:5, 8:7, 9:7, 10:8, 11:9, 12:9, 13:9, 14:11, 17:11, 17:12, 19:12, 19:13, 21:13, 21:14, 22:14. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 176 orð

Schuster ekki velkominn hjá Leverkusen

"SVO lengi sem ég er þjálfari hér, mun Bernd Schuster ekki æfa og leika með liðinu," sagði Erich Ribbeck, þjálfari Bayer Leverkusen, en hann setti Schuster út úr liðinu fyrir leik gegn Hamburger á föstudaginn. Fyrir leikinn kusu leikmenn um það hver ætti að vera fyrirliði liðsins - Schuster, sem hefur verið fyrirliði, fékk ekkert atkvæði, en Rudi Völler þrettán. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 432 orð

SIÐAREGLUR »HSÍ verður að vekjaathygli Evrópusam-bandsins á stöðunni

Siðalögmál Íþróttanefndar Evrópuráðsins frá 1993 á brýnt erindi til allra innan íþróttahreyfingarinnar. Þar kemur fram að "siðalögmálið er heilbrigður grundvöllur til að byggja á baráttu gegn neikvæðum þrýstingi í nútíma þjóðfélagi, sem virðist vera að grafa undan hefðbundnum undirstöðum íþróttaanda. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 72 orð

Sigurganga Ajax stöðvuð

EINDHOVEN stöðvaði sigurgöngu Ajax í Hollandi, með því að ná jafntefli, 1:1, á Ólympíuleikvanginum í Amsterdam. Ajax hafði unnið tólf leiki í röð fyrir leikinn. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði á undan fyrir Eindhoven á 32. mín., en þremur mín. seinna var Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu búinn að svara fyrir Ajax. 45 þús. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 314 orð

Sjöundi sigur Keflvíkinga í röð

Keflvíkingar unnu KR-inga 88:73 á Seltjarnarnesinu á sunnudaginn í 11. umferð úrvalsdeildarinnar og var þetta sjöundi sigur Suðurnesjaliðsins í röð og virðast Keflvíkingar komnir á góða siglingu. Leikurinn lofaði góðu í upphafi, var nokkuð hraður og skemmtilegur og leikmenn hittu ágætlega. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 92 orð

S-L mót í Florida

Kylfingar sem eru með Samvinnuferðum- Landsýn í Florida í Bandaríkjunum hafa haldið þrjú golfmót undanfarna daga. Helstu úrslit. Sprengjumót á Riverclup Konur: Fríða D. Jóhannsdóttir, GV64 Kristín Zoega, GR70 María Magnúsdóttir, GR71 Karlar: Ólafur Á. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 676 orð

Valur - Haukar75:94

Íþróttahúsið að Hlíðarenda, úrvalsdeildin í körfuknattleik - 11. umferð - sunnudaginn 5. nóvember 1995. Gangur leiksins: 0:5, 3:9, 10:11, 12:18, 17:18, 21:28, 30:30, 34:33, 37:41, 37:47, 45:50, 48:52, 52:62, 56:72, 60:81, 63:86, 73:88, 75:94. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 596 orð

Vancouver vann tvívegis

NÝLIÐARNIR í NBA deildinni, Vancouver Grizzlies, komu öllum á óvart fyrstu helgina sem keppt er í NBA með því að sigra í báðum leikjum sínum, lögðu Minnesota á sunnudaginn. Fimm önnur lið sigruðu í báðum leikjum sínum um helgina. Það kemur einnig verulega á óvart að Phoenix tapaði báðum leikjum sínum, fyrst fyrir Clippers og síðan fyrir Houston 106:104. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 294 orð

Öruggur

HAUKAR sigruðu Valsmenn örugglega á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið, með nítján stiga mun, 75:94. Bandaríkjamaðurinn Ronald Bayless lék sinn fyrsta leik með Val og komst þokkalega frá honum, gerði 27 stig en virkaði fremur þungur og þreyttur. Haukar voru óöruggir í sókninni lengst af í fyrri hálfleik, hittu frekar illa og gekk því erfiðlega að hrista Valsmenn af sér. Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

Rússland - Ísland22:14 Rúmenía - Pólland30:22 Staðan: Rússland 4301102:786 Rúmenía 4301103:926 Ísland 420277:854 Pólland Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

ENGLAND:11X 22X 11X 1112 ÍTALÍA:1XX 121 X21 11X2 » Meira
7. nóvember 1995 | Íþróttir | 210 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild kvenna: ÍBV - Valur23:21 Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 5:4, 9:4, 11:6, 14:6, 17:8, 19:12, 19:16, 20:17, 21:18, 23:21. Mörk ÍBV: Andrea Atladóttir 8/1, Ingibjörg Jónsdóttir 6, Malin Lake 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Katrín Harðardóttir 2, Helga Kristjánsdóttir 1, Sara Guðjónsdóttir 1/1. Meira

Úr verinu

7. nóvember 1995 | Úr verinu | 663 orð

Beitir hættur á kolmunna og farinn á loðnuveiðar

BEITIR NK frá Neskaupstað landaði um helgina tæplega 400 tonnum af kolmunna, sem fóru í bræðslu. Skipið er nú hætt á kolmunnveiðum og fer næst á loðnuveiðar. "Við erum hættir vegna þess að það er loðnuveiði og við förum í hana í þeirri von og trú að áframhald verði á því," segir Jóhann K. Sigurðsson útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.