Greinar sunnudaginn 14. janúar 1996

Forsíða

14. janúar 1996 | Forsíða | 422 orð

Bill Clinton í skyndiför til Tuzla í Bosníu

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hélt áleiðis til Bosníu í gær en varð að lenda á herflugvelli í Ungverjalandi vegna mikillar þoku í Tuzla, höfuðstöðvum bandaríska herliðsins í Bosníu. Kom ferðin flestum á óvart enda var ekki greint frá henni fyrirfram af öryggisástæðum. Meira
14. janúar 1996 | Forsíða | 101 orð

Ekki úr að aka

EFTIRFARANDI fjarskipti áttu sér nýlega stað hjá bandaríska sjóhernum: 1: Viltu gera svo vel að breyta stefnunni um 15 gráður í norður til að komast hjá árekstri. 2: Ég legg til, að þú breytir ÞINNI stefnu um 15 gráður í suður til að komast hjá árekstri. 1: Ég er skipstjóri á bandarísku herskipi. Ég endurtek: Breyttu ÞINNI stefnu. Meira
14. janúar 1996 | Forsíða | 242 orð

Falla frá öllum pólitískum kröfum

TSJETSJENSKU skæruliðarnir, sem halda enn um 100 gíslum í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Dagestan, hafa fallið frá öllum pólitískum kröfum og fara nú fram á það eitt að fá að komast óhultir aftur til Tsjetsjníju. Hafa þeir boðist til að sleppa konum og börnum en konur, sem áttu eiginmenn í gíslahópnum, kváðust ekki mundu fara án þeirra. Meira

Fréttir

14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 37 orð

Aftanákeyrsla við Hólmsá

TVEIR bílar lentu saman í hálku við Hólmsá á Suðurlandsvegi upp úr klukkan níu í fyrrakvöld. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild með sjúkrabíl en að sögn læknis þar voru meiðsl þeirra minniháttar. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Almennur fundur um fíkniefnamál

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Seltirninga heldur almennan fund um fíkniefnavandann, mánudaginn 15. janúar nk. kl. 20.30 í fundarsal félagsins á Austurströnd 3. Þar munu þrír menn sem hafa verulega reynslu á þessu sviði, flytja framsöguerindi og sitja fyrir svörum. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Anna Mjöll í Naustkjallaranum

ANNA Mjöll Ólafsdóttir heldur djasstónleika í Naustkjallaranum sunnudagskvöldið 14. janúar þar sem hún mun syngja við undirleik hljómsveitar þekkt djasslög og aðra sígræna söngva. Hljómsveitina skipa Gunnar Hrafnsson á bassa, Guðmundur Steingrímsson á trommur, Rúnar Georgsson saxafónleikari og Ólafur Gaukur sem leikur á gítar. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 108 orð

Chun verði refsað harðlega

STJÓRN og stjórnarandstaða í Suður-Kóreu eru sammála um, að Chun Doo Hwan, fyrrverandi forseta, verði refsað harðlega fyrir spillingu í valdatíð sinni á árunum 1980-'88. "Það kom okkur mjög á óvart hve miklu fé hann hafði safnað í leynisjóði sína," sagði Sohn Hak-kyu, talsmaður stjórnarflokksins, Nýja Kóreuflokksins, Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Forvarnaverðlaun heilbrigðisráðherra stofnuð

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra veiti árlega sérstök verðlaun er nefnast Forvarnaverðlaun heilbrigðisráðherra. Verðlaunin verða veitt einstaklingi, félagasamtökum, stofnun eða fyrirtæki sem hefur með aðgerðum sínum vakið athygli á mikilvægi forvarna fyrir heilsufar fólks. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Framkvæmdalán verða óþörf í ár

ÁÆTLAÐUR rekstrarhalli Landsvirkjunar nemur 174 milljónum króna í ár samkvæmt endurskoðaðri áætlun, en í desember sl. var áætlað að rekstrarhallinn næmi 242 milljónum króna. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir breytingar á gengi dollarans skýra þessa breyttu niðurstöðu. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Fréttatímum Stöðvar 2 fjölgað

STÖÐ 2 vinnur nú að áætlunum um að fjölga útsendingum fréttatíma og er gert ráð fyrir að stuttir fréttatímar verði sendir út á hádegi, klukkan 16 og 18, auk þess sem fréttaþátturinn 19:19 muni hefjast með yfirliti frétta klukkan 19. Aðalfréttatíminn verður eftir sem áður klukkan 19.30. Meira
14. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 375 orð

Gíslataka í Suður- Rússlandi

TSJETSJENSKIR uppreisnarmenn náðu á sitt vald allt að 2.000 manns á sjúkrahúsi í bænum Kizlyar í sjálfstjórnarlýðveldinu Dagestan í Suður- Rússlandi fyrr í vikunni. Hótuðu þeir að drepa allt fólkið ef Rússar færu ekki með her sinn frá Tsjetsjníju en slepptu síðan flestum og héldu af stað í átt til Tsjetsjníju á nokkrum bílaflota. Meira
14. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 297 orð

Hver verður keppinautur Bob Doles?

NÍU frambjóðendur í forkosningum repúblikana vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust ætluðu að taka þátt í sameiginlegum sjónvarpsumræðum í gær í Des Moines í Iowa. Talið var hugsanlegt, að þá fengist úr því skorið hver þeirra yrði helsti keppinautur Bob Doles, leiðtoga repúblikana í öldungadeild, í forkosningunum en hann ber enn höfuð og herðar yfir aðra í skoðanakönnunum. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 282 orð

Íslenska rannsóknin stendur

"ÉG hef ekki séð grunngögnin frá Noregi þannig að ég á erfitt með að tjá mig um þær rannsóknir en þessar íslensku rannsóknir standa," sagði dr. Sigurður Ingvarsson, líffræðingur á frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Þar var unnin DNA-rannsókn vegna nauðgunarmáls sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Á grundvelli hennar m.a. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 540 orð

Kvartað yfir ráðstöfun ríkisjarða

Umboðsmaður Alþingis telur að fylgja beri þeirri reglu að auglýsa opinberlega ríkisjarðir sem lausar eru til leigu hverju sinni. Þá telur hann að landbúnaðarráðuneytinu beri, með vísan til jarðalaga og stjórnsýsluréttar, að taka ákvörðun um, fyrir hönd ríkisins, hverjum ríkisjörð verður byggð. Þannig verði ráðuneytið að velja á milli umsækjenda á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 897 orð

Kvótaleiguverð á rækju tífaldast

HEIMILT var að flytja varanlegan kvóta á milli skipa frá 1. janúar 1991. Í fyrstu var hann verðlagður eftir þorskígildum, en frá og með fiskveiðiárinu 1991 til 1992 var farið að verðleggja hverja tegund fyrir sig. Líklega eru fáir jafn vel inni í verðþróun á kvóta síðan þá og Björn Jónsson sem unnið hefur að kvótamiðlun hjá LÍÚ. Meira
14. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 112 orð

Lítið varð úr bylnum

MINNA snjóaði á austurströnd Bandaríkjanna í fyrradag en óttast hafði verið en þó nóg til að auka enn á erfiðleikana. Munaði mestu um, að lægðin gekk mjög hratt yfir. Ýmiss konar starfsemi stöðvaðist á föstudag vegna snjókomunnar og kannski ekki síst vegna þess, að búist var við meira fannfergi en raunin varð á. Var nýfallni snjórinn aðeins átta sm og síðan rigndi. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Milljón á Kínó-miða

STÆRSTI vinningur sem upp hefur komið í Kínó-leiknum hefur verið greiddur út. Vinningurinn var ein milljón kr. en sá heppni fékk hann á miða sem hann greiddi 100 krónur fyrir. Eðli Kínó-leiksins er að þátttakendur spila ekki um ákveðinn pott heldur gegn ákveðnum líkum. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Reynt að fá slökkvibíl frá Keflavíkurvelli

HJÁ slökkviliði Brunavarna Árnessýslu er unnið að því að fá lánaðan slökkvibíl frá Keflavíkurflugvelli á meðan unnið er að viðgerð á slökkvibílnum sem bræddi úr sér á dögunum. Lánsbíll gefur slökkviliðinu einnig tóm til að íhuga vel útvegun nýs eða nýrri bíls. Bíllinn sem bræddi úr sér er 1974 árgerð af Benz og var áður mjólkurbíll til margra ára. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 147 orð

Samkomur vegna Súðavíkurslyss

SÚÐVÍKINGAR minnast þess á þriðjudag, 16. janúar, að þá verður ár liðið frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík. Af þessu tilefni verður einnig samkoma í Dómkirkjunni kl. 20.30. Í Súðavík verður farin blysför frá skólanum og niður á flóðasvæðið þar sem verður stutt bænastund. Tímasetning hefur ekki verið ákveðin. Að kvöldi þriðjudagsins verður helgistund í kirkjunni. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 358 orð

Skilmálar víkjandi lána skýra engar afborganir

SKILMÁLAR víkjandi lána til Landsvirkjunar vegna Sigöldu og Búrfellsvirkjunar eru að sögn forstjóra með þeim hætti að ekki ber að greiða af þeim afborganir og vexti fyrr en afkoma fyrirtækisins leyfir, miðað við ákveðnar lágmarkskröfur um afkomu og að teknu tilliti til greiðslna af öðrum lánum fyritækisins. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 385 orð

Skilyrðum breytt að loknum endurbótum

SLÁTURFÉLAGI Suðurlands hefur verið synjað um útflutningsleyfi á markað Evrópusambandsins, þrátt fyrir að hafa breytt sláturhúsi sínu á Selfossi fyrir um 40 milljónir króna að kröfu dýralæknis frá ESB, sem kom hingað til lands haustið 1994. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Talsvert tjón í eldsvoða

ELDUR kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Flyðrugranda í gærmorgun. Einn maður var í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild ásamt tveimur nágrönnum og lögreglumanni, sem höfðu reynt að slökkva eldinn. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 117 orð

Tíföldun á verði rækjukvóta

VERÐ í heild á varanlegum aflaheimildum hefur farið hækkandi frá því sala á þeim var heimiluð árið 1991. Verð á þorskkvóta hefur t.d. farið úr 180 krónum í um 500 krónur. Miklar sveiflur hafa verið á verði á leigukvóta. Sem dæmi má nefna að leiguverð á rækjukvóta hefur tífaldast frá árinu 1991. Það hefur farið úr 7 krónum upp í 75 krónur. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 405 orð

Trúnaður við heimildarmenn virtur

HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Agnesi Bragadóttur blaðamanni sé skylt að svara spurningum RLR um heimildarmenn að greinum sem voru söguleg úttekt á uppgjöri viðskipta Landsbanka Íslands og Sambands íslenskra samvinnufélaga. DNA-rannsókn útilokar dæmdan mann Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Töfrar Tjarnarinnar

TJÖRNIN í miðborg Reykjavíkur er griðastaður manna og dýra, dáð og mærð af skáldum. Í blíðunni undanfarið hefur hún skartað sínu fegursta í gulri síðdegisbirtunni, fangað spegilmyndir húsanna í kring og þeirra sem lagt hafa leið sína um bakka hennar. Endurnar og álftirnar njóta þess einnig þegar vel viðrar því þá fjölgar heimsóknum smáfólksins, sem kemur færandi hendi með brauðmola. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 448 orð

Um tveggja ára bið eftir að komast í aðgerð að óbreyttu

HUNDRAÐ og tólf manns bíða nú þess að komast í bakskurðaðgerðir á Landspítala og er biðtíminn um tvö ár að sögn Halldórs Jónssonar jr., yfirlæknis á bæklunarlækningadeild. Í Morgunblaðinu var fyrir fáeinum dögum rætt við ungan Keflvíking sem beðið hefur í hálft annað ár eftir aðgerð og liðið margvíslegar kvalir af þeim sökum. Meira
14. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 251 orð

Virkjun gæti gefið 100 MW

HÁHITASVÆÐI hefur fundist í Brennisteinsfjöllum, um 15-20 kílómetra fyrir sunnan Reykjavík, á mörkum Gullbringu- og Árnessýslna, og segir Valgarður Stefánsson, deildarstjóri forðafræðideildar Orkustofnunar líkur á að um álitlegt háhitasvæði til virkjunar sé að ræða. Meira
14. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

LEIÐTOGAR Bosníu- Serba ákváðu í fyrradag að fresta því að hvetja serbneska íbúa Sarajevo til að flýja þaðan. Féllust þeir á það fyrir orð Carls Bildts og eftir fund hans með Momcilo Krajisniks, forseta þings Bosníu-Serba. Talið er, að um 70.000 Serbar í Sarajevo séu tilbúnir til að flýja þaðan. Meira

Ritstjórnargreinar

14. janúar 1996 | Leiðarar | 2058 orð

Reykjavíkurbréf Reykjavíkurbréf AALLMÖRGUM UND-anförnum árum hefur

AALLMÖRGUM UND-anförnum árum hefur orðið töluverð breyting á því hvað talið er til verðmætra eigna. Sú var tíðin, að talið var mestu máli skipta að eiga fasteignir. Á annan hátt gæti fólk ekki varið sparifé sitt fyrir ágangi verðbólgunnar. Viðhorf til þess konar eigna er gjörbreytt, eins og allir vita. Nú eiga einstaklingar fleiri kosta völ í þeim efnum. Meira
14. janúar 1996 | Leiðarar | 686 orð

SAMEINING STÓRU SJÚKRAHÚSANNA

leiðari Leiðari SAMEINING STÓRU SJÚKRAHÚSANNA MRÆÐUR um rekstrarvanda sjúkrahúsanna eru smátt og smátt að færast í þann farveg, að sameining stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík í eitt fullkomið hátæknisjúkrahús geti verið skynsamleg leið. Meira

Menning

14. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 92 orð

Efnileg konungsdóttir

HAYA prinsessa, dóttir Husseins Jórdaníukonungs, iðkar hestaíþróttir af kappi, en hún býr á Írlandi. Hún er 21 árs, fædd 3. maí 1974, dóttir Husseins og Aliu drottningar, sem lést í hörmulegu þyrluslysi árið 1977. Haya útskrifaðist frá Oxford- háskóla með láði í fyrra og er um þessar mundir að skrifa bók um föður sinn, sem henni þykir afar vænt um. Meira
14. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Hasselhoff faðmar Pamelu

DAVID Hasselhoff gengur flest í haginn þessa dagana. Eins og flestir vita framleiðir hann hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Strandverði og fyrir skemmstu var hann heiðraður með stjörnu í gangstétt Hollywood Boulevard, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Meira
14. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 190 orð

Hátíðarkvöldverður matreiðslumeistara

ÞAÐ ER orðið að árlegum viðburði að Klúbbur matreiðslumeistara haldi hátíðarkvöldverð á þrettándanum Hátíðarkvöldverðurinn er jafnframt helsti styrktarkvöldverður samtakanna og er tekjum af kvöldinu varið til að standa straum af kostnaði við klúbbinn og landslið matreiðslumeistara. Meira
14. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 79 orð

James Woods styrkir nauðstödd börn

JAMES Woods lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á frumsýningu myndarinnar "Sabrina" á Broadway fyrir skemmstu. Í fylgd með honum var vinkona hans, Robin. Harrison Ford og Julia Ormond leika aðalhlutverk myndarinnar, sem er endurgerð samnefndrar myndar frá 1954 sem skartaði leikurunum Audrey Hepburn og Humphrey Bogart í sömu hlutverkum. Meira
14. janúar 1996 | Kvikmyndir | 272 orð

Læpuleg endurkoma

Leikstjóri Terence Hill. Handritshöfundur Jess Hill. Aðalleikendur Terence Hill, Bud Spencer. Þýsk/ítölsk. Rialto 1995. SÚ VAR tíðin að þeir Bud Spencer og Terence Hill gengu undir nafninu Trinity-bræðurnir og nutu vinsælda. Meira
14. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 68 orð

Með sítt að aftan

NEMENDUR Menntaskólans í Kópavogi héldu sjálfum sér svokallað Með sítt að aftan-ball í Tunglinu fimmtudagskvöldið 11. janúar síðastliðinn. Árni, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Með sítt að aftan, sá um næra hlustir viðstaddra, sem létu sér það vel líka. Meira
14. janúar 1996 | Menningarlíf | 542 orð

Púslað á sviði

Flest bandarísk leik- og óperuhús sem eitthvað kveður að hafa einhvern tíma sett upp verk sem Conklin hefur hannað sviðsmyndina fyrir. Hann hefur hins vegar ekki átt upp á pallborðið hjá Evrópumönnum sem telja verk hans ekki sérlega mikið fyrir augað, þó að enginn efist um fagmennsku hans. Meira
14. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 100 orð

Spáð í spilin

ÞAÐ ER erfitt að spá fyrir um hvernig enska landsliðið í knattspyrnu verður skipað á Evrópumótinu sem haldið verður þar í landi í sumar. Mikla athygli hefur vakið upp á síðkastið að Matthew Le Tissier hefur ekki verið í náðinni hjá Terry Venables landsliðsþjálfara, þótt hann hafi staðið sig vel með Southampton-liðinu. Meira
14. janúar 1996 | Menningarlíf | 706 orð

Stórir litafletir fanga áhorfandann

ÁSÝNINGUNNI má sjá verk sem spanna um 40 ára tímabil í list hans. Elstu myndirnar eru frá fimmta áratugnum en þær nýjustu frá 1990. Blaðamaður Morgunblaðsins gekk með Debré um sýninguna en hann kom hingað til lands til að vera við opnun hennar. Verk hans eru mörg hver geysistór þar sem einn litur með ýmsum fínlegum blæbrigðum þekur mestallan myndflötinn. Meira
14. janúar 1996 | Menningarlíf | 329 orð

Viðurkenning Hagþenkis veitt Guðmundi Páli Ólafssyni

VIÐURKENNINGU Hagþenkis 1995 hlýtur Guðmundur Páll Ólafsson fyrir þrjár bækur sem út komu á undanförnum níu árum. Þær eru Fuglar í náttúru Íslands sem kom út 1987, Perlur í náttúru Íslands frá 1990 og Ströndin í náttúru Íslands sem kom út síðastliðið sumar. Bækurnar eru gefnar út af Máli og menningu og framleiddar í Prentsmiðjunni Odda. Meira

Umræðan

14. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 236 orð

Falleg mynd um vættir lands

ÞAÐ ER full ástæða til að þakka Sjónvarpinu fyrir athyglisverða heimildarmynd, sem sýnd var á sunnudagskvöldi og fjallaði um vættir landsins. Þetta var falleg mynd og fróðleg. Myndataka var mjög óvenjuleg á köflum ­ landið ýmist sveipað dvínandi dagsbirtu, tunglsljósi eða snjómuggu og sýnist mér að þar hafi Sigurður Grímsson farið inn á nýja slóð í myndatöku fyrir sjónvarp, Meira
14. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 193 orð

Hákarlar og krókódílar tákn samkeppninnar

Í DAG lýkur hér í Surabaya á eynni Jövu 15. árlegri ferðakaupstefnu Suðaustur-Asíu. Er hún haldin til skiptis í aðildarlöndunum sex, sem hafa með sér bandalag um kynningu á menningu og ferðaþjónustu. Táknrænt fyrir síharðnandi samkeppni er merki kaupstefnunnar að þessu sinni í formi bardaga milli hákarls og krókódíls. Hvergi er vöxtur ferðamennskunnar jafnör og hér. Meira
14. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 245 orð

Miðhúsasjóður og vísindafrelsi

SKOÐANIR sem ganga þvert á skoðanir ráðamanna hafa í íslensku máli verið nefndar trúvilla (á ensku heresy). Trúvilla gat varðað dauðasök. Alllangt er síðan trúvilluaftökur voru aflagðar í hinum vestræna heimi en virðast nú aftur uppteknar á Íslandi. Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefur fengið áminningu frá þjóðminjaverði með fullri blessun þjóðminjaráðs. Meira
14. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 706 orð

Skrattanum skemmt

SVO margt hefur verið skrifað um ástandið í Langholtskirkju, að varla er á bætandi. Ég get samt ekki stillt mig um að leggja þar nokkur orð í belg. Á Þorláksmessu sl. eða 23. desember náðu greinarskrifin hvað mestu fjöri. Það fyrsta sem ég rak augun í sambandi við málið var yfirlýsing frá sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni. Hann segir: Í tilefni viðtals við sr. Meira

Minningargreinar

14. janúar 1996 | Minningargreinar | 386 orð

Andrés Kjerúlf

Flestir eiga sem betur fer góðar minningar frá æsku sinni, sjálfur átti ég hamingjuríka æsku. Á þessari stundu vil ég segja nokkur orð um afa minn, sem reyndist mér svo vel og var órjúfanlegur hluti af lífi mínu. Hann var ekki aðeins góður og skemmtilegur karl, heldur hafði hann marga kosti sem myndu prýða hvern mann og bæta sérhvert þjóðfélag. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ANDRÉS KJERÚLF

ANDRÉS KJERÚLF Andrés H.G. Kjerúlf fæddist 30. mars 1905 í Sauðhaga í Vallahreppi á Fljótsdalshéraði. Hann lést 4. janúar sl. á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, og fór útförin fram frá Reykholtskirkju 13. janúar. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 637 orð

Arnold Henckell

Nú hefur Arnold Henckell, tengdafaðir minn, lokið lífsgöngu sinni og við sem stóðum honum næst erum fátækari eftir. En minningin um traustan og hlýjan heiðursmann lifir áfram. Arnold fæddist í Hamborg í Þýskalandi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur bræðrum, Ernst sem var þremur árum eldri og Herbert sem var yngstur þeirra bræðra og sá eini sem enn er á lífi. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 115 orð

ARNOLD HENCKELL

ARNOLD HENCKELL Arnold Henckell fæddist í Hamborg í Þýskalandi 22.8. 1911. Arnold andaðist að kvöldi nýársdags. Foreldrar hans voru Fritz Henckell kaupmaður, og kona hans Adele, fædd Lobenstein. Bræður Arnolds voru Ernst f. 1908, d. 1964 og Herbert, f. 1921. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 843 orð

Björg Jóhannesdóttir

Þann 28. desember síðastliðinn andaðist gagnmerk kona og góður þjóðfélagsþegn á hjukrunarheimilinu Skjóli. Aldur hennar var orðinn 96 ár og nær 5 mánuðir að auki. Stundum gleymast slík gamalmenni, einkum ef þau hafa um nokkur ár dvalið á stofnun, fjarri ys þjóðlífsins. En þetta átti ekki við um Björgu, vinkonu mína. Við útför hennar troðfylltist Áskirkja af fólki á ýmsum aldri. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 332 orð

Björg Jóhannesdóttir

Allt frá upphafi Löngumýrarskóla hefur nafn Bjargar Jóhannesdóttur handavinnukennara frá Móbergi í Langadal verið órjúfanlega tengt þeim stað. Þegar vinkona hennar og samkennari Ingibjörg Jóhannsdóttir ákvað að stofna húsmæðraskóla á Löngumýri fylgdi Björg henni frá húsmæðraskólanum á Staðarfelli norður í Skagafjörð. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 30 orð

BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtastöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 6. ágúst 1899. Hún

BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtastöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 6. ágúst 1899. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. desember síðastliðinn og fór útförin fram frá Áskirkju 4. janúar. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 1341 orð

Gunnhildur Guðjónsdóttir

Þegar ég vil minnast Gunnhildar, föðursystur minnar, verður mér efst í huga, að þar sem hún fór var kona einbeitt og viljasterk er haslaði sér völl í lífinu ein og óstudd, átti sér ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum sem hún fór ekki í launkofa með. Eins og sést hér að ofan var hún úr stórum systkinahópi sem ekki náðu öll háum aldri. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 398 orð

Gunnhildur Guðjónsdóttir

Um tvítugsaldur flyst Gunnhildur til Reykjavíkur og fer hún þá mjög fljótlega að vinna á saumaverkstæði Andrésar Andréssonar sem þá var ein stærsta karlmannafatasaumastofa á landinu. Hún aflaði sér réttinda sem klæðskerameistari. Hún mun vera ein fyrsta konan hérlendis sem fékk þau réttindi. Vann hún að þeirri iðn sinni alla sína starfsævi. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 137 orð

GUNNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR

GUNNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR Gunnhildur Guðjónsdóttir, klæðskerameistari, var fædd að Gestsstöðum í Sanddal, Norðurárdalshreppi, Mýrasýslu, 11. febrúar 1907. Hún lést á Borgarspítalanum 7. þessa mánaðar. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 355 orð

Gunnvör Rósa Falsdóttir

Með fáeinum orðum langar okkur að minnast frænku okkar og vinu Rósu Falsdóttur, sem lést 8. janúar sl. Fram á síðasta dag hélt Rósa sinni andlegu reisn þótt líkaminn hafi verið farinn að láta á sjá. Hún dó södd lífdaga og sátt við guð og menn eftir langa og starfsama ævi. Rósa var hógvær kona og vann verk sín vel. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 91 orð

GUNNVÖR RÓSA FALSDÓTTIR

GUNNVÖR RÓSA FALSDÓTTIR Gunnvör Rósa Falsdóttir var fædd í Barðsvík í Grunnavíkurhreppi 26. maí 1902. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 8. janúar sl. Foreldrar hennar voru Júdith Kristín Kristjánsdóttir og Falur Jakobsson. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 1874 orð

Karl Hinrik Árnason

Fyrsta minning mín um Kalla í Víkum, eins og við sveitungar hans nefndum hann jafnan, er frá bernskuárum mínum. Eg man hann þar sem hann var að setja gluggann aftur í stofuna heima á Tjörn, en þannig stóð á brottnámi hans að líkkista afa míns hafði verið tekin þar út því bæjardyrnar höfðu reynst of þröngar fyrir hana. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 113 orð

KARL HINRIK ÁRNASON

KARL HINRIK ÁRNASON Karl Hinrik Árnason var fæddur í Víkum á Skaga hinn 15. mars 1902. Hann andaðist í sjúkrahúsinu á Blönduósi 25. des. 1995. Foreldrar hans voru hjónin Árni Antoníus Guðmundsson og Anna Lilja Tómasdóttir í Víkum. Systkini Karls voru: Guðmundur, Vilhjálmur, Fanney, Sigríður, Hilmar, Leó, Hjalti og Lárus. Hinn 31. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 1043 orð

Kjartan Guðjónsson

Kjartan Guðjónsson Á vordögum síðasta árs gátu stúdentar frá MA 1935 minnst 60 ára stúdentsafmælis síns. Þá var um 22 manna hóp að ræða. En á afmælisdaginn 1995 voru 15 horfnir yfir móðuna miklu. Sjö voru þá enn við lýði. En nokkrum mánuðum síðar hafði einn til viðbótar safnast til feðra sinna og mæðra. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 27 orð

KJARTAN GUÐJÓNSSON Kjartan Guðjónsson fæddist í Heydal, Bæjarhreppi, Strandasýslu, 2. desember 1911. Hann lést á heimili sínu

KJARTAN GUÐJÓNSSON Kjartan Guðjónsson fæddist í Heydal, Bæjarhreppi, Strandasýslu, 2. desember 1911. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt gamlársdags og fór útförin fran frá Bústaðakirju 5. janúar. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 239 orð

Per Krogh

Afi hefur kvatt áður en fyrsta barnabarnabarn hans kemur í heiminn. Þannig er gangur lífsins. Hann er farinn sömu leið og hún amma. Ég minnist þeirra beggja með söknuði, hjónaband þeirra var farsælt og samband þeirra sérstakt. Afi var engum líkur. Norskur heimsborgari sem fluttist til Íslands og bar með sér margt sem Íslendingum var framandi. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 232 orð

PER KROGH

PER KROGH Per Krogh fæddist í Bergen 21.1.1914. Hann lést í Landakotsspítala 3.1.1996. Foreldrar Pers voru Sverre Krogh þingmaður Verkamannaflokksins í Noregi og síðar Kommúnistaflokksins og Solveig Bergliot Bakke. Per átti eina systur, Evu, og systursonur móður hans, Odd, ólst einnig upp hjá fjölskyldunni. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 550 orð

Snorri Ragnar Jónsson

Tengdafaðir minn og vinur Snorri Jónsson er allur. Ég kynntist Snorra fyrir átta árum og tengdumst við þá strax sterkum vináttuböndum. Ég og dóttir hans fluttum inn á heimili hans tímabundið, á meðan við reistum okkur hús við hliðina á hans húsi. Snorri átti ófá handtök við smíði þess. Í sameiningu slógum við upp sökkli og lögðum jarðvegslagnir. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 225 orð

SNORRI RAGNAR JÓNSSON

SNORRI RAGNAR JÓNSSON Snorri Jónsson fæddist 27. janúar 1915 á bænum Stakkadal í Aðalvík. Hann lést á heimili sínu Marbakkabraut 3, 12. desember sl. Foreldrar hans voru Jón Þorkelsson og Halldóra Vigdís Guðnadóttir. Eftirlifandi bróðir Snorra er Sölvi Jónsson, hann er búsettur í Reykjavík. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 249 orð

Þórunn Jóna Þórðardóttir

Þegar Þórunn Jóna Þórðardóttir er kvödd koma margar minningar upp í hugann. Hæst ber þó hið jákvæða og glaðværa eðli hennar. Hún lagði gott til allra manna, skipti sér ekki af þeim að fyrra bragði né reyndi að hafa áhrif á gerðir þeirra eða skoðanir, en hafði sjálf ákveðnar skoðanir og hélt vel á sínum málstað ef út í það fór. Meira
14. janúar 1996 | Minningargreinar | 153 orð

ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR

ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Þórunn Jóna Þórðardóttir var fædd 13. júní 1911 í Reykjavík. Hún lést 8. janúar sl. á Borgarspítalanum í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdóttir, f. 5.11. 1885, d. 11.5. 1956, og Þórður L. Jónsson, kaupmaður, f. 30.12. 1884, d. 23.3. 1954. Meira

Daglegt líf

14. janúar 1996 | Bílar | 55 orð

43% með hvarfakút

Í SVÍÞJÓÐ eru 1,5 milljónir bíla, eða um 43% af bílaflotanum, búnir hvarfakút. Bílafjöldinn í Svíþjóð var á síðasta ári 3,6 milljónir, þar af voru 14% í eigu fyrirtækja og 86% í einkaeign. 490.000 bílar eru í eigu fyrirtækjanna og þar af eru um 160.000 bílar til afnota fyrir starfsmenn utan vinnutíma. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 585 orð

Bílasafn Henry Ford

Í Dearborn, nágrannaborg Detroit, standa bílaverksmiðjur Ford, höfuðstöðvar og tilraunasvæði. Mitt í hringiðu iðnaðarins er að finna merkilegt safn bíla, húsa og annarra muna, sem eiga það sameiginlegt að tengjast á einhvern hátt uppbyggingu tæknisamfélagsins. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 129 orð

MIKIL aukning varð í nýskránin

MIKIL aukning varð í nýskráningum á jeppum á síðasta ári borið saman við 1994, eða hátt í 40%. Þar á ekki minnstan hlut að máli aukinn innflutningur utan hinna hefðbundnu bílaumboða. Til að mynda voru fluttir inn 59 Suzuki Sidekick bílar sem er 1.375% aukning milli ára. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 316 orð

Mikil hliðarbelgjavæðing að hefjast

MIKILL markaður er fyrir öryggisbúnað í bíla og nýjasta viðbótin á því sviði eru hliðarlíknarbelgir. Framleiðendur kepptust við að hanna og framleiða hliðarlíknarbelgi allt síðasta ár vegna þess að fyrirsjáanleg er mikil eftirspurn eftir þessum búnaði. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 410 orð

MilljónPeugeot 306 MILLJÓNASTI P

MILLJÓNASTI Peugeot 306 bíllinn rann af færibandinu í verksmiðju Peugeot í Poissy fyrir skemmstu. Núverandi gerð bílsins var sett á markað í febrúar 1993 og er nú fáanlegur í 53 útfærslum. Síðastliðin ár hefur Peugeot 306 stöðugt verið á lista yfir 10 mest seldu bíla í Frakklandi og vermir nú annað sætið. Framleiddir eru 2 þúsund bílar á dag. 60% framleiðslunnar er flutt út. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 369 orð

Prowler verður smíðaður

CHRYSLER hefur ákveðið að fjöldaframleiða Prowler sportbílinn en hann var fyrst sýndur sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Detroit 1993. Framleiðslan á að hefjast snemma árs 1997 og kemur hann á markað þá um vorið. Með bílnum ætlar Chrysler að blása lífi í Plymouth línuna sem hefur þótt fremur óspennandi síðastliðin ár. Búist er við að bíllinn kosti 30-35 þúsund dollara, 1,9-2,2 milljónir ÍSK. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 305 orð

Rafbílar og hugmyndabílar

ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝNINGIN Í DETROITRafbílar og hugmyndabílar FJÖLDI nýrra bíla var frumsýndur á alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit í síðustu viku. Sérstaka athygli vöktu hugmyndabílar bandarísku framleiðendanna og var Chrysler einna djarfast á því sviði og lýsti því m.a. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 1110 orð

SVel búinn og röskur Elantra langbakur NÝR skutbíll eða la

NÝR skutbíll eða langbakur af gerðinni Hyundai Elantra er kynntur þessa helgi hjá Hyundai umboðinu í Reykjavík, Bifreiðum og landbúnaðarvélum, en ekki er mjög langt síðan fjallað var um stallbakinn hér þegar hann var sýndur nýr frá grunni. Elantra er laglegasti bíll og að mörgu leyti álitlegur og ekki spillir að vélin er rösk, 1,8 lítrar og 126 hestöfl og bíllinn er ágætlega búinn. Verðið er 1. Meira
14. janúar 1996 | Bílar | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

HYUNDAI ELANTRA Í REYNSLUAKSTRI - BÍLASAFN FORD Í BANDARÍKJUNUM HEIMSÓTT - ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝNINGIN Í DETROIT - HLIÐARBELGJAVÆÐING AÐ H Meira

Fastir þættir

14. janúar 1996 | Í dag | 2815 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12. janúar til 18. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Reykjavíkur Apóteki, Austurstræti 16. Auk þess er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 42 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, 15.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, 15. janúar, verður áttatíu og fimm ára Aðalsteinn Þórarinsson, trésmíðameistari, Seljalandi 5, Reykjavík. Kona hans er Árný Snæbjörnsdóttir. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 15. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. í Hallgrímskirkju af séra Karli Sigurbjörnssyni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Edvard Börkur Edvardsson. Þau eiga heimili á Bragagötu 29, Reykjavík. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. desember sl. í Kristskirkju, Landakoti, af séra Patrich Breen Patricia María Santos de Albuquerque og Kristinn Hilmarsson. Heimili þeirra er í Granaskjóli 14, Reykjavík. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. október sl. í Garðakirkju af séra Sigurði Helga Guðmundssyni Alma Ólafsdóttir og Albert Hilmarsson. Þau eiga heimili í Melási í Garðabæ. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Rut. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. september sl. í Sauðárkrókskirkju af sr. Gísla Gunnarssyni Jóna Bryndís Guðbrandsdóttir og Árni Páll Árnason. Heimili þeirra er að Gullengi 9, Reykjavík. Meira
14. janúar 1996 | Dagbók | 42 orð

HOLLENSK 39 ára einhleyp kona með mikinn áhuga á Íslandi

HOLLENSK 39 ára einhleyp kona með mikinn áhuga á Íslandi vill eignast pennavinkonur: Marianne Overmeer, Postbox 8874, 1006 J.B. Amsterdam, Holland. SEXTÁN ára austurrísk stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist, ferðalögum, bréfaskriftum, frímerkjum o.fl. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 406 orð

LJÓMSVEITIN Jet Black Joe er á leið til útlan

LJÓMSVEITIN Jet Black Joe er á leið til útlanda að leita frægðar og frama. Víkverji hefur nokkrum sinnum hlýtt á leik sveitarinnar, nú síðast á Gauk á Stöng á fimmtudagskvöldið. Engum vafa er undirorpið að þessi unga hljómsveit á möguleika á velgengni erlendis, bæði vegna góðra lagasmíða og framúrskarandi hljóðfæraleiks og söngs. Meira
14. janúar 1996 | Dagbók | 513 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun voru Viðey

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun voru Viðey og Vædderen væntanleg. Fjordshell kemur í dag. Nordland Saga er væntanlegt í dag og einnig Laxfoss og Reykjafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fór Lette Lil. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 68 orð

SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál:

SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Tiina Tuononen, Kuorcuaarantie 113, 83700 Polvijärvi, Finland. ÞRJÁTÍU og fimm ára norsk kona vill eignast íslenskar pennavinkonur. Áhugamálin snúa að hannyrðum o.fl.: Kjersti Onarheim Rabbe, Teig 23, 4200 Sauda, Norge. Meira
14. janúar 1996 | Í dag | 237 orð

Skattur á lífeyrisgreiðslur hefur hækkað SKÚLI Einarsson hr

SKÚLI Einarsson hringdi og sagðist hafa tekið eftir því að lífeyrissjóðsgreiðslur sem hann fær mánaðarlega voru lægri nú þennan mánuð en hann átti að venjast. Þegar hann hringdi í lífeyrissjóð sinn og spurði hverju þetta sætti, var honum tjáð, að hann borgaði hærri skatta núna en hann hefði gert hingað til. Meira
14. janúar 1996 | Dagbók | 224 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 300 km suðvestur af Reykjanesi er 976 mb lægð sem þokast norðvestur. Um 1300 km suðsuðvestur í hafi er 958 mb lægð sem hreyfist austur og grynnist. Meira

Íþróttir

14. janúar 1996 | Íþróttir | 116 orð

Ísland á BBC ÁKVEÐIÐ hefur verið að BBC í Englan

ÁKVEÐIÐ hefur verið að BBC í Englandi geri hálfrar klukkustundar langan þátt um Ísland þar sem áherslan verður á golf hér á landi. Stjórnandi þáttarins verður hinn þekkti Peter Allis, en hann er einn þekktasti golfíþróttafréttamaður heimsins. Meira
14. janúar 1996 | Íþróttir | 570 orð

Ísland fær lofsamlega dóma í þekktu golftímariti

ÞAÐ hefur ekki verið á hverjum degi sem þekktustu golftímrit heimsins fjalla um Ísland og möguleika fólks til að leika golf hér, enda ef til vill ekki nema von því golftímabilið hér er stutt og því hafa erlendir kylfingar ekki gert mikið af því að koma hingað til að leika golf. En á þessu gæti hugsanlega orðið einhver breyting innan fárra ára. Meira
14. janúar 1996 | Íþróttir | 331 orð

KÖRFUBOLTIMikið skorað

Það hefur ávallt ríkt mikil keppni á milli Knicks og Boston Celtics, en þessi lið mættust í fyrrinótt og hafði Knicks betur. Dana Barros, bakvörður Celtics, átti möguleika á að ná að gera þriggja stiga körfu í 90 leikjum í röð, en það tókst ekki, þrátt fyrir þrjú slík skot undir lok leiksins. Meira
14. janúar 1996 | Íþróttir | 498 orð

Tvísýnt á Akranesi

UNDANÚRSLITIN í bikarkeppni karla í körfuknattleik verða í dag, sunnudag, en þá mætast kl. 16. Haukar og Þór frá Akureyri annars vegar og hins vegar Akranes og KR. Flestir eru á því að Haukar, sem hafa verið á mjög góðri siglingu, muni hafa Þór en erfiðara sé að spá um leik ÍA og KR á Akranesi. Meira

Sunnudagsblað

14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 111 orð

10.000 hafa séð Farandsöngvarann

ALLS hafa tæp 10.000 séð spennumyndina Farandsöngvarann eða Desperado" í Stjörnubíói. Þá hafa um þúsund manns séð Indjánann í skápnum, 16.000 Tár úr steini og um 9.000 Benjamín dúfu. Næstu myndir Stjörnubíós eru Money Train" með Wesley Snipes og Woody Harrelson en hún verður einnig í Sambíóunum, Circle of Friends" með Chris O'Donnell og 23. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 2301 orð

ÁTUMEIN EVRÓPU

FYRIR skemmstu hættu að heyrast daglega fréttir af átökum með verkföllum milli stjórnvalda og verulegs hluta almennings í Frakklandi. Þau stóðu mest um samdrátt ýmissar félagslegrar þjónustu, meir en um launakjör. Óvenju mikill styrkur samstöðu var í mótmælunum, en ríkisstjórnin þráaðist við, og einhvern veginn enduðu verkföllin með lítilli eftirgjöf hvors aðilja við annan. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 1937 orð

DUTTUM Í LUKKUPOTTINN

ÍGAMLA bænum í Hafnarfirði hafa hjónin og listamennirnir Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrímsson komið sér skemmtilega fyrir í gömlu húsi með stórri bjartri vinnustofu við hliðina. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 669 orð

Eilíf verðmæti og kærleiksþjónustan

"JESÚS kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina. En þar var maður, er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur. Langaði hann að sjá, hver Jesús væri, en tókst það ekki fyrir mannfjöldanum, því hann var lítill vexti. Hann hljóp þá á undan og klifraði upp í mórberjatré til að sjá Jesú, en leið hans lá þar hjá. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 4507 orð

ÉG Á allan SJÓNDEILDARHRINGINN

ÉG Á allan SJÓNDEILDARHRINGINN Eyjan Knarrarnes á Mýrum er heimur út af fyrir sig. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 513 orð

ÉG minntist á Tómas. Þegar ég lít til baka og hugsa um Tó

ÉG minntist á Tómas. Þegar ég lít til baka og hugsa um Tómas Guðmundsson gæti ég ímyndað mér að hann hafi skilið eftir einhver svipuð hughrif í mér og okkur sem þekktum hann náið og Jónas í vinum sínum og samtímamönnum. Ég tel því það hafi verið einstök forréttindi að hafa kynnzt honum og eignazt hann að vini og lærimeistara. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 119 orð

Fátæki hvíti minnihlutinn

ÍMYNDIÐ ykkur að í Bandaríkjunum hafi svertingjar tögl og hagldir, lifa við ríkidæmi og stjórna landinu en hvítir menn eru hinn kúgaði minnihluti, fátækir og áhrifalausir. Á því byggir Desmond Nakano sína fyrstu mynd, White Man's Burden" eða Byrðar hvíta mannsins með John Travolta, Harry Belafonte og Kelly Lynch í aðalhlutverkum. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 1345 orð

Forsetafrúin sökuð um lygar Andstæðingar Bills Clintons Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans, Hillary Rodham Clinton, hafa árum

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur sótt mjög í sig veðrið á undanförnum mánuðum á stjórnmálasviðinu, hann hefur unnið mikilvæga varnarsigra á repúblikönum í innanlandsmálum. Bandaríkin hafa loks tekið það frumkvæði í alþjóðamálum sem bandamenn þeirra lýstu svo lengi eftir. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 190 orð

Fólk

Útlit er fyrir að leikstjórinn Cameron Crowe muni stýra gerð gamanmyndarinnar Jerry McGuire" með Tom Cruise að líkindum í hlutverki umboðsmanns íþróttamanna sem af einhverjum ástæðum fær heiftarlegt samviskubit. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 683 orð

Frá hangikjöti til hrísgrjóna

GLEÐILEGT ár lesendur góðir! Í síðasta pistli stakk ég upp á "vörutalningu" í eldhússkápunum. Sjálf gerði ég birgðakönnun nú strax eftir áramótin og satt að segja kom margt á óvart. Það voru hvorki hamborgarahryggir né hangikjötsrúllur sem komu fram í dagsbirtuna inn úr dimmum og þurrum eldhússkápnum og því síður gæs, nautatunga eða svínasulta, Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 128 orð

Fuglabúrið endurgert

Mike Nichols (The Graduate") er einn fremsti gamanmyndaleikstjóri Bandaríkjanna. Hann hefur nú endurgert á bandaríska vísu franska farsann La cage aux folles" frá 1978 undir heitinu Fuglabúrið eða The Birdcage". Handritið skrifar Elaine May, höfundur Ishtar", en með aðalhlutverkin fara Robin Williams, Nathan Lane, Gene Hackman og Dianne Wiest. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 448 orð

Gæði fremur en frægð

ÞAÐ eru engar stórstjörnur í aðalhlutverkum The Usual Suspects heldur þéttur hópur vandaðra leikara, sem eru kvikmyndahúsagestum að góðu kunnir. STEPHEN Baldwin (McManus) er einn hinna þekktu Baldwin bræðra, Alecs, Williams og þeirra. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 231 orð

Happy Mon-days minnst

FLESTIR hljóta að muna eftir Manchester-bylgjunni, danspoppinu og dópinu, í lok síðasta áratugar og upphafi þessa. Þar fór fremst í flokki hljómsveitin Happy Mondays sem hvarf í hassreyk og pilluflóði en skildi eftir sig eftirminnilega tónlist. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 1438 orð

Hálendið skipulagt

Fyrstu drög að skipulagningu miðhálendis Íslands liggja nú fyrir og um þessar mundir eru héraðsnefndarfulltrúar sveitarfélaga að yfirfara drögin. Ekki þýðir það þó að öllu sé að verða lokið. Tvisvar til viðbótar á eftir að sýna ný og endurbætt drög og kynna hagsmunaaðilum. Því næst verður skipulagið auglýst og þá geta menn enn gert athugasemdir. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 1948 orð

HVAÐ DREYMIR FÓSTUR?

FRANSKA borgin Tours er byggð á bakka árinnar Loire (Leiru) og meðfram henni hefur um aldir legið fjölfarinn vegur frá austri til vesturs. Er Loire var brúuð mynduðust krossgötur sem eru ástæðan fyrir vexti og viðgangi borgarinnar. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 984 orð

Hver er Keyser Söse?

ÞEGAR yfirvöld í New York handtaka í framhaldi af nafnlausri ábendingu fimm þekkta glæpamenn sem grunur leikur á að hafi tekið þátt í ráni koma þau af stað flókinni atburðarás þar sem ekki er allt sem sýnist með keðjuverkun ofbeldisverka sem nær hámarki í skotbardaga í Kaliforníu þar sem 27 manns falla í valinn í blóðugum bardaga um 91 milljón dollara. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 1773 orð

HVÍTI PLASTKJÓLLINN

HVÍTI PLASTKJÓLLINN Ung Reykjavíkurmær, Alda Guðjónsdóttir, fékk fyrir nokkru verðlaun fyrir saumaskap sinn. Hún fékk saumavél í verðlaun frá Pfaff fyrirtækinu en það var hið fræga þýska Burda fyrirtæki sem stóð fyrir saumakeppninni, jafnframt veittu verðlaunin Öldu og annarri íslenskri stúlku, Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 915 orð

Hægfara raunsæismaður eða afturhaldsseggur?

JAMES Baker, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð George Bush, hitti nýskipaðan utanríkisráðherra Rússlands, Jevgeníj Prímakov, í Moskvu snemma árs 1990 og leist vel á manninn. Þeir snæddu þá saman kvöldverð ásamt Edúard Shevardnadze, þáverandi utanríkisráðherra en nú forseta Georgíu. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 160 orð

Í BÍÓ

Aðsóknin á Ace Ventura með Jim Carrey í Sambíóunum nú um áramótin er með ólíkindum. Fyrstu fimm sýningardagana sáu hana um 20.000 manns. Það er því óhætt að segja að enn sé gamanleikarinn Jim Carrey að festa sig í sessi sem vinsælasti kvikmyndaleikarinn á Íslandi. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 155 orð

Jafnaldra Calment í Georgíu

STARFSMENN Alþjóðaráðs Rauða-krossins (ICRC), sem létu í ljós efasemdir um að georgísk kona sem þeir ræddu við væri raunverulega 115 ára gömul, fengu það svar að það væri vissulega ekki rétt, hún væri nefnilega 120 ára. Frá þessu er sagt í vikulegu fréttabréfi ICRC. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 1111 orð

"Kaf" kveður Shin Bet

YFIRMAÐUR ísraelsku leyniþjónustunnar, Shin Bet, sagði af sér embætti í síðustu viku, tveimur mánuðum eftir morðið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels. Hafði honum þá borist til eyrna, að hann yrði fundinn sekur um vítaverða vanrækslu í væntanlegri rannsóknarskýrslu um morðið. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 466 orð

»KVIKMYNDIR ðGetur Óþelló verið kynferðislegur tryllir?ðNýr Óþelló ENN h

ENN hefur leikrit Shakespeares um Márann skapmikla, Óþelló, verið kvikmyndað, í þetta sinn af breskum kvikmyndagerðarmönnum með bandaríska blökkuleikaranum Laurence Fishburne í titilhlutverkinu. Hann er fyrsti svertinginn sem fer með hlutverk Márans á hvíta tjaldinu. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 437 orð

Ljósmyndir Snorra Snorrasonar í 40 ár

Alla sína tíð hefur Snorri Snorrason, fyrrverandi flugstjóri, verið heillaður af ljósmyndun. Um þessar mundir eru fjörutíu ár síðan Morgunblaðið keypti og birti fyrstu myndina frá Snorra , en allar götur síðan hafa Snorri og blaðið átt samleið og þær eru orðnar margar frétta- og skreytimyndirnar sem Morgunblaðið hefur falað af Snorra. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 712 orð

Lyf og heilsa

ALLA þessa öld hefur meðalaldur fólks á Vesturlöndum verið að hækka og heilsufar almennt að batna. Í meðalaldri vegur minnkandi barnadauði þungt en þar kemur einnig til hækkandi aldur þeirra sem lifa af barnsárin. Ástæður þessa eru fjölmargar og má þar nefna m.a. aukna þekkingu almennings á sjúkdómum og sjúkdómavörnum, ýmsar forvarnir eins og bólusetningar og sívaxandi þekkingu í læknisfræði. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 881 orð

Nixon í Hvíta húsinu

BANDARÍSKI leikstjórinn Oliver Stone hefur gert ævisögulega bíómynd um Richard M. Nixon, 37. forseta Bandaríkjanna, sem varð að segja af sér embætti í kjölfar Watergatehneykslisins. Stone segir Nixon hafa verið Churchill þeirra Bandaríkjamanna eins og fram kemur í samantekt Arnalds Indriðasonar. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 829 orð

Sérstæðurforseti

VIÐ fregnina um andlát Francois Mitterrands Frakklandsforseta hafa vítt um veröld verið rifjuð upp afdrifarík áhrif hans á ýmsum sviðum, m.a. átak hans í menningarmálum með uppbyggingu gamalla og nýrra menningarbygginga, þótt missagt sé að hann hafi byggt upp Orsaysafnið. Það gerði forveri hans Giscard d'Estaing, þótt vígslan félli á upphaf hans daga. Af nógu var samt að taka. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 2329 orð

Smáskammtalækningar hefðu aldrei dugað

Smáskammtalækningar hefðu aldrei dugað Óskar Þórðarson er fæddur á Akranesi 26. júlí árið 1959 og alinn upp á Skaganum. Foreldrar hans eru Halldóra Björnsdóttir og Þórður Óskarsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 2964 orð

Stefnulaust skipulag orkumála Skipulag og hugsanleg uppstokkun á sviði orkumála hefur talsvert borið á góma í kjölfar þess að

IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur óskað eftir tilnefningum í nefnd sem á að huga að framtíðarskipan orkumála. Hann telur að núverandi skipulag orkumála sé stefnulaust og leggur áherslu á að nefndin hraði störfum sínum. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 186 orð

Stjórnleysi

PÖNKIÐ lifir góðu lífi hér á landi þó ekki hafi borðið mikið á því undanfarið. Fyrir dyrum standa stórfelldir pönktónleikar átta sveita og eiga að hræra rækilega upp í íslenskri neðanjarðartónlist. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 1495 orð

Strandmyllan er hefðarhús Í skrifum sagnfræðinga um samskipti Dana og Íslendinga á fyrri tíð er svo að sjá sem margt hafi orðið

Strandmyllan er hefðarhús Í skrifum sagnfræðinga um samskipti Dana og Íslendinga á fyrri tíð er svo að sjá sem margt hafi orðið útundan og ekki hlotið þá athygli sem verðugt er, skrifar Pétur Pétursson. Nefnir hann þar góðvild og fyrirgreiðslu er margir íslenskir bændasynir nutu af hálfu danskra forvígismanna búnaðarsamtaka. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 606 orð

Um völd og áhrif í tölvuheiminum

TÖLVA er ekki merkilegra áhald en sigurverk úr tannhjólum. Aðeins má segja að tannhjólin séu óendanlega mörgum sinnum smærri og liprari í tölvunni en í vélrænum reiknivélum gamalla daga. Tölvunotkun er ekki vísindagrein sem felur neitt nýtt í sér sem rökfræði eða eðlisfræði fól ekki í sér fyrir. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 384 orð

Vinaleg togstreita

ÞEGAR poppfræðingar hafa litið yfir farinn veg og tekið íslenskar plötur til kosta er alltaf ein plata sem skarar þar framúr og lendir yfirleitt efst á lista. Sú heitir á Bleikum náttkjólum og var endurútgefin á geisladisk skömmu fyrir jól eftir að hafa verið ófáanleg í fjölda ára. Á þeirri plötu leiddu saman hesta sína Magnús Þór Jónsson, sem allir þekkja sem Megas, og Spilverk þjóðanna. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 202 orð

(fyrirsögn vantar)

BJÖRK Guðmundsdóttir fór til Bretlands í vikunni að undirbúa tónleikahald sitt þar í landi í janúar. Á fernum tónleikum hennar þar í landi leikur hljómsveitin Unun einnig, en helstu tónleikarnir eru í Wembley Arena 25. janúar. Meira
14. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 165 orð

(fyrirsögn vantar)

PÖNKIÐ lifir á Íslandi, eins og lesa má á síðunni, en það er útlit fyrir fjörugt pönksumar ytra því frést hefur að gömlu brýnin í Sex Pistols ætli að taka up þráðinn og fara í mikla Evrópureisu í sumar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.