Greinar föstudaginn 29. mars 1996

Forsíða

29. mars 1996 | Forsíða | 277 orð

Friðarsamningar í hættu

MIKIL óvissa ríkir um sambandsríki Króata og múslima í Bosníu vegna fjölmargra ágreiningsmála sem stefna friðarsamningunum í hættu, að sögn talsmanna Atlantshafsbandalagsins og milligöngumanna í gær. Meira
29. mars 1996 | Forsíða | 43 orð

Krossinn blessaður

ALEKSÍJ II., patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, blessar stærsta krossinn sem verður í dómkirkjunni í Moskvu. Jósef Stalín lét leggja kirkjuna í rúst snemma á fjórða áratugnum og verið er að endurreisa hana. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki á næsta ári. Meira
29. mars 1996 | Forsíða | 321 orð

Takmarkað bann við sölu á nautakjöti

DOUGLAS Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að breska stjórnin hefði lagt tímabundið bann við sölu á kjöti af nýslátruðum nautgripum eldri en 30 mánaða vegna kúariðu, sem óttast er að geti borist í menn og valdið banvænum heilahrörnunarsjúkdómi. Meira
29. mars 1996 | Forsíða | 126 orð

Tsjúbajs styður Jeltsín

ANATOLÍJ Tsjúbajs, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti vék úr embætti aðstoðarforsætisráðherra, kvaðst í gær styðja forsetann til endurkjörs í kosningunum í júní. "Fyrir mér vakir fyrst og fremst að koma í veg fyrir að Gennadíj Zjúganov [leiðtogi Kommúnistaflokksins] verði forseti Rússlands og ég tel að eina leiðin til að ná því markmiði sé að kjósa Jeltsín," sagði Tsjúbajs. Meira
29. mars 1996 | Forsíða | 143 orð

Vopnasala tvöfaldast

HELSTI vopnaútflytjandi í Rússlandi sagði í gær, að pantanir fyrir þetta ár væru komnar í rúmlega 462 milljarða ísl. kr., sem er meira en tvöföld vopnasala Rússa á síðasta ári. Interfax-fréttastofan hafði þetta eftir Alexander Kotelkín, aðalframkvæmdastjóra ríkisfyrirtækisins Rosvooruzheníje, en að hans sögn nam allur útflutningur rússneska hergagnaiðnaðarins 185 milljörðum kr. Meira

Fréttir

29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Aðalfundur BHM

AÐALFUNDUR Bandalags háskólamanna 1996 verður haldinn dagana 29. og 30. mars að Grand Hótel Reykjavík. Einkunnarorð fundarins eru: Menntun, samstaða, réttindi. Á fundinum verður fjallað um ráðningarréttindi, lífeyrisréttindi og samningsrétt félagsmanna og lögð fram drög að heildstæðri stefnuskrá fyrir bandalagið. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 142 orð

Afnám í áföngum?

SAKSÓKNARI Rússlands sagði í gær að ekki væri hægt að afnema dauðarefsingu nema í áföngum vegna stóraukinnar tíðni glæpa og "hryðjuverka". Evrópuráðið setti það sem skilyrði fyrir aðild Rússa að dauðarefsing yrði afnumin í Rússlandi eins og öðrum aðildarríkjum en veitti þriggja ára aðlögunartíma. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð

Arnar HU-1 kominn

ARNAR HU-1 kom til landsins í gærmorgun og liggur við Ægisgarð. Skagstrendingur hf. festi kaup á togaranum í lok síðasta árs á 450 milljónir króna. Skipinu verður breytt á næstunni fyrir um 150 milljónir, en búist er við að Arnar HU verði tilbúinn á veiðar í byrjun maí. Togarinn kemur í stað annars samnefnds togara Skagstrendings sem var seldur til Grænlands í október síðastliðnum. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON

LÁTINN er Ásgrímur Halldórsson, heiðursborgari á Hornafirði, 71 árs að aldri. Ásgrímur var í forystusveit þeirra athafnamanna sem lögðu grunninn að vexti og viðgangi Hornafjarðar. Hann var í 11 ár í hreppsnefnd Hafnar og nokkur ár sem oddviti. Ásgrímur var kaupfélagsstjóri KASK frá 1953-1975. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Basar og kaffisala í Sunnuhlíð

VORBASAR verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar laugardaginn 30. mars kl. 14. Seldir verða ýmsir munir unnir af fólki í Dagdvöl og einnig heimabakaðar kökur og lukkupokar. Kaffisala verður í matsal þjónustukjarna og heimabakað meðlæti á boðstólum. Allur ágóði rennur til styrktar starfsemi Dagdvalar þar sem eldra fólk dvelur daglangt og nýtur ýmissar þjónustu. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 181 orð

Blass svarað innan fimm daga

SAMSKIPTALEYSI í ráðuneyti samgöngumála er meginorsök þess að Ísraelsmaðurinn Emanuel Blass sem lenti í hrakningum á Vatnajökli í ágúst, hefur ekki fengið svar ráðuneytis við erindi sínu, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar aðstoðarmanns ráðherra. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Blass sendi erindi sitt til ráðuneytisins. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Breskir seljendur á kompudögum í Kolaportinu

KOLAPORTIÐ efnir til sérstakra kompudaga um helgina og býður þá seljendum notaðra muna sérstakan afslátt af básaverði. Er efnt til slíkra daga öðru hverju til að hvetja sem flesta til þátttöku, en svokallað kompudót er vinsælt á markaðstorginu og aldrei nóg af slíkum varningi, að sögn forráðamanna Kolaportsins. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Dagur stjórnmálafræði

STJÓRN Félags stjórnmálafræðinga stendur fyrir svokölluðum Degi stjórnmálafræðinnar laugardaginn 30. mars. Tilefnið er tvíþætt. Annars vegar fyrirhuguð uppstokkun á námi í stjórnmálafræði við HÍ og hins vegar aðalfundur félagsins. Fundurinn verður haldinn í Litlu-Brekku (bak við Lækjarbrekku) og hefst með umræðum um námið í stjórnmálafræði kl. 14.30. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 270 orð

Eftirspurn hefur stóraukist

"ÞAÐ er alveg vitlaust að gera, við pökkum eins og við mögulega getum og reynum hvað við getum að anna aukinni eftirspurn," sagði Hjalti Hjaltason, verkstjóri á frystihús KEA á Dalvík, en þar er fiski pakkað í neytendaumbúðir fyrir Tesco í Bretlandi. Hjá frystihúsi KEA í Hrísey er það sama upp á teningnum, en þar er fiski pakkað fyrir Marks og Spenser í Bretlandi. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 130 orð

Einhuga um niðurskurð

SAMTÖK norskra sauð- og geitfjárræktenda segjast ekki munu hika við að skera niður um 100.000 fjár á Hörðalandi og Rogalandi verði það talið nauðsynlegt til að komast fyrir riðuveikina, sem þar hefur herjað frá því á síðasta áratug. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 732 orð

Ekki enn skipað í framkvæmdanefnd Landsmóts

FORSVARSMENN Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri eru orðnir langeygir eftir því að stjórn Landssambands hestamannafélaga skipi framkvæmdanefnd fyrir Landsmótið á Melgerðismelum árið 1998. Sigfús Helgason, formaður Léttis, segir orðið mjög brýnt að nefndin hefji störf sem fyrst, m.a. vegna markaðssetningar á mótinu erlendis og hann vonast til að biðin fari að taka enda. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 530 orð

Ekki lagabrot

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að því að samgönguráðuneytið hafi ekki brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla með ráðningu karlmanns í stöðu forstöðumanns reiknistofu Pósts- og símamálastofnunar. Kona, ein þriggja annarra umsækjenda um stöðuna, óskaði eftir því að kærunefndin kannaði og tæki afstöðu til þess hvort ráðningin bryti í bága við lögin. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Endurskoða þarf Seðlabankalög

ÞRÖSTUR Ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir nauðsynlegt að endurskoða þá löggjöf sem nú sé í gildi um bankann. Segir hann m.a. nauðsynlegt að skýra betur stöðu bankans gagnvart ríkisstjórn hverju sinni auk þess sem markmið bankans þurfi að vera mun skýrari en nú er. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Seðlabankans í gær. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 254 orð

Evrópskt nautakjöt bannað

FÁRIÐ vegna kúariðunnar í Bretlandi og óttans við að það geti valdið heilarýrnarsjúkdómi í mönnum veldur því að á mörgum landamærastöðvum er fylgst jafn vandlega með öllu sem líkst getur kjötsmygli. Mætti ætla að um hættulegt fíkniefni væri að ræða. Lengst allra gengu menn í fátækasta landi Evrópu; þar var allur innflutningur á nautakjöti frá öðrum Evrópulöndum bannaður. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Eygló sýnir í Gallerí+

Eygló sýnir í Gallerí+ GALLERÍ+ í Brekkugötu 14 hefur sýningu á verkum Eyglóar Harðardóttur á morgun, laugardaginn 30. mars kl. 14. Sýningin stendur í þrjár vikur og lýkur henni sunnudaginn 14. apríl. Gallerí+ er opið frá kl. 14 til 18 um helgar, en er lokað á virkum dögum. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fegurðardísir kynntar á Borginni

HIN árlega fegurðarsamkeppni Reykjavíkur verður haldin á Hótel Íslandi föstudaginn 12. apríl nk. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni hafa að undanförnu verið á æfingum undir stjórn Helenar Jónsdóttur. Í kvöld, föstudag, verða stúlkurnar kynntar á sérstöku kynningarkvöldi á Hótel Borg. Þar munu þær koma fram og gestir verða fræddir um undirbúning keppninnar. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 119 orð

Fegurðardrottning Norðurlands valin í kvöld

ELLEFU stúlkur taka þátt í Fegurðarsamkeppni Norðurlands sem fram fer í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld. Þær eru Guðrún Björg Unnsteinsdóttir, 20 ára, Auður Geirsdóttir, 20 ára, Hólmfríður Guðnadóttir, 19 ára, Telma Sigtryggsdóttir, 21 árs, Sunna Svansdóttir 21 árs, Þórdís Ólafsdóttir 21 árs, Unnur Friðriksdóttir 18 ára, Rannveig Vilhjálmsdóttir 17 ára, Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 380 orð

Flugfarþegum fjölgaði um 7% milli ára

ERLENDIR flugfarþegar sem komu til landsins í janúar og febrúar eru 7% fleiri en á sama tíma í fyrra að sögn Steins Lárussonar forstöðumanns ferðaþjónustudeildar Flugleiða og er vonast til að svipuð aukning verði í mars. Meira
29. mars 1996 | Miðopna | 713 orð

Forsendur hækkana skortir hér Niðurstöður samanburðar Verslunarmannafélags Reykjavíkur á launum hér á landi og í Danmörku þurfa

BENEDIKT Kristjánsson formaður Kaupmannasamtaka Íslands og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands segja niðurstöður samanburðar sem gerður var fyrir VR á launum verslunar- og skrifstofufólks á Íslandi og í Danmörku ekki koma á óvart. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Framtíð Rússlands og evrópskt öryggi

CHRISTOPHER N. Donnelly, sérfræðingur framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í málefnum Rússlands og fyrrum Mið- og Austur- Evrópuríkja, flytur erindi á sameiginlegum hádegisverðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Sunnusal (Átthagasal) á Hótel Sögu, laugardaginn 30. mars nk. kl. 12. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fyrsta Íslandstitill Austfirðinga

KVENNALIÐ Þróttar frá Neskaupstað varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í blaki er það sigraði HK í þremur hrinum fyrir austan. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Austfirðinga í flokkaíþrótt og fögnuður heimamanna var mikill í leikslok í gær. Óvænt úrslit urðu í fyrstu úrslitaleikjum karla í handknattleik og körfuknattleik í gærkvöldi. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Grandadagur

GRANDI HF. heldur í dag, föstudaginn 29. mars, sinn árlega Grandadag sem haldinn er undir yfirskriftinni: Fiskur - já takk. Reiknað er með því að um 2 þúsund grunnskólanemar og kennarar heimsæki Granda auk eldri borgara og 20 fegurðardrottninga. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 355 orð

Hagnaður SÍF í fyrra varð 169 milljónir kr.

HAGNAÐUR af rekstri SÍF hf. á síðasta ári var um 169 milljónir króna eftir skatta. Það er aukning um 5 milljónir króna frá fyrra ári, þrátt fyrir samdrátt í útflutningi. Rekstur dótturfélaganna gekk einnig vel og skiluðu þau hagnaði. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, segist ánægður með útkomuna, enda hafi hún verið betri en búizt hafði verið við. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 276 orð

Hátt á þriðja hundrað aðilar fá frumvarpið til umsagnar

FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis hefur sent frumvarp um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til umsagnar talsvert á þriðja hundrað aðila í þjóðfélaginu. Er umsagnarfrestur veittur til 17. apríl. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 24 orð

Heiðursborgari jarðsunginn

JARÐARFÖR Ragnars Guðleifssonar fyrsta heiðursborgara Keflavíkur fór fram frá Keflavíkurkirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Ólafur Örn Jónsson, sóknarprestur í Keflavík jarðsöng. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð

Herra Hafnarfjörður

MÓDELKEPPNIN Herra Hafnarfjörður er nú haldin í fyrsta sinn. 24 karlar hófu þátttöku í þessari keppni og hefur forval farið fram. Níu bestu þátttakendurnir keppa svo til úrslita og verða þeir kynntir í verslunarmiðstöðinni Miðbæ í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 29. mars, kl. 17. Einnig verður sýnt atriði úr leikritinu "Standing On My Knees" sem sýnt er í Loftkastalanum um þessar mundir. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 267 orð

Jaruzelski fyrir rétt RÉTTARHÖLD h

RÉTTARHÖLD hófust í gær yfir Wojciech Jaruzelski og 11 öðrum forystumönnum kommúnistaflokksins í Póllandi vegna drápa öryggissveita á 44 andófsmönnum árið 1970. Héraðsdómstóll í Gdansk fjallar um málið og varð við beiðni verjenda um að fresta vitnaleiðslum um þrjá mánuði. Meira
29. mars 1996 | Landsbyggðin | 372 orð

Kontrapunktur í Brúarási

Vaðbrekka, Jökuldal.-Nemendur Tónlistarskóla Norður-Héraðs hafa undanfarið keppt í þekkingu á sígildri tónlist í keppni sem er uppbyggð á svipaðan hátt og Kontrapunktur í sjónvarpinu. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 135 orð

Kröfur Rússa ekki eðlilegar

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir að kröfur Íslendinga í þeim síldarviðræðum sem staðið hafa yfir við Rússa, Norðmenn og Færeyinga miðist við dreifingu stofnsins eins og hún var á síldarárunum og það sem skapi vandann nú sé að dreifingin sé ekki með sama hætti nú og það sé ef til vill helsta ástæðan fyrir því að strandþjóðirnar hafi átt erfitt með að koma sér saman um niðurstöðu. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Langur laugardagur á morgun

LANGUR laugardagur verður á Laugavegi og nágrenni 30. mars og verða verslanir opnar frá kl. 10­17. Að þessu sinni verður lögð áhersla á páskana með Páskaeggjaleik Nóa-Síríus. Viðskiptavinir eiga þess kost að taka þátt í Páskaeggjaleik þeirrar verslunar sem þeir versla við og geta átt von á að hreppa páskaegg frá Nóa-Siríus í lok dagsins. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Laufás- prestakall

FERMINGARFRÆÐSLA í Grenivíkurskóla á sunnudag, 31. mars, kl. 11. Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju á sunnudag kl. 14. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Samvera fermingarbarna og foreldra þeirra í Laufáskirkju mánudagskvöldið 1. apríl kl. 21. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Lesið í ísinn í Perlunni

LÍKANIÐ að ofan er einn af gripunum á sýningunni Lesið í ísinn í Perlunni 29. mars til 14. apríl. Sýningin kemur frá Danmörku og gefur lifandi mynd af dansk/íslensku borununum í Grænlandsjökli í byrjun tíunda áratugarins. Sýningin er opin milli kl. 15 og 20 virka daga og um helgar og hátíðisdaga milli kl. 11 og 18. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 352 orð

Leyniþjónusta sem brást hlutverki sínu

RANNSÓKNARNEFND, sem fjallaði um morðið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu, sem birt var í gær, að Shin Bet, ísraelska leyniþjónustan, hafi haft að engu upplýsingar um, að ofstækisfullur gyðingur ætlaði að myrða forsætisráðherrann. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Mannlíf í Deiglunni

Mannlíf í Deiglunni ÞRIÐJA ljósmyndasýning Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar, ÁLKA, verður opnuð í Deiglunni í Grófargili á morgun, laugardag kl. 13. Alls taka 19 klúbbfélagar þátt í sýningunni, en myndirnar eru 40, bæði svart/hvítar og litmyndir, en yfirskrift sýningarinnar er Mannlíf. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Margrét sýnir í Gallerí Allrahanda

MARGRÉT Birgisdóttir opnar sýningu á grafíkverkum í Gallerí Allrahanda í Grófargili á morgun, laugardaginn 30. mars kl. 15. Margrét er fædd í Reykjavík 1954 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1976. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
29. mars 1996 | Fréttaskýringar | 1041 orð

Mikilvægt að nýta vel fjármagnið sem fer í tryggingamál

­VIÐ höfum með okkur náið samstarf, lítum á þetta verkefni sem eins konar teymisvinnu, það að byggja upp árangursríkt starf Tryggingastofnunar og sjáum fyrir okkur ýmislegt sem betur má fara í skipulagi hennar og rekstri. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Niðurstaða í fyrsta lagi í næstu viku

"ÉG kalla okkur góða ef við klárum að vinna úr mælingum togararallsins í næstu viku, en svo mikið er víst að engar upplýsingar er að hafa fyrir þann tíma," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, í gær Meira
29. mars 1996 | Landsbyggðin | 137 orð

Ný áhaldaog tækjageymsla

Siglufirði-Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði tók formlega í notkun nýbyggða áhalda- og tækjageymslu um sl. helgi. Hús þetta, sem stendur við Þormóðsbúð, mun gjörbreyta allri aðstöðu björgunarsveitarinnar. Þar verða m.a. hýst þau tæki og tól sem eru í eigu sveitarinnar og mun björgunarbátur verða staðsettur á sérstökum sleða sem liggja mun út í sjó. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Nýir naglar í hjólbarða

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að veita Einari Einarssyni 250 þúsund króna styrk vegna prófana á nýrri gerð nagla í hjólbarða. Í erindi framkvæmdastjóra atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur, kemur fram að Einar hafi hannað nýja gerð af nöglum í hjólbarða, sem ráðgert sé að láta prófa á rannsóknarstofu í Finnlandi. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Nýjum ökumönnum boðið

RAUÐI kross Íslands býður öllum þeim sem öðlast almenn ökuréttindi á þessu ári á námskeið í skyndihjálp án endurgjalds. Hundruð nýrra ökumanna um land allt hafa nú þegar fengið boð félagsins um þátttöku í námskeiði ásamt bæklingi þar sem fjallað er um nokkur grunnatriði í skyndihjálp. Bæklingnum fylgir ávísun fyrir námskeiðsgjaldi allt að 4.000 kr. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 371 orð

Óánægja með takmarkaðan bótarétt

LANDSSAMBAND vörubifreiðastjóra ákvað á aukaþingi sínu fyrir skömmu að segja sig úr Alþýðusambandi Íslands. Í Landssambandi vörubifreiðastjóra eru 350 félagsmenn og voru greidd atkvæði þeirra eða fulltrúa á aukaþinginu 158 talsins, þar sem úrsögn var samþykkt einróma. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 417 orð

Ólafur Ragnar Grímsson í kjöri til forsetaembættis

ÓLAFUR Ragnar Grímsson alþingismaður tilkynnti í gær þá ákvörðun sína að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara í júní næstkomandi. "Í kjölfar mikilla umræðna og umhugsunar sem fram hefur farið hér á heimilinu þá hef ég ákveðið að lýsa því yfir nú að ég gef kost á mér til þess að gegna embætti forseta Íslands, Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Páskakalkúnninn tilbúinn

NEYSLA á kalkún um páskahátíðina hefur færst í vöxt á seinustu árum, en hún er þó enn miklu minni en um jólin. Á Reykjum í Mosfellssveit hefur verið ræktaður kalkúnn síðan árið 1946. Framleiðslan hefur aukist umtalsvert á allra síðustu árum og er ársframleiðslan nú 40-50 tonn. Jón Magnús Jónsson, bóndi á Reykjum, heldur hér á fullorðnum kalkún. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Páskar nálgast

PÁSKAHELGIN er um aðra helgi og margir farnir að undirbúa hátíðina, að minnsta kosti í huganum. Eflaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar og ætla að nota fríið sem þá gefst frá daglega amstrinu til hvíldar eða útiveru, og ef veður leyfir munu skíðastaðirnir njóta vinsælda sem fyrr. Páskaeggin eru fyrir nokkru farin að fylla hillur í verslunum og bíða þar kaupendanna. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Persson tekur sjálfur að sér Evrópumálin

EFTIR breytingar Görans Perssons forsætisráðherra á sænsku stjórninni er ekki lengur neinn sérstakur Evrópuráðherra. Mats Hellström sem áður var Evrópuráðherra, auk þess að vera norrænn samstarfsráðherra og utanríkisverslunarráðherra, var leystur frá embætti og enginn skipaður í hans stað. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 340 orð

Rangar fullyrðingar um skuldasöfnun

"ÞAÐ er erfitt að taka afstöðu til talna, sem borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna setur fram, þegar forsendur þeirra talna hafa ekki verið kynntar. Ég veit ekki á hverju sjálfstæðismenn byggja þegar þeir segja að skuldir borgarinnar verði 16,7 milljarðar í lok kjörtímabilsins, en það stenst ekki," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ráðherra felur lögfræðfræðingi að kanna málið

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur falið Sveini Snorrasyni hæstaréttarlögmanni að kynna sér öll gögn varðandi þann ágreining sem er uppi vegna lagningar Borgarfjarðarbrautar í Reykholtsdalshreppi og ræða við heimamenn. Halldór tilkynnti þetta á fundi með þingmönnum Vesturlandskjördæmis í gær þar sem fjallað var um málið. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Ráðstefna um lífríki hafsins

SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Háskóla Íslands, Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands halda ráðstefnu um lífríki hafsins og fiskveiðar Íslendinga. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegstofnunar Háskóla Íslands, setur ráðstefnuna og eftirtalin erindi verða flutt: Hafið umhverfis land. Unnsteinn Stefánsson, prófessor emeritus, Háskóla Íslands. Fæðukeðjan í hafinu. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 225 orð

Rússar reyna að ná sem mestu landi

RÚSSNESKT herlið réðst gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjníju á þremur vígstöðvum í gær. Virðist það vaka fyrir Rússum að ná sem mestu landsvæði á sitt vald áður en Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kynnir nýja friðaráætlun á sunnudag. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Samstaða Rússa og Norðmanna

VLADÍMÍR Kórelskíj, sjávarútvegsráðherra Rússlands, segir að full samstaða sé á milli Noregs og Rússlands í sjávarútvegsmálum og samstarf ríkjanna með ágætum. "Við munum eiga samstarf um síld, þorsk, ýsu og krabba. Við munum nýta sameiginlegar auðlindir okkar í Barentshafi í sameiningu," sagði Kórelskíj við blaðamenn í Tromsø. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 932 orð

Skipverjar með ísaxir

SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði tók svokallað mælibréf litháíska togarans Anyksciat, sem liggur við festar í Hafnarfjarðarhöfn, í sína vörslu í fyrrakvöld vegna skulda. Togarinn hefur því ekki haffærisskírteini og kemst hvergi. Í fyrrakvöld tók fyrirtækið IceMac flökunarvél úr skipinu með aðstoð fjölmenns lögregluliðs. Fyrirtækið Friðrik A. Jónsson hf. Meira
29. mars 1996 | Fréttaskýringar | 611 orð

Stefnt að 80% endurnýtingu hjálpartækja

UMSVIF í hvers kyns nýjum hjálpartækjum og þjónustu við þau eru um 550 milljónir króna árlega og talið er að um fjórðungur þjóðarinnar þurfi á slíkum tækjum að halda til að vera færari um að taka eðlilegan þátt í daglegu samfélagi. Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins sem gerð var að sjálfstæðri deild fyrir ári sér m.a. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 643 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 649 orð

Stjórnmálafræðingar ætla ekki allir á þing

STJÓRNMÁLAFRÆÐINGAR halda á morgun, laugardag, dag stjórnmálafræðinnar á Litlu-Brekku við Lækjargötu. Formaður Félags stjórnmálafræðinga er Steinunn Halldórsdóttir, en félagið er nú að ljúka fyrsta starfsári sínu og verður aðalfundur jafnframt haldinn á morgun. Meira
29. mars 1996 | Fréttaskýringar | 801 orð

Stofnunin verði hlýleg og framsækin og veiti góða þjónustu

SEXTÍU ár eru um þessar mundir liðin frá því Tryggingastofnun ríkisins tók til starfa en lög um alþýðutryggingar tóku gildi 1. febrúar 1996 og komu til framkvæmda 1. apríl sama ár. Má telja lögin mikilvægasta framfaraspor í félagsmálum fyrr og síðar en á þeim hafa almannatryggingar síðan byggst með nauðsynlegum breytingum og viðbótum. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Stúlka slasast alvarlega

UNG stúlka slasaðist alvarlega þegar hún varð fyrir bíl á Kringlumýrarbraut á móts við Bústaðaveg um miðjan dag í gær. Stúlkan var að leiða reiðhjól yfir götuna þegar hún varð fyrir bifreið. Ekki fengust upplýsingar frá lögreglu um nánari málsatvik, en að sögn hennar dró bifreiðin á eftir sér óskráða vélsleðakerru. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 434 orð

Styðja málstað Hamas en hafna ofbeldi

STOFNAÐUR hefur verið á Gaza- svæðinu nýr flokkur múhameðstrúarmanna sem fylgir helstu stefnumálum Hamas-samtakanna en hafnar því að ofbeldi sé beitt til að fylgja þeim eftir. Flokkurinn, sem nefnist Íslamski endurreisnarflokkurinn, var stofnaður með aðstoð Yassers Arafats, forseta sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna, Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 295 orð

Sýkna í máli vegna uppsagnar þungaðrar konu

HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við dómi Héraðsdóms Norðurlands og sýknaði Dagsprent á Akureyri af kröfum blaðakonu, sem sagt hafði verið upp starfi meðan hún var þunguð. Af hálfu blaðsins var því haldið fram að uppsögnin ætti rætur að rekja til erfiðrar fjárhagsstöðu blaðsins en ekki til þungunar konunnar. Hæstiréttur telur að gild rök hafi verið færð fyrir að svo hafi verið. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Söfnun fyrir Staðarfell

SÁÁ mun í dag, föstudaginn 29. mars, standa að söfnun á Rás 2 til að byggja upp meðferðarstarfið á Staðarfelli í Dölum. Söfnunin nefnist: Stöndum með Staðarfelli og er tekið á móti framlögum í síma 5- 687-123. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 239 orð

Telja að EES-lausn geti hentað Bretum

ÁTTA þingmenn brezka Íhaldsflokksins, sem teljast til uppreisnarmanna gegn Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar, hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tengsl Bretlands við Evrópusambandið. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Tuttugu stúlkur í Elite keppni

STÚLKURNAR, sem eru í úrslitum í Elite ljósmyndafyrirsætukeppninni, koma fram á Café Óperu í kvöld, föstudagskvöldið 29. mars. Þar fer fram kynning á keppninni sjálfri og keppendum sem koma framm á tískusýningu. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 58 orð

Töluðu á móti fréttum og unnu

LIÐ Hagaskóla sigraði í ræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur í gærkvöldi. Lið frá Hagaskóla hefur alla tíð staðið sig vel í keppninni, en Rimaskóli var að keppa í fyrsta skipti. Gautur Sturluson úr Hagaskóla var kosinn ræðumaður kvöldsins. Umræðuefnið í úrslitakeppninni var "Fréttir". Rimaskóli mælti þeim bót, en Hagaskóli mælti á móti. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ullariðnaður að Álafossi í Mosfellsbæ 100 ára

100 ÁR verða liðin 1. apríl 1996 síðan ullarverksmiðjan að Álafossi var stofnuð. Af því tilefni vill ÍSTEX hf. sem tók við 95 ára samfelldum rekstri Álafoss árið 1991 vekja athygli á starfseminni og merkilegri sögu ullariðnaðar í Mosfellsbæ. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 350 orð

Unun fær tilboð um milljóna útgáfusamning

HLJÓMSVEITIN Unun hefur fengið tilboð frá ýmsum breskum hljómplötuútgáfum um útgáfu undarfarnar vikur. Í vikunni fór hljómsveitin til Bretlands á vegum einnar útgáfunnar, Polydor, sem vill gera við hljómsveitina samning um útgáfu á fimm breiðskífum á næstu árum. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 69 orð

Verkfalli mótmælt

REIÐIR verslunarmenn í Marseille við ráðhús borgarinnar mótmæla verkfalli starfsmanna í opinberum samgöngufyrirtækjum í gær. Verkfallið hefur staðið í 10 daga og valdið miklum truflunum á viðskiptum en starfsmenninrir krefjast þess að hrundið verði í framkvæmd ákvæðum samninga sem gerðir voru í janúar til að binda enda á víðtæka vinnustöðvun í Frakklandi. Meira
29. mars 1996 | Miðopna | 1719 orð

Vinnustaðasamningur hagsbót fyrir alla Starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda

Félagsmenn fimm verkalýðsfélaga gera samning við Slippstöðina Odda hf. Vinnustaðasamningur hagsbót fyrir alla Starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akureyri undirrituðu nýjan vinnustaðasamning við fyrirtækið í síðustu viku. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 325 orð

Yfirlýsing frá stjórn Nýherja

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frétt frá Nýherja: "Í fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöldi birtist frétt um Nýherja og starfslok Gunnars M. Hanssonar forstjóra. Af fréttinni hefði mátt ráða að starfslokin mætti að einhverju leyti rekja til samkeppni á tövlumarkaði og erfiðleika í rekstri Stöðvar 3. Því fer fjarri. Gunnar M. Meira
29. mars 1996 | Erlendar fréttir | 128 orð

Zúlúmenn skaka vopnin

SUÐUR-AFRÍSKUR lögreglumaður fylgist með zúlúmönnum, vopnuðum kylfum og spjótum, í mótmælagöngu í Jóhannesarborg í gær. Um 7.000 manns tóku þátt í mótmælunum en tilefni þeirra var að tvö ár voru liðin frá því að átta zúlúmenn úr Inkatha-flokki zúlúhöfðingjans Mangosuthu Buthelezi voru skotnir í átökum við húsakynni flokks Nelsons Mandela forseta, Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 274 orð

Þakkarbréf frá Bill og Hillary

"MÉR finnst gaman að sitja á þessu skeri í miðju Ballarhafi og fá kveðju frá forseta Bandaríkjanna. Hann hefur greinilega kunnað að meta, að ég útnefndi hann mann ársins í mynd sem ég teiknaði í desember," segir Sigmund Jóhannsson, teiknari í Vestmannaeyjum. Sigmund teiknaði mynd, sem birtist í Morgunblaðinu í desember sl. Meira
29. mars 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Þegar hafist handa við endurbætur

ALÞJÓÐAFYRIRTÆKIÐ Nutra Sweet Kelco (NKC) hefur ákveðið að kaupa 67% hlut ríkisins í Þörungaverksmiðjunni að Reykhólum og er kaupverðið 29 milljónir króna. Samningar þessa efnis verða undirritaðir að Reykhólum í dag í tengslum við aðalfund Þörungaverksmiðjunnar. Að sögn þeirra Richards K. Searle og Jerry G. Meira
29. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Öllu starfsfólki sagt upp störfum

ÖLLU starfsfólki frystihúss Útgerðarfélags Akureyringa á Grenivík, alls um 40 manns, var sagt upp störfum í gær með eins mánaðar fyrirvara. Ástæða uppsagnanna er fyrirsjáanlegur hráefnisskortur. Frosti ÞH er um það bil að verða búinn með sinn kvóta og fer væntanlega á úthafskarfaveiðar og verður allur afli frystur um borð. Meira

Ritstjórnargreinar

29. mars 1996 | Leiðarar | 580 orð

LEIDARI LÁGLAUNALANDIÐ ÍSLAND IÐURSTÖÐUR könnunar, sem

LEIDARI LÁGLAUNALANDIÐ ÍSLAND IÐURSTÖÐUR könnunar, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur gert á launum verzlunarmanna hér á landi annars vegar og í Danmörku hins vegar rennir stoðum undir þá skoðun, að Ísland sé láglaunaland í samanburði við nágrannalöndin. Meira

Menning

29. mars 1996 | Tónlist | 488 orð

Að hasla sér völl

Flutt voru verk eftir Bizet, Mascagni, Sibelius, Mozart og Tsjaíkovskí. Einleikari: Peter Máté. Stjórnandi: Guðni Emilsson. Fimmtudagurinn 28. mars 1996 ÞAÐ eru stór tíðindi er ungur hljómsveitarstjóri kveður sér hljóðs og ekki síst vegna þess að fáir Íslendingar hafa fetað þann torsótta veg, sem þeir þurfa að rata, er ætla sér að verða hljómsveitarstjórar, Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 133 orð

Aurora Borealis

FÆREYSKI kórinn Aurora Borealis undir stjórn Ólavs Jøkladal heldur tónleika á laugardag kl. 16 í Norræna húsinu. Aurora Borealis er 18 manna kór ungs fólks á aldrinum 16-30 ára. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt, allt frá miðaldatónverkum til þjóðlegra söngverka, bæði veraldlegra og trúarlegra, gospels og nútíma tónsmíða. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 146 orð

Áfram stelpur

Áfram stelpur HOLLENSKA kvikmyndin "Antonia's Line" var kosin besta erlenda kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni sl. mánudag. Myndin lýsir reynslu aldraðrar konu sem komin er á grafarbakkann og upprifjun hennar á lífi sínu allt frá seinni heimsstyrjöldinni. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 122 orð

Daniels leikur lögmann

JEFF Daniels, leikarinn frægi, sem ef til vill er þekktastur fyrir leik sinn í myndinni "Dumb and Dumber" ásamt Jim Carrey, hefur samið um að leika lögmann í gamanmyndinni "Winnemucca". Lögmaðurinn sá missir af mikilvægum réttarhöldum og besti vinur hans læst vera lögmaður og tekur að sér að verja sakborninginn. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 170 orð

Ef Kurt væri á lífi...

SIGURÐUR Þór Einarsson, tvítugur Húsavíkingur, á sér tvær uppáhaldshljómsveitir og heita þær Nirvana og Guns'n'Roses. Hann á hvorki fleiri né færri en fjórar LP- vínilplötur, þrettán 7" vínilplötur og 38 geislaplötur með Nirvana. Auk þess á hann tvö Nirvana-póstkort af fimmtíu slíkum í heiminum. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 158 orð

Einsöngvarapróf í Langholtskirkju

TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Langholtskirkju laugardaginn 30. mars nk. og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir eru fyrri hluti einsöngvaraprófs Helgu Rósar Indriðadóttur, mezzósópran, og Margrétar Sigurlaugar Stefánsdóttur, sópran, frá skólanum. Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík leikur. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 76 orð

Enn ein sýning á Oklahoma

NEMENDAÓPERA Söngskólans í Reykjavík hefur síðastliðnar tvær helgar sýnt Oklahoma í Íslensku óperunni. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og verður því enn ein sýning á laugardagskvöld. Söngleikurinn Oklahoma er eftir Rodgers og Hammerstein, hér í þýðingu Óskars Ingimarssonar og Guðmundar Jónssonar óperusöngvara. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 69 orð

Gunnar Örn sýnir á Húsavík

GUNNAR Örn myndlistarmaður heldur málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík 31. mars til 8. apríl. Sýningin verður opin daglega kl. 15-19. Lokað föstudaginn langa. Gunnar Örn hélt fyrstu einkasýningu sína 1970 og hefur síðan haldið 32 einkasýningar, þar af 27 á Íslandi, tvær í Kaupmannahöfn og tvær í New York. Gunnar Örn var fulltrúi Íslands á tvíæringnum (Biennal) í Feneyjum 1988. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 125 orð

Hljómsveitarverk og óperukórar

SELKÓRINN á Seltjarnarnesi og Lúðrasveit Seltjarnarness munu halda tónleika á Blönduósi laugardaginn 30. mars. Tónleikarnir verða í Blönduósskirkju og hefjast kl. 16. Á efnisskránni eru þekkt hljómsveitarverk og óperukórar. Lúðrasveitin flytur Nótt á Nornastóli eftir Moussorgsky, Forleikinn að William Tell eftir Rossini og konsert fyrir básúnu og hljómsveit eftir Rimsky Korsakov. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 219 orð

Hugleikur sýnir Páskahret

PÁSKAHRET nefnist nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Hjartarson, sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í dag, föstudag, 29. mars. Í kynningu segir: "Leikritið er í senn fyndið gamanleikrit með sakamálaívafi og gamansamt sakamálaleikrit þar sem glæpasögu í Agötu Christie-stíl er plantað niður í íslenskt umhverfi. Í leiðini er skotið á ýmsa þætti í íslensku þjóðlífi. Meira
29. mars 1996 | Myndlist | -1 orð

"Hvað sér apinn?"

Ólafur Gíslason. Nana Petzet. Opið alla daga frá 14-18 til 31 marz. Aðgangur ókeypis. ER NÆMI hins venjulega manns meiri en apans gætu ýmsir spurt sig eftir skoðun sýningar Ólafs Gíslasonar og Nönu Petzet í öllum sölum Nýlistasafnsins, að setustofunni undanskilinni. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 472 orð

"Ílát"

Sigríður Erla Opið frá kl. 10-18 rúmhelga daga, kl. 12-18 laugardaga og kl. 14-18 sunnudaga til 1. apríl. Aðgangur ókeypis. SIGRÍÐUR Erla nefnir framkvæmd sína einfaldlega "ílát" og er það mjög við hæfi, því um er að ræða ýmiss konar brúkshluti. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 224 orð

Krossferillinn í Stöðlakoti

ANNA Guðrún Torfadóttir opnar sýningu á laugardag á fjórtán nýjum grafíkverkum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Fjórtán krossferilsmyndir í einni samræmdri myndröð eru með elstu viðfangsefnum evrópskra listamanna. Anna sýnir nú útfærslu sína á þessu sígilda verkefni, unna í dúkristu. Myndirnar eru frá árinu 1996. Í dúkristunum notar Anna ýmis hefðbundin tákn kristinnar kirkju. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 110 orð

Laugarásbíó frumsýnir Náið þeim stutta

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Náið þeim stutta eða "Get Shorty" með John Travolta, Gene Hackman, Rene Russo og Danny DeVito í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um handrukkarann Chili Palmer sem fær það verkefni að hafa uppi á náunga einum sem skuldar yfirmanni hans peningar. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 102 orð

Leigh í Washingtontorgi

JENNIFER Jason Leigh, sem síðast lék í myndinni "Georgia", hefur tekið að sér að leika í kvikmyndinni "Washington Square", eða Washingtontorgi. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Henry James og fjallar um einhleypa konu sem yngri maður verður ástfanginn af. Tilraunir hans til að vekja hrifningu hennar vekja litla hrifningu hjá föður hennar, sem er mjög stjórnsamur. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 334 orð

Litli ljóti andarunginn

CHRISTIAN Slater er 26 ára. Hann er því töluvert yngri en keppinautar hans um titilinn hjartaknúsari Hollywood. Keanu Reeves, Johnny Depp og Brad Pitt eru allir á fertugsaldri. Hvaða álit hefur Slater á sjálfum sér í samanburði við þá? "Ég er ljótari. Það eru bara allir myndarlegri en ég. Ó já, ég er litli ljóti andarunginn - þannig líður mér," segir Christian. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 75 orð

Ljósmyndasýning í Gallerí Geysi

LJÓSMYNDASÝNING ljósmyndafélagsins RGATM verður opnuð á laugardag kl. 16 í Gallerí Geysi, Hinu húsinu, við Ingólfstorg. Ljósmyndafélagið RGATM er áhugamannahópur þar sem flestir stunda nám í ljósmyndun, en aðrir eru viðriðnir félagsskapinn að einhverjum hætti. Myndirnar á sýninguni eru allt frá mannamyndum til landslagsmynda. Gallerí Geysir er opið alla virka daga milli kl. Meira
29. mars 1996 | Kvikmyndir | 706 orð

Lokatúr í Las Vegas

Leikstjóri Mike Figgis. Handritshöfundur Mike Figgis, byggt á sögu Johns O'Brians. Kvikmyndatökustjóri Declan Quinn. Tónlist Mike Figgis. Aðalleikendur Nicolas Cage, Elisabeth Shue, Julian Sands. Bandarísk. Lumiere/UA 1995. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 161 orð

"Maður verður að gera það sem maður verður að gera"

SKAGALEIKFLOKKURINN frumsýnir leikritið "Maður verður að gera það sem maður verður að gera" eftir Benóný Ægisson í kvöld kl. 20.30. Í kynningu segir: "Maður verður að gera það sem maður verður að gera" er skopleikur um karlmennsku og gerist á bifreiðaverkstæði. Eigandi bifreiðaverkstæðisins er nýfallinn frá og ekkjan á í erfiðleikum með lausafjárstöðuna. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 144 orð

Mannlíf í Kalaharí

DAGANA 29. mars til 2. maí stendur yfir sýning í Þjóðarbókhlöðunni á þjóðfræðilegum munum frá sunnanverðri Afríku. Háskóli Íslands fékk munina að gjöf árið 1971 frá dönskum manni, Jens Nörgaard að nafni. Hann var dýralæknir og dvaldist um tíma í Botswana sem þá hét Bechuanaland. Þeir munir sem eru til sýnis eru aðallega frá San-fólkinu sem í þúsundir ára fékkst eingöngu við veiðar og söfnun. Meira
29. mars 1996 | Myndlist | 554 orð

Nýtt listahorn

Ívar Török og Magdalena M. Hermanns. Opið kl. 14­18 alla daga nema mánud. til 31. mars. Aðgangur ókeypis UM ÁRABIL var Listhúsið Nýhöfn við Hafnarstrætið fastur viðkomustaður listunnenda á ferðum sínum um borgina. Síðan sá staður hætti starfsemi hefur lítið farið fyrir myndlistinni á þessum slóðum og því ótvírætt fagnaðarefni þegar nýr vettvangur er opnaður þar fyrir myndlistina. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Orrustan um Stalingrad sýnd í MÍR

SÚ breyting verður á áður auglýstri dagskrá bíósalar MÍR, Vatnsstíg 10, að heimildarkvikmyndin "Orrustan um Stalingrad" verður sýnd sunnudaginn 31. mars kl. 16, í stað myndarinnar "Ólíkar leiðir". "Orrustan um Stalingrad" er endursýnd vegna mikillar aðsóknar 17. mars, en þá var bíósalurinn fullur og fjöldinn allur varð frá að hverfa. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 317 orð

Páskamynd Háskólabíós Heim í fríið

PÁSKAMYND Háskólabíós er nýjasta mynd Jodie Foster, Heim í fríið (Home For The Holidays). Þetta er önnur myndin sem Jodie Foster leikstýrir, sú fyrsta var "Little Man Tate". Heim í fríið er litrík gamanmynd um efni sem flestir þekkja: Óþolandi fjölskyldu. Með aðalhlutverk fara Holly Hunter, Robert Downey, jr. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 164 orð

Regnboginn sýnir myndina Brotin ör

KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnboginn forsýnir nú um helgina kvikmyndina Brotin ör eða "Broken Arrow" í leikstjórn Johns Woo. Myndin fjallar um tvo félaga í bandaríska flughernum sem hafa það verk með höndum að flytja kjarnorkuvopn milli staða. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 96 orð

Síðasta sýningarhelgi Nönu og Ólafs

SÝNINGU á verkum Nönu Petzet og Ólafs S. Gíslasonar í Nýlistasafninu lýkur nú á sunnudag. Yfirskrift sýningarinnar er: "Hvað sér apinn?". "Hvað sér apinn?" er spurningin um sköpunarhæfni einstaklingsins í upplýsingasamfélagi nútímans. Ólafur sýnir verkefni þar sem hann hefur sett aðstöðu fyrir almenning á mismunandi stöðum til að tjá sig í formi skrifa, teikninga og málverka. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Síðustu dagar "Ferðalanga" Soffíu

MÁLVERKASÝNINGU Soffíu Sæmundsdóttur í Gallerí Fold við Rauðarárstíg lýkur sunnudaginn 31. mars. Sýninguna nefnir listamaðurinn "Ferðalanga". Gallerí Fold er opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga 10-17 og sunnudaga 14-17. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 160 orð

Spurning um orðalag

SJÖTTA sýning Höfundasmiðju Leikfélags Reykjavíkur verður í Borgarleikhusinu laugardaginn 30. marz kl. 16. Sýndur verður einþáttungurinn Spurning um orðalag eftir Braga Ólafsson. Þetta er fyrsta leikrit Braga sem sett er á svið en fyrir skömmu var hljóðritað verðlaunaleikrit hans, Sumardagurinn fyrsti, sem verður sent út á vegum Ríkisútvarpsins í næsta mánuði. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Sýningu Kristínar að ljúka

SÝNINGU Kristínar Blöndal í Gallerí Greip lýkur á sunnudag. Á sýningunni sem ber yfirskriftina "Tilbrigði" eru olíuverk og gifsverk. Kristín hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í tveimur samsýningum. Meira
29. mars 1996 | Fólk í fréttum | 174 orð

Teiknimyndin Leikfangasaga forsýnd

SAMBÍÓIN og Borgarbíó Akureyri forsýna um helgina nýjustu stórmynd Walt Disney Leikfangasögu eða "Toy Story". Teiknimyndalistin tekur stórt stökk með gerð myndarinnar sem var algerlega hönnuð með tölvustýrðum verkfærum. Myndin var fjögur ár í vinnslu og er notuð sérstök þrívíddartækni sem var hönnuð af Pixar fyrirtækinu. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 83 orð

Vegna Stuttmyndadaga í Reykjavík 1996

ÓSKAÐ er eftir stuttmyndum af öllum stærðum og gerðum til þátttöku í samkeppni um fimm bestu stuttmyndirnar, vegna Stuttmyndadaga í Reykjavík 1996. "Veitt verða vegleg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið. Dagskráin verður nánar auglýst síðar, en auk stuttmyndasýninga verður fjöldi fyrirlestra haldinn um kvikmyndagerð og skyld mál," segir í kynningu. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 702 orð

Viltu vera normal?

Höfundur: John Olive. Leikstjóri: Tracy Trevett. Sviðsmynd: Michael Lasswell. Ljósahönnun: Ellen Bone. Ljósamaður: Jóhann Bjarni Pálmason. Búningar: Vern Malone. Hljóðmaður: Gunnar Möller. Leikarar: Bjarni Haukur Þórsson, Debra Whitfield, Ellora Patnaik og Margaret O'Sullivan. Miðvikudagur 27. mars. Meira
29. mars 1996 | Menningarlíf | 108 orð

Víðkunnur túlkandi Griegs

NORSKI píanóleikarinn Einar Steen-Nøkleberg leikur á tónleikum í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru stærstu píanóverk landa hans Edwards Griegs, Holberg-Svítan op. 40, Ballada op. 24 og Slatter op. 72. Grieg á fjórtán geisladiskum Meira

Umræðan

29. mars 1996 | Aðsent efni | 1172 orð

"Allir geta lært og lært mikið, ef þeim er kennt vel"

ÞETTA fullyrti Rósa rafvirki í samnefndri kvikmynd sem fjallaði um vinnuframlag kvenna í Bandaríkjunum á þeim tíma sem vopnfærir karlar stríddu á vígvöllum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú eins og þá krefjast breyttir þjóðfélagshættir nýrrar leikni og annarrar þekkingar en þeirrar sem áður nægði fólki til að sinna daglegum störfum. Meira
29. mars 1996 | Aðsent efni | 147 orð

Byggjum upp á Staðarfelli

TIL að við getum haldið áfram að byggja upp fólk á Staðarfelli verðum við að koma húsnæðismálunum í viðunandi horf. Húsakynnin þar eru nánast að hruni komin eftir áratuga skort á viðhaldi. Framlag ríkisins hefur nær eingöngu miðast við meðferðarstarfið. Nú er búið að tryggja framtíð SÁÁ á Staðarfelli og við getum tekið til óspilltra málanna við endurbæturnar. Mikið er í húfi. Meira
29. mars 1996 | Aðsent efni | 817 orð

Erlend fjárfesting þarf að aukast

ÞAÐ ER mikið áhyggjuefni hversu fjárfesting er lítil hér á landi. Öllum er ljóst að fjárfesting dagsins í dag er undirstaða verðmætasköpunar morgundagsins. Þess vegna er afar þýðingarmikið að stöðug gróska sé í fjárfestingum og að þær fari til arðbærra hluta, svo að lífskjör hér á landi verði á við þau sem best gerast í löndunum í kringum okkur. Meira
29. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 462 orð

Hugleiðing um hnupl

HNUPL hefur verið mikið til umræðu þessa dagana. Þótt ég hlusti lítið á fjölmiðla, varð mér á að kveikja á útvarpinu áðan, þegar verið var að ræða um hnupl. Það fór svolítið fyrir brjóstið á mér, þegar ég heyrði mann segja: "Allir hnupla"! Ein alhæfingin enn hugsaði ég og þóttist vera saklaus af þessu. Eins heyri ég oft: "Allir alkóhólistar ljúga. Meira
29. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 438 orð

Opið bréf til Jóns Stefánssonar organista

KÆRI JÓN! Mig langar til að senda þér nokkrar línur ef það gæti orðið þér stuðningur í þeim miklu hremmingum sem þú hefur lent í undanfarið. Ég hef haft þá skoðun um nokkurn tíma (þó mest fyrir sjálfa mig) að kirkjan sé á villigötum og prestar séu smám saman að loka kirkjum landsins fyrir fólkinu. Meira
29. mars 1996 | Aðsent efni | 878 orð

Slys á börnum í umferðinni

SLYS á börnum í umferðinni eru alvarlegust barnaslysa. Fleiri börn þurfa að leggjast inn eftir umferðarslys en önnur slys. Umferðarslysum barna má skipta í þrjá hópa, þ.e. börn sem eru gangandi og verða fyrir bifreið, börn sem eru á hjóli og detta eða verða fyrir bifreið og börn sem eru farþegar í bifreiðum sem lenda í árekstri. Meira
29. mars 1996 | Aðsent efni | 1188 orð

Stækkun ESB er söguleg nauðsyn

SAMSTARF aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) er í örri þróun. Í dag hefst í Torínó á Ítalíu ríkjaráðstefna ESB en á henni er ætlunin að endurskoða stofnsáttmála sambandsins. Á næstu mánuðum munu ESB-ríkin marka og skilgreina frekar þróun samstarfsins. Norðmenn munu ekki taka þátt í þessu starfi en við munum fylgjast grannt með niðurstöðum ráðstefnunnar sem munu skipta okkur miklu. Meira
29. mars 1996 | Aðsent efni | 236 orð

Stöndum með Staðarfelli

ÞEGAR SÁÁ hóf áfengismeðferð í gamla húsmæðraskólanum að Staðarfelli í Dölum fyrir 15 árum grunaði fáa hversu mikilvæg þessi starfsemi kæmi til með að vera - ekki aðeins fyrir áfengissjúka og aðstandendur þeirra, heldur einnig fyrir byggðarlagið. Í gegnum tíðina hefur starfsemi SÁÁ á Staðarfelli stundum staðið tæpt vegna lækkunar á framlögum til meðferðar. Meira
29. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Umdeildan forseta?

VINSÆLT er að ræða komandi forsetakosnignar. Þá þykir virðulegt að halda því fram, að stjórnmálamenn eigi sem frekast er unnt að forðast framboð til embættis forseta Íslands. Forsetinn eigi nefnilega að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það sem fer þó framhjá mörgum er það, að valdhafar lýðræðisríkja geta sjaldnast verið aðrir en þeir, sem fólkið hefir sameinast um. Meira
29. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 209 orð

Þvottur á snúru ­ helvíti á jörð

EITT sinn sagði við mig kona, sem hafði kynnt sér árangur af vinnu sjálfshjálparhópa Stígmóta: "Þegar ég byrjaði að kynna mér þessi mál fannst mér eins og það opnuðust dyr og ég sæi inn í helvíti". Þessi orð hennar komu mér í hug þegar ég skoðaði sýningu Stígamóta "Þvottur á snúru". Meira

Minningargreinar

29. mars 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Bjarki Þór Baldursson

Elsku litli Bjarki Þór, það er sárt að þurfa að kveðja þig en minningin um fallegan dreng, stóru bláu augun þín og fallega brosið þitt mun lifa með okkur um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 952 orð

Elsku amma mín er dáin. Rúmlega 100 ára kvaddi hún þennan heim með mikilli reisn og

Elsku amma mín er dáin. Rúmlega 100 ára kvaddi hún þennan heim með mikilli reisn og yfirvegun. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar, ekki svo að skilja að mér finnist óréttlátt að hún hafi fengið hvíldina heldur sakna ég þeirra góðu stunda sem við áttum saman en geymi þær jafnframt eins og gull í hjarta mínu. Ég var yngsta barnabarn hennar af mörgum og ég tengdist henni sérstökum böndum. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 104 orð

FJÓLA GUÐBJÖRNSDÓTTIR MAGNÚS BJÖRGVIN JÓNSSON Fjóla Guðbjörnsdóttir fæddist 28. júlí 1923. Hún lést í Reykjavík 18. desember

FJÓLA GUÐBJÖRNSDÓTTIR MAGNÚS BJÖRGVIN JÓNSSON Fjóla Guðbjörnsdóttir fæddist 28. júlí 1923. Hún lést í Reykjavík 18. desember 1995 og fór útförin fram 28. desember sl. Magnús Björgvin Jónsson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1924. Hann andaðist á Landspítalanum aðfaranótt 22. mars sl. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 217 orð

Fjóla Guðbjörnsdóttir Magnús Jónsson

Alltaf kemur það manni jafnmikið í opna skjöldu hve hlutirnir breytast hratt. Það er svo stutt síðan ég kynntist Fjólu og Magga fyrst, nú hafa þau bæði kvatt, með stuttu millibili, Fjóla í desember síðastliðnum og Maggi nú 22. mars síðastliðinn. Ég tel mig vera mjög heppna að hafa kynnst þeim og eiga um þau hafsjó af yndislegum minningum. En einstakt er hve velkomin ég var ætíð til þeirra. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 404 orð

Grettir Lárusson

Í dag verður lagður til hinstu hvílu móðurbróðir minn Grettir Lárusson. Mig langar til að minnast hans hér með þakklæti fyrir allt. Sem barn kom ég mikið á heimili frænda míns og konu hans Ólafíu Þórðardóttur, Lólóar. Grettir var ákaflega ástríkur fjölskyldufaðir. Mér er mjög minnisstætt hvað hann var hlýlegur í viðmóti. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 613 orð

Grettir Lárusson

Nú þegar elskulegur bróðir minn hefur kvatt þetta líf vil ég minnast hans með fáeinum kveðjuorðum. Grettir Lárusson var fæddur í Reykjavík, sonur Kristínar Gísladóttur og Lárusar Salómonssonar og er annað barn þeirra hjóna sem kveður þetta jarðlíf. Hann ólst upp við mikið ástríki en jafnframt aga og áttum við systkinin góða æsku sem við Grettir höfðum mikla gleði af að rifja upp undanfarnar vikur. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 113 orð

GRETTIR LÁRUSSON

GRETTIR LÁRUSSON Grettir Lárusson var fæddur í Reykjavík 3. ágúst 1933. Hann lést á heimili sínu 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Gísladóttir, f. 18.6. 1908, d. 1983, húsmóðir, og Lárus Salómonsson yfirlögregluþjónn, f. 11.9. 1905, d. 1987. Grettir var næstelstur barna þeirra hjóna, en þau eru: Ármann, f. 12.3. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 631 orð

Guðbjörg Jónsdóttir

Þegar ég kveð þá mætu konu, Guðbjörgu Jónsdóttur, koma fram í hugann margar góðar minningar frá liðnum dögum. Fyrst og fremst eru þær ljúfar og skemmtilegar. Bjarga, eins og hún var jafnan nefnd meðal kunningja sinna, var á margan hátt mjög sérstæð kona. Hún var gædd ágætis greind frá náttúrunnar hendi og hafði næstum óbrigðult minni, sem hún hélt undra vel þótt árin færðust yfir. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 429 orð

Guðbjörg Jónsdóttir

Vorið 1937 ríkti mikil bjartsýni meðal ungs verkafólks, sem var að hefja búskap í Reykjavík. Í óðaönn var verið að flytja inn í nýja verkamannabústaði í Vesturbænum. Fólk með lítil efni gat fest sér fallega íbúð á góðum kjörum sem var algjör nýlunda á þessum tímum. Þar á meðal voru þrjár fjölskyldur sem fluttu inn á Brávallagötu 44 og bundust strax tryggðaböndum. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 296 orð

Guðbjörg Jónsdóttir

Amma mín, Guðbjörg Jónsdóttir, hefur nú kvatt þetta líf eftir skamma andlátsstund. Þrátt fyrir að vera orðin tæplega 93 ára átti hún lengi vel ekki við nein alvarleg veikindi að stríða. Það var ekki fyrr en í ágúst síðastliðnum sem hún kenndi sér meins og varð að leggjast inn á sjúkrahús. Veikindin urðu síðan æ tíðari og þau drógu brátt úr henni lífskraftinn. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 441 orð

Guðbjörg Jónsdóttir

Fráfall Guðbjargar Jónsdóttur kom ekki á óvart. Undanfarna mánuði fóru kransæðaþrengsli að ágerast. Þetta olli henni mikilli vanlíðan á köflum. Henni versnaði svo skyndilega rúmum sólarhring áður en hún lést. Annars var hún heilsuhraust lengst af. Guðbjörg og Gísli Guðmundsson eiginmaður hennar hófu búskap sinn árið 1926 og bjuggu fyrstu árin í húsi frændfólks Gísla á Laugavegi 99. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 187 orð

GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR

GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR Guðbjörg Jónsdóttir fæddist 28. september 1903 á Stokkseyri. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Erlendsdóttir, f. 7. ágúst 1872, d. 3. ágúst 1912, og Jón Guðbrandsson, f. 25. ágúst 1872, d. 1. júlí 1929. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 526 orð

Guðrún Ásbjörnsdóttir

Í dag kveðjum við glæsilega og stórbrotna konu. Eftir að hafa haldið upp á 100 ára afmælið sitt á síðasta ári, var eins og lífsneistinn slokknaði enda ævin löng og ströng. Hún var tilkomumikil hún amma mín á aldarafmælinu eins og jafnan áður. Það geislaði af henni hlýja, manngæska, stolt og gleði yfir að sjá allan afkomendahópinn sem var henni svo kær. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 799 orð

Guðrún Ásbjörnsdóttir

Guðrún Ásbjörnsdóttir, tengdamóðir mín, er látin á 101. aldursári. Eftir langt og viðburðaríkt líf hefur hún fengið hvíld, en segja má að hún hafi upplifað meiri breytingar í sögu þjóðarinnar en flestir. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 303 orð

Guðrún Ásbjörnsdóttir

Á fögrum degi, hinn 20. mars sl. þegar fyrsti andblær vorsins strauk okkur ljúflega um vanga, kvaddi elskuleg amma mín jarðvist sína, södd lífdaga. Við sem eftir stöndum fyllumst söknuði en um leið þakklæti fyrir allar samverustundirnar sem geymast munu sem fagrar minningar um góða konu með yndislega sál. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 399 orð

Guðrún Ásbjörnsdóttir

Yfir Guðrúnu ömmu var mikil reisn. Hún var virðulegasta og fegursta eldri kona sem ég hefi þekkt. Á stórhátíðum var hún í upphlut og er sá búningur órjúfanlega tengdur minningu hennar. Það stirndi á gulldjásnin en svart pils og blúndusvunta lágu í fallegum fellingum þar sem hún sat tignarlega á meðal gesta. Dökkt hárið fléttað niður undan húfunni með silfursleginn hólk. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 133 orð

Guðrún Ásbjörnsdóttir

Að leiðarlokum minnumst við Guðrúnar Ásbjörnsdóttur, góðs vinar og félaga. Guðrún gekk í St. Daníelsher nr. 4 árið 1928. Hún sat í framkvæmdanefnd stúkunnar í áraraðir. Hún var fulltrúi stúkunnar á Umdæmisþingum og Stórstúkuþingum í mörg ár. Heiðursfélagi stúkunnar Daníelshers, Umdæmisstúkunnar og Stórstúku Íslands. Guðrún var einstaklega góður upplesari. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 671 orð

Guðrún Ásbjörnsdóttir

Amma Guðrún var farin að hlakka til að komast heim. Róleg, yfirveguð og full trúnaðartrausts afklæddist hún jarðneskum líkama sínum og fæddist inn í eilífðina. Með algóðan Guð að leiðarljósi gekk hún í gegnum jarðneskt líf sitt, í rúm hundrað ár, og myndaði þungamiðju fjölskyldunnar; andleg og næm, mild og jafnframt ströng, í beinum tengslum við æðri heima, samt með báða fætur á jörðinni, Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 304 orð

GUÐRÚN ÁSBJÖRNSDÓTTIR

GUÐRÚN ÁSBJÖRNSDÓTTIR Guðrún Ásbjörnsdóttir var fædd í Ásbjarnarhúsi á Hellissandi 2. október 1895. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Purkey á Breiðafirði, f. 10.6. 1870, d. 28.11. 1919, og Ásbjörn Gilsson, útvegsbóndi, frá Öndverðarnesi, f. 29.9. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 722 orð

Ingigerður Sigmundsdóttir

Það er í senn sárt og ljúft að minnast. Sárt, vegna þess að maður er að kveðja í bili. Ljúft, vegna þeirra góðu endurminninga sem upp koma í hugann og gott er að geyma vel á góðum stað í hjarta. Særindin eru að miklu leyti sprottin af sjálfselsku, það veit ég ég gjörla. Það er ég sem syrgi hina látnu þó að ég viti innst inni að henni líður mun betur núna. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 272 orð

INGIGERÐUR SIGMUNDSDÓTTIR

INGIGERÐUR SIGMUNDSDÓTTIR Ingigerður Sigmundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja laugardaginn 23. mars síðastliðinn. Hún var yngst fjögurra systkina, en foreldrar hennar voru hjónin Margrét Jónsdóttir, f. 19.5. 1878 og Sigmundur Rögnvaldsson, f. 13.9. 1877. Systkini hennar voru Emelía, f. 24.11. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 105 orð

Ingigerður Sigmundsdóttir Til ömmu Elsku besta amma okkar, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allar

Elsku besta amma okkar, þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og allar fallegu gjafirnar sem þú gafst okkur. Við erum vissar um að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú veist að við munum aldrei gleyma þér og munum sakna þín mikið. Til ömmu Er ég geng um götu mína og hugsa um líðan þína. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 826 orð

Kristján Aðalsteinsson

Elskulegur bróðir og frændi er látinn eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Við sem eftir lifum stöndum á tímamótum, hann Kristján er farinn í sína hinstu för og kemur ekki aftur. Minningarbrotin hrannast upp í óskipulegum myndum. Í æsku var hann nærgætinn, elskulegur eldri bróðir sem sýndi yngri systkinum mikla ást og umhyggju. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 591 orð

Kristján Aðalsteinsson

Kristján var fæddur 30. júní árið 1906 í Haukadal við Dýrafjörð. Að loknu barna- og unglinganámi tók sjórinn við. Fyrstu árin var hann á fiskiskipum, en tók farskipaplássi strax og það bauðst, og stefndi að því að verða yfirmaður á einu slíku. Hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk farmannaprófi árið 1932. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 339 orð

Kristján Aðalsteinsson

Í dag verður Kristján Aðalsteinsson skipstjóri lagður til hinstu hvíldar. Minnist ég hans með þakklæti og virðingu. Fundum okkar Kristjáns bar fyrst saman árið 1947 í Kaupmannahöfn, þar sem við unnum báðir á vegum Eimskipafélagsins, hann stýrimaður við eftirlit með flokkunarviðgerð á Brúarfossi og ég á skrifstofunni. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 546 orð

Kristján Aðalsteinsson

Við andlát og útför Kristjáns Aðalsteinssonar skipstjóra vil ég flytja honum hinstu kveðju mína og Stýrimannaskólans í Reykjavík. Frá því hann útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum árið 1932 sýndi hann skólanum ávallt hina mestu vinsemd. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 293 orð

Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri

Kristján Aðalsteinsson, fyrrverandi skipstjóri, hóf störf hjá Eimskipafélaginu í ágúst 1922, þá sextán ára að aldri, sem háseti á Villemoes, er félagið annaðist útgerð á fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands. Síðan var hann háseti á nokkrum Fossanna, þar til árið 1933, að hann tók að leysa stýrimenn af í orlofum þeirra. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 611 orð

KRISTJÁN SIGURÐUR AÐALSTEINSSON

KRISTJÁN SIGURÐUR AÐALSTEINSSON Kristján Sigurður Aðalsteinsson fæddist í Haukadal við Dýrafjörð 30. júní 1906. Hann lést í Landspítalanum 14. mars 1996. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Aðalsteinsson, skipstjóri og bóndi á Hrauni í Dýrafirði, f. 18. júní 1878, d. 1. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 136 orð

Ragnheiður Baldvinsdóttir

Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós er roðna í sólareldi. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 142 orð

Ragnheiður Baldvinsdóttir

Það er erfitt að missa góðan vin, það var Ragna. Við hjónin viljum þakka henni og Nedda fyrir margar góðar stundir sem við áttum með þeim í áratugi. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 325 orð

Ragnheiður Baldvinsdóttir

Ragna, eins og við nefndum hana jafnan, háði langa baráttu við óvæginn sjúkdóm. Henni var lagið að bera hann þannig að okkur fannst hún lengst af á batavegi. Það fór þó á annan veg og nú kveðjum við vinkonu sem við eigum mikið að þakka, margar góðar samverustundir og sambúð, um tíma, bæði í Svíþjóð og í Reykjavík. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 648 orð

Ragnheiður Baldvinsdóttir

Elskuleg tengdamóðir mín, Ragnheiður Baldvinsdóttir, er nú látin, aðeins 51 árs að aldri eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ragnheiði, eða Rögnu eins og hún var alltaf kölluð, kynntist ég árið 1987 er leiðir okkar Baldurs sonar hennar lágu saman. Var mér þá strax tekið opnum örmum á heimili tengdaforeldra minna, Rögnu og Njarðar á Brekkutanga 1 í Mosfellsbæ. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 239 orð

RAGNHEIÐUR BALDVINSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR BALDVINSDÓTTIR Ragnheiður Baldvinsdóttir fæddist á Brekkustíg 14b í Reykjavík 8. mars 1945, á heimili Brynjólfs Bjarnasonar ráðherra og Hallfríðar Jónasdóttur móðursystur sinnar. Hún lést á heimili sínu 23. mars sl. Foreldrar hennar voru Baldvin Jóhannesson frá Dunk í Hörðudal, f. 12.9. 1900, d. 28.12. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 316 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Hún Sigríður mágkona mín lést við jafndægur á vori. Þegar myrkur vetrarins var að baki og vor í vændum. Skuggar vanheilsu höfðu um árabil hvílt yfir lífi hennar, skuggar sem sífellt urðu dimmari og lengri. En kjarkur og hugrekki einkenndu hana öðru fremur. Æðrulaust tók hún því sem að höndum bar og var af einlægni þakklát öllum þeim sem styrktu hana og studdu. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 596 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Hinn 21. mars síðastliðinn lést hún amma mín á hjúkrunarheimilinu Eir, eftir langa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. En þrátt fyrir mótlæti sem sjúkdómnum fylgdi, kom aldrei sá dagur að maður heyrði hana kvarta yfir hlutskipti sínu í lífinu. Heldur var hún full að lífsgleði og baráttuvilja þrátt fyrir að smám saman næði sjúkdómurinn yfirhöndinni og þeim stundum sem hún átti "í lagi" fækkaði stöðugt. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 418 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Þetta er árstíminn hennar ömmu, tíminn þegar vetur er að snúast í vor. Árstíðin sem hún unni svo mjög, ilmandi af nýju lífi. Þessi tími markar upphaf fyrir hana í tvennum skilningi, lausn frá erfiðum sjúkdómi og frelsi í nýju lífi. Amma var af "gamla skólanum", húsmóðir á sínu heimili, og við barnabörnin nutum góðs af því. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Elsku amma Sigga mín er látin. Þegar ég kveð ömmu þá minnist ég allra góðu stundanna, þegar ég og mamma bjuggum í kjallaranum í Fýlshólunum og amma upp á hæðinni. Þá var alltaf gott að fara upp til ömmu á daginn, þegar mamma var að vinna, og fá heitt kakó og brauð og tala við ömmu. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 314 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Þegar mér verður hugsað til ömmu koma fyrst upp í hugann minningar um jól; skemmtilegar minningar sem birtast út úr bjartri móðu bernskunnar og sveipa þessa hátíð gullnum ljóma. Þá fengum við fjölskyldan að dvelja um stund hjá ömmu og afa í Fýlshólum 11, þessu tignarlega húsi með öllum sínum sérstöku hrifum. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 223 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Í dag verður borin til moldar frá Fossvogskirkju ástkær Sigríður J. Ásgeirsdóttir, amma unnusta míns, en hún varð bráðkvödd fimmtudaginn 21. mars sl. Jesús sagði við lærisveina sína á fjallinu: "Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá" (Matt. 5:8). Eitt af því fagra og góða sem gefur lífinu birtu og yl er að fá að kynnast eins dásamlegri og hjartahreinni konu og henni Sigríði. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Með þessum fáu orðum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, sem lést 21. mars sl. Ég hefði viljað kynnast henni betur en ég gerði. En þar sem við bjuggum á Akureyri þegar ég var yngri og síðar í Miami, Flórída, þá hitti ég hana ekki eins oft og vilji var til. Ferðirnar sem við fjölskyldan fórum til Reykjavíkur eru samt ógleymanlegar. Þá eru jólin í "gamla daga" efst í huga mér. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Sigríður J. Ásgeirsdóttir

Elsku amma Sigga, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman og óska þér all hins besta á nýjum slóðum. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 339 orð

SIGRÍÐUR J. ÁSGEIRSDÓTTIR

SIGRÍÐUR J. ÁSGEIRSDÓTTIR Sigríður Jóhanna Ásgeirsdóttir var fædd á Flateyri 19. apríl 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. mars síðastliðinn. Sigríður var dóttir Jensínu Eiríksdóttur, f. á Hrauni í Mýrarhr., V. Ís., 18. mars 1887, d. 11. febr. 1947, og Ásgeirs Guðnasonar, kaupm. og útgerðarmanns á Flateyri, f. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 153 orð

Sigríður M. Jóhannesdóttir

Elsku Sigga mín, um leið og ég þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem þú veittir mér, allan hláturinn og góðvildina, vil ég gera orð Davíðs Stefánssonar, skáldsins góða, að mínum, um leið og ég kveð þig hinsta sinni. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 745 orð

Sigríður M. Jóhannesdóttir

Þegar fyrrverandi tengdamóðir mín Sigríður M. Jóhannesdóttir, glæsileg kona, er farin héðan yfir móðuna miklu þá langar mig að kveðja hana með nokkrum línum. Fljótlega eftir að þau hjónin Sigríður og Jón Halldór fluttu suður með barnahópinn sinn var ég orðin heimagangur þar á Álftröð 5. Í seinni tíð hefur mér oft verið hugsað til fyrstu kynna okkar. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 393 orð

Sigríður M. Jóhannesdóttir

Nú er hún elsku amma horfin á vit feðranna. Hún amma sem við kölluðum alltaf ömmu í Álftröð var alltaf svo blíð og góð. Hún var einstaklega ömmuleg. Amma var alltaf brosandi. Hún gat alltaf séð það góða í hverjum einstaklingi og aldrei heyrðum við hana segja styggðaryrði um nokkurn mann. Hún amma var lítil og fíngerð og alltaf svo fín. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 512 orð

Sigríður M. Jóhannesdóttir

Í dag verður borin til grafar frá Kópavogskirkju mikil heiðurskona. Hún hefur verið búsett hér í Kópavogi í rúmlega 30 ár eða frá því að fjölskyldan flutti frá Ísafirði, þegar maður hannar Jón H. Guðmundsson skólastjóri gerðist skólastjóri Digranesskóla. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 356 orð

Sigríður M. Jóhannesdóttir

Elsku amma. Með þessum orðum langar okkur að kveðja þig í hinsta sinn. Ekki grunaði okkur, sem búum erlendis, að við værum að kyssa þig í síðasta sinn þegar við kvöddumst seinast. Og ekki óraði okkur fyrir að þú færir jafnsnöggt og óundurbúið og raunin varð. Þú varst alltaf svo glöð, jákvæð, hress og dugleg, aldrei neitt volæði í þér, elsku amma. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 347 orð

SIGRÍÐUR M. JÓHANNESDÓTTIR

SIGRÍÐUR M. JÓHANNESDÓTTIR Sigríður Magnúsína Jóhannesdóttir fæddist að Lokinhömrum við Arnarfjörð 31. ágúst 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Grensásdeild, 22. mars síðastliðinn eftir stutta legu. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 1395 orð

SIGRÍÐUR M. JÓHANNESDÓTTIR

Það er stór hópur barna, tengdabarna og barnabarna sem með sorg og söknuði fylgir elskulegri tengdamóður minni til hinstu hvíldar í dag. Síðustu ár hafa verið tími áfalla. Tengdapabbi gekk fyrir fáum árum brattur og bjartsýnn inn um dyr sjúkrahúss til að gangast undir aðgerð en átti ekki afturkvæmt. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 536 orð

Sigurbjörg Pétursdóttir

Móðursystir mín, Sigurbjörg Pétursdóttir, er látin 94 ára að aldri. Sigurbjörg var elst systkina sinna en þau voru 15 og móðir mín næstyngst. Var því nokkur aldursmunur á þeim. Þær ólust heldur ekki upp saman, því vegna fátæktar var flestum systkinum fengið fóstur hjá vandalausum. Einungis þrjú þau yngstu voru alltaf hjá foreldrum sínum sem þá höfðu flust niður á Norðfjörð. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 1250 orð

Sigurbjörg Pétursdóttir

Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast móður minnar, Sigurbjargar Pétursdóttur, sem borin er til grafar í dag. Ég tel mig lánsaman mann að hafa hafnað hjá henni vegna þess hvernig ég er í heiminn kominn. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 458 orð

Sigurbjörg Pétursdóttir

Sigurbjörg Pétursdóttir á Akureyri er látin í hárri elli. Hún var fædd á prestssetrinu Vallanesi á Völlum á Héraði, elst fjölmargra barna Péturs Péturssonar sem lengi var vinnumaður þar og konu hans, Stefaníu Stefánsdóttur. Pétur hafði lítið fyrir sig að leggja í Vallanesi. Stefanía var þar vinnukona og börnin komu hvert af öðru í heiminn. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 335 orð

SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR

SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR Sigurbjörg Pétursdóttir fæddist á Útnyrðingsstöðum á Völlum 14. febrúar 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigurbjargar voru Pétur Pétursson, f. 1874, d. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 197 orð

Sigurður Skúli Friðriksson

Samstarfsmaður og góður félagi okkar hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar er látinn. Skúli fæddist að Felli í Skeggjastaðahreppi 6. desember 1925 og var því rétt rúmlega sjötugur er hann lést. Áður en Skúli hóf störf hjá HÞ hafði hann unnið ýmis störf t.d. við brúargerð, hjá Kaupfélagi Langnesinga og sem vörubílstjóri, en hann var einn af stofnendum Vörubílstjórafélagsins Þórs. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 252 orð

SIGURÐUR SKÚLI FRIÐRIKSSON

SIGURÐUR SKÚLI FRIÐRIKSSON Sigurður Skúli Friðriksson fæddist að Felli í Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu 6. desember 1925. Hann lést á heimili sínu 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Jóhann Oddsson, f. 11.1. 1894, og Helga Sigurðardóttir, f. 5.11. 1894. Systkini Skúla: Guðríður, f. 6.10. '23, búsett í Reykjavík. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 338 orð

Sveinlaug Sigmundsdóttir

Mig setti hljóða þegar ég frétti að kvöldi 14. mars að Sveinlaug mín væri látin. Sár verkur fyllti mig alla og mikil sorg og söknuður. Ég kynntist Sveinlaugu fyrst um 14 ára aldur og hef verið hjá henni síðan, í hartnær 10 ár. Ég kom vikulega til hennar og aðstoðaði við heimilisstörf og hafði mjög gaman af sem sjaldgæft er. Litla vinnukonan hennar sem við svo oft hentum gaman að. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 28 orð

SVEINLAUG SIGMUNDSDÓTTIR Sveinlaug Sigmundsdóttir fæddist 30. júní 1922 á Hjarðarhóli í Norðfirði. Hún lést á Sjúkrahúsi

SVEINLAUG SIGMUNDSDÓTTIR Sveinlaug Sigmundsdóttir fæddist 30. júní 1922 á Hjarðarhóli í Norðfirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Bústaðakirkju 26. mars. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 495 orð

Þórunn Kvaran Bumberger

Nú er stundin runnin upp. Sú stund sem við höfum kviðið svo fyrir. Elskuleg vinkona er látin. Við vissum að það kæmi að þessu en ekki svona fljótt. Við áttum svo margt ógert og ósagt. Hún var aðeins 41 árs. Þórunn greindist með krabbamein fyrir tæpum 3 árum. Með hjálp lækna, lyfja og geisla náði hún bata. Svo kom reiðarslagið. Fyrir mánuði tók meinið sig upp og var nú komið upp í höfuð. Meira
29. mars 1996 | Minningargreinar | 108 orð

ÞÓRUNN KVARAN BUMBERGER

ÞÓRUNN KVARAN BUMBERGER Þórunn Kvaran Bumberger fæddist í Reykjavík 12. október 1954. Hún lést í Hampton, Virginíu, 21. mars sl. Faðir hennar er Axel Kvaran kvæntur Ósk Kvaran. Þau eru búsett í Reykjavík. Móðir hennar var Sigríður Þórisdóttir (Agga), f. 29.3. 1935, d. 20.1. 1969. Hálfbræður hennar eru Brynjar Kvaran, m. Meira

Viðskipti

29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 269 orð

Alcatel með mesta tap aldarinnar í Frakklandi

ALCATEL ALSTHOM hefur skýrt frá mesta tapi fyrirtækis í Frakklandi á þessari öld eftir mikil útgjöld vegna endurskipulagningar og misheppnaðra kaupa á fyrirtækjum á Ítalíu, í Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 177 orð

All Leisure með flug til Kaupmannahafnar

BRESKA flugfélagið All Leisure, dótturfélag Translift Airways á Írlandi, hefur ákveðið að hefja flug tvisvar í viku milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar næsta sumar. Félagið rekur 6 Airbus A320 flugvélar sem eru 1-3 ára gamlar og taka þær 180 farþega í sæti. Fyrsta flugið verður 15. maí og verður flogið til loka október á miðvikudögum og laugardögum. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 1159 orð

Aukin hagræðing forsenda bættrar afkomu 123 milljón króna tap varð af rekstri Seðlabanka Íslands á síðasta ári, að því er fram

Birgir Ísleifur Gunnarsson segir ekki nóg að gert í hagræðingu bankanna Aukin hagræðing forsenda bættrar afkomu 123 milljón króna tap varð af rekstri Seðlabanka Íslands á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi bankans sem haldinn var í gær. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 415 orð

Bærinn kaupir hlutabréf til að selja aftur

ALLIR stærstu hluthafar Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði hafa nú ákveðið að nýta sér forkaupsrétt að nýju hlutafé í félaginu. Nú síðast ákvað Hornafjarðarbær að nýta sinn rétt en ákvað samhliða að selja bréf fyrir jafn háa upphæð á árinu. Vonast bæjarstjórinn til að hagnast á þessum viðskiptum og ná meiru upp í það tap sem bærinn varð á sínum tíma fyrir vegna þátttöku í fyrirtækinu. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 870 orð

Endurskoða þarf núverandi kerfi

Viðskiptaráðherra skipar nefnd um eftirlit með fjármálastofnunum Endurskoða þarf núverandi kerfi FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að skipa nefnd sem endurskoða á allt eftirlit með fjármálastofnunum. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Innanhúss- sjónvarp hjá Sainsburys

J. SAINSBURY Plc, stærsta kjörbúðakeðja Bretlands, hyggst koma á fót innanhússsjónvarpi í verzlunum sínum og verða þær tengdar um gervihnött. JS-TV, eins og stöðin verður kölluð, á að gera starfsliði stórverzlana okkar kleift að fylgjast með því sem er að gerast í greininni," að því er David Sainsbury stjórnarformaður sagði í yfirlýsingu. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Íslensk sýndarveruleikaverslun á alnetinu

KERFISGERÐIN hefur hannað verslunarmiðstöð í sýndarveruleika á alnetinu, þá fyrstu sinnar tegundar, að sögn Eyjólfs Kolbeins Eyjólfssonar, eiganda fyrirtækisins. Hann segir að þegar séu komnar tvær úgáfur af verslunarmiðstöðinni sé sú þriðja í vinnslu og sé hún væntanleg á næstunni. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 481 orð

Nauðsynlegt að endurskoða lög um bankann

Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðs Seðlabankans Nauðsynlegt að endurskoða lög um bankann ENDURSKOÐA þarf gildandi lög um Seðlabanka Íslands, m.a. með það að markmiði að skýra betur stöðu bankans gagnvart ríkisstjórn á hverjum tíma og einfalda markmið hans. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Pétur Björnsson stjórnarformaður

Í FRÉTT á forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær um ráðningu nýs framkvæmdastjóra Vífilfells hf. var ranglega sagt að Pétur Guðmundarson hefði verið starfandi stjórnarformaður undanfarin tvö ár. Meira
29. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 416 orð

Sáttur við að hætta

GUNNAR M. Hansson, forstjóri Nýherja hf., segist mjög sáttur við þá ákvörðun sína að hætta störfum hjá fyrirtækinu á þessu ári. Ástæðan sé einfaldlega sú að hann vilji nú hægja á ferðinni hjá sjálfum sér. Eins og fram hefur komið skýrði Gunnar hluthöfum frá þessu á aðalfundi félagsins á miðvikudag. Meira

Daglegt líf

29. mars 1996 | Neytendur | 94 orð

Gróðurvörur stækkaðar

GRÓÐURVÖRUR, sem er verslun Sölufélags Garðyrkjumanna við Smiðjuveg í Kópavogi, hefur verið stækkuð. Verslunin hefur selt fræ, áburð, vélar og verkfæri, áburð og ýmis efni sem notuð eru af þeim sem koma nálægt garðyrkju. Með stækkuninni voru teknar inn nýjar vörur m.a. fyrir gróðurhús og einnig dælur og gosbrunnar og aukið úrval af Stihl- mótorverkfærum. Meira
29. mars 1996 | Neytendur | 134 orð

Ný kaffitegund frá Kaffitári

Á expressóbar Kaffitárs í Kringlunni er hægt að fá kaffidrykki bragðbætta með Da Vinci Sírópi. Hefðbundnir vinsælir kaffidrykkir eins og Cappuccino eða Kaffi latte fá aðra vídd séu þeir bragðbættir með súkkulaðisírópi, Amarettó-, Irish Cream-, Butter Rum-, herslihnetu- eða vanillusírópi. Þá er hægt að kaupa sírópið á flöskum: Það hentar líka sem bragðauki á ís og út á pönnukökur og vöfflur. Meira
29. mars 1996 | Neytendur | 157 orð

Uppeldi er komið út

TÍMARITIÐ Uppeldi er komið út. Að þessu sinni er blaðið tileinkað ungu fólki og ungum foreldrum. Í frétt frá útgefendum tímaritsins segir að á hverju ári verði u.þ.b. 130 íslenskar stúlkur, 17 ára og yngri, barnshafandi og að það sé mun algengara að ungar stúlkur hér á landi eignist börn en í nágrannalöndum okkar. Meira

Fastir þættir

29. mars 1996 | Dagbók | 2717 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 29. mars til 4. apríl, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102B, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
29. mars 1996 | Í dag | 100 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 1. apríl nk. v

Árnað heillaÁRA afmæli. Mánudaginn 1. apríl nk. verður áttræðurGuðni Ólafsson, frá Súgandafirði,til heimilis á Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Finney Árnadóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á morgun, laugardaginn 30. Meira
29. mars 1996 | Í dag | 147 orð

BANDARÍSKUR frímerkjasafnari, sem getur ekki um aldur en er líkleg

BANDARÍSKUR frímerkjasafnari, sem getur ekki um aldur en er líklega fullorðinn, vill komast í samband við safnara: G. Bodson, 1933 Workman Street, Montreal H3J 2P4, Canada. FINNSK 24 ára stúlka vill skrifast á við einhleypa karlmenn 25 ára og eldri. Meira
29. mars 1996 | Í dag | 458 orð

ÍKVERJI furðar sig á hve fólk getur verið ginnkeypt fyrir ýmsum

ÍKVERJI furðar sig á hve fólk getur verið ginnkeypt fyrir ýmsum auglýsingabrögðum. Sjálfur verður hann í besta falli ergilegur þegar sölufólk tilkynnir honum að nú séu sérstök tilboð í gangi og kaupandinn fái ýmsa óþarfa fylgihluti "ókeypis" með vörunni. Tvö nýleg dæmi getur Víkverji nefnt af þessu. Meira
29. mars 1996 | Í dag | 17 orð

LEIÐRÉTT Reykjanesbær, ekki Suðurnesjabær REYKJAN

LEIÐRÉTT Reykjanesbær, ekki Suðurnesjabær REYKJANESBÆR var rangnefndur Suðurnesjabær í baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. Meira
29. mars 1996 | Dagbók | 621 orð

Reykjavíkurhöfn:Þýska rannsóknarskipiðFrithjof

Reykjavíkurhöfn:Þýska rannsóknarskipiðFrithjof kom í gærmorgun og fer í dag. Þá komu í gær Bogomilov, Dettifoss og rússinn Ozherelye sem fór samdægurs. Meira
29. mars 1996 | Í dag | 483 orð

Tónleikar í Borgarleikhúsi "ÉG vil skila þakklæti mínu fyri

"ÉG vil skila þakklæti mínu fyrir ánægjulega kvöldstund í Borgarleikhúsinu þar sem fram komu þrír barnakórar sl. þriðjudag. 120 börn komu fram og þau sýndu að þau hafa náð langt í list sinni. Margar vinnustundir liggja að baki tónleikum sem þessum og eiga þau þakkir skildar. En ég er óhress með það að ekki létu sjónvarpsmenn sjá sig til að fjalla um þessa góðu tónleika barnanna. Meira
29. mars 1996 | Fastir þættir | 487 orð

Víða fermt á landsbyggðinni á pálmasunnudag

FERMING í Bjarnanesprestakalli í Hoffellskirkju kl. 11. Prestur sr. Sigurður Kr. Sigurðsson. Fermd verða: Bjarni Óskar Jónsson, Hagatúni 13. Jón Vilberg Gunnarsson, Tjarnarbrú 20. FERMING í Bjarnanesprestakalli í Bjarnaneskirkju kl. 14. Prestur sr. Sigurður Kr. Sigurðsson. Fermd verða: Anna Lilja Ragnarsdóttir, Akurnesi. Meira

Íþróttir

29. mars 1996 | Íþróttir | 79 orð

Drammen í úrslit Borgarkeppninnar NORS

NORSKA liðið Drammen sem sló Aftureldingu út í Borgarkeppni Evrópu í handknattleik komst í gærkvöldi í úrslit keppninnar. Drammen lagði sænska félagið Skövde í seinni leik liðanna í Drammen með 20 mörkum gegn 12. Skövde sigraði fyrri leikinn 23:17. Drammen vann því samanlagt 37:36. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 86 orð

Framarar sigruðu í fyrsta grasleiknumF

FYRSTI knattspyrnuleikur ársins á grasi fór fram í Garði í gærkvöldi en þar mættust Víðir og Fram í deildabikarkeppninni. Fram sigraði með þremur mörkum gegn einu. Mörk Fram skoruðu Hólmsteinn Jónasson, tvö, og Þorvaldur Ásgeirsson Elíassonar þjálfara, eitt. Steinar Ingimundarson klóraði í bakkann fyrir heimamenn í stöðunni 3:0. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 125 orð

Gunnar farinn í frí GUN

GUNNAR Gunnarsson, sem þjálfaði og lék með Haukum í Hafnarfirði í vetur, hefur ákveðið að taka sér frí frá handknattleiksþjálfun. "Já, það er rétt, ég hef ákveðið að taka mér frá frá þjálfun um óákveðinn tíma. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 122 orð

Handknattleikur

Evrópukeppni bikarhafa Undanúrslit Fyrri leikir: Teka Santander - Rauða Stjarnan25:19 Lemgo - Pelister Bitola (Makedóníu)25:23 EHF-keppnin Undanúrslit Flensburg - Granollers27:22 Granollers - Flensburg25:17 Granollers vann samanlagt 47:44. Shaktyor (Úkr.) - Zadar Gortan (Kró. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 7 orð

HANDKNATTLEIKUR/ÚRSLITAKEPPNIN

HANDKNATTLEIKUR/ÚRSLITAKEPPNINSigfús fór á kostum SIGFÚS Sigurðsson Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 38 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrslit kvenna, 3. leikur: Keflavík:Keflavík - KR20 Handknattleikur Úrslitakeppni 2. deildar:

Körfuknattleikur Úrslit kvenna, 3. leikur: Keflavík:Keflavík - KR20 Handknattleikur Úrslitakeppni 2. deildar: Strandgata:ÍH - Fylkir20 Knattspyrna Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 68 orð

KA-strákar fögnuðu fyrir leikinn FYRI

FYRIR leik KA og Vals í gærkvöldi voru ungir strákar úr 5. flokki KA kallaðir fram á gólfið, til að taka á móti þremur Íslandsmeistarabikurum - fyrir sigur a, b og c liða. Ungu strákarnir hlupu tvo sigurhringi á vellinum með bikarana við mikinn fögnuð áhorfenda. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 136 orð

KA tapaði síðast 1992

KA-liðið mátti þola tap í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan Eyjamenn fögnuðu sigri í KA-húsinu, 20:26, 1992. Síðan þá lék liðið átta leiki í röð án taps. Liðið hefur leikið tíu leiki á heimavelli í úrslitakeppninni, tapað tveimur. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 112 orð

KA - Valur26:31 KA-húsið á Akureyri, Íslandsmótið í handkna

KA-húsið á Akureyri, Íslandsmótið í handknattleik, leikið til úrslita ­ fyrsti leikur, fimmtudagur 28. mars 1995. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:1, 2:5, 4:6, 6:6, 9:9, 10:12, 11:13, 13:13. 13:14, 15:15, 15:17, 16:19, 17:20, 18:20, 18:24, 20:24, 21:27, 22:28, 24:29, 26:31. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 666 orð

Keflvíkingar fóru sælir og glaðir frá Grindavík

KEFLVÍKINGAR unnu geysilega mikilvægan sigur á Grindvíkingum í Grindavík í gærkvöldi er liðin mættust fyrsta sinni í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindvíkingar eiga heimaleikjaréttinn og fá oddaleikinn, sjöunda leik liðanna, því til Grindavíkur ef til hans kemur. Keflvíkingar gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu og þeim tókst að sigra í fyrstu tilraun í Grindavík. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 36 orð

Knattspyrna Deildarbikarinn Víðir - Fram1:3 Steinar Ingimundarson - Hólmsteinn Jónasson 2, Þorvaldur Ásgeirsson. Þróttur R. -

Deildarbikarinn Víðir - Fram1:3 Steinar Ingimundarson - Hólmsteinn Jónasson 2, Þorvaldur Ásgeirsson. Þróttur R. - Þróttur N.4:2 Einar Jörundsson 2, Gunnar Gunnarsson, Sigfús Kárason - Hlynur Eiríksson, Vilberg Jónsson. Spánn Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 193 orð

Kolbeinn framkvæmdastjóri hjá ÍBR

KOLBEINN Pálsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Hann tekur formlega við starfinu 1. júní í sumar af Sigurgeir Guðmannssyni. Í framhaldi af nýja starfinu hefur Kolbeinn tilkynnt stjórn KKÍ að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs á ársþinginu í vor, en hann hefur verið formaður KKÍ í átta ár. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 31 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Leikir aðfararnótt fimmtudags: Miami - LA Lakers95:106 Philadelphia - Toronto103:94 Washington - Indiana93:99 Minnesota - Boston116:121 San Antonio - New York90:84 Dallas - Houston117:114 Utah - Milwaukee98:82 Seattle - Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 509 orð

"Magic" sýndi gamla takta

EARWIN "Magic" Johnson sýndi læriföður sínum, þjálfaranum Pat Riley, að hann er enn í fremstu röð í körfuboltaheiminum, þegar Lakers lék í Miami og sigraði, 106:95. Johnson átti stórleik, skoraði 27 stig og þar af 14 í fjórða leikhluta, tók níu fráköst og átti níu stoðsendingar. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | -1 orð

Mikilvægt að sigra í fyrsta leik

Mikilvægt að sigra í fyrsta leik Skellur? Þetta voru bara 9 stig og það er bara 1:0 fyrir þá. Það skiptir ekki máli hvort lið tapar með einu stigi eða tuttugu. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 311 orð

"Stríðið ekki búið"

Valsmenn voru að vonum kátir í búningsklefanum eftir glæstan sigur á KA á Akureyri, 31:26, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í gærkvöldi, og þjálfarinn Jón Kristjánsson upplitsdjarfur. Hann sagði þetta vissulega gott vegarnesti fyrir leikinn á Hlíðarenda á laugardaginn. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 767 orð

Sælkerakvöld á Akureyri

RAFMAGNAÐ andrúmsloft var í KA-húsinu, þar sem Valsmenn komu, sáu og sigruðu. Boðið var upp á allar þær krásir sem handknattleikur getur boðið upp á ­ glæsileg mörk, markvörslu, leikfléttur, einstaklingsframtak, spennandi augnablik og óvæntar uppákomur. Þessar kræsingar kunnu áhorfendur að meta, enda fengu þær þá til að standa upp úr sætunum og hrópa. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 94 orð

UMFG - Keflavík66:75

Íþróttahúsið í Grindavík 1. úrslitaleikurinn í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, fimmtudaginn 28. mars 1996. Gangur leiksins: 0:4, 4:4, 9:8, 16:13, 22:16, 22:26, 26:26, 28:32, 32:32, 32:38,36:38, 36:47, 38:52, 44:52, 44:57, 45:61, 49:67, 58:69, 66:75. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 49 orð

Þannig vörðu þeir Tölur innan sviga

Tölur innan sviga sýna skot, þar sem knötturinn fór aftur til mótherja. Guðmundur A. Jónsson, KA 6 (1). 4 langskot, 1 úr horni, 1(1) af línu. Björn Björnsson, KA 1. 1(1) langskot. Guðmundur Hrafnkelsson, Val 14 (3).10(2) langskot, 2(1) af línu, 1 eftir hraðaupphlaup, 1 eftir gegnumbrot. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 602 orð

Þróttarstúlkur Íslandsmeistar- ar í fyrsta sinn

TÍMAMÓT urðu í íþróttasögu Austurlands í gærkvöldi þegar kvennalið Þróttar í Neskaupstað lagði HK að velli í þremur hrinum í fjórða úrslitaleik liðanna. Þróttur varð þar með fyrstur austfirskra félaga til að vinna Íslandsmeistaratitil í flokkaíþrótt. Meira
29. mars 1996 | Íþróttir | 409 orð

Ætli maður skrölti ekki með

Lið HK og Fram standa best að vígi í úrslitakeppni 2. deildar karla í handknattleik þegar þrjár umferðir eru eftir, hafa hvort um sig 14 stig. Fylkir er í þriðja sæti með 8 stig og á enn fræðilega möguleika á fyrstu deildar sæti. Í fyrrakvöld lagði HK Fram með 29 mörkum gegn 26 á heimavelli sínum í Digranesi og komst þar með upp að hlið Framara. Meira

Fasteignablað

29. mars 1996 | Fasteignablað | 650 orð

Að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní

ÞAÐ ER sama hvar borið er niður hérlendis varðandi öryggi og slysavarnir, allir hugsa það sama: "Það kemur ekkert fyrir mig". Fjögur ungmenni liggja alvarlega slösuð eftir bílveltu, líklegt að ekkert þeirra lægi á sjúkrahúsi ef þau hefðu haft þá fyrirhyggju að spenna bílbeltin, verðmæti tapast á margan hátt í bruna, óveðri og af fleiri orsökum. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 211 orð

Einbýlishús í Melasveit

GÍSLI Kjartansson hdl. í Borgarnesi hefur nú til sölu húsið Nýhöfn í landi Hafnar í Melasveit. Hús þetta er 172 ferm. einbýlishús, byggt 1976. Það stendur á 4.125 ferm. leigulóð og því fylgir heitur pottur og lítið gróðurhús. Eigninni fylgir einnig hesthús og hlaða ásamt tveggja hektara eignarlóð. Hitaveita hefur verið lögð inn. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 231 orð

Einbýlishús við Logafold

TIL SÖLU hjá fasteignasölunni Húsvangi er einbýlishús við Logafold 192 í Grafarvogi. Að sögn Tryggva Gunnarssonar hjá Húsvangi er þetta hús á einni hæð, 180 fermetrar að stærð, ásamt innbyggðum bílskúr. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 318 orð

Endurnýjað timburhús í Suðurhlíðum

GÓÐ timburhús í Suðurhlíðum Kópavogs hafa lengi verið eftirsótt. Hjá fasteignasölunni Lyngvík er nú til sölu 157 ferm. timburhús við Hlíðarveg 44, sem er með 24 ferm. bílskúr. Að sögn Geirs Sigurðssonar hjá Lyngvík er þetta fallegt einbýlishús á tveimur hæðum, sem hefur verið mikið endurnýjað. Ásett verð er 12,3 millj. kr., en áhvílandi eru tæpar 6,7 millj. kr. í húsbréfum og byggingarsjóðslánum. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 25 orð

Frumlegur sófi

Frumlegur sófi ÞENNAN sófa var farið að framleiða árið 1982. Hann var framleiddur af fyrirtækinu Cassina og þótti mjög frumlegur þegar hann kom fram fyrst. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 201 orð

Gott hús í Garðabæ

TIL SÖLU er hjá fasteignasölunni Bifröst einbýlishús að Markarflöt 45 í Garðabæ. Hús þetta er á einni hæð, um 186 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr ásamt 30 ferm. nýlega byggðri garðstofu. Það var byggt árið 1967 og að sögn Pálma Almarssonar hjá Bifröst hefur það fengið gott viðhald frá upphafi. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 176 orð

Hús á góðu verði á Seltjarnarnesi

TIL SÖLU er hjá Þingholti húseignin Vallarbraut 14 á Seltjarnesi. Húsið er byggt 1962 og er 176 ferm. með 33 ferm. bílskúr. Húsið stendur á stórri lóð og er garðurinn vel gróinn, enda gamall verðlaunagarður samkvæmt upplýsingum Þorsteins Broddasonar hjá Þingholti. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 46 orð

Hús SÍF við Keilugranda

EITT hundrað og tíu millj. kr. eru settar á húseign SÍF við Keilugranda, en hún er nú auglýst til sölu hjá Eignamiðluninni. Húsið er um 4900 ferm. og hentar vel fyrir ýmiss konar atvinnustarfsemi. Eignin verður rýmd síðar á þessu ári. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 190 orð

Hús SÍF við Keilugranda til sölu

EITT stærsta atvinnuhúsnæði, sem núna er laust á höfuðborgarsvæðinu, er nú til sölu hjá Eigna miðluninni. Byggingin, sem stendur við Keilugranda 1 í Reykjavík, er alls um 4.900 ferm. Eigandi er Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 308 orð

Hæstu turnar heims í Malasíu

PETRONAS-turnarnir í Kuala Lumpur í Malasíu verða 451,9 metra háir og hæstu byggingar heims. Vinnu er lokið við meginhluta bygginganna, sem eru á 88 hæðum og 378 metra háar, en taka mun um tvo mánuði að ganga frá efsta hlutanum. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 304 orð

Með hækkandi aldri húseigna eykst viðhaldsþörfin

ÍSLENZK hús eru tiltölulega ný og meiri hluti þeirra byggður eftir 1960, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Hún sýnir umfang húsbygginga hér á landi allt frá síðustu aldamótum til ársins 1993 og er þar miðað við rúmmál. Mest var hér byggt á sjöunda og áttunda áratugnum. Þannig voru fullgerðar íbúðir um 2200 árið 1973, um 2300 árið 1977 og rúmlega 2200 árið 1980. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 1386 orð

Miklar skólabyggingar framundan á Rauðarárholti

FYRIRHUGAÐAR nýbyggingar á lóðum Kennaraháskólans og Sjómannaskólans eru mjög umfangsmiklar og eiga eftir að breyta yfirbragði Rauðarárholtsins mikið. Byggingarnar verða reistar fyrir vaxandi starfsemi þessara skóla, en lóðir þeirra eru gott byggingarland. Til viðbótar er gert ráð fyrir 66 nemendaíbúðum á svæðinu og verður væntanlega hafizt handa við smíði á fyrstu íbúðunum í sumar. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 45 orð

Nýstárlegt áklæði

STUNDUM situr fólk uppi með gamla borðstofustóla og hefur ekki brjóst í sér til að henda þeim en þykir þeir eigi að síður lítt áhugavekjandi. Gott ráð getur þá verið að gera stólinn meira spennandi eins og hér hefur verið gert með sérkennilegu áklæði. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 188 orð

Óvissa í breskum byggingar- iðnaði

Öll hafa fyrirtækin orðið fyrir barðinu á langvarandi kyrrstöðu á breskum bygginga- og húsnæðismarkaði og þótt bati hafi orðið á öðrum sviðum er ekki ljóst hvenær byggingariðnaðurinn muni rétta úr kútnum. Hagnaður Rugby Group 1995 dróst saman um 40% í 45.8 milljónir punda eftir endurskipulagningu upp á 26.9 milljónir og hagnaður Redrow Group fyrir skatta minnkaði í 12. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 209 orð

Skólabygg- ingar á Rauðarárholti

MIKLAR byggingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Rauðarárholti fyrir vaxandi starfsemi Kennaraháskólans og Sjómannaskólans. Til marks um umfang þessara nýbygginga má nefna, að þær verða alls um 18.000 ferm., en fyrir eru á svæðinu byggingar upp á 9.000 ferm. Deiliskipulagi er þegar lokið og er höfundur þess Ormar Þór Guðmundsson arkitekt. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 239 orð

Sumarhúsaland við Kerið

Nýlega var auglýst til sölu hjá Húsakaupum sumarhúsaland í Grímsnesi. Þetta er 10,5 hektara spilda úr Gráhellu í landi Miðengis, sem liggur sunnan við Kerið í Grímsnesi," sagði Sigrún Þorgrímsdóttir hjá Húsakaupum. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 34 orð

Svört ljósastjakadýr

ÞESSI svörtu dýr eru afar tilkomumiklir ljósastjakar. Fremra dýrið er ótvírætt elgur og það til hægri er þá líklega kýr. Þetta er norsk framleiðsla sem stendur á tryggum grunni svo sem sjá má. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 68 orð

Vanskil 718 millj. kr. í febrúarlok

Vanskil fasteignaveðbréfa 3ja mánaða og eldri voru um 718 millj. kr. í febrúarlok, sem svarar til 0,96% af höfuðstól fasteignaveðbréfa. Er frá þessu skýrt í nýjasta fréttabréfi verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar. Vanskil, 3ja mánaða og eldri, lækkuðu um 82 millj. kr. frá mánuðinum á undan, enda var þá rúmur tveir og hálfur mánuður frá síðasta stóra gjalddaga þar á undan, sem var 15. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 37 orð

Vatnsúða- kerfi

OFT mætti koma í veg fyrir brunatjón, ef rétt væri staðið að brunavörnum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir, en þar fjallar hann um vatnsúðakerfi. Þau hafa bjargað gífurlegum verðmætum á undanförnum árum. Meira
29. mars 1996 | Fasteignablað | 18 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

29. mars 1996 | Úr verinu | 39 orð

Aðalfundur Íslenzkra sjávarafurða

AÐALFUNDUR Íslenzkra sjávarafurða hf. verður haldinn í dag, föstudaginn 28. marz í Súlnasal Hótels Sögu. Fundurinn hefst klukkan 9.00 og mun Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsrðaherra ávarpa fundargesti í upphafi fundar. Að loknu ávarpi Þorsteins verða venjuleg aðalfundarstörf. Meira
29. mars 1996 | Úr verinu | 612 orð

Afkomubati hjá sjávarútvegssviði KEA í fyrra

MIKILL afkomubati hefur orðið hjá sjávarútvegssvið KEA síðastliðin ár. Hagnaður af reglulegri starfsemi á síðasta ári nam 56 milljónum króna. Útgerðin skilaði rúmlega 90 milljóna króna hagnaði, en um 36 milljóna króna tap varð á vinnslu í landi. 14 milljóna hagnaður var af rekstrinum 1994. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 413 orð

Afvötnun á klukkustund með glaðlofti

HLÁTURGAS og súrefni eða svokallað glaðloft hefur verið notað við lækningar í um 200 ár og m.a. verið boðið konum í fæðingu til að lina verki og hjálpa þeim við öndun. Litlum börnum hefur verið gefið "glaðloft" fyrir aðgerðir, það er notað í tannlækningum og nú sl. ár í Finnlandi við afvötnun áfengissjúklinga og fíkniefnaneytenda. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Allar námsgreinarnar áhugaverðar

ÞORGERÐUR Bjarnadóttir hafði verið atvinnulaus í tvö ár þegar hún sá auglýst námskeið í Menntasmiðjunni. Þar sem henni leiddist að vera alltaf ein á daginn þegar aðrir eru að vinna datt henni í hug að það gæti verið gaman að reyna eitthvað nýtt. Ýmislegt í höfðinu á mér sem ég hafði ekki hugmynd um Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1019 orð

Á pallinum er skrafað og hlegið yfir gömlum kötlum og fleira dóti

HÚN stendur úti á palli þar sem hún hefur raðað alls kyns vörum, gömlum og nýjum á langborð og hringborð. "Ég er að selja dótið mitt," segir hún við vegfarendur sem staldra við og líta niður í garðinn hennar. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 422 orð

Dauðinn fæðing til lífs

KARL Sigurbjörnsson sóknarprestur í Hallgrímskirkjusókn segir að við eigum að hugsa um dauðann í ljósi Krists sem sigraði dauðann. "Hann gekk alla leið í dauðann til þess að gefa okkur hlutdeild í eilífu lífi sínu," segir hann. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 737 orð

DAUÐINN Skemmtileg ráðgáta en alls ekkert lamb að leika við

DAGUR dauðans nálgast: Föstudagurinn langi. Myrkrið grúfir yfir og einsemdin ríkir. Fáir dagar henta betur til að hugsa um dauðann vegna þess að minna er hægt að gera til að komast hjá því að takast á við einsemdina; engin vinna og ekkert skemmtanahald. Hér verður hugsað um dauðann. Dauðinn er ráðgáta og lausnin er ekki til í mannheimum. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 379 orð

Endurvinnsla vitundarinnar

HREINN Pálsson heimspekingur segist fylgja afstöðu Sókratesar um að rétt sé að búa sig í lífinu undir dauðann. "Ráðgátan um dauðann er eitt af því sem kryddar tilveruna," segir hann. "Það hljómar kannski fjarstæðukennt að búa sig undir eitthvað sem ekki verður," segir hann ef niðurstaðan er að ekkert er eftir dauðann. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 202 orð

Enginn himneskur lífeyrissjóður

REYNIR Harðarson þýðandi segist hafa kynnt sér niðurstöður trúarbragða og dulhyggjumanna um hvað taki við eftir dauðann, en ekki látið sannfærast. "Ég held að það verði algjör slokknum við dauðann. Vitundin hættir að vera til, eða eins og Sókrates sagði: "Dauðinn er draumlaus svefn." Og ég tel það ekkert til að óttast. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 371 orð

Gulur litur Páskaskraut þykir ómissandi á hverju heimili

Í HUGUM flestra er gult litur páskanna. Samkvæmt kirkjulegum hefðum er hvíti liturinn þó tákn páska, gleðidaganna fjörutíu og uppstigningardagsins, en hvítt er tákn gleði, hins eilífa ljóss og hinnar eilífu gleði sem Kristur gefur. Guli liturinn hefur smám saman orðið ríkjandi í páskaskreytingum, sem nú þykja ómissandi á hverju heimili. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Konur frá sautján ára til sjötugs kynnast þar nýjum námsgreinum MENNTASMIÐJAN

KONA á fimmtugsaldri les upphátt eigin ritsmíð og uppsker fagnaðarlæti skólasystra sinna. "Þetta hefði ég aldrei þorað að gera áður en ég byrjaði hér í Menntasmiðjunni, segir hún og hinar taka undir. Sumar segjast skipta lífi sínu í tvö tímabil - lífið áður en þær byrjuðu í Menntasmiðjunni og eftir. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 695 orð

Kyngeta karla og blöðruhálskirtilskrabbamein

EFALÍTIÐ velta margir, sem enn eru í blóma lífsins, fyrir sér hvernig kynlífi þeirra verði háttað er aldurinn færist yfir. Þrátt fyrir opinskáar umræður um kynlíf undanfarna áratugi hefur lítið verið fjallað um kynlíf aldraðra. Yfir þeim þætti hvílir ákveðin dulúð, enda er gamalt fólk af þeirri kynslóð sem ekki hefur slík mál í flimtingum. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 293 orð

Miðstöð öryggis fyrir foreldra og börn

FYRIR skömmu, þegar Herdís Storgaard, barnaslysavarnarfulltrúi hjá Slysavarnarfélagi Íslands, var á ferð um Ástralíu, heimsótti hún sérstaka öryggismiðstöð fyrir foreldra og börn. "Þessi öryggismiðstöð er tengd sjúkrahúsinu Royal Children Hospital, sem er í Viktoríu-fylki. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 808 orð

Mismunandi manngerðir endurspeglast í mósaíkborðunum

MÓSAÍKBORÐIN þrjú sem eru til sýnis í Gallerí List um þessar mundir hafa vakið óskipta athygli og margir falast eftir þeim til kaups. En þau eru ekki til sölu. "Þetta eru fyrstu borðin sem ég geri, það liggur mikil vinna að baki hverju þeirra og ég tími einfaldlega ekki að láta þau af hendi", segir Ragna Ingimundardóttir, leirkerasmiður, Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 262 orð

Sitthvað gamalt og sitthvað nýtt frá norrænu handverksfólki

ÞAÐ er enginn svikinn af því að skoða farandsýningu á norrænu listhandverki, Norrænu heimilisiðnaðarsýninguna, sem haldin er í kjallara Norræna hússins þessa dagana. Á sýningunni er að finna úrval handverks listafólks frá öllum Norðurlöndunum, sumt gamalt, annað nýtt. Á sýningarskrá eru yfir 200 munir, ýmis konar smáhlutir og upp í stærri verk. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 859 orð

Sælureitur 10 ódýr og einföldráð til að gera heimiliðhlýlegt og þægilegt

HEIMILIÐ hefur efalítið svipaða merkinguí hugum flestra. Þarer skjólið og öryggiðað finna og þar viljamenn hreiðra um sigfjarri heimsins streðiog striti, glæpum ogslysum, áreiti ogónæði. Meira
29. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Það er mér algjör nautn að kenna

PÁLÍNA Guðmundsdóttir, myndlistarmaður og galleríeigandi á Akureyri, kennir myndlist, íslensku, tjáningu, jóga og slökun við Menntasmiðjuna. Til að útskýra hvers vegna lýðháskólaformið er henni kært og hví hún kennir svo ólíkar námsgreinar segir hún sögu af sinni eigin skólagöngu sem byrjaði í Bárðardal þegar hún var átta ára gömul. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.