Greinar sunnudaginn 1. september 1996

Forsíða

1. september 1996 | Forsíða | 174 orð

Barnaníðingar verða geltir í Kaliforníu

ÞING Kaliforníuríkis lauk á föstudag setningu laga um geldingu barnaníðinga. Vonast er til að lögin eigi eftir að halda aftur af níðingum og draga verulega úr misnotkun barna. Talið er að önnur ríki fari að fordæmi Kaliforníumanna. Meira
1. september 1996 | Forsíða | 436 orð

Íraski fáninn dreginn að hún eftir töku Arbil

ÍRASKI stjórnarherinn hafði náð rúmlega helmingi borgarinnar Arbil í norðurhluta landsins á sitt vald um hádegi í gær og hafði dregið íraska þjóðfánann að húni, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í borginni. Sögðu þeir borgina vera að falla og sveitir Kúrdaleiðtogans Jalals Talabanis vera á förum. Meira
1. september 1996 | Forsíða | 153 orð

Verða að kanna hagi flugfarþega

FORSETANEFND um aukið flugöryggi undirbýr nú tillögur sem fælu í sér að bandarísk flugfélög yrðu að skoða grannt persónuhagi allra farþega sinna til þess að kanna hvort hugsanlegir spellvirkjar kunni að leynast meðal þeirra, að sögn blaðsins Washington Post. Meira

Fréttir

1. september 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

$$$$

Þau mistök urðu við vinnslu fréttar um nýjan yfirmann Varnarliðsins í blaðinu í gær. að nafnabrengl varð í myndatexta. Þar átti að standa John E. Boyington, sem er hinn nýji yfirmaður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Gunnar Seelow Morgunblaðið fékk ekki réttar upplýsingar um nafn og heimilisfang eins fermingarbarnanna sem fermd verða í Dómkirkjunni í dag kl. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

2,6 milljarða kr. aukning

MARKAÐSVERÐ þeirra 31 þúsund tonna þorskaflaheimilda, sem bætast nú við á nýju fiskveiðiári, nemur rúmlega 2,6 milljörðum króna, miðað við 85,73 kr. meðalverð á þorskkílóinu á tímabilinu frá maí 1995 til apríl 1996, skv. útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

40 kærðir

LÖGREGLAN á Snæfellsnesi er nú með sérstakt átak í gangi til að kanna notkun bílbelta. Í vikunni var bílbeltanotkunin sérstaklega athuguð í þéttbýliskjörnum á Nesinu og kom í ljós að hún var afar slæleg. Þurfti að gefa út um 40 kærur vegna þessa á einum degi, bæði til ökumanna og farþega þeirra, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 146 orð

Afgreiðslubanni ekki verið aflétt

AFGREIÐSLUBANNI á íslenska flutningaskipið Daniel D. í Lübeck í Þýskalandi hafði ekki verið aflétt í gærmorgun að sögn Kjartans Guðmundssonar, eftirlitsmanns ITF (Alþjóða flutningaverkamannasambandsins). Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Anna Mjöll á Kaffi Reykjavík

ANNA Mjöll heldur djasstónleika á Kaffi Reykjavík sunnudags- og mánudagskvöld og hefjast þeir kl. 22 bæði kvöldin. Með henni leika þeir Ólafur Gaukur á gítar, Guðmundur Steingrímsson á trommur, Rúnar Georgsson á saxófón og Gunnar Hrafnsson á bassa. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Biðlisti undanfarin ár

FÓSTURSKÓLINN Íslands hefur ekki getað tekið alla umsækjendur inn í skólann sl. 4 til 5 ár. Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri, leggur áherslu á að gera þurfi átak í að fjölga leikskólakennurum. Gyða segir að skýringin á skorti á leikskólakennurum felist í því að uppbygging leikskólanna hafi gengið mun hraðar fyrir sig en menntun leikskólakennara. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 387 orð

Breytingin veldur fyrirtækjum röskun

BREYTING á upphringinúmeri veldur fyrirtækjum sem tengd eru háhraðaneti Pósts og síma verulegri röskun. Kristján Gunnarsson fjármálastjóri Samvinnuferða/Landsýnar segir að Póstur og sími hafi ekki tilkynnt fyrirtækinu um fyrirhugaða breytingu sem tekur gildi nk. mánudag. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 202 orð

Eimskip kaupir hugsanlega 60%

VIÐRÆÐUR standa nú yfir um að Eimskip kaupi meirihluta í landflutningafyrirtækinu Ísafjarðarleið hf. á Ísafirði. Samkvæmt heimildum blaðsins eru viðræðurnar á lokastigi og er jafnvel búist við að kaupsamningur verði undirritaður í næstu viku. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Elsti Íslendingurinn

ELSTI núlifandi Íslendingurinn býr ekki á Íslandi heldur er aldursforseti dvalarheimilis aldraðra á Gimli og heitir Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason. Hún er hvorki meira né minna en 107 ára gömul. Guðrún Björg fæddist á Egilsstöðum í Vopnafirði árið 1888. Fjögurra ára gömul fluttist hún með fjölskyldu sinni til Kanada. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 246 orð

Engin viðbrögð hjá öðrum bókaverslunum

RITFANGAVERSLUNIN Griffill auglýsir nú áður óþekkt kjör á námsbókum, eins og segir í heilsíðuauglýsingu hér í blaðinu á þriðjudag. Starfsmenn annarra skiptibókamarkaða sem Morgunblaðið ræddi við segjast þó ekki hafa trú á að stefni í verðstríð. Meira
1. september 1996 | Erlendar fréttir | 375 orð

Flokksþing eykur forskot Clintons FLOKKSÞ

FLOKKSÞINGI Demókrataflokksins lauk í Chicago á fimmtudagskvöld, og sýnir skoðanakönnun, sem gerð var daginn eftir, að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur aukið forskot sitt á Bob Dole, forsetaefni repúblikana, í 20 prósentustig. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna, að afsögn Dicks Morris, pólitísks ráðgjafa hans muni ekki hafa áhrif á fylgi Clintons. Meira
1. september 1996 | Erlendar fréttir | -1 orð

Forsetaráðgjafinn og vændiskonan

AFSÖGN Dicks Morris, eins helsta ráðgjafa Bills Clintons Bandaríkjaforseta, vegna umfjöllunar æsifréttablaðs um að Morris hafi verið í sambandi við vændiskonu í rúmt ár þykir áfall fyrir forsetann. Meira
1. september 1996 | Smáfréttir | 94 orð

FUNDUR starfsmanna Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar á Patreksfirði, h

FUNDUR starfsmanna Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar á Patreksfirði, haldinn 28. ágúst 1996, lýsir yfir fullum stuðningi við stjórn stofnunarinnar og treystir henni fyllilega til að leysa þau erfiðu verkefni sem nú er við að fást. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Grafarvogskirkju gefin altarisklæði

SAFNAÐARFÉLAG Grafarvogskirkju hefur gefið Grafarvogskirkju altarisklæði eftir listakonuna Sigrúnu Jónsdóttur. Altarisklæðin, sem ofin eru úr sænskri og íslenskri ull og frönsku silki voru á sýningu í Seattle og Washington D.C. ásamt öðrum kirkjumunum sem Sigrún Jónsdóttir hefur gert. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

HALLGRÍMUR DALBERG

HALLGRÍMUR Dalberg, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, varð bráðkvaddur í Reykjavík á föstudag. Hallgrímur var fæddur í Reykjavík 7. janúar 1918. Foreldrar hans voru Guðlaugur Magnús Guðmundsson, verkamaður í Reykjavík, og Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja. Hallgrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937 og kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1944. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

Hefur flutningastarfsemi nú í septembermánuði

PÓSTUR og sími hefur gert samning við alþjóðlega flutningsmiðlunarfyrirtækið Dan Transport um að taka við frakt frá fyrirtækinu og dreifa henni hér á landi. Sömuleiðis mun stofnunin hafa milligöngu um sendingar á frakt úr landi fyrir fyrirtækið. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 375 orð

Innlent

Kjaradeila lækna í hnút RÍKISSÁTTASEMJARI sleit viðræðum milli samninganefndar ríkisins og heilsugæslulækna á fimmtudag og er alger óvissa um framhaldið. Læknafélag Íslands hefur fallist á að ræða við ríkið um einn samning fyrir alla lækna. Á föstudag sögðu 30 heilsugæslulæknar, sem eru í hlutastörfum á sjúkrahúsum, upp sjúkrahússtöðum sínum. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Í verstöðinni Ósvör

Í GÆR, á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar til norðurhluta Vestfjarða, komu forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, til Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Myndin er úr verstöðinni Ósvör við Bolungarvík þar sem Geir Guðmundsson leiðbeindi forsetahjónunum og sagði frá sjávarháttum á fyrri tíð. Meira
1. september 1996 | Erlendar fréttir | 657 orð

Kynmök við börn hvergi réttlætanleg

AUGU þeirra, sem starfa í ferðamannaiðnaðnum hafa undanfarin ár opnast fyrir því að það eru ekki allir, sem ferðast í jafn góðum tilgangi. Sænskar ferðaskrifstofur eru farnar að dreifa bæklingum frá barnahjálparsamtökum, þar sem fólk er áminnt um að mök við börn séu saknæmt athæfi. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Norrænir matarfræðingar á Íslandi

Í SUMAR var í fyrsta sinn haldin hér samkoma matarfræðinga. Fulltrúar komu frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi að þessu sinni. Íslenskir matarfræðingar hófu þátttöku í Norðurlandasamstarfinu fyrir þremur árum. Árlegir fundir eru haldnir með hinum ýmsu fyrirlestrum, vettvangsheimsóknum og umræðum um Norðurlandasamstarf. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 556 orð

Risalax úr Hafralónsá

Stærsti lax sumarsins það sem af er veiddist í Hafralónsá í Þistilfirði 16. ágúst síðastliðinn. Breskur veiðimaður að nafni George Stephensen veiddi laxinn í hyl númer 32 og voru menn á því að laxinn hefði verið um 26-27 pund. Hann fór aldrei á vigt því sá breski sleppti honum aftur í ána. Þetta var mjög legin hrygna, 113 sentimetra löng. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Skólastarf að hefjast

KENNSLA hefst í flestum grunnskólum og framhaldsskólum landsins á morgun. Gert er ráð fyrir að um 4.200 sex ára börn hefji skólagöngu á þessu hausti en í grunnskólum landsins verða alls um 42.000 nemendur í 1.-10. bekk. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Skólatöskur og pennar keyptir fyrir skólann

ÞVÍ fylgir óneitanlega alltaf einhver fiðringur að byrja í skólanum og því fylgja líka innkaup. Þeir sem eru að fara í skólann í fyrsta sinn þurfa að kaupa sér skólatösku, pennaveski og stílabækur, svo ekki sé minnst á skólafötin. Aðra vantar kannski bara eitthvað smálegt og víst er að það er nóg að gera í bókabúðunum þessa dagana. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 221 orð

Stúdentagarður og leikskóli teknir í notkun

Í HAUST verður nýr stúdentagarður í eigu Félagsstofnunar stúdenta tekinn í notkun í stúdentagarðahverfinu í Ásgörðum við Eggertsgötu. Á stúdentagarðinum eru 17 íbúðir. Einnig verður tekinn í notkun leikskólinn Mánagarður, sem er í eigu Félagsstofnunar og Reykjavíkurborgar. Á Mánagarði verða 63 heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Torfæran verður í dag

SEINNA heimsbikarmótinu í torfæru var í gær frestað vegna slæms veður á keppnisstað í Jósepsdal. Keppnin fer fram í dag á sama stað og hefst klukkan 13. Um þrjátíu keppendur taka þátt í mótinu sem er lokaslagurinn um heimsbikarinn svokallaða. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 44 orð

Tónleikar á 22

HLJÓMSVEITIRNAR Reptililcus, Vindva Mei, Stillusteypa og Fantasía koma fram í kvöld, sunnudagskvöldið 1. september, á veitingahúsinu 22 á vegum Óháðu listahátíðarinnar. Reptilicus er nýkomin frá tónleikum í Berlín og verða þetta þeirra síðustu tónleikar í bráð. Tónleikarnir standa frá kl. 10­1. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 40 orð

Tvennir tímar

Morgunblaðið/RAX VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur sigldi til móts við eitt afmörgum herskipum semliggja nú á ytri höfninni íReykjavík en um eitt þúsundár eru á milli hugmyndannaað baki þessum tveimur gerðum herskipa. Skipverjar ábáðum förunum heilsuðu meðheiðurskveðju þegar Íslendingur fór hjá. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Veita hálfri milljón til fíkniefnavarna

FIMMTÍU ár eru liðin í dag frá stofnun Samvinnutrygginga g.t. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins og fyrsti formaður stjórnar þess var Vilhjálmur Þór fv. ráðherra og þáverandi forstjóri SÍS. Tryggingafélagið hóf starfsemi sína með sölu brunatrygginga og skömmu síðar sjótrygginga en hófu rekstur bifreiðatrygginga árið 1947 og veittu upp frá því alhliða vátryggingaþjónustu. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 662 orð

Viðgerðir standa fram eftir haustinu

KENNSLA hefst í flestum grunnskólum og framhaldsskólum landsins á morgun. Á fimmtudag og föstudag var verið að afhenda stundatöflur í mörgum skólum og kennarar voru á undirbúningsfundum. Gert er ráð fyrir að um 4.200 sex ára börn hefji skólagöngu á þessu hausti en í grunnskólum landsins verða alls í kringum 42.000 nemendur í 1.-10. bekk. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 708 orð

Vilja beita sér fyrir því að meira fé verði varið til stúdentaskiptaáætlana

Forystumenn landssamtaka háskólastúdenta á Norðurlöndum héldu nýverið NOM-ráðstefnu í Reykjavík, þar sem skipst var á upplýsingum og sameiginleg hagsmunamál rædd. NOM er skammstöfun á Nordisk Ordførende Møde og er samráðsvettvangur stúdentasamtaka á Norðurlöndum. Meira
1. september 1996 | Erlendar fréttir | 222 orð

Vill segja skilið við Rauða khmera

KHIEU Samphan, sem hefur verið titlaður leiðtogi Rauðra khmera í Kambódíu síðan Pol Pot dró sig í hlé að nafninu til, er sagður vilja ganga til liðs við klofningshóp úr hreyfingunni. Er Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn Rauðra khmera, í forystu fyrir honum, og vinnur að því að semja við stjórnvöld í landinu. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Þriggja bíla árekstur

ÞRIGGJA bíla árekstur varð við Hnausabrú í Þingi um tíuleytið á föstudagskvöld. Að sögn lögreglu á Blönduósi hikaði bílstjóri og stöðvaði á brúnni með þeim afleiðingum að þrír bílar sem á eftir komu rákust á. Engin slys urðu á fólki en eignatjón varð nokkuð, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Meira
1. september 1996 | Innlendar fréttir | 367 orð

Æskuheimilið skoðað

Á ÖÐRUM degi heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og konu hans Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, til norðurhluta Vestfjarða, komu þau við á Hnífsdal, á Bolungarvík og Ísafirði. Um morguninn, þegar haldið var frá Hótel Ísafirði, var vikið frá skipulagðri dagskrá og forsetinn heimsótti æskuheimili sitt við Túngötu á Ísafirði. Meira
1. september 1996 | Smáfréttir | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

1. september 1996 | Leiðarar | 2278 orð

ReykjavíkurbréfÞÆR UMRÆÐUR, SEM fram hafa farið á vettvangi Evrópusa

ÞÆR UMRÆÐUR, SEM fram hafa farið á vettvangi Evrópusambandsins undanfarinn áratug um aukið frumkvæði og ábyrgð Evrópuríkja í öryggis- og varnarmálum, hafa valdið nokkurri umhugsun hér. Ástæðan er auðvitað sú, Meira
1. september 1996 | Leiðarar | 766 orð

ÞJÓÐAREIGN-ÞJÓÐARGJÖF

Leiðari ÞJÓÐAREIGN-ÞJÓÐARGJÖF DAG hefst nýtt kvótaár. Það markar þáttaskil, ekki sízt vegna þess, að nú er þorskkvóti aukinn í stað þess, að hann hefur minnkað eða staðið í stað mörg undanfarin ár. Þetta eru gleðifréttir vegna þess, að aukning þorskkvótans er staðfesting á því, að þorskstofninn við Íslandsstrendur er að rétta við. Meira

Menning

1. september 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Bacon kaupir mjúkan hund

BANDARÍSKI leikarinn fótafimi Kevin Bacon brá sér bæjarleið með dóttur sinni Sosie nýlega og keypti handa henni mjúkan leikfangahund meðal annars. Kevin lék nýlega illa gerðan fangavörð í myndinni "Sleepers" sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í vikunni. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 498 orð

Barist við tækni og veðurguði

SVO dögum skiptir hefur bandaríski listamaðurinn Ned Kahn reynt að vekja rúmlega tíu metra háan skýstrók til lífsins, ef svo má að orði komast. Það hefur gengið afleitlega en ætlunin var að skýrstrókurinn yrði aðalverkið á sýningunni Hamslaust landslag" í Rannsóknamiðstöðinni í San Fransiskó en þar hefur Kahn unnið að list sinni í nokkur ár. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Don og Patti sátt á frumsýningu

BANDARÍSKI leikarinn Don Johnson mætti ásamt fyrrverandi ástkonu sinni Patti D'Arbanville á frumsýningu nýjustu myndar hans, "Tin Cup" í New York nýlega. Með þeim var sonur þeirra Jesse, dóttir hans og Melanie Griffith, Dakota, og stjúpsonur hans, Alexander, sem Melanie átti með leikaranum Steve Bauer. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 197 orð

EINN hlédrægasti leikari Breta, Alan Rickm

EINN hlédrægasti leikari Breta, Alan Rickman, sem hefur ekki síst öðlast frægð fyrir túlkun sína á þrjótum og illmennum, kann leiklistargagnrýnandanum Maureen Paton litlar þakkir. Paton hefur skrifað ævisögu Rickmans, sem hefur helst ekkert viljað láta uppskátt um einkalíf sitt. Í bókinni mun þó ekki vera um meiriháttar uppljóstranir að ræða. Meira
1. september 1996 | Leiklist | 420 orð

Furðufuglafræði

Höfundur: Ingibjörg Hjartardóttir. Laga- og textahöfundur: Árni Hjartarson. Leikendur: Árni Pétur Guðjónsson, Edda Arnljótsdóttir, Sóley Elíasdóttir og leynigestur. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Ljósahönnuður: Gunnar B. Guðmundsson. Harmoníkuleikari: Gísli Víkingsson. Föstudagur 30. ágúst. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 54 orð

Greipar Ægis sýnir verk sín

LISTAMAÐURINN Greipar Ægis, verður með verk sín til sýnis og sölu í Kúnst, listmunaverslun Engjateigi 17 til 1. október næstkomandi. "Verkin, skúlptúrar, eru unnin úr sandi með blandaðri tækni og eru engin mót eða sérstök tæki notuð við gerð þeirra. Þetta er alíslensk list, frumkvæði og hugvit", segir í kynningu. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 89 orð

Hausttónleikar Selfosskirkju

SJÖTTU hausttónleikar Selfosskirkju eru hafnir. Glúmur Gylfason organisti hóf tónleikaröðina og á þriðjudag, 3. september, leikur Halldór Óskarsson organisti Odda á orgel Selfosskirkju. Héraðssjóður Árnesprófastsdæmis ásamt öðrum styrktaraðilum hafa séð til þess að hægt hefur verið að bjóða óeypis aðgang. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 38 orð

Hálendingur á þurru landi

GAMLI hálendingurinn Christopher Lambert og unnusta hans, hin fagurleggjaða Alba frá Ítalíu, dvelja gjarnan langdvölum á ströndinni í St. Tropez í Suður-Frakklandi. Hér sjást þau nýstigin á þurrt land eftir ævintýralega útsýnisferð á báti. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 171 orð

Háskólabíó frumsýnir Hunangsflugurnar

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Hunangsflugurnar eða "How to make an American Quilt". Myndin fjallar um unga stúlku sem uppgötvar leyndardóma lífsins með hjálp ömmu sinnar og óborganlegra vinkvenna hennar í saumaklúbbnum Hunangsflugurnar. Flugurnar eru ekki allar þar sem þær eru séðar og luma á ótrúlegum lífsreynslusögum. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 150 orð

Í SKOÐANAKÖNNUN sem gerð var á meðal áhorfenda í Roy

Í SKOÐANAKÖNNUN sem gerð var á meðal áhorfenda í Royal Festival Hall í Lundúnum, kom berlega í ljós hvað það er sem gestir á sinfóníutónleikum vilja. Það eru ekki risaskjáir, óvenjulegur klæðnaður eða ávarp stjórnandans, heldur aukalag. Rétt eins og á rokktónleikum. Það hefur hins vegar ekki tíðkast, nema þegar þekktir einleikarar koma fram með hljómsveitinni. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Íslandsvinir heiðra ræðismann

NÝLEGA var Luis Balager, ræðismaður Íslands í Barselóna á Spáni, gerður að heiðursfélaga í Sögu, félagi Íslandsvina í Murcia á Spáni. Efnt var til matarboðs af þessu tilefni og meðal gesta voru aðilar frá yfirvöldum Murciaborgar ásamt Íslendingum búsettum í suð-austurhluta Spánar. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Íslenskur bás á 100 ára afmæli Miamiborgar

EMMA Stefánsdóttir Gibbons, Jón Weeley, Jóna Ingvarsdóttir Ferrante og Lára Gunnarsdóttir voru fulltrúar Íslands í sýningarbás sem starfræktur var á 100 ára afmælishátíð Miamiborgar í Flórída í sumar. Fjórmenningarnir, sem allir eru búsettir í Miami, afhentu hátíðargestum bæklinga um Ísland og sýndu íslenska hraunmola, hrosshúð, lopapeysur, brúður í þjóðbúningum og fleira. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 58 orð

Long er frú Brady

BANDARÍSKA gamanleikkonan Shelley Long sem lengi starfaði með Ted Danson á bandaríska Boston-barnum Staupasteini sést hér glaðleg við frumsýningu nýjustu myndar sinnar "The Brady Bunch Movie" sem er önnur myndin, sem byggð er á sjónvarpsþáttum frá áttunda áratugnum, um fjölskyldu sem dagaði uppi í hallærislegum fatastíl og framkomu. Shelley leikur frú Brady í myndinni. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Nýr matstaður á Ingólfskaffi

NÝR matsölustaður, Notre Dame, var opnaður um síðustu helgi á efri hæð Ingólfskaffis. Af því tilefni var haldin tískusýning frá versluninni Spakmannsspjörum. Morgunblaðið/Halldór Á MEÐAN sýningarstúlkurnar sýndu fötin stóð reffilegurkyndilberi fyrir framan sviðiðog varpaði á það gullnumljóma. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 930 orð

Nýtt íslenskt í bland við Ibsen, Andersen og Williams Nanna systir, Villiöndin og Köttur á heitu blikkþaki eru meðal þess sem

FJÖGUR ný íslensk leikverk, ný erlend og klassísk verk og draugasögur verða á efnisskrá komandi leikárs Þjóðleikhússins. "Þetta verður fjölbreytt leikár og óhætt að segja að við séum stolt af því", segir Stefán Baldursson, Þjóðleikhússtjóri. "Við erum mjög bjartsýn á veturinn. Við áttum mjög gott leikár í fyrra, aðsóknin jókst um hér um bil fjórðung frá árinu áður. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 56 orð

Raddir í Reykjavík

HLJÓÐMYNDA- og ljósmyndasýningu Þorsteins J., Raddir í Reykjavík í Ráðhúskaffinu, lýkur í vikunni. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir af Reykvíkingum sem og raddir gamalla Reykvíkinga sem rifja upp hvernig umhorfs var í borginni hér einu sinni. "Raddir í Reykjavík hefur staðið yfir í þrjár vikur og hefur verið vel sótt," segir í kynningu. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 167 orð

Silfurgreining í Þjóðminjasafni

Í SAMBANDI við sýninguna Silfur í Þjóðminjasafni, sem stendur nú yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins, býður safnið eigendum gamalla silfurmuna að fá þá greinda til uppruna og smiða, eftir því sem tök eru á og heimildir kunna að finnast fyrir. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 173 orð

Sjómaðurinn játar

LJÓSMYND af sjómanni að kyssa hjúkrunarkonu á Times Square í New York fyrir 51 ári varð eitt þekktasta tákn sigurs Bandamanna í heimsstyrjöldinni síðari. Andlit fólksins sjást illa á myndinni, og löngum var deilt um hvaða fólk þetta væri. Fyrrum lögreglumaður frá New York og sjómaður frá Rhode Island hafa báðir sagst vera maðurinn. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Sniglabandið lék á als oddi

SNIGLABANDIÐ lék á Gauk á Stöng um helgina og kynnti nýútkomna plötu sína. Þeir léku á als oddi að venju og aðdáendur hljómsveitarinnar fjölmenntu og fylltu staðinn. Morgunblaðið/Halldór GÍTARLEIKARI Sniglabandsins þaggar niður í fagnaðarlátumáhorfenda... ... Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Systkini í fótboltanum

MEISTARAFLOKKUR kvenna og karla hjá Knattspyrnufélagi Vals og Austra, sameiginlegu liði Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, fór til Vopnafjarðar fyrir skömmu í keppnisferð. Í liðinu voru hvorki meira né minna en fimm systkinapör og -hópar. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 330 orð

Tekist á um myndir Link

BANDARÍSKI ljósmyndarinn O Winston Link er kominn á níræðisaldur. En í stað þess að njóta lífsins á ævikvöldinu stendur hann í ströngu við að endurheimta ljósmyndir sem fyrrverandi eiginkona hans tók ófrjálsri hendi, auk þess sem gamli maðurinn sefur með slökkvitæki sér við hlið af ótta við að eldur verði borinn að húsi hans. Frá þessu segir í The Sunday Times. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 114 orð

Töskubúr gagnrýnt

GULLFISKURINN Fred og eigandi hans, James Chinneck, hafa valdið uppnámi í Bretlandi að undanförnu. Listamaðurinn Chinneck smíðaði nýtt búr handa Fred, nokkurs konar gagnsæja ferðatösku, sem fyllt er með vatni og var búrið lokaverkefni Chinnecks úr listaskóla. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 43 orð

Valgerður sýnir í Gallerí Greip

SÝNING á verkum Valgerðar Guðlaugsdóttur hefur verið opnuð í Gallerí Greip, Hverfisgötu, 82. Valgerður lauk námi í skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Meira
1. september 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Volt rokkar Rósenberg

HLJÓMSVEITIN Volt hélt uppi merkjum þungarokksins í Rósenberg um síðustu helgi og létu rokkarar sig ekki vanta í hóp áhorfenda. Hljómsveitin er ný af nálinni, skipuð reyndum hljóðfæraleikurum. Morgunblaðið/Halldór FRIÐRIK Halldórsson, Birgir Haraldsson, Guðlaugur Falk ogBirgir Gunnarsson, í hvarfi, skipa hljómsveitina Volt. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 398 orð

Þrenns konar rómantík

Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 3. september klukkan 20.30 koma fram þær Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari. Þær flytja verk eftir P.A. Heise, P.E. Lange- Mäller, Alban Berg, Erik Satie og Sergei Rachmaninov. Ingibjörg og Valgerður sögðu í samtali við Morgunblaðið að það yrði rómantísk stemning á þessum tónleikum. Meira
1. september 1996 | Menningarlíf | 103 orð

(fyrirsögn vantar)

SUÐUR-kóreski stjórnandinn Myung Whun Chung hefur loks fundið sér verkefni eftir allnokkurt hlé. Gegnum árin hefur blásið hraustlega um hann. Chung var eftirmaður Daniels Barenboim sem aðalstjórnandi Bastilluóperunnar í París, tók við árið 1989 en yfirgaf borgina 1994 og hafði þá gengið á ýmsu, eins og í stjórnartíð forvera hans. Meira

Umræðan

1. september 1996 | Bréf til blaðsins | 267 orð

Athugasemd vegna yfirlýsingar VIÐ undirritaðir sem allir sitj

VIÐ undirritaðir sem allir sitjum í stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar viljum koma eftirfarandi á framfæri: Eftir fund sem haldinn var með bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði þann 7. ágúst sl. og við allir sátum ásamt Birni V. Ólasyni, Sverri Ólafssyni og fleirum, urðum við vitni að því að Björn V. Meira
1. september 1996 | Bréf til blaðsins | 411 orð

Íslenskar tilvitnanir

EITT af síðustu ritunum, sem Almenna bókafélagið gaf út, ber heitið Íslenskar tilvitnanir og er ein af bókum ritraðar þeirrar er ber yfirskriftina Íslensk þjóðfræði. Þarna er um að ræða fleyg orð og frægar setningar á íslensku eftir íslenska menn og erlenda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, hefur tekið ritið saman sem alls er 528 blaðsíður. Meira

Minningargreinar

1. september 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Helga Jónsdóttir

Látin er á Akureyri sæmdarkonan Helga Jónsdóttir í Bjarkarstíg 7, 85 ára að aldri. Stutt varð á milli þeirra hjóna Helgu og Braga Sigurjónssonar skálds og alþingismanns sem lést 29. október í vetur leið. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 353 orð

Helga Jónsdóttir

"Afi, hvar fannstu ömmu?" "Ég fékk hana í búð." Amma kinkaði kolli og þessu trúðum við Baldur. Amma, Helga Jónsdóttir, fæddist á Akureyri og ólst þar upp ásamt fjórum systkinum í Glerárgötu 3, en faðir þeirra rak þar járnsmiðju. Móður sína misstu þau ung og sá þá amma ásamt systur sinni um heimilið og vann í Kaupfélagi verkamanna þar sem afi fann hana. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 546 orð

Jørn Hess Thaysen

Með Jørn Hess Thaysen er genginn einlægur vinur Íslands sem sýndi velvilja sinn í ríkum mæli í orðum og gerðum. Jørn Hess Thaysen var læknissonur og hóf sjálfur læknisnám að loknu stúdentsprófi 1939. Í heimsstyrjöldinni síðari tók hann virkan þátt í dönsku andspyrnuhreyfingunni og var alllengi fangi í illræmdum fangabúðum Þjóðverja í Dachau og Neuengamme. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 192 orð

Kjartan Benjamínsson

Kallið er komið og þú ert farinn til annars og betri heims, þín veikindi voru orðin ansi löng og hvíldin kærkomin. Okkur hér fannst við oft vera ansi langt í burtu og ekki geta hjálpað sem skyldi en reyndum þó að vera í sambandi eins oft og hægt var. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 27 orð

KJARTAN BENJAMÍNSSON Kjartan Benjamínsson fæddist í Reykjavík 2. september 1920. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðastliðinn

KJARTAN BENJAMÍNSSON Kjartan Benjamínsson fæddist í Reykjavík 2. september 1920. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 9. apríl. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 366 orð

Olgeir Friðgeirsson

Kær vinur minn, Olgeir Friðgeirsson, hefur kvatt. Við kynntumst snemma á sjöunda áratugnum, er hann, þá nýorðinn sveinn í húsgagnasmíði, kom til starfa á Smíðastofu Jónasar Sólmundssonar. Meistari hans kom og mælti með honum við Jónas, sem var vandlátur á smiði, og kallaði hann Olla sinn. Hann varð fljótlega Olli allra á smíðastofunni. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 148 orð

OLGEIR FRIÐGEIRSSON

OLGEIR FRIÐGEIRSSON Jónatan Olgeir Þórarinn Friðgeirsson húsgagnasmíðameistari fæddist í Reykjavík 21. september 1936. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Rósbjörg Jónatansdóttir frá Ólafsvík, f. 20.5. 1908 og Friðgeir Þórarinsson húsasmíðameistari úr Borgarfirði, f. 1.9. 1903, d. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 747 orð

Þóra Ágústsdóttir

Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá. Og skipið lagði landi frá ­ hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. Þannig hefst ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og víst er að laugardaginn 17. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR Þóra Ágústsdóttir fæddist í Stykkishólmi 30. apríl 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. ágúst

ÞÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR Þóra Ágústsdóttir fæddist í Stykkishólmi 30. apríl 1935. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 23. ágúst. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 168 orð

Þórður Guðmundsson

Okkur hjónin langar til að þakka fyrir góðar stundir sem við áttum með Þórði. Þórður var heilsteyptur og notalegur persónuleiki. Hann var ættfróður mjög og hafði gaman af að ræða og rekja ættir fólks. Þau hjónin, Gerða og Þórður, bjuggu lengst af á Langholtsveginum eftir að við kynntumst þeim. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 28 orð

ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON Þórður Guðmundsson fæddist í Gilhaga, Strandasýslu, 8. janúar 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15.

ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON Þórður Guðmundsson fæddist í Gilhaga, Strandasýslu, 8. janúar 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 30. ágúst. Meira
1. september 1996 | Minningargreinar | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

Daglegt líf

1. september 1996 | Bílar | 217 orð

149 notaðir Bensar fluttir inn

EKKI hefur hægt á aukningu í innflutningi á notuðum bílum það sem af er þessu ári. Fyrstu sjö mánuðina voru fluttir inn 708 notaðir fólksbílar en á sama tíma í fyrra voru þeir 161. Þetta er 340% aukning milli ára. Í júlí síðastliðnum voru fluttir inn 185 notaðir fólksbílar en 41 í júlí í fyrra sem er 341% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira
1. september 1996 | Bílar | 194 orð

Arctic Super Hummer frá Íslandi

Í FRÉTTABRÉFI Hummer, sem framleiðandinn AM General Corporation gefur út á tveggja mánaða fresti, var á forsíðu fjallað um svonefndan Arctic Super Hummer sem bræðurnir Ævar og Stefán Hjartarsynir, umboðsaðilar Hummer á Íslandi og Noregi, hafa breytt. Greinin er reyndar skrifuð af þeim bræðrum og fara þeir í engar grafgötur um að Hummer er foringi fjórhjóladrifsbílanna. Meira
1. september 1996 | Bílar | 34 orð

Daewoo í kjörbúðum KÓRESKI bílaframleiðandinn Daewo

KÓRESKI bílaframleiðandinn Daewoo hefur hafið sölu á bílum sínum í kjörbúðum Sainsbury keðjunnar í Englandi. Daewoo hefur farið ótroðnar slóðir í markaðssetningu í landinu og vill selja bíla sína milliliðalaust til kaupenda. Meira
1. september 1996 | Ferðalög | 372 orð

Gjugg í borg og sex bæjum landsins

GJUGG í bæ nefnist markaðsátak Flugleiða í innanlandsflugi, sem ætlað er að gefa íbúum höfuðborgarsvæðisins kost á að kynnast því sem sex bæjarfélög hafa upp á að bjóða í menningu, listum, skemmtunum og útivist að vetrarlagi. Sérstakt tilboðsverð verður á flugi og gistingu um helgar til þessara staða frá 15. september til 1. maí. Meira
1. september 1996 | Bílar | 141 orð

GM EV 1 í haust

RAFBÍLAÁÆTLUN General Motors hefst nú í haust með sölu á EV 1 rafbílnum í Suður-Kaliforníu og Arizona. GM hefur lagt gífurlega fjármuni í þróun þessa tveggja sæta rafbíls síðustu sex árin eða um 350 milljónir dollara sem fyrirtækið vonast nú til þess að ná að til baka að einhverju leyti. Meira
1. september 1996 | Bílar | 937 orð

"Grár" innflutningur verður alltaf til staðar Von er á nokkrum nýjungum frá Chrysler hérlendis upp úr áramótum og lögð verður

Von er á nokkrum nýjungum frá Chrysler hérlendis upp úr áramótum og lögð verður helsta áherslan á sölu á Chrysler Stratus í fólksbíladeildinni, að sögn Sven Fischer, svæðisstjóra Chrysler í Norður-Evrópu. Fischer var staddur hér á landi fyrir skemmstu og ræddi við blaðamann m.a. um markað fyrir Chrysler bíla í Evrópu og "gráan" innflutning. Meira
1. september 1996 | Ferðalög | 237 orð

Himbriminn á Þingvallavatni

"VELKOMIN út á Þingvallavatn," hljómar í kallkerfinu á bátnum Himbrimanum sem nefndur er í höfuðið á einkennisfugli Þingvallavatns. Báturinn brunar af stað frá Skálabrekku með 16 farþega í eins og hálfs tíma siglingu á Þingvallavatninu sem í öndverðu hét Ölfusvatn. Meira
1. september 1996 | Ferðalög | 939 orð

Ísland til sölu

FERÐAPISTILLÍsland til sölu STÆRSTI viðburður íslenskrar ferðaþjónustu stendur nú fyrir dyrum þegar ferðakaupstefna Vestnorden verður haldin á Akureyri 4. - 6. september n.k. Mesta annatíma í ferðaþjónustu er lokið og hinir hefðbundnu sumarleyfis-ferðamenn eru horfnir aftur heim. Meira
1. september 1996 | Ferðalög | 147 orð

KÁNTRÍKLÚBBURINN

FARIN verður hópferð þann 17. til 22. október til til Nashville í Tennessee á vegum Íslenska kántríklúbbsins. Aðdáendur bandarískrar sveitatónlistar eru margir á Íslandi og geta nú heimsótt til The Music City eins og Kaninn kallar borgina Nashville. Ferðin byrjar í Keflavík 17. okt., flogið er til Baltimore og gist þar eina nótt. Meira
1. september 1996 | Bílar | 247 orð

Keppir á Hummer í alþjóðarallinu

ALÞJÓÐLEGA rallkeppnin verður haldin hér á landi dagana 6., 7. og 8. september. Keppt verður í sérstökum jeppaflokki að þessu sinni. Von er á fimm ökumönnum úr flutningadeild breska hersins til keppni á átta strokka Land Rover bílum. Héðan halda Bretarnir til friðargæslustarfa í Bosníu. Ævar Hjartarson, Hummer umboðinu á Íslandi, mun etja kappi við Bretana á óbreyttum Hummer. Meira
1. september 1996 | Ferðalög | 597 orð

Markaðslíf í Camden Town Á áttunda áratugnum breyttu lista- og handverksmenn ásjónu Camden hverfisins. Þar er nú iðandi mannlíf

Markaðslíf í Camden Town Á áttunda áratugnum breyttu lista- og handverksmenn ásjónu Camden hverfisins. Þar er nú iðandi mannlíf og fjölskrúðugur markaður. Daði Gunnarsson, ljósmyndari í London, var á ferð með myndavélina. Meira
1. september 1996 | Bílar | 78 orð

Nýr Fiesta í september

FORD Fiesta smábíllinn verður frumkynntur á Íslandi um miðjan mánuðinn. Bíllinn hefur fengið lofsamlega dóma í bílablöðum erlendis en hann er með nýrri 1,25 lítra léttmálmsvél, 75 hestafla, sem togar að hámarki 110 Nm. Verðið á bílnum verður nálægt einni milljón kr. Meira
1. september 1996 | Bílar | 287 orð

Primera á 10 tímum

STJÓRN Nissan tekur ákvörðun næsta haust, þegar nýrri Primera hefur verið hleypt af stokkunum, hvort byggð verði þriðja verksmiðjan í Sunderland í Englandi. Nýi bíllinn þykir um margt sérlega merkilegur, ekki síst framleiðslutíminn sem þykir marka byltingu í bílasmíði í Evrópu. Aðeins 10 klukkustundir tekur að smíða bílinn og átta klukkustundir og 30 mínútur að smíða Micra. Meira
1. september 1996 | Bílar | 868 orð

SSparneytinn Peugeot 406 með aflminni vél PEUGEOT 406 er n

PEUGEOT 406 er nú fáanlegur hjá umboðinu, Jöfri í Kópavogi, með 1,6 lítra vél sem er 90 hestöfl en með þessu nýja vélaframboði er verðið tæpar 1,5 milljónir sem teljast verður gott fyrir þessa stærð af bíl og með slíkan búnað. Peugeot 406 er meðalstór fólksbíll, fimm manna og framdrifinn og hefur allþokkalegan staðalbúnað, allt sem telja verður til nauðsynja og rúmlega það. Meira
1. september 1996 | Bílar | 351 orð

Suzuki Swift með nýju lagi

BÍLASTÚDÍÓ ehf. er eitt af mörgum fyrirtækjum sem hefur hafið innflutning í litlum mæli á bílum, jafnt frá Bandaríkjunum sem Evrópu. Nýlega flutti fyrirtækið inn þrennra dyra Suzuki Swift GA smábílinn með nýju lagi sem ekki hefur verið í boði hérlendis áður. Meira
1. september 1996 | Bílar | 121 orð

Toyota Picnic

NÝR fjölnotabíll frá Toyota verður kynntur á bílasýningunni í Pqarís í október. Bíllinn heitir Picnic og er minni en Toyota Previa og Chrysler Voyager, svo dæmi séu tekin. Picnic verður spennandi valkostur fyrir fjölskyldur sem vilja mikið rými í sínum bílum en hafa ekki ráð á stærri gerðum fjölnotabíla. Picnic er smíðaður á lengdum undirvagni Carina E. Meira
1. september 1996 | Ferðalög | 41 orð

TSJESKY KRUMLOV Suður af Prag er borg

Suður af Prag er borgin Tsjesky Krumlow, þar sem lítið virðist hafa breyst í aldanna rás. 2 MARKAÐUR Í CAMDEN TOWN Á áttunda áratugnum breyttu lista- og handverksmenn ásjónu Camden hverfisins. Þar er nú iðandi mannlíf og fjölskrúðugur markaður. Meira
1. september 1996 | Ferðalög | 872 orð

TSJESKY KRUMLOV Sögufræg borg, semreis úr öskustónni eftirfall kommúnismansSuður af Prag er borgin Tsjesky Krumlov í

AÐ SIGRA heiminn gætu verið einkunnarorð nútíma ferðamannsins og ferðamennskan tekur á sig æ hnattrænni mynd. Menn keppast við að ferðast heimshornanna á milli í leit að ævintýrum, leyndardómum hins ókunna, nýjum menningarheimum eða til að drekka í sig orku og mannlíf stórborganna. En alltaf verður það færra og færra sem kemur á óvart á tímum hnattferða og upplýsingahraðbrauta. Meira

Fastir þættir

1. september 1996 | Dagbók | 2659 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 30. ágúst til 5. september eru Borgar Apótek, Álftamýri 1-5 og Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-5, opin til kl. 22. Auk þess er Borgar Apótek opið allan sólarhringinn. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
1. september 1996 | Í dag | 100 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 1. septem

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 1. september, er níræðurStefán E. Jónsson, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Hraunbæ 27, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum á heimili Stefáns Svanbergs og Önnu Birnu í Hverafold 51 milli kl. 15 og 18. ÁRA afmæli. Meira
1. september 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní í Akraneskirkju af sr. Birni Jónssyni Íris Þorvarðardóttir og Þórður Þórðarson. Heimili þeirra er að Einigrund 3, Akranesi. Meira
1. september 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Akraneskirkju af sr. Birni Jónssyni Þura Björk Hreinsdóttir ogGuðlaugur Hrafnsson. Heimili þeirra er á Skarðsbraut 9, Akranesi. Meira
1. september 1996 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaLjósmyndastofan Svipmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí í Háteigskirkju af sr. Jóni A. Baldvinssyni Urður Njarðvík og Ívar Guðjónsson. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Meira
1. september 1996 | Dagbók | 711 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
1. september 1996 | Í dag | 31 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur, sem allar búa í Birkihlíð, hél

ÞESSAR duglegu stelpur, sem allar búa í Birkihlíð, héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 1.567 krónur. Þær heita Fura Sóley Hjálmarsdóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Sandra Steingrímsdóttir. Meira
1. september 1996 | Í dag | 504 orð

JÓNVARPIÐ, það mikla tækniundur, skipar allnokkurn sess

JÓNVARPIÐ, það mikla tækniundur, skipar allnokkurn sess í lífi flestra nútímamanna. Sumir segja að það móti fólkið og viðhorf þess. Það er á hinn bóginn ljósárum fjarri því að bjóða upp á skemmtilega dagskrá. Það er sérstök kúnst, að mati Víkverja, að setja saman, dag eftir dag og árum saman, jafnpottþétt leiðindi og sjónvarpið ber á borð fyrir landsmenn. Meira
1. september 1996 | Dagbók | 131 orð

Krossgáta 2LÁRÉTT: - 1 hlóðir

Krossgáta 2LÁRÉTT: - 1 hlóðirnar, 8 hagnaður, 9 þvaður, 10 eyði, 11 raupa, 13 hvalaafurð, 15 klambra, 18 taka í vörslu sína, 21 áhald, 22 ganga saman, 23 bjargbúum, 24 gera gramt í geði. Meira
1. september 1996 | Í dag | 189 orð

Mál manna 1 Ýmsir hafa óskað þess,

Ýmsir hafa óskað þess, að Morgunblaðið birti leiðbeiningar um nokkur þau atriði daglegs máls, sem mörgum virðast vandasöm. Blaðið vill leitast við að mæta þessum óskum í nokkru og hefur í því skyni haft samráð við Áhugasamtök um íslenskt mál, sem önnuðust fyrir nokkrum árum smáþátt af þessu tagi í blöðum. Meira
1. september 1996 | Í dag | 388 orð

Umferðarmenning er að taka tillit til nágranna sinna SVAVA Brand var

SVAVA Brand var með fyrirspurn í Morgunblaðinu 27. ágúst sl. um breyttan hámarkshraða umferðar í Hlíðum úr 50 km í 30 km. Tilefnið er að í nokkrum hluta Hlíðarhverfis er búið að lækka leyfilega hámarkshraða og hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að fá fólk til þess að aka hægar. Meira

Íþróttir

1. september 1996 | Íþróttir | 166 orð

Fjölskyldufólk á kafi í rallakstri

AKSTURSÍÞRÓTTIR eru tímafrekar íþróttir og kosta oft mikil peningaútlát. Mjólkurpeningarnir duga skammt þegar búið er að ræsa rallbíl í rásmarkinu og fimm þúsund krónurnar fjúka á hverjum kílómetra hjá þeim sem slást um sigur. Eitt keppnisdekk kostar 10.000 krónur og það getur sprungið og skemmst á nokkrum metrum. Meira
1. september 1996 | Íþróttir | 467 orð

Stundum hrædd um feðganna

Þau kynntust óbeint gegnum rallakstur. Faðir hennar, Birgir Viðar Halldórsson keppti af kappi í rallakstri. Á svipuðum tíma var rekin veitingastaður af öðrum rallara, Eiríki Friðrikssyni og Guðrún Ýr Birgisdóttir vann þar. Rúnar Jónsson fór að venja komu sína þangað í hádeginu og gefa stúlkunni auga. Rallítöffari Meira
1. september 1996 | Íþróttir | 503 orð

Veik í sportbíla og langar að keppa

FYRIR utan tvöfaldan bílskúrinn voru fjórir Porsche bílar, tvö mótorhjól og nokkur önnur farartæki. Vinir Guðbergs voru að vinna í rallbíl hans af kappi. Inn í stofu sat eiginkona hans nýbúinn að baka pönnukökur fyrir aðstoðarmennina. Á miðju stofugólfinu var veltibúr, vængur aftan af bílnum og aðrir smáhlutir sem tengjast eiga bílnum þegar hann er tilbúinn. Meira

Sunnudagsblað

1. september 1996 | Sunnudagsblað | 132 orð

33.000 HÖFÐU SÉÐ ID4

ALLS höfðu um 33.000 manns séð spennutryllinn ID4 í Háskólabíói og öðrum kvikmyndahúsum eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu 32.000 manns séð Sendiförina með Tom Cruise í Háskólabíói og Sambíóunum og í Háskólabíói höfðu um 7000 séð Fargo, 2000 Auga fyrir auga og 3000 Svarta sauðinn. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 97 orð

800 farþegar með salmonellu

ALLT að átta hundruð farþegar um borð í ítalska skemmtiferðaskipinu Costa Riviera, hafa veikst af salmonellu. Skipið var á siglingu í gríska eyjahafinu, milli eyjanna Krítar og Corcfu, er farþegarnir veiktust. Ekki hefur enn tekist að komast að því hvernig fólkið sýktist en talið er víst að um sýkt matvæli hafi verið að ræða. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 254 orð

Algert frelsi

HLUTUR kvenna í danstónlist hefur verið heldur rýr; það er helst að þær hafi látið í sér heyra sem skrautraddir. Meðal ungra söngkvenna sem haslað hafa sér völl undanfarið vekur mesta athygli breska söngkonan Nicolette sem sendi frá sér breiðskífuna, Let No One Live Rentfree in Your Head, fyrir skemmstu. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 2695 orð

ATHUGASEMDIR VIÐ GREIN GYLFA Þ. GÍSLASONAR UM VEIÐILEYFAGJALD

ATHUGASEMDIR VIÐ GREIN GYLFA Þ. GÍSLASONAR UM VEIÐILEYFAGJALD Ég tel öruggast og affarasælast segir Jóhann J. Ólafsson, að stjórnun fiskveiða sé leyst á grundvelli einkavæddrar skipunar efnahagsmála og á grundvelli eignarréttar einstaklinga. DAGANA 24. og 25. júlí sl. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 836 orð

AUGLÝSINGAGILDI Gárur eftir Elínu Pálmadóttur

ORÐ eiga það til að bólgna. Þegar bólgur birtast hlýtur eitthvað að liggja að baki, eða hvað? Orðið auglýsingagildi hefur að undanförnu verið að bólgna út og verður fyrr en varir kjarninn í hverri umræðu. Auglýsingagildi orðið nærri eins fyrirferðarmikið og lífsgildi. Eitthvað hlýtur að búa undir og vera að grafa um sig. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1315 orð

ÁRAMÓT HJÁ ÚTGERÐUM

FLEST stærstu útgerðarfélögin á landinu eru að minnka lítillega hlut sinn í heildarbotnfiskkvótanum á fiskveiðiárinu 1996/97 ­ sem hefst í dag, þann 1. september ­ miðað við fyrra ár, þrátt fyrir að þorskaflaheimildir hafi verið auknar nú í fyrsta skipti í tólf ára sögu kvótakerfisins. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 2035 orð

BARÁTTAN UM SKÓLAKERFIÐ Skortur er á sérhæfðum kennurum á unglingastigi. Bæði grunn- og framhaldsskólastigin búa við það að

BARÁTTAN UM SKÓLAKERFIÐ Skortur er á sérhæfðum kennurum á unglingastigi. Bæði grunn- og framhaldsskólastigin búa við það að geta ekki sinnt þörfum einstaklinga nægilega vel og eitt aðalvandamál framhaldsskólans er hversu margir nemendur taka lífsgæðakapphlaupið fram yfir heimanám, Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 792 orð

Barnaníðingur vekur óhug Foreldrar fórnarlamba barnaníðingsins illræmda í Belgíu eru harmi slegnir og reiðir út í yfirvöld en

Barnaníðingur vekur óhug Foreldrar fórnarlamba barnaníðingsins illræmda í Belgíu eru harmi slegnir og reiðir út í yfirvöld en vona að dauði stúlknanna veki menn til umhugsunar um að slíkir voðaatburðir geta gerst hvar sem er í heiminum, ekki aðeins í fátækum þróunarlöndum. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 2927 orð

Bílablús í Tansaníu Vandræði íslensku fjölskyldunnar á fjórða áfanga leiðarinnar frá Góðrarvonarhöfða norður til Tröllaskaga á

GÓÐRARVONARHÖFÐI­TRÖLLASKAGI - 4. ÁFANGIBílablús í Tansaníu Vandræði íslensku fjölskyldunnar á fjórða áfanga leiðarinnar frá Góðrarvonarhöfða norður til Tröllaskaga á Íslandi byrjuðu strax á landmærastöðinni milli Malawi og Tansaníu. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1563 orð

BREYTINGASKEIÐ BASSALEIKARA Árni Egilsson bassaleikari hefur búið erlendis í tæp fjörutíu ár en hefur þó sterkar taugar til

ÁRNI Egilsson hefur dvalið langdvölum erlendis, búið austur í Bandaríkjunum í hátt í fjörutíu ár, og starfað þar sem bassaleikari með mörgum helstu tónlistarmönnum Bandaríkjanna. Helsti starfsvettvangur Árna hefur verið í Hollywood, þar sem hann hefur leikið undir í óteljandi kvikmyndum undir stjórn margra fremstu tónskálda kvikmyndasögu síðustu ára. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 249 orð

EITTHVAÐ NÝTT

POPP og klassík eiga sjaldnast samleið, að minnsta kosti hefur klassískt menntuðum tónlistarmönnum gengið illa að fóta sig á poppbrautinni. Mörgu er um að kenna, ekki síst ólíku eðli tónlistargreinanna, en samt er alltaf nokkuð um að menn reyni að skipta á milli nú síðast Nigel Kenndy sem sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífuna Kafka. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 115 orð

Ekki hrifnir af hryvnu

EKKI kom til átaka á götum Kiev í Úkraínu á fimmtudag eins og stjórnvöld höfðu óttast er nýr gjaldmiðill landsins tók gildi. Landsmenn virtust þó lítt hrifnir af hinni nýju hryvnu, sem stjórnvöld hafa ákveðið að taki við af karbovanets. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Fjallkona sléttunnar

TIGNARLEG eldri kona í þjóðbúningi situr í útskornum stól með Goðafoss í baksýn og hlýðir alvarleg á karlakvartett syngja Maístjörnuna við kvæði Halldórs Laxness. En fossinn er hljóður eins og allt hitt fólkið sem situr léttklætt, Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 208 orð

Fjóra daga í krókódílafeni

TÍU ára gamall einhverfur piltur, Taylor Touchstone, fannst á dögunum eftir að hafa verið týndur í fjóra daga í krókódílafenjum Flórída, skammt frá borginni Pensacola. Fjölmennt leitarlið var búið að gefa upp alla von þegar veiðimaður kom auga á Taylor syndandi nakinn í ánni East Bay River. Hann var svangur, þreyttur og blæddi úr ýmsum sárum. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 210 orð

Fólk

ENN eru gerðar Star Trek bíómyndir og í haust mun sú áttunda í röðinni verða frumsýnd. Hún heitir Star Trek: First Contact"og er með nýrri kynslóð Trekka í aðalhlutverkum og fer Patrick Stewart þar fremstur í flokki (William Shatner er hvergi sjáanlegur). Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 256 orð

Franskur almenningur svartsýnn á framtíðina

ÓTTAST er, að til mikillar ólgu geti komið í Frakklandi í haust vegna atvinnuleysis og niðurskurðar hjá ríkinu og jafnvel, að ástandið verði meira í ætt við upplausn en venjuleg verkfallsátök. Gengi hlutabréfa og franska frankans lækkaði verulega á fimmtudag af þessum sökum og samkvæmt skoðanakönnunum eru Frakkar mjög svartsýnir á framtíðina. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 2063 orð

GERT ÚT Á GRJÓT Eftir Guðmund Guðjónsson Helgi Arngrímsson er fæddur á Borgarfirði eystra 12. júní 1951 og alinn þar upp.

Helgi Arngrímsson er fæddur á Borgarfirði eystra 12. júní 1951 og alinn þar upp. Hefðbundinni skólagöngu lauk með fimm vetrum í Alþýðuskólanum á Eiðum og tveimur vetrum í samvinnuskólanum á Bifröst. Eftir það tóku við ýmis störf, m.a. hálft annað ár hjá Flugfélagi Íslands á Egilsstöðum og sex ár sem skrifstofustjóri hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 742 orð

Glíman við þrjóskuhausana

ÞRJÓSKUR maður gefst ekki upp fyrr en í harðbakkann slær. Hann sýnir stífni og þverúð og þráast lengi við að láta sitt og ef til vill gefast aðrir upp á honum ­ og hann fer með sigur af hólmi. Ef upp kemur þrátefli heldur hinn þrjóski endalaust áfram nema andstæðingurinn geti komið honum í opna skjöldu. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 2029 orð

GÆGST Í SPILIN Nú er að koma haust og þá breytast gjarnan viðfangsefni fólks. Senn eru liðnir langir sólardagar og kaldari tíð

ÁRSTÍÐASKIPTIN marka fólki ekki eins þröngan bás og þau gerðu áður. Nú er svo miklu meira við að vera en áður var. Sumt af því sem áður gladdi hjarta innilokaðra Íslendinga hefur þó haldið velli og jafnvel þróast verulega frá því sem áður var. Það á við um bæði lestrarefni hverskonar og alls kyns spil. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1984 orð

HAUST VERTÍÐ

Haustið og fyrri hluti vetrar er tími brellulausra bíómynda. Sálarlausu sumarsmellirnir víkja fyrir öllu alvarlegra efni, sögulegum myndum og bókmenntalegum og vitsmunalegum. Og af því þær koma síðast á árinu eru þær myndirnar sem Óskarsakademían man best eftir og útnefnir helst til verðlaunanna í Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | -1 orð

Horft af Lalung Leh Í sumar slóst Ari Trausti Guðmundsson í hóp nokkurra fjallgöngumanna af meginlandi Evrópu sem ætlaði sér að

ÉG GEKK niður landganginn í Dubai úr þotu Hins konunglega nepalska flugfélags og pírði augun. Hitinn var um 40 stig og eyðimerkursólin ofbauð sjóninni. Í loftkældri flugstöðinni, innan um virðulega araba í skikkjum, datt mér skyndilega í hug hve fjarstæðukennd næsta vika yrði; úr þessum hita við Persaflóa bæri mig upp í jökulkulda og snjó í Tíbet á 8-10 dögum. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 109 orð

Í BÍÓ

EINN af risunum í norrænni kvikmyndagerð er væntanlegur hingað til lands um næstu helgi en það er danski leikstjórinn Bille August. Verður hann viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar í Háskólabíói en hún heitir Jerúsalem og er gerð eftir sögu Selmu Lagerlöf. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 493 orð

Í DEIGLUNNI

Leikrit Arthurs Millers, Í deiglunni eða The Crucible", hefur í tvígang verið sett upp í Þjóðleikhúsinu. Í fyrra skiptið í nóvember árið 1955 undir stjórn Lárusar Pálssonar með Rúrik Haraldssyni og Þóru Friðriksdóttur í aðalhlutverkum. Í seinna skiptið var það sett upp í apríl árið 1986 með Hákon Waage og Elvu Gísladóttur undir stjórn Gísla Alfreðssonar. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 707 orð

Í FYRIRlestri sem bandaríska skáldið Robert Bly flutti um ljóð

Í FYRIRlestri sem bandaríska skáldið Robert Bly flutti um ljóðlist lagði hann mikla áherzlu á hljóm, ástríðu og hrynjandi, en þó umfram allt image, myndina (imago - á latnesku). Auk hljóms, hrynjandi og sögu er myndin sá þáttur ljóðsins sem heldur vefnum uppi. T.S. Eliot lagði mesta áherzlu á myndina. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 585 orð

Í kulda og sagga Mikil prýði hefur löngum þótt að hvítkölkuðum steinhúsunum sem Danir létu reisa hér á öldum áður, svo sem á

"MIKILL galli er það á Íslendingum hvað þeir eru fátækir," var haft eftir Grími Thomsen, er hann var starfsmaður í utanríkisþjónustu Danmerkur um miðja síðastliðna öld. Enginn íslenskur stúdent mun þó hafa átt greiðari aðgang að skotsilfri úr föðurgarði og námsstyrkjum konungsvalds, fépyngjum greifa og jafnvel fátækra skálda. Danska ævintýraskáldið H.C. Andersen færir í dagbók sína í Lundúnum. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1889 orð

Í LEIT AÐ KRAFTAVERKUM

Förinni var heitið til Spánar, á nautaatshátíðina í Pamplóna sem Hemingway gerði fræga með bókinni Og sólin rennur upp. Ég ók sem leið lá suður Frakkland, júlísólin hitaði innviði bílsins ótæpilega, Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1554 orð

Langlíf en ekki hrum Helsta rokkhátíð Evrópu ár hvert er Hróarskelduhátíðin. Gísli Árnason var í hópi tuga íslenskra ungmenna

FYRSTA "Hróarskelduhátíðin" var ekki haldin í Hróarskeldu heldur í Randers, hátíðin gekk illa og fótboltamaðurinn Rene Møller sem stóð fyrir henni gafst upp vegna þess að hann sá ekki fram á að geta grætt á rokkhátíðum. Nýtt fólk tók við og árið eftir var hátíðin haldin í Hróarskeldu með hjálp Hróarskeldusjóðsins sem er fjáröflunarsjóður til styrktar börnum og ungmennum um allan heim. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1211 orð

MARGFALDIR MÖGULEIKAR

Byggingaverktakinn Doug Kinney þarf á kraftaverki að halda. Hann er störfum hlaðinn, hefur engan tíma til neins nema sinna vinnunni en eiginkonan og börnin sjá hann aldrei. Allt hefur það gert Doug taugastrekktan og stressaðan. Þegar hann er við vinnu í rannsóknarstöð vísindamannsins Owen Leeds er hann á barmi taugaáfalls. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 153 orð

Milos Forman kvikmyndar sögu Flynts

LEIKSTJÓRI Gaukshreiðursins, Tékkinn Milos Forman, hefur gert mynd um ævi klámkóngsins Larry Flynts, útgefanda klámtímaritsins Hustler" með meiru. Woody Harrelson leikur Flynt en mótleikkona hans er Courtney Love. Milos hefur ekki gert bíómynd í sjö ár eða frá því hann leikstýrði Valmont", sem byggði á sögunni Dangerous Liaisons". Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1217 orð

NÍRÆÐUR LEIKSTJÓRI Í NÆRMYND Einn af stórhöfðingjum kvikmyndanna á öldinni, Billy Wilder, varð níræður í sumar. Myndir hans eins

NÍRÆÐUR LEIKSTJÓRI Í NÆRMYND Einn af stórhöfðingjum kvikmyndanna á öldinni, Billy Wilder, varð níræður í sumar. Myndir hans eins og Sunset Boulevard" og Sabrina" hafa fengið nýtt líf en stórvirki Wilders eru ófá og sögufræg eins og Arnaldur Indriðason rekur í tilefni a Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 346 orð

»Nýjar og spennandi leiðir ÁRLEGUR hausttónleikar Harðar Torfasonar e

ÁRLEGUR hausttónleikar Harðar Torfasonar eru mörgum tilhlökkunarefni og næskomandi föstudagskvöld. Að venju fær Hörður ýmsa til liðs við sig, meðal annars tónlistarmenn sem hafa unnið með honum breiðskífu sem kemur út á næstunni. Hörður segir að sú hugmynd að halda árlega tónleika sé mjög gömul hjá sér. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 173 orð

Næturvörðurinn með McGregor

DANSKI spennutryllirinn Næturvörðurinn, sem sýndur var í Háskólabíói fyrir nokkru, hefur verið endurgerður í Bandaríkjunum með skoska leikaranum úr Trainspotting", Ewan McGregor, í aðalhlutverki. Danski leikstjórinn Ole Bornedal stýrir sjálfur gerð amerísku útgáfunnar en í henni leikur McGregor laganema sem fær starf í líkhúsi og er grunaður um skelfileg morð. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 464 orð

Sameining í sigti

Sameining í sigti HIÐ íslenska kennarafélag (HÍK) og Kennarasamband Íslands (KÍ) stefna markvisst að því að sameina félögin í ein heildarsamtök grunn- og framhaldsskólakennara. "Við höfum verið sammála um að tala ekki um ákveðna dagsetningu til að rígbinda okkur ekki niður. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1024 orð

SÍÐASTI GUÐFAÐIRINN Guðfaðir mafíusögunnar, Mario Puzo, hefur sent frá sér nýja mafíusögu, The Last Don" eða Síðasta

MARIO Puzo, höfundur Guðföðurins, frægustu mafíusögu allra tíma, hefur fundið sér nýja mafíufjölskyldu. Hún heitir Clericuzio og er að finna í nýjustu skáldsögu Puzos,The Last Don" eða Síðasta guðföðurnum. Hún gæti orðið síðasta mafíubók Puzos. Það líður langur tími á milli útkomu bóka hans og hann er orðinn 76 ára gamall. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 452 orð

Síðasti landneminn

BETEL nefnist dvalarheimili aldraðra í Gimli og er Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason elsti vistmaðurinn þar. En hún er ekki einuingis aldursforseti heimilisins, heldur er hún elst Íslendinga í dag, 107 ára gömul. Og að öllum líkindum ein eftirlifandi af þeim þúsundum íslenskra landnema sem fluttu til Vesturheims á síðustu öld. Guðrún Björg verður 108 ára þann 20. október. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 120 orð

Skammtur 34

VINSÆLASTA safnplöturöð heims er Now röðin svokallaða og fyrir skemmstu kom út 34. skammtur í þeirri röð, sem heitir einfaldlega Now 34. Eins og jafnan eru tveir diskar í pakkanum, alls með 42 lögum sem flest eru vinsæl eða hafa verið vinsæl upp á síðkastið. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 231 orð

Tapie gerist kvikmyndastjarna

FRAKKINN Bernard Tapie, sem verið hefur fyrirferðarmikill í frönsku viðskipta-, stjórnmála- og íþróttalífi síðastliðin áratug hefur nú ákveðið að reyna fyrir sér sem kvikmyndaleikari. Tapie var nýlega úrskurðaður gjaldþrota og hann á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna margvíslegra fjársvikamála. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 3414 orð

Tákn um áherslu á sjálfstæði dómsvaldsins

Tákn um áherslu á sjálfstæði dómsvaldsins Hæstiréttur er að flytja í hið nýja Dómhús við Arnarhól. Forseti Hæstaréttar, Haraldur Henrysson, kvaðst leggja megináherslu á táknræna þýðingu þess er Elín Pálmadóttirræddi við hann. Að þjóðin sé að sýna í verki vilja sinn til þess að dómurinn sé sjálfstæður aðili í stjórnskipaninni. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 120 orð

TÓNLEIKAR á vegum Óháðrar listahátíða

TÓNLEIKAR á vegum Óháðrar listahátíðar verða haldnir á veitingastaðnum 22 í kvöld. Þar koma fram Reptilicus, Stilluppsteypa, Vindva mei og Fantasía. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 625 orð

»TÆKNI/Um framfarir í efnistækniðER MÁLMTÆKNI GULLGERÐARLIST NÚTÍMANS?

SPÁMENN sem segja heiminn vera að farast virðast oft hafa nokkuð til síns máls við fyrstu sýn. Þensla þeirrar sprengingar sem hefur orðið í iðnþjóðfélögum varð hvað mest á árunum upp úr 1960. Allt þandist svo ört út, að við fórum að íhuga þau mörk sem okkur væru sett. Margt þeirrar tækni og framleiðsluaðferða sem notuð voru, var nýtt, og grófgert og án tillits til umhverfisins. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 1052 orð

Veðurfræðingar í ham

KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Sambíóin sýna nú myndina Twister með Helen Hunt og Bill Paxton í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jan De Bont en meðal framleiðenda þessar stórmyndar, sem slegið hefur í gegn vestanhafs, eru Steven Spielberg og Michael Crichton. Meira
1. september 1996 | Sunnudagsblað | 285 orð

Það besta

ÍSLENSK danstónlist sækir sífellt í sig veðrið, ekki síst á útgáfusviðinu. Fyrir skemmstu kom út tvöfaldur safndiskur með því helsta sem er á seyði í slíkri tónlist hér á landi, Icelandic Dance Sampler, sem gefinn er út fyrst og fremst til að auðvelda íslenskum sveitum að hasla sér völl ytra. Meira

Úr verinu

1. september 1996 | Úr verinu | 494 orð

Loðnubræðsla hafin í Helguvík um áramót

BYGGING nýrrar verksmiðju SR- mjöls í Helguvík á Suðurnesjum er í fullum gangi enda er gert ráð fyrir því að starfsemi hennar hefjist um næstu áramót. Kostnaður við byggingu nýju verksmiðjunnar er áætlaður upp á 700 milljónir króna. Þar af nemur kostnaður vegna loftþurrkara, sem er hluti mengunarvarnabúnaðar, um 200 milljónum króna. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

1. september 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 730 orð

Hótelstjóri sem dansar við gesti

Það liggur því beint við að spyrja Jóhann Gunnar að því hvort starfið hafi ekki vaxið honum í augum til að byrja með. "Alls ekki," svarar hann, "mér fannst þetta mjög spennandi verkefni." Fylgir þessu ekki töluverð Meira

Ýmis aukablöð

1. september 1996 | Dagskrárblað | 134 orð

17.00Spítalalíf (MASH)

17.00Spítalalíf (MASH) 17.30Taumlaus tónlist 20.00Kafbáturinn (Seaquest) Ævintýramyndaflokkur með Roy Scheider í aðalhlutverki. 21.00Þegar hvalirnir komu (When the Whales Came) Paul Scofield er hér í hlutverki einsetumanns sem býr á eyjunni Bryher. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 138 orð

17.00Taumlaus tónlist 1

17.00Taumlaus tónlist 19.30Veiðar og útilíf (Suzuki's Great Outdoors) Þáttur um veiðar og útilíf. Stjórnandi er sjónvarpsmaðurinn Steve Bartkowski og fær hann til sín frægar íþróttastjörnur. 20. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 142 orð

17.50Táknmálsfréttir 18.

17.50Táknmálsfréttir 18.00Fréttir 18.02Leiðarljós (466) 18.45Auglýsingatími - Sjónvarpskringlan 19.00Moldbúamýri (Groundling Marsh III) Brúðumyndaflokkur um kynlegar verur sem halda til í votlendi og ævintýri þeirra. (2:13) 19. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 187 orð

9.00Morgu

10.45Hlé 17.50Táknmálsfréttir 18.00Marek Leikin mynd fyrir börn. Lesari: Þorsteinn Úlfar Björnsson. 18.15Þrjú ess (Treäss) Finnsk þáttaröð Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 83 orð

Daglegt brauð

SJÓNVARPIÐ22.25Framhaldsþáttur Í þessum franska myndaflokki sem segir frá gleði og sorgum í lífi bakarafjölskyldu í Correze-héraði í Mið- Frakklandi frá 1930 til okkar daga. Jér^ome Corbi`eres bakarameistari og Jeanne, eiginkona hans, vinna störf sín af alúð. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 616 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

8.00Fréttir. 8.07Morgunandakt: Séra Björn Jónsson prófastur flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni ­Andlegir söngvar eftir Jakob Tryggvason, Valdimar Johnson og Eyþór Stefánsson. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 682 orð

Format f. útvarpsdagskrá, 63,7

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Helga Soffía Konráðsdóttir flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1. Trausti Þór Sverrisson. 8.00 "Á níunda tímanum". 8.50Ljóð dagsins. 9. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 810 orð

MÁNUDAGUR 2.9. SBBC PRIME 4.30 The Tourist

MÁNUDAGUR 2.9. SBBC PRIME 4.30 The Tourist 5.30 Button Moon 5.40 Why Don't You 6.05 Merlin of the Crystal Cave 6.35 Turnabout 7.00Summer Praise 7.35 The Bill 8.00 Esther 8.30 Discovering Art 1 9. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 111 orð

Prúðuleikarar mættir til leiks

STÖÐ 220.00Barnaefni Prúðuleikararnir eru mættir galvaskir til leiks og munu skemmta áhorfendum Stöðvar 2 í vetur. Dægurhetjur á borð við froskinn Kermit, Svínku og Gunnsó verða á sínum stað en þar að auki kynnumst við ýmsum nýjum og skemmtilegum persónum. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 842 orð

Sunnudagur 1.9. SBBC PRIME 4.00 Women i

Sunnudagur 1.9. SBBC PRIME 4.00 Women in Science and Technology 4.30 Czech Education 5.00 World News 5.20 Tv Heroes 5.30 Look Sharp 5.50 Bitsa 6.05 Bodger and Badger 6.20 Count Duckula 6.40 Cuckoo Sister 7. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 157 orð

ö09.00Dynkur 09.10Bangsar og bananar 09.15Koll

09.10Bangsar og bananar 09.15Kolli káti 09.40Heimurinn hennar Ollu 10.05Rússneskt ævintýri 10.30Trillurnar þrjár 10.55Ungir eldhugar 11.10Addams fjölskyldan 11.35Smælingjarnir 12.00Fótbolti á fimmtudegi (e) 12. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 169 orð

ö12.00Hádegisfréttir 12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13

12.10Sjónvarpsmarkaðurinn 13.00Sesam opnist þú 13.30Trúðurinn Bósi 13.30Umhverfis jörðina í 80 draumum 13.55Dómsorð (The Verdict) Gamla brýnið, Paul Newman, fer á kostum í hlutverki lögfræðings frá Boston. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 154 orð

ö17.00Læknamiðstöðin 17.25Borgarbrag

17.25Borgarbragur (The City) 17.50Á tímamótum (Hollyoaks) (9:38) (e) 18.15Barnastund 18.40Seiður (Spellbinder) Hinn nýi heimur sem Paul uppgötvar er mjög frábrugðinn hversdagsveröld okkar. Meira
1. september 1996 | Dagskrárblað | 153 orð

ö9.00Barnatími Teiknimyndir með íslen

10.15Körfukrakkar (Hang Time) Lokaþáttur. (12:12) (e) 10.40Eyjan leyndardómsfulla 11.05Hlé 17.20Golf (PGA Tour) Svipmyndir frá Motorola Western Open mótinu. 18.15Framtíðarsýn (Beyond 2000) 19.00Íþróttapakkinn 19. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.