Greinar þriðjudaginn 29. júlí 1997

Forsíða

29. júlí 1997 | Forsíða | 345 orð

Alvarlegt mengunarslys talið í uppsiglingu

ÞÚSUNDIR manna börðust í gær við að lagfæra varnargarða og gera nýja til að verjast vatnsflaumnum í Oder en búizt var við nýrri flóðöldu í ánni síðar um daginn. Á Oderbruch-sléttunni, sem liggur lægra en Oder, voru íbúarnir tilbúnir að yfirgefa heimili sín en vatnið í varnarskurðum á þessu svæði hækkaði stöðugt í gær. Meira
29. júlí 1997 | Forsíða | 65 orð

Engar ETAviðræður

JOSÉ Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, útilokaði í gær friðarviðræður við aðskilnaðarsinnaða Baska, einum degi eftir að Herri Batasuna, hinn pólitíski armur hinnar herskáu aðskilnaðarhreyfingar, óskaði opinberlega eftir slíkum viðræðum. Meira
29. júlí 1997 | Forsíða | 237 orð

Sihanouk samþykkir ekki Ung Huot

SIHANOUK konungur Kambódíu lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki samþykkja tilnefningu utanríkisráðherrans Ung Huots í embætti annars tveggja forsætisráðherra landsins, í stað sonar síns, Ranariddhs prins. Meira
29. júlí 1997 | Forsíða | 109 orð

Verðlaun innheimt

FERNANDO Carreira, umsjónarmaður húsbátsins sem Andrew Cunanan, meintur morðingi tízkukóngsins Gianni Versace, framdi sjálfsmorð í þegar lögreglan hóf umsátur um bátinn, veifar blaði með myndum af hinum eftirlýsta á blaðamannafundi í New York í gær, þar sem Carreira var afhent ávísun að upphæð 10.000 bandaríkjadalir í verðlaun fyrir að hafa komið lögreglu á spor Cunanans. Meira
29. júlí 1997 | Forsíða | 219 orð

Vinabæjasambandi hafnað

ÍBÚAR bæjarins Stow-on-the-Wold í Glocestershireskíri í Englandi höfnuðu því með yfirgnæfandi meirihluta um helgina að taka upp vinabæjasamband við bæ í Frakklandi og sýndu með því viðhorf sem var óvinveittara Frökkum en nokkurn hafði grunað. Meira

Fréttir

29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 433 orð

1.400 manns á samkomu VesturÍslendinga

HERRA ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir dvöldu í Utah í Bandaríkjunum um helgina. Forsetinn ávarpaði meðal annars hinn þekkta Mormónakór í beinni útsendingu á CBS-sjónvarpsstöðinni, tók þátt í samkomum með Vestur- Íslendingum, afkomendum íslenzkra mormóna, og kynnti sér atvinnulíf í Utah. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

19 ökumenn grunaðir um ölvun 25. til 28. júlí

HELGIN var tíðindalítil hjá lögreglu og voru 345 mál færð til bókar. Mjög fjölmennt var í miðbænum aðfaranótt sunnudags en friðsælt að mestu. Lögreglu er kunnugt um 7 bruna þessa helgi, þar af einn meiriháttar, en eldur kviknaði í aðstöðuhúsi við Kirkjusand. Nokkrar skemmdir urðu vegna reyks. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 285 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, nýráðnum útvarpsstjóra Fíns miðils: "Að gefnu tilefni vill undirritaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, kt. 191267-5759, koma áleiðis leiðréttingum við "frétt" í Vikublaðinu 28. júlí síðastliðinn. Ég er ekki og hef aldrei verið formaður Menningarsjóðs útvarpsstöðva. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Árásarmenn handteknir

ÞRÍR piltar, 17 og 18 ára, réðust á mann á Selfossi aðfaranótt laugardags og veittu honum mikla áverka. Lögreglan handtók í gær piltana þrjá sem voru grunaðir um verknaðinn og eru þeir í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Einn þremenninganna er grunaður um að hafa ásamt fleirum ráðist á mann um þarsíðustu helgi og nefbrotið hann. Meira
29. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 117 orð

Baða sig í Brunná

KJARNASKÓGUR iðar af lífi á sólskinsdögum eins og þeim sem Akureyringar og gestir þeirra upplifðu í gær. Á þessu ári eru 50 ár liðin frá því byrjað var að planta í skóginn og verður þeirra tímamóta minnst í næsta mánuði, en á þeirri hálfu öld sem liðin er frá því byrjað var að gróðursetja tré í Kjarnaskógi hafa vinsældir hans farið ört vaxandi. Meira
29. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 285 orð

Biggs framseldur?

RONNIE Biggs, einn frægasti flóttamaður Bretlands, á yfir höfði sér að verða framseldur með tilkomu samnings milli Bretlands og Brasilíu, þar sem Biggs hefur alið manninn undanfarin 27 ár. Biggs tók þátt í "stóra lestarráninu" 1963, þegar hópur manna hafði á brott með sér sem svarar 260 milljónum íslenskra króna úr breskri póstlest. Meira
29. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 506 orð

Búist var við nýrri flóðbylgju í Oder

MIKILL viðbúnaður var í gær í Oderbruch-héraði í Austur-Þýskalandi vegna ótta við, að flóðvatnið færði það í kaf. Var allt til reiðu vegna hugsanlegs brottflutnings íbúanna en sumir þeirra sögðust þó mundu verða um kyrrt á hverju sem gengi. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 42 orð

Esjuganga í kvöld

FERÐAFÉLAG Íslands hefur í sumar efnt til gönguferða á Þverfellshorn Esjunnar á hálfsmánaðar fresti og er næsta ferðin í kvöld, þriðjudag. Mæting er kl. 19 á bílastæði við Mógilsá. Gengið verður upp að útssýnisskífu Ferðafélagsins og er ekkert þátttökugjald. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 705 orð

Fá engin áhrif á ritstjórn eða stefnu

Framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins afgreiddi ekki samningsdrög um útgáfumál við Dagsprent í gær en boðaði þess í stað til flokksstjórnarfundar vegna málsins á morgun. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins samþykkti hins vegar fyrirliggjandi drög. Egill Ólafsson og Ómar Friðriksson ræddu við málsaðila. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 320 orð

Flugmálastjórn stefnt komi til áminningar

ÁSTRÁÐUR Haraldsson hæstaréttarlögmaður hefur skilað greinargerð til flugmálstjóra fyrir hönd eins flugumferðarstjóra, sem var á næturvakt aðfaranótt 12. júlí sl. Flugmálstjóri hefur í bréfi talið hugsanlegt að honum verði veitt áminning fyrir að hafa í tvígang neitað að veita flugheimild eftir að í ljós kom að 5 af 6 flugumferðarstjórum höfðu boðað veikindi þennan dag. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fyrsta flokks hótel kostar fjóra milljarða

BYGGING fyrsta flokks hótels í Reykjavík myndi kosta um fjóra milljarða, segja Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips og Einar Olgeirsson, hótelstjóri Flugleiðahótelanna. Fram kom í Morgunblaðinu um helgina að ekkert hótel í borginni telst fyrsta flokks. Meira
29. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Gönguferð um verslunarmannahelgi

FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á gönguferð um verslunarmannahelgina, dagana 1. til 4. ágúst. Lagt verður af stað frá Akureyri síðdegis á föstudag og ekið til Egilsstaða þar sem gist verður á tjaldstæðinu. Á laugardag verður ekið út á Vatnsskarð, gengið í Stórurð og til Borgarfjarðar um Urðardalsvarp. Gist á Borgarfirði eystra í tjaldi. Meira
29. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 258 orð

Herri Batasuna sýnir styrk sinn

ÞÚSUNDIR manna tóku þátt í friðsamlegum mótmælum sem Herri Batasuna, hinn pólitíski armur ETA- hreyfingarinnar, efndi til í San Sebastian í Baskalandi á Norður-Spáni á sunnudag. Fundarmenn tóku undir helstu kröfur ETA og kröfðust þess að pólitískra lausna yrði leitað í sjálfstæðisbaráttu Baska. Meira
29. júlí 1997 | Miðopna | 465 orð

Höfum lært margt og búum að því síðar Hinni geysiviðamiklu almannavarnaæfingu Samverði '97 lauk á sunnudaginn. Æfingin gekk

VIÐ höfum lært margt af þessari æfingu og búum að því síðar. Í ljós kom að boðleiðir gagnvart erlenda hjálparliðinu voru seinvirkari en við reiknuðum með. Við æfðum undir ákveðnum formerkjum með þjóðum sem eru að æfa í fyrsta skipti saman. Þar sem aldrei hafði reynt á stjórnkerfið áður, urðu nokkrar tafir. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Íbúa ekki svarað

LAGT hefur verið fram í borgarráði erindi frá umboðsmanni Alþingis þar sem óskað er upplýsinga um hvað líði afgreiðslu fyrirspurnar frá íbúa í Árbæjarhverfi frá því í desember 1994, í ágúst 1996 og ítrekun í júní sl. Í erindi til umboðsmanns kemur fram að fyrirspurnum mannsins hafi enn ekki verið svarað af borgaryfirvöldum. Meira
29. júlí 1997 | Miðopna | 1173 orð

Ísland eitt besta markaðssvæði okkar Bandaríska NBA- deildin í körfuknattleik á miklum vinsældum að fagna hér á landi sem annars

Bandaríska NBA- deildin í körfuknattleik á miklum vinsældum að fagna hér á landi sem annars staðar. Steinþór Guðbjartsson fór í reiðtúr með David J. Stern, framkvæmdastjóra deildarinnar, og ræddi við manninn á bak við uppganginn og útbreiðsluna. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Íþrótta- og menningarhátíð í Breiðadalnum

UNGMENNAFÉLAGIÐ Hrafnkell Freysgoði í Breiðadalnum verður 60 ára dagana 14.-19. ágúst nk., en félagið var stofnað 14. ágúst 1937. "Í tilefni þessara tímamóta ætla Breiðdælingar að halda íþrótta- og menningarhátíð. Meðal þess helsta sem á hátíðinni verður er frjálsíþrótta- og aflraunamót þar sem nokkrir af helstu aflraunamönnum landsins sýna hvað í þeim býr. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

"Kaffi Iðnó" í Keflavík

GLERHÝSIÐ við Iðnó hefur verið rifið niður og reist að nýju við Hótel Keflavík. Steinþór Jónsson, hótelstjóri, segir að vaskir smiðir hafi aðeins verið 48 klukkustundir að rífa glerhýsið niður í vor. Ekki hafi heldur tekið langan tíma eða aðeins þrjá daga að reisa húsið að nýju upp við gafl hótelsins. Meira
29. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 242 orð

Klassískir tónleikar

TÓNLISTARFÉLAGIÐ á Akureyri kynnir Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara sem leika á tónleikum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 30. júlí og hefjast þeir kl. 20.30. Auður lærði hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Boston og Minnesota. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kosningar kærðar

KOSNINGIN um sameiningu Jökuldalshrepps, Hlíðarhrepps og Tunguhrepps, sem fram fór 19. júlí síðastliðinn, hefur verið kærð af tveimur kjósendum í Tunguhreppi til sýslumannsins á Seyðisfirði. Kosningin var endurtekning á sameiningarkosningum sömu hreppa er fram fór 29. mars síðastliðinn og var úrskurðuð ógild. Meira
29. júlí 1997 | Landsbyggðin | 823 orð

Lífleg afmælishátíð á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirðingar héldu bæjarhátíð og Franska daga um helgina. Góð þátttaka var í dagskránni

FÁSKRÚÐSFIRÐINGAR héldu þriggja daga hátíð um helgina og stóð hún frá föstudegi til sunnudagskvölds. Magnús Bjarnason varaoddviti setti bæjarhátíðina sem nefndist Franskir dagar. Sagði hann hátíðina að hluta helgaða tímamótum í sögu byggðarlagsins, þess minnst að liðin eru 90 ár frá því Fáskrúðsfjarðarhreppi hinum forna var skipt og Búðahreppur varð til sem sjálfstætt sveitarfélag. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Lón virkjana eru að fyllast

VATNSFORÐI í lónum Landsvirkjunar á hálendinu er í meðallagi góður um þessar mundir og er Blöndulón svo gott sem fullt en um þrjá metra vantar á að Þórisvatn hafi náð fullri hæð. Hæð á vatnsborði Þórisvatns var á fimmtudag í 573,95 m en fullri hæð er náð í 577,20 metrum. Meira
29. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Lögregla veitti eftirför

ÖKUMANNI bifreiðar, sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu á Drottningarbraut á laugardagskvöld, var veitt eftirför. Bifreiðinni var ekið norður Drottningarbraut, áfram norður Glerárgötu, móti rauðu ljósi við Strandgötu, beygt til vinstri vestur Strandgötu og síðan norður í Geislagötu. Þar náðu lögreglumenn að komast í veg fyrir bifreiðina þannig að ökumaður varð að stöðva bílinn. Meira
29. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Mikið um hraðaakstur

LÖGREGLAN á Akureyri hefur síðustu daga tekið 43 ökumenn fyrir að aka of hratt. Níu ökumenn voru teknir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og ellefu voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Þá voru tveir teknir um helgina grunaðir um ölvunarakstur. Ekið var á þrjár bifreiðar og eitt reiðhjól og allir sökudólgar yfirgáfu vettvang án þess að gera nokkrar ráðstafanir. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Mikil viðbrögð við auglýsingu

MIKIL viðbrögð hafa verið við auglýsingu á 64 húseignum í Súðavík í Morgunblaðinu á laugardag, að sögn Ágústs Kr. Björnssonar, sveitarstjóra. "Það hefur mikið verið hringt og spurt um eignir hér um helgina og margir hafa lagt leið sína hingað til að skoða þær." Meira
29. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 368 orð

Níu manns farast í slysi á flugsýningu

LISTFLUGVÉL hrapaði á sjúkratjald á flugsýningu í belgíska strandbænum Ostend á laugardag með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið. Flugmaður vélarinnar, Amr Hani Bilal, 28 ára höfuðsmaður í listflugsveit jórdanska flughersins, var á meðal þeirra sem fórust. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Ný bók um tjáningarfrelsi og fjölmiðla

ÚT ER komin bókin Tjáningarfrelsi og fjölmiðlar eftir Hörð Einarsson hæstaréttarlögmann. Í bókinni er fjallað um lagareglur um skoðana- og tjáningarfrelsi, einkum með tilliti til fjölmiðla og umræðna um málefni, er almenning varða. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Óskað eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri tveggja bíla á gatnamótum Háleitisbrautar og Bústaðavegar 17. júlí sl. um klukkan 13. Rauðum Toyota Corolla-bíl var ekið norður Háaleitisbraut og grænum bíl af sömu gerð var ekið austur Bústaðaveg þegar áreksturinn varð. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósa. Meira
29. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 209 orð

Rauðir khmerar dæma Pol Pot

BANDARÍSKUR blaðamaður sagðist í gær hafa orðið vitni að réttarhöldum skæruliða Rauðu khmeranna yfir fyrrum leiðtoga hreyfingarinnar, Pol Pot, í bænum Anlong Veng í norðurhluta Kambódíu á föstudag. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Reiðmaður slasaðist

MAÐUR féll af hestbaki í Kaldárdal á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardagskvöld. Maðurinn var við annan mann að reka hross þegar þeir lentu í vandræðum og urðu viðskila. Þegar maðurinn skilaði sér ekki fór félagi hans að svipast um eftir honum og fann hann liggjandi á jörðinni. Þar var hann búinn að liggja eitthvað á annan tíma. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 168 orð

Reyndu að kveikja í fána Ísraels

TVEIR ungir menn, 16 og 20 ára, voru handteknir á Kópavogsvelli í gær, þar sem landsleikur Ísraels og Írlands í Evrópumóti unglingalandsliða í knattspyrnu fór fram. Þeir höfðu reynt að kveikja í eftirlíkingu af ísraelska fánanum en veifuðu fána sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna. Mennirnir, sem voru hettuklæddir, kenna sig við samtökin Réttlætið sigrar. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 807 orð

Reynt að mæta þörfum ólíkra hópa hestafólks

Tímaritið Eiðfaxi hefur komið út frá árinu 1977. Ritstjóri blaðsins er Ásdís Haraldsdóttir og framkvæmdastjóri er Gyða Garðarsdóttir. Eiðfaxi kemur út einu sinni í mánuði í 3.500 til 4.000 eintökum hverju sinni. Árið 1994 hófst útgáfa Eiðfaxa International. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári á ensku og þýsku. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 389 orð

Sá minnsti og sá stærsti?

ÍSLENSK hross hafa farið stækkandi síðustu áratugina og þykir mörgum nóg komið í þeim efnum. Snorra Ólafssyni, hestamanni á Selfossi, áskotnaðist einn vænn í vetur. Sá reyndist vera 164 sentímetrar með bandmáli og var hann að velta fyrir sér hvort hér færi stærsti hestur landsins. Hesturinn, sem hér um ræðir, heitir Flosi og fékk Snorri hann frá Hábæ í Þykkvabænum. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Setningu MH ekki flýtt

UPPHAF haustannar verður með hefðbundnu sniði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og skólasetningu verður ekki flýtt, eins og heimilt er samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla og nýgerðum kjarasamningum kennara. Samkvæmt nýju lögunum og kjarasamningum kennara var stjórnendum framhaldsskóla heimilt að hefja skólastarf frá og með 25. ágúst nk. Meira
29. júlí 1997 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Sex bílar skemmdir

MIKIÐ eignatjón varð í árekstri í Austursíðu á föstudagskvöld, en þá skemmdust alls 6 bílar. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður fór fram úr bifreið sem ekið var norður Austursíðu en henni var þá beygt til vinstri inn í Fögrusíðu. Bifreiðarnar rákust saman og við það missti ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var fram úr, vald á bifreið sinni. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 47 orð

Sjúkraflug á hálendið

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi send eftir manni sem hafði lærbrotnað á leiðinni milli Kverkfjalla og Öskju. Það var lögreglan á Húsavík sem bað um aðstoð og var maðurinn fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem lent var skömmu eftir klukkan 22. Meira
29. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 207 orð

Skilyrðið um 3% halla á við um öll ríkin

THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, sagði í viðtali við Bild am Sonntag síðastliðinn sunnudag að skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) ættu við öll ríki ESB jafnt. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 468 orð

Stefnir í 630 milljóna kr. halla á borgarsjóði

SAMKVÆMT yfirliti borgarhagfræðings yfir afkomu borgarsjóðs fyrstu sex mánuði ársins mun fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir yfirstandandi ár fara 407 milljónir fram úr áætlun ef tekst að halda í horfinu en að líkleg niðurstaða verði að 630 milljóna króna halli verið á borgarsjóði. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 595 orð

Stjórn Lesmáls komst ekki að niðurstöðu

STJÓRN Lesmáls ehf., sem gefur út Helgarpóstinn, kom saman til fundar í gær og þar bar Valþór Hlöðversson, formaður stjórnar, fram tillögu um að stjórnin félli frá forkaupsrétti að hlutabréfum Tilsjár ehf., útgáfufélagi Vikublaðsins, í Helgarpóstinum. Einnig kom fram tillaga frá starfsmönnum blaðsins um að stjórnin kannaði tilboðið með það í huga að nýta forkaupsrétt. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 478 orð

Sum svör forsetans hefði mátt orða betur

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að sum ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á blaðamannafundi í Washington í síðustu viku hefði mátt orða betur. Halldór segist hafa rætt við forsetann eftir fundinn og embætti þeirra muni ræða þessi mál frekar. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 703 orð

Systurnar fá ekki laun vegna rekstrarvandans Rekstur St. Fransiskusspítalans í Stykkishólmi væri kominn í þrot, ef systurnar

MIKLAR umræður hafa verið um rekstur landsbyggðarsjúkrahúsanna að undanförnu. Ár eftir ár er þeim ætlað að spara í rekstri sínum. Nú telja forráðamenn sjúkrahúsanna að botninum sé náð og alls ekki sé hægt að spara meira, nema að skerða þá þjónustu sem sjúkrahúsin veita. Í Stykkishólmi starfar St. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 334 orð

Systurnar hafa ekki fengið laun á þessu ári

SYSTURNAR á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi hafa ekki fengið greidd laun á þessu ári og skuldar spítalinn þeim nú um fimm milljónir króna. Róbert Jörgensen, framkvæmdastjóri spítalans, segir að vegna kröfu heilbrigðisráðuneytisins um sparnað væri reksturinn kominn í þrot fyrir allnokkru nema vegna góðvildar systranna. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Tekinn innan þriggja mílna

LANDHELGISGÆSLAN stóð Sigurfara GK 138 að meintum ólöglegum veiðum um 0,6 sjómílur innan þriggja mílna markanna á móts við Miðkvísl, skammt austan Reynisdranga við Vík, á sunnudag. Skipið var fært til Vestmannaeyja. Að sögn Helgu Hauksdóttur, fulltrúa sýslumanns, var skipið haldlagt þegar það kom til hafnar og afli og veiðarfæri metin. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Tilkynnt um neyðarblys

LANDHELGISGÆSLAN gerði miklar ráðstafanir í fyrrakvöld þegar tilkynnt var að rautt blys hefði sést á lofti sunnan við bæinn Stapafell á Snæfellsnesi. Bátum á svæðinu var gert viðvart og þeir beðnir að svipast um auk þess sem þyrla var send á svæðið til að kanna málið. Ekkert kom út úr þessari eftirgrennslan og engin skýring er komin á blysinu. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 25 orð

Tónleikar Cadavre exquis og Óla Stef

Tónleikar Cadavre exquis og Óla Stef FRANSKA djasshljómsveitin Cadavre exquis og jasstríó Óla Stef leika aftur í Sölvasal, Sólon Íslandus í kvöld. Tónleikarnir hejast kl. 22. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 142 orð

Verklok við Víkartind á morgun

SEINNI kraninn af Víkartindi verður skorinn og felldur á flutningatæki í dag. Ráðgert er að ljúka niðurrifi skipsins á morgun og verður þá fundur opinberra aðila, tryggingafélagsins og þeirra sem komið hafa að verkinu um hvort nóg sé að gert. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 225 orð

Vesturlandsvegur fluttur á 1,5 kílómetra kafla

VEGAGERÐ ríkisins og Mosfellsbær hafa auglýst útboð á nýju vegarstæði hringvegarins, Vesturlandsvegar, á 1,5 km kafla í Mosfellsbæ. Ætlunin er að flytja veginn til suðausturs á þessum kafla, m.a. til að geta byggt ný hringtorg og auka með því afkastagetuna á þessum kafla. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 157 orð

Þriðjudagskvöldganga í Viðey

HEFÐBUNDIN gönguferð í Viðey verður í kvöld kl. 20.30. Þriðja umferð í raðgöngum um eynna er að hefjast, en alls er um að ræða fimm mismunandi gönguleiðir sem eiga að leiða gestum fyrir sjónir það helsta sem hægt er að sjá í eynni. Að þessu sinni hefst ferðin á stéttinni hjá Viðeyjarstofu og gengið er austur fgyrir túngarðinn sem afmarkar heimatúnið. Meira
29. júlí 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ölvaður maður stal bíl

BÍL var stolið á Reyðarfirði aðfaranótt laugardags. Tilkynnt var um stuldinn um nóttina og hóf lögregla þegar leit. Bíllinn fannst strax, illa laskaður, klesstur og úrbræddur, þar sem búið var að aka honum inn á Fagradal, rúmlega 20 kílómetra leið. Meira
29. júlí 1997 | Erlendar fréttir | 346 orð

(fyrirsögn vantar)

HELSTU stjórnmálaflokkarnir í Lettlandi völdu í gær Guntar Krasts til þess að taka við embætti forsætisráðherra landsins af Andris Shkele. Krasts hefur gegnt embætti hagráðherra undanfarið, og er hagfræðingur og hefur beitt sér fyrir umbótum. Hann er meðlimur í þriðja stærsta flokksins á lettlenska þinginu, þjóðerninssinnaða Föðurlands- og frelsisflokksins. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júlí 1997 | Staksteinar | 341 orð

»Mannlífið VIÐGANGUR byggðanna mun m.a. ráðast af því, hvernig okkur tekst að

VIÐGANGUR byggðanna mun m.a. ráðast af því, hvernig okkur tekst að skapa búsetuskilyrði sem hugnast nýjum kynslóðum. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, í "Bæjarins besta" á Ísafirði. Fjölbreytileiki Meira
29. júlí 1997 | Leiðarar | 691 orð

STAÐA ALDRAÐRA

STAÐA ALDRAÐRA LDRAÐIR BORGARAR eru nú um 27 þúsund, eða tíundi hluti þjóðarinnar, og síðustu misserin hefur æ meira borið á samtökum þeirra, sem berjast fyrir bættum kjörum. Segja má, að nýtt þjóðfélagsafl hafi kvatt sér hljóðs. Ástæðurnar fyrir baráttu eldri borgara má m.a. Meira

Menning

29. júlí 1997 | Menningarlíf | 540 orð

Að grípa andartakið

SKOSKI myndlistarmaðurinn Alaster Maclennan flytur 12 tíma langan gerning í Nýlistasafninu í dag. Gerningurinn er meðal viðburða hátíðarinnar ON Iceland 1997 sem lítur að tímatengdri myndlist. Alaster sem búið hefur á Írlandi síðastliðin 22 ár er fulltrúi Íra á Biennalinum í Feneyjum. Meira
29. júlí 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Auglýst eftir listamönnum

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ auglýsir í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag eftir listamönnum sem hafa áhuga á að koma fram á menningarkynningu á sérstökum Þjóðardegi Íslands 27. júní 1998 á heimssýningunni í Lissabon, EXPO '98. Dagskráin fer fram að kvöldlagi á mismunandi leiksviðum. Samkvæmt auglýsingunni koma til greina verkefni á sviði tónlistar, leiklistar og annarra sviðslista. Meira
29. júlí 1997 | Tónlist | 644 orð

Barokk fyrir hirð og kot

Verk eftir Purcell, Biber, Leclair og Telemann. Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton; Bachsveitin í Skálholti undir forystu Jaaps Schröders fiðluleikara. Skálholtskirkju, laugardaginn 26. júlí kl. 15. Meira
29. júlí 1997 | Kvikmyndir | 495 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna Sveinbja

Grosse Pointe Blank Þétt og vönduð skemmtun í dekkri kantinum. Aðalsöguhetjan (Cusack) er nefnilega leigumorðingi sem heldur til heimaborgarinnar til að hitta æskuástina sína og dæla blýi í nýjasta viðfangsefnið. Yndislega kaldhæðin, vel leikin og skrifuð. Í hæsta máta óvenjuleg og frumleg. Meira
29. júlí 1997 | Menningarlíf | 200 orð

Byrði sögunnar afhjúpað á Kirkjubæjarklaustri

Á "ELDMESSUDAGINN", 20. júlí, var afhjúpað við Kirkjubæjarskóla, listaverkið Byrði sögunnar eftir Magnús Tómasson. Það er Listskreytingasjóður ríkisins sem fjármagnar verkið skv. lögum um opinberar stofnanir, en Skaftárhreppur sá um að gera undirstöðu undir þetta verk sem vegur rúmlega 10 tonn. Meira
29. júlí 1997 | Kvikmyndir | 191 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
29. júlí 1997 | Kvikmyndir | 118 orð

Frú Frosti er sænsk

HIN sænska Vendela er nýjasta fyrirsætan sem reynir fyrir sér sem kvikmyndaleikkona. Hún leikur frú Frosta á móti Arnold Schwarzennegger í "Batman & Robin". Vendela, sem er best þekkt í fyrirsætuheiminum fyrir framlag sitt til sundfatablaðs Sports Illustrated, Meira
29. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 172 orð

Fædd inn í leikarafjölskyldu

LEIKKONAN Joely Richardson kemur úr mikill leikarafjölskyldu en foreldrar hennar eru breska leikkonan Vanessa Redgrave og leikstjórinn Tony Richardson sem lést fyrir nokkrum árum. Systir Joely er leikkonan Natasha Richardson sem er gift leikaranum Liam Neeson, afi þeirra systra var sir Michael Redgrave og frænka þeirra er leikkonan Lynn Redgrave. Meira
29. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Geri í "Spice Girls"

MARILYN Monroe? Nei, stúlkan á myndinni er Geri Halliwell úr "Spice Girls" en söngkonan unga er mikill aðdáandi kvikmyndastjörnunnar og gyðjunnar Marilyn Monroe. Hún ákvað því í tilefni af gerð "Spice Girl"-kvikmyndarinnar að klæða sig í hvíta kjólinn sem Monroe gerði ódauðlegan í kvikmyndinni "The Seven Year Itch" og skellti á sig ljósi hárkollu. Meira
29. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 40 orð

Góð heimsókn

JAPANSKA húsmóðirin Toshika Ogawa frá Osaka var 200 milljónasti gesturinn í Disneylandi í Tókýó og hlaut m.a. að launum koss frá Mínu mús eins og sést á myndinni. Skemmtigarðurinn náði 200 milljóna takmarkinu á aðeins 14 árum. Meira
29. júlí 1997 | Menningarlíf | 82 orð

Handverkssýning í Ólafsvík

Ólafsvík-Nú stendur yfir handverkssýning í Gistiheimilinu Höfða, Ólafsvík, og er tilgangurinn að sýna Snæfellsbæingum og ferðamönnum handverk ýmissa listamanna úr Snæfellsbæ. Á sýningunni eru m.a. málverk, útskurður í tré, handsaumur, prónaverk, bútasaumur, minjagripir úr hörpuskel, blómaskreytingar og m.fl. Meira
29. júlí 1997 | Fólk í fréttum | 52 orð

Jackson grettir sig

MICHAEL Jackson er gjarnan illúðlegur á svip á tónleikum, eins og sést á þessari mynd sem tekin var í Basel í Sviss á laugardag. Gítarleikarinn hárprúði heitir Jennifer Batten og engu er líkara en hún kunni ýmislegt fyrir sér, að minnsta kosti er hún með sviðsframkomuna á hreinu. Meira
29. júlí 1997 | Myndlist | -1 orð

Líf silíkondýra

Blönduð tækni Hlín Gylfadóttir Sýningin stendur til 6. ágúst nk. SÝNING Hlínar á smáum og tilviljanakenndum silíkonformum sem hún líkir við lífverur er viðfangsefni ljósmyndaverka hennar. "Angaormur, tvíanga og krossanga", eru dæmi um heiti á litmiklum dýrum sem eru mótuð úr ýmsum plasttegundum. Meira
29. júlí 1997 | Menningarlíf | 156 orð

Málverkasýning listakattar

LISTAKÖTTURINN Loki opnaði sýningu sína, Líf mitt með geggjuðum listamanni, laugardaginn 26. júlí sl., í International Gallery of Snorri Ásmundsson. Í fréttatilkynningu segir: "Loki er rúmlega tveggja ára högni af norsku skógarkattakyni og er með eindæmum gáfaður og listfengur köttur. Þetta er hans fyrsta einkasýning, en hann hefur áður tekið þátt í sýningu með fjöllistahópnum "5 & cat". Meira
29. júlí 1997 | Menningarlíf | 407 orð

Óhefðbundin uppfærsla Ofviðrisins

OFVIÐRIÐ eftir Shakespeare verður sýnt í Norræna húsinu í kvöld kl.20.30. Að sýningunni stendur níu manna leikhópur er nefnist Ofviðrið í Norðri sem samanstendur af leikurum frá fjórum löndum og var leikhópurinn einvörðungu stofnaður vegna þessa verkefnis. Sýningin fer fram á íslensku, dönsku og grænlensku, en einnig heyrist norska og persneska í bakgrunni. Meira
29. júlí 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Safn um O'Keeffe

BANDARÍSKA listakonan Georgia O'Keeffe kom í fyrsta sinn til Nýju Mexíkó árið 1917. Það var mitt," sagði hún um tilfinninguna sem greip hana þegar hún leit eyðilegt eyðimerkurlandslagið augum fyrsta sinni. Meira
29. júlí 1997 | Tónlist | 610 orð

Sumarleg tónlist

Björn Steinar Sólbergsson flutti verk eftir Dupré, Pál Ísólfsson, Grieg, Jón Leifs, Idenstam og Widor. Sunnudagurinn 27. júlí, 1997. ÞAÐ má svo sem segja, að efnisval Björns Steinars Sólbergssonar á sumartónleikunum í Hallgrímskirkju sl. sunnudag hafi í heild verið sérlega sumarlegt, m.ö.o., að efnisskráin hafi verið sett saman úr léttum og leikandi tónverkum. Meira

Umræðan

29. júlí 1997 | Aðsent efni | 921 orð

Biskupskjör

SENN skal gengið til biskupskjörs. Á þessum umrótstímum þjóðkirkjunnar ríður á að vel takist til við biskupskosninguna og hún gangi hnökralaust fyrir sig. Veltur þá meðal annars á því að kosningin fari fram eins og lögin bjóða svo ekki verði síðar meir hægt að hafa uppi kröfur um ógildingu. Núgildandi lög um biskupskosningu (1. Meira
29. júlí 1997 | Aðsent efni | 936 orð

Deyr "eilífðarsmáblóm" þjóðtungunnar í engilsaxneskum arfagarði Vinnuskóla Reykjavíkur? Leiðbeinendur unglinganna, segir Pétur

ÞAÐ fer lítið fyrir samræmi í orðum og gerðum höfðingjanna, þeirra, sem kjörnir og sjálfkjörnir skipa forystusveit þjóðarinnar. Nær daglega berast fréttir af einhverri dáð, sem eitthvert uppáhaldsbarnið hefir drýgt. Meira
29. júlí 1997 | Aðsent efni | 1035 orð

Er útúrsnúningur aðal aðferðafræðinga?

ÞORLÁKUR Karlsson, dósent í aðferðafræði og sérfræðingur "Gallups", sendi mér tóninn hér í blaði 19. þ.m. Flestir "háskólamenn" hefðu fagnað umræðum um skoðanakannanir, en hann hyggst stöðva gagnrýni mína með því að segja hana ekki verða svars. Meira
29. júlí 1997 | Bréf til blaðsins | 798 orð

Klassik FM 106,8

HEIÐRUÐU stjórnarmenn Fíns miðils hf, Baldvin Jónsson og Árni Samúelsson. Í frétt í Morgunblaðinu þann 16. júlí sl. las ég meðal annars að framtíð Klassík FM 106,8 væri óráðin í kjölfar þeirra breytinga sem hafa nýlega átt sér stað og tíundaðar eru í áðurnefndri blaðagrein. Í mínum huga fyllir Klassík FM 106,8 upp í skarð sem lengi hefur verið full þörf á að fylla hér á landi, þ.e. Meira

Minningargreinar

29. júlí 1997 | Minningargreinar | 497 orð

Friðrik Þorvaldsson

Gott er vammalausum að vera (Sólarljóð.) Og í hásumardýrð sólmánaðar hefur sól brugðið sumri. Friðrik Þorvaldsson vinur okkar og félagi er farinn til "sóllanda fegri". Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 624 orð

Friðrik Þorvaldsson

Enn vekur þessi mynd hjá mér þau minni, er dýpst í sál ég finn. Þau hughrif tíminn eykur eins og á, sem dýpkar farveg sinn. (R. Burns.) Hann heilsar okkur ekki framar á sinn hressilega og sérstæða hátt. Að morgni 22. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 978 orð

Friðrik Þorvaldsson

Vertu nú sjálfur á sælli stundu farinn í friði til föðurhúsa. (Jónas Hallgr.) Þannig lauk skáldið þekktu kvæði er hann orti eftir vin sinn er dó ungur, þar sem hann spurði hvað væri skammlífi og hvað væri langlífi. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 252 orð

FRIÐRIK ÞORVALDSSON

FRIÐRIK ÞORVALDSSON Friðrik Þorvaldsson fæddist í Hrísey 26. apríl 1923. Hann varð bráðkvaddur 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Einarsdóttir frá Geithellum í Álftafirði, f. 1880, d. 1968, og Þorvaldur Jónsson af Krossaætt, trésmiður og fiskimatsmaður í Hrísey, f. 1875, d. 1941. Systkini Friðriks voru Einar, f. 1905, d. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 436 orð

Friðrik Þorvaldsson, fyrrverandi menntaskólakennari

Hann kvaddi heiminn óvænt, ekki á sjúkrabeði, heldur úti í guðsgrænni náttúrunni, þar sem trjágróðurinn dafnar undir berum himni um hásumartíð. Það er eins og guð eða sá, sem öllu ræður, hafi valið honum stað til að deyja á þarna fyrir norðan í Kjarnaskógi sunnan og ofan við Akureyri. Þar skildi hann við í umhverfi hreinleika. Fór vel á. Það var táknrænt. Friðrik Þorvaldsson bætti umhverfið. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 891 orð

Guðný Guðlaugsdóttir

Minningin um mæta konu og sterkan persónuleika er efst í huga þegar ég minnist elskulegu tengdamóður minnar sem nú er fallin frá. Hún hefur dvalið undanfarin ár á Sólvangi í Hafnarfirði við einstaklega gott atlæti starfsfólksins þar. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 827 orð

Guðný Guðlaugsdóttir

Amma var stjarnan okkar, hlý, ástúðleg og traust. Hún var alltaf til staðar, fylgdist með öllum, spurði um alla, átti svör við öllu og ráð undir rifi hverju. Hún var drottning okkar og átrúnaðargoð, sem öllum þótti vænt um. Amma átti mörg áhugamál, t.d. þótti henni mjög gaman að taka í spil. Naut ég þess strax sem krakki og gátum við setið lon og don og spilað. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 176 orð

Guðný Guðlaugsdóttir

Elsku amma. Þá ert þú lögð af stað í ferðina löngu og komin þangað sem hin eilífa sól skín. Við systur minnumst þess hve mikill sóldýrkandi þú varst alltaf. Um leið og sólin gægðist undan skýjunum varst þú komin úr og lögst á teppið í litlu lautinni uppi í sumarbústað. Það var nú gott að skríða á teppið til þín þegar maður gaf sér tíma til að hvíla sig. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 539 orð

GUÐNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR

GUÐNÝ GUÐLAUGSDÓTTIR Guðný Guðlaugsdóttir var fædd í Götu í Holtum 16. apríl 1912. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Þórðarson, f. 17.2. 1879 í Fellsmúla á Landi, d. 30.7. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 578 orð

Jóhanna Margrét Jónsdóttir

Handan dauðans er svarið við því, hvað lífið er. Í dag er borin til grafar ástkær systir mín og trúnaðarvinur Jóhanna Margrét Jónsdóttir. Síðustu sandkornin úr stundglasi Hönnu eru runnin niður. Lífróðurinn er búinn að vera langur og erfiður. Hanna eins og hún var kölluð var hjartahlý, ákveðin og skemmtilegur ferðafélagi. Hún var gefandi manneskja og vildi manni vel. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 428 orð

Jóhanna Margrét Jónsdóttir

Elsku Hanna frænka. Þá er veru þinni á "Hótel Jörð" lokið, að minnsta kosti í bili. Þú hafðir ekki langa dvöl að þessu sinni, lifðir þó margt og reyndir óneitanlega ýmislegt. Ég mun muna þig lífsglaða, oftast jákvæða og konu sem gat alltaf komið auga á lausnir. Þú varst ekki kona sem gafst auðveldlega upp. Þú barðist eins og hetja við þennan skaðræðissjúkdóm sem krabbameinið er. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 265 orð

Jóhanna Margrét Jónsdóttir

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Okkur langar með fáeinum orðum að minnast góðrar vinkonu okkar og nágrannakonu, Jóhönnu Margrétar Jónsdóttur, sem lést hinn 19. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 126 orð

JÓHANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

JÓHANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Jóhanna Margrét Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 23. desember 1951. Foreldrar hennar voru Jón B. Þorsteinsson, leigubílstjóri, f. 8. júlí 1911 (látinn), og Ingigerður Hallgrímsdóttir, f. 24. júní 1924 (látin). Systkini Jóhönnu voru Þorsteinn Ólafur Jónsson, f. 6. apríl 1936 (látinn), Valgerður Jónsdóttir, f. 6. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 815 orð

Sighvatur Ágúst Karlsson

Æskuvinur minn, Sighvatur Karlsson (Fiffi), er látinn. Andlátsfregnin var ekki óvænt. Hann hafði um árabil átt við erfið veikindi að stríða, en ávallt reynt að halda reisn sinni þegar hlé varð á. Foreldrar hans voru Karl Helgason, póst- og símstjóri á Akranesi, og kona hans Ásta Sighvatsdóttir, f.v. vefnaðarkennari við Kvennaskólann á Blönduósi, en fjölskyldan hafði áður búið á Blönduósi. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Sighvatur Ágúst Karlsson

Okkur systkinin langar að minnast Fiffa frænda í nokkrum orðum. Í langan tíma var það fastur liður á heimili mömmu og pabba að hann kom vikulega í heimsókn annaðhvort á fimmtudagskvöldum eða laugardögum og í gegnum þær heimsóknir kynntumst við honum. Það sem okkur er minnisstætt er hvað hann var alltaf prúðbúinn, í skyrtu með ermahnappa og bindi. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 185 orð

SIGHVATUR ÁGÚST KARLSSON

SIGHVATUR ÁGÚST KARLSSON Sighvatur Ágúst Karlsson var fæddur á Blönduósi 16. janúar 1937. Hann lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásta Sighvatsdóttir, f. 1. maí 1897 í Reykjavík, fyrrv. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 127 orð

Vilhelmína Einarsdóttir

Elsku amma. Drottinn, við þökkum þína miklu náð, í þinni kærleikshönd er allt vort ráð. Þökk fyrir mömmu og ömmu trú og tryggð og traustan kærleik ­ lífsins æðstu dyggð. Lof sé þér fyrir ljósið, sem hún gaf, sem leiðir okkar för um úfið haf. Þökk sé þér fyrir gengin spor. Gæfurík minning fyllir hjörtu vor. Þökk sé þér Guð. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 476 orð

Vilhelmína Einarsdóttir

Móðir mín, mikil athafnakona er látin. Í hugann koma sterkar minningar frá árinu 1956 þegar faðir minn lést, eftir mjög stutt veikindi. Mamma, ekkja á besta aldri með tvö börn 11 og 14 ára, lét ekki deigan síga. Hún bakaði fyrir verslanir kleinur og fleira góðgæti og hafði ekki undan, því vinsældirnar voru miklar. Meira
29. júlí 1997 | Minningargreinar | 462 orð

VILHELMÍNA EINARSDÓTTIR

VILHELMÍNA EINARSDÓTTIR (Kristín) Vilhelmína Einarsdóttir fæddist í Holti í Garði í Gerðahreppi 2. apríl 1905. Hún andaðist á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson Straumfjörð, útgerðarmaður og vitavörður á Garðskagavita, f. 24. mars 1874, d. 21. Meira

Viðskipti

29. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 269 orð

BioProcess Ísland stofnað á næstunni

INNAN skamms verður fyrirtækið BioProcess Ísland stofnað af BioProcess Denmark og Keflavíkurverktökum. BioProcess Ísland mun aðallega rækta smáþörunga sem nýttir verða við framleiðslu á náttúrulegu litarefni sem notað er í matvæli og snyrtivörur. Meira
29. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Boeing-deilan treystir stöðu WTO

SIR LEON Brittan, viðskiptafulltrúi Evrópusambandsins, telur að deilan um samruna Boeing og McDonnell Douglas efli rökin fyrir því að Heimsviðskiptastofnunin, WTO, láti mál er varða hringamyndanir til sín taka. Meira
29. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 117 orð

ÐBrunnar kaupa Kælingu Brunnar hf. hafa keypt

Brunnar hf. hafa keypt öll hlutabréfin í Kælingu hf. af Jóni Torfasyni, sem stofnaði og rak fyrirtækið í yfir 30 ár. Að sögn Kjartans Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Brunna, eru kaupin einn liður í áætlunum Brunna á sviði kælingar og frystingar, sem ætlunin er að efla á næstunni, en Brunnar framleiða ýmiss konar véla- og tækjanýjungar fyrir útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki. Meira
29. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 423 orð

Hagnaður áætlaður 80 milljónir í ár

FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hf. hefur í dag útboð á nýju hlutafé að nafnvirði 100 milljónir króna. Gengi bréfanna er 2,75 til forkaupsréttarhafa, en eftir að forkaupsréttartímabili lýkur getur gengi bréfanna breyst eftir markaðsaðstæðum hverju sinni. Söluandvirði bréfanna verður því a.m.k. 275 milljónir króna. Hluthafar hafa forkaupsrétt til og með 12. ágúst en almenn sala stendur yfir 14.-15. Meira
29. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 236 orð

»Hækkandi dollar treystir hlutabréf í Evrópu

DOLLAR hafði ekki verið hærri gegn marki í sjö og hálft ár í gær. Fjárfestar óttast að sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill verði veikur og hækkunin treysti stöðuna á hlutabréfamörkuðum. Franska hlutabréfavísitalan komst nálægt meti, þótt hún lækkaði við lokun, og í Frankfurt varð 1,25% hækkun á DAX-vísitölunni. Í London varð einnig nokkur hækkun. Meira
29. júlí 1997 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Walt Disney með aukinn hagnað

WALT DISNEY fyrirtækið hefur skýrt frá meiri hagnaði en búizt hafði verið við á þriðja fjórðungi fjárhagsárs þess vegna metaðsóknar að skemmtigörðum og góðs árangurs kvikmynda á við Con Air, Jungle 2 Jungle og Scream. Meira

Daglegt líf

29. júlí 1997 | Neytendur | 28 orð

Afgangsvín í ísmolabox

Gott að vita Afgangsvín í ísmolabox EF eftir verður rauðvíns-, hvítvíns- eða rósavínsdreitill er tilvalið að frysta hann í ísmolaboxi og eiga til að bragðbæta með sósur þegar þarf. Meira
29. júlí 1997 | Neytendur | 26 orð

Heimaís með núggatsósu

Nýtt Heimaís með núggatsósu KOMIN er á markað ný tegund af Heimaís, að þessu sinni með núggatsósu. Ísinn var fyrir fáanlegur með vanillu-, súkkulaði-, appelsínu- og bláberjabragði. Meira
29. júlí 1997 | Neytendur | 71 orð

Hreinsitæki fyrir gervitennur

NÝLEGA kom á markað tæki frá Pro-Teck með hátíðnibylgjum. Gervitennur eru lagðar í ákveðinn lög sem blandaður er og við það losnar um tannstein sem vill safnast á gervitennur. Auk þess fjarlægir hann matarleifar, tannsýkla, lit af völdum kaffis, tóbaks og fl. Í fréttatilkynningu frá heildverslun Lúkasar D. Meira
29. júlí 1997 | Neytendur | 60 orð

Kaupbætir hjá Bónus

ÞAR sem verslunarmannahelgin er framundan byrjar ný tilboðsvika hjá Bónus í dag, þriðjudag. Með kippu af tveggja lítra kóki fylgir myndbandið Með allt á hreinu. Ef 4,54 kg af grillkolum eru keypt fylgir regnkápa með í kaupunum. Sé risapakki af Cocoa Puffs keyptur fylgir frisbídiskur með. Að lokum má geta þess að með Kim's flögupoka fylgja sólgleraugu. Meira
29. júlí 1997 | Neytendur | 120 orð

Svefnpokinn þveginn fyrir 990 eða 1.880 krónur

Í ÞESSARI viku draga margir fram útilegudótið, enda mesta ferðamannahelgi ársins framundan. Hvað kostar að láta þvo eða hreinsa svefnpokann eða taka tjaldið í gegn? Haft var samband við fjórtán fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem taka að sér að þvo eða hreinsa svefnpoka og í sumum tilfellum tjöld. Í ljós kom að þó nokkru munar á verði. Meira

Fastir þættir

29. júlí 1997 | Í dag | 436 orð

AÐ verður fróðlegt að sjá, hvernig umferð um Hvalfjörði

AÐ verður fróðlegt að sjá, hvernig umferð um Hvalfjörðinn þróast eftir að Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð. Gera má ráð fyrir, að einhverjir kjósi að aka Hvalfjörðinn áfram vegna þess, að það mun kosta að fara um göngin. Meira
29. júlí 1997 | Dagbók | 3003 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
29. júlí 1997 | Dagbók | 217 orð

Áll

Margt getur haft áhrif á veiði áls, bæði veðurfar og í hversumiklum mæli hann hefur skilað sér úr sjónum í ár og vötn. Ál ereinkum að finna í ám og vötnum, einnig í síkjum og skurðum, ekkisíst þar sem vatn staðnar og nær að hitna nokkuð. Meira
29. júlí 1997 | Í dag | 65 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í

Árnað heilla ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag Hákon Guðmundsson, sölumaður, Laufengi 162, Reykjavík. Eiginkona hans er Gróa Margrét Jónsdóttir. Þau hjónin dveljast í sumarhúsi fjölskyldunnar í Flatey á Breiðafirði á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
29. júlí 1997 | Í dag | 57 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 22. mars í Háskólakapellu af sr. Sigurjóni Árna Eyjólfssyni Guðrún Harðardóttir og Árni Svanur Daníelsson. Heimili þeirra er á Laugavegi 135, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 5. júlí sl. í Víðistaðakirkju af sr. Meira
29. júlí 1997 | Dagbók | 397 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
29. júlí 1997 | Í dag | 102 orð

Hver gerir viðsokkabuxur?KONA hringdi til Velvakanda og v

KONA hringdi til Velvakanda og var að leita eftir einhverjum sem gerir við nælonsokkabuxur. Síminn hjá henni er 567-7756. EnskursumarskóliGUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og er hún að leita eftir enskum sumarskóla í Englandi. Þeir sem gætu gefið henni upplýsingar um þetta eru beðnir að hringja í síma 557-2728. Meira
29. júlí 1997 | Fastir þættir | 1113 orð

Murneyramótin á uppleið

Hestamannafélögin Sleipnir á Selfossi og nágrenni og Smári í hreppum hafa í áraraðir haldið sameiginlegt mót á Murneyri á Skeiðum. Þar er keppt í gæðingakeppni fullorðinna, barna og unglinga. Kappreiðarnar og töltkeppnin voru opin utanfélagsmönnum. Meira

Íþróttir

29. júlí 1997 | Íþróttir | 30 orð

Á 88. mín. brutust Íslendingar upp í hægra megin ­ Jóhann B.

Á 88. mín. brutust Íslendingar upp í hægra megin ­ Jóhann B. Guðmundsson sendi knöttinn laglega fyrir markið og þar var mættur Tryggvi Guðmundsson, sem skoraði af öryggi í autt markið. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 416 orð

Berger hafði yfirburði

KAPPAKSTUR/FORMÚLA 1Berger hafði yfirburði Aldurinn var austurríska ökuþórnum Gerhard Berger engin hindrun er hann sigraði af miklu öryggi í þýska formúla-1 kappsktrinum í Hockenheim á sunnudag. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 146 orð

Bikarmót HFR í fjallahjólreiðum

Bikarmót Hjólreiðafélags Reykjavíkur, HFR, var haldið í Öskjuhlíð 25. júní og var þriðja umferðin í bikarkeppninni. 13 keppendur tóku þátt. Meistaraflokkur: (19,6 km)mín. 1. Kristmundur Guðleifsson49,38 2. Steinar Þorbjörnsson49,56 B-flokkur: (14 km) 1. Björgvin Hilmarsson40,28 2. Eiríkur Kristinsson41,43 3. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 149 orð

Bjarni Guðjónsson komst upp að endamörkum hægra megin, við vítateig Ungv

Bjarni Guðjónsson komst upp að endamörkum hægra megin, við vítateig Ungverja, á 20. mínútu. Hann spyrnti knettinum fyrir markið með viðkomu í varnarmann og hátt í loft. Árni Ingi Pjetursson nýtti sér misskilning milli ungverska markvarðarins og varnarmanns með því að hlaupa fram fyrir þá og skalla yfir þá og í vinstra markhornið. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 468 orð

Fátt sem gladdi augu þjálfarans á Höfn

Ég er að vonum ánægður með sigurinn en verð þó að segja að það var fátt sem gladdi augu þjálfarans," sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, eftir leik Íslendinga og Færeyinga á sunnudaginn. Guðjón var ekki alls kostar sáttur við sína menn, sagði þá hafa gert sig seka um fjölmörg mistök og ekki hafa gert það sem fyrir þá var lagt. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 53 orð

Forsetinn tekinn við Dinamo Búkarest CORNEL Din

CORNEL Dinu, forseti Dinamo Búkarest, stjórnar liðinu í Evrópuleiknum á móti KR á morgun. Sem kunnugt er vann KR fyrri leikinn, 2:0, á Laugardalsvelli og í kjölfarið var þjálfara rúmenska liðsins sagt upp störfum. "Dinamo fer áfram í næstu umferð," sagði Dinu sem var landsliðsþjálfari Rúmeníu 1992 og 1993. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 165 orð

Frakkar geta varið titilinn Franska landslið

Frakkar geta varið titilinn Franska landsliðið er komið í úrslit á EM eftir sigur á Svisslendingum í gær, 1:0. Frakkar, sem eru núverandi Evrópumeistarar, sýndu nokkra yfirburði í B-riðli og unnu alla leiki sína. Leikurinn í gær var vel leikinn á köflum og einkum voru það tilburðir frönsku framherjanna sem glöddu augað. Á 37. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 144 orð

Frakklandskeppnin

Lokastaðan í Frakklandskeppninni (Toru de France) eftir 21. áfanga þar sem hjólaðir voru 3.943, 8 km. kls.:1. Jan Ullrich (Þýskalandi) Telekom 100.30,35 Næstu keppendur ­ mínútur á eftir Ullrich. 2. Richard Virenque (Frakkl.) Festina 9,09 3. Marco Pantani (Ítal.) Mercatone 14,03 4. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 272 orð

Fyrsti landsleikurinn LEIKUR Íslendinga o

LEIKUR Íslendinga og Færeyinga á Höfn á sunnudaginn var fyrsti landsleikurinn þar í bæ og var undirbúningur heimamanna og umgjörð leiksins til mikillar fyrirmyndar. Hornfirðingar leystu síðan landsliðsmennina út með gjöfum áður en liðið yfirgaf bæinn og voru strákunum færðir sjóhattar og spilastokkar. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 580 orð

Hársbreidd frá því að leika um bronsið

"ÞAÐ eru gríðarleg vonbrigði að ná ekki að sigra því við vorum svo nálægt því og það munaði aðeins hársbreidd að við spiluðum um þriðja sætið í mótinu. Við fengum góð marktækifæri í síðari hálfleik, sem við áttum að nýta betur," sagði Haukur Ingi Guðnason, fyrirliði íslenska liðsins, eftir 2:2 jafntefli á móti Ungverjum í skemmtilegum leik í lokaumferð riðlakeppninnar á Laugardalsvelli í gær. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 28 orð

Helgi skoraði sigurmarkið HELGI Sigurðsso

HELGI Sigurðsson skoraði sigurmark Stabæk þegar liðið lagði Sogndal, 1:0, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag. Helgi skoraði markið með þrumuskoti í stöngina og inn. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 586 orð

Hver er kylfingurinnÞÓRÐUR EMIL ÓLAFSSONÍslandsmeistari frá Akranesi?Er í góðum félagsskap

SKAGAMAÐURINN Þórður Emil Ólafsson úr Golfklúbbnum Leyni sigraði í meistaraflokki karla í Landsmótinu í golfi, sem fór fram á tveimur golfvöllum Golfklúbbs Reykjavíkur í síðustu viku. Hann lék eins og sannur meistari á Grafarholtsvelli og jafnaði t.d. vallarmet Úlfars Jónssonar og Sigurjóns Arnarssonar, 68 högg eða þrjú undir pari. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 27 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni kvenna: Hlíðarendi:Valur - KR19 Kópavogsv.:Breiðablik - ÍBV19 1. deild kvenna A: Grindavík:Grindavík - Reynir20 Varmárv.:Afturelding - Fjölnir20 Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 705 orð

Landsmótið Lokastaðan í flokkum, sem léku á Grafarholtsvelli. Þa

Lokastaðan í flokkum, sem léku á Grafarholtsvelli. Þar lauk keppni á laugardag, en daginn áður réðust úrslit í 2. og 3. flokki karla, sem léku á Korpúlfsstaðavelli. Meistaraflokkur karla: 291 - Þórður E. Ólafsson, GL (80 68 71 72) 294 - Friðbjörn Oddsson, GK (78 71 72 73) 296 - Kristinn Bjarnas. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 360 orð

Landsmótið vel heppnað

Vel tókst til í ár við framkvæmd Landsmótsins, sem var haldið á tveimur völlum Golfklúbbs Reykjavíkur, Grafarholti og Korpúlfsstöðum. Keppni á Korpúlfsstöðum lauk á föstudag, en þar léku keppendur í 2. og 3. flokki karla. Keppendurnir sjálfir lýstu ánægju sinni með nýja völlinn og aðstöðuna í klúbbhúsinu í austasta hluta Korpúlfsstaðabýlisins. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 106 orð

Landsmót STÍ

Haglabyssuskotfimi, skeet Haldið í Leirdal 12. júlí. Víglundur G. Jónsson, SR120 (22-24-25-24-25+20) Alfreð K. Alfreðsson, SR114 (24-22-21-23-24+24) Ævar L. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 389 orð

LIVERPOOL

LIVERPOOL hefur óskað eftir því við Keflvíkinga að fá þá Jóhann B. Guðmundsson og Hauk Inga Guðnason til reynslu í eina viku. Óvíst er þó hvenær af því verður. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 48 orð

LOKASTAÐAN

LOKASTAÐAN A-RIÐILL Ísland - Ungverjaland2:2 Portúgal - Spánn2:0 Ísland - Portúgal0:1 Ungverjaland - Spánn1:2 Ísland - Spánn1:1 Portúgal - U Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 44 orð

Markahæstir

7 - Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 6 - Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 5 - Einar Þór Daníelsson, KR, Sverrir Sverrisson, ÍBV og Haukur Ingi Guðnason, Keflavík. 4 - Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Leiftri, Dragutin Ristic, ÍA, Sinisa Kekic, Grindavík og Ríkharður Daðason, KR. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 46 orð

Miðherjar frá KS og Slóveníu til ÍA RA

RAGNAR Hauksson, miðherji og markakóngur KS á Siglufirði, hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara ÍA, en hann hefur æft með Skagamönnum að undanförnu. Þá á ÍA von á miðherja til reynslu frá Slóveníu næstu daga en nokkrir koma til greina. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 201 orð

Mikilvægt stig Íra Írar gerðu í gær 1:1 jafn

Mikilvægt stig Íra Írar gerðu í gær 1:1 jafntefli við Ísraelsmenn í B-riðli Evrópumóts 18 ára landsliða og tryggðu sér þar með sæti í leiknum um bronsið. Leikurinn í Kópavogi fór rólega af stað og fátt markvert gerðist á fyrstu mínútunum, Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 1546 orð

Mörk Íslands:

Laugardalsvöllur, A-riðill í EM U-18 ára, mánudaginn 28. júlí 1997. Aðstæður: Sunnan kaldi og völlurinn blautur. Hiti um 10 gráður. Mörk Íslands: Árni Ingi Pjétursson (20.), Arnar Hrafn Jóhannesson (57.). Mörk Ungverjalands: Balász Farkas (22.), Ferenc Róth (53.). Markskot: Ísland 15 - Unverjaland 19. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 189 orð

Nærri þúsund manns fylgdust með TÆPLEG

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ekki eignast Íslandsmeistara í meistaraflokki síðan Steinunn Sæmundsdóttir sigraði í Grafarholti árið 1988. Í karlaflokki varð Sigurður Pétursson, golfkennari klúbbsins, síðast meistari árið 1985, en síðan þá hefur enginn GR-ingur sigrað í karlaflokki. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 170 orð

Ólafur Gottskálksson samdi við Hibs

Ólafur Gottskálksson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu frá Keflavík, skrifaði í gær undir samning til þriggja ára við skoska úrvalsdeildarliðið Hibernian. "Þungu fargi er af mér létt," sagði Ólafur við Morgunblaðið, í gærkvöldi. "Ég er mjög ánægður með samninginn en aðalatriðið er að ég er kominn í úrvalsdeildarlið atvinnumanna og mér líst vel á allt hérna í Edinborg. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 509 orð

Ólöfu Maríu varð ekki haggað

ÓLÖF María Jónsdóttir úr Keili sýndi engin veikleikamerki er hún varð Íslandsmeistari í golfi á laugardag. Hún lék Grafarholtsvöll á 307 höggum og var fimm höggum á undan Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR, sem náði öðru sætinu á síðasta keppnisdegi af stöllu sinni, Herborgu Arnarsdóttur. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 382 orð

Portúgalar og Spánverjar leika um gullið

Þetta er einfaldlega það sem við ætluðum okkur. Við komum hingað til Íslands okur meðvitandi um styrkleika andstæðinga okkar. Við vissum líka að lið okkar er mjög sterkt og ætti að fara alla leið," sagði glaðbeittur þjálfari portúgalska landsliðsins eftir 2:0 sigur þess á Spánverjum í vesturbænum í gærkvöldi. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 263 orð

Sannfærandi sigur Spánverja Spánverjar unnu nokk

Sannfærandi sigur Spánverja Spánverjar unnu nokkuð sannfærandi sigur, 2:1, á liði Ungverja á laugardag. Leikurinn, sem fram fór á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði, var talsvert gróft leikinn og annan leikinn í röð máttu Spánverjar sjá á eftir einum leikmanna sinna með rauða spjaldið. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 169 orð

Sanngjarn sigur Íra Írar unnu sanngjarnan sigur

Sanngjarn sigur Íra Írar unnu sanngjarnan sigur á Svisslendingum, 1:0, í B-riðli Fjölnisvelli á laugardaginn. Leikur liðanna var fyrsti landsleikurinn sem fram fer í Grafarvogi, en hans verður þó væntanlega ekki minnst fyrir annað en mikla hörku og mörg spjöld. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 447 orð

Sigur á síðustu stundu

ÍSLENDINGAR lögðu Færeyinga að velli, 1:0, í vináttulandsleik á Höfn í Hornafirði á sunnudaginn. Leikurinn, sem var fyrsti landsleikurinn á Höfn, var afskaplega bragðdaufur og tíðindalítill, en Íslendingar náðu þó að koma knettinum í mark Færeyinga í blálokin og náði Guðjón Þórðarson þar með að fagna sigri sem landsliðsþjálfari í fyrsta sinn. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 85 orð

Stigakeppnin Staðan í stigakeppn

Staðan í stigakeppni kylfinga til landsliðsað Landsmótinu loknu. Tvö mót á íslenskumótaröðinni eru eftir. Það fyrra er á Akureyri 9. til 10. ágúst, en það seinna fer fram6. til 7. september hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Norðurlandamótið verður haldið íNoregi 13. til 14. september. Karlar: 1. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 24 orð

Stigakeppnin Staðan í stigakeppnitil la

Staðan í stigakeppnitil landsliðs aðLandsmótinu loknu: 1. Ólöf María Jónsdóttir, Keili 248 2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR223 3. Þórdís Geirsdóttir, Keili177 4. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 404 orð

STYRKUR »Sjö landsliðsmennleika í Þýskalandi, ísterkustu deild heims

Ljóst er að sjö landsliðsmenn í handknattleik leika í 1. deild í Þýskalandi, sterkustu deild heims. Það er alltaf slæmt að sjá á eftir góðum handknattleiksmönnum fara frá Íslandi, en um leið að það mikill styrkur fyrir landsliðið í handknattleik að lykilmenn séu að leika í eins sterkri deild og er í Þýskalandi, þar sem flestir af bestu leikmönnum heims eru að keppa. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 485 orð

Vafasöm vítaspyrna

ÍSLENDINGAR mættu Portúgölum í öðrum leik sínum í Evrópukeppni landsliða 18 ára og yngri leikmanna á Akranesi á laugardag. Íslensku strákarnir léku mjög skynsamlega og allir börðust sem einn maður en það dugði þó ekki til gegn léttleikandi og teknískum leikmönnum Portúgala, sem höfðu sigur, 1-0, með marki úr vítaspyrnu eftir vafasaman dóm. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 35 orð

Vala fékk silfur VALA Flosadóttir tryggði sér silf

VALA Flosadóttir tryggði sér silfurverðlaun í stangarstökki á Evrópumeistaramóti unglinga í Ljubljana í Slóveníu á sunnudaginn. Hún stökk fjóra metra í þriðju tilraun, sigurvegarinn Annika Becker fór yfir sömu hæð í fyrstu tilraun. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 443 orð

"Var orðin taugaóstyrk"

Ég reyndi að halda mínu striki og slá á "pinnann". Ég var að vísu orðin taugaóstyrk eftir þrettándu holuna þegar munurinn var kominn niður í þrjú högg og fimm holur eftir. Síðan náði ég pari og fékk sjálfstraustið aftur. Það var alveg meiriháttar að standa á átjánda teig með þessa þægilegu forystu," sagði Ólöf María. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 68 orð

Zoran til ÍBV ZORAN Miljkovic, miðvör

ZORAN Miljkovic, miðvörður ÍA undanfarin þrjú ár, kemur til landsins í dag og leikur með Eyjamönnum út tímabilið. "Við ræddum við hann fyrir tímabilið og nú er þetta frágengið," sagði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Morgunblaðið, en Zoran hefur leikið í Júgóslavíu frá því íslenska keppnistímabilinu lauk í fyrra. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 417 orð

"Þakka púttern- um sigurinn"

Ég vissi fyrir mótið að ég gæti blandað mér í toppbaráttuna. Mig grunaði samt alltaf innst inni að ég gæti unnið mótið. Sú von minnkaði eftir fyrsta hringinn þegar ég lék á 80 höggum. Ég lagði því allt í annan hringinn og fékk sjálfstraustið aftur. Ég lék mjög svipað hina tvo dagana og púttaði mjög vel. Ég þakka pútternum sigurinn. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 890 orð

Þórður eins og sannur meistari

SKAGAMAÐURINN Þórður Emil Ólafsson lék best allra á landsmótinu í Grafarholti, sem lauk á laugardag. Hann vann verðskuldaðan sigur, lék á 291 höggi, en fékk harða keppni frá Friðbirni Oddssyni, 19 ára Keilismanni. Þórður sigraði með þriggja högga mun, en Friðbjörn náði að jafna snemma á lokadeginum. Fyrrum klúbbfélagi Þórðar úr Leyni á Akranesi, Kristinn G. Bjarnason, varð þriðji á 296 höggum. Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 173 orð

Þýskaland Deildarbikarkeppnin, úrslit: Bayern München

Deildarbikarkeppnin, úrslit: Bayern München - Stuttgart2:0 Basler (57.), Elber (71.). 15.000. Danmörk Fyrsta umferðin í 1. deild: Lyngby - Bröndby 1:7 Ikast - AB Kaupmannahöfn 0:4 Herfölge - Silkeborg 0:2 OB Odense - Álborg 0:0 Árhus Fremad - AGF Århus 2:1 FC Kaupmannahöfn - Vejle Meira
29. júlí 1997 | Íþróttir | 116 orð

Öruggt hjá Frökkum Frakkar unnu öruggan sigur á

Öruggt hjá Frökkum Frakkar unnu öruggan sigur á Ísraelum, 2:0, á laugardaginn. Leikurinn var tíðindalítill og allt of fátt sem gladdi augað. Fyrri hálfleikur var leiðinlegur og ekkert markvert gerðist fyrr en Ísraelar skoruðu á 42. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Meira

Fasteignablað

29. júlí 1997 | Fasteignablað | 324 orð

Aukningu spáð í íbúðarbyggingum FULLGERÐAR íbúðir hér á landi vor

FULLGERÐAR íbúðir hér á landi voru um 5% fleiri í fyrra en árið þar á undan eða 1297 á móti 1235. Þetta er aukning um 5%. Tvö síðustu ár hefur samt verið mikill samdráttur í fjölda fullkláraðra íbúða miðað við árin þar á undan, en þær voru 1716 árið 1994 og 1604 árið þar á undan. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 192 orð

Einbýlishús af eftirsóttri stærð

SÉRBÝLIÐ er einkennandi fyrir Mosfellsbæ. Bærinn er fyrir utan mesta þéttbýlið og þangað sækir fólk með áhuga á útivist, eins og garðrækt, hestamennsku og golfi. Í bænum er mjög gott íþróttasvæði og ekki er nema stundarfjórðungs akstur upp i Skálafell, eitt bezta skíðasvæði landsins. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 162 orð

Einbýlishús í eftirsóttu hverfi

HJÁ fasteignasölunni Gimli er til sölu einbýlishús að Grundargerði 16 í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Þetta er 153 ferm. hús ásamt 47 ferm. bílskúr. Húsið er steinsteypt og byggt 1957. "Það sem er sérstakt við þetta hús er að þakinu hefur verið lyft þannig að herbergin á rishæðinni eru nánast ekkert undir súð," sagði Árni Stefánsson hjá Gimli. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 153 orð

Gott hús við Logafold

HJÁ fasteignasölunni H-Gæðum er til sölu einbýlishús að Logafold 41 í Grafarvogi. Þetta er 265 ferm. hús auk 56 ferm bílskúrs. Húsið er steinsteypt og reist 1987. "Þetta er glæsilegt hús og stendur á einum besta stað í Grafarvogi," sagði Ólafur G. Vigfússon hjá H-Gæðum. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 40 orð

Hellulögn í görðum

ÞAÐ er ekki sama, hvernig staðið er að gerð garða. Það þarf að raða verkefnunum þannig, að eitt rekist ekki á annað, segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur í þættinum, Gróður og garðar, en þar fjallar hann um hellulögn. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 406 orð

Höfundur Dynasty í sloti með leku þaki

Spelling er 69 ára að aldri og þekktastur fyrir að hafa framleitt sjónvarpsþætti á borð við Fantasy Island og Beverly Hills og fyrir að hafa gefið leikkonunni Joan Collins nýtt líf með sápuóperunni Dynasty. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 242 orð

Kópavogur leitar í austur SÚ mikla uppbygging, sem á sér stað

SÚ mikla uppbygging, sem á sér stað í Lindahverfi í Kópavogi, fer ekki framhjá neinum, sem ekur Reykjanesbraut. Eitt þeirra byggingafyrirtækja, sem þar hefur haslað sér völl, er Húsanes hf., en eigendur þess eru þeir Halldór Ragnarsson, múrarameistari og Margeir Þorgeirsson byggingameistari. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 280 orð

London reynir að halda stöðu sinni

LONDON mun halda stöðu sinni sem fjármálahöfuðborg Evrópu þrátt fyrir tilkall annarra borga eftir stofnun evrópsks efnahags- og myntbandalags (EMU) samkvæmt mánaðarlegri könnun Reuters á viðhorfum til bandalagsins. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 1323 orð

Nokkur grundvallaratriði í nýja garðinum

ÞEGAR hafist er handa við byggingu garðsins er sjálfsagt að raða verkefnunum þannig að eitt rekist ekki á annað. Reglan er að vinna frá húsinu út að lóðarmörkum og meðfram þeim út úr lóðinni um bílastæðið. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 833 orð

Rennismíði

Dagana 20. til 29. júní í sumar var haldin merkileg sýning í skála Landgræðslusjóðs neðst í Fossvogi í Suðurhlíð 38. SÝNINGIN bar yfirskriftina: Skáldað í tré. Skógardagar. Þarna voru sýndir fjölmargir listgripir renndir úr íslenskum trjám en Viðarmiðlun Skógræktar ríkisins selur þess konar efni í Fossvogi, þar sem sýningin var haldin. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 1530 orð

Sérbýli á eftirsóttum stað í Kópavogi

LINDAHVERFIÐ í Kópavogi er án vafa eitt eftirsóttasta nýbyggingahverfið á öllu höfuðborgarsvæðinu. Það þarf ekki að koma á óvart. Svæðið liggur austast í Kópavogsdal með fallegu útsýni til vesturs að Álftanesi og Kársnesi. Jafnframt er svæðið mjög miðsvæðis vegna Reykjanesbrautar. Skjólsælt er í hlíðunum, bæði fyrir norðan- og sunnanátt. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 36 orð

Skáldað í tré LISTGRIPIR renndir úr íslenzkum trjám eru gjarnan

LISTGRIPIR renndir úr íslenzkum trjám eru gjarnan einkar fallegir, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, en þar fjallar hann um merkilega sýningu á slíkum munum í skála Landgræðslusjóðs í Fossvogi fyrr í sumar. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 179 orð

Skemmtilega hannað par- hús í Grafarvogi

HJÁ fasteignasölunni Höfða er til sölu tvílyft parhús að Hrísrima 29 í Grafarvogi. Þetta 190 ferm. hús, steinsteypt og einangrað að utan og innan. Bílskúrinn er innbyggður og um 20 ferm. að stærð og inn af honum er gert ráð fyrir um 6 ferm. geymslu. Húsið er uppsteypt en skilast fullfrágengið að utan, ómálað, með grófjafnaðri lóð og rúmlega fokhelt að innan. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 590 orð

Snjóbræðsla í gamlar tröppur

MÖRGUM verður fótaskortur á sléttum velli og þarf ekki alltaf hálku til. Tröppur verða þó fleirum að falli, ekki síst að vetrarlagi þegar svellbunki er á hverju tröppunefi. En hvers vegna í ósköpunum að fara að ræða um slíkt um hásumar, er ekki nægjanlegt að láta hverjum árstíma eftir sín sérkenni, veturinn kemur og þá kunna erfiðleikar og hættur sem stafa af hálku að mæta mörgum vegfaranda. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 1000 orð

Styrkir vegna hljóðvistar

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku reglur um styrki vegna úrbóta á hljóðeinangrun íbúðarhúsnæðis við umferðargötur. Styrkir skv. reglum þessum eru hluti af heildaraðgerðum sem stefnt er að að gerðar verði á næstu árum. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 216 orð

Uppsveifla í nýbyggingum

Selfossi.Selfoss er eitt þeirra byggðarlaga úti á landi sem virðast halda velli gagnvart fólksflótta á höfuðborgarsvæðið. Í bænum er hátt þjónustustig og viðskiptaumhverfið í bænum er þess eðlis að lítið er um sveiflur í atvinnulífinu. Byggingaframkvæmdir hafa gjarnan verið miklar í bænum, enda hefur hann vaxið hratt síðustu áratugi. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 157 orð

Vandað hús við Þúfubarð

HJÁ fasteignasölunni Hóli, Hafnarfirði er til sölu við Þúfubarð 16 þar í bæ tvílyft steinsteypt einbýlishús, sem er 230 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr, en hann er 41 ferm. "Hús þetta er byggt 1985. Það er glæsilega innréttað og vandað að allri gerð," sagði Guðbjörg Guðmundssdóttir hjá Hóli. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 172 orð

Vöxtur í hótel- rekstri

ÁFRAMHALDANDI vöxtur er í dönskum hótelrekstri. Þannig jókst fjöldi gistinótta í Kaupmannahöfn um 3,4% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra, sem var þó metár, en þá nam aukningin 12% og var þökkuð því, að Kaupmannahöfn var þá menningarborg Evrópu. Meira
29. júlí 1997 | Fasteignablað | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

29. júlí 1997 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

29. júlí 1997 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

29. júlí 1997 | Úr verinu | 694 orð

Mannleg mistök orsök árekstra við loðnuveiðar

SVO VIRÐIST sem mannleg mistök hafi verið orsök tveggja árekstra skipa á loðnumiðunum á skömmum tíma. Þetta kom fram í sjóprófum vegna árekstra loðnuskipanna Arnar KE og Gurðrúnar Þorkelsdóttur SU annarsvegar og Ammasats og Bjarna Ólafssonar AK hinsvegar. Greinir á um hraða og skyggni Meira

Lesbók

29. júlí 1997 | Menningarblað/Lesbók | 134 orð

ÞRJÁR LÍFSMYNDIR I Renfield

Bermúdaþríhyrningurinn ranghverfur í huga mínum Lífskraftur skordýranna í blóði mínu Meistari ég bíð þín II Cyrano Augu þeirra eru augu mín orð þeirra eru mín orð Þau eru ekki raunveruleg ég bjó þau öll til handa þér Þú heyrir orð mín þú eignar þau öðrum Þú horfir í augu mín þú eignar þau öðrum En Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.