Greinar föstudaginn 12. september 1997

Forsíða

12. september 1997 | Forsíða | 115 orð

Grindhvalir á Sandeyjarfjöru

GRINDHVALADRÁP er árviss viðburður í Færeyjum um þetta leyti árs. Hér takast Sandeyingar á við væna torfu, sem 20 bátar eyjarskeggja tóku þátt í að reka upp í fjöru. Þar tóku um eitt hundrað manns ­ karlar, konur og börn ­ á móti dýrunum og kræktu á land, og tryggðu sér þar með hlutdeild í veiðinni. Meira
12. september 1997 | Forsíða | 357 orð

Hvetur Ísraelsstjórn til að stöðva landnám gyðinga

MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær Ísraelsstjórn opinberlega til að stöðva landnám gyðinga á hersetnu svæðunum. Hún sagði að stöðvun aðgerða sem Palestínumenn teldu ögrun gegn sér gæti verið mikilvægt skref í þágu friðarferlisins. Meira
12. september 1997 | Forsíða | 121 orð

Í reykjarkófi til Norðurlanda

ÓÁNÆGÐIR reykingamenn hafa komið upp heimasíðu á alnetinu þar sem systkinum þeirra í syndinni er bent á þægilegustu leiðina til Norðurlanda. Er ástæðan sú að norræna flugfélagið SAS er búið að úthýsa tóbakinu á öllum flugleiðum sínum. Meira
12. september 1997 | Forsíða | 154 orð

Útlit fyrir stofnun skozks þings

SKOTAR gengu í gær að kjörborðinu til að greiða atkvæði um tillögu ríkisstjórnar brezka Verkamannaflokksins um að setja skuli á fót skozkt þing, eftir að þjóðin hefur unað því í nærri þrjár aldir að vera stjórnað sunnan frá Lundúnum. Meira
12. september 1997 | Forsíða | 244 orð

Verkamannaflokkurinn hefur náð markinu

THORBJÖRN Jagland, forsætisráðherra Noregs, hefur náð takmarki sínu í kosningabaráttunni, ef marka má tvær af þremur nýjustu skoðanakönnununum, sem birtar voru í gær. Þær sýna að stuðningur norskra kjósenda við stjórn Verkamannaflokksins er kominn yfir 36,9% markið sem Jagland setti sér í síðasta mánuði, en þriðja könnunin, sem birt var í norska sjónvarpinu, NRK í gærkvöldi, Meira
12. september 1997 | Forsíða | 43 orð

Þyrluflakið fundið?

HLJÓÐMERKI, sem talin eru vera frá neyðarsendi í braki norsku þyrlunnar, sem fórst undan Hálogalandi síðastliðinn mánudag, heyrðust í leitartækjum í gær. Vonast var til að takast mætti að staðsetja flakið og senda fjarstýrða neðansjávarmyndavél að því í dag. Meira

Fréttir

12. september 1997 | Innlendar fréttir | 412 orð

20­25% hærri leiga í mið- og vesturbæ

VEGNA mikillar eftirspurnar hefur leiga fyrir íbúðarhúsnæði í borginni farið hækkandi með haustinu. Algengt er að leiga fyrir litla 2ja herbergja íbúð sé 25­30 þúsund krónur á mánuði og jafnvel hærri. Mest er spurt um íbúðir í mið- og vesturbæ og er leiga þar 20­25% hærri miðað við úthverfin. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Alfa 156 - nýr fjölskyldusportbíll

ALFA 156, sem kemur á markað í Evrópu í október, vakti mikla athygli í Frankfurt, enda um heimsfrumsýningu að ræða og rík hefð fyrir ítölskum bílum í Mið-Evrópu. Þegar hafa borist pantanir í fimm slíka bíla, þar af einn með V6 vél. Ístraktor hf., umboðsaðili Alfa, fær tvo sýningarbíla til landsins í byrjun næsta mánaðar. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 145 orð

Athugun á gönguleiðum við grunnskóla

SKIPULAGS- og umferðarnefnd samþykkti á fundi sínum 8. september sl. að gera gagngera athugun á gönguleiðum í nágrenni grunnskóla borgarinnar í samvinnu við foreldra- og kennarafélög skólanna og lögregluna í Reykjavík í þeim tilgangi að gera skólaleiðir barna öruggari og einfaldari. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 94 orð

Barátta á Skákþingi

HART er barist á Skákþingi Íslands sem fram fer á Akureyri þessa dagana. Alls hafa verið tefldar 18 skákir í þremur umferðum og hefur aðeins þremur skákum lokið með jafntefli. Eftir umferðirnar þrjár eru Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson efstir með þrjá vinninga, en 17 ára piltur, Jón Viktor Gunnarsson, fylgir þeim eftir og er með 2,5 vinninga. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

Breyta verður tekjuskattskerfinu jafnhliða

"Í þeim anda er dómur sem stjórnlagadómstóll í Þýskalandi kvað upp, en í honum segir að skattar foreldra skuli alltaf vera lægri en skattar barnlauss fólks, hvort sem tekjur séu háar eða lágar. Munurinn á að reiknast Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Dauft í Smugunni

AFLASKOTIÐ sem kom í Smugunni á sunnudagskvöld tók endi á þriðjudag og hafa skipin síðan verið að fá frá engu og upp í 1,5 tonn í hali, að sögn Birgis Sigurjónssonar, útgerðarmanns Eyborgar EA. Ásamt Eyborgu eru Rán HF, Ýmir HF, Haraldur Kristjánsson HF, Frosti ÞH, Engey RE og Brettingur ÞH í Smugunni. Að sögn Birgis hefur Eyborg verið á svæðinu frá 25. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Dregið í hjólaleik

DREGIÐ hefur verið í Oxford-hjólaleik KEA-Nettó. Mjög góð þátttaka var í leiknum og skiptu innsendir seðlar þúsundum. Tveir seðlar voru dregnir úr bunkanum og reyndust þær Laufey B. Gísladóttir, Lönguhlíð 9b, og Þórunn Sif Héðinsdóttir, Heiðarlundi 8h, báðar á Akureyri, hafa haft heppnina með sér. Þær fengu hvor sitt fjallahjól af bestu gerð. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

ÐBoðin staða bankastjóra Fjárfestingarbankans

BJARNA Ármannssyni, 29 ára gömlum forstjóra Kaupþings hf., hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verið boðin staða bankastjóra hins nýstofnaða Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Ekki náðist í Bjarna í gær, þar sem hann er staddur erlendis, en samkvæmt heimildum blaðsins hefur hann ekki enn gefið endanlegt svar við tilboðinu. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

ÐÚr keppni eftir óhapp á flughlaðinu

SKRÚFUBLÖÐ skemmdust á einni þeirra 19 flugvéla sem taka þátt í flugkeppninni frá Reykjavík til Tyrklands, sem hófst í gærmorgun. Óhappið varð með þeim hætti að skrúfublöðin skekktust þegar þau rákust í jörð á flughlaði á Reykjavíkurflugvelli vegna þess að vélin fór ofan í holu sem þar er í malbikinu. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ekki ákvörðun ráðuneytis

"ÞAÐ er ekki ákvörðunaratriði dómsmálaráðuneytisins að birta skýrslu Atla Gíslasonar," sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. "Þetta er rannsókn sem saksóknari framkvæmir og það er hans að taka ákvörðun um meðferð á rannsóknargögnum," sagði Þorsteinn. Ríkissaksóknari hefur sagst ekki munu birta skýrsluna að svo stöddu. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Eldur í gröfu á Háfsfjöru

BELTAGRAFA stórskemmdist þegar eldur kom upp í henni á Háfsfjöru á miðvikudag. Grafan, sem notuð hefur verið til að flytja til brotajárn úr Víkartindi, sem verið er að hluta í sundur í fjörunni, var mannlaus þegar eldurinn kom upp en í gangi. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Esjudagurinn á sunnudag

HJÁLPARSVEIT skáta býður til Esjudags sunnudaginn 14. september. Þetta er í sjötta skipti sem HSSR býður almenningi að ganga eða hlaupa á Esjuna í fylgd þrautreyndra fjallamanna úr Hjálparsveitinni. Meira
12. september 1997 | Miðopna | 889 orð

Eurocopter telur kyrrsetningu ekki tímabæra Super Puma-þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, hefur verið kyrrsett að beiðni

MIÐAÐ við þær lýsingar sem borist hafa frá Noregi eru greinilega taldar líkur á að þetta hörmulega slys hafi orðið með þeim hætti að eitt blað hafi losnað af spaða þyrlunnar. Ég treysti Loftferðaeftirlitinu til að meta hvort rétt sé að Meira
12. september 1997 | Erlendar fréttir | -1 orð

Fjarlægja blómin

SKÁTAR og aðrir sjálfboðaliðar hafa hafist handa við að fjarlægja þau 10­15 tonn af blómum sem syrgjendur Díönu, prinsessu af Wales, hafa skilið eftir til minningar um hana við hallir bresku konungsfjölskyldunnar í London. Verkið hófst í gær við Kensington-höll, síðasta heimili Díönu, en mun í dag verða haldið áfram við Buckingham-höll og St. James's- höll. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Frumbyggjamessa í Kópavogskirkju

SVONEFND frumbyggjamessa verður haldin í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. september kl. 14. Tilefni hennar er að senn eru liðin 35 ár frá því kirkjan var vígð en þeirra tímamóta verður minnst með ýmsum hætti á komandi mánuðum. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fundur kjördæmisráðs í lok október

AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra verður líklega haldinn í endaðan október. Þar verður til umfjöllunar hvernig staðið verður að uppstillingu á lista flokksins í kjördæminu í næstu alþingiskosningum, en Ragnar Arnalds alþingismaður, sem leitt hefur listann í kjördæminu, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Gamla húsið að Svignaskarði rifið

GAMLA reisulega íbúðarhúsið að Svignaskarði í Borgarhreppi sem byggt var árið 1909 var rifið í gærmorgun. Það var Guðmundur Daníelsson, landsþekktur athafnamaður á sinni tíð, sem lét byggja húsið, sem var steinsteypt, þriggja hæða og alls 1.052 rúmmetrar. Síðast var búið í húsinu árið 1980. Svignaskarð er fornt höfuðból og þar átti Snorri Sturluson bú um tíma. Meira
12. september 1997 | Landsbyggðin | 213 orð

Gönguleiðakort fyrir Reykjanesbæ gefið út

Keflavík-Gefið hefur verið út gönguleiðakort fyrir Reykjanesbæ og af því tilefni var Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra boðið að vera viðstöddum kynninguna á nýja kortinu sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem kynnti kortið sagði að með því væri hafinn nýr áfangi í almenningsíþróttum Reykjanesbæjar. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Hefur áhrif á samskipti þjóðanna

UNDIRRÉTTUR í Bodö í Noregi hefur, að kröfu norska ákæruvaldsins, dæmt skipstjórann á Sigurði VE og útgerð hans til greiðslu sektar að upphæð 4,3 milljónir króna. Ákveðið hefur verið að áfrýja dómnum til hærra dómstigs. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Hraustir menn

SUMARIÐ hefur kvatt Norðlendinga, að minnsta kosti í bili. Snjór er niður í miðjar hlíðar, hálka á heiðum og hitastigið hangir rétt ofan við núllið. Félagarnir Ólafur Búi Gunnlaugsson, Skjöldur Jónsson og Gunnar Jakobsson voru þrátt fyrir nepjuna mættir á golfvöllinn á Akureyri eftir hádegið í gær og létu sig ekki muna um að taka einn 18 holu hring. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 330 orð

Hvatning til enn frekari eflingar heilbrigðs félagslífs

MENNTAMÁLARÁÐHERRA afhenti í gær tengiliðum Jafningjafræðslu framhaldsskólanna í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og nemendafélagi skólans viðurkenningarskjöl og 200 þúsund króna ávísun fyrir frábært starf í þágu Jafningjafræðslunnar á vorönn 1997. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Keppni í langflugi hafin

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræsti í gærmorgun þátttakendur í langflugskeppni sem er hluti af fyrstu heimsleikunum í flugi sem haldnir eru í Tyrklandi. Alls lögðu 19 flugvélar upp í langflugið frá Reykjavíkurflugvelli og koma keppendurnir við í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, í Ísrael, Jórdaníu og Tyrklandi. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Klippt númer af 105 bílum

LÖGREGLA hefur klippt númeraplötur af 105 bílum í Reykjavík síðustu tvo daga. Sérstakt átak stendur nú yfir í samvinnu lögreglunnar og tollstjórans í Reykjavík til þess að innheimta vangoldin bifreiðagjöld og er það ástæða þess að klippt hefur verið af flestum bílanna, að sögn Þorkels Samúelssonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 97 orð

Komu niður á vegghleðslu

HLAÐINN veggur og hugsanlega steingólf komu í ljós á hlaðinu á Hrafnseyri við Arnarfjörð þegar verið var að grafa þar fyrir nýjum bensíntaki. Að sögn Hjörleifs Stefánssonar, minjastjóra Þjóðminjasafnsins, hefur verið ákveðið að senda fornleifafræðing vestur til að kanna hvað þarna er á ferðinni. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 228 orð

Kosið um sameiningu sveitarfélaganna í haust

BÆJARSTJÓRNIR Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar samþykktu hver fyrir sig á aukafundum sínum síðdegis í gær að gengið yrði til kosninga um sameiningu þessara þriggja bæjarfélaga 15. nóvember nk. Alls búa um 3.300 manns í bæjunum þremur. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Kólnar í veðri

VETURINN nálgast og undanfarið hefur kólnað í veðri. Í gær þurfti að moka snjó sums staðar af fjallvegum nyrðra og spáð er norðanátt um allt land í dag. Ef til vill er helgin framundan sú síðasta á þessu ári fyrir fólk sem fer til berja. Á Austurvelli er gróðurinn farinn að láta á sjá eftir vætusamt sumar og eins gott að búa sig vel við haustverkin. Meira
12. september 1997 | Erlendar fréttir | 357 orð

Krenz látinn laus DÓMSTÓLL í Þýskalandi úrskurða

DÓMSTÓLL í Þýskalandi úrskurðaði í gær að Egon Krenz, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, skyldi látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Krenz tók við af Erich Honecker sem leiðtogi Austur-Þýskalands haustið 1989 og var sex vikur við stjórnvölinn áður en Berlínarmúrinn féll. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Lancia Y frumsýndur í Garðabæ

LANCIA Y, sem er nýr lúxussmábíll, verður um helgina sýndur hjá umboðinu, Ístraktor, í Garðabæ. Sýndir verða fimm bílar, mismunandi litir, en alls eru í boði 112 litir. Meðal búnaðar í Lancia Y er hemlalæsivörn, tveir líknarbelgir, rafmagn í rúðum og samlæsingar. Verðið er 1.180 þúsund krónur. Jafnframt bílasýningunni verður snyrtivörukynning á vörum frá Clarins og Dior. Meira
12. september 1997 | Miðopna | 885 orð

Landsvirkjun ræður sérstakan umhverfisstjóra

STJÓRN Landsvirkjunar hefur samþykkt sérstaka stefnu í umhverfismálum sem felur m.a. í sér að ráðinn verður sérstakur umhverfisstjóri sem heyrir beint undir forstjóra fyrirtækisins. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Leikskólakennarar í baráttuhug

LEIKSKÓLAKENNARAR fjölmenntu á baráttufund sem haldinn var í gær þegar tíu dagar voru til boðaðs verkfalls sem hefst 22. september hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Meðal þeirra sem töluðu á fundinum, var Kolbrún Vigfúsdóttir, og sagði hún að félagsmönnum bæri skylda til að standa saman og leggjast á eina ár. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Leitað eftir rökstuðningi

BÆJARRÁÐI Akureyrar hefur borist bréf frá Herði F. Harðarsyni hdl. í Reykjavík þar sem óskað er skriflegs rökstuðnings fyrir því hvað réð vali skólanefndar og bæjarstjórnar á umsækjanda í starf skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri sl. vor. Erindið er fram borið að beiðni Michael Jóns Clarke, eins umsækjanda um starfið. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Lisa Nørgaard á Íslandi

DANSKI rithöfundurinn Lise Nørgaard, höfundur sjónvarpsþáttanna Matador, gistir Ísland á næstu dögum í boði danska sendiráðsins og Norræna hússins. Í þáttunum styðst Lise Nørgaard að hluta til við bernskuminningar og lýsingar á persónum og umhverfi tengjast æskuárum hennar í Hróarskeldu. Þetta kemur vel í ljós við lestur endurminninga hennar. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Lokapredikanir í guðfræðideild HÍ

GUÐFRÆÐINEMARNIR, Halldóra Ólafsdóttir, Sigurður Rúnar Ragnarsson og Sigurður Grétar Sigurðsson, flytja lokapredikanir í Háskólakapellunni laugardaginnn 13. september. Athöfnin hefst kl. 14.00 og eru allir velkomnir. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 117 orð

Lýðskólinn settur í fjórða sinn

LÝÐSKÓLINN verður settur mánudaginn 15. september kl. 13 í Norræna húsinu. Þetta er í fjórða sinn sem skólinn er settur. Hingað til hefur skólinn verið ætlaður 20 nemendum en nú hafa 50 nemendur sótt um skólavist. Með ákveðinni hagræðingu verða teknir inn 32 nemendur. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 241 orð

Læknaskortur eystra

ERFIÐLEGA gengur að ráða lækna í lausar læknisstöður á Austurlandi. Læknislaust er á Djúpavogi, Eskifirði og Reyðarfirði. Annan lækni af tveimur vantar á Vopnafjörð og óvíst er hvað læknir verður lengi á Fáskrúðsfirði. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Málþing um barnabækur

MÁLÞING um barnabækur verður haldið á vegum bókasafns Háskólans á Akureyri á laugardag, 13. september og hefst það kl. 14 í háskólabókasafninu. Fyrirlesarar eru Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur en erindi hennar nefnist Raddir barnabókanna, Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur flytur erindi sem nefnist Setið í kjöltunni, Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 220 orð

Mest raforkusala á Íslandi

HORFUR eru á að um aldamótin verði raforkunotkun á íbúa meiri á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Íslendingar voru árið 1995 í öðru sæti á eftir Norðmönnum með um 17.500 kWst. orkunotkun á íbúa á ári. Norðmenn notuðu um 25.000 kWst. á ári. Áætlanir gera ráð fyrir að um aldamót verði raforkunotkun Íslendinga 26.500 kWst. á ári á mann. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 295 orð

MK-nemar fengu verðlaun annað árið í röð

HEIMILDARMYND um trú á Íslandi, sem níu nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi gerðu síðasta vetur ásamt enskukennara sínum Neil McMahon, hlaut aðalverðlaunin í myndbandasamkeppni sem haldin er á vegum Evrópuráðsins. Yfir 100 framhaldsskólar frá 20 Evrópulöndum tóku þátt í keppninni. Verðlaunaafhending fer fram á Wight-eyju suður af Englandi 25. september nk. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 268 orð

Mættu á baðsloppum með veggspjöld á bakinu

ÞEGAR þeir Erling Ormar og Óli Örn voru spurðir hvernig þeir hefðu farið að því að virkja svo marga samnemendur sína til þátttöku í starfi Jafningjafræðslunnar, litu þeir sposkir hvor á annan. Sögðu síðan frá því að á þriðja degi átaksins í vor, þegar ýmislegt hafði verið gert til að vekja athygli á vandanum, t.d. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 612 orð

Nokkrar vikur í niðurstöðu rannsóknar

SKÚLI Jón Sigurðarson, formaður Rannsóknarnefndar flugslysa, segir að nokkrar vikur séu í að niðurstöður nefndarinnar varðandi flugatvikið yfir Ísafjarðardjúpi, þegar Metro 23 flugvél Flugfélags Íslands lenti í erfiðleikum, liggi fyrir. Beðið sé lokagagna frá sérfræðingum sem séu að vinna fyrir nefndina. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Norræn ráðstefna um geðhjúkrun

RÁÐSTEFNA norrænna geðhjúkrunarfræðinga hefst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 17.­20. september nk. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Umsjón hafa Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og HH Ráðstefnuþjónusta. 480 manns eru skráðir á ráðstefnuna, þar af 45 íslenskir hjúkrunarfræðingar. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 86 orð

Ný gjafavöruverslun í Hafnarfirði

OPNUÐ hefur verið ný gjafavöruverslun að Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði og ber hún heitið Koffortið. Eigendur eru Björg Skúladóttir og Jón Ásgeir Ríkharðsson. Í versluninni er hægt að fá amerískar handunnar gjafavörur í kántrýstíl, hurðakransa sem letrað er á á íslensku, afskorin blóm, endurunnin kerti frá Sólheimum í Grímsnesi og einnig kerti og stjaka frá Danmörku, Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Nýtt hús vígt í dag

NÝTT hús Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verður formlega vígt í dag, föstudaginn 12. september. Kl. 16.45 hefst skrúðganga frá bifreiðastæði aftan við Strandgötu 6, þ.e. bak við Bæjarbíó. Gengið verður suður Strandgötu inn á torgið við nýja tónlistarskólann og Hafnarfjarðarkirkju og inn í nýja skólann, þar sem vígsluathöfnin fer fram. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 182 orð

Opel Astra með nýju útliti

OPEL Astra kom fyrst á markaðinn 1991 og var önnur kynslóð bílsins kynnt á bílasýningunni í Frankfurt. Það líður þó talsverður tími áður en bíllinn kemur á markað og er talað um allt að eitt ár í því sambandi á sumum mörkuðum. Bíllinn er talsvert mikið breyttur. Framendinn minnir nú á stóra bróður Omega og allar línur í honum nýjar. Meira
12. september 1997 | Miðopna | 460 orð

Ólíklegt að þyrilblað hafi losnað af á flugi

ÓLÍKLEGT þykir að þyrilblað hafi losnað á flugi af norsku Super Puma-þyrlunni sem fórst í Norðursjó á mánudagsmorgun. Ágiskanir norskra rannsóknaraðila í þá veru reyndust á röngum rökum reistar, að því er Finn Heimdal, framkvæmdastjóri norsku flugslysarannsóknarnefndarinnar, tjáði Aftenpostení gærkvöldi. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 336 orð

Pólitískt kjörnir fulltrúar beri ábyrgð

FJÖLMENNUR fundur í Félagi íslenskra leikskólakennara lýsti fullum stuðningi og trausti á samninganefnd félagsins og hvatti hana til að halda áfram á sömu braut. Björg Bjarnadóttir, formaður félagsins sagði að ef koma ætti í veg fyrir verkfall 22. september yrðu pólitískt kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna að hætta að skýla sé bak við embættismannakerfið. Meira
12. september 1997 | Landsbyggðin | 130 orð

Rifu bryggju í fjáröflunarskyni

Rifi-Björgunarsveitarmenn Bjargar á Hellissandi tóku nýlega að sér að rífa gamla trébryggju sem byggð var á upphafsárum landshafnarinnar í Rifi en var orðin fúin og talin viðsjárverð. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Rýmri afgreiðslutími

FRÁ og með 1. september síðastliðnum hefur afgreiðslutími KEA Nettó á Akureyri verið lengdur. Verslunin er nú opin hálftíma lengur síðdegis en var, eða til kl. 19 alla virka daga. Auk þess verður verslunin opnuð kl. 10 á föstudagsmorgnum í stað hádegis áður. Afgreiðslutíminn er óbreyttur um helgar, frá kl. 10 til 16 á laugardögum og 13 til 17 á sunnudögum. Meira
12. september 1997 | Erlendar fréttir | 233 orð

Segja bannið sett fyrir Bandaríkin

ÁKVÖRÐUN Evrópusambandsins um tímabundið bann við innflutningi á pistasíuhnetum frá Íran, sem sett var nýlega, hefur vakið reiði íranskra yfirvalda. Yfirmaður sambands ávaxta- og hnetuútflytjenda í Íran, Mohammad Hassan Shams, hélt því fram í fyrradag að bannið væri sett að undirlagi Bandaríkjamanna. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Sex slösuðust í árekstri

SEX voru fluttir á heilsugæslustöðina á Selfossi eftir árekstur sem varð á vegamótum Þingvallavegar og Grafningsvegar við Syðri-Brú í Grímsnesi á áttunda tímanum á miðvikudagskvöld. Annar bíllinn var á leið upp Þingvallaveg og hinn að koma úr Grafningi þegar þeir rákust á með þeim afleiðingum að annar þeirra lenti á húsi bensínstöðvarinnar á Syðri- Brú og valt. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 711 orð

Séra Sigrún prestur íslenska safnaðarins

ÞORSTEINN Pálsson kirkjumálaráðherra ákvað í gær að ráða séra Sigrúnu Óskarsdóttur í prestsembætti íslenska safnaðarins í Noregi til næstu þriggja ára, en stjórn safnaðarins hafði einróma mælt með henni. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Síðasta útivistarhelgin í Viðey

FRAMUNDAN er síðasta útivistarhelgin í Viðey á þessu sumri. Eftir hana falla niður áætlunarferðir Viðeyjarferjunnar og fastir afgreiðslutímar veitingahússins í Viðeyjarstofu. Bæði fyrirtækin sinna þó ætíð hópum sem panta þjónustu fyrirfram. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 302 orð

SÍF kaupir stærstu saltfiskvinnslu Kanada

SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda hf., SÍF, hefur keypt allt hlutafé kanadíska fiskvinnslufyrirtækisins Sans Souci Seafood Limited í Yarmouth á Nova Scotia í Kanada. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag. Einnig hefur SÍF keypt allar eignir, land, fastafjármuni, áhöld og tæki fyrirtækisins Tara Nova í Shelbourne á Nova Scotia. Meira
12. september 1997 | Landsbyggðin | 165 orð

Sjúkrabíll innréttaður á Hvammstanga

Hvammstanga-Rauðakrossdeildin á Hvammstanga tók við nýrri sjúkrabifreið 6. september sl. Þetta er Mercedes Bens Sprinter, tveggja drifa, og leysir hún af hólmi Ford Econoline sjúkrabifreið sem keypt var fyrir nokkrum árum til deildarinnar. Þessi bifreið er ellefta af þessari gerð í framleiðsluröð Bens verksmiðjanna. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Sjö vilja í stól framkvæmdastjóra

SJÖ umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. á Akureyri en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Guðmundur Stefánsson hefur látið af starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins og ráðið sig til Bændasamtaka Íslands í Reykjavík. Nöfn umsækjenda fengust ekki upp gefin en Árni V. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Skólastarf að hefjast

MENNTASKÓLINN á Akureyri verður settur sunnudaginn 14. september og reglulegt skólastarf hefst daginn eftir, sem er um hálfum mánuði fyrr en á síðasta hausti. Nemendur verða tæplega 600 í vetur og eru heldur færri en undanfarin ár. Í vetur verður því einni bekkjardeild færra í 1. bekk. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 443 orð

Stærri og betur búinn Volkswagen Golf

ÚTLITSBREYTINGAR á fjórðu kynslóð Golf virðast minni en búast hefði mátt við. Bíllinn er kominn með nýjar framlugtir með tveimur ljóskerum í hvorri þeirra, meiri halli er á framrúðunni og síðast en ekki síst er bíllinn nokkru stærri en áður. VW hefur e.t.v. talið ástæðulaust að breyta í grundvallaratriðum bíl sem hefur verið sá söluhæsti í Evrópu síðustu ár. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 553 orð

Svartármetið ekki í hættu

LJÓST er að engin met verða sett í Svartá á þessu sumri eins og var hald manna að gæti átt sér stað er mokveiði var í ánni fram eftir sumri. Raunar hefur komið á daginn að metið var aldrei í hættu því fyrir hartnær aldarfjórðungi var sumarveiðin í ánni einu sinni yfir 700 laxar og tvisvar yfir 600 laxar. 1995 var veiðin 547 laxar og það er talan sem útlit var fyrir að gæti verið í hættu. Meira
12. september 1997 | Erlendar fréttir | 556 orð

Tony Blair vill nútímalegri stjórnskipan

ALLT leit út fyrir í gær að meirihluti Skota myndi styðja tillögu um stofnun skosks þjóðþings í almennri atkvæðagreiðslu. Stofnun þjóðþings þýðir að 300 ára stjórn á málefnum Skotlands á breska þinginu í London lýkur að hluta til. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Undirbúningur hafinn að útgáfu

FYRIRTÆKIÐ Alnet hefur þegar hafið undirbúning að því að gefa út símaskrá í tölvutæku formi, en Samkeppnisráð hefur ákvarðað að Póstur og sími hf. veiti þeim keppinautum sem þess óska aðgang að gagnagrunni símaskrár Pósts og síma á sambærilegum kjörum og gilda munu fyrir tölvutæka símaskrá Pósts og síma hf. Meira
12. september 1997 | Erlendar fréttir | 226 orð

Uppreisnarleiðtogi sagður fallinn

ALSÍRSKAR öryggissveitir hafa fellt leiðtoga Hersveita íslams (GIA), Antar Zouabri, og 78 liðsmenn hans í hernaðaraðgerð suður af Algeirsborg, að því er alsírska dagblaðið Al Khabar greindi frá í gær. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Úrslitakvöld í drag-keppni

ÚRSLITAKVÖLD í drag-keppni verður laugardaginn 13. september á Nelly's café, en undanfarin tvö laugardagskvöld hafa farið fram undankeppnir í drag-keppni á Nelly's café. 6 keppendur komust í úrslit og munu keppa um titilinn Drag-drottning Íslands 1997. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 704 orð

Úrval íþróttagreina auðveldar valið síðar

Þessa dagana er að taka til starfa Íþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar. Skólinn er ætlaður fyrir nemendur fyrsta til fjórða bekkjar grunnskólans þar í bæ. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar íþróttafulltrúa Mosfellsbæjar er markmiðið að bjóða upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem eflir hreyfifærni, aga, Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 610 orð

Veldur vandræðum í Kvennaskólanum

KVENNASKÓLINN í Reykjavík og Tjarnarskólinn geta ekki lengur nýtt leikfimissal Miðbæjarskólans við Fríkirkjuveg 1 undir leikfimikennslu, þar sem salnum hefur verið lokað. Ástæðan er að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur fræðslustjóra að sturtuklefar og búningsaðstaða sem fylgja salnum uppfylla ekki kröfur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Meira
12. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 398 orð

Verkefni hafa aukist langt umfram fjárveitingar

STJÓRN Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur skorað á sveitarstjórnarmenn á Norður- og Austurlandi að leggja sér lið og gera kröfu um frekari uppbyggingu þess að sinni, sem og að gera þá kröfu til fjárveitingarvaldsins að þegar verði tekin ákvörðun um auknar fjárveitingar til sjúkrahússins sem geri því kleift að sinna hlutverki sínu. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 656 orð

"Við erum hengdir fyrir algör smáatriði"

UNDIRRÉTTUR í Bodö í Noregi hefur dæmt skipstjóra og útgerð Sigurðar VE til greiðslu sektar og málskostnaðar að upphæð um 4,3 milljónir króna. Niðurstaðan fylgir í einu og öllu ákæru og kröfu norska ákæruvaldsins og eru útgerð og skipstjóri fundin sek um öll ákæruatriðin, sem taka til laga um veiðar útlendinga innan lögsögu Noregs. Meira
12. september 1997 | Landsbyggðin | 100 orð

Vænn hængur úr Sandá

ÓSKAR Jónsson, viðgerðarstjóri hjá BGB á Dalvík, veiddi 21 punds lax í Sandá í Þistilfirði fyrir skömmu. Laxinn var hængur, um 1 metri að lengd og fékkst á maðk í svokölluðum Húsahyl. Þetta er stærsti laxinn sem fengist hefur í ánni í sumar en annars var veiðin dræm hjá Óskari og veiðifélögum hans. Aðeins 4 laxar komu á land á þrjár stangir á 5 dögum. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 215 orð

Vökumenn mótmæla

HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum í liðinni viku samning við Stúdentaráð Háskóla Íslands um þjónustu við stúdenta. Fulltrúar Vöku í Stúdentaráði mótmæla samningnum og því fjárhagslega sambandi sem þeir segja myndast milli Háskólans og Stúdentaráðs með honum. Formaður Stúdentaráðs segir Stúdentaráð óháð afl og engu háð nema meirihlutavilja stúdenta. Meira
12. september 1997 | Erlendar fréttir | 155 orð

Yfirmönnum leyniþjónustu rænt í Íngushetíu

YURI Gribov og Sergei Lebedinsky, yfirmenn í rússnesku leyniþjónustdeildinni FSB, voru numdir á brott af vopnuðum mönnum í Íngushetíu við tsjetsjensku landamærin í gær. Mannrán eru algeng í Tjetsjníu en litið er á atburðinn í gær sem beina ögrun við Rússa. Rússneskum leiðtogum hótað Meira
12. september 1997 | Erlendar fréttir | 2239 orð

ÞEIR kvarta um þreytu og hæsi þessa da

ÞEIR kvarta um þreytu og hæsi þessa dagana, stjórnmálamennirnir í Noregi. En þeir tala sig heita um málefnin, hvorn annan og ekki síst mögulegt stjórnarsamstarf eftir kosningar. Þar virðist hver höndin uppi á móti annarri en rétt eins og venjan er til, munu menn slá af kröfunum þegar á hólminn er komið. Meira
12. september 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Þjónustumiðstöð fyrir íbúa vígð í Grafarvogi

BORGARSTJÓRI Reykjavíkur mun vígja Miðgarð nk. laugardag, 13. september, kl. 14. Miðgarður verður aðsetur nýrrar hverfisnefndar Grafarvogshverfis. Einnig verður veitt þar margvísleg þjónusta til íbúa hverfisins. Meira

Ritstjórnargreinar

12. september 1997 | Staksteinar | 259 orð

»Aukin launaútgjöld "VINNUVEITENDUR sögðu stjórnvöldum á dögunum frá áhyggju

"VINNUVEITENDUR sögðu stjórnvöldum á dögunum frá áhyggjum sínum varðandi horfur í efnahagsmálum." Þannig hefjast "Aðrir sálmar", baksíðurammi Vísbendingar. "Það er vissulega freistandi," heldur blaðið áfram, "að hæðast að þeirri uppgötvun að þeirra eigin kjarasamningar hafi hækkað kostnað." Jafnvægi í ríkisbúskapnum Meira
12. september 1997 | Leiðarar | 509 orð

leiðari EINKAREKNIR BANKAR TOFNFUNDIR hlutafélaganna Lands

leiðari EINKAREKNIR BANKAR TOFNFUNDIR hlutafélaganna Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. voru haldnir í fyrradag. Félögin taka við rekstri samnefndra banka um áramótin. Nýtt rekstrarform þeirra er mikilvægur áfangi á leið til einkavæðingar viðskiptabanka hér á landi. Það skref þarf að stíga sem fyrst til fulls. Meira

Menning

12. september 1997 | Menningarlíf | 777 orð

Ást, dauði og ofbeldi

ÁSTARSAGA 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur er í raun fleiri en ein saga sem gerast á fleirum en einu sviði. Það eru margar sögur í sögunni, leikrit í leikritinu. Allar fjalla þessar sögur á einhvern hátt um ástina, ástina á ólíkum sviðum, í mismunandi ljósi. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 96 orð

Best stofnar hljómsveit

TROMMULEIKARINN Pete Best var rekinn úr Bítlunum áður en þeir slógu í gegn og Ringo Starr kom í hans stað. Best hefur nú byrjað feril sinn að nýju og sett saman hljómsveit. Flestir meðspilarar hans voru ekki fæddir þegar Bítlarnir lögðu upp laupana árið 1970. Best, sem er 55 ára, segir að hljómsveitin muni flytja Bítlalög og vinsæl lög frá sjötta áratugnum. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 109 orð

Brúðuleiksýning og fyrirlestrar á Jakútíu­ dögum

Í TENGSLUM við myndlistarsýningu Alexöndru Kjuregej og Jóns Magnússonar í MÍR­salnum, Vatnsstíg 10, mun Hallveig Thorlacius sýna brúðuleik sinn "Minnsta tröllastelpan í heimi" í bíósal MÍR við Vatnstíg, á morgun, laugardag kl. 14.30. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 425 orð

Drottningar og dramatískt líf

BRESKA konungsfjölskyldan er kannski ekki vinsæl meðal þegna sinna um þessar mundir en fyrirrennurum hennar tekst engu að síður að heilla kvikmyndagerðarmenn upp úr skónum. Fjórar kvikmyndir um Elísabetu I og Maríu Stuart Skotlandsdrottningu eru í undirbúningi. Tvær myndanna verða byggðar á sama leikritinu, "Mary Stuart", sem þýska leikskáldið Friedrich Schiller skrifaði fyrir 200 árum. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 69 orð

Dönsk mynd í Norræna húsinu

DANSKA kvikmyndin "Busters verden" verður sýnd sunnudaginn 14. september kl. 14. "Busters verden" er margverðlaunuð dönsk barna- og fjölskyldumynd eftir Bille August, byggð á sögu Bjarne Reuter. Buster Oregon Mortensen er 10 ára gutti, hann er mikill draumóramaður og hefur fjörugt ímyndunarafl. Buster er einnig nokkuð fær töframaður og úrræðagóður með eindæmum. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 1375 orð

"Evrópa á eftir að rífa í sig menningu ykkar "

"Evrópa á eftir að rífa í sig menningu ykkar " Á málfundi um sjónlistir var rætt um samband ljósmyndarinnar við aðra listmiðla og um hlutverk Íslands í alþjóðlegu menningarsamfélagi. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 373 orð

Fjögur íslensk skáldverk og Proust í haustútgáfu Bjarts

FJÖGUR ný íslensk skáldverk og jafn margar þýðingar koma út hjá Bjarti í haust. Mestum tíðindum sætir án vafa þýðing Péturs Gunnarssonar á skáldsögu Marcel Proust Í leit að liðnum tíma sem er eitt af höfuðverkum bókmennta 20. aldarinnar. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 380 orð

Fjöldi listamanna leggur málstaðnum lið

ANNA Kristine Magnúsdóttir, sem sér um þáttinn Milli mjalta og messu í Ríkisútvarpinu, stendur fyrir góðgerðartónleikum í Háskólabíói 20. september nk. Bera þeir yfirskriftina "Neyðarhjálp úr norðri" og þar verður blandað saman óperu, poppi, djassi og þjóðlögum svo fátt eitt sé nefnt. Ágóði tónleikanna rennur til heimilislausra Tékka. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 323 orð

Format fyrir Ég mæli með, 17,7

Format fyrir Ég mæli með, 17,7 Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 458 orð

Fortíðin í farteskinu

PERCY Talbot (Alison Elliot) er nýlega laus úr fangelsi og ákveður að setjast að í smábænum Gilead þar sem hinar fáu hræður sem ílengst hafa eru löngu hættar að verða fyrir áhrifum af náttúrunni umhverfis bæinn. Fljótlega flýgur fiskisagan um fortíð Percy sem fær samastað í Spitfire grillhúsinu þar sem Hannah Ferguson (Ellen Burstyn) ræður ríkjum. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 36 orð

"Frátekið borð" í Fógetanum

ÖRLAGAÞRUNGNA kómedían "Frátekið borð" verður sýnd í veitingahúsinu Fógetanum sunnudaginn 14. september kl. 21.30. Kómedían er einþáttungur eftir Jónínu Leósdóttur. Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Meira
12. september 1997 | Tónlist | 605 orð

Frumskógarsveiflan slær í gegn

Pierre Dørge og New Jungle Orchestra ÞEIR komu, sáu og sigruðu í Reykjavík á miðvikudagskvöld, meistari Pierre Dørge og frumskógarsveitin hans: New Jungle Orchestra. Pierre er sosum ekki óvanur að heilla Íslendinga uppúr skónum. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 106 orð

Hawke & Thurman

ÞAÐ SAMBAND sem er einna mest á milli tannanna á fólki í Hollywood er milli leikaranna Ethans Hawke og Umu Thurman. Einkum vegna þess að þau hafa ekki látið sjá sig mikið saman opinberlega. "Við höfum ekkert verið að flíka sambandinu," sagði Hawke í viðtali við USA Today. Hawke og Thurman fara með aðalhlutverk í myndinni "Gattaca", sem frumsýnd verður á næstunni í Bandaríkjunum. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 87 orð

Iglesias aftur með pelann SPÆNS

SPÆNSKA hjartagullið Julio Iglesias þarf vísast að leggja hljóðnemann á hilluna um tíma og taka sér pela í hönd. Hann eignaðist nefnilega son með 31 árs unnustu sinni, Miröndu Rijnsburger, á sunnudaginn var. Kemur sonurinn til með að heita Michael Alexander. Iglesisas, sem er 53 ára, var viðstaddur fæðinguna. Gekk allt að óskum og heilsast bæði móður og barni vel. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 150 orð

Indíánar og kúrekar á Búðum

HÁLFRAR aldar afmæli Hótel Búða var haldið hátíðlegt um síðustu helgi. Fjölmargir lögðu þangað leið sína í tilefni dagsins og heiðruðu afmælisbarnið með nærveru sinni. Nokkrir af þeim kokkum sem séð hafa um matseldina undanfarin ár komu saman í eldhúsinu og töfruðu fram dýrindis veislumat, sem samanstóð af hörpuskel í forrétt, reyktri hrefnu, Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Inga Elín sýnir skúlptúra

INGA Elín Kristinsdóttir opnar sýningu á morgun, laugardag kl. 15­17, á skúlptúrum úr steinsteypu og gleri í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina "Leyndarmálið". Inga Elín stundaði listnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1972­74 og við MHÍ 1974­78 og '81­82. Þá hélt hún til Danmerkur í framhaldsnám við Danmark Design skole og stundaði þar nám 1983­88. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 247 orð

Í fótspor Schiffer og Crawford

ÍRIS Dögg Oddsdóttir, 14 ára stúlka úr Mosfellsbæ, fór á sunnudaginn var til Nice í Frakklandi til að taka þátt í Elite-fyrirsætukeppni, sem John Casablancas stendur fyrir. Margar frægustu fyrirsætur í heimi eru á meðal sigurvegara liðinna ára. Sem dæmi má nefna Claudiu Schiffer og Cindy Crawford. Íris var spurð út í það hvað hefði fengið hana til að fara út í fyrirsætustarfið. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 93 orð

Keðjubréf frá Romero

HROLLVEKJULEIKSTJÓRINN George A. Romero lét hárin rísa á áhorfendum með uppvakningaþrenningu sinni. Hún hófst á "Night of the Living Dead" en á eftir henni fylgdu "Dawn of the Dead" og "Day of the Dead". Hann hefur ekki leikstýrt mynd síðan hann gerði hina misheppnuðu kvikmyndaútgáfu af bók Stephen King "Dark Half". Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 84 orð

Ljóðatónleikar í Listasafni Kópavogs

MARGRÉT Bóasdóttir sópransöngkona og Ulrich Eisenlohr píanóleikari halda tónleika í Listasafni Kópavogs sunnudagskvöldið 14. september kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er að mestu sú sama og var á tónleikum er þau héldu í ýmsum borgum Þýskalands fyrr á árinu; íslenskar þjóðlagaútsetningar eftir Fjölni Stefánsson, ljóðasöngvar eftir F. Schubert, Jórunni Viðar, E. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 41 orð

Myndlistarsýning á Café 17

GUÐMUNDUR Helgi myndverkamaður hefur opnað sýningu á verkum sínum í Café 17, Laugavegi 91. Á sýningunni eru myndir unnar með blandaðri tækni. Þetta er þriðja einkasýning Guðmundar Helga. Sýningin er opin til 6. október á opnunartíma Café 17. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 78 orð

Norton & Love

EDWARD Norton og Courtney Love kynntust við tökur á myndinni "Ákæruvaldið gegn Larry Flynt". Þau hafa átt í ástarsambandi síðan, sem þau hafa reynt að halda leyndu. Nýlega hélt Love, sem er 33 ára, afmælisveislu fyrir Norton og leigði stórhýsi í Hollywood undir fagnaðinn. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 196 orð

Nýjar bækur ÚT ER komin bókin Saga lis

ÚT ER komin bókin Saga listarinnar (The Story of Art) eftir E.H. Gombrich. E.H. Gombrich (f. 1909 í Vínarborg) er prófessor í listasögu við University of London. Hann var aðlaður 1972 og honum hafa auk þess hlotnast fjöldamargar viðurkenningar og verðlaun á sviði listasögu. Meira
12. september 1997 | Myndlist | 975 orð

ON ICELAND

Peter Fischli, David Weiss, Thomas Hüber, Opið alla daga frá 11-17. Lokað mánudaga. Aðgangur 300 kónur. Til 28. september. MIKIL framkvæmd hefur verið i gangi frá 26. júlí undir nafninu On Iceland og hafa hvorki meira né minna en 6 sýningarstaðir hýst hana um lengri og skemmri tíma. Meira
12. september 1997 | Kvikmyndir | 255 orð

Rómantískt hundalíf

Leikstjórar: Clyde Geronimi, Wilfred Jackson og Hamilton Luske. Helstu leikraddir: Edda Heiðrún Backman, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Felix Bergsson, Róbert Arnfinnsson, og Pálmi Gestsson. 75 mín. Bandarísk. Walt Disney Productions. 1955. Meira
12. september 1997 | Kvikmyndir | 530 orð

Samsæri í Washington

Leikstjóri: George P. Cosmatos. Kvikmyndataka: Buzz Feithans. Handrit: Ric Gibbs og Adi Hasak. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Donald Sutherland, Linda Hamilton, og Stephen Lang. 103 mín. Bandarísk. Cinergi/ Hollywood Pictures/ Paramount Pictures. 1997. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 75 orð

Sigurnafnið Musik Mekka

SAMKEPPNI um nafn á plötubúðirnar Laugavegi 13 og Kringlunni 4-6 lauk í gær. "Musik Mekka" var nýja nafnið sem varð fyrir valinu. Þátttakendur í keppninni voru rúmlega 8 þúsund, að sögn Björns Árnasonar, framkvæmdastjóra. Höfundur nafnsins var Gunnar Helgason og vann hann 29 tommu Philips- sjónvarpstæki með heimabíókerfi og ferð fyrir tvo til Las Vegas með gistingu á Caesars Palace. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 289 orð

Skorað á hetjurnar

GAGARIN geimfari verður í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21. Hann snýr óvænt aftur og birtist á Rúrek-sýningu þýska dans- og djassleikhússins Off-Off Theater und Tanzwerkstatt. "Hugmyndin að verkinu kviknaði í leiksmiðju fyrir leikmynda- og búningahöfunda í Dresden vorið 1996, Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGU þýsku listakonunnar Lore Bert sem staðið hefur yfir í Galleríi Ingólfsstræti 8 frá 14. ágúst lýkur nú um helgina. Yfirskrift sýningarinnar er Mengenlehre ­ Mengjafræði, og sýnir Lore Bert verk unnin í handunninn pappír frá Nepal og Japan, og neón-ljósverk. Gallerí Ingólfsstræti 8 er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 1236 orð

Söngur og sól

ÞAÐ var í febrúarmánuði 1996 að boð barst til Kórs Öldutúnsskóla um að taka þátt í Golden Gate International Children´s Choral Festival sem fram átti að fara í nágrenni San Francisco sumarið ´97. Mótshaldarinn var Piedmont barnakórinn, sem starfar í einu úthverfi San Francisco borgar. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 180 orð

Teiknimynd um Línu Langsokk

ÞAÐ þarf ekki að kynna Línu Langsokk fyrir Íslendingum. Bækurnar um hana hafa verið lesnar upp til agna af mörgum börnum og einnig hafa mörg þeirra fengið að kynnast henni í gegnum leikhúsuppsetningar og sjónvarpsþætti. Nú hafa Svíar, í samvinnu við Þjóðverja og Kanadamenn, gert teiknimynd í fullri lengd um Línu og vini hennar Önnu og Tomma. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 962 orð

Utan alfaravega

ÞAÐ eru ósköp venjuleg bandarísk hjón sem eru á ferðalagi í bíl sínum um suðvesturríki Bandaríkjanna á leiðinni frá Boston til San Diego þar sem þau ætla að setjast að og byrja nýtt líf. Þau ákveða að fara fáfarnari leið þar sem útsýnið er stórbrotnara en ef farið er eftir hraðbrautunum skemmstu leiðina. Meira
12. september 1997 | Tónlist | 310 orð

Vanmetin snilld

Geislaplata samnefndrar hljómsveitar sem er skipuð hjónunum Ragnhildi Gísladóttur og Jakobi Frímanni Magnússyni ásamt Englendingnum Mark Stephen Davies. EMI gefur út. 1.999 kr. 61 mín. RAGNHILDUR Gísladóttir og eiginmaður hennar, Jakob Frímann Magnússon, hafa á áralöngum listaferli sínum sýnt að þeim er margt til lista lagt. Meira
12. september 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Veflist í Stöðlakoti

FRÍÐA S. Kristinsdóttir opnar sýningu í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, Reykjavík, á morgun, laugardag kl. 15. Á sýningunni eru myndverk og þrívíð verk úr vír, pappír, roði og hör, ofin með tvöföldum vefnaði. Fríða er mynd­ og handmenntakennari við Handíðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hún er með vinnustofu í Listhúsinu við Engjateig. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 77 orð

Verðlaun djass- gagnrýnenda

SAMTÖK djass-gagnrýnenda í New York, sem samanstanda af þrettán rithöfundum, hafa veitt tónlistarmönnum viðurkenningu fyrir framlag sitt 1997. Verðlaunin vekja athygli vegna þess að samtökin endurspegla viðhorf þröngs hóps gagnrýnenda í New York, sem eru áberandi í djassheiminum. Meira
12. september 1997 | Fólk í fréttum | 458 orð

Ævintýri umskiptingsins

ÁRIÐ 1992 hætti Todd Mc Farlane störfum hjá útgáfufyrirtækinu Marvel sem sérhæfir sig í teiknimyndasögum, en McFarlane þótti þá einhver hugmyndaríkasti og hæfileikamesti teiknarinn af yngri kynslóðinni. Meira
12. september 1997 | Tónlist | -1 orð

Öruggur flutningur

Flutt voru verk eftir Rossini, Mozart, Dvorák, Rakhmaninov, Prokofiev, Chabrier, Puccini, Léhár og Ravel. Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir. Hljómsveitarstjóri: Keri-Lynn Wilson. Kynnir: Jónas Ingimundarson. Fimmtudagurinn 11. september 1997. Meira

Umræðan

12. september 1997 | Aðsent efni | 612 orð

900 milljóna króna tekjuöflun í ríkissjóð

Í FRÉTTUM nýlega var þess getið að búið væri að ákveða að auka við kvóta landsmanna. Það er mjög ánægjulegt að vita til þess að samdráttur í aflaheimildum og kvótalögin í heild sinni hafi orðið til þess að fisktegundir og þá sér í lagi þorskurinn hafi fjölgað sér það mikið að fiskifræðingar og stjórnmálamenn hafi tekið þá ákvörðun að auka við aflaheimildir. Meira
12. september 1997 | Bréf til blaðsins | 383 orð

Egilsstaðir eða Austur- Hérað?

ÞAÐ er mér, gömlum Héraðsmanni, fagnaðarefni hve eindregin samstaða hefur náðst um sameiningu sveitarfélaganna á Héraði austan Lagarfljóts: Hjaltastaðaþinghár, Eiðaþinghár, Egilsstaðabæjar, Vallahrepps og Skriðdals. Þykist ég viss um að þetta skref muni efla byggðina alla í framtíðinni, auk þess sem sameiningin hlýtur að verða til mikils hagræðis og nokkurs sparnaðar þegar í stað. Meira
12. september 1997 | Aðsent efni | 620 orð

Er það stjórnlist að kenna öðrum um?

EINA svar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og R-listans í borgarstjórn gagnvart ásökunum um slaka stjórnun borgarinnar felst nú orðið í þeirri uppgjöf að kenna öðrum um. Hún kennir samgönguráðherra um að ekki fáist fjármagn til Gullinbrúar í Grafarvogi. Samt veit hún að það verkefni setti hún ekki í forgang í viðræðum við ráðherra. Meira
12. september 1997 | Aðsent efni | 444 orð

Hafnarstræti ­ ástæðulaus aðför

NÝLEGA tók meirihluti borgarstjórnar þá ákvörðun að loka fyrir alla almenna umferð í Hafnarstræti frá Pósthússtræti. Fyrir allmörgum árum var samskonar ákvörðun tekin um Austurstræti við lítinn orðstír. Saga og menning Hafnarstrætið, ásamt Austurstræti, eru einar af þekktustu götum Reykjavíkurborgar. Meira
12. september 1997 | Bréf til blaðsins | 671 orð

Hætta á sauðfjársjúkdómum vex

Staðan í riðumálum RIÐUVEIKI í sauðfé hefur fundist á u.þ.b. 10 bæjum hvert ár eftir 1990, aðallega á Norðurlandi og Austurlandi. Á þeim svæðum er hættan mest. Fram til 1. september á þessu ári hefur veikin fundist á 5 bæjum, þar af eru 4 á Austurlandi og 1 á Akureyri. Hér er um að ræða sjúkdóm, sem getur borist í kýr og líklega fleiri dýrategundir t.d. Meira
12. september 1997 | Bréf til blaðsins | 190 orð

Kvittun og kveðja til Önnu Maríu Þórisdóttur

ÞAÐ væri mikil lukka fyrir þjóðina ef allar meintar málfarsvillur reyndust vera misheyrn. Því miður er ekki svo vel þótt mér muni hafa misheyrst orðið samþykktu í stað samsinntu í morgunsögu þinni 22. júlí sl., trúlega vegna óraddaðs framburðar. Ég bið þig velvirðingar á að hafa gert athugasemd án þess að grennslast betur fyrir um efnið hjá útvarpinu. Meira
12. september 1997 | Bréf til blaðsins | 457 orð

Opið bréf til stjórnar Lífeyrissjóðs leigubifreiðastjóra

"LÍTIÐ munar vesælan." Mér datt nú þessi gamli málsháttur í hug þegar ég fékk bréf frá Lífeyrissjóði leigubifreiðastjóra í síðustu viku. Þar var mér tilkynnt að vegna slæmrar stöðu sjóðsins neyddist stjórn hans til að lækka lífeyrisgreiðslur sjóðsins um fimm prósent á mánuði til styrkþega til áramóta, en þá yrði ákveðið hvað yrði gert varðandi framhald. Meira
12. september 1997 | Aðsent efni | 790 orð

Reynsluhverfi í Grafarvogi ­ nýmæli í þjónustu

Á MORGUN, laugardaginn 13. september, verður hleypt af stokkunum tilraunaverkefni í Grafarvogi. Þá mun verða vígð hverfismiðstöð fyrir alla íbúa Grafarvogs, og hlotið hefur hún nafnið "Miðgarður" fjölskylduþjónusta Grafarvogsbúa. Þetta tilraunarverkefni hefur eftirfarandi að markmiði: Bæta og hagræða þjónustu við íbúa Grafarvogs með samræmingu á opinberri þjónustu í hverfinu. Meira
12. september 1997 | Aðsent efni | 1167 orð

Öryggismál og norrænt samstarf

Á SÍÐUM Morgunblaðsins hefur að undanförnu verið nokkuð fjallað um norrænt samstarf og öryggismál í kjölfar ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki dagana 25. og 26. ágúst sl. Ólafur Þ. Stephensen blaðamaður hefur gert ágætlega grein fyrir sjónarmiðum hægri manna og Geirs H. Haarde og einnig innleggi Halldórs Ásgrímssonar á ráðstefnunni. Meira

Minningargreinar

12. september 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Elísabet Lilja Linnet

Elskuleg föðursystir okkar er látin. Lóló frænka, eins og við kölluðum hana, átti sérstakan stað í hjarta okkar. Hún var einstök kona í sjón og raun. Hún leiftraði af persónutöfrum; var glæsileg á velli, þróttmikil, hláturmild, skaprík og hallaði aldrei á neinn í orðum sínum. Lóló bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili, var mikil húsmóðir og fyrirvinna. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 133 orð

Elísabet Lilja Linnet

Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn lauf vindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið og blöðin þín mjúk sem bærast svo hljótt, liljan mín hvíta sem lokast í nótt. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 296 orð

Elísabet Lilja Linnet

Látin er mín kæra mágkona, Elísabet Linnet. Þar er gengin glæsileg mannkostakona, sem ekkert mátti aumt sjá og vildi öllum verða að liði, sem hún mátti, enda þrek hennar og dugur með eindæmum meðan heilsan leyfði. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 325 orð

ELÍSABET LILJA LINNET

ELÍSABET LILJA LINNET Elísabet Lilja Linnet fæddist á Sauðárkróki 1. nóvember 1920. Hún lést í Reykjavík 8. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Júlíus Kristján Linnet, f. 1.2. 1881, d. 11.7. 1958, sýslumaður í Dalasýslu, Borgarfjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 252 orð

Gréta Sigurðardóttir

Ég minnist þín með þakklæti, Gréta mín. Við þekktumst frá fyrstu tíð, því foreldrar okkar voru vinir og svo giftust þið Aðalgeir bróðir minn, eignuðust þrjár mannvænlegar dætur og þá urðu samskiptin enn þá meiri. Það var ætíð snyrtilegt heimili á Brekkugötu 39 og gott andrúmsloft sem allir á heimilinu hjálpuðust að við að skapa. Það voru margir sem áttu þar höfði sínu að halla. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Gréta Sigurðardóttir

Gréta Sigurðardóttir, systir mín, lést fimmtudaginn 4. september. Hún hefur átt í langri og erfiðri baráttu við miskunnarlausan sjúkdóm, sem gaf engin grið. Í slíkum tilfellum er gott að fá að kveðja þennan heim, verða laus við þjáningarnar og halda áfram á þeirri braut sem okkur öllum er ætlað að fara. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 148 orð

GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR

GRÉTA SIGURÐARDÓTTIR Gréta Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 2. nóvember 1933. Hún lést 4. september síðastliðinn. Kjörforeldrar hennar voru Guðrún Sigurbjörnsdóttir, f. 1. ágúst 1905, d. 20. feb. 1978, og Sigurður Helgason, rafmagnseftirlitsmaður, f. 13. feb. 1902, d. 21. ágúst 1990. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 409 orð

Guðrún Þórðardóttir

Ein af styrkustu stoðum uppeldis míns, Guðrún föðursystir mín, er fallin frá hátt á níræðisaldri. Hún bjó með systrum sínum, Jóhönnu, Ingibjörgu og Fríðu. Var heimili þeirra miðstöð föðurfjölskyldu minnar frá því ég fyrst man eftir mér. Þangað fluttist ég inn með foreldrum mínum þegar við komum með Esjunni heim frá Petsamó í stríðsbyrjun. Guðrún var einstakur uppalandi. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Guðrún Þórðardóttir

Göfug kona er fallin frá, farin yfir móðuna miklu, sem er leiðin okkar allra. Leiðir okkar Guðrúnar Þórðardóttur lágu saman fyrir tuttugu og einu ári, þegar ég keypti verzlunina Regnhlífabúðina, sem Guðrún hafði starfað við frá stofnun þess fyrirtækis. Í 39 ár var hún búin að vera hægri hönd Láru Siggeirsdóttur, sem stofnaði þetta fyrirtæki. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 316 orð

Guðrún Þórðardóttir

Í dag er til moldar borin Guðrún Þórðardóttir, Stigahlíð 28 í Reykjavík. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í miðri dagsins önn. Með henni hverfur verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem á ævi sinni fékk að reyna lífskjarabyltinguna frá sjálfsþurftarbúskap til tölvualdar en Guðrún var alltaf reiðubúin að tileinka sér það sem betur mætti duga. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Guðrún Þórðardóttir

Í dag er ástkær afasystir kvödd. Guðrún Þórðardóttir bjó mestan sinn aldur með systrum sínum í Stigahlíðinni. Í fyrstu voru þær fjórar saman en síðustu fimmtán árin voru þær tvær, Gunna og Fríða. Þetta heimili var ekki líkt neinum öðrum heimilum, enda bjuggu þar einstakar konur. Það var samfélag út af fyrir sig. Stigahlíðin var einskonar paradís þar sem hvorki giltu lög né reglur. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 109 orð

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Guðrún Þórðardóttir var fædd að Ljósalandi í Vopnafirði 3. október 1909. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík hinn 3. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Jónasson, (1867-1938) bóndi á Ljósalandi og kona hans Albína Jónsdóttir, (1874-1966). Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 295 orð

Hjörtur H. Hjartarson

Mér er minnisstætt þegar Ragnar vinur minn sagði við mig fyrir skemmstu, hve mikils virði það væri honum að foreldrar hans hefðu ævinlega gert sér far um að kynnast vinum hans og fyrir vikið væru vinir hans e.t.v. engu minni vinir foreldra hans. Ég kynntist fjölskyldunni í Granaskjóli 64 þegar ég var á 17. ári og naut fljótt þeirrar velvildar og gestrisni sem þar ríkti. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 631 orð

Hjörtur H. Hjartarson

Maður tekur lífinu jafnan sem sjálfsögðum hlut, en hrekkur við þegar minnt er á að ekki er allt komið til að vera. Ótímabært og fyrirvaralaust hefur kær vinur minn, Hjörtur, verið burtkallaður af sjónarsviðinu og minningar á sjötta tug liðinna ára hrannast upp í hugann. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 187 orð

HJÖRTUR H. HJARTARSON

HJÖRTUR H. HJARTARSON Hjörtur H. Hjartarson fæddist í Reykjavík 27. október 1928. Hann andaðist á Landspítalanum 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Ragnar Björnsson, úrsmíðameistari í Reykjavík, f. 13. júní 1900, d. 12. mars 1983, og kona hans Vilborg Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 30. október 1896, d. 22. apríl 1986. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Hjörtur Hjartarson

Hjörtur Hjartarson var fæddur Reykvíkingur og starfsævi hans tengdist lengst af borginni. Eftir að hafa lokið prófi í lögfræði í maí 1957 starfaði Hjörtur um nokkurt árabil sem fulltrúi hjá borgarfógetanum í Reykjavík, en frá 1968 starfaði hann á skrifstofu borgarstjóra og deildarstjóri innheimtudeildar Reykjavíkurborgar var hann frá 1. janúar 1973. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 194 orð

Hjörtur Hjartarson

Hjörtur H. Hjartarson lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg er látinn á 69. aldursári. Fráfall hans bar brátt að, og má með sanni segja að hann hafi helgað borginni starfskrafta sína fram á síðasta dag, þegar heilsa hans gaf sig. Starfsaldur hans hjá Reykjavíkurborg var langur og farsæll. Hann hóf störf á skrifstofu borgarstjóra árið 1968 og starfaði lengst af sem deildarstjóri innheimtudeildar. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 284 orð

Hjörtur Hjartarson

Ekki grunaði mig þegar ég kom að máli við Hjört fyrir rúmum þremur vikum, að það yrði í síðasta skipti sem við töluðum saman. Þá virtist hann vera við góða heilsu, en fljótt skipast veður í lofti. Hjörtur starfaði um árabil sem lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg. Hann var góður fulltrúi borgarinnar og vann mörg vandasöm störf í hennar þágu af mikilli kostgæfni. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 473 orð

Katrín Gísladóttir

Við vorum víst ekki allir sérlega upplitsdjarfir stúdentarnir, sem gengu sín fyrstu skref á göngum háborgar íslenskrar læknisfræði Landspítalans fyrir rúmlega hálfri öld. Í þann tíð báru menn nær takmarkalausa virðingu fyrir lærðu læknunum en þó mesta fyrir kennurum okkar, prófessorunum. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 556 orð

Katrín Gísladóttir

Það var ánægð og stolt kona sem stóð á stigapallinum fyrir framan íbúðina hennar Hrefnu í Eskihlíð sl. aðfangadagskvöld. Hún mátti líka svo sannarlega vera stolt enda komin hátt á 94. aldursár og búin að ganga óstudd hinar mörgu tröppur sem liggja upp á fjórðu hæð hússins. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 817 orð

Katrín Gísladóttir

Hún Katrín föðursystir mín var um margt einstök manneskja. Þeir eðlisþættir sem einkenndu hana fyrst og fremst voru: Hreinskilni, gjafmildi og lífskraftur. Hreinskilni Kötu frænku gat á stundum komið við kaunin. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 578 orð

Katrín Gísladóttir

Föðursystir mín Katrín Gísladóttir, eða Kata frænka eins og við systkinin kölluðum hana ávallt, var einstök kona. Frá því ég fyrst man eftir mér hefur hún ávallt verið okkur nálæg og veitt okkur gleði og ánægju með nærveru sinni. Á sunnudögum fór pabbi oft með okkur krakkana í bíltúr og þá var oftast komið til Kötu frænku. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 115 orð

KATRÍN GÍSLADÓTTIR

KATRÍN GÍSLADÓTTIR Katrín Gísladóttir fæddist á Heiðarbæ í Þingvallasveit 2. apríl 1903. Hún lést í Reykjavík 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Guðríður Jóhannsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi og Gísli Guðmundsson frá Saurbæ í Ölfusi. Guðríður fæddist árið 1876 og lést 1949. Gísli fæddurist árið 1854 og lést 1920. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 549 orð

Níels Hermannsson

Í dag er kvaddur síðasti prinsinn í Málmey, afi minn og vinur sem fluttist þriggja ára með foreldrum sínum og systkinum í land úr eynni. Þegar einstakt góðmenni er kvatt verður oft fátt um orð en mörg eru tárin sem falla nú þegar ég minnist afa míns. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 346 orð

Níels Hermannsson

Elsku afi minn, hve sárt er að horfa á eftir þér vitandi að við sjáumst aldrei aftur. Margar minningar á ég um samverustundir okkar og hafa þær verið stöðugt í huga mínum síðan pabbi hringdi á föstudagskvöldið og sagði mér að þú værir dáinn. Þið pabbi ætluðuð að halda snemma af stað á laugardagsmorgun til veiða í Fljótunum og hafðir þú verið að undirbúa ferðina allan daginn. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 243 orð

NÍELS HERMANNSSON

NÍELS HERMANNSSON Níels Hermannsson fæddist í Málmey á Skagafirði 27. júlí 1915. Hann lést á heimili sínu 5. september síðastliðinn. Hann fluttist þriggja ára með foreldrum sínum að Ysta-Mói í Fljótum, þar sem hann ólst upp, þriðji elstur af níu systkinum. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 474 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Ólafur Steinar Valdimarsson, kær vinur minn og afi dóttur minnar, er látinn. Hans er sárt saknað. Ég kynntist Steinari fyrir tæpum áratug. Strax frá upphafi tók hann mér tveim höndum og bauð mig velkominn á sitt heimili. Það er sannur heiður og mikils virði, kannski einkum vegna þess að Steinar var umfram allt fjölskyldumaður. Hann lifði fyrir Fjólu sína, börnin og barnabörnin. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 515 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Í dag er kvaddur hinstu kveðju Ólafur Steinar Valdimarsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu. Síðastliðin fjögur ár háði hann erfiða og vægðarlausa baráttu við þann vágest sem æ fleiri samferðarmenn okkar þurfa að lúta í lægra haldi fyrir, langt um aldur fram. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 423 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Ég vil minnast með nokkrum orðum Ólafs Steinars Valdimarssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, sem nú er látinn eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ólafur var ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins þegar ég óreyndur og óvænt kom þangað til starfa einn septemberdag haustið 1988. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 244 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Mikil kempa er að velli lögð. Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri er til moldar borinn í dag. Barátta hans fyrir lífinu hafði verið löng og ströng. Vorið 1993 kenndi hann hins illvíga sjúkdóms. Þótt hann hafi unnið stundarsigur var það aldrei nema stundarsigur og vonbrigði mikil þegar sjúkdómurinn tók sig upp. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 472 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Í dag er jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Ólafur Steinar Valdimarsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytisins. Ólafur Steinar var borgarbarn. Fæddur og uppalinn í Reykjavík á tímum mikilla breytinga í þjóðlífinu. Engu að síður hafði hann tilfinningu og sterkan skilning á nauðsyn framfara og uppbyggingar í þágu fólksins í landinu öllu. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Kæri vinur, nú er leiðir okkar skiljast leitar hugurinn til baka og margs er að minnast. Samfylgdin hefur verið ljúf og hefðum við óskað þess að hafa hana miklu lengri. Í Spámanninum segir: "Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 157 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Elskulegur mágur og vinur, Ólafur Steinar Valdimarsson, er látinn og er í dag kvaddur hinstu kveðju. Ég hugsa til þín hrygg í lund þú hjartans vinur kær. Við áttum marga ögurstund því er þín minning tær. Margir vilja spyrja og spá og spreytt hafa sig nóg, nú ert þú vinur fallinn frá og fengið hefur ró. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 149 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Elsku Steinar, kveðjustundin er komin, ekki óvænt en þó sár og tregablandin. Viljum við þakka þér samfylgdina af alhug. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. ­ Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 1461 orð

Ólafur Steinar Valdimarsson

Ég hef engum kynnst jafn ríkum af fjórri lífsorku og Ólafi Steinari Valdimarssyni. Hann var ötull embættismaður með mikla ábyrgð, en um leið hamhleypa til ótrúlegustu verklegra starfa, húmaisti með breiða þekkingu, traustur og mikill félagi sinna nánustu, maður sem kunni að njóta lífsins ­ og stór sál. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 287 orð

ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON

ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON Ólafur Steinar Valdimarsson fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ólafsdóttir, klæðskeri, f. 6.1. 1891, á Efstu-Grund í V-Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu, d. 2.3. 1979, og Valdimar Albert Jónsson, verkamaður, f. 1.3. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 582 orð

ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON Í dag þegar ég kveð vin minn, Ólaf Steinar

Í dag þegar ég kveð vin minn, Ólaf Steinar Valdimarsson, vakna margar minningar frá liðnum samverustundum: Það er ljúft að þakka og muna þó að nú mér sértu fjær hve gott var hjá þér æ að una öllum var þín návist kær. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst saman á fundum í Ferðamálaráði fyrir þremur áratugum. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 426 orð

Sesselja Sigurðardóttir

Mig langar til að minnast hennar Settu móðursystur minnar nokkrum orðum. Hún fæddist í Deild á Eyrarbakka, dóttir Ágústu Ebenesardóttur og Sigurðar Daníelssonar. Þau eignuðust þrjár dætur, elst var Sesselja, þá Klara og yngst Þorbjörg móðir undirritaðrar. Þær ólust upp við gott atlæti og áttu góðar minningar um foreldra sína og æsku. Setta giftist Bergsteini Á. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 262 orð

SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR

SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR Sesselja Sigurðardóttir fæddist í Deild á Eyrarbakka 30. júní 1912. Hún lést í Reykjavík 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Ebenesardóttir og Sigurður Daníelsson. Systur Sesselju eru: Klara, f. 2. mars 1914, d. 18. apríl 1991. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Sigurður Óskarsson

Elsku Siddi. Margar minningar koma í huga minn núna þegar ég sest niður og skrifa nokkrar línur til þín. Það eru orðin 25 ár síðan ég kynntist þér og kom inn í fjölskylduna þína. Við vorum lengi bara tvær mágkonurnar en urðum þrjár eftir nokkur ár. Oft og tíðum varst þú fámáll en talaðir með augunum, en þetta átti eftir að breytast með árunum. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 236 orð

Sigurður Óskarsson

Manni bregður alltaf þegar fréttir berast um að félagi, sem er á besta aldri, sé fyrirvaralaust kvaddur frá okkur. Þegar þær fréttir bárust inn á miðstjórnarfund í Rafiðnaðarsambandinu fyrir helgi, að Siggi Óskars væri fallinn frá setti menn hljóða og fundurinn stöðvaðist um nokkurn tíma. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 102 orð

SIGURðUR ÓSKARSSON

SIGURðUR ÓSKARSSON Sigurður Óskarsson fæddist á Akureyri 17. ágúst 1948. Hann lést 3. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigurlaugar Njálsdóttur, f. 4.12. 1924, og Óskars Friðjóns Jónssonar, f. 1.6. 1921, d. 15.5. 1991. Bræðurnir voru fjórir, elstur þeirra var Sigurður, þá Þorsteinn, Jón Þórir og Ólafur Njáll. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 113 orð

Sigurður Óskarsson Ekki datt mér í hug að ég væri að faðma þig í seinasta sinn þremur dögum fyrir andlát þitt. Þú hefur alltaf

Ekki datt mér í hug að ég væri að faðma þig í seinasta sinn þremur dögum fyrir andlát þitt. Þú hefur alltaf verið svo góður við okkur systkinin. Nokkur undanfarin sumur hef ég verið hjá ykkur Sigurði Frey í nokkra daga í einu, og verða þær minningar geymdar vel og lengi. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 186 orð

Sigurfinna Eiríksdóttir

Þegar mamma hringdi og sagði okkur að Minna amma væri dáin, leituðu minningar á hugann. Minningar um sumrin sem við systurnar dvöldum hjá ömmu og afa á Neskaupstað, bílferðunum inná Hérað, kleinubaksturinn með ömmu, og margar tilraunir ömmu til að kenna okkur að hekla, með misjöfnum árangri þó. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 167 orð

SIGURFINNA EIRÍKSDÓTTIR

SIGURFINNA EIRÍKSDÓTTIR Sigurfinna Eiríksdóttir, frá Dvergasteini í Vestmannaeyjum, var fædd 21. júlí 1915. Hún lést 24. ágúst síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Eiríkur Ögmundsson og Júlía Sigurðardóttir. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 695 orð

Skarphéðinn Magnússon

Það er hausthljóð í vindinum. Sumardagar að baki og umhleypingar haustins boða komu vetrarins. Mannlífið skiptir um gír. Yfirhafnirnar dregnar fram í nöprum næðingnum og það er hrollur í mönnum. Á þessum tímamótum í hringiðu árstíðanna berst helfregnin kalda: hann Skarpi er allur. Það fer kuldagjóstur um hjarta og sál. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 222 orð

Skarphéðinn Magnússon

Dauðinn var ekki það fyrsta sem okkur datt í hug þegar við hugsuðum til þeirra Önnu Bjargar og Skarphéðins sem fyrir réttu ári gengu í það heilaga og hófu nýtt líf saman, en örlagahjólin snúast og nú er Skarphéðinn allur eftir hetjumikla baráttu við þann illvíga sjúkdóm sem lagði hann af velli. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 174 orð

Skarphéðinn Magnússon

Í dag er til moldar borinn kær vinur og samstarfsmaður til margra ára, Skarphéðinn Magnússon. Hann varð að lokum að gefa eftir í baráttunni við illvígan sjúkdóm langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Skarpa fyrir 20 árum þegar hann byrjaði að vinna hjá fyrirtæki mínu, Vöku ehf. Hann var einn af þessum mönnum sem gott var að vinna með og okkur varð fljótt til vina. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 227 orð

Skarphéðinn Magnússon

Ernest Hemmingway sagði í langri bók um nautaat að ekki kæmi í ljós hvað í nautabana væri spunnið fyrr en hann hefði orðið fyrir barðinu á nautshorni. Auðvelt er að glansa í meðlæti en mótlætið sýnir hvað í mönnum býr. Ég stóð tvívegis við hlið vinar míns Skarphéðins Magnússonar þegar hann horfði á dauðans dyr. Þá hófst barátta sem háð var af æðruleysi og djörfung og dug. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Skarphéðinn Magnússon

Sumarfrí. Tjaldstæðið sæmilegt og langt síðan við fórum í útilegu enda ekki jafnsáttir við blaut tjöld að morgni og kynslóð foreldra okkar. Ferðaskapið í góðu lagi, hæfilega kærulausir og framtíðin leikur einn. Hann var samt ekki enn viss um að ég væri rétti maðurinn fyrir systur sína, vildi engan lúðulaka fyrir mág. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 515 orð

Skarphéðinn Magnússon

Þá er hann elsku Skarpi farinn frá okkur. Langri og strangri baráttu við hinn skæða sjúkdóm, krabbamein, er nú lokið. Skarphéðinn sem var nýbúinn að finna hamingjuna aftur þegar hann hitti frænku mína hana Önnu Björgu. En því miður voru hamingja þeirra og gleði allt of skammvinn. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 193 orð

SKARPHÉÐINN MAGNÚSSON

SKARPHÉÐINN MAGNÚSSON Skarphéðinn Magnússon fæddist í Reykjavík 10. júlí 1952. Hann lést á heimili sínu 5. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Magnús Friðriksson, f. 26.7. 1924, og Inga Skarphéðinsdóttir, f. 18.5. 1933 í Reykjavík. Systkini hans eru: Margrét, f. 15.11. 1953, maki Daníel Viðarsson, Friðrik, f. 16.11. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 582 orð

Sveinbjörn Jónsson

Kynni mín af Sveinbirni Jónssyni hófust árið 1984 þegar ég hóf sambúð með sonarsyni hans, Tómasi Bjarnasyni. Það er erfitt að lýsa í fáum orðum hversu mikils virði það var mér að fá að kynnast Sveinbirni. Ég fékk ekki einungis að kynnast stórkostlegum afa heldur eignaðist ég einnig vin í bestu merkingu þess orðs. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 364 orð

SVEINBJÖRN JÓNSSON

SVEINBJÖRN JÓNSSON Sveinbjörn Jónsson fæddist í Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 2. maí 1904. Hann lést í Seljahlíð í Reykjavík 1. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigrúnar Guðmundsdóttur (f. 4. júlí 1874, d. 13. ágúst 1946) frá Arnkötludal í Tungusveit og Jóns Guðmundssonar (f. 1842, d. 16. okt. Meira
12. september 1997 | Minningargreinar | 74 orð

Sveinbjörn Jónsson Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig. Meira

Viðskipti

12. september 1997 | Viðskiptafréttir | 134 orð

ÐHlutabréf HB og Tæknivals lækka um rúm 10%

HLUTABRÉF í Haraldi Böðvarssyni á Akranesi lækkuðu um rúmlega 10% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti milliuppgjör sitt. Hlutabréf í Tæknivali lækkuðu sömuleiðis verulega, eða um 12,5%, í fyrstu viðskiptum frá því félagið birti árshlutauppgjör sitt. Meira
12. september 1997 | Viðskiptafréttir | 342 orð

ÐÓlögleg dreifing á Microsofthugbúnaði kærð

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA hafa borist þrjár kærur vegna ólöglegrar dreifingar á Microsoft-hugbúnaði hér á landi síðustu tvo mánuði og von er á að fleiri aðilar verði kærðir á næstunni að sögn Hróbjarts Jónatanssonar, hæstaréttarlögmanns og lögmanns BSA, alþjóðlegra samtaka hugbúnaðarframleiðenda, á Íslandi. Meira
12. september 1997 | Viðskiptafréttir | 418 orð

Hagnaður nam 24 milljónum króna

HAGNAÐUR af rekstri Lyfjaverslunar Íslands nam 24,4 milljónum króna á fyrri árshelmingi þessa árs. Þetta er örlítið lakari afkoma en varð af rekstri fyrirtækisins á fyrstu sex mánuðum síðastliðins árs er hagnaðurinn nam tæpum 27 milljónum króna. Á sama tíma hefur velta fyrirtækisins hins vegar aukist um 12% og nam hún 706 milljónum króna hjá samstæðunni. Meira
12. september 1997 | Viðskiptafréttir | 222 orð

»Lækkun í Wall Street og dollar lækkar

VERULEG lækkun varð á gengi evrópskra hlutabréfa í gær eftir verðfall í Wall Street í fyrrinótt. Óttazt er að dollar standi illa að vígi og að hagnaður fyrirtækja á þriðja ársfjórðungi verði minni en ætlað var. Mikil verðlækkun hlutabréfa í hátæknifyrirtækjum vekur einnig ugg að sögn verðbréfasala. Meira
12. september 1997 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Mannabreytingar hjá Eimskip

Mannabreytingar hjá Eimskip VEGNA mistaka birtust ekki myndir með frétt af mannabreytingum hjá Eimskip í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum um leið og myndirnar eru birtar. Meira
12. september 1997 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Meiri samkeppni í bílaiðnaði

GREINILEGUR munur hefur komið fram á bílasýningunni í Frankfurt á nýjum krafti í þýzkum bílaiðnaði og áframhaldandi erfiðleikum franskra bílaframleiðenda. Daimler-Benz AG, framleiðandi Mercedes bíla, segir að sala hafi aukizt á fyrstu átta mánuðum þessa árs og gerir ráð fyrir meiri hagnaði á síðari árshelmingi en hinum fyrri. Meira
12. september 1997 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Stefnir í besta árið frá upphafi

ÁÆTLANIR Búnaðarbankans benda til að afkoma bankans á þessu ári verði sú besta í 67 ára sögu bankans. Eins og fram hefur komið nam hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 307 milljónum fyrir skatta, en var 199 milljónir á sama tímabili í fyrra. Var raunarðsemi eiginfjár fyrir skatta 15,1% fyrstu sex mánuðina borið saman við 10,7% í fyrra. Meira

Daglegt líf

12. september 1997 | Ferðalög | 584 orð

Ísland er lykillokkar að Evrópu

NÝLEGA lauk opinberri heimsókn ferðamálaráðherra og fleiri háttsettra aðila í ferðaþjónustu frá fjórum fylkjum á austurströnd Kanada, hingað til lands. Hópurinn ferðaðist um landið og átti fundi meðal annars með samgöngumálaráðherra Halldóri Blöndal, Sigurði Helgasyni forstjóra Flugleiða og Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra. Meira

Fastir þættir

12. september 1997 | Dagbók | 2971 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
12. september 1997 | Í dag | 445 orð

Athugið AÐ gefnu tilefni vill Velvakandi benda á að þeir se

AÐ gefnu tilefni vill Velvakandi benda á að þeir sem senda honum bréf verða að láta fylgja með fullt nafn, heimilisfang og síma, ef birta á bréfið. Tværfyrirspurnir ÉG ER með fyrirspurn vegna Bandaríkjaferðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Þegar hann fór í þessa Bandaríkjaferð sína var sagt að þetta væri einkaheimsókn. Meira
12. september 1997 | Í dag | 34 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður verður á morgun,

Árnað heillaÁRA afmæli. Áttræður verður á morgun, laugardaginn 13. september, Jón Þórarinsson, tónskáld, Aflagranda 40, Reykjavík.Eiginkona hans er Sigurjóna Jakobsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á morgun kl. 14-16 í Síðumúla 11, 2. hæð. Meira
12. september 1997 | Fastir þættir | 119 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Vetrarstarf Bridsfélags Hafnarfjarðar hófst mánudaginn 8. september með þriggja kvölda Mitchell- tvímenningi. Formaður félagsins, Ásgeir Ásbjörnsson, bauð spilara velkomna á fyrsta spilakvöldið og minntist Árna Þorvaldssonar, heiðursfélaga félagsins, er lést í sumar. Meira
12. september 1997 | Fastir þættir | 74 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Ágæt mæting var hjá bílstjórunum sl. mánudagskvöld. 23 pör spiluðu í tveimur riðlum og urðu úrslit þessi í N/S: Sigurleifur Guðjónss. - Róbert Geirsson283Árni Halldórsson - Þorsteinn Sigurðsson260Ingunn Sigurðard. - Eiður Gunnlaugsson243 Hæsta skor í A/V: Meira
12. september 1997 | Fastir þættir | 108 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Vetrarstarf félagsins hófst sl. mánudagskvöld með eins kvölds tvímenningi. Björn Dúason og Reynir Karlsson sigruðu. Næsta mánudagskvöld verður einnig eins kvölds keppni en síðan hefst alvaran, þriggja kvölda hraðsveitakeppni, JGP-mótið. Þessu móti lýkur 6. október en 13. október hefst fjögurra kvölda tvímenningur þar sem 3 efstu kvöldin telja til úrslita. Meira
12. september 1997 | Dagbók | 655 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
12. september 1997 | Í dag | 443 orð

ÍKVERJI les gjarnan sér til gamans tónlistarumfjöllun er

ÍKVERJI les gjarnan sér til gamans tónlistarumfjöllun erlendra blaða og tímarita. Þar hafa menn undanfarið meðal annars deilt um píanóleikarann David Helfgott sem myndin fræga Shine greinir frá. Eins og flestir muna segir myndin frá tónlistarmanni sem lætur bugast vegna ómanneskjulegra krafna frá föður hans meðal annars. Meira
12. september 1997 | Fastir þættir | 920 orð

Jóhann og Hannes efstir

STIGAHÆSTU keppendurnir hafa þegar tekið forystuna á mótinu. Eftir sigur Jóhanns Hjartarsonar á Þresti Þórhallssyni í fyrstu umferð lítur út fyrir að það verði þeir Jóhann og Hannes Hlífar Stefánsson sem muni berjast hatrammri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Hannes hefur teflt einum tíu sinnum í landsliðsflokki en ekki enn tekist að hreppa titilinn, þótt hann hafi a.m.k. Meira
12. september 1997 | Fastir þættir | -1 orð

Skriðklukka

ÞAð ER kominn september og stöðugt fækkar þeim tegundum blóma og runna, sem eru í blóma. Stór ættkvísl blóma skartar þó sínu fegursta frá því síðari hluta júlí, allan ágústmánuð og talsvert fram í september. Þetta er ættkvíslin Campanula eða bláklukka. Bláklukkuættkvíslin vex á norðurhveli jarðar, einkum í Miðjarðarhafslöndunum og í Litlu- og Mið- Asíu. Meira

Íþróttir

12. september 1997 | Íþróttir | 114 orð

13 landslið komin áfram ÚRSLITAKEPPNI h

ÚRSLITAKEPPNI heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verður í Frakklandi 10. júní til 12. júlí á næsta ári og keppa 32 landslið um heimsmeistaratitilinn. Frakkland fer sjálfkrafa í úrslitakeppnina sem gestgjafi og Brasilía sem heimsmeistari en auk þeirra hafa 11 landslið tryggt sér þátttöku í lokakeppninni. Frá Afríku eru það Túnis, Marokkó, Nígería, Kamerún og Suður-Afríka. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 54 orð

Annað sætiðmikilvægt

STAÐAN í keppni þeirra liða, sem eruí öðru sæti í riðlum sínum í Evrópu, umsæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins er þannig. Staðan í undanriðlum HMbirtist í Morgunblaðinu í gær. Talan ísviganum sýnir riðilinn, sem viðkomandilið er í. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 122 orð

Birgir Leifur í undankeppni HM

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur frá Akranesi, tekur þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í golfi. Leikið verður í Jamaíku 1. - 4. október nk. Til stendur að Sigurjón Arnarsson leiki með Birgi, en ef hann kemst ekki mun Sigurður Pétursson, þjálfari Birgis Leifs, taka það að sér. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar senda atvinnumenn til leiks. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 63 orð

Birkir fékk þriðju gullverðlaunin

BIRKIR Rúnar Gunnarsson, sundmaður, vann sín þriðju gullverðlaun á Evrópumeistaramóti blindra í fyrradag, en það er haldið í Riccione á Ítalíu. Birkir setti Íslandsmet í 100 m bringusundi þegar hann kom í mark á 1.21,73 mín. Í dag keppir hann í 100 m baksundi og 200 m skriðsundi, en á morgun verður hann á meðal keppenda í 100 m skriðsundi. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 489 orð

Eitt HM-sæti laust í Suður-Ameríku

Argentína, Kólumbía og Paraguay tryggðu sér í fyrrinótt sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, sem verður í Frakklandi næsta sumar. Brasilía fer sjálfkrafa í úrslitakeppnina sem heimsmeistari en ein þjóð til viðbótar frá Suður-Ameríku leikur til úrslita. Argentína vann Chile 2:1, Kólumbía vann Venezúela 1:0 og Paraguay vann Bólivíu 2:1. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 564 orð

"Ég er í skýjunum"

Birgir Leifur Hafþórsson, 21 árs kylfingur af Akranesi og fyrrum Íslandsmeistari, vann sér rétt til að keppa í lokakeppni fyrir þá sem freista þess að komast inn á evrópsku PGA-mótaröðina, með góðum leik í forkeppni sem lauk á Englandi í gær. Hann lék síðasta hringinn af þremur á 73 höggum, einu höggi yfir pari, en hafði leikið hina tvo á samtals átta undir, 68 höggum hvorn. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 86 orð

Golf

LEK-mót á Nesvelli Karlar 55 ár og eldri Án forgjafar: Karl Hólm, GK75 Sigurður Albertsson, GS78 Baldvin Jóhannsson, GK80 Með forgjöf: Karl Hólm, GK66 Ólafur Örn Ólafsson, NK68 Friðbjörn Hólm, GK69 Karlar 70 ára og eldri: Án forgjafar: Eyjólfur Bjarnason, Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 188 orð

Guðni og KSÍ sættast með sameiginlegri yfirlýsingu

Athygli vakti þegar Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, gaf ekki kost á sér í landsleikinn í Búkarest í fyrrakvöld. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sætti Guðni sig ekki við ferðatilhögunina en KSÍ vildi halda settu marki. Í kjölfarið féllu ýmis orð sem hjálpuðu ekki til í stöðunni, eins og Guðni orðaði það, og fyrir leikinn við Rúmena kom m.a. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 75 orð

Guðrún í Japan GUÐRÚN Arnardóttir, hla

GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, verður meðal keppenda á síðasta stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í ár, sem fram fer í Fukuoka í Japan aðfararnótt laugardags. Átta stigahæstu í hverri keppnisgrein eftir stigamót sumarsins unnu sér rétt til þátttöku í lokamótinu í Japan og Guðrún er í áttunda sæti í 400 m grindahlaupi. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 119 orð

Helgargolfið Leynir Á laugardaginn verður haldið LEK-mót á Garðavelli á Akranesi. Þátttökurétt hafa allir karlar 55 ára og eldri

Leynir Á laugardaginn verður haldið LEK-mót á Garðavelli á Akranesi. Þátttökurétt hafa allir karlar 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri. Leikin verður parakeppni. Opið kvennamót fer einnig fram á vellinum á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Keilir Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 130 orð

Hiti vegna refsingar PIER Luigi Che

PIER Luigi Cherubino, miðherji spænska knattspyrnufélagsins Zaragoza, var í gær úrskurðaður í sex leikja bann og gert að greiða um 2,8 millj. kr. í sekt vegna brots um helgina en fyrir það var honum vikið af velli. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 25 orð

Í kvöld Handknattleikur Meistarakeppni karla KA-heimilið:KA - Haukar20Afmælismót Fylkis Fylkishöll:Selfoss - HM19Fylkish.:Fylkir

Handknattleikur Meistarakeppni karla KA-heimilið:KA - Haukar20Afmælismót Fylkis Fylkishöll:Selfoss - HM19Fylkish.:Fylkir - Fjölnir20. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 454 orð

Klinsmann þaggaði niður í gagnrýnisröddunum

J¨urgen Klinsmann þaggaði niður í gagnrýnisröddum með eftirminnilegum hætti þegar hann gerði tvö mörk í 4:0 sigri Þýskalands á Armeníu í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar í fyrrrakvöld. Miðherjinn hafði ekki skorað í 854 mínútur í landsleik þegar hann braut ísinn í 100. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 211 orð

Knattspyrna

Riðlakeppni HM Suður-Ameríka Chile - Argentína1:2Marcelo Salas (34.) - Marcelo Gallardo (25.), Claudio Lopez (85.). 80.000. Perú - Uruguay2:1Roberto Palacios (59.), German Carty (61.) - Alvaro Recoba (44.). Paraguay - Bolivía2:1Miguel Benitez (27.), Carlos Gamarra (36.) - Juan Berty Suarez (57.). 45.000. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 358 orð

Maldini gagnrýndur

Cesare Maldini, landsliðsþjálfari Ítalíu í knattspyrnu síðan í desember sem leið, var gagnrýndur heima fyrir eftir markalaust jafntefli Ítalíu og Georgíu í Tbilisi í fyrrakvöld. Á sama tíma vann England Moldóvu, 4:0, á Wembley og nægir jafntefli í Róm 11. október til að halda efsta sætinu í 2. Evrópuriðli heimsmeistarakeppninnar. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 207 orð

Oilers frá Kanada?

Edmonton Oilers, sem var stórveldi í NHL-íshokkídeildinni á liðnum áratug með stjörnur eins og Wayne Gretzky og Mark Messier, er til sölu og er eigandinn að leita að kaupanda í Bandaríkjunum. Félagsskapur í Houston hefur sýnt málinu áhuga en í dag verður óskað eftir tilboðum í kanadíska félagið sem sigraði í keppni um Stanley- bikarinn 1984, 1985, 1987, 1988 og 1990. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 142 orð

Seve vaknaði til lífsins

SEVERIANO Ballesteros, liðsstjóri evrópska Ryder-liðsins, vaknaði skyndilega til lífsins er hann náði fjórum fuglum í röð undir lok fyrsta hrings í keppninni um Lancome- bikarinn í Frakklandi. Hann lék á 65 höggum, eða sex undir pari, og er efstur ásamt Ástralanum Peter O'Malley. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 219 orð

STUART Ripley, útherji Blackburn,

STUART Ripley, útherji Blackburn, meiddist í landsleik Englands og Moldavíu á Wembley í fyrradag og verður frá keppni í a.m.k. tvær vikur. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 41 orð

Stuðningsmenn FH stofna klúbb

Stofnfundur stuðningsmannaklúbbs handknattleiksdeildar FH verður haldinn í Kaplakrika í kvöld og hefst kl. 20. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þjálfarar og leikmenn verða á staðnum til að ræða málin. Allir stuðningsmenn FH eru hvattir til að mæta. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 373 orð

Stuðningur áhorfenda mikilvægur fyrir KA

Meistarakeppni karla í handknattleik verður í KA-heimilinu í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Mætast þá stálin stinn, Íslandsmeistarar KA og bikarmeistarar Hauka. Norðanmenn sigruðu lið Aftureldingar í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn, 3:1, í fyrravor, en nokkru áður báru Haukar sigurorð af KA-mönnum í bikarúrslitaleik. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 77 orð

Svæfingin gekk vel

SÁ misskilningur kom fram í frétt í blaðinu í gær að Ragna Lóa Stefánsdóttir, knattspyrnumaður úr KR, hefði fengið svokallaða íferð í lungu vegna svæfingar eftir að hún fótbrotnaði í landsleik um síðustu helgi. Að sögn Páls Ammendrup, svæfingalæknis á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, tókst svæfingin ágætlega en umrædd íferð myndaðist hins vegar vegna beinbrotsins. Meira
12. september 1997 | Íþróttir | 64 orð

Tvær millj. fyrir landsleik ÞÝSKIR landsl

ÞÝSKIR landsliðsmenn í knattspyrnu fá um 240 til 280 þúsund hver fyrir hvern landsleik en Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum miðherji landsliðsins og nú varaformaður Bayern M¨unchen, sagði í samtali við þýska íþróttablaðið Kicker í gær að upphæðin væri allt of lág. "Þýska sambandið ætti að borga hverjum leikmanni 40.000 til 50.000 mörk [1,6 til 2 millj. kr. Meira

Úr verinu

12. september 1997 | Úr verinu | 598 orð

SÍF-samstæðan með 16% saltfisksölu í heiminum

SÍF hf. hefur keypt allt hlutafé kanadíska fiskvinnslufyrirtækisins Sans Souci Seafood Limited í Yarmouth á Nova Scotia í Kanada. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag. Einnig hefur SÍF keypt allar eignir, land, fastafjármuni, áhöld og tæki fyrirtækisins Tara Nova í Shelbourne á Nova Scotia. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 140 orð

Baðferðinverður list-viðburður

FÆSTIR eyða miklu púðri í salernisskál heimilisins og láta sér nægja látlausa umgjörð með hógværri sessu fyrir bakhlutann. Þeir sem eru í djarfari kantinum leika sér kannski eitthvað með litinn og víkja út af hefðinni fyrir lit sakleysisins. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 643 orð

Dansnudd að hætti Maóra

Dansnudd að hætti Maóra NUDDARINN dansar umhverfis bekkinn og beitir lófa, fram- og jafnvel upphandleggjum við nuddið. Tónlist frá Kyrrahafinu hljómar undir. Með einni og sömu handarhreyfingunni fikrar hann sig upp og niður allan líkamann. Ég ligg eins og lömuð og reyni að slaka á. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 375 orð

Enginn töfrasproti

Enginn töfrasproti BERGLIND Friðriksdóttir er ekki í neinum vafa um hvers vegna hún er að byrja í skóla í haust. "Það er vegna þess að leikskólinn er búinn," segir hún kotroskin. Hún verður sex ára í desember, "rétt fyrir jólin," eins og hún orðar það sjálf og er nýbyrjuð í 1. MK í Setbergsskóla í Hafnarfirði. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 957 orð

GULLí vasa og gull í æð Gull hjálpar gigtveikum, hlífir geimförum, fyllir holur, skreytir kökur og fegrar ásjónur. Helga Kristín

GULL er góðmálmur, auðævi, gersemi, leikfang og tjáir ást. Gull er auðunnið og var fyrst málma til þess að vekja athygli mannsins. Gull var fyrst notað til fegrunar fyrir þúsundum ára, Etrúrar og Assýríumenn settu gullagnir í hárið til skrauts og bjuggu til úr því margbrotin listaverk. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 311 orð

Hamagangur í leikfimi

Hamagangur í leikfimi BALDVIN Hugi Gíslason er að borða vænan bita af gúrku þegar gestinn frá Morgunblaðinu ber að garði og langar dálítið til að fara að horfa á "Með allt á hreinu" á myndbandi. Að góðra barna sið fer hann að ráðum móður sinnar og ákveður að það skuli bíða betri tíma. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 989 orð

Heiðarlegar og óheiðarlegar söluaðferðir

OFT reynir á óskráðar siðareglur og siðferði í viðskiptum í sáttatilraunum Neytendasamtakanna milli einstaklinga og fyrirtækja. "Sönnunarvandin vegur þyngst," segir Hjalti Pálmason, lögfræðingur samtakanna, "oft eru ekki tæmandi skilmálar gerðir og ástæður, sem ollu til dæmis skemmdum, óljósar og okkar markmið er þá að finna sanngjarna niðurstöðu". Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 53 orð

Huna-heimspekinHUNA er jákvætt lífsviðhorf sem byggist á sjö grundvallaratriðum. Heimurinn er eins og þú hugsar þér hann. Það

HUNA er jákvætt lífsviðhorf sem byggist á sjö grundvallaratriðum. Heimurinn er eins og þú hugsar þér hann. Það eru engin takmörk til. Orkan leitar þangað sem athyglin beinist. Allur kraftur felst í líðandi stund. Ást er að deila hamingju. Allur kraftur kemur að innan. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 537 orð

Keppnisglaðir unglingar í körfuboltaferð

BROTTFALL stúlkna úr íþróttum hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og leiða leitað til þess að sporna við því. Sérstaklega eru boltaíþróttirnar í lægð og falla gjarnan í skuggann af afrekum strákanna. Til þess að auka áhuga á þessum íþróttagreinum þyrfti að gera iðkunina fjölbreytta og skemmtilega. Til þess er hægt að fara margar leiðir. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 257 orð

Kraftur eykst með dansi

Kraftur eykst með dansi FRUMBYGGJAR Polínesíu dönsuðu sömu sporin aftur og aftur, slógu sér á hjartastað og mögnuðu þannig upp innri sem ytri kraft. Sams konar dansspor hefur Anne Marie Olafsen kennt hér á landi í miðstöð Sjálfeflis í Kópavogi. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 750 orð

Púki gengur laus Guðmundur Már Hagalín gerir skraut úr nánast hverju sem er; silfri, tönnum, beinum og jafnvel bóndabrauði.

RÉTT náðist í skottið á Guðmundi Má Hagalín áður en hann hélt af landi brott. Ferðinni var heitið til Kaupmannahafnar, klukkutími var í brottför og viðmælandinn átti meira að segja eftir að baða sig. Samt sem áður gaf hann sér góðan tíma til að spjalla og ræða um það sem hefur átt hug hans allan frá níu ára aldri; skartgripagerð. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 361 orð

Semur sögu í sögubók

ÞÓRDÍS Stella Þorsteins er svo heppin að eiga 11 ára gamla frænku, hana Uglu, sem gengur í Laugarnesskóla rétt eins og hún sjálf. Það vill meira að segja svo skemmtilega til að Ugla hafði, á sínum tíma, sama umsjónarkennara og Þórdís Stella hefur nú. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 359 orð

Skólinn í augum sex ára barna Hvað ætli sex ára börnin sem nú eru að hefja skólagöngu haldi að þau séu að fara að gera í

"AF hverju fer maður í skóla," spurði lítill strákur snemma í september. Hann er sjálfur ekki kominn á skólaaldur en stelpan í næsta húsi er orðin stór og hætt á leikskólanum. Hún er búin að eignast fallegt pennaveski og skólatösku sem hún arkar af stað með í skólann á hverjum morgni. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 331 orð

Stálgrátt á augu, neglur og varir vetrarins

FEGURÐARIÐNAÐURINN er endalaus uppspretta misvísandi og að sumra mati broslegra yfirlýsinga um nýju fötin keisarans, að mati greinarhöfundar í Style, helgarútgáfu Sunday Times. Förðunarfræðingar tískuhönnuðanna hafa lýst því yfir að svartur augnfarði sé tákn áratugarins sem er að líða, líkt og rauðar varir þess sjötta, Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 540 orð

Tíðarandinn krefst skvísunnar Haust- og vetrarlína Önnu Gullu Rúnarsdóttur fatahönnuðar var kynnt á tískusýningu í Ráðhúsinu í

"ÞETTA eru kvenmannsföt í klassískum stíl en þau teygja sig yfir í glæsileikann í samkvæmistískunni," segir Anna Gulla en fatalínan hennar er alhliða; kápur, síðir og stuttir kjólar, dragtir, buxur og pils. Sviðsmynd sýningarinnar gerði Ellý úr Q4U en allt skraut og fylgihlutir módelanna var frá versluninni Flex. Dísa í World Class stjórnaði sýningunni. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 877 orð

Umhyggjan fyrir viðskiptavininum Er fyrirtækjum annt um viðskiptavini sína eða vilja þau aðeins græða hvað sem það kostar?

SIÐFRÆÐI viðskipta og siðareglur hafa undanfarin ár knúið á íslensk fyrirtæki og stjórnendur og eigendur hafa spurt: Borgar sig að leggja sérstaka áherslu á þær? Siðferðileg álitamál geta komið upp í öllum tegundum viðskipta. Flest fyrirtæki vilja láta líta út fyrir sem þeim sé annt um viðskiptavini og samfélagið í heild. Meira
12. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands efnir 3. og 4. október til málþings á Hótel Sögu um siðferði í íslensku viðskiptalífi, en vaxandi áhugi er á þessu máli hér á landi. Fólk úr viðskiptalífinu; fræðimenn, vinnuveitendur og launþegar hafa framsögu og ræða siðareglur íslenskra fyrirtækja. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.