Greinar föstudaginn 19. september 1997

Forsíða

19. september 1997 | Forsíða | 187 orð

23 biðu bana í sprengingu

TUTTUGU og þrír rússneskir og úkraínskir námamenn biðu bana í gífurlega öflugri sprengingu í kolanámu við Barentsburg á Svalbarða í gærmorgun. Að sögn rússneska neyðarmálaráðuneytisins var sprenging í metangasi ástæða óhappsins. Meira
19. september 1997 | Forsíða | 198 orð

Mammútar endurskapaðir?

JAPANSKI vísindamaðurinn Kazufumi Goto stefnir að því að nota sæði úr mammútum, sem kann að hafa varðveist í sífrera í Síberíu, til að endurskapa loðfílana sem flökkuðu um freðmýrarnar þar til þeir dóu út í lok ísaldar fyrir 40.000 árum, að sögn breska tímaritsins New Scientist. Meira
19. september 1997 | Forsíða | 123 orð

Sala ósoneyðandi efna verði bönnuð

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær ályktun, þar sem hvatt er til að í Evrópusambandinu verði lagt algjört bann við sölu eða notkun efna sem innihalda klórflúorkolefni en þau hafa skaðleg áhrif á ósonlagið. Þau eru enn notuð í frystibúnaði. Meira
19. september 1997 | Forsíða | 173 orð

Staðgengli Milosevic spáð sigri

ÞING- og forsetakosningar verða í Serbíu á sunnudag og almennt er búist við, að Zoran Lilic, forsetaefni sósíalista og Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, beri sigur úr býtum. Stjórnarandstaðan, sem vann góðan sigur í sveitarstjórnarkosningum í fyrra, er nú búin að eyðileggja sig með innbyrðis ágreiningi. Meira
19. september 1997 | Forsíða | 321 orð

Tíu manns féllu í árás á langferðabíl

TÍU manns létu lífið, þar af sex Þjóðverjar, í árás hryðjuverkamanna á langferðabíl með ferðafólk í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er, að íslamskir bókstafstrúarmenn beri ábyrgð á hryðjuverkinu, sem hefur verið fordæmt í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Egypska lögreglan handtók þrjá menn í gær og leitaði tveggja. Meira

Fréttir

19. september 1997 | Innlendar fréttir | 264 orð

18 mánuðir fyrir árás með hamri

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir 18 ára pilti. Hann réðst að afgreiðslustúlku í söluturni í Breiðholti í júlí í fyrra, sló hana í handlegg og höfuð með hamri og tók peninga úr afgreiðslukassa. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 179 orð

84% líkur á að EMU taki gildi á réttum tíma

LÍKURNAR á að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) taki gildi á tilsettum tíma, 1. janúar 1999, eru 84%, að mati fimmtíu sérfræðinga í Evrópumálum, sem Reuters-fréttastofan leggur spurningar fyrir mánaðarlega. Sérfræðingarnir eru álíka bjartsýnir og í síðasta mánuði, þegar þeir töldu 83% líkur á að evróið, hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins, yrði tekinn upp á réttum tíma. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Alþingi sett 1. október

FORSETI Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra kvatt Alþingi saman miðvikudaginn 1. október næstkomandi. Þingsetningarathöfnin hefst að venju með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 13.30 og verður Alþingi sett að henni lokinni. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Árekstur við framúrakstur

ALLHARÐUR árekstur varð á Tjarnarbraut á móts við íþróttahúsið á Egilsstöðum á ellefta tímanum á miðvikudagskvöld. Ekki urðu meiðsl á fólki. Áreksturinn átti sér stað við framúrakstur. Ökumaður bílsins, sem ekið var framúr, beygði fyrirvaralaust til vinstri og lenti bíll hans í hinum bílnum. Fyrrnefndi bíllinn kastaðist svo upp á gangstétt og lenti á rafmagnskassa. Meira
19. september 1997 | Landsbyggðin | 117 orð

Á uppleið í Mýrdal

Fagradal-Helgina 19.­21. september nk. stendur atvinnumálanefnd Mýrdalshrepps fyrir atvinnuátakinu "Á uppleið í Mýrdal". Meginmarkmið átaksins er að skapa sameiginlegan vettvang fyrir fyrirtæki og einstaklinga til að kynna og selja vöru sína og þjónustu. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 355 orð

Banninu fagnað en afstaða hervelda hörmuð

FÓRNARLÖMB jarðsprengna fögnuðu í gær þeirri ákvörðun tæplega 90 ríkja að samþykkja drög að sáttmála um bann við framleiðslu, sölu og notkun á jarðsprengjum. Sérfræðingar í hreinsun sprengjubelta og hjálparstofnanir sögðu þó að sáttmálinn breytti litlu þar sem herveldi eins og Bandaríkin, Rússland, Kína og Indland hefðu ekki samþykkt bannið. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

Búið að dreifa á annað þúsund skírteinum

BÚIÐ er að framleiða og koma í dreifingu á annað þúsund nýjum ökuskírteinum frá því reglur um nýja gerð ökuskírteina gengu í gildi fyrir réttum mánuði. Ekki hefur þó enn tekist að tengja öll lögregluembætti á landinu kerfi Reiknistofu bankanna, sem útbýr skírteinin, skv. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 493 orð

Dönsk neytendayfirvöld vara við áfengisgosi

DÖNSK neytendayfirvöld hafa varað innflytjendur og seljendur áfengra gosdrykkja við að drykkir í markaðsfærslu þeirra höfði til barna og segja að sala þeirra stangist á við dönsk lög. Málið kom upp eftir að sveif á nokkra ellefu ára gutta í reiknitíma, þegar þeir höfðu drukkið vodka í frímínútunum. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 214 orð

Eindreginn stuðningur við stefnu Jiangs

JIANG Zemin, forseti Kína, hlaut eindreginn stuðning flokksþings kínverska kommúnistaflokksins við helstu stefnumið sín, víðtæka einkavæðingu ríkisfyrirtækja og helstu keppinautum hans var ýtt til hliðar. Þinginu lauk í gær og samþykktu fulltrúarnir, rúmlega 2000 talsins, að kenningar fyrrum leiðtoga ríkisins, Dengs Xioping, um markaðsvæðingu skyldu felldar inn í stefnuskrá flokksins. Meira
19. september 1997 | Landsbyggðin | 89 orð

Eldri Hólmarar heimsækja Suðurnes

Stykkishólmi-Aftanskin heitir félagsskapur eldri borgara í Stykkishólmi og nágrenni. Eitt af verkefnum félagsins er að standa fyrir skemmtiferð á hverju ári og heimsækja og skoða ákveðin landsvæði. Föstudaginn 12. september héldu yfir 30 eldri borgarar í skemmtiferð og leiðin lá til Suðurnesja. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Endurbætur á húsnæði

HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri tekur formlega í notkun húsnæði sitt við Hvannavelli 10 eftir umfangsmiklar endurbætur. Af því tilefni verður efnt til fjölskyldusamkomu á sunnudag kl. 17 sem markar upphaf vetrarstarfs Hjálpræðishersins sem að venju verður fjölbreytt. Fyrir börn og unglinga má nefna að sunnudagaskóli verður kl. 11, krakkaklúbbur er á miðvikudögum kl. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Eyjamenn stóðu sig vel

EYJAMENN lutu í lægra haldi, 1:3, fyrir þýzka liðinu Stuttgart í Evrópukeppni bikarmeistara á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur og frammistaða Eyjamanna þótti stórgóð. Hér má sjá þá Hlyn Stefánsson og Zvonimir Soldo kljást um boltann. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 367 orð

Fast þrýst á að vikið yrði frá reglunum

SIGURÐUR Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, telur líklegt að sú ákvörðun að banna framleiðslu á kjöt- og beinamjöli úr riðufé hafi afstýrt því að kúariða kæmi upp á Íslandi. Þessi ákvörðun var tekin árið 1978 tíu árum áður en Bretar bönnuðu að vinna kjöt- og beinamjöl úr riðufé. Sigurður segir að á sínum tíma hafi verið þrýst fast á sig að heimila að nýta riðufé í framleiðslu á kjöt- og beinamjöli. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 675 orð

Fá fyrirtæki virðast undirbúa ráðstafanir

FÁ STÓRFYRIRTÆKI virðast með sérstakar aðgerðir í undirbúningi til að útvega starfsfólki barnagæslu skelli verkfall leikskólakennara á næstkomandi mánudag, að því er fram kom í samtölum við nokkur fyrirtæki í gær. Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir enga formlega ákvörðun hafa verið tekna um hvernig sjúkrahúsið bregðist við verkfallinu. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 745 orð

Finna leiðir til að bæta ímynd fatlaðra

Átakshópur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu var stofnaður í febrúar síðastliðnum. Hlutverk hans er að finna leiðir til að bæta þá ímynd sem fatlað fólk hefur í samfélaginu. Sigurrós M. Sigurbjörnsdóttir er formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 323 orð

Flótti úr fangelsi mistókst

ÞYRLUFLUGMAÐUR beið bana er hann hugðist lenda í garði De Geerhorst-fangelsisins í Hollandi og fljúga á brott með Kólumbíumann sem þar afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl. Atvikið átti sér stað klukkan 9.30 að staðartíma í gærmorgun en fangelsið er við borgina Sittard. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 227 orð

Flugleiðir ráða 28 flugmenn

FLUGLEIÐIR hafa gengið frá ráðningu 28 flugmanna til starfa á flugvélum félagsins. Ein kona er í þessum hópi. Átta flugmenn eru ráðnir til starfa á Fokker 50 vélunum og verða lánaðir Flugfélagi Íslands í innanlandsflugið en hinir munu starfa á Boeing 757 og 737 þotum í millilandaflugi. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Forsendur ekki breyst

HÆSTIRÉTTUR telur að forsendur hafi ekki breyst svo frá því að hann hafnaði kröfu um aðgang sakborninga í fíkniefnamáli að dómskjölum að ástæða sé til að hvika frá þeirri niðurstöðu, þrátt fyrir að tveir sakborninganna hafi gengið í hjónaband og hist nokkrum sinnum. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Forsætisráðherrahjónin til Andorra

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og frú Ástríður Thorarensen verða dagana 19.­21. september í opinberri heimsókn í Andorra í boði forsætisráðherra Andorra, Marc Forné. Mánudaginn 22. september tekur forsætisráðherra þátt í Viðskiptadegi Íslands og Spánar í Barcelona sem m.a. er undirbúinn af Verslunarráði Íslands. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Freddie Filmore í Kefas, kristnu samfélagi

FREDDIE Filmore predikar í Kefas, kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópavogi, laugardaginn 20. september. "Freddie Filmore er mörgum kunnur af sjónvarpsþáttunum Frelsiskallið sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni Omega. Freddie Fillmore er forstöðumaður og stofnandi Freedom Ministies í Apopka á Flórída. Með honum í för er eiginkona hans, Eva Caroll Filmore. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Frjáls í fimmtán mínútur

MAÐUR, sem gisti fangageymslur lögreglu í fyrrinótt vegna smáþjófnaðar og ölvunar, hafði ekki lengi gengið frjáls um götur borgarinnar þegar hann féll að nýju fyrir freistingum og var handtekinn. Þegar manninum var sleppt úr haldi í gærmorgun gekk hann sem leið lá frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu suður eftir Snorrabraut. Þegar hann kom að Njálsgötu urðu fyrir honum ólæstar dyr. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fyrirlestur um val á gervifótum

STOÐTÆKJASMÍÐIN Stoð hf. á 15 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni hefur fyrirtækið ákveðið að standa fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum á næstu mánuðum. Sá fyrsti verður haldinn 24. september nk. og verður efni hans val á gervifótum fyrir neðan hné og helstu nýjungar. Í fréttatilkynningu frá Stoð hf. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 279 orð

Gífurleg fjölgun nemenda

UM 260 nemendur eru skráðir í fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri á þessu hausti og hafa aldrei verið fleiri. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt á hverri önn og á síðustu vorönn voru þeir tæplega 170. Haukur Ágústsson, kennslustjóri, segir þessa fjölgun nú miklu meiri en gert var ráð fyrir. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Haustmisseri Biblíuskólans að hefjast

HAUSTMISSERI Biblíuskólans við Holtaveg hefst mánudaginn 29. september með Alfa-námskeiði sem kennt verður í fjórða sinn við skólann. Stendur það yfir níu mánudagskvöld og einn laugardag. "Á námskeiðinu er fjallað um helstu atriði kristinnar trúar og þau rædd í hópum og fyrirspurnum svarað. Leiðbeinandi er Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri KFUM og K í Reykjavík. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Hátt, hátt til himins

ELDRI nemendur Menntaskólans í Reykjavík vígðu í gær nýnema skólans, eða busana, eins og þeir eru kallaðir. Busarnir voru sóttir inn í skólastofurnar og þeim smalað út og tolleraðir samkvæmt eldgömlum sið meðal nemenda skólans. Þessi busi virtist ekki óttast ferðina til himins enda ófáar hendur tilbúnar að grípa þegar niður kæmi. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 407 orð

Heildarkostnaður áætlaður 960 milljónir króna

PÉTUR Guðfinnsson útvarpsstjóri hefur farið þess á leit við menntamálaráðherra að tekin verði ákvörðun um að ráðast í flutning á allri starfsemi sjónvarpsins frá Laugavegi í Útvarpshúsið við Efstaleiti. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Hundar í hjólatúr

HUNDAR þurfa hreyfingu ekki síður en mannfólkið. Þessir tveir voru á harðahlaupum eftir Þórunnarstræti á Akureyri en húsmóðir þeirra steig reiðhjólið af kappi. Morgunblaðið/Kristján Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 869 orð

Í friðarins vin

NEVE Shalom heitir What al Salam á arabísku og þar freista menn þess að sýna í verki að Ísraelar og Palestínumenn geti búið saman í sátt og samlyndi ef rétt hugarfar ríkir. Arabar og gyðingar reka saman barnaskóla í þorpinu og í kennslutímunum sitja arabísk og ísraelsk börn hlið við hlið, þau leika sér saman í frímínútunum, Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ísbrjótur með tæki í álverið

RÚSSNESKUR ísbrjótur lagðist að bryggju í Hvalfirði í gær. Meðferðis hafði hann 6.000 tonn af búnaði í nýtt álver Norðuráls á Grundartanga. Búnaðurinn er hluti af Töging-álverinu í Þýskalandi sem Norðurál keypti. Verðmæti hans er um 10% af heildarfjárfestingu í álverinu. Tækin sem komu í gær eru m.a. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Kan nýkomið á rækjumið

LANDHELGISGÆSLAN getur ekki kannað lögskráningu áhafnar rækjuskipsins Kan BA frá Bíldudal fyrr en skipið kemur næst til Íslands. Líkur eru á að það verði ekki næstu vikurnar þar sem skipið er nýkomið á rækjumiðin á Flæmingjagrunni. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 557 orð

Kerfisbundið stolið úr ábyrgðarpósti í nafni ríkisins

STJÓRNVÖLD í austur-þýzka alþýðulýðveldinu, DDR, létu kerfisbundið stela ábyrgðarpóstsendingum sem bárust til og sendar voru frá landinu. Frá þessu er greint í tímariti félags áhugamanna um sögu þýzkrar póstþjónustu, í grein eftir Wolfgang Albrecht, sem um árabil starfaði hjá vestur-þýzku póstþjónustunni sem yfirmaður öryggiseftirlits með póstsendingum. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Kjördæmi sameinuð og Reykjavík skipt í tvennt

FULLTRÚAR þingflokkanna hyggjast á næstu mánuðum vinna tillögur að breyttri kosningalöggjöf og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður hugmyndin um stækkun fámennustu kjördæmanna og skiptingu þeirra stærri þá rædd af fullri alvöru. Samkvæmt því yrðu Vesturland og Vestfirðir sameinuð, og einnig Norðurland eystra og Norðurland vestra, en Reykjavíkurkjördæmi yrði skipt í tvennt. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 314 orð

Kynferðisafbrot gagnvart börnum fyrnist ekki

UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhildur Líndal, hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki. Þórhildur vill að tekið verði upp ákvæði í almennum hegningarlögum um eins árs lágmarksrefsingu vegna kynferðisafbrota samkvæmt 202. gr. laganna. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kyrrsetningu ekki aflétt

EKKI hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta kyrrsetningu Super Puma-þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, að sögn Hafsteins Hafsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar. Loftferðaeftirlitið óskaði eftir kyrrsetningu þyrlunnar þar til fullnægjandi upplýsingar hefðu borist um orsakir þyrluslyssins undan ströndum Hálogalands í Noregi sunnudaginn 7. september. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Lagt til að ÍR-húsið verði flutt

LÖGÐ hefur verið fram tillaga í skipulagsnefnd Reykjavíkur um að íþróttahús ÍR, á horni Hofsvallagötu og Túngötu, verði flutt á sinn upphaflega stað á Landakotstúni þar sem það var reist fyrir 100 árum sem bráðabirgðakirkja. Lagt er til að húsið verði endurgert í upprunalegum stíl og nýtt sem safnaðarheimili og fyrir unglingastarf. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Laufey Margrét sýnir

LAUFEY Margrét Pálsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í International Gallery of Snorri Ásmundsson í Kaupvangsstræti í kvöld, föstudagskvöldið 19. september, kl. 22. Þetta er 6. einkasýning hennar en einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Yfirskrift sýningarinnar er "Ævintýri hvítu rósarinnar". Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Lausaganga búfjár bönnuð á vatnsöflunarsvæðum

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt bann við lausagöngu búfjár á vatnsöflunarsvæði Vatnsveitu Akureyrar í Hlíðarfjalli og í vestanverðum Glerárdal. Bannið gildir á tímabilinu 1. október til 1. maí ár hvert og tekur það gildi frá og með 1. október á næsta ári, 1998. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

LEIÐRÉTT

ÞAU mistök urðu við birtingu greinar Jóns Steindórs Valdimarssonar, "Reglubyrði og samkeppni", sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, að millifyrirsögnin "...nema við?" bættist aftan við málsgreinina á undan. Brenglaðist þannig texti höfundar. Er hann og aðrir hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 115 orð

Leifur kominn heim

STYTTAN af Leifi heppna var fest á sinn gamla stall í gær, en undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir í Skólavörðuholti og stallurinn meðal annars verið lagfærður. Stallurinn var farinn að gliðna í sundur og sá Ístak um að lagfæra hann. Um leið var stallurinn færður til um einn metra til suðurs. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 358 orð

Lét Kúba "Che" Guevara róa?

ERNESTO "Che" Guevara, sem á sjöunda áratugnum var ímynd byltingarsinnans, lét lífið í skæruhernaði í Bólivíu árið 1967 vegna þess að stuðningsmenn hans á Kúbu létu undan þrýstingi Sovétmanna og hættu að styðja hann, að því er kemur fram í nýrri bók eftir Jorge Castaneda, mexíkanskan sagnfræðing. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 76 orð

Líflátnir á aðaltorgi Grozní

Reuter TVEIR Tsjetsjenar voru leiddir fyrir aftökusveit og teknir af lífi á aðaltorgi Grozní, höfuðborgar Tsjetsjníu, í gær frammi fyrir þúsundum manna. Mennirnir voru dæmdir samkvæmt lögum sem grundvallast á kennisetningum Kóransins, helgirits múslíma, en þeir voru sakaðir um að hafa myrt konu og tvö barna hennar með "köldu blóði". Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 428 orð

Lífrænt vottað lambakjöt á matseðli Fiðlarans

FIÐLARINN á Akureyri er fyrst veitingahúsa hér á landi til að hafa lífrænt vottað lambakjöt á boðstólum. Tveir bændur, Andrés Kristinsson á Kvíabekk í Ólafsfirði og Pétur Þórarinsson og Þórarinn sonur hans í Laufási, hafa fengið vottun frá Vistfræðistofunni, vottunarstofu fyrir lífrænt ræktaðar landbúnaðarafurðir. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 43 orð

Málfundur alþjóðasinna

MÁLFUNDAFÉLAG alþjóðasinna heldur málfund föstudaginn 19. september kl. 17.30 að Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. Fjallað verður um efnið andstaða verkafólks, efnahagsástandið í heiminum, af alþjóðlegri verkalýðsráðstefnu á Kúbu í ágúst sl. Framsögu hefur Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir, félagi í Verkalýðsfélaginu Framsókn. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 913 orð

"Menntun er í auknum mæli að verða alþjóðleg"

Þrjátíu og sex íslenskir sjúkraþjálfarar hófu nýverið fjarnám í sjúkraþjálfun við St. Augustine-háskólann í Flórída í Bandaríkjunum. Arna Schramræddi af þessu tilefni við Stanley V. Paris, prófessor í sjúkraþjálfun, sem skipuleggur námið. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 252 orð

Mexíkómaður tekinn af lífi

MEXÍKÓSKUR fangi, sem var dæmdur til dauða fyrir morð, var tekinn af lífi í Virginia Beach í Bandaríkjunum á miðvikudag þótt stjórnvöld í Mexíkó hefðu óskað eftir því að dómurinn yrði mildaður. Mario Benjamin Murphy var tekinn af lífi með banvænni sprautu. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 284 orð

Náttúruverndarsamtök Íslands segja Landsvirkjun brjóta gegn eigin umhverfisstefnu

Náttúruverndarsamtök Íslands segja Landsvirkjun brjóta gegn eigin umhverfisstefnu NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands segja Landsvirkjun hafa að engu nýkynnta umhverfisstefnu fyrirtækisins með því að hefja framkvæmdir við Búrfellslínu 3A, Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

Nýtt og fullkomið bifreiðaverkstæði

FYRIRTÆKIÐ Kraftbílar ehf. hefur opnað nýtt og fullkomið bifreiðaverkstæði á Draupnisgötu 6 á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað í lok síðasta árs og í kjölfarið var húsnæðið á Draupnisgötu 6, sem hýst hafði starfsemi Dreka, keypt. Hluthafar í Kraftbílum eru nokkrir starfsmenn félagsins og Kraftur ehf. í Reykjavík. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 192 orð

Opið hús hjá Sjálfefli

OPIÐ hús, þar sem kynnt verður starfsemi Sjálfeflis fyrir næsta vetur, verður í húsnæði félagsins að Nýbýlavegi 30 (gengið inn frá Dalbrekku) frá kl. 16­19 laugardag og sunnudag. Á kynningunni gefst fólki kostur á því að spjalla við þá sem þar starfa og fá smá"sýnishorn" af vinnu þeirra (nuddarar gefa stutt nudd, stjörnuspekingur stuttan lestur o.s.frv.). Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Ófært að hrinda af stað samstarfsviðræðum A- flokka

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Hafnarfirði (ABH) telur ófært og til lítils við núverandi kringumstæður að hrinda af stað viðræðum um hugsanlega samvinnu Alþýðubandalags og Alþýðuflokks eftir næstu bæjarstjórnarkosningar eða um sameiginlegt framboð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsfundar í ABH sl. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 463 orð

Óhugsandi að reka slysadeild og bráðasjúkrahús án geðdeildar

GEÐHJÁLP, samtök fólks með geðsjúkdóma og aðstandendur þeirra, mótmæla harðlega áformum um niðurskurð í geðheilbrigðisþjónustu í samkomulagi heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóra. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 591 orð

Ótvíræð heimild vegna endurinnritunargjalda

Menntamálaráðuneytið Ótvíræð heimild vegna endurinnritunargjalda Í TILEFNI af grein Svavars Gestssonar í Morgunblaðinu 11. september sl. þar sem hann dregur í efa að lagastoð sé fyrir setningu reglugerðar um endurinnritunargjöld í framhaldsskólum. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 97 orð

Reuter

STÓRI, hvíti flöturinn á þessari mynd af jörðinni er mikill, hlýr sjávarmassi í Kyrrahafinu, við miðbaug austan daglínunnar, að því er fram kemur í frétt frá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Myndin er unnin með mælingum á sjávarhæð í Kyrrahafi og vatnsgufu í andrúmslofti, og voru tvö gervitungl notuð við mælingarnar. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 54 orð

Reuter

ELDUR logar glatt í húsi við höfnina í bænum Kwintsheul í Hollandi aðfaranótt gærdagsins. Slökkvilið bæjarins fékk liðsauka slökkviliðs frá nágrannabyggðum og barist var við eldinn í fimm klukkustundir, en allt kom fyrir ekki, húsið, sem hafði nýlega verið gert upp, brann til kaldra kola. Enginn slasaðist alvarlega í brunanum. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 96 orð

Rætt um kynþáttahyggju

FÉLAG stjórnmálafræðinga stendur í dag, föstudag, fyrir opnum hádegisverðarfundi undir yfirskriftinni "Hvað er kynþáttahyggja?" Framsögumaður á fundinum verður Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur sem hefur rannsakað fyrirbærið kynþáttahyggju ofan í kjölinn og samið bók um efnið, sem kemur út hér á landi snemma á næsta ári. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Sala áskriftarkorta hafin

SALA áskriftarkorta á sýningar Leikfélags Akureyrar í vetur er hafin, en sýnd verða fjögur verk í vetur. Verð á kortum sem gilda á öll fjögur verkefni vetrarins kosta 5.000 krónur en kort á fjórar frumsýningar kosta 6.000 krónur. Einnig er hægt að kaupa kort sem gilda á þrjár sýningar og kosta þau 4.000 krónur, en 4.500 gildi þau á frumsýningar. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 385 orð

Sátt um brottför landnema frá Ras al-Aoud

STJÓRNVÖLD í Ísrael kváðust í gær hafa náð samkomulagi við ísraelska landnema, er sest höfðu að í tveim húsum í hverfi Palestínumanna í Austur-Jerúsalem, um að þeir yrðu þaðan á brott sjálfviljugir. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir áframhaldandi veru gyðinga í húsunum, og aðstoðarmaður Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, sagði samkomulagið vera blekkingu. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 67 orð

Selma Björk sýnir postulínsdúkkur

DÆGRADVÖL kynnir listamann septembermánaðar í Haukshúsum, Bessastaðahreppi, á morgun, laugardag, kl. 14­17. Listamaður mánaðarins er Selma Björk Petersen, sem sýnir postulínsdúkkur og lýsir gerð þeirra fyrir áhugafólk. Selma útskrifaðist sem sjúkraliði árið 1979 og hefur unnið við það meira og minna síðan. Hún útskrifaðist frá Iðnskóla Hafnarfjarðar sl. vor með dúkkugerð sem valfag. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Septembervaka KFUM og KFUK

KFUM og KFUK í Reykjavík bjóða til septembervöku í húsi félaganna, Holtavegi 28, gegnt Langholtsskóla, sunnudagskvöldið 21. september kl. 20. Þorvaldur Halldórsson mun leiða söng og lofgjörð og Ragnar Gunnarsson hafa hugvekju. Boðið verður upp á fyrirbæn fyrir þá sem þess óska. Allir eru velkomnir á vökuna. Meira
19. september 1997 | Landsbyggðin | 58 orð

Skeiðaréttir vinsælar hjá ferðamönnum

Selfoss­Fjöldi fólks var samankominn í Skeiðaréttum síðastliðinn laugardag. Réttirnar, sem áður voru á föstudögum, hafa verið færðar yfir á laugardaga. Þetta er gert í þeim tilgangi að auðvelda almenningi og ferðamönnum aðgang að réttunum. Þessar breytingar hafa mælst vel fyrir hjá innlendum og erlendum ferðamönnum, sem fjölmenntu í réttirnar og skemmtu sér vel. Meira
19. september 1997 | Landsbyggðin | 154 orð

Snjóflóðavarnagirðing endurnýjuð

Ólafsvík-Nú stendur yfir viðgerð og endurnýjun að hluta á snjóflóðavarnagirðingu fyrir ofan Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. Verið er að setja upp nýja staura og endurnýja netið að hluta. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

"Spice Girls dansar"

KYNNING á "Spice Girls dönsum" fyrir börn og unglinga verður á efri hæð Ráðhúskaffis næstkomandi laugardag, 20. september, frá kl. 16 til 16.50. Jóhann Örn Ólafsson danskennari kennir vinsælustu dansana við tónlist einnar vinsælustu hljómsveitarinnar um þessar mundir. Aðgangseyrir er 500 krónur. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

Stal tækjum og geisladiskum

Stal tækjum og geisladiskum BROTIST var inn í verslun á Frakkastíg í fyrrinótt. Þjófurinn, eða þjófarnir, hafði á brott með sér sjónvarptæki, myndbandstæki, hátalara og um eitt þúsund geisladiska. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 93 orð

Stóraukinn áhugi á fjarkennslu

NEMENDUM í fjarkennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur fjölgað um nærri 100 manns frá síðasta skólaári. Um 260 nemendur eru núna skráðir í skólann. Nemendurnir eru staddir víða um land og um allan heim. Við skólann nemur fólk sem býr í Namibíu, Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 866 orð

"Stórt skref aftur til fortíðar"

EFASEMDIR eru uppi um ágæti þeirra breytinga á starfsemi geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur sem nýtt samkomulag heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjórans í Reykjavík gerir ráð fyrir, en samkvæmt því á að flytja geðdeildina úr aðalbyggingu sjúkrahússins yfir á Grensásdeild, nánar tiltekið 3. hæð hússins, þar sem taugadeildin er nú. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 267 orð

Sveigjanleika þörf á vinnumarkaði

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur Efnahags- og myntbandalag Evrópusambandsins (EMU) svo gott sem í höfn. Hins vegar þurfi ESB- ríkin nú að snúa sér að því að auka sveigjanleika evrópsks vinnumarkaðar og skera niður atvinnuleysis- og velferðarbætur. Meira
19. september 1997 | Landsbyggðin | 185 orð

Sveitarstjórnarmenn komi til samstarfs

Ísafirði-Aðalfundur Skólastjórafélags Vestfjarða sem haldinn var í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í samningamálum skólastjóra og kennara. Meira
19. september 1997 | Smáfréttir | 34 orð

SÝNING á listaverkum sem eru vinningar í happdrætti til styrktar byggi

SÝNING á listaverkum sem eru vinningar í happdrætti til styrktar byggingu nýs skátaheimilis Hraunbúa í Hafnarfirði stendur yfir í Kaffistofu Hafnarborgar dagana 19.­25. september. Skátar munu á næstu dögum ganga í hús og bjóða miðana. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 300 orð

Tillagan sögð hamla framtíðarnýtingu

Í NÝRRI bók er tillaga að svæðisskipulagi Miðhálendisins harðlega gagnrýnd, m.a. fyrir að gera verndunarsjónarmiðum of hátt undir höfði. Bókin nefnist Ísland hið nýja, og segja bókarhöfundarnir, Trausti Valsson skipulagsfræðingur og Birgir Jónsson jarðverkfræðingur, að nefndin, Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Tólf ára drengur slasaðist mikið

TÓLF ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl á Bústaðavegi um kl. 8 í gærmorgun. Drengurinn slasaðist mikið, m.a. á höfði. Hann var ekki með hjálm. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var drengurinn að fara yfir Bústaðaveginn á gangbraut vestan við Sogaveg. Bíll, sem var ekið austur Bústaðaveg, skall á drengnum. Umferðarljós eru við gatnamótin og logaði grænt fyrir bílaumferð. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 212 orð

Tónleikar til styrktar Tékkum

TÓNLEIKAR til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Tékklandi verða haldnir í Háskólabíói á morgun, laugardaginn 20. september, kl. 14 undir yfirskriftinni "Neyðarhjálp úr norðri". Í fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikanna segir, að ennþá séu 12.000 manns heimilislaus í Tékklandi eftir flóð sem gengu yfir landið fyrir tveimur mánuðum. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 107 orð

Tveir skákmenn náðu áfanga

TVEIR efstu menn á Skákþingi Íslands, Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson, tefldu saman í gærkvöldi og sömdu um jafntefli eftir 25 leiki. Önnur úrslit urðu þau að Sævar Bjarnason vann Gylfa Þórhallsson, Þorsteinn Þorsteinsson vann Rúnar Sigurpálsson, Þröstur Þórhallsson vann Arnar Þorsteinsson og Áskell Örn Kárason og Bragi Þorfinnsson gerðu jafntefli. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 405 orð

Um 1.200 aðilar leggja 160 milljónir í gullleit á Íslandi

UM 1.200 erlendir hluthafar hafa lagt sem svarar 160 milljónum króna í gullleit á Íslandi með þátttöku sinni í hlutafélaginu Icelandic Gold sem stofnað hefur verið í Kanada. Fyrirtækið á helming í íslenska gullleitarfyrirtækinu Melmi á móti Kísiliðjunni og Iðntæknistofnun en gullleit Melmis hefur staðið yfir síðan í fyrra. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 272 orð

Umbúðamiðlun kaupir tvöþúsund fiskiker

SÆPLAST hf. á Dalvík hefur gengið frá stærsta sölusamningi sem félagið hefur gert við íslenskan aðila til þessa. Um er að ræða sölu á 2.000 endurvinnanlegum kerum til Umbúðamiðlunar ehf. og verða þau afgreidd á tímabilinu september 1997 og fram til mars á næsta ári. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 414 orð

Unglingar í Indlandi styrktir

SAMSTARF hefur tekist með Myllunni og Hjálparstofnun kirkjunnar um að Myllan láti þrjár krónur af hverju Heimilisbrauði renna til stuðnings börnum og unglingum á Indlandi í námi sínu. Átakið stendur út október og má búast við að þessi fjáröflun gefi nokkur hundruð þúsund krónur að sögn Kolbeins Kristinssonar, framkvæmdastjóra Myllunnar, Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 348 orð

Unnið verði að farsælli lausn á máli Sophiu Hansen

HALIL Ibrahim Özsoy, heilbrigðisráðherra Tyrklands, lofaði á fundi með Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í Istanbúl í gærmorgun að beita áhrifum sínum innan ríkisstjórnar Tyrklands til þess að unnið yrði að farsælli lausn á máli Sophiu Hansen. Fundur ráðherranna var í tengslum við Evrópufund Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sem nú stendur yfir í Istanbúl. Meira
19. september 1997 | Miðopna | 2676 orð

Verulegar breytingar á kjördæmunum á döfinni Á næstu mánuðum hyggjast fulltrúar þingflokkanna leggjast undir feld og vinna

Er nú pólitískur vilji til að jafna atkvæðisrétt landsmanna? Verulegar breytingar á kjördæmunum á döfinni Á næstu mánuðum hyggjast fulltrúar þingflokkanna leggjast undir feld og vinna tillögur að breyttri kosningalöggjöf með það að markmiði að jafna atkvæðisrétt landsmanna. Meira
19. september 1997 | Erlendar fréttir | 193 orð

Vélar bandaríska flughersins kyrrsettar

BANDARÍSKI flugherinn greindi frá því að vélar hans verði kyrrsettar í næstu viku á meðan rannsókn fer fram á öryggisráðstöfunum í kjölfar röð slysa sem kostað hafa 11 Bandaríkjamenn lífið. William Cohen, varnarmálaráðherra, gaf á miðvikudag út tilskipun um sólarhrings kyrrsetningu allra herflugvéla sem ekki sinntu bráðnauðsynlegum verkefnum. Meira
19. september 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Vistunargjöld endurgreidd

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að komi til verkfalls leikskólakennara í næstu viku verða fyrirframgreidd vistunargjöld á leikskólum fyrir septembermánuð endurgreidd fyrir þá daga sem þjónustan kann að falla niður. Verður endurgreiðslan dregin frá á næstu reikningum forráðamanna barnanna. Verkfall leikskólakennara hefur verið boðað frá og með 22. Meira
19. september 1997 | Innlendar fréttir | 393 orð

Vísað til gáleysis og geðshræringar

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 24 ára Reykvíking til greiðslu sektar og bóta í kjölfar átaka sem urðu fyrir utan skemmtistað á Höfn í Hornafirði haustið 1995. Hæstiréttur vísar til mildandi ákvæða refsilaga, þar sem maðurinn hafi verið að verjast tilefnislausri árás þriggja manna er hann sparkaði í þann fjórða sem handleggsbrotnaði. Meira

Ritstjórnargreinar

19. september 1997 | Leiðarar | 545 orð

BÆTT UMGJÖRÐ EFNAHAGSLÍFS

LEIDARI BÆTT UMGJÖRÐ EFNAHAGSLÍFS AVÍÐ ODDSSON, forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni á afmælisfundi Verzlunarráðsins, að Íslendingar hafi gjörbreytt efnahagsumgjörðinni á síðustu árum og tryggt stöðugleika. Meira
19. september 1997 | Staksteinar | 343 orð

»Tveggja vikna frí fyrir feður VEF-ÞJÓÐVILJINN, sem gefinn er út á alnetinu, r

VEF-ÞJÓÐVILJINN, sem gefinn er út á alnetinu, ræðir á þriðjudag þrenns konar mál, m.a. umfjöllun Stöðvar 2 um kennaradeiluna og tveggja vikna frí fyrir karlmenn, feður, sem starfa hjá hinu opinbera, svo að þeir geti kynnzt börnum sínum. Meira

Menning

19. september 1997 | Fólk í fréttum | 79 orð

Alvara lífsins

NÝTT sjónvarpsþáttatímabil er að hefjast í Bandaríkjunum um þessar mundir og vaknar forvitni manna á örlögum og uppátækjum aðalsöguhetja uppáhaldsþáttanna. Að sögn Jason Priestleys, Brandons í Beverly Hills, er það harka lífsins sem verður viðfangsefnið í vetur. Krakkarnir eru útskrifaðir úr háskóla og þurfa nú að finna sér vinnu við misgóðar undirtektir. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 127 orð

Andinn nær yfirtökunum

NÝLEGA sögðum við frá því að leikstjórinn Jean-Jacques Annaud (Leitin að eldinum, Nafn rósarinnar) og Brad Pitt (sem allir vita hver er) hafi verið að gera mynd um austurrískan aðstoðarmann Dalai-lama. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 289 orð

Auglýsingaspjöld í anddyri Norræna hússins

SÝNING í anddyri Norræna hússins á auglýsingaspjöldum verður opnuð í dag, föstudag, kl. 17. Auglýsingaspjöldin birtust í Rafskinnu á árunum 1935-1957. Rafskinna var til sýnis í sérstökum auglýsingaglugga við Verslun Haraldar Árnasonar í Austurstræti og kannast allir eldri borgarar Reykjavíkur við þessa sérstöku auglýsingabók, þar sem helstu fyrirtæki landsins auglýstu vörur sínar og þjónustu. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 193 orð

"Babylon" í Þýskalandi

LEIKHÓPURINN Perlan tekur um þessar mundir þátt í samstarfsverkefni fimm Evrópuþjóða á sviði leiklistar. Það eru leikhópar frá Danmörku, Ítalíu, Portúgal og Þýskalandi auk íslenska leikhópsins sem taka þátt í samstarfinu. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 165 orð

Bestu myndirnar valdar

KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í Toronto lauk nú á dögunum með vali á bestu myndunum. Það var mynd leikstjórans Thom Fitzgerald "The Hanging Garden" sem gestir hátíðarinnar völdu sem bestu myndina en hún fjallar um samkynhneigðan mann sem snýr heim til Kanada á æskuslóðir sínar. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 737 orð

Brúðkaup og blekkingar Frumsýning

FYRIR níu árum hættu Julianne (Julia Roberts) og Michael (Dermot Mulroney) saman og ákváðu að vera bara vinir. Síðan hafa þau verið bestu vinir og Michael hefur verið eini fasti punkturinn í lífi Julianne. Þau gerðu samning um það að ef hvorugt þeirra hefði fundið sér einhvern til að elska fyrir 28 ára afmælið sitt mundu þau giftast hvort öðru. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 128 orð

Carey vinsælasta söngkona áratugarins

SÖNGKONAN Mariah Carey er söluhæsta söngkona tíunda áratugarins í breiðskífum talið. Hafa plötur hennar selst í ríflega 80 milljónum eintaka síðan sú fyrsta kom út árið 1990. Það heyrir því óneitanlega til tíðinda að ný breiðskífa er væntanleg með Carey sem nefnist "Butterfly". Fyrsta smáskífulagið er komið út og nefnist það "Honey". Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 92 orð

Eilíf spor Michael Douglas

LEIKARINN Michael Douglas skildi varanleg spor eftir sig í síðustu viku þegar hann lagði hendur sínar og fætur í steypu fyrir framan Mann's Chinese Theater í Hollywood. Douglas bættist þar með í hóp þeirra fjölmörgu stjarna sem hafa verið heiðraðar með þessum hætti í kvikmyndaborginni. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 675 orð

Eldfórn og mannrán

FJÖLDI bóka kemur út hjá Máli og menningu fyrir jólin, en margar útgáfubækur ársins eru þegar komnar út. Tvær ljóðabækur eru væntanlegar fljótlega: Sonnettur eftir Kristján Þórð Hrafnsson og Ljóð eftir Stefán Snævarr. Heilyndi, kvæðabók Erlings Sigurðarsonar, kom út fyrir skömmu. Solka, ný skáldsaga Björns Th. Björnssonar, kom út í vor. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 379 orð

Fersk sýn á hefðbundinn djass

LOKATÓNLEIKAR RúRek djasshátíðarinnar verða á Hótel Sögu í kvöld kl. 21. Fransk-bandaríski djasspíanóleikarinn Jacky Terrasson kemur fram með tríói sínu, trommuleikaranum Ali Jackson og bassaleikaranum Ugonna Okegwo. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 38 orð

Frátekið borð í Vestmannaeyjum

LEIKÞÁTTURINN Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur verður sýndur á Hótel Bræðraborg í Vestmannaeyjum á morgun, laugardag, kl. 20 og sunnudag kl. 21. Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. Meira
19. september 1997 | Tónlist | 466 orð

Glæsilegur einleikur

Flutt voru verk eftir Schubert, Brahms og Tsjajkovskí. Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Stjórnandi: B. Tommy Andersson. TÓNLEIKARNIR hófust á forleik, sem sagður er vera fyrir leikverkið Rósamundu en mun vera í raun forleikur að singspiel-verki, sem ber heitið Töfraharpan og Schubert greip til, þegar mikið lá á, fyrir frumsýninguna á Rósamundu. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 540 orð

Gospelstemmning Margrétar

TÓNLEIKAR til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Tékklandi verða haldnir í Háskólabíói á morgun. Margrét Pálmadóttir, söngkona og kórstjórnandi, mun koma fram ásamt kórnum Vox Feminae. Rakel Þorbergsdóttirræddi við Margréti sem eignaðist sitt fimmta barn fyrir þremur vikum. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 245 orð

Hryllingur og klikkun Flokksdeildin (Platoon)

Framleiðandi: Hemdale Film. Leikstjóri og handritshöfundur: Oliver Stone. Kvikmyndataka: Robert Richardson. Tónlist: Georges Delerue. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Charlie Sheen og Willem Dafoe. 115 mín. Bandaríkin. Orion/Háskólabíó 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 753 orð

Íslenskur maður drepinn í bíó

MORÐSAGA vakti gífurlega athygli hér á landi á sínum tíma og um það bil helmingur þjóðarinnar fór í bíó að sjá þjóðkunna leikara á borð við Steindór Hjörleifsson og Guðrúnu Ásmundsdóttur á hvíta tjaldinu ásamt hópi ungra og lítið reyndra áhugamanna. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 205 orð

Kasper í léttum anda

NÚ ER búið að gera nýja mynd um vinalega drauginn Kasper, og þann 30. september mun hann birtast íslenskum aðdáendum sínum á ný. Það verður þó ekki á hvíta tjaldinu, því myndin, sem mun heita "Kasper í léttum anda", verður einungis gefin út á myndbandi. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 261 orð

Konan á bakvið lögin Lagahöfundurinn (Grace of my Heart)

Framleiðendur: Ruth Charny og Daniel Hassid. Leikstjóri: Alison Anders. Handritshöfundur: Alison Anders. Kvikmyndataka: Jean Yves Escoffier. Tónlist: Larry Klein. Aðalhlutverk: Illena Douglas, John Turturro, Eric Stoltz, Burce Davison, Patsy Kensit, Matt Dillon, Bridget Fonda. 111 mín. Bandaríkin. Cic myndbönd 1997. Útgáfudagur: 19.ágúst. Myndin er öllum leyfð. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 200 orð

Krúttkór kirkjunnar

LITLI kór Langholtskirkju, sem kallaður hefur verið krúttkórinn, kom saman í fyrsta skipti á miðvikudaginn var. Kórinn er skipaður fjögurra til sjö ára börnum. "Þau mæta einu sinni í viku í kirkjuna, syngja saman, fara í leiki og hlýða á tónlist," segir Ágústa Jónsdóttir, tónmenntakennari, sem hefur umsjón með kórnum. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 80 orð

"Landslag í nærmynd" á Akranesi

STEFÁN Magnússon opnar sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugardag, kl. 14. Stefán er fæddur árið 1951 og hefur stundað nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur frá árinu 1992. Verkin á sýningunni eru olíumálverk unnin á þessu ári og þema sýningarinnar er "Landslag í nærmynd". Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 612 orð

Landslag myndað með hjartanu

FINNSKT búsetulandslag nefnist ljósmyndasýning sem opnuð verður í Bogasal Þjóðminjasafns á morgun, laugardag. Á sýningunni eru ljósmyndir sem Finninn Tapio Heikkel¨a hefur tekið í finnsku búsetulandslagi. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 163 orð

Norður-Íri með aðra hönd á hnossinu

NORÐUR-ÍRSKI rithöfundurinn Bernard MacLaverty þykir líklegastur til að fá Booker-verðlaunin, sem eru eftirsóttasta bókmenntaviðurkenning Bretlands. Hjá veðbönkum eru líkurnar á því að MacLaverty fái verðlaunin tveir á móti einum, en hins vegar er því haldið fram að erfitt sé að spá um úrslit. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 215 orð

Nýjar bækur ÚT er komið nýtt fræðirit eftir T

ÚT er komið nýtt fræðirit eftir Trausta Valsson og Birgi Jónsson um stöðu Íslands í heimi framtíðarinnar með útfærsluhugmyndum um skipulag landsins og tilveru þjóðarinnar á komandi öld. Bókin nefnist Ísland hið nýja ­ Aldamótin 2000. Útgáfan tengist ráðstefnu um skipulag Miðhálendisins. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 162 orð

Nýjar bækur ÚT er komin Varnarræða spí

ÚT er komin Varnarræða spíritistans eftir séra Sigurð Hauk Guðjónsson. Bókin fjallar um sálarrannsóknir og andmælir þeim skilningi að þær séu af hinu illa. Í kynningu segir: "Með bókinni Varnarræða spíritistans er þessum skilningi mótmælt, að sálarrannsóknirnar séu taldar afsprengi þeirrar heimsku musterisþjónanna er töldu Krist útsendara hins illa, Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 223 orð

Nýjar hljómplötur ÚT er komin hljómplatan

ÚT er komin hljómplatan Upp með þúsund radda brag sem Kór Menntaskólans að Laugarvatni hefur sent frá sér. Kórinn hefur nú starfað óslitið um sex ára skeið, eða allt frá því að stjórnandi hans, Hilmar Örn Agnarsson, kom til starfa sem dómorganisti í Skálholti árið 1991 og tók jafnframt að sér kórstjórn fyrir hinn endurvakta kór Menntaskólans að Laugarvatni. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 108 orð

Nýr stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur

SIGRÚN Þorgeirsdóttir tekur við kórstjórn Kvennakórs Reykjavíkur af Margréti J. Pálmadóttur, sem stofnaði kórinn formlega 8. maí 1993. Sigrún hefur lokið BS-prófi í efnafræði við Háskóla Íslands, lokið 8. stigi í söng frá Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Sieglinde Kahmann, lokið mastersnámi í söng frá Boston-háskóla og stundað nám í kórstjórn við Flórída-háskóla. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Olíumálverk á 22

ÓMAR Stefánsson opnar sýningu á olíumálverkum á veitingastaðnum 22 á Laugavegi 22, á morgun, laugardag, kl. 17. Málverkin eru öll unnin á þessu ári og eru til sölu. Ómar er menntaður úr nýlistadeild MHÍ og málaradeild prof. Fussman í Berlín 1978­1986. Þetta er tíunda einkasýning Ómars, en hann hefur einnig tekið þátt í tugum samsýninga, gerninga og tónleika með sveit sinni, Inferno 5. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 99 orð

Óheppin Béatrice

FRANSKA leikkonan Béatrice Dalle varð fyrst þekkt fyrir að leika í kvikmyndinni "Betty Blue" eftir leikstjórann Jean-Jacques Beineix. Eftir það hefur verið fátt um fína drætti á kvikmyndaferli hennar, og hefur helst frést af henni í búðahnupli. Béatrice vekur alltaf athygli hvar sem hún fer og er eftirsótt af blaðamönnum. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 794 orð

Safnfréttir, 105,7

GREIFARNIR leika föstudagskvöld í Miðgarði, Skagafirði og laugardagskvöld í Sjallanum, Akureyri. Hljómsveitin tekur sér frí á næstunni til að klára væntanlega geislaplötu sem kemur út fyrir jólin. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 109 orð

Samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin

NÚ ER mánuður til stefnu fyrir þá sem hyggjast senda inn handrit í samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka um Íslensku barnabókaverðlaunin 1998. Fresturinn rennur út 15. október næstkomandi. Auglýst er eftir handritum að sögum fyrir börn og unglinga og kemur verðlaunabókin út hjá Vöku-Helgafelli á vordögum 1998. Verðlaunin nema 200.000 krónum auk höfundarlauna fyrir bókina. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 142 orð

Sinfóníuhljómsveit á Ísafirði

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands heldur tónleika í íþróttahúsinu á Torfnesi í kvöld, föstudag, kl. 20. Þar mun hljómsveitin flytja sömu efnisskrá og flutt var á fyrstu áskriftartónleikum sveitarinnar á þessu ári í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Á tónleikunum verður m.a. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 695 orð

S STENDUR FYRIR SPENNULEYSI

Sue Grafton: M stendur fyrir misgjörðir "M is for Malice". Ballantine/Fawcett 1997. 337 síður. Það er auðvitað misjafnt hvernig afþreyingarrithöfundar skapa sér sérstöðu en fáir gera það með svo einföldum hætti að nefna bækurnar sínar á auðkennandi hátt líkt og Sue Grafton. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 238 orð

Sýning á verkum Kjarvals í nýjum sal

OPNUÐ verður í Listasafni ASÍ á morgun, laugardag, sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. Sýning þessi er jafnframt fyrsta sýning safnsins í "Arinstofu", nýjum sal á fyrstu hæð Listasafns ASÍ á Freyjugötu 41. Þessi nýi salur er jafnframt þriðji sýningarsalurinn í safninu, en fyrr á árinu var opnaður annar salur á fyrstu hæð hússins, sem nefndur er "Gryfja". Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Sýningum lýkur

Í NÝLISTASAFNINU standa yfir sýningar Olgu Bergmann og Önnu Hallin í neðri sölum. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal. Þessum sýningum lýkur sunnudaginn 21. september. Í Súmsal sýnir Nikolaj Pavlov frá Jakútíu. Henni lýkur á morgun, laugardag. Árni Herbertsson er gestur safnsins í Setustofunni. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14­18 nema mánudaga. Meira
19. september 1997 | Fólk í fréttum | 159 orð

Söngur og gleði í réttum

RÉTTIR eru fjölmennar samkomur þar sem vinir og kunningjar koma saman og ýmis þjóðþrifamál ber á góma. Enda er það stundum eina skiptið á árinu sem þeir hittast og gera sér glaðan dag. Um síðustu helgi voru réttir í uppsveitum Árnesssýslu og brá fréttaritari Morgunblaðsins sér í þrjár þeirra. Allar voru réttirnar mannmargar og á meðal þátttakenda var fólk á öllum aldri. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 123 orð

Textílsýning í Listasafni ASÍ

SEX listakonur í Textílfélaginu standa fyrir þrykksýningu í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal, sem verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 16. Þema sýningarinnar er "Blár". Listakonurnar eru Anna María Geirsdóttir, sem þrykkir á bómull; Björk Magnúsdóttir, þrykkir á flauel; Helga Pálína Brynjólfsdóttir, þrykkir á bómullarsatín; Hrafnhildur Sigurðardóttir, þrykkir myndverk á handgerðan pappír, Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 1268 orð

Til að flýja framtíðina

Til að flýja framtíðina Litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas setur nú upp þriðju sýningu sína í Þjóðleikhúsinu, Þrjár systur eftir Tsjekhov. Þröstur Helgason ræddi við hann um sýninguna þar sem hann segist vera að rannsaka fortíðina. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 130 orð

Upplausn í sænska PEN-klúbbnum

ÁTTA sænskir rithöfundar hafa gengið í finnska PEN-klúbbinn. Ástæðan er sú að sænski PEN- klúbburinn klofnaði vegna innbyrðis deilna. Orsök rifrildisins í sænska PEN- klúbbnum er að rithöfundarnir Jan Myrdal og Gun Kessle hafa varið fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar í Peking og dauðadóminn sem klerkastjórnin í Íran kvað upp yfir Salman Rushdie. Meira
19. september 1997 | Myndlist | 1034 orð

Utan garðs og innan

Olga Bergmann, Anna Hallin,Hafdís Helgadóttir. LISTKYNNING Arnar Herbertsson. Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 21. september. Aðgangur ókeypis. LISTSPÍRAN Olga Bergmann kemur frá Stokkhólmi, en menntun sína hefur hún sótt til MHÍ 1987­91, Valands skóla í Gautaborg 1989­90 og loks Handíðaskóla þeirra í Kaliforníu 1993­95. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Veðmálið áfram

SÝNINGAR á Veðmálinu eftir Mark Medoff munu halda áfram í Loftkastalanum í vetur. Verkið var frumsýnt í júlí síðastliðnum og hefur aðsókn verið góð, að sögn aðstandenda sýningarinnar. Fyrsta miðnætursýningin var á dögunum og eru fleiri sýningar fyrirhugaðar á þeim tíma á næstunni, sú næsta á morgun, laugardag. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 90 orð

"Verndun jarðar" í Ráðhúsinu

GYÐA Ölvisdóttir opnar myndlistarsýningu undir heitinu "Verndun jarðar" í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, á morgun, laugardag kl. 15. Sýningin verður opin til 30. september. Gyða útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1976 og lauk framhaldsnámi í lyf­ og handlæknishjúkrun 1980 og hefur starfað við hjúkrun síðan. Meira
19. september 1997 | Menningarlíf | 301 orð

Þrjú íslensk verk frumsýnd

HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Hermóður og Háðvör hefur nú sitt þriðja starfsár í gömlu bæjarútgerðinni í Hafnarfirði. Fyrsta verkefni hússins á komandi vetri verður Draumsólir vekja mig sem er samvinnuverkefni Íslenska leikhússins og Hermóðs og Háðvarar. Handritið hefur Þórarinn Eyfjörð unnið upp úr skáldskap Gyrðis Elíassonar en hann er jafnframt leikstjóri. Meira

Umræðan

19. september 1997 | Bréf til blaðsins | 616 orð

Að stjórna heilbrigði þjóðar

ATHYGLISVERÐ úttekt á viðhorfum manna til sameiningar sjúkrahúsa kom fram í Mbl. 7. september sl. Þar var meirihluti viðmælenda annaðhvort læknar eða hjúkrunarforstjórar í stjórnunarstöðum einhvers konar. Augljóslega eru karlmennirnir sem þar eru við stjórnvölinn ekki eins hlynntir sameiningu sjúkrahúsa og kvenmennirnir, þ.e. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | 292 orð

Atkvæðaseðillinn sem breyttist í gíróseðil

FYRIR síðustu borgarstjórnarkosningar gaf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Reykvíkingum óteljandi kosningaloforð. Varð henni tíðrætt um hve sjálfstæðismenn hefðu staðið sig illa við stjórn borgarinnar og hét því að bæta um betur kæmust hún og R-listinn til valda. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | 632 orð

Fjölbreytt starfsemi Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði

HELGINA 12.­13.júlí sl. var haldin á Sauðárkróki ráðstefnan Heilsa & Heilbrigðir lífshættir. Sauðárkróksbær, Náttúrulækningafélag Íslands og Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið stóðu að ráðstefnunni. Sauðárkróksbær átti frumkvæðið að þessari ráðstefnu í tilefni 50 ára kaupstaðarréttinda bæjarins. Náttúrulækningafélag Íslands var stofnað á Sauðárkróki 5. júlí 10 árum áður. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | 645 orð

Háskólinn með prófin á hælunum!

VIÐ Háskóla Íslands stunda um það bil 5.500 stúdentar nám á vetri hverjum. Eðli málsins samkvæmt erum við ansi misjöfn og ólík. Við höfum mismunandi skoðanir og mismunandi markmið í þessu lífi. En það er eitt og aðeins eitt, Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | 634 orð

Henry George og réttur kvótakaupenda

Í SJÖTTU grein sinni í sumar (14. ág.) fjallaði Hannes Hómsteinn Gissurarson um Henry George, sem vildi að sögn gera allan arð af landi upptækan á þeirri forsendu að eigendurnir hefðu ekkert til hans lagt. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Í skugga "Fikts"

UM DAGINN varð mér hugsað til þeirra bræðra á Bakka þegar þeir uppgvötuðu eftir langt og mikið streð við húsbyggingu að ljósið vantaði í híbýli þeirra. Tóku þeir sig til og ætluðu sér að moka inn sólarljósinu með fötu. Við vitum framhaldið eða svo ætla ég. Þannig var mér innanbrjósts þar sem ég sat í mínum fallega leðursófa miðvikudagskvöldið 3. sept. sl. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | -1 orð

Kvennalistinn og framtíðin

HINN 30. ágúst sl. var haldinn fundur í Samráði Kvennalistans sem fyrst og fremst fjallaði um það hvort Kvennalistinn ætti að halda áfram að ræða hugsanlegt samstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana eður ei. Niðurstaðan varð sú að þær konur sem vilja láta reyna á slíkt samstarf munu gera það, ekki í umboði samtakanna en þó sem Kvennalistakonur. Meira
19. september 1997 | Bréf til blaðsins | 228 orð

Leiðbeinendur óskast

ÁGÆTU skattgreiðendur. Hér sit ég og get ekki annað en hugsað til ykkar sem eins og ég sjálf greiðið skattinn mánaðarlega í þá þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á. Þegar ég, eftir stúdentspróf, fór að huga að háskólanámi varð Kennaraháskóli Íslands fyrir valinu. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | 541 orð

Samstarf einkafyrirtækja og góðgerðarstofnana

BRAUÐGERÐIN Myllan ætlar að styðja þróunarstarf á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar! Það voru góðar fréttir því þessi mál höfum við oft rætt í samstarfi landa á milli. Eftir áratuga starf að þróunarmálum og fjáröflun í Bretlandi hef ég séð að siðir og venjur í hverju landi takmarka mögulegar fjáröflunarleiðir. Meira
19. september 1997 | Bréf til blaðsins | 411 orð

Um stærðfræðikennslu

Í MORGUNBLAÐINU 10. september síðastliðinn birtist stórfurðuleg grein eftir Val Óskarsson úr Rimaskóla sem ber það hógværa heiti: "Rimaskóli tekur forystuna" en þar fjallar Valur um hina frægu TIMSS- könnun og minntist á það að áður en þær niðurstöður birtust hafi hann margsagt að hefja þyrfti átak í stærðfræðikennslu og það hafi greinilega komið á daginn. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | 480 orð

Verkfall ­ Hvers vegna?

Á MÁNUDAG 22. september hefst að öllum líkindum boðað verkfall leikskólakennara í nær öllum leikskólum landsins. Þá munu um 15.000 börn koma að lokuðum dyrum leikskólanna. Hver er ástæða þess að stétt leikskólakennara grípur til svo róttækra aðgerða sem verkfall er? Allir vita og hafa lengi vitað að leikskólakennarar og aðrir starfsmenn leikskóla eru illa launaðir. Meira
19. september 1997 | Aðsent efni | 840 orð

Við tímamót ­ hirðisbréf biskups

HERRA Ólafur Skúlason biskup hefir sent frá sér hið hefðbundna hirðisbréf, sem biskupar Íslands senda til presta og safnaða Þjóðkirkjunnar. Bréf þetta, sem er nokkuð seint á ferð á embættistíð biskups, eins og hann sjálfur gerir grein fyrir bæði í upphafi og niðurlagi ritsins, nefnir hann "Við tímamót". Meira

Minningargreinar

19. september 1997 | Minningargreinar | 216 orð

Bjarni Ágústsson

Elsku afi! Hugurinn reikar til baka til allra ánægjustundanna sem við áttum saman. Þær voru margar og þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og áhuga á öllu sem við sögðum og miðlaðir visku þinni til okkar. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 213 orð

Bjarni Ágústsson

Barnabörnin eru kóróna öldunganna, og feðurnir eru heiður barnanna (OK. 17.6.) Elsku afi, nú hefur þú fengið verðskuldaðra hvíld og því langar okkur til að minnast þín í örfáum orðum. Þú varst mikið hreystimenni og ekki er hægt að segja annað en að heilsa og hreyfing væri í fyrirrúmi. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 529 orð

Bjarni Ágústsson

Elsku tengdapabbi, með þessum orðum langar mig að kveðja þig og endurnýja nokkrar minningar frá þeim stundum sem við áttum saman. Við hittumst fyrst fyrir 24 árum sumarið 1973, þegar ég, sem fyrsti tengdasonurinn, kom til Íslands í fyrsta skiptið með Kristínu. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 295 orð

BJARNI ÁGÚSTSSON

BJARNI ÁGÚSTSSON Bjarni Ágústsson fæddist í Hróarsholti, Villingaholtshreppi, 24. desember 1914. Hann lést 12. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Bjarnadóttir, f. 8. desember 1877, d. 16. ágúst 1963, og Ágúst Bjarnason, f. 17. ágúst 1878, d. 28. júní 1928. Systkin Bjarna voru: Halldór, f. 22. ágúst 1912, d. 3. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 463 orð

Charlotte Edelstein

Fyrsti fundur okkar Charlotte Edelstein var afar sérstæður. Ég var nýkominn til Freiburg og á höttunum eftir íverustað. Mikil húsnæðisekla var í borginni svo ég var farinn að grípa til þess ráðs að spyrja fólk á förnum vegi hvort það vissi um laust herbergi eða íbúð. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 27 orð

CHARLOTTE EDELSTEIN

CHARLOTTE EDELSTEIN Charlotte Edelstein fæddist í Lauban í Slesíu 21. febrúar 1904. Hún lést í Berlín 14. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey í Berlín. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Dagbjartur Sigurðsson

Þegar árin færast yfir fjölgar þeim erfiðu stundum að sjá á bak kærum vinum, sem hafa verið manni samferða gegnum lífið. Ég var barn að aldri þegar elsta systir mín, Kristjana, giftist Dagbjarti Sigurðssyni sem lést 14. september síðastliðinn. Hann var frá Álftagerði í Mývatnssveit og þar hófu þau búskap 1936 og bjuggu þar uns systir mín lést 1990. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 506 orð

Dagbjartur Sigurðsson

Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Mig langar til að minnast tengdaföður míns, Dagbjarts Sigurðssonar, bónda í Álftagerði í Mývatnssveit, með nokkrum orðum. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 400 orð

Dagbjartur Sigurðsson

Afi og amma í Álftagerði. Ég man fyrst eftir því þegar ég trítlaði upp gamla og bratta stigann, upp í eldhúsið í Álftagerði, settist í efstu tröppuna og mælti: "Get ég fengið að gista hér einar fimm, sex nætur?" Þá var ég aðeins fjögurra eða fimm ára gömul og margar urðu næturnar eftir þetta skipti sem ég gisti hjá ömmu og afa. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 330 orð

Dagbjartur Sigurðsson

Hann afi í Álftagerði er dáinn. Tilhugsunin fyllir mig tómleika, þó svo að ég viti að nú er hann loksins búinn að hitta ömmu aftur. Það var gott að vera í návist afa, hann var svo rólegur og traustur. Oft sat ég yfir honum tímunum saman í gamla skúrnum í Álftagerði og horfði á hann slægja silung. Við sögðum ekki margt en einbeittum okkur þeim mun betur að verkinu. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 422 orð

Dagbjartur Sigurðsson

Með fáum orðum en miklum hlýhug vil ég minnast látins sóma- og drengskaparmanns, tengdaföður míns Dagbjarts Sigurðssonar í Álftagerði. Frá fyrstu kynnum fyrir tæplega 37 árum hefur mér þótt afar vænt um hann tengdaföður minn. Hann var hlýr í viðmóti en jafnframt mátti lesa úr persónu hans einurð og staðfestu. Hann var lítillátur en jafnframt afar kröfuharður við sjálfan sig. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 224 orð

DAGBJARTUR SIGURÐSSON

DAGBJARTUR SIGURÐSSON Dagbjartur Sigurðsson fæddist 28. september 1909 í Sandvík í Bárðardal. Hann lést 14. september á sjúkrahúsinu á Húsavík. Hann var sonur Sigurðar Friðrikssonar frá Sveinsströnd í Mývatnssveit og Bjargar Þorsteinsdóttur. Alsystur Dagbjarts voru Sigrún, sem dó ung, og Lára, húsfreyja á Stöng í Mývatnssveit. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 525 orð

Guðbjörg Guðnadóttir

Amma mín var lengi búin að tala um það að bráðum fengi hún að sofna. Fyrstu minningar mínar af ömmu Guðbjörgu voru þær að hún var alltaf að gauka að mér og bróður mínum nammi og kók. Amma átti þá heima í sama húsi og við, og vorum við hjá henni öllum stundum. Þegar ég og Gunnar bróðir minn byrjuðum í skóla, haustið 1974, fæddist litli bróðir okkar. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 291 orð

Guðbjörg Guðnadóttir

Fyrir 20 árum á vordegi, var ég að slá lóðina hjá mér á Laugarnesveginum, sem ekki er í frásögur færandi. Kemur þá grannkona mín úr næsta húsi, er þar hafði búið í nokkur ár, niður tröppurnar, stöðvar gönguna á miðri leið og horfir á mig. Ég slekk á vélinni og lít á konuna. Ekki var ég málkunnugur henni og ekki töluðum við saman í það skiptið. Einungis horfðumst í augu alllanga stund. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 113 orð

GUÐBJÖRG GUÐNADÓTTIR

GUÐBJÖRG GUÐNADÓTTIR Guðbjörg Guðnadóttir fæddist í Reykjavík 17. október 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. september síðastliðinn. Hún var dóttir Guðna Jónssonar, f. 1864, d. 1926, og Guðrúnar Sigurbjargar Árnadóttur, f. 1872, d. 1955. Guðbjörg giftist Gunnari Helga Sigurðssyni, f. 1897, d. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 183 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Laugardagsmorguninn 13. september var ég vakin upp við þær hræðilegu fréttir að Guðný væri dáin, ég trúði því ekki og trúi varla enn. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér, af hverju Guðný? Það er sorglegt þegar svo ung kona er hrifsuð burt úr blóma lífsins, það er víst ekki spurt að því, en satt er það, þeir deyja ungir sem Guð elskar. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 653 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Guðný Alda Snorradóttir Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalar stúf. og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 84 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Elsku Guðný Alda okkar. Við þökkum þér af öllu hjarta fyrir þann tíma sem við áttum saman. Það kemur enginn í þinn stað. Við munum aldrei gleyma þér og við söknum þín sárt. Nú ertu ávallt Guði falin. Engilbert, afi, mamma, pabbi, Victoria, Páll Dean. Leah, Richard og fjölskyldur. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 423 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Það var eins og dregið væri fyrir sólu er við heyrðum af andláti bestu vinkonu okkar, Guðnýjar Öldu. Guðný var þannig úr garði gerð að hún kom til dyranna eins og hún var klædd og líkaði öllum vel við hana. Hún lék alltaf á als oddi þegar við komum til hennar og ófáar eru stundirnar sem við eyddum saman á heimili hennar. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 272 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Okkur langar í fáeinum orðum að minnast samstarfsstúlku okkar sem lést skyndilega aðfaranótt 13. september sl. Það ríkti mikil sorg á vinnustað okkar mánudaginn 15. sept. eftir fráfall Guðnýjar. Við áttum von á því að hún geystist hér inn eins og henni einni var lagið, skælbrosandi og byði okkur góðan daginn. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 240 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Snemma að morgni 13. september fékk ég þau sorglegu tíðindi að Guðný væri dáin. Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og þurfti dágóðan tíma til að jafna mig áður en ég gat hringt í hinar samstarfsstúlkur hennar. Guðný kom til starfa í kaupfélaginu haustið 1991 og bjó þá í Keflavík, síðar fluttist hún til Sandgerðis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum Engilbert Adolfssyni. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 618 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Hún Guðný er dáin, kl. rúmlega 8 á laugardagsmorguninn 13. september hringdi Fanney grátandi í mig og sagði að Guðný væri dáin. Ertu að meina Guðnýju okkar, Guðnýju Öldu sem vinnur með okkur? Það var eins og ég væri að vona að hún meinti einhverja aðra Guðnýju en þá sem ég þekkti. Þetta getur ekki verið satt. Hver á að skilja þetta? Hvað örlögin geta verið grimm og miskunnarlaus. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 187 orð

Guðný Alda Snorradóttir

Mig langar að minnast góðrar vinkonu minnar, Guðnýjar. Ég fór stundum í heimsókn til hennar með Magneu vinkonu okkar. Áttum við þrjár þá saman góðar stundir. Guðný var hlédræg í margmenni en glaðlynd, hlý og góð í litlum vinahóp, þar sem hún naut sín. Gat hún verið glettin og smástríðin. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 71 orð

GUÐNÝ ALDA SNORRADÓTTIR

GUÐNÝ ALDA SNORRADÓTTIR Guðný Alda Snorradóttir fæddist í Reykjavík 8. júní 1970. Hún lést á Borgarspítalanum 13. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Clark, f. 22.6. 1950, og fósturfaðir Ralph Clark, f. 24.5. 1943. Systkini Guðnýjar eru Viktoría og Páll. Eftirlifandi maki Guðnýjar er Engilbert Adolfsson, f. 6.11. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 126 orð

Guðný Alda Snorradóttir Ó hvar ert þú, ljós sem að lifðir í gær? Þú lifir víst enn, þó að bærist þú fjær, því birtan þín hverfur

Mig langar að minnast kærrar vinkonu og vinnufélaga, Guðnýjar Öldu. Það verður tómlegra að koma í kaupfélagið þegar hún er horfin. Alltaf hress og tilbúin að aðstoða viðskiptavinina. Hún var sérstaklega barngóð og dóttir mín Ástrós Anna fór ekki varhluta af því. Enda dáði hún hana og skilur ekki fjögurra ára gömul af hverju Guð tók hana Guðnýju sína til sín. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 293 orð

Guðrún Þórðardóttir

Nú er fallin frá Gunna afasystir okkar í Stigahlíðinni. Hún og systur hennar, Ingibjörg og Fríða, voru mikilvægur þáttur í lífi okkar allt frá upphafi, enda fá heimili jafn skemmtileg heim að sækja. Alltaf var manni tekið opnum örmum, gosflaskan var aldrei langt undan sem og hin ýmsustu sætindi. Einnig er okkur ennþá í fersku minni lestur Gunnu upp úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 35 orð

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Guðrún Þórðardóttir var fædd að Ljósalandi í Vopnafirði 3. október 1909. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík hinn 3. september síðastliðinn og fór útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju 12. september. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 982 orð

Gunnþórunn Erlingsdóttir

Foreldrar okkar fluttust árið 1912 frá Borgarfirði til Vestmannaeyja og voru tildrög þau að Gissur föðurbróðir okkar hafði sett þar upp vélaverkstæði til þjónustu við ört vaxandi vélbátaflota Eyjabúa, og hafði faðir okkar ráðist til starfa sem vélsmiður á verkstæði hans. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 564 orð

Gunnþórunn Erlingsdóttir

Þegar ég sit nú og hugsa um þig, elsku amma mín, koma upp í huga minn allar góðu minningarnar sem ég á um þig. Mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég hugsa um hversu vel þú reyndist mér alltaf. Ég gat ávallt leitað til þín og talað um hlutina við þig. Þegar ég var lítil stúlka fórum við systkinin oft í ferðalög með þér og afa heitnum í sumarbústaðinn. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 145 orð

Gunnþórunn Erlingsdóttir

Gunnþórunn er dáin. Það er með ólíkindum hvað tilkynning um andlát góðs vinar getur komið hastarlega við mann, þótt augljóst hafi verið að þetta var aðeins spurning um tíma. Fyrir mörgum árum var ég svo ljónheppin að krækja í Gunnþórunni sem makker í brids. Heppin, vegna þess að Gunnþórunn var með allra bestu spilakonum sem við áttum. En minn gróði var margfaldur í þessum makkerskap. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 151 orð

GUNNÞÓRUNN ERLINGSDÓTTIR

GUNNÞÓRUNN ERLINGSDÓTTIR Gunnþórunn Erlingsdóttir fæddist á Gilsárvöllum á Borgarfirði eystra, 10. ágúst 1911. Hún lést í Landspítalanum 12. september síðastliðinn. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 479 orð

Helgi Lárusson

Tengdafaðir minn er látinn, aðeins rúmlega sextugur, eftir mjög erfið veikindi. Hann vissi hvert stefndi þó hann léti það hafa sem minnst áhrif á líf sitt og héldi sínu striki. Það var ekki í hans sjómannseðli að láta bugast þó ágjafirnar væru orðnar þungar undir það síðasta. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 313 orð

Helgi Lárusson

Fundum okkar Helga frænda míns bar ekki oft saman, en síðast sáumst við í Grundarfirði 20. júní síðastliðinn, þegar við fylgdum frænda okkar, Sigurði Helgasyni, bónda í Lárkoti, til grafar. Þetta var á fögrum degi, en það hafði verið kalt vor og mikill snjór var í fjöllum. Við tókum einmitt eftir öllum þessum snjó í Mýrarhyrnunni, þar sem við sátum á svölunum hjá Þorvarði bróður Helga. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Helgi Lárusson

Mig langar með örfáum orðum að minnast vinar okkar, Helga Lárussonar sem andaðist á Landspítalanum tíunda þessa mánaðar eftir harða baráttu við illkynja sjúkdóm sem vann sigur að lokum. Helgi greindist með hvítblæði fyrir allmörgum árum en hann barðist hetjulegri baráttu sem var háð með reisn til hinstu stundar. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 409 orð

Helgi Lárusson

Kæri bróðir. Í dag, á útfarardegi þínum, koma í huga minn margar góðar stundir sem við áttum saman. Allt var gleðistund með þér hvar sem við hittumst. Var oft spjallað um gamla daga, um sjómennskuna og sveitina okkar fögru. Alltaf varst þú tilbúinn að ræða um hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Kom þá oft margt skemmtilegt í ljós. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 384 orð

Helgi Lárusson

Nú þegar Helgi Lárusson, mágur minn og vinur, hefur lokið lífsgöngu sinni langt um aldur fram, aðeins 61 árs að aldri, langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka. Þær eru margar samverustundirnar á liðnum árum sem við hjónin höfum átt með Helga og Lilju. Góðar eru minningarnar um góðan dreng sem Helgi var. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 164 orð

Helgi Lárusson

Örfá orð til þín, kæri Helgi. Tíminn flýgur áfram og fyrr en varir er komið að kveðjustund. Minningarnar eru ótal margar og gott að eiga þær að. Þú varst ungi, myndarlegi maðurinn sem heillaðir heimasætuna á Leiti, hana Lilju. Þið eignuðust ykkar heimili í Keflavík, stuttu áður en ég trúlofaðist mági þínum. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 200 orð

Helgi Lárusson

Hann Helgi húsvörður er dáinn. Þegar þessar fréttir bárust mér til eyrna var mér brugðið. Minningarnar tóku að streyma um hugann. Við vorum ærslafullir 13 ára unglingar í Holtaskóla árið 1974 og Helgi var húsvörðurinn. Hann hafði m.a. þann erfiða starfa að hafa stjórn á hópnum í frímínútunum. Það tókst honum vel enda beitti hann þeirri aðferð að vera vinur okkar. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 289 orð

Helgi Lárusson

Helgi Lárusson var einn þeirra mörgu er ég fyrst kynntist er ég kom til starfa í Alþýðubandalaginu í Keflavík fyrir æði mörgum árum og hefi ég haft af honum og seinna Lilju, hans ágætu konu, góð kynni þótt ekki hafi þau verið sérlega náin. Helgi var glöggur maður sem fylgdist ætíð vel með málefnum líðandi stundar og hafði ánægju af að ræða um stjórnmál. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 217 orð

HELGI LÁRUSSON

HELGI LÁRUSSON Helgi Lárusson fæddist á Krossnesi í Eyrarsveit 25. júní 1936. Hann lést á Landspítalanum 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Guðmundsson, f. 1893, d. 1952 og Sigurlaug Skarphéðinsdóttir, f. 1904, d. 1942, og var hann sjötti af átta systkinum. Systkini hans eru Guðmundur Vernharður, f. 1926, d. 1985, Lára, f. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 135 orð

Helgi Lárusson Elsku afi. Við söknum þín mjög mikið. Þú varst alltaf mjög góður við okkur. Þú hafðir gaman af að segja okkur

Elsku afi. Við söknum þín mjög mikið. Þú varst alltaf mjög góður við okkur. Þú hafðir gaman af að segja okkur brandara og syngja einhver fyndin lög. Þegar við komum í heimsókn fórum við alltaf með þér niður í geymslu að sækja ís og síðan fengum við oftast að horfa á einhverja skemmtilega mynd. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 229 orð

Ingibjörg Stefánsdóttir

Ég kynntist Ingu þegar ég var u.þ.b. þriggja ára gömul og hef því þekkt hana í 11 ár. Inga var frænka Gunnhildar bestu vinkonu minnar og bjó heima hjá henni, þá í Ásenda í Reykjavík. Inga var mér alltaf eins og nokkurs konar amma. Þegar ég var hjá Gunnhildi vorum við mikið niðri hjá Ingu (Ingu gömlu eins og við kölluðum hana) og mesta sportið var í því að máta alla skóna hennar og gömlu kjólana. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 31 orð

INGIBJöRG STEFÁNSDÓTTIR

INGIBJöRG STEFÁNSDÓTTIR Ingibjörg Stefánsdóttir fæddist á Ósi á Skógarströnd 29. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 5. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi 13. september. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 462 orð

Klara Ingvarsdóttir

Klara tengdamóðir mín var hvers manns hugljúfi, þægileg og elskuleg kona sem sýndi afkomendum sínum mikla ræktarsemi. Hún fylgdist með hverju spori, tók þátt í gleði þeirra og sorgum. "En amma átti að vera viðstödd þegar ég lyki skólanum, þegar ég eignast barnið, sem er í vændum, gleðjast með mér þegar vel gengur," sögðu barnabörnin, þegar þeim voru færðar fréttirnar af andláti Klöru. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 852 orð

Klara Ingvarsdóttir

Elsku amma mín. Mikið var áfallið þegar mamma hringdi í mig á sunnudaginn og sagði mér að þú værir dáin. Mér fannst eins og það gæti ekki verið satt. Amma, hún hefur alltaf verið til staðar og mér fannst eins og þannig yrði það að eilífu. Sársaukinn í hjarta mínu var mikill yfir því að geta ekki séð þig, talað við þig og knúsað þig aftur. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 468 orð

Klara Ingvarsdóttir

Elsku amma mín, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og okkur öll, bæði þegar eitthvað hefur bjátað á og eins á gleðistundum. Þú hefur alltaf haft faðm þinn útbreiddan fyrir okkur og verið svo hjartahlý og góð. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 234 orð

Klara Ingvarsdóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 224 orð

Klara Ingvarsdóttir

Elsku amma mín. Ég vildi að ég þyrfti ekki að kveðja þig. Ég vonaði líka svo innilega að þú fengir að sjá litla barnið mitt sem kemur í heiminn eftir svo stuttan tíma. Mig langaði svo að það fengi að finna faðminn þinn og njóta þess einhverja stund að eiga yndislegustu langömmuna. Bestu stundirnar mínar amma mín, voru hjá þér á Ægissíðunni. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 303 orð

Klara Ingvarsdóttir

Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og eftir situr sár sorg og söknuður en umfram allt yndislegar og góðar minningar um þig, elsku amma. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir börnin, barnabörnin og langömmubörnin þín. Þú gleymdir aldrei afmælisdögum og ég man einu sinni, þegar ég var úti á Ítalíu á afmælinu mínu, þá hringdir þú í mig. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 357 orð

Klara Ingvarsdóttir

Við vitum að andlát er eðlileg afleiðing þess að fá að fæðast og lifa en samt erum við aldrei viðbúin eða sátt þegar að því kemur. Því syrgjum við en við getum jafnframt glaðst því sorg okkar sprettur af ljúfum minningum tengdum þeim sem fer. Hún Klara amma kvaddi hljóðlega og óvænt. Hún var að jafna sig eftir aðgerð sem tókst vel og var öll að hressast þegar kallið kom. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 395 orð

Klara Ingvarsdóttir

Í dag verður til moldar borin móðursystur mín og góð vinkona Klara Ingvarsdóttir. Með henni er gengið annað af sjö systkinum sem oft í vinahópi eru kölluð Bergþórugötu-systkinin. það verður ekki sagt að Klara hafi alist upp við auð og allsnægtir. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 207 orð

KLARA INGVARSDÓTTIR

KLARA INGVARSDÓTTIR Klara Ingvarsdóttir fæddist 28. október 1918 á Leirulækjarseli á Mýrum. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. september síðastliðinn. Foreldrar Klöru voru Elín Guðmundsdóttir, f. 01.10. 1897, d. 17.10. 1974, og Ingvar Duus Olafsson, f. 29.9. 1896, d. 31.3. 1941. Stjúpfaðir Klöru var Bjarni Bjarnason, f. 18.7. 1890, d. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 119 orð

Klara Ingvarsdóttir Elsku amma. Eigi líður langur tími frá því að Guð gefur þangað til hann tekur aftur. Þú varst alltaf,

Elsku amma. Eigi líður langur tími frá því að Guð gefur þangað til hann tekur aftur. Þú varst alltaf, alltaf svo góð og blíð. Mér leið alltaf svo vel þegar þú varst hjá okkur. Aldrei mun ég gleyma þeim vetri þegar ég var eftir hádegi í skólanum. Þegar við leiruðum saman, fórum í bingó. Allt sem þú gerðir var gott. Ég held að enginn geti mótmælt mér. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 120 orð

Klara Ingvarsdóttir Það var fyrir 28 árum sem Kristján bróðir minn átti því láni að fagna að kynnast Málfríði, dóttur Klöru, þá

Það var fyrir 28 árum sem Kristján bróðir minn átti því láni að fagna að kynnast Málfríði, dóttur Klöru, þá var ég aðeins á fimmta ári. Það voru því margar minningarnar sem komu upp í huga mér á þessum haustdögum þegar mér bárust fregnir af andláti Klöru. Hún var sérlega væn og góð kona sem alltaf sýndi mér, og svo seinna dætrum mínum, mikinn áhuga og vinsemd. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 159 orð

Sigrún Jóhannesdóttir

Elsku hjartans amma mín. Ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir öll góðu árin sem við áttum saman, síðast nú í ágúst þegar við fórum fram í fallega fjörðinn þinn og fram að Koti, sem þér þótti svo vænt um. Þú þekktir alla sveitabæina og nöfnin á öllu fólkinu sem þar hafði búið. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 639 orð

Sigrún Jóhannesdóttir

Okkur langar í fáum orðum að minnast elskulegrar ömmu okkar, Sigrúnar Jóhannesdóttur, ömmu Rúnu, sem okkur var svo kær, jafnt í bernsku okkar, sem og seinna, þegar við komumst til vits og ára. Fyrstu minningar okkar um ömmu Rúnu eru frá þeim tíma þegar við krakkarnir áttum heima í Þorpinu á Akureyri, þrír ærslabelgir og dama, sem á stundum komum í heimsókn í Vanabyggðina, Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 125 orð

SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR

SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR Sigrún Jóhannesdóttir frá Öxnafellskoti í Eyjafirði fæddist á Ánastöðum í Sölvadal 29. maí 1912. Hún lést 12. september síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Ágústsdóttir og Jóhannes Jóhannesson, bóndi á Öxnafellskoti. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 132 orð

Sigrún Jóhannesdóttir Mig langar að skrifa nokkrar línur í minningu um langömmu mína. Amma Rúna verður jarðsett í dag,

Mig langar að skrifa nokkrar línur í minningu um langömmu mína. Amma Rúna verður jarðsett í dag, föstudaginn 19. september. Það er erfitt að ímynda sér Vanabyggð 4F án þín, elsku amma mín, en í minningunni eruð þið afi Valli fastur punktur í uppvexti og daglegu lífi mínu. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 196 orð

SIGURBJÖRG ANGANTÝSDÓTTIR

Elsku Simba, við hjónin minnumst þín með hlýhug og erum þakklát fyrir að hafa átt í þér góðan vin og starfsfélaga í gegnum árin. Við kveðjum þig með söknuði og minningarnar þyrlast upp í hugann. Minningar um jákvæða og brosmilda konu sem átti svo mikið að gefa. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 254 orð

SIGURBJÖRG ANGANTÝSDÓTTIR

SIGURBJÖRG ANGANTÝSDÓTTIR Sigurbjörg Angantýsdóttir fæddist á Mallandi á Skaga 3. febrúar 1940. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Blönduósi 10. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Angantýr Jónsson, f. 11. maí 1910, d. 28. júlí 1983, og Jóhanna Jónasdóttir, f. 15. október 1917. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 131 orð

Sigurbjörg Angantýsdóttir Þú varst mér góð amma sem lék sér við mig, við fórum oft í fjöruferð og sungum oft saman, og ósköp

Þú varst mér góð amma sem lék sér við mig, við fórum oft í fjöruferð og sungum oft saman, og ósköp varstu þolinmóð þegar þú varst að reyna að kenna mér að prjóna. Þú sagðir mér sögur sem heilluðu mig og í mínum augum varst þú ævintýradrottning. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 457 orð

Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir

Til er fólk sem maður kynnist á lífsleiðinni, sem fylgir manni upp frá því. Þó að fjarlægðir og tími skilji okkur að, þá heldur það áfram að fylgja manni í huganum. Einmitt þannig kona var Ína. Fyrir okkur hjónin og börn okkar voru Ína og Siggi óaðskiljanlegur hluti af lífinu um sjö ára skeið á Ísafjarðarárunum. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 702 orð

Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir

Að eiga góðar minningar er mikið dýrmæti. Allar minningar mínar um Ínu móðursystur mína eru ljúfar, og bera þess vott hvað hún var traust og velviljuð manneskja. Hún var svo ósínk á ástúð sína og umhyggju, gaf á báða bóga. Ína frænka fæddist á heimili móðurforeldra sinna, Ingibjargar og Brynjólfs. Meira
19. september 1997 | Minningargreinar | 33 orð

ÞORVALDÍNA AGNBORG JÓNASDÓTTIR

ÞORVALDÍNA AGNBORG JÓNASDÓTTIR Þorvaldína Agnborg Jónasdóttir var fædd á Sléttu í Sléttuhreppi, N-Ís., 5. mars 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 5. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðarkirkju 14. september. Meira

Viðskipti

19. september 1997 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Adidas kaupir Salomon S.A.

ADIDAS AG, hinn þýzki íþróttvöruframleiðandi, hefur ákveðið að kaupa hinn kunna franska framleiðanda vetraríþróttabúnaðar, Salomon S.A., fyrir 2,4 milljarða marka. Með þessum kaupum sameinast tvö þekktustu vörumerki í greininni og verður hið nýja fyrirtæki annar helzti framleiðandi sportklæðnaðar í heiminum. Meira
19. september 1997 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Besta niðurstaðan fyrir Apple

ÓLAFUR Jóhann Ólafsson segist ekkert geta tjáð sig um hvort hann hafi hafnað aðalframkvæmdastjórastöðu hjá bandaríska tölvurisanum Apple né um þær viðræður sem hann hafi átt við stjórn fyrirtækisins að undanförnu. Eins og fram hefur komið hafði Morgunblaðið heimildir fyrir því að Ólafi hefði verið boðin staða aðalframkvæmdastjóra Apple og hélt hann m.a. Meira
19. september 1997 | Viðskiptafréttir | 165 orð

ÐIslandia með fréttir á Netinu

ALNETSFYRIRTÆKIÐ Islandia Internet opnar síðdegis í dag íslenskan fjölmiðil á Netinu. Vefurinn ber nafnið Fjölnet og verður þar hægt að nálgast ýmiskonar efni s.s. fréttir, veður og íþróttir auk fræðslu og afþreyingarefnis. Að sögn Hallgríms Thorsteinssonar, framleiðslustjóra Islandia Internets, verður efni Fjölnets meðal annars unnið í samstarfi við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Meira
19. september 1997 | Viðskiptafréttir | 229 orð

»Evrópsk hlutabréf og Dow hækka

STERKARI dollar og góð byrjun í Wall Street stuðluðu að hækkun evrópskra hlutabréfa í gær. Gætni er þó ríkjandi, þar sem reynt er að meta vaxtahorfur í Bandaríkjunum og Þýzkalandi. Óvissa ríkir einnig fyrir fund sjö helztu iðnríkja heims (G7) í Hong Kong og í Frankfurt var mönnum ráðlagt að fresta viðskiptum fram yfir helgi. Meira
19. september 1997 | Viðskiptafréttir | 274 orð

Viacom og Seagram ræða USA Networks

VIACOM Inc. og Seagram Co. Ltd., hinir kunnu risar í skemmtanaiðnaðinum vestanhafs, hafa staðfest að þeir eigi í nýjum viðræðum um réttarágreining um sameignarfélag þeirra, kapalsjónvarpið USA Networks. Meira
19. september 1997 | Viðskiptafréttir | 483 orð

Viðskiptahallinn mun minni en spáð var

HALLI á viðskiptum Íslendinga við útlönd nam alls 3 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Þetta er heldur hagstæðari útkoma en á sama tímabili í fyrra þegar viðskiptahallinn var 3,7 milljarðar króna. Minni halli stafar af hagstæðari þjónustujöfnuði svo og jöfnuði launa- og fjármagnstekna og rekstrarframlaga frá útlöndum. Meira

Fastir þættir

19. september 1997 | Dagbók | 3005 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
19. september 1997 | Í dag | 164 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 19. september, verður níutíu og fimm ára Jón Magnússon frá Skuld, Lynghvammi 4, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í Hafnarborg á afmælisdaginn kl. 20.30. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 19. Meira
19. september 1997 | Dagbók | 640 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
19. september 1997 | Fastir þættir | 624 orð

Haustverkin í garðinum

NÚ ER enn eitt sumarið að hverfa svo að segja án þess að maður hafi tekið eftir því. Trjágróður hefur meira og minna lokið vexti, það eru einungis örfáar eftirlegukindur eins og gljávíðirinn sem ekki hafa áttað sig á því hvað tíminn líður. Haustblómstrandi fjölæringar taka völdin og gleðja augað þar til haustlitir trjánna og runnanna taka við. Meira
19. september 1997 | Í dag | 345 orð

ÍKVERJI rakst nýlega á umfjöllun í erlendu tímariti um að norskur

ÍKVERJI rakst nýlega á umfjöllun í erlendu tímariti um að norskur hrygningarþorskur, eða skrei eins og Norðmenn kalla hann, sé orðin tískuvara í Frakklandi sem matreiðslumenn þar í landi bíði eftir með engu minni eftirvæntingu en vínáhugamenn eftir Beaujolais Nouveau! Í greininni eru fjálglegar lýsingar á fiskinum hafðar eftir frönskum kokkum, Meira
19. september 1997 | Í dag | 430 orð

Skemmdarverk íGufunes-kirkjugarði SKEMMDARVERK hafa

SKEMMDARVERK hafa verið unnin undanfarið í Gufuneskirkjugarði. Ljósker hafa verið brotin og leiði skemmd. Í fyrra voru einnig unnin sams konar skemmdarverk og þá var legsteini hent á hliðina. Vil ég vekja athygli foreldra barna og unglinga á þessu og bið fólk um að brýna fyrir börnum sínum að þetta sé friðhelgur staður sem ætti að fá að vera í friði. Meira

Íþróttir

19. september 1997 | Íþróttir | 696 orð

Aðeins lífstíðarbann fær menn til að hætta svindli

Fyrirlestur þýska sameindalíffræðingsins Werner Franke á ráðstefnu breskra forystumanna í íþróttum í vikunni, þar sem hann segir að austur-þýsk yfirvöld með fulltingi Stasi, öryggislögreglu landsins, hafi haft umsjón með framleiðslu ólöglegra lyfja og séð til þess að íþróttamenn þjóðarinnar hafi notað þau skipulega, jafnvel frá unglingsaldri, hefur vakið ýmsar spurningar. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 123 orð

Arnar lék með AEK

ARNAR Grétarsson og félagar hans í gríska liðinu AEK unnu Dinaburg Daugavpils frá Lettlandi 5:0 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í Aþenu í gærkvöldi. Arnar kom inn á um miðjan síðari hálfleik. "Þetta var strögl til að byrja með, en vendipunkturinn í leiknum var þegar einn leikmanna þeirra var rekinn útaf. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 203 orð

Á níundu mínútu mistókst Eyjamönnum að spyrna knettinum frá

Á níundu mínútu mistókst Eyjamönnum að spyrna knettinum frá vítateig sínum og boltinn barst til Jonathans Akpoborie (nr. 19) sem skaut í varnarmann og boltinn barst til markahróksins Fredi Bobic á vítateigslínunni. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 126 orð

Ásgeir Sigurvinsson "Fer 2:1 - fyrir okkur"

ÁSGEIR Sigurvinsson var nálægt því að spá rétt um úrslit leiksins í gærkvöldi, eða hvað? "Þetta fer 2:1 ­ fyrir okkur," sagði hann þegar Morgunblaðið spurði fyrir leik, hvort hann væri búinn að spá. En þegar blaðamaður spurði hverjir þessir "við" værum, brosti Ásgeir og sagði: "Það verður bara að koma í ljós, Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 87 orð

Bestu tímarnir í 400 m

Það vekur vissulega athygli að bestu tímarnir sem náðsthafa í þessari hlaupagrein í kvennaflokki, eru flestirorðnir gamlir. Aðeins árangur frönsku stúlkunnarMarie-Jose Perec á Ólympíuleikunum í Atlanta í fyrra,kemst á lista yfir tíu bestu tímana. 47,60Marita Koch, A-Þýskalandi, 6. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 253 orð

Einn sigur og tap hjá TBR

LIÐ Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur vann einn leik og tapaði öðrum á fyrsta keppnisdegi Evrópumóts félagsliða í badminton sem nú stendur yfir í Lisburn á N-Írlandi. Í fyrsta leik mætti sveit TBR liði Hvidovre frá Danmörku og tapaði 7:0 í mjög erfiðum leik þar sem Tryggvi Nielsen var sá eini sem náði að veita Dönum einhverja keppni. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 393 orð

Ekki auðveldur sigur

Joachim Löw, þjálfari Stuttgart, var sáttur við úrslitin en ekki við leik sinna manna. "Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur og ég var ekki ánægður með leik liðsins. Nokkrir leikmenn í mínu liði voru ekki alveg með einbeitinguna í lagi og það gengur ekki. Við vorum heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk því vörnin átti það til að opnast illa. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 100 orð

Fimm Valsmenn til Rangers FIMM leikmenn ú

FIMM leikmenn úr 2. flokki Vals í knattspyrnu, sem varð Íslands- og bikarmeistari, halda ásamt þjálfara sínum, Þorláki Árnasyni, til Glasgow 5. október nk., þar sem þeir munu æfa hjá stórliðinu Glasgow Rangers til 13. október. Þetta eru þeir Stefán Helgi Jónsson, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Jóhann Hreiðarsson, Ágúst Guðmundsson og Kristinn Geir Guðmundsson. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 175 orð

Herbert og félagar byrja vel Í Belgíu

Herbert Arnarson og félagar í MP Antwerpen í Belgíu byrja leiktímabilið vel í 1. deildinni í körfuknattleik þar í landi. Liðið hefur sigrað í báðum leikjunum, en tvær umferðir eru búnar. Fyrst lagði Antwerpen meistarana frá því í fyrra, Spirau Charleroi 99:71 og síðan Quaregnon á útivelli 95:85. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 26 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Reykjavíkurmótið Karlar A-deild: Seljaskóli:ÍR - KR20 Hlíðarendi:Valur - UMFT20 Ásgarður:Stjarnan - ÍS20 B-deild: Smárinn:Breiðab. - Fjölnir19.20 Konur: Kennarask. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 200 orð

Knattspyrna ÍBV - Stuttgart1:3

Laugardalsvöllur, 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa, fyrri leikur, fimmtudaginn 18. september 1997. Aðstæður: Eins og þær gerast bestar, en nokkuð kalt. Mark ÍBV: Sigurvin Ólafsson (40.). Mörk Stuttgart: Fredi Bobic (9., 12.), Jonathan Akpoborie (69.). Markskot: ÍBV 11 ­ Stuttgart 23. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 739 orð

Meistaraefnin stóðu í Stuttgart

KNATTSPYRNUMENN ÍBV geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir 3:1 tap í gær fyrir þýska stórliðinu Stuttgart í fyrri leik fyrstu umferðar Evrópukeppni bikarhafa. Eyjamenn hafa skemmt knattspyrnuáhugamönnum í sumar með góðum leik og eru svo gott sem búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Í gær héldu þeir uppteknum hætti þó mótherjarnir væru sterkari en venjulega. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 329 orð

Minsk, Hvíta Rússlandi: Belshyna - Lokomotiv Mosk

Minsk, Hvíta Rússlandi: Belshyna - Lokomotiv Moskvu1:2 Andrei Khlebosolov (14. vsp) ­ Dmitry Loskov (49.), Alexander Borodyuk (71.) Áhorfendur: 7.000 Zagreb, Króatíu: NK Zagreb - Tromsö (Noregi)3:2 Marin Lalic (44.), Zeljko Sopic (50.), Mate Baturina (52.) ­ Stein Berg Johansen (56.), Ole Martin Arst (80.) 5. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 298 orð

Mörkin á versta tíma

"VIÐ fórum kannski svolítið fram úr sjálfum okkur í upphafi og menn voru ekki alveg í sínum stöðum eftir að fyrsta færið kom í okkar hlut," sagð Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. "Agann vantaði á upphafsmínútunum og var það meginástæðan fyrir fyrstu tveimur mörkunum sem voru mjög slæm og komu á allra versta tíma, Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 204 orð

Næturfundir í leikskóladeilunni

ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari leggur allt kapp á að leysa kjaradeilu leikskólakennara og sveitarfélaganna áður en verkfall hefst og hafa samningsaðilar fundað fram á nótt undanfarna sólarhringa. Þórir segir ekki komið í ljós enn hvort árangur næst af fundalotu síðustu daga. Enn sé breitt bil á milli samningsaðila. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 208 orð

Ódýr mörk

"ÉG er ekki fullkomlega sáttur við úrslitin því tvö af þeim mörkum sem við fengum á okkur voru frekar ódýr," sagði Sigurvin Ólafsson, markaskorari Eyjamanna. "Á móti kemur að við fengum talsvert af færum og náðum að leika þó nokkuð með boltann. Í fyrri hálfleik held ég að við höfum komið þeim í opna skjöldu. Á kafla er það mitt mat að við höfum verið að yfirspila þá. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 438 orð

"Sjálfstraustið í góðu lagi"

Eyjamenn töpuðu fyrir Stuttgart 3:1 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn var fjörlegur og geta Eyjamenn borið höfuðið hátt þrátt fyrir taðið því þeir náðu oft að skapa sér færi og stríða þýska liðinu. Ívar Bjarklind var besti leikmaður ÍBV. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 298 orð

STEFFEN Freud

STEFFEN Freud miðvallarleikmaður Dortmund verður frá æfingum í tvær vikur eftir að hafa meiðst í 1:0 sigurleik á tyrkneska félagiuu Galatassaray í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 298 orð

Stoltur af liðinu

Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, var ánægður með leik liðsins á móti Stuttgart þrátt fyrir tapið. "Við sköpuðum okkur nokkur færi og vorum kannski óheppnir að skora ekki í byrjun þegar Sigurvin fékk gott færi. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst ef við hefðum skorað þá. En við vorum að leika á móti sterku liði. Meira
19. september 1997 | Íþróttir | 184 orð

(fyrirsögn vantar)

MAGNÚS Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnulandsliðs Íslands, sem skipað er leikmönnum 16 ára og yngri. Magnús, sem var aðstoðarmaður Lukas Kostic þegar hann var með meistaraflokk KR,tók við 2. Meira

Úr verinu

19. september 1997 | Úr verinu | 629 orð

Aflinn á fiskveiðiárinu um 2,2 milljónir tonna

FISKAFLI Íslendinga á nýliðnu fiskveiðiári varð um 2,2 milljónir tonna, sem er um 200.000 tonnum meira en fiskveiðiárið þar á undan. Fiskaflinn hefur aldrei verið meiri á einu fiskveiðiári og heldur aldrei meiri sé aðeins miðað við almanaksárið. Allt síðasta almanaksár varð fiskaflinn rúmlega tvær milljónir tonna. Undanfarin ár höfum við Íslendingar verið í um 15. Meira

Viðskiptablað

19. september 1997 | Viðskiptablað | 177 orð

ÐVerslunarráð mótmælir breytingum á innheimtu VSK

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur sent fjármálaráðherra bréf vegna lagabreytingar sem tók gildi þann 1. júlí sl. um innheimtu virðisaukaskatts af þjónustu fyrir erlendra aðila sem eru með rekstur erlendis sem unnin er hér á landi. Í bréfinu er lagabreytingunni mótmælt m.a. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 16 orð

EINHENT EN EKKI ÓSJÁLFBJARGA/2GAGN OG GAMAN Í VINNUSKÓL

EINHENT EN EKKI ÓSJÁLFBJARGA/2GAGN OG GAMAN Í VINNUSKÓLA/2STÍLL Á SKÓLATÖSKUM/4MANNLEGI ÞÁTTURINN Í VINNUNNI /5LEITIN AÐ HILLUNNI/6FLJÚGANDI F Meira
19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 2086 orð

Einhent en engan veginn ósjálfbjarga

ER ÞAÐ af því að ég er einhent? spyr Edda Júlía Helgadóttir kennari og Íslandsmeistari í fótbolta þegar falast er eftir viðtali. Greinarhöfundi vefst tunga um tönn á hinum enda línunnar, enda alls óviðbúinn svo beinskeyttri fyrirspurn og örlítið miður sín yfir því að vera svona gegnsær. Meira
19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 647 orð

Gagn og gaman í Vinnuskóla Garðabæjar

VINNAN göfgar manninn segir máltækið og víst er að þeir sem stunda vinnu sem þeim finnst skemmtileg eru alla jafna sælli starfsmenn en hinir sem hafa litla ánægju af starfi sínu. Gildir þá einu á hvaða aldri fólk er. Meira
19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 388 orð

Hægra heilahvelið örvað með teikningu

"MÖGULEGT er með sérstakri teikniaðferð að virkja hægra hvel mannsheilans mun betur en flestir gera," segir Kristbjörg Olsen myndlistarmaður og kennari sem ætlar að halda teikninámskeið í október til þess að örva starfsemi hægra heilahvelsins, sem hún segir oft vera óvirkt á kostnað þess vinstra. Meira
19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 2280 orð

Leitin að hillunni Sífellt ljúka fleiri íslenskir fatahönnuðir námi og hasla sér völl í sinni grein. Fáir þeirra hafa hins vegar

Leitin að hillunni Sífellt ljúka fleiri íslenskir fatahönnuðir námi og hasla sér völl í sinni grein. Fáir þeirra hafa hins vegar lagt stund á prjónaskap. Meira
19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 967 orð

Mannlegi þátturinn í vinnunni

Hvernig ætti starfsmannastjórnun í fyrirtækjum að vera? Harkan sex? Skortir á ræktina við "mjúku" gildin? Gunnar Hersveinnspurði sérfræðing um mannlega þáttinn í vinnunni. Meira
19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 951 orð

Póstnúmer08001

KÍNAHVERFIÐ ­ Barrio Chino. Við fyrstu sýn heimkynni kakkalakka, vændiskvenna, dílera og dópista. Við nánari kynni íbúðahverfi þar sem allir búa saman meira og minna í sátt og samlyndi. Spánverjar, sígaunar, Indverjar, Pakistanar, Íslendingur, ekki margir Kínverjar. Lífsmátinn er hávær, umhverfishljóð dags og nætur renna næstum saman í eitt. Meira
19. september 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 811 orð

Stíll á skólatöskum

FLESTIR brugðust vel við þessari skrítnu spurningu okkar. Í ljós kom að úrvalið af skólatöskum í dag er mjög fjölbreytt; hliðartöskur úr striga, gamlar leðurtöskur frá foreldrum, bak- og jafnvel plastpokar voru meðal þeirra taskna sem við fengum að skoða hjá nemendum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.