Greinar laugardaginn 4. október 1997

Forsíða

4. október 1997 | Forsíða | 230 orð

Atlantis aftengd Mír

BANDARÍSKA geimferjan Atlantis var í gær aftengd rússneska geimfarinu Mír, tveimur klukkustundum síðar en áætlað hafði verið. Var töfin til að gefa geimförum tækifæri til að prófa hvort uppsetning tölvubúnaðar í Mír hefði heppnast. Meira
4. október 1997 | Forsíða | 306 orð

Hizbollah kveðst veita Hamas þjálfun

HÁTTSETTUR liðsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon sagði í viðtali, sem birtist í vikuritinu Haramoun í gær, að hún hefði veitt liðsmönnum palestínsku samtakanna Hamas og hreyfingarinnar Íslömsku Jihad þjálfun. Meira
4. október 1997 | Forsíða | 100 orð

Kveðast hafa fellt 415 Kúrda

TYRKIR kváðust í gær hafa fellt 415 uppreisnarmenn Kúrda í tæplega tveggja vikna innrás inn í norðurhluta Íraks, að því er tyrkneska fréttastofan Anatolian sagði. Um 15 þúsund tyrkneskir hermenn sækja nú að skæruliðum Verkamannaflokks Kúrda (PKK) í í Norður-Írak. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem Tyrkir ráðast inn í Írak. Bæði Írakar og Íranar hafa fordæmt árásina. Meira
4. október 1997 | Forsíða | 224 orð

Lífvörður Díönu á heimleið

TREVOR Rees-Jones, lífvörðurinn sem komst lífs af í bílslysinu sem varð Díönu prinsessu að bana, var í gær útskrifaður af sjúkrahúsi í París og fluttur til Bretlands. Rees-Jones (t.h. með derhúfu) virtist vera nokkuð reikull í spori þegar hann gekk að þyrlu, sem flutti hann til Bretlands, og var með aðra höndina í gifsi. Meira
4. október 1997 | Forsíða | 169 orð

Meira tjón á kirkju Frans frá Assisí

ÖFLUGUR jarðskjálfti reið yfir miðja Ítalíu í gær og skemmdist kirkja heilags Frans frá Assisí meira en í jarðhræringunum fyrir viku. 11 manns létust í jarðskjálftunum tveimur í síðustu viku, fjallaþorp skemmdust mikið og hluti af þaki kirkjunnar í Assisí, sem var reist á 13. öld, hrundi. Meira

Fréttir

4. október 1997 | Innlendar fréttir | 223 orð

285 dagar í opnun Hvalfjarðarganga

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra ók í gær í gegnum Hvalfjarðargöng fyrstur manna eftir að hafa sprengt síðasta haftið í göngunum. Upphaflega var áætlað að sprengja haftið í júlí á næsta ári, en nú eru horfur á að hægt verði að opna göngin fyrir umferð í þeim mánuði. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 190 orð

89 millj. til jarðræktar í stað markaðsaðgerða

FJÁRFRAMLAG ríkisins til Bændasamtaka Íslands hækkar á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpi 1998 og verður 279,1 milljón kr. í stað 180,2 millj. á yfirstandandi ári. Skýringin er sú að gerð er tillaga um að 89 milljónum kr. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Alveg sáttur við tillögurnar

"ÉG er alveg sáttur við þessar tillögur," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., um tillögur starfshóps sjávarútvegsráðherra, sem leggur til að settar verði takmarkanir á aflahlutdeild einstakra útgerðarfyrirtækja. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Alþjóðadagur kennara

ALÞJÓÐADAGUR kennara er sunnudaginn 5. október og af því tilefni stendur Hið íslenska kennarafélag fyrir kvöldskemmtun í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar munu skáld og rithöfundar í kennarastétt lesa úr verkum sínum, tónlistarmenn í kennarastétt flytja tónlist og einnig verða flutt ávörp. Húsið verður opnað kl. 20 en dagskráin hefst kl. 21. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 149 orð

Áhyggjum lýst í ályktunum

ÝMSIR hafa í ályktunum lýst áhyggjum af yfirvofandi verkfalli kennara. Morgunblaðinu hafa m.a. borist ályktanir frá kennarafundi í Einholtsskóla, þar sem harmað er það ástand sem nú ríkir í grunnskólum landsins og sagt að niðurlægjandi launakjör og óþolandi umræða um vinnusvik séu að hrekja fólk úr landi. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 140 orð

Breytingum lýkur í næstu viku

NÚ SÉR fyrir endann á stjórnskipulagsbreytingum innan Ríkisútvarpsins og er búist við að gengið verði frá síðustu málunum í þeim efnum í næstu viku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um kostnað vegna skipulagsbreytinganna. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 410 orð

Breyttur Mannréttindadómstóll á næsta ári

NÝR Mannréttindadómstóll Evrópu getur tekið til starfa í Strassborg fyrsta nóvember á næsta ári. Ítalía var hið eina af gömlu ríkjunum í Evrópuráðinu, sem átti eftir að staðfesta bókun um breyttan dómstól, en úr því er nú orðið. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 70 orð

Creutzfeldt-Jakob-veiki

LEIDDAR hafa verið líkur að því að kúariða geti borist í menn og valdið svonefndri Creutzfeldt- Jakob-heilahrörnun. Sjúkdómurinn veldur andlegri hrörnun og sjúklingar missa stjórn á vöðvahreyfingum með þeim afleiðingum að þeir halda ekki jafnvægi. Hann getur einnig valdið blindu og málleysi. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 235 orð

Dregið í netleik Morgunblaðsins

Í TENGSLUM við knattspyrnuvef Morgunblaðsins buðu blaðið og Adidas-umboðið upp á netleikinn Giskaðu á gullskóinn. Leikurinn gekk út á að giska á hvaða leikmaður Sjóvár-Almennra deildarinnar í knattspyrnu hlyti gullskóinn fyrir flest mörk skoruð á leiktíðinni, hver hreppti silfurskóinn fyrir næst flest mörk og hver bronsskóinn sem þriðji markahæsti maður deildarinnar. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 800 orð

ÐEndurbættur tölvubúnaður RB í gagnið

UNNIÐ er að eflingu tölvubúnaðar Reiknistofu bankanna og standa vonir til þess að endurbótunum ljúki í þessum mánuði. Sólon Sigurðsson, varaformaður stjórnar Reiknistofu bankanna, segir að vonast sé til þess að þar með sjái fyrir endann á þeim vandkvæðum sem komið hafa upp í Reiknistofunni í nokkur skipti á undanförnum mánuðum, en það hefur einkum orðið um mánaðamót þegar álag er mikið. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

ÐHlutabréfavísitala VÞÍ lækkar um 2%

HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings Íslands lækkaði um 2% í gær. Voru lækkanir á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum áberandi og lækkaði gengi hlutabréfavísitölu sjávarútvegs um 3,6%. Mest varð lækkunin á gengi hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni, rúm 8%, en gengi hlutabréfa í Samherja lækkaði um 3,8% og í Granda lækkuðu hlutabréf um 3%. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 290 orð

ÐVR greiðir 22 til 23 milljónir króna til ASÍ og LÍV

GREIÐSLUR Verslunarmannafélags Reykjavíkur til Landssambands íslenskra verslunarmanna og Alþýðusambands Íslands nema 22­23 milljónum króna á hverju ári, en VR er stærsta verkalýðsfélag landsins. Ef til þess kæmi að VR gengi úr Landssambandi íslenskra verslunarmanna myndi það einnig þýða úrsögn úr Alþýðusambandi Íslands. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 77 orð

Eldur í flugskýli

SLÖKKVILIÐSMENN í Brussel háðu í fyrrinótt harða baráttu við mikinn eldí flugskýli Sabenaflugfélagsins á Zaventemflugvelli, sem er stærsti flugvöllur Belgíu. Eldurinn kom upp um hálf fjöguleytið aðfaranótt gærdagsins og um 150 slökkviliðsmenn börðust við hann og tókst að ráða niðurlögum hans án þess að manntjón yrði. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 150 orð

Eldur í veitingahúsi

VERULEGAR skemmdir urðu af eldi sem upp kom á veitingastaðnum Kaffi Keflavík í fyrrinótt en ókunnugt er um eldsupptök. Veitingastaðurinn er í gömlu timburhúsi við Hafnargötu, einu elsta húsinu í Keflavík. Húsið er kjallari, hæð og ris og var íbúð í risinu, sem ekki hefur þó verið búið í um tíma. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 218 orð

Flokksþingi lokið

Reuter Flokksþingi lokið TONY Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, og næstráðandi hans, John Prescott, vöruðu flokksfélaga sína í gær við því að framundan væri umbrotatímabil og vonuðust eftir einingu í flokknum, svo hann mætti vera við völd næsta áratuginn. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 669 orð

Foreldrar geta haft áhrif á forgangsröðun

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur efndi til hugarflugsfunda með foreldrum Foreldrar geta haft áhrif á forgangsröðun Foreldrar fengu í vikunni tækifæri til að setja mark sitt á starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur fyrir árið 1998. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Framkvæmdir á Hveravöllum kærðar til umhverfisráðherra

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa kært til umhverfisráðherra úrskurð skipulagsstjóra ríkisins varðandi framkvæmdir á Hveravöllum. Framkvæmdirnar sem um ræðir eru samkvæmt deiliskipulagi, sem Svínavatns- og Torfulækjarhreppur hafa látið vinna um Hveravelli. Er þar m.a. gert ráð fyrir byggingu allt að 640 fermetra ferðamannamiðstöðvar, auk nýs aðkomuvegar, bílastæði og tjaldstæði. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 33 orð

Fræðslufundur um streitu

FRÆÐSLUFUNDUR um streitu verður haldinn í Heilsuselinu, Seljabraut 54, þriðjudaginn 7. október kl. 20­22. Fyrirlesarar eru: Hallgrímur Magnússon, læknir, Helga Jóakimsdóttir Alexandertæknikennari og Kristján Jóhannesson, sjúkranuddari. Fræðslufundurinn er öllum opinn. Meira
4. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 333 orð

Fyrirtækið gerir stóran sölusamning innanlands

FÓÐURVERKSMIÐJAN Laxá hefur gert samning við fiskeldisfyrirtækið Silung hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd um sölu á fiskafóðri. Um er að ræða sölu á 1000-1300 tonnum af fóðri á ári að verðmæti 70-100 milljónir króna. Þá hefur Valgerður Kristjánsdóttir, fiskeldis- og rekstrarfræðingur verið ráðin framkvæmdastjóri Laxár. Árni V. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 208 orð

Fyrsta skóflustunga að grunnskóla og leikskóla

FYRSTA skóflustunga að nýjum grunnskóla, Lindaskóla við Núpalind, og leikskóla við Funalind í Kópavogi voru teknar í gær. Lindaskóli á að þjóna öllu Lindahverfi, þ.e. Lindum I, II og III, sem mun verða um 3.000 íbúa hverfi. Arkitektar skólans eru Sveinn Ívarsson og Guðmundur Gunnarsson hjá Arkitektaþjónustunni. Skólinn verður 4.500 fermetrar á tveimur hæðum. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fyrsti fugl sinnar tegundar á Íslandi

ÖFLUGIR vestanvindar hafa að undanförnu hrakið norður-ameríska farfugla af leið sinni til heitari landa í Suður-Ameríku. Þessir fuglar hafa margir lent hér á landi, fuglaskoðurum til óblandinnar ánægju, en flækingar frá Norður-Ameríku sjást að jafnaði ekki oft. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 479 orð

Fækka má dauðsföllum með myndatöku um 30%

RJÚFUM þögnina er yfirskrift átaks evrópskrar viku gegn krabbameini með áherslu á leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Verkefnið nær til aðildarlanda Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Árangur af skipulagðri leit að leghálskrabbameini hér á landi er góður en misbrestur er á að konur komi reglulega í brjóstamyndatöku. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 92 orð

Gjaldheimtan í Reykjavík sameinuð tollstjóra

ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina Gjaldheimtuna í Reykjavík embætti tollstjóra frá og með næstu áramótum. Áætlaður kostnaðarauki ríkissjóðs vegna breyttrar kostnaðarskiptingar og endurskipulagningar embættisins er 48 milljónir kr. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Glerverk í galleríi Ný-hafnar

ÓLÖF Sig Davíðsdóttir opnar sýningu á glerverkum í galleríi Ný- hafnar, Tryggvagötu 15 í Reykjavík, í dag laugardag 4. október. Þetta er þriðja einkasýning Ólafar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin nefnist "Brot" og er viðfangsefni hennar í aðalatriðum tilraunir með gler og samspil þess við ljós og hin ýmsu efni. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 198 orð

Heilbrigðisútgjöld hækka um 4,5 milljarða 1995­1998

ÚTGJÖLD til heilbrigðismála vaxa að raungildi um 4,5 milljarða króna á fjögurra ára tímabili, þ.e. á árunum 1995 til 1998, gangi áætlanir fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár eftir. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis er aukningin mest í almannatryggingakerfinu eða 3,4 milljarðar króna á þessu fjögurra ára tímabili. Útgjaldaaukning til annarra heilbrigðismála, m.a. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Kaffisala í Breiðholtskirkju

AÐ LOKINNI messu í Breiðholtskirkju í Mjódd nk. sunnudag 5. október verður kirkjukórinn með kaffisölu kl. 14 til stuðnings orgelsjóði kirkjunnar. Samið hefur verið við íslenskan orgelsmið, Björgvin Tómasson, um smíði 18 radda orgels fyrir kirkjuna. Smíði þess er komin vel á veg og er að því stefnt að hægt verði að taka orgelið í notkun haustið 1998. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 167 orð

Kannað hvort eintak fjárlaga var tekið ófrjálsri hendi

RANNSAKAÐ er nú á vegum fjármálaráðuneytis og Steindórsprents- Gutenbergs ehf. hvernig eintak af fjárlagafrumvarpinu komst til Stöðvar 2 þar sem sagðar voru fréttir úr því áður en heimilt var samkvæmt samkomulagi fjármálaráðuneytis og nokkurra fjölmiðla. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 496 orð

Katólska kirkjan í Frakklandi biður gyðinga afsökunar

KATÓLSKA kirkjan í Frakklandi baðst á þriðjudag afsökunar á þögn og afskiptaleysi þegar tugþúsundir gyðinga í landinu voru fluttar í útrýmingarbúðir nasista á tíma Vicy- stjórnarinnar í síðari heimsstyrjöld. Yfirlýsing erkibiskupsins í St. Denis í úthverfi Parísar um málið vakti mikla athygli og forystumenn í samtökum gyðinga fögnuðu henni. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 233 orð

Kerlingarnar komnar í sitt fínasta púss

KAFFIKERLINGARNAR svokölluðu, sem eru hreyfanlegar auglýsingabrúður frá Ó. Johnson og Kaaber, og voru síðast í glugga raftækjadeildar fyrirtækisins í Hafnarstræti, eru komnar í sitt fínasta púss og aftur farnar að drekka kaffi, nú í útstillingarglugga Heimilistækja í Sætúni. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 366 orð

Kosið verði 30. nóvember falli stjórnin

MASSIMO D'Alema, leiðtogi Lýðræðislega vinstriflokksins (PDS), hefur lagt til að efnt verði til þingkosninga á Ítalíu 30. nóvember verði ekki hægt að leysa deilu stjórnarinnar og Kommúnískrar endurreisnar um fjárlög næsta árs. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Kynningarfundur Vinalínunnar

VINALÍNAN, sem starfrækt er af Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, heldur kynningarfund fyrir verðandi sjálfboðaliða á morgun, sunnudaginn 5. október, kl. 14 í Þverholti 15, 2. hæð. Vinalínan tók til starfa 16. janúar 1992 og er opin öll kvöld kl. 20­23. Allir sjálfboðaliðar sem svara í símann hafa sótt símanámskeið á vegum sálfræðings og fá einnig handleiðslu á hans vegum. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 74 orð

Leggjabrjótur genginn

Leggjabrjótur genginn Á VEGUM Ferðafélagsins Útivistar er farið í dagsgönguferðir alla sunnudaga. Farið er frá Umferðarmiðstöðinni og er mæting að öllu jöfnu kl. 10.30. Sunnudaginn 5. október verður genginn Leggjabrjótur, sem er forn þjóðleið á milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 30 orð

LEIÐRÉTT

LEIÐRÉTT Grafík á Laugavegi 20B Sýning á grafíkverkum Marilyn Herdísar Mellk er í Gullsmiðju Hansínu Jens, Laugavegi 20B. Rangt götunúmer birtist með frétt í gær, og er beðist velvirðingar á því. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Leitað til Júlíusar Vífils

KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins hefur komið að máli við Júlíus Vífil Ingvarsson, framkvæmdastjóra Bílheima hf., og leitað eftir því að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Júlíus Vífill ekki verið afhuga hugmyndinni en ekki gefið svar ennþá. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 585 orð

Líflegra fyrirkomulag

ÞINGMENN eru yfirleitt ánægðir með umræður um stefnuræðu forsætisráðherra sem fram fór á fimmtudagskvöld, en telja þó að enn megi bæta fyrirkomulag þeirra. "Mér þóttu umræðurnar takast vel, þegar á heildina er litið," sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis. "Ég er ekki í neinum vafa um að þetta var líflegra fyrirkomulag. En við þurfum að draga af þessu vissa lærdóma. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 122 orð

Línur skýrist fyrir landsfundi

VIÐRÆÐUR fulltrúa Kvennalista og A-flokkanna um samstarf vegna framboðs í næstu kosningum til Alþingis hafa staðið yfir um skeið og er stefnt að því að hugmyndir um leiðir liggi fyrir á næstu vikum. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 152 orð

Lægsta tilboð 56% af áætlun

KEFLAVÍKURVERKTAKAR áttu lægsta tilboð í framkvæmdir í Helguvík á vegum varnarliðsins og reyndist tilboð þeirra aðeins nema 56% af kostnaðaráætlun. Tilboði Keflavíkurverktaka var tekið. Samkeppni hefur aukist um verklegar framkvæmdir fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboða. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 118 orð

Mandelson útilokar ekki EMU-stofnaðild

PETER Mandelson, ráðherra án ráðuneytis í brezku ríkisstjórninni, sagði í fréttaviðtali í írska ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld að Bretland útilokaði ekki stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu 1. janúar 1999. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Mál hagsmunaaðilanna

ORRI Vigfússon, formaður Norður- Atlantshafslaxveiðisjóðsins, fékk nýlega svarbréf frá David Anderson, sjávarútvegsráðherra Kanada, við málaleitan sinni um grænt umhverfismerki á fiskafurðir úr Norður-Atlantshafinu. Í bréfinu segir m.a. að þetta mál heyri undir hagsmunaaðila í sjávarútvegi og bendir hann Orra á að snúa sér til Ron Bulmers, formanns kanadíska fiskveiðiráðsins. Meira
4. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 320 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morgun. Ýmsar nýjungar í barnastarfinu. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson. Kirkjukórinn syngur við messuna. Kirkjukaffi kvenfélagsins eftir messu í Safnaðarheimilinu. Bræðralagsfundur eftir messu í Safnaðarheimili. Fundur æskulýðsfélagins kl. 17 í kapellu. Biblíulestur á mánudagskvöld, 6. október kl. 20.30. Sr. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 309 orð

"Mesta klúður í sögu Mossad"

ÍSRAELAR sögðu í gær að þeir hörmuðu þá ákvörðun kanadískra stjórnvalda að kalla heim sendiherra þeirra í Ísrael, í kjölfar þess að tveir menn voru handteknir með fölsuð, kanadísk vegabréf í Jórdaníu, eftir að gerð hafði verið árás á formann Hamas-samtaka múslíma. Meira
4. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Milljónatjón í eldsvoða

ÞRIGGJA hæða hús við Aðalgötu 11 í Ólafsfirði skemmdist mikið í eldi í fyrrinótt og ljóst að tjón varð mikið. Í húsinu sem er kjallari, hæð og ris störfuðu þrjú fyrirtæki, Stuðlaprent, Múli sem er bæjarblað í Ólafsfirði og þar fór einnig fram framleiðsla á myndböndum. Eigendur voru við störf í húsinu fram að miðnætti á fimmtudagskvöld, en tilkynnt var um eldinn um kl. 20 mínútur í eitt. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 126 orð

Minningartónleikar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar

Í DAG, 4. október, verða haldnir á Ísafirði hinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar. Þar kemur fram Tríó Reykjavíkur, sem skipað er Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Peter Maté píanóleikara. Ragnar H. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 606 orð

Morton sakaður um að smána minningu Díönu

BRESKI rithöfundurinn Andrew Morton varði í gær þá ákvörðun sína að birta frásögn Díönu prinsessu af aðdraganda hjónaskilnaðarins við Karl Bretaprins. Hann sagði ekkert hæft í ásökunum um að bókin gæti sært syni prinsessunnar, þvert á móti ættu þeir að skilja móður sína betur ef þeir læsu frásögnina. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Nóg bakað

VIÐ höfum bakað nóg, er yfirskrift málþings á vegum Sambands alþýðuflokkskvenna. Málþinginu lýkur í dag en það hófst í gær. Í frétt frá Sambandi alþýðuflokkskvenna segir að á málþinginu sé farið yfir málefni sem tengjast konum og sveitarstjórnarmálum og sé liður í undirbúningi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira
4. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Númer klippt af bílum

LÖGREGLAN á Akureyri mun í næstu viku byrja átak í að klippa númer af þeim bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á réttum tíma. Skorar lögregla á eigendur þessara bifreiða að gera skil á bifreiðagjöldum og þungaskatti og færa bifreiðarnar að því búnu til skoðunar. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Orð okkar skipta máli

BIRNA Jónsdóttir og Óskar Elvar Guðjónsson voru bæði ánægð með hugarflugsfundinn og að hafa fengið tækifæri til að setja mark sitt á stefnumótun Fræðslumiðstöðvarinnar. Þau eru bæði í foreldraráðum, Óskar í Ölduselsskóla en Birna er formaður foreldraráðs Hólabrekkuskóla. "Það var afar mikilvægt að vera í svo nánum tengslum við þá aðila sem stýra stefnumótun borgarinnar í skólamálum. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 618 orð

Óskað eftir opinberri rannsókn

"Í framhaldi af fréttatilkynningu stjórnar Kælismiðjunnar Frosts hf. dags. 28. ágúst 1997 og því að stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að opna fyrir viðskipti með hlutabréf í félaginu, þá vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Endurskoðendur félagsins hafa upplýst stjórn þess um að fyrrv. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 130 orð

Páll Kr. Pálsson ráðinn framkvæmdastjóri

STJÓRN Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins samþykkti einróma á fundi sínum í gær að ráða Pál Kr. Pálsson hagverkfræðing í stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins. Mun Páll taka til starfa strax í næstu viku. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs, Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Poppmessa í Hjallakirkju

Poppmessa í Hjallakirkju Poppmessa verður í Hjallakirkju á almennum messutíma kl. 11, sunnudaginn 5. október. Þetta er fyrsta poppmessa vetrarins en þær verða alls 6 í vetur. Poppmessur skipuðu stóran sess í helgihaldi síðasta vetrar og var vel tekið af söfnuðinum. Sigurbjört Kristjánsdóttir leikskólakennari mun prédika í messunni. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 128 orð

Rafhlöðum þarf að farga rétt

Íslandsbanki Rafhlöðum þarf að farga rétt ÍSLANDSBANKI hefur beint því til viðskiptavina, sem fengu nýlega send kort sem hringja, að rafhlöðum í kortunum verði skilað til förgunar. Íslandsbanki sendi 3.400 viðskiptavinum kort til að vekja athygli á nýrri símaþjónustu. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 301 orð

Rannsókn beint gegn Al Gore

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að rannsókn á fjáröflunaraðferðum demókrata fyrir forsetakosningarnar í fyrra muni einnig beinast að símtölum Als Gores í skrifstofu sinni í Hvíta húsinu við stuðningsmenn flokksins. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 183 orð

Ríkið sýknað af fékröfum Laxárbænda

HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu tveggja bænda við Laxá í S-Þingeyjarsýslu um að ríkissjóður greiði bætur vegna þeirrar ákvörðunar Náttúruverndarráðs að leyfa ekki gerð laxastiga í ánni. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ríkinu bæri að greiða bætur. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 37 orð

Samtök dagmæðra 20 ára

SAMTÖK dagmæðra í Kópavogi eiga 20 ára afmæli um þessar mundir. Samtökin voru hin fyrstu sinnar tegundar, sem stofnuð voru í landinu. Í tilefni dagsins halda samtökin afmælisfagnað í dag, laugardag, fyrir boðsgesti. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 266 orð

Segir þolinmæði sína á þrotum

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti réðst í gær harkalega að rússnesku stjórnarandstöðunni og kvaðst orðinn þreyttur á andstöðu hennar við umbætur. Sagði hann að þolinmæði sín og þjóðarinnar væri ekki takmarkalaus og gaf til kynna að hann íhugaði að leysa upp þingið. Meira
4. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 417 orð

Sigurhæðir, Hús skáldsins, býður höfundum aðstöðu

BÓKMENNTA- og ritlistarmiðstöðin í "Húsi skáldsins" á Sigurhæðum hefur formlega verið opnuð en forstöðumaður hennar er Erlingur Sigurðarson. Matthías Jochumsson lét reisa húsið árið 1903 og bjó þar til dauðadags, 18. nóvember 1920. Hann var eitt afkastamesta ljóðskáld Íslendinga, auk þess samdi hann nokkur leikrit, skrifaði ævisögu sína og þýddi fjölda ljóða. Meira
4. október 1997 | Miðopna | 996 orð

Síðasta haftið í Hvalfjarðargöngum sprengt

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í Hvalfjarðargöngum í gær. Haftið var sprengt níu mánuðum á undan upphaflegri áætlun. Nú er stefnt að því að opna göngin formlega fyrir umferð í fyrri hluta júlí á næsta ári. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 71 orð

Skin og skúrir

ÞAÐ hefur rignt hressilega á landsmenn á suðvestanverðu landinu undanfarna daga en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er útlit fyrir að það sjái til sólar í dag í Reykjavík en mugga verði norðanlands. Í kvöld er hins vegar von á nýju regnsvæði yfir landið og er þá betra fyrir þá sem hyggja að útiveru að búa sig vel, eins og dömurnar á myndinni gerðu í rigningunni á dögunum. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 685 orð

Skordýralíf álúpínusvæðum ogþroskastig barna

Bestu verkefni Hugvísis, sem er árleg samkeppni nemenda á aldrinum 15­20 ára um tækni-, og vísindaverkefni eru send í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Í september síðastliðnum var keppnin haldin í Mílanó og Kristinn Andersen, sem setið hefur í dómnefnd Hugvísis, hefur verið skipaður í dómnefnd Evrópukeppni ungra vísindamanna. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 492 orð

Skynsamlegt að setja takmarkanir á aflahlutdeild

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist telja skynsamlegt að settar verði reglur um hámark á aflahlutdeild útgerða og gerðar verði strangari kröfur um dreifða eignaraðild í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum vegna sérstöðu greinarinnar. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 51 orð

Slasaðist í árekstri í Keflavík

UMFERÐARSLYS varð í Keflavík um hádegi í gær á mótum Hringbrautar og Tjarnargötu. Tvær bifreiðar rákust þar harkalega saman og var ökumaður annarrar bifreiðarinnar fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á Sjúkrahús Reykjavíkur. Ekki var ljóst hversu alvarleg meiðsli hans voru. Bílarnir eru mikið skemmdir. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 180 orð

Stórum lóðum úthlutað í Sundahöfn

STÓRUM lóðum á athafnasvæðinu í Sundahöfn, þ.e. í Kleppsvík og Klettasvæði, verður formlega úthlutað á fundi í hafnarstjórn Reykjavíkur næstkomandi miðvikudag. Fyrirtæki í landinu hafa sýnt lóðum á svæðinu mikinn áhuga. Um tólf fyrirtæki fá úthlutað lóðum en fleiri fyrirtæki eru þar fyrir. Stór íslensk fyrirtæki eru að flytja ýmsa starfsemi á svæðið. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Styrkir í stað slysatrygginga?

Í heilbrigðisráðuneytinu er í undirbúningi könnun á kostum þess að greiða styrki beint til íþróttafélaga í stað þess að félögin njóti slysatrygginga án þess að greiða fyrir það iðgjald. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1998. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 115 orð

Svarti kassinn ófundinn

HLJÓÐ- og flugritar, eða svonefndir svartir kassar, flugvélar indónesíska flugfélagsins Garuda, sem fórst með 234 innanborðs á Norður- Súmötru, í síðustu viku, hafa enn ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Sýna Nardi ofna og helluborð

Sýna Nardi ofna og helluborð "Í GEGNUM árin eða allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1929 hefur Raftækjaverslun Íslands hf. kappkostað að bjóða fjölbreytni í vöruvali og merkjum," segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. "Um helgina mun Raftækjaverslun Íslands hf. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 488 orð

Söluaðili lagasafnsins telur stöðu sína óbreytta

HAFDÍS Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Úrlausn Aðgengi, sem hefur selt um 200 fyrirtækjum áskrift að íslenska lagasafninu í tölvutæku formi, segist ekki telja að fótunum sé kippt undan markaði fyrirtækisins með því að Alþingi hefur nú ákveðið að veita almenningi ókeypis aðgang að lagasafninu á vef Alþingis á Netinu. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 210 orð

Tillaga um prófkjör

Á FUNDI sem stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði átti með stjórnum allra félaganna fjögurra, kosningaráði og bæjarmálaflokki síðastliðinn mánudag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að leggja til við fulltrúaráð flokksins að efnt verði til prófkjörs vegna framboðs til bæjarstjórnakosninganna næsta vor. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 77 orð

Tónlist á löngum laugardegi

Á SÚFISTANUM, Laugavegi 18, verður tónlist á "löngum laugardegi" í dag og næstu "löngu laugardögum" þar sem ungt tónlistarfólk mun flytja kammertónlist fyrir gesti Súfistans og bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Í dag ríður á vaðið strengjakvartett frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 491 orð

Tvíburabræður í gæsluvarðhald til 14. nóvember

TVEIR menn, 25 ára tvíburabræður, voru í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. nóvember, vegna meintrar aðildar sinnar að láti 36 ára fjölskylduföður úr Vesturbæ Reykjavíkur. Annar bræðranna gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleyti á fimmtudag. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 178 orð

Ummæli ráðherrans ekki talin við hæfi

FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á fimmtudagskvöld að málflutningur Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Alþýðubandalags, benti til þess að hann væri haldinn sjúkdómi þeim sem kúariða ylli. Sitjandi þingforseti gerði enga athugasemd við ummælin, en Ólafur G. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Uppstokkun hjá Alþýðubandalagi

KOSIÐ var í fastanefndir Alþingis á þingfundi á fimmtudag. Bryndís Hlöðversdóttir tekur sæti í allsherjarnefnd fyrir Alþýðubandalagið í stað Ögmundar Jónassonar, en Ögmundur fer í félagsmálanefnd þar sem Bryndís var áður. Bryndís víkur einnig sæti úr fjárlaganefnd og við því tekur Sigríður Jóhannesdóttir. Hjá öðrum þingflokkum verður nefndaskipan óbreytt frá síðasta þingi. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 224 orð

Vel fylgst með EMUhreyfingum Breta

ÞÓTT Göran Persson forsætisráðherra Svía hafi áður sagt að bresk ákvörðun um aðild að Efnahags- og myntsambandi Evrópu, EMU, myndi þrýsta á Svía að halda í sömu átt, hefur Erik Åsbrink fjármálaráðherra nú undirstrikað að Svíar hugi fyrst og fremst að eigin forsendum, en afstaða landanna sé lík. Meira
4. október 1997 | Landsbyggðin | 141 orð

Verið að ljúka við safnaðarheimilið á Ingjaldshóli

Hellissandi-Nú er verið að leggja síðustu hönd á safnaðarheimilið á Ingjaldshóli. Ráðgert er að biskup Íslands, Ólafur Skúlason, vígi heimilið 19. október nk. Sú breyting mun verða með tilkomu þessa nýja safnaðarheimilis að þar verður einhver besta aðstaða til kirkjulegs starfs á öllu Vesturlandi. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 163 orð

Yfir 100 g fíkniefna innvortis

TÆPLEGA þrítugur breskur maður er í haldi lögreglunnar. Hann reyndi að flytja inn í landið á annað hundrað grömm af fíkniefnum, þ.ám. 89 grömm af kókaíni. Fíkniefnin hafði hann gleypt í rúmlega 20 smábögglum. Meira
4. október 1997 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Yfirlit mynda Kristjáns Steingríms

KRISTJÁN Steingrímur Jónsson sýnir verk sín í Listasafninu á Akureyri og verður sýningin, sem ber yfirskriftina "Myndir 1990-1997", opnuð í dag, laugardag, kl. 16. Þetta er ellefta einkasýning listmálarans og bregður hann upp yfirliti ferils síns það sem af er síðasta áratug aldarinnar. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Yfirlýsing frá trúnaðarmönnum í kerskálum Ísal

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Bergþóri Jónssyni og Óskari Óskarssyni, trúnaðarmönnum Hlífar í kerskálum Ísal: Við undirritaðir trúnaðarmenn Verkamannafélagsins Hlífar í kerskálum, lýsum yfir undrun okkar á ummælum Rannveigar Rist, forstjóra ÍSAL, sem hún viðhafði í Morgunblaðinu 30. sept. sl. í garð formanns Hlífar. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 265 orð

Yfirlýsing frá úthlutunarnefnd

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing, sem er undirrituð af fulltrúum Dagsbrúnar, Framsóknar og Sjómannafélagsins í úthlutunarnefnd, þeim Halldóri Björnssyni, Ingunni Þorsteinsdóttur og Birgi Hólm Björnssyni: Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 105 orð

Yfir þúsund leituðu aðstoðar

ÁRIÐ 1996 leituðu 1.065 einstæðir foreldrar aðstoðar hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Að sögn Ellýar Þorsteinsdóttur yfirmanns fjölskyldudeildar, voru það einstæðar mæður í yfir 95% tilvika. Meira
4. október 1997 | Landsbyggðin | 153 orð

Þjóðminjavörður skoðar gamla muni kirkjunnar

Hellissandi-Nýlega var hér á ferð Þór Magnússon þjóðminjavörur. Þór skoðaði og skráði gamla muni kirkjunnar. Ingjaldshólskirkja á allmikið af gömlum munum sem nú eru orðnir fáséðir í kirkjum landsins. Með tilkomu safnaðarheimilisins gjörbreytist öll aðstað að varðveita þessa muni og hafa þá til sýnis almenningi. Meira
4. október 1997 | Erlendar fréttir | 123 orð

Þotuflugmanns saknað

HLUTIR sem tilheyra flugmanni F-14 Tomcat þotu bandaríska flotans er fórst á fimmtudag undan ströndum Norður-Karólínuríkis fundust á á sjónum í gær. Flugmannsins er hins vegar enn saknað. Fjöldi skipa og flugvéla leitaði í gær að flugmanninum í gær og fyrradag án árangurs. Meira
4. október 1997 | Innlendar fréttir | 1429 orð

Þunglyndi getur verið einkenni heilaskaða af völdum slysa

Erfitt hefur verið að greina vægan heilaskaða af völdum slysa, þrátt fyrir ýmis og jafnvel langvarandi sjúkdómseinkenni. Þetta kemur m.a. fram í viðtali Örnu Schramvið þrjá bandaríska fyrirlesara sem eru allir sérfræðingar á þessu sviði. Þeir eru dr. Nils R. Varney taugasálfræðingur, dr. Robert N. Varney eðlisfræðingur og dr. Marc. E Hines taugalæknir. Meira

Ritstjórnargreinar

4. október 1997 | Staksteinar | 396 orð

»Óvissa um framtíð LÍV NÝTT VR-blað er komið út. Þar skrifar formaður félagsin

NÝTT VR-blað er komið út. Þar skrifar formaður félagsins leiðara, þar sem hann fjallar um 21. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, LÍV, sem haldið verður í þessum mánuði. MAGNÚS L. Sveinsson formaður VR segir: "Á því þingi verður þess minnst að 40 ár eru liðin frá stofnun sambandsins, en það var ekki síst VR sem beitti sér fyrir stofnun þess. Meira
4. október 1997 | Leiðarar | 621 orð

STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA

leiðariSTEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA TEFNURÆÐA Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á Alþingi í fyrrakvöld endurspeglaði annars vegar sterka efnahagsstöðu lands og þjóðar og hins vegar sterka pólitíska vígstöðu ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna um þessar mundir. Segja má, að þjóðin búi við velgengni á flestum sviðum. Meira

Menning

4. október 1997 | Kvikmyndir | 637 orð

"1997:..."

Leikstjóri Robert Zemeckis. Handritshöfandur Don Burgess, Michael Goldenberg; byggt á sögu Carls Sagan. Kvikmyndatökustjóri James V. Hart. Tónlist Alan Silvestri. Klipping Arthur Schmidt. Aðalleikendur Jodie Foster, Matthew McConaughey, Tom Skerritt, James Woods, Angela Bissett, John Hurt, William Fichnter, David Morse, Rob Lowe. 135 mín. Bandarísk. Warner Bros 1997. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 558 orð

Cameron Diaz á hraðri uppleið

CAMERON Diaz hefur yfir mörgu að gleðjast þessa dagana. Ferill þessarar 25 ára gömlu leikkonu og fyrirsætu hefur verið á hraðri uppleið síðan hún lék á móti Jim Carrey í "Mask" árið 1994 auk þess sem einkalíf hennar er í blóma. Diaz hefur leikið í sex kvikmyndum og í hverri þeirra hefur hún reynt sig við ólíkar persónur. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 170 orð

Eyjagyðjur blómstra í dragkeppni

FYRSTA dragkeppnin var haldin í Vestmannaeyjum um síðustu helgi á veitingastaðnum Pizza 67. Alls tóku níu karlmenn þátt í keppninni við frábærar undirtektir gesta sem kunnu vel að meta nýjungina. Húsfyllir var á veitingastaðnum og svo vinsælt var uppátækið að bekkur fyrir utan glugga veitingastaðarins var einnig þéttsetinn. Meira
4. október 1997 | Menningarlíf | 213 orð

Fegursta kirkjan á alnetinu

BÓK Jóns Ögmundar Þormóðssonar, Fegursta kirkjan á Íslandi, er nú til kynningar á alnetinu. Bókin er í senn ljóða-, mynda- og fræðibók og kom út hjá Fróða árið 1995. Jón Ögmundur segir hugmyndina að framtakinu komna frá rakara sínum, Pétri Melsteð, sem jafnframt er ritstjóri tímaritsins Hárs og Fegurðar og var bókin sett á alnetið í tengslum við tímaritið. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 115 orð

Frábærar viðtökur Homogenic

HOMOGENIC, nýjasta breiðskífa Bjarkar Guðmundsdóttur, hefur fengið frábærar viðtökur jafnt hér á landi sem erlendis. Gagnrýnendur hafa hlaðið lofsyrðum á plötuna og hún selst mun betur en fyrri plötur Bjarkar. Homogenic hefur þegar selst í 4 þúsund eintökum hér heima og er langsöluhæsta breiðskífa síðustu viku. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 459 orð

"Gaman að hitta fólk og ná sambandi"

BRAGGABLÚS Magnúsar Eiríkssonar hljómar á Hótel Íslandi í kvöld eftir nokkurra mánaða hlé. Ákveðið hefur verið að kalla saman tónlistarfólkið sem tók þátt í uppfærslunni enda átti sýningin miklum vinsældum að fagna síðasta vetur. Magnús Eiríksson var tekinn tali í tilefni dagsins. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 280 orð

Iman orðið fyrir barðinu á fordómum

FYRIRSÆTAN Iman, eiginkona David Bowie, segist, í viðtali við Daily Telegraph, ítrekað hafa orðið fyrir kynþáttamismunun. "Ef ég reyni að fá leigubíl í efri borgarhluta New York vill enginn taka mig upp í. Það halda allir að ég sé að fara til Harlem. Meira
4. október 1997 | Menningarlíf | 183 orð

Ítalskur organleikari í Hallgrímskirkju

ORGELTÓNLEIKAR verða í Hallgrímskirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Við hljóðfærið er ítalskur organisti, Gianluca Libertucci. Hann starfar sem organisti í Vatikaninu. Á tónleikunum í Hallgrímskirkju leikur hann verk tveggja höfunda, J.S. Bach: Preludia og fuga í G- dúr; kóralforleikina: "Wenn wir in höchsten Nöten sein" og "Allein Gott in der Höh sei ehr" og Doriska tokkötu og fúgu. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 279 orð

Konunglegt brúðkaup á Spáni

KONUNGBORIÐ fólk víðs vegar úr heiminum kemur saman í dag í Barcelona á Spáni til að vera viðstatt brúðkaup Cristinu Spánarprinsessu og handboltahetjunnar Inaki Urdangarin. Viðbúnaður í borginni er mikill enda munu 300 konungbornir gestir heiðra brúðhjónin með nærveru sinni í tilefni dagsins. Meira
4. október 1997 | Menningarlíf | 190 orð

Námskeið um hönnunarsögu

HÖNNUN á 20. öld ­ hönnunarsaga nefnist námskeið á vegum Myndlista­ og handíðaskóla Íslands. Fyrirlesari verður dr. Ásdís Ólafsóttir listfræðingur frá Université París. Meðal þess sem rætt verður er módermisminn, japönsk áhrif, Pop Art og póstmódermismi. Námskeiðið er í formi sex fyrirlestra sem fluttir verða í fyrirlestrarsal Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
4. október 1997 | Menningarlíf | 154 orð

Nýtt leikrit um Stykkishólm

NÚ ERU hafnar æfingar á nýju leikriti hjá leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi. Hér er um frumsamið verk að ræða. Á þessu ári á leikfélagið 30 ára afmæli og Stykkishólmsbær 400 ára verslunarafmæli. Í tilefni af þessum tímamótum var ákveðið að fá Jón Hjartarson leikara til að semja leikrit er fjallar um mannlíf í Stykkishólmi áður fyrr. Nú eru æfingar hafnar. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 600 orð

Páfinn í bland við poppið

SÁ sjónvarpsþáttur sem lifir góðu lífi allt árið um kring nefnist "Ísland í dag" og er sýndur fyrir kvöldféttir á Stöð 2. Hann er svolítið um Ísland eins og það er í minningunni og eins og það er í dag. Furðu vekur að hann skuli fá að vera í friði með þessu sniði. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 416 orð

Sonurinn fæddur

ELLEN Kristjánsdóttir söngkona tók þátt í uppfærslunni Braggablús síðasta vetur og hefur í gegnum árin sungið nokkur af vinsælustu lögum Magnúsar Eiríkssonar. Hún söng eftirminnilega lagið "Línudans" sem tók þátt í undankeppni Eurovision hér heima og lagið "Litla systir" svo einhver séu nefnd. Meira
4. október 1997 | Fólk í fréttum | 178 orð

Svona eru þær allar

ÓPERAN "Cosi Fan Tutte" eða Svona eru þær allar eftir Mozart verður frumsýnd í Íslensku óperunni 10. október næstkomandi. Opnað hefur verið á milli Óperunnar og efri hæðarinnar á Sóloni Íslandusi. Þar verður óperugestum boðið upp á sérstakan óperumatseðil með fordrykknum Cosi, bæði óáfengum og áfengum, sem búinn var til fyrir þetta tilefni. Meira
4. október 1997 | Menningarlíf | 149 orð

Veruleiki íslenskra barna

BARNABÓKAÚTGÁFAN gefur út þrjú ný verk eftir íslenska höfunda. Bækurnar eru Ljótasti fiskur í heimi eftir Árna Árnason og Halldór Baldursson, Skarpi og sérsveitin eftir Birgi Svan Símonarson og Halldór Baldursson og Vinabönd eftir Sigrúnu Oddsdóttur með teikningum eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Efni bókanna er fjölbreytt. Meira
4. október 1997 | Menningarlíf | 514 orð

Þar sem Strindberg setti kommuna

UNNIÐ er að heildarútgáfu verka Augusts Strindbergs (1849-1912) og hafa komið út 45 bindi af 72 síðan 1981. Tíu fræðileg bindi með textarýni eru síðan áætluð. Á öðrum áratug aldarinnar kom út heildarútgáfa á verkum skáldsins, en þá var ekki kostur á jafn nánum samanburði handrita og nú. Meira

Umræðan

4. október 1997 | Bréf til blaðsins | 334 orð

100 ára afmæli Æskunnar

ÞEGAR barnablaðið Æskan á aldarafmæli eru það merk tímamót í menningarsögu þjóðarinnar. Víst væri ástæða til að rifja upp í meginatriðum barnabókmenntir í landinu frá dögum Hannesar biskups Finnssonar, hundrað ára sögu áður en Æskan verður til. Það var landssamband templara sem gaf Æskuna út í fyrstu eins og er í dag. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 717 orð

Afleiðingar ákvarðanatöku

Á DÖGUNUM gerðust Kvennalistakonur sekar um það einsdæmi að verða ósammála. Þær hafa meira að segja viðurkennt það og skrifað um það nokkrar blaðagreinar. Því er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að skrifa meira um sameiginlegt framboð Kvennalistans og annarra flokka og samkomulag eða ósamkomulag þar að lútandi. Meira
4. október 1997 | Bréf til blaðsins | 223 orð

Afmæliskveðja til Æskunnar

BARNABLAÐIÐ Æskan fagnar hundrað ára afmæli sínu um þessar mundir. Það er langur tími og fátítt að blöð eða tímarit nái svo háum aldri. Þessi langa og samfellda útgáfusaga blaðsins sýnir að það hefur haft hlutverk. Sjálf á ég góðar minningar um Æskuna frá bernsku minni, en ég var áskrifandi hennar í nokkur ár. Þetta var fyrsti pósturinn sem ég fékk. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 691 orð

Áletrun bílnúmera verði breytt

NÚ ÞEGAR þing er komið saman eftir sumarleyfi vil ég vekja athygli á máli sem ég reifaði í vor í DV og varðar skrásetningarnúmer bifreiða. Ég talaði við nokkra þingmenn og spurði þá álits á málinu og voru þeir mér hjartanlega sammála og höfðu góð orð um að koma því á framfæri við aðra þingmenn og sjá til hvort ekki fengist viðunandi úrlausn. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 1103 orð

Áratuga uppbygging færð á byrjunarreit

Á ÞESSU ári er umsjónarfélag einhverfra tuttugu ára. Á slíkum tímamótum er vel við hæfi að líta um öxl og skoða hvað hefur áunnist. Hér verður athyglinni beint að þjónustu við yngstu börnin. Í stuttu máli má segja að þar hafi áratuga uppbyggingarstarf verið fært aftur á byrjunarreit af yfirvöldum. Meira
4. október 1997 | Bréf til blaðsins | 374 orð

Barnablaðið Æskan á erindi til allra

BARNABLAÐIÐ Æskan er án efa eitt merkilegasta blað sem gefið er út hér á landi. Það sem meira er, Æskan hefur verið gefin út í 100 ár og má með sanni segja að blaðið beri aldurinn vel. Æskan skipaði alltaf sérstakan sess á mínu æskuheimili, ætíð var beðið eftir nýjasta blaðinu með eftirvæntingu og það var lesið frá orði til orðs. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 624 orð

Fólkið velur

NÚNA í október veljum við sjálfstæðismenn í Reykjavík fulltrúa á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Sigurlið. Lið sem á að vinna borgina úr höndum vinstri manna. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, er ég reiðubúin til að leiða baráttuna og sækist því eftir að skipa fyrsta sæti listans. Meira
4. október 1997 | Bréf til blaðsins | 136 orð

Gull í lófa

GLEÐIDAGAR voru jafnan heima í Baldurshaga og öðrum húsum á Stokkseyri þegar Æskan barst þangað á bernskutíð minni þar eystra. Mest fannst mér víst til um ágætar jólasögur Jóhannesar Friðlaugssonar í Haga í Aðaldal. Þær kenndu mér að skilja og njóta síðar skáldskapar annarra frægari barnabókahöfunda á borð við Sigurbjörn Sveinsson, Nonna, Gunnar M. Meira
4. október 1997 | Bréf til blaðsins | 476 orð

Hin síunga Æska 100 ára

ÞAÐ vakti ávallt eftirvæntingu okkar systkinanna þegar pósturinn kom með Æskuna. Þar fundum við krakkarnir efni við okkar hæfi og enda þótt flest væri lesið sem til féll, allt frá dagblöðum til tyrfinna ættfræðibóka, þá var Æskan annars eðlis og efni og myndir glöddu barnslundina. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 851 orð

Hvað á að gera vegna jaðarskatta aldraðra?

Í ÞVÍ umróti, sem hefur orðið í umræðum og framkvæmd kjaramála landsmanna á þessu ári, hefur orðið útundan að taka afstöðu til þeirra mikilvægu skipan skattlagningar beinna og óbeinna á tekjur lífeyrisþega. Eins og sjá má á þessu yfirliti, sem hér hefur áður birst (eftir Margréti H. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 555 orð

Kjördæmaskipan og mannréttindi Hvernig liti kjördæmaskipanin út í augum umheimsins, spyr Sveinn Valfells, ef íbúar

FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað nýja nefnd til að gera tillögur um kjördæmaskipan. Vonandi verður hún farsæl í störfum og kemst að þeirri niðurstöðu að allir borgarar landsins eigi að hafa jafnan rétt til að velja sér fulltrúa til landsstjórnar. Hitt er þó líklegra að kjördæmaskipan verði hagað eftir geðþótta hagsmunaðila á núverandi þingi. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 328 orð

Leiðrétting með meiru

Á DÖGUNUM var undirritaður samstarfssamningur milli fjármálaráðuneytisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar fyrir Fossvogshverfi í Reykjavík. Af því tilefni var því haldið fram af ráðamönnum að ekki hefði verið vígð ný heilsugæslustöð í Reykjavík í ellefu ár. Þetta er rangt. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 987 orð

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

STARFSFÓLK Víflsstaðaspítala hefur ekki farið varhluta af þeirri breytingaáráttu sem virðist gegnsýra heilbrigðisráðuneytið. Mörgum sinnum hefur kvisast til starfsmanna að til stæði að leggja Vífilsstaði niður sem sjúkrahús, en þar fara fram lækningar á lungnasjúklingum, ofnæmissjúklingum, sjúklingum með svefnháðar öndunartruflanir og sjúklingum með húðsjúkdóma. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 1452 orð

Rök gegn rökum gegn veiðigjaldi

Í GREIN í fyrra hefti Fjármálatíðinda í ár geri ég grein fyrir helstu rökum sem nefnd hafa verið til stuðnings hugmyndinni um veiðigjald. Orri Hauksson og Illugi Gunnarsson hafa lesið grein mína og ekki látið sannfærast og birta athugasemdir sínar í Morgunblaðinu 14. september sl. Meira
4. október 1997 | Aðsent efni | 566 orð

Þróunaraðstoð ­ helst til kvenna

STUNDUM er ég spurð að því hvers vegna Íslendingar eigi að leggja fé til þróunaraðstoðar. Svarið er að mínu mati einfalt en um leið þrefalt. Í fyrsta lagi gerum við það af mannúðarástæðum, við getum ekki litið svo á að mannúð og samhjálp nái aðeins til þeirra sem bera íslensk vegabréf. Meira

Minningargreinar

4. október 1997 | Minningargreinar | 1142 orð

Erlendur Gíslason

"Þú lætur heita eftir mér, Gísli minn, ef ég kem ekki að landi." Þeir létu í hafið frá Stokkseyri á útmánuðum 1907, afi okkar og faðir Erlendar, og vinur hans um árabil er Erlendur hét. Nú, 90 árum seinna, er hann einn af mörgum óþekktum sjómönnum er hurfu í hafið í blóma lífsins. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 267 orð

ERLENDUR GÍSLASON

ERLENDUR GÍSLASON Erlendur Gíslason frá Dalsmynni í Biskupstungum, til heimilis í Bergholti í sömu sveit, fæddist í Laugarási, Biskupstungum, hinn 28. nóvember árið 1907. Hann lést á heimili sínu 23. september síðastliðinn. Hann var sonur Gísla Guðmundssonar bónda þar og Sigríðar Ingvarsdóttur konu hans. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 140 orð

Erlendur Gíslason "Blessuð nafna mín!" Með þessari kveðju heilsaði Lindi mér frá því að ég man eftir honum fyrst. Mér þótti ég

"Blessuð nafna mín!" Með þessari kveðju heilsaði Lindi mér frá því að ég man eftir honum fyrst. Mér þótti ég vera mjög merkileg að vera kölluð sama nafni og þessi blíðlegi, brosmildi maður og við urðum strax vinir. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 328 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Þá er enn einn Lautarpeyinn fallinn í valinn. Að þessu sinni er það einn af Háeyrarstrákunum. Guðmundur Hörður Þórarinsson var fæddur á Háeyri 10. desember 1936. Þeir bræður fóru snemma að leika knattspyrnu, enda segir kunnugur mér að knattspyrnan hafi verið í genum þessara stráka úr Lautinni. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 474 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Við leiðarlok vil ég minnast vinar míns og frænda, Guðmundar H. Þórarinssonar. Hann fékk snemma gælunafnið Týssi sem fylgdi honum ætíð síðan. Þeir vinirnir Óskar Valdason og Hermann bróðir, sem báðir voru snjallir íþróttamenn, gáfu honum þetta gælunafn því á pakka sem þeir færðu honum á fyrsta afmælisdeginum stóð: "Til Týssa. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 140 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Þegar við kveðjum vin okkar, Guðmund Hörð, Týssa, sem lést langt um aldur fram, aðeins 60 ára, hrannast minningar upp. Við kynntumst, Systu og Týssa skömmu eftir að við fluttum til Vestmannaeyja 1961. Týssi var þá frægur knattspyrnukappi í Vestmannaeyjum. Kynni okkar hófust fyrst á 50 ára afmælihátíð Knattspyrnufélagsins Týs og smám saman urðum við mjög góðir vinir. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 567 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Að eiga góða að er ein mesta gæfa sérhvers manns. Elsku Týssi minn, ég var svo lánsamur að eiga þig að. Þú varst svo góðhjartaður, umhyggjusamur og hreinskilinn og varst alltaf tilbúinn að gefa mér góð ráð leitaði ég til þín. Þegar ég kveð þig í hinsta sinn koma upp í hugann kærar minningar um samverustundir okkar og eru þær allar ljúfar og góðar og eiga eftir að ylja mér um ókomna tíð. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 354 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Nú kveð ég kæran frænda minn. Hann er sár söknuðurinn í hjarta þeirra sem þekktu Týssa nú þegar hann hefur kvatt okkur í hinsta sinn. Fróðari menn en ég hafa sagt mér að svona sé þessi lífsins gangur og við því sé ekkert að gera. En mikið þótti mér það samt sárt að heyra að baráttu þinni væri lokið. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 278 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Í dag er kvaddur frá Landakirkju kær vinur okkar hjóna í 30 ár. Guðmundur Hörður Týssi Þórarinsson eins og við kölluðum hann gjarnan. Hann fór alltof fljótt, og eftir stöndum við öll ráðþrota og hrygg. Við kynntumst Systu og Týssa fyrir alvöru úti á Spáni 1967, þá tókst með okkur vinátta og alla tíð síðan höfum við talið þau til okkar bestu vina. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 385 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson

Guðmundur Hörður, "Týssi", var alinn upp á Háeyri í Vestmannaeyjum ásamt systkinum sínum, á stundum við kröpp kjör verkamannafjölskyldunnar. Þetta með öðru markaði lífssýn hans, enda var hann félagslega sinnaður og sósíalisti ævilangt og hafði ríka réttlætiskennd og samúðin var með þeim sem minna mega sín. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 101 orð

GUÐMUNDUR HÖRÐUR ÞÓRARINSSON

GUÐMUNDUR HÖRÐUR ÞÓRARINSSON Guðmundur Hörður Þórarinsson var fæddur í Vestmannaeyjum 10. desember 1936. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Guðbjörnsdóttir, f. 14.10. 1914, d. 2.6. 1992, og Þórarinn Guðmundsson frá Háeyri í Vestmannaeyjum, f. 4.7. 1910, d. 6.11. 1970. Systkini hans eru Ásta, f. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 114 orð

Guðmundur Hörður Þórarinsson Fregnin um andlát Týssa frænda kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Týssi var gæddur þeim kostum

Fregnin um andlát Týssa frænda kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Týssi var gæddur þeim kostum sem sérhver maður gæti verið stoltur af. Gott jafnaðargeð, kímnigáfa og hjálpfýsi voru áberandi ríkjandi þættir í fari hans. Guðmundur og Systa áttu fallegt heimili sem einkenndist af hlýju og gestrisni og fundum við systkinin okkur alltaf velkomin þar. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Halldór Pétur Kristjánsson

Farðu varlega en þó djarflega, þetta voru þau orð sem afi á Ísó beindi til okkar í hvert skipti sem hann kvaddi okkur og nú hefur hann kvatt okkur í hinsta sinn. Elskulegi góði afi á Ísó hefur fengið hvíldina og hefur hitt ömmu Hildigunni sem hann hefur saknað síðustu fimmtán ár, þær móttökur hafa ábyggilega verið góðar. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 584 orð

Halldór Pétur Kristjánsson

Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Halldórs Péturs Kristjánssonar. Ég kynntist Halldóri og konu hans Hildigunni fyrst fyrir tæpum 25 árum þegar til kynna stofnaðist með mér og dóttur þeirra hjóna, Ólínu Jóhönnu. Allt frá fyrstu kynnum varð mér ljóst hvílíkur öðlingsmaður Halldór var að eðlisfari. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 82 orð

HALLDÓR PÉTUR KRISTJÁNSSON

HALLDÓR PÉTUR KRISTJÁNSSON Halldór Pétur Kristjánsson, fiskmatsmaður, fæddist í Tröð í Bolungarvík 26. apríl 1914. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmundsdóttir og Kristján Halldórsson útvegsbóndi í Bolungarvík. 11. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 84 orð

Halldór Pétur Kristjánsson Elsku afi á Ísó. Nú hefur amma tekið á móti þér opnum örmum. Þú sem saknaðir hennar svo mikið. Við

Elsku afi á Ísó. Nú hefur amma tekið á móti þér opnum örmum. Þú sem saknaðir hennar svo mikið. Við eigum yndislegar minningar frá Hrannargötu 9, allar ferðirnar sem við barnabörnin fórum með ykkur ömmu um Vestfirðina munu lifa í minningunni um ykkur bæði. Við höfðum með okkur harðfisk, þennan eina sanna vestfirska, og gosflösku. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 601 orð

Helga Ingibjörg Helgadóttir

Við andlát minnar elskulegu vinkonu, Helgu I. Helgadóttur, Dystu, eins og hún var ávallt kölluð, sækja hugljúfar minningar á, sem voru svo gleðiríkar. Fundum okkar bar fyrst saman á Kvennaskólanum á Blönduósi haustið 1934. Mér er minnisstætt, er ég mætti forstöðukonunni, frú Huldu Stefánsdóttur, á skólaganginum með unga, hnarreista stúlku sér við hlið. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 325 orð

Helga Ingibjörg Helgadóttir

Kynni mín af Dystu, eins og hún var alltaf kölluð, hófust eftir að ég kynntist konunni minni fyrir rúmum áratug. Ég hringdi bjöllunni. Dysta, ég gleymdi jakkanum. "Það var nú gott, þú átt þá eftir að koma aftur." Samverustundirnar áttu líka eftir að verða margar. Við féllumst í faðma fyrst er við sáumst. Mér fannst ég hafa þekkt hana lengi. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 366 orð

HELGA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR

HELGA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR Helga Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1912. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 25. september síðastliðinn. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 749 orð

Jón Guðmann Valdimarsson

Kveðjustund, sú hin endanlega í jarðneskum skilningi, er runnin upp og á hugann leita minningar um þig, elsku Manni minn. Oft höfum við kvaðst á tröppunum þínum við undirleik brims og vinda á Eyrarbakka við svipað tíðarfar og nú hefur sýnt sig. Öldurót eða ókyrrð í veðrinu höfðu ekki áhrif á viðmótið þitt og handtakið. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 214 orð

JÓN GUÐMANN VALDIMARSSON

JÓN GUÐMANN VALDIMARSSON Jón Guðmann Valdimarsson var fæddur í Gularáshjáleigu, Austur-Landeyjum, 5. október 1918. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 28. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Þorvarðarson frá Klasbarða í V-Landeyjum, f. 14. maí 1893, og Elín Jónsdóttir frá Laug í Biskupstungum, f. 10. október 1886. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 670 orð

Lilja Halldórsdóttir Steinsen

Lilja Halldórsdóttir Steinsen, fv. húsfreyja á Haukagili í Vatnsdal, er látin. Árið 1947 kom hún, ung blómarós úr Reykjavík, með Sævar son sinn, að Haukagili, er hún réðst sem ráðskona til Konráðs Más Eggertssonar, bónda þar og föðurbróður míns. Konráð, sem var fæddur 1911, eignaðist hálft búið á Haukagili 1937, þá 26 ára, en tók við búsforráðum 1942, er faðir hans, Eggert Konráð, lézt. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 216 orð

Lilja Halldórsdóttir Steinsen

Ég veit þú lifir, brosir bakvið dauðann; blíða vina sumarliljum hjá. (V.H.) Kær vinkona er látin. Síðustu mánuðina hafði hún af æðruleysi barist hatrammri baráttu við illvígan sjúkdóm, sem að lokum lagði hana að velli. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 434 orð

Lilja Halldórsdóttir Steinsen

Í dag er kvödd hinstu kveðju Lilja Halldórsdóttir, fyrrverandi húsmóðir á Haukagili í Vatnsdal, en hún lést síðastliðinn mánudag eftir erfiða baráttu við krabbamein, þann sjúkdóm sem veldur dauða fleira fólks í neyslusamfélögum nútímans en nokkur annar. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 213 orð

LILJA HALLDÓRSDÓTTIR STEINSEN

LILJA HALLDÓRSDÓTTIR STEINSEN Lilja Halldórsdóttir Steinsen fæddist í Reykjavík 15. janúar 1923. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 29. september síðastliðinn. Foreldrar: Hólmfríður Jónsdóttir, f. 19.1. 1891, d. 1964, og Þorfinnur Júlíusson, f. 29.3. 1884, d. 1931. Kjörforeldrar: Guðrún Katrín Jónsdóttir, f. 18.2. 1876, d. 20.7. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 2629 orð

Ragnheiður Eiríksdóttir

Þegar ég lít um öxl á þessum tímamótum þegar þú hefur kvatt hið jarðneska líf, mamma mín, hrannast minningarnar upp í huga mér, enda höfum við búið nær samfellt saman í rúm fjörutíu ár. Samkomulag okkar hefur allan þennan tíma verið ákaflega gott. Það sem ég man fyrst eftir gerðist í eldhúsinu heima í Valadal, ég þá sennilega ekki farinn að ganga. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 289 orð

RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR Ragnheiður Eiríksdóttir fæddist á Auðnum í Sæmundarhlíð í Skagafirði 20. október 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. september síðastliðinn. Ragnheiður var dóttir hjónanna Eiríks Sigurgeirssonar, f. 24. september 1891, d. 13. maí 1974, og Kristínar Vermundsdóttur, f. 20. júlí 1898, d. 11. nóvember 1973. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 205 orð

Sigurlaug Jónsdóttir

Harmið mig ekki með tárum þótt ég sé látin. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 255 orð

Sigurlaug Jónsdóttir

Elsku amma! Mig langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar og minnast þess um leið hversu vænt mér þykir um þig. Þú skilur eftir þig margar, kærar minningar sem ég mun varðveita að eilífu. Þú varst alltaf svo góð við mig og vildir allt fyrir mig gera. Þú varst alltaf til staðar og gast alltaf gefið góð ráð. "Elsku amma. Ég vildi að ég hefði blíða brosið þitt og notalegu hendurnar. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 586 orð

Sigurlaug Jónsdóttir

Amma okkar, hún Sigurlaug Jónsdóttir, er látin. Amma Silla var 86 ára þegar hún lést eftir skamma legu á sjúkrahúsi. Okkur systkinin langar til að minnast ömmu með nokkrum orðum og þakka henni fyrir þann tíma og þá gleði sem hún gaf okkur. Einkenni ömmu voru einkum þau hversu skapgóð, lífsglöð, skemmtileg og hjartagóð kona hún var. Hún og afi Guðlaugur voru mjög lífsgjöð hjón. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 239 orð

Sigurlaug Jónsdóttir

Elsku amma langa. Í dag verður þú lögð til hinstu hvílu í Landakirkju og er því komið að kveðjustund. Samverustundir okkar hafa verið fjölmargar og skemmtilegar, ýmist í Geysi, á Birkimelnum og nú í seinni tíð heima hjá ömmu Dóru og afa Bjarna. Gestrisni ykkar afa var mjög mikil, hvort sem ég kom með mömmu eða með heilan barnahóp með mér, alltaf áttuð þið til nammi og 7up. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 501 orð

SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR

SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 28. janúar 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfaranótt mánudagsins 22. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin, Jón, f. 23. maí 1881 á Ósum í Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, d. 15. ágúst 1929 í Vestmannaeyjum, Hinrikssonar Guðmundar, f. 31. október 1857, d. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 285 orð

Valborg Hjálmarsdóttir

Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Það var alltaf svo gott að koma til þín hvort það sem var á Skólastíginn eða á dvalarheimilið. Sem barni fannst mér alltaf svo spennandi að gista hjá þér í holunni hans afa Guðjóns heitins. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 342 orð

Valborg Hjálmarsdóttir

Mig langar að skrifa nokkur þakkar- og minningarorð um ömmu mína, Valborgu Hjálmarsdóttur frá Tunguhálsi. Ég held að ég muni fyrst eftir þér þegar ég var þriggja ára og Steinunn systir var að fæðast og þú varst hjá okkur fram á Tunguhálsi. Það var vitlaust veður og þú varst að koma úr fjósinu og leiddir mig með annarri hendi og hélst á mjólkursigtinu í hinni. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 793 orð

Valborg Hjálmarsdóttir

Elsku amma. Okkur langar til að minnast hennar. Nú er hún búin að fá þá hvíld sem hún var búin að þrá síðustu mánuði. Hún amma okkar sagði oft að það yrði vel tekið á móti sér þegar hún myndi kveðja þennan heim eða fara í "æðri skóla" eins og hún kallaði það oft. Faðir ömmu dó þegar hún var á fyrsta aldursári, frá stórum barnahóp. Meira
4. október 1997 | Minningargreinar | 194 orð

VALBORG HJÁLMARSDÓTTIR

VALBORG HJÁLMARSDÓTTIR Valborg Hjálmarsdóttir var fædd á Breið í Lýtingsstaðahreppi 1. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks hinn 27. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rósa Björnsdóttir fædd 3. apríl 1871, dáin 24. september 1955, og Hjálmar Sigurður Pétursson fæddur 12. september 1866, dáinn 30. desember 1907. Meira

Viðskipti

4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 421 orð

BYKO og 10­11 hætta viðskiptum við Íslandsbanka

BYKO og 10-11 hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka vegna þátttöku bankans í Fríkortssamstarfinu. Bankinn verður af viðskiptum sem nema nokkrum milljörðum króna vegna þessa að sögn forráðamanna fyrirtækjanna. Þeir segja að óánægja ríki meðal margra viðskiptavina Íslandsbanka vegna málsins. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 157 orð

Cargolux kaupir 5 B747-400

CARGOLUX hefur ákveðið að kaupa fimm flutningaflugvélar til viðbótar af gerðinni Boeing B747- 400 frá Boeing-fyrirtækinu og er það mesta fjárfesting í sögu félagsins. Einnig var tryggður réttur til að kaupa tvær aðrar flugvélar. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 169 orð

ÐÍslandsflug semur við SAS

ÍSLANDSFLUG gekk í gær frá samningi við SAS-flugfélagið um aðgang að Amadeus-bókanakerfinu. Kerfið er hið stærsta í heimi að sögn Sigfúsar Sigfússonar, markaðsstjóra Íslandsflugs, og er talið að um helmingur ferðaskrifstofa í heiminum hafi aðgang að því. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 174 orð

ÐNetverk og Margmiðlun til Brussel

TVÖ fyrirtæki, Netverk hf. og Margmiðlun hf., hafa verið valin til að taka þátt í fjárfestingarþingi sem haldið verður í Brussel þann 25. nóvember nk. Þar gefst fyrirtækjunum kostur á að kynna áform sín fyrir erlendum fjárfestum. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 274 orð

ÐPizza 67 í Englandi

NÝTT félag hefur verið stofnað um rekstur Pizza 67-staða í Evrópu, Pizza 67 Europe. Félag þetta á aðeins einn stað, Pizza 67 í Tryggvagötu, en selur sérleyfi til rekstraraðila á Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi. Í gær gekk hið nýja fyrirtæki frá sölu fimm sérleyfa til fyrirtækisins Pizza 67 UK Ltd. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 123 orð

ÐPóstur og sími býður ePóst

PÓSTUR og sími hefur tekið upp nýja þjónustu fyrir póstsendingar fyrirtækja, svonefndan ePóst. Þjónustan gerir fyrirtækjum kleift að senda allar póstsendingar sínar rafrænt til Pósts og síma. Þar er tekið við þeim, þær prentaðar út og settar í umslög og loks frímerktar og sendar til viðtakenda. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 235 orð

»Evrópsk bréf á nýju metverði og hækkun í Wall Stret

EVRÓPSK hlutabréf seldust á nýju metverði í gær, þar sem nýjar hagtölur sýndu engan verðbólguþrýsting vestanhafs og hækkun varð í Wall Street. Verð franskra og brezkra hlutabréfa hækkaði um 1,4 og 0,6%, en lokað var í Þýzkalandi. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 386 orð

Hlutabréfavísitalan lækkaði um 2%

HLUTABRÉFAVÍSITALA Verðbréfaþings Íslands lækkaði um tæp 2% í gær í talsverðri hrinu viðskipta. Heildarviðskipti dagsins námu tæpum 90 milljónum króna en auk þess áttu sér stað viðskipti að fjárhæð rúmlega 10 milljónir króna á Opna tilboðsmarkaðnum. Lækkanir voru nokkuð almennar á Verðbréfaþingi í gær en mest bar þó á lækkunum á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum. Meira
4. október 1997 | Viðskiptafréttir | 585 orð

S-E-Banken og Trygg-Hansa sameinast

SÆNSKI SkandinaviskaEnskilda Banken býður 16,8 milljarða sænskra króna í tryggingafélagið Trygg-Hansa. Jacob Wallenberg bankastjóri S-E-Banken og Lars Thunell framkvæmdastjóri Trygg-Hansa eru sannfærðir um að nýi bankinn muni ná sparnaði upp á 775 milljónir við samrunann, þó starfssvið fyrirtækjanna skarist aðeins að litlu leyti. Bankinn verður þriðji stærsti norræni bankinn. Meira

Daglegt líf

4. október 1997 | Ferðalög | 511 orð

Hagnýtar upplýsingar um borgina HELSTU nauðsynjar f

HELSTU nauðsynjar ferðalangsins eru kort og vikurit með tæmandi lista yfir tónleika, óperur og dans, söfn, sýningar og bíó. Allar blaðsölur bjóða slík rit, Pariscope eða Officiel de Spectacle, sem bæði koma út á miðvikudögum af því þá koma nýjar myndir í bíóin. (V.o. eða version originale þýðir að kvikmynd sé ekki talsett á frönsku). Meira
4. október 1997 | Neytendur | 74 orð

Hreinar ilmkjarnaolíur

VERSLANIR Body Shop á Íslandi kynna um þessar mundir hreinar ilmkjarnaolíur. Þá fást einnig tilbúnar blöndur, s.s. húðnæring, sturtugel, bað- og nuddolíur og grunnvörur fyrir þá sem vilja búa til eigin blöndur. Í fréttatilkynningu frá Body Shop segir að ilmkjarnaolíurnar hafi mismunandi árhif, sumar kæli, aðrar hiti eða lini þrautir, örvi eða kæti. Meira
4. október 1997 | Ferðalög | 631 orð

Hættulegtaðdráttarafl

Ef til vill er ekkert skipulagt hjarta í Vestmannaeyjabæ en Bárustígur er að minnsta kosti ein af bláæðum mannlífsins sem göngugata og heimilisfang veitingastaðarins Lanternu, nafn sem merkir lukt, ljósið í bænum. Á sumrin er bæði hægt að borða inni á veitingastaðnum og úti, en ég var í Eyjum 18. september svo ég snæddi inni. Meira
4. október 1997 | Neytendur | 361 orð

Ný matreiðslubók kynnt á ostadögum

MATREIÐSLUBÓKIN Ostalyst 3 er komin út og er kynnt á ostadögum í Perlunni. Dómhildur A. Sigfúsdóttir, forstöðumaður tilraunaeldhúss Osta- og smjörsölunnar, sem er höfundur bókarinnar segir hana ekki ólíka hinum bókunum tveimur Ostalyst 1 og Ostalyst 2 þó brot þessarar bókar sé stærra og bryddað upp á nýjungum. Meira
4. október 1997 | Neytendur | 49 orð

Út á salatið

BALSAMIC Vinaigrette heitir ný salatsósa frá Newman's own. Hér er á ferðinni blanda af balsamicediki, ólífuolíu og kryddi sem nota má á pasta- og grænmetissalöt. Í fréttatilkynningu frá heildverslun Karls K. Karlssonar segir að Balsamic Vinaigrette sé án rotvarnar- og litarefna og fáist í flestum matvöruverslunum. Meira
4. október 1997 | Neytendur | 232 orð

Verð ræður vali á matvöruverslun

MEGINHLUTI matvörukaupa fer fram í stórum verslunum og verslunarkeðjum og það virðist aðallega vera verð sem ræður vali á matvöruverslun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kaupmannasamtökum Íslands sem fólu Gallup að gera könnun á því hvað réði helst vali fólks á matvöruverslun. Símakönnunin fór fram 10.­17. september sl. og var haft samband við 1. Meira
4. október 1997 | Neytendur | 396 orð

Ýmsar nýjungar kynntar og smakkað á ostum

Í DAG, laugardag, hefjast ostadagar í Perlunni. Íslandsmeistarakeppnin í ostagerð hefur staðið yfir og voru nálægt hundrað ostaafbrigði send í keppnina. Átta manna dómnefnd, skipuð fagmönnum úr mjólkuriðnaði, hefur að undanförnu metið ostana. Verðlaun eru veitt fyrir bestu ostana. Meira

Fastir þættir

4. október 1997 | Dagbók | 3002 orð

APÓTEK

apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Auk þess eru fleiri apótek með kvöld- og helgarþjónustu, sjá hér fyrir neðan. Sjálfvirkur símsvari um læknavakt og vaktir apóteka s. 551-8888. Meira
4. október 1997 | Í dag | 93 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 4. október, verður níræður Ingvar Þórðarson, fyrrv. starfsmaður Olís, Neðstaleiti 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingibjörg Svava Helgadóttir frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn í Stapaseli 13, Reykjavík, frá kl. 16-19. Meira
4. október 1997 | Dagbók | 403 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
4. október 1997 | Í dag | 421 orð

Er fullorðnafólkið fyrirmyndí forvörnum? KONA hafði

KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir það sem sagt er í Morgunblaðinu í "Bréfi til blaðsins" í grein sem nefnist "Fjör í forvörnum". Hún segist vinna á fjölmennum vinnustað þar sem vinni 300 konur. Þar taka konur sig saman í hópum og fara út að skemmta sér og þá er talað um að fara að "detta í það". Og í marga daga er aðalumræðuefnið hvað það hafi verið gaman. Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 1595 orð

Ég þurfti að standa á mínu Auður Bjarnadóttir, leikstjóri og dansahöfundur, er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hún hefur

HVAÐ er sameiginlegt með einkalífi tveggja leikara sem leika samkynhneigða karlmenn og konu sem er frumstæð, frjáls, laus við ok hins hlutverkaskipta samfélags? Þeir karlar með hlutverk, sem sníður þeim þröngar skorður, hún lifir á eigin forsendum. Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 1297 orð

Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama. (Matt. 9)

Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama. (Matt. 9) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 36 orð

Hrásalat

hvítkálshöfuð, rifið 2 gulrætur, rifnar 2 sellerístönglar, í litlum bitum 1 rauðlaukur, fínt saxaður - rifið rauðkál 50 g ristuð sesamfræ tofumajones eftir smekk 1. Grænmetinu blandað saman í skál. 2. Bleytt upp með tofumajonesi. Meira
4. október 1997 | Í dag | 309 orð

ÍKVERJI getur mælt með nýju kaffihúsi, Vegamótum við Veg

ÍKVERJI getur mælt með nýju kaffihúsi, Vegamótum við Vegamótastíg, fyrir þá sem aka barnavögnum um miðbæinn og finnst gott að geta tyllt sér og fengið sér gott kaffi eða bjórglas. Vegamót standa við aflokaðan garð, þar sem kjörið er að leggja barnavagninum, og í gegnum glerveggi veitingahússins er auðvelt að fylgjast með honum. Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 812 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 921. þáttur

921. þáttur Helgi Hálfdanarson sendir mér bréf sem mér þótti betur fengið en ófengið og ég birti hér með þökkum: "Sæll og blessaður, Gísli. Í Mbl-þætti þínum í dag minnist þú á orðið hvalbrot og spyrð hvort það megi að gagni koma "ef haldið er áfram skoðanaskiptum um orðalag Jónasar "að brjóta hval á sandi". Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 105 orð

KJÚKLINGABAUNASTROGANOFF

2 msk ólífuolía 1 laukur, í sneiðum 1 eggaldin, í litlum bitum 2 bolli soðnar kjúlingabaunir 4 msk. grænmetissoð eða vatn tsk. múskat 1 tsk. salt tsk. sinnepsduft 2 tsk. sítrónusafi bolli AB-mjólk 300 g heilhveitinúðlur 1.Olían hituð og laukurinn og eggaldinið mýkt þar í. 2. Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 381 orð

Sérkennilegir sjúkdómar

BRETAR njóta í dag framsýni sérvitringa í tölvumálum. Þannig má segja að þótt tæknilegt forskot tölvumála sé vestur í Bandaríkjunum hafa breskir forritarar iðulega vinninginn í hugkvæmni og frumleika. Veldur sjálfsagt einhverju að þar í landi var heil kynslóð forritara alin upp við frumstæðar ódýrar Sinclair-tölvur. Sést það kannski best á nýlegum leikjum breskum, þar á meðal Theme Hospital. Meira
4. október 1997 | Í dag | 345 orð

SPURT ER...

»Hingað til lands kom í þessari viku fyrrverandi forseti Litháens og núverandi forseti litháíska þingsins. Hvað heitir hann? »Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag var frumflutt nýtt verk eftir íslenskt tónskáld og nefnist það "Krossfesting". Sagði í gagnrýni í Morgunblaðinu að með þessu verki hefði tónskáldið "skapað sér stöðu meðal bestu tónskálda núdagsins". Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 2638 orð

Teiknarinn í fangabúðunum

Kjartan Arnórsson, teiknimyndasöguhöfundur, sögupersóna og byssusafnari með meiru, kom tilneyddur heim frá Bandaríkjunum fyrir nokkrum mánuðum. Hann sagði Helga Þorsteinssyni frá ævintýralegum samskiptum sínum við réttarkerfið í "landi hinna frjálsu", sem gefa teiknimyndasögunum ekkert eftir, og frá teiknuðum fjöldamorðingjum og ofurhetjum. Meira
4. október 1997 | Fastir þættir | 748 orð

Úrslit norrænu bikarkeppninnar að hefjast

Úrslitakeppni norrænu bikarkeppninnar hefst hér í Reykjavík á miðvikudaginn. Sigurvegarinn verður jafnframt Norðurlandameistari. Þessi keppni er markverðasta nýjungin í skáksamstarfi Norðurlanda á undanförnum árum. Hún hófst með fyrsta formótinu, en það var Reykjavíkurskákmótið 1996. Í kjölfarið fylgdu fjögur hliðstæð mót í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Færeyjum. Meira

Íþróttir

4. október 1997 | Íþróttir | 336 orð

21 ár síðan meist- arar sóttu bikarinn

Það er liðið 21 ár síðan nýkrýndir Íslandsmeistarar í knattspyrnu léku til úrslita í bikarkeppninni og fögnuðu sigri. Það var 1976 er meistarar Vals léku gegn Skagamönnum á Laugardalsvellinum og unnu 3:0. Aðeins tvisvar áður höfðu meistarar náð þessu, að vinna tvöfalt eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 102 orð

Asprilla ekki með FAUSTINO Asprilla, sóknarmaður hjá

FAUSTINO Asprilla, sóknarmaður hjá Newcastle United, verður frá keppni í einn til tvo mánuði að sögn Grahams Courtney talsmanns Newcastle. Asprilla var borinn af velli á 22. mínútu leiks Newcastle og Dynamo Kiev í Úkraínu á miðvikudaginn, meiddur á læri. Hann gekst undir aðgerð í Lundúnum í gær og var síðan fluttur til Newcastle. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 218 orð

Chelsea á Anfield Road

Chelsea, sem er í fjórða sæti ensku deildarinnar og á leik til góða á efstu lið, hefur staðið í ströngu að undanförnu og virðist ekkert lát á. Í morgun heldur liðið til Liverpool þar sem það mætir heimamönnum á Anfield Road og kemur sá leikur í kjölfar leikja liðins við Arsenal, Manchester United og Newcastle. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 76 orð

Dennis Bergkamp setti nýtt met

DENNIS Bergkamp, sóknarleikmaður Arsenal, hefur sett nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bergkamp var útnefndur leikmaður septembermánaðar í gær, en hann var einnig valinn besti leikmaður í ágúst. Bergkamp er fyrsti leikmaðurinn sem er valinn besti leikmaðurinn tvo mánuði í röð í sögu deildarinnar. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 168 orð

Evrópudráttur

UEFA - keppnin Ajax (Hollandi) - Udinese (Ítalíu) Braga (Portúgal) - Dynamo Tbilisi (Georgíu) Metz (Frakklandi) - Karlsruhe (Þýskalandi) Strasbourg (Frakkl.) - Liverpool (Englandi) Inter Milan (Ítalíu) - Lyon (Frakklandi) Rapid Vín (Austurr.) - 1860 M¨unchen (Þýskal.) MTK Búdapest (Ungverjal.) - Zagreb (Króat. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 488 orð

FABRIZIO Ravanelli

FABRIZIO Ravanelli mun leika sinn fyrsta leik með Marseille í dag gegn Toulouse. Ekki er talið að hann leiki allan leikinn. MARC Overmars mun ekki leika með Arsenal gegn Barnsley í dag. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 241 orð

"Förum til Kaunas til að vinna"

"RÓÐURINN verður erfiður hjá okkur, en við förum til Kaunas til að vinna. Það er draumurinn að komast í Meistaradeild Evrópu," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Íslandsmeistara KA, sem mætir meistaraliði Litháen, Granitas Kaunas, á morgun í Evrópukeppni meistaraliða í Kaunas. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 372 orð

Gaman að byrja vel í nýja húsinu

Tindastóll frá Sauðárkróki tók á móti Skallagrími úr Borgarnesi í fyrsta leiknum í nýju og endurbættu íþróttahúsi á Sauðárkróki í gær og sigruðu 106:85. Leikurinn var lengstum fremur rólegur og hófst eins og dæmigerður haustleikur; menn fóru sér hægt og þó nokkuð var af mistökum. Gestirnir náðu yfirhöndinni á fyrstu fimm mínútunum en Tindastóll jafnaði og komst yfir. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 146 orð

Góð tilfinning "BLESSAÐUR vertu, við reynum að sn

"BLESSAÐUR vertu, við reynum að snúa okkur undan skafrenningnum," sagði Sigurður Björgvinsson, annar þjálfara Keflvíkinga, þegar hann var spurður að því í gærkvöldi hvernig Keflvíkingar æfðu í kulda og trekki á sama tíma og Eyjamenn æfðu við kjörskilyrði í Stuttgart. "Ég hef góða tilfinningu fyrir sunnudeginum," sagði Sigurður. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 99 orð

Handknattleikur 2. deild karla: Fjölnir - Hörður24:22 Knattspyrna

Þýskaland 1860 M¨unchen - Kaiserlautern1:3 Bernhard Winkler (4.) - Olaf Marschall 2 (22., 84.), Ciriaco Sforza (35.). 62.000. Werder Bremen - Gladbach1:0 Havard Flo (47.). 35.622. Rautt spjald: Stefan Effenberg (Galdbach 82.). Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 153 orð

Hilmar skoðar hjá Tromsø í Noregi

HILMAR Björnsson, leikmaður KR, heldur til Noregs á mánudaginn til að líta á aðstæður hjá Tromsø sem leikur í efstu deild þar í landi. "Forráðamenn félagsins höfðu samband við mig um mitt sumar en ég sagði þeim þá að ég hefði ekki áhuga á neinu slíku fyrr en keppnistímabilið væri búið hér heima, fannst satt besta að segja hafa gengið á nógu hjá okkur, Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 66 orð

KEILAHalldór Reykjavíkurme

HALLDÓR Ragnar Halldórsson varð Reykjavíkurmeistari í keilu, vann Valgeir Guðbjartsson 396-365 í tvöföldum úrslitaleik. Björn Birgisson varð í þriðja sæti en hann tapaði fyrir Valgeiri í bráðabana. Lærlingar meistarar meistaranna Lærlingar sigruðu í meistarakeppni Keilusambandsins sem fram fór í keilusalnum í Mjóddinni sl. laugardag. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 445 orð

Komið nóg hjá ÍBV í sumar

"ÞAÐ halda auðvitað allir að Eyjamenn vinni Keflavík í bikarúrslitunum, og þeir sömu héldu það sjálfsagt líka fyrir fyrri leikinn, en annað kom í ljós," sagði Pétur Ormslev, þjálfari FH- inga, er Morgunblaðið leitað álits hans á síðari bikarúrslitaleiknum milli ÍBV og Keflavíkur. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 103 orð

Konráð með tvö mörk í sigurleik

KONRÁÐ Olavson skoraði tvö mörk í 28:27 sigri Niederw¨urzbach á liði Gummersbach á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur Niederw¨urzbach á keppnistímabilinu, en áður hefur félagið tapað tveimur leikjum. Leikurinn var hnífjafn allan tímann og staðan í hálfleik var jöfn 16:16. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 220 orð

LIÐ Keflavíkur brá sér til Reykjavíkur

LIÐ Keflavíkur brá sér til Reykjavíkur í gær og fór í kvikmyndahús. Liðinu var boðið í Sam- bíóin og fyrir valinu varð myndin Eldfjall sem var frumsýnd í gær. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 50 orð

Mótherji KA- liðsins til Eyja

ROBERTAS Pauzuolis, einn af lykilmönnum Granitas Kaunas, mótherja KA í Evrópukeppninni, mun gerast leikmaður með ÍBV. Pauzuolis, sem er 1,99 m, hefur leikið 50 landsleiki og skorað yfir tvöhundruð mörk í þeim. Stjörnumenn hafa áhuga á markverði liðsins, Arunas Vaskevicius, sem leikur einnig með landsliði Litháen. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 61 orð

Of lítil mörk í Moskvu

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu hefur ákveðið að seinni leikur Spartak Moskvu og svissneska liðsins Sion verði leikinn aftur, þar sem mörkin í Moskvu voru of lítil er liðin gerðu jafntefli í Moskvu á þriðjudaginn, 2:2. Markið var 14 cm lægra en löglegt er, 2.44 m. Sion tapaði fyrri leiknum heima, 1:0. Liðin verða því að mætast aftur 15. október. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 17 orð

Spá um röð í 1.deild kvenna 1.

1.Grindavík50 stig KR50 stig 3.Keflavík44 stig 4.ÍS36 stig 5.ÍR20 stig 6. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 324 orð

Stuttgart mætir Ekeren frá Belgíu

Dregið var í Evrópukeppni félagsliða og bikarhafa í gær og verða væntanlega margir skemmtilegir leikir eftir þrjár vikur þegar leikirnir fara fram. Stuttgart, sem sló Eyjamenn út úr keppninni mætir Ekeren frá Belgíu í Evrópukeppni bikarhafa og má telja nokkuð víst að þýska liðið komist áfram. Norska liðið Tromsø datt í lukkupottinn og mætir Chelsea. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 132 orð

Sæmundur dæmir SÆMUNDUR Víglundsson dæmir bika

SÆMUNDUR Víglundsson dæmir bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍBV. Leikurinn er sá síðasti sem hann dæmir, þar sem hann hefur ákveðið að leggja flautuna í skúffuna eftir leikinn. Aðstoðardómarar hans verða Pjétur Sigurðsson og Ari Þórðarson, varadómari Ólafur Ragnarsson. Eftirlitsmaður er Páll Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 113 orð

UMFT - UMFS106:85

Íþróttahúsið Sauðárkróki, 1. umferð DHL- deildarinnar í körfuknattleik karla, föstudaginn 3. október 1997. Gangur leiksins: 3:8, 17:12, 24:21, 34:30, 45:40, 51:46, 55:54, 63:64, 78:69, 80:71, 90:77, 97:83, 106:85. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 147 orð

UM HELGINAKnattspyrna SUNNUDAGURB

Knattspyrna SUNNUDAGURBikarúrslit karla: Laugardalsv.:Keflavík - ÍBV14 Handknattleikur LAUGARDAGURBorgarkeppni Evrópðu: Varmá:UMFA - Stockerau16 1. deild karla: Seljaskóli:ÍR - Stjarnan16 1. deild kvenna: Strandgata:Haukar - FH16. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 139 orð

Venables fær morðhótun

TERRY Venables, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, hefur óskað eftir liðsinni lögreglu eftir að honum barst morðhótun í gegnum síma á dögunum. Hótunin barst Venables er hringt var í farsíma sem hann hefur og er skráður á ástralska knattspyrnusambandið og þjálfarinn notar aðeins til þess að sinna starfi sínu sem landsliðsþjálfari Ástrala og númerið ekki skráð á hann. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 356 orð

Þurfum fimm til sex marka sigur

Við rennum nokkuð blint í sjóinn með styrk þessa liðs," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, en félagið leikur kl. 16 í dag fyrri leikinn við austurríska félagið Stockerau í 1. umferð Borgarkeppni Evrópu, á Varmá. Meira
4. október 1997 | Íþróttir | 293 orð

Ætlum að endurheimta titilinn

Keppni hefst í dag í 1. deild kvenna með tveimur leikjum er Keflavík sækir ÍR heim í Seljaskóla og Breiðablik tekur á móti ÍS. Báðir leikirnir hefjast kl. 16. Umferðinni lýkur síðan á mánudaginn er Íslandsmeistarar Grindavíkur fá KR stúlkur í heimsókn, en þar eru á ferðinni tvö af þeim liðum sem flestir spá Íslandsmeistaratitili ásamt fyrrverandi meistaraliði Keflavíkur. Meira

Sunnudagsblað

4. október 1997 | Sunnudagsblað | 416 orð

Efast um tengsl milli kláms og kynferðisglæpa

LEIÐANDI, breskur félagsfræðingur veittist nýverið að rannsóknum er benda til tengsla á milli kláms og kynferðisglæpa, og sagði þær gallaðar og hefðu oft litast af afstöðu þeirra, er berjast gegn klámi. Meira
4. október 1997 | Sunnudagsblað | 311 orð

Sektir fyrir forvitni á slysstað

Sektir fyrir forvitni á slysstað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ER HÆGT að sekta fólk fyrir að glápa á umferðarslys? Lögreglan í Fredericia á Jótlandi álítur svo og hyggst nú sekta vegfarendur, sem lögðu bílum sínum á hraðbraut, þar sem alvarlegt umferðarslys varð fyrir skömmu. Meira
4. október 1997 | Sunnudagsblað | 59 orð

Skuggar á hvolfþaki

VERKAMENN taka sér hvíld á þaki hins gríðarstóra Skydome-íþróttaleikvangi í Toronto í Kanada en þeir hafa með höndum eftirlit með yfirbyggingu vallarins. Hana er hægt að setja upp eða taka niður á tuttugu mínútum og virðast mennirnir agnarsmáir á henni. Meira

Úr verinu

4. október 1997 | Úr verinu | 1047 orð

Hlutdeild í heildarkvóta ekki meiri en 8-10%

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA mun á næstunni leggja fram frumvarp á Alþingi sem takmarkar kvótaeign fyrirtækja. Samkvæmt frumvarpsdrögum, sem ráðherrann kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær, má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila ekki nema meira en 8% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla. Meira
4. október 1997 | Úr verinu | 350 orð

Stækkun skipa verði heimiluð

STARFSHÓPUR á vegum sjávarútvegsráðherra sem falið var að fjalla um endurnýjunarreglur fiskiskipa hefur lagt til að það skref verði stigið nú að heimila tiltekna stækkun allra skipa með tilteknu millibili, hvort sem um væri að ræða breytingar á eldra skipi, nýjum eða nýkeyptum skipum. Meira

Lesbók

4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2980 orð

AÐ TJALDABAKI Í TRANSYLVANÍU EFTIR JÓHÖNNU ÞRÁINSDÓTTUR Óvíða er náttúrufegurð meiri en í Transylvaníu né land gjöfulla. Á

TRANSYLVANÍA, landið handan skóganna, hvílir í tignarlegri ró í skauti Karpatafjalla, svo blessunarlega óspillt af rányrkju og iðnaðarfári nútímans. Þetta land þjóðsagna og ævintýra, heimaland vampírunnar Drakúla greifa, státar af einhverjum fegurstu og ósnortnustu fjallahéruðum heims. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð

Björn Steinar Sólbergsson leikur í Þýskalandi

BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti hélt í lok september í tónleikaferð um Þýskaland. Björn Steinar hélt að þessu sinni þrenna tónleika í Oberwesel, Neustadt am Aisch og í Frankenthal, en hann hefur undanfarin ár leikið reglulega í hinum ýmsu bæjum og borgum í Þýskalandi. Á efnisskrá tónleikanna í Þýskalandi voru verk eftir erlenda og innlenda höfunda. Björn Steinar lék m.a. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 293 orð

efni 4. okt

Gjöf Schevings Listaverkagjöf Gunnlaugs Schevings til Listasafns Íslands nam 1800 verkum og veitti safnið henni viðtöku eftir lát listamannsins í des. 1972. Gjöfin vr kynnt með sýningu 1975. Þar eru auk stórra verka frumskyssur og teikningar sem sýna ferli verkanna og vinnubrögð Gunnlaugs. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 438 orð

"Glerlistin lifir svo lengi sem ljósið skín"

SÝNING á glerskúlptúrum sænska glerlistamannsins og hönnuðarins Jans Johanssons var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, laugardag. Jan hefur verið leiðandi í hönnun fyrir hið virta Orrefors glerverk sl. 30 ár og samhliða sýningunni í Ráðhúsinu verður listhönnun hans kynnt í versluninni Kosta Boda ásamt því að sýndir verða munir úr Orrefors-safninu. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 417 orð

Haukur Dór og Gunnar Örn sýna í Listaskálanum

HAUKUR Dór og Gunnar Örn opna myndlistarsýningu í Listaskálanum í Hveragerði, í dag, laugardag. Á sýningunni eru eingöngu málverk sem unnin eru á síðustu árum. Haukur Dór sýnir í Listaskálanum 18 myndir sem allar eru málaðar á síðasta ári og bera þær samheitið "Förunautar". Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2144 orð

HVAÐ ER PÓSTMÓDERNISMI Í LISTUM? EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Femínískir pm-istar tala um karlaglápið ("the male gaze") sem

ÞÓTT "póstmódernismi" (pm- ismi) sé einatt notað sem marklaust ísullsorð þegar rætt er um listir á líðandi stund má þar sem annars staðar beita því á skýrari hátt. Pm-ismi í listum felur þá í sér a) vissa hugmynd um félagslegt afstæði listrænnar tjáningar og reynslu, Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1164 orð

HVAÐ KALLAR FRAM TÁRIN?

ER ÞAÐ ekki að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um Díönu prinsessu, andlát hennar og útför? Sjálfsagt er nóg komið af slíkri umfjöllun, enda hafa þar stungið niður penna sálfræðingar og þekktir rithöfundar auk blaðamanna og almennings. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

HÖFNUN

Ég finn að ég er að hrapa. Hrapa af háum kletti, en ég er ekki ein. Þau hefðu getað bjargað mér, fólkið sem stóð og horfði á. En þau gerðu það ekki. Það var eins og þeim væri alveg sama, þeim var sama. Sama um mig. Ég er ein. Ég á engan vin. Þau hæðast bara að mér og meiða mig. Ég finn til í hjartanu því þeim er alveg sama. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

Í fjórum línum og jólasaga

VESTFIRSKA forlagið á Hrafnseyri, sem er, eftir því sem best er vitað, eina starfandi bókaforlagið á Vestfjörðum, mun gefa út tvær bækur í haust, ljóðabók og barnabók. Ljóðabókin nefnist Í fjórum línum og er vísna- og ljóðasafn sem Auðunn Bragi Sveinsson hefur tekið saman. Þar eru birt 830 erindi eftir 212 höfunda. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 279 orð

Í LIST GUNNLAUGS ER MAÐURINN ÁVALLT Í ÖNDVEGI

ÞEGAR Gunnlagur Scheving lést í desember 1972 hafði hann arfleitt Listasafn Íslands að öllum verkum sínum, alls um 1800 verk. Gjöfina má flokka á eftirfarandi hátt eftir efni og ástandi: 12 olíumálverk, 306 vatnslitamyndir, 256 túsk- og vatnslitaskissur, 329 túsk-blek- og blýantsteikningar, 841 blek- og blýantsskyssur,36 litkrítarmyndir, 33 litkrítarskyssur, Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1392 orð

Í SÓL OG SUMARYL

SÉR einhver Wolfgang Amadeus Mozart fyrir sér spígsporandi á sólarströnd í sundskýlu einni fata? Líkast til ekki. Þetta er þó hlutskipti "afkvæma" hans, Dons Alfonsos og hinna herranna, í uppfærslu Íslensku óperunnar á Cosi fan tutte sem tónjöfurinn skrifaði fyrir meira en tveimur öldum. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2984 orð

LISTAVERKAGJÖF GUNNLAUGS SCHEVINGS

Afstaða TÆKNILEGUR skyldleiki Gunnlaugs við ýmsa nútímamálara leynir sér ekki enda kom honum ekki til hugar að fara í grafgötur með aðföng sín. Honum var tíðrætt um Léger, Picasso, Gris, Miró, tollþjóninn Rousseau og Chagall. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 652 orð

LJÓÐRÝ· NI IX Súsanna Svavarsdóttir Sigvaldi Hjálmarsson I

Víðáttur nefnist ljóðabók eftir Sigvalda Hjálmarsson sem kom út árið 1984 en áður hafði hann gefið út ljóðabókina Vatnaskil árið 1976. Sigvaldi, sem fæddist 1921 var rithöfundur og blaðamaður en því starfi gegndi hann um áratuga skeið, lengst af hjá Alþýðublaðinu. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 1281 orð

MEÐ KJAFTINN FYRIR NEÐAN NEFIÐ

ÞAÐ stóð á forsíðu Time og Spiegel og Marie Claire og Elle sögðu það líka: London er svalasti staður hins vestræna heims um þessar mundir. Það eru ekki aðeins fatahönnuðir, popparar og klúbbeigendur sem bera uppi þennan hróður, rithöfundarnir gera það líka. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 590 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 2155 orð

PRESTASKÓLINN Í REYKJAVÍK EFTIR PÉTUR PÉTURSSON OG EINAR SIGURBJÖRNSSON Um þessar mundir eru liðin 150 ár frá því Prestaskólinn

SAGA prestsmenntunar á Íslandi er þó meiri og nánast jafngömul sögu íslenskrar menningar. Allt frá því kristni var lögtekin á Íslandi var leitast við að mennta pilta til þess að þeir gætu sungið messu og helgar tíðir. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 649 orð

Ragna Lóa og ástmögurinn EFTIR PÁL VALSSON

SÍÐUSTU vikur hafa sjálfsagt margir landsmenn fylgst með sjúkrasögu geðþekkrar íþróttakonu, Rögnu Lóu Stefánsdóttur, einnar fremstu knattspyrnukonu landsins nú um stundir. Hún fótbrotnaði illa í landsleik í knattspyrnu, sem vissulega var hörmulegt, en öllum á óvart reyndist brotið einungis byrjunin á ferli sem stofnaði á tímabili lífi hennar í hættu. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 810 orð

SPEGILMYNDIR SAMTÍMANS ÁRLEG sýning alþjóðlegra b

ÁRLEG sýning alþjóðlegra blaða- og fréttaljósmynda, World Press Photo, verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar eru sýndar sigurmyndir samkeppninnar en að þessu sinni sendu 3.663 ljósmyndarar frá 119 löndum rúmlega 35.000 ljósmyndir í tuttugu efnisflokka. Þetta úrval ljósmynda víðsvegar að úr heiminum er eins konar spegilmynd samtímans. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 483 orð

Tónleikar norrænna ein- leikara í Listasafni íslands

EINLEIKSTÓNLEIKAR norrænna einleikara verða haldnir í Listasafni Íslands laugardagskvöldið 4. október kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af fundi Norræna einleikararáðsins sem haldinn er í Reykjavík. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 969 orð

VARANLEGT FJÖREFNI

G.P. Telemann: Konsertar f. óbó, strengjasveit og fylgibassa (e-moll, d-moll, c-moll, f-moll & D-dúr). Heinz Holliger, óbó; Academy of St. Martin- in-the-Fields u. stj. Ionu Brown. Philips 412 879­2. Upptaka: DDD, London, 11/1981. Útgáfuár: 1982. Lengd: 46:11. Verð (Skífan): 1.999 kr. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

VÆNGSLÁTTUR ÞJÓÐAR

Í landi norðurljósa mun safaríkum hreindýramosa og hvannalindum sökkt í miðlunarlón ef metta skal neysluhít um sævírastrengi. Gallsúrt regn vætir hnjúka þá gneistar í Élivágum. Heimdallur blæs í herlúður sinn helgispjöll eru unnin ef sökkva skal heydölum. Meira
4. október 1997 | Menningarblað/Lesbók | 236 orð

ÖLDULÍF BROT

Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð. Sá lést, sem reis þögull frá dísanna borði, sem kraup við þess öndveg með kalið blóð og kom ekki fyrir sitt hjarta orði. Andi mannsins er eins og sjór, og alda hans hver er mynd af hafi, ­ dauð undir logni, í storminum stór, með strauma, sem bera ei hljóð í kafi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.