Greinar föstudaginn 7. nóvember 1997

Forsíða

7. nóvember 1997 | Forsíða | 55 orð

Bókasafn Bush opnað

BÓKASAFN George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var opnað í Texas í gær að viðstöddum eftirmanni hans í embættinu, Bill Clinton, og tveimur forverum, Gerald Ford og Jimmy Carter. Vel fór á með Clinton og Bush þótt oft hafi slegið í brýnu með þeim fyrir fimm árum þegar þeir tókust á um forsetaembættið. Meira
7. nóvember 1997 | Forsíða | 102 orð

Hamilton gagnrýndur

NEIL Hamilton, fyrrverandi aðstoðarráðherra í Bretlandi, fékk ekki uppreisn æru eins og hann hafði vonast til þegar siðanefnd þingsins birti skýrslu um meinta spillingu hans í gær. Í skýrslunni segir að Hamilton hafi aðeins sloppið við refsingu vegna þess að hann missti þingsæti sitt í síðustu kosningum. Meira
7. nóvember 1997 | Forsíða | 173 orð

Lík Yves Montands grafið upp

FRANSKI leikarinn og söngvarinn Yves Montand verður grafinn upp og lík hans krufið að nýju, sex árum eftir lát hans. Þessi ákvörðun var tekin í gær í faðernismáli sem meint ástkona Montands, Anne Drossart, höfðaði fyrir áratug. Montand var sjötugur þegar hann lést árið 1991 og árið áður fyrirskipaði dómstóll honum að gangast undir erfðavísarannsókn, en hann neitaði því. Meira
7. nóvember 1997 | Forsíða | 204 orð

Ofsaveður á Spáni og í Portúgal

OFSAVEÐUR hefur orðið að minnsta kosti 31 manni að bana á Suður- og Mið-Spáni og í Portúgal. Sex manns er enn saknað, tugir slösuðust og eignatjón er geysilegt. Veður hefur verið vont frá því á mánudag en í fyrrinótt gerði gífurlegt úrhelli sem kostaði flest mannslífin. Talið er að veðrið sé að mestu gengið yfir í Portúgal en áfram er spáð roki og rigningu á Suður-Spáni. Meira
7. nóvember 1997 | Forsíða | 219 orð

Svartsýnir á samning

AUKIN harka færðist í verkfall franskra flutningabílstjóra í gær og leiðtogar verkalýðsfélaga og samtaka atvinnurekenda sögðust seint í gærkvöldi ekki vera bjartsýnir á að samningar tækjust fyrir helgi. Meira
7. nóvember 1997 | Forsíða | 291 orð

Viðræðurnar sagðar árangursríkar

VIÐRÆÐUM sendimanna Sameinuðu þjóðanna og íraskra ráðamanna lauk í Baghdad í gærkvöldi og stjórnarerindreki í borginni kvaðst vera ánægður með árangurinn. "Niðurstaða viðræðna Íraka og Sameinuðu þjóðanna er jákvæð," sagði stjórnarerindrekinn en vildi ekki veita frekari upplýsingar um árangurinn. Niðurstaðan verður kynnt á blaðamannafundi sendimannanna í Baghdad í dag. Meira

Fréttir

7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 60 orð

20 heppnir til London

VIÐSKIPTAVINUM Toyota og RÚV var afhent gjafabréf fyrir tvo til London 30. október sl. Allir þeir sem greiða afnotagjald sitt hjá RÚV með beingreiðslum og keyptu Toyota bifreið í október voru í pottinum. Vinningshafarnir fara til London, gista í 2 nætur og fara m.a. á tónleika Phil Collins þann 7. nóvember næstkomandi. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Aðalfundur Félags raungreinakennara

FÉLAG raungreinakennara heldur aðalfund sinn næstkomandi laugardag laugardaginn 8. nóvember kl.13 í Menntaskólanum við Hamrahlíð, stofu 29. Að fundinum loknum verður almennur fræðslufundur þar sem prófessor Svein Sjöberg frá Háskólanum í Osló flytur erindi sem hann nefnir Vísindalæsi (Scientific Literacy). Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 69 orð

Að gefa brauð

Að gefa brauð ÞAÐ hefur löngum verið barna yndi að fá að fara í fylgd fullorðinna niður að Tjörn og brauðfæða endurnar. Þrátt fyrir tölvuleiki, tívolí og margskyns nýjungar í afþreyingu ungviðisins, er Tjarnaheimsókn eitt af því sem aldrei virðist fara úr tísku. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Algjört rugl í Versló

Algjört rugl í Versló VERSLUNARSKÓLI Íslands frumsýnir leikritið Algjört rugl í kvöld, föstudag, kl. 20 í Verslunarskóla Íslands. Leikritið er eftir Christopher Durang og heitir á fummálinu "Beyond Therapy" og er í þýðingu Birgis Sigurðssonar. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórsson. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 313 orð

Andstaða ASÍ við gjaldskrárhækkanir Pósts og síma hf.

Á FUNDI miðstjórnar Alþýðusambands Íslands hinn 5. nóvember 1997 var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir andstöðu sinni við þær gífurlegu hækkanir á gjaldtöku fyrir símtöl innan svæða sem orðið hafa á aðeins einu ári. Þessar hækkanir eru algerlega úr takti við alla aðra þróun í samfélaginu, hvort sem litið er til launa- eða verðlagsþróunar. Meira
7. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 92 orð

Atkvæðagreiðsla í Skagafirði 15. nóvember

KOSIÐ verður um sameiningu ellefu sveitarfélaga í Skagafirði laugardaginn 15. nóvember, en ekki 29. nóvember eins og fram kom í frétt blaðsins í síðustu viku. Sveitarfélögin ellefu eru Sauðárkrókskaupstaður, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur og Fljótahreppur. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 664 orð

Auðlindagjald tryggi réttláta skiptingu afraksturs

MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, vill ganga lengra en meginhluti þingflokksins í álagningu auðlindagjalds. Í setningarræðu sinni á landsfundi flokksins í gær sagði hún að gjaldið ætti ekki aðeins að standa straum af rannsóknum heldur mætti í sumum tilfellum einnig nota það til að stuðla að réttlátri skiptingu arðsins, Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 496 orð

Ágreiningurinn um skuldabréfaútgáfu

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tók á borgarstjórnarfundi í gær undir þá yfirlýsingu Árna Sigfússonar, oddvita sjálfstæðismanna, að til þess að fá raunhæfan samanburð á fjárhagsstöðu borgarinnar á milli ára og samanburð á fjárhagsstöðu milli sveitarfélaga þyrfti að ræða málin á grundvelli samstæðureiknings borgarinnar í stað þess að leggja stöðu borgarsjóðs til grundvallar. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Á Suðurskautslandinu á morgun

SUÐURSKAUTSFARARNIR Ingþór Bjarnason og feðgarnir Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Örn Ólafsson eru nú komnir til borgarinnar Punta Arenas syðst í Chile. Þeir fara með flugvél til búða á Suðurskautslandinu á laugardag og leggja væntanlega upp í sextíu daga göngu um 1.200 km leið á Suðurpólinn eftir helgi. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 84 orð

Basar Kvenfélags Grensássafnaðar

HINN árlegi basar Kvenfélags Grensássafnaðar verður haldinn laugardaginn 8. nóvember í Grensáskirkju og hefst kl. 14. Á boðstólum er úrval góðra gripa m.a. handavinnu sem Kvenfélagskonur og velunnarar hafa gefið á basarinn. Jafnhliða basarnum er selt kaffi og meðlæti á sanngjörnu verði, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 280 orð

Bætur greiddar af öllu húsnæði

FRUMVARP til laga um húsaleigubætur er í burðarliðnum og standa vonir til þess að það verði lagt fram í ríkisstjórn mjög fljótlega og fari eftir það til þingflokka ríkisstjórnarinnar áður en það verður lagt fram á Alþingi. Frumvarpið þarf að afgreiða fyrir áramót, því ákvæði er í núgildandi lögum um að þau beri að endurskoða á árinu 1997. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 189 orð

Ekki talið sannað að kynferði hafi ráðið

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær sýknu Sjúkrahúss Akraness við kröfu kærunefndar jafnréttismála um að við ráðningu karlmanns í stöðu skrifstofumanns hjá sjúkrahúsinu hefði verið brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

Ekki verði byggðar hindranir gegn ESB-aðild

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að það væri rangt að byggja upp hindranir í vegi þess að Ísland geti sótt um aðild að Evrópusambandinu í framtíðinni, sjái þjóðin ástæðu til þess. Hann segir aðild Íslands að Schengen-vegabréfasamstarfinu, styrkingu EES-samstarfsins, aukið pólitískt samstarf við ESB og breytingar innan NATO munu auðvelda það að taka slíka ákvörðun, komi til slíks. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 139 orð

Engin umsókn borist ráðuneytinu

ENGIN umsókn hefur borist félagsmálaráðuneytinu um atvinnuleyfi fyrir erlenda iðnaðarmenn vegna smíði hreinsivirkis álvers Norðuráls á Grundartanga. Nýlega var greint frá því í Morgunblaðinu að einn undirverktaka við byggingu álversins, ABB, hefði ásamt Norðuráli sótt um atvinnuleyfi fyrir 60 rúmenska járniðnaðarmenn til að reisa hreinsivirki við álverið, Meira
7. nóvember 1997 | Miðopna | 1225 orð

Evrópumál og varnarmál helztu deilumálin

EVRÓPUMÁL og varnar- og öryggismál voru helztu deilumálin í umræðum um ræðu og skýrslu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Margir höfðu orð á því að deilurnar, einkum um varnarmálin, væru ekki svipur hjá sjón miðað við það, sem gerðist á dögum kalda stríðsins, en þingmenn skiptust þó á ásökunum um að þessi eða hinn kæmist ekki upp úr fari kalda stríðsins. Meira
7. nóvember 1997 | Smáfréttir | 38 orð

FIMMTA hjólabrettamót Týnda hlekksins verður haldið laugardaginn 8. nó

FIMMTA hjólabrettamót Týnda hlekksins verður haldið laugardaginn 8. nóvember í nýrri innanhússaðstöðu Brettafélags Reykjavíkur að Draghálsi 6. Mótið hefst kl. 15 og kostar þátttakan 300 kr. Skráning keppenda hefst kl. 14. Vegleg verðlaun verða í boði og óvæntar uppákomur. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 194 orð

Frávísun í meiðyrðamáli hafnað

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hafnaði í vikunni frávísunarkröfu Eggerts Haukdal, oddvita hreppsnefndar Vestur-Landeyjahrepps, vegna meiðyrðamáls sem höfðað var á hendur honum. Eggerti var stefnt vegna ummæla hans í bréfi til félagsmálaráðuneytisins 24. febrúar sl. Stefnendur eru Haraldur Júlíusson hreppstjóri, Akurey, og Svanborg Eygló Óskarsdóttir framkvæmdastjóri, Skeggjastöðum. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 31 orð

Fundur Aglowsamtaka

AGLOWSAMTÖKIN á Akureyri halda fund næstkomandi mánudagskvöld, 10. nóvember, kl. 20 í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22. Ræðumaður verður sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fjölbreyttur söngur og kaffihlaðborð, þátttökugjald er 300 krónur. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 253 orð

Guðmundur H. Garðarsson kjörinn formaður

GUÐMUNDUR H. Garðarsson fyrrverandi alþingismaður var kjörinn fyrsti formaður samtaka eldri sjálfstæðismanna á stofnfundi samtakanna á Hótel Sögu í gærkvöldi og Salome Þorkelsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis var kjörinn varaformaður. Ágúst Hafberg formaður undirbúningsnefndar benti á í upphafi fundar að staða eldri borgara væri í ólestri. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 760 orð

Hannaður í samræmi við óskir unga fólksins

SJÓVÁ-Almennar hafa bryddað upp á nýjum leiðum í umferðarfræðslu og ökukennslu með útgáfu margmiðlunardisks fyrir verðandi ökumenn og aðra sem vilja hressa upp á kunnáttuna. Vinnsla disksins tók 18 mánuði og voru ungmenni 16-20 ára höfð með í ráðum. Diskurinn var gefinn út í síðustu viku en handritshöfundur er Einar Guðmundsson fræðslustjóri. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 110 orð

Heimasmíðaður hafnsögubátur

NÝR hafnsögubátur Vestmannaeyinga var settur á flot við Skipalyftuna í Vestmannaeyjum í gær. Þetta mun vera fyrsta nýsmíði Skipalyftunnar og fyrsta stálskipið, sem smíðað er í Vestmannaeyjum og verður, að sögn Ólafs Kristinssonar hafnarstjóra öflugasta björgunarskip okkar, að frátöldum varðskipunum. Stefnt er að því að skipið verði afhent 12. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 123 orð

Heimsferðir með stærri flugvél til London

HEIMSFERÐIR fljúga tvisvar í viku til London og hafa í októbermánuði flutt 1.200 farþega þangað. Hefur Peach flugfélagið annast þetta flug fyrir Heimsferðir með einni af Boeing 737 flugvélum sínum. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Hlífarkonur halda bingó

KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur bingó í starfsmannasal KEA í Sunnuhlíð á sunnudag, 9. nóvember og hefst það kl. 15. Margir veglegir vinningar eru í boði, s.s. flugfar með Íslandsflugi, leikhúsmiðar og fleira. Að vanda rennur allur ágóði til styrktar tækjakaupum fyrir barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 111 orð

Húnvetningafélagið í Reykjavík 60 ára

HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður 60 ára þann 17. febrúar 1998. Þeirra tímamóta verður minnst með fjölbreyttum hætti. Félagið er nú að taka í notkun nýtt félagsheimili í Skeifunni 11 í Reykjavík og um leið að hefja öflugt vetrarstarf. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 179 orð

Hæstiréttur dæmdi laun fyrir aðstoð við skip

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Fiskmark hf. í Þorlákshöfn til að greiða Borgey hf. á Hornafirði 450 þúsund krónur í björgunarlaun. Hvanney SF, bátur Borgeyjar, dró Jón Klemenz ÁR, bát Fiskmarks, til hafnar í júlí 1994 eftir að net fór í skrúfu Jóns Klemenz. Útgerðirnar deildu um laun fyrir aðstoðina og hvort um björgun úr yfirvofandi hættu hefði verið að ræða. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 215 orð

Höfundur samsæriskenningar iðrast

IAN Goddard, meðhöfundur skýrslu þar sem fullyrt var að bandaríski flotinn hafi skotið niður Boeing 747 þotu TWA flugfélagsins, hefur tjáð bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN að sú ásökun hafi verið "fífldjörf og mistök". Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 98 orð

Isaiah Berlin látinn

BRESKI heimspekingurinn Sir Isaiah Berlin lést sl. miðvikudagskvöld, að því er fram kom í tilkynningu frá Oxfordháskóla í gær. Berlin var 88 ára og hafði átt við veikindi að stríða. Berlin starfaði lengst af við Oxfordháskóla og var kennari við All Souls College þar. Hann fæddist í Ríga, höfuðborg Lettlands, 1909 og fluttist til Bretlands tíu árum síðar. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Í ljósaskiptunum hefst á mánudaginn

AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri tekur þátt í norrænni bókasafnsviku, Í ljósaskiptunum sem hefst næstkomandi mánudag, 10. nóvember, og stendur til 16. nóvember. Á safninu verður sýning á gjöfum frá vinabæjum Akureyrar, á norrænum frímerkjum úr safni Kristins Hólm og einnig verða sýndar norrænar bækur, myndir og tónlist kynnt. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 116 orð

Íslensk og norræn sönglög á Hvoli

ELÍN Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika á morgun, laugardag kl. 16, í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli og laugardaginn 15. nóvember í Selfosskirkju. Flutt verður efni af nýútkomnum hljómdiski þeirra Elínar Óskar og Hólmfríðar, "Söngperlur", með íslenskum og norrænum sönglögum ásamt ítölskum óperuaríum. Meira
7. nóvember 1997 | Smáfréttir | 67 orð

KÍNVERSK-íslenska menningarfélagið hefur opnað heimasíðu á vera

KÍNVERSK-íslenska menningarfélagið hefur opnað heimasíðu á veraldarvefnum. Þar er að finna upplýsingar um starfsemi félagsins og tengingar til ýmissa miðla sem dreifa upplýsingum um kínversk málefni, jafnt kínversk netföng sem annarrar þjóða. Ritstjóri heimasíðunnar er Emil Bóasson. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Klakakvintettinn

KLAKAKVINTETTINN heldur tónleikar í Safnahúsinu á Húsavík í kvöld, föstudagkvöldið 7. nóvember, kl. 20.30 og í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 15. nóvember kl. 17. Hljóðfæraleikarar eru fimm, Anton Fournier, þverflauta, Jacqueline FitzGibbon, óbó, Björn Leifsson, klarínett, Pál Barna Szábo, fagott og Laszló Czenek, franskt horn. Þau leika öll í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 55 orð

Konur komust ekki á þing

Reuters Konur komust ekki á þing SAUTJÁN kvenframbjóðendur í jórdönsku þingkosningunum strengdu þess heit að halda áfram baráttu sinni eftir að engin þeirra náði kjöri og eini kvenþingmaður Jórdaníu, Toujan al-Faisel, féll út af þingi. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 199 orð

LEIÐRÉTT Ekki samið í Ísfélaginu

Ranghermt var í grein um stöðu bolfiskvinnslunnar í blaðinu í gær að hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hefðu verið gerðir samningar um breytt vinnutímafyrirkomulag og bónuskerfi. Rétt er að Ísfélagið hefur fengið nýja flæðilínu, Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 45 orð

Listahátíð unga fólksins í Mosfellsbæ

Í TILEFNI af 10 ára afmæli Mosfellsbæjar verður haldin listahátíð í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ 8. og 9. nóvember. Þar munu listamenn á aldrinum 2­20 ára bjóða upp á myndlist, tónlist, leiklist, dans og bókmenntir. Hátíðin stendur frá kl. 14­18 báða dagana. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Löggjöf gegn tölvubrotum

NEFND á vegum dómsmálaráðuneytisins skilar innan skamms frumvarpi til laga um breytingar á almennum hegningarlögum, þar sem kveðið verður á um viðurlög við tölvubrotum. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra tilkynnti þetta á dómsmálaþingi í gær. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 222 orð

Málþing um fötlun einhverfra og fjölskyldur þeirra

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra stendur í tilefni 20 ára afmælis félagsins fyrir málþingi um einhverfu undir nafninu "Hér leynist fólk". Málþingið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 9. nóvember nk. kl. 13. Þingið er opið almenningi. Einhverft fólk og aðstandendur þess munu flytja erindi og segja frá reynslu sinni. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Messur

MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður í Möðruvallakirkju næstkomandi sunnudag, 9. nóvember, kl. 11. Umsjón annast Bertha Bruvík. Sara Helgadóttir leikur á gítar og leiðir söng. Foreldrar/aðstandendur eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 573 orð

Mestu nauðungarflutningar á friðartímum

Á HÆÐ við Yangtze-fljót í Kína getur að líta skilti þar sem varað er við miklum hamförum. "177 metrar ­ Þriggja gljúfra flóðalína" stendur þar og er átt við hvar yfirborð gríðarstórs uppistöðulóns verður eftir að fljótið hefur verið stíflað. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 913 orð

"Minnið er mikill viðsjálsgripur" Minni bregst vitnum í dómsmálum ekki síður en öðrum og játningar sakborninga geta reynst

DÓMSMÁLAÞINGIÐ er haldið á vegum Dómarafélags Íslands, Sýslumannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytis. Það stendur í tvo daga. Í gær hélt Jörgen Pind, prófessor í sálfræði, erindi um mat á sannleiksgildi vitnisburðar og Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 337 orð

Mælt með Gauki Jörundssyni

GAUKUR Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, verður að líkindum dómari við nýjan Mannréttindadómstól Evrópu, sem tekur til starfa í Strassborg 1. nóvember á næsta ári. Íslensk yfirvöld tilnefndu þrjú hugsanleg dómaraefni, eins og ætlast var til, en mæltu jafnframt með að Gaukur yrði fyrir valinu. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Nauðlending "tilheyrir starfi flugstjórans"

FLUGSTJÓRINN sem nauðlenti Airbus A-340 þotu breska flugfélagsins Virgin með bilaðan hjólabúnað sl. miðvikudagskvöld er Bretlandsmeistari í listflugi í ár. Samstarfsmenn hans segja hann "fjörugan og glaðbeittan", og talsmaður flugfélagsins sagði að nauðlendingin hafi verið "skólabókardæmi" um hvernig fara ætti að. Sjálfur sagði flugstjórinn, Tim Barnby, að þetta "tilheyrði starfinu". Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 119 orð

Óveður á Mýrdalsjökli

ELLEFU vélsleðar grófust undir tveggja metra snjólagi á Mýrdalsjökli í óveðri sem gekki yfir á sunnudag. Ferðalangarnir sem þar voru á ferð voru níu og hálfa klukkustund að ganga og aka leið sem annars er farin á hálftíma. Í vikunni hefur verið unnið að því að grafa vélsleðana upp og höfðu tíu sleðar fundist í gær. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 457 orð

Reka frystihús með mexíkóskum aðilum

NÝTT fiskvinnsluhús sem er að hálfu í eigu Þormóðs ramma á Siglufirði og Granda hf. í Reykjavík var vígt í gær í Guyamas í Mexíkó að viðstöddum æðsta yfirmanni sjávarútvegsmála í landinu. Að vígslunni lokinni var undirritaður samningur um að Sölumiðstöð hraðfystihúsanna, SH, tæki að sér markaðssetningu og sölu á öðrum afurðum fyrirtækisins en rækju. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Renault kappakstursbíll til sýnis

KOMINN er til landsins Renault Williams Formula 1 kappakstursbíll sem sýndur verður hjá Renault-umboðinu, Bifreiðum og landbúnaðarvélum, um helgina. Stendur sýningin milli kl. 10 og 17 á laugardag og 12 og 17 á sunnudag. Renault Williams bíllinn vegur aðeins 600 kg með ökumanni. Hann er með 700 hestafla vél sem vegur 121 kg og er stór hluti hennar úr áli. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 76 orð

Samningur undirritaður í Helsinki

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra greindi frá því í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær að formlegur samningur Íslands og Danmerkur, fyrir hönd Grænlands, um mörk lögsögu Íslands og Grænlands yrði undirritaður í Helsinki í næstu viku. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Samskipti við Gimli endurvakin

ÞÓRARINN E. Sveinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar lagði á fundi bæjarráðs í gær fram tillögu um að endurvekja tengsl milli Akureyrar og Gimli í Kanada. Í ljósi umræðu um aukin samskipti við Vesturheim og afmælishald um aldamótin lagði Þórarinn til að bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar yrði falið að kanna með hvaða hætti megi endurvekja tengsl vinabæjanna Akureyrar og Gimli. Meira
7. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 269 orð

Síldarfrysting allan sólarhringinn

Þórshöfn- Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. er allt í fullum gangi en þar er nú unnið allan sólarhringinn við síldarfrystingu og pökkun. Búið er að vinna 1.000 tonn í október en að september meðtöldum er magnið um 1250 tonn. Af tilefninu bauð Hraðfrystistöðin starfsfólki sínu í vinnslunni upp á tertu með áletruninni 1000 tonn, og að vonum var tertan vel þegin í kaffistofunni. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Skautafélagið 60 ára

SKAUTAFÉLAG Akureyrar varð 60 ára fyrr á árinu en minnist afmælisins með hófi sem haldið verður í matsal Garðræktarinnar við Eyjafjarðarbraut á sunnudag, 9. nóvember, kl. 15. Jón Hjaltason sagnfræðingur flytur ágrip af sögu félagsins og eldri félagar verða heiðraðir. Ársþing Skautasambands Íslands verður haldið á Akureyri á morgun, laugardag. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 87 orð

Skemmdir unnar í Festi

BROTIST var inn í félagsheimilið Festi í Grindavík í fyrrinótt og stolið þar miklum verðmætum, m.a. margs konar hljómtækjum, og svo til allar hurðir í húsinu brotnar og skemmdar. Er talið að um tveggja til þriggja milljóna króna tjón sé að ræða. Meira
7. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 418 orð

Stefnt að hreinum meirihluta

SAMSTARFSYFIRLÝSING Akureyrarlistans, lista jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis, sem Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og Kvennalisti standa að með stuðningi Grósku um sameinað framboð til bæjarstjórnar í kosningum næsta vor, var undirrituð í gær. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 470 orð

Steft að því að uppfylla kosningaloforð

NORSKA ríkisstjórnin heyr nú harða baráttu við að afla tveimur af stærstu kosningamálum sínum fylgis á þingi, þess að hækka ellilífeyri þeirra sem lægstar fá greiðslurnar um sem svarar til 10.000 ísl. kr. á mánuði, og að greiða foreldrum sem vilja vera heima og gæta barna sinna 36.000 ísl. kr. á mánuði. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 545 orð

Svíar bundnir EMUaðild með Maastricht

Svíar bundnir EMUaðild með Maastricht Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVÍAR geta ekki túlkað upp á eigin spýtur hvort þeir verði með í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 326 orð

Taki af tvímæli um eignarrétt

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga um að nýjum málsgreinum verði bætt við stjórnarskrá lýðveldisins er taka eigi af öll tvímæli um eignarrétt á náttúruauðæfum og landi. Er í frumvarpinu m.a. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tónlistarkeppni FVA á Akranesi

NEMENDAFÉLAG Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi heldur sína árlegu Tónlistarkeppni föstudaginn 7. nóvember. Átta hljómsveitir úr skólanum bítast um sigurinn í Bíóhöllinni. Hljómsveitirnar sem taka þátt nefnast Vítamín, Mold, Pækurnar, Heroin child, Fresh, Fleja sjer, Titty Twisters og Spartakus. Hver hljómsveit spilar þrjú lög og skal a.m.k. eitt þeirra vera frumsamið. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um tveggja ára fangelsi yfir 27 ára gömlum manni, Rafni Benediktssyni. Stúlkan sem kærði nauðgunina í júní á síðasta ári var tæplega 17 ára þegar atburðurinn gerðist. Hún hitti manninn í miðbæ Reykjavíkur að nóttu til og þáði far með honum. Hann ók hins vegar upp í Heiðmörk, þar sem hann kom fram vilja sínum. Meira
7. nóvember 1997 | Landsbyggðin | -1 orð

Tvö ár liðin frá snjóflóðinu

Flateyri-Sunnudaginn 26. október s.l. var minnst þess að tvö ár væru liðin frá hinni örlagaríku nótt, þegar snjóflóð féll á Flateyri og 20 manns týndu lífi í þeim hörmungum sem því fylgdu. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 187 orð

Tölvunefnd ávítar Ríkisendurskoðun

TÖLVUNEFND hefur í bréfi til Ríkisendurskoðunar óskað eftir að stofnunin gæti meðalhófs í beitingu heimilda sinna til aðgangs að sjúkraskrám, virði rétt sjúklinga til að njóta friðhelgi um einkalíf sitt og forðist að raska því trúnaðarsambandi sem ríkir á milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 219 orð

Tölvunefnd vill skýringar

TÖLVUNEFND ætlar að heimsækja Skattanefnd Reykjanesbæjar og fara yfir hvernig staðið er að upplýsingaöflun varðandi það hlutverk nefndarinnar að fylgjast með samhengi þeirra upplýsinga sem fram koma í skattframtölum og lífsmáta þeirra sem í hlut eiga. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 50 orð

Vatn flæddi í hús

VENTILL í skólpdælustöðinni við Laugarnes í Reykjavík bilaði snemma í gærmorgun með þeim afleiðingum að 10-15 cm vatn flæddi í nokkur hús við Laugarnesveg. Ekki var þó um að ræða skólpvatn heldur hreint vatn en dælt var úr nokkrum íbúðum og er tjón ekki talið stórvægilegt. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 292 orð

Verkalýðsleiðtogar styðja sameiginlegt framboð

FLESTIR helstu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar í Alþýðubandalaginu standa að baki tillögu sem lögð var fram á landsfundi flokksins í gær um að formanninum og framkvæmdastjórninni skuli falið að ljúka viðræðum um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokka fyrir lok júní 1998. Guðmundur Þ. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 354 orð

Vilja dómara burt EVRÓPUÞINGIÐ hvatti í gær belg

EVRÓPUÞINGIÐ hvatti í gær belgíska dómarann Melchior Wathelet, sem situr í Evrópudómstólnum, til að segja af sér. Wathelet er fyrrverandi dómsmálaráðherra Belgíu og ákvað í embættistíð sinni að láta barnaníðinginn Marc Dutroux lausan. Dutroux var handtekinn að nýju í ágúst sl. en lík fjögurra stúlkna hafa fundist í húsi hans. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Vinnsla minnkuð eða afköst aukin

VIÐRÆÐUR um vaktavinnufyrirkomulag við rækjuvinnslu á Vestfjörðum hafa legið niðri síðustu tvo mánuði og á meðan heldur Básafell á Ísafirði uppi 16 stunda vinnudegi og greiðir helming vinnudagsins með fullu yfirvinnukaupi. Arnar Kristinsson framkvæmdastjóri segir að rækjuvinnslur á Norðurlandi hafi samið um vaktavinnufyrirkomulag og þær standi mun betur að vígi en þær sem eiga eftir að semja. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 432 orð

Vísað til tímaskorts og trausts á endurskoðendum

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt í tveimur málum, þar sem tekist var á um hvort skattyfirvöldum hefði verið heimilt að endurákvarða skatt fyrirtækja sex ár aftur í tímann, eftir að úrskurðað hafði verið um að eftirlaunaskuldbindingar fyrirtækjanna, aðrar en greiðslur í lífeyrissjóði, væru ekki frádráttarbærar frá skatti. Hæstiréttur taldi að skattyfirvöld hefðu verið í fullum rétti við ákvarðanir sínar. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 578 orð

Voru níu og hálfa klukkustund að fara hálftíma leið

ELLEFU snjósleða fennti í kaf uppi á Mýrdalsjökli í óveðrinu sem gerði á sunnudag og hefur verið unnið að því í vikunni að finna þá og grafa upp undan tveggja metra þykku snjólagi. Tíu sleðar höfðu fundist í gær og var þá unnið að því að finna þann ellefta. Meira
7. nóvember 1997 | Miðopna | 1625 orð

Þarf að meta varnarþarfir Íslands til lengri tíma litið Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti í gær reglubundna

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra flutti í gær á Alþingi reglubundna yfirlitsræðu um utanríkismál. Ræðan, ásamt tæplega 60 blaðsíðna skýrslu ráðherra, sem dreift var í gær, er gott yfirlit um áherzluatriði í íslenzkri utanríkisstefnu, starf Íslands í alþjóðastofnunum og stöðu utanríkis- og alþjóðamála yfirleitt. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 312 orð

Þingrannsóknar á Clinton krafist

TILRAUN til að kæra Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir að misnota aðstöðu sína og fyrir að koma í veg fyrir að réttlætið nái fram að ganga, hófst á Bandaríkjaþingi á miðvikudag. Það eru átján þingmenn repúblikana sem standa að henni með Bob Barr í broddi fylkingar en Barr óskaði efir því í gær að fulltrúadeildin hæfi rannsókn á embættisfærslum forsetans. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 695 orð

Þjóðin fái ávísun á hlut sinn í kvótanum

PÉTUR H. Blöndal alþingismaður leggur í næstu viku fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að skipta árlegum afnotarétti nytjastofna Íslandsmiða á milli íbúa landsins. Að mati Péturs mun þetta leiða til þess að verð á aflaheimildum lækkar. Komið verði á móts við réttlætissjónarmið. Þessi aðferð auki hins vegar ekki ríkisumsvif. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 82 orð

Þjóðverjar að verða heimskari?

MIKILL meirihluti Þjóðverja telur að þjóðin sé að forheimskast, samkvæmt skoðanakönnun á sjónvarpsstöðinni RTL í gær. Átján þúsund manns hringdu inn svar sitt við spurningunni "Eru Þjóðverjar að verða heimskari?" sem borin var fram í hádegisfréttatíma RTL í kjölfar frásagnar af ræðu sem Roman Herzog, forseti Þýzkalands, flutti. Meira
7. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 202 orð

Þúsunda saknað

AÐ MINNSTA kosti 313 manns létust og 2.200 er enn saknað eftir að fellibylurinn Linda gekk yfir Víetnam um síðustu helgi. Vitað er að 1.978 smábátar fórust við strendur landsins og til viðbótar er óvíst um örlög 1.618 báta. Vitað er um 2.234 manns sem komust lífs af er bátarnir sukku. Meira
7. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ævintýraferðir kynntar

Í TILEFNI af því að 25 ár eru liðin frá því að samstarfsaðili Ferðaskrifstofu stúdenta, breska ferðaskrifstofan Encounter Overland, fór sína fyrstu safaríferð um Suður-Ameríku, munu ferðaskrifstofurnar verða með sérstaka ferðakynningu á ævintýraferðum Encounter Overland á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 9. nóvember kl. 14­18. Meira

Ritstjórnargreinar

7. nóvember 1997 | Staksteinar | 380 orð

»Óáreiðanlegar tölur Í STAKSTEINUM í dag er litið í greinar úr þremur erlend

Í STAKSTEINUM í dag er litið í greinar úr þremur erlendum blöðum um ólík málefni: tölfræði ESB, mannréttindi í Kína og styttingu vinnuvikunnar í Frakklandi. Hlutleysi Eurostat Í ÞÝSKA tímaritinu Der Spiegel var nýlega fjallað um tölfræði Evrópusambandsins, en í Lúxemborg er rekin stofnunin Eurostat, er tekur saman hagtölur fyrir ESB. Meira
7. nóvember 1997 | Leiðarar | 514 orð

VANDI LANDVINNSLUNNAR EIÐAR og vinnsla hafa lengi verið ho

VANDI LANDVINNSLUNNAR EIÐAR og vinnsla hafa lengi verið hornsteinar atvinnu og afkomu fólks í sjávarplássum. Svo er enn, þrátt fyrir gífurleg umskipti í sjávarútvegi síðustu áratugi. Takmarkaðar aflaheimildir og tækniþróun í sjávarútvegi hafa knúið á um fækkun skipa og fækkun vinnslustöðva. Meira

Menning

7. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 271 orð

Bresku prinsarnir gera víðreist

BRESKU prinsarnir Karl og Edward gera víðreist þessa dagana. Opinberri heimsókn Karls til Suður-Afríku lauk í gær og hefur hún vakið gríðarlega athygli. Meðal annars fyrir þær sakir að Harry, sonur hans, lagði leið sína þangað með föður sínum og heilsuðu þeir upp á Nelson Mandela og Spice Girls. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 931 orð

Darraðardans ástar og haturs

DANSHÖFUNDURINN Jochen Ulrich er einn af fremstu nútímadanshöfundum Þjóðverja. Hann starfar sem listdansstjóri Tanz-Forum GMBH í Köln. Trúlofun í St. Dómingó byggist á samnefndri smásögu þýska skáldsins Henrich von Kleist. Leikrit von Kleists eru með þeim mest leiknu í Þýskalandi en Trúlofun í St. Meira
7. nóvember 1997 | Myndlist | 382 orð

Format fyrir menningu o.fl., 17,7

Format fyrir menningu o.fl., 17,7 Meira
7. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 259 orð

Fyrirsætukeppni karla

FYRIRSÆTUKEPPNI fyrir karlmenn verður haldin í Íslensku Óperunni í kvöld í samvinnu við tímaritið Heimsmynd. Keppnin heitir "Mens Model Look" og er íslensk að uppruna og var haldin í fyrsta skiptið í fyrra. Tilgangur hennar er að gefa karlmönnum tækifæri á að koma sér á framfæri sem fyrirsætur með því að kynna þá fyrir nokkrum erlendum módelskrifstofum. Meira
7. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 190 orð

Fyrsta einkasýningin

SÝNING á verkum Ragnars Erlendssonar er opnuð í dag í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi á vegum Félagsstarfsins þar. Ragnar er heyrnarlaus en síðan haustið 1996 hafa meðlimir úr Félagi heyrnarlausra verið þátttakendur í Félagsstarfinu. Ragnar er 86 ára og er þetta fyrsta einkasýning hans. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 41 orð

G.Í.G. sýnir í Listhúsi 39

GUNNAR Í. Guðjónsson myndlistarmaður opnar sýningu á morgun, laugardag, í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10­18, laugardaga kl. 12­18 og sunnudaga kl. 14­18. Sýningin stendur til og með 23. nóvember. Meira
7. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 92 orð

Grimmd og gróðahyggja Háskólabíó DÓPSALINN "Pusher" ÉG HAFÐI ýmsar væntingar þegar ég fór að sjá nýju dönsku kvikmyndina

ÉG HAFÐI ýmsar væntingar þegar ég fór að sjá nýju dönsku kvikmyndina "Pusher" en aldrei bjóst ég við því að ég ætti eftir að berjast við að halda mér vakandi, en sú varð raunin. Glymjandi hljóðrásin, sveiflandi myndavélin og þeytingur um Kaupmannahöfn eftir peningum og eiturlyfjum dugði ekki til þess að kveikja áhuga. Meira
7. nóvember 1997 | Myndlist | 428 orð

"Guð er kona"

Opið mánudaga ­ föstudaga 12-18 Laugardaga 10­16. Lokað sunnudaga. Til 10. nóvember. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir veltir þeirri brennandi spurningu fyrir sér í verkum sínum, hvort guð sé kona. Hún er að skoða guðsímyndina í formi mildrar ástríkrar en sterkrar konu. Meira
7. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 233 orð

Hangið á hálmstrái

ÞEGAR mann (James Spader) skolar uppá afskekkta ströndina hjá listamanninum Söru (Anne Brochet), finnst henni sem hún hafi himin höndum tekið. Konum hefur haldist illa á körlum í hennar ætt svo hún grípur til þess ráðs að segja hinum fótbrotna og minnislausa manni að hann sé staddur á afskekktri eyju. Meira
7. nóvember 1997 | Leiklist | 469 orð

Innsýn í hugarheim rútubílstjóra

Höfundur og leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir. Tónlist: Guðni Franzson. Söngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Brellur: Björn Helgason. Búningar: Áslaug Leifsdóttir. Myndverk: Gabríela Friðriksdóttir. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Leikarar: Sigrún Gylfadóttir og Stefán Sturla Sigurjónsson. Fimmtudagur 6. nóvember. Meira
7. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 630 orð

Í baráttu fyrir heimsfriði

Á AFSKEKKTU landsvæði í Rússlandi virðist árekstur milli tveggja járnbrautarlesta óumflýjanlegur. Önnur lestin er farþegalest en hin er flutningalest hlaðin kjarnavopnum sem gera á óvirk samkvæmt START afvopnunarsáttmálanum. Lestirnar lenda í hörðum árekstri og kjarnorkusprenging eyðir stóru landsvæði á þessum afskekkta stað. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 121 orð

Kynning á hönnun í Galleríi Glugga

KYNNING á hönnun í Gallerí Glugga, Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 14, verður dagana 8.­16. nóvember. Gallerí Gluggi er samstarfsverkefni Kirsuberjatrésins og Forms Íslands og er hugmyndin að í galleríinu verði kynnt framsækin íslensk hönnun. Fyrsta kynningin í Gallerí Glugga er á handþæfðum og handlituðum treflum úr merinóull og silki. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Landslagsljósmyndir og dönsk leirlist í MHÍ

SIGURJÓN B. Hafsteinsson, forstöðumaður Ljósmyndasafns Íslands, heldur fyrirlestur mánudaginn 10. nóvember kl. 12.30 og fjallar um það hvernig landslagsljósmyndir eru samofnar þjóðernisvitund Íslendinga og eru bæði ástartjáning til fósturlandsis og áhrifaríkur miðill í mótun og viðhaldi þjóðernisvitundar. Fyrirlestur í fyrirlestrarsalnum Barmahlíð, Skipholti 1, verður miðvikudaginn 12. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 73 orð

Leiðsögn um Listasafn Árnesinga

HILDUR Hákonardótitr leiðir gesti um sali Listasafns Árnesinga, Selfossi, sunnudaginn 9. nóvember og talar um myndir Jóhanns Briems á sýningunni "Perlur úr Eystrihreppi" sem stendur yfir. Hildur mun bæði fjalla um myndbyggingu og litameðferð í myndum Jóhanns og einnig hvernig Stóri­Núpur, æskuheimili Jóhanns, er túlkað á mismunandi máta af þremur listamönnum: Jóhanni, Meira
7. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 670 orð

Leitin að týnda syninum

JACK Lawrence (Billy Crystal) gerir það gott sem lögmaður í Los Angeles, en þar býr hann vel ásamt eiginkonu sinni og fallega bílnum sínum. Hann skortir í raun og veru ekkert nema kannski svolitla þolinmæði. Dale Putley (Robin Williams) hefur hins vegar staðið á hengiflugi örvæntingarinnar svo lengi að hann er farinn að kunna ágætlega við útsýnið þaðan. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Málverk í 20 m

JÓN Bergmann Kjartansson opnar sýningu á málverkum í 20 mí kjallara Vesturgötu 10a, á morgun, laugardag kl. 16­18. Jón er fæddur í Reykjavík árið 1967. Hann lauk B.A.­prófi úr listaakademíunni AKI árið 1995. Meira
7. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 357 orð

Með og á móti Rut

Leikstjóri: Alexander Payne. Aðalhlutverk: Laura Dern, Kurtwood Smith, Swoosie Kurtz, Mary Kay Place, Kelly Preston, Tippi Hedren og Burt Reynolds. Miramax. 1996. NÝ gamanmynd Alexanders Paynes um dóphausinn og sniffarann Rut er býsna skemmtileg háðsádeila á öfgahópa í Bandaríkjunum og tekur sem dæmi þá sem láta fóstureyðingarmál til sín taka. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 142 orð

Ninný sýnir á alnetinu

MYNDLISTARKONAN Jónína Magnúsdóttir "Ninný" opnar sína fjórðu einkasýningu samtímis á alnetinu og í vinnustofu sinni á Hæðarbyggð 24 í Garðabæ. Ninný lauk námi frá Myndlista­ og handíðaskóla Íslands árið 1978. Þá hefur hún stundað nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og hjá dönsku listakonunni Elly Hoffmann. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 165 orð

Norrænir haust­ menningardagar í Helsingfors

Í NÓVEMBER verður efnt til norrænna haustmenningardaga í Helsingfors og verða þá á dagskrá ýmsir menningarviðburðir og ólíkir. Mánudaginn 10. nóvember verður helgaður "Orðinu í norðri. Þá verður kveikt á kertum í bókasöfnum borgarinnar og í skini kertaljósanna lesa rithöfundar og leikarar upp, m.a. kafla úr Egils sögu Skallagrímssonar. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 147 orð

Nýjar bækur

ÆVINTÝRI lífs míns er eftir Ármann Kr. Einarsson og er endurminningabók. Í kynningu segir m.a.: "Þessi bók er ekki ævisaga í venjulegum skilningi. Hún er í stórum dráttum kynning á lífi hans og ritstörfum sem lengst af hefur verið samofið og samfléttað. Söguþáttunum er skipt í rúmlega hundrað kafla. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Nýjar bækur AGGA Gagg: Með skollum á S

AGGA Gagg: Með skollum á Ströndum er eftir Pál Hersteinsson. Bókin greinir frá dvöl hans norður í Ófeigsfirði á Ströndum árin 1978 og 1979, þar sem hann dvaldist að mestu leyti einn við rannsóknir á vistfræði tófunnar. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 181 orð

Nýjar bækur GÓ

GÓÐRA vina fundur ­ minningar Kristins Hallssonar söngvara er eftir Pál Kristin Pálsson. Í kynningu segir "Kristinn Hallsson er örugglega einn af skemmtilegustu mönnum þjóðarinnar. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 96 orð

Nýjar bækur VEGURINN til Hólmavíkurer e

VEGURINN til Hólmavíkurer eftir Óskar Árna Óskarsson. "Sól í Hrútafirði, varðskip lónar inni í þröngum firðinum og vegurinn til Hólmavíkur angar af ævintýrum eins og ilmvatn á fögrum konuhálsi. En þangað er ég víst ekki að fara." Vegurinn til Hólmavíkur er dagbók ferðalangs. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 90 orð

"Opið hús" í Tónlistarskóla Húsavíkur

Í TILEFNI af flutningi Tónlistarskóla Húsavíkur í nýtt húsnæði í september sl. verður "opið hús" í skólanum á morgun, laugardag, frá kl. 14­18. Tónlistarskólinn býður upp á fjölbreytta dagskrá: Þórunn Harðardóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir leika fjórhent á píanó. Ávarp flytja Árni Sigurbjarnason, skólastjóri og Einar Njálsson, bæjarstjóri. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 140 orð

Orgeltónleikar í Dómkirkjunni

AUSTURRÍSKI organleikarinn dr. Orthulf Prunner heldur orgeltónleika í Dómkirkjunni á morgun, laugardag, kl. 17. Á efnisskrá hans verða eingöngu orgelverk eftir J.S. Bach. Mun hann leika stórar prelúdíur og fúgur, sálmaforleiki og tríósónötu. Orthulf Prunner starfaði um áratug sem organleikari við Háteigskirkju í Reykjavík. Á þeim árum hélt hann marga einleikstónleika. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 130 orð

Óperukórinn í Langholtskirkju

KÓR Íslensku óperunnar heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, laugardag kl. 15. Á efnisskrá eru m.a. kirkjuleg verk sem kórinn flutti á Ítalíu í sumar, en þangað fór kórinn í júní sl. Kórinn hélt tvenna tónleika í Óperunni áður en hann hélt af landi brott og flutti eingöngu "veraldlegan hluta" tónleikadagskrárinnar. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 78 orð

Sameiginlegar kóratónleikar

ÁLAFOSSKÓRINN og Íslandsbankakórinn halda sameiginlega tónleika í Grensásskirkju á morgun, laugardag kl. 16. Á efnisskránni eru bæði innlend og erlend lög sem kórarnir fluttu á síðasta starfsári. Stjórnandi beggja kóranna er Helgi R. Einarsson og undirleikari er Guðni Guðmundsson. Báðir kórarnir gerðu víðreist á síðasta starfsári. Meira
7. nóvember 1997 | Tónlist | 440 orð

Sinfónían og Sakari

Flutt var sú níunda eftir Gustav Mahler. Stjórnandi var Petri Sakari Fimmtudagurinn 6. nóvember, 1997. TÓNLEIKARNIR hófust á því að hljóðfæraleikarar stóðu upp úr sætum sínum og gengu í salinn til áheyrenda og útdeildu blaði, stíluðu til áheyrenda, með ósk um stuðning þeirra í kjarabaráttu hljóðfæraleikara. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Snæfellingakórinn í Fella­ og Hólakirkju

SNÆFELLINGAKÓRINN í Reykjavík heldur tónleika Í Fella­ og Hólakirkju á morgun, laugardag kl. 16. Á efnisskrá eru meðal annars íslensk og slóvensk þjóðlög. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Undirleikari er Péter Máté. Fyrir nokkru fór kórinn í söngferð um Ungverjaland og Slóvakíu. Kórinn kom m.a. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 172 orð

Svífandi form í Listasafni Sigurjóns

Í LISTASAFNI Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi hefur verið opnuð sýning vetrarins, sem ber heitið Svífandi form. Sýnd eru 26 verk eftir Sigurjón sem spanna tímabilið 1937­1981, og hafa nokkur þeirra ekki komið fyrir almenningssjónir í áratugi. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 30 orð

Sýningum lýkur

Sýningum lýkur Gallerí Horn NÚ er síðasta sýningarhelgi hjá Sigurveigu Knútsdóttur. Sýningunni lýkur miðvikudaginn 12. október. Galleríið er opið alla daga kl. 11­23.30. Sérinngangur gallerísins er þó aðeins opinn kl. 14­18. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 67 orð

Sænsk teiknimynd í Norræna húsinu

Í NORRÆNA húsinu sunnudaginn 9. nóvember kl. 14 verða sýndar tvær margverðlaunaðar sænskar teiknimyndir "Kalles klätterträd" og "Tankar i det blå". "Inni í miðjum bæ á hann Kalli heima og hann er vanur að klifra upp í tré og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hann hugsar um allt á milli himins og jarðar og auðvitað um hana Emmu." Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 158 orð

Söngtónleikar á Flúðum

SÖNGTÓNLEIKAR verða haldnir í Félagsheimilinu á Flúðum sunnudaginn 9. nóvember kl. 16 og í Hveragerðiskirkju sama dag kl. 20.30. Karlakór Selfoss, stjórnandi Ólafur Sigurjónsson, undirleikari Helena Káradóttir og Skagfirska söngsveitin í Reykjavík, stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson, undirleikari Sigurður Marteinsson, syngja lög eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 80 orð

Tónleikar í Múlanum

Á VEGUM djassklúbbsins Múlans verður Tríó Björns Thoroddsen ásamt Agli Ólafssyni með tónleika í kvöld, föstudag kl. 21. Tríó Björns Thoroddsen hefur verið starfandi um alllangt skeið og hefur t.d. sent frá sér geisladisk, Híf opp. Á þessum tónleikum mun tríóið leika frumsamin lög eftir Björn og Egil. Meira
7. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 460 orð

Útgerð frá Fjörukránni

Útgerð frá Fjörukránni Húni II nefnist nýendurgerður bátur sem gerður verður út frá Fjörukránni. Það er enginn venjulegur bátur því um borð er bæði veitingastaður og minjasafn. Börkur Gunnarsson skrifar um jómfrúrsiglinguna og Sturlunga nútímans. Meira
7. nóvember 1997 | Menningarlíf | 190 orð

Vísnatónleikar Gullýjar Hönnu í Norræna húsinu

GULLÝ Hanna Ragnarsdóttir vísnasöngvari og lagahöfundur heldur tvenna vísnatónleika í Norræna húsinu. Fyrri tónleikarnir eru á sunnudag kl. 16 og síðari á mánudagskvöld 10. nóvember kl. 20.30. Með Gullý Hönnu leika þeir Keld Andersen á gítar og Søren Christensen á hljómborð og harmóniku. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Gullý Hönnu við ljóð eftir m.a. Meira
7. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 252 orð

"Þetta var ekki nauðgun"

ROMAN Polanski barst liðsauki á dögunum þegar konan sem hann var dæmdur fyrir að nauðga fyrir tuttugu árum sagði í sjónvarpsviðtali að Polanski hefði ekki nauðgað henni. "Hann var hvorki ógnandi né vondur við mig. Þetta var ekki nauðgun og mér líður ekki eins og fórnarlambi. Meira
7. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 157 orð

Þunnur þrettándi

"TWELFTH Night, Or What You Will" er eitt af gamanleikritum Shakespeares. Það fjallar um tvíburann Violu (Imogen Stubbs) sem villir á sér heimildir og klæðist karlafötum. Gervi hennar kemur ástarmálum aðalpersóna verksins í mikla flækju en af því Þrettándakvöld er gamanleikrit fer allt vel að lokum. Meira

Umræðan

7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 335 orð

Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni Telur biskup þennan flutning biskupsvígslu í aðra kirkju úti í bæ, spyr Borgþór S. Kjærnested, efla einingu safnaðar síns? Í MORGUNBLAÐINU 5. nóvember sl. spyr Þórarinn V. Þórarinsson hvort þetta eigi engan endi að taka. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 500 orð

Bara einn

JÁ, það þarf oft ekki nema einn til að skipta máli. Þar þarf ekki nema einn til að benda á betri leið til að menn fari eftir því. Það þarf bara einn til að sýna rétta eftirbreytni til að menn sjá að sér en því miður þarf ekki nema einn til að skemma fyrir heilum hóp. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 800 orð

Betri borg ­ betra líf

MIKIÐ er það skemmtilegt þegar maður getur verið ánægður. Og nú er ég ánægð. Ég er ánægð sem fjölskyldumanneskja, móðir, kona og íbúi í Reykjavíkurborg. Já, ég er ánægð með framgang Reykjavíkurlistans í málefnum fjölskyldna, kvenna, barna og unglinga og finnst full ástæða til að hrósa borgaryfirvöldum fyrir manneskjulega forgangsröðun og markvissa framgöngu í stjórnun borgarinnar. Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 553 orð

Eiga þroskaþjálfar ekki að fá launin fyrr en við Gullna hliðið?

ÁÐUR en við hjónin eignuðumst fatlað barn, vissum við ekkert um starf þroskaþjálfa, vissum varla að þessi starfsstétt væri til, enda vinna þeir, sem starfa sem slíkir, oftast í kyrrþey, á stofnunum og heimilum fyrir utan líf almennings. Síðan þá eru mörg ár liðin og höfum við í gegnum tíðina dáðst að starfi þeirra, sem er unnið af alúð, þolinmæði og kunnáttu. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 833 orð

Enginn dregur þó ætli sér annarra fisk úr sjó

ÞANNIG var eitt sinn kveðið enda þótti sá með fádæmum einfaldur er slíkt ætlaði sér. En í síbreytilegri veröld lenda nú þau orðtök er geyma reynslu kynslóðanna sem óðast á öskuhaug breytinga. Og nú er svo komið, sem flestir vita, að stór hluti þeirra, sem vilja hafa viðurværi sitt af því að draga fisk, Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 704 orð

Er Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ einræðisherra?

TILEFNI þessarar greinar er viðtal við formann LÍÚ í Morgunblaðinu með fyrirsögninni "Erum að lenda í verkfalli sem er óleysanlegt" og ummæli hans á aðalfundi LÍÚ. Það er haft eftir formanninum í grein þessari að verkfallsboðun vélstjóra sé mjög alvarlegt mál og svívirðileg. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 846 orð

Eru verðkannanir Neytendasamtakanna ábyggilegar? Óvönduð vinn

Í SÍÐUSTU viku voru til umfjöllunar í fjölmiðlum niðurstöður verðkönnunar sem tekin var í verslunum 30. september sl. Eins og áður er þessi verðkönnun unnin af Neytendasamtökum Íslands í samstarfi við ASÍ og BSRB. Að Neytendasamtökin séu í samstarfi við þessa aðila ætti að vera þeirra styrkur sem felst m.a. Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 838 orð

Flugslysið í Héðinsfirði

Á ÞESSU ári, nánar tiltekið 29. maí, voru liðin 50 ár frá hinu hörmulega flugslysi, er varð í Hestfjalli við vestanverðan Héðinsfjörð. Kiwanismenn í Ólafsfirði minntust þessa atburðar á mjög svo virðulegan hátt, með uppsetningu kross á slysstað. Þökk sé þeim fyrir þá framkvæmd. Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 352 orð

Góð bók

BÓKIN Dictionary of Icelandic Composers er nýkomin út. Útgefandi er Akademia Muzyczna im.Frydryka Chopina í Varsjá. Höfundur er dr. Marek Podhajski, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur m.a. vegna kennslu hans við Tónlistarskólann á Akureyri. Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 434 orð

Göfugt markmið

KYNJAVERUR, hið nýja jafnréttindafélag, hefur nú verið stofnað og fór stofnfundur félagsins fram hinn 24. október síðastliðinn. Það var breiður hópur ungs fólks, sem fékk þá hugmynd að koma nefndu félagi á laggirnar með það að markmiði að breyta jafnréttisviðhorfum almennings. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 329 orð

Hin lemstraða þjóðkirkja

ALÞINGISHÚS Íslendinga stendur við hlið Dómkirkjunnar í Reykjavík. Landssjóður hugðist, þegar ákveðið var að byggja yfir Alþingi, fyrst fá lóð í Bakarabrekkunni, núverandi Bankastræti. En við það var hætt og landssjóður keypti kálgarð Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara við lærða skólann í Reykjavík, sem náði frá Thorvaldsensstræti að Dómkirkjunni. Fyrir þetta greiddi landssjóðurinn kr. 2. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1081 orð

Hvað vill Ellert?

Hvað vill Ellert? Ég er fullkomlega sammála Ellert um að leggja beri meiri áherslu á að hlúa að innra starfi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og ég tel að sveitarstjórnarmenn séu almennt sammála þessum sjónarmiðum. ELLERT B. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 601 orð

Niðurrif eða uppbyggileg gagnrýni

Niðurrif eða uppbyggileg gagnrýni Sá sem ekki er tilbúinn til að setja sig í spor barna, segir Hildur Hermóðsdóttir, er ófær um að dæma barnabækur af nokkurri sanngirni. GAGNRÝNANDINN getur brugðið sér í flestra kvikinda líki eins og dæmin sanna. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 593 orð

"Óábyrg verndunarsamtök"

Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa birst í blöðum greinar um umhverfismál eftir Árna Finnsson, starfsmann Greenpeace-samtakanna. Hefur Árni birt þessar greinar, sem talsmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, en áður fyrr titlaði hann sig talsmann Greenpeace International, eins og kunnugt er. Í blaðagrein, sem birtist í Mbl. þann 23. október sl. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 612 orð

Samkeppni gegn velferð

HVAÐ ER átt við með samkeppni? Á hún ekki að tryggja almenna velferð þannig að hún beinist að bættu viðskiptaumhverfi fyrir fólk? Eða er samkeppnin bundin við það eitt að menn hafi sem jafnasta aðstöðu til að græða peninga og þá skipti ekki máli hvaða áhrif hún hefur á líf og heilbrigði alls almennings? Það eru nefnilega mörg svið þar sem ekki fer saman velferð fólks og peningalegur hagnaður. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1730 orð

Sjómannaskólahúsið og tilskrif menntamálaráðherra

MENNTAMÁLARÁÐHERRANN, Björn Bjarnason, sendir mér "kveðjur" á heimasíðu sinni á Internet, sem dagsett er sunnudaginn 19. október sl. Málið snýst um afstöðu mína til Sjómannaskólahússins sem höfð var eftir mér í Morgunblaðinu laugardaginn 18. október. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 707 orð

Skattahugleiðingar alþingismanns

PÉTUR Blöndal alþingismaður skrifar tvær greinar um skattamál, sem birtust í Morgunblaðinu 2. og 3. okt. sl. Til aflestrar eru þær með köflum fróðlegar og býsna skemmtilegar. Víða er ég honum sammála, en velti vöngum yfir öðru. Ef ég man rétt þá held ég hann sé doktor í stærðfræði, og skrifin eru því á fræðilegu plani af og til. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 607 orð

Uppsögn Jan Mayen samningsins

MBL. BIRTI 14. október sl. þá frétt, að ríkisstjórnin hafi nú til athugunar hvort segja skuli upp "loðnusamningnum" við Noreg, og að þetta verði að gera fyrir lok þessa mánaðar, þar sem að öðrum kosti framlengist hann enn um 4 ár frá og með 1. maí 1998. Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 149 orð

Vegna frétta af kirkjuþingi

ÞRIÐJUDAGINN 28. október sl. var réttilega haft eftir mér í hádegisfréttum rásar 1 að ég teldi gagnrýni séra Gunnars Kristjánssonar á nýafstöðnu kirkjuþingi á kennimannlegt nám guðfræðideildar Háskóla Íslands að einhverju leyti sprottna af því að hann hefði á sínum tíma ekki fengið stöðu sem hann sótti um við deildina. Meira
7. nóvember 1997 | Aðsent efni | 678 orð

Verkefni um félagslega aðlögun

Í SUMAR lauk verkefni sem unnið var af Evrópudeild alþjóðasamtaka félagsráðgjafa og styrkt af Evrópubandalaginu. Verkefnið tók rúmt ár og því lauk með skýrslu sem til er á skrifstofu Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa (SÍF). Viðfangsefnið var félagsleg útskúfun (exclusion) og félagsráðgjöf sem miðar að félagslegri aðlögun (inclusion). Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 243 orð

Þetta gengur ekki, Björn

MARGT getur mönnum nú dottið í hug. Og allt í einu kemur einhver tillaga um það, eins og skrattinn úr sauðarleggnum forðum, að flytja sjómannastéttina á einu bretti í einhvern skála út í bæ. Leggja Sjómannaskólann niður á þeim fallega stað þar sem hann hefur verið og er sómi borgarinnar. Þetta er nú bara hús, segja menn kannski. Það má vera. Meira
7. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Þökk fyrir formúla 1 kappaksturinn

ÞAÐ sem rekur mig að tölvunni til að skrifa bréf í blaðið er ánægja mín með þá djörfu ákvörðun Íþróttadeildar Ríkissjónvarpsins að svara Stöð 2, sem fékk íslenska mótorsportið, og sýna beint frá tímatökum og keppni í formúla 1 kappakstri sl. sumar og haust. Sú íþróttagrein er ein sú vinsælasta af akstursíþróttum í heiminum. Meira

Minningargreinar

7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 138 orð

Gabríel Hjaltalín Andrason

Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: "Kom til mín!" Kristur tók þig heim til sín. Þú er blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson frá Laufási. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 76 orð

Gabríel Hjaltalín Andrason Þau ljós sem skærast lýsa skína líka glaðast bera mesta birtu og brenna líka hraðast og fyrr en okkur

Gabríel Hjaltalín Andrason Þau ljós sem skærast lýsa skína líka glaðast bera mesta birtu og brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og þann dóm enginn skilur. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 142 orð

Gabríel Hjaltalín Andrésson

Elsku litli vinurinn minn. Ég kveð þig nú með tárum, sorgartárum jafnt sem gleðitárum yfir þeim stutta tíma sem við áttum saman. Þú varst einstakur strákur, og gafst margt gott frá þér sem mun lifa með mér, þar til við hittumst á ný. Ég bið engla alheimsins um að vaka yfir þínum yndislegu foreldrum, Dögg og Andra, fjölskyldu þinni og vinum þínum á þessari erfiðu stundu. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 139 orð

Gabríel Hjaltalín Andrésson

Elsku Gabríel, þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Þú ert farinn frá okkur eftir stutta dvöl en hún var svo sannarlega dýrmæt fyrir þá sem fengu að kynnast þér. Guð geymi þig eins og við geymum minningar um þig í hjarta okkar. Til eru fræ sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 48 orð

GABRÍEL HJALTALÍN ANDRÉSSON

GABRÍEL HJALTALÍN ANDRÉSSON Gabríel Hjaltalín Andrésson fæddist í Reykjavík 6. júlí 1997. Hann lést á heimili sínu 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Dögg Hjaltalín, f. 22.2. 1977, og Andri Úlriksson, f. 13.1. 1977. Útför Gabríels fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 738 orð

Guðmundur Pétur Ágústsson

Þegar vinir og samtímamenn hverfa af þessu tilverustigi setur okkur sem eftir sitjum hljóð og á hugann leita minningar frá samskiptum við þann sem burt er kallaður hverju sinni. Á þann veg voru viðbrögð mín er ég fregnaði fráfall vinar míns og fyrrum sveitunga, Guðmundar Ágústssonar. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 399 orð

Guðmundur Pétur Ágústsson

Flestir þeir sem hafa komið til Djúpuvíkur á Ströndum eru sammála um þá einstöku náttúrufegurð sem staðurinn skartar. Þeir sem eru bornir og barnfæddir þar taka jafnvel enn dýpra í árinni og telja Djúpuvík og nágrenni öllum stöðum fegurri. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 166 orð

Guðmundur Pétur Ágústsson

Elsku afi. Það er ekkert eitt sem kemur í huga okkar er við minnumst þín. Við komum saman og rifjuðum upp þær góðu stundir sem við áttum með þér. Það sem fyrst kemur í hugann eru gönguferðirnar niður að læk, þar sem við gáfum öndunum brauð. Við minnumst þess er við sátum í fanginu á þér og sungum kvæði og hlustuðum á þig segja sögur. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 284 orð

GUÐMUNDUR PÉTUR ÁGÚSTSSON

GUÐMUNDUR PÉTUR ÁGÚSTSSON Guðmundur Pétur Ágústsson var fæddur 11. des. 1912 í Kjós, Árneshreppi, Strandasýslu. Hann lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 30. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Petrína S. Guðmundsdóttir, f. 1879, d. 1967, og Ágúst Guðmundsson, bóndi í Kjós, f. 1865, d. 1915. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 45 orð

Guðmundur Pétur Ágústsson Kæri langafi, ég kveð þig með þessum orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir

Kæri langafi, ég kveð þig með þessum orðum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði, langafi. Guðrún Sunna. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Kveðja frá Brekkubæjarskóla Hanna Sigríður Jóhannsdóttir handmenntakennari við Brekkubæjarskóla er látin eftir langa baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbameinið. Hanna Sigga, eins og vinir hennar og starfsfélagar kölluðu hana, Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 181 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Ástkær bekkjarsystir okkar og vinkona Hanna Sigríður er látin langt um aldur fram eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Á þessari erfiðu kveðjustund sækja að ljúfar minningar sem gott er að muna og þakka. Kynni okkar hófust í Kennaraskólanum þaðan sem við útskrifuðumst úr handavinnudeild árið 1969. Við komum hvert úr sinni áttinni og bárum með okkur ólíka eiginleika og reynslu. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 653 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

"Þegar þú ert sorgmæddur, þá skoðaðu hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." (Úr Spámanninum.) Hanna er dáin. Hún er farin frá okkur til birtunnar og ljóssins, laus við allar þær þjáningar sem heft hafa líkama hennar í langan tíma. Ég sit og horfi inn í ljósið af kertinu sem logar á borðinu hjá mér, og minningarnar streyma um huga minn. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 374 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Litir himinsins voru yndislegir, allavega bleikir, fjólubláir, grábláir og gráir, litirnir þínir, elsku Hanna mín, litirnir okkar. Það rifaði í ljósblátt og þar fyrir innan skein sólin og sló gullnum bjarma á skýin eftir langvarandi drunga. Um kvöldið varð aldimmt og þá yfirgafst þú þennan heim og hvarfst á braut inn í litadýrð himinsins. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 387 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Það er haust og í hugann koma ótal minningabrot er við kveðjum kæra systur. Hanna tók alla tíð mjög virkan þátt í starfi klúbbsins. Mörg trúnaðarstörf voru henni falin og leysti hún þau öll af hendi með miklum sóma og af ábyrgð. Hún var sérstaklega samviskusöm, ósérhlífin og jákvæð. Hún var glöð á góðum stundum og hreif okkur með sér. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Kæra vinkona, erfitt er að sætta sig við að þú sért farin yfir móðuna miklu langt um aldur fram, þú ert búin að vera hetja í baráttu þinni við hinn válega sjúkdóm, alltaf jafn róleg og yfirveguð. Að fylgjast með þér í baráttunni verður mér ógleymanlegt. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 647 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Löngu stríði er lokið og Hanna Sigga okkar er horfin yfir móðuna miklu á vit feðra sinna eins og stundum er sagt þegar einhver deyr og yfirgefur þennan jarðneska heim. Berskjölduð erum við, aum og óviðbúin þegar góður vinur er kvaddur á burtu frá okkur þrátt fyrir langan, já allt of langan aðdraganda. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 175 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Hanna á Ásfelli er látin. Hún háði harða baráttu við illvígan sjúkdóm, sýndi mikið þrek og neitaði að gefast upp, en nú er þessari baráttu lokið. Það sem einkenndi hana var góð kímnigáfa og samviskusemi. Hún hafði ákveðnar skoðanir og sem kennari gerði hún miklar kröfur til sjálfrar sín um nákvæmni og vandvirkni og varð þannig nemendum sínum góð fyrirmynd. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 400 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir

Vertu guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Þessi bæn er okkur systrunum ofarlega í huga þegar við hugsum til elsku frænku okkar, hennar Hönnu Siggu, því hún og amma Ragna voru mjög þolinmóðar að kenna okkur hana þegar við vorum litlar og tókst þeim það að lokum. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 156 orð

HANNA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR

HANNA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR Hanna Sigríður Jóhannsdóttir fæddist 30. maí 1946 á Akranesi. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 29. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jón Pálsson frá Sólmundarhöfða, f. 28. feb. 1914, lést 1. nóv. 1967, og Sigríður Ragnhildur Sigurðardóttir frá Hjarðarbóli, f. 17. ágúst 1912, lést 28. júlí 1953. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 72 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir Elsku Hanna. Nú skiljast leiðir okkar og við systurnar viljum þakka fyrir allar góðu

Elsku Hanna. Nú skiljast leiðir okkar og við systurnar viljum þakka fyrir allar góðu minningarnar. Við munum sakna þín sárt en þetta er víst hluti af tilverunni. Þær voru ótal margar yndislegu stundirnar sem við eyddum með þér og Gústa. Við fengum að kynnast þínum persónutöfrum og aldrei hafa þeir dofnað. Þú munt ávallt vera í hjarta okkar, í minningu okkar sem elsku Hanna Sigga. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 119 orð

Hanna Sigríður Jóhannsdóttir Það var komið kvöld 29. október þegar síminn hringdi. Níný systir var í símanum og sagði mér að þú

Það var komið kvöld 29. október þegar síminn hringdi. Níný systir var í símanum og sagði mér að þú værir dáin, elsku Hanna Sigga. Baráttu þinni var loksins lokið. Ég varð sorgmædd inni í mér, hugurinn fór á stað aftur í tímann, ég rifjaði upp allar gömlu góðu stundirnar okkar heima á Akranesi. Það er orðið ansi langt síðan. Enn eitt skarð er komið í árganginn okkar. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 259 orð

Hanna S. Jóhannsdóttir

Hanna S. Jóhannsdóttir mágkona mín er látin. Hún átti við erfið veikindi að stríða undanfarin ár en stóð sig afburða vel og komst langt á bjartsýni og lífsvoninni. Fjölskyldan var alltaf í fyrirrúmi hjá Hönnu, eiginmaðurinn, sonurinn og fjölskylda hans. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 549 orð

Hanna S. Jóhannsdóttir

Kær vinkona er fallin frá, langt um aldur fram. Áralangri baráttu er nú lokið, baráttu sem sýndi okkur hinum sem til hliðar stóðum hversu kærleikur, trú og viljastyrkur getur áorkað á slíkum stundum. Víst er að þessir þættir verða ríkjandi í minningunni því að með öllu lífi sínu sýndi Hanna okkur glöggt að það er nærgætnin, Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 225 orð

Hólmfríður Þorsteinsdóttir

Okkur langar í fáum orðum að minnast fósturmóður, tengdamóður og ömmu okkar, Hólmfríðar Þorsteinsdóttur. Það virðist svo stutt síðan þú rifjaðir upp daginn þegar þú sagðir mér að Kristín, mamma mín og systir þín, væri dáin og kæmi ekki aftur. Þá sagði ég að þú yrðir bara mamma mín, eins og ekkert væri sjáfsagðara. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 580 orð

Hólmfríður Þorsteinsdóttir

Þegar Hólmfríður Þorsteinsdóttir föðursystir mín, Fríða frænka eins og hún hét jafnan í mínum huga og í munni okkar systkinanna, er til moldar borin í dag má ekki minna vera en ég sendi henni litla kveðju og þökk. Svo mikils virði var hún mér í bernsku minni og æsku. Enda kemst ég víst varla hjá því að minningarorð mín um hana fjalli að talsverðu leyti um sjálfan mig. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 215 orð

Hólmfríður Þorsteinsdóttir

Fríða frænka er dáin. Hún var systir pabba, en mér var hún allt í senn, móðir, systir og vinkona og ég mat hana umfram aðra. Hún tók mig að sér þegar ég kom sem unglingur til Reykjavíkur og heimili hennar stóð mér opið upp frá því, fyrst með vinkonum, seinna með börnum og eiginmanni. Hún mundi tímana tvenna. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 304 orð

Hólmfríður Þorsteinsdóttir

Okkur langar til að minnast elskulegrar ömmu okkar. Það er erfitt að lýsa tilfinningum okkar í örfáum orðum, eftirminnilegar samverustundir eru ljóslifandi í hugum okkar en ekki er auðvelt að setja þær á blað. Amma Fríða hefur og mun alltaf eiga stóran hlut í tilveru okkar. Ávallt munum við geyma í hjarta okkar allt sem hún gerði fyrir okkur og hversu gott var að koma til hennar í heimsókn. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 207 orð

HÓLMFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Hólmfríður Þorsteinsdóttir fæddist á Daðastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu 7. nóvember 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. október síðastliðinn. Foreldrar Hólmfríðar voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi og hreppstjóri á Daðastöðum, f. 10.5. 1871, d. 2.10. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 813 orð

Ingvi Samúelsson

Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. Þetta erindi Matthíasar Jochumssonar kom mér í hug, er ég frétti lát Ingva Samúelssonar, tengdaföður míns. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 228 orð

Ingvi Samúelsson

Hið fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst afa okkar, Ingva Samúelssonar, er hve hann tók vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu í Álfheimunum. Hann var alltaf glaðlyndur og gaf sér nægan tíma til að leika og spjalla við okkur. Þá fórum við oft ásamt ömmu í Grasagarðinn í Laugardal að skoða lækinn okkar. Við fórum stundum í göngutúra og oft var spilað. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 390 orð

Ingvi Samúelsson

Í æsku varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera oft hjá afa og ömmu í Álfheimunum. Margar góðar minningar á ég frá þessum árum og einnig þegar fram liðu stundir. Afi var mikill morgunhani og naut ég góðs af því þegar ég fékk að gista. Eins og börnum er tamt vaknaði ég einnig fyrir allar aldir og þá þurfti maður ekki að láta sér leiðast því afi var ævinlega kominn á ról. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 229 orð

INGVI SAMÚELSSON

INGVI SAMÚELSSON Ingvi Samúelsson var fæddur í Sauðeyjum á Breiðafirði 17. júlí 1914. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Samúel Júlíus Guðmundsson, síðar bóndi á Kirkjubóli í Kerlingarfirði, A- Barð., f. 1887, d. 1947, og Árndís Árnadóttir, fyrrum ljósmóðir, f. 1888, d. 1981. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 452 orð

Karl Viggó Þorsteinsson

Karl ólst upp í Hafnarfirði hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi. Hann hóf vinnu utan heimilis þegar hann hafði aldur til, fyrst í hafnarvinnu og síðan til sjós á togara. Við tvítugsaldurinn varð hann vegna veikinda að fara í land og leita sér vinnu þar. Þá vann hann á ýmsum stöðum, í Hvalfirði, Gufudal, Herdísarvík og víðar. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 314 orð

KARL VIGGÓ ÞORSTEINSSON

KARL VIGGÓ ÞORSTEINSSON Karl Viggó Þorsteinsson fæddist í Hafnarfirði 2. júlí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Brandsson og Þóra Jónsdóttir, búsett mestan sinn tíma í Hafnarfirði. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 371 orð

Sigurður Pálsson

Elsku afi. Okkur systkinin frá Hjáleigu langar til að minnast þín með fáeinum kveðjuorðum. Á svona stundu ryðjast minningarnar fram, og allt í einu standa svo margir atburðir ljóslifandi fyrir sjónum sem ylja og lýsa upp skamdegið. Þegar við vorum börn var það alltaf visst tilhlökkunarefni ef von var á ykkur ömmu í heimsókn út í Hjáleigu. Meira
7. nóvember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SIGURÐUR PÁLSSON

SIGURÐUR PÁLSSON Sigurður Pálsson fæddist í Hleinagerði, Eiðaþingá, 2. október 1914. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 16. október síðastliðinn. og fór útför hans fram frá Egilsstaðakirkju 25. október. Meira

Viðskipti

7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 72 orð

British Airways bíður átekta

BREZKA flugfélagið British Airways býst ekki við endanlegri ákvörðun um fyrirhugað bandalag félagsins og American Airlines fyrr en snemma árs 1998, en er enn vongott um að viðunandi samkomulag náist. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Deilt um yfirmann seðlabanka Evrópu

Róm. Reuters. ROMANO PRODI, forsætisráðherra Ítalíu, hefur hreyft þeirri hugmynd að bankastjóri þýzka seðlabankans, Hans Tietmeyer, verði yfirmaður seðlabanka Evrópu (ECB) í Frankfurt. Nauðsynlegt er að róa almenningsálitið í Þýzkalandi áður en myntbandalag verður stofnað," sagði Prodi á blaðamannafundi. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÐÁrétting

Í FRÉTT í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um undirritun á samningi um kaup á 12 nýjum Scania strætisvögnum fyrir Strætisvagna Reykjavíkur gætti nokkurrar ónákvæmni. Fram kom að stjórnarformaður og forstjóri SVR hefðu undirritað samninginn ásamt forstjóra og sölustjóra Heklu, umboðsaðila Scania. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Fimm starfsmenn Íslandsbanka færa sig um set

FJÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins hf. mun ráða til sín um 15 starfsmenn til viðbótar við um 40 manna starfslið sem kemur frá Iðnlánasjóði, Iðnþróunarsjóði og Fiskveiðasjóði. Samtals verða því 55 manns starfandi hjá bankanum þann 1. janúar þegar hann hefur starfsemi. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Hagnaður 2 millj. fyrstu 8 mánuði ársins

BGB hf. hefur fengið auðkenni á Opna tilboðsmarkaðnum. Fyrirtækið var sett á fót 1. desember á síðasta ári með sameiningu Blika hf. á Dalvík og G. Ben, hf. á Árskógsströnd. Hagnaður BGB fyrstu átta mánuði þessa árs nam rúmum 2 miljónum króna. Framlegð til afskrifta og fjármagnsliða nam 77 milljónum króna en rekstartekjur félagsins námu 518 milljónum króna. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Hugbúnaðargjöf til Háskóla Íslands

VÉLAVERKFRÆÐISKOR Háskóla Íslands fékk nýlega að gjöf fullkominn hugbúnað til að gera sjálfvirk mælikerfi. Hugbúnaðurinn, sem er af gerðinni LabVIEW, er mikið notaður við erlenda háskóla til ýmissa mælinga og í tilraunaverkefnum nemenda. Nýlega var sams konar búnaður notaður í lokaverkefni til B.Sc. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Marokkó stóreflir sjávarútveg

RÁÐUNEYTI sjávarútvegsmála í Marokkó hefur skýrt frá því að 700 milljónum dirhama, eða 73,6 milljónum dollara, verði varið til að koma upp fiskveiðihöfn í Boujdour í Vestur-Sahara og stækka hafnir, sem fyrir eru á svæðinu. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Pundið hærra eftir vaxtahækkun

BREZKA pundið hækkaði gegn helztu gjaldmiðlum í gær þegar Englandsbanki tók þá óvæntu ákvörðun að hækka lánsvexti um 0,25% í 7,25% og hafa þeir ekki verið hærri í fimm ár. Vonir um meiri vaxtahækkun gætu styrkt pundið enn frekar að sögn sérfræðinga. Þó segja þeir að framtíðarhorfur pundsins séu óvissari en áður. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Rússar auðvelda erlenda fjárfestingu

BORÍS JELTSÍN Rússlandsforseti hefur undirritað tilskipun, sem heimilar útlendingum að eiga 100% í rússneskum olíufélögum að sögn rússneskra embættismanna. Borís Nemtsov orkumálaráðherra, hinn frjálslyndi umbótasinni, sagði að með tilskipuninni væri rutt úr vegi öllum hindrunum fyrir því að útlendingar gætu átt olíufyrirtæki í Rússlandi. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Samherji lækkaði um 5%

GENGI hlutabréfa í Samherja hf. lækkaði um 5% í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Kom þessi lækkun í kjölfar þess að fyrirtækið birti átta mánaða uppgjör fyrir samstæðuna sem sýndi nokkru lakari afkomu en ef móðurfélaginu og dótturfélögum þess hér innanlands. Mest varð tapið af dótturfélagi Samherja í Bretlandi, Onward Fishing Company. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 291 orð

Turner telur BBC ógna Murdoch

STOFNANDI fréttasjónvarpsins CNN, Ted Turner, kveðst fagna því að BBC hleypi af stað fréttarás allan sólarhringinn, þar sem hún muni ógna aðalkeppinautnum, Rupert Murdoch. Turner, sem er varastjórnarformaður Time Warner Inc, sagði að innlend fréttarás BBC allan sólarhringinn væri meiri ógnun við Murdoch fyrirtækið British Sky Broadcasting Group Plc en CNN. Meira
7. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 220 orð

»Vextir líka hækkaðir vestanhafs?

ENGLANDSBANKI hækkaði vexti um 0,25% í gær. Pundið hafði ekki verið hærra gegn jeni í fimm ár og gegn dollar í fjóra mánuði, en sérfræðingar telja að von sé fleiri vaxtahækkunum. Vaxtahækkunin kom á óvart, en hafði ekki neikvæð áhrif, þótt FTSE 100 lækkaði um 44,5 punkta eða 0,91%. Meira

Fastir þættir

7. nóvember 1997 | Dagbók | 3052 orð

APÓTEK

»»» Meira
7. nóvember 1997 | Í dag | 125 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Mánudaginn 10.

Árnað heilla ÁRA afmæli. Mánudaginn 10. nóvember verður áttræð Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir. Ingibjörg dvelur á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og tekur hún á móti ættingjum og vinum í Skálahlíð, Dvalarheimili aldraðra, laugardaginn 8. nóvember kl. 16. ÁRA afmæli. Mánudaginn 10. Meira
7. nóvember 1997 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. ágúst í Kópavogskirkju af sr. Ægi F. Sigurgeirssyni Þorgerður Marinósdóttir og Jón Jóhann Þórðarson. Heimili þeirra er að Lundarbrekku 6, Kópavogi. Meira
7. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. ágúst í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Guðmundur Már Guðmundsson. Heimili þeirra er á Reynimel 92, Reykjavík. Meira
7. nóvember 1997 | Dagbók | 633 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
7. nóvember 1997 | Fastir þættir | 654 orð

Keppni í Íslandsflugsdeildinni hefst í kvöld

Það má búast við spennandi keppni. Hellir er með langstigahæstu sveitina og stefnir á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. FYRRI hluti árlegrar Deildakeppni Skáksambands Íslands fer fram um helgina. Deildakeppnin er eitt fjölmennasta skákmót, sem fram fer hér á landi og búast má við á þriðja hundrað keppenda. Meira
7. nóvember 1997 | Í dag | 365 orð

STÆÐA er til að fagna því að breyta á skipulaginu

STÆÐA er til að fagna því að breyta á skipulaginu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í tengslum við breytt skipulag verzlunarmála. Flugstöðin er óhentug eins og hún er og ræður ekki við álagstoppa. Reynt hefur verð að bæta úr að einhverju leyti, m.a. með fjölgun innritunarborða, en það hefur ekki dugað til. Meira
7. nóvember 1997 | Í dag | 394 orð

Þakklæti ÉG UNDIRRITUÐ vil senda þakkir til Orlofsnefndar h

ÉG UNDIRRITUÐ vil senda þakkir til Orlofsnefndar húsmæðra í Reykjavík. Ég hef notið þeirrar ánægju á undanförnum árum að dvelja á hinum ýmsu stöðum sem þær hafa á sínum snærum, t.d. Hrafnagili, Hvanneyri o.s.frv. Margt er sér til gamans gert meðan á dvölinni stendur, sem er ein vika. T.d. farið í smáferðir um næsta nágrenni, stundað sund og gönguferðir. Meira

Íþróttir

7. nóvember 1997 | Íþróttir | 299 orð

Barátta á botninum Það var hörku barátta sem

Barátta á botninum Það var hörku barátta sem bæði lið sýndu þegar Valur sigraði ÍR 83:79 í Íþróttahúsi Seljaskóla í gærkvöldi. Bæði liðin hafa farið frekar illa af stað, mættu sigurlaus til leiks. Barátta var einkennandi fyrir leikinn en minna fór fyrir góðum körfuknattleik. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 154 orð

Birkir Kristinssoner á heimleið

BIRKIR Kristinsson, markvörður Brann, hefur ákveðið að koma heim til Íslands eftir tveggja ára veru í Bergen. "Ég er byrjaður að pakka niður og setja í gám. Ég reikna með að vera búinn að ganga frá öllum mínum málum hér um miðjan mánuðinn. Síðan ætlum við í smá frí áður en við komum heim um næstu mánaðamót," sagði Birkir. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 526 orð

Chelsea burstaði Tromsö

LIÐIN sem talin eru sigurstranglegust í Evrópukeppni bikarhafa í vetur komust bæði áfram í keppninni í gærkvöldi, þegar síðari leikir annarrar umferðar voru á dagskrá. Chelsea burstaði norska liðið Tromsö, 7:1, í London og VfB Stuttgart frá Þýskalandi ­ sem sló ÍBV út í fyrstu umferð ­ ruddi belgíska liðinu Ekeren úr vegi, þrátt fyrir að tapa í gær. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 44 orð

FÉLAGSLÍFKynning á unglingaknattspyrnu

Sunnudaginn 9. nóvember n.k. verður David Shepherd með kynningu á stærsta knattspyrnumóti Bretlands, The Manchester International Football Festival. Ennfremur kynnir hann Knattspyrnuskóla Manchester United og Manchester City. Kynningin hefst kl. 14 í húsakynnum Úrvals-Útsýnar að Lágmúla 4 í Reykjavík. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 87 orð

H¨acken í efstu deild

H¨acken vann V¨asterås 4:2 í gærkvöldi og tryggði sér þar með sæti í 1. deild í Svíþjóð næsta tímabil, en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrri leiknum um sætið. H¨acken komst í 4:1 en Einar Brekkan, sem hefur verið orðaður við Örgryte, minnkaði muninn skömmu fyrir leikslok. Gunnar Gíslason er aðstoðarþjálfari H¨acken sem lék síðast í efstu deild fyrir þremur árum. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 44 orð

Í kvöld Körfuknattleikur DHL-deildin (efsta deild karla) Ísafjörður:KFÍ - Skallagrímur20 Njarðvík:UMFN - Grindavík20 1. deild

Körfuknattleikur DHL-deildin (efsta deild karla) Ísafjörður:KFÍ - Skallagrímur20 Njarðvík:UMFN - Grindavík20 1. deild karla: Hveragerði:Hamar - Stafholtst.20 Handknattleikur Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 318 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni bikarhafa Seinni leikir í 2. umferð London, Englandi: Chelsea - Tromsö7:1Dan Petrescu 13., 86., Gianluca Vialli 24., 60., 76., Gianfranco Zola 43., Frank Leboeuf 55. vsp. - Bjorn Johansen 39. 29.363. Chelsea vann 9:4 samanlagt. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 63 orð

KNATTSPYRNAVialli með þrennu

GIANLUCA Vialli var með þrennu þegar Chelsea tók Tromsö í kennslustund á Stamford Bridge og vann 7:1 í gærkvöldi. Norska liðið vann óvænt 3:2 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða en þá gerði Vialli bæði mörk Chelsea. Tor Andre Grenersen hafði nóg að gera í marki Tromsö en hann átti ekki svar við snilldarleik ítalska framherjans. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 437 orð

KR - Tindastóll66:67

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, DHL-deildin í körfuknattleik, 6. umferð, fimmtudaginn 6. nóvember 1997: Gangur leiksins: 7:7, 15:9, 17:17, 23:23, 30:30, 37:36, 41:40, 46:46, 48:51, 48:55, 49:59, 53:61, 60:61, 62:63, 64:63, 66:65, 66:67. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 254 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Boston - Miami74:90 Detoit - Indiana87:99 Charlotte - Dallas110:103 Philadelphia - Atlanta88:93 Atlanta jafnaði besta árangur sinn í 11 ár með því að vinna fjórða leikinn í röð. Steve Smith var stigahæstur með 22 stig og Dikembe Mutombo gerði 20 og tók auk þess 16 fráköst. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 548 orð

Sigurinn einn sá sætasti á ferlinum

"ÞESSI sigur er einn sá sætasti á ferlinum," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir að Sauðkrækingar höfðu lagt KR-inga í DHL-deildinni í körfuknattleik með sigurkörfu frá Jose Maria Naranjo þegar einungis sjö sekúndur voru til leiksloka. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 310 orð

Sætur sigur hjá Haukum Haukar frá

Sætur sigur hjá Haukum Haukar frá Hafnarfirði gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Íslands- og bikarmeistara Keflvíkinga í Keflavík í gærkvöldi og hafa þeir þar með sigrað í öllum leikjum sínum í deildinni. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi þar sem sigur gat lent hvorum megin sem var. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 177 orð

Þór afgreiddur fyrir hlé Þegar leikmenn Skagamanna o

Þór afgreiddur fyrir hlé Þegar leikmenn Skagamanna og Þórs gengu til leiks að loknu leikhléi var aðeins formsatriði að ljúka leiknum. Heimamenn höfðu gersamlega yfirspilað gestina og voru 24 stigum yfir. Mestur var munurinn 32 stig eftir hlé, 70:38, en lokatölur 98:81. Meira
7. nóvember 1997 | Íþróttir | 291 orð

Þrír færeyskir leikmenn ganga til liðs við Leiftur

Einhvernveginn verðum við að bregðast við flótta knattspyrnumanna frá Íslandi," sagði Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, en félagið hefur gert samninga við þrjá færeyska knattspyrnumenn um að leika með félaginu á næstu leiktíð. Meira

Úr verinu

7. nóvember 1997 | Úr verinu | 827 orð

Fylgjum kröfu okkar af festu á leiðarenda

"KRAFA okkar er sanngjörn; sett fram af vel yfirveguðu ráði, en ekki í einhverju augnabliks skjótræði. Við munum fylgja henni af festu á leiðarenda. Sé það mat formanns LÍÚ að það sé hagstæðara fyrir eigendur þessara skipa að binda þau við bryggju fyrstu mánuði næsta árs, en að semja við okkur, Meira
7. nóvember 1997 | Úr verinu | 489 orð

Sérhagsmunatogstreitan ber heildarhagsmuni ofurliði

"MÉR finnst á það skorta að þeir þættir í sjávarútvegsstefnunni sem lúta að því að móta heildarhagsmuni íslenzku þjóðarinnar verði út undan í umræðunni. Sérhagsmunatogstreitan innbyrðis í sjávarútveginum og milli sjávarútvegsbyggðanna í landinu ber ofurliði umræðu um heildarhagsmuni," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra meðal annars á vélstjóraþingi í gær. Meira
7. nóvember 1997 | Úr verinu | 535 orð

"Ævintýraleg eignamyndun einstaklinga í útgerð"

"TENGSLIN milli þröngra sérhagsmuna atvinnurekenda, til dæmis í landbúnaði og sjávarútvegi, og stjórnkerfisins eru aldeilis óvenjulega sterk á Íslandi og eru sérkenni íslenzka stjórnkerfisins. Atvinnuvegaráðuneyti koma ekki fram sem sjálfstæðir aðilar gagn vart sérhagsmunahópum til þess að gæta hagsmuna almennings. Þau eru nánast eins og framlenging frá forystumönnum sérhagsmunahópanna sjálfra. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 582 orð

Draumurinn var að rekasjálfstæða útfararþjón-ustu og bænahús

FRÁ blautu barnsbeini hefur Ragnar Michelsen verið umkringdur blómum. Faðir hans Paul Michelsen heitinn rak um árabil blómaverslun í Hveragerði og annaðist flestar útfararskreytingar á Suðurlandi. Ragnar var aðeins tíu ára þegar hann fylgdi föður sínum heim til syrgjenda til skrafs og ráðagerða um skreytingar og annað til að gera mætti útför hins látna sem fallegasta. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 581 orð

Framtíðin er úr gerviefni og silfurlit Blómakaupmenn hittast árlega fyrir jólin, ráða ráðum sínum og spá í tískustrauma. Helga

FYRSTI sunnudagur í aðventu er eftir þrjár vikur og einhverjir farnir að huga að jólaundirbúningi, í það minnsta kaupmenn, heildsalar og kannski blaðamenn. Félag blómaverslana stóð fyrir svokölluðu jólaþemakvöldi í Mörkinni í vikunni, þar sem á annað hundrað manns úr hópi heildsala og kaupmanna báru saman bækur sínar og undirbjuggu sig fyrir komandi vertíð. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 402 orð

Hárspangirnar eru örmjóar og oft margar saman

BÖND eða spangir í hárið eru ekki nýjar undir sólinni frekar en annað tengt tískunni og áberandi er í vetur, svo sem varanlegar krullur, pinnahælar og pils sem varla ná niður fyrir lífbein. Style, lífsmáta- og tískuútgáfa The Sunday Times, gerir endurkomu hárspanganna að umtalsefni og segir ekki hafa bólað á þeim síðan ungir Bretar af yfirstétt, Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 284 orð

Hirðspákona vinahópsins

"ALLIR vilja heyra eitthvað fallegt," segir Guðríður Haraldssdóttir sem les meðal annars í tarotspil fyrir hlustendur Aðalstöðvarinnar á laugardögum. "Símatíminn kallast Nornahornið og er afar vinsæll, síminn stoppar ekki þann tíma sem færi gefst á að hringja inn. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 925 orð

Lesið í tarotspilin

Í FJÓRTÁN ár hefur Matthildur Sveinsdóttir kíkt inn í framtíð fólks, skoðað nútíðina og lesið úr fortíðinni með aðstoð tarotspila. Alls konar fólk leitar til hennar, þverskurður þjóðfélagsins segir hún, og spurningar þeirra eru af öllu tagi. Marga segir hún eiga um sárt að binda, líða illa á andlega sviðinu og vilja fá vitnesku um hvort ekki sé bjartara framundan. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1458 orð

Mamma má ég fá 27 gæludýr?

Í HÚSI nokkru við Ránargötu búa tveir litlir strákar og 27 dýr, að kuðungasniglunum undanskildum. Strákarnir eru Bjartur og Hlynur, sjö og þriggja ára, og ekki heima þegar greinarhöfund ber að garði. Mamma þeirra, Agatha, er ekki heima heldur og skilur eftir miða á hurðinni með fyrirmælum um að ganga í bæinn. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 519 orð

Pantarvarahlutigegnumalnetið

ÞÓTT tölvur og dúkkur eigi fátt sameiginlegt, handleikur Hans Árnason rafeindavirki hvoru tveggja af stakri natni og alúð. Hann viðurkennir að dúkkurnar hafi smám saman orðið sér hugleiknari, enda sé meira ögrandi að koma misöldnum og mishöldnum brúðum í samt lag á ný en að skipta um plötur í tölvum. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 65 orð

Störf sem stinga í stúf

Störf sem stinga í stúf Ef flett er af handahófi í símaskránni sést að kennarar, hjúkrunarfræðingar, iðnaðarmenn, tölvufræðingar, skrifstofu- og verslunarmenn eru á hverju strái. Valgerði Þ. Jónsdóttir langaði að hitta fólk sem hefur valið sér starfsvettvang af óvenjulegra taginu. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1309 orð

UNGVIÐI í skólaleikfimi Undir gaddavír og gegnum lítið fjall. Yfir tröllabyggð og upp í risafjall. Hanna Katrín Friðriksen og

UNGVIÐI í skólaleikfimi Undir gaddavír og gegnum lítið fjall. Yfir tröllabyggð og upp í risafjall. Hanna Katrín Friðriksen og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari, fylgdust með leikfimitímum hjá börnunum í leikskólanum Brákarborg. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1131 orð

Vílar ekki fyrir sér aðkljást við meindýr þegarbóndinn er upptekinn

ÞJÓNUSTA allan sólarhringinn. Þannig auglýsa hjónin Hafdís Unnsteinsdóttir og Steinar Egilsson fyrirtækið Meindýravarnir ehf., sem þau settu formlega á laggirnar fyrir tveimur árum. Síðan segja þau að umsvif og umfang rekstursins hafi aukist miklu meira en þau óraði fyrir. Meira
7. nóvember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 644 orð

Þjálfungeturskerptsjónina

ÞÓRUNN Guðnadóttir hefur mikinn hluta starfsævinnar unnið innan um sjónskerta. Fyrst í gleraugnaverslun, síðan sem ritari hjá Sjónstöð Íslands og undanfarið sem sjónþjálfi hjá sömu stofnun. Þórunn hefur sérmenntun í að leita eftir nýtanlegri sjón og örva hana til þess að börn sem fæðast nánast blind geti orðið eins sjálfbjarga í daglegu lífi og framast er kostur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.