Greinar föstudaginn 5. desember 1997

Forsíða

5. desember 1997 | Forsíða | 217 orð

Aðstoð sögð niðurlægjandi

EFNAHAGSAÐSTOÐ fyrir tilstilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til Suður-Kóreu var í gær aukin um sem svarar tveim milljörðum Bandaríkjadala, um 140 millljörðum ísl. kr., en margir S-Kóreubúar hafa brugðist ókvæða við aðstoðinni og þykir niðurlæging fólgin í henni. Meira
5. desember 1997 | Forsíða | 69 orð

ESB bannar tóbaksauglýsingar

HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins samþykktu í gær að setja á bann við tóbaksauglýsingum sem á að koma til framkvæmda innan sex ára, með þeirri undantekningu að tóbaksframleiðendum er gefinn átta ára frestur til að hætta að fjármagna menningarviðburði og íþróttakappleiki. Meira
5. desember 1997 | Forsíða | 350 orð

Forseti Indlands leysir upp þingið

K.R. NARAYANAN, forseti Indlands, leysti í gær upp þing landsins og og gagnrýndi forystumenn stjórnmálaflokkanna fyrir að hafa valdið stjórnarkreppu sem hafði lamað þingið í hálfan mánuð. Flokkarnir bjuggu sig undir kosningar og kjörstjórn landsins sagði að þær yrðu að öllum líkindum haldnar í lok febrúar eða byrjun mars. Meira
5. desember 1997 | Forsíða | 100 orð

Gagnrýna Japani

FULLTRÚAR Evrópusambandsins, ESB, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem haldin er í Kyoto í Japan, sendu gestgjöfum ráðstefnunnar tóninn í gær og sökuðu þá um að sýna ósanngirni í samningaviðræðum. Meira
5. desember 1997 | Forsíða | 93 orð

Hungursneyð í Nýju- Gíneu

Reuters Hungursneyð í Nýju- Gíneu HUNGURSNEYÐ í kjölfar mikilla þurrka í Indónesíu hefur kostað um 650 manns lífið og líf tuga þúsunda manna er í hættu, að sögn yfirvalda í Jayawijaya-héraði á Nýju-Gíneu. Ástandið er einnig slæmt á Papúa Nýju-Gíneu. Meira
5. desember 1997 | Forsíða | 115 orð

Sættist við Winnie

YFIRHEYRSLUR sannleiks- og sáttanefndarinnar í Suður-Afríku tóku óvænta stefnu í gær þegar Joyce Seipei, móðir 14 ára drengs sem var myrtur í Soweto í Jóhannesarborg, faðmaði og kyssti Winnie Madikizela-Mandela, sem hefur verið sökuð um að hafa fyrirskipað morðið. Meira

Fréttir

5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 319 orð

25 ára gamall dómur ógiltur

ANDREW Evans, sem var dæmdur fyrir morð á skólastúlku fyrir 25 árum, var látinn laus úr fanglsi í Bretlandi í gær eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti dóm yfir honum. Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur í Bretlandi, vann við málið árið 1994 og var skýrsla hans notuð til að fá það endurupptekið árið 1996. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Aðventukvöld Gilfélagins

AÐVENTUKVÖLD Gilfélagsins verður í kvöld, föstudagskvöldið 5. desember, kl. 21 í Deiglunni. Meðal dagskráratriða er upplestur, Kristín Bjarnadóttir og Line Marie Hansen lesa úr ljóðum Marianne Larsen, Leikfélag Akureyrar sýnir brot úr jólaleikritinu Á ferð með frú Daisy og Ásdís Skúladóttir segir frá leikritinu og kynnir leikendur. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Aðventukvöld í Akureyrarkirkju

AÐVENTUKVÖLD verður í Akureyrarkirkju á sunnudagskvöld, 7. desember og hefst það kl. 20.30. Dagskráin verður fjölbreytt, Stefán Örn Arnarson leikur á selló, helgistund verður í umsjá æskulýðsfélagins við tendrun aðventuljósanna. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóns Halldórs Finnssonar. Ræðu kvöldsins flytur Sigurður J. Sigurðsson bæjarfulltrúi. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Aðventutónleikar

BJÖRN Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, kemur fram á orgeltónleikum í kirkjunni á morgun, laugardaginn 6. desember, kl. 12. Á efnisskránni verða aðventusálmforleikir eftir Johann Sebastian Bach og fjórir þættir úr orgelsinfóníu nr. 4 í F dúr eftir Carles Marie Widor. Lesari á tónleikunum er Elín Stephensen. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 83 orð

Afmælisfundur Vatnamælinga

FUNDUR verður haldinn í dag í Borgartúni 6 í tilefni af fimmtíu ára afmæli Vatnamælinga. Tíu fyrirlesarar fjalla um þýðingu vatnamælinga fyrir ýmsa starfsemi. Meðal annars fjallar Rannveig Rist, forstjóri Ísal, um vatnamælingar og orkfrekan iðnað. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 221 orð

Allt að 1.900 kr. hækkun farseðla

ÝMIS sjónarmið eru uppi varðandi mengunarvarnir í flugi, t.d. að leggja á mengunarskatta. Í erindi á flugþingi í gær nefndi Þorgeir Pálsson flugmálastjóri að slíkir skattar gætu leitt til hækkunar fargjalda og minni fjárfestinga flugfélaga. Sem dæmi nefndi hann að skattur á fargjald á leiðinni milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar gæti numið 1.200 til 1.900 krónum hvora leið. Meira
5. desember 1997 | Miðopna | 1016 orð

Andstæður á Listahátíð

YFIRSKRIFT Listahátíðar í Reykjavík 1998 er Þar sem straumar mætast. Segir Þórunn Sigurðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar hátíðarinnar, styrk hennar fyrst og fremst felast í afgerandi andstæðum, bæði í stíl og tíma, enda sé það markmið hátíðarinnar að gera hluti sem ekki eru gerðir á hverjum degi. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Áhrif dragnótaveiða verði rannsökuð

LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar þess efnis að sjávarútvegsráðherra verði falið að láta kanna áhrif dragnótaveiða á lífríki hafsins, sérstaklega hver áhrif dragnótaveiða eru á bolfiskstofna, viðkomu þeirra og afrakstursgetu. Einnig verði kannað hvort ákveðin veiðisvæði við Ísland henti fremur til dragnótaveiða en önnur með tilliti til lífríkis á hafsbotni. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Árekstur á Hörgárbrú

TVEIR bílar rákust saman á brúnni yfir Hörgá við Arnarneshrepp í gærmorgun. Fernt var flutt á slysadeild eftir áreksturinn, en svo virðist sem hann megi rekja til gáleysis, að sögn lögreglu á Akureyri. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Ásýnd í Gallerí Svartfugli

GUÐNÝ G.H. Marinósdóttir opnar sýningu í Gallerí Svartfugli, Kaupvangsstræti 24, á morgun, laugardaginn 6. desember, og verður hún opin frá kl. 14 til 16. Yfirskrift sýningarinnar er Ásýnd og á henni eru 24 smámyndir, hugleiðingar um ásýnd landsins. Myndirnar eru unnar úr pappír með blandaðri tækni. Meira
5. desember 1997 | Smáfréttir | 34 orð

BARÐSTRENDINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með jólakvöldvöku laugardagin

BARÐSTRENDINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með jólakvöldvöku laugardaginn 6. desember kl. 20.30 í samkomusal félagsins (Konnakoti) á Hverfisgötu 105, Reykjavík. Lesið verður upp úr nýútkomnum jólabókum og sitthvað fleira verður til skemmtunar ásamt kaffi og meðlæti. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Barnagjald fellur niður

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur tekið þá ákvörðun að börn yngri en 11 ára þurfi ekki að greiða fargjald með ferjum sem njóta styrkja úr vegasjóði. Jafnframt munu börn á aldrinum 12-15 ára greiða hálft gjald. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 53 orð

Bílvelta í Þrengslum

BÍLL fór út af veginum í Þrengslum og valt á tíunda tímanum í gærmorgun. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var að sögn lögreglu á Selfossi ekki talinn mikið meiddur. Bíllinn skemmdist hinsvegar mikið og var dreginn af vettvangi. Hálka var talsverð þegar óhappið átti sér stað, að sögn lögreglu. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 54 orð

Blundur á Ben-Gurion

HANN lagði sig á bekk á Ben- Gurion-flugvelli í Ísrael í gær til þess að stytta biðina eftir flugi til Parísar. Töf stafaði af allsherjarverkfalli um 700 þúsund launþega í landinu, sem hófst í fyrradag. Félagsdómur úrskurðaði þá að verkfallið væri ólögmætt, en dómurinn var að engu hafður í gær. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Breiðband í þágu fjölmiðlafrelsis

ÁHERSLA Pósts og síma á breiðbandsvæðingu var gagnrýnd í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði að tengikostnaðurinn gæti numið 50­60 þúsund krónum á hvert heimili. Ráðherra sagði að hann og fleiri hefðu ekki barist fyrir frjálsum útvarpsrekstri í landinu á sínum tíma til þess að breyta einokun eins aðila í einokun tveggja. Meira
5. desember 1997 | Miðopna | 730 orð

Bylting í uppbyggingu dagvistar- og skólamála

SAMKVÆMT fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1998 munu skatttekjur borgarsjóðs hækka um 1.190 milljónir á næsta ári miðað við áætlaða útkomu þessa árs og verða samtals 15.890 milljónir. Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur hækki um rúman milljarð og tekjur af fasteignaskatti um 220 millj. en sérskattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði lækki um 105 millj. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Bæklingur um "Einstök börn"

EINSTÖK börn, félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma hefur gefið út bækling með upplýsingum um félagið sem nú þegar hefur verið sendur á allar heilsugæslustöðvar og apótek í landinu auk sjúkrahúsa. Meira
5. desember 1997 | Smáfréttir | 69 orð

DANTE Alighieri, ítalsk- íslenska menningarfélagið, gengst fyrir jólaf

DANTE Alighieri, ítalsk- íslenska menningarfélagið, gengst fyrir jólafagnaði í dag, föstudaginn 5. desember kl. 17­19 með ítölsku ívafi. Harmonikuleikur, jólasveinn fyrir börnin, léttar veitingar. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 487 orð

Deilt um "hvolf" og "vask-áhrif"

TVENNT var efst á baugi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Kyoto í gær, annars vegar "hvolf" og hins vegar "vask-áhrif". Þessi hugtök eru gestum Kyoto- ráðstefnunnar töm, þótt leikmönnum sé ráðgáta hvernig þau tengjast aðgerðum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, sem er yfirlýst markmið ráðstefnunnar að ná bindandi samkomulagi um. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 556 orð

Deilt um hvort sameiningin eigi að hafa áhrif á kjördæmaskipan

TÖLUVERÐAR umræður urðu á Alþingi í gær um frumvarp til laga um sameiningu Kjalarneshrepps í Kjósarsýslu og Reykjavíkurborgar, sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra mælti fyrir. Er frumvarpið lagt fram í kjölfar þess að tillaga um sameiningu sveitarfélaganna var samþykkt í báðum sveitarfélögunum í júní sl. Meira
5. desember 1997 | Landsbyggðin | 116 orð

Dýraspítali byggður á Húsavík

Húsavík-Bárður Guðmundsson, héraðsdýralæknir á Húsavík, er nú að reisa dýraspítala sem staðsettur er sunnan hesthúsahverfisins við Traðargerði og í nábýli við fjárhúsahverfið sunnan Húsavíkurlækjar sem eitt sinn var þekktur en fáir vita nú hvar er. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 174 orð

Ð3,9 stiga meðalhiti í Reykjavík

VEÐUR í nóvembermánuði var óvenjugott um mestallt landið samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Þannig var meðalhiti í Reykjavík í mánuðinum 3,9 stig sem er 2,8 stig umfram meðallag. Á öldinni hefur þó níu sinnum áður orðið heitara í mánuðinum, síðast árið 1987. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Eðvarð heiðursgestur á jólafundi Þyrils

HINN nýi sóknarprestur Akurnesinga, sr. Eðvarð Ingólfsson, og eiginkona hans, Bryndís Sigurjónsdóttir, verða heiðursgestir á jólafundi Kiwanisklúbbsins Þyrils laugardaginn 6. desember kl. 20 í Kiwanishúsinu að Vesturgötu 48. Sr. Eðvarð var settur inn í embætti síðasta sunnudag í Akraneskirkju við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 378 orð

EFTA og Kanada hefja brátt viðræður um fríverzlunarsamning

FRÍVERZLUNARSAMTÖK Evrópu, EFTA, munu í byrjun næsta árs hefja viðræður við kanadísk stjórnvöld um að komið verði á fríverzlun milli EFTA-ríkjanna og Kanada. Þetta var ákveðið á ráðherrafundi EFTA í Genf í gær. Það kemur í hlut Íslands, sem tekur við formennsku í EFTA um áramót, að stýra viðræðunum. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 40 orð

Ekið á hest

HESTUR stökk í veg fyrir bíl á Eyjafjarðarbraut eystri við Hjarðarhaga á áttunda tímanum í gærmorgun. Hesturinn slasaðist það mikið að hann varð að aflífa, bíllinn skemmdist mikið en ökumaðurinn slapp ómeiddur, að sögn lögreglu á Akureyri. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Eldur í sjónvarpi

ELDUR kviknaði í sjónvarpi í íbúð á sjöttu hæð við Snorrabraut í Reykjavík og varð talsvert tjón í einu herbergi íbúðarinnar. Vel gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu. Slökkviliðinu í Reykjavík var tilkynnt um eldinn kl. 11.07 en þá hafði öryggisfyrirtæki fengið boð frá íbúðinni. Íbúar urðu hins vegar ekki varir við eldinn fyrr en hringt var frá öryggisfyrirtækinu. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 81 orð

Eldvarnavika slökkviliðsmanna

LANDSSAMBAND slökkviliðsmanna hefur síðustu ár efnt til brunavarnaátaks um jól og áramót. Brunavarnaátakið stendur alla þessa viku undir yfirskriftinni "Eldvarnavika". Slökkviliðsmenn um land allt heimsækja grunnskóla landsins með fræðslu um eldvarnir, þ.e. 47 skóla á Reykjavíkursvæðinu og um 130 skóla á landsbyggðinni. Fræðslunni er sérstaklega beint að 3. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 252 orð

Fellt niður þar sem stefnandi mætti ekki

PÁLL Skúlason héraðsdómslögmaður sótti ekki þing í Héraðsdómi Reykjaness og boðaði ekki forföll þegar flytja átti mál sem hann hafði höfðað gegn Pétri Þór Gunnarssyni, eiganda Gallerís Borgar, fyrir hönd danskrar prestsekkju. Málið var því fellt niður með útivistardómi og var Páll dæmdur til að greiða Galleríi Borg 60 þúsund krónur í málskostnað. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 157 orð

Finnar og Svíar íhuga kaup á árásarþyrlum

Hvorki Finnar né Svíar hafa átt léttar og vopnum búnar þyrlur sem gætu tekið þátt í árásum á innrásarlið. Þörf Finna er áætluð tólf til sautján þyrlur. Um sex eða átta af þeim væru árásarþyrlur en hinar notaðar til flutninga. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 151 orð

Finnsk-íslensk guðsþjónusta í Hallgrímskirkju

FINNAR halda á laugardag upp á 80 ára afmæli sjálfstæðis landsins og hér á landi verður afmælisins minnst með finnsk-íslenskri hátíðarguðsþjónustu í Hallgrímskirkju. Verður það í fyrsta skipti, sem Finnar búsettir á Íslandi, geta heyrt predikun á finnsku. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Fjallar ekki um skattskyldu húsaleigubóta

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um húsaleigubætur á Alþingi í gær, en með því er öllum sveitarfélögum í landinu gert skylt að greiða húsaleigubætur. Ennfremur er lagt til að húsaleigubætur verði greiddar af öllu húsnæði, en hingað til hafa slíkar bætur ekki verið greiddar vegna húsnæðis í eigu ríkis og sveitarfélaga. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 255 orð

Fjallar um breska konungdæmið og framtíð þess

LAUGARDAGINN 6. desember mun breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Anthony Holden halda fyrirlestur og svara spurningum í Háskólabíói kl. 14 um breska konungdæmið eftir fráfall Díönu prinsessu. Á breska konungdæmið framtíð á nýrri öld? Verður Karl Bretaprins nokkurn tímann konungur, Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fjármagn til skólastarfs

ANNAÐ ársþing Samfoks (Samband foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi) var haldið laugardaginn 22. nóvember 1997. Þema þingsins var: Fjármagn til skólastarfs og hvernig það er nýtt. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 148 orð

Fjármögnun rannsökuð

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að hafin yrði umfangsmikil rannsókn á fjármögnun kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar 1996. Ítrekaði Reno hins vegar að ekki yrði skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka fjármögnun kosningabaráttu Bills Clintons forseta og Als Gore varaforsetam. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 218 orð

Flaugum eytt yfir N-Íshafi

RÚSSAR eyddu á miðvikudag tuttugu langdrægum eldflaugum yfir Norður-Íshafi. Fullyrða rússnesk yfirvöld að engin hætta eða skaði hljótist af því en norsku umhverfisverndarsamtökin Bellona eru á öðru máli, að því er segir í Aftenposten. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 162 orð

Fleiri skjálftar en síðustu ár

JARÐSKJÁLFTAVIRKNI undir Mýrdalsjökli hefur verið meiri frá því í haust heldur en á sama tíma undanfarin fimm ár. Skjálftarnir eru í flestum tilvikum fjarri Kötlu og að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings hafa þeir ekki náð hættumörkum. "Ís og snjófarg léttist fram eftir hausti á hverju ári og fer ekki að þyngjast aftur fyrr en fer að nálgast desember. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 149 orð

Forseti Mexíkó boðar herferð gegn glæpum

ERNESTO Zedillo, forseti Mexíkó, hvatti í gær til þjóðarherferðar gegn glæpum og ofbeldi í landinu og boðaði aðgerðir til að stemma stigu við lögbrotum og uppræta spillingu í lögreglunni. Forsetinn kynnti tillögur í átta liðum um aðgerðir gegn glæpum í sérstöku útvarpsávarpi til þjóðarinnar. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Framboðsfrestur fjórar vikur

FRAMBOÐSLISTA til sveitarstjórnarkosninga skal skila inn fjórum vikum fyrir kosningar samkvæmt sveitarstjórnarlögum en ekki 15 dögum fyrir kosningar eins og á við þegar kosið er til Alþingis. Að sögn Sesselju Árnadóttur í félgasmálaráðuneytinu liggur fyrir Alþingi breyting á lögunum, sem felur í sér að skila skuli inn listum þremur vikum fyrir kosningar. Meira
5. desember 1997 | Landsbyggðin | 396 orð

Frá geirfuglsnefjum til báta

STOFNAÐ hefur verið einkahlutafélag um rekstur trefjaplastverksmiðju í Vík í Mýrdal. Aðstandendur verksmiðjunnar vonast til að hún verði lyftistöng fyrir atvinnulífið í plássinu. Víkurplast ehf. verður með starfsemi sína í sláturhúsi SS sem staðið hefur ónotað í Vík í nokkur ár. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fundur Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Sameining Kjalarneshrepps og Reykjavíkurborgar. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 2. Húsaleigubætur. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Lögskráning sjómanna. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 4. Virðisaukaskattur. 2. umr. (Atkvgr.) 5. Hlutafélög. Frh. 2. umr. (Atkvgr.) 6. Einkahlutafélög. Frh. 2. umr. (Atkvgr. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 120 orð

Fyrsti dómur Hafréttardómstóls

ALÞJÓÐLEGI hafréttardómurinn í Hamborg dæmdi í gær í fyrsta máli sínu. Málið var höfðað af hálfu St. Vincent og Grenadine- eyja í Karíbahafi gegn Vestur-Afríkuríkinu Gíneu vegna töku olíuskips, sem skráð er á eyjunum, úti fyrir strönd Afríkuríkisins. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Gegnum holt og hæðir

SIGRÍÐUR Helga Hauksdóttir opnar sýningu á Kaffi Karólínu í dag, laugardaginn 6. desember. Yfirskrift sýningarinnar er "Gegnum holt og hæðir," en á henni sýnir Sigríður reykbrenndar leirmyndir. Sigríður Helga lauk námi í þrívíddarfjölgreinahönnun frá Brunell- háskóla í Bretlandi vorið 1996 og er þetta önnur einkasýning hennar. Sýningin sem er sölusýning stendur fram yfir áramót. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Hafnaði á stúkunni

MANNLAUS fólksbíll rann aftur á bak niður Brekkugötu á Akureyri, beygði inn á lóð Akureyrarvallar, rann þar í gegnum girðingu og hafnaði á vallarstúkunni. Óhappið varð í hádeginu í gær. Afturendi bílsins fór í gegnum rúðu á skrifstofu vallarstjóra í stúkunni og rigndi glerbrotum yfir alla skrifstofuna sem var mannlaus. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er mikið skemmdur. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 132 orð

Hátíðarfundur Parkinsonsamtakanna

FJÓRTÁNDI hátíðarfundur Parkinsonsamtakanna á Íslandi verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. desember, klukkan 12 á hádegi í Víkingasal Hótels Loftleiða. Meðal skemmtiatriða verða gamansögur og gamanmál, ungur einleikari, tríó og kvartett. Félagsmenn, gestir og aðrir velunnarar Parkinsonsamtakanna eru velkomnir. Tilkynna þarf þátttöku milli kl. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Hlaut sænsk málræktarverðlaun

SÆNSKA Læknafélagið hefur veitt Erni Bjarnasyni yfirlækni málræktarverðlaun að tillögu orðanefndar þess. Um er að ræða heiðursverðlaun Fræðafélags sænskra lækna, og nema þau 15 þúsund sænskum krónum (150 þúsund ISK). Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hrafnista fékk viðurkenningu Þroskahjálpar

HRAFNISTA í Reykjavík varð fyrir valinu þegar viðurkenning Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir mikilsvert framlag að atvinnumálum fatlaðra var veitt á alþjóðlegum degi fatlaðra á miðvikudag. Þetta er fimmta árið í röð sem Þroskahjálp veitir slíka viðurkenningu en að sögn Friðriks Sigurðssonar, framkvæmdastjóra landssamtakanna, Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 103 orð

Hringurinn fékk 100 þúsund krónur

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir tendraði 30. nóvember sl. ljósin á jólatré Kringlunnar. Við það tækifæri afhenti Erla Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, Elísabetu Hermannsdóttur frá Barnaspítala Hringsins það fé sem safnast hefur í gosbrunna Kringlunnar á árinu en þeir renna í byggingarsjóð spítalans. Var upphæðin 100 þúsund krónur. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 207 orð

Hvetur til aðhalds í ríkisútgjöldum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands Íslands hvetur til aukins sparnaðar í opinberum rekstri í samræmi við yfirlýsingu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Með slíkum aðgerðum væri hægt að komast hjá hækkun vaxta, sem VSÍ telur afar mikilvægt. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 57 orð

Hækkun um 1,2 milljarða

FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar, sem var til umræðu í borgarstjórn í gær, gerir ráð fyrir að tekjur borgarsjóðs hækki um 1.190 milljónir og rekstrargjöld um 1.235 milljónir frá áætlun þessa árs. Áætlað er að launakostnaður borgarinnar hækki á næsta ári um 700 milljónir. Reiknað er með að útsvarstekjur hækki um 1.075 milljónir, m.a. vegna launahækkana. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 342 orð

Ísland gæti þakizt jökli

VÍSINDAMENN á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Kyoto lögðu í gær fram nýjasta mat sitt á hættunni sem stafar af upphitun lofthjúpsins. Vöruðu þeir við því að ef ekki yrði dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið mundi það leiða til alvarlegri breytinga á loftslagi um alla jörðina en nokkur dæmi væru um í mannkynssögunni. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

JÓLAHAPPDRÆTTI Krabbameinsfélagsins er helsta fjáröflunarleið félagsins, m.a. er fræðslustarf félagsins að miklu leyti fjármagnað með happdrættinu. "Í jólahappdrættinu fá konur heimsendan miða en í sumarhappdrættinu karlar. Vinningar eru 156 talsins að verðmæti 18,2 milljónir kr. Aðalvinningurinn er Audi A3 bifreið frá Heklu hf. að verðmæti 1,8 millj. kr. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 36 orð

Jólahlaðborð

NORRÆNA Félagið á Akureyri heldur "jolefrokost" á morgun, laugardaginn 6. desember kl. 17 á Hótel Akureyri. Boðið verður upp á jólahlaðborð og skemmtiatriði. Nánari upplýsingar fást hjá formanni félagsins, Alice Zackrisson, eða á Hótel Akureyri. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 72 orð

Jólahlaðborð Veislusmiðjunnar

"VEISLUSMIÐJAN mun standa fyrir jólahlaðborði og dansleik laugardagna 6. og 13. desember í Veislusalnum Glæsibæ (Danshúsinu Glæsibæ). Hljómsveitin Upplyfting ásamt Ara Jónssyni mun halda uppi fjörinu til klukkan þrjú um nóttina. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 100 orð

Jólakaffi Hringsins

HIÐ árlega jólakaffi Hringsins verður á Hótel Íslandi sunnudaginn 7. desember og hefst kl. 13.30. Hringurinn hefur safnað fé til styrktar Barnaspítalanum um áratuga skeið. Almenningur hefur sýnt félaginu mikinn áhuga og tekið þátt í því að bæta þjónustu við þá sem þurfa á barnaspítala að halda. Jólakaffið er einn þátturinn í fjáröflun fyrir Barnaspítalann. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Jólakort Íþróttasambands fatlaðra

HIÐ árlega jólakort Íþróttasambands fatlaðra, sem gefið er út til styrktar íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi, er nú komið út og eins og venja er fá aðildarfélögin 1.000 kort sem gjöf frá ÍF til fjáröflunar. Að öðru leyti greiða félögin kostnaðargjald fyrir þann umframfjölda af kortunum sem þau óska eftir. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

Jólamarkaður á Ingólfstorgi

JÓLAMARKAÐUR verður nú opnaður í fyrsta sinn á Ingólfstorgi laugardaginn 6. desember. Á boðstólum verða fallegar jólavörur unnar af íslensku handverksfólki. Einnig verða seldir heitir drykkir o.fl. Með þessu er verið að skapa sanna jólastemmingu í miðborginni eins og tíðkast oft í borgum Evrópu, segir í fréttatilkynningu. Markaðurinn verður opinn laugardaga kl. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 58 orð

Jólasúkkulaðið svíkur engan

ÞAU tóku forskot á sæluna, börnin í 1.­4. bekk heilsdagsskólans í Hvassaleiti, og brugðu sér á veitingahúsið Lækjarbrekku ásamt kennurum sínum. Erindið var að fá sér sopa af gómsætu jólasúkkulaði með rjóma ­ og svo sporðrenndu þau auðvitað nokkrum kökum um leið. Jólaljósin allt í kring gerðu sitt til að auka enn frekar á jólastemmninguna. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 78 orð

Jólasýning Árbæjarsafns

Í ÁR gefst gestum Árbæjarsafns kostur á að sjá nýja leikfangasýningu safnsins "Fyrr var oft í káti kátt..." á árlegri jólasýningu safnsins sunnudagana 7. og 14. desember frá kl. 13­17. Þá verður einnig hefðbundið jólahald í gamla Árbænum, búin til tólgarkerti, skorið út í laufabrauð og sýndur jólaundirbúningur á baðstofulofti. Messa verður í gömlu safnkirkjunni frá Silfrastöðum kl. 14. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 75 orð

Jólasýning í Laugardalshöll

FIMLEIKASAMBAND Íslands heldur jólasýningu í Laugardalshöll sunnudaginn 7. desember kl. 14. Sýningin nefnist Desember. Þar koma m.a. fram: Stjörnur, Norðurljós, snjókorn, húsmæður við jólaundirbúning, dansandi jólatré, jólapakkar og jólabjöllur. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 92 orð

Kommúnistar hafna fjárlögum

KOMMÚNISTAR ákváðu í gær að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi rússnesku ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram í neðri deild þingsins, Dúmunni, í dag. Óvíst er hvort frumvarpið nær fram að ganga þar sem kommúnistar eru stærsti flokkurinn á þingi. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 2047 orð

Kreppan í Asíu teygir anga sína til norðurs

EFNAHAGSKREPPAN í Tælandi og gjaldeyrishrun í Malaysíu, Indónesíu, Filippseyjum og Hong Kong, hafa á undanförnum vikum og mánuðum orsakað óróa á mörkuðum um allan heim. Nú síðast bættist Suður-Kórea í hóp þeirra Asíuríkja sem þurft hafa að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF)auk þess sem talið er að mörg japönsk fjármálafyrirtæki rói lífróður. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 79 orð

Kveikt á jólatrénu á Garðatorgi í Garðabæ

KVEIKT verður á jólatrénu á Garðatorgi laugardaginn 6. desember kl. 16. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl. 15.45. Formaður Norræna félagsins í Garðabæ, Stefán Veturliðason, býður gesti velkomna og fulltrúi frá norska sendiráðinu afhendir tréð og tendrar ljósin. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 112 orð

Landssambandið gegn áfengisbölinu

MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun fulltrúaráðsfundar Landssambandsins gegn áfengisbölinu þar sem segir m.a.: "Fulltrúaráðsfundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu, mánudaginn 24. nóvember 1997, átelur harðlega birtingu auglýsinga hér og þar frá framleiðendum og seljendum áfengis, þar sem fólk er beint og óbeint hvatt til kaupa neyslu áfengis. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 64 orð

LEIÐRÉTT Rangt nafn li

Í GREIN blaðsins um jólaplötu Óskar Óskarsdóttur var rangt farið með nafn listamannsins sem málaði myndina á umslagi plötunnar. Rétt nafn er Steingrímur Eyfjörð og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 425 orð

Margt áunnist en verkefni eru ennþá nægileg

STARFSHÓPUR á vegum félagsmálaráðuneytisins vinnur nú að ítarlegri úttekt á aðstöðu fatlaðra og er niðurstöðu þeirrar vinnu að vænta um áramót. Þetta kom m.a. fram í máli félagsmálaráðherra, Páls Péturssonar, á Alþingi í gær, en þá fóru fram umræður um málefni fatlaðra og reglur Sameinuðu þjóðanna, frá árinu 1992, sem tryggja eiga jafna þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 356 orð

Meðfæddir hjartagallar algengari meðal tvíbura

ÍSLENSK rannsókn bendir til þess að meðfæddir hjartagallar séu algengari meðal tvíbura en annarra barna og að nýgengi hjartagalla hafi aukist verulega á síðustu árum eftir að glasafrjóvganir hófust hér á landi. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

MESSUR

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morgun, laugardaginn 6. desember og kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju kl. 21 á sunnudagskvöld, 7. desember. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður annan sunnudag í aðventu, 7. desember, kl. 11 í Möðruvallakirkju í umsjá Berthu, Söru og Torfa. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 205 orð

Netanyahu og Albright funda

BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mun hitta Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í París í dag. Netanyahu mun þó ekki geta kynnt henni nýja áætlun um brottflutning ísraelskra hersveita frá hernumdu svæðunum þar sem ríkisstjórn hans hefur ekki getað komið sér saman um áætlun þar að lútandi. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 201 orð

Nýr meirihluti tekinn við í Ísafjarðarbæ

Nýr meirihluti tekinn við í Ísafjarðarbæ Skipta með sér starfi bæjarstjóra Ísafirði. Morgunblaðið. NÝR meirihluti tók við völdum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í gær. Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 286 orð

Nýtt gámasvæði tekið í notkun við Réttarhvamm

NÝTT gámasvæði var tekið í notkun við Réttarhvamm á Akureyri í gær. Svæðið er um það bil 3.300 fermetrar að stærð og innan tveggja metra hárrar girðingar. Þar eru tvær upphækkaðar brautir þar sem hægt er að koma fyrir 6 gámum við hvora braut auk þess sem gæsluhús er á svæðinu, en það verður vaktað. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 36 orð

Ný umferðarljós

KVEIKT verður á nýjum umferðarljósum á mótum Kleppsmýrarvegar-Skútuvogar og Súðarvogar í Reykjavík laugardaginn 6. desember kl. 9. Til að minna ökumenn á hin nýju umferðarljós verða þau látin blikka gulu fram að þeim tíma. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Opið hús hjá Lykilhótel Cabin

LYKILHÓTEL Cabin við Borgartún 32 hefur nú verið starfrækt í hálft ár. "Í því tilefni verður "opið hús" helgina 6. og 7. desember nk. kl. 13­16 báða dagana. Þá gefst öllum sem hafa áhuga kostur á að skoða þetta hótel og kynna sér í hverju það er frábrugðið og hvað það hefur að bjóða," segir í fréttatilkynningu. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 693 orð

Óheiðarleg og óboðleg vinnubrögð

HUGI Ólafsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir tímaritið Geographical, rit konunglega breska landfræðifélagsins, hafa rangt eftir sér í grein um náttúruvernd á Íslandi sem birt er í nóvemberhefti tímaritsins. Hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðakonu Geographical og hefur krafist þess að blaðið leiðrétti rangfærslur. Meira
5. desember 1997 | Smáfréttir | 38 orð

PRÉDIKARINN Charles MacDonald frá Bandaríkjunum er staddur hér

PRÉDIKARINN Charles MacDonald frá Bandaríkjunum er staddur hér á landi á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Ómega. Hann verður með fjórar vakningarsamkomur í Bíósal Hótels Loftleiða laugardaginn 6. desember kl. 11.00 og kl. 20.00 og sunnudaginn 7. desember kl. 11.00 og 17.00. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 328 orð

Rannsakað verði hvort skattstofur misbeiti valdi

RÍKISSKATTSTJÓRI hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að rannsakað verði hvort ásakanir um misbeitingu valds skattstjóra á landinu eða embættis ríkisskattstjóra eigi við rök að styðjast. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 148 orð

Réttað í fjórða máli vegna umgengnisréttar

RÉTTARHÖLD hófust yfir Halim Al í sakadómi í Istanbúl í gærmorgun. Þar var tekið til meðferðar í fjórða sinn fjórða málið sem höfðað hefur verið á hendur honum vegna brota á umgengnisrétti Sophiu Hansen við dætur þeirra. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Risafroskar í Kópavogi

ÞEIR eru nýkomnir úr þriggja vikna sóttkví, þessir risafroskar sem nú eru loks komnir í ný heimkynni í gæludýraversluninni Fisko í Kópavogi. Sigursteinn Ívar Þorsteinsson, starfsmaður verslunarinnar, segir að þeir séu óðum að jafna sig eftir ferðalagið og einangrunina. Meira
5. desember 1997 | Miðopna | 818 orð

R-listinn beitir bókhaldsblekkingum

ÁRNI Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, að áætlunin væri síðasta tækifærið sem R-listinn hefði til að standa við þau loforð sem gefin voru í upphafi kjörtímabilsins. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 269 orð

Ræða myndun starfsstjórnar í Tékklandi

VACLAV Klaus, sem sagði af sér sem forsætisráðherra Tékklands um helgina, tilkynnti í gær að fulltrúar flokks hans, Borgaralega lýðræðisflokksins (ODS), myndi í dag funda með talsmönnum samstarfsflokka ODS í ríkisstjórninni um myndun nýrrar stjórnar, Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 311 orð

Saksóknari vill taka Palme-málið upp á ný

SÆNSKI ríkissaksóknarinn boðar í dag til blaðamannafundar, þar sem búist er við að hann tilkynni að hann fari þess á leit við Hæstarétt að Christer Pettersson, sem áður hefur verið grunaður um morðið á Olof Palme, verði leiddur fyrir dóm í þriðja sinn, því nýjar vísbendingar hafi komið fram í málinu. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 312 orð

Sala nautakjöts á beini bönnuð í Bretlandi

BREZK stjórnvöld viðurkenndu í gær að kúariðufárið svokallaða gæti enzt fram á næstu öld, en í fyrradag tilkynntu þau um bann við sölu nautakjöts á beini eftir að niðurstöður vísindarannsókna bentu til þess að smitið sem veldur kúariðu og hliðstæðu hennar í mönnum, Creutzfeldt-Jakob-veikinni, geti borizt í gegnum mænu og beinmerg nautgripa. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 544 orð

Segir sakargiftir "fáránlegan tilbúning"

WINNIE Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkona Nelsons Mandela, forseta Suður-Afríku, kvaðst saklaus af öllum ásökunum um morð og barsmíðar á ungum blökkumönnum þegar hún kom fyrir sannleiks- og sáttanefndina svokölluðu í gær. Hún lýsti sakargiftunum sem "fáránlegum tilbúningi" og lið í ófrægingarherferð gegn sér. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 537 orð

Segja engin merki um líf í ALH84001

HARÐAR deilur spruttu upp nú í vikunni um hvort lítill loftsteinn er fannst á Suðurskautslandinu hafi að geyma vísbendingar um að líf hafi verið á Mars í fyrndinni. Vísindamennirnir sem fundu steininn segjast hafa sannað að í honum sé ekki að finna nein merki um líf, en rannsóknarmenn Johnson geimvísindastofnunina og Stanfordháskóla, sem í fyrra kváðust hafa fundið örveruleifar í steininum, Meira
5. desember 1997 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGUM Jóns Laxdals Halldórssonar og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri lýkur um helgina. Sýningunni hefur verið afar vel tekið og hún verið vel sótt. Listasafnið á Akureyri er opið um helgina frá kl. 14 til 18. Meira
5. desember 1997 | Landsbyggðin | 507 orð

Skagfirðingar áhugasamir um stóriðju

Sauðárkróki-Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að íbúar á Sauðárkróki hafa einna mestar áhyggjur allra landsmanna af atvinnumálum, atvinnuöryggi og tekjumöguleikum sínum, og kom þetta berlega í ljós á fundi sem boðað var til á vegum Stefáns Guðmundssonar alþingismanns, með Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra á Kaffi Króki á þriðjudagskvöldið. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Skerpukjöt á færeyska vísu

Laxamýri-"Það verður gott skerpukjötið í ár," segir Alice Gestsdóttir í Skógarhlíð, S- Þing., sem er að vitja um kjötið í hjallinum ásamt manni sínum Birni Ófeigi Jónssyni. Alice, sem er færeyskrar ættar, heldur þeim forna sið að verka skerpukjöt. Hún notar aðallega lambaframparta þegar aðrir vilja helst gamla hrúta. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 447 orð

Skilar inn lækningaleyfi og segir sig úr LÍ

ESRA S. Pétursson lýsti því yfir í gær að hann sæi nú að það orkaði tvímælis að greina frá bakgrunni barnsmóður sinnar með þeim hætti sem gert væri í endurminningum hans. Hann hefði ákveðið að skila inn lækningaleyfi sínu og segja sig úr Læknafélagi Íslands. Ólafur Ólafsson landlæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að Esra verði sviptur lækningaleyfi. Meira
5. desember 1997 | Smáfréttir | 38 orð

SNIGLABANDIÐ kynnir geisladiskinn Ágúst kemur klukkan tv

SNIGLABANDIÐ kynnir geisladiskinn Ágúst kemur klukkan tvö í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar laugardaginn 6. desember kl. 16­18. Geisladiskurinn verður til sölu í versluninni þennan dag en diskurinn er kominn í verslanir og sjá hljómplötuverslanir Skífunnar um dreifingu á honum. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 68 orð

Spil með galdrakarlinum frá Oz

KOMIÐ er á markaðinn spil frá útgáfufyrirtækinu Ravensburger, Galdrakarlinn frá Oz. Spilið er fyrir 2­4 þátttakendum frá 7 ára aldri og fylgja leiðbeiningar á íslensku. "Gefst nú unnendum ævintýrisins kostur á að viðhalda kynnum sínum við Galdrakarlinn og aðrar persónur ævintýrisins, Dóróteu, Pjátra viðarhöggvara, fuglahræðuna og huglausa ljónið," segir í fréttatilkynningu. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 143 orð

Starfsheitið sálfræðingur er lögverndað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftifarandi í tilefni af skrifum sem orðið hafa um ævisögu Esra Péturssonar, "Sálumessu syndara". "Í umfjöllun um bókina hefur Esra nokkrum sinnum verið kallaður sálfræðingur bæði í blöðum og manna á meðal. Við viljum því taka eftirfarindi fram: Starfsheitið sálfræðingur er lögverndað og Esra Pétursson er ekki sálfræðingur og hefur aldrei verið sálfræðingur. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 258 orð

Stefnumótun í fjarkönnun á Íslandi

NEFND um stefnumótun í fjarkönnun á Íslandi hefur skilað greinargerð og tillögum sínum til Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra, en hann skipaði nefndina í desember 1996. Með fjarkönnun er átt við mælingu á geislun frá yfirborði og lofthjúpi jarðar með flugvél eða gervitungli, úrvinnslu mæligagna og myndræna framsetningu þeirra. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 124 orð

Sterkir andstæðingar í HM í skák

ÍSLENSKU skákmennirnir þrír, sem keppa á heimsmeistaramótinu í skák í næstu viku, lenda allir gegn sterkum andstæðingum í fyrstu umferð. Um 100 skákmenn víðsvegar að úr heiminum keppa á mótinu. Fyrstu sex umferðirnar eru útsláttur þannig að þeir skákmenn sem vinna viðureignir sínar komast áfram en hinir eru úr leik. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 185 orð

Styður starfsemi Íþróttasambands fatlaðra

NÚ nýlega undirrituðu Íþróttasamband fatlaðra og Ásgeir Sigurðsson ehf. nýjan samning um stuðning fyrirtækisins við undirbúning og þátttöku fatlaðs íslensks íþróttafólks í Ólympíumóti fatlaðra í Sydney árið 2000. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 125 orð

Svíþjóðarheimsókn lokið

ÞRIGGJA daga opinberri heimsókn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta til Svíþjóðar lauk í gær með því að hann og eiginkona hans, Naína, lögðu blóm á leiði Olofs Palme forsætisráðherra sem var myrtur fyrir rúmum ellefu árum. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 243 orð

Sýkna af sakargiftum vegna fóstureyðingar

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm yfir lækni, sem framkvæmdi fóstureyðingu á konu eftir að hún hafði fengið synjun úrskurðarnefndar á Landspítala. Árið 1995 fór kona fram á við félagsráðgjafa og lækni á kvennadeild Landspítalans, að henni yrði heimilað að gangast undir fóstureyðingu. Aðalástæðan var sú að óvissa var um faðerni og umsóknin borin fram vegna félagslegra aðstæðna. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 231 orð

Sýknaður af ákæru um ærumeiðingar

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að sýkna Hrafn Jökulsson, fyrrverandi ritstjóra Alþýðublaðsins, af ákæru um að hafa meitt æru Haralds Johannessens, fyrrverandi fangelsismálastjóra ríkisins, eða borið hann aðdróttun sem leitt gæti til hnekkis fyrir Harald. Málshöfðunin átti rætur að rekja til greinar sem Hrafn skrifaði í Alþýðublaðið í mars 1996. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 247 orð

Sænska þingið samþykkir að bíða með EMU-aðild

SÆNSKA þingið ræddi í gær aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og tók eins og búist var við þá ákvörðun að Svíar gerðust ekki aðilar frá byrjun. Við umræðurnar sagði Carl B. Hamilton, formælandi Þjóðarflokksins, að sænskir húseigendur ættu eftir að finna fyrir því að húsnæðislán þeirra yrðu dýrari en ella, meðan Svíar væru utan EMU. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 331 orð

Sænski Hægriflokkurinn tapar fylgi

Sænski Hægriflokkurinn tapar fylgi Jafnaðarmannaflokkurinn vinnur á Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKI Hægriflokkurinn undir forystu Carls Bildts, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur dalað í skoðanakönnunum, meðan Jafnaðarmannaflokkur Görans Perssons forsætisráðherra hefur unnið á. Meira
5. desember 1997 | Landsbyggðin | 237 orð

Söngvaka á Patreksfirði

Patreksfirði-Söngvaka var haldin í félagsheimilinu á Patreksfirði 30. nóvember sl. Það var sönghópur sem kallar sig Farfugla sem stóð fyrir vökunni. í hópnum er fólk á aldrinum 21­67 ára og var ekki annað að sjá en að það gengi vel þrátt fyrir aldursmuninn. Leikið var undir á harmoníku og gítar. Á dagskrá voru dægurlög frá árunum 1940­55. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 66 orð

Taka þátt í prófkjöri á vegum Kvennalistans

UPPSTILLINGARNEFND Kvennalistans í Reykjavík vegna prófkjörs R-listans 1998 hefur tilkynnt um þátttakendur í prófkjörinu og eru það eftirtaldar: Drífa Snædal, formaður Iðnnemasambands Íslands, Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarkona, Kristín Blöndal myndlistarkona, Ragnhildur Helgadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Sólveig Jónasdóttir, Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 315 orð

Tuttugu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær fimmtugan mann, Franklín Kristin Steiner, í 20 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í 25 mánaða fangelsi, en mildun Hæstaréttar byggist m.a. á því að við endurvigtun amfetamíns reyndist minna af því en ákært var fyrir og óvissa ríkti um styrkleika hluta efnisins. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 395 orð

Um þriðjungur Íslendinga hefur ekið undir áhrifum

TRYGGINGAFÉLÖGIN Sjóvá-Almennar og Vátryggingafélag Íslands (VÍS) greindu í gær frá því að í desember stæðu þau fyrir sérstakri herferð gegn ölvunarakstri. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í bílskýli slökkviliðsstöðvarinnar í Reykjavík í gær, voru kynntar niðurstöður könnunar Gallup, þar sem kom fram að 32,2% aðspurðra höfðu einhvern tíma ekið undir áhrifum áfengis og 34, Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 508 orð

Úrbóta þörf á sviði endurhæfingar, hjálpartækja og ráðgjafar

AUGNLÆKNAÞJÓNUSTA hér á landi er til fyrirmyndar og árangur íslenskra augnlækna, einkum á sviði forvarna, er með því besta sem gerist í heiminum. Þróun hefur verið jákvæð hvað varðar endurhæfingu, hjálpartæki og ráðgjöf blindra og sjónskertra, en enn skortir þó mikið á að Íslendingar standi framarlega á þessum sviðum. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 211 orð

Vara við leysibendum

GEISLAVARNIR ríkisins hafa sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við gáleysislegri notkun svokallaðra leysibenda. Leysibendar eru lítil áhöld með leysilampa sem sendir frá sér sterkan rauðan ljósgeisla og eru einkum ætlaðir fyrirlesurum, kennurum og öðrum sem þurfa að beina athygli að atriðum á töflu eða tjaldi. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 200 orð

Verk Errós og Danadrottningar á Listahátíð

EINN af helstu viðburðum Listahátíðar í Reykjavík 1998 verður sýning á verkum úr Errósafni í Hafnarhúsinu. Er opnun sýningarinnar fyrsti dagskrárliður hátíðarinnar en við sama tækifæri verður fyrsti hluti Hafnarhússins formlega tekinn í notkun. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 776 orð

Viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi

HUGSANLEGT er að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum dragi til baka í dag uppsögn á kauptryggingarsamningi um 200 starfsmanna fyrirtækisins. Sighvatur Bjarnason framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið eigi í viðræðum um kaup á erlendu hráefni og samhliða væri reynt að ganga frá samningum um sölu á afurðunum. Ef þetta takist verði uppsagnirnar dregnar til baka. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 218 orð

Viðurkenningar Sjálfsbjargar fyrir gott aðgengi

SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, hélt upp á alþjóðlegan dag fatlaðra á miðvikudag með því að veita viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra og taka út lyftu sem nýlega var sett upp í húsnæði umhverfisráðuneytisins við Vonarstræti. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 172 orð

Vill viðræður við alla nema Slóvakíu

EVRÓPUÞINGIÐ hefur ályktað að strax á næsta ári skuli Evrópusambandið hefja aðildarviðræður við níu af tíu ríkjum Austur-Evrópu, sem sækjast eftir aðild að sambandinu. Þingið vill eingöngu hafa Slóvakíu útundan. Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt til að aðeins verði rætt við fimm ríki í fyrstu lotu. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 700 orð

Vinnan á ekki að ganga óeðlilega á heilsuna

Nefnd um málefni heilsuverndar starfsmanna efnir til opins kynningarfundar í Ársal Hótels Sögu í dag klukkan 13. Gestur fundarins verður Thorkil Baungaard framkvæmdastjóri í ráðgjafarfyrirtækinu BST Storkøbenhavn a/s í Kaupmannahöfn. Fyrirtækið veitir ráðgjöf um vinnuumhverfi og ytra umhverfi fyrirtækja og annast heilsuvernd starfsmanna í um 1.100 fyrirtækjum í Kaupmannahöfn. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 54 orð

Vinningshafar í happdrætti Sjálfsbjargar

DREGIÐ hefur verið í listaverkahappdrætti Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Eftirfarandi númer voru dregin út: 2652, 665, 1367, 1365, 2763, 1467, 1314, 385, 1302, 1584, 423, 2491, 552, 2261, 2345, 1881, 1140, 2703, 2240, 2795, 363, 116, 1566, 1740, 87, 826, 1229, 527, 1715, 1692, 2008, 934, 2075, 19, 1661 og 689. Meira
5. desember 1997 | Innlendar fréttir | 249 orð

Vistvænt fé í Meðallandi

"VIÐ vigtum féð einu sinni á ári, aðallega til að fylgjast með fóðrun en einnig til að vita hvort allt hafi heimst," sagði Bjarni Runólfsson bóndi þegar blaðamenn litu inn í fjárhúsin í Bakkakoti I í Meðallandi. Þar voru bræðurnir Bjarni og Guðni að ljúka við að vigta féð og skrá niðurstöðurnar í fjárbók. Meira
5. desember 1997 | Erlendar fréttir | 329 orð

(fyrirsögn vantar)

RÚSSNESK stjórnvöld fullyrtu í gær að áhyggjur Bandaríkjamanna af öryggi kjarnorkuvopnabúra Rússa væru með öllu óþarfar. Hins vegar væri þörf á hertri gæslu á hefðbundnum vopnum, því í ljós hafi komið að hermenn höfðu tekið upp á því að selja eldflaugar. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafði látið í ljósi áhyggjur af því að kjarnorkuvopnum kynni að verða stolið í Rússlandi vegna slakrar gæslu. Meira

Ritstjórnargreinar

5. desember 1997 | Staksteinar | 336 orð

»Er hagkerfið að ofhitna? "MARGT bendir til þess að framleiðslugeta hagkerfisi

"MARGT bendir til þess að framleiðslugeta hagkerfisins sé nú nýtt til hins ýtrasta. Innlendir kostnaðarþættir hækka hraðar í verði en erlendir sem endurspeglast í versnandi samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja. Stærsta hluta hækkananna hafa fyrirtækin tekið á sig með því að skerða hagnað. Öðru hafa þau velt út í verðlagið." Meira
5. desember 1997 | Leiðarar | 592 orð

GERT UPP VIÐ FORTÍÐINA FIRHEYRSLUR Sannleiks- og sáttanefnd

GERT UPP VIÐ FORTÍÐINA FIRHEYRSLUR Sannleiks- og sáttanefndarinnar í Suður-Afríku í máli Winnie Madikizela-Mandela, fyrrverandi eiginkonu Nelsons Mandela forseta, hafa staðið í rúma viku. Hún hefur verið bendluð við sex morð, þar á meðal á 14 ára dreng, Stompie Seipei. Meira

Menning

5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 166 orð

47 ára aldursmunur

ÞRÁTT fyrir 47 ára aldursmun ætlar leikarinn Anthony Quinn, sem er orðinn 82 ára, að ganga í það heilaga með Kathy Bevin, sem er 35 ára, næstkomandi sunnudag. Hún er fyrrverandi einkaritari hans og eiga þau tvö börn saman. "Þetta verður glæsiveisla," segir lögfræðingur hans í samtali við USA Today. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 48 orð

ART­HÚN á aðventu

SJÖ listakonur í gallerí ART­ HÚN, Stangarhyl 7, bjóða í opið hús á aðventu laugardaginn 6. desember frá kl. 13­18. Gestum gefst tækifæri til að skoða vinnustofur listakvennanna og skoða listmuni í sýningarsal gallerísins. ART­HÚN verður opið alla daga frá kl. 12­18 nema sunnudaga í desember. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 57 orð

BAKKABRÆÐUR er um þá bræður Gísla

BAKKABRÆÐUR er um þá bræður Gísla, Eirík og Helga sem kenndir eru við bæinn Bakka í Fljótum. Í kynningu segir: "Í bókinni er að finna sögur sem ekki hafa áður birst í bókum um Bakkabræður auk annarra þekktari sagna af heimskupörum þeirra." Útgefandi er Mál og mynd. Bókin er ríkulega skreytt með vatnslitamyndum Kristínar Arngrímsdóttur. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 422 orð

Bernskuslóð

Á bárunnar bláu slóð. Eftir Guðjón Sveinsson. Prentverk: Héraðsprent s.f. Útgefandi: Mánabergsútgáfan 1997, ­ 293 síður. DANÍEL Bjarnason í Valdabæ er orðinn 13 ára snáði, og enn eru örlög að glettast við hann. Þið munið, að brjálæði stríðsóðra manna svipti hann föður; fátækt ekkjunnar móður og sambandi við systkin. Því er hann í Valdabæ hjá ömmu og frænda. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 71 orð

Bjarni Þór sýnir í Galleríi Horninu

BJARNI Þór Bjarnason opnar einkasýningu í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, laugardaginn 6. desember kl. 15­17. Á sýningunni eru 30 einþrykksverk, öll unnin á þessu ári. Bjarni Þór stundaði myndlistarnám á árunum 1975­80. Hann hefur haldið átta einkasýningar auk samsýninga. Á dögunum var afhjúpuð höggmynd eftir hann í Borgarnesi. Bjarni Þór er bæjarlistamaður Akraness 1997. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 123 orð

Bókmenntakynning MFÍK

MENNINGAR- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til bókmenntakynningar laugardaginn 6. desember kl. 14 í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10. Eygló Bjarnadóttir les úr Fótsporum á himnum eftir Einar Má Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir les úr bók sinni Englajólum, Ingibjörg Haraldsdóttir les úr þýðingu sinni Minnisblöðum úr undirdjúpunum eftir Fjodor Dostojevskí, Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 114 orð

BRODDFLUGUR er eftir Vilhjálm Árn

BRODDFLUGUR er eftir Vilhjálm Árnason heimspeking. Broddflugur er safn þrjátíu greina sem fela í sér siðferðilegar ádeilur og samfélagsgagnrýni. beinast einkum að þeim þáttum í samtímanum sem ógna mennskunni, frelsi og ábyrgð einstaklinga. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 114 orð

Burtfararpróf og jólatónleikar í Garðabæ

Burtfararprófstónleikar Ingibjargar Ólafsdóttur sópransöngkonu verða í Kirkjuhvoli sunnudaginn 7. desember kl. 16. Á efnisskránni eru sönglög eftir Purcell, Mozart, Schubert, Grieg, Fauré, Debussy, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og Atla Heimi Sveinsson. Auk þess syngur Ingibjörg aríur eftir Puccini, J. Strau og Verdi. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 281 orð

Börn í Borgarleikhúsi

ÞESSA dagana standa yfir heimsóknir nemenda 4. bekkjar grunnskólanna í Reykjavík í Borgarleikhúsið. Eru heimsóknirnar með svipuðu sniði og undanfarin ár en börnunum er meðal annars boðið að kynnast töfrum leikhússins og því fjölbreytta starfi sem fram fer að tjaldabaki hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Íslenska dansflokknum, sem deila með sér húsinu. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 491 orð

Dauðans alvara Frumsýning

HJÓNIN Marcello (Jean Reno) og Roseanna (Mercedes Ruehl) eru hamingjusamlega gift þar sem þau búa í ítalska smáþorpinu Trivento, en sá hængur er þó á að hún er veik og vart hugað líf. Hinsta ósk hennar er að verða grafin við hlið dóttur þeirra hjóna í eina kirkjugarðinum sem fyrirfinnst í þorpinu. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 565 orð

Drykkfelldur og bitur Hamlet

DRYKKFELLDUR og bitur birtist Hamlet breskum áhorfendum í nýrri og nánast byltingarkenndri uppfærslu á einu þekktasta verki Williams Shakespeare. Uppfærslan er í höndum ungs og efnilegs leikstjóra, Matthews Warchus, en hún er verulega stytt útgáfa verksins og svo breytt að jafnvel hörðustu Hamlet-unnendum þykir sem um nýtt verk sé að ræða. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 1140 orð

Endurómur af því sem var Fyrir stuttu kom út geisladiskur með sönglögum í flutningi Guðmundu Elíasdóttur. Árni Matthíasson ræddi

SMEKKLEYSA s/m hf. sendi fyrir skemmstu frá sér geisladiskinn Endurómur sem hefur að geyma safn sönglaga í flutningi Guðmundu Elíasdóttur. Upptökurnar eru flestar frá sjötta áratugnum, nokkrar frá þeim fimmta, og á meðal eru lög sem ekki hafa áður komið út, Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 56 orð

Fimm bækur á Gráa kettinum

LESIÐ verður úr fimm nýjum bókum á Gráa kettinum, Hverfisgötu 16a, laugardaginn 6. desember kl. 15. Kjartan Jónsson les úr ljóðabók, Pétur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Heimkomu, Illugi Jökulsson les úr ævisögu sinni um listamanninn Guðmund frá Miðdal, Þórunn Valdimarsdóttir les úr skáldsögunni Alveg nóg, Páll Bergþórsson les úr bókinni Vínlandsgátunni. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 1016 orð

Fjölþjóða viðhorf

ÞETTA einkennilega lága suð sem barst frá básunum gat orðið nokkuð þreytandi þegar á daginn leið. En þótt það mettaði loftið á sinn hátt, stundum með lófataki eftir ljóðaflutning eða tölu í einhverjum básanna, var það ekki skylt þeirri mengun er þrengir að vitum - heldur þrengir að vitund. Hátt er til lofts og vítt til veggja í Kongresshuset. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 50 orð

Fótboltafiðringur

ÞAÐ var líf í tuskunum í hafnarborginni Marseilles í Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Alls voru þrjátíu og tvö lið í pottinum og beðið var með eftirvæntingu hvernig riðlarnir myndu skipast. Brasilískir dansarar skemmtu sér og öðrum á meðan spenntir áhugamenn um fótbolta biðu tíðinda. Meira
5. desember 1997 | Tónlist | 569 orð

Fullorðinsfönk

Íslenzk og erlend lög af ýmsu tagi. Jóhanna Þórhallsdóttir alt; Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanó; Sveinbjörn I. Baldvinsson, Páll Torfi Önundarsson, gítarar; Tómas R. Einarsson, kontrabassi; Þorbjörn Magnússon, kongatrommur. Norræna húsinu laugardaginn 29. nóvember kl. 20.30. Meira
5. desember 1997 | Tónlist | -1 orð

Glæsilegur Tsjajkovskíj

Flutt voru verk eftir Jón Leifs, Bartók og Tsjajkovskíj. Einleikari: Guðmundur Kristmundsson. Stjórnandi: Sidney Harth. Fimmtudagurinn 4. desember. 1997. LITLA trólógían, op. 1, eftir Jón Leifs var fyrsta verk tónleikanna og var frumgerð verksins samin 1919, er Jón var í skóla og lokið við endanlega gerð verksins 1924. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 83 orð

"Gnægtarborðið" í Listakoti

JÓLASÝNING Gallerís Listakots er að þessu sinni útfærsla 14 listakvenna að "gnægtarborði". Leikið er að samspili allra þátta sem prýða uppdekkað borð og umhverfi þess. Listakonurnar hafa t.d. unnið í textíl, grafík, keramík og gler. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 256 orð

Grímulaust ofbeldi Frumsýning

FACE fjallar um hóp þekktra andlita úr undirheimunum sem fremur hættulegt rán en félagarnir fimm í hópnum eru á höttunum eftir peningunum, hver á sinni forsendu. Fyrirliðinn er hinn kaldrifjaði Ray (Robert Carlyle) sem einskis svífst. Þegar einn úr hópnum leysir frá skjóðunni og kemur upp um félaga sína hrynur samheldni glæpamannanna til grunna og þeir snúast hver gegn öðrum. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 237 orð

Héðan og þaðan Golfsettið ekki fjar

FÉLAGAR í Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði eru svo forfallnir að þeir geta ekki einu sinni skilið golfkylfurnar eftir heima þegar þeir mæta á árshátíð. Að minnsta kosti var haldin golfkeppni á síðustu árshátíð félagsins sem haldin var fyrir skömmu á veitingastaðnum Kristjáni IX. Veislustjóri var Friðrik Rúnar Friðriksson og hljómsveitin Á móti sól lék fyrir dansi. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 80 orð

"Hlauptu af þér hornin"

ÞÓRA Sigurþórsdóttir leirlistarkona opnar sýningu í Gullsmiðju Hansínu Jens, Laugavegi 20b, laugardaginn 6. desember. Þóra útskrifaðist frá leirlistardeild MHÍ árið 1989 og hefur undanfarin sjö ár rekið eigin vinnustofu og gallerí í Álafossi í Mosfellsbæ. Hún hefur haldið fjölda einkasýniga og tekið þátt í samsýningum. Þóra vinnur bæði nytjahluti og skúlptúra úr leir og öðrum efnum, t.d. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 97 orð

HLUST lögð við stein í Jörfa & íslensk k

HLUST lögð við stein í Jörfa & íslensk kórlög er með söng Háskólakórsins og er gefin út í tilefni af 25 ára starfsmæli hans. Á plötunni syngur kórinn íslensk þjóðlög og ýmis kórlög, sem mörg hver hafa verið sérstaklega samin fyrir kórinn. Auk þeirra er að finna kórverkið "Hlust lögð við stein í Jörfa" eftir Hákon Leifsson. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 42 orð

Jólastyttur af frægu fólki

ÍTALSKI myndhöggvarinn Ferrigno sýnir hér jólastyttur sínar af Díönu prinsessu og móður Teresu sem fást í fjölskylduverslun hans í Napólí á Ítalíu. Ferrigno selur á hverju ári styttur af frægu fólki og ítölskum stjórnmálamönnum og eru þær vinsælar jólagjafir. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 201 orð

Jólasýning Þjóðminjasafnsins

FORSETI Íslans, herra Ólafur Ragnar Grímsson, kveikir á jólatré Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 6. desember kl. 14 og opnar jafnframt jólasýningu safnsins. Hún fjallar um þróun jólagjafa og jólaauglýsinga í hundrað ár. Á sýningunni má sjá ýmis dæmi um glaðninga og gjafir þennan tíma en einnig eru birtar auglýsingar úr blöðum frá lokum 19. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 24 orð

Jólatónleikar í Grafarvogskirkju

Jólatónleikar í Grafarvogskirkju JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Grafarvogi verða laugardaginn 6. desember í Grafarvogskirkju. Yngri deild leikur kl. 10, eldri deild kl. 11 og kl. 14. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 59 orð

Jólatónleikar Nýja músíkskólans

NÝI músíkskólinn heldur jólatónleika sunnudaginn 7. desember kl. 15 í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27. Fram koma samspilshljómsveitir skólans og nemendur. Nýi músíkskólinn hefur sérhæft sig í kennslu rokk- og dægurtónlistar og munu hljómsveitir skólans flytja rokktónlist dagsins í dag sem og perlur úr fortíðinni. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 183 orð

KARLMENN eru bara karlmenn ­ Viðhorf og vænti

KARLMENN eru bara karlmenn ­ Viðhorf og væntingar íslenskra karla er eftir Ingólf V. Gíslason. Bókin byggist á viðtölum sem Ingólfur átti við karla á aldrinum 20-35 ára og varpar ljósi á viðhorf þeirra til ýmissa þátta lífsins og tilverunnar. Meira
5. desember 1997 | Tónlist | 686 orð

Kvöldlokkur á jólavöku

Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar fluttu skemmtitónlist eftir Beethoven, Gounod, Mozart og Krommer. Þriðjudagurinn 2. desember 1997. TÓNLIST leikin af blásurum, einkum hópum mönnuðum tréblásurum og hornistum, hafði sérstöku hlutverki að gegna í félagslífi aðals á síðari hluta 17. aldar og vel fram á þá 19. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 138 orð

Kvöldvaka Kvennasögusafns Íslands

"VERÐ ég þá gleymd ­ og búin saga" ­ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður föstudaginn 5. desember kl. 20 og er sett upp í tilefni væntanlegrar bókar Helgu Kress, Stúlka. Sýnisbók ljóða íslenskra kvenna 1876­ 1995. Bókin kemur út síðar í desember. Sýningin er samstarfsverkefni Kvennasögusafns Íslands og þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Langur listalaugardagur á Sólon

MENNINGARSKEMMTUN verður haldin á Sóloni laugardaginn 6. desember kl. 16. Þar verður útgáfa ljóðabókar, óperusöngur, opnun í Gallerí Gúlp, ljóðalestur, myndlist og jólalist. Fram koma Margrét Lóa er gefur út bókina Ljóðaást, Sigríður Ólafsdóttir opnar sýningu í gallerí Gúlp, Guðrún Helga Stefánsdóttir sópransöngkona syngu við undirleik Claudios Rizzis, Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 47 orð

Ljóðalestur í Listaskálanum

LJÓÐALESTUR verður í Listaskálanum í Hveragerði sunnudaginn 7. desember kl. 15. Ingimar Erlendur Sigurðsson og Birgir Svan Símonarson lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Þá munu Unnur Sólrún Bragadóttir, Jón frá Pálmholti og Pjetur Hafstein Lárusson lesa eigin ljóð. Einnig verða lesin ljóð eftir Baldur Óskarsson. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 828 orð

Með reisn og alúð

Endurminningar og hugleiðingar Péturs Sigurgeirssonar biskups. 255 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1997. Verð kr. 3.980. ÞETTA er kristileg bók en þó fyrst og fremst mannleg. Séra Pétur var biskupssonur. Sjálfur varð hann svo biskup eftir að hafa gegnt prestsembætti í röska þrjá áratugi. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 41 orð

Mótmæli fatlaðra

HEYRNARLAUSIR í Gvatemala máluðu andlit sín að hætti látbragðsleikara og fóru með þjóðsönginn á táknmáli á Alþjóðlegum degi fatlaðra hinn 3. desember síðastliðinn. Hundruð fatlaðra gengu saman til þjóðarhallarinnar og kröfðust sjúkratryggingar og meiri athygli frá stjórnvöldum í tilefni dagsins. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 82 orð

MÚSIN og eggið er eftir William M

MÚSIN og eggið er eftir William Mayne í þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar. Í kynningu segir: "Ég er orðinn þreyttur á því að fá alltaf egg í matinn. Ég er orðinn leiður á eggjum. Getum við ekki fengið eitthvað annað betra að borða? ­ segir afi, einn dag við ömmu. Og þá fer nú ýmislegt að gerast í litla húsinu. Þar kemur doppótta hænan og músin við sögu. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 630 orð

Notalegar sögur

eftir William Saroyan. Mál og menning, Reykjavík 1997. 155 bls. Gyrðir Elíasson þýddi. SÖGURNAR fjórtán í þessu safni Williams Saroyans (1908- 1981), sem voru fyrst gefnar út á frummálinu, ensku, 1940, eru allar með tölu ljúfar og skemmtilegar. Þær hverfast um drenginn og unglinginn Aram Garoghlan og eru æskuminningar hans. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 81 orð

NÝ Barnabiblía er komin út í þýði

NÝ Barnabiblía er komin út í þýðingu sr. Hreins Hákonarsonar. Í kynningu segir: "Þessi nýja Barnabiblía leiðir barnið inn í frásögur Biblíunnar á nýjan og ferskan hátt en þó sígildan. Hér geta börn og foreldrar upplifað sögur Biblíunnar á glettinn en jafnframt hlýlegan og raunverulegan hátt sem endurspeglast í fallegum teikningum Ulf Löfgrens. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 153 orð

NÝJA Ísland - Örlagasaga vesturfaranna í máli

NÝJA Ísland - Örlagasaga vesturfaranna í máli og myndum er eftir Guðjón Arngrímsson. Næstum fjórðungur íslensku þjóðarinnar hélt vestur um haf á árabilinu 1870­ 1914, alls milli 15 og 20 þúsund manns. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 117 orð

Nýjar bækur LÍFAKUR er fjórða

LÍFAKUR er fjórða ljóðabók Ágústínu Jónsdóttur. Fyrri bækur hennar heita Að baki mánans, Snjóbirta og Sónata. Í kynningu segir: "Ljóð Ágústínu einkennast af myndvísi og hugmyndaauðgi og hún hefur mótað með sér persónulegan stíl, þar sem sterkar tilfinningar búa í knöppu formi. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 100 orð

Nýjar bækur MEÐ ósk um bjarta framtíð

MEÐ ósk um bjarta framtíðer ljóðabók eftir Sverri Stormsker. Í kynningu segir að titillinn sé árnaðarósk til reifabarnsins, sem liggi ekki lengur í jötu, heldur fæðist í blóðugt gin úlfsins sem Stormsker túlki jafnframt í málverki og forsíðumynd, sláandi tákn um þann ógnarheim sem við höfum skapað börnum okkar. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 280 orð

Nýjar bækur ÆVISÖGUR Arafats, "Ke

ÆVISÖGUR Arafats, "Kempan með kafíuna" og Símonar Peres, "Baráttan fyrir friði", eru í þýðingu Þorbjargar Bjarnar Friðriksdóttur, er þýðir ævisögu Peresar, og Elínar Guðmundsdóttur og Þorsteins Thorarensen, er þýða í sameiningu ævisögu Arafats. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 117 orð

Nýjar plötur HEYRÐI ég í hamrinum

HEYRÐI ég í hamrinum er með úrvali laga Ingibjargar Sigurðardóttur, Bjálmholti í Rangárvallasýslu. Að auki kemur út nótnahefti með sama nafni, sem hefur að geyma yfir 90 laga Ingibjargar. Ingibjörg er fædd árið 1909 og var aðeins sex ára þegar hún fór að semja lög. Lögin á geislaplötunni eru 36 talsins og spanna 75 ára tímabil í lífi hennar. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 128 orð

Nýjar plötur "SELLÓ" er

"SELLÓ" er með sellóleik Stefáns Arnars Arnarsonar. Platan var tekinn upp í Akureyrarkirkju í ágúst sl. með 20 manna kammersveit sem kom sérstaklega saman undir stjórn Stefáns Arnar fyrir þetta verkefni. Á þessari geislaplötu má m.a. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 88 orð

Oratorían Messías í Egilsstaðakirkju

KAMMERKÓR Austurlands ásamt kammersveit efna til tónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn 6. desember kl. 20.30 og sunnudaginn 7. desember kl. 14 og kl. 17. Kammerkór Austurlands hóf starfsemi sína á þessu ári og eru kórfélagar rúmlega tuttugu og eru söngfólk frá Egilsstöðum, úr nærliggjandi sveitum og frá Seyðisfirði. Stjórnandi tónleikanna er Keith Reed. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 45 orð

Óperukvikmynd í MÍR

ÓPERUKVIKMYNDIN "Boris Godúnov" verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 7. desember kl. 15. Myndin er byggð á samnefndri óperu eftir Modest Mússorgskíj og taka margir af fremstu listamönnum Sovétríkjanna um og upp úr öldinni þátt í flutningi verksins. Aðgangur er ókeypis. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 44 orð

Pele heiðraður

FÓTBOLTAGOÐIÐ og íþróttaráðherra Brasilíu, Pele, sýnir hér yfirmannsorðu bresku krúnunnar sem Elísabet Bretadrottning veitti honum nú í vikunni. Pele var í för með Fernando Henrique Cardoso, forseta Brasilíu, þegar hann heimsótti knattspyrnulið Chelsea en forsetinn var í fjögurra daga opinberri heimsókn til Bretlands. Meira
5. desember 1997 | Kvikmyndir | 591 orð

Réttlæti Lumets

Leikstjórn og handrit: Sidney Lumet. Byggt á skáldsögu Roberts Daleys "Tainted Evidence". Kvikmyndataka: David Warkin. Aðalhlutverk: Andy Garcia, Ian Holm, Ron Leibman, Richard Dreyfuss, James Gandolfini, Shiek Mahmud-Bey og Lena Olin. 114 mín. Bandarísk. Paramount Pictures/Spelling Films. 1997. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 214 orð

Samloka í klippiherberginu á gamlársdag

"Í NÆSTA Áramótaskaupi Sjónvarpsins verða atburðir sem tengjast árinu sem er að líða og eins stutt atriði, sem eru af himnum ofan, eins og maður segir, og tengjast ekki endilega fréttnæmum atburðum," segir Viðar Víkingsson sem leikstýrir Skaupinu að þessu sinni. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 101 orð

SÁLMABÓK kirkjunnar, ný útgáfa, h

SÁLMABÓK kirkjunnar, ný útgáfa, hefur verið tekin í notkun. Í kynningu segir: "Hin nýja sálmabók er með nótum og í tónhæð sem miðast við almennan safnaðarsöng. ­ Helsta markmið með útgáfunni er að auka og styðja við og hvetja til þátttöku í almennum safnaðarsöng í kirkjunni. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 74 orð

Schiffer vill leika í kvikmyndum

ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer hefur gert samning við bandarísku fyrirsætuskrifstofuna United Talent sem mun hafa yfirumsjón með öllum hennar málum. Schiffer, sem er talsmaður snyrtivörufyrirtækisins L'Oreal sagðist vonast til að nýir umboðsaðilar hennar leyfðu henni að flétta þátttöku í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum saman við fyrirsætustörfin. Meira
5. desember 1997 | Tónlist | 327 orð

Sem ljúfir söngvar ...

Bryndís Halla Gylfadóttir (selló), Steinunn Birna Ragnarsdóttir (píanó). Verk eftir Debussy, Mendelssohn, Schubert, Brahms, Chopin, Granados, Dvorák, Grieg, Tsjajkovskíj, de Falla, Weber, Rachmaninov, Ravel, Sigfús Halldórsson, Þórarinn Guðmundsson og katalónskt þjóðlag. Upptökur fóru fram í Víðistaðakirkju sept. 1997. Stjórn upptöku: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimaður: Vigfús Ingvarsson. JAPIS. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Spunakvöld í Múlanum

SPUNAKVÖLD (jam session) verður á jassklúbnum Múlanum sem starfræktur er á Jómfrúnni, Lækjargötu 4, föstudaginn 5. desember kl. 21. Á spunakvöldi koma fram margir af þeim tónlistarmönnum sem hafa spilað á Múlanumn fyrr í haust. "Lagaval verður óvænt og orði gefið frjálst fyrir þá tónlistarmenn sem vilja leika hverju sinni," segir í kynningu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 59 orð

Stjarna Brosnans skín skært

LEIKARINN Pierce Brosnan var heiðraður á dögunum með eigin stjörnu á göngugötunni frægu í Hollywood. Brosnan sem er frægastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond er fyrsti "Bondinn" sem er heiðraður með þessum hætti. Nýjasta Bond-myndin, "Tomorrow Never Dies", verður frumsýnd í Bandaríkjunum 19. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 84 orð

Sýningar í Sýnirými

ÞJÓÐVERJINN André Tribbensee opnar sýningu í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg laugardaginn 6. desember kl. 12. Verk Andrés heitir "Gulrótaráttaviti" og hefur það áður verið sýnt á nokkrum stöðum í Þýskalandi og Noregi. Ráðhildur Ingadóttir opnar sýningu í farandgalleríinu Barmi. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 61 orð

Sýningum lýkur

Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur Sýningu Hafdísar Ólafsdóttur lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 14­18. Gallerí Fold Sýningu Haraldar Bilsons lýkur sunnudaginn 7. desember. Galleríið er opið daglega frá kl. 10­18, laugardag kl. 10­17 og sunnudag kl. 14­17. Ásmundarsalur við Freyjugötu Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Sýning verður til

"TAKTU þátt í leiknum og fáðu þitt fram," segja þær Jacqueline H. To og Stine Hedegaard Andersen sem opna sýningu á verkum sínum í Galleríi Geysi, Hinu húsinu, laugardaginn 6. desember kl. 16. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 66 orð

Sænsk jólamynd í Norræna húsinu

SÆNSKA barnamyndin "Jul och juveler-Ture Sventon" verður sýnd sunnudaginn 7. desember kl. 14 í Norræna húsinu. "Stuttu fyrir jól er brotist inn hjá skartgripasalanum Eriksson og öllu dýrmæta silfrinu stolið. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 176 orð

Tímarit TÍMARIT Máls og menning

TÍMARIT Máls og menningar, 4. hefti 1997 er komið út, og eru í því greinar um bókmenntir, leiklist og tónlist. Elías Mar, Geirlaugur Magnússon, Bergsveinn Birgisson og þýska skáldið Johann Peter Tammen birta ljóð í tímaritinu. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 30 orð

Tónleikar Árnesingakórsins í Reykjavík

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík verður með tónleika í safnaðarheimili Langholtskirkju sunnudaginn 7. desember kl. 15. Á efnisskrá eru jólalög svo og valin einsöngslög. Kaffiveitingar verða að afloknum tónleikum. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 83 orð

Tónleikar Tónlistarfélags Akraness

TÓNLISTARFÉLAG Akraness heldur tónleika í kvöld, föstudag 5. desember, kl. 20.30 í safnaðarheimilinu Vinaminni. Á efnisskrá eru m.a. Tríó í Es­dúr fyrir horn, fiðlu og píanó eftir Brahms, "sem ekki hefur verið flutt á tónleikum hérlendis áður", segir í kynningu. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 755 orð

Uppskera illskunnar Frumsýning

SLING Blade er saga Karls Childers (Billy Bob Thornton), sem stendur frammi fyrir flóknum siðferðilegum ákvörðunum. Karl er smávægilega þroskaheftur og á barnsaldri var hann beittur miklu harðræði af foreldrum sínum sem töldu Karl vera refsingu guðs þeim til handa, en þau voru mikið trúarofstækisfólk. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | 422 orð

Vel heppnuð frumraun

Fyrsti diskur hjómsveitarinnar Blush, samnefndur henni. Hljómsveitina skipa Davíð Ólafsson trommuleikari, Magnús Einarsson bassaleikari, Margrét Sigurðardóttir hljómborðsleikari og söngkona og Þór Sigurðsson gítarleikari og söngvari. Lög og textar eftir Þór, en útsetningar vann sveitin. 36,54 mín. Blush gefur út. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 64 orð

Vetrarbirta í Stöðlakoti

SÝNING Bjarnheiðar Jónhannsdóttur á leirmunum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, ber yfirskriftina Vetrarbirta og verður opnuð laugardaginn 6. desember. Bjarnheiður lauk námi frá leirlistardeild Myndlista­ og handíðaskóla Íslands árið 1992 og mastersgráðu frá Ungversku Listiðnaðarakademíunni 1994. Verkin á sýningunni endurspegla vetur bernskunnar og ljós og yl jólanna. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 430 orð

Vísnasafn Auðuns Braga

Vísna- og ljóðasafn III. Auðunn Bragi Sveinsson safnaði og valdi. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 1997, 213 bls. ÞETTA er þriðja hefti af vísnasafni Auðuns Braga Sveinssonar. Tvö hin fyrri komu út árin 1980 og 1982. Í undirtitli þessa heftis segir að vísur séu 830 og höfundar 212. Það er mikil fylking liðinna og lifandi hagyrðinga víðs vegar að af landinu. Meira
5. desember 1997 | Tónlist | 319 orð

Það aldin út er sprungið

Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Daði Kolbeinsson óbó, Hljómskálakvintettinn (Ásgeir H. Steingrímsson og Sveinn Birgisson trompet, Þorkell Jóelsson horn, Oddur Björnsson básúna og Bjarni Guðmundsson túba), Douglas A. Brotchie orgel, Hörður Áskelsson klukknaspil og orgel. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Hljóðritun fór fram í Hallgrímskirkju í okt. sl. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 278 orð

Þjóðfræði Þórðar í Skógum

eftir Þórð Tómasson í Skógum. Lifandi þjóðfræði. Frásagnir af huldufólki og horfnu mannlífi. Mál og mynd, 1997, 247 bls. ÞAÐ þarf víst ekki að kynna sagnaþulinn og minjasafnandann Þórð í Skógum fyrir lesendum. Allir sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik og þjóðminjum vita að hann er óumdeildur Nestor þeirra fræða. Meira
5. desember 1997 | Bókmenntir | 760 orð

Ævisaga Hjartar á Tjörn

eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Þórarin Hjartarson. Bókaútg. Skjaldborg, Reykjavík, 1997, 335 bls. HJÖRTUR Eldjárn Þórarinsson bóndi á Tjörn í Svarfaðardal var löngu þjóðkunnur maður er hann lést 1. apríl 1996, 76 ára að aldri. Meira
5. desember 1997 | Menningarlíf | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

ÓVENJULEG útgáfa af Óþelló eftir William Shakespeare er nú á fjölum Shakespeare-leikhússins í Washington. Í henni fer hvítur maður með hlutverk márans Óþellós og blökkumenn með öll önnur hlutverk. Meira
5. desember 1997 | Fólk í fréttum | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Stöð221.00 Ofurgengið, eða The Mighty Morphin Power Rangers, er barna- og fjölskyldumynd byggð á geysivinsælu bandarísku sjónvarpsefni sem pundað er daglega í yngstu áhorfendurna. Aðalpersónurnar eru Ofurgengið, sex harðjaxlar í grímubúningum sem berjast við illu öflin undir stjórn Ivan Ooze. Meira

Umræðan

5. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 328 orð

Beltisstaður borgarstjórans

Í ÚTVARPSVIÐTALI fimmtudagsmorguninn 27. nóv. sl. reyndi borgarstjórinn í Reykjavík að verja helsta afreksverk sitt í húsnæðismálum, þ.e. að selja leiguíbúðir borgarinnar og hækka leiguna. Viðtal þetta átti víst að vera svar við samskonar viðtali við undirritaðan tveimur dögum fyrr. Meira
5. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 510 orð

Er þetta íslenskt réttarfar í hnotskurn?

Í MORGUNBLAÐINU 9. október sl. birtist grein eftir Pál Þórhallsson, þar sem fjallað var um dóm Hæstaréttar í máli sem ég, undirrituð, höfðaði gegn Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar vegna sviptingar makalífeyris. Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 509 orð

Festa í fjármálastjórn

REYKJAVÍKURLISTINN leggur nú annað árið í röð fram hallalausa fjárhagsáætlun. Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum á næsta ári og hafa skuldir borgarsjóðs lækkað að raungildi um 550 milljónir króna á milli áranna 1996 og 1997. Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 347 orð

Framhaldsnám í Háskóla Íslands

EIN MESTA breyting í Háskóla Íslands á undanförnum árum er tilkoma framhaldsnáms, þótt í smáum stíl sé. Það hefur marga kosti í för með sér: Nemendur fá að glíma við viðamikil rannsóknarverkefni sem yfirleitt fela í sér hagnýtingu þekkingar í þágu íslensks þjóðfélags. Kennarar fá til liðs við sig aðstoðarmenn sem flýtir fyrir því að ljúka verkefnum og ráðast í ný. Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 490 orð

Getulaus gagnrýnandi

Á DAUÐA mínum átti ég von, en ekki því að ég teldi mig knúinn að gera athugasemdir við þann menningarskríbent Morgunblaðsins sem einna síst hefur haft burði til að halda athygli lesenda hin síðari misseri. Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 1048 orð

Gróðurhúsaáhrif og stóriðja

Í MORGUNBLAÐINU 12. ág. sl. gagnrýndum við ásamt fleirum málflutning núverandi og fyrrverandi orkumálastjóra, Þorkels Helgasonar og Jakobs Björnssonar, vegna skrifa þeirra um losun koltvísýrings í álvinnslu og ferðaþjónustu (Mbl. 6. júlí). Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 1991 orð

HLJÓÐIÐ FRÁ SAMTÍMANUM

SJÓNMENNTAVETTVANGUR HLJÓÐIÐ FRÁ SAMTÍMANUM Það hefur hrikt í félagssamtökum myndlistarmanna, nokkrir sýningarsalir hætt starfsemi og krafan um að spilin séu lögð á borðið áleitnari en nokkru sinni fyrr. Meira
5. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 552 orð

Listasafnsmilljónir

ER KOSTNAÐUR við listasafn í Hafnarhúsinu 500 milljónir (Árni Þór Sigurðsson Mbl.) að hámarki 400 milljónir (Árni Þór Sigurðsson Mbl.) eða 700 milljónir (Árni Sigfússon Mbl.) ég bara spyr? Er Árni Þór Sigurðsson eða Árni Sigfússon að ljúga að Reykvíkingum, eða ljúga þeir báðir. Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 814 orð

Málefni fatlaðra og sameining sveitarfélaga

SAMKVÆMT lögum sem Alþingi hefur sett munu málefni fatlaðra flytjast frá ríkinu til sveitarfélaga hinn 1. janúar 1999, það er að segja eftir rúmt ár. Sú landshlutanefnd sem hefur verið skipuð hér á Vesturlandi á því mikið og vandasamt verk fyrir höndum og treysti ég því að hún nýti þann tíma vel sem til stefnu er og laði sem flesta sem tengjast þessum málaflokk að málinu. Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 354 orð

Mjólkurbændur eiga Mjólkursamsöluna

ÞAÐ GERIST því miður stundum í fjölmiðlum að hver hefur eftir öðrum rangar fullyrðingar þannig að fólk tekur þær að endingu sem staðreyndir vegna þess máttar sem býr í endurtekningunni. Fullyrðingarnar halda þó áfram að vera rangar. Ein þessara fullyrðinga er sú staðhæfing sem fram hefur verið sett í fleiri en einum fjölmiðli að óvissa ríki um eignarhald á Mjólkursamsölunni. Meira
5. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 362 orð

Ótraust póstkerfi

FYRIR tveim vikum fékk ég inn um bréfalúguna tilkynningu um almenna sendingu frá pósthúsinu við Stórholt í Reykjavík. Til að spara mér ferðina þangað uppeftir hafði ég samband við pósthúsið símleiðis og bað um að láta flytja sendinguna á pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira
5. desember 1997 | Aðsent efni | 800 orð

Sóun í heilbrigðisþjónustu?

MIKIL umræða hefur verið í þjóðfélaginu um rekstur sjúkrahúsa að undanförnu. Miðað við fréttaflutning hefur mátt ætla að vandinn væri nær eingöngu bundinn við Sjúkrahús Reykjavíkur og því fyrst og fremst vandamál Reykjavíkurborgar. Þetta er fjarri lagi því að vandinn nær til allra sjúkrahúsa landsins. Halli Ríkisspítala er engu minni og það sama gildir um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Meira
5. desember 1997 | Bréf til blaðsins | 274 orð

Talsmaður íslenskrar hugsunar

NÝÚTKOMIN Bók Gunnars Dal, LÍFIÐ EFTIR LÍFIÐ, er fyrsta framlag íslensks höfundar til ritunar mystiskrar skáldsögu. Því hefur stundum verið fleygt, og einnig í umsögn um þessa bók, að Gunnar sé talsmaður Vedabóka og indverskrar heimspeki. Það er gamall misskilningur sem hann svarar sjálfur á eftirminnilega hátt í samtalsbókinni Að elska er að lifa og út kom fyrir nokkrum árum. Meira

Minningargreinar

5. desember 1997 | Minningargreinar | 170 orð

Árni Þorkell Árnason

Elsku afi. Nú ert þú farinn burt úr þessum heimi og kominn á hvíldarstað, þar sem við vitum að þér líður betur. Loksins fékkst þú hvíld og frið eftir erfiðar vikur. Þú hafðir alltaf hana ömmu okkar hjá þér sem var þín stoð og stytta í öllu. Það var alltaf svo gott að koma á Vesturgötuna í heimsókn til ykkar ömmu. Þar tókuð þið okkur með opnum örmum og hlýju og létuð okkur öllum líða vel. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 102 orð

Árni Þorkell Árnason

Elsku afi, við kveðjum þig með miklum söknuði og minnumst góðu stundanna sem við áttum saman á Vallagötunni og síðan á Vesturgötunni í Keflavík. Þú varst einstakur maður. Þú sýndir það svo sannarlega í veikindum þínum en þá fór mikil orka hjá þér í að hughreysta aðra. Elsku amma, megi Guð veita þér styrk í sorg þinni. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Árni Þorkell Árnason

Nú hefur Árni vinur minn og nágranni kvatt hinstu kveðju, rólegur og æðrulaus tókst hann á við sitt langa stríð, eins og hans dagfar og eðli bauð. Hann var sá maður sem manni hlaut að þykja vænt um. Lengst af var hann verkstjóri í fiskvinnslu. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 459 orð

Árni Þorkels Árnason

Þegar okkur barst sú fregn, laugardaginn 29. nóvember sl. að mágur okkar, Árni Þorkels Árnason, hefði látist þá um morguninn á Sjúkrahúsi Suðurnesja er ekki hægt að segja að það hafi komið okkur á óvart, þar sem hann hafði um nokkuð langt skeið verið mikið veikur, barist við dauðann. Okkar kæri mágur og vinur var kvæntur elstu systur okkar, Helgu, sem lifir mann sinn. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 329 orð

ÁRNI ÞORKELS ÁRNASON

ÁRNI ÞORKELS ÁRNASON Árni Þorkels Árnason fæddist í Hlíð á Langanesi 30. desember 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Hermann Guðnason, verkamaður, og Kristbjörg Ástríður Sigurðardóttir, húsmóðir. Systkini Árna eru: Jón Aðalberg, skrifstofumaður, f. 11.10. 1915, d. 30.11. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 247 orð

Ásta Júlía Björnsson

Ásta Júlía er gengin á vit feðra sinna. Veikur loginn fjaraði út síðustu daga og við ástvinir hennar sátum og minntumst ljúfra stunda með henni. Ásta Júlía safnaði í brunn minninga og atburða úr lífi sínu, var búin afburða frásagnargáfu og með ólíkindum minnug. Allt var þetta fallega fléttað kímni og dillandi hlátri, helst þeirra sem á hlýddu. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 569 orð

Ásta Júlía Björnsson

Elskuleg föðursystir okkar, Ásta Júlía, er látin. Þegar við minnumst hennar fyrst var hún þessi fallega frænka, heimsborgari, sem hafði dvalist erlendis í fjölda ára, fyrst sem barn og unglingur í Bandaríkjunum og síðan í Danmörku öll stríðsárin. Þar fæddust þrír elstu drengjanna, Oddur, Örn og Halldór, en yngsti sonurinn, Gunnar, fæddist svo á Íslandi. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 439 orð

Ásta Júlía Björnsson

Ásta Björnsson var tengdamóðir mín í aldarfjórðung og þótt þau bönd hafi verið slitin fyrir fimmtán árum langar mig að senda henni hinstu kveðju og þakkir fyrir það sem hún var mér á árum áður. Ég kom inn á heimili hennar og síðari eiginmanns hennar, dr. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 2455 orð

Ásta Júlía Björnsson

Segja má að Ásta Júlía hafi lifað all fjölskrúðugu lífi og verður hér aðeins stiklað á stóru. Hún sest í Landakotsskóla 7 ára gömul. Til Ameríku flyst hún 9 ára ásamt móður sinni og tveimur yngri systkinum, þeim Ragnari Tómasi og Katrínu. Eftir stutta dvöl í New York þar sem þau voru fyrst sett á innflytjendaeyjuna Ellis Island í nokkrar vikur fóru þau til Grand Forks í North Dakota. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 332 orð

ÁSTA JÚLÍA BJöRNSSON

ÁSTA JÚLÍA BJöRNSSON Ásta Júlía Björnsson fæddist í Reykjavík 28. október 1914. Hún lést á Landakotsspítala að kvöldi 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristrún Benediktsson, píanókennari, f. 7. júní 1878, d. 18. september 1959, og Árni Benediktsson, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 3. desember 1887, d. 10. apríl 1964. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 144 orð

Einar Tryggvason

Með þessum erindum viljum við kveðja kæran tengdaföður okkar: Fótmál dauðans flótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 253 orð

Einar Tryggvason

Elsku afi minn er dáinn. Orðið dáinn virðist vera svo fjarlægt að það gæti ekki komið fyrir neinn sem er nákominn mér. En þessi hugsun er röng og maður verður að taka því sem að höndum ber. Afi var mjög sérstakur, svolítið einþykkur, en á mjög skemmtilegan hátt. Aldrei var hann mikið fyrir margmenni en fjölskyldan stóð ávallt efst í huga hans. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 245 orð

EINAR TRYGGVASON

EINAR TRYGGVASON Einar Tryggvason fæddist í Gerðum í Garði 25. maí 1933 og ólst upp á Bjarnastöðum í sömu sveit. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja laugardaginn 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Einarsson, f. á Bjargarsteini í Garði 23. nóvember 1914, d. 21. apríl 1989, og Björg Guðlaugsdóttir, f. á Lambastöðum í Garði 2. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 578 orð

Erlingur Pálmason

Það var um vorið 1964 þegar ég hóf störf hjá lögreglunni á Akureyri að kynni okkar Erlings hófust. Ég var þá barnungur en hann fullorðinn og reyndur lögreglumaður og annar af tveimur varðstjórum lögreglunnar. Hann eins og aðrir sem þá voru starfandi tók mér vel. Á þessum tíma var Erlingur mikið hraustmenni og af honum fóru ýmsar sögur. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 240 orð

ERLINGUR PÁLMASON

ERLINGUR PÁLMASON Erlingur Pálmason fæddist á Hofi í Arnarneshreppi 4. ágúst 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pálmi Magnússon, f. 2.4. 1882, d. 15.5. 1928, og Elín Indriðadóttir, f. 5.2. 1890, d. 7.3. 1972. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 445 orð

Guðbjörg María Björnsdóttir

Mín kæra mágkona, Guðbjörg María Björnsdóttir, sem fjölskylda og vinir kölluðu oftast Gígí, kvaddi þessa jarðvist miðvikudaginn 26. nóvember eftir tveggja ára erfið veikindi. Þessi vistaskipti hafa trúlega verið henni kærkomin úr því sem komið var og ekki óttaðist hún þau, því trúin á hinn hæsta höfuðsmið var öllum ótta yfirsterkari. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 287 orð

Guðbjörg María Björnsdóttir

Í dag verður til moldar borin móðursystir mín, Guðbjörg María Björnsdóttir frá Siglufirði, sem andaðist á elliheimilinu Grund 26. nóvember sl. Gígí frænka, eins og hún var jafnan kölluð, var leyndardómsfull stærð í lífi okkar systkinanna. Hún hafði farið ung að heiman, siglt til Hafnar og forframast og var einn hinna frægu Petsamofara. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 179 orð

GUÐBJÖRG MARÍA BJÖRNSDÓTTIR

GUÐBJÖRG MARÍA BJÖRNSDÓTTIR Guðbjörg María Björnsdóttir var fædd á Siglufirði 8. apríl 1918. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt miðvikudagsins 26. nóvember. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Jóhannesson verkamaður, ættaður frá Heiði í Sléttuhlíð, fæddur 23.6. 1888, dáinn 11.8. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 629 orð

Guðni Þorsteinsson

Bróðir er fallinn fyrir vágesti. Stutt er stórra högga á milli. Sá sem þetta skrifar og látinn bróðir áttu langa samleið, oft mjög nána í gleði og sorg. Minningar mínar um Guðna hljóta því að vera mjög persónulegar. Síðbúin minningarorð stafa af fjarveru á örlagastund. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐNI ÞORSTEINSSON

GUÐNI ÞORSTEINSSON Guðni Þorsteinsson fæddist í Hafnarfiirði 6. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu 22. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 1. desember. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 263 orð

Guðrún Lára Jónsdóttir

Mig langar til að minnast kærrar frænku minnar Guðrúnar Láru Jónsdóttur, sem lést langt fyrir aldur fram eftir löng og ströng veikindi. Það er erfitt að hugsa sér að Gunna sé horfin frá okkur, þótt við vissum lengi, að hverju stefndi. Við höfðum alltaf verið nánar frænkur. Ég mun sakna hennar mikið og góðu stundanna hjá Gunnu á afmælisdeginum hennar, þegar við Steina komum alltaf til hennar. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 175 orð

Guðrún L. Jónsdóttir

Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Guðrúnu L. Jónsdóttur. Ég kynntist Guðrúnu og Birni manni hennar fyrir 18 árum er ég og eldri dóttir þeirra Steinunn fórum að draga okkur sama. Þá og æ síðan naut ég góðvildar og gleði í Holtagerðinu. En nú hefur þessi sterka kona látið í minni pokann fyrir manninum með ljáinn eftir erfið veikindi. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 425 orð

Guðrún L. Jónsdóttir

Fátt er gefið við fæðingu um lífsfarveg okkar og framtíð. Þetta kom mér í hug þegar góð vinkona mín, hún Gunna, kvaddi eftir erfið veikindi. Við kveðjustund raðast upp mörg minningabrot frá því að við kynntumst fyrst fyrir meira en þrjátíu og fimm árum. Mennirnir okkar voru æskuvinir og fetuðum við Gunna saman veginn í kynnum okkar við þá. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 407 orð

Guðrún L. Jónsdóttir

Elsku Gunna mín, nú ertu horfin frá okkur. Það er svo sárt að sætta sig við það, enda þótt maður vissi að hverju stefndi, við erum aldrei tilbúin að taka því þegar að því kemur. Þú varst ótrúlega sterk og dugleg að kljást við þennan erfiða sjúkdóm alveg fram á síðasta dag. Þú varst ákveðin í að láta ekki bugast. Það er svo margs að minnast, við vorum það mikið saman og þekktum vel hvor aðra. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 98 orð

Guðrún L. Jónsdóttir

Guðrún L. Jónsdóttir "Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. "Einstakur" lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 308 orð

Guðrún L. Jónsdóttir

Góð vinkona okkar og starfsfélagi, Guðrún L. Jónsdóttir, er fallin frá eftir löng og erfið veikindi. Við vinnufélagar hennar hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur minnumst hennar með söknuði og þökk fyrir að hafa fengið að vera samferðamenn hennar síðastliðin ár. Guðrún hóf störf hjá VR á haustdögum 1990 og starfaði þar til síðasta dags. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 391 orð

Guðrún L. Jónsdóttir

Í dag verður kvödd hinstu kveðju systurdóttir okkar og uppeldissystir Guðrún Lára Jónsdóttir. Umvafin kærleika sinna nánustu kvaddi hún þetta jarðlíf eftir nokkurra ára hetjulega baráttu við krabbamein. Í erfiðleikum og andstreymi síðustu árin sýndi hún fádæma styrk og þolgæði. Hún bognaði aldei og hélt alltaf í vonina um bætta heilsu. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 170 orð

GUÐRÚN L. JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN L. JÓNSDÓTTIR Guðrún L. Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1944. Hún lést á heimili sínu 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herlaug Kristín Sturlaugsdóttir, d. 1988, og Jón Árnason. Eiginmaður Herlaugar var Jóhannes Sigurðsson, d. 1984. Guðrún átti sjö hálfsystkini. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 660 orð

Hallur Hermannsson

Þrátt fyrir að nú sé um það bil hálft ár liðið frá láti Halls Hermannssonar, eins minna bestu vina, þá langar mig í örfáum orðum að minnast hans. Kynni okkar Halls voru því miður ekki löng. Í raun er undarlegt til þess að hugsa að ekki séu nema rétt liðlega sex ár frá því að Bertha þáverandi unnusta mín og núverandi eiginkona kynnti mig fyrir Halli afa sínum og Sísí ömmu sinni. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HALLUR HERMANNSSON

HALLUR HERMANNSSON Hallur Hermannsson fæddist á Skútustöðum í Þingeyjarsýslu 30. maí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júní síðastliðinn og fór útför hans fram 27. júní. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 281 orð

Helgi Jensson

Nú er lokið löngu og erfiðu veikindastríði Helga frænda, en hann lést 23. nóvember síðastliðinn eftir hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Lengstan tímann var hann bjartsýnn á bata, en það fór á aðra leið. Það er sannarlega eftirsjá að Helga, sem var dáður og virtur, bæði af skyldum og vandalausum. Hann var rólegur maður, stilltur, en átti til skemmtilega glettni sem engan meiddi. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 27 orð

HELGI JENSSON

HELGI JENSSON Helgi Jensson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1929. Hann lést á heimili sínu 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey 1. desember. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 195 orð

JÓNAS GUÐVARÐARSON

JÓNAS GUÐVARÐARSON Jónas Guðvarðarson fæddist á Sauðárkróki 17. október 1932. Hann andaðist á Landspítalanum 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðvarður Steinsson, bílstjóri, vélstjóri og síðar bóndi á Selá og Kleif á Skaga, og kona hans Bentína Þorkelsdóttir, ættuð úr Reykjavík. Jónas kvæntist 5. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 167 orð

Ragnheiður Sigurgeirsdóttir

Okkur langar með nokkrum fátækum orðum að minnast okkar yndislegu frænku sem okkur þótti svo vænt um. Alltaf komum við til þeirra að Þingvallastræti þegar við komum til Akureyrar á sumrin. Það var alltaf svo gott að koma þangað. Í sumar sem leið fórum við fjölskyldan til Ragnheiðar. Vorum við þar í fjóra daga og þessir dagar verða efst í huga okkar. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 41 orð

RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR Ragnheiður Sigurgeirsdóttir fæddist á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit 5. desember 1927 og hefði því orðið 70 ára í dag hefði hún lifað. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 30. október. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 432 orð

Sigurbjörn Eiríksson

Hinstu ástarkveðjur frá okkur móður minni, sem minnumst þín nú á afmælisdegi þínum hinn 5. desember. Loksins hefur þú fengið friðinn, faðir minn, sem þú áttir vísan frá fyrndanna degi, og ekki er að finna á alvíðri jörð. Sú var tíðin, elsku pabbi minn, að þú varst mesti dugnaðarforkur, hraustmenni, stæltur og stoltur, léttur í spori og léttur í lund. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON

SIGURBJÖRN EIRÍKSSON Sigurbjörn Eiríksson fæddist á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 5. desember 1925. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 10. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. október. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 696 orð

Sigurjón Þóroddsson

Elski afi minn. Nú hefur þú kvatt og það er margs að minnast. Fyrst langar mig að þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þær voru mér mjög ánægjulegar og einnig mjög lærdómsríkar oftast nær. Það var alltaf notalegt að koma til þín og ég gat oft gleymt mér við að spjalla við þig. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

SIGURJÓN ÞÓRODDSSON

SIGURJÓN ÞÓRODDSSON Sigurjón Þóroddsson fæddist í Alviðru í Dýrafirði 16. september 1914. Hann lést á heimili sínu 23. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 29. nóvember. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 323 orð

Stefán Gíslason og Guðlaug Katrín Gísladóttir

Á fjórða áratugnum fékk hann land í Kópavogi sem hét Kópavogsblettur 100 og tilheyrði Seltjarnarneshreppi. Þar reisti hann hús sem hlaðið var úr hrauni úr Hafnarfjarðarhrauni. Húsið var vel og fagmannlega unnið. Það stendur enn og veggir þess eru enn heilir og sprungulausir. Kópavogur var lítt byggður á þessum árum. Aðallega voru sumarbústaðir og svo býli. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 105 orð

STEFÁN GÍSLASON OG GUÐLAUG KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

STEFÁN GÍSLASON OG GUÐLAUG KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Stefán Gíslason var fæddur á Meðalnesi í Fellum 1. apríl 1909. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bergljót Jónsdóttir og Gísli Sigfússon bóndi á Meðalnesi. Þau eignuðust níu börn en eitt þeirra lést á unga aldri. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 799 orð

Vilborg Jónsdóttir

Hún Bogga mágkona er dáin og hafði þráð það lengi, líklega næstum frá því að Lalli hennar féll frá. Ung var hún gefin Aðalsteini, og svo voru þau samrýnd og samhent alla tíð, að vel mátti trúa, að hann biði við rúmstokk hennar að taka á móti henni. Hún kom inn í fjölskyldu okkar, þegar kynslóðir voru að skarast með seinna hjónabandi föður okkar og miklum barneignum. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 856 orð

Vilborg Jónsdóttir

Vilborg Jónsdóttir tengdamóðir mín er látin og skorti hana þá aðeins þrjá mánuði í nírætt. Vilborg fæddist og ólst upp á Bíldudal og átti til vestfirskra að telja í báðar ættir. Á Bíldudal var mikið athafnalíf í byrjun þessarar aldar. Uppistaðan var stórútgerð á vegum Péturs Thorsteinssonar og margháttuð önnur umsvif sem henni fylgdu. Meira
5. desember 1997 | Minningargreinar | 244 orð

VILBORG JÓNSDÓTTIR

VILBORG JÓNSDÓTTIR Vilborg Jónsdóttir fæddist á Bíldudal 24. febrúar 1908. Hún lést á Hrafnistu 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Magnúsdóttir f. 12. okt. 1869 á Felli í Tálknafirði, d. 17. apríl 1937 á Bíldudal, og Níels Jón Sigurðsson f. 9. júní 1859 á Hofsstöðum í Gufudalssveit, d. 4. mars 1921 á Bíldudal. Meira

Viðskipti

5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkar VIÐSKI

VIÐSKIPTI með skuldabréf tóku við sér á Verðbréfaþingi Íslands í gær eftir heldur lítil viðskipti undanfarna daga. Heildarviðskipti gærdagsins námu 1.861 milljón króna en þar af voru viðskipti á peningamarkaði 1.337 milljónir króna. Ávöxtunarkrafa spariskírteina ríkissjóðs með liðlega tveggja ára meðallíftíma hækkaði um 5 punkta í 5,37% í viðskiptum gærdagsins. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Baráttan um nethlutina

ER MICROSOFT veldinu ógnað með nýrri byltingu í hugbúnaðargerð og stýrikerfum? Með útbreiðslu Internetsins hefur ný tækni rutt sér braut sem á eftir að hafa mikil áhrif í tölvuheiminum. Á föstudaginn verður ráðstefna á vegum Skýrslutæknifélagsins þar sem fjallað verður um þessa nýju tækni. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Fjölsótt trésmíðavélasýning í Laugardalshöll

FYRIRTÆKIÐ Merkúr hf. kynnti um í samstarfi við SÞ- smiðjuna og Ludvig Larsen í Danmörku nýjustu gerðir af trésmíðavélum frá fjölmörgum af þekktustu framleiðendum í þessum geira. Vel á fjórða tug véla var til sýnis í Laugardalshöll, allt frá minnstu rakamælum upp í plötusagir og kantlímingavélar af fullkomnustu gerð. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Gorbatsjov auglýsir Pizza Hut

MIKHAIL Gorbatsjov, "faðir glasnost, kemur fram í aðalhlutverki í milljón dollara auglýsingu um Pizza Hut, hina kunnu veitingahúsakeðju. Samkvæmt handritinu pantar Gorbatsjov risapítsu og hrópa þá gestir veitingahússins: "Lengi lifi Gorbatsjov, sem færði okkur Pizza Hut." Auglýsingin verður líklega ekki sýnd í Rússlandi. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 638 orð

"Hagkerfi Suður-Kóreu traust til lengri tíma litið"

EFNAHAGSÖRÐUGLEIKAR Suður-Kóreu hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu, en sem kunnugt er hefur nú verið gengið frá umfangsmestu fjárhagsaðstoð sem nokkurt land hefur fengið fyrir tilstilli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF. Mun landið fá að láni um 55 milljarða dala eða sem nemur 3.900 milljörðum íslenskra króna, til að greiða niður skammtímaskuldir bankakerfisins þar í landi. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Hlutabréf í News Corp. ekki hærri í 29 mánuði

HLUTABRÉF í News Corp, fyrirtæki Ruperts Murdochs, hafa ekki verið hærri í 29 mánuði vegna þess að tvær Hollywood kvikmyndir hafa gengið vel og auknar líkur eru á bættum hag fyrirtækisins. Hlutabréf í News Corp seldust á 7,97 Ástralíudala og höfðu hækkað um 15 sent við lokun en komust hæst í 8,04 dolara -- hæsta verð síðan í júlí 1995. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 243 orð

»Hækkandi verði spáð fyrir jólin

EVRÓPSK verðbréf hækkuðu í gær eftir góða byrjun í Wall Street og þar sem búizt er við hækkandi verði fyrir jólin að venju. Dollarinn hefur ekki verið hærri gegn jeni í fimm og hálft ár, en hann lækkaði nokkuð gegn marki. Í London er meira fé aflögu til fjárfestinga en áður og í Hong Kong hækkuðu hlutabréf um 2,4%. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 606 orð

Kostnaður gæti numið 50-60 þúsundum á heimili

EKKI liggur fyrir hvaða kostnaður mun fylgja því að breiðbandsvæða öll heimili landsins eins og nú er stefnt að. Í utandagskrárumræðum um breiðbandið, sem fram fóru á Alþingi í gær, nefndi Halldór Blöndal samgönguráðherra að tengikostnaður gæti numið 50-60 þúsund krónum á hvert heimili. Guðmundur Árni Stefánsson, Þingflokki jafnaðarmanna, telur að skoða eigi aðra möguleika, t.d. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Mikill áhugi á útboði ríkisbanka

Þar segir að mikils áhuga hafi orðið vart á þessu útboði og hafi 16 aðilar sótt gögn vegna þess, en 10 skiluðu inn forvalsgögnum eins og fyrr segir. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt útboð fer fram hér á landi og er umfang þess mikið enda um endurskoðun Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Námskeið í notkun skjámyndakerfa

FTC Framleiðslutækni efnir til námskeiðs í notkun AIMAX skjámyndakerfa dagana 10.­11. desember nk. Kerfi þetta er m.a. notað við rekstur hita- og loftræstikerfa í atvinnuhúsnæði, opinberum byggingum, fjölbýlishúsum o.fl. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Porsche annar ekki eftirspurn

ÞÝZKI sportbílaframleiðandinn Porsche AG kveðst ekki geta annað eftirspurn vegna takmarkandi framleiðsluþátta. Stjórnarformaður Porsche, Wendelin Wiedeking, sagði á árlegum fréttamannafundi fyrirtækisins að það stæði frammi fyrir alvarlegum hindrunum á framleiðslunni, sem mundu takmarka áframhaldandi hagnað og söluaukningu á yfirstandandi fjárhagsári sem lýkur í júlí. Meira
5. desember 1997 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Warner Bros í lægð

WARNER Bros. er í öldudal vegna minni miðasölutekna, sem hafa vakið áhyggjur í Wall Street að sögn New York Times. Ástandið vekur spurningar um aukin hlutverka tveggja aðalæstjórnenda Warner Bros, Roberts Dalys og Terrys Semels að sögn blaðsins. Meira

Fastir þættir

5. desember 1997 | Fastir þættir | 555 orð

AÐVENTUPISTILL

Þáttur nr.: 376 ÁGÆTI lesandi. Þá er komið að síðasta blómi ársins, enda mál að linni, komin aðventa. Óvenjulegu hausti er lokið. Stutt frost snemma í haust rétt dugði til að minna okkur á að taka upp grænmetið og setja niður haustlaukana, en síðan hefur verið ótrúleg veðurblíða, mér liggur við að segja hiti. Meira
5. desember 1997 | Dagbók | 3116 orð

APÓTEK

»»» Meira
5. desember 1997 | Í dag | 141 orð

ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 5. desember, er níræður

ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 5. desember, er níræður Árni Kristinn Hansson, trésmíðameistari, Hrafnistu, Reykjavík. Áður til heimilis á Digranesvegi 62, Kópavogi. Kona hans, Helga Tómasdóttir, lést 1990. Árni verður að heiman í dag. ÁRA afmæli. Sunnudaginn 7. Meira
5. desember 1997 | Fastir þættir | 142 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsannáll fyrir á

NÝLEGA er kominn út bridsannáll ársins 1996. Það er Guðmundur Sv. Hermannsson blaðamaður á Morgunblaðinu sem tekið hefur saman og skrifað ritið sem gefið er út af Bridsblaðinu en fastir áskrifendur þess fá ritið án endurgjalds. Ekki er annað að sjá en vel hafi til tekist og er blað sem þetta ómissandi fyrir alla bridsspilara. Efnið er bæði innlent og erlent, prýtt myndum, en höfundur segir m. Meira
5. desember 1997 | Fastir þættir | 84 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Þegar lokið er 2 kvöldum af 3 í Monnrad-barometer tvímenningi er staða efstu para eftirfarandi: Stefán Garðarsson - Skafti Ottesen1082 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundars.1067 Halldór Þorvaldsson - Baldur Bjartmarsson1039 Kristjana Steingrímsd. - Hanna Friðriksd.996 Geirlaug Magnúsd. Meira
5. desember 1997 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

Annan desember lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni B.A. Sveit Unu Sveindóttur náði forystu strax fyrsta kvöldið, jók hana jafnt og þétt og sigraði með talsverðum yfirburðum. Með Unu spiluðu Stefán Ragnarsson, Grettir Frímannsson og Pétur Guðjónsson. Keppni um næstu sæti var mjög spennandi og eftir bráðabirgðauppgjör voru sveitir Frostrásarinnar og Gylfa Pálssonar jafnar í 2.­3. Meira
5. desember 1997 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí í Garðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Sigrún Kristjana Gylfadóttir og Baldur Ingi Ólafsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Meira
5. desember 1997 | Dagbók | 666 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
5. desember 1997 | Í dag | 477 orð

Ekki samstaðahjá smábáta-eigendum

VELVAKANDA barst eftirfarandi: Ég vil benda á að í frétt í Morgunblaðinu miðvikudaginn 3. desember er fjallað um frumvarp um breytingar á lögum um veiðar smábáta sem sjávarútvegsráðherra mælir fyrir á Alþingi. Í fréttinni kemur fram að samstaða sé meðal smábátaeigenda um frumvarpið. Meira
5. desember 1997 | Í dag | 436 orð

FERÐ um Austurland nýlega var staldrað við á Esk

FERÐ um Austurland nýlega var staldrað við á Eskifirði, þar sem ekkert var um að vera í síldinni, sæmilegt í bolfiski og menn biðu spenntir eftir að skip kæmu síðdegis með loðnufarma, en loðnan er víða undirstaða velmegunar. Stóra spurningin var hvort hún yrði hæf til manneldis eða hvort hún færi öll í bræðslu. Meira
5. desember 1997 | Fastir þættir | 860 orð

Frímerki Pósts og síma hf.

Frímerki til að minnast aldarafmælis Hins íslenzka prentarafélags og aldarafmælis Leikfélags Reykjavíkur. Smáörk helguð íslenzkum árabátum. Í MAÍ var síðast sagt frá þeim frímerkjum, sem Póstur og sími hf. hafði þá gefið út frá áramótum. Svo liðu nokkrir mánuðir, þar til tvö næstu frímerki komu út eða til 3. september. Meira
5. desember 1997 | Fastir þættir | 992 orð

Gróska í byggingu hesthúsa

ÁLAUGARDAG var vígt á Torfastöðum í Biskupstungum veglegt hús fyrir 39 hross sem hjónin Ólafur Einarsson og Drífa Kristjánsdóttir hófu að byggja 19. júlí í sumar. Var húsið byggt við gamalt hesthús og þykir hið veglegasta í alla staði. Óhætt er að segja að hvergi sé eins hátt til lofts og vítt til veggja og í nýja hesthúsinu að Torfastöðum. Meira
5. desember 1997 | Fastir þættir | 118 orð

Hektor í góðum málum

Í ÚTTEKT á þeim stóðhestum sem möguleika eiga á að ná 1. verðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti í þriðjudagsblaðinu féll nafn Hektors frá Akureyri niður. Staða hans er býsna góð vantar samkvæmt því er segir í Hrossaræktinni aðeins eitt stig, er með 119. Hann er með 19 dæmd afkvæmi en að vísu með -2 í afkvæmafrávik. Meira
5. desember 1997 | Fastir þættir | 240 orð

Langholtskirkja.

Á MORGUN, laugardaginn 6. desember, er Samhjálp með opið hús í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, frá klukkan 14 til 17. Að venju verður vandað til dagskrár. Sönghópur úr Vox Femine, sem er hluti af Kvennakór Reykjavíkur, kemur í heimsókn kl. 15.30 og syngur jólalög, gospel og önnur lög. Samhjálparkórinn mun leiða almennan kórasöng við undirleik hljómsveitarinnar. Meira
5. desember 1997 | Í dag | 65 orð

mbl.is.

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Meira

Íþróttir

5. desember 1997 | Íþróttir | 233 orð

Allir óánægðir hjá Essen

Patrekur Jóhannesson og samherjar í Essen máttu sætta sig við eins marks tap, 26:25, á móti Dutenhofen í 3. umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld. "Ástandið er ekki gott hjá okkur og allir eru óánægðir," sagði Patrekur við Morgunblaðið. "Við vorum ekki nógu góðir en staða liðanna er áþekk ­ við erum neðstir í 1. deild en þeir efstir í 2. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 1282 orð

Brasilía byrjar titilvörnina á móti Skotlandi

HEIMSMEISTARAR eimsmeistarar Brasilíu hefja titilvörnina á móti Skotum á nýja franska þjóðarleikvanginum í París 10. júní. Í gær var dregið í riðla á leikvanginum í Marseille að viðstöddum 38.000 áhorfendum og er þetta í fyrsta sinn sem athöfnin fer fram utanhúss. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 437 orð

Enn tapar Golden State án Sprewells

Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt og hefur nú tapað 14 af fyrstu 15 leikjum sínum á tímabilinu. Liðið lék án Latrells Sprewells, sem var settur í leikbann eftir að hann réðst á þjálfara liðsins, P.J. Carlesimo, á æfingu á mánudaginn. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 57 orð

Gagnrýni á dómara kostaði 300.000 kr.

ULE Höness, framkvæmdastjóra Bayern M¨unchen, var gert að greiða 7.500 mörk (um 300.000 kr.) fyrir að gagnrýna dómara eftir leik Bayern og 1860 M¨unchen, sem fór fram 1. nóvember sl. og lauk 2:2. Dómarinn rak varnarmanninn Samuel Kuffour af velli og sagði Höness að dómarinn ætti aldrei að dæma aftur í M¨unchen. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 134 orð

HM-bikarinn til sýnis í Frakklandi BIK

BIKARINN, sem Brasilíumenn koma til með að verja í Heimsmeistarakeppninni í sumar, verður til sýnis á keppnisstöðunum og víðar frá mars fram í maí. Bikarinn er í París og á eftir að fara með hann til Lens, Nantes, Bordeaux, Montpellier, Marseille, Toulouse, Lyon og St. Etienne. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 18 orð

Í kvöld

Handknattleikur Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit: Selfoss:Selfoss - Fram20 Seljaskóli:ÍR-b - UMFA20 1. deild kvenna: Vestm. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 168 orð

Körfuknattleikur 1. deild ÍS - Stjarnan64:62 NBA-deildin Leikir aðfaranótt fimmtudags: Boston - Chicago87:97 Detroit -

NHL-deildin Buffalo - Anaheim4:0 Montreal - Los Angeles2:0 Philadelphia - Boston0:3 Carolina - NY Islanders5:3 Tampa Bay - Phoenix2:1 Dallas - Edmonton4:1 Calgary - Detroit3:4 Skíði Heimsbikarinn Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 449 orð

MILAN Cvirk,

MILAN Cvirk, miðvallarleikmaður hjá Kosice í Slóvakíu, lést í bifreiðaslysi á þriðjudaginn og annar leikmaður liðsins, Albert Rusnak, fótbrotnaði á báðum fótum. Hann mun ekki leika knattspyrnu næstu sex mánuðina. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 70 orð

Ronaldo fór á kostum

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo sýndi snilli sýna fyrir framan 38.000 áhorfendur í Marseille í upphitunarleik fyrir HM-dráttinn ­ þegar heimslið lagði Evrópulið að velli 5:2. Evrópuúrvalið fékk óskabyrjun þegar Marius Lacatus, Rúmeníu, skoraði eftir eina mín. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 65 orð

Sér ekki eftir Hartson

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekki sjá eftir að hafa selt John Hartson til West Ham á 3,5 millj. pund, en Hartson hefur skorað 17 mörk í 20 leikjum fyrir "Hammers." Það voru tvær ástæður fyrir að við létum hann fara, við fengum góða peningaupphæð fyrir hann og John vildi fara." Hartson var varamaður Ians Wrights, sem setti glæsilegt markamet fyrir stuttu. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 205 orð

Sigurður er mesti markvarðahrellirinn

SIGURÐUR Sveinsson, þjálfari og leikmaður með HK, er sá leikmaður í 1. deildar keppninni í handknattleik, sem hrellir markverðina mest. Sigurður hefur skorað 82 mörk í ellefu leikjum, eða að meðaltali 7,4 mörk í leik. Næstur á blaði kemur Eyjamaðurinn Zoltán Belányi, markakóngurinn frá því í fyrra, með 78 mörk. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 167 orð

Veðjað á Brasilíu

Heimsmeisturunum frá Brasilíu, sem mæta Skotum 10. júní á Stade de France í París, upphafsleiknum í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi næsta sumar, er spáð sigri í keppninni. Veðmálin standa þrír gegn einum Brasilíumönnum í hag, en fyrir dráttinn var staðan 100-30. Brasilía leikur í riðli með Skotlandi, Noregi og Marokkó. Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 99 orð

Þeir hafa skorað mest Mar

Markahæstu leikmenn 1. deildarkeppninnar í handknattleik, þegar keppnin erhálfnuð: Sigurður Sveinsson, HK82/36 Zoltán Belányi, ÍBV78/40 Ragnar Óskarsson, ÍR76/18 Rögnvaldur Johnsen, Víkingi73/19 Oleg Titov, Fram67/19 Guðmundur Petersen, FH64/14 Halldór Sigfússon, Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 293 orð

Ætla ekki að gefast upp, ekki ennþá!

Viggó Sigurðsson, þjálfari 1. deildarliðsins Wuppertal, sem hefur komið liða mest á óvart í Þýskalandi, var mjög harðorður í grein um ástandið í Wuppertal í hinu kunna þýska íþróttablaði Sport Bild, sem kom á götur Þýskalands á miðvikudaginn. Viðtalið var undir fyrirsögninni "Alltaf verið að deila á hann". Meira
5. desember 1997 | Íþróttir | 174 orð

(fyrirsögn vantar)

GUÐNI Rúnar Helgason, knattspyrnumaður sem lék með Íslandsmeisturum ÍBV sl. sumar, hefur gert eins og hálfs árs samning við þýska 2. deildarliðið Wattenscheid. Meira

Úr verinu

5. desember 1997 | Úr verinu | 254 orð

Ellefu hagsmunasamtök og opinberir aðilar styðja Fish Tech '99-sýninguna

ELLEFU íslensk hagsmunasamtök og opinberir aðilar hafa gerst opinberir stuðningsaðilar íslensku sjávarútvegssýningarinnar Fish Tech '99, sem haldin verður í Reykjavík í september 1999. Umræddir stuðningsaðilar eru: Alþýðusamband Íslands, Fiskifélag Íslands, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Reykjavíkurborg, Samtök fiskvinnslustöðva, Samtök iðnaðarins, Meira
5. desember 1997 | Úr verinu | 266 orð

Engin sölutregða er á mörkuðum fyrir mjöl

"ÞAÐ er engin sölutregða en þetta háa verð, sem nefnt hefur verið í fjölmiðlum, 500 sterlingspund eða um 60.000 kr. fyrir mjöltonnið, gildir aðallega fyrir eina og eina sölu og ekki mikið magn á bak við það," sagði Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR-mjöls, um viðskiptin á mjölmarkaðinum en þau hafa verið fremur róleg að undanförnu eins og raunar jafnan á þessum tíma. Meira
5. desember 1997 | Úr verinu | 106 orð

Gegn veiðileyfagjaldi

BÆJARSTJÓRN Eskifjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu gegn veiðileyfagjaldi. Samþykktin er samþykkt af öllum bæjarfulltrúum nema fulltrúa Alþýðuflokksins, sem sat hjá við atkvæðagreisðlu. Ályktunin er svohljóðandi: "Bæjarstjórn Eskifjarðar lýsir andstöðu sinni við þá hugmynd að setja sérstakt veiðileyfagjald á veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 547 orð

Af því húneltir mig

SIGRÚN Jóhannsdóttir var í 10. bekk í Foldaskóla þegar hún ákvað að rannsaka kenningu sálfræðingsins Piaget um þroskastig barna. Fyrsta hluta rannsóknarinnar gerði hún í félagi við tvær bekkjarsystur sínar en mál atvikuðust svo að hún vann úr niðurstöðunum einsömul. Þá var verkefnið orðið mun viðameira en þær ætluðu í fyrstu. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 13 orð

ATHAFNAKONA Á SKÓLABEKK/2HUGLEIÐSLA OG BETRA LÍF/3

ATHAFNAKONA Á SKÓLABEKK/2HUGLEIÐSLA OG BETRA LÍF/3BLÁKLÆDDUM HAMPAÐ MEIRA/4SYSTKINI FATLAÐRA BARNA/5HUGMYNDAKEPPNI UNGS FÓLKS/6HÖNNUÐIR Í M Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 707 orð

Athafnakona stútfull af hugmyndum

"ÞÉR er hér með boðið í nuddpottinn sem verður þar sem gosbrunnurinn var í gamla daga en hann á að rúma um fjörutíu konur," sagði Linda glaðhlakkalega þegar við hittumst í Baðhúsinu í Ármúla sem uppúr áramótum flytur í Brautarholtið þar sem skemmtistaðurinn Þórscafé var til margra ára. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 1403 orð

Bláklæddum hampað meira en bleikklæddum Eru strákar óalandi og óferjandi? Er geðheilsa þeirra jafnvel í hættu vegna rangra

Á MÁLÞINGINU "Strákar í skólum", sem haldið var í síðustu viku, var athyglinni beint að slæmri stöðu drengja í skólakerfinu. Hegðun þeirra þykir í mörgu ábótavant og m.a. kom fram að þeir ná ekki jafngóðum árangri í skóla og stúlkur, Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 588 orð

Hugleiðslan hefur fært honum annað og betra líf

FRIÐRIK Karlsson hljóðfæraleikari telur sig spila betur á gítarinn eftir að hann tók að stunda hugleiðslu og jóga. "Í minni vinnu er mikið um mótlæti og alls kyns stapp og stress og ég tel að maður nái betri árangri með þessu móti," segir hann. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 552 orð

Innan skynsam-legra marka

ÞURÝ Ósk Axelsdóttir rannsakaði áhrif lúpínu á framvindu fljúgandi skordýra í valáfanga í líffræði í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og var þá þegar sagt að ef verkefnið yrði vel gert gæti hún tekið þátt í Hugvísi fyrir árið 1997. Svo fór að Þurý Ósk fór alla leið til Mílanó með verkefnið sitt í farteskinu þar sem hún tók þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 601 orð

Íþróttaálfurinn vill verða jafn frægur og Tinni

MAGNÚS Scheving og Halldór Baldursson eru að vinna að gerð kynningarteiknimyndar um Latabæ sem þeir vilja sýna bandaríska kvikmyndagerðarrisanum Walt Disney. Latibær og íbúar hans hafa verið í mótun síðastliðin átta ár að þeirra sögn en fyrsta barnabókin, Áfram Latibær, kom út árið 1995. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 92 orð

Jólafötinúr velúr

SAMKVÆMISKLÆÐNAÐUR frá Sissu ­ tískuhúsi var sýndur í LA Café síðastliðið laugardagskvöld. Að sögn Arnþrúðar Karlsdóttur, eiganda tískuhússins, eiga síðir kjólar, stutterma eða síðerma, síðar innikápur og bólerójakkar mestum vinsældum að fagna. "Velúrefni er áberandi mikið í tísku núna. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 480 orð

Konur í viðskiptum hasla sér völl

"Í DAG förum við í verkefni sem tengjast stefnumótun og skoðum viðskiptamódel sem hannað hefur verið sérstaklega fyrir frumkvöðla," sagði Ingibjörg Tómasdóttir við 25 áhugasamar konur sem sátu í matsal Ráðhúss Reykjavíkur og hlýddu á mál hennar. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 520 orð

Margþætt hönnun í einu húsi

Í HIMINBLÁU húsi við Ingólfsstræti 8 er rekin fjölþætt starfsemi á sviði hönnunar, "svona gott bland í poka," eins og einn starfsmannanna sjö orðaði það. Teiknistofan var opnuð nýlega og þar starfa í sátt og samlyndi iðnhönnuður, landslagsarkitekt, þrír innanhússarkitektar og tveir arkitektar. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 850 orð

Systkini fatlaðra barna vilja stundum gleymast

SYSTKINUM fatlaðra barna finnst þau oft höfð útundan og eru látin bera ábyrgð án þess að skilja nákvæmlega af hverju eða til hvers er ætlast af þeim segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Meira
5. desember 1997 | Daglegt líf (blaðauki) | 390 orð

Ungir vísindamenn hittast og skerpa hugsun sína

HUGVÍSIR er hugmyndasamkeppni ungs fólks sem haldin er árlega á vegum fyrirtækisins Ísaga, Hins Hússins og menntamálaráðuneytisins. Keppninni er meðal annars ætlað að efla frumlega hugsun, sköpunargleði, rökhugsun og vönduð vinnubrögð ungs fólks og til að hvetja ungt fólk til dáða á sviði vísindanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.