Greinar þriðjudaginn 13. janúar 1998

Forsíða

13. janúar 1998 | Forsíða | 108 orð

Bandaríkin hlynnt

LEIÐTOGAR Bandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, munu á föstudag undirrita í Washington sérstakan samstarfssáttmála þar sem kveðið verður á um stuðning Bandaríkjastjórnar við tilraunir ríkjanna til að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sagði bandaríska stórblaðið The New York Times frá þessu í gær. Meira
13. janúar 1998 | Forsíða | 129 orð

Ekkert lát á blóðbaðinu

EITT hundrað og þrír óbreyttir borgarar voru myrtir í Alsír í fyrrinótt og 70 særðust, margir lífshættulega. Hafa þá meira en 1.100 manns fallið í árásum hryðjuverkamanna síðan föstumánuður múslima hófst 30. desember sl. Meira
13. janúar 1998 | Forsíða | 209 orð

Írakar stöðva vopnaeftirlit

ÍRAKSSTJÓRN tilkynnti í gær, að starfsemi vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna í landinu yrði stöðvuð í dag vegna þess, að yfirmaður hennar væri Bandaríkjamaður, sem hún sakar um njósnir. Bandaríkjastjórn mótmælti tilkynningunni harðlega og sagði Íraksstjórn ekki geta ákveðið hverjir væru í eftirlitsnefndinni. Meira
13. janúar 1998 | Forsíða | 53 orð

Kafaldssnjór í Jerúsalem

ÓVENJULEGT fannfergi er í Miðausturlöndum og í Jerúsalem var í gær 20 cm jafnfallinn snjór. Er vitað um tvö dauðsföll af völdum veðursins, sem margir láta sér þó vel líka. Yfirleitt gerir eitthvert fjúk í Jerúsalem á hverjum vetri en mest snjóaði þar 1950 þegar mjöllin var 70 cm djúp. Meira
13. janúar 1998 | Forsíða | 143 orð

Kreppan tekur nýjan kipp

FJÁRMÁLAKREPPAN í Asíu tók nýjan kipp í gær þegar gengi verðbréfa í Hong Kong tók djúpa dýfu og gengi tælenzka gjaldmiðilsins náði nýju lágmarki. Ný teikn um að efnahagur Suður-Kóreu sé kominn yfir versta hjallann urðu þó til að draga úr áhyggjum áhrifamestu seðlabankastjóranna, sem funduðu í Sviss um aðstoð við Asíuríkin og áhrif asísku kreppunnar á efnahagslíf heimsins. Meira
13. janúar 1998 | Forsíða | 313 orð

Samkomulag um nýjar friðartillögur

RÍKISSTJÓRNIR Bretlands og Írlands náðu í gær samkomulagi um nýjar tillögur, sem vonast er til að stuðli að friði á Norður-Írlandi og blási lífi í friðarviðræður flokka mótmælenda og kaþólikka í Belfast. Meira

Fréttir

13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 239 orð

16 í prófkjör Sjálfstæðisflokksins

OPIÐ prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga vorið 1998 verður haldið laugardaginn 7. febrúar 1998 nk. og hefst kl. 10 árdegis í Hamraborg 1, 3. hæð, kjörfundi lýkur kl. 22 sama dag. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

20-30% aukning í Kanaríferðum

ÚTLIT er fyrir að farþegar með Flugleiðum til Kanaríeyja í vetrarferðum verði 30% fleiri en síðastliðinn vetur. Með leiguflugi á vegum ferðaskrifstofunnar Heimsferða fara að öllum líkindum fimmtungi fleiri en í fyrra. Á fimmta þúsund manns fara til Kanaríeyja með Flugleiðum og hátt í þrjú þúsund með leiguflugi Heimsferða ef að líkum lætur. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 164 orð

50 uppreisnarmenn falla

AÐ MINNSTA kosti 50 uppreisnarmenn biðu bana í átökum við stjórnarher Búrúndís nálægt höfuðborg landsins, Bujumbura, á sunnudag. Sjónarvottar sögðu að hermenn hefðu beitt þyrlum og flugvélum til að skjóta flugskeytum á uppreisnarmenn úr röðum Hútúa, sem eru í meirihluta í Búrúndí. Talsmaður hersins sagði að fimmtíu uppreisnarmenn hefðu verið drepnir og aðeins einn stjórnarhermaður. Meira
13. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 199 orð

Aldrei fleiri sýningargestir

YFIR 2.000 manns komu á sýninguna Vetrarsport'98 í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Félag vélsleðamanna í Eyjafirði hefur staðið fyrir veglegri útilífssýningu á þessum árstíma um árabil en sýningargestir hafa aldrei verið jafnmargir og nú. Kjartan Snorrason, formaður sýningarnefndar, sagði sýninguna hafa tekist mjög vel og sýnendur hafa verið mjög ánægðir. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 286 orð

Andlát ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON ÞORVAL

ÞORVALDUR Guðmundsson, forstjóri í Síld og fiski, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi laugardagsins 10. janúar sl., 86 ára að aldri. Þorvaldur fæddist 9. desember 1911 í Holti undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórarinn Sveinbjörnsson sjómaður, síðar verkstjóri í Reykjavík, og Katrín Jónasdóttir húsmóðir. Þorvaldur fluttist með móður sinni til Reykjavíkur árið 1913. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 220 orð

Aukin verkefni og ný þota til flutninga

FLUGLEIÐIR skipta í mars um þotu sem notuð hefur verið í fraktflugi til Evrópu í vetur. Notuð hefur verið Boeing 737-300 QC þota sem hæf er bæði til farþega- og fraktflugs þar sem skamman tíma tekur að taka úr henni sætin og koma þeim aftur fyrir. Vegna aukinna verkefna verður tekin í notkun þota sem eingöngu sinnir fraktflugi. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Áhersla lögð á ökuhraða og öryggisbelti

LÖGREGLULIÐ á Suðvesturlandi munu á tímabilinu frá 13. til 19. janúar nk. standa fyrir sameiginlegu átaki í umferðarmálum. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á notkun öryggisbelta, ökuhraða og ástand hjólbarða ökutækja. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 140 orð

Ásakanir um launráð

HELSTA stjórnarandstöðuhreyfing Hvíta-Rússlands, Alþýðufylkingin, vísaði í gær harðlega á bug fullyrðingum um að hún væri að undirbúa að steypa Alexander Lúkasjenkó forseta af stóli. Því var haldið fram í ríkissjónvarpi Hvíta-Rússlands, sem stjórnað er af stjórnvöldum, á sunnudagskvöld. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 590 orð

Bretar og Írar semja um nýja friðaráætlun

RÍKISSTJÓRNIR Bretlands og Írlands lögðu í gær fram nýjar tillögur um hvernig reynt yrði að leysa deilu mótmælenda og kaþólikka um framtíð Norður-Írlands. Gert er ráð fyrir að samið verði um þær í friðarviðræðunum, sem hófust að nýju í Belfast í gær eftir mánaðar hlé. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 472 orð

"Brýn nauðsyn að ræða siðferði vísinda og tækni"

VIGDÍSI Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, hefur verið falið að taka við formennsku fyrirhugaðs Alþjóðaráðs um siðferði í vísindum og tækni, sem mun starfa á vegum UNESCO, Menningar- og vísindamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 238 orð

Cook hyggur á skilnað

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá því á sunnudag að hann hyggðist skilja við konu sína, Margaret, og giftast ritara sínum, Gaynor Regan. Fjölmiðlar hafa verið margorðir um ástir Cooks. Tony Blair, forsætisráðherra, lýsti fullum stuðningi við Cook og neitaði því að skilnaður hans myndi gera hann óhæfan til að gegn starfi sínu. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 350 orð

Ekki hreyft við átta efstu sætunum

FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, sem haldnar verða í vor, verður ákveðinn á fundi Varðar ­ fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ­ á Hótel Sögu annað kvöld. Fyrir fundinn verður lögð tillaga kjörnefndar um skipan listans. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Engin íslensku 737 þotnanna í bráðaskoðun

ENGIN Boeing 737 þota í notkun hjá íslensku flugfélögunum er framleidd eftir 20. september 1995 og því ekki þörf sérstakrar bráðaskoðunar á þeim. Boeing verksmiðjurnar hafa fyrirskipað bráðaskoðun á 737-300/400 og 500 gerðunum sem framleiddar eru eftir áðurgreindan tíma í framhaldi af því er nýleg þota SilkAir fórst. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 115 orð

Enginn veggur heill

ÞÚSUNDIR kínverskra bænda og fjölskyldur þeirra bjuggu sig í gær undir hugsanlega eftirskjálfta jarðskjálftans sem jafnaði við jörðu 130 þúsund íbúðarhús í Hebei-héraði á laugardag. Um hálf milljón manns varð heimilislaus og allt að 50 manns biðu bana er hús hrundu. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fann hauskúpu af rostungi

HAUSKÚPA af rostungi fannst í fjörunni í landi Bæjarskerja í Sandgerði síðastliðinn sunnudag, en um 100 ár eru liðin síðan hauskúpa af rostungi fannst síðast á Suðurnesjum. Það var níu ára gamall drengur, Elías Mar Caripis Hrefnuson, nemandi í 4. bekk grunnskólans í Sandgerði, sem fann hauskúpuna þegar hann var á gönguferð um fjöruna ásamt Gunnlaugi Sveinbjörnssyni. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 24 orð

Farsímamastur á Strandarheiði

Farsímamastur á Strandarheiði Á VEGUM Íslenska farsímafélagsins er verið að reisa rúmlega 50 metra hátt farsímamastur við Litla-Hrafnhól á Strandarheiði. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 291 orð

Fámennt í miðborg á rólegri helgi

HELGIN var fremur róleg hjá lögreglu. Fámennt var í miðbænum á föstudag en heldur fleira á laugardaginn. Um helgina voru 14 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru hátt á níunda tug ökumanna stöðvaðir vegna hraðaksturs og urðu sumir þeirra að sjá á eftir skírteinum sínum. Meira
13. janúar 1998 | Landsbyggðin | 127 orð

Félagslegar íbúðir vandamál

"Vert er að hafa í huga að eftirspurn eftir íbúðum í félagslega kerfinu hefur minnkað. Víða er þetta orðið vandamál en sveitarfélögum ber skylda til að leysa til sín íbúðir sem ekki seljast. Í upphafi árs 1998 verða 9­10 íbúðir skráðar í eigu Húsavíkurkaupstaðar. Þær eru flestar í leigu," sagði Einar ennfremur þegar fjárhagsáætlun yfirstandandi árs var lögð fram. Meira
13. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Fjórtán óhöpp í umferðinni

FJÓRTÁN umferðaróhöpp hafa orðið síðustu daga á Akureyri og mikið eignatjón í sumum þeirra, en lítil meiðsl á fólki. Alls voru tuttugu og fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í bænum, einn var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur, þrettán voru kærðir fyrir að hafa ekki ökuskírteini sitt meðferðis og þá klippti lögregla númer af átta bifreiðum, Meira
13. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Fjölmenni í fjallinu þrátt fyrir þoku og snjókomu

ALLT að 500 manns renndu sér á skíðum í Hlíðarfjalli á sunnudag, en þá var skíðasvæðið opnað í fyrsta sinn á þessum vetri. Veðrið var reyndar ekki upp á það besta, þoka og snjókoma. "Fólk lætur það ekki á sig fá þegar tækifærið kemur," sagði Ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða og var ánægður með viðtökurnar þennan fyrsta skíðadag vetrarins. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

Framsetningin villandi í skilningi samkeppnislaga

SAMKEPPNISSTOFNUN telur að framsetning auglýsingar Happdrættis Háskóla Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu 9. janúar síðastliðinn ásamt leiðréttingu 10. janúar, sé villandi í skilningi samkeppnislaga og í henni sé gerður ósanngjarn samanburður á vinningum hjá HHÍ og Vöruhappdrætti SÍBS. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ veitir að venju nokkra fræðimannastyrki til rannsókna í aðildarríkjum bandalagsins og samstarfsríkja þess. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á málefnum sem snerta Atlantshafsbandalagið og er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Fyrirlestur um síldveiðar Svía við Ísland

HREFNA M. Karlsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur fimmtudaginn 15. janúar í boði Rannsóknaseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands og nefnist hann: Síldveiðar Svía við Ísland 1945­1962. Fyrirlesturinn verður fluttur í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 526 orð

Gengið verði frá öllum samningum samtímis

GUÐMUNDUR I. Eyjólfsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna, segist telja að þróunin verði sú að Tryggingastofnun ríkisins geri samninga við sérfræðinga í hverri sérgrein fyrir sig en þær eru 16. Hann segir sérfræðinga hins vegar vilja ganga frá samningunum í einu lagi. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 219 orð

Göngustígur verði færður inn í kirkjugarðinn

GUÐRÚN Jónsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, hefur lagt fram tillögu í Skipulags- og umferðarnefnd Reykjavíkurborgar um að óskað verði eftir viðræðum við stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis um að færa göngustíginn, sem liggur meðfram Suðurgötu frá Kirkjugarðsstíg að Hringbraut, inn í kirkjugarðinn við Suðurgötu. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 415 orð

Hreinsun strandlengjunnar verði lokið árið 2000

Ný hreinsi- og dælustöð gangsett við Ánanaust Hreinsun strandlengjunnar verði lokið árið 2000 NÝ hreinsi- og dælustöð við Ánanaust var gangsett í gær og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að stöðin væri eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í hreinsun umhverfis hér á landi. Meira
13. janúar 1998 | Miðopna | 1359 orð

Hugleiðing um kristnitökuna á Alþingi árið 1000

Þ AÐ hefur lengi verið mér umhugsunarefni, hvers vegna Þorgeir Ljósvetningagoði, er á þeim tíma var lögsögumaður, hafi svo fyrir mælt, svo sem greint er frá í Kristni sögu, "at allir menn skyldu vera skírðir á Íslandi ok trúa á einn guð". Meira
13. janúar 1998 | Landsbyggðin | 88 orð

Húsdýraúrgangur til landgræðslu

Hafsteinn Hilmarsson hjá verktakafyrirtækinu Hafsteinn og Gunnar segir að búið sé að aka um 500 tonnum af loðdýraúrgangi og um eitt þúsund tonnum af mold á Vogastapa þar sem efnin verði hörpuð og grasfræi blandað í þau og síðan dreift til uppgræðsluörfokalands. Það eru samtökin Gróður í landnámi Ingólfs sem standa fyrir þessu framtaki. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Í lífshættu eftir raflost og fall

MAÐUR slasaðist lífshættulega þegar hann snerti rafstreng með 11 þúsund volta spennu í gærmorgun og féll úr mastri á mótum Hafravatnsvegar og Vesturlandsvegar þar sem hann var við vinnu sína. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

"Jaðrar við náttúruhamfarir"

"Í DAG er sjötti dagurinn í röð með stöðugri norðaustanátt hér á Rangárvöllunum og sandfokið hefur farið stigversnandi. Sand- og moldarmökkinn leggur yfir meginhluta Rangárvallasýslu," segir Sveinn Runólfsson landgræðuslustjóri. Mikið hvassviðri hefur verið á þessum slóðum og sandbylur samfleytt frá því um miðja seinustu viku. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Jarðskjálfti skammt norðan Sauðárkróks

JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 2,6 á Richter, varð skammt fyrir norðan Sauðárkrók laust fyrir kl. 7 í gærmorgun. Upptök hans voru á Reykjaströnd, 8-10 km fyrir norðan bæinn. Urðu menn á Sauðárkróki skjálftans varir en sjaldgæft er að jarðskjálftar verði á þessum slóðum, þó að stórir skjálftar séu ekki óalgengir úti fyrir mynni Skagafjarðar, skv. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 306 orð

Jeltsín á myndband RÚSSNESK stjórnvöld lýstu þ

RÚSSNESK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að Borís Jeltsín Rússlandsforseti myndi mæta til vinnu í næstu viku, og tilkynntu jafnframt um fyrirhugaðar utanlandsferðir hans í febrúar. Stjórnvöld reyna með öllum ráðum að slá á sögusagnir um veikindi forsetans, sem er sagður í vetrarfríi. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 362 orð

KK, Sixties og Clapton

ÓHREINT eldsneyti hefur verið að hrella íslensku jeppana á Suðurskautslandinu undanfarið. Svo virðist sem jeppamenn hafi fengið óhreina dísilolíu á bílana í Svea-bækistöðinni og þurfti ört að skipta um síur eða hleypa af þeim á víxl. Jeppamennirnir voru með nóg af varasíum og því vel haldnir, en minna var til af síum í snjóbílana og olli það snjóbílaeklum nokkrum áhyggjum. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

LEIÐRÉTT Formaður Neytendasamtakanna

Í VIÐTALI við Jón Magnússon lögmann í síðustu viku kom fram að hann hefði verið formaður Neytendasamtakanna frá árunum 1978­1981. Hið rétta er að þá var Reynir Ármannsson formaður samtakanna en Jón sat í stjórn þeirra. Jón var formaður Neytendasamtakanna frá 1982­1984. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 176 orð

Leikreglur samstarfssamnings brotnar

JÓHANN G. Bergþórsson, annar tveggja sjálfstæðismanna í meirihlutanum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segir að leikreglur samstarfssamnings meirihlutans hafi verið brotnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í síðustu viku. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 316 orð

Margir biðu eftir að Öxnadalsheiði yrði opnuð

LOKSINS fór að snjóa á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi um helgina og það ríflega. Vonskuveður var víða í gær og var mikil hálka og skafrenningur á þjóðvegum. Ófært var á mörgum fjallvegum. Öxnadalsheiði var kolófær fram eftir degi í gær, Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 287 orð

Málþing um skattborgarann og skattkerfið

"GJALDIÐ keisaranum það sem keisarans er..." Skattborgarinn og skattkerfið er heiti á opnu málþingi sem Félag löggiltra endurskoðenda og Lögmannafélag Íslands gangast fyrir föstudaginn 16. janúar nk. á Hótel Loftleiðum, Þingsölum 1­4, kl. 13.20­16.30. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 163 orð

Megrunarjógúrt á markað

BRESKT lyfjafyrirtæki hyggst, í samstarfi við sænskt mjólkurbú, setja á markað jógúrt sem dregur úr matarlyst. Jógúrtin kallast maval og í henni er efnið olibra sem lyfjafyrirtækið segir náttúrulegt og því hættu á aukaverkunum hverfandi, ólíkt því sem gerist með mörg megrunarlyf sem dragi úr fitupptöku. Olibra er unnið úr pálmaolíu, fitulipíðum, kornolíu og vatni. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 176 orð

Netanyahu hélt velli

RÍKISSTJÓRN Benjamins Netanyahus hélt velli er greidd voru atkvæði um vantraust á hana á Ísraelsþingi í gær. Þetta var í fyrsta sinn sem stjórn Netanyahus stóð frammi fyrir slíkri prófraun á þinginu, Knesset, eftir að klofningur varð í stjórnarliðinu fyrir rúmri viku með afsögn utanríkisráðherrans, Davids Levy, sem skildi stjórnina eftir hangandi á bláþræði. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 298 orð

Norðurál kveðst hafa tryggt átta milljarða lán frá 12 bönkum

GENGIÐ hefur verið frá láni tólf banka til byggingar álvers á vegum Norðuráls hf. á Grundartanga. Kenneth Peterson, stjórnarformaður Norðuráls og eigandi Columbia Ventures Corporation, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að alls væri um að ræða lán að andvirði 110 milljóna dollara (tæplega átta milljarða króna) og þar af myndi Fjárfestingabanki Íslands (FBA) lána sjö milljónir dollara Meira
13. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 366 orð

Nýjar varmadælur leysa þær eldri af hólmi

VARMADÆLUR sem verið hafa í notkun hjá Hitaveitu Akureyrar í tæp 14 ár, frá 30. apríl 1984 hafa verið teknar út úr húsnæði veitunnar við Þórunnarstræti en nýjar dælur munu leysa þær af hólmi og er verið að setja þær upp. 78 þúsund klukkutíma í gangi Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Nýr prestur á Seltjarnarnesi

SIGURÐUR Grétar Helgason guðfræðingur hlaut flest atkvæði í prestskosningu í Seltjarnarnesprestakalli sem fram fór á sunnudag og verður því ráðinn prestur þar. Hann tekur við af séra Hildi Sigurðardóttur sem lætur af starfi vegna búferlaflutninga. Sóknarprestur í prestakallinu er Solveig Lára Guðmundsdóttir. Meira
13. janúar 1998 | Landsbyggðin | 117 orð

Nýtt íþróttahús rís á Hellu

Selfossi-Það voru leikskólabörnin á Hellu sem tóku fyrstu skóflustunguna að nýju íþróttahúsi sem kemur til með að þjónusta íbúa á Hellu og nágrenni. Íþróttahúsið er 1215m að stærð og er byggt upp úr límtré og Yleiningum frá Límtré hf. Í mörg ár hafa íbúar Hellu beðið eftir því að fá íþróttahús en fyrir er mjög góð aðstaða til sundiðkunar. Meira
13. janúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Puðað í líkamsrækt

FJÖLMARGIR landsmenn eru farnir að huga að línunum og þá ekki síst þeir sem bætt hafa einhverjum kílóum á sig yfir hátíðirnar. Eftir að hafa stigið á vigtina fara margir að stunda líkamsrækt í janúarmánuði og svo er alltaf nokkuð stór hópur sem æfir reglulega allt árið og hugsar vel um heilsuna. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 501 orð

Rafmagn komið á í miðborg Montreal

ALLT athafnalíf var meira og minna úr skorðum í Montreal í Kanada fram eftir degi í gær, fjórða daginn í röð, vegna rafmagnsleysis af völdum veðurs sem geisaði frá mánudegi til föstudags í síðustu viku. Síðdegis í gær tókst að koma á rafmagni í miðborginni og lífið í borginni fór smám saman að færast í eðlilegt horf. Meira
13. janúar 1998 | Miðopna | 1648 orð

Reykingar á Reykjalundi Meira álitamál hv

Á KVEÐIÐ hefur verið að herða reykingabann á endurhæfingarmiðstöðinni Reykjalundi þannig að frá og með 1. febrúar næstkomandi verður hún alveg reyklaus að því er Ríkissjónvarpið greindi nýlega frá. Sigurður Líndal lagaprófessor kvaðst efast um að þetta stæðist gagnvart jafnræðisreglum stjórnskipunar okkar. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 461 orð

Ringulreið í máli Kaczynskis

SAKSÓKNARI í Sacramento í Kaliforníu hefur hafnað annarri tillögu að dómssátt frá Theodre Kaczynski, sem talinn er vera svonefndur Unabomber, um að hann játi sig sekan til þess að komast hjá líflátsdómi fyrir að hafa orðið þrem að bana og slasað 29 með bögglasprengjum. The New York Timesgreindi frá þessu í gær. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ron Phillips á Íslandi

DR. RON Phillips, forstöðumaður Central Baptist Church, í Bandaríkjunum verður staddur hér á landi dagana 13.-15. janúar. Hann er mörgum kunnur úr sjónvarpsþáttunum "Boðskapur Central Baptist kirkjunnar" sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni Omega. Í kvöld verður hann í viðtali í beinni útsendingu í Kvöldljósi á Omega kl. 21.30. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Samþykkt um brottvikningu dregin til baka

STJÓRN Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði hefur sent bæjarfulltrúunum fjórum, sem vísað var úr félaginu í apríl á síðasta ári, bréf þess efnis að stjórnin dragi til baka samþykkt sína frá 22. apríl 1997, þar sem stjórnin framfylgdi samþykkt félagsfundar frá 21. apríl um brottvikningu bæjarfulltrúanna úr félaginu. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 663 orð

Skortir íslenskt fjármagn

Fjármögnun og handritagerð heimildarmynda er yfirskrift á námskeiði sem haldið verður í byrjun febrúar næstkomandi. Þór Elís Pálsson kvikmyndaframleiðandi hefur séð um skipulagningu námskeiðsins. "Ég er fulltrúi Íslands í Filmkontakt Nord sem eru heimildar- og stuttmyndasamtök styrkt af norrænu ráðherranefndinni. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 469 orð

Spáð verðstríði á N-Atlantshafi vegna kreppu í Asíu

FLUGLEIÐIR hafa lækkað verð á pakkaferðum bæði til Norður-Ameríku og meginlands Evrópu og er eftirspurn neytenda mikil, að sögn Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða. Að hans sögn er um venjulega, árstíðarbundna verðlækkun á Norður-Atlantshafsmarkaðnum að ræða. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 205 orð

Stélið talið hafa brotnað af á flugi

LÍKLEGT þykir að hæðarstýri Boeing 737-300 þotu SilkAir, dótturfyrirtækis Singapore Airlines, sem fórst í Indónesíu viku fyrir jól, hafi brotnað af á flugi, að sögn blaðsins Strait Times í Singapore. Sex hlutar úr stéli þotunnar fundust á landssvæði 6,8 km frá þeim stað sem þotan brotlenti á, að því er blaðið hafði eftir sérfræðingum sem rannsaka orsakir flugslyssins. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Styrkveitingar verða skoðaðar

"MÉR finnst ekki ólíklegt að við tökum málið til skoðunar," sagði Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, aðspurður hvort stofnunin myndi skoða styrkveitingar ríkisins til nokkurra áfangastaða í innanlandsflugi. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 111 orð

Suðurskautsfararnir á heimleið

SUÐURSKAUTSFARARNIR Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason flugu frá Suðurskautslandinu til Chile í fyrrinótt. Ellefu dagar voru þá liðnir síðan þeir komust á suðurskautið en slæmt veður hefur tafið heimferð þeirra. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 624 orð

Suharto Indónesíuforseti lofar umbótaátaki

FULLTRÚAR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og bandarískra stjórnvalda eru þessa dagana á ferð milli höfuðborga Suðaustur-Asíuríkja í þeim tilgangi að styrkja tiltrú kauphallarhéðna á efnahagsástandinu þar um slóðir. Í gær áttu fulltrúarnir samtöl við ráðamenn í Indónesíu um það hvernig þeir geti framfylgt neyðarráðstöfunum og stuðlað að stöðugleika á fjármálamörkuðum. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Tekið upp í viðræðum við Noreg

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að í viðræðum Íslands og Noregs um fiskveiðimál muni Íslendingar vilja ræða þau skilyrði, sem norsk stjórnvöld setja um að erlend skip fái ekki veiðileyfi í norskri lögsögu, hafi þau áður tekið þátt í óheftum veiðum á alþjóðlegu hafsvæði úr stofni, sem lýtur norskri fiskveiðistjórn. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Um 30 útköll vegna jólatrjáa

LÖGREGLA og slökkvilið fóru í nokkuð á þriðja tug útkalla um helgina og síðustu daga í fyrri viku vegna þess að kveikt hafði verið í jólatrjám. Hafa m.a. orðið skemmdir á biðskýlum SVR sem trjám hafði verið staflað inní og kveikt í. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 51 orð

Uppþot vegna morða í Lahore

TIL uppþota hefur komið í borginni Lahore í Pakistan síðustu tvo daga vegna morðs á 24 shíta- múslimum. Braut lögregla á bak aftur mótmæli þúsunda shíta sem stóðu fyrir skemmdarverkum í borginni í gær vegna morðanna. Herská samtök sunni-múslima lýstu ábyrgð á morðunum á hendur sér. Meira
13. janúar 1998 | Landsbyggðin | 342 orð

Viljasterkur í veikindum sínum

Selfossi-Lesendur Dagskrárinnar og hlustendur Útvarps Suðurlands völdu Sverri Gestsson, 8 ára gamlan Selfyssing, Sunnlending ársins 1997. Sverrir Gestsson hefur á seinasta ári gengið í gegnum mjög erfið veikindi. Snemma á árinu greindist hann með illkynja æxli í heila. Hann þurfti að gangast undir erfiða aðgerð ásamt geislameðferð. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 269 orð

Þýzkt mál gegn EMU talið vonlaust

TILRAUN er hafin til að fá æðsta dómstól Þýzkalands til að koma í veg fyrir að Helmut Kohl kanzlari skipti á þýzka markinu og sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli, en hagfræðingar telja lítil líkindi til þess að tilraunin heppnist. Meira
13. janúar 1998 | Erlendar fréttir | 669 orð

Æ fleiri rannsaka áhrif GSM-síma á heilsu manna

Æ FLEIRI notendur GSM-farsíma hafa áhyggjur af því að þeir kunni að hafa skaðleg áhrif á heilsuna. Fjöldi rannsókna á því stendur nú yfir víðs vegar um heim og nú hafa breskir vísindamenn lagt til að settir verði aðvörunarmiðar á símana, líkt og gert er á sígarettupökkum, um að þeir kunni að hafa skaðleg áhrif á heilsu þeirra sem noti þá í meira en tuttugu mínútur á dag. Meira
13. janúar 1998 | Innlendar fréttir | 780 orð

Ökuleyfissvipting eftir 12 punkta

TEKIÐ hefur gildi reglugerð um punktakerfi vegna umferðarlagabrota og hljóta ökumenn einn til fjóra punkta eftir vægi brots. Jafnframt hefur verið tekið upp nýtt og samræmt kerfi lögreglunnar við innheimtu sekta. Meira

Ritstjórnargreinar

13. janúar 1998 | Staksteinar | 353 orð

»Bræðingur borinn fram SIGFÚS A. Schopka, fiskifræðingur og sérfræðingur Hafra

SIGFÚS A. Schopka, fiskifræðingur og sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í þorski skrifar grein í blaðið Voga, sem gefið er út af Sjálfstæðismönnum í Kópavogi, en greinina nefnir hann: "Bræðingur fram borinn". Þar fjallar Sigfús um væntanlegar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi. Meira
13. janúar 1998 | Leiðarar | 576 orð

GRÆÐUM SÁRIN Í LANDINU

leiðariGRÆÐUM SÁRIN Í LANDINU IÐ ÍSLENDINGAR erum háðir jarðefnatöku við vegagerð okkar, virkjanir og gerð annarra mannvirkja. Áratugum saman höfum við sótt jarðefni í efnisnámur, sem nú eru taldar vera nálægt tvö þúsund í landinu, þótt sumar séu aflagðar og ónýttar í dag. Meira

Menning

13. janúar 1998 | Menningarlíf | 1237 orð

Að sofa sig á toppinn Um goðsögnina og veruleikann James Dean fjallar Lárus Már Björnsson í tilefni nýrrar bókar um leikarann

EINHVER athyglisverðasta ævisaga síðasta árs er án efa rit bandaríska kvikmyndafræðingsins Vals Holley um leikarann og goðsögnina James Dean. Bókin heitir á frummálinu James Dean: The Biography. Ótölulegur fjöldi verka hefur verið gefinn út um Dean, sumt slúðurkennt og miður vandað. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 596 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Anna

Gröf Rósönnu Roseanna's Grave Það er ekki heiglum hent að gera grín að dauðanum. Það sannar þessi kolsvarta gamanmynd um endalokin en gengur ekki nógu langt. Á þó sína spretti, þökk sé hr. Reno. Tomorrow Never Dies Bond-myndirnar eru eiginlega hafnar yfir gagnrýni. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 350 orð

Cantona eftirsóttur sem leikari

FÓTBOLTAHETJAN Eric Cantona er líklega með þeim yngri sem farið hafa á eftirlaun í Frakklandi. En hann hefur ekki í hyggju að setjast í helgan stein heldur stefnir á að leika í auglýsingu, bíómynd og stuttmynd á næstunni. Kvikmyndaferill Cantona er þannig hafinn og ekki annað að sjá en kappinn hafi gaman af enda hefur hann úr nógum tilboðum að velja. Meira
13. janúar 1998 | Leiklist | 447 orð

Fimm milljónir að gjöf

Handrit: Guðrún Helgadóttir. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Stjórn upptöku: Ragnheiður Thorsteinsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Páll Einarsson, Einar Rafnsson og Jón Víðir Hauksson. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Hljóð: Gunnar Hermannsson og Vilmundur Þór Gíslason. Hljóðsetning: Gunnar Hermannsson. Lýsing: Árni Baldvinsson og Ellert Ingi Harðarson. Grafík: Birgir Björnsson. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 99 orð

Fjölmennur nýársfagnaður

HIN árlega nýársskemmtun hjónanna Láru Stephensen og Guðmundar Jóhannssonar var haldin í Ártúni um síðustu helgi. Lára og Guðmundur hafa haldið þeim sið að bjóða hópi vina, velunnara og vandamanna til nýársfagnaðar sem var þó heldur fjölmennari nú en síðustu ár. Að þessu sinni komu um 300 manns en hingað til hafa þetta verið um 30 til 50 manna teiti. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 887 orð

FRANKLIN J. SCHAFFNER

FRANKLIN J. Schaffner var einn þeirra leikstjóra sem áttu athyglisverðan en endasleppan feril. Hans var þó óvenju glæstur því á árunum 1964­'73 fóru fáir í fötin hans. Satt best að segja finnst mér Schaffners ekki minnst að verðleikum, slíkan svip sem hann setti á þetta gróskumikla tímabil. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 237 orð

Gala-kvöld Klúbbs matreiðslumeistara

KLÚBBUR matreiðslumeistara hélt sinn árlega Gala-kvöldverð um síðustu helgi. Þetta var í ellefta sinn sem hann er haldinn en að þessu sinni fór hann fram í nýlegum húsakynnum Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi. Að venju var margt gesta og meðal heiðursgesta voru forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Meira
13. janúar 1998 | Menningarlíf | 35 orð

Iben Dalgaard í MHÍ

IBEN Dalgaard, danskur myndlistarmaður og þátttakandi í sýningunni Líkamsnánd, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, heldur fyrirlestur í Barmahlíð, fyrirlestrarsal MHÍ í Skipholti 1, miðvikudaginn 14. janúar kl. 12.30. Aðgangur er ókeypis. Meira
13. janúar 1998 | Leiklist | 638 orð

Langdregið ævintýri

eftir Laurence Boswell. Íslensk þýðing og söngtextar eftir Þórarin Eldjárn. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldóra Björnsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Örn Árnason. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Egill Ingibergsson. Tónlist: Jóhann G. Meira
13. janúar 1998 | Menningarlíf | 350 orð

Leikhúsmaðurinn Strehler látinn

EINN þekktasti og umdeildasti leikstjóri Evrópu, Giorgio Strehler, er látinn, 76 ára, í Lugano í Sviss. Strehler var gjarnan kallaður "Toscanini leikhússins" en hann þótti strangur stjórnandi og einkar geðríkur leikstjóri með ákveðnar stjórnmálaskoðanir. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 370 orð

Leitar að augnablikinu sem kemur aldrei aftur

Á NÆSTUNNI verða nokkrir íslenskir ljósmyndarar kynntir á síðum blaðsins og sýna þeir persónulegar myndir úr safni sínu. Charlotta María Hauksdóttir er 25 ára ljósmyndari sem útskrifaðist úr Istituto Europeo di Design á Ítalíu í fyrrasumar. Hún tekur að sér ýmis ljósmyndaverkefni og einnig hefur hún unnið sem flugfreyja fyrir Atlanta og tekið myndir á ferðalögum sínum. Meira
13. janúar 1998 | Menningarlíf | 200 orð

RAX átti bestu blaðamyndina

LJÓSMYND Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, var valin besta blaðamynd síðasta árs við opnun Blaðaljósmyndasýningar ársins 1997 á vegum Blaðaljósmyndarafélags Íslands og Blaðamannafélags Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 71 orð

Ráðgátur enn meiri ráðgáta

RÁÐGÁTUR ættu að verða jafnvel enn dularfyllri en venju ber til í vor. Þá kemur nefnilega hrollvekjumeistarinn Stephen King að handritsvinnunni. Hann skrifaði handrit að væntanlegum þætti af Ráðgátum sem fjallar nánast einvörðungu um persónuna Dana Scully sem leikin er af Gillian Anderson. Meira
13. janúar 1998 | Skólar/Menntun | 1835 orð

Skortur á skynsemi í skólastarf

ÍSLENSKA er mál dr. Ragnheiðar Briem kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, jafnvel þótt hún sé með próf í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hefur oftar en einu sinni sagt, þegar hún hefur lýst skoðunum Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 117 orð

Tíska og dans

FRANSKI tískuhönnuðurinn Pierre Cardin kyssir hönd hinnar heimsfrægu rússnesku ballerínu Mayu Plisetskayu. Hún tróð upp á sýningu Cardin um helgina sem hafði yfirskriftina "Tíska og dans". Brúður á hestbaki Meira
13. janúar 1998 | Menningarlíf | 2459 orð

Tónlistarmenn sem söluvara

AÐ loknu löngu og ströngu háskólanámi standa tónlistarnemar, sem dreymir um frægð og frama í sínu fagi, frammi fyrir háum þröskuldi. Að komast undir verndarvæng góðs umboðsmanns er nefnilega þrautin þyngri og ræður í mörgum tilfellum úrslitum um það með hvaða hætti ferill listamannsins þróast. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 92 orð

Treður Seinfeld upp á Íslandi?

JERRY Seinfeld hóf ferilinn sem sviðsspaugari og ætlar að snúa sér aftur að því þegar hann hættir með "Seinfeld"- þættina á NBC-sjónvarpsstöðinni í vor. Hann hyggst leggja heiminn að fótum sér og troða upp í Bretlandi, Ástralíu, Svíþjóð og á Íslandi. Þetta kemur fram í slúðurdálki Pollstar og ennfremur að Contemporary Prod. Meira
13. janúar 1998 | Fólk í fréttum | 325 orð

Vitni að morði Æðsta vald (Absolute Power)

Framleiðandi: Clint Eastwood. Leikstjóri: Clint Eastwood. Handritshöfundar: William Goldman. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Tónlist: Lennie Niehaus. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Ed Harris, Laura Linney, E.G. Marshall, Gene Hackman, Scott Glenn, Judy Davis. 116 mín. Bandaríkin. Skífan 1997. Útgáfudagur: 29. desember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
13. janúar 1998 | Menningarlíf | 116 orð

Þættir Marques bannaðir

KÓLUMBÍSKI nóbelsverðlaunahafinn Gabriel Garcia Marques sakar stjórnvöld í heimalandi sínu um að brjóta gegn fjölmiðlafrelsi vegna þess að þau hafa bannað tvo sjónvarpsþætti. Garcia Marques er einn þeirra sem stóðu að sjónvarpsþáttunum en þeir kölluðust "QAP" og "Am- PM". Meira
13. janúar 1998 | Menningarlíf | 547 orð

Ævisaga þorsksins og fleiri sögur

FRAMUNDAN er spennandi bókaár, ef marka má úttekt The Daily Telegraph. Þar er þó aðeins stiklað á stóru í breskri útgáfu enda eru um 95.000 bækur gefnar út þar í landi á ári. Erlendir höfundar eru efstir á blaði, en á meðal verka sem gefin verða út á fyrri hluta árs eru verk Bandaríkjamanna, s.s. Meira

Umræðan

13. janúar 1998 | Aðsent efni | 513 orð

Af hverju ekki að koma á atvinnuþingi?

ALLT frá árinu 1991 hefur verið stöðugt atvinnuleysi hér á landi; það fór vaxandi jafnt og þétt framan af. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt á undanförnum misserum hefur atvinnuleysið ekki horfið. Það er enn verulegt og atvinnulausir telja yfirleitt um 3.000 manns í Reykjavík; atvinnuleysið bitnar aðallega á konum og í ljós kemur að mestur hluti atvinnulausra eru verslunarmenn. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 555 orð

Áfram dregur úr umsvifum ríkisins

EITT mikilvægasta markmið ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í ríkisfjármálum er að draga úr afskiptum ríkisins og beita markaðslausnum á þeim sviðum, sem það á við. Þannig hafa ríkisfyrirtæki verið seld einkaaðilum og útboðum verið fjölgað. Einnig hafa verið gerðir þjónustusamningar við stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins og á almennum markaði. Meira
13. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 580 orð

Boð og bönn

ÉG LAS nú nýverið í Morgunblaðinu mjög athyglisverða úttekt á tíðni ákeyrslna á búfé á þjóðvegum landsins, þessi úttekt og þankagangur höfundar er fróðlegur. "Lausagöngubann", þetta orð tröllreið mörgum sveitum fyrir örfáum árum, bannið náði þá nær einvörðungu til hrossa. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 388 orð

Borgin fyrir borgarbúa

REYKJAVÍKURBORG er þjónustufyrirtæki borgarbúa. Hún á að veita sem besta þjónustu og stuðla að því að hámarka velferð íbúanna. Þetta á að vera markmið borgarfulltrúa. Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík valdi mig til að taka þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir komandi kosningar. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 367 orð

Drottinn gaf og Drottinn tók

GÓÐÆRI, lækkun skatta, hækkandi kaup og aukinn kaupmáttur, mikið lætur þetta nú vel í eyrum og mikill er máttur þess og vald sem öllu þessu ræður og stjórnmálamenn gleyma ekki að halda þessu á lofti og eigna sér drjúgan skerf af allri þessari dýrð. Meira
13. janúar 1998 | Bréf til blaðsins | 476 orð

Ertu á leið til Danmerkur?

Í ÁLABORG er öflugt Íslendingafélag með 450 félagsmenn. Félagslífið er gott og alltaf er nóg að gera fyrir alla aldurshópa. Á sumrin eru haldnar tvær grillveislur og enda þær stundum með mikilli gleði fram eftir kvöldi. Á 17. júní er farið í skrúðgöngu til heiðurs fósturjörð vorri. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 582 orð

"Hvers vegna keppast menn við að sópa ljóðhefðinni undir teppið?"

AÐ FERÐAST gegnum dimman kynjaskóg af sjálfsblekkingum, grunnhyggni, og jafnvel svartnætti í hugsunum, kemur alltaf út þannig á endanum að maðurinn þarf að svara fyrir, og í raun getur þar verið að fall hans sé falið. Veruleikinn, þ.e.a.s. nútíminn, getur einnig birst þannig að menn eins og Guðmundur Guðmundarson, er skrifar grein í Mbl. 8. janúar sl., sjái ekki skóginn fyrir trjám. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 890 orð

Leiga í félagslegum íbúðum í Reykjavík

AÐ UNDANFÖRNU hefur farið fram nokkur umræða í fjölmiðlum um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leiguíbúða Reykjavíkurborgar. Þar sem nokkurs misskilnings virðist gæta í þessari umræðu, einkum um framtíðarstöðu leigjenda íbúðanna, Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 430 orð

Sjálfstæðismenn tvísaga

Nokkur umræða hefur orðið um grjótnám í Geldinganesi og framtíðarhafnaraðstöðu í Eiðsvík. Málið var rætt á tveimur síðustu fundum í borgarstjórn. Umræðan þar sýndi að Sjálfstæðismenn vilja stefna Eiðsvíkurhöfninni í tvísýnu og þar með besta svæðinu í Reykjavík til uppbyggingar framtíðarhafnar og atvinnuþróunar. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 779 orð

Stærsta skref í umhverfishreinsun

Fráveita Reykjavíkur og hreinsun strandlengjunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nefnd stærsta skref í umhverfishreinsun sem stigið hefur verið hér á landi. Með því hefur verið tekin ótvíræð forysta í umhverfismálum sem vonandi verður höfð til eftirbreytni um allt land á næstu árum. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 834 orð

Verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi

AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt um áform ýmissa aðila um uppbyggingu verslunarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Í sjónvarpsfréttum nýverið var rætt um að samanlagðar áætlanir fjárfesta gengju út á það að tvöfalda gólfflatarmál verslunarhúsnæðis á svæðinu á nokkrum árum. Meira
13. janúar 1998 | Aðsent efni | 774 orð

Vímuhetjur

Ef rétt er að gera einhverja að sökudólgum í þessum efnum, segir Árni Björnsson, þá eru það poppstjörnurnar sem með lifnaðarháttum sínum hafa verið unglingum ill fyrirmynd. Meira

Minningargreinar

13. janúar 1998 | Minningargreinar | 763 orð

Guðjón Sigfússon

Þegar Guðjón Sigfússon er nú horfinn sjónum okkar samferðamanna hans langar mig til að kveðja hann fáeinum orðum og þakka nær aldarfjórðungs kynni. Þau hófust er hann kom eitt haustið til að hjálpa mér við gulrófuupptöku ásamt vini sínum Sigurði Grímssyni. Þeir tóku upp rófurnar upp á hlut og enn eru mér minnisstæð fyrstu handtökin hjá Guðjóni. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐJÓN SIGFÚSSON

GUÐJÓN SIGFÚSSON Guðjón Sigfússon var fæddur í Egilsstaðakoti í Flóa 14. febrúar 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkju 3. janúar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 219 orð

Helga Fanný Olsen

Nokkur kveðjuorð til æskuvinkonu minnar Helgu Fannýjar Olsen, sem lést 3. janúar sl. eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Helgu er sárt saknað. Við Helga kynntumst ungar að aldri á Njálsgötunni en Helga bjó með móður sinni, Svövu, á Njálsgötu 86. Þær áttu fallegt heimili og þangað var ég alltaf velkomin. Ég minnist þess sérstaklega hversu þær mæðgurnar voru samrýndar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 142 orð

HELGA FANNÝ OLSEN

HELGA FANNÝ OLSEN Helga Fanný Olsen fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1936. Hún lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn M. Olsen, flugvélavirki og annar af eigendum Stálhúsgagna hf., og eiginkona hans, Svava Stefánsdóttir. Faðir Helgu lést er hún var 5 ára gömul. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 295 orð

Helga Olsen

Með þessum orðum viljum við kveðja samstarfsmann okkar, Helgu Olsen, sem að ósk hinnar látnu var jarðsett í kyrrþey sl. mánudag. Helga fæddist árið 1936 og var því einungis 61 árs er hún lést eftir erfiða baráttu við krabbamein. Helga hóf störf hjá Olís árið 1981 eða tveimur árum eftir að hún fluttist heim frá Ameríku, en þar hafði hún búið um 20 ára skeið. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 226 orð

Héðinn Hannesson

Mig langar að minnast Héðins frænda míns með nokkrum orðum. Ég heimsótti hann tvisvar í Böðvarsdal með ömmu minni og afa. Í bæði skiptin sem ég kom þangað hjálpuðum við honum svolítið í heyskap. Héðinn hlustaði mikið á útvarp og tók ég eftir því að hann var alltaf með ferðatækið með sér, enda fylgdist hann vel með öllum fréttum. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 26 orð

HÉÐINN HANNESSON

HÉÐINN HANNESSON Héðinn Hannesson fæddist í Vopnafirði 24. febrúar 1929. Hann lést á Landspítalanum 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vopnafjarðarkirkju 8. janúar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 1086 orð

Hróbjartur Lúthersson

Fallinn er frá ástkær afi minn, Hróbjartur Lúthersson, á 84. aldursári, eftir veikindi um allnokkra hríð. Þótt ljóst væri um skeið að máttur hans færi þverrandi, með fyrirheit um þá vegferð sem allir eiga fyrir höndum um síðir, er raunin sú að kallið, þá er það kemur, er alltaf á sinn hátt óvænt. Söknuður fyllir þá huga og sýn. Svo er vissulega nú þegar afi hefur kvatt þennan heim. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 160 orð

Hróbjartur Lúthersson

Þegar mamma hringdi og sagði mér að þú hefðir kvatt þessa jarðvist setti mig hljóða. En ég þakkaði svo Guði fyrir að taka þig til sín. Þótt alltaf sé sárt að sjá á bak ástvinum, er það stundum lausn. Það var ekki þinn stíll að vera ósjálfbjarga og upp á aðra kominn. Þú sem vildir allt fyrir alla gera og öllum hjálpa. Ég kom stundum í Akurgerði til ykkar Svövu þegar ég var barn. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 212 orð

Hróbjartur Lúthersson

Hróbjartur Lúthersson fyrrverandi stýrimaður og síðar heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík er látinn. Genginn er trúr, tryggur og vandaður félagi. Hróbjartur lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1937. Örlögin höguðu því þannig að starfsvettvangur hans færðist fljótlega af sjónum í land. Áður hafði hann gerst félagsmaður í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 278 orð

Hróbjartur Lúthersson

Elsku Hróbjartur. Nú ertu farinn frá okkur en kominn til Svövu þinnar, sem var farin að bíða þín. Þið voruð sérstaklega samrýnd og óaðskiljanleg hjón. Hróbjartur kvæntist móðursystur minni, Svövu Halldóru Pétursdóttur frá Ökrum í Stykkishólmi, sem var elst systkina sinna. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 345 orð

Hróbjartur Lúthersson

Minn kæri fyrrverandi tengdafaðir, hann Hróbjartur Lúthersson, er látinn. Andlátsfregnin kom mér ekki á óvart. Hróbjartur hafði átt við mikla vanheilsu að stríða undanfarin ár og oft rúmliggjandi. Þegar ég minnist Hróbjartar með fáeinum orðum, streyma endurminningar fram í hugann. Ég var ungur að árum þegar fundum okkar bar fyrst saman. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 283 orð

Hróbjartur Lúthersson

Elsku afi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Efst í huga mínum er innilegt þakklæti til þín og ömmu fyrir að hafa alið mig upp og verið mér sem foreldrar. Þið gáfuð mér ást, umhyggju og öryggi. Þakka ykkur báðum fyrir allt sem þið hafið fyrir mig gert. Ég sakna þín mikið, afi minn, en ég veit að þér líður núna betur og ert sæll og glaður hjá ömmu. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 421 orð

Hróbjartur Lúthersson

Elsku Hróbjartur, þú ert farinn frá okkur og kominn til Svövu þinnar hjá Guði. Við minnumst þín með hlýhug og þökkum fyrir að hafa kynnst þér og fengið að njóta góðmennsku þinnar. Alltaf varstu reiðubúinn til aðstoðar. Mér er minnisstætt hversu fús þú varst að keyra alla, sem þig báðu, á hina og þessa áfangastaðina. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 715 orð

Hróbjartur Lúthersson

Í dag fer fram frá Bústaðakirkju jarðarför Hróbjarts Lútherssonar, fyrrverandi heilbrigðisfulltrúa. Hróbjartur lést hinn 3. þessa mánaðar á 84. aldursári. Ég sem þetta rita kynntist fyrst Hróbjarti og hans ágætu konu, Svövu Pétursdóttur, á árinu 1958. Þá gerðist það að dóttir þeirra, Steinunn, og undirritaður eignuðust saman son, sem gefið var nafn móðurafa síns, Hróbjarts. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 217 orð

HRÓBJARTUR LÚTHERSSON

HRÓBJARTUR LÚTHERSSON Hróbjartur Lúthersson fæddist í Reykjavík 2. október 1914. Hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð hinn 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lúther Hróbjartsson og Steinunn Jónsdóttir. Hróbjartur ólst upp í Reykjavík. Hróbjartur kvæntist hinn 28. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 27 orð

HRÓBJARTUR LÚTHERSSON

HRÓBJARTUR LÚTHERSSON Hróbjartur Lúthersson fæddist í Reykjavík 2. október 1914. Hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 13. janúar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 482 orð

Jón Björn Helgason

Elsku pabbi, þetta er búin að vera mikil barátta. Þegar þú greindist með krabbamein í lok nóvember 1996, var það okkur öllum mikið áfall. Við höfðum öll gert ráð fyrir að þú mundir ná háum aldri eins og hann afi minn sem lést í fyrra rétt tæplega 97 ára að aldri, og ég held að þú hafir nú frekar gert ráð fyrir því líka. En það var mikill baráttuhugur í þér og við smituðumst með. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 31 orð

JÓN BJÖRN HELGASON

JÓN BJÖRN HELGASON Jón Björn Helgason fæddist í Reykjavík 16. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu, Þinghólsbraut 17, Kópavogi, 30. desember síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 9. janúar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 289 orð

Katrín S. Brynjólfsdóttir

Þá er komið að þeirri stund að kveðja afasystur mína, Katrínu S. Brynjólfsdóttur eða Katrínu frænku eins og hún var ávallt kölluð á mínu heimili. Ótal minningar hrannast upp í huga mínum þegar ég hugsa um Katrínu frænku. Ég man þegar hún kom gangandi eða hlaupandi liggur mér við að segja, yfir Fossvogsdalinn í Kópavoginn til að gæta mín og systur minnar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 751 orð

Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir

Hringt var í mig að kveldi hinn 3. janúar og mér sagt að Katrín, nafna mín, væri látin, að hún væri farin frá okkur yfir móðuna miklu. Þetta voru mikil sorgartíðindi og mun þín verða sárt saknað, elsku nafna. Það er margs að minnast, en smágrein í blaði nær skammt. "Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín" (Spámaðurinn). Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 641 orð

Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir

Katrín föðursystir mín bjó í Winnipeg þegar ég ólst upp í Vancouver, Kanada. Hún hafði ílengst þar eftir að foreldrar mínir fóru heim eftir ársdvöl við að þjóna Íslendingasöfnuðinum í Winnipeg 1948. Hún réð sig í vinnu til heldrimannafjölskyldu í Winnipeg til að hugsa um og veita eldri konu, Mrs Deacon, félagskap. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 144 orð

KATRÍN SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR

KATRÍN SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir fæddist í Litla-Dal í Svínadal, A-Húnavatnssýslu, 30. júlí 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar Katrínar voru hjónin Brynjólfur Gíslason, bóndi í Skildinganesi, f. 6.11. 1861, d. 27.10. 1923, og Guðný Jónsdóttir, f. 23.9. 1864, d. 30.8. 1944. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 565 orð

Ólafur Árnason

Þeir sem standa þér næst eru þeir sem þú vandist aldrei að skoða sem aðskiljanlega einstaklinga; þeir voru alltaf eins og hluti af þér sjálfum. Þetta gildir um fólkið sem þú þekkir á þann hátt að vitundin um það og tilfinningin fyrir því rennur í blóði þínu. Þetta er fólkið sem erfiðast er að lýsa; þú sérð það aldrei, það býr í þér sjálfum. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 27 orð

ÓLAFUR ÁRNASON

ÓLAFUR ÁRNASON Ólafur Árnason fæddist á Akranesi 5. mars 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 9. janúar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 159 orð

Sigrún Finnsdóttir

Elsku amma, það er margs að minnast, allar heimsóknirnar á Kleppsveginn og fá nýbakaðar kleinur eða annað meðlæti sem þú varst svo myndarleg að baka. Það verður skrýtið að koma á Kleppsveginn til Lillu frænku, dóttur þinnar sem býr á hæðinni fyrir neðan, og geta ekki skotist upp til þín. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 383 orð

Sigrún Finnsdóttir

Það er erfitt að ætla að setjast niður og ætla að kveðja þig, kæra tengdamóðir, með þessum fátæklegu orðum. En fyrstu minningar mínar um þig eru um það leyti er þú sleist samvistum við Elías eftir margra ára sambúð, að þú fluttir í næsta stigagang við mig á Kleppsveginn. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Sigrún Finnsdóttir

Elsku amma, þú varst alltaf til staðar og man ég best eftir þér sitjandi í eldhúshorninu með kaffibollann og molann. Það var alltaf gott að setjast niður með þér og ræða mín hjartans mál. Það er svo skrítið að þú varst mín besta trúnaðarvinkona. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 379 orð

Sigrún Finnsdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 118 orð

Sigrún Finnsdóttir

Nú ertu dáin amma mín, farin úr þessu erfiða lífi. Vonandi hefurðu fundið ró í sálu þinni þarna hinumegin. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum, ég trúi því að þarna hinumegin sé til Paradís, og að þar sé garður frjórra ávaxta og kærleiks og friðar. Ég sakna þín mjög mikið, orð mín verða máttlaus í návist þinni, þín minning í hjarta mínu mun lifa, meðan ég lifi. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 162 orð

Sigrún Finnsdóttir

Elsku amma, ég frétti það um kvöldmatarleytið þriðjudaginn 6. janúar sl. að þú hefðir dáið um morguninn. Mér brá í fyrstu, en svo hugsaði ég að þetta hefði verið þér fyrir bestu. Ég veit að þér líður miklu betur núna hjá Guði heldur en að vera ennþá svona mikið veik eins og þú varst. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 321 orð

Sigrún Finnsdóttir

Fallin er frá yndisleg manneskja, Sigrún Finnsdóttir. Sigrún var manneskja sem lagði mikla áherslu á að búa sérstaklega vel að sinni fjölskyldu. Hún vildi alltaf allt fyrir alla gera, vildi öllum vel og hallmælti aldrei nokkurri manneskju. Sigrún var ein besta vinkona ömmu minnar, Sigríðar Guðjónsdóttur, og kynntist ég Sigrúnu þegar ég var lítil stelpa í pössun hjá ömmu. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 119 orð

Sigrún Finnsdóttir

Hún elsku amma er farin frá okkur. Missir okkar er mikill, því hún var svo góð og yndisleg kona, sem vildi allt fyrir alla gera. Nú kveðjum við ömmu okkar í hinsta sinn. Okkur er efst í huga virðing og þakklæti að hafa átt þessa einstöku ömmu. Sá sterki persónuleiki einkenndist af dugnaði og sérstöku æðruleysi. Alltaf hélt hún sálarró, hvað sem að höndum bar. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 286 orð

Sigrún Finnsdóttir

Mig langar til að minnast móður vinkonu minnar með nokkrum orðum. Sigrúnu og hennar börnum kynntist ég fyrir 28 árum er þau fluttu í stigaganginn á Kleppsvegi 68, og var alla tíð góður samgangur á milli fjölskyldna okkar þar sem móðir mín og Sigrún urðu góðar vinkonur. Það er ekki oft sem manni auðnast það á ævinni að kynnast jafn elskulegri, heiðarlegri og ósérhlífinni konu eins og Sigrún var. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 183 orð

SIGRÚN FINNSDÓTTIR

SIGRÚN FINNSDÓTTIR Sigrún Finnsdóttir var fædd að Skriðuseli í Aðaldal 19. janúar 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnur V. Indriðason og Hallfríður Sigurbjörnsdóttir og varð þeim níu barna auðið, en þrjú systkini Sigrúnar lifa systur sína. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 130 orð

Viggó Guðmundsson

Aðfaranótt 2. janúar sl. lést frændi minn Viggó Guðmundsson. Ég vil kveðja þennan káta, lífsglaða mann með eftirfarandi broti úr Hávamálum, Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldri deyr dómur um dauðan hvern. Meira
13. janúar 1998 | Minningargreinar | 196 orð

VIGGÓ GUÐMUNDSSON

VIGGÓ GUÐMUNDSSON Viggó Guðmundsson fæddist á Hamri í Nauteyrarhreppi 12. maí 1927. Hann lést í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn. Viggó var sonur Hallberu J. Hannesdóttur, f. 31. júlí 1895, d. 20. maí 1982, og Guðmundar Torfasonar, f. 8. desember 1905, d. 20. maí 1994. Albróðir Viggós er Halldór S. Guðmundsson, f. 12. Meira

Viðskipti

13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 272 orð

Deilt um eignarhald Lyfjabúða ehf.

DEILUR hafa risið um eignarhald og yfirráð yfir Lyfjabúðum ehf. sem reka lyfjaverslanir á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Bónus sf. Kröfðust tveir hluthafar lögbanns á að framkvæmdastjóri Lyfjabúða ehf., Guðmundur Reykjalín, Haraldur Jóhannesson og Jóhannes Jónsson í Bónus gætu nýtt sér atkvæðisrétt í krafti hlutabréfa sem aðrir ættu, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 244 orð

»Dow lagar stöðuna í Evrópu

RÓLEG viðbrögð bandarískra fjárfesta við verðfalli í Asíu vöktu létti á evrópskum fjármálamörkuðum í gær. Byrjunargengi Dow vísitölunnar lækkaði um rúmlega 100 punkta, en hún náði sér von bráðar og tap í Evrópu snerist að miklu leyti við. Þegar viðskiptum lauk í Evrópu nam lækkunin í New York aðeins 33 punktum, eða 0,44%. Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 609 orð

ÐBrimborg sendir Innkaupastofnun erindi vegna kaupa á strætisvögnum fyrir SVR

BRIMBORG hf. hefur óskað eftir því við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar að fá afrit af samningi sem gerður var við Heklu hf. um kaup á nýjum strætisvögnum af Scania-gerð. Telur fyrirtækið að vagnarnir uppfylli ekki að fullu þær útboðslýsingar sem Innkaupastofnun hafi lagt fram. Skrifstofustjóri Innkaupastofnunar segir hins vegar að farið hafi verið að útboðsreglum í einu og öllu. Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÐEignarhaldsfélagið Alþýðubankinn Hlutafjárútboði lokið

HLUTAFJÁRÚTBOÐI Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans, að nafnvirði 300 milljónir króna, sem hófst á síðasta ári er nú formlega lokið. Bréfin voru seld á genginu 1,8 eða fyrir 540 milljónir króna. Forkaupsréttur rann út hinn 17. nóvember sl. og höfðu hluthafar þá keypt bréf að nafnvirði um 200 milljónir. Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 287 orð

ÐFlugflutningar krefja stjórnvöld um endurgreiðslu á eldsneytisgjaldi

FLUGFLUTNINGAR ehf., umboðsaðili Cargolux flugfélagsins á Íslandi, hafa farið þess á leit við samgönguráðuneytið að þeim verði endurgreitt eldsneytisgjald sem félagið telur stjórnvöld hafa innheimt á röngum forsendum. Um er að ræða níu milljónir króna, ásamt vöxtum, sem innheimtar voru á rúmlega þriggja ára tímabili, frá hausti 1994 til ársloka 1997. Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 286 orð

ÐSameining í vöruflutningum á Austurlandi Svavar og Kolbrún

SAMSTARFSSAMNINGUR hefur verið undirritaður milli Vöruflutninga Svavars og Kolbrúnar á Egilsstöðum, Flutningamiðstöðvar Austurlands og Landflutninga-Samskipa. Samningurinn felur í sér samstarf á sviði vöruflutninga og vöruafgreiðslu og samkvæmt honum munu Vöruflutningar Svavars og Kolbrúnar flytja vöruafgreiðslu sína í Reykjavík frá Vöruflutningamiðstöðinni í Borgartúni til Landflutninga-Samskipa Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Gjaldeyrisforðinn minnkar GJALDEYRISFORÐI Se

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans rýrnaði um rúmlega 900 milljónir króna í desembermánuði og nam í lok ársins 28 milljörðum. Var gjaldeyrisforðinn um þremur milljörðum minni en í árslok 1996. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum lækkaði í desember um rúmlega 200 milljónir og nam 15,8 milljörðum í lok mánaðarins. Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Innlán sparisjóða jukust mest

SPARISJÓÐIRNIR voru með hlutfallslega mun meiri aukningu innlána og verðbréfaútgáfu á árinu 1997 en viðskiptabankarnir þrír, eins og oftast áður á undanförnum árum. Jukust innlán sparisjóðanna í heild um liðlega 20% og að meðtalinni verðbréfaútgáfu nam aukningin tæplega 22%. Meira
13. janúar 1998 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Olía ekki lægri í 45 mánuði

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hafði ekki verið lægra í 45 mánuði í gær og hefur verð á hráolíu lækkað um 30% á þremur mánuðum. Verðfall hlutabréfa í Asíu leiddi til 40% lækkunar á viðmiðunarverði á hráolíu þegar viðskipti hófust í Evrópu. Febrúarbirgðir seldust við opnun á 15,10 dollara og á 15,19 dollara tunnan kl. 12.30, sem var 31 sents lækkun og lægsta verð síðan í apríl 1994. Meira

Daglegt líf

13. janúar 1998 | Neytendur | 509 orð

Heimagisting og barnagæsla uppspretta deilumála

EKKI er óalgengt að fólk sé með atvinnustarfsemi heima, til dæmis gistingu fyrir ferðamenn eða barnagæslu. Sumir eru með starfsemi í bílskúrnum hjá sér, verkstæði eða viðgerðaþjónustu. Að sögn Söndru Baldvinsdóttur lögfræðings hjá Húseigendafélaginu er atvinnustarfsemi af þessu tagi algengt tilefni deilna í fjölbýlishúsum. Meira

Fastir þættir

13. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

a

a Þetta er frábært ... þetta líkar mér vel...b Og allt sem þú þarft er góður titill... c Tíu heimskulegir hlutir sem hindrar gera til að klúðra öllu. Meira
13. janúar 1998 | Dagbók | 3123 orð

APÓTEK

»»» Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 34 orð

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 13. janúar, verður níræður

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 13. janúar, verður níræður Jóhann Hendrik Poulsen, til heimilis á elli- og hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 2, Grafarvogi. Hann tekur á móti gestum föstudaginn 16. janúar kl. 20 í Garðarholti, Garðabæ. Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 20 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 13. janúar, verður fimmtug Hallgerður Pétursdóttir, Ránargötu 2. Hún verður stödd erlendis á afmælisdaginn. Meira
13. janúar 1998 | Fastir þættir | 265 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður á eftir. Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. júlí sl. í Asker í Noregi Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir og Trond Are Schelander foringjar í Hjálpræðishernum. Heimili þeirra er í Svolvær í Noregi. Meira
13. janúar 1998 | Dagbók | 607 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 299 orð

MAR Ragnarsson, fréttamaður sjónvarps, gerir skemmtilega o

MAR Ragnarsson, fréttamaður sjónvarps, gerir skemmtilega og áhrifamikla sjónvarpsþætti um landið og fólkið, sem býr í því og sækir það heim. Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir eina af þáttaröðum hans og engin spurning um, að hann er vel kominn að fálkaorðunni fyrir það kynningarstarf, sem hann hefur um langt árabil unnið á báðum sjónvarpsstöðvunum. Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 536 orð

Raflýsing íHallgrímskirkju VELVAKANDA barst eftirfarand

VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf: "Þann 7. þ.m. ritaði Helga R. Stefánsdóttir til Velvakanda um raflýsingu í turni Hallgrímskirkju. Af því tilefni vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: 1. Sú flóðlýsing sem nú er búið að setja upp er aðeins hluti af flóðlýsingu kirkjunnar. Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 63 orð

ÞANN 14. nóvember sl. komu krakkar úr 7.-L Laugarnesskóla ásamt kennara í heim

ÞANN 14. nóvember sl. komu krakkar úr 7.-L Laugarnesskóla ásamt kennara í heimsókn á Barnaspítala Hringsins. Þau gáfu peninga í Byggingarsjóð Barnaspítala til minningar um skólasystur sína Álfheiði Ástmarsdóttur. Krakkarnir stoppuðu stutta stund, spjölluðu við starfsfólk og skoðuðu leikstofu. Ánægjulegt var að sjá hvað þau voru samrýnd og þroskuð. Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 196 orð

ÞEGAR tvær eða fleiri leiðir eru færar í úrspilinu er

ÞEGAR tvær eða fleiri leiðir eru færar í úrspilinu er oft hægt að samnýta möguleikana með því að tímasetja spilamennskuna rétt. En stundum standa menn frammi fyrir endanlegu vali strax í upphafi: Suður gefur; allir á hættu. Meira
13. janúar 1998 | Í dag | 23 orð

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 7.777 til styrktar Rauða kros

ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 7.777 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Sigrún Gunnarsdóttir, Sólveig María Erlendsdóttir og Berglind Dögg Ómarsdóttir. Meira

Íþróttir

13. janúar 1998 | Íþróttir | 434 orð

Alltaf spurning um smáheppni

Í ÚRSLITALEIK kvenna mættust erkifjendurnir Breiðablik og KR og fögnuðu Blikar sigri, 2:1. KR-stúlkur léku einum leikmanni færri fjórar fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik eftir að markvörður þeirra, Sigríður Pálsdóttir, Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 319 orð

Baldur og Kristinn í Grikklandi

BALDUR Bragason kom inná í sínum fyrsta leik með gríska félaginu Panahaiki á laugardaginn en Kristinn Tómasson lék ekki með Ionikos. Baldur og Kristinn gengu til liðs við grísku félögin í síðustu viku og sögðu í samtali við Morgunblaðið um helgina að þeir kynnu vel við sig í Grikklandi. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 40 orð

Bikarkeppnin Karlar: KA-b - KA-a0:3 (3:15, 8:15, 11:15)Nató - Stjarnan0:3 (5:15, 3:!5, 5:15)Sindri - Þróttur Nes.0:3 (4:15,

Karlar: KA-b - KA-a0:3 (3:15, 8:15, 11:15)Nató - Stjarnan0:3 (5:15, 3:!5, 5:15)Sindri - Þróttur Nes.0:3 (4:15, 0:15, 4:15)Konur: Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 667 orð

Draumurinn hefur alltaf verið að sigra hér heima

AUSTURRÍKISMENN komu sáu og sigruðu í risasvigi heimsbikarkeppni karla um helgina. Eins og stundum áður í vetur var Hermann Maier í sérflokki og sigraði, bæði í keppninni á laugardag og aftur á sunnudaginn. Austurríkismenn áttu tvo efstu menn á laugardaginn og fimm menn af tíu í efstu sætunum og á sunnudaginn röðuðu Austurríkismenn sér í fjögur efstu sætin. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 118 orð

Einstefna hjá Keflavíkurstúlkum

Einstefna hjá Keflavíkurstúlkum Keflavíkurstúlkur unnu stórsigur á KFÍ frá Ísafirði í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik í Keflavík á laugardaginn. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 574 orð

Eltu andstæðingana út um allan völl

"VIÐ vissum fyrir úrslitaleikinn að hann yrði mjög erfiður því Keflvíkingar hafa góðu liði á að skipa og miðað við það finnst mér við hafa byrjað heldur rólega," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu á sunnudaginn með 2:1 sigri á Keflvíkingum í framlengdum leik. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 439 orð

FARANGUR »Kínverska skjaldböku-súpan reyndistvera vaxtarhormón

Veisla virðist leynast víða í farangri. Íþróttahópar á leið til framandi landa taka iðulega með sér matvæli sem keppendur eru vanir heima fyrir, í stað þess að þeir neyti þeirrar fæðu sem heimamenn á áfangastað eru vanir að láta ofan í sig ­ til að viðkomandi fái nú ekki í magann fyrir áríðandi keppni. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 252 orð

FINNUR Jóhannsson

SIGURÐUR Örn Jónsson, knattspyrnumaður, hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR.Samningurinn gildir til ársloka 2.000. Fjórir aðrir leikmenn hafa nýlega gert samskonar samning við félagið; Einar Þór Daníelsson, Guðmundur Benediktsson, Bjarni Þorsteinsson og Þorsteinn Jónsson. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 401 orð

Fjórða tapið í röð HER

HERBERT Arnarson og félagar í Antwerpen í belgísku 1. deildinni í körfubolta virðast í einhverri lægð þessa dagana. Á laugardaginn lék liðið á heimavelli við Quaregnon og tapaði 80:76 og er liðið nú í 4. sæti. "Við hittum alveg hræðilega. Þeir léku svæðisvörn en við vorum með 5/23 í þriggja stiga skotum og það gengur auðvitað ekki," sagði Herbert eftir leikinn. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 1049 orð

Giggs sá um að afgreiða Tottenham

MANCHESTER United heldur áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni og þurfti ekki mikið að hafa fyrir 2:0 sigri yfir Tottenham á laugardaginn. Chelsea hefur náð sér eftir tap í bikarkeppninni fyrir viku og lagði Coventry 3:1 og er sjö stigum á eftir meisturunum í öðru sæti eftir tap Blackburn fyrir Derby á útivelli, 3:1. Blackburn er í 3. sæti með 41 stig. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 313 orð

Góður sigur Grindvíkinga

Grindvíkingar sigruðu KR-stúlkur nokkuð óvænt í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Hagaskólanum á laugardaginn. Lokatölur urðu 60:43 eftir að Grindavík hafði haft 31:30 yfir í leikhléi. Jón Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, þakkaði góðri "maður á mann" vörn í síðari hálfleik sigurinn. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 695 orð

Green Bay Packers aftur í úrslit

ÞAÐ verða Green Bay Packers og Denver Broncos sem mætast í 32. úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fram fer um aðra helgi í San Diego. Packers vann San Francisco 49ers 23:10 á Candelstick Park í San Francisco og Denver vann Pittsburgh Steelers 24:21 á Tree Rivers Stadium í Pittsburgh. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 321 orð

Guðni valinn í landsliðið en kemst ekki

Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi í gær 25 leikmenn vegna sex þjóða móts á Kýpur í byrjun febrúar en 19 leikmenn verða í endanlega hópnum. Upphaflega ætlaði Guðjón að gefa atvinnumönnunum frí í þetta verkefni en snerist hugur. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 382 orð

Haukar - ÍBV22:23 Íþróttahúsið við Strandgötu , bikarkeppni

Íþróttahúsið við Strandgötu , bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki, 8-liða úrslit, laugardaginn 10. janúar 1998. Gangur leiksins: 5:1, 9:4, 13:8, 15:11, 15:16, 17:17, 17:19, 19:19, 20:19, 20:21, 22:22, 22:23. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 268 orð

Heimsbikarkeppnin

Laugaragur; Schladming, Austurríki: Risasvig karla: 1. Hermann Maier (Austurríki)1.14,95 2. Stefan Eberharter (Austurr.)1.16,10 3. Luca Cattaneo (Ítalíu)1.16,36 4. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)1.16,57 5. Patrik Jaerbyn (Svíþjóð)1. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 287 orð

HM í sundi

100 m bringusund karla: 1. F. Deburghgraeve (Belgíu)1.01,34 2. Zeng Qiliang (Kína)1.01,76 3. Kurt Grote (Bandar.)1.01,93 4. Phil Rogers (Ástralíu)1.02,01 5. Domenico Fioravanti (Ítalíu)1.02,13 6. Simon Cowley (Ástralíu)1.02,47 7. Karoly Guttler (Ungverjal. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 636 orð

Hörku- leikur KA og Zagreb

Hörku- leikur KA og Zagreb Það er óhætt að segja að um hörkuleik hafi verið að ræða þegar KA og Badel Zagreb mættust á Akureyri um helgina í Meistaradeild Evrópu, lokatölur leiksins urðu 28:23 fyrir Badel Zagreb. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 328 orð

Innanhússknattspyrna

1. deild karla: A-riðill: KA - Leiftur2:3 Fram - Dalvík4:2 Leiftur - Dalvík2:3 KA - Fram2:2 Fram - Leiftur4:2 Dalvík - KA2:0 B-riðill: ÍA - Leiknir R.7:3 ÍBV - Keflavík1:4 Leiknir R. - Keflavík1:4 ÍA - ÍBV6:3 ÍBV - Leiknir R. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 569 orð

Inter heldur sínu striki

Interheldur enn fjögurra stiga forystu í ítölsku deildinni, eftir góðan 1:0 sigur á Piacensa á útivelli. Leikurinn var erfiður fyrir liðsmenn Inter enda tapaði liðið 5:0 fyrir AC Milan í bikarkeppninni í vikunni og því erfitt að rífa sig upp eftir slíka útreið. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 23 orð

Í kvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Ásgarður:Stjarnan - Fram20 Körfuknattleikur Bikarkeppni KKÍ Ísafjörður:KFÍ - ÍR20

Handknattleikur 1. deild kvenna: Ásgarður:Stjarnan - Fram20 Körfuknattleikur Bikarkeppni KKÍ Ísafjörður:KFÍ - ÍR20 Blak Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 391 orð

JÓN Arnar Magnússon

JÓN Arnar Magnússon tugþrautarkappi úr Tindastóli undirbýr sig af kappi fyrir frjálsíþróttamót ÍR í Laugardalshöll 24. janúar en þá glímir hann við nokkra sterkustu tugþrautarmenn heims í þríþraut. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 358 orð

Klaufaskapur hjá Barcelona

Þrátt fyrir einskæran klaufaskap um helgina eru leikmenn Barcelona enn í efsta sæti spænsku deildarinnar, einu stigi á undan Real Madrid en Börsungar eiga einn leik til góða. Barcelona komst í 2:0 á útivelli gegn Real Sociedad og þannig var staðan er 8 mínútur voru eftir af leiknum. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 43 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli Þr

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Golli Þriðja árið í röð hjá BlikumSIGRÚN Óttarsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks, hampar hér Íslandsbikarnum, sem Blikastúlkur tóku við þriðja árið í röð, en alls hafa þær orðið ellefu sinnum meistarar í innanhússknattspyrnu. Breiðablik vann KR í úrslitaleik 2:1. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 92 orð

Kristinn í þriðja sæti Kristinn Björnsson, sk

Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, er í þriðja sæti í stigakeppni Evrópubikarsins í svigi eftir fimm fyrstu mótin, með 210 stig. Hann sigraði sem kunnugt er í Evrópubikarmótinu í Donnersbachwald á föstudag, en keyrði út úr í fyrri umferð á sama stað á laugardag. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 332 orð

Loks vann Hibs

Meistaralið Rangers lét ekki 2:0 tap gegn Celtic í síðustu viku hafa áhrif á sig og um helgina vann liðið Aberdeen 2:0 og er á góðri leið með að tryggja sér meistaratitilinn tíunda árið í röð. Allt stefndi í algjört burst því Sergio Porrini kom Rangers í 1:0 eftir níu mínútna leik og Brian Laudrup bætti öðru marki við á þeirri 12. En mörkin urðu ekki fleiri. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 395 orð

Löngunin var Eyjamanna

ÞAÐ er auðvelt að búa Eyjamenn undir leiki sem þennan og blása þeim baráttuanda í brjóst þegar leikið er upp á allt og ekkert eins og að þessu sinni. Að sjálfsögðu nýtti ég það," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, eftir að lærisveinar hans höfðu, mörgum á óvart, lagt Aftureldingu 29:24 á heimavelli Mosfellinga í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar sl. laugardag. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 393 orð

Mikil mótspyrna Stjörnunnar

Við vissum fyrir leikinn að Stjarnan væri með gott lið vegna þess að við lékum á móti þeim í 1. deildinni í fyrra. Við áttum því von á hörkuleik og það kom líka í ljós að við þurftum að hafa mikið fyrir þessum sigri," sagði Svali Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir að Valsmenn höfðu tryggt sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik með því að leggja 1. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 128 orð

NBA-deildin

Leikið aðfaranótt laugardags: Boston - Seattle92:111 Atlanta - Washington82:77 Detroit - Golden State101:72 Minnesota - Portland96:91 New York - Chicago89:90 Denver - Miami79:98 Vancouver - Charlotte90:98 LA Clippers - LA Lakers115:125 Phoenix - San Antonio100:79 Leikið aðfaranótt sunnudags: Cleveland - Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 526 orð

NICOLA Berti

NICOLA Berti sem gekk til liðs við Tottenham frá Inter Milan í vikunni lék sinn fyrsta leik með nýja félaginu á laugardaginn gegn Manchester United og stóð sig allvel þótt ekki tækist honum að setja mark sitt á leikinn. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 301 orð

Njarðvíkingar sýndu gamalkunna takta

NJARÐVÍKINGAR sýndu gamalkunna takta þegar þeir sigruðu Skagamenn örugglega í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Renault í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Njarðvíkingar komu baráttuglaðir til leiks, þeir voru fremri Skagamönnum á flestum sviðum að þessu sinni og uppskeran var öruggur sigur, 92:71. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 166 orð

Og það var mark! UMDEILT atvi

UMDEILT atvik átti sér stað í leik Fram og Hauka í bikarkeppninni á sunnudaginn er mark var dæmt af Haukum í fyrri hálfleik í stöðunni 7:4 fyrir Fram. Markið gerði Gústaf Bjarnason af línunni og enginn vafi virtist leika á að það væri löglegt en boltinn fór neðst í markhornið vinstra megin og í gegnum gat og aftur fyrir markið. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 265 orð

Patrekur Jóhannesson hjá Essen til vors 2000

Patrekur Jóhannesson handknattleiksmaður skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Essen í dag, en hann hefur verið hjá félaginu sl. tvö ár og hefði orðið laus við lok keppnistímabilsins í vor. Samningur Patreks við Essen er til loka keppnistímabilsins vorið 2000. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 140 orð

Pippen kominn á ferðina

Scottie Pippen lék fyrsta leik sinn í NBA á þessari leiktíð aðfaranótt sunnudagsins er Chicago tók á móti Golden State Warriors. "Það er frábært að vera kominn aftur og þessi leikur var fínn til að byrja á. Ég veit það tekur einhvern tíma að finna taktinn, en hann kemur," sagði Pippen sem gerði 14 stig. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 104 orð

Ronaldo bestur hjá þjálfurum BRASILÍSKI

BRASILÍSKI miðherjinn Ronaldo hjá Inter á Ítalíu var í gær útnefndur leikmaður ársins 1997 hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, en hann var líka valinn sá besti í fyrra. Þjálfarar og aðrir forystumenn í knattspyrnuheiminum kjósa og fékk Ronaldo 86 atkvæði af 121 í fyrsta sæti og alls 480 stig. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 193 orð

Sanngjarn sigur Gróttu/KR Grótta/K

Sanngjarn sigur Gróttu/KR Grótta/KR tryggði sér á sunnudaginn sæti í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki með því að leggja Fram að velli, 26:20, í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Grótta/KR tók snemma forystuna í leiknum og lengst af í fyrri hálfleik voru heimamenn ávallt skrefi á undan gestunum. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 142 orð

Sigur eftir fjögur töp VALUR Ingimundarson, þjálfa

VALUR Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Odense í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, stjórnaði sínum mönnum til sigurs á útivelli gegn Næstved á laugardaginn. Lokatölur urðu 90:76 og var þetta kærkominn sigur því liðið hafði tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni. "Við náðum loks að vinna," sagði Valur eftir leikinn, en hann lék ekki með vegna veikinda. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 810 orð

Spánn Merida - Oviedo2:1 Zaragoza - Celta Vigo1:0

Merida - Oviedo2:1 Zaragoza - Celta Vigo1:0 Espanyol - Bilbao0:1 Salamanca - Santander0:0 Deportivo - Tenerife1:0 Gijon - Compostela0:2 Sociedad - Barcelona2:2 Betis - Valladolidfrestað Atletico Madrid - Real Madrid1:1 Valencia - Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 589 orð

Stefnir FramarinnSIGURPÁLL ÁRNI AÐALSTEINSSONað því að vinna tvöfalt?Ætla að gera mitt besta

SIGURPÁLL Árni Aðalsteinsson hornamaður lék vel eins og aðrir leikmenn Fram í 31:24 sigri á bikarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik á sunnudaginn. Sigurpáll fór á kostum í sókninni og skoraði mörk í öllum regnbogans litum, ellefu að tölu, og hefur nú gert 30 mörk í þremur leikjum bikarkeppninnar. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 606 orð

Stórkostleg vörn og frábær markvarsla

BIKARMEISTARAR síðasta árs, Haukar, verja ekki titilinn í karlaflokki í úrslitaleik í Laugardalshöll. Það varð ljóst í íþróttahúsi Fram á sunnudagskvöldið þegar heimamenn hreinlega kjöldrógu meistarana í 8-liða úrslitum. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 557 orð

UMFA - ÍBV24:29 Íþróttahúsið að Varmá, bikarkeppni HSÍ í kar

Íþróttahúsið að Varmá, bikarkeppni HSÍ í karlaflokki, 8-liða úrslit, laugardaginn 10. janúar 1998. Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 4:5, 5:7, 7:9, 9:11, 10:12, 10:13, 11.14, 15.15, 15:19, 18:20, 18:22, 20:22, 21.24, 23:27, Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 734 orð

Valur - Stjarnan79:75

Hlíðarendi, bikarkeppni KKÍ og Renault í karlaflokki, 8-liða úrslit, sunnudaginn 11. janúar 1998. Gangur leiksins: 3:0, 13:6, 21:8, 25:12, 36:14, 40;28, 46:38, 52:40, 62:50, 68:64, 71:71, 75:75, 79:75. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 366 orð

Vanmat Valsmanna

Vanmat Valsmanna Við vorum seinir í gang og eins og oft vill verða þegar lið úr 1. deild mætir liði úr 2. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 681 orð

"Þetta er rosalega ljúft"

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Hauka eru úr leik í bikarkeppni kvenna í handknattleik. Þeir urðu að játa sig sigraða fyrir baráttuglöðum Eyjastúlkum í framlengdum leik, 23:22, á heimavelli sínum við Strandgötu. Leikur FH og Víkings var einnig framlengdur, en Víkingar höfðu sigur, 28:25, í Kaplakrika. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 78 orð

Örn um miðjan hóp

ÖRN Arnarson hóf keppni á heimsmeistaramótinu í sundi í Ástralíu í gærmorgun með því að stinga sér til sunds í 200 m skriðsundi, sem er aukagrein hjá honum. Skemmst er frá því að segja að hann náði 37. besta tímanum af þeim 66 sem luku sundinu. Tími hans var 1.57,25 mín. og varð hann í 4. sæti í 5. riðli. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 184 orð

Öruggt frá byrjun hjá Ísfirðingum Það var

Öruggt frá byrjun hjá Ísfirðingum Það var ljóst strax frá upphafi leiks KFÍ og ÍR að heimamenn á Ísafirði ætluðu sér áfram í bikarkeppninni. Leikurinn var frekar rólegur, KFÍ réð gangi mála og vann frekar sannfærandi, 87:67. Leikurinn byrjaði rólega, þó virtist sem taugaspennu gætti meðal leikmanna KFÍ rétt í upphafi. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 475 orð

Öruggt gegn Haukum

ÞAÐ bjuggust flestir við jöfnum og spennandi leik á sunnudagskvöld í Grindavík þegar Haukarnir, sem eru í öðru sæti í deildinni, heimsóttu topplið Grindvíkinga. Annað varð upp á teningnum og heimamenn með Helga Jónas Guðfinnsson í fararbroddi rúlluðu yfir Hauka. Það má segja að heimamenn hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik; voru 51:31 yfir í leikhléi. Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 155 orð

(fyrirsögn vantar)

KarlarA-riðill: Generali Trieste - Celja Lakso20:27 KA - Badel Zagreb23:28 Staðan: Celje Lakso4400109:898 Badel Zagreb4301107:926 Generali Meira
13. janúar 1998 | Íþróttir | 101 orð

(fyrirsögn vantar)

17. umferð: Wuppertal - Minden22:22 Hamlen - Gummersbach23:19 Nettelstedt - Eisenach31:23 Flensburg - Wallau Massenheim22:22 Essen - Kiel18:25 Niederw¨urzbach - Magdeburg29:22 Staðan: THW Kiel16436:38127 TBV Lemgo14367:33021 SC Meira

Fasteignablað

13. janúar 1998 | Fasteignablað | 32 orð

Alaskaöspin

ALASKAÖSP er kjörin í skjólbelti, útivistarlundi, beitarskóga og sumarbústaðalönd, segir Hafstein Hafliðason í þættinum Gróður og garðar. Einnig er hún veigamikill efniviður í stórræktun til pappírsgerðar hér á landi. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 1153 orð

Alaskaöspin þarf lífsrúm og skynsamlega stjórnun

Flestir Íslendingar þekkja alaskaösp. Tréð er afar hraðvaxta og getur vaxið því sem næst um allt land. Af henni leggur sterka balsamangan á vorin þegar hún er að springa út. Laufblöðin eru egglaga, ydd og ljósgræn. Á ungum plöntum í örum vexti geta þau orðið mjög stór. Árssprotar alaskaaspar verða oft meira en eins metra langir við góð skilyrði. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 205 orð

Atvinnuhúsnæði við Vesturhraun

MEIRI eftirspurn er nú eftir atvinnuhúsnæði og um leið meiri hreyfing á slíku húsnæði en áður. Hjá fasteignasölunni Kjöreign er til sölu stálgrindarhús af Butlergerð, sem var byggt 1989 og er 1512 ferm. að stærð. Húsið stendur við Vesturhraun 5 í Garðabæ. Það er með mikilli lofthæð og því er skipt niður í sjö einingar. Óskað er eftir tilboðum. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 383 orð

Aukningu spáð í nýjum íbúðum

SMÍÐI nýrra íbúða mun fara vaxandi í Svíþjóð á næstu árum. Gert er ráð fyrir 40% aukningu 1998 og allt að 80% aukningu á árinu 1999. En hafa ber þó í huga, að íbúðabyggingar í Svíþjóð eru nú með allra minnsta móti. Gert er ráð fyrir, að á árinu 1997 hafi aðeins verið byrjað á 10.000 nýjum íbúðum á móti t. d. 69.000 nýjum íbúðum árið 1990 og yfir 50.000 á ári næstu tvö ár þar á eftir. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 33 orð

Bænaherbergi í kirkju

Bænaherbergi í kirkju ÞETTA fallega bænaherbergi er í Sea Chaper Chai Wan í Hong Kong. Hún var byggð 1994-1995 og þykir gott dæmi um notkun kristilegra tákna til þess að skapa mjög óvenjulegan arkitektúr. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 180 orð

Einbýlis hús á góðum stað

Í NÝJU hverfi rétt við gamla bæinn í Hafnarfirði er fasteignasalan Hóll, Hafnarfirði með til sölu einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið stendur við Klettagötu 6 og er steinhús, byggt 1986 og 219 ferm. að stærð með bílskúr sem er 60 ferm. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 158 orð

Einbýlishús við Hlíðarveg

HJÁ Fasteignamarkaðinum er nú til sölu glæsilegt einbýlishús að Hlíðarvegi 2 í Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum 37 ferm. bílskúr. Samtals er húsið að gólffleti 307 ferm. Það er steinsteypt, byggt 1967. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 148 orð

Endurnýjað einbýlishús í Garðabæ

HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu einbýlishús að Faxatúni 13 í Garðabæ. Þetta er tvílyft hús úr timbri, hæð og ris, byggt 1964. Það er l35 ferm. að stærð auk 25 ferm. bílskúrs. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 233 orð

EuroDisney byggir bæ fyrir aust- an París

EURODISNEY hyggst fjárfesta fyrir nær fjóra milljarða franskra franka (nær 48 milljarða ísl. kr.) í nýju bæjarfélagi, sem á að rísa við hliðina á skemmtigarðinum Disneyland Paris um 30 km fyrir austan frönsku höfuðborgina. Íbúar í þessum nýja bæ verða væntanlega um 12.000. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 29 orð

Fimmtíu hæða blokk í Hong Kong

Fimmtíu hæða blokk í Hong Kong ÞESSI mikilfenglega bygging er í byggingu um þessar mundir í Hong Kong og nefnist North Point og verður meðal stærstu bygginga á þessu svæði. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 151 orð

Færri ný hús

NÝJUM íbúðarhúsum, sem byrjað var á í Japan á síðasta ári, fór fækkandi og var það mjög í samræmi við minnkandi neyzlu í landinu almennt, sem er farin að bitna á efnahagslífi í landinu. Þessi samdráttur byrjaði með hækkun virðisaukaskatts úr 3 í 5% í apríl sl. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 244 orð

Glæsilegt hús í Suðurhlíðum

HÚS í Suðurhlíðum Kópavogs hafa haft mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Bifröst er nú til sölu glæsilegt hús að Hrauntungu 44. Húsið var byggt 1966. Þetta er steinhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og aukaíbúð á neðri hæð, alls 256 ferm. að stærð. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 113 orð

Gott atvinnuhúsnæði við Fossháls

HJÁ Eignamiðluninni er nú til sölu atvinnuhúsnæði að Fosshálsi 1, Bílaborgarhúsinu eins og það var eitt sinn kallað. Þetta húsnæði er á jarðhæð hússins og er um 850 ferm. að stærð. Það er iðnaðar- og lagerhúsnæði með mikilli lofthæð eða allt að 8 metrum. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 443 orð

Góð hreyfing á mark- aðnum í ársbyrjun

FASTEIGNASALAN Lundur tók til starfa í síðustu viku og er aðsetur hennar á 2. hæð að Suðurlandsbraut 10 í Reykjavík. Sölumenn eru Karl Gunnarsson og Ellert Róbertsson, en fasteignasali er Sveinn Guðmundsson hdl. og löggiltur fasteignasali. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 172 orð

Grennd og nábýli

HÉR Á landi skortir almenna löggjöf um grennd og nábýli, en slík löggjöf hefur verið sett í sumum nágrannalöndum okkar. Við úrlausn þessara mála er beitt ýmsum ólögfestum reglum og sjónarmiðum og byggist réttarstaða fasteignareigenda ekki sízt á dómafordæmum. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 39 orð

Gömul hönnun endurnýtt

GAMLIR en glæsilegir hlutir eru gjarnan endurframleiddir og þá kannski í heppilegra formi hvað efnivið snertir. Þannig er því háttað um þennan fallega sófa sem er í Empire stíl. Að sögn er hann mun þægilegri en fyrirmyndin. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 873 orð

Hitabylgja á Grandavegi

ÞRÁTT fyrir að leiklistarhefð okkar sé eldri en margur hyggur var það stór stund þegar Þjóðleikhúsið opnaði sína glæstu sali árið 1950, enn eru í fersku minni valdar sýningar frá fyrstu árum leikhússins. Tvö verk koma fyrst upp í hugann, Íslandsklukka Laxness og Rigólettó Verdis. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | -1 orð

Laugavegurinn heldur velli

Þriðjudaginn 23. desember sl. var hátíðabragur yfir Laugaveginum í Reykjavík, einkum þegar líða tók að kvöldi. Veður var einmuna gott, hiti um 7-8 gráður á C. en þurrt og var mikill fjöldi fólks á ferð um Laugaveginn og allir virtust vera glaðir og fullir tilhlökkunar og eftirvæntingar, jólin voru að nálgast. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 40 orð

Loftræsing og leikhús

EKKI er hægt að sætta sig við yfirhitun og þungt loft í Þjóðleikhúsinu, sem er nýendurbyggt, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Hvað er að? Þeirri spurningu á hver Þjóðleikhúsgestur rétt á að fá svarað. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 348 orð

Lóðaúthlutun nokkru minni í Reykjavík í fyrra en 1996

Á SÍÐASTA ári var úthlutað lóðum undir 231 íbúð í Reykjavík, sem var nokkru minna en árið þar á undan, en þá var úthlutað lóðum undir 293 íbúðir í borginni. Nokkuð var um, að lóðum væri skilað í fyrra eða lóðum fyrir 30 íbúðir, en þær lóðir eru ekki inni í ofangreindri tölu. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 27 orð

Marglitt skal það vera

Marglitt skal það vera ÞEIR sem eru hrifnir af dökkum litum ættu að hrífast af þessu baðherbergi. Mosaikskreytingin á hurðunum er heimagerð en flísarnar á gólfinu eru franskar. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 389 orð

Meiri eftirspurn eftir skrifstofuhúsnæði

FRAMBOÐ á skrifstofuhúsnæði í Kaupmannahöfn hefur um árabil verið langtum meiri en eftirspurn. Nú virðist sem meira jafnvægi sé að komast á á markaðnum, en að undanförnu hefur bæði bæði sala og útleiga á skrifstofunhúsnæði gengið mun betur en áður. Var frá þessu greint í danska viðskiptablaðinu Børsen fyrir skömmu. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 577 orð

Skynsamlegar ákvarðanir, þegar vel gengur

ÞVÍ ER stundum haldið fram að erfiðara sé að stjórna á hinu ýmsu sviðum þegar utanaðkomandi aðstæður eru góðar heldur en þegar þær eru slæmar. Þá er sagt að erfiðleikarnir skerpi menn, auki samheldni og fleira í þeim dúr. Þetta hljómar auðvitað í fljótheitum sem öfugmæli. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 28 orð

Ýmis efni í bland

Ýmis efni í bland APPELSÍNURAUÐAR mósaíkflísar eru bakgrunnur innréttingar í þessu eldhúsi við hlið blárra steinflísa. Stál og gler er svo notað með en viður í skápum og skúffum. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 1647 orð

Þörf á skýrum lögum um grennd og nábýli

RÉTTARBÆTUR á þeim sviðum, sem snerta fasteignir og eigendur þeirra, hafa verið þýðingarmikill þáttur í hagsmunabaráttu Húseigendafélagsins. Á síðustu árum hefur félagið m. a. haft frumkvæði að setningu laga um fjöleignarhús og húsaleigu og átti formaður félagsins, Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., mikinn þátt í samningu þeirra laga. Meira
13. janúar 1998 | Fasteignablað | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

13. janúar 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

13. janúar 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

13. janúar 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

13. janúar 1998 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

13. janúar 1998 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

13. janúar 1998 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

13. janúar 1998 | Úr verinu | 510 orð

Áhrifa boðaðs verkfalls farið að gæta hjá þjónustufyrirtækjum

BOÐAÐ verkfall sjómanna hinn 2. febrúar er þegar farið að hafa áhrif á þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi. Forsvarsmenn nokkurra þjónustufyrirtækja segja starfsemi fyrirtækjanna þó ekki hafa raskast en þeir hafi orðið varir við að menn haldi að sér höndum vegna verkfallsins. Meira
13. janúar 1998 | Úr verinu | 80 orð

Engin loðnuveiði um helgina

ENGIN loðnuveiði var um helgina, enda haugabræla á miðunum fyrir austan landið og öll skip í landi. Nótaskipin hafa enn ekki fengið loðnu á árinu en flottrollsskipin fengu loðnu austur úr Dalartanga í upphafi ársins. Veiðisvæðinu þar hefur nú verið lokað vegna þess að um helmingur aflans reyndist vera ókynþroska loðna. Meira
13. janúar 1998 | Úr verinu | 107 orð

Noregur og Grænland semja um fisk

NORÐMENN og Grænlendingar hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæmar veiðiheimildir innan lögsagna beggja landanna. Samkomulagið felur í sér nokkurn niðurskurð á aflaheimildum í ljósi minnkandi kvóta í Barentshafi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.