Greinar þriðjudaginn 17. febrúar 1998

Forsíða

17. febrúar 1998 | Forsíða | 453 orð

199 manns biðu bana er þota fórst í lendingu

TÆVÖNSK farþegaþota sprakk í loft upp í lendingu á alþjóðaflugvellinum í Taipei í gær. Allir um borð í þotunni, 197 manns, létu lífið. Eldar kviknuðu einnig í nokkrum húsum, sem urðu fyrir logandi braki úr þotunni, og að minnsta kosti tveir íbúar þeirra biðu bana. Ungbarn fannst á lífi í húsarústunum. Talið er að dimm þoka hafi stuðlað að slysinu. Meira
17. febrúar 1998 | Forsíða | 156 orð

Bretar vilja úthýsa Sinn Fein

BRESKA stjórnin lagði til í gær að Sinn Fein, stjórnmálaflokki Írska lýðveldishersins (IRA), yrði meinað að taka þátt í viðræðum um frið á Norður-Írlandi vegna tveggja morða, sem lögreglan telur að IRA hafi staðið fyrir. Mo Mowlam, N-Írlandsmálaráðherra Bretlands, lagði fram formlega beiðni um brottvísunina þegar þriggja daga samningaviðræður hófust í Dublin í gær. Meira
17. febrúar 1998 | Forsíða | 297 orð

Líkur á að Annan reyni að leysa Íraksdeiluna

LÍKLEGT er að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ræði við Saeed al-Sahaf, utanríkisráðherra Íraks, í París á morgun til að freista þess að leysa deiluna um vopnaeftirlitið í Írak. Talsmaður Jacques Chiracs, forseta Frakklands, sagði að hann teldi að friðsamleg lausn deilunnar væri í sjónmáli og því væri mikilvægt að Kofi Annan ræddi við íraska ráðamenn í Bagdad. Meira

Fréttir

17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

15 mánaða fangelsi fyr ir ofbeldi og nauðgun

ÞRJÁTÍU og eins ára gamall maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að sæta 15 mánaða fangelsi fyrir að beita fyrrum sambýliskonu sína líkamsmeiðingum og nauðga henni aðfaranótt fimmtudagsins 31. júlí 1997. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 236 orð

270 keppa í eðlisfræði FORKEPPNI í landskeppni í eðlisfræði og Óly

FORKEPPNI í landskeppni í eðlisfræði og Ólympíuleikana í eðlisfræði fer fram í dag, 17. febrúar. 270 framhaldsskólanemendur í 11 framhaldsskólum víðsvegar um landið þreyta keppnina og verða fimm keppendur valdir fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði. Úslitakeppnin verður háð milli 14 framhaldsskólanemenda í byrjun mars og 5 þeirra verða valdir til að taka þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 263 orð

52 skæruliðar felldir í Alsír

ALSÍRSKAR hersveitir felldu 52 múslímska uppreisnarmenn í hernaðaraðgerðum undanfarna daga og hafa náð á sitt vald einum helsta leiðtoga útlaga í Alsír og 150 mönnum hans, að því er alsírsk blöð greindu frá í gær. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Aðalmarkmiðið að greiða niður skuldir

SÍÐARI umræða verður um fjárhagsáætlun Ólafsfjarðarbæjar á fundi bæjarstjórnar á morgun, miðvikudag, en áætlunin miðar einkum af því að greiða niður skuldir bæjarins. Gert er ráð fyrir samkvæmt áætluninni að skatttekjur bæjarins verði 228 milljónir króna. Almennur rekstur bæjarins, að frádregnm málaflokkum kostar 163 milljónir króna. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Aldamótanefndir í Aðalstræti

ÞRJÁR nefndir sem allar tengjast aldamótunum hafa fengið inni í Aðalstræti 6, nánar tiltekið þar sem áður voru ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins. Nefndirnar eru landafundanefnd, kristnihátíðarnefnd og nefnd sem undirbýr atburði í Reykjavík árið 2000 er borgin verður ein menningarborga Evrópu. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Almannaréttur Íra og Breta torveldar kaupin

ORRI Vigfússon og tilraunir hans til að kaupa upp veiðileyfi þeirra sem veiða lax í net úr sjó eru tekin til umfjöllunar í nýjasta hefti tímaritsins The Economist. Í geininni er rakið að stofnun sú sem Orri veitir forstöðu, NASF (North Atlantic Salmon Fund), hafi stöðvað laxveiðar í atvinnuskyni við strendur Íslands, Grænlands og Færeyja, Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Áhugi á sameiningu kannaður í Garði

HREPPSNEFND Gerðahrepps hyggst leita álits kjósenda á því að gerð verði ítarleg könnun á kostum og göllum sameiningar við Sandgerði eða Reykjanesbæ, samhliða komandi sveitarstjórnarkosningunum. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Gerðahreppi, segir hreppinn vera af þeirri stærð að hann komist ágætlega af einn síns liðs. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

Áttunda önnin hafin

ÁTTUNDA önn Menntasmiðju kvenna á Akureyri hófst í síðustu viku og stunda nú 24 konur nám við skólann. Að þessu sinni er haldið fimmtán vikna námskeið fyrir konur sem hafa tíma til að sækja dagskóla milli kl. 9 og 15 alla virka daga. Áhersla er lögð á heildstætt nám sem getur orðið sterkur grunnur að ýmsum störfum, frekara námi og eða daglegu virku lífi. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 238 orð

Boðar róttækar breytingar á Íhaldsflokknum

WILLIAM Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, boðaði í gær umfangsmiklar breytingar á skipulagi og starfsháttum flokksins. Í ræðu sem hann flutti á fundi með þingmönnum Íhaldsflokksins og blaðamönnum sagði hann þetta yrði róttækasta uppstokkun er gerð hefði verið á skipulagi flokksins á öldinni. Meira
17. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 1377 orð

Bændur hafi forystu um breytingar

Formaður sauðfjárbænda telur afurðasölukerfið ekki nógu markaðsvænt Bændur hafi forystu um breytingar Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda telur að afurðasölukerfið sé ekki nógu markaðsvænt og vill breyta því fyrir haustið þegar verðlagning sauðfjárafurða verður gefin frjáls. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 98 orð

Danir unnu Flugleiðamót í brids

DANSKT lið vann Flugleiðamótið, sveitakeppni Bridshátíðar, sem lauk í gærkvöldi. Danirnir enduðu með einu stigi meira en sveit skipuð íslenskum og bandarískum spilurum. Danska liðið fékk 191 stig og var skipað hjónunum Jens og Sabine Auken, Morten Andersen og Sören Christiansen. Í 2. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Deiluaðilar hitta kvótanefndina

NEFND sem vinnur að tillögum um breytingar á verðmyndun á fiski og viðskiptum með veiðiheimildir er farin að ræða við fulltrúa sjómanna og útvegsmanna. Í gær gengu fulltrúar Sjómannasambandsins á fund nefndarinnar og kynntu henni afstöðu sína til ágreiningsefna. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum á sem skemmstum tíma, en henni ber að skila tillögum eigi síðar en 10. mars. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Doktorsvörn við Háskólann

KRISTJÁN Steinsson læknir varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands um helgina. Ritgerðin heitir: "Systemic Lupus Erythematosus. Epidemiology, Pathogenesis and Genetics with Special Reference to the Complement System." Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 154 orð

Dómur Héraðsdóms skal vera óraskaður

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði á síðasta ári kröfu hreppsnefndar Eyjafjarðarsveitar um að ógiltur yrði með dómi úrskurður landbúnaðarráðuneytisins þar sem felld var úr gildi ákvörðun hreppsnefndar að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit. Hreppsnefndin skaut málinu til Hæstaréttar sem á fimmtudag staðfesti dóm undirdóms. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

ÐRangt eftirnafn

RANGLEGA var farið með eftirnafn Kristínar Hallberg í Morgunblaðinu á laugardag í texta með mynd af samsæti Íslendinga í Stokkhólmi stuttu eftir veitingu Nóbelsverðlaunanna árið 1955. Birtist myndin hér aftur, en á henni eru í fremri röð frá vinstri: Sven B.F. Janson, Þórunn Ástríður Björnsdóttir, Sigurður Nordal, Kristín Hallberg, Halldór Laxness. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Ekið með hús af Laugavegi í Sólheima

TVÍLYFT hús sem stóð á Laugavegi 53 var flutt í heilu lagi í áföngum frá Reykjavík á Selfoss í fyrrinótt og þaðan átti svo að halda áfram með húsið að Sólheimum í Grímsnesi seint í gærkvöldi og í nótt. Sólheimar hafa eignast húsið en byggja á verslunar- og íbúðarhús á lóðinni við Laugaveg þar sem húsið stóð. Notaður var öflugur flutningabíll frá fyrirtækinu Gunnari Guðmundssyni hf. Meira
17. febrúar 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Elsti nemandinn á níræðisaldri

Borgarnesi-Konur úr Sambandi borgfirskra kvenna stunda tölvunám af kappi um þessar mundir. Að sögn formanns SBK leitaði félagið til Farskóla Vesturlands er hugmyndin að námskeiðinu kviknaði. Áhugi reyndist mikill og um þrjátíu konur eru skráðar í námskeiðið. Kennslan fer fram einu sinni í viku í Borgarnesi og stendur í fimm vikur. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 289 orð

"Er að bresta á og lítur þokkalega út"

HELDUR lifnaði yfir loðnuveiði í gærkvöld og voru skipin að fá 50 til 100 tonna köst og eitt hafði sprengt nót. Þá var flotinn skammt út af Gerpi. "Þetta er að bresta á og lítur þokkalega út," sagði Atli Sigurðsson, skipstjóri á Gígjunni, á miðunum í gærkvöld. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Ferðin á heimsenda

LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri hefur hafið æfingar á leikritinu "Ferðin á heimsenda" eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og er áætlað að frumsýna verkið 2. apríl næstkomandi. Leikritið er barnaleikrit en höfðar til allra aldurshópa. Þetta er fallegt og hugljúft ævintýri með söngvum, tónlist og glensi. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 219 orð

Fimmtán bílar skemmdust í árekstrum á Hlíðarbraut

MIKILL erill var hjá lögreglu á Akureyri um helgina vegna óveðurs, aðallega frá því snemma á laugardagsmorgun og fram yfir hádegi, en á þeim tíma bárust yfir 300 símtöl þar sem leitað var eftir aðstoð. Lögregla ásamt félögum í Hjálparsveit skáta og Flugbjörgunarsveit aðstoðuðu fólk sem komast þurfti leiðar sinnar í óveðrinu og greiddu fyrir umferð þar sem hægt var. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fjögur hundruð gestir sátu erfidrykkjuna

AÐ LOKINNI útför Halldórs Kiljans Laxness frá Kristskirkju í Landakoti á laugardaginn fylgdi nánasta fjölskylda hans kistu hans til Fossvogskirkju, en gestir fóru í erfidrykkju á Hótel Sögu í boði ríkisstjórnar Íslands. Gestir þar voru um 400. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 374 orð

Fleiri en 50 hafa látist í sprengjutilræðum

YFIRKJÖRSTJÓRN á Indlandi sagði í gær, að fyrsti kjördagurinn af fimm í þingkosningum í landinu hefði farið tiltölulega friðsamlega fram. Að minnsta kosti 13 manns fórust þó í sprengjutilræðum í gær og alls 54 um helgina. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Framtíðarverkefni Gilfélagsins

GILFÉLAGIÐ heldur almennan félagsfund í Deiglunni, Kaupvangsstræti á Akureyri, fimmtudagskvöldið 19. febrúar kl. 20.30. Umræðuefni fundarins verður framtíðarverkefni Gilfélagsins og eru félagsmenn hvattir til að mæta á fundinn. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 173 orð

Friðargæsluliðið treystir tökin

HERMENN á vegum ECOMOG, vestur-afríska friðargæsluliðsins, vinna nú að því að afvopna liðsmenn herstjórnarinnar í Sierra Leone og hóta jafnframt að skjóta hvern þann, sem notar sér upplausnarástandið í höfuðborginni, Freetown, til að ræna. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 38 orð

Fundur um starfsmannamat

ANNAR hádegisverðarfundur menntanefndar Bandalags háskólamanna í fyrirlestraröð um starfsmannamál verður í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, 19. febrúar nk. kl. 12­13. Þar ræðir Þórður S. Óskarsson, framkvæmdastjóri starfsmanna- og stjórnunarsviðs Norðuráls hf., um frammistöðumat/starfsmannasamtöl. Fundurinn er öllum opinn. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Fylgdust með skurðaðgerð gegnum fjarfundabúnað

UM 300 manns sátu í Háskólabíói á laugardaginn og fylgdust með skurðaðgerð í beinni útsendingu frá skurðstofu Landspítalans fyrir milligöngu sérstaks fjarfundabúnaðar. Á Landspítalanum gerði Margrét Oddsdóttir skurðlæknir aðgerð á sjúklingi með vélindisbakflæði og útskýrði um leið fyrir gestum í Háskólabíói það sem hún var að gera. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fyrirlestrar um Tantra-jóga

JÓGAKENNARINN Dada Rudreshvar heldur kynningarfyrirlestra á vegum Ananda Marga um Tantra- jóga, sem er alhliða æfingakerfi, næstu tvo miðvikudaga, þ.e. 18. og 25. febrúar kl. 20. "Lögð verður áhersla á nokkur meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar til heildræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fyrirlestur um auglýsingar

ALLIANCE Française, Austurstræti 3, stendur fyrir fyrirlestri og almennri umræðu um heim auglýsinganna miðvikudaginn 18. febrúar kl 20.30. Marta Þórðardóttir segir frá því ferli "sem liggur að baki þessa mjög svo áberandi fyrirbrigðis í nútímaþjóðflélagi", eins og segir í fréttatilkynningu. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fyrirlestur um fæðuval og mígreni

MÍGRENSAMTÖKIN halda fræðslufund í Gerðubergi miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20. Dr. Inga Þórsdóttir, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi um fæðuval og mígreni og svarar fyrirspurnum. Inga er einnig forstöðumaður á næringarstofu Landspítalans þar sem næringarráðgjafar vinna og auk þess situr hún í Manneldisráði. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fyrirlestur um homma og lesbíur

GUÐMUNDUR Páll Ásgeirsson, námsráðgjafi við Iðnskólann í Reykjavík, flytur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: "Með hnút í maganum. Viðtöl við lesbíur og homma um sársaukafullar tilfinningar í tengslum við að koma úr felum. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fyrirlestur um umhverfismál

VÉLADEILD Tækniskóla Íslands gengst á þessari önn fyrir fyrirlestraröð um umhverfismál. Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 17 heldur Helga Jóhanna Bjarnadóttir, umhverfisfræðingur hjá Iðntæknistofnun Íslands, fyrirlestur sem ber heitið "Umhverfisstjórnun í fyrirtækjum". Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um málefnið en að honum loknum er gert ráð fyrir opnum umræðum. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fyrsti fundur skógræktarfélaganna í vetur

SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN halda fræðslufund í Mörkinni 6 (húsi Ferðafélagsins) í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Þetta er fyrsti fundur ársins í fræðslusamstarfi Skógræktarfélags Íslands og Búnaðarbanka Íslands hf. og er nú tekinn upp þráðurinn frá því í fyrra. Aðalerindi kvöldsins flytur Jón Loftsson skógræktarstjóri og nefnist "Skógræktin inn í 21. öldina". Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 397 orð

Förufálki í þrettán hæða blokk

FÖRUFÁLKI hefur frá áramótum haft bækistöð í þrettán hæða fjölbýlishúsi við Sólheima. Hírist hann aðallega á norðursvölum á elleftu og tólftu hæð hússins en stundum að vestanverðu þegar þannig viðrar og kemur þá að húsinu síðdegis en fyrri hluta dags ver hann til veiða og könnunarferða. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 445 orð

Gagnrýni vex á áform um myntbandalag

ÁFORMIN um að koma á Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, um næstu áramót, mega þessa dagana þola gagnrýni efasemdaradda úr mörgum áttum. Nú eru aðeins fáeinir mánuðir þar til leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) taka um það ákvörðun hver aðildarríkjanna 15 teljast hæf til að gerast stofnaðilar að myntbandalaginu, Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 572 orð

Gert ráð fyrir falli allt að fimmtán hundruð Íraka

HENRY Shelton hershöfðingi, höfundur hernaðaráætlunar sem hugsanlega verður beitt gegn Írak, hefur beðið bandaríska ráðamenn að vera viðbúnir því að hernaðaraðgerðirnar gætu leitt til falls 1.500 óbreyttra íraskra borgara og hermanna ásamt "nokkrum fjölda" bandarískra flugmanna. Hann sagði að við undirbúning loftárása væri gífurleg áhersla lögð á að "hitta það sem hæfa bæri". Meira
17. febrúar 1998 | Landsbyggðin | 251 orð

Góð samvinna í ferðaþjónustu

Selfossi-Eitt ár er liðið frá því að átta sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu skrifuðu undir samning ásamt Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands um stefnumótun í ferðaþjónustu á svæðinu. Ásborg Arnþórsdóttir var ráðin til starfa sem ferðamálafulltrúi uppsveitanna ásamt því að starfa sem verkefnisstjóri að stefnumótunarverkefninu. Samvinnan góð Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Hálkuslys tíð seinustu daga

HÁLKUSLYS hafa verið tíð seinustu daga og var talsverður erill af þeim sökum á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær. Sigurður Kristinsson, læknir á slysadeild, segir beinbrot á útlimum vera algengustu hálkuslysin. Sigurður stóð í fyrra fyrir könnun á hálkuslysum ásamt Brynjólfi Mogensen og var athugunin gerð í samvinnu við embætti gatnamálastjóra. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 711 orð

Hefur rætt við á annað hundrað asískar konur

Ídag, þriðjudag, heldur Elizabeth Fullon fyrirlestur í Odda um fræðimanninn sem viðfang, ­ asíska konu á Íslandi. Hún notar myndlíkinguna að ganga með tvö höfuðföt, stundum setur hún upp hatt filippseysku konunnar á Íslandi en á öðrum stundum ber hún hún höfuðfat fræðimannsins. Þetta getur oft valdið togstreitu við öflun og túlkun rannsóknarefnis. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 234 orð

Hrakningar á heiðum

FÓLK á ferð um Öxnadalsheiði, Strandir, Holtavörðuheiði og víðar lenti í hrakningum á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags í aftakaveðri. Björgunarsveitum og lögreglu tókst að koma flestum til byggða en á Öxnadalsheiði héldu átta manns þó kyrru fyrir í rútu. Flutningabíll fór á hliðina á Steingrímsfjarðarheiði í vonskuveðri á föstudagskvöld en mennina sem í honum voru sakaði ekki. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 117 orð

Húnvetningafélagið 60 ára

HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík er 60 ára í dag, 17. febrúar. Í tilefni þessara tímamóta efnir félagið til dagskrár nú á næstunni í nýrri Húnabúð, sem tekin var í notkun í gær, í Skeifunni 11, 3. hæð. Föstudaginn 20. febrúar verður kántrý­ og hagyrðingakvöld. Þar skemmtir Hallbjörn Hjartarson og einnig verða á palli nokkrir kunnir hagyrðingar. Sunnudaginn 22. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 309 orð

Hvatt til viðræðna á Kýpur RAUF Denktash, leiðt

RAUF Denktash, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, hvatti í gær til beinna viðræðna milli Grikkja og Tyrkja áeynni en umhelgina varGlafcos Clerides endurkjörinn forseti Kýpur-Grikkja.Virðist semhann hafidregið nokkuð í land með þá kröfu, að tyrkneski hlutinn verði viðurkenndur sjálfstætt ríki áður en viðræður geti hafist. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 644 orð

Hæstu útsvarstekjur á íbúa

SELTIRNINGAR eru með hæstu útsvarstekjur á íbúa miðað við nágrannasveitarfélögin, segir í bókun Bæjarmálafélagsins á Seltjarnarnesi, sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins. Þar segir enn fremur að gert sé ráð fyrir hærri tekjum af fasteignagjöldum árið 1998 miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 1997. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 243 orð

Hörð gagnrýni á Starr

WILLIAM Ginsburg, lögmaður Monicu Lewinsky, gagnrýndi sérskipaða saksóknarann Kenneth Starr, sem fer með rannsókn Whitewater-málsins, harðlega í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. Starr hefur krafist þess að Lewinsky beri vitni um meint ástarsamband hennar og Bills Clintons Bandaríkjaforseta og sagði Ginsburg að stjórnarskrárbundin réttindi hennar væru að engu höfð. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1306 orð

Hörð gagnrýni ráðherra á Ríkisendurskoðun

FJÁRMÁLARÁÐHERRA og dómsmálaráðherra gagnrýndu Ríkisendurskoðun harðlega á Alþingi í gær við umræður utan dagskrár um uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Akranesi. Fjármálaráðherra sagði það koma fyrir æ ofan í æ að Ríkisendurskoðun væri að grafa undan starfi því sem unnið væri í ráðuneytunum og dómsmálaráðherra sagði það óþolandi bæði fyrir ráðuneytin og Alþingi að þurfa að segja að niðurstaða Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 272 orð

Krefst úrbóta án tafar

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur sent borgarstjóranum í Reykjavík bréf þar sem því er beint til borgaryfirvalda að þau hlutist til um "án tafar", eins og komist er að orði, að dregið verði úr óþægindum íbúa við neðanverða Miklubraut sem rekja má til mikillar umferðar um götuna. Aðgerðirnar miðist við að draga úr óþægindum íbúa þar til endanlegar úrbætur hafa verið gerðar. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 319 orð

"Langar til að takast á við ný verkefni"

BENÓNÝ Ásgrímsson, þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, hefur fengið þriggja ára launalaust leyfi hjá Landhelgisgæslunni og stefnir að því að taka við flugmannsstarfi hjá Atlanta flugfélaginu, "ef mér tekst að ljúka prófum og stend mig í þjálfuninni," segir Benóný hógvær, en hann byrjar á bóklegu námskeiði fyrir þotuflugmenn hjá Atlanta í dag. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 54 orð

LEIÐRÉTT

Í FRÉTT í blaðinu á laugardag, um minningarathöfn um Halldór Kiljans Laxness, var m.a. sagt frá lögum, sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn fluttu við ljóð Halldórs. Ranglega var farið með nafn höfundar lagsins Haldiðún Gróa hafi skó. Höfundur er Gunnar Reynir Sveinsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 337 orð

Lundalýs undir smásjánni

HLUTI íslenskra lundalúsa ber svonefndar borrelia bakteríur, en sýklar af þeim stofni valda Lyme-sjúkdómi sem getur verið skæður mönnum. Undanfarið hafa sænskir og danskir vísindamenn rannsakað lundalýs víða að, meðal annars héðan. Lundalúsin er áttfætlumaur og náskyld maur sem er algengur meðal annars á Norðurlöndum og í norðaustanverðum Bandaríkjunum. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Menntamálaráðherra býður Völu til Íslands

VALA Flosadóttir, heimsmethafi í stangarstökki kvenna innanhúss, og Stanislav Szczybra, þjálfari hennar, eru væntanleg hingað til lands 3. mars nk. í boði menntamálaráðuneytisins. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknarflokks, Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 510 orð

Mikilvægt að hver kynnist aðstæðum annars

TVEIR fulltrúar íslensku þjóðkirkjunnar voru nýverið á fundi fulltrúa kirkna á Norðurlöndum með fulltrúum kirkna í suður- og austurhluta Afríku sem haldinn var í Mósambik. Hafa slíkir fundir verið haldnir reglulega síðustu 10 árin en auk þess að skiptast á skoðunum um reynslu hafa norrænu kirkjurnar stutt margvísleg verkefni hjá þeim afrísku. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 324 orð

Millilent í Keflavík komi til aðgerða við Persaflóa

WESLEY K. Clark, yfirmaður sameiginlegs herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu og æðsti hershöfðingi hersveita Bandaríkjahers í álfunni, sagðist, eftir viðræður við íslenzka ráðamenn í Reykjavík í gær, hafa fengið vilyrði íslenzkra stjórnvalda fyrir fullum stuðningi við aðgerðir Bandaríkjamanna ef ákvörðun verður tekin um að gera hernaðarárás á Írak. Meira
17. febrúar 1998 | Miðopna | 2111 orð

Myntsamruni í Evrópu og valkostir Íslands í gengismálum MYNTSAMRUNINN í Evrópu mun hafa margvísleg áhrif á þær þjóðir sem utan

Nú eru tæpir ellefu mánuðir þar til áformað er að þau aðildarlönd Evrópusambandsins sem uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans svokallaða og ekki hafa samið um sérstaka undanþágu, læsi endanlega saman gengi gjaldmiðla sinna og myndi nýjan gjaldmiðil, evru. Eins og nú horfir bendir flest til að þessi áform gangi eftir og að allt að ellefu lönd taki þátt í myntsamrunanum í upphafi. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 19. febrúar. Kennsludagar verða 19., 23. og 24. febrúar. Kennt verður frá kl. 19­23. Námskeiðið verður 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 1, 1. hæð. Námskeiðsgjald er kr. 4.000. Skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 95 orð

Námsstefna um kennslu einhverfra

UMSJÓNARFÉLAG einhverfra stendur fyrir námsstefnu dagana 17.­18. febrúar í KFUM og K húsinu við Holtaveg. Námsstefnan ber yfirskriftina Kennsla einhverfra, frá kenningum til aðgerða. Fyrirlesarar eru þau Theo Peeters og Hilde DeClerq sem eru hérlendis dagana 16.­19. febrúar. Einhverfan er sérstæð fötlun. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 271 orð

Netanyahu nær hvítþveginn

Í NIÐURSTÖÐUM rannsókna á misheppnaðri tilraun ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad, til að ráða af dögum leiðtoga herskárra samtaka múslíma í Amman er ekki talið útilokað að fleiri slíkar aðgerðir verði framkvæmdar í Jórdaníu. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 177 orð

Neyð í Sómalíu vegna flóða

MEIRA en 2.000 manns hafa týnt lífi og hundruð þúsunda orðið að flýja heimili sitt vegna mikilla flóða í Sómalíu. Er búist við, að ástandið eigi eftir að versna ef eitthvað er því nú er hinn eiginlegi regntími að ganga í garð. Veðurfræðingar spá meira en meðalúrkomu á regntímanum, sem stendur frá mars til júní, en þúsundir bænda misstu alla janúaruppskeruna í flóðum. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 35 orð

Notkun bílbelta athuguð

SAMSTARFSNEFND lögregluliða á Suðvesturlandi hefur ákveðið að gangast fyrir umferðarátaki dagana 17. til 23. febrúar næstkomandi. Að þessu sinni verður athygli lögreglu sérstaklega beint að notkun öryggisbelta og öryggi barna í umferðinni. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Nýtt félag með vikulegt fraktflug

DC-8 þota flugfélagsins MK-Aviation, sem er í eigu íslenskra aðila, fer í sitt fyrsta fraktflug á morgun, en samgönguráðuneytið veitti félaginu leyfi til fraktflugs fyrir helgi. Félagið verður í flutningum milli Afríku, Evrópu og Asíu á næstunni, að sögn Ingimars Hauks Ingimarssonar, framkvæmdastjóra MK-Aviation. Segir hann stefnt að því að hefja einnig fraktflug frá Íslandi á samkeppnishæfu Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 459 orð

Ólík hegðun framhlaupsjökla

MÆLINGAR á jökulsporðum á 41 stað sýna að jöklar hopuðu á 26 stöðum, sjö þeirra ganga fram og þrír standa í stað. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur segir í samtali við Morgunblaðið að merkilegur sé sá munur sem fram hafi komið á hegðun framhlaupsjökla úr Vatnajökli annars vegar og Drangajökli hins vegar. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 1273 orð

Ráðuneyti vefengir álit umboðsmanns Alþingis og leggur fram ný gögn Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit um að skipan

Var skipan hótelnefndar til úthlutunar á fjármagni til heilsárshótela ólögleg? Ráðuneyti vefengir álit umboðsmanns Alþingis og leggur fram ný gögn Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit um að skipan nefndar til að úthluta 20 milljónum króna til að bæta rekstrarstöðu heilsárshótela hafi verið ólögleg og nefndin því e Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Reykjaborg leitar enn smygls

REYKJABORG RE hélt í gær áfram að kanna hafsvæði út af Garðskaga í leit að hugsanlegum smyglvarningi. Skipið, sem er á vegum embættis sýslumanns í Keflavík, notar dragnót við leitina. Svæðið sem leitað er á nær frá Gerðum í Garði og út á Garðskagaflös og leikur grunur á að þar sé að finna varning sem kastað hafi verið frá skipi sem komið hafi frá erlendri höfn. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Sagnahefð í nútímasamfélagi

RÁÐSTEFNAN "Sagnahefð í nútímasamfélagi, hagnýting og þróun" er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður á Fosshótel KEA á Akureyri dagana 19. til 21. febrúar en að henni standa Háskólinn á Akureyri og Rannsóknarþjónusta Háskólans. Hún fer fram á ensku. Markmið ráðstefnunnar er að fjalla umhvernig fyrirtæki, stofnanir, skólar eða einstaklingar nýta sér sagnahefðina í nútímasamfélagi. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Samkomulag um losun á þrávirkum efnum

SAMKOMULAG hefur náðst milli iðnríkja í Evrópu og Norður-Ameríku um takmörkun á notkun og losum ákveðinna þrávirkra lífrænna efna. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir samninginn vera mikið ánægjuefni. Hann nái hins vegar einungis til takmarkaðra landssvæða og því verði hann einungis að teljast áfangi í baráttunni gegn notkun þessara efna. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 73 orð

Sex bílar skemmdust

SEX bílar skemmdust á Ægisíðu á sunnudagsmorgun. Tildrög voru þau að um klukkan sex um morguninn var bifreið á leið suður Ægisíðu ekið á kyrrstæða bifreið sem stóð í stæði. Við höggið köstuðust bílarnir hvor um sig á tvo aðra bíla. Alls voru það því sex ökutæki sem skemmdust og eignatjón var mikið. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Skaflarnir skulu burt

ÞEIR eru mikil hreystimenni, Ólafsfirðingar. Jóhann Júlíus Jóhannsson sem býr við Mararbyggð brá sér út að moka innkeyrsluna hjá sér á sunnudag, hlýrabolurinn dugði og skófla ein ógnarmikil. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 664 orð

Skipulagsstjóri telur þörf á mati

Í BRÉFI skipulagsstjóra ríkisins til Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Gullinbrú kemur fram að skipulagsstjóri telur nauðsynlegt að fram fari mat á umhverfisáhrifum. Borgarstjóri segir nægan tíma til stefnu, þar sem ekki sé hægt að vinna við brúarframkvæmdir nema að vetrarlagi. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | -1 orð

Skynsemin látin ráða fremur en tilfinningar

SAMEINING fjögurra sveitarfélaga í Mýrasýslu var samþykkt á afgerandi hátt með 529 atkvæðum gegn 121 í kosningunum sl. laugardag. Íbúar nýja sveitarfélagsins verða um 2.400 talsins. Aðspurður kvaðst Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, vera mjög ánægður með niðurstöðuna og einnig hversu skýr og afdráttarlaus hún væri. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 109 orð

Snjóflóð í Bárðardal

SNJÓFLÓÐ féll á útihús við Stóruvelli í Bárðardal aðfaranótt laugardags. Að sögn Garðars Jónssonar bónda var lítill sem enginn snjór í brekkunni fyrir utan hengjuna sem fór af stað á tveggja km kafla. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 434 orð

SPD reynir að kveða niður orðróm um klofning

TALSMENN þýzka jafnaðarmannaflokksins, SPD, reyndu í gær að kveða niður orðróm um að innan flokksins sé djúpstæður ágreiningur um hver skuli fara fyrir kosningabaráttu flokksins fyrir kosningar í haust og etja kappi við Helmut Kohl um kanzlaraembættið. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 332 orð

Söfnun vegna Biblíu 21. aldarinnar

Á BIBLÍUDAGINN 15. febrúar var efnt til söfnunar í kirkjum landsins að venju. Söfnunin var að þessu sinni helguð nýrri útgáfu Biblíunnar sem Hið íslenska Biblíufélag hefur stefnt að um hríð. Söfnunin er þó ekki einskorðuð við þennan eina dag ársins. Í ljósi þess að ný útgáfa Biblíunnar sem fyrirsjáanlega mun verða Biblía 21. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 270 orð

Umsókn um flutning í mars

STJÓRNENDUR stofnunarinnar Free Willy Keiko Foundation hyggjast sækja formlega um leyfi til að flytja háhyrninginn Keiko til Íslands í mars og vonast til að geta komið með hann til landsins í haust. "Best væri að koma með hann til Íslands í ágúst," sagði Dave Phillips, stofnandi Free Willy Keiko samtakanna, í gær. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Varðskipið smíðað á Íslandi?

DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þorsteinn Pálsson, sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að til greina kæmi að láta smíða nýja varðskipið hér á landi. Til þess að svo gæti orðið þyrfti hins vegar að athuga hvort unnt væri að víkja frá útboðsreglum. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Veika fóstrið og veiki nýburinn

VEIKA fóstrið og veiki nýburinn er heiti á námskeiði sem haldið verður á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann á Akureyri dagana 6. og 7. mars næstkomandi. Námskeiðið er ætlað læknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og öðrum sem vinna við mæðra-, nýbura- og ungbarnavernd. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 159 orð

Vinnslustöðin selur Breka

GENGIÐ hefur verið frá samningi um sölu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á togaranum Breka með 1.700 tonna aflaheimildum til nýs almenningshlutafélags í Vestmannaeyjum, sem verið er að stofna um þessar mundir. Ekki fæst uppgefið að sinni hvert kaupverð skipsins og aflaheimildanna er, en samkvæmt heimildum blaðsins er það 8­900 milljónir króna. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 327 orð

Víðtæk andstaða við umbótaáætlun Suhartos

ASÍSKIR gjaldmiðlar urðu í gær fyrir barðinu á sveiflum á gengi indónesísku rúpíunnar vegna aukinnar andstöðu á alþjóðavettvangi við áætlanir þarlendra stjórnvalda um að koma á gjaldeyrisbindingu með svonefndu gjaldeyrisborði. Rúpían féll í verði gagnvart Bandaríkjadollar í gær í kjölfar þess að bandarískir fjárfestingabankar seldu dollara. Meira
17. febrúar 1998 | Akureyri og nágrenni | 290 orð

Yfir 2 þúsund manns í afmælishátíð Glerárskóla

YFIR TVÖ þúsund manns sóttu afmælishátíð Glerárskóla sem haldin var á sunnudag í björtu og fallegu veðri, en fresta þurfti hátíðinni um einn dag sökum óveðurs sem geisaði á Akureyri á laugardag. Meira
17. febrúar 1998 | Erlendar fréttir | 247 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁTTA saklausir borgarar þorpsins Drauchiu í Litháen, um 50 km norður af höfuðborginni Vilnius, féllu síðdegis á sunnudag fyrir hendi byssumanns sem virtist hafa ætlað að drepa alla nágranna sína. Morðinginn, Leonard Zavistanovitsj, var síðan barinn til dauða af mönnum sem tókst að afvopna hann. Fórnarlömb mannsins voru fjórar konur og fjórir karlar, á aldrinum 17-65 ára. Meira
17. febrúar 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Mannréttindasáttmáli Evrópu. 1. umr. 2. Almannatryggingar. 1. umr. 3. Dánarvottorð. 1. umr. 4. Almannatryggingar. 1. umr. 5. Réttarstaða íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Fyrri umr. 6. Blóðbankaþjónustua við þjóðarvá. Fyrri umr. 7. Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra. 1. Meira

Ritstjórnargreinar

17. febrúar 1998 | Leiðarar | 693 orð

INDVERJAR KJÓSA

leiðari INDVERJAR KJÓSA NDLAND státar af því að vera fjölmennasta lýðræðisríki veraldar, þótt hið indverska lýðræði sé fjölmörgum annmörkum háð. Sami flokkurinn og að miklu leyti sama fjölskyldan hefur að mestu leyti farið með stjórn landsins á þeirri hálfu öld, sem liðin er frá því Indland öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi. Meira
17. febrúar 1998 | Staksteinar | 343 orð

»Kraftaverkanefnd ÞAÐ er ekki hægt að búa við reglubundin verkföll á fiskiskipaflotanum.

ÞAÐ er ekki hægt að búa við reglubundin verkföll á fiskiskipaflotanum. Þetta segir í leiðara DV. Lagarammi Í LEIÐARA DV sl. föstudag var fjallað um deilu sjómanna og útvegsmanna og embættismannanefndina, sem fengið hefur það hlutverk að koma með tillögur til lausnar. Þar segir m.a. Meira

Menning

17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 484 orð

Að kynna sig og sína hugmynd

FYRIR stuttu var haldið námskeið fyrir íslenska heimildarmyndagerðarmenn undir yfirskriftinni "Approaching the Doc". Helstu aðstandendur þess voru Kvikmyndasjóður Íslands, Íslenska útvarpsfélagið, Ríkisútvarpið-Sjónvarp og Filmkontakt Nord. Svipað námskeið var haldið fyrir ári og var þetta óbeint framhald af því. Meira
17. febrúar 1998 | Kvikmyndir | 504 orð

Að safna fallegum konum

Leikstjóri: Gary Fleder. Handrit: David Klass byggt á samnefndri sögu eftir James Patterson. Kvikmyndatökustjóri: Aaron Schneider. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Ashley Judd, Cary Elwes, Brian Cox, Tony Goldwyn og J.O. Sanders. Paramount 1997. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 638 orð

BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdótti

Titanic Mynd sem á eftir að verða sígild sökum mikilfengleika, vandaðra vinnubragða í stóru sem smáu, virðingu fyrir umfjöllunarefninu. Falleg ástarsaga og ótrúlega vel unnin endurgerð eins hrikalegasta sjóslyss veraldarsögunnar. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 959 orð

Bækur á leið til lesenda

TUA Forsström hlaut að þessu sinni Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabók sína Eftir að hafa dvalist næturlangt meðal hesta (1997). Svo skemmtilega vildi til að hún var einmitt stödd í Svíþjóð þegar boðum var komið til hennar um ákvörðun dómnefndarinnar sem fundaði í þinghúsinu í Stokkhólmi. Meira
17. febrúar 1998 | Tónlist | 431 orð

Dágóður dreifbýliskór

M.a. ættjarðarlög, þjóðlög og lög eftir Loft S. Loftsson. Vörðukórinn u. stj. Margrétar Bóasdóttur. Einsöngvari: Loftur Erlingsson baríton. Agnes Löve, píanó; Grétar Geirsson, harmónikka; Loftur S. Loftsson (jr.), kontrabassi. Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, sunnudaginn 15. febrúar kl. 16. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 221 orð

Dimmalimm og önnur ævintýri

SÝNINGIN Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag, þriðjudaginn 17. febrúar, kl. 14. Af því tilefni verður frumflutt dagskrá fyrir börn sem byggist á ævintýri Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs, um litlu prinsessuna Dimmalimm við tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 64 orð

Falco borinn til grafar

MEÐLIMIR austurrísku bifhjólasamtakanna Útlaga bera kistu samlanda síns og rokkstjörnunnar Falco, sem hét réttu nafni Johannes Hoelzel, að heiðursgrafreit í kirkjugarði Vínarborgar 14. febrúar síðastliðinn. Falco var fertugur er hann lést í árekstri 6. febrúar. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 198 orð

Ferðahátíð í miðbænum

NOKKRAR af ferðaskrifstofum landsins kynntu nýja bæklinga sína um helgina með talsverðri viðhöfn. Samvinnuferðir- Landsýn halda upp á 20 ára afmæli sitt á árinu og á sunnudag var boðið upp á 20 metra langa afmælistertu í húsakynnum þeirra í Austurstræti. Að sögn Helga Péturssonar voru á bilinu 12 til 14 þúsund manns á svæðinu. "Bakarinn hafði reiknað út að það væru a.m.k. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 151 orð

Færeyskir tónlistarmenn halda tónleika

TVEIR færeyskir tónlistarmenn, Össur Bæk fiðluleikari og Jóhannes Andreasen píanóleikari halda tvenna tónleika hér á landi þriðjudaginn 17. febrúar kl. 20 í Tónlistarskólanum í Keflavík og í Norræna húsinu miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Wolfgang A. Mozart, Igor Stravinsky, Johannes Brahms og Pablo de Sarasate. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 850 orð

GUS VAN SANT

EITT það ánægjulegasta við Óskarsverðlaunatilnefningarnar í ár er viðurkenning Akademíunnar og þar með kvikmyndaiðnaðarins á leikstjóranum Gus Van Sant. Bakgrunnur hans er býsna óvenjulegur, eiginlega "óheppilegur" hvað snertir hefðir kvikmyndaborgarinnar. Myndir hans eru flestar jaðarmyndir sem margir telja á mörkum velsæmis og sjálfur er hann yfirlýstur hommi. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 187 orð

Hanson í bílaleik með Van Sant

DÆGURLAGASVEITIN Hanson fékk leikstjórann Gus Van Sant til liðs við sig til þess að sjá um tökur á myndbandi við fjórða smáskífulag sveitarinnar sem nefnist "Weird". Gus Van Sant var sem kunnugt er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir nýjustu mynd sína "Good Will Hunting". Lagið verður frumflutt í útvarpi á mánudag. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 83 orð

Íslenska uppspretta ljóða

"SÅNGEN om Múna" nefnist ljóðabók eftir Svíann Roland Persson. Hann er einn þeira Svía sem yrkja um fornnoræn efni og sækja oft orð og yrkisefni í fornnorrænu. Múna segir hann í skýringum að styðjist við íslenska orðið muna. Víða í bókinni er vikið að fornnorrænum og íslenskum efnum en líka sótt í brunna arabísku og hinna ýmsu fornfræða. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 346 orð

Íslenskur fiðluleikari í Carnegie Hall

EVA Mjöll Ingólfsdóttir, fiðluleikari, og rússneski píanóleikarinn Svetlana Gorokhovich eru að hefja tónleikaferð um Kanada og Bandaríkin um næstu helgi, sem lýkur með tónleikum í Carnegie Hall í New York. textiFyrstu hljómleikana halda þær í Calgary á vegum háskólans þar og fyrir atbeina Íslendingafélagsins. Þaðan liggur leiðin til Seattle í Bandaríkjunum, þar sem þær spila 26. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 222 orð

Justin Lavender syngur í Ástardrykknum

BRESKI tenórsöngvarinn Justin Lavender mun syngja hlutverk Nemorinos á tveimur sýningum Íslensku óperunnar á Ástardrykknum eftir Gaetano Donizetti næstkomandi föstudag og laugardag. Hljóp hann í skarðið fyrir Ítalann Roberto Iuliano síðastliðinn laugardag, þegar sá síðarnefndi gekk úr skaftinu vegna veikinda. Eftir helgi er ráðgert að Björn Jónsson taki við hlutverkinu. Meira
17. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 115 orð

Kennsla hefst í ágúst

FRAMHALDSSKÓLAR verða almennt settir 20. ágúst í haust og reiknað er með að kennsla hefjist 24. sama mánaðar. Þetta er gert til að jafna haustönn og vorönn í skólastarfinu og er í samræmi við kjarasamninga framhaldsskólakennara. Bæði Menntaskólinn í Kópavogi og Fjölbrautaskólinn við Ármúla verða settir 20. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 172 orð

Klikkaðir óperuunnendur Cosi (Cosi)

Framleiðandi: Smiley Films. Leikstjóri: Mark Joffe. Handritshöfundur: Louis Nowra. Kvikmyndataka: Ellery Ryan. Tónlist: Stephen Endelman. Aðalhlutverk: Ben Mendelsohn, Toni Collette, Rachel Griffiths og Barry Otto. 96 mín. Ástralía. Miramax/Skífan. Útgáfud: 4. febrúar. Myndin er öllum leyfð. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 1557 orð

Kvikmyndahátíðin í Berlín opnuð með sýningu myndarinnar The Boxer Kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale, telst til mikilvægari

HÁTÍÐIN er nú haldin í 48. skipti og tekur til sýningar á sjöunda hundrað kvikmynda, en aðeins tuttugu þeirra keppa um Gullna björninn. Sannur kvikmyndaunnandi myndi þó halda því fram að sjálfa paradís hátíðarinnar væri að finna í hinum flokkum Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 291 orð

Lag til minningar um Andy Gibb

BRÆÐURNIR í Bee Gees ætla að heiðra minningu Andys Gibbs með því að endurútgefa lagið "(Our Love) Don't Throw It All Away" sem hann samdi ásamt bróður sínum, Barry Gibb. Verður það gefið út 10. mars næstkomandi en þá verða tíu ár liðin frá því hann lést úr hjartasýkingu. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 213 orð

Lokið við síðustu symfóníu Elgars

HINSTA ósk breska tónskáldsins Edwards Elgars hefur verið að engu höfð og lokið hefur verið við symfóníuna sem honum lánaðist ekki sjálfum að ljúka fyrir andlátið og var hún frumflutt á sunnudag. Elgarfræðingar segja fjölskyldu tónskáldsins hafa "lagst á lík" eins mesta tónskálds þessarar aldar, en gagnrýnendur segja hina fullunnu symfóníu vera mikið listaverk. Meira
17. febrúar 1998 | Tónlist | -1 orð

Magnaður sönggaldur

Magnea Tómasdóttir og Gerrit Schuil fluttu söngverk eftir Mozart og Richard Strauss. Laugardagurinn 14. febrúar 1998. LJÓÐATÓNLIST á sér langa sögu hjá Þjóðverjum, sem rekja má allt til Minne- og Meistersingers. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Nýjar bækur MEIRI gauragangur

MEIRI gauragangur er eftir Ólaf Hauk Símonarson og er endurútgefin í kilju, en hún kom fyrst út árið 1991. Þjóðleikhúsið sýnir nú um mundir leikgerð byggða á bókinni. Meiri gauragangur er sjálfstætt framhald Gauragangs og "nú hittum við fyrir gamla kunningja, þá Orm og Ranúr. Meira
17. febrúar 1998 | Menningarlíf | 146 orð

Píanótónleikar í hádeginu

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 12.30, leikur Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari sónötu í F-dúr KV 332 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sónötuna samdi Mozart er hann var 27 ára gamall og átti þá átta ár eftir ólifuð. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 134 orð

Sharon Stone í það heilaga

LEIKKONAN Sharon Stone giftist Phil Bronstein, athafnamanni í fjölmiðlaheiminum, í Valentínusarhátíðarhöldunum síðastliðinn laugardag. Talsmaður Stone sagði að leikkonan hefði gifst Bronstein á heimili sínu í Beverly Hills. Bronstein, sem er 47 ára, er ritstjóri "The San Francisco Examiner". Meira
17. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 1257 orð

Stærðfræði sem vekur umræðu nemenda Betri tíð virðist vera að renna upp fyrir stærðfræðinema í skyldunámi Markmiðið er að skapa

Stærðfræði Hefðbundnar kennslubækur í stærðfræði hafa ekki fengið góða dóma en nýtt kennsluefni gefur nemendum færi á að beita skapandi hugsun. Gunnar Hersveinn kynnti sér stærðfræðikennslu í Hafnarfirði og á Álftanesi og hvaða stefnu megi finna í markmiðum um kennsluna fyrir næstu kynslóð. Meira
17. febrúar 1998 | Fólk í fréttum | 742 orð

Svarthvítar myndir koma frá hjartanu

"FYRIR mér er ekkert til nema góð mynd eða vond mynd," segir Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, í samtali við Pétur Blöndal. "Miðlungsmyndir falla ekki í kramið hjá mér. Það verður að vera eitthvað við myndirnar til þess að þær heilli mig ­ eins og fallegt ljós, að þær séu vel innrammaðar eða sniðuglega teknar. Meira
17. febrúar 1998 | Leiklist | 336 orð

Tilraun sem mistókst

Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. Leikarar: Bessi Bjarnason, Halldóra Geirharðsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. Myndataka: Dana F. Jónsson, Einar Rafnsson, Gylfi Vilberg Árnason, Jón Víðir Hauksson og Vilhjálmur Þ. Guðmundsson. Hljóð: Gunnar Hermannsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Meira
17. febrúar 1998 | Skólar/Menntun | 222 orð

Viðamikið fræðslustarf

Viðamikið fræðslustarf SKÓLASKRIFSTOFA Hafnarfjarðar hefur staðið fyrir öflugu fræðslustarfi í vetur sem kennarar hafa sótt stíft. Skrifstofan er til húsa á tveimur hæðum á Strandgötu 31 og hjá henni eru 25 starfsmenn á launaskrá. Meira
17. febrúar 1998 | Leiklist | 658 orð

Vínlandsævintýrið

Höfundur enskrar útgáfu: Brynja Benediktsdóttir með aðstoð Tristan Gribbin. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Leikari: Tristan Gribbin. Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir. Leikmynd og grímur: Rebekka Rán Samper. Búningar: Filippía Elísdóttir. Ljósahönnun: Jóhann Pálmi Bjarnason. Sunnudagur 15. febrúar. Meira

Umræðan

17. febrúar 1998 | Aðsent efni | 764 orð

Afgangur af ríkissjóði í fyrsta sinn frá 1984

SÚ VAR tíðin að íslensk fyrirtæki sem áttu í nánum samskiptum við erlend fyrirtæki, þurftu að upplýsa þau um að verðbólga væri hér mun meiri en í öðrum Evrópuríkjum, verðmæti íslensku krónunnar væri sífellt að minnka og tekjuskattar fyrirtækja væru tiltölulega háir. Eðlilega drógu slíkar fregnir úr áhuga útlendinga á að eiga samskipti við íslensk fyrirtæki. Meira
17. febrúar 1998 | Aðsent efni | 839 orð

Frumkvæði Alþýðubandalagsins í mótun auðlindastefnu

MIKIL umræða er nú um auðlindir í sameiginlegri eigu þjóðarinnar og hvernig með slík mál skuli farið. Fyrir Alþingi liggja fjölmörg þingmál sem tengjast með einum eða öðrum hætti þessu viðfangsefni. Inn í þessar hugmyndir blandast svo að nokkru leyti umræða um mögulega gjaldtöku fyrir afnot af þessum sameiginlegu auðlindum þjóðarinnar. Meira
17. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 550 orð

Greiðum Sjöfn atkvæði okkar Frá Einari Ólafssyni: Í DAG og á mor

Í DAG og á morgun fara fram formannskosningar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Formaður félagsins, Sjöfn Ingólfsdóttir, gefur kost á sér áfram en Grétar Jón Magnússon býður sig fram gegn henni. Þegar félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkur þurfa nú að velja milli þessara tveggja frambjóðenda hljóta þeir að spyrja sig: Af hverju býður Grétar Jón sig fram á móti Sjöfn? Er ástæða til að Meira
17. febrúar 1998 | Aðsent efni | 457 orð

Hvar er Framsóknarflokkurinn?

SPURT er að gefnu tilefni. Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarnar vikur hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn nýtur einn ávinningsins af þeirri stjórnarstefnu sem fylgt er. Þegar sjómenn náðu nú loks eyrum þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar kom í ljós að Framsóknarflokkurinn hefur enga opinbera stefnu um hvernig leysa á þann ágreining sem hefur þrisvar valdið sjómannaverkföllum á síðustu árum. Meira
17. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 269 orð

Hversu lágt kemst lágkúran? Frá Jóhanni Má Hektorssyni:

YFIRLEITT kippir maður sér ekki upp við karpið í stjórnmálamönnum. Kannski vegna þess að deilumálin snerta mann ekki beint. En þegar stjórnmálamaður á borð við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur leggur á borð jafn mikla lágkúru og raunin er í umferðarmálum Grafarvogs, þá getur maður ekki orða bundist. Meira
17. febrúar 1998 | Aðsent efni | 512 orð

Hver vill axla ábyrgðina?

SÍÐUSTU mánuði hafa farið fram deilur í íslensku dagblöðunum um viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á hendur Írak. Margir eru sammála um það að Saddam Hussein sé ógnvekjandi, en krefjast þess samt að viðskiptabanninu verði aflétt vegna þeirra þjáninga sem íraska þjóðin má nú þola. En þá er einni stórri spurningu ósvarað. Meira
17. febrúar 1998 | Aðsent efni | 475 orð

Meinatækni lykill að lækningu

MARGIR virðast hafa þá einu hugmynd um störf meinatækna að þeir séu "blóðsugur", þeir taki blóðsýni og rækti þau ef til vill eitthvað en geri lítið annað. Staðreyndin er vissulega önnur og slagorð alþjóðasamtaka meinatækna IAMLT - meinatækni, Meira
17. febrúar 1998 | Bréf til blaðsins | 602 orð

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á tímamótum Frá Grétari Jóni Magnússyni:

ÁGÆTU félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Eins og þið vitið öll er framundan kosning til formanns starfsmannafélags okkar, nánar tiltekið 18. og 19. febrúar nk. Hef ég undirritaður ákveðið að gefa kost á mér til formanns vegna mikils þrýstings margra félaga okkar. Er þetta í annað sinn sem ég er í framboði til formanns. Meira
17. febrúar 1998 | Aðsent efni | 365 orð

Vaka ­ skýr valkostur

STÚDENTAR við Háskóla Íslands hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna stúdentar starfa í mismunandi fylkingum. Allt frá fjórða áratugnum hafa verið flokkadrættir meðal stúdenta Háskóla Íslands. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta var stofnað árið 1935 sem mótvægi við uppgangi sósíalisma innan Háskólans. Meira

Minningargreinar

17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 232 orð

Óskar Hervarsson

"Verði þinn vilji." Stundum getum við lítið annað sagt. Þannig var mér innanbrjósts þegar ég frétti veikindi og síðan lát Óskars Hervarssonar. Óskar var of fljótt burtkallaður frá vinum sínum og fjölskyldu. En við deilum ekki við hinn æðsta dómara, heldur verðum við að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt, jafnvel þó að okkur finnist dómurinn ekki tímabær eða réttlátur. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 221 orð

Óskar Hervarsson

Á hádegi hinn 10. febrúar andaðist bróðir okkar Óskar Hervarsson. Fögur vetrarsólin gyllti hinn drifhvíta snjó, yfir Akrafjallinu blár himinn, með þunnri slæðu hvítra skýja. Það var eins og öll þessi fegurð himins og jarðar væri sett fram til heiðurs þér, okkar kæri bróðir. Ótímabært andlát hans er okkur sárt, en sá sem yfir vakir, hann ræður, okkar er að sættast á. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 323 orð

Óskar Hervarsson

Þegar við félagar úr Kirkjukór Akraness komum saman ásamt samferðafólki föstudaginn 6. febrúar til þess að minnast ferðar okkar til Landsins helga fyrir 20 árum kom kveðja frá Óskari Hervarssyni. Hann gat ekki verið með þar sem hann hafði skömmu áður lagst inn á sjúkrahús til þess að gangast undir aðgerð. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 184 orð

ÓSKAR HERVARSSON

ÓSKAR HERVARSSON Óskar Hervarsson fæddist í Súðavík í Álftafirði 17. júní 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmunda Eiríksdóttir, f. 19.12. 1909, og Hervar Sigurvin Þórðarson, f. 29.9. 1906, d. 21.7. 1985. Systkini Óskars eru: Fanney, f. 17.6. 1931, Sólveig Þórunn, f. 5.9. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 150 orð

Sigríður Guðbrandsdóttir

Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast föðursystur minnar, Sigríðar Guðbrandsdóttur, sem er látin eftir stutta sjúkdómslegu. Áður er farin einn föðurbróðir og einn móðurbróðir úr stórum hópi föður- og móðursystkina minna og nú Sigga frænka. Þetta fólk sem maður man frá fyrstu tíð og hefur alltaf verið til staðar og borið okkur börnin sín og síðan barnabörn á höndum sér. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Sigríður Guðbrandsdóttir

Samkvæmt því sem við höfum sagt, veitir sálin dauðanum ekki viðtöku og deyr aldrei, fremur en þrír og hvað þá heldur ójöfn tala verður nokkru sinni jöfn tala eða eldur og hvað þá heldur hitinn, sem í honum er, verður kaldur. (Sókrates ­ þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson) Elsku amma. Þú hleyptir sólargeislum inn um sérhverja rúðu svo að þeir gætu skinið í öll horn. Þú upplýstir hjörtu okkar. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 764 orð

Sigríður Guðbrandsdóttir

Það var snemma að morgni föstudagsins 6. febrúar síðastliðins að Bergrún, eiginkona mín, hringdi í mig og sagði mér að ömmu minni hefði hrakað mikið og að rétt væri að ég kæmi upp á sjúkrahús. Skömmu síðar var amma látin. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Sigríður Guðbrandsdóttir

Jæja, amma mín. Þú ert nú farin frá okkur og erfitt tímabil, fullt af söknuði og eftirsjá að ganga í garð. Ég veit með vissu að þú ert komin í betri heim þar sem þér líður örugglega mjög vel. Það er sárt að sjá þig hverfa á braut og missirinn er mikill, því engin manneskja getur fyllt það skarð í hjarta mínu sem þú nú skilur eftir. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 120 orð

Sigríður Guðbrandsdóttir

Sigríður Guðbrandsdóttir Æviskeið mitt, ungi vinur, ætla má að styttist senn. Harla fátt af fornum dómum fullu gildi heldur enn. Endurmeti sínar sakir sá er dæmir aðra menn. Gleðstu yfir góðum degi, gleymdu því sem miður fer. Sýndu þrek og þolinmæði þegar nokkuð út af ber. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 171 orð

Sigríður Guðbrandsdóttir

Það er komin kveðjustund. Fyrir sólarupprás sofnaðir þú svefninum langa. Við lútum höfði með söknuð í hjarta og sendum þér örfá þakkarorð fyrir hugljúfar samverustundir. Þín glaða lund gaf ávallt frá sér hreinan kærleika. Sterkur persónuleiki þinn einkenndist af dugnaði og sálarró, hvað sem að höndum bar. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR Sigríður Guðbrandsdóttir fæddist á Vogalæk á Mýrum 18. mars 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. febrúar. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 1034 orð

Sigríður Sophusdóttir Blöndal Broberg

Á fyrri hluta aldarinnar var mikill uppgangur á Siglufirði. Síldin var þá fyrir Norðurlandi og atvinna næg. Á sumrin iðaði bærinn af lífi og skólafólk leitaði þangað til að sækja sér vinnu. Í þessu umhverfi fæddist móðursystir okkar Sigríður Blöndal og ólst upp til 18 ára aldurs. Hún var eldri dóttir hjónanna Ólafar Hafliðadóttur og Sophusar Blöndal. Meira
17. febrúar 1998 | Minningargreinar | 384 orð

SIGRÍÐUR SOPHUSDÓTTIR BLÖNDAL BROBERG

SIGRÍÐUR SOPHUSDÓTTIR BLÖNDAL BROBERG Sigríður Sophusdóttir Blöndal Broberg fæddist á Siglufirði hinn 22. desember 1917. Hún lést á sjúkrahúsi í Gautaborg hinn 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Þorbjörg Hafliðadóttir Blöndal, húsmæðrakennari, f. 10.12. 1894, d. 26.5. 1976, og Sophus Auðunn Blöndal, forstjóri, f. 5.11. Meira

Viðskipti

17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 234 orð

25 fyrirtæki hafa staðfest þátttöku

25 ÍSLENSK fyrirtæki hafa staðfest þátttöku í kaupstefnunni TórRek 1998 sem haldin verður í Þórshöfn í Færeyjum 25.­29. mars næstkomandi. Kaupstefnan er samstarfsverkefni Útflutningsráðs og Eimskips. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Ávöxtunarkrafan 5,33-5,47%

VIÐSKIPTI hefjast á morgun með bankabréf frá Landsbanka Íslands í þremur nýjum flokkum, til fimm, sjö og tíu ára. Um er að ræða fyrstu bankabréfaflokka bankans sem eru skráðir á Verðbréfaþing og viðskiptavakt er með. Bréfin eru svokölluð kúlubréf, þ.e. höfuðstóll og vextir greiðast í einu lagi í lok lánstímans. Útgáfudagur bréfanna var 1. febrúar sl. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Hagnaður HB fram úr áætlun

HB á Akranesi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði meiri en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. Ekki er þó tilgreint nánar hversu mikill hagnaður ársins verður. Eftir að sex mánaða uppgjör félagsins var birt var jafnframt gefið upp að áætlað væri að hagnaður ársins yrði 380 milljónir króna. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 505 orð

Hagnaður nam 65 milljónum króna

HAGNAÐUR Hampiðjunnar hf. nam 65 milljónum króna á síðastliðnu ári, samanborið við 106 milljóna hagnað árið áður. Samdráttinn má aðallega rekja til minni sölu á innanlandsmarkaði, m.a. vegna mikilla fjárfestinga útgerða í veiðibúnaði árin á undan. Reiknað er með meiri sölu og þ.a.l. auknum hagnaði á þessu ári í áætlunum fyrirtækisins. Velta Hampiðjunnar saman um tæp 13% á milli ára, nam 1. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 246 orð

Hagnaður Sony eykst um 46%

HAGNAÐUR Sony Corp. jókst um 46% á þremur mánuðum til desemberloka vegna veikara jens og góðrar sölu á PlayStation leikjatölvunni. Fyrirtækið spáir áframhaldandi velgengni til loka fjárhagsársins í Japan 31. marz og að árshagnaðurinn mundi aukast um meira en 50% og slá met annað árið í röð. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Japanskt bankahneyksli breiðist út

TVEIR aðrir úr röð stærstu banka Japans hafa verið bendlaðir við mútuhneyksli, sem starfsmenn japanska fjármálaráðuneytisins eru viðriðnir og verður æ víðtækara. Nýjar handtökutilskipanir hafa verið gefnar út á hendur tveimur eftirlitsmönnum fjármálaráðuneytisins, sem þegar eru í gæzluvarðhaldi, Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Kodak kaupir stafrænt fyrirtæki

EASTMAN Kodak Co. hefur samþykkt að kaupa PictureVision Inc., fremsta fyrirtækið á sviði stafrænnar ljósmyndaþjónustu. Þar með snýr Kodak sér í vaxandi mæli að stafrænum ljósmyndum, en áhugi á þeim hefur aukizt vegna alnetsins. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Kynning á ISAP-öryggiskerfinu

INGVALD Thuen frá Security Group International í Noregi mun halda fyrirlestur hér á landi nk. fimmtudag um ISAP-öryggiskerfið og hvernig hægt er að nota það til að bæta aðgangs- og rekstraröryggi tölvuumhverfa fyrirtækja og stofnana. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Nýr eigandi að Veiðimanninum

ÓLAFUR Vigfússon, fyrrum framkvæmdastjóri verslunarinnar Útilífs, og eiginkona hans María Anna Clausen hafa keypt hina gamalgrónu verslun Veiðimanninn í Hafnarstræti 5 af Paul O'Keeffe. Paul mun áfram reka heildverslun sem hefur umboð ABU Garcia, Fenwick, Berkley og Hardy. Ólafur hefur verið framkvæmdastjóri Útilífs undanfarin tvö ár. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Renault jók sölu um 12,9%

FRANSKI bílaframleiðandinn Renault segir að sölutekjur í fyrra hafi aukizt um 12,9% í 207,91 milljarð franka. Í tilkynningu segir að þar með hafi sala í fyrsta skipti farið yfir 200 milljarða franka. Velta bíladeildar nam 165,788 milljónum franka og jókst um 13.6% frá 1996. Fyrirtækið segir að sala utan Frakklands hafi vegið á móti minni sölu innanlands og meira en það. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Um 25 milljóna króna hagnaður

UM 25 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Þörungaverksmiðjunnar að Reykhólum á síðasta ári, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri sem nú liggur fyrir. Þetta er umtalsvert betri afkoma en árið 1996, er hagnaður fyrirtækisins af reglulegri starfsemi nam um 6,5 milljónum króna. Meira
17. febrúar 1998 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Þýzk tillaga um 30 tíma vinnuviku

LEIÐTOGI félags opinberra starfsmanna í Þýzkalandi hefur lagt til að vinnuvikan verði stytt í 30 tíma til að draga úr atvinnuleysi og tillagan hefur hlotið stuðning hins volduga verkalýðsfélags IG Metall. Meira

Daglegt líf

17. febrúar 1998 | Neytendur | 286 orð

Algengast að kvartað sé vegna matarsýkinga

SKRÁÐAR kvartanir sem bárust Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna matvæla voru 54 á síðasta ári. Að sögn Rögnvalds Ingólfssonar, sviðsstjóra matvælasviðs hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, berast líka til þeirra kvartanir sem eru ekki skráðar. "Þá vill fólk ekki láta nafns síns getið og heilbrigðisfulltrúar leysa úr málunum í síma án þess að það leiði til neinna annarra aðgerða. Meira
17. febrúar 1998 | Neytendur | 112 orð

Bakkelsi í brúsa

SHAKE a Cake eða bakkelsi í brúsa er nýjung á markaðnum. Hægt er að fá amerískar pönnukökur eða skonsur í svona brúsum og það eina sem þarf að gera er að bæta vatni út í duftið í brúsanum og hrista hann svo hressilega. Þá er deigið tilbúið á pönnuna. Einnig eru fáanlegar súkkulaðitertur og súkkulaðimúffur í þessum brúsum. Meira
17. febrúar 1998 | Neytendur | 252 orð

Íslenskt grænmeti allan ársins hring

NEYTENDUM hefur nú í fyrsta skipti staðið til boða að kaupa ýmsar tegundir af íslensku grænmeti allan ársins hring. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hefur nú í fyrsta sinn tekist að framleiða íslenskar agúrkur þannig að þær standi neytendum til boða árið um kring. "Við höfum ekki getað annað markaðnum alveg en eftir nokkrar vikur verður það mögulegt. Meira

Fastir þættir

17. febrúar 1998 | Í dag | 26 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 17. febrúar, verður áttatíu og fimm ára Kjartan Ólafsson frá Strandseli, Birkihvammi 8, Kópavogi. Hann verður að heiman í dag. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | 308 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur málsverður. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Meira
17. febrúar 1998 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. ágúst sl. í Hveragerðiskirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Guðmunda Smáradóttir og Þorsteinn Helgi Steinarsson. Heimili þeirra er í Lönguhlíð 21. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | 561 orð

Glæsilegur árangur íslensku paranna

136 þátttökupör ­ 13.­14. febrúar. Aðgangur 200 kr. ÞRÖSTUR Ingimarsson og Þórður Björnsson sigruðu með miklum yfirburðum í tvímenningnum sem lauk á Hótel Loftleiðum sl. laugardagskvöld. Guðmundur Páll Arnarson og Sverrir Kristinsson urðu í öðru sæti og Aðalsteinn Jörgensen og Jakob Kristinsson í því þriðja. Þetta er í 17. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | -1 orð

Hestamennska liður í forvarnarstarfi

MIKIÐ líf er í hestamennskunni í Mosfellsbænum þessa dagana. Ekki síst hjá börnum og unglingum. Fyrir skömmu hófust reiðnámskeið fyrir 6­9 ára börn á vegum Íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar og eru þau liður í að kynna börnum í þessum aldursflokki sem flestar íþrótta- og tómstundagreinar. Tilgangurinn með starfinu er að auðvelda börnunum að velja sér tómstundaíþrótt við 10 ára aldur. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | 231 orð

Hægri umferð í hestamennskunni

AÐ GEFNU tilefni þykir full ástæða til að taka undir ábendingar sem hestaþættinum hafa borist um að hestamönnum beri að fylgja almennum umferðarreglum. Í bréfi sem barst segir: Það gerist alltof oft að einn og einn knapi komi á þeysireið á vinstri helmingi reiðvega og splundri allt að 10 manna (hesta) hópi sem virðir lög og reglur og ríða á hægri helmingi reiðvegar. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | 211 orð

Líflegt hjá Húnvetningum

Líflegt hjá Húnvetningum HESTAMENNSKAN í Húnvatnssýslum er með líflegasta móti um þessar mundir. Á Þingeyrum þar sem hjónin Helga Thoroddsen og Gunnar Ríkharðsson reka hestamiðstöð er boðið upp á fjölbreytta dagskrá af fræðslu og skemmtiefni fyrir hestamenn. Meira
17. febrúar 1998 | Í dag | 25 orð

Ljósmynd Bonni. Gefin voru saman 18. maí sl. í Lágafellskirkju

Gefin voru saman 18. maí sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Sigurbjörg Kristjánsdóttir og Lárus Sigvaldason. Heimili þeirra er að Hagalandi 6, Mosfellsbæ. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | 134 orð

Murneyrarmótið flutt fram í júní

MÓTASKRÁ sem nýlega var birt í hestaþætti innihélt meinlega villu sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þar segir að hestamót Smára og Sleipnis verði haldið 24. til 25. júlí sem ber upp á sömu helgi og Íslandsmótið sem haldið verður í ár að Æðarodda við Akranes. Þetta er ekki rétt, því Murneyrarmót þeirra Sleipnis og Smáramanna verður haldið helgina 27. til 28. júní. Meira
17. febrúar 1998 | Dagbók | 655 orð

Reykjavíkurhöfn: Triton og Hanne Sif

Reykjavíkurhöfn: Triton og Hanne Sif fóru í gær. Mælifell kom í gær. Reykjafoss var væntanlegt í nótt. Lone Sif kemur væntanlega í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Icebird og Dellach fóru í nótt. Hvítanes, Atlatik og Hanne Sif komu í gær. Meira
17. febrúar 1998 | Í dag | 452 orð

Sauðkindin eyðir gróðri TIL forna var stórbýli að Skógum un

TIL forna var stórbýli að Skógum undir Eyjafjöllum. Þá hét þessi staður Fossárskógur. Þá mun Skógaheiðin hafa verið skógi vaxið land, og gróðurinn sennilega náð upp á Fimmvörðuháls. Eftir meira en 1100 ára beit búfjár er lítið orðið eftir af þessum gróðri. Stór hluti svæðisins er uppblásnir melar, sem stækka ár frá ári, en gróið land minnkar að sama skapi. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | 761 orð

Stíurnar betri fyrir hófa og fætur

STÖÐUGT færist í vöxt að hestamenn breyti hesthúsum sínum úr básafyrirkomulagi yfir í stíur sem er tvímælalaust til bóta frá flestum hliðum séð. Hvað varðar hófa og fætur er mun betra að hross séu laus í stíum en standi á básum. Hrossin geta hreyft sig sem þýðir að blóðstreymi til hófa verður heldur meira en í kyrrstöðu eða því sem næst á básum. Meira
17. febrúar 1998 | Í dag | 376 orð

VAÐ á það að þýða að gera Valentínusardag að einhverju

VAÐ á það að þýða að gera Valentínusardag að einhverju fyrirbæri á Íslandi? Það er amerískur siður að halda upp á þennan dag, sem hefur aldrei átt neitt erindi til Íslands. Í Morgunblaðinu á laugardag mátti sjá hvorki meira né minna en þrjár auglýsingar, þar sem Valentínusardegi var hampað. Meira
17. febrúar 1998 | Fastir þættir | 177 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Valdimar KristinssonNÝ OG ENDURBÆTT hesthús hafa verið vígð eða tekin í notkun með viðhöfn á undanförnummánuðum. Eysteinn Leifsson og faðir hans Leifur Jóhannesson skiptu úr átta hesta húsi í ríflegatuttugu hesta hús á Varmárbökkum í Mosfellsbæ. Með þeim á myndinni er eiginkona Leifs og móðir Eysteins, María S. Meira

Íþróttir

17. febrúar 1998 | Íþróttir | 424 orð

1. deild karla: KA ­ ÍS3­0

1. deild karla: KA ­ ÍS3­0 (15­5, 15­13, 15­10) Staðan Þróttur1312138:11690:46338 Þróttur Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 107 orð

1. DEILD KVENNA ÍBV - Grótta/KR15:19

Vestmannaeyjar, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, laugardaginn 14. febrúar 1998. Gangur leiksins: 3:0, 4:4, 5:7, 7:7, 8:11,10:11, 10:13, 11:14, 12:15, 14:17, 15:19. Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 7/2, Ingibjörg Jónsdóttir 5/2, Sara M. Ólafsdóttir 1, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1, Eglé Pletiené 1. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 165 orð

Aron hjá Rostock

Aron Kristjánsson, handknattleiksmaður með Haukum, fór í gær til að líta á aðstæður hjá þýska 2. deildar liðinu HCE Rostock en forráðamenn félagsins höfðu samband við Aron um helgina og vildu fá hann til æfinga og viðræðna. Hann kemur heim til landsins á miðvikudaginn og þá skýrist hvert framhaldið verður. HCE Rostock er í 3. sæti í norðurdeild 2. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 190 orð

ARSENAL hefur ekki unnið heimaleik í bika

ARSENAL hefur ekki unnið heimaleik í bikarkeppni enska knattspyrnusambandsins í fimm ár, lagði síðast Nottingham Forest í febrúar 1993. Síðan hefur liðið leikið sjö leiki á Highbury, tapað þremur og gert fjögur jafntefli. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 368 orð

"Brjálæðingurinn" tók gullið

HERMANN Maier frá Austurríki er engum líkur. Eftir hið mikla fall hans í brunbrautinni fyrir aðeins fjórum dögum kom hann í risasvigið í gær og sigraði með yfirburðum. Hann hefur unnið öll heimsbikarmótin í risasvigi í vetur og nú bætti hann ólympíumeistaratitli í safnið. Frábær skíðamaður. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 193 orð

Brynja með 23. besta tímann

BRYNJA Hrönn Þorsteinsdóttir frá Akureyri var fyrst Íslendinganna til að keppa á Ólympíuleikunum í Nagano í gær er hún tók þátt í fyrri hluta alpatvíkeppninnar, bruni. Hún var með rásnúmer 18, eins og sést á myndinni, og náði 23. besta tímanum og var 5,97 sekúndum á eftir ólympíumeistaranum í bruni, Katju Seizinger frá Þýskalandi, sem náði besta tímanum. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 230 orð

Duranona með 10 mörk gegn Hameln

RÓBERT Julian Duranona gerði tíu mörk fyrir Eisenach í 31:28 sigri á Alfreð Gíslasyni og félögum í Hameln í þýsku 1. deildinni í handbolta um helgina. Hameln vermir neðsta sæti deildarinnar. Duranona gerði ekkert mark úr vítum, en staðan var 13:10 í hálfleik fyrir Eisenach, sem er í 10. sæti deildarinnar. Íslendingaliðin Dormagen og Essen áttust við og vann Essen 19:22 á útivelli. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 140 orð

EM-DAGAR

FYRSTU leikirnir í 4-riðli Evrópukeppninnar verða laugardaginn 5. september og þá koma Frakkar í heimsókn. Aðrir leikir þann dag eru Armenía - Andorra og Úkraína - Rússland. Síðan verður leikið sem hér segir: Laugardagur 10. október: Andorra - Úkraína Rússland - Frakkland ARMENÍA - ÍSLAND Miðvikudaginn 14. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 1308 orð

England Bikarkeppnin, 5. umferð: Arsenal - Crystal Pala

Bikarkeppnin, 5. umferð: Arsenal - Crystal Palace0:0 Manchester Utd. - Barnsley1:1 Teddy Sheringham 41. - John Hendrie 38. 54.700. Aston Villa - Coventry0:1 -Viorel Moldovan 72. 36.979. Leeds United - Birmingham3:2 Rod Wallace 5. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 328 orð

Eyjólfur góður á móti Bayern

Eyjólfur Sverrisson og samherjar í Hertha unnu Bayern M¨unchen 2:1 í þýsku deildinni um helgina. Eyjólfur var öflugur í vörn Hertha og þó Bayern sótti stíft undir lokin stóðust nýliðarnir áhlaupið að viðstöddum 76.000 áhorfendum á ólympíuleikvanginum í Berlín. Michael Preetz skoraði á 18. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 131 orð

Ég er stoltur af mínum stúlkum

"BETRA liðið vann," sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari ÍS, eftir leikinn en var stoltur af sínum stúlkum. "Við komum tilbúin til leiks eins og þær en þær voru bara betri. Ég bjóst ekki við að Keflvíkingarnir gæfu allt í leikinn og myndu vanmeta okkur en það gerðu þær alls ekki og börðust frá fyrstu mínútu. Annars er ég stoltur af mínum stúlkum, þær stóðu sig eins og hetjur. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 145 orð

"Ég keppi aldrei fyrir Svíþjóð" SÆNSKIR fjölmiðlar

SÆNSKIR fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Völu Flosadóttur að undanförnu og vilja þeir að hún gerist sænskur ríkisborgari, enda hefur hún æft og búið í Svíþjóð í fimm ár. "Ég er og verð alltaf Íslendingur og það kemur ekki til greina að breyta því. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 41 orð

FÉLAGSLÍFKnattspyrna hjá þeim eldri ELDRI knattspyr

ELDRI knattspyrnumenn geta farið að draga fram skóna því FH-ingar ætla að halda innanhússmót fyrir þá sunnudaginn 22. febrúar. Leikið verður með fjóra útileikmenn og markvörð og verður leikið í 2×8 mínútur. Nánari upplýsingar veitir Arnar í 5553420. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 31 orð

Flokkameistaramót STÍ

60 skot í liggjandi stöðu: 1. Carl J. Eiríksson, UMFG584 2. Jónas Bjargmundsson, SFK569 3. Arnfinnur Jónsson, SFK560 4. Anton Konráðsson, SKO535 5. Finnur Steingrímsson, SKO527 6. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 255 orð

Frakkar fyrstu mótherjarnir í EM

Íslendingar taka á móti Frökkum í fyrsta leik Evrópukeppninnar í knattspyrnu og verður leikurinn á Laugardalsvellinum laugardaginn 5. september. Fundur forráðamanna liðanna í 4-riðli hittust í París í gær og eftir sjö klukkustunda fund náðist samkomulag. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 395 orð

Framarar í annað sætið

Þrátt fyrir afleita byrjun tókst Fram að leggja Hauka 26:22 og færast með því upp í annað sætið, fjórum stigum á eftir Aftureldingu en Safamýrarliðið á leik til góða. Haukarnir byrjuðu sérlega vel, komust í 4:0 áður en Fram tókst að skora fyrsta markið eftir 7 mínútur og 25 sekúndur. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 797 orð

Fram - Haukar26:22

Framhús, 17. umferð 1. deildar karla í handknattleik, Nissan-deildinni, sunnudaginn 15. febrúar 1998. Gangur leiksins: 0:4, 2:4, 2:6, 4:7, 7:7, 10:8, 11:9, 11:11, 12:11, 12:14, 16:16, 17:18, 20:18, 23:!9, 24:22, 26:22. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 223 orð

Fyrstu verðlaun Dana á vetrarleikum DANIR komu

DANIR komu mjög á óvart er þeir unnu silfurverðlaun í curling kvenna í Nagano á sunnudag. Danir léku við Kanada í úrslitum og töpuðu 5:7 og unnu þar með fyrstu verðlaun Dana á Vetrarólympíuleikum frá upphafi. Flestir bjuggust við að Kanada myndi rúlla yfir Dani því Kandamenn eru þrefaldir heimsmeistarar í greininni. En heimsmeistararnir þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum. "Þetta er frábært. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 1105 orð

Gekk upp eins og í lygasögu

BENEDIKT Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, ákvað fyrir leikinn að geyma nokkur tromp uppi í erminni, til að hrella Ísfirðinga þegar á hólminn væri komið ­ hann var búinn að ákveða að láta lið sitt leika sérstaka vörn ­ og ætlaði ekki að leyfa Ísfirðingum að skora meira en sjötíu stig. "Við stefndum á að leika geysilega sterka vörn og settum upp visst varnarafbrigði á móti þeim. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 138 orð

Góð ferð Gróttu/KR til Eyja Grótta/KR lau

Góð ferð Gróttu/KR til Eyja Grótta/KR lauk ferð sinni til Eyja á laugardag eins og það hóf hana með því að sigra ÍBV 15:19 í síðari leik liðanna á tveimur dögum. Það blés ekki byrlega á upphafsmínútum leiksins fyrir Gróttu/KR því Eyjastúlkur byrjuðu vel, komust í 3:0. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 131 orð

Góð pressuvörn dugði

"VIÐ spiluðum mjög vel og frábæra vörn í fyrri hálfleik, sem lagði grunninn að sigrinum, þær urðu ráðvilltar í sókninni gegn stífri pressuvörn okkar," sagði Anna María Sveinsdóttir, þjálfari og leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn. "Það er að vísu alltaf stress í byrjun í svona leik og tekur nokkrar mínútur að komast yfir það en eftir það var ljóst hvernig leikar færu. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 330 orð

Góður sigur HK- manna á ÍR-ingum

HK-ingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með að sigra slakt lið ÍR er liðin mættust í Digranesinu á sunnudagskvöld. Leikurinn var jafn framan af, en með góðum lokaspretti kaffærðu HK-ingarnir ÍR, og enduðu fimm mörkum yfir 27-22. ÍR-ingar komu vel stemmdir til leiks, börðust vel í vörninni og skoruðu úr fimm af fyrstu sex sóknunum, og komust í 5-1. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 247 orð

Grindavík - KFÍ95:71 Laugardalshöll, úrslitaleikur í bikarke

Laugardalshöll, úrslitaleikur í bikarkeppni Körfuknattleikssamband Íslands, laugardagur 14. febrúar 1998. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 5:2, 9:10, 15:15, 20:24, 28:24, 30:26, 30:30, 36:30, 40:36, 49:37. 52:37, 59:41, 61:50, 73:58, 84:63, 90:68, 90:71, 95:71. Stig Grindavíkur: Darryl J. Wilson 37/3, Helgi J. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 238 orð

Grisjuk og Platov vörðu ólympíutitilinn

Rússneska parið Pasha Grisjuk og Evgeny Platov vörðu ólympíutitilinn í ísdansi í Nagano í gær og voru um leið fyrst til þess í sögu leikanna. Þau sýndu frábær tilþrif og fengu m.a. hæstu einkunn, 6,0 stig, frá tveimur dómurum fyrir listfengi í frjálsa dansinum. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 603 orð

Hafði körfuboltakonanJENNIFER BOUCEKekki áhuga á að slá stigametið?Spila alltaf fyrir liðið

JENNIFER Boucek frá Bandaríkjunum hefur leikið vel með liði Keflavíkur í vetur og í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn átti hún mjög góðan leik, hitti úr 4 af 8 skotum innan teigs, tveimur af þremur þriggja stiga skotum, og 13 af 14 vítaskotum rötuðu rétta leið. Auk þess tók hún 5 fráköst og náði boltanum sex sinnum af ÍS-stúlkum. Jenny, eins og hún er alltaf kölluð, er 24 ára, fædd 20. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 1235 orð

Hermann Hreiðarsson vængstýfði Dennis Bergkamp

EF ÞAÐ er eitthvað sem Dennis Bergkamp hatar meira en að fljúga, hlýtur það að vera að kljást við Hermann Hreiðarsson. Hann stígur ekki upp í flugvél og án efa stæði honum á sama þótt hann sæi Eyjamanninn aldrei aftur ­ í það minnsta ekki á knattspyrnuvelli. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 124 orð

Hermann Maier Fæddur: 7. desember 1972 (2

Fæddur: 7. desember 1972 (25 ára) Fæðingarstaður: Flachau, Austurríki. Fjölskylduhagir: Ógiftur. Stórmót/árangur: Þetta eru fyrstu ólympíuleikar hans. Hann hefur ekki einu sinni keppt á heimsmeistaramóti. Hefur unnið tíu heimsbikarmót í vetur á öðru ári sínu í keppninni. Hann er stigahæstur í heildarstigakeppninnin. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 441 orð

HETJULJÓÐ »Vala sýnir mikinnandlegan styrk og erorðin örugg í keppni

Vala Flosadóttir vekur hvarvetna athygli þar sem hún stekkur á stöng. "Hún er hávaxin, fljót, íþróttamannslega byggð og í henni býr hinn íslenski kraftur," sagði sænska Aftonbladet á dögunum, eftir að hún setti heimsmet; stökk 4,42 m í Bielefeld í Þýskalandi. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 147 orð

Iordanescu fer tilGrikklands ANG

ANGHEL Iordanescu, landsliðsþjálfari Rúmeníu sl. fimm ár, mun taka við landsliði Grikklands eftir HM í Frakklandi. Hann skrifaði undir samning við Grikki í gær um að hann verði þjálfari þeirra fram yfir EM 2000. "Takmarkið er að komast í úrslitakeppnina. Ég hef trú á því að það takist," sagði Iordanescu, sem mun stjórna landsliði Rúmeníu í HM. Hann fær 20 millj. ísl. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 112 orð

ÍS - KR59:74

Íþróttahús Kennaraháskólans, 1. deild kvenna í körfuknattleik, 16. umferð mánudaginn 16. febrúar 1998. Gangur leiksins: 5:4, 12:11, 16:15, 20:27, 26:29, 33:33, 35:41, 39:49, 46:51, 53:59, 57:60, 59:74. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 294 orð

Íslandsmót ÍF

Um helgina fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsíþróttum. Þátttakendur voru 30 frá 8 félögum. Helstu úrslit: Langstökk án atr. konur, þroskaheftirm Kristjana Björnsdóttir, Þjótur1,41 Guðbjörg Einarsdóttir, Ösp1,29 Hástökk karla, þroskaheftir Þórir Gunnarsson, Ösp1,30 Hrafn Logason, Ösp1, Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 398 orð

Ítalía og Kanada deila gullinu í sleðakeppninni

ÍTALIR og Kandamenn deildu með sér gullverðlaununum í tveggja manna sleðakeppni leikanna. Þetta er aðeins í annað sinn sem tveir sleðar hafa deilt efsta sæt á ÓL, í fyrra skiptið voru það Ítalir og Þjóðverjar á leikunum í Grenoble 1968. Þá var ákveðið að Ítalir hlytu gullið því þeir náðu besta brautartímanum í einstakri umferð, en keppendur fara fjórar ferðir, samtals 5,46 km. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 65 orð

Jakob samdi við Helsingborg

JAKOB Jónharðsson, varnarmaður og fyrirliði bikarmeistara Keflavíkur í knattspyrnu, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Hann heldur utan til Svíþjóðar í lok vikunnar og fer með liðinu síðan í æfinga- og keppnisferð til Kýpur í næstu viku. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 49 orð

Kazuyoshi Funaki Fæddur: 2

Fæddur: 27. apríl 1975 (22 ára), í Yoichi í Japan. Lögheimili: Sapporo, Japan. Hæð: 173 sm. Þyngd: 63 kg. Áhugamál: Veiðar, sund og kappakstur. Árangur: Ólympíumeistari í stökki af 120 metra palli og silfurverðlaunahafi í keppni á 90 metra palli. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 464 orð

KONSTANTINOS Tsartsaris,hinn háva

KONSTANTINOS Tsartsaris,hinn hávaxni leikmaður Grindavíkur, vann uppkastið í byrjun leiksins, er hann stökk upp með Friðriki Stefánssyni ­ sló knöttinn til Darryl J. Wilson. ÞAÐ var við hæfi að Pétur R. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 406 orð

Kraftarnir illa nýttir

Það var ekki rismikill handknattleikur sem leikmenn Stjörnunnar og Víkings sýndu í Ásgarði á sunnudaginn. Stigin voru báðum liðum bráðnauðsynleg, Stjörnumenn eru í harðri baráttu við að komast í úrslitakeppnina og Víkingar að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 454 orð

KRISTJÁN Brooks knattspyrnum

KRISTJÁN Brooks knattspyrnumaður úr ÍR, stóð sig vel í leik með norska liðinu Lyn um helgina, er liðið lék æfingaleik gegn Moss, 2:2. Kristján skoraði bæði mörk liðsins. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 356 orð

Kulik er sá besti

Rússinn Ilia Kulik varð á laugardaginn ólympíumeistari í listhlaupi karla á skautum. Æfingar hans voru vel útfærðar og öll stökkin fullkomin. Hann tók m.a. átta sinnum þrefalda skrúfu í æfingum sínum. Þessi tvítugi Moskvubúi fékk hæstu einkunn hjá öllum níu dómurunum. Kanadíski heimsmeistarinn Elvis Stojko varð annar og Frakkinn Philippe Candeloro þriðji. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 725 orð

Lá á dýnunni og horfði á rána titra

VALA Flosadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, bætti enn heimsmetið í stangarstökki innanhúss um helgina. Hún stökk 4,44 metra á sænska meistaramótinu í Eskilstuna á laugardag og bætti hálfrar klukkustundar gamalt met Danielu Bartovu um einn sentímetra. "Þetta var ótrúlegt og tilfinningin var jafnvel enn betri en þegar ég setti heimsmetið í Bielefeld fyrir viku. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 116 orð

Leikmenn PSG teknir á beinið

MICHEL Denisot, forseti Parísar St. Germain, sakaði suma leikmenn félagsins um að virða hvorki það né stuðningmenn þess eftir að liðið tapaði 1:0 heima á móti Nantes í frönsku deildinni um helgina, en þetta var fjórða tap liðsins í röð. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 153 orð

Lék við hvern sinn fingur í nýjum skóm Þ

ÞEGAR leikhlé var tekið undir lok fyrri hálfleiksins notaði Grindvíkingurinn Darryl J. Wilson tækifærið og bað liðstjórann Dagbjart Willardsson um nýja skó, en Wilson átti erfitt með að fóta sig á vellinum, þar sem búið var að festa sextán auglýsingadúka víðs vegar á völlinn ­ hann rann til hvað eftir annað. Dagbjartur, sem söng baráttusöng Grindvíkinga; "Þeir skora og skora... Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 378 orð

Létu ekki hefðina nægja

KEFLAVÍKURSTÚLKUR höfðu vissulega hefðina með sér þegar þær mættu ÍS í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni á laugardaginn ­ höfðu unnið bikarkeppnina fimm ár í röð. Þær vissu engu að síður að slíkt fleytti liðinu ekki langt og slógu hvergi af svo að eftir tíu mínútna baráttu höfðu þær náð undirtökunum í leiknum, sem þær héldu til loka og sigruðu örugglega 70:54. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 896 orð

Lífið er saltfiskur ­ og körfubolti

LÍFIÐ er saltfiskur, var letrað á eitt auglýsingaskiltanna í Laugardalshöll þegar Grindvíkingar og Ísfirðingar leiddu saman hesta sína í bikarúrslitaleik karla í körfuknattleik á laugardag. Athyglisverð tenging við Nóbelsskáldið á útfarardegi þess, kynni einhver að hugsa, Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 264 orð

MAGNÚS Sigmundsson lék ekki

MAGNÚS Sigmundsson lék ekki í marki Hauka á sunnudaginn en hann var með flensu. Í hans stað kom Sigurður Sv. Sigurðssonog varði tvö skot þann stutta tíma sem hann var inná undir lok leiksins. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 410 orð

Michael Owen óstöðvandi

Michael Owen ­ 18 ára og 62 daga gamall ­ varð á laugardag yngsti leikmaðurinn til að gera þrennu í ensku úrvalsdeildinni, þegar hann skoraði öll mörk Liverpool í 3-3 jafntefli við Sheffield Wednesday á Hillsborough. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 310 orð

Owen er bestur LIÐIN vika var merk

LIÐIN vika var merkileg í sögu Michaels Owens hjá Liverpool. Hann lék fyrsta landsleik sinn, var í byrjunarliði Englands á móti Chile og er yngsti landsliðsmaður Englands á öldinni. Þessi rúmlega 18 ára piltur var svo aftur í sviðsljósinu um helgina þegar hann gerði þrennu í fyrsta sinn á atvinnumannsferlinum og er yngsti leikmaðurinn sem gerir þrennu í efstu deild á Englandi. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 730 orð

Risasvig karla:mín.

Risasvig karla:mín. 1. Hermann Maier (Austurr.)1:34.82 2. Didier Cuche (Sviss)1:35.43 2. Hans Knauss (Austurr.)1:35.43 4. Alessandro Fattori (Ítalíu)1:35.61 5. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)1:35.67 6. Patrik Jaerbyn (Svíþjóð)1:35.72 7. Daron Rahlves (Bandar. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 380 orð

Seizinger fyrst til að verja ÓL-titil í bruni

ÞÝSKA skíðadrottningin Katja Seizinger varð ólympíumeistari í bruni kvenna í Nagano í gær og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta konan til að verja ólympíutitil í bruni. Hún hefur haft mikla yfirburði í hraðagreinunum í vetur og því koma sigur hennar ekki á óvart. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð varð önnur og vann fyrstu verðlaun Svía í bruni á ólympíuleikum. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 358 orð

Sigmar Þröstur hetja Eyjamanna

SIGMAR Þröstur Óskarsson var hetja ÍBV þegar liðið sigraði FH í gærkvöldi, 23:26. Leikurinn var mjög jafn og segja má að einstaklingsframtak Sigmars Þrastar hafi ráðið því að sigurinn féll Eyjamönnum í skaut en ekki FH-ingum. Fyrri hálfleikur var ágætlega leikinn og sáust skemmtileg tilþrif hjá leikmönnum beggja liða. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 143 orð

Sigur á Frökkum ÍSLENSKA karlalandsliðið í

ÍSLENSKA karlalandsliðið í badminton tryggði sér sæti í milliriðli á heimsmeistaramóti landsliða, sem nú fer fram í Sandefjord í Noregi, með því að sigra Frakka, 3:2, í síðasta leik undanriðlanna. Íslenska kvennaliðið er hins vegar úr leik eftir 3:2 tap fyrir Pólverjum. Í leik Íslands og Frakkland reið Tryggvi Nielsen á vaðið, lagði andstæðing sinn í einliðaleik, 15:11 og 15:12. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 97 orð

Sjörþraut karla:

Sjörþraut karla: Keppnisgreinar: 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk, 60 m grindahlaup, stangarstökk, 1000 m hlaup. 1. Jón Arnar Magnússon, UMFT5.727 stig (7,03 - 7,21 - 15,38 - 1,91 - 8,12 - 4,65 2.56,5). 2. Ólafur Guðmundsson, Selfossi4.651 stig (7,27 - 6,56 - 13,92 - 1,82 - 8,62 - 3,44 - 3.15,0) 3. Theódór Karlsson, UMSS4.462 stig. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 230 orð

Steinar til Eyja

Steinar Guðgeirsson, fyrirliði Fram, hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara ÍBV og leika með félaginu næstu tvö árin. Ekki hefur hann enn skrifað undir samning, en það er aðeins formsatriði. Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. "Steinar er fjölhæfur leikmaður sem fengur er að. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 51 orð

Stórleikir í átta liða úrslitum

NEWCASTLE á heimaleik á móti Manchester United eða Leicester í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar, en dregið var í 6. umferð á sunnudag. Arsenal eða Crystal Palace fær West Ham eða Blakburn í heimsókn, Coventry tekur á móti Sheffield United og Wolverhampton sækir Leeds eða Wimbledon heim. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 91 orð

Sverrir er hjá Sheff. Utd.

SVERRIR Sverrisson, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV, fór í gær til enska 1. deildar liðsins Sheffield United til þess að líta á aðstæður með hugsanlegan samning í huga. Þá stendur til að Sverrir leiki með varaliði félagsins í kvöld. Í framhaldi af honum kemur í ljós hvort af samningum verði. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 247 orð

Tárin runnu niður kinnarnar

Heimamenn stálu senunni í stökki af 120 metra palli á laugardag. Kazuyoshi Funaki varð ólympíumeistari og landi hans, Masahiko Harada, náði langsta stökki keppninnar, 136 metrum, sem er met á pallinum í Hakuba. Lendingin hjá honum var hins vegar slæm og fékk hann því ekki nægilega háa einkunn til að slá Funaki og Finnann Jani Soininen út. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 279 orð

Valsmenn lausir úr flensunni

FÁUM kom á óvart 32:20 sigur nýbakaðra bikarmeistara Vals á botnliði Breiðabliks í Smáranum á sunnudagskvöldið. Valsmenn flestir voru nýstignir úr flensu eins og sjá mátti á leik þeirra oft á tíðum svo að minni mótspyrna en venjulega kom sér sérlega vel. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 399 orð

"Við erum besta lið á Íslandi"

"ÞETTA var harður leikur. Bæði lið börðust af krafti og ekkert var gefið eftir; ef við bættum við okkur gerðu þeir það líka," sagði Darryl Wilson, bandaríski leikmaðurinn í liði Grindvíkinga, kampakátur að leikslokum. "Þetta var mjög góður leikur að mínu mati. Liðsheildin hjá okkur var góð, ekki bara byrjunarliðið heldur líka þeir tveir sem komu mest inná af bekknum. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | -1 orð

Vænlegt hjá Aftureldingu

AFTURELDING bætti stöðu sína á toppi deildarinnar eftir góða ferð til Akureyrar sl. sunnudagskvöld þar sem liðið sigraði KA örugglega, 27:22. Leikurinn var afskaplega fjörugur og dómarar leiksins nánast í akkorði við að senda menn út fyrir hliðarlínuna. Heimamenn sátu í skammarkróknum í 10 mínútur en gestirnir úr Mosfellsbæ í heilar 22 mínútur, sem er sjaldgæfur árangur. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 85 orð

Wilson og Helgi fóru á kostum DARREL J. Wils

DARREL J. Wilson og Helgi Jónas Guðfinnsson fóru á kostum í seinni hálfleik og skoruðu þeir 39 af 46 stigum Grindvíkinga í hálfleiknum, eða 84,78% af stigum þeirra. Wilson var þá með 23 stig og Helgi Jónas 16. Þeir skoruðu 35 af fyrstu 37 stigum Grindvíkinga - í stöðunni 49:37 í 86:66, aðeins Bergur Eðvarðsson komst að með eina körfu, 66:54. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 148 orð

Yfirburðir Rússa í boðgöngu

RÚSSAR höfðu töluverða yfirburði í 4×5 km boðgöngu kvenna sem fram fór í Nagano í gær. Það var aðeins norska sveitin sem veitti þeirri rússnesku einhverja keppni í byrjun en eftir að Yelena Vyalbe tók við á þriðja spretti var ljóst hvert stefndi. Hún fór fram úr Elinu Nilsen og skilaði um 20 sekúndna forskoti til Larissu Lazutinu sem tók síðasta sprett Rússa. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 219 orð

Þrenna hjá Ronaldo Juventus hefur enn fj

Juventus hefur enn fjögurra stiga forystu í ítölsku deildinni og það var ekki síst fyrir góðan leik sóknardúetsins Alessandro Del Piero og Filippo Inzaghi. Hvor um sig gerði eitt mark þegar liðið vann Sampdoria 3:0 og hafa þeir félagar nú gert 37 mörk fyrir Juventus í vetur og slíkum árangri hefur enginn sóknardúett náð síðan þeir Michel Platini og Paulo Rossi voru hjá Juve. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 53 orð

Þrír léku allan tímann HELGI Jónas Guðfinnsson l

HELGI Jónas Guðfinnsson lék allan tímann á laugardag; var á vellinum í 40 mínútur. Sömu sögu er að segja af Ísfirðingunum Friðrik E. Stefánssyni og David Bevis. Darryl Wilson hjá Grindavík lék hins vegar í 39 mínútur; fór skamma stund af velli seint í leiknum eftir að hann fékk sinadrátt. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 62 orð

Þýskaland

Nettelstedt - Flensburg-Handewitt26:23 TBV Lemgo - GWD Minden27:20 Bayer Dormagen - TUSEM Essen19:22 Wallau-Massenheim - Gummersbach29:27 THW Kiel - Magdeburg30:20 Eisenach - Hameln31:28 Grosswallstadt - Wuppertal25:19 Staðan Kiel 37 stig, Legmo 32, Nettelstedt 24, Magdeburg 24, Niederw¨ursbach 23, Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 97 orð

(fyrirsögn vantar)

NBA-deildin Leikið aðfaranótt sunnudags: Atlanta - Indiana92:96 San Antonio - Phoenix81:94 Seattle - Utah91:111 New Jersey - Philadelphia105:98 Cleveland - Millwaukee93:99 Vancouver - Washington110:108 Eftir framleningu. Meira
17. febrúar 1998 | Íþróttir | 46 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuters Einvígi um ólympíugulliðKANADÍSKU stúlkurnar Catriona Le May Doan (t.v.) og Susan Auch háðu einvígi um gullverðlaunin í 500 metra skautahlaupiá Ólympíuleikunum í Nagano. Le May Doan varð ólympíumeistari en Susan Auch varð að gera sér silfurverðlaunin að góðu. Meira

Fasteignablað

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 469 orð

Atvinnuhúsnæði við Dalshraun til leigu

MEIRI hreyfing er nú á atvinnuhúsnæði en verið hefur lengi. Hjá Leigulistanum er nú til leigu um 1.630 ferm. verslunarhúsnæði í Hafnarfirði. "Þetta húsnæði er á afar góðum stað við Reykjanesbrautina við hliðina á BYKO og í næsta nágrenni við Kentucky Fried og Húsasmiðjuna," sagði Guðlaugur Þorsteinsson hjá Leigulistanum. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 47 orð

Breyttur markaður

STÓRAR og dýrar íbúðir eru farnar að seljast aftur á höfuðborgarsvæðinu. segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Margt hefur því breyzt til batnaðar og það á ekki síður við um fjármagnsmarkaðinn. En ekki er víst, að allt sé til bóta, sem gert er. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 414 orð

BYGG byggir þrjú fjöl- býlishús við Funalind

EKKERT lát er á uppbyggingunni í austurhluta Kópavogs. Nú hefur Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf., BYGG, hafið framkvæmdir við þrjú fjölbýlishús við Funalind 7, 9 og 11 í Lindahverfi. Í þeim verða 38 íbúðir alls og þær verða afhentar fullbúnar en án gólfefna. Hús nr. 9 er þegar uppsteypt og eru íbúðirnar þar til afhendingar í lok ágúst nk., en uppsteypa að hefjast á húsi nr. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 215 orð

Dýrara að byggja í Noregi

BYGGINGAKOSTNAÐUR hefur hækkað ört að undanförnu í Noregi. Þannig jókst kostnaður við að byggja atvinnuhúsnæði í Oslo og Akershus um 28,4% í fyrra. Á landsvísu var kostnaðarhækkunin 16%. Kostnaður við smíði nýs íbúðarhúsnæðis hefur einnig hækkað verulega. Var frá þessu skýrt í norska blaðinu Aftenposten fyrir skömmu. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Evrópustaðlar

ÝMSAR spurningar hafa komið fram í umræðunni um Evrópustaðla á sviði bygginga og mannvirkjagerðar. Hafsteinn Pálsson verkfræðingur fjallar um samræmdar kröfur á þessu sviði í Evrópu og hvaða áhrif þær muni hafa á íslenzkan byggingariðnað. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 596 orð

Gott að muna erfiðleikana

FASTEIGNAMARKAÐURINN hefur tekið verulega vel við sér á undanförnum misserum. Á það jafnt við um viðskipti með notaðar íbúðir og nýbyggingar. Fasteignaviðskiptin hafa verið stöðug og ekki verður annað merkt en nokkurrar bjartsýni gæti meðal byggingarmanna eftir samdrátt síðustu ára. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 138 orð

Góð neðri sérhæð í Hlíðunum

FASTEIGNASALAN Fold er nú með í einkasölu 120 ferm. sérhæð að Skaftahlíð 28 í Reykjavík. Þetta er steinhús með fjórum íbúðum og er íbúðin sem er til sölu neðri sérhæð. Eigninni fylgir 28 ferm. bílskúr með geymslurými undir. Húsið er byggt 1961. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 361 orð

Hámark húsaleigubóta 21.000 kr. á mánuði

NÝ LÖG um húsaleigubætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með lögunum er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Ný reglugerð um húsaleigubætur fylgdi svo í kjölfarið um miðjan janúar. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 291 orð

Hátt fermetraverð í fjölbýli í Kópavogi

VERÐ á íbúðum í fjölbýlishúsum er áfram heldur hærra í Kópavogi en í Reykjavík og í Hafnarfirði eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningu, sem sýnir meðalverð á fermetra í húsnæði, sem skipti um eigendur í þessum bæjarfélögum á tólf mánaða tímabilinu nóvember 1996 til október 1997. Fermetrastærðir eru séreignarfermetrar og sameignarfermetrar ekki taldir með. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 253 orð

Hús með miklum möguleikum við Langholtsveg

FASTEIGNASALAN Eignaval hefur nýlega fengið í einkasölu húseign að Langholtsvegi 37. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1944. Eignin skiptist í þrennt, í fyrsta lagi hæð, sem er 82 ferm. auk 35 ferm. bílskúrs, í öðru lagi jarðhæð sem er 53 ferm. og loks 57 ferm. hús sem stendur sér á lóðinni, en er tengt bílskúr. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 343 orð

Meiri umsvif í byggingariðnaði

BREZKUR byggingariðnaður er að ná sér upp úr þeirri lægð, sem hann komst í fyrir nokkrum árum. Þeir sem heimsækja London þurfa ekki annað en að telja byggingarkranana, sem ber við himinn, til þess að staðreyna, að aftur hefur færzt líf í smíði á nýju skrifstofuhúsnæði. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | -1 orð

Óhreint loft

ÞEGAR loftið er kalt og sólin skín á lognkyrrum vetrardegi sjáum við brúnleitan mökk liggja yfir mestu umferðar götum Reykjavíkur Þetta er mengun segjum við. Útblástur frá bifreiðum er geigvænlegur og veldur mikilli mengun sem verður helst sjáanleg í kyrru og frostköldu veðri. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 763 orð

Samræmdar kröfur til bygginga og mannvirkjagerðar í Evrópu

TILSKIPUNIN um byggingarvörur var sett til þess að afnema svokallaðar tæknilegar viðskiptahindranir þannig að frjálst vöruflæði yrði að veruleika á sameiginlegum Evrópumarkaði. Þessi tilskipun tók gildi hér á landi þegar reglugerð um viðskipti með byggingarvörur var gefin út af iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu árið 1994. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 208 orð

Sérbýlisíbúðir í Víkurhverfi

FASTEIGNASALAN Valhöll er með í sölu nýbyggingu í Breiðuvík 16 í Grafarvogi. Þetta er fjölbýlishús sem er tvær og þrjár hæðir og eru allar íbúðir með sérþvottahúsi og sérinngangi. Alls eru í húsinu 16 íbúðir, sem eru ýmist 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja. Byggingaraðili eru Gissur og Pálmi. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 218 orð

Sérhannað atvinnu- húsnæði

VIÐ Dalveg í Kópavogi eru Kraftvélar ehf. að reisa nær 1.500 ferm. byggingu, sem verður að ýmsu leyti óvenjuleg, bæði að því er varðar útlit og hönnun. Byggingin er steinsteypt og á tveimur hæðum, en það sem einkum gefur henni óvenjulegan og skemmtilegan svip er stór glerskáli, sem kemur eins og út úr neðri hæðinni. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 1231 orð

Sérhannað atvinnu- húsnæði við Dalveg í Kópavogsdal

SÚ MIKLA uppbygging, sem á sér stað í austanverðum Kópavogsdal, fer ekki fram neinum, sem ekur Reykjanesbraut. Í Smárahvamslandi, rétt fyrir vestan Reykjanesbraut, er hvert fyrirtækið af öðru að reisa glæsilega nýbyggingu yfir starfsemi sína. Þeirra á meðal er verzlunarfyrirtækið Kraftvélar, sem byggir nær 2.000 ferm. hús við Dalveg 6-8. Húsið er steinsteypt og er á tveimur hæðum. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 28 orð

Sjávarfang í hillum

Sjávarfang í hillum MARGIR eru hrifnir af sjónum og því sem úr honum kemur, bæði fiski og skeldýrum. Áköfustu aðdáendurnir hrúga jafnvel slíku sjávarfangi upp í hillur til hýbýlaskrauts. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 271 orð

Stækkandi markaður og aukin umsvif

FASTEIGNASALA Mosfellsbæjar hóf fyrir skömmu göngu sína og hefur hún aðsetur í Kjarna, Mosfellsbæ. Eigendur eru Ástríður Grímsdóttir hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali og Þorbjörg I. Jónsdóttir hdl. Sölumaður er Ómar Karlsson. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 778 orð

Tryggingafélögin verða að breyta um stefnu í vatnstjónamálum

ÞAÐ væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að tíunda einu sinni enn hve gífurlegir fjármunir fara í ginnungagap vatnsskaða vegna skemmdra lagna í húsum og ekki þarf að búast við því að úr þeim dragi á næstu árum. Það er neikvæð uppskera af því sem til var sáð fyrir tveimur til þremur áratugum, skaðinn er þegar skeður eða er að ske. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 172 orð

Þakíbúð við Austurvöll

GÓÐAR íbúðir í miðborg Reykjavíkur hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá Eignamiðluninni er nú í einkasölu þakíbúð (penthouse) að Pósthússtræti 13. Þetta er þriggja herbergja íbúð, sem er 110 ferm. að stærð og henni fylgir stæði í bílageymslu sem innangengt er í úr húsinu. Þetta er nýlegt hús, byggt 1984 og í því er lyfta. Meira
17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

17. febrúar 1998 | Fasteignablað | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

17. febrúar 1998 | Úr verinu | 200 orð

Lítill afli í janúar

FISKAFLINN í janúar síðastliðnum varð 60.000 tonnum minni en í sama mánuði í fyrra. Minna veiddist af öllum helztu nytjategundunum, en mestu munar um loðnuna. Aðeins 10.500 tonn af loðnu bárust nú á land, en tæplega 57.900 tonn í fyrra. Þá veiddust aðeins 6.400 tonn af síld sem er um helmingur þess sem veiddist í janúar í fyrra. Meira
17. febrúar 1998 | Úr verinu | 121 orð

Tvö þúsund vinnutímar í nótina EITT færeyskt loðnu

EITT færeyskt loðnuskip, Saksaberg, er komið á miðin. Það kom til Seyðisfjarðar fyrir helgina til að takA nót, sem sett var upp hjá Fjarðarneti á Seyðisfirði. Það telst til tíðinda að nætur séu settar upp hér á landi og ekki síður að svo sé gert til útflutnings. Um 2.000 vinnustundir hafa farið í uppsetningu nótarinnar og kostar hún uppsett um 16 milljónir króna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.