Greinar þriðjudaginn 10. mars 1998

Forsíða

10. mars 1998 | Forsíða | 262 orð

Adams krefst fundar með Tony Blair

GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaflokks Írska lýðveldishersins (IRA), sagði í gær að flokkurinn myndi ekki taka ákvörðun um hvenær hann tæki þátt í friðarviðræðum norður-írsku flokkanna að nýju fyrr en eftir fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Meira
10. mars 1998 | Forsíða | 119 orð

Harka á endaspretti

"ERU ÞAÐ leigjendurnir, sem eiga að borga fyrir skattalækkun Jensens?" spyrja landssamtök danskra leigjenda í auglýsingum í gær. Þar er birt mynd af húsi Uffes Ellemann-Jensens, leiðtoga fjálslynda flokksins, Venstre, sagt að húsið sé metið á tæpar 40 milljónir ísl. króna og að gangi hugmyndir Venstre um skattalækkanir eftir græði hann sem svarar 571.100 krónum. Meira
10. mars 1998 | Forsíða | 226 orð

Spá lágu olíuverði í langan tíma

SÉRFRÆÐINGAR í olíuviðskiptum spáðu því í gær að heimsmarkaðsverð á olíu myndi haldast lágt lengi vegna óeiningar innan OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja. Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Saudi-Arabíu, gaf út harðorða yfirlýsingu á sunnudag þar sem hann sakaði önnur aðildarríki OPEC um að hafa valdið verðlækkuninni með því að framleiða umfram þá kvóta sem þeim hefur verið úthlutað. Meira
10. mars 1998 | Forsíða | 417 orð

Þvinganir ákveðnar gegn stjórnvöldum í Belgrad

FULLTRÚAR fimm öflugustu ríkja Vesturlanda ákváðu í gær að beita stjórnvöld í Belgrad þvingunum vegna þess hvernig þau hafa haldið á málum í Kosovo-héraði undanfarið, og kröfðust þess að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, sambandslýðveldis Serbíu og Svartfjallalands, byndu enda á blóðuga aðför lögreglu og öryggissveita gegn albönskum íbúum héraðsins. Meira

Fréttir

10. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Akureyrarheimasíða

OPNUÐ hefur verið Akureyrar-heimasíða á Netinu en þar eru öll helstu fyrirtæki bæjarins og þeir sem veita þjónustu af ýmsu tagi á einum stað. Upplýsingar um hvert fyrirtæki er að finna á bak við hverja skráningu á nokkurs konar sér heimasíðum. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Alcoa kaupir Alumax

BANDARÍSKU álfyrirtækin Alcoa og Alumax tilkynntu í gær að samkomulag hefði tekist um samruna fyrirtækjanna með kaupum Alcoa á Alumax, en Alumax er eitt af fyrirtækjunum í Atlantsálshópnum sem áformað hefur að byggja álver á Keilisnesi. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 625 orð

Annríki hjá lögreglunni

TALSVERT annríki var hjá lögreglunni þessa helgi. Fámennt var í miðborginni á morgni laugardags en fjölmennara að morgni sunnudags og nokkuð um átök milli manna. Á fjórða tug manna voru handteknir vegna ölvunar og urðu nokkrir þeirra að eiga næturgistingu í fangageymslu. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 574 orð

Athugasemd við leiðaraskrif

MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá forstjóra Karls K. Karlssonar, Ingvari J. Karlssyni, þar sem hann finnur að leiðara Morgunblaðsins frá 8. marz 1998: Herra ritstjóri, Fyrir rúmri viku varð það slys á Akureyri, að hlaupkennt sælgæti hrökk ofan í 8 ára dreng. Fjórum til fimm dögum seinna er skýrt frá slysinu á Stöð 2 og á síðum Morgunblaðsins. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Aukasýning á Dimmalimm

AUKASÝNING verður á Dimmalimm ­ barnadagskrá í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þriðjudaginn 10. mars kl. 14. Það er jafnframt allra síðasta sýning á Dimmalimm. Dagskráin, sem er fyrir börn, er úr ævintýri Dimmalimm við tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 361 orð

Auknar líkur á að BJP myndi stjórn

FLEST bendir nú til þess að Bharatiya Janata (BJP), flokki þjóðernissinnaðra hindúa, verði falið að mynda næstu stjórn Indlands. Kongressflokkurinn hefur viðurkennt að dregið hafi úr líkunum á því að hann geti myndað stjórn með Samfylkingunni, bandalagi fimmtán flokka. Meira
10. mars 1998 | Landsbyggðin | 488 orð

Áin var öll á iði eins og hraunelfa

Selfossi­Mikið ísskrið eða klakahlaup varð í Þjórsá skömmu eftir hádegi síðastliðinn föstudag. Hlaupið hófst í ánni á móts við bæinn Egilsstaði og hljóp hiður ána um fimm kílómetra. Áður en hlaupið varð hafði hækkað verulega í ánni og vatn stóð hátt í henni í gilinu undir Þjórsárbrú. Meira
10. mars 1998 | Landsbyggðin | 68 orð

Árekstur á Fagradal

FLUTNINGABÍLL og fólksbíll rákust saman á Fagradal skömmu fyrir kl. 9 í gærmorgun. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á heilsugæslustöðina á Egilsstöðum, marinn og skorinn, að sögn læknis, en fékk að fara heim síðdegis. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 50 orð

Árekstur í hálku á Gullinbrú

LOKA varð Gullinbrú í hátt í klukkutíma um kvöldmatarleytið á sunnudag vegna áreksturs tveggja bifreiða. Mikil hálka var þegar óhappið átti sér stað og eru bílarnir mikið skemmdir. Fimm voru fluttir á slysadeild en að sögn læknis þar fóru þeir allir til síns heima á sunnudagskvöld. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 464 orð

Bændur eru bestu vörslumenn landsins

Í SETNINGARRÆÐU Búnaðarþings á sunnudag gerði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, eignarhald á landi að umtalsefni. Hann sagði þrenns konar viðhorf takast á í þessu sambandi en að bændur væru þeirrar skoðunar að umsjá landsins væri best komið í sínum höndum, enda stæðu þeir næstir landinu og væru því bestu vörslumenn þess og auðlinda þess. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 371 orð

Deilt um rannsókn á kosningaframlögum

Öldungadeild Bandaríkjaþings Deilt um rannsókn á kosningaframlögum Detroit. Morgunblaðið. RANNSÓKNARNEFND öldungadeildarinnar hefur undanfarna níu mánuði rannsakað ásakanir um að demókratar hafi þegið ólögleg framlög til kosningabaráttunar 1996. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Ð400­500 þúsund í hlut hvers starfsmanns

STARFSFÓLK Landsbanka Íslands mun eiga kost á að kaupa sér hlutabréf í bankanum fyrir 400­500 þúsund kr. hver maður, ef 6% eignarhlutur í bankanum sem því verður boðinn dreifist jafnt á þau 900 stöðugildi sem eru í bankanum. Svokallað innra virði hlutafélagsins verður viðmiðun við verðlagningu. Virðist það vera undir líklegu markaðsverði, miðað við aðra banka. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

ÐJákvætt innlegg til lausnar

SAMTÖK sjómanna hafa fallist á tillögur nefndar sjávarútvegsráðherra um verðmyndun á fiski og telja þær vera jákvætt innlegg til lausnar á deilu sinni og útvegsmanna. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir þessa niðurstöðu mjög mikilvæga, þar sem þar með sé mikilvægasta ágreiningsefnið í kjaradeilunni komið í ákveðinn farveg. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Efnistaka áætluð í Óbrinnishólum

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur nú skýrslu framkvæmda- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar um umhverfisáhrif efnistöku í Óbrinnishólum til frumathugunar. Fyrirhugað er að 250-280 þúsund fermetrar af jarðefnum verði unnir úr námum á svæðinu á næstu fimm árum. Meira
10. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 370 orð

Eins og að leita að nál í heystakk

BJÖRGUNARSVEITARMENNIRNIR frá Akureyri sem þátt tóku í stóru æfingu Landsbjargar á hálendinu um helgina fengu litla hvíld eftir að þeir komu til byggða á sunnudag. Nokkrir þeirra fóru strax til leitar á vélsleðum að félögum sínum frá Dalvík um kvöldmatarleytið á sunnudag og voru þeir að fram yfir hádegi í gær. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ekki ástæða til aðgerða vegna sýndarviðskipta

BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til aðgerða vegna viðskipta sem áttu sér stað með hlutabréf í nokkrum félögum síðustu daga ársins 1997. Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að Verðbréfaþing hafi ákveðið að vísa nokkrum málum til bankaeftirlits Seðlabanka Íslands til frekari athugunar. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 225 orð

Ekki eytt eins og samið var um

KOMIÐ hefur í ljós að um það bil helmingi af alls 16 olíutönkum, sem fjarlægðir hafa verið af varnarsvæðinu í Keflavík skv. sérstöku samkomulagi á milli varnarliðsins og Íslenskra aðalverktaka hf., var aldrei fargað eins og gert var ráð fyrir í samkomulaginu. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 284 orð

Ekki kosið um EMU næstu árin

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist í gær ekki sjá það gerast að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild landsins að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, innan næstu þriggja til fjögurra ára. Meira
10. mars 1998 | Landsbyggðin | 96 orð

Eldur í mjólkurhúsi

MJÓLKURKÝR og kálfur drápust úr reykeitrun eftir að eldur kom upp í mjólkurhúsi á bænum Grænuhlíð í Austur-Húnavatnssýslu á sunnudagsmorgun. Dagný Guðmundsdóttir, húsfreyja í Grænuhlíð, segir að líklega hafi kviknað í út frá rafmagni. Heimilisfólkið hafi orðið eldsins vart klukkan átta að morgni og kallað til slökkviliðið. "Allt það sem var í mjólkurhúsinu er ónýtt," segir hún. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 198 orð

Engeyjarskip sent á bátasýningu í Svíþjóð

ENGEYJARSKIP, bátur smíðaður í Engey árið 1912, hefur verið sendur til Stokkhólms í tilefni fjölþjóðlegrar bátasýningar sem opnuð verður 4. apríl næstkomandi. Stokkhólmur er menningarborg Evrópu í ár og er sýningin haldin í tilefni þess. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fengu loðnu á Meðallandsbugt

ÞRJÚ loðnuskip voru í gær að veiðum á Meðallandsbugt og höfðu tvö þeirra fengið góðan afla síðdegis, en hið þriðja var að koma á miðin. Þessi veiði er miklu austar en verið hefur undanfarna daga, en um helgina veiddist loðnan við Vestmannaeyjar. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Féll í Kverká og kalið hefti för

FRANSKI ferðamaðurinn , sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í Kistufell á laugardag, eftir að hann hafði sent út neyðarkall, segir að ferðin hafi gengið áfallalaust þar til hann féll í Kverká þegar ís brotnaði undan honum. Hann hélt reyndar áfram göngu sinni í fjóra daga en ákvað að óska aðstoðar þegar kal fór að gera vart við sig á fingrum og tám. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 155 orð

Fjórði hesturinn aflífaður

FJÓRÐI hitasóttarhesturinn var aflífaður í fyrrinótt eftir að hafa veikst hastarlega um sjöleytið á sunnudagskvöld. Hesturinn var krufinn á Keldum í gær og sagði Sigurður Sigurðarson dýralæknir að ummerki hefðu verið með nokkuð svipuðu móti og í hinum hestunum tveimur sem áður voru krufðir á Keldum. Bólgur voru í meltingarvegi og drep komið aftast í mjógörnina. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 158 orð

Fjöldaganga gegn kynferðisofbeldi

SAMTÖKIN Stígamót stóðu fyrir fjöldagöngu gegn kynferðisofbeldi í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Gengið var frá Hlemmi að Alþingishúsinu þar sem fulltrúi dómsmálaráðherra tók við áskorun um réttarfarslegar úrbætur vegna kynferðisofbeldis. Gangan naut stuðnings nýstofnaðs félagsskapar sem kallast "Samstaða gegn kynferðisofbeldi" og bæði einstaklingar og félög eru aðilar að. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Fleiri svipuð mál til meðferðar

SAKSÓKNARI efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjórans hefur gefið út ákæru á hendur forsvarsmönnum Reiknistofu fiskmarkaða hf. og Útgerðarfélaginu Hlera hf., fyrir brot á lögum um bókhald, lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og fyrir fjársvik á árinu 1996. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness nk. föstudag. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Forsetahjónin til Mexíkó

FORSETI Mexíkó, Ernesto Zedillo, hefur boðið forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur til hressingardvalar í sumarhúsi forsetans við Kyrrahafsströndina. Forsetahjónin hafa þekkst boðið og verða í Mexíkó síðari hluta marsmánaðar og fyrstu daga apríl, seghir í fréttatilkynningu. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 106 orð

Framkvæmdir ganga vel

FRAMKVÆMDIR við Laugaveginn á kaflanum sem liggur milli Frakkastígs og Vitastígs ganga vel. Þessi kafli vegarins er lokaður fyrir bílaumferð. Eftir tvær vikur hefjast framkvæmdir milli Vitastígs og Barónsstígs og verður þá lokað fyrir bílaumferð á þeim kafla. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 507 orð

Frestur á greiðslu frá IMF bitnar á gjaldeyrisbirgðunum

REYNT var í gær að bera klæði á vopnin í deilu indónesískra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Ósætti sjóðsins við umbótastefnu stjórnvalda olli því að næstu greiðslu efnahagsaðstoðar við landið hefur verið frestað. Sögðu fréttaskýrendur að frestunin kynni að leiða til vandræða vegna ónógra gjaldeyrisbirgða ríkissjóðs. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fylgi R-lista 56%

R-LISTINN fengi tæplega 56% atkvæða ef kosið yrði nú en D-listinn rúm 44%, samkvæmt símaviðtalskönnunum Gallup sem gerðar voru dagana 5.­12. og 19.­28. febrúar. Er munurinn rúmlega 11 prósentustig og er það marktækur munur að mati sérfræðinga Gallup. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 326 orð

Fyrirlestur á frönsku um Baldur og Saxa

JEAN Renaud, prófessor í norrænum bókmenntum við háskólann í Caen í Normandí, flytur opinberan fyrirlestur miðvikudaginn 11. mars kl. 17.15 í boði heimspekideildar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fyrirlestur um sérstöðu bandarískrar menningar

BANDARÍSKI prófossorinn dr. Richard Pells heldur opinberan fyrirlestur í kvöld kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um sérstöðu bandarískrar menningar í heiminum í dag og nefnist "The Uniqueness of Amerikcan Culture". Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Dr. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fyrirlestur um umhverfismál

VÉLADEILD Tækniskóla Íslands gengst á þessari önn fyrir fyrirlestraröð um umhverfismál. Miðvikudaginn 11. mars mun Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, halda fyrirlestur sem ber heitið "Fiskvinnsla og umhverfið." Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um málefnið en að honum loknum er gert ráð fyrir opnum umræðum. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 897 orð

Gamni og alvöru blandað saman Danskar stjórnmálaumræður þurfa ekki að vera leiðinlegar þegar skopskyninu er hleypt lausu, eins

"Það er miklu skemmtilegra á dönskum kosningafundi en sænskum," sagði sænsk blaðakona eftir að hafa hlustað á Uffe Ellemann- Jensen, formann Venstre og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, rökræða við Holger K. Nielsen, formann Sósíalíska þjóðarflokksins, um helgina. Meira
10. mars 1998 | Landsbyggðin | 104 orð

Hallgrímur í Hólmum 70 ára

HALLGRÍMUR Jónasson, Hólmum í Mývatnssveit, átti 70 ára afmæli 7. mars. Þann dag bauð hann og eiginkona hans, Hjördís Albertsdóttir, frændum og vinum til veglegs kvöldverðar á heimili þeirra. Veitt var af mikilli rausn og myndarskap og áttu viðstaddir mjög ánægjuleg kvöldstund sem var fjölmenn. Hallgrímur og Hjördís eiga fimm börn sem öll eru á lífi. Meira
10. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 603 orð

Hefðum ekki getað gengið lengra

ÞRÍR af björgunarsveitarmönnunum átta, Stefán Gunnarsson, Marinó Ólason og Kristbjörn Arngrímsson, gengu til byggða í gærmorgun, eftir að hafa hafst við með félögum sínum fimm í snjóhúsi frá því um miðjan sunnudag. Stefán sagði að gangan til byggða hafi verið ansi erfið og að þeir félagar hafi ekki haft orku til að fara mikið lengra. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 96 orð

Hneykslast á græningjum

ÞÝSKIR jafnaðarmenn brugðust í gær ókvæða við samþykktum flokksþings græningja en almennt er búist við, að þeir taki höndum saman um stjórnarmyndun eftir næstu kosningar fái þeir til þess meirihluta. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 359 orð

Keiko ekki sleppt nema hann geti lifað án aðstoðar

VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli bandarísku sjávarútvegsstofnunarinnar og Frelsið Willy Keiko samtakanna um hvort unnt verði að flytja Keiko frá Bandaríkjunum. Starfsmaður samtakanna, Bob Ratliffe, sagðist ekki geta tjáð sig að öðru leyti um málið í gær. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 65 orð

Kenneth Peterson á Bifröst

KENNETH Peterson, forstjóri og aðaleigandi Columbia Ventures í Kaliforníu, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 10. mars, kl. 15.30 í Samvinnuháskólanum á Bifröst. Fyrirlesturinn nefnist Nýtt íslenskt fyrirtæki, hvernig er grunnur þess lagður? Þar fjallar Kenneth um stofnun og stjórnun fyrirtækja hér á landi. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 100 orð

Konan sem lést á Vesturlandsvegi

KONAN sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi á laugardagsmorgun hét Guðrún Björg Andrésdóttir og var 22 ára gömul. Hún lætur eftir sig sambýlismann og tæplega 11 mánaða gamlan son. Sambýlismaður Guðrúnar Bjargar, sem ók bílnum þegar þau lentu í árekstrinum, slasaðist illa. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 150 orð

Kvikmyndasýning Alliance Française

KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Française að Austurstræti 3 (gengið inn frá Ingólfstorgi) sýnir miðvikudagskvöldið 11. mars kl. 21 frönsku myndina "L'Amour á mort" eða Ást til dauða frá 1984 eftir Alain Resnais. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 215 orð

Landnemar ósáttir við Oz

Virtustu bókmenntaverðlaunin í Ísrael Landnemar ósáttir við Oz Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKI rithöfundurinn Amos Oz var í gær atyrtur af ísraelskum landnema sem er ósáttur við að Oz hljóti ein virtustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Ísrael. Meira
10. mars 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Landsæfing Landsbjargar

Borgarnesi-Um síðustu helgi hafði Landsbjörg, landsamband björgunarsveita, landsæfingu í Borgarfirði. Meðan æfingin fór fram var veður stillt og bjart en nokkuð kalt. Stjórnstöð landsæfingarinnar var í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi. Að morgni laugardagsins 7. mars áttu allar sveitirnar að vera í viðbragðsstöðu og hefja æfingu dagsins. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 168 orð

LEIÐRÉTT

RANGT var farið með nafn Heiðu Njólu Guðbrandsdóttur í frétt hér í blaðinu í fyrradag. Heiða Njóla sem náði bestum árangri í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda í Breiðholti, var í fréttinni á sunnudag sögð heita Heiða Njála. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Merkingar á kortum víxluðust Á KORTUM, sem fylgdu grein um ferðamál á bls. Meira
10. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Leitin erfið í snjófjúki

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, var kölluð í viðbragðsstöðu klukkan 6.20 í gærmorgun og var ákveðið að halda til leitar um hálfátta. Flugstjóri var Hafsteinn Heiðarsson og sagði hann fyrst hafa verið leitað yfir Bleiksmýrardal og suður um þar sem talið var fyrst að mennirnir gætu verið á ferð. Má segja að þyrlan hafi útvíkkað leitarsvæði björgunarsveitarmannanna á jörðu niðri. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 334 orð

Lykilvitni í Whitewater- máli látið

JAMES McDougal, sem dæmdur hafði verið í þriggja ára fangelsi vegna aðildar sinnar að Whitewater-málinu, lést á sunnudag á sjúkrahúsi fangelsisins í Fort Worth í Texas. Var hann 57 ára að aldri en virtist miklu eldri vegna langvarandi hjarta- og æðasjúkdóma. Meira
10. mars 1998 | Landsbyggðin | 295 orð

Lýsir furðu sinni á úrskuði umhverfisráðherra

MEIRIHLUTI hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps og meirihluti varamanna í hreppsnefndinni hefur í bréfi til umhverfisráðherra lýst furðu sinni á þeim úrskurði hans að fresta staðfestingu á vegstæði Borgarfjarðarbrautar og jafnframt því að ekki skuli fylgja rökstuðningur fyrir ákvarðanatökunni. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 140 orð

Mannskaðar í fárviðri

MIKIÐ óveður geisaði í Suðurríkjum Bandaríkjanna í gær og í Miðvesturríkjunum voru hundruð þúsunda manna án rafmagns vegna mikils fannfergis og snjókomu. Síðustu þrjá daga hefur gengið á með þrumum og eldingum og gífurlegu hvassviðri í Suðurríkjunum og þar hafa að minnsta kosti sjö manns beðið bana. Í Miðvesturríkjunum hafa fjórir týnt lífi í umferðarslysum, sem rakin eru til veðursins. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 492 orð

Mennirnir fimm heilir á húfi en mjög þrekaðir

BJÖRGUNARMENN komust að fimmmeningunum frá Dalvík um klukkan 01.15 í nótt og voru menninrir sæmilega haldnir, en orðnir mjög þrekaðir og einnig björgunarmenn sem lengi höfðu verið á ferðinni við erfiðar aðstæður. Mennirnir höfðu haldið kyrru fyrir í snjóhúsi í um 1200 metra hæð norðan við Nýjabæjarfjall í um 34 klukkustundir. Enn var skafrenningur og hvasst á þessum slóðum. Meira
10. mars 1998 | Miðopna | 1491 orð

Mikilvægasta ágreiningsefnið í ákveðinn farveg Deila um verðmyndun á sjávarafla er frá eftir að samtök sjómanna tilkynntu

SAMTÖK sjómanna telja tillögur nefndar sjávarútvegsráðherra um verðmyndun á sjávarafla vera jákvætt innlegg til lausnar á deilu sinni og útvegsmanna þar um. Telja þeir tillögurnar þess eðlis að það sé tilraunarinnar virði að hún fái tækifæri til þess að sanna sig í framkvæmd. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Minna fylgi Sjálfstæðisflokks

TÆPLEGA 42% kysu Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar fram nú, sem er nokkru minna fylgi en flokkurinn hefur haft síðustu mánuði, að því er fram kemur í nýlegri könnun Gallup. Fylgi Framsóknarflokksins yrði samkvæmt könnuninni tæplega 20%, Alþýðubandalagið fengi 13%, Alþýðuflokkurinn 12,4% en sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna fengi rúmlega 10% ef kosið yrði núna. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Námskeið í reykbindindi

HJÁ Krabbameinsfélagi Reykjavíkur hefst námskeiðið í reykbindindi miðvikudaginn 11. mars. Námskeiðið ber yfirskriftina Viltu hætta að reykja? og er stjórnandi þess Helgi Grímsson, fræðslufulltrúi. Námskeiðið stendur í fimm vikur og verða sex kvöldfundir frá kl. 20.30­22. Fundirnir verða haldnir í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Námskeiðsgjald er kr. 6. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 725 orð

Námskynning í Háskóla ÍslandsUm 200 mismunand

SUNNUDAGINN 15. mars næstkomandi verður haldin víðtæk kynning á námsframboði hérlendis. Kynningin fer fram í byggingum Háskóla Íslands austan Suðurgötu og stendur yfir frá klukkan 11-18. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, forstöðumaður og námsráðgjafi við Háskóla Íslands, hefur unnið að skipulagningu námskynningarinnar. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ný öldrunardeild opnuð

SJÚKRAHÚS Reykjavíkur opnaði formlega nýja deild á öldrunarsviði á föstudag. Deildin er á Landakoti og kemur til með að hýsa heilabilunareiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sjúkrahúsið rekur nú tvær sjúkradeildir fyrir sjúklinga með skert minni og heilabilun með samtals 36 rúm, auk þess sem þar starfar hópur starfsmanna að því að meta, Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Opið hús hjá Styrk

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, hefur opið hús í Skógarhlíð 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 11. mars kl. 20.30. Valgerður Einarsdóttir miðill ræðir um lífið og tilveruna. Í fréttatilkynningu frá Styrk segir að allir séu velkomnir. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 494 orð

Óheimilt að fela Félagsbústöðum rekstur félagslegra leiguíbúða

GILDANDI lög veita ekki heimild til þess að Félagsbústöðum hf. sé falin umsjón og rekstur félagslegra leiguíbúða Reykjavíkurborgar samkvæmt lögfræðiáliti Lúðvíks Emils Kaaber, héraðsdómslögmanns, sem hann vann fyrir Jón Kjartansson, formann Leigjendasamtakanna. "Það er því álit mitt, að óheimilt sé, án lagabreytingar, að fela Félagsbústöðum hf. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Rússi sigraði í dorgveiði

Rússi sigraði í dorgveiði RÚSSINN Boris Artenaiev sigraði örugglega á Íslandsmóti Dorgveiðifélags Íslands sem haldið var síðastliðinn laugardag á Reynisvatni. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 379 orð

Sérblað Le Monde um Norðurlönd Íslenskir hestar á fo

Sérblað Le Monde um Norðurlönd Íslenskir hestar á forsíðu París. Morgunblaðið. HESTAR og fuglar eru fulltrúar Íslands í sérblaði franska dagblaðsins Le Monde um Norðurlönd sem kom út á laugardaginn. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Skiptar skoðanir um nýtingu Geldinganess VI

VIÐ umræður í borgarstjórn Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag komu fram skiptar skoðanir borgarfulltrúa um nýtingu á Geldinganesi þar sem skipulagt hefur verið hafnar- og atvinnusvæði. Eru undirbúningsframkvæmdir þegar hafnar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lagt til að hætt verði við framkvæmdir en fulltrúar R-listans telja það fráleitt. Samþykkt var í borgarráði sl. Meira
10. mars 1998 | Miðopna | 795 orð

Skoskur skipbrotsmaður kemst í samband við björgunarmenn s

Skoskur skipbrotsmaður kemst í samband við björgunarmenn sína 57 árum síðar Er rórra að hafa loks getað þakkað fyrir sig Skoti að nafni Douglas Henderson, sem var í áhöfn breska flutningaskipsins Beaverdale þegar þýskur kafbátur sökkti því um 300 sjómílur suðvestur af Íslandi 1. Meira
10. mars 1998 | Landsbyggðin | 171 orð

Slysavarnadeildin Ársól 60 ára

Reyðarfirði­Slysavarnadeildin Ársól á Reyðarfirði var stofnuð 7. mars 1938 og haldið var upp á þau tímamót sl. laugardag. Þá var haldinn afmælisaðalfundur þar sem mættir voru félagar úr deildinni ásamt félögum úr Björgunarsveitinni Ársól og Unglingadeildinni Ársól. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 126 orð

Sóttur að Hlöðufelli vegna bakmeiðsla

FRANSKUR lögreglumaður, sem ætlaði ásamt nokkrum félögum sínum að ganga á snjóþrúgum frá Þingvöllum yfir hálendið til Fáskrúðsfjarðar, var sóttur slasaður á baki sl. laugardag. Leiðangurinn safnar áheitum í ferðinni til styrktar beinmergsflutningum. Verndari leiðangursins er Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú. Þessi sami hópur kom til landsins í fyrra. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 334 orð

Sömu reglur og um dagpeninga ríkisstarfsmanna

GREIÐSLUR til sjúklinga og fylgdarmanna vegna lækninga erlendis nema nú 332 þús. krónum á mánuði en eftir þrjá mánuði lækkar upphæðin um fjórðung niður í 249 þús. krónur á mánuði. Í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins kom fram hjá Sigurbjörgu Ólafsdóttur, móður Torfa Lárusar sem hefur dvalið lengur en þrjá mánuði til lækninga í Boston í Bandaríkjunum, Meira
10. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Tillaga um styrk til Skotfélagsins

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar hefur lagt til að gerður verði samningur við Skotfélag Akureyrar um uppbyggingarstyrk. Upphæð styrksins verði fjórar milljónir króna og yrði hann greiddur með jöfnum greiðslum á árunum 1999 til 2002. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Tilviljun að Flugleiðavél gat lent

RANNSÓKN hefur leitt í ljós að tilviljun réð því að Flugleiðavél lenti ekki í sviptivindi sem talið er að hafi valdið því að Gulfstream flugvél danska hersins fórst í aðflugi að flugvellinum í Vogum í Færeyjum 3. ágúst 1996, samkvæmt því sem fram kemur í frétt í danska dagblaðinu Jyllands- Posten síðastliðinn sunnudag. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 426 orð

Um 39,5 milljónir á fimm árum

KOSTNAÐUR Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands og Seðlabanka Íslands af laxveiðiferðum á síðastliðnum fimm árum var samtals um 39,5 milljónir króna. Kostnaður Landsbankans af laxveiðiferðum á sl. fimm árum var um 18,3 milljónir, kostnaður Búnaðarbankans var um 10,8 milljónir og kostnaður Seðlabankans var um 10,4 milljónir króna. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 282 orð

Upplestrarkeppni meðal barna í 7. bekk grunnskóla

SENN líður að lokum upplestrarkeppni barna í 7. bekk grunnskóla í nokkrum byggðarlögum á Suður- og Suðvesturlandi. Keppnin hófst á degi íslenskrar tungu og henni lýkur í mars með lokahátíð á þremur stöðum: Hafnarfirði: Hafnarborg, þriðjudaginn 10. mars kl. 17.30. Kópavogi: Félagsheimili Kópavogs, fimmtudaginn 12. mars kl. 17.00. Suðurlandi: Hótel Selfossi, miðvikudaginn 18. mars kl. 16.00. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Úr hættu eftir hnífsstungu

KONA var úrskurðuð í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag grunuð um að hafa stungið mann um fimmtugt í brjóstið í húsi í Kópavoginum 3. mars síðastliðinn. Maðurinn er úr lífshættu. Lögreglan í Kópavogi hefur árásarmálið til rannsóknar. Rannsóknin er langt á veg komin, að sögn lögreglu. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 927 orð

Vaxandi áhugi erlendra fjárfesta á verðbréfakaupum

ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði ekki í viðskiptum gærdagsins og var 4,99% á flokki 96/2 við lokun viðskipta á Verðbréfaþingi. Ávöxtunarkrafan hefur því verið nær óbreytt frá því á fimmtudaginn í síðustu viku þegar krafan tók dýfu til viðbótar lækkunum á undanförnum misserum. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Vigur og Gunnarsstaðir fá viðurkenningu

GUÐMUNDUR Bjarnason veitti árleg landbúnaðarverðlaun við setningu Búnaðarþings á sunnudag. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt ábúendum tveggja félagsbúa, sem bæði eru staðsett í harðbýlum héruðum, Gunnarsstaða í Þistilfirði og Vigur í Ísafjarðardjúpi. Bræðurnir Jóhannes og Ragnar Sigfússynir, og eiginkonur þeirra Berghildur G. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 444 orð

Vilja afnema heimild dómara til að vera í leynireglu

ÖNNUR umræða um frumvarp til laga um dómstóla hefur nú farið fram á Alþingi. Málið hefur verið rætt í allsherjarnefnd Alþingis og ríkir sátt innan nefndarinnar um langflest atriði frumvarpsins, að sögn Sólveigar Pétursdóttur, formanns allsherjarnefndar. Meira
10. mars 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Vilja samanburð við laun annarra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar þar sem segir m.a.: "Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar haldinn 7. mars 1998 kl. 13, á Grettisgötu 89, skorar á borgaryfirvöld að standa við þau fyrirheit sem felast í bókun 6 um samanburð launa starfsmanna borgarinnar við laun starfsmanna annarra sveitarfélaga og ríkisins í kjarasamningi. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 325 orð

Vilja taka upp Palme- málið

RÍKISSAKSÓKNARINN í Svíþjóð hefur ákveðið að fara fram á, að málið gegn Christer Pettersson, sem á sínum tíma var dæmdur en síðan sýknaður af morðinu á Olof Palme forsætisráðherra, verði tekið upp aftur. Er búist við, að hæstiréttur Svíþjóðar skeri úr um beiðnina á næstu mánuðum. Meira
10. mars 1998 | Erlendar fréttir | 327 orð

Yfirgefa heimili vegna snjóflóðahættu

YFIR 200 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í Færeyjum vegna snjóflóðahættu og hafa mörg lítil snjóflóð fallið á eyjunum undanfarna daga. Féll eitt þeirra á íbúðarhús en enginn slasaðist. Ástæðan er óvenjumikið fannfergi á eyjunum en það er meira en elstu menn muna. Mest er snjóflóðahættan í Klakksvík og Fuglafirði. Meira
10. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Þrír árekstrar

TILKYNNT var um þrjá árekstra á Öxnadalsheiði til lögreglu á Akureyri síðdegis í gær, en afar slæmt verður var á heiðinni. Ekki urðu slys á fólki í þessu óhöppum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar. Öxnadalsheiði var lokuð síðdegis í gær vegna veðurs, en mjög slæmt verður var á heiðinni, 8 vindstig og mjög blint, þótt ekki væri um mikinn snjó að ræða. Meira
10. mars 1998 | Akureyri og nágrenni | 1014 orð

Þrír komu kaldir til byggða en fimm biðu í snjóhúsi Mikill viðbúnaður var í gær vegna leitar að vélsleðamönnum frá Dalvík. Þrír

ÁTTA félagar úr Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins á Dalvík og Hjálparsveit skáta á Dalvík lentu í miklum hrakningum á leið sinni frá Laugafelli upp af Eyjafirði og til byggða síðastliðinn sunnudag. Þeir lögðu af stað á vélsleðum úr Laugafelli um kl. Meira

Ritstjórnargreinar

10. mars 1998 | Staksteinar | 342 orð

»Einkafjármagn og samgöngur VÍÐA í nágrannalöndum okkar hafa einkaaðilar reist og rekið n

VÍÐA í nágrannalöndum okkar hafa einkaaðilar reist og rekið ný samgöngumannvirki, segir í Viðskiptablaðinu. Brýnt verk Í LEIÐARA Viðskiptablaðsins er fjallað um hugmyndir um fjármögnun Sundabrautar. Þar segir m.a. Meira
10. mars 1998 | Leiðarar | 536 orð

JÁKVÆÐ AFSTAÐA SJÓMANNA

Leiðari JÁKVÆÐ AFSTAÐA SJÓMANNA FTIR nokkra umhugsun hafa fulltrúar sjómannasamtakanna nú lýst jákvæðri afstöðu til þeirra hugmynda, sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra setti fram til lausnar sjómannadeilunni í síðustu viku. Útgerðarmenn hafa lýst andstöðu við lykilþátt þessara hugmynda, þ.e. Meira

Menning

10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 1015 orð

Að deila tilfinningum Danska kvikmyndin "Pusher" þ

Í DAG gefur Háskólabíó út á myndbandi kvikmyndina "Pusher". Hún segir frá eiturlyfjasalanum Frank sem er mjög góður í sínu fagi. Hann lendir hinsvegar í vondum málum þegar Milo, króatískur eiturlyfjakóngur í Kaupmannahöfn, tekur hann á beinið fyrir að skulda sér peninga. Meira
10. mars 1998 | Kvikmyndir | 793 orð

Ameríka og Amistad

Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: David Franzoni. Kvikmyndatökustjóri: Janusz Kaminski. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Anthony Hopkins, Djimon Hounsou, Matthew McConaughey, Nigel Hawthorne, David Paymer, Pete Postlethwaite, Stellan Skarsgård. DreamWorks. 1997. Meira
10. mars 1998 | Menningarlíf | 1103 orð

Áhrif bandarískrar fjöldamenningar ekki jafnmikil og haldið er

MARGIR muna sjálfsagt eftir upphafsatriðinu í kvikmynd Quintins Tarantinos, Pulp Fiction, þar sem John Travolta og Samuel L. Jackson sitja í bíl á leið til fundar við nokkra unglingsstráka sem höfðu stolið dópi og peningum af yfirmanni þeirra. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 596 orð

BÍÓIN Í BORGINNISæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Lofts

Welcome to Sarajevo Enn níðast Serbar á minnimáttar. Myndin oftar þörf áminning um illsku mannskepnunnar en ódýrt drama um jaxla í blaðamannastétt. Seven Years in Tibet Falleg en svolítið yfirborðskennd mynd um andlegt ferðalag hrokagikks sem virkar hressandi fyrir andann. Meira
10. mars 1998 | Leiklist | 362 orð

Blessað barnalán

Höfundar leikhandrits: Howard Lindsay og Russel Crouse. Höfundur söngtexta: Oscar Hammerstein. Höfundur tónlistar: Richard Rodgers. Þýðandi: Flosi Ólafsson. Útsetjandi: Hákon Leifsson. Leikstjóri: Auður Bjarnadóttir. Tónlistar- og hljómsveitarstjórn: Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 147 orð

Cameron fær umbun erfiðisins JAMES Cameron, sem var maðuri

JAMES Cameron, sem var maðurinn bakvið stórmyndina Titanic, hefur verið valinn kvikmyndaleikstjóri ársins 1997 af samtökum leikstjóra í Bandaríkjunum. Verðlaunin þykja sterk vísbending um hvaða leikstjóri hreppir Óskarsverðlaunin sem afhent verða 23. mars næstkomandi. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 81 orð

Carey fær skilnað

SKILNAÐURINN tók stuttan tíma hjá söngkonunni Mariah Carey og framleiðanda Sony Tommy Mottola, að því er New York Post greinir frá. Carey flaug til Dóminíkanska lýðveldisins á fimmtudag, en þar er hægt að verða sér úti um skilnað á fáeinum mínútum. Carey og Mottola gáfu út þá yfirlýsingu í maí að þau væru búin að slíta samvistir eftir nærri fimm ára hjónaband. Meira
10. mars 1998 | Skólar/Menntun | 448 orð

Efla þarf fjarkennsluna hratt

MEÐ nýrri námskrá fækkar bóknámsbrautum í framhaldsskólum en líklega bara að nafninu til," segir Helgi Ómar Bragason, skólameistari í Menntaskólanum á Egilsstöðum. "Fjölbreytt kjörsvið innan brautanna ættu að geta opnað nemendum enn fleiri námsleiðir en nú er. Hugmyndir um kjörsvið virðast hins vegar enn vera lítt mótaðar. Við fyrstu sýn virðast bóknámsbrautirnar sérhæfðari en nú er, t.d. Meira
10. mars 1998 | Skólar/Menntun | 356 orð

Erfiðara að skipta um skoðun

WINCIE Jóhannsdóttir, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, leggur áherslu á að aðalnámskrá skilgreini markmið, aðferðir og hugsunarhátt greina. "Það er ekki alveg ljóst hvað felst í hugtakinu kjörsvið en ég reikna með að nemendur eigi að dýpka þekkingu sína með þeim einingum." Hún nefnir sem dæmi að á félagsfræðibraut verði 30 einingar í kjarna í samfélagsgreinum og 24 á kjörsviði. Meira
10. mars 1998 | Leiklist | 626 orð

Er lífið kona sem kallar?

eftir Frank Wedekind. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Aðstoðarleikstjóri: Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Með helstu hlutverk fara: Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhannes Benediktsson, Hulda Dögg Proppé, Bryndís Nielsen, Helgi Már Jónsson, Ásdís Eckardt, Elva Björk Ragnarsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Björn Hólmsteinsson, Einar Leif Nielsen. Frumsýning 7. mars. Meira
10. mars 1998 | Menningarlíf | 288 orð

Fjórmenningar á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 11. mars kl. 12.30, leika þær Eydís Franzdóttir, óbó og enskt horn; Bryndís Pálsdóttir, fiðla; Herdís Jónsdóttir, víóla; og Bryndís Björgvinsdóttir, selló. Verkin sem flutt verða eru Fantasíukvartett op. Meira
10. mars 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Fjögur borð og gleraugu

STEFÁN Geir Karlsson opnaði sýningu í Galleríi Sævars Karls laugardaginn 8. mars sl. Sýninguna kallar hann Fjögur borð og gleraugu og er þetta í þriðja sinn sem Stefán Geir sýnir í galleríinu. Í fréttatilkynningu segir að verk Stefáns Geirs hafi aldrei verið af smæstu gerð og hafi nokkur þeirra verið nefnd í bókum Guinness, t.d. Meira
10. mars 1998 | Menningarlíf | 126 orð

Freskugerð og markaðssetning í MHÍ

MARKAÐSSETNING myndlistar ­ upplýsingar um myndlistarmarkaðinn og kennsla í gagnagerð er heiti á námskeiði sem haldið verður í fyrirlestrarsal MHÍ í Skipholti 1 og hefst 16. mars. Kennarar og fyrirlesarar eru Halldór B. Meira
10. mars 1998 | Menningarlíf | 85 orð

Gunnhildur Björnsdóttir sýnir í Horninu

NÚ stendur yfir sýning Gunnhildar Björnsdóttur í Galleríi Horninu. Gunnhildur sýnir myndir unnar með blandaðri tækni og ber sýningin yfirskriftina Skammdegi. Gunnhildur stundaði listnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og við MHÍ, Myndlistarakademíuna í Helsinki og við Listaháskólann Valand í Gautaborg. Gunnhildur hefur tekið þátt í samsýningum, m.a. Meira
10. mars 1998 | Tónlist | 480 orð

Hárómantískt píanókvöld

Verk eftir Chopin, Prokofiev, Debussy, Rachmaninoff og Liszt. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó. Listasafni Íslands, sunnudaginn 8. marz kl. 20. ÞRJÚ ár kváðu liðin frá því er Þorsteinn Gauti Sigurðsson hélt síðast einleikstónleika í Listasafni Íslands. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 295 orð

Heiðvirður ásetningur Samsæriskenningin (Conspiracy Theory)

Framleiðandi: Silver Pictures. Leikstjóri: Richard Donner. Handritshöfundur: Bryan Helgeland. Kvikmyndataka: John Schwartzman. Tónlist: Carter Burwell. Aðalhlutverk: Julia Roberts, Mel Gibson og Patrick Stewart. 130 mín. Bandaríkin. Warner Bros./Sam myndbönd. Útgáfud.: 23. febrúar. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 168 orð

IRC-arar gleðjast á Örkinni

ÁRSHÁTÍÐ þegna IRC-rásanna sem bera heitin "appelsína", "jókó" og "iceland18+," var haldin að Hótel Örk fyrir skömmu. Þar skemmti fjöldi fólks sér saman sem hefur það sameiginlega áhugamál að ræðast við á spjallrásum á Alnetinu, ýmist tveir eða fleiri í einu. Þeir sem mættu komu víða að af landinu, m.a. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 420 orð

Leggur áherslu á trúverðugleika

MATS Wibe Lund er landskunnur ljósmyndari sem á áratuga feril að baki. Hann átti lengi vel eigin flugvél og hefur tekið mikið af landslagsmyndum úr lofti. Að hans sögn eru átthagamyndir sívinsælar og enginn skortur á myndefni. Mats hefur í mörg ár verið með stúdíó og vinnuaðstöðu við Laugaveg og þar eru nokkrar af landslagsmyndum hans til sýnis. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 344 orð

Lítið skipulag í æðinu

RAPPTÓNLEIKAR eru um margt frábrugðnir hefðbundum tónleikum; skipulag allt er laust í reipunum og bregður oft útaf og meira er lagt uppúr þátttöku viðstaddra en vill verða þegar rokksveit stendur á sviðinu og baðar sig í aðdáun fjarlægra áheyrenda. Þannig voru tónleikar Fugees í Höllinni sælla minninga og svo var að hluta með tónleika Gravediggaz í Árbænum á laugardag. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 271 orð

Missti forræðið yfir syninum

UNGVERSKA klámdrottningin Ilona Staller öðru nafni Cicciolina hefur misst forræði yfir fimm ára gömlum syni sínum eftir að ítalskur réttur dæmdi hana óhæfa móður. Það var fyrrverandi eiginmaður Cicciolinu, bandaríski myndhöggvarinn Jeff Koons, sem fékk forræðið yfir Ludwig litla. Meira
10. mars 1998 | Menningarlíf | 181 orð

Myndlistarsýning í Kvennasögusafni Íslands

Í KVENNASÖGUSAFNI Íslands er ætlunin að opna nýja sýningu í upphafi hvers mánaðar á verkum íslenskra myndlistarkvenna og er Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) myndlistarkona marsmánaðar. Rúna fæddist í Reykjavík 1926 og stundaði nám við Myndlista­ og handíðaskóla Íslands og Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 89 orð

Noel biðst afsökunar BRESKA sveitin Oasis lauk tónleik

BRESKA sveitin Oasis lauk tónleikaferð sinni um Ástralíu, sem hefur einkennst af illdeilum og vandræðagangi, á því að biðjast afsökunar á lélegum söng. Kveðjutónleikar þeirra voru í borginni Brisbane og mættu aðeins nokkur þúsund áhangendur. Ýfingar voru á milli hljómsveitarmeðlima á tónleikunum og tók þá fljótt af. Meira
10. mars 1998 | Skólar/Menntun | 104 orð

Nýjar bækur ENSK-íslensk stærðfræðiorðask

ENSK-íslensk stærðfræðiorðaskrá er afrakstur 20 ára vinnu sem innt hefur verið af hendi af ritstjórn Orðaskrár Íslenska stærðfræðafélagsins undir forystu Reynis Axelssonar, dósents í stærðfræði við Háskóla Íslands. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 315 orð

Ný mynd með Leonardo DiCaprio

NÝJASTA kvikmynd hjartaknúsarans Leonardo DiCaprio var frumsýnd á dögunum í New York. Þetta er myndin "The Man in the Iron Mask" sem byggð er á sígildri sögu Alexandre Dumas um franskan kóng og tvíburabróður hans en DiCaprio leikur bæði hlutverkin. Með önnur hlutverk fara John Malkovich, Jeremy Irons, Gerard Depardieu og Gabriel Byrne. Meira
10. mars 1998 | Skólar/Menntun | 349 orð

Nýtt skipulag á bóknámsbrautum í framhaldsskólum Hvað hefur meiri sérhæfing bóknámsbrauta í för með sér? Verður stefna nemenda

Hvað hefur meiri sérhæfing bóknámsbrauta í för með sér? Verður stefna nemenda skýrari í námi? Verður erfiðara að skipta um braut? KYNNINGU á nýrri skólastefnu menntamálaráðuneytis hefur verið dreift inn á heimili landsmanna undanfarna daga undir nafninu "Enn betri skóli, Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 94 orð

Seinfelds minnst á kapalstöð

FORSVARSMENN kapalstöðvar í Bandaríkjunum hafa í hyggju að stöðva útsendingar til að minnast Seinfelds. TV Land, sem sýnir gamla þætti og nær til 27,5 milljóna heimila, sendir ekkert út frá 21 til 22 eða á sama tíma og lokaþáttur Seinfeld verður sýndur á NBC-sjónvarpsstöðinni. Á skjánum verður aðeins orðsending þar sem segir að "TV Land" hefjist aftur að þættinum loknum. Meira
10. mars 1998 | Tónlist | 645 orð

Sigurför í aðsigi

Verk eftir Olsson, Pärt, Mörk Karlsen, Hjálmar H. Ragnarsson, Lidholm, Jennefelt og Sandström. Hörður Áskelsson, orgel; Mótettukórinn og Schola cantorum u. stj. Eriks Westbergs. Hallgrímskirkju, sunnudaginn 8. marz kl. 17. SÁ FORDÓMUR sumra að kirkjutónverk séu sízt af öllu skemmtileg og uppörvandi hlustun, brestur sem kunnugt er þegar á Bach. Meira
10. mars 1998 | Skólar/Menntun | 290 orð

Stúdentar sem sleppa sögunni

"ÉG ER ekki viss um að breytingar á bóknámsbrautum séu nemendum að öllu leyti til góðs, nema þá þeim sem við upphaf skólagöngu eru fullvissir um hvað þeir vilja í framtíðinni. Hér er í raun horfið til þess sem var í menntaskólunum gömlu: Fáar námsbrautir í allföstum skorðum með mikilli sérhæfingu, ýmist í tungumálum, samfélagsgreinum eða raungreinum, Meira
10. mars 1998 | Myndlist | 597 orð

SÝN AÐ NORÐAN

Sýning á verkum Óla G. Jóhannsonaar. Opið alla daga á tíma veitingastofunnar. Til 15. mars. Aðgangur 300 krónur. AKSTURINN yfir Hellisheiði bauð upp á fjölþætt tilbrigði eins hrákaldasta skafrennings sem rýnirinn hefur augum litið. Meira
10. mars 1998 | Fólk í fréttum | 181 orð

Tímaritið Time 75 ára

BANDARÍSKA tímaritið Time fagnaði 75 ára afmæli sínu nú fyrir skömmu. Af því tilefni var haldið glæsilegt hóf í Radio City Music Hall í New York, þar sem ýmis fyrirmenni, sem prýtt hafa forsíðu tímaritsins, voru saman komin. Meira
10. mars 1998 | Skólar/Menntun | 358 orð

Togstreita í sýninni á menntamál

Ég er í aðalatriðum hlynntur þeim breytingum sem kynntar hafa verið á bóknámsbrautum, a.m.k. fram að þessu. Stúdentsprófið verður að sumu leyti þyngra og sérhæfðara," segir Aðalsteinn Eiríksson, skólameistari í Kvennaskólanum í Reykjavík. "En fjölgi útgangsleiðum neðar á námsferlinum er engin sérstök hætta fólgin í því. Meira

Umræðan

10. mars 1998 | Aðsent efni | 1099 orð

Af náttúru og ónáttúru

Æ! ENN og aftur hafa fulltrúar lögvernduðu læknavísindanna blásið í herlúðra og sameinast um að ganga milli bols og höfuðs á náttúrulækningum. Hjálækningar, skottulækningar og kukl eru nöfnin sem valin eru öllu því sem ekki hefur hlotið blessun heilbrigðisráðuneytis. Sama ráðuneytis og á dögunum greiddi mér orðalaust skaðabætur vegna slæmra mistaka starfsmanns þess úr lyfjafræðigeiranum. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 882 orð

Af snjóflóðum á fréttastofu Bylgjunnar

SÁ ER línur þessar ritar hlustaði á fréttir Bylgjunnar klukkan 8:00 þriðjudaginn 3. mars s.l. Þar sagði frá mikilli ógn er steðjaði að Vestfirðingum. Ógn þessi var snjóflóð, skelfilega breitt, sem féll á Hvilftarströnd í Önundarfirði, "en svo vel vildi til að enginn var á ferð þegar það féll" (tilv. í umrædda frétt). Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 1171 orð

Athugasemdir við ritstjórnargrein í Morgunblaðinu um kennaramenntun

RITSTJÓRNARGREIN Morgunblaðsins sunnudaginn 1. mars sl. fjallar um menntamál. Ástæðan er að nýlega voru birtar niðurstöður svonefndrar TIMMS-könnunar á námsárangri nemenda í framhaldsskólum í stærðfræði og náttúrufræði. Í lok leiðarans fjallar höfundur um menntun kennara og þörf fyrir umbætur á sviði kennaramenntunar, nánar tiltekið í Kennaraháskóla Íslands. Meira
10. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 552 orð

Faðirvorinu breytt Frá Konráði Eyjólfssyni: Allir foreldrar sem

Allir foreldrar sem kennt hafa börnum sínum Faðirvorið hafa upplifað hversu örðugt það er að samtímis því að barninu er ætlað að læra textann þarf að útskýra fyrir því algjörlega framandi og merkingarlausa notkun á þéringum sem það heyrir hvergi annars staðar og eru þess utan slíkt torf að fjöldi fullorðinna kann þær alls ekki og getur þar af leiðandi ekki útskýrt þær. Meira
10. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Fjölskyldan á völlinn Frá Brynju Kristjánsdóttur: ÞETTA var fyri

ÞETTA var fyrirsögnin á grein í Morgunblaðinu laugardaginn 21. febrúar 1998. Dagsetningin varð mér umhugsunarefni, 21. febrúar 1998, sérstaklega ártalið 1998. Konur komnar með kosningarétt fyrir það löngu að kynslóðinni sem er að vaxa úr grasi í dag dettur ekki í hug að svo hafi ekki alltaf verið. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 465 orð

Frá samkeppni yfir í fákeppni?

Í MORGUNBLÐINU 30. jan. sl. er grein eftir Hjörleif Jakobsson framkvæmdastjóra innanlandssviðs Eimskips hf. þar sem hann telur undirritaða hafa farið með rangt mál í umfjöllun um innheimtu virðisaukaskatts af landflutningum. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 1012 orð

Máttur samhjálpar í dagvist fatlaðra

DVÖL í dagvist fatlaðra er ekki bara hús, ljós og hiti, hún er samfélag skilnings og mannvirðingar, ef vel tekst til. Mannvirðingu fylgir kurteisi, háttvísi og alúð og er sá fjársjóður innan heilbrigðisþjónustunnar sem ekki verður settur á fjárlög og aldrei nægilega metinn og virtur, hún gefur hávaðalaust styrk og kraft þeim er henni mæta. Meira
10. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 333 orð

Samvinna á milli dagmæðra í Kópavogi Frá stjórn dagmæðra í Kópavogi:

ERLA Björg Þorgeirsdóttir ritaði grein í Morgunblaðið 4. febrúar sl. Í greininni þótti okkur vegið að dagmæðrum og viljum því svara fyrir okkur. Í grein sinni segir Erla um dagmæður: "Þjónusta þeirra er mun dýrari en vistun á leikskóla og ef veikindi eru á heimili dagmóður er enga gæslu að hafa. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 576 orð

Skóli fyrir hverja? Samfelldu námi, segir Guðný Bjarnadóttir, er sem sagt lokið hjá 16 ára þroskaheftum unglingi.

HÉR MEÐ lýsi ég eftir góðum framhaldsskólabekk handa Kára syni mínum sem er 16 ára á þessu ári. Kári lýkur námi í Öskjuhlíðarskóla í vor og hvað þá tekur við hjá honum og fjölda annarra þroskaheftra unglinga veit ég ekki á skrifandi stund. 6­8 börnum er tryggt gott námstilboð í Borgarholtsskóla sem er með litla deild fyrir þroskahefta en á þriðja tug unglinga eru þá eftir úti í kuldanum. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 861 orð

Um höfðingjadýrkun

Höfðingjadýrkun rímar ekki alveg við tímann, nútildags hljómar hún eins og einhver grundvallar skekkja Hátt á bergi, hátt á bergi haukur situr, sækir ekki í skjólin; sundlar ei, þótt velji brattan stólinn. Hræðist hvergi, hræðist hvergi! Hans er eðli: einn og sér að fara,ofan, frjáls og kaldur, niður stara. Meira
10. mars 1998 | Bréf til blaðsins | 157 orð

Um staðarval tónlistarhúss Frá Kristni Björnssyni: RÆTT er um st

RÆTT er um stað fyrir tónlistarhús og þá mest nefndir staðir nálægt gamla miðbænum. En þetta er hús sem almenningur mun sækja og ætti því að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, þar sem styst er fyrir sem flesta að sækja það. Þetta mundi spara flestum 4­5 km akstur, dregur því úr umferðaþunga og mengun. Hvar er þá miðsvæði byggðarinnar? Ég held að nú sé það nálægt Elliðaárdalnum, t.d. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 883 orð

Upphaf hitasóttarinnar

UNDIRRITUÐ var á næturvakt Dýraspítalans 9. feb. s.l. þegar ósk barst frá Hestamiðstöðinni Dal um að vitja hests sem líklega væri með hrossasótt, en þó með hita. Þegar þangað kom voru 3 hestar veikir, allir með hita, lystarlitlir og einn með væg hrossasóttareinkenni. Á Íslandi höfum við, fram til þessa, ekki þurft að glíma við smitsjúkdóma í hrossum. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 996 orð

Varnarmáttur alþýðunnar

Í LOK síðasta árs skrifaði ég greinar þar sem vikið var að réttleysi launafólks hér á landi. Eðlilega gerðu samtök atvinnurekenda veikburða tilraun til að vefengja skrif mín en strax og þeim varð ljóst að ekki var hægt að hrekja staðreyndir höfðust þeir ekki frekar að. Það ætti að segja lesendum nokkuð um sannleiksgildi þess sem ég var að segja. Meira
10. mars 1998 | Aðsent efni | 560 orð

Vefjagigt, hvað er það?

VEFJAGIGT (fibromyalgia) er sjúkdómur sem einkennist af stöðugri þreytu, svefntruflunum og langvarandi dreifðum verkjum í stoðkerfi. Verkir og þreyta valda minnkuðu úthaldi og krafti og hafa áhrif á svefn. Orsakir vefjagigtar eru ekki að fullu ljósar en þó er talið að langvarandi álag, líkamlegt eða andlegt, geti komið sjúkdómnum af stað. Meira

Minningargreinar

10. mars 1998 | Minningargreinar | 469 orð

Eyjólfur Sigurðsson

Ekki verður sagt að það hafi komið mér á óvart að frétta andlát frænda míns, svo mjög sem heilsu hans hafði hrakað undanfarin misseri. Einsýnt hafði verið um nokkurt skeið að hverju stefndi. Dauðinn hefur því komið til hans sem líknandi vinur og leyst hann úr viðjum þess sjúkdóms sem ekki var læknanlegur. Hann Eyfi var okkur mjög nákominn frændi. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 101 orð

EYJÓLFUR SIGURÐSSON

EYJÓLFUR SIGURÐSSON Eyjólfur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1919. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Eyjólfsson og Þorbjörg Vigfúsdóttir, en frá tveggja ára aldri ólst hann upp á Kolslæk í Borgarfirði hjá Andrési Vigfússyni og Höllu Jónsdóttur. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 468 orð

Guðrún Jónsdóttir Björnson

Látin er í Minneapolis Guðrún Jónsdóttir Björnson, stórvinkona mín og mágkona. Andlát hennar kom ættingjum og vinum ekki á óvart, því hún var búin að heyja langt og erfitt sjúkdómsstríð. Við hljótum því að gleðjast yfir því, að þrautum hennar er nú lokið, en eftir lifa miklar og góðar endurminningar um merka konu og einstaklega rausnarlega og góða manneskju. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 205 orð

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BJÖRNSON

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BJÖRNSON Guðrún Jónsdóttir Björnson fæddist á Ísafirði 18. október 1915. Hún andaðist á heimili sínu í Minneapolis í Minnesota 6. mars síðstliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Hróbjartsson, barnakennari á Ísafirði, og kona hans, Rannveig Samúelsdóttir. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 411 orð

Karl Magnússon

Við kveðjum í dag kæran vin til margra ára, Karl Magnússon. Karl var af Skaftfellskum ættum og hafði flesta þá kosti, sem við kunnum vel að meta hjá góðum Skaftfellingum. Það má segja að bæði erfðaeinkenni og góðar uppeldisaðstæður hafi endurspeglast í hans prúða fasi og dugnaði í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 633 orð

Karl Magnússon

Mig langar fyrir hönd fjölskyldu minnar að minnast Karls Magnússonar sem ég hef þekkt frá minni fyrstu tíð. Þegar samferðafólk okkar hverfur og safnast til feðra sinna fer ætíð svo að ákveðið brot af sjálfum okkur sem eftir stöndum hverfur með. Alveg frá mínum fyrstu æskuminningum minnist ég þessa sterka, trausta nágranna míns í næsta húsi við mitt æskuheimili á Rauðalæknum. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 32 orð

KARL MAGNÚSSON

KARL MAGNÚSSON Karl Magnússon fæddist í Vík í Mýrdal 25. september 1924. Hann andaðist á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags 24. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 3. mars. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 247 orð

Kjartan Sveinsson

Þegar ég byrjaði að starfa hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur árið 1950, var Kjartan Sveinsson einn af fyrstu félagsmönnunum sem ég kynntist. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og minnist ég þess að á fundum þurfti hann oft að tjá hug sinn um hvað honum fannst margir fara illa með landið. Kjartan vann lengst hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 201 orð

Kjartan Sveinsson

"Fordæmi er ekki einhver besta leiðin til að hafa áhrif á aðra. Það er eina leiðin." (A. Schweitzer) Kjartan Sveinsson var svipsterkur maður með mikla nærveru. Röddin hljómmikil, augun glettin og handtakið traust. Hann var aðsópsmikill, greindur, listrænn og skemmtilegur. Höfðingi í hátt og lund og höfðingi heim að sækja. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 209 orð

Kjartan Sveinsson

Kjartan Sveinsson skógræktarfrömuður er látinn. Þar féll mikil eik sem í hálfa öld hefur skýlt nýgræðingi í Elliðaárhólmum og verið vernd fyrsta útivistarskógi hér inni í byggðinni. Við Kjartan störfuðum saman að skógræktarmálum í Reykjavík í marga áratugi og saman í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur í tvo. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 97 orð

Kjartan Sveinsson

Okkur er í huga tómleiki og mikill söknuður eftir að við fréttum að Kjartan okkar uppáhaldsfrændi og góður vinur hefði fallið frá. Kjartan var ljúfmenni og þrátt fyrir að veikindi hafa hrjáð hann var stutt í gamansemina. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 33 orð

KJARTAN SVEINSSON

KJARTAN SVEINSSON Kjartan Sveinsson var fæddur á Ásum í Skaftártungu 30. janúar 1913. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 3. mars. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 733 orð

Pálmi Friðriksson

Ljúfur drengur, sem gott var að kynnast, er genginn. Það var vor í lofti og hlýr andblær strauk kinn unga mannsins, þegar hann steig inn í bílinn sinn á hlaðinu á Svaðastöðum. Hann var nítján ára, hraustur og duglegur. Hafði alist upp í hinu gamla en þægilega sveitasamfélagi svo sem margir forfeður hans frá ómunatíð. Lífið brosti við og tækifærin biðu; aðeins þurfti að velja og hafna. Meira
10. mars 1998 | Minningargreinar | 29 orð

PÁLMI FRIÐRIKSSON

PÁLMI FRIÐRIKSSON Pálmi Friðriksson fæddist á Svaðastöðum í Skagafirði 21. desember 1943. Hann lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga 8. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 17. janúar. Meira

Viðskipti

10. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 255 orð

516 milljóna króna hagnaður hjá Granda hf.

HAGNAÐUR Granda hf. og dótturfélags hans, Faxamjöls hf., nam 516 milljónum króna á árinu 1997, en árið 1996 var hagnaður félagsins 180 milljónir króna. Hagnaðurinn er rúmlega 13% af veltu, en var tæplega 5% árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 3.914 milljónum kr. og er það um 2% aukning frá árinu áður. Rekstrargjöldin námu 3.044 milljónum króna og höfðu minnkað um 4%. Meira
10. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Bréf í Compaq falla í verði

HLUTABRÉF í Compaq, umsvifamesta framleiðanda einkatölva í heiminum, féllu í verði í gær. Fyrirtækið hefur varað við því að það muni koma slétt út á fyrsta ársfjórðungi, en í Wall Street hafði verið búizt við hagnaði. Meira
10. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 208 orð

»Evrópsk hækkun aðdæmi Dow vísitölunnar

LOKAGENGI evrópskra hlutabréfa hækkaði í gær um leið og lát varð á lækkunum bandarískum hlutabréfamarkaði, Hækkanir tóku við vestra þegar þeirri skoðun jókst fylgi að lækkun á gengi bandarískra hlutabréfa hefði gengið of langt. Útkoman í Evrópu var bezt í Frankfurt, þar sem Xetra DAX vísitalan mældist á nýju meti, 4838,70 punktum, þótt lokagengi yrði lægra. Meira
10. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Hærra verð á dönsku atvinnuhúsnæði

VERÐ á atvinnuhúsnæði í Kaupmannahöfn hækkaði um 11% í fyrra og búast má við frekari verðhækkunum vegna vaxtalækkunar og áframhaldandi hagvaxtar að sögn fasteignafyrirtækisins Sadolin & Albæk. Í skýrslu frá fyrirtækinu segir að verð atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu sé lægra en þegar það var hæst 1989, Meira
10. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 992 orð

Nauðsynlegur sparnaður eða of stór eining?

STJÓRNENDUR fjármálafyrirtækja skiptast í tvö horn í afstöðunni til hugmynda um sameiningu Landsbanka Íslands hf. og Íslandsbanka hf., hugmynda sem Kjartan Gunnarsson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, setti fram á ársfundi bankans á föstudag. Meira
10. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 1279 orð

Skjótari ávinningur með sameiningu við Íslandsbanka

FRÁFARANDI formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, Kjartan Gunnarsson, fjallaði um nauðsyn hagræðingar í bankakerfinu með samruna banka í ræðu sinni á síðasta ársfundi sem Landsbankinn hélt sem ríkisviðskiptabanki. Hann ræddi um hlutverk Landsbankans í þeirri þróun og þá kosti sem að hans mati eru fyrir hendi. Meira
10. mars 1998 | Viðskiptafréttir | 382 orð

Undirbúa málarekstur hjá ESA í Brussel

Samtök verslunarinnar ­ Félag íslenskra stórkaupmanna hyggjast senda Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel nýja kæru vegna álagningar vörugjalda hérlendis sem þau telja að eigi ekki rétt á sér. Þá standa þau fyrir málarekstri í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hið opinbera er krafið um endurgreiðslu oftekinna vörugjalda sem nemur álögðum vörugjöldum á 25% heildsöluálag. Meira

Daglegt líf

10. mars 1998 | Neytendur | 290 orð

Bónus eignast hlut í Mjólkursamlagi Norðfirðinga

FYRIR skömmu var hlutafé í Mjólkursamlagi Norðfirðinga aukið um 10 milljónir. Bónus keypti 40% hlutafjárins en síðan voru það ýmsir á Neskaupstað sem keyptu hlut í samlaginu. "Stjórn Mjólkursamlags Norðfirðinga sótti um úreldingu og í framhaldi af því barst okkur kauptilboð frá Kaupfélagi Héraðsbúa," segir Magnús Jóhannsson, stjórnarmaður í Mjólkursamlagi Norðfirðinga. Meira
10. mars 1998 | Neytendur | 114 orð

Gerlaus brauð

MYLLAN-Brauð hf. hefur um skeið framleitt gerlaust brauð sem hefur verið selt í brauðbúðum Myllunnar. Framvegis mun það fást innpakkað í helstu stórmörkuðum. Í fréttatilkynningu frá Myllunni segir að um sé að ræða gróft brauð sem innihaldi m.a. hveitiklíð, hörfræ og sólkjarnafræ. Brauðið fær lyftingu með lyftidufti og hentar það því þeim sem eru með geróþol. Meira
10. mars 1998 | Neytendur | 222 orð

Nýir markaðir að skapast

FRANSKT íslenskt eldhús hf. á Akranesi kynnti í vikunni stefnu fyrirtækisins vegna nýrra markaðstækifæra og breyttra aðstæðna á markaði unninna fiskafurða. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í framleiðslu tilbúinna frosinna rétta, sem matreiddir eru úr íslensku hráefni, en að frönskum hætti. Meira

Fastir þættir

10. mars 1998 | Fastir þættir | 96 orð

Aðgát við heyflutninga

ÖLL áhersla af hálfu yfirdýralæknisembættisins og dýralækna er lögð á að hitasóttin breiðist ekki frekar út en orðið er. Hefur Halldór Runólfsson yfirdýralæknir af þeim sökum beint þeim tilmælum til heyflutningsmanna að þeir fari ekki inn á sýktu svæðin heldur losi heyið í útjaðri hesthúsahverfa og hestamenn sjái sjálfir um að flytja tugguna síðasta spottann. Meira
10. mars 1998 | Dagbók | 3243 orð

APÓTEK

»»» Meira
10. mars 1998 | Í dag | 37 orð

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. mars, verður níræð

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. mars, verður níræð Ásdís María Þórðardóttir frá Uppsölum í Seyðisfirði, Norður-Ísafjarðarsýslu, nú til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Ásdís tekur á móti gestum laugardaginn 14. mars í kaffistofu Sementsverksmiðjunnar frá kl. 14. Meira
10. mars 1998 | Í dag | 47 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðju

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. mars, er áttræður Sigurður Siggeirsson, Hamraborg 30, Kópavogi, áður bóndi á Læk í Ölfusi. Hann dvelur á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. ULLBRÚÐKAUP. Meira
10. mars 1998 | Í dag | 365 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10­14. Léttur málsverður. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10­12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30­16 mömmufundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11­12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Meira
10. mars 1998 | Fastir þættir | 107 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 8. mars 1998 var spilaður eins kvölds Mitchell- tvímenningur. 14 pör spiluðu 7 umferðir, 4 spil á milli para. Meðalskor var 168 og röð efstu para varð eftirfarandi: N/S Jóhann Magnússon ­ Kristinn Karlsson199 Elías Ingimarss. ­ Unnar A. Guðmundss.187 Halldór Þorvaldss. ­ Baldur Bjartmarss. 178 Halldóra Magnúsd. ­ Aðalst. Meira
10. mars 1998 | Fastir þættir | 214 orð

Einn bær bættist við á laugardag

"ÉG GET ekki séð að búið sé að stöðva útbreiðslu hitasóttarinnar," sagði Páll Stefánsson dýralæknir á Selfossi í samtali við Morgunblaðið. Á laugardag veiktist hestur í Kjarnholtum í Biskupstungum og þá hefur veikin verið að breiðast út um hesthúsahverfið á Selfossi. Meira
10. mars 1998 | Í dag | -1 orð

KVÖRÐUN sú að taka innréttingarnar úr verslun Egils Jacobse

KVÖRÐUN sú að taka innréttingarnar úr verslun Egils Jacobsen niður og gefa þær Árbæjarsafni veldur Víkverja dagsins vonbrigðum. Víkverji fyllir flokk þeirra sem er annt um gömul hús og húsmuni og hann er þeirrar skoðunar að hvorugt sé safngripur, heldur hluti af því umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Meira
10. mars 1998 | Í dag | 167 orð

Niður með rimlana Í SAMBANDI við minnismerkið s

Í SAMBANDI við minnismerkið sem reisa á til minningar um Eyvind og Höllu á Hveravöllum finnst mér að rimlarnir séu ekki viðeigandi þar sem þau brutu af sér alla hlekki þegar reynt var að koma böndum á þau. Mér finnst að með því að hafa þessa lokuðu fangelsisrimla sé á einhvern hátt búið að koma böndum yfir þau og legg til að rimlarnir verði brotnir niður að minnsta kosti til hálfs. Meira
10. mars 1998 | Dagbók | 662 orð

Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss

Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Francesca S. fór í gær til Reykjavíkur. Fréttir Kattholt. Flóamarkaðurinn opinn þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14­17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Opið þriðjudaga kl. 17­18 í Hamraborg 7, 2. hæð (Álfhól). Meira
10. mars 1998 | Fastir þættir | 851 orð

Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistari

Seinni hluti 7.­9. nóvember. TR sigrar í Íslandsflugsdeildinni Taflfélag Reykjavíkur sigraði af miklu öryggi í Íslandsflugsdeildinni, sem er efsta deildin í deildakeppni Skáksambands Íslands. Síðustu þrjár umferðirnar voru tefldar um helgina. TR hafði tryggt sér örugga forystu eftir fyrri hlutann í haust. Meira
10. mars 1998 | Fastir þættir | 700 orð

Tímafrekt og flókið að finna óþekktar veirur

"ÉG HELD að flestir eða allir dýralæknar hefðu greint þessa veiki á svipaðan hátt og þeir dýralæknar sem greindu veikina sem meltingarslen í upphafi," segir Vilhjálmur Svansson, héraðsdýralæknir á Hofsósi, en hann er doktor í veirufræði og af ýmsum talinn sá dýralæknir hér á landi sem besta menntun hefur á sviði veirufræði. Meira
10. mars 1998 | Fastir þættir | 345 orð

Útflutningsbannið fer fljótlega að skaða markaðinn

"ÞETTA er óvænt vetrarfrí en ekki þó að sama skapi kærkomið," sagði Gunnar Arnarsson hrossaútflytjandi. Útflutningsbann hefur verið í gildi frá 21. febrúar og taldi Gunnar að ef allt hefði verið með felldu hefðu á þessum 17 dögum líklega verið send úr landi hátt í tvöhundruð hross. Meira

Íþróttir

10. mars 1998 | Íþróttir | 210 orð

Auðvelt hjá KR

Auðvelt hjá KR KR-ingar sóttu Þórsara heim á Akureyri um helgina og fóru með auðveldan sigur af hólmi, 115:85. Þrátt fyrir tapið er ljóst að Þór heldur sér í deildinni þar sem ÍR-ingar töpuðu viðureign sinni en þessi lið hafa vermt neðstu sæti deildarinnar mikinn hluta tímabilsins og háð þar harða baráttu við að halda s Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 255 orð

Áhugaleysið algjört

Leikur Skagamanna og ÍR-inga, sem ÍA vann 72:66, var tíðindalítill og afspyrnu lélegur. Lengst af var sem menn biðu eingöngu eftir því að leiktíminn liði svo hægt væri að komast í sturtu. Misheppnaðar sendingar og ámóta hlutir var það eina sem nóg var af. Heimamenn höfðu forystu allan leikinn en munurinn varð aldrei meiri en 13 stig. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 167 orð

Ármenningar sigursælir

Ármenningar voru sigursælir í bikarmóti Skíðasambands Íslands í svigi sem fram fór í Bláfjöllum á laugardaginn. Haukur Arnórsson sigraði með yfirburðum í karlaflokki og Helga Björk Árnadóttir í kvennaflokki, en þau eru bæði úr Ármanni. Haukur var tæplega fjórum sekúndum á undan Arnari Gauta Reynissyni úr ÍR sem varð annar. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 295 orð

Best og efnilegust

VAL á bestu og efnilegustu leikmönnum 1. deildar karla og kvenna í blaki var kunngjört í lokahófi BLÍ á laugardagskvöldið og eru viðkomandi á myndinni að ofan; frá vinstri: Matthías Haraldsson, Þrótti N., sá efnilegasti í 1. deild karla, Dagbjört Víglundsdóttir, ÍS, best í 1. deild kvenna, Jóhanna Gunnarsdóttir, Völsungi, sú efnilegasta og Emil Gunnarsson, Stjörnunni, besti leikmaður 1. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 151 orð

Bikarmót SKÍ í Bláfjöllum Svig karla: Haukur Arnórsson, Árm.1.18,84 Arnar Gauti Reynisson, ÍR1.22,69 Pálmar Pétursson,

Bikarmót SKÍ í Bláfjöllum Svig karla: Haukur Arnórsson, Árm.1.18,84 Arnar Gauti Reynisson, ÍR1.22,69 Pálmar Pétursson, Árm1.23,08 Sveinbjörn Sveinbjörnss. Árm1.23,25 Ingvi Geir Ómarsson, Árm1.23,99 Svig kvenna: Helga Björk Árnadóttir, Árm1.28,38 Lilja Rut Kristjánsdóttir, KR1. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 36 orð

Brostu þrátt fyrir tapÞRÁTT

Brostu þrátt fyrir tapÞRÁTT fyrir slakan dag og tap gegn KR gátu leikmenn Þórs brosað, eftir að þeir heyrðu að ÍR hafði tapað. ÍR fellur því í 1. deild en Þór heldur sæti sínu í úrvalsdeildinni. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 520 orð

DAVID Coulthard, sem er Skot

DAVID Coulthard, sem er Skoti, olli breskum kappakstursáhugamönnum vonbrigðum í Melbourne. Með því að hleypa Mika Häkkinen fram úr sér gaf hann ekki einungis frá sér sigur annað árið í röð og sinn fjórða í 59 mótum. Einnig brustu með því vonir Breta um fimmta breska sigurinn í röð í Ástralíu. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 284 orð

Dortmund kjöldregið

Evrópumeistarar Borussia Dortmund voru teknir í kennslustund af 1860 M¨unchen um helgina í þýsku 1. deildinni. M¨unhenarliðið er að berjast við að halda sæti sínu í deildinni og er útlitið ekkert allt of bjart. Leikmenn þess byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 4:0 eftir 25 mínútur og eftir það var fátt annað fyrir Evrópumeistarana að gera en reyna að klóra í bakkann. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 529 orð

Egyptar skutu Ísland í kaf

ÍSLENSKA landsliðið lék sinn versta leik í langan tíma er það beið lægri hlut fyrir Egyptum í þriðja og síðasta leik sínum á alþjóðlega Olís-mótinu á sunnudaginn, lokatölur 31:22. Þar með urðu Egyptar sigurvegarar á mótinu, unnu tvo leiki og töpuðu einum rétt eins og Íslendingar sem höfnuðu í öðru sæti. Ísrael varð í þriðja sæti og Portúgalir ráku lestina. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 373 orð

Enn heimsmet: 4,48 m

Heimsmetið í stangarstökki kvenna innanhúss var enn og aftur bætt á móti í Sindelfingen í Þýskalandi á sunnudaginn, þegar Stacy Dragila frá Bandaríkjunum og tékkneska stúlkan Daniela Bartova fóru báðar yfir 4,48. Bartova hafði stokkið 4,46 m á móti í Þýskalandi á föstudaginn, sem þá var heimsmet. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 373 orð

Fyrirliðinn upptekinn GEIR Sve

GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, lék aðeins með í fyrsta leik Íslands í mótinu, meiddist þá lítillega í fyrri hálfeik og kom ekki meira við sögu. Geir horfði á annan leikinn og ætlaði að fylgjst með þeim síðasta en var fenginn til að afhenda Íslandsmeisturum 5. flokks verðlaun í Víkinni og missti fyrir af fyrri hálfleiknum. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 476 orð

FYRIRMYNDIR »Nei, takk! Ég held meðíslenska landsliðinugegn eiturlyfju

Íslenskir afreksmenn í íþróttum eru fyrirmyndir þeirra sem skemmra eru á veg komnir; unga fólksins sem er að stíga fyrstu skrefin í fjölmörgum íþróttaskólum landsins, þeirra sem eru að byrja að keppa fyrir alvöru og einnig hinna sem lengra eru komnir en teljast ef til vill ekki til afreksmanna á hæsta stalli. Allir geta litið upp til afreksfólksins og sagt: þetta get ég líka. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 134 orð

Gaman aðvinna stórtí Höllinni

SPÁNVERJINN Javier Garcia Cuesta, þjálfari Egyptalands, var að vonum ánægður með að bursta Íslendinga. "Það er alltaf gaman að vinna og ekki sakar að vinna stórt hér í Laugardalshöll," sagði Questa eftir leikinn. "Fyrsti leikur okkar var allt í lagi en í öðrum leiknum [við Portúgal] lékum við eins og viðvaningar, markvarslan var engin og við gerðum aragrúa af mistökum um allan völl. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 1115 orð

Grikkland AIK - Paniliakos1:2 Veria - Panahaiki Patras

AIK - Paniliakos1:2 Veria - Panahaiki Patras0:0 Iraklis Salonika - PAOK Salonika2:3 Panathinaikos - OFI Iraklion6:2 Ionikos - Xanthi1:0 Kalamata - Olympiakos0:4 Athinaikos - Panionios3:0 Ethnikos Piraeus - Apollon2:0 Kavala - Proodeftiki0:2 Staðan: Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 343 orð

Gró./KR-Haukar25:22

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna - 20. umferð, laugardaginn 7. mars 1998. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 6:4, 10:8, 10:12, 13:12, 14:12, 16:14, 16:16, 18:16, 19:18, 21:18, 23:20, 23:22, 25:22. Mörk Gróttu/KR: Ágústa Edda Björnsdóttir 7, Edda Kristinsdóttir 6/6, Helga Ormsdóttir 4, G. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 238 orð

Haukar grimmari í fráköstunum

Haukar heimsóttu stóra bróður í Reykjavík, Val, í næstsíðustu umferð DHL-deildarinnar í körfuknattleik á sunnudaginn. Warren Peebles, leikmaður Vals, gerði fyrstu fimm stig leiksins á fyrstu 17 sekúndunum en eftir það fór að halla undan fæti hjá Val og Haukar sigruðu 103:93. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 623 orð

Hvað leggur landsliðsþjálfarinnJÓN KR. GÍSLASONaðaláherslu á í næstu framíð?Beðið stóra miðherjans

JÓN Kr. Gíslason var mjög fengsæll sem leikmaður og síðar þjálfari Keflavíkurliðsins í körfuknattleik. Nú er hann við stjórnvölinn hjá landsliðinu, er að gera góða hluti og segist bjartsýnn. Jón Kr. er ánægður með mannskapinn sem hann er með í höndunum, en segir íslenska liðið þó sárlega vanta stóran miðherja. Aðrar stöður séu hins vegar mjög vel skipaðar. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 21 orð

Í kvöld Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Keflavík:Keflavík - Grindavík20

Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Keflavík:Keflavík - Grindavík20 Blak Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit: 1. umferð: Hagaskóli:ÍS - Þróttur N.19.30 Víkin:Víkingur - Völsungur19. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 92 orð

ÍSHOKKÍ Jafnt gegn Ísrael ÍSLE

ÍSLENSKA unglingalandsliðið í íshokkí, skipað leikmönnum 18 ára og yngri hafnaði í sjöunda sæti af átta þjóðum í D-riðli á Evrópumeistaramótinu sem lauk í Luxemborg á sunnudaginn. Í tveimur síðustu leikjum sínum gerði liðið jafntefli við Ísrael, 4:4, en tapaði fyrir Búlgaríu 9:2. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 336 orð

Ísland gegn Saudi-Arabíu í Frakklandi?

Íslendingar leika að öllum líkindum vináttulandsleik í knattspyrnu við Saudi-Araba í Frakklandi þriðjudaginn 12. maí í sumar. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtalið við Morgunblaðið í gærkvöld að allt benti til að af leiknum gæti orðið, en samningar þess efnis eru á lokastigi. Saudi-Arabar eru að búa sig undir úrslitakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Frakklandi 10. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 553 orð

Ísland - Ísrael29:26

Laugardalshöll; Alþjóðlega Olís-mótið í handknattleik laugardaginn 7. mars 1998. Gangur leiksins: 0:3, 3:3, 6:7, 9.11, 12:11, 13:13, 13:14, 16:14, 18:15, 22:18, 25:21, 27:23, 29:26. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 58 orð

Íslandsmótið

KARLAR Stjarnan - KA3:0 15-12, 15-10, 15-6) Þróttur - Þróttur N.3:0 (15-13, 15-13, 15-3) Stjarnan - KA0:3 (7-15, 12-15, 8-15) Þróttur R. - Þróttur N. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 401 orð

ÍSLENSKU handknattleiksdómar

ÍSLENSKU handknattleiksdómararnir Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson hafa fengið boð um að dæma síðari leik Brodomerkur Split frá Króatíu og Kiel í undanúrslitum EHF-keppni karla en leikurinn fer fram í Króatíu. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 406 orð

Jordan mættur

ÞAÐ biðu margir spenntir eftir að sjá nýja erlenda leikmanninn hjá Grindavík. Walsh Jordan heitir kappinn og mætti til leiks illa sofinn og þreyttur eftir langt flug, enda lenti vél hans á sunnudagsmorguninn. Það er þó ljóst að þarna er á ferðinn mjög snöggur leikmaður, hann spilaði góða vörn lengstum en var með afleita skotnýtingu eins og reyndar flestir leikmanna beggja liða. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 648 orð

"Kóngurinn" og "Úlfarnir" stefna á Wembley

NEWCASTLE United þykir nú líklegast til að lyfta bikar enska knattspyrnusambandsins á Wembley í vor eftir að hafa lagt baráttuglaða Barnsley-menn í fjórðungsúrslitum á sunnudag. Félagið lék síðast í undanúrslitum keppninnar árið 1974 og knattspyrnustjórinn, Kenny Dalglish, oft nefndur "Kóngurinn", er farinn að brosa á ný eftir að hafa verið fölur og fár síðustu vikurnar. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 388 orð

Kristinn æfir í Noregi fyrir lokamótið

KRISTINN Björnsson skíðakappi frá Ólafsfirði er nú í Lillehammer í Noregi þar sem hann er við æfingar fram að lokamóti heimsbikarkeppninnar í svigi sem fram fer í Crans Montana í Sviss á sunnudaginn. Í lokamótinu á sunnudag fá aðeins 30 stigaefstu í hverri grein að vera með. Samkvæmt nýjasta ráslista heimsbikarsins verður Kristinn með rásnúmer 16 í Crans Montana á sunnudag. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | -1 orð

Kærkominn sigur

Kærkominn sigur Fæstir Borgnesingar áttu von á jöfnum leik er Skallagrímur mætti Keflavík í Borgarnesi. En leikurinn er einn sá besti sem heimamenn hafa sýnt í langan tíma. Keflvíkingar skoruðu fyrstu stigin en heimamenn börðust vel og höfðu forystu í hálfleik. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 545 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Jordan gerði 42 stig

Michael Jordan mætti með félögum sínum í Chicago Bulls í Madison Square Garden í New York í NBA-deildinni í fyrri nótt þar sem Bulls vann Knicks 102:89. Það sem helst vakti athygli í leiknum var að Jordan mætti í gömlu "Air Jordan"-skónum sínum sem hann notaði á fyrsta keppnistímabili sínu í deildinni, veturinn 1984-85. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 594 orð

Lazio nálgast Juventus hratt

LEIKMENN Lazio eru heldur betur á sigurbraut þessa dagana og nálgast efsta lið deildarinnar, Juventus, hröðum skrefum á sama tíma og Internazionale virðist vera að gefa eftir. Lazio lagði félaga sína í Rómaborg, liðsmenn Roma, 2:0 á ólympíuleikvanginum á sunnudag. Þetta var átjándi leikur liðsins í röð án taps og fjórði sigurinn á Roma í röð. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 362 orð

Múrarinn sat heima en fagnaði tvöföldum sigri

Múrarinn snjalli, Hermann Maier frá Austurríki, sigraði á laugardaginn í heildarstigakeppni alpagreina á skíðum og varð því heimsbikarmeistari. Maier keppti þó ekki í bruninu eða risasviginu í Kvitfjell í Noregi um helgina. Hann sat í hægindastól heima í Flacau og fylgdist með keppninni í sjónvarpi. Hann hefur kvartað undan eymslum í baki að undanförnu og að læknisráði sat hann heima. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 236 orð

NEVIO Scala, þjálfari Evrópumeistara

NEVIO Scala, þjálfari Evrópumeistara Dortmund, var nánast orðlaus eftir tap liðsins, 4:2 fyrir 1860 M¨unchen, en staðan var 4:0 eftir tuttugu og fimm mínútur. "Ég hef aldrei séð aðra eins útreið á fyrstu tuttugu og fimm mínútunum í knattspyrnuleik á öllum mínum ferli," sagði Scala. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 148 orð

Norðurljósamótið í skvassiRagn

SKANDINAVÍSKIR skvassspilarar voru sigursælir á Norðurljósamótinu sem fram fór í Veggsporti við Gullinbrú um helgina, en mótið var nú haldið í fjórða sinn og tókst vel. Þrír íslenskir spilarar komust áfram eftir fyrstu umferð. Það voru Kim Magnús Nielsen sem vann Marius Kjeldahl frá Noregi, Magnús Helgason sem lagði Norðmanninn John Garner og Jökull Jörgensen eftir sigur á Hilmari Hilmarssyni. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 344 orð

Ogrizovic hélt andlitinu...

Þegar Steve Ogrizovic, hinn gamalreyndi markvörður Coventry City, færði Petr Katchouro, sóknarmanni Sheffield United, dauðafæri á silfurfati, á lokasekúndum leiks liðanna í bikarkeppni enska knattspyrnusambandsins á laugardag, héldu margir að 1. deildar liðið væri á leið í undanúrslit. Hik kom hins vegar Katchouro og Ogrizovic komst á undraverðan hátt fyrir skotið. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 95 orð

Reykjavíkurmótið hafið

Sigurður Hallvarðsson úr Þrótti skoraði fyrsta mark Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu sem hófst á laugardaginn og reyndist það eina mark leiks Þróttar og Fylkis. Þá gerðu Valur og KR 1:1 jafntefli og Fram og Víkingur sömuleiðis jafntefli, 0:0. Léttir vann Leikni 5:4 og þá áttu KSÁÁ og ÍR að mætast á laugardaginn en liðsmenn KSÁÁ mættu ekki til leiks. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 498 orð

Rivaldo var allt í öllu

Brasilíumaðurinn Rivaldo lagði upp tvö af þremur mörkum Barcelona í 3:0 sigri á erkifjendunum í Real Madríd á Nou Camp. Þar með hefur Barcelona náð fimm stiga forskoti í Madrídarliðið. Leikurinn þótti hin besta skemmtun líkt og fyrri viðureign þessara stórliða fyrr á leiktíðinni. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 845 orð

Silfurflaugar McLaren stungu af í Melbourne

FINNINN Mika Häkkinen komst við er hann stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins eftir fyrsta formúla-1 kappakstur ársins á sunnudag í Melbourne í Ástralíu. Hann tók forystu strax við rásmarkið og virtist lengi vel ætla að fara með öruggan sigur af hólmi, en forystan gufaði upp er hann ók fyrir misskilning inn á bílskúrasvæðin á 36. hring af 58. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 304 orð

Sjötta tap meist-aranna í deildinni

ÞEGAR Manchester United varð Englandsmeistari í fyrra tapaði liðið einungis fimm úrvalsdeildarleikjum ­ tapið gegn Sheffield Wednesday á laugardag var það sjötta á þessari leiktíð. Lítil ástæða er þó fyrir Alex Ferguson og menn hans að örvænta því meistararnir hafa níu stiga forskot á Liverpool og ellefu stig skilja þá frá Arsenal og Blackburn, sem að vísu eiga leiki til góða. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 591 orð

Stjarnan sigraði ídeildarkeppninni

LÍNUR eru farnar að skýrast í 1. deild kvenna eftir að næstsíðasta umferð deildarinnar fór fram um helgina. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar en ljóst er að Stjörnustúlkur munu leika við Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og líklegt að Haukar fái Eyjastúlkur í heimsókn. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 631 orð

Valur - Haukar93:103

Valsheimil, úrvalsdeildin í körfuknattleik, DHL-deildin ­ 21. og næst síðasta umferð, sunnudaginn 8. mars 1998. Gangur leiksins: 5:0, 11:9, 19:14, 26:26, 36:40, 45:49, 45:60, 49:64, 53:64, 56:78, 72:85, 77:94, 89:101, 93:103. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 512 orð

"Vorum lélegir"

Eftir leikinn gegn Ísrael, þar sem ákveðið einbeitingarleysi gerði vart við sig, var það von mín að menn myndu ná sér betur á strik í dag, en því miður tókst það ekki," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir níu marka tap fyrir Egyptum, 31:22. "Vissulega setti það strik í reikninginn hversu mörg dauðafæri okkar voru varin, einkum í síðari hálfleik. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 486 orð

Þingeyingar langsterkastir

Bikarglíma Íslands fór fram á Laugum í Þingeyjarsýslu á laugardaginn. Kaupendur slá hver annan út í tveimur til þremur viðureignum á leið sinni til úrslita. Keppt var um fimm titla bikarmeistara og af þeim hirtu heimamenn Þingeyinga bróðurpartinn eða fjóra. Sífellt bætast nýir glímumenn og -konur í glímuhóp Þingeyinga, sem er ekki fjölmennur en afar sterkur. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 264 orð

Þýðingarmikið hjá UMFN

Baráttan var aftur til staðar og það var fyrst og fremst góður varnarleikur sem færði okkur þennan sigur. Við náðum að leika vel í upphafi og síðan aftur í síðari hálfleik og það réð úrslitum," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir að lið hans hafði unnið sannfærandi og þýðingarmikinn sigur á Ísfirðingum, 93:74, í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 238 orð

(fyrirsögn vantar)

Heimsbikarinn Brun karla: Kvitfjell, Noregi: 1.Nicolas Burtin (Frakkl.)1.44,07 2.Werner Perathoner (Ítalíu)1.44,18 3.Josef Strobl (Austurr.)1.44,29 Lasse Kjus (Noregi)1.44,29 5.Didier Cuche (Sviss)1. Meira
10. mars 1998 | Íþróttir | 87 orð

(fyrirsögn vantar)

Adidas mótið Meistaraflokkur karla: 1. Guðmundur StephensenVíkingi 2. Kjartan BriemKR 3.-4. Markús ÁrnasonVíkingi 3.-4. Adam harðarsonVíkingi Meistaraflokkur kvenna: 1. Lilja Rós JóhannesdóttirVíkingi 2. Ingibjörg ÁrnadóttirVíkingi 3. Meira

Fasteignablað

10. mars 1998 | Fasteignablað | 625 orð

Breytingar á húsnæðismarkaði

STJÓRNVÖLD ætla að leggja Húsnæðisstofnun ríkisins niður. Í staðinn er fyrirhugað að setja á fót nýja ríkisstofnun, Íbúðalánasjóð, sem á að taka við hlutverki stofnunarinnar. Jafnframt er fyrirhugað að breyta húsnæðislánakerfinu, þannig, að samræma á meðferð og lánveitingar til húsnæðismála. Þetta kemur m.a. fram í frumvarpi til laga um húsnæðismál, sem kynnt hefur verið. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 637 orð

Byggingarhugleiðingar

NÝLEGA átti ég erindi inn á nýbyggingasvæði þar sem byggð eru fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús. Þetta er nýtt hverfi í Kópavogsbæ og eins og gengur og gerist hér á landi eru framkvæmdir mislangt á veg komnar. Á sumum lóðunum var ekki byrjað að grafa fyrir sökklum en á næstu lóð við sömu götu var fólk flutt inn í nýja húsið sitt. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 199 orð

Dýr íbúð í Noregi

DÝRASTA 4ra herb. íbúð á markaði í Noregi nú er til sölu fyrir 7,5 millj. n. kr. (rúml. 72 millj. ísl. kr.) Íbúðin er á Aker Brygge í Osló og er í eigu hins forríka miðlara, Kjell Chr. Ulrichsen. Var frá þessu skýrt í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv fyrir skömmu. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 208 orð

Gott einbýlishús í Vesturbænum

GÓÐ einbýlishús í Vesturbænum í Reykjavík eru alltaf eftirsótt. Hjá fasteignasölunni Hóli er nú til sölu einbýlishús við Skeljagranda 13. Þetta er steinhús, byggt 1983. Það er kjallari, hæð og ris og alls 288 ferm. með innbyggðum bílskúr. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 166 orð

Gott raðhús í Mosfellsbæ

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu raðhús að Furubyggð 6 í Mosfellsbæ. Þetta er steinhús, byggt 1990, sem er 110 ferm. að stærð og á einni hæð. "Þetta er gullfallegt, fullbúið raðhús með mjög vönduðum innréttingum og á gólfum er parket og flísar," sagði Birgir Georgsson hjá Kjöreign. "Innréttingar á baðherberginu eru allar úr viðinum Fuglsauga, sem er mjög fallegur viður. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 226 orð

Góð eign við Grenimel

VESTURBÆRINN í Reykjavík hefur lengi þótt eftirsóknarverður. Fasteignasalan Gimli er nú með til sölu hæð og ris við Grenimel 24. Aukaíbúð fylgir, sem hefur verið innréttuð í fyrrum bílskúr. Íbúðarhúsið var byggt árið 1946. Það er steinsteypt og hefur verið endurnýjað á því þak og þakkantur. Samtals er eignin 141 ferm. að stærð. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 232 orð

Gömul fjárfestingar- leið endurnýjuð

GÖMUL aðferð við fjárfestingar í fasteignum í Bandaríkjunum hefur heldur betur lifnað við á ný. Á síðasta ári varð mikill vöxtur í svokölluðum REIT's (Real Estate Investment Trusts) og hefur það aukið á vonir manna um, að hægt verði að draga úr hinum miklu sveiflum, sem lengi hafa einkennt fasteignamarkaðinn þar í landi. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 193 orð

Húsfélags- fundir

Á HÚSFÉLAGSFUNDUM verða ekki teknar ákvarðanir um önnur málefni en þau, sem greint er frá í dagskrá fundarboðs. Dagskráin verður því að vera skýr og tæmandi og má ekki gefa villandi upplýsingar um það, sem fjalla á um á fundinum. Þetta kemur m.a. fram í viðtalsgrein við Sigurð Helga Guðjónsson hrl., formann Húseigendafélagsins, en nú er að ganga í garð tími aðalfunda í húsfélögum. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 273 orð

Hærri leiga fyrir verzlunarhúsnæði

EF EINHVER vill leigja verzlunarhúsnæði í fínasta hverfinu í Stokkhólmi, þá ætti hann að gera það strax. Leiguverð fer nú ört hækkandi og í ár gegnir borgin því hlutverki að vera menningarhöfuðborg Evrópu. Ganga má út frá því sem gefnu, að verð muni enn hækka af þeim sökum. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 207 orð

Íbúð með sérinngangi við Laufrima

HJÁ fasteignassölunni Borgum er nú til sölu þriggja herbergja 90 ferm. íbúð á jarðhæð við Laufrima 8 með sérinngangi og sérlóð. Húsið er byggt 1994 með svokallaðri permaformaðferð, en þá eru ytra og innra byrði hússins mót sem steypt er inn í. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 289 orð

Meira byggt hér en á hinum Norðurlöndunum

ÞAÐ ER mjög mismunandi eftir löndum Vestur-Evrópu, hve mikið er byggt af íbúðum miðað við fólksfjölda. Hér á landi er meira byggt en í mörgum þessara landa, þar á meðal á hinum Norðurlöndunum. Þar hefur sums staðar orðið mikill samdráttur miðað við það sem áður var og þá einkum í Svíþjóð og Finnlandi. Mikið hefur verið byggt í Grikklandi, Lúxembúrg, Portúgal og Írlandi. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 166 orð

Nýjungar í lögnum

FYRIR skömmu kom út 1. tölublað þessa árs af Lagnafréttum, sem Lagnafélag Íslands gefur út. Þar eru birt erindi þau, sem flutt voru sl. haust á ráðstefnu Lagnafélagsins um nýjungar í lögnum, en ráðstefna þessi fór fram á Egilsstöðum. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 1663 orð

Oft einkennir losarabragur fundi húsfélaga í fjölbýlishúsum

HÚSFÉLAG eru í öllum fjölbýlishúsum og eru eigendur íbúðanna í þeim sjálfkrafa og ófrávíkjanlega félagsmenn í húsfélaginu. Ástæðan er sú, að þeim málum, sem varða sameignina og sameiginlega hagsmuni verða íbúðareigendur að ráða í félagi. Húsfélag hefur hins vegar mjög þröngar heimildir til að taka ákvarðanir, sem snerta séreignirnar, það er íbúðirnar sjálfar. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 131 orð

Spánís kaupir Grandagarð 8

GRANDI hf. hefur selt fasteignina að Grandagarði 8, þar sem fiskiðjuver Bæjarútgerðar Reykjavíkur var á sínum tíma. Kaupandinn er Spánís ehf. og var söluverðið 93,5 millj. kr. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá Granda. Húsið er rúmlega 5.000 ferm. að stærð og var upphaflega reist af Fiskiðjuveri ríkisins, en það komst síðar í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 612 orð

Stóraukinni notkun á gasi fylgja hættur

Áhorni Hverfisgötu og Rauðarárstígs í Reykjavík er stílhreint lítið hús fyrir framan lögreglustöðina. Þetta hús eru síðustu menjar gasstöðvarinnar sem þarna var reist 1910 undir stjórn Þjóðverjans Carl Francke. Hann sá einnig um lögn gasveitu í götur bæjarins og í meira en hálfa öld veitti hún mörgum bæjarbúum ljós og yl. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 141 orð

Timburhús á ræktaðri lóð í Garðabæ

HJÁ Húsakaupum er nú til sölu einbýlishús á tveimur hæðum að Breiðási 10 í Garðabæ. Þetta er timburhús, byggt 1963 og 141 ferm. alls. Að auki er 26 ferm. bílskúr. "Þetta er skemmtilegt eldra einbýlishús sem er talsvert endurnýjað," sagði Sigrún Þorgrímsdóttir hjá Húsakaupum. "Á aðalhæð eru tvær samliggjandi stofur, herbergi, baðherbergi, stórt eldhús og þvottahús. Meira
10. mars 1998 | Fasteignablað | 178 orð

Tvílyft einbýlishús við Klapparberg

HJÁ fasteignasölunni Höfða er í einkasölu einbýlishús að Klapparbergi 7 í Breiðholti. Þetta er tvílyft einbýlishús, sem er 236 ferm. að stærð, steinsteypt og byggt 1981. Það stendur innst í botnlanga og í því er innbyggður 27 ferm. bílskúr. fermetrar. Meira

Úr verinu

10. mars 1998 | Úr verinu | 373 orð

Loðnufrystingu að ljúka

LOÐNUFRYSTING fyrir Asíumarkað hefur gengið verr en í fyrra að sögn Halldórs Eyjólfssonar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Alls hafa 18.000 tonn verið fryst, en í fyrra nam heildarfrystingin 21.000 tonni. "Þar af erum við með 10.000 tonn, en til samaburðar vorum við með 14.000 tonn í fyrra," sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Meira
10. mars 1998 | Úr verinu | 831 orð

Verkefnaskortur á úthöfunum er vandamál

"VIÐ Portúgalir búum við ákveðið vandamál í sjávarútvegi, en úthafsfloti okkar er orðinn afar lítill vegna verkefnaskorts á úthöfunum og innan lögsögu annarra ríkja. Við þurfum á fiski að halda og markmið okkar er að viðhalda möguleikum okkar innan lögsögu og utan til að ná sem mestum fiskafla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.