Greinar sunnudaginn 23. maí 1999

Forsíða

23. maí 1999 | Forsíða | 170 orð

Fá engan stuðning Dana

FÆREYINGAR munu ekki njóta neins stuðnings frá stjórnvöldum í Kaupmannahöfn, ákveði færeyska Lögþingið að gera alvöru úr áður samþykktum áformum um að taka aftur upp veiði á stórhvölum. Þetta gerði Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, Færeyingum ljóst í heimsókn til Færeyja í gær. Meira
23. maí 1999 | Forsíða | 152 orð

Kongressflokkurinn að klofna

DAGBLÖÐ á Indlandi sögðu í gær að Kongressflokkurinn stæði nú frammi fyrir fylgishruni í þingkosningunum í september eftir að þrír af forystumönnum flokksins voru reknir úr honum. Æðsta stofnun flokksins tilkynnti brottreksturinn á föstudag og búist er við að hann verði staðfestur á flokksþingi kongressmanna á þriðjudag. Meira
23. maí 1999 | Forsíða | 108 orð

Reuters

Reuters Áflog á þingi vegna Pinochets ANDSTÆÐINGAR og stuðningsmenn Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðishera Chile, börðust með hnúum og hnefum á þingi landsins í fyrrakvöld þegar Eduardo Frei kom þangað til að flytja árlegt ávarp sitt til þjóðarinnar. Meira
23. maí 1999 | Forsíða | 405 orð

Valda rafmagnsleysi í fjölmörgum borgum

RAFMAGNSLAUST varð í fjölmörgum bæjum og borgum Serbíu, meðal annars Belgrad, í fyrrinótt þegar herflugvélar NATO gerðu loftárásir á helstu orkuver landsins. Serbar sögðu að Atlantshafsbandalagið hefði beitt svokölluðum grafítsprengjum sem valda skammhlaupi í orkuverum en litlum skemmdum á mannvirkjum. Þetta er í fjórða sinn sem slíkum sprengjum hefur verið beitt á orkuverin. Meira

Fréttir

23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Aðalfundur Félags stjórnmálafræðinga

FÉLAG stjórnmálafræðinga heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudaginn 26. maí kl. 20.30 á Kaffi Reykjavík við Vesturgötu. Hefðbundin aðalfundarstörf m.a. framlagning á skýrslu formanns og kosning nýrrar stjórnar. Allir stjórnmálafræðingar velkomnir. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Banaslys í Borgarfirði

BANASLYS varð í Borgarfirði þegar bíll með fimm piltum fór út af Borgarfjarðarbraut rétt við Varmaland og valt nokkrar veltur. Slysið varð um kl. hálfeitt aðfaranótt laugardagsins. Einn piltur, sem var farþegi í bílnum, var úrskurðaður látinn á vettvangi slyssins. Tveir aðrir slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Meira
23. maí 1999 | Erlendar fréttir | 539 orð

Barak vann stórsigur á Netanyahu

EHUD Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael, vann stórsigur á Benjamin Netanyahu í forsætisráðherrakjöri á mánudag. Barak fékk 56% atkvæðanna en Netanyahu aðeins 44%. Þá fékk Verkamannaflokkurinn 27 af 120 þingsætum en Likud-flokkur Netanyahus aðeins 19 og er það stærsti ósigur flokksins frá 1961. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 407 orð

Baugur kaupir verslanakeðjuna 10-11

BAUGUR hf. sem rekur verslanakeðjurnar Hagkaup, Nýkaup, Hraðkaup og Bónus hefur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, keypt Vöruveltuna hf. sem rekur verslanakeðjuna 10-11. Í tengslum við kaupin mun Baugur selja eignir og mun standa til að selja tvær af núverandi verslunum fyrirtækisins. Verslanakeðjan 10-11 er með þrettán matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu með löngum afgreiðslutíma. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 142 orð

Bönnuð efni og brotnar reglur

"Flest megrunarduft virka," segir Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur, "en ég veit hins vegar ekki hvort Herbalife er betra en önnur efni." Í athugun Morgunblaðsins kemur í ljós að á markaði á Íslandi eru efni, sem eru bönnuð af Lyfjaeftirlitinu. Einnig eru brotnar reglur um að ekki megi auglýsa læknisáhrif slíkra vara. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 52 orð

Féll út úr bíl á ferð

STÚLKA féll út úr bíl á ferð í Borgarnesi um kl. fjögur aðfaranótt laugardagsins á Borgarbraut við bílastæði fyrirtækisins Vírnets. Bílastæðið er viðkomustaður á rúntinum í Borgarnesi. Stúlkan rotaðist og var meðvitundarlaus þegar að var komið. Að sögn lögreglu var stúlkan flutt á heilsugæslustöðina í Borgarnesi. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fólk gæti veskja sinna

ÞRISVAR hefur verið tilkynnt á skömmum tíma að undanförnu að veskjum hafi verið stolið úr innkaupakörfum fólks þar sem það var við innkaup í stórmörkuðum. Í veskjunum voru, auk fjármuna, skilríki, bankakort og fleiri verðmæti. Meira
23. maí 1999 | Erlendar fréttir | 916 orð

Frá niðurlægðu hernámssvæði til nútímastórveldis Sambandslýðveldið Þýzkaland, öðru nafni Vestur-Þýzkaland, var stofnað fyrir 50

ÞJÓÐVERJAR minnast þess í dag, að rétt fimmtíu ár eru liðin frá stofnun vestur-þýzka ríkisins, með því að stjórnarskrá Sambandslýðveldisins Þýzkalands var undirrituð. Þeir líta með misjöfnum huga til baka til þessara fimm áratuga, en hinu fyrstu fjóra bjó þjóðin við skipt land, þar sem hvor hlutinn stóð andspænis hinum sem framverðir tveggja stærstu hernaðarbandalaga heimsins og háðu kalt stríð. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fyrirlestur um jarðskorpuhreyfingar og ákvörðun þeirra

SIGRÚN Hreinsdóttir, meistaranemi í eðlisfræðiskor, flytur þriðjudaginn 26. maí fyrirlestur um M.S. verkefni sitt, "Jarðskorpuhreyfingar umhverfis flekaskilin á Reykjanesskaga og ákvörðun þeirra með GPS-landmælingum". Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga og hefst kl. 16. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fyrirlestur um nýja tækni til að mæla ferskleika

ÁSLAUG Högnadóttir heldur meistaraprófsfyrirlestur við matvælafræðiskor Háskóla Íslands þriðjudaginn 25. maí í VR-II, stofu 158, kl. 13. Heiti fyrirlestrarins er "Hagnýt notkun rafnefs í fiskiðnaði". Notkun rafnefs er ný tækni til mælingar á rokgjörnum efnum sem mælikvarða á ástand eða ferskleika matvæla. Undanfarin ár hafa nokkur slík tæki verið sett á markað erlendis. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fyrirlestur um yfirvald og ímynd þess

EINAR Hreinsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í boði Sagnfræðingafélags Íslands þriðjudaginn 25. maí sem hann nefnir: Vor ástkæri amtmaður. Ímynd æðri embættismanna og stjórnsýsla Íslands 1770- 1870. ­ Oræða um aðferð. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu frá kl. 12. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Færeyjaferð Söngfélags FEB í Reykjavík

SÖNGFÉLAG FEB heldur í söngferð til Færeyja 15. júní nk. en þá verður farið til Reykjavíkur áleiðis til Seyðisfjarðar og siglt með Norrænu. "Á leiðinni til Seyðisfjarðar er ráðgert að hitta eldri borgara af ýmsum stöðum. Dvalið verður í Færeyjum í 5 daga, sungið og ferðast. Á leiðinni heim frá Seyðisfirði verður sungið á Akureyri og heilsað upp á eldri borgara þar. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Gerðu sitt bú í fuglahúsinu

ÞRASTARPAR hefur gert sér hreiður í tréhúsi, sem reist var fyrir fáeinum árum í einkagarði í Breiðholtinu, en fram til þessa hafa þrestir ekki gert sér að góðu þá aðstöðu sem húsráðendur bjuggu til handa þeim í garðinum sínum. Fuglahúsið er í 170 cm hæð en á liðnum áratugum hafa þrestir verið að sækja æ hærra með hreiður sín. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 437 orð

Gildistöku frestað

ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL á alríkisstigi í Washington-borg féllst á mánudag á beiðni skipafélaganna Atlantsskipa (TLI) og Transatlantic Lines (TLL) um frestun á úrskurði alríkisdómstólsins í Washington í máli Eimskips og skipafélagsins Van Omeren á hendur Bandaríkjaher vegna flutninga fyrir varnarliðið í Keflavík meðan fjallað er um áfrýjun málsins. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 191 orð

"Heitar rætur" í Borgarleikhúsinu

GOSPELSYSTUR Kvennakórs Reykjavíkur verða með stórtónleika í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 25. maí og miðvikudaginn 26. maí. Tvennir tónleikar verða hvorn dag kl. 20 og kl. 22. Yfirskrift tónleikanna "Heitar rætur" lýsir efnisskránni vel þar sem dagskráin samanstendur af lögum þar sem áhersla er lögð á tjáningaríka gospel- og rythmatónlist með afró-dansi og trommuleik. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Hægir á bílainnflutningnum

HELDUR virðist hafa dregið úr innflutningi á fólksbílum til landsins. Fluttir höfðu verið inn 1.093 nýir fólksbílar 21. maí sl., en allan maímánuð í fyrra var innflutningurinn 1.448 bílar. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir útlit fyrir að innflutningur í maí verði svipaður og í fyrra, þ.e. lítil sem engin aukning. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Í Húsdýragarðinum

Í Húsdýragarðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg VINSÆLT er meðal skólabarna að heimsækja Húsdýragarðinn á vorin. Algengt er að starfsmenn þar taki á móti tveim til fimm bekkjum á hverjum degi á vorin. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

Íþróttavorleikar í Tennishöllinni

ÍAK, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi, efnir til íþróttaveislu í Tennishöllinni, Dalsmára 9­11, Kópavogi, miðvikudaginn 25. maí. Allir íbúar Kópavogs, 60 ára og eldri, eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í veislunni, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 53 orð

Katrín Rós fegurst

Fegurðardrottning Íslands 1999 Katrín Rós fegurst KATRÍN Rós Baldursdóttir, átján ára stúlka frá Akranesi, var valin fegurðardrottning Íslands 1999 úr hópi 23 stúlkna á veitingahúsinu Broadway sl. föstudagskvöld. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 353 orð

Kona á sjötugsaldri gekk 35 km í snjóbyl

BANDARÍSK kona á sjötugsaldri gekk á föstudag um 35 km til byggða í vondu veðri og gegn hvassri norðanátt til að láta vita af eiginmanni sínum og tvítugri dóttur sem sátu föst í bíl í Kaldadal. Konan var um fjóra tíma á leiðinni og segir Kristleifur Þorsteinsson hreppstjóri að það sé einstakt afreksverk af konu á þessum aldri en í ljós kom að hún er margreyndur maraþonhlaupari. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 172 orð

Kostnaður skiptir milljónumw

KOSTNAÐUR við viðgerð á öðrum veltiugga Herjólfs skiptir milljónum króna að sögn Gríms Gíslasonar, stjórnarformanns útgerðarinnar. Reikningur liggur þó ekki fyrir fyrr en viðgerð lýkur sem reiknað er með að verði í dag. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 34 orð

LEIÐRÉTT

Í formála minningagreina um Klemens Rafn Ingólfsson var rangt farið með nafn sonar hans. Hann heitir Rögvald Kristinn Rafnsson en ekki Þorvaldur eins og misritaðist. Hlutaðeigendur eru beðinir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 564 orð

Leyfilegur þorskafli á næsta fiskveiðiári sá sami og í ár

ÞORSKAFLAMARK á næsta fiskveiðiári verður um 250.000 tonn, eða það sama og á þessu ári, samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunar á stofnstærð þorskins á þessu ári. Er þá stuðzt við aflaregluna svokölluðu, sem heimilar veiði á 25% af veiðistofni. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Málverkí Ráðhúsinu

MÁLVERKASÝNING Agöthu Kristjánsdóttur stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Agatha sýnir þarna 36 olíumálverk, sem unnin voru á síðustu tveimur árum. Þetta er 17. einkasýning hennar. Sýningunni lýkur á þriðjudag. Meira
23. maí 1999 | Erlendar fréttir | 79 orð

Meintir IRA- menn fá þunga dóma

DÓMSTÓLL í Lundúnum dæmdi á föstudag þrjá írska námsmenn, sem taldir eru vera meðlimir í Írska lýðveldishernum (IRA), í 22 til 25 ára fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um að hafa ætlað að sprengja skotmörk á breska meginlandinu en þeir voru handteknir áður en úr því varð. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 18 orð

Morgunblaðið(haus)

Morgunblaðið(haus) MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 26. maí. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins yfir hvítasunnuna. Slóðin er www.mbl.is. Meira
23. maí 1999 | Erlendar fréttir | 111 orð

Munkar styðja leiðtoga sinn

YFIR 10.000 Búdda-munkar víðsvegar að frá Taílandi söfnuðust saman í höfuðborginni Bangkok á fimmtudag til að styðja leiðtoga sinn, Dhammachayo, sem sakaður er um trúvillu og svik. Dhammachayo hefur af æðsta munki landsins og í ýmsum blaðagreinum verið sakaður um að boða trú sem er á skjön við opinbera Búddatrú og að auðgast á auðtrúa fylgjendum. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Námskeið í verðbréfaviðskiptum

FÉLAG íslenskra háskólakvenna býður upp á stutt námskeið í verðbréfaviðskiptum dagana 26. og 27. mars nk. kl. 17­20 báða dagana. Námskeiðið verður haldið í Þingholti, Hótel Holti. Fyrirlesari er Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaða Íslandsbanka. Skráning er hjá formanni félagsins Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Netfyrirtæki kennt við Surtsey

NÝSTOFNAÐ netþjónustufyrirtæki í Minneapolis í Bandaríkjunum ber heitið Surtsey Inc. í höfuðið á eldfjallaeynni sem myndaðist árið 1963. Í fréttatilkyningu frá fyrirtækinu segir að eyjan og Netið séu nýjustu staðirnar á jarðríki. Jafnframt eigi fyrirtækið og eyjan það sameiginlegt að hafa orðið til á mjög skömmum tljos'framan ma. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Nýtt apótek í Grafarvogi

NÝLEGA opnaði Apótekið afgreiðslustað í Spönginni 13 í Grafarvogi. Þar fást lyf á lágmarksverði og mikið úrval af vítamínum, hjúkrunarvörum, barnavörum, hreinlætisvörum, sokkabuxum o.fl. Hægt er að fá mældan blóðþrýsting og lyfjafræðingar leiðbeina um notkun innöndunarlyfja. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Rangt hljómsveitarnafn

RANGT var farið með nafn hljómsveitar, sem kemur fram á 20 ára afmælishátíð Seljaskóla nú á þriðjudag. Hljómsveitin heitir Þrýstingur og er skipuð nemendum í 7. og 8. bekk. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 157 orð

Síðasti klúbbfundur fyrir sumarlok

SÍÐASTI Phoenix-klúbbfundurinn fyrir sumarhlé verður haldinn að þessu sinni þriðjudaginn 25. maí í þingsal Hótel Loftleiða kl. 20. "Allir þátttakendur Phoenix-námskeiðanna geta sótt þessa fundi og eru velkomnir og hvattir til að mæta sem oftast. Þess má geta að nú eru einnig starfandi klúbbfundir á Selfossi, Húsavík og Akureyri. Phoenix-klúbburinn hefur starfað sl. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 40 orð

Snjór hylur Esjuna

Snjór hylur Esjuna ENN er mikill snjór í Esjunni og sumarið virðist ætla að láta bíða eftir sér í Reykjavík sem og annars staðar á landinu. Ólíklegt er að mikið sjáist til sólar næstu dagana, ef marka má spá Veðurstofunnar. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 220 orð

Styrkja stríðshrjáðar konur í Sarajevo

"Á SÍÐASTA aðalfundi klúbbsins, sem haldinn var í mars sl., var samþykkt að gefa 100.000 krónur til styrktar "Kvennahúsi" í Sarajevo í Bosníu en dr. Vilborg Ísleifsdóttir- Bickel er félagi í Þýskalandsdeild félagsins BISER, sem er upprunalega bosnískt kvenfélag, en á sér dótturfélög í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þess má geta að BISER þýðir perla og/eða tár á serbó-króatísku. Dr. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 192 orð

Sváfu í tjöldum í 35 gráða frosti

LEIÐANGURSMENN á jeppum yfir Grænlandsjökul höfðu lagt að baki 350 km á hádegi í gær og sóttist ferðin vel. Þeir gistu aðfaranótt laugardagsins í tjöldum uppi á jöklinum í 35 gráða frosti. Þegar þeir fóru á stjá sáu þeir spörfugl sem hafði villst af leið, sest á stuðara eins jeppans og frosið þar í hel. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 25 orð

SVÆÐAMEÐFERÐARFÉLAG Íslands minnir á aðalfund félagsins laugardaginn

SVÆÐAMEÐFERÐARFÉLAG Íslands minnir á aðalfund félagsins laugardaginn 29. maí kl. 15­17 á veitingahúsinu Asíu, Laugavegi 10 og tilkynnir forföll á opnu húsi í dag vegna hvítasunnuhelgar. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Undirbúa hækkun lögboðinna ökutrygginga

TRYGGINGAFÉLÖGIN eru með í undirbúningi að hækka iðgjöld lögboðinna bifreiðatrygginga vegna gildistöku breytinga á skaðabótalögum 1. maí síðastliðinn og er þess að vænta að tilkynnt verði um hækkanirnar fljótlega. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Upplýsingatækni og kennsla móðurmáls

ALF Gunnar Eritsland, lektor í norsku við Høgskolen í Ósló, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands miðvikudaginn 26. maí kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist: Upplýsingatækni og kennsla móðurmáls. Alf Gunnar Eritsland mun gera grein fyrir rannsókn á því hvernig Netið og tölvupóstur eru hagnýtt til náms og kennslu í grunnskólum í Noregi. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 102 orð

Verðlaun veitt í hönnunarsamkeppni

BJÖRN Jónsson, grafískur hönnuður, bar sigur úr býtum í samkeppni Prentsmiðjunnar Odda og Félags íslenskra teiknara um hönnun heildarútlits á allt prentað efni eins fyrirtækis. Í öðru sæti var Ólöf Birna Garðarsdóttir og í þriðja sæti Guðbjörg Gissurardóttir. Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda hf., afhenti verðlaunin sem alls námu einni milljón króna. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Vígsla í Skálholtskirkju annan hvítasunnudag

VÍGSLUBISKUPINN í Skálholti, sr. Sigurður Sigurðarson, vígir Jóhönnu Ingibjörgu Sigmarsdóttur, cand. theol., til að vera sóknarprestur í Eiðaprestakalli, Múlaprófastsdæmi á annan hvítasunnudag kl. 14. Sr. Einar Þór Þorsteinsson hefur fengið lausn frá störfum fyrir aldurs sakir. Meira
23. maí 1999 | Innlendar fréttir | 767 orð

Þú átt þér vin í Laugardal

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er að hefja sumarstarfsemi um þessar mundir. Fjölskyldugarðurinn er opinn á sumrin en Húsdýragarðurinn er opinn allt árið. Tómas Óskar Guðjónsson er forstöðumaður garðanna, hann var spurður hvernig starfið yrði í sumar. "Það verður með líku sniði og undanfarin ár. Fjölskyldugarðurinn opnar 15. Meira

Ritstjórnargreinar

23. maí 1999 | Leiðarar | 1940 orð

Í gær, föstudag, var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að ban

Í gær, föstudag, var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu, að bankaráð Íslandsbanka hf. hefði ákveðið að bjóða starfsfólki bankans og dótturfyrirtækja að kaupa hlutabréf í bankanum með hagstæðum greiðsluskilmálum, vaxtalausum lánum til þriggja ára. Markmið bankans með þessari ákvörðun var sagt vera, að auka ánægju fólks í starfi og veita því jafnframt hlutdeild í batnandi hag bankans. Meira
23. maí 1999 | Leiðarar | 713 orð

TIL ENDIMARKA JARÐARINNAR

HVÍTASUNNAN er ein þriggja stórhátíða kristinnar kirkju. Hinar tvær, hátíðir ljóssins og lífsins, virðast skipa hærri sess í huga margra nútímamanna ef marka má ytra tilstand. Þó er hvítasunnan engu síðri hátíð en jól og páskar, því ef lærisveinar Krists hefðu ekki fyllst kraftinum frá hæðum í Jerúsalem forðum væri kristin kirkja ekki til í dag. Hvorki haldin kristin jól né páskar. Meira

Menning

23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 129 orð

Don Johnson upp að altarinu

Don Johnson upp að altarinu LEIKARINN Don Johnson giftist Kelley Phleger nýverið en þau höfðu verið trúlofuð í ár. Johnson, sem er 49 ára, hefur verið giftur tvisvar áður. Fyrst var hann giftur leikkonunni Melanie Griffith og eignuðust þau stúlkubarn, Dakota, árið 1990. Þá á hann son með leikkonunni Patti D'Arbanville-Quinn. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 30 orð

Dóttir Trumps í tískunni DÓTTIR bandarí

Dóttir Trumps í tískunni DÓTTIR bandaríska auðjöfursins Donalds Trumps verður stöðugt meira áberandi í tískuheiminum, en núna síðast sást Ivanka Trump á tískusýningu breska tískuhönnuðarins Waynes Coopers í Sydney í Ástralíu. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 453 orð

Er að taka til í sjálfum mér

BIRGIR Örn Thoroddsen er nemandi á fjöltæknibraut í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fer óhefðbundnar leiðir í listsköpun sinni. Í vetur ákvað hann að taka til í herberginu sínu og lét fjölmiðla um skráningu viðburðarins. Nú hefur Birgir, eða Bibbi, eins og hann er kallaður, ráðist í annað verkefni en það stendur honum enn nær en herbergið; hann er farinn í megrun. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 476 orð

Góð myndbönd Keimur af kirsuberi (Ta'm E Guilass)

Sterk og einföld mynd franska leikstjórans Abbas Kiarostami gefur innsýn í ytri og innri baráttu ólíkra persóna á fjarlægu heimshorni. Þjófurinn Ljúfsár og heillandi kvikmynd um lítinn dreng sem finnur langþráða föðurímynd í manni sem er bæði svikahrappur og flagari. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 48 orð

Grímur til sölu! SÖLUMAÐUR ýtir vagni sínum

Grímur til sölu! SÖLUMAÐUR ýtir vagni sínum eftir vegi í Colombo á Sri Lanka. Til sölu hefur hann grímur sem eru geysivinsælar meðal barna á Vesak hátíðinni sem haldin verður í lok maí. Úrvalið er gott og ófrýnilegar ófreskjur og glaðlegar fegurðardrottningar eru meðal þeirra andlita sem við blasa. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 187 orð

Hong Kong hasar Þrumuhvellur (Thunderbolt)

Leikstjóri: Gordon Chan. Aðalhlutverk: Jackie Chan, Todd Bryant og Michel Ian Lambert. (106 mín) Hong Kong. Skífan, apríl 1999. Bönnuð innan 12 ára. Í kjölfar nýfenginna vinsælda Jackie Chan á bandarískum markaði hefur útgáfa á eldri myndum kappans hafist af nokkrum krafti. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 498 orð

Kvikmyndahátíðin í Cannes Friðriki Þór boðið að

Friðrik Þór Friðriksson hefur ótal verkefni í bígerð og í Cannes bættist óvænt við nýtt verkefni. Pétur Blöndaltalaði við hann um erótík og fleira. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 203 orð

Lokaverkefni á Netinu

ÞAÐ er tímanna tákn að listaverkum sem birt eru á Netinu er illmögulegt að stela. Það sannaðist þegar óprúttnir þjófar brutust inn í hús Listaháskólans aðfaranótt laugardags þar sem sýning á lokaverkefnum nemenda Myndlista- og handíðaskóla Íslands stendur yfir. Þaðan tóku þjófarnir m.a. með sér tölvubúnað en hann var notaður til að sýna verk sem unnin voru til birtingar á Netinu. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 367 orð

Rjóð rós krýnd drottning

Fegurðardrottning Íslands var valin á föstudagskvöldRjóð rós krýnd drottning FEGURÐARDROTTNING Íslands var valin úr hópi 23 stúlkna á Broadway á föstudagskvöldið. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 168 orð

Sharon Stone afvopnast

LEIKKONAN Sharon Stone afhenti lögreglunni í Los Angeles að eigin frumkvæði skotvopn er hún geymdi á heimili sínu. Talsmaður leikkonunnar sagði að hún hefði átt byssurnar um árabil sér til varnar en nú verður þeim eytt. Sharon hafði leyfi fyrir byssunum en í yfirlýsingu frá henni segir að hún hvetji aðra byssueigendur til að skila vopnum sínum til lögreglu. Meira
23. maí 1999 | Fólk í fréttum | 341 orð

Sungið af tilfinningu

HINN 25. maí 1949 hélt Billie Holiday síðustu tónleika sína í Phoenix Theatre í New York. Nákvæmlega 40 árum síðar ætlar djasssöngkonan Tena Palmer að syngja nokkur laga hennar í Iðnó. Tónleikarnir verða tvennir, haldnir 25. og 26 maí. Meira

Umræðan

23. maí 1999 | Aðsent efni | 1734 orð

FIMMTÍU ÁRA STRÍÐ UM SKRIÐUKLAUSTUR

Saga Skriðuklausturs þá hálfu öld, sem liðin er frá því að Gunnar og Franzisca gáfu þjóðinni jörðina, segir Helgi Hallgrímsson, til "menningarauka" hefur verið með ólíkindum. Meira
23. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 542 orð

Líkaminn man liðna atburði

LÍKAMINN lýgur ekki. Fas hans, hörundslitur, staða, hlutföll, hreyfingar, spenna og lífsorka tjá manninn eða konuna inni fyrir. Líkaminn endurspeglar allt sem í okkur býr. Hann mótast af andlegum, tilfinningalegum og sálrænum þáttum í tilveru okkar. Það er eins og líkaminn sjái hvað í huganum felst og hvernig hjartað finnur til og lagi sig að því. Meira
23. maí 1999 | Aðsent efni | 1522 orð

OPIÐ BRÉF UM ÍSLENSKA ERFÐAGREININGU

Miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði er umdeilanleg hugmynd en fullkomlega verð allrar athygli og umræðu, segir Árni Björnsson í opnu bréfi til Kára Stefánssonar og Kristjáns Erlendssonar. Meira
23. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 73 orð

Söfnun vegna veikrar móður

SÉRSTAKAR þakkir viljum við færa öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem gáfu í söfnunina er bar yfirskriftina "Veik móðir". Með hrærðum huga er ljúft að greina frá því að í söfnuninni söfnuðust yfir þrjár milljónir króna. Þeim peningum verður fyrst og fremst varið til að hlúa að börnum Guðrúnar Ipsen, en hún lést þann 23. febrúar sl. Meira
23. maí 1999 | Aðsent efni | 681 orð

Talað tungum

Vorið er að leysa gróðurríkið úr klakaböndum. Stefán Friðbjarnarsonsegir vorið tala til okkar um sigur lífs og ljóss yfir dauða og myrkri. Meira
23. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 155 orð

Útspil borgarstjóra

BORGARSTJÓRI kom með tillögu um 150­170 milljóna króna fjárveitingu til grunnskóla Reykjavíkur á næsta ári. Að vísu líst mér alltaf illa á óskilgreindar greiðslur af þessu tagi. Hver á að ákveða hverjir vinna hvað fyrir hvað mikið fé? Þetta getur verið uppskrift að óánægju. Meira

Minningargreinar

23. maí 1999 | Minningargreinar | 483 orð

Áslaug Kristinsdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar, Áslaugar Kristinsdóttur, í örfáum orðum. Þegar ég reyni að láta hugann reika þá eru mér efst í huga öll þau veikindi sem hún þurfti að ganga í gegnum. Það er ekki ofsögum sagt að hún hafi verið sjúklingur í 50 ár en með trú á Guð, mátt hans og megin tókst henni að komast á "fætur". Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 456 orð

Áslaug Kristinsdóttir

Á kveðjustund vil ég minnast með nokkrum orðum elsku tengdamóður minnar Áslaugar Kristinsdóttur eða Ásu eins og hún var kölluð. Við upphaf lífs skal endinn skoða. Við vitum öll að við eigum ekki eilíft líf hér á jörðu, en þegar kallið kemur erum við alltaf jafn óviðbúin. Í eigingirni okkar viljum við ætíð hafa ástvinina lengur hjá okkur, þó við vitum að hverju stefnir. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 262 orð

Áslaug Kristinsdóttir

Elskuleg móðursystir okkar, Áslaug Kristinsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Yndisleg kona, sem var duglegur og sterkur persónuleiki. Í erfiðum veikindum sínum sýndi hún ótrúlegt æðruleysi, þar nýttist henni vel hin létta og skemmtilega skapgerð og sá eiginleiki að geta komið öllum í gott skap sem í kringum hana voru. Með henni leið manni vel. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 657 orð

Áslaug Kristinsdóttir

Hún Ása mín hefur kvatt. Langri þrautargöngu er lokið. Hún hefur gengið þyrnum stráðan veg veikinda í 50 ár síðan hún var 28 ára gömul, en þá var hún trúlofuð móðurbróður mínum Bjarna og áttu þau von á sínu fyrsta og eina barni þegar veikindi hennar bar að. Hún fékk heilaæxli og var vart hugað líf. Eftir fæðingu sonarins Kristins var hún flutt til Danmerkur þar sem dr. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 100 orð

Ásta Sigrún Guðjónsdóttir

Látin er amma mín eftir langa og góða ævi. Mig langar að minnast hennar með þessum orðum. Yfir langan veg liggur þín leið, tæp hundrað ár halda þeim saman. Fólkið sem eftir þér beið gleðst nú er þið dansið saman. Margar minningar þjóta um hugann ég hugsa um þig í fínum kjól. Mig sárnar er ég leiði að því hugann þú verðir ei hjá mér næstu jól. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 375 orð

Björn Bjarnason

Hann afi vissi allt í heiminum. Þegar okkur vantaði svör við einhverju þá fórum við beint til afa, ef hann vissi ekki svarið, þá vissi það enginn. Við gátum spurt hann að öllu milli himins og jarðar, afi þreyttist aldrei á að útskýra fyrir okkur furður veraldar. Það sem hann sagði var í okkar augum það eina sem var hægt að taka mark á. Afi var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 25 orð

BJÖRN BJARNASON

BJÖRN BJARNASON Björn Bjarnason fæddist í Bolungarvík 6. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. maí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 214 orð

Hörður Sævar Gunnarsson

Látinn er vinur minn, Hörður Gunnarsson, eftir stutt en erfið veikindi. Ég kynntist Herði fyrst í gegnum starf hans sem rafvirkja er hann starfaði fyrir mig og voru þau kynni afar ánægjuleg í alla staði. Hörður Gunnarsson var afar prúður maður og hvers manns hugljúfi. Árið 1986, er ég gekk í Oddfellowregluna, kynntist ég Herði enn betur, þar sem hann var þar fyrir. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 314 orð

Hörður Sævar Gunnarsson

Dáðadrengur er dáinn. Andartak í eilífðinni liðið. Mikill að vallarsýn en krafðist ekki mikils rýmis sjálfum sér til handa. Vinnuforkur var hann, bóngóður og vinur vina sinna. Talaði ekki óþarfa né lagði illt til nokkurs manns. Við kveðjum Hörð, tryggan vin til fjölda ára, og þökkum honum samfylgdina. Auðvitað finnst okkur kallið hafa komið alltof fljótt. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 532 orð

Hörður Sævar Gunnarsson

Með nokkrum orðum skal hér minnst Harðar Sævars Gunnarssonar rafverktaka, en hann andaðist á Landspítalanum hinn 16. þ.m. Hörður var fæddur í Reykjavík 2. mars 1941, ásamt tvíburabróður sínum Sverri, nú húsasmíðameistara hér í borg. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 378 orð

HÖRÐUR SÆVAR GUNNARSSON

HÖRÐUR SÆVAR GUNNARSSON Hörður Sævar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1941. Hann lést 15. maí síðastliðinn í Reykjavík. Foreldrar Harðar voru hjónin Gunnar Björn Halldórsson, f. 9. september 1900, d. 13. október 1978, og Aðalheiður Magnea Jóhannsdóttir, f. 6. september 1904, d. 26. júlí 1989. Systkini Harðar eru Jóhanna Halldóra, f. 7. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 391 orð

Jóhann Þórir Jónsson

Okkur langar til að minnast Jóhanns Þóris í fáeinum orðum. Við kynntumst honum ungir í gegnum vin okkar og skólabróður Hannes sem er eldri sonur Jóhanns. Við áttum oft erindi á Meistaravellina og það var alltaf gott að koma til Jóhanns og Siggu. Þar var tekið vel á móti okkur og oftar en ekki boðið upp á kók og prins, sem var vel þegið. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 427 orð

Katrín Gísladóttir

Með söknuð í huga festi ég á blað línur til að þakka góðri samstarfskonu minni til margra ára fyrir holla vináttu og ómetanleg störf. Bíbí, eins og hún var ávallt nefnd, fékk ung að kynnast hörðum staðreyndum lífsins því að sjö ára gömul missti hún móður sína. Þá fluttist hún til ömmu sinnar á Akranesi, Sumarlínu Sumarliðadóttur. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

KATRÍN GÍSLASÓTTIR

KATRÍN GÍSLASÓTTIR Katrín Gísladóttir var fædd í Reykjavík 27. október 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn. Katrín var jarðsett frá Akraneskirkju föstudaginn 21. maí. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Þorsteinn Erlings Ásgrímsson

Við systkinin komum einn vordag í Sæmundarhlíðina sem kaupafólk. Við þekktum engan þarna um slóðir og þótti ókunnuglegt um að lítast. Þessi sveit átti þó eftir að verða okkur svo yndislega kær og heimili þeirra Dodda og Ebbu. Þessi góðu hjón gerðu heimili sitt að öðru heimili okkar svo að þessi ágæta sveit varð sem okkar heimasveit, afar kærkomin reykvískum unglingum. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 30 orð

ÞORSTEINN ERLINGS ÁSGRÍMSSON

ÞORSTEINN ERLINGS ÁSGRÍMSSON Þorsteinn Erlings Ásgrímsson fæddist að Ási í Vatnsdal 23. september 1936. Hann lést á Landspítalanum 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 15. maí. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 349 orð

Þórey Björk Ingvadóttir

Þórey Björk, kær mágkona mín og vinkona, er látin. Kynni mín af Þóreyju hófust árið 1988 þegar ég kom inn í fjölskylduna. Sama ár fluttist hún til Bandaríkjanna til að vinna sem barnfóstra. Hún kom aftur heim tveimur árum síðar, á þeim tíma fór hún í rannsóknir til Svíþjóðar og kom þá í ljós að hún var einnig með sjúkdóm þann sem systir hennar Ásdís heitin var með. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 291 orð

Þórey Björk Ingvadóttir

Mig langar að minnast stóru systur minnar, hennar Þóreyjar Bjarkar, með örfáum orðum. Elsku Þórey mín, sárt er að missa þig og erfitt er að hugsa sér að ég komi ekki til með að sjá þig aftur. En ég veit að þú ert nú laus úr þeim fjötrum sem þú varst bundin síðustu æviár þín. Nú getur þú talað, heyrt, lesið og notið þess sem var svo grimmilega tekið frá þér. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 162 orð

ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR

ÞÓREY BJÖRK INGVADÓTTIR Þórey Björk Ingvadóttir fæddist á Akureyri 27.10. 1966, hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 15.05. 1999. Foreldrar, Ásgerður Snorradóttir f. 22.3. 1942 og Ingvi Svavar Þórðarson f. 12.4. 1941. Systkini: Sigfús Baldvin f. 10.4. 1963, kvæntur Laufeyju Gísladóttur f. 21.10. 1970. Þau eiga eina dóttur, Birtu Rut, f. 7.4. Meira
23. maí 1999 | Minningargreinar | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

Daglegt líf

23. maí 1999 | Bílar | 110 orð

60 Opel Astra til Bílaleigu Flugleiða

BÍLALEIGA Flugleiða hefur gengið frá kaupum á 60 Opel bílum frá Bílheimum ehf. Þetta er þriðja árið í röð sem bílaleigan kaupir Opel bíla til útleigu. Góð reynsla af Opel bílum veldur því að Bílaleiga Flugleiða eykur enn við Opel bílaflota sinn. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 60 orð

94 hestöfl að meðaltali

FÓLKSBÍLAFLOTINN á Íslandi var í sjöunda sæti hvað varðar afl og slagrými vélar í Vestur-Evrópu 1997. Að meðaltali voru fólksbílar hérlendis með 70 kw hreyfil en hvert kw er um 1,34 hestöfl. Aflmestu bílarnir voru í Svíþjóð, 91 kw, og 90 kw í Sviss. Aflminnstu bílana var hins vegar að finna í Portúgal, Ítalíu og Írlandi. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 52 orð

BMW 3 Touring

BMW hefur hleypt af stokkunum langbaksgerðinni af BMW 3 sem kallast Touring. Þetta er þriðja kynslóð bílsins en stallbaksgerðin kom á markað í fyrra. Bíllinn verður fáanlegur í fjórum útfærslum, þ.e. 318i, 320i, 328i og 320 dísil. Bifreiðar og landbúnaðarvélar, umboðsaðili BMW, kynnir bílinn næsta haust hér á landi. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 344 orð

Fegurð og fjölbreytni

SVEITARSTJÓRN Biskupstungnahrepps, ásamt íbúum, stendur fyrir "Björtum dögum í Biskupstungum" 29. og 30. maí nk. Tilefni dagskrárinnar er, að sögn Ragnars Sæs Ragnarssonar sveitarstjóra, áhugi heimamanna á því að vekja athygli á helstu kostum sveitarinnar, þjónustu og framleiðslu. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 145 orð

Flugleiðir í nýja flugstöð í Mílanó

ÞEGAR áætlunarflug Flugleiða til Malpensa flugvallar í Mílanó hefst, laugardaginn 29. maí nk., munu farþegar félagsins fara um nýja flugstöð sem þar hefur verið reist, MXP 2000, terminal 1. Að sögn Margrétar Hauksdóttur í upplýsingadeild Flugleiða er þessi nýja flugstöð mjög glæsileg og þar mun vera í boði ýmiskonar þjónusta sem ekki var í gömlu flugstöðinni. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 94 orð

Fornbílasýning í Höllinni

33 þúsund manns komu á sportbílasýninguna í Laugardalshöll dagana 13.-16. maí sl. Nú hefur Fornbílaklúbbur Íslands boðað til fornbílasýningar á sama stað dagana 4.-6. júní í tilefni af 95 ára afmæli bílsins. Þar verða sýndir 70 helstu fornbílar landsmanna sem margir hverjir eru einstakir safngripir. Myndin er af fyrstu "drossíunni" á Íslandi, Ford T, árgerð 1914. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 38 orð

Gistislóðir

Gistislóðir HÉR eru slóðir þriggja fyrirtækja sem hafa milligöngu um að leigja út húsnæði í Skotlandi. Hægt er að skoða húsin á Netinu og fá þar mjög nákvæmar upplýsingar um þau. Unique Ecosse: http://www.aboutscotland.co.uk/ecosse Hamster. Escapes: http://www1c.btwebworld.com/hamstercottages/hamster Milford: http://milford.co.uk. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 698 orð

Hótel Framtíð stækkar

Djúpavogi-Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á stækkun Hótels Framtíðar á Djúpavogi. Um er að ræða 740 fm viðbyggingu við gömlu hótelbygginguna sem hefur þjónað gestum í 36 ár, eða frá árinu 1963. Þórir Stefánsson er hótelstjóri á Hótel Framtíð. Hann er 27 ára gamall, fæddur og uppalinn á Djúpavogi. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 769 orð

Ítalskur gæðingur

FERRARI F355 GTS rak á fjörur Íslendinga og var hann meðal sýningargripa á sportbílasýningu í Laugardalshöll í síðustu viku. Við fengum að grípa í bílinn stuttlega undir tryggri leiðsögn vörslumannsins Berds Hoormanns, sem er einn af eigendum Bílar & List. Hoormann var að fara með bílinn í skip sem átti að sigla til Hamborgar þar sem bíllinn var tekinn á leigu frá bílaleigu. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 263 orð

Lónsöræfin aldrei vinsælli

UPP AF Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er fjallahringur, dalir og öræfi með mikilli fjölbreytni í formum og litum. Þarna er friðlandið á Lónsöræfum eða Stafafellsfjöllum, en Lónsöræfi er nýyrði. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 206 orð

Markaðsfræði í ferðaþjónustu

FERÐAMÁLASKÓLI Íslands útskrifaði nýverið í fyrsta skipti nemendur í alþjóðlegum ferðamarkaðsfræðum. Að sögn Friðjóns Sæmundssonar skólastjóra er skólinn annar tveggja skóla í heiminum, sem hlotið hefur réttindi í kennslu alþjóðlegra ferðamarkaðsfræða á vegum IATA/UFTAA, alþjóðasamtaka flugfélaga og ferðaskrifstofa. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 348 orð

Netið þvingar fram samræmi í verði

EVRÓPSKIR bílaframleiðendur standa bandarískum framleiðendum langt að baki í notkun Netsins sem sölu- og markaðstækis. Þetta er mat sérfræðinga sem kemur fram í Automotive News Europe. Ástæðan er talin sú að framleiðendur vilji síður að bílkaupendur geti gert samanburð á verði fyrir álagningu skatta milli einstakra landa innan Evrópubandalagsins. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 125 orð

NiflungahringurWagners í heild

NIFLUNGAHRINGUR Wagners verður settur upp í heild í Finnsku þjóðaróperunni í Helsinki vorið 2000. Óperan, sem er í fjórum þáttum; Rínargullið, Valkyrjurnar, Sigurður Fáfnisbani og Ljósaskipti guðanna þykir eitt mesta afrek óperusögunnar og tæki heilan dag í samfelldum flutningi. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 105 orð

RX-7 með Rotary vél

NÝ gerð Mazda RX-7 verður frumsýnd á bílasýningunni í Tókíó næsta haust og er þess beðið með eftirvæntingu hvernig nýi bíllinn verður. Eins og fyrri gerðir verður hann með rotary-vél, sem er með bullu sem snýst. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 1033 orð

SKOTLAND Fríið skipulagt á Netinu

Þegar Guðbjörg R. Guðmundsdóttir hafði ákveðið að fara með fjölskylduna í frí til Skotlands í pakkaferð, "flug og bíl", var farið á Netið og gistimöguleikar skoðaðir. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 759 orð

Sköpun goðsagna og mótorhjóla

Mótorhjól geta verið hreinustu listaverk og þá er eðlilegt að þau sé að finna á listasöfnum. Þótt langt sé um liðið frá því að Ragnhildur Sverrisdóttir átti slíkan grip lét hún listsýningu á Harley-Davidson hjólum í Kulturhuset í Stokkhólmi ekki framhjá sér fara. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 89 orð

Vel sótt sportbílasýning

SPORTBÍLASÝNINGIN í Laugardalshöll í síðustu viku var vel sótt og auðséð að landsmenn hafa mikinn áhuga fyrir bílum af þessu tagi. Á sýningunni voru öll bílaumboðin á Íslandi með sýningarbíla en líklega vöktu einna mesta athygli Ferrari bílarnir tveir, Formula 1 bíllinn, sem Michael Schumacher keppti á síðasta keppnistímabil, og F355 GTS sportbílinn. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 600 orð

Verstu hliðar Feneyja afhjúpaðar

BORGARSTJÓRINN í Feneyjum á Ítalíu hefur úthlutað ljósmyndaranum Oliviero Toscani býsna óvenjulegu verkefni, að því er hermt er í The Sunday Times. Toscani, sem þekktur er fyrir sláandi auglýsingamyndir undir merkjum tískuframleiðandans Benetton, mun eiga að mynda miður fallegar hliðar borgarlífsins í því skyni að letja túrista til Feneyjafarar. Meira
23. maí 1999 | Ferðalög | 134 orð

Vinstri akstur

Í Skotlandi eins og Englandi er ekið vinstra megin á veginum. Nokkurn tíma tekur að venjast "öfugri" umferðarátt en með einbeitingu og varkárni ætti engum að vera það ofaukið. Sökum þess að nógu erfitt er að fylgjast með umferðinni og vanda sig við gatnamót er mælt með að tekinn sé sjálfskiptur bílaleigubíll. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 203 orð

VW jeppi fyrir Bandaríkjamarkað

VOLKSWAGEN ætlar veita nýjum Range Rover lúxusjeppa, sem kemur á markað á næsta ári, harða samkeppni með jeppa sem fyrirtækið hannar í samvinnu við Porsche. Hann verður með V12 vél og verður stærri en í fyrstu var gert ráð fyrir. Hann er smíður á sömu undirplötu og fimmta kynslóð VW Caravelle/Transport og kemur á markað 2002. Meira
23. maí 1999 | Bílar | 853 orð

Yfirdrifið afl og þægindi í Grand Cherokee

GRAND Jeep Cherokee er flaggskip Jeep verksmiðjanna sem er eitt undirmerkja Chrysler, nú DaimlerChrysler samsteypunnar. Þessi sportlegi jeppi hefur verið á markaði síðan 1992 en var í fyrsta sinn settur á markað endurhannaður á síðasta ári. Þótt breytingin á ytra byrði virðist berum augum einvörðungu smávægileg er hún þeim mun meiri í raunveruleikanum. Meira

Fastir þættir

23. maí 1999 | Í dag | 25 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 23. maí, verður fimmtugur Kjartan Ásmundsson, Rekagranda 7. Eiginkona hans er Sigrún Ásmundar. Þau hjónin dvelja í París á afmælisdaginn. Meira
23. maí 1999 | Fastir þættir | 880 orð

Balkanskagabrölt Ég spyr sjálfan mig aftur og aftur: eru þeir brjálaðir eða er eitthvað sem ég geri mér ekki grein fyrir, spyr

Sitt sýnist hverjum um hernaðarbrölt NATO á Balkanskaga. Íslensk stjórnvöld eru því reyndar algjörlega sammála, ekki hafi annað verið hægt en grípa inn í gang mála með þeim hætti sem raun ber vitni og aðrir NATO- vinir hérlendir virðast sama sinnis. Ekkert er hægt að gera við því þótt ein og ein sprengja missi marks og drepi saklaust fólk. Meira
23. maí 1999 | Í dag | 369 orð

Helgihald Dómkirkjunnar á hvítasunnu

VEGNA viðgerða á Dómkirkjunni í Reykjavík fer helgihald safnaðarins fram í Fríkirkjunni á Fríkirkjuvegi 5. Á hvítasunnudag, þegar við minnumst þess að heilagur andi kom yfir lærisveinana og kirkja Krists var stofnuð, verður hátíðarmessa í Fríkirkjunni kl. 11. Þar mun sr. Hjalti Guðmundsson þjóna að helgihaldinu ásamt Dómkórnum og organistanum Marteini H. Friðrikssyni. Meira
23. maí 1999 | Í dag | 534 orð

Hver kannast við fólkið?

Ef einhver kannast við fólkið á þessum myndum er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við Jónínu Guðmundsdóttur í síma 4314131. Leit að loforði Í GÆR, 17. maí, var sagt frá því í fréttum í Ríkissjónvarpinu að Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, væri með aðvörun til þjóðarinnar vegna vaxandi verðbólgu. Meira
23. maí 1999 | Dagbók | 896 orð

Í dag er sunnudagur 23. maí, 143. dagur ársins 1999. Hvítasunnudagur. Orð dagsi

Í dag er sunnudagur 23. maí, 143. dagur ársins 1999. Hvítasunnudagur. Orð dagsins: Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar. (Jóhannes 14, 18.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Hanse Duo, Dettifoss og Bakkafoss koma í dag. Meira
23. maí 1999 | Í dag | 615 orð

JIM Rogers og Paige Parker, unnusta hans, sem hófu þriggja ár

JIM Rogers og Paige Parker, unnusta hans, sem hófu þriggja ára heimsreisu sína á gulri Mercedez Benz-bifreið hér á landi um síðustu áramót, voru um miðja síðustu viku stödd í Shanghai í Kína. Þá höfðu þau lagt að baki rúmlega 22 þúsund kílómetra síðan ferðin hófst í Reykjavík 31. desember. Frá Íslandi fóru þau til Skotlands, þaðan til Írlands og síðan yfir til Englands. Meira
23. maí 1999 | Í dag | 96 orð

VORSÓL

Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? * Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin, nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Meira

Íþróttir

23. maí 1999 | Íþróttir | 251 orð

Kostur að vera vanar roki og rigningu

EYJASTÚLKUR hafa fengið öflugan liðsstyrk því þrjár enskar stúlkur frá Everton munu spila með liðinu í sumar. Tvær þeirra eru sautján ára og í u-18 ára landsliði Englands, Kelly Shimmen og Karen Burke, sem reyndar spilaði með ÍBV í fyrra en markvörður Annie Wright er 34 ára með mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Meira
23. maí 1999 | Íþróttir | 688 orð

KR-stúlkur líklegastar

KNATTSPYRNUKONUR eru í óða önn að reima á sig skóna fyrir sumarið en þær leika sína fyrstu umferð í meistarakeppninni á þriðjudaginn þegar Breiðablik fær Fjölni í heimsókn, Eyjstúlkur halda til KR í Vesturbæinn, Valsstúlkur halda á Skagann til móts við ÍA og í Grindavík fá heimasæturnar Stjörnustúlkur í heimsókn. Meira
23. maí 1999 | Íþróttir | 118 orð

Við horf- um til framtíðar

"VIÐ ætlum að byggja á stelpum, sem við erum búin að skóla og horfa þannig til framtíðar," sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari Breiðabliks um sumarið. Hann missir að öllum líkindum þrjá leikmenn: Helgu Ósk Hannesdóttur vegna meiðsla, Erlu Hendriksdóttur eftir þrjá leiki og Sigríði Lákadóttur alveg vegna meiðsla, Meira

Sunnudagsblað

23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1120 orð

Aftur í tónlistina Sigtryggur Baldursson hefur eytt drjúgum tíma í ferðalög undanfarið, enda starfar hann jöfnum höndum að

FYRIR nokkrum árum fluttist Sigtryggur Baldursson til Bandaríkjanna með Sigrúnu konu sinni sem hélt til framhaldsnám í líffræði. Um það leyti var Sigtryggur á hátindi frægðarinnar hér á landi sem söngvarinn síkáti Bogomil Font, en ytra hugðist Sigtryggur leggja Bogomil á hilluna og fara að vinna við annarskonar og skemmtilegri tónlist. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 387 orð

Bandarísk viðvörun til kaupenda og seljenda fæðubótar- og hollustuefna í fjölþrepasölu

"National Council Against Health Fraud", NCAHC, er opinber bandarísk stofnun, sem fylgist með svikum og prettum á heilbrigðissviðinu. Í fréttabréfi stofnunarinnar í mars- apríl 1993 stendur að sökum tíðra fyrirspurna um alls kyns fæðubótarefni, seld af "sjálfstæðum dreifingaraðilum", hafi verið teknar saman nokkrar almennar ábendingar. Meðfylgjandi atriði eru byggð á þeim ábendingum. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 270 orð

Bandarísk viðvörun við fjölþrepasölu

"Federal Trade Commission" er opinber bandarísk stofnun, sem fylgist með verslun og viðskiptum í Bandaríkjunum. Á heimasíðu hennar, www.ftc.org/bcp/online/pubs/invest/mlm.htm, er að finna viðvörun við fjölþrepasölu. Fólk er hvatt til að nota heilbrigða skynsemi og bent á eftirfarandi atriði ef það hugleiðir að taka þátt í sölustarfsemi: 1. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 179 orð

ÐEimskip með lagerhald og dreifingu fyrir RJC

NÝLEGA gekk RJC matvara ehf., sem er í eigu Rolf Johansen, og Eimskip, frá samningi um að Eimskip sjái um lagerhald og dreifingu á allri innfluttri matvöru fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að hjá RJC hljótist af þessu mikil hagræðing í húsnæðismálum og starfsmannamálum. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 717 orð

Ekki bara kvennaskóli

"Þetta eru húsgögnin hennar Ingibjargar H. Bjarnason," segir Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, þegar hún sér hve blaðamaður horfir undrandi í kringum sig á skrifstofu skólameistara. Skrifstofan ber þess vitni að ekki hafi verið hreyft við miklu í þau níutíu ár sem eru liðin frá byggingu hússins. Húsgögnin eru flest úr búi Ingibjargar H. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 389 orð

Eplaball og peysuföt

"Það eru náttúrlega þessar hefðir sem hafa haldið sér frekar lengi," segir Eyrún Magnúsdóttir, fráfarandi formaður Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans, þegar hún er spurð að því hvað það sé sem geri félagslífið í Kvennó frábrugðið því sem gerist annars staðar. Peysufatadagurinn er haldinn árlega meðal þriðjubekkinga. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 865 orð

Er fjölþrepasala sama og pýramídasala?

Fræðilega séð er fjölþrepasala, "multi-level marketing", ekki það sama og pýramídasala, en í raun vill oft verða mjótt á mununum. Selt er í gegnum sjálfstætt starfandi dreifendur, ekki í gegnum verslanir. Ágóði dreifenda felst ekki aðeins í því sem þeir selja sjálfir, heldur einkum og sér í lagi af sölu þeirra, sem þeir fá til að selja vöruna. Sá sem aflar sölumanns, fær ágóða af sölu hans. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 2260 orð

Fortíðarvandi til framtíðar

KÓLA-SKAGI í Norðvestur-Rússlandi, steinsnar frá landamærum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar, er sá staður í veröldinni þar sem mesta magn kjarnakleyfra efna er saman komið. Talið er að á svæðinu, sem liggur frá borginni Múrmansk í vestri, til Severodvinsk í suðri, til eyjarinnar Novaya Zemlya í austri, sé að finna u.þ.b. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 2929 orð

HALLDÓR Í HVÍTA HÚSINU Halldór Guðmundsson s

HALLDÓR Í HVÍTA HÚSINU Halldór Guðmundsson stendur á tímamótum. Hann heldur upp á þrjátíu ára afmæli sitt í auglýsingamennsku og tuttugu ára afmæli sitt sem framkvæmdastjóri auglýsingastofu, en hvort tveggja ber upp á 20 ára afmæli SÍA ­ Sambands íslenskra auglýsingastofa ­ þar sem hann er nú formaður í þriðja sinn. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 722 orð

Hrafnkels saga er þröng í stíl og efni. Hana skortir frelsi

Hrafnkels saga er þröng í stíl og efni. Hana skortir frelsi listaverks á borð við Njálu. Samþjöppuð áminning um gæfuleysi goðanna, skrifuð af kristnum umvandara sem hefur ekkert sérlega gaman af efninu sem hann er að sýsla með fram yfir boðskapinn, þannig verkar þessi saga á mig. Þetta er kannski bókmenntasögulegt guðlast af minni hálfu, en þá er að taka því. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 37 orð

Hvað er selt í fjölþrepasölu hér?

Ýmar aðrar vörur en Herbalife eru seldar í fjölþrepasölu á Íslandi. Þar má meðal annars nefna Nature's Own, sem er einnig fæðubótarefni, NuSkin snyrtivörur, Clear Trend afþurrkunarklúta, Tupperware-ílát, Waves-heilsuúða og Rainbow-ryksugur. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 105 orð

Hvað er þá til ráða?

Hvað er til ráða til að grenna sig annað en fæðubótarefni? Ráðleggingarnar eru margar og margvíslegar og margar slíkar má finna á Netinu. Á slóðinni http://www.pueblo.gsa.gov/cic-text/health/weightloss4life/wtloss.htm er að finna greinargott yfirlit yfir allt sem lýtur að megrun og hollu líferni. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 3459 orð

Iðgjaldagrundvöllurinn gjörbreyttur

TRYGGINGAFÉLÖGIN UNDIRBÚA AÐ HÆKKA IÐGJÖLD LÖGBOÐINNA ÖKUTÆKJATRYGGINGA VEGNA BREYTINGA Á SKAÐABÓTALÖGUM Iðgjaldagrundvöllurinn gjörbreyttur Tryggingafélögin eru með í undirbúningi að hækka iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga vegna hækkana á bótum vegna líkamstjóna í kjölfar gildistöku breytinga á skaðabótalögunum 1. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1278 orð

Íri í Stjörnustríði

Írski leikarinn Liam Neeson hefur farið með hin fjölbreytilegustu hlutverk á sínum ferli, segir Arnaldur Indriðason. Hann varð frægur þegar hann lék Óskar Schindler í Lista Schindlers en núna er búið að frumsýna fyrsta hluta nýja Stjörnustríðsbálksins þar sem hann fer með eitt aðalhlutverkanna, leikur Jedimeistarann Qui-Gon Jinn. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1132 orð

Í slagtogi við skapvondan geithafur

ÞAÐ hefur gengið á ýmsu í lífi Jónmundar Friðriks Ólafssonar, bónda í Kambakoti á Skagaströnd og í sumum tilvikum má hann þakka fyrir að hafa haldið lífi. Jónmundur er skírður í höfuðið á Friðriki Sigurðssyni, síðasta Íslendingnum sem tekinn var af lífi hérlendis ásamt Agnesi Magnúsdóttur, eftir að þau voru dæmd til dauða fyrir morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1509 orð

Íslenskar gyllivonir: milljónamæringar á bandaríska vísu

Bannaðar vörur, ólöglegar auglýsingar og gylltar gróðavonir er það sem blasir við augum, þegar dreifing Herbalife á Íslandi er athuguð. Áróður Herbalife-sölumanna fyrir vörunni annars vegar og þó einkum og sérílagi að fólk fari í að útvega fleiri sölumenn er á sömu nótum og í Bandaríkjunum, eins og kemur fram í kynningarefni, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1008 orð

Kossinn langi

Nú hafa sölumenn og markaðsstjórar bryddað upp á þeirri nýjung að gefa ungu fólki kost á því að kyssa nýjasta bílamódelið og verðlauna þann sem heldur kossinn lengst út, með því að gefa bílinn í vinning. Ellert B. Schram á öðruvísi minningar um langa kossa. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1176 orð

Kynferðisleg áreitni snertir ekki bara konur

KYNFERÐISLEG áreitni er nokkuð sem hver vinnustaður verður að vera tilbúinn til að takast á við. Þetta kom meðal annars fram á fyrirlestrum sem Ninni Hagman, sænskur sérfræðingur á þessu sviði, hélt í vikunni. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 435 orð

Leiðarvísir fyrir fólk í atvinnuleit

KOMIN er út bókin Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Pétursson, rekstrarráðgjafa hjá Ráðgarði hf. Er hún hugsuð sem leiðarvísir fyrir fólk í atvinnuleit og fjallar um ráðningarferlið frá sjónarhóli umsækjanda með fjölda dæma og sýnishorna. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 719 orð

"Setið inni" samtals í fimm ár

Í SAUTJÁN ár hefur Jóhann Guðmundsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri og nú eftirlaunaþegi, sinnt íslenskum föngum og það sama hefur eiginkona hans, Lára Vigfúsdóttir, gert undanfarin tólf ár. Jóhann var "Vatnaskógadrengur" eins og hann segir sjálfur og starfaði mikið með KFUM. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 2288 orð

Starfað í þágu fanga

Starfað í þágu fanga Ekki hvarflaði að Hildi Friðriksdóttur að Watergate-hneykslið yrði til þess að aðbúnaður fanga víða um heim batnaði eins og raun ber vitni. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 666 orð

Starfsemi Herbalife í Bandaríkjunum og víðar

Fyrirtækið Herbalife var stofnað í Bandaríkjunum 1980 af manni að nafni Mark Hughes. Það leið ekki á löngu áður en athygli heilbrigðisyfirvalda beindist að fæðubótarvörum og söluaðferðum fyrirtækisins. Fyrirtækið þrífst enn, en Hughes býr ekki lengur í Bandaríkjunum eftir röð dómsmála gegn fyrirtækinu. Söluhrun í Frakklandi og Þýskalandi Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1741 orð

Stofnun Kvennaskólans gríðarlegt átak

"STOFNUN skólans var gríðarlegt átak í tvennum skilningi, í fyrsta lagi voru skólar í landinu ekki margir og enginn skóli fyrir konur", segir Aðalsteinn Eiríksson sem gegnt hefur stöðu skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík en er í tímabundnu leyfi. "Konur máttu ekki setjast í Latínuskólann þótt þær vildu. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 2409 orð

Stúdentasvall og söngvar frá liðinni öld

Áfram heldur frásögn séra Bjarna Þorsteinssonar í bréfi til Björns læknis Blöndal en upphafið birtist í síðasta sunnudagsblaði. Jæja. Þennan dag var jarðarför ­ dáin kona Schous steinhöggvara ­ og fór ég bæði í kirkju og upp í garð, alveg eins og í gamla daga, svo heimsótti ég landfógetann og var þar ágætt að koma. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 274 orð

Störf hjá Neytendasamtökunum

NEYTENDASAMTÖKIN auglýsa eftir skrifstofustjóra og löglærðum starfsmanni. Æskilegt er hinn fyrrnefndi hafi háskólamenntun eða sambærilega menntun auk góðrar þekkingar og reynslu af félagsmálum. Lögð er áhersla á að umsækjendur í bæði störfin geti haft frumkvæði og starfað sjálfstætt. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 65 orð

Tonga

Opinbert heiti: Pule'anga Fakatu'i 'o Tonga (tongamál) eða Kingdom of Tonga (enska). Flatarmál: 780 km Stjórnarfar: Þingbundin konungsstjórn. Þrjátíu fulltrúa löggjafarþing. Íbúafjöldi (1997): Um 102.000 manns. Höfuðborg: Nuku'alofa, þar búa um 22.000 manns. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 204 orð

Tónleikafjör

TÓNLEIKAÞYRSTIR ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð á næstu vikum. Nú stendur sem hæst lágmenningarhátíð á vegum Hljómalindar, nýlokið er miklum tónleikum í Laugardalshöll og eftir mánuð verða tónleikar á þaki Faxaskála. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 268 orð

Útgerðin á auðfenginn gróða og auðlosuð kíló

"Það sem er of gott til að vera satt er heldur ekki satt." Þessi gullvæga og einfalda varúðarregla á víða við og þá meðal annars um þann skjótfengna gróða, sem sölufólki er lofað fyrir að selja vörur eins og Herbalife. Og þetta á einnig við um nýtt og betra líf með fæðubótarefnum. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 364 orð

"Verðum að sjá viðbrögð"

HLJÓMSVEITIN Maus hefur ekki látið ýkja mikið á sér bera undanfarið, enda liðsmenn hennar bundnir yfir því að semja lög á breiðskífu sem sveitin sendir frá sér í haust. Forsmekkur af þeirri skífu verður gefinn á Gauknum næstkomandi þriðjudag þegar þeir félagar viðra nýtt tónleikaprógramm. Mausverjar segjast hafa verið í stífum æfingum lokaðir inni í bílskúr síðustu fjóra mánuði. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 2799 orð

Víkingar á Vináttueyjum

Ef prjóni er stungið í gegnum Ísland á hnattlíkani kemur hann út rétt sunnan við Tongaeyjar, eða Vináttueyjar, í Suður-Kyrrahafi. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður og Sigurður Halldórsson flugstjóri fóru í vetur á þann þurra blett sem fjarst er Íslandi. Guðni Einarsson fræddist af þeim félögum um landið og þjóðina sem er öndvert við okkur á hnettinum. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 388 orð

Þrengir að stórveiðimönnunum

Talsverð umræða hefur verið um stórveiði sem tekin er úr flestum bestu laxveiðiánum hér á landi á maðk fyrstu dagana eftir að fluguveiðitímabilunum í ánum lýkur. Talað er um "maðkahollin" eða "maðkaopnanir", en veiði er jafnan mikil enda hefur laxinn þá ekki séð maðk svo vikum skiptir og tekur grimmt. Hinir ýmsu leigutakar hafa brugðist við, t.d. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 1179 orð

ÞYRLUR ERU EKKERT ANNAÐ EN VERKFÆRI

Þyrluþjónustan á Reykjavíkurflugvelli hefur nú starfað í áratug og forstjórinn, Halldór Hreinsson, marga fjöruna sopið í rekstrinum á þeim tíma. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfinu og verkefnum hefur mjög fjölgað með því að nýjar starfsgreinar nýta sér þyrluna sem verkfæri. Morgunblaðið hitti Halldór í vikunni til að ræða um Þyrluþjónustuna á fyrrnefndum tímamótum. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 503 orð

(fyrirsögn vantar)

Í UPPHAFI níunda áratugarins var mikið um að vera í tónlistarlífi vestan hafs. Í New York voru frumherjar að þreifa fyrir sér með nýja tónlistarstefnu, tóku eldri verk og klipptu niður í búta, hristu saman og lögðu með frá sjálfum sér það sem þurfti til að skapa einstakan stíl sem enn hefur áhrif um allan heim. Meira
23. maí 1999 | Sunnudagsblað | 145 orð

(fyrirsögn vantar)

PÁLL og Sigurður í góðu yfirlæti á Tonga. ÓMUR kuðungsins berst langtyfir hafflötinn og notaður tilað senda hafskipum hljóðmerki úr landi. HVARVETNA má sjá handverkskonur vefa mottur ogteppi. MARGT ungt fólk frá Tongafer til starfa í útlöndum. Meira

Fasteignablað

23. maí 1999 | Fasteignablað | 35 orð

Allt í góðu standi

Allt í góðu standi ÞEGAR allt er í drasli í bílskúrnum þá svífa fyrir hugskotsjónum myndir af þessu tagi. Kannski væri hægt að gera þetta paradísarástand" að raunveruleika og koma öllu svona rækilega og vel fyrir. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 298 orð

Endurnýjað timburhús við Vatnsstíg

FASTEIGNASALAN Valhús var að fá í einkasölu einbýlishús að Vatnsstíg 8 í Reykjavík. Þetta er timburhús á þremur hæðum, alls 127 fermetrar. Húsið heitir Sund og var byggt 1898, en hefur verið mjög mikið endurnýjað. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 180 orð

Falleg sérhæð við Nesveg

HJÁ fasteignasölunni Lundur er nú í sölu falleg sérhæð ásamt risi að Nesvegi 51, samtals 150 fern. að stærð. Íbúðin er í steinsteyptu tvíbýlishúsi, sem er byggt 1946. Hæðinni fylgir góður bílskúr. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 37 orð

Gamaldags en glæsilegt

GYLLT skal það vera. Takið eftir sérkennilegu kínversku mynstrinu. Rammarnir og jafnvel myndirnar sjálfar á hurðinni eru í skemmtilegu samræmi við umrætt munstur. Góð aðferð til þess að skreyta hurð sem ekki er í notkun. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 258 orð

Gott einbýlishús á eftirsóttum stað

MUN meiri hreyfing er nú á einbýlishúsum en áður enda eftirspurn eftir þeim miklu meiri. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu einbýlishús við Brúnastekk 1. Húsið er hæð og kjallari með innbyggðum bílskúr, alls 227 ferm. Ásett verð er 19,9 millj. kr. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 203 orð

Hús í verðlaunagötu við Lækinn

HJÁ fasteignasölunni Ási er til sölu einbýlishús að Lækjarkinn 18 í Hafnarfirði. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1964 og er það tvær hæðir og hálfur kjallari. Húsið er alls 158 ferm., þar af er bílskúr 33 ferm. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 212 orð

Húsnæði Vogue við Skólavörðustíg til sölu

HÚSEIGNIN Skólavörðustígur 12 er bygging sem flestum er að góðu kunn í höfuðborginni. Friðrik Þorsteinsson húsgagnasmíðameistari byggði alla bygginguna, en sá hluti, sem verslunin Vogue hefur átt og starfað í, var byggður 1942. Sá hluti er nú til sölu hjá fasteignasöluni Ásbyrgi. Eignarhlutinn er jarðhæð, sem er um 225 ferm. og kjallari, sem er um 42 ferm. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 513 orð

Kveðjum Frankfurt

ÞAÐ er ekki endalaust hægt að liggja yfir bæklingum og minnispunktum frá lagnasýningunni í Frankfurt, en þó eru enn nokkur atriði sem vert er að koma á framfæri og gætu, ef rétt er á málum haldið, orðið til gagns hérlendis. Margir hafa spurt hvort ekkert hafi sést af rör í rör kerfum, hvort það sé einhver bóla sem sé sprungin. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 287 orð

Leiguíbúðum fækkar vegna mikillar sölu

LEIGUMARKAÐURINN er mjög erfiður eins og er og vegna mikillar íbúðasölu að undanförnu hefur framboð á leiguhúsnæði minnkað. Kom þetta fram í viðtali við Jón Kjartansson, framkvæmdastjóra Leigjendasamtakanna. "Afleiðingarnar eru harðari barátta um hverja íbúð, sem þýðir mikla hækkun á leiguverði," sagði Jón. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 161 orð

Minna byggt vestra í apríl

BYGGING nýrra íbúðarhúsa í Bandaríkjunum dróst saman um 10,1% í apríl miðað við næsta mánuð á undan og er það mesti samdráttur í einum mánuði í tæpt 5 1/2 ár af því að eftirspurn eftir nýju húsnæði hefur minnkað eftir metframkvæmdir í vetur að sögn bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 266 orð

Skemmtileg og vel staðsett sérhæð

FASTEIGNASALAN Hóll hefur fengið í einkasölu skemmtilega hæð að Bjargartanga 17 í Mosfellsbæ. Þetta er sérhæð í tveggja íbúða húsi og er hún 143 ferm. að stærð, ásamt 25 ferm. bílskúr. Húsið var byggt 1976 og er það steinsteypt. Það er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 37 orð

Stórfenglegur arinn

Stórfenglegur arinn SUMIR eru hrifnir af því að hafa arin í stofunni sinni. Hér má sjá einn stórfenglegan. Steinhleðslan er mjög áberandi og það ætti að vera hægt að fá steina hér til þess að útbúa svona steinvegg. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 509 orð

Unnið að skipulagi 380 íbúða svæðis á Selfossi

UNNIÐ er að því að deiliskipuleggja nýtt hverfi, Suðurbyggð, á Selfossi. Það er Helgi Bergmann Sigurðsson arkitekt sem vinnur að deiliskipulaginu en unnið er eftir tillögu frá honum sem var ein þriggja sem sendar voru inn í hugmyndasamkeppni um skipulag þessa nýja byggingalands á Selfossi. Á svæðinu er gert ráð fyrir um 380 íbúðum og blönduðum lóðagerðum, fyrir einbýlishús, parhús og raðhús. Meira
23. maí 1999 | Fasteignablað | 123 orð

Verð húsa í Bretlandi hækkar um 4,4% í ár

VERÐ húsa í Englandi og Wales mun líklega hækka um 4,4% í ár miðað við 8,1% í fyrra að sögn hagspárstofnunarinnar Cambridge Econometrics. Einnig er talið að byggingarframkvæmdir muni dragast saman um 2,5% í ár. Meira

Ýmis aukablöð

23. maí 1999 | Blaðaukar | 670 orð

Alparósir

ÓLAFUR Njálsson, Nátthaga í Ölfusi, er landskunnur garðyrkjumaður. Hann hóf störf 14 ára gamall við skrúðgarðyrkjustörf og hefur meðal annars unnið fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur, Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og Gróðrarstöðina Mörk. Hann stundaði nám í norskum garðyrkjuskóla og síðan í norskum landbúnaðarháskóla, en þaðan lauk hann kandídatsprófi í garðyrkju. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 285 orð

Boðflennur í garðinum

ILLGRESI er samheiti yfir óþurftarplöntur á svæði sem ræktað er. Allir sem komið hafa nálægt garðyrkju, skógrækt og matjurtarækt kannast við þessar boðflennur. Börn hafa flest mikið yndi af því að blása á bifukollur, en garðyrkjufólki finnst sú tómstundaiðja ekki ýkja sniðug, enda er þá verið að feykja af stað fræjum fífils, Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 1097 orð

Boðflennur í garðinum

ILLGRESI er samheiti yfir óþurftarplöntur á svæði sem ræktað er. Allir sem komið hafa nálægt garðyrkju, skógrækt og matjurtarækt kannast við þessar boðflennur. Börn hafa flest mikið yndi af því að blása á bifukollur, en garðyrkjufólki finnst sú tómstundaiðja ekki ýkja sniðug, enda er þá verið að feykja af stað fræjum fífils, Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 123 orð

Efni

Vistvæn vin 4 þau vilja engin eiturefni í gróðrarstöðina sína. Vökvað að vetri 5 selta skoluð af sígrænum gróðri. Lóðin skipulögð 6 rætt við skrúðgarðyrkjumeistara um garðahönnun. Klipping limgerðis 7 fagmaður gefur leiðbeiningar og góð ráð. Hellur lagðar 8 leiðbeiningar um hellulögn og undirbúning hennar. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 572 orð

Hellur lagðar í stéttir og stíga

HVORKI er erfitt né flókið að leggja hellur, segir Jón Hákon Bjarnason, skrúðgarðyrkjumeistari, en aðalvinnan felst í undirbúningnum. "Hellur eru lagðar á malarpúða og fyrsta skrefið er að grafa holu sem er 50-60 sentímetra djúp og nær 25-30 sentímetra út fyrir fyrirhugaða stétt. Sé um að ræða bílastæði er æskilegt að grafið sé dýpra, eða 70-80 sentímetra. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 599 orð

Hitabeltisloftslag í sólstofum

SÓLSTOFUR eru líklega hvergi jafn vinsælar og hér á hjara veraldar, enda dreymir okkur flest um fleiri sólargeisla og eilítið hærra hitastig. Sólstofur eru orðnar nokkuð algengar í nýbyggingum og þá er gert ráð fyrir þeim frá upphafi, í hönnun hússins. Þeir sem búa í eldri húsum og þrá hitabeltisloftslag, þurfa að láta hanna fyrir sig sólstofu sem viðbyggingu. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 58 orð

Leiktæki

ÞAR sem börn búa verður að gera ráð fyrir leikjum þeirra í garðinum. Sull og drullumall er til dæmis afar vinsælt og gott að gera ráð fyrir því strax við hönnun garðsins. Ennfremur eru sandkassi og dúkkukofi ofarlega á vinsældarlistanum, að ekki sé talað um rólu, en gæta þarf að hæfilegu öryggisrými áður en hún er sett upp. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 545 orð

Limgerði klippt

ÞEGAR runnar eða tré eru gróðursett í limgerði eru plönturnar oftast svo litlar að mönnum finnst óhugsandi að klippa af þeim. Það er þó mikilvægt, eigi limgerðið að verða þykkt og fallegt í framtíðinni, segir Jón Hákon Bjarnason skrúðgarðyrkjumeistari og skógræktarfræðingur. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 523 orð

Lóðin skipulögð af alúð

JÓN Hákon Bjarnason skrúðgarðyrkjumeistari segir skipulag garða hafa tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Áður var stór grasflöt í aðalhlutverki og ekki jafn mikil áhersla lögð á mismunandi dvalarsvæði. Nú vilja flestir að garðinum sé skipt niður, nánast eins og vistarverum innandyra. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 738 orð

Menn rækta í sér sálina Í Garðyrkjufélagi Íslands, sem stofnað v

FRÆÐSlA er hjartans mál Kristins H. Þorsteinssonar, sem nýlega var kjörinn formaður Garðyrkjufélags Íslands. Hann er garðyrkjufræðingur og húsasmiður og hefur alla tíð haft áhuga á gróðri. Segist hafa vökvað stofublómin þegar hann var gutti og haft er fyrir satt að mörg þeirra hafi "óvart" endað inni í herberginu hans. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 310 orð

Óbein lýsing er best

LÝSING við híbýli skiptir verulegu máli, en uppsetning hennar getur vafist verulega fyrir fólki. Huga þarf að heildarmynd húss og lóðar ásamt nánasta umhverfi. Ennfremur skiptir máli að lýsing sé þægileg og áhrif hennar jákvæð. Af öryggisástæðum getur verið nauðsynlegt að lýsa upp tröppur, því annars er hætta á að fólk sjái þær ekki í skammdeginu. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 848 orð

Sáning

HÆGT er að sá fyrir ótrúlegustu tegundum í heimahúsi, þótt ekkert sé gróðurhúsið. Til að sá og fá upp blóm, matjurt eða tré, þarf að huga að helstu grundvallaratriðum; birtu, vatni, hita og næringarefnum og að rétt hlutfall sé þar á milli. Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands segir að í öllum aðalatriðum gildi sömu reglur, hvort sem um er að ræða sumarblóm, fjölæringa eða Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 196 orð

Skraut í garði

EF vel er að gáð er margt annað en blóm eða tré sem setur svip sinn á garðinn. Úrval skrautmuna í verslunum er afar mikið og prýða þeir æ fleiri garða. Til að setja fallegan og persónulegan svip á lóðina þarf þó sem betur fer ekki endilega að kosta miklu til. Vissulega er stórt og veglegt blómaker glæsilegt við húsvegg og ekki síður stytta eða gosbrunnur. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 659 orð

Sólpallur

SÓLPALLAR þykja orðið jafn nauðsynlegir við hús og gasgrillin og að sögn Steingríms Björnssonar sölustjóra timbursölu hjá Byko og Sigurðar Sigurðarsonar hjá timbursölu Húsasmiðjunnar eru pallarnir sem fólk er að smíða af öllum stærðum þó sú algengasta sé í kringum 25-30 fermetrar. Meðalverð á efni í 25 fermetra pall er um 65.000 krónur. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 89 orð

Tölvuforrit til aðstoðar

TÖLVUFORRIT frá fyrirtækinu FastTrak er nú fáanlegt hér hjá Gulli og grænum skógum í Reykjavík. Um er að ræða tvo geisladiska, sem seldir eru saman á um 9.000 krónur. Á öðrum disknum er umfjöllun um rúmlega 1.500 plöntur með alfræðilegu ívafi. Á hinum disknum er mögulegt að skoða uppdrætti að mismunandi lóðum í þrívídd. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 22 orð

Umsjón: Brynja Tomer Ljósmyndir: Árni Sæberg Höfundar efnis: Brynja Tomer

Umsjón: Brynja Tomer Ljósmyndir: Árni Sæberg Höfundar efnis: Brynja Tomer Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Sigurður Fannar Guðmundsson Útlit: Sigrún Thorarensen Umbrot: Ellen H. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 179 orð

Vinnuaðstaða í garðinum

GÓÐ vinnuaðstaða í garðinum getur skipt sköpum, sérstaklega fyrir þá sem sá að einhverju ráði og stunda ræktun blóma eða trjáa. Í garði á norðanverðu Seltjarnarnesi rákumst við á þetta myndarlega vinnuborð, sem húsmóðirin segist nota mjög mikið, en hún hefur sérstakt yndi af trjárækt. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 1004 orð

Vistvæn vin í Reykjavík "Við getum ekk

"Við getum ekki boðið jörðinni lengur upp á allt þetta eitur og ætlum að gera stöðina vistvæna," sagði Bryndís Pétursdóttir í símann, um leið og hún greindi frá því að þau Jan Klitgaard, eiginmaður hennar, væru að taka við rekstri gróðrarstöðvarinnar Markar. Hún hljómaði bæði einlæg og sannfærandi, svo Brynja Tomer ákvað þá þegar að þessi hjón vildi hún hitta. Meira
23. maí 1999 | Blaðaukar | 217 orð

Vökvað að vetri

BARRNÁLAR á sígrænum runnum og trjám, eins og greni, furu og eini, eiga til að sviðna. Endurnýjun barrnála tekur langan tíma og verða sviðin tré ósköp óhrjáleg að sjá. Jan Klitgaard og Bryndís Pétursdóttir segja að ein af orsökum þessa sé sjávarselta, en í roki getur hún borist mörg hundruð metra frá sjó. "Salt sem borið er á götur á veturna berst líka á tré og runna og getur sviðið þau. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.