Greinar föstudaginn 24. nóvember 2000

Forsíða

24. nóvember 2000 | Forsíða | 128 orð

Deilt um málamiðlunartillögu

"NÚ gildir að finna pólitískt jafnvægi. Við þurfum ákvörðun," sagði Jan Pronk, umhverfisráðherra Hollands, í gærkvöld við blaðamenn sem fylgjast með loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag. Meira
24. nóvember 2000 | Forsíða | 328 orð

Ísraelar slíta samstarfi öryggissveita

EPHRAIM Sneh, aðstoðarvarnarmálaráðherra Ísraels, ræddi í gærkvöld við einn af ráðgjöfum Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, til að reyna að draga úr átökunum á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Meira
24. nóvember 2000 | Forsíða | 48 orð | 1 mynd

Morðum ETA mótmælt

ÁÆTLAÐ er að 900.000 manns hafi komið saman í miðborg Barcelona í gærkvöld til að mótmæla morði á Ernest Lluch, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar, og fleiri drápum aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA. Meira
24. nóvember 2000 | Forsíða | 379 orð | 1 mynd

Neitar að fyrirskipa talningu í Miami-Dade

AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni demókrata, varð fyrir áfalli í gærkvöld þegar hæstiréttur Flórída ákvað að hafna beiðni lögfræðinga hans um að fyrirskipa kjörstjórn fjölmennustu sýslu ríkisins, Miami-Dade, að ljúka handtalningu atkvæða... Meira

Fréttir

24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 194 orð

82% telja að skylda eigi innflytjendur til að læra íslensku

TÆPLEGA 82% Íslendinga, eða 81,9%, telja að skylda ætti útlendinga sem setjast að á Íslandi til frambúðar að læra íslensku, að því er fram kemur í þjóðarpúlsi Gallups. 12,9% eru því andvíg en 5,2% segjast hvorki fylgjandi né andvíg. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 262 orð

Aðildarumsókn Júgóslavíu verði tekin fyrir

RÁÐHERRANEFND Evrópuráðsins er reiðubúin að samþykkja að Júgóslavíu verði veitt aðild að ráðinu, að því er sagði í yfirlýsingu nefndarinnar í gær. Meira
24. nóvember 2000 | Miðopna | 653 orð | 2 myndir

Aldrei öruggir um líf okkar

LÖGREGLUMENN hafa verið meðal íslenskra friðargæsluliða í Kosovo og Bosníu. Störf þeirra á þessum svæðum hafa verið ólík því í Kosovo hafa átökin verið meiri og friðargæsluliðar eina lögreglan á staðnum. Meira
24. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 469 orð

Alltaf erill í Álfheimum

EKKI virðist skipta neinu máli hvaða árstíð er þegar Ísbúðin Álfheimum er annars vegar, því nokkuð er sama hvort úti er sólskin og hlýindi eða brunagaddur, alltaf er einhver að kaupa þar og oftar en ekki er biðröð. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 296 orð

Aukin skæruliðastarfsemi Albana í Serbíu

VOJISLAV Kostunica, forseti Júgóslavíu, hefur krafist þess í bréfi, sem gert var opinbert í gær, að Atlantshafsbandalagið, NATO, komi í veg fyrir, að albanskir skæruliðar fari inn í Suður-Serbíu frá Kosovo-héraði. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 241 orð

Árleg aukning útlána 25% síðustu tvö árin

FORSTJÓRI Fjármálaeftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, gagnrýndi öran vöxt útlána hjá lánastofnunum á ársfundi stofnunarinnar í gær, og sagði að slík útlánaaukning langt umfram aukningu þjóðarframleiðslu gæti ekki staðist til lengdar. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 381 orð

Beltin geta oft bjargað miklu

"MÉR finnst slys sem þetta og önnur fyrr á árinu tvímælalaust staðfesta að séu belti í rútubílum og þau notuð bjarga þau miklu þegar rútur fara á hliðina eins og í þessu tilviki," segir Óli H. Meira
24. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 1366 orð

Bessastaðahreppi bjóðast tveir kostir

Óvíst er um sameiningu sveitarfélaga sunnan Reykjavíkur eftir að Kópavogur hefur dregið sig í hlé. Í umfjöllun Péturs Gunnarssonar segir að bæði Garðabær og Hafnarfjörður vilji sameinast Bessastaðahreppi. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 269 orð

Brezkir sérfræðingar til eftirlits í Frakklandi

BREZK stjórnvöld hyggjast senda sérfræðinga í matvælaeftirliti til Frakklands, til að ganga úr skugga um fullyrðingar þarlendra um heilbrigði fransks nautakjöts. Greindi talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, frá þessu í gær. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Brimborg kynnir Citroën um helgina

BRIMBORG er að hefja innflutning á bílum frá Citroën og verða sýndar fimm gerðir um helgina. Bílar frá Citroën voru síðast fluttir hingað til lands árið 1991 en árið 1995 tók Brimborg við umboðinu af Globusi. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 682 orð | 2 myndir

Dauðadómur að fara aftur til Tsjetsjníu

DÓMSMÁLARÁÐHERRA fullvissaði séra Jakob Rolland, prest kaþólskra, um að mál Aslans Gilaevs, 26 ára manns sem segist vera tsjetsjenskur flóttamaður, yrði skoðað gaumgæfilega og væntanlega myndi fást niðurstaða í málið næstu vikum. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1794 orð | 1 mynd

Eina lausnin á vandanum eða morfínsprauta?

Deilt var um hugmyndir um sölu Orkubús Vestfjarða til ríkisins á borgarafundi á Ísafirði. Fram kom að sveitarstjórnarmenn eru komnir upp að vegg vegna skulda stærstu sveitarfélaganna og sjá ekki aðra leið en að selja hlut sinn í Orkubúinu. Mikil andstaða hefur hins vegar komið fram við þessar hugmyndir, meðal annars á fundinum sem Helgi Bjarnason fylgdist með. Meira
24. nóvember 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 149 orð | 1 mynd

Ekki hræddar um línurnar

ÁGÚSTA, Guðmunda og Heiðdís, yngismeyjar búsettar í Hafnarfirði, voru nýlega komnar í Ísbúðina í Álfheimum, þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði. Þær voru spurðar að því hvort þær kæmu oft til að kaupa sér ís í höfuðborginni. Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 392 orð | 1 mynd

Ekki nóg að æfa milli þrettánda og þorrablóts

Egilsstöðum -Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum var formlega vígð sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Dagskrá hófst skömmu eftir hádegi með miklu sprelli íþróttaálfsins úr Latabæ, en hann fékk krakkana á staðnum til að gera með sér ýmsar kúnstir. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ekki verður af sameiningu

LJÓST virðist að ekki verði af sameiningu sveitarfélaganna sunnan Reykjavíkur. Kópavogur hefur dregið sig í hlé frá viðræðunum. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð

Eldur í sorpgeymslu

ELDUR kviknaði í sorpgeymslu húss við Unufell í Reykjavík laust fyrir kl. fjögur í fyrrinótt. Talsvert mikill eldur logaði í sorpgeymslunni og leikur grunur á að kveikt hafi verið þar í. Íbúa hússins sakaði ekki en reykræsta þurfti stigagang og... Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 841 orð | 1 mynd

Enn eitt skrefið að lokaniðurstöðum

Fimm þúsund manna ráðstefna tekur ekki stökk heldur mjakast áfram eins og snigill, segir Sigrún Davíðsdóttir eftir að hafa horft upp á ráðstefnuferlið á loftslagsráðstefnunni í Haag. En kemst þótt hægt fari. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 366 orð

Evrópuráðstefna samtaka foreldra skólabarna í Evrópu

LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli boða til ráðstefnu samtaka foreldra skólabarna í Evrópu, European Parents Association (EPA), á Hótel Loftleiðum, 24.-26. nóvember. Á fundi fulltrúaráðs EPA í Barcelona í maí sl. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Fastlaunakerfi með per-sónubundnum samningum

SAMNINGANEFNDIR í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Félags skipstjórnarmanna, Félags bryta og MATVÍS vegna félagsmanna á farskipum skrifuðu í gærkvöldi undir nýjan kjarasamning, eftir að samkomulag hafði náðst um helstu atriði samningsins í fyrrinótt. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Flýðu undan lögreglu

TVEIR menn sem staðnir voru að eignaspjöllum í versluninni Select við Vesturlandsveg reyndu að forða sér úr klóm lögreglu með ofsaakstri um borgina. Tveir menn voru að verki og flúðu þeir af vettvangi á bíl. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 113 orð

Framganga lögreglu líklega kærð

INGIMUNDUR Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segist vita til þess að meint harðræði lögreglumanna á Ingólfstorgi aðfaranótt sunnudags verði kært. Kæran muni verða til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fylgi Framsóknar eykst á ný

FYLGI Framsóknarflokksins eykst um 4% samkvæmt nýrri könnun Gallups en flokkurinn mælist nú með 16% en hafði 12% í síðustu könnun Gallups um mánaðamótin september/október. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fyrirlestur um lífshamingju

FYRIRLESTUR um lífshamingju verður haldinn í sal 101 í Odda í Háskóla Íslands laugardaginn 25. nóvember kl. 14.15. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og fyrirlesari Jóhann Breiðfjörð. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fyrirlestur um reynslu af krabbameini

KRABBAMEINSFÉLAG Íslands, í samvinnu við stuðningshópa sjúklinga sem greinst hafa með krabbamein, efnir til fræðslufundar í Skógarhlíð 8 föstudaginn 24. nóvember kl. 16.30. Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 203 orð | 2 myndir

Fyrsta fjölbýlishúsið af þremur

Grindavík- Byggingarleyfi hefur verið samþykkt fyrir einni blokk norðan við nýjan leikskóla í Grindavík. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Gíslar frelsaðir í Thailandi

LIÐSMENN sérsveita í Thailandi gerðu í gær áhlaup á bíl nokkurra fanga sem flúðu úr fangelsi á miðvikudag og tóku með sér gísla, þ. á m. fangelsisstjórann. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 19 orð

Gönguferð

SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúruvernd efna til léttrar göngu laugardaginn 25. nóvember. Lagt verður af stað kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í... Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 581 orð | 2 myndir

Hef efasemdir um blöndun við íslenskar kýr

"ÞAÐ er allt í lagi með NRF-kýrnar, þær geta mjólkað mikið, enda stórar, en persónulega er ég á móti því að blanda þeim við íslenska stofninn af ýmsum ástæðum," sagði Rakel Baldursdóttir í símaspjalli við Morgunblaðið. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Heildareignir sjóðsins 25 milljarðar króna

STJÓRNIR Lífeyrissjóðs Norðurlands og Lífeyrissjóðs KEA hafa undirritað samning um samruna sjóðanna frá og með næstu áramótum. Á sama tíma tekur gildi samruni Lífeyrissjóðs Norðurlands og Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Heitir því að styrkja lýðræðið

HINS nýskipaða forseta Perú, Valentin Paniagua, bíður nú það erfiða verkefni að stýra umskiptunum til raunverulega lýðræðislegra stjórnarhátta í landinu, þar til nýjar kosningar verða haldnar í apríl á næsta ári. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Hlutfallið getur verið yfir 100%

RAUNVERULEGT skatthlutfall fyrirtækja vegna tekju- og eignarskatts getur verið yfir 100% ef arðsemi eigin fjár fyrirtækja er lítil. Þetta kemur fram í útreikningum Símonar Á. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 160 orð

Hugsaði aldrei um vegmerkingar

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 21 árs mann fyrir að aka fram úr yfir óbrotna línu skömmu áður en komið var að blindhæð og verða þannig valdur að árekstri. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 196 orð

Hætta á flóðum og skriðuföllum

VATNSYFIRBORÐ í Mið-Svíþjóð heldur áfram að hækka. Undanfarnar vikur hefur það stigið jafnt og þétt og hlutar bæjarins Arvika, skammt frá norsku landamærunum, hafa verið undir vatni svo vikum skiptir. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Höfuðverkur fyrir tryggingafélögin

Tjón af völdum flóða og fárviðra ýta undir fólk að tryggja gegn slíku, en tryggingafélögin geta ekki ein tekið á sig vaxandi tjón af veðurfarsbreytingum. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 425 orð

Ísland 17. af 18 ríkjum

ÍSLENSK stjórnvöld hafa á þessu ári ekki staðið sig sem skyldi við að innleiða ýmsar gerðir Evrópusambandsins sem þau eru skuldbundin til að innleiða í íslenskan rétt, skv. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð

Íþrótta- og sýningarhús í Kópavogsdal

ÁÆTLAÐAR skatttekjur Kópavogsbæjar á næsta ári eru áætlaðar rétt rúmir fimm milljarðar króna. Rekstrarkostnaður án vaxta er áætlaður tæpir þrír milljarðar króna og að rekstrarkostnaður í hlutfalli við skatttekjur verði því um 58%. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 66 orð

Jeppi ók í veg fyrir vörubíl

HARÐUR árekstur varð á mótum Leiruvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri kl. 17:20 í gær þegar jeppabifreið ók í veg fyrir vörubíl. Vörubíllinn var á austurleið þegar jeppabifreið kom norður Eyjafjarðarbraut og beygði til vesturs í veg fyrir vörubifreiðina. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Jólabasar Dómkirkjukvenna

JÓLABASAR kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður haldinn laugardaginn 25. nóvember og stendur frá kl. 14 til 17. Á boðstólum verða munir til jólagjafa og jólaskraut. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 56 orð

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka

JÓLABASAR Kvenfélags Eyrarbakka verður haldinn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 25. nóvember og opið er frá kl. 14-18. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Jólabasar Waldorfskólans

HINN árlegi jólabasar Waldorfskólans Sólstafa, Waldorfleikskólans Sólstafa og Waldorfleikskólans Hafnar verður haldinn laugardaginn 25. nóvember, frá kl. 14 til 17, á Marargötu 6. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 138 orð | 2 myndir

Jólabærinn opnaður

JÓLABÆRINN Akureyri verður formlega opnaður á laugardag, 25. nóvember, kl. 16, með athöfn við kirkjutröppurnar. Ljós verða kveikt á jólatrénu við kirkjuna og einnig niður með tröppunum. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Jóladagskrá á Laugaveginum

SAMTÖK kaupmanna við Laugaveginn standa, eins og undanfarin ár, fyrir fjölbreyttu menningar- og skemmtanalífi á Laugavegi fyrir jólin. Jóladagskráin hefst með formlegum hætti við Hlemm þann 25. nóvember kl. 17. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Jólakort Soroptimistaklúbbs Grafarvogs

JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Kortin eru eftir Eirík Smith og Jón Arnar T. Sigurjónsson. Þau fást bæði með og án texta. Verð kortanna með umslagi er 80 kr. stk. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 30 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju kl. 11 á morgun, laugardaginn 25. nóvember. Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Kyrrðarstund verður í Grenivíkurkirkju kl. 21 næstkomandi mánudagskvöld, 27. nóvember (ath. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 326 orð

Kjarasamningur í burðarliðnum í nótt

SAMNINGAFUNDIR Samtaka atvinnulífsins og MATVÍS, Matvæla- og veitingasambands Íslands, stóðu enn yfir í húsakynnum Ríkissáttasemjara í nótt, þegar Morgunblaðið fór í prentun en MATVÍS hefur boðað verkfall 1. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 270 orð

Kostnaður ríkisins verður um 726 milljónir

HORFUR eru á að kostnaður ríkissjóðs vegna uppkaupa á greiðslumarki í ár verði um 726 milljónir. Endanlegar tölur um uppkaup eru að verða tilbúnar og samkvæmt þeim mun ríkissjóður kaupa rúmlega 33 þúsund ærgildi, sem koma til greiðslu á næsta ári. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð

Kristenn Einarsson afþakkar boð NRK

Í GÆR var staðfest að Kristenn Einarssyni hefði verið boðin staða yfirmanns norska ríkisútvarpsins NRK og jafnframt að Kristenn hefði afþakkað boðið. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Kristniboðsbasarinn verður á morgun

BASAR Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður á morgun, laugardaginn 25. nóvember, að Háaleitisbraut 58, 3. hæð og hefst kl. 14. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 238 orð

Leiða leitað til að nemendur geti lokið námi í vor

TRYGGVI Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, hefur í tilefni af þeim umræðum, sem orðið hafa um nám nemenda í framhaldsskólum landsins vegna vinnudeilu Félags framhaldsskólakennara og fjármálaráðherra, sent frá sér tilkynningu þar sem segir... Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Leiðrétt

RANGHERMT er í Morgunblaðinu í gær að Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði hafi gefið lögreglunni á Keflavíkurflugvelli fíkniefnahund. Hið rétta er að hundurinn fer til embættis sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Listaverkadagatal Þroskahjálpar komið út

LISTAVERKADAGATAL Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 2001 er komið út. Sem fyrr prýða dagatalið myndir eftir íslenska grafíklistamenn. Meira
24. nóvember 2000 | Miðopna | 1416 orð | 4 myndir

Listi unninn með 100 manns í Íslensku friðargæslunni

Hálf öld er liðin frá því að Íslendingar komu fyrst nálægt friðargæslustörfum. Þátttaka í friðargæslu hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1994 og nú áforma stjórnvöld stóraukið framlag til málaflokksins. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér skýrslu sem starfshópur fjögurra ráðuneyta vann nýlega um friðargæslu Íslendinga og ræddi við íslenska lögreglumenn sem voru á átakasvæðum. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Logandi himinn og haf

ÆGIFAGURT sólsetrið gyllir spegilsléttan hafflötinn og himinninn verður eitt eldhaf í kvöldkyrrðinni. Þessa dagana er sólin afar lágt á lofti og hætta á að ökumenn bifreiða næstum blindist í síðdegisgeislunum. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lýst eftir ökumanni jeppa

LÖGREGLAN á Hvolsvelli óskar eftir því að ökumaður jeppa, sem ekið var með kerru norður Landveg í á þriðjudag, gefi sig fram. Þegar jeppinn mætti öðrum bíl skall kerra sem jeppinn hafði í eftirdragi á bílnum svo nokkrar skemmdir hlutust af. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Lögreglan lýsir eftir níu bifreiðum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir níu bifreiðum sem stolið var frá Reykjavík og Mosfellsbæ. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 841 orð | 1 mynd

Mat og þróun í skólastarfi

Sigrún Aðalbjarnardóttir fæddist á Hvammstanga 9. júlí 1949. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 94 orð

Matsáætlun vegna borunar í Grændal

SKIPULAGSSTOFNUN barst tillaga Sunnlenskrar orku 20. nóvember sl. að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum borunar rannsóknarholu í Grændal. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 100 orð | 1 mynd

Menningin blómstrar í Halldórskaffi

Fagradal- Guitar Islancio héldu tónleika fyrir Mýrdælinga í Halldórskaffi í Vík sem er í næstelsta timburhúsi á Suðurlandi, Brydebúð. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 13 orð

Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá...

Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Pennanum, "Allt í pakkann og utan um... Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Opinber fyrirlestur um hagvöxt

DR. WILLIAM Easterly, yfirhagfræðingur í þjóðhagfræði- og hagvaxtardeild Alþjóðabankans í Washington, D.C., heldur opinberan fyrirlestur um hagvöxt í Háskóla Íslands, Odda 101, 27. nóvember kl. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ók niður ljósastaura og fánastangir

ÖKUMAÐUR slapp með lítil meiðsl en bifreið hans eyðilagðist eftir að hann ók henni á tvo ljósastaura og fánastangir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegar. Atvikið varð laust eftir klukkan tvö í fyrrinótt. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 488 orð

Riftun á kaupum í Handsali hafnað

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Burnham International á Íslandi, áður Handsal hf. verðbréfafyrirtæki, af kröfum manns sem krafðist riftunar á hlutafjárkaupum í félaginu. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Ríkisstjórnin horfist í augu við ábyrgð sína

"VIÐ höfnum tillögum viðsemjenda okkar um að starfskjör kennara verði skert eins og nú hefur verið farið fram á," segir í ályktun framhaldsskólakennara á Akureyri. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð

Róleg viðskipti á gjaldeyrismarkaði

VIÐSKIPTI á gjaldeyrismarkaði voru með rólegasta móti í gær og var gengi krónunnar við lok markaða í gær svipað og það var deginum áður. Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 479 orð | 1 mynd

Sagnadagur í Stykkishólmi

Stykkishólmi- Svonefndur sagnadagur var haldinn í Stykkishólmi laugardaginn 11. nóvember. Dagskráin hófst með námskeiði á vegum Árnastofnunar, um söfnun þjóðlegs fróðleiks og um kvöldið var síðan haldið fjölsótt sagnakvöld í kaffihúsinu Narfeyrarstofu. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 293 orð

Samkeppnishæf atvinnustefna til umfjöllunar

SAMKEPPNISHÆF atvinnustefna, er yfirskrift ráðstefnu atvinnumálanefndar Akureyrar og Akureyrarbæjar, sem haldin verður á Hótel KEA laugardaginn 25. nóvember nk. Þar verður m.a. Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 99 orð | 1 mynd

Setur svip á bæinn

Stykkishólmi -Hann setur svip á bæjarlífið í Stykkishólmi hann Bergur Jóhannesson frá Langeyjarnesi á Fellsströnd. Þar ólst hann upp og bjó þar til fyrir nokkrum árum að hann fluttist í Stykkishólm. Hann hefur aldrei átt bíl og komist af án hans. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi 50 ára

SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í Kópavogi er 50 ára um þessar mundir og heldur upp á tímamótin í húsi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að Hamraborg 1 laugardaginn 25. nóvember frá kl. 17 til 19. Í tilefni afmælisins lét stjórn félagsins útbúa sérstakt afmælismerki. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð | 2 myndir

Sorpbíll gengur fyrir metangasi

HREINSUNARDEILD Gatnamálastjóra, Sorpa og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar gera um þessar mundir tilraun með sorpbíl, sem gengur fyrir metangasi, sem unnið er úr sorphaugunum á Álfsnesi. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Sprengjutilræði í Riyadh

ÞRÍR Bretar slösuðust er sprengja sprakk í bíl þeirra í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Fyrr í vikunni lést breskur maður og kona hans slasaðist í annarri bílsprengingu í borginni. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 269 orð

Stuðningur náms- og starfsráðgjafa við kennara

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Félagi náms- og starfsráðgjafa: "Fundur í Félagi náms- og starfsráðgjafa (FNS) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu kennara, námsráðgjafa og stjórnenda í framhaldsskólum. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 241 orð

Svið innkölluð vegna salmonellu

ÖLL SVIÐ frá Sláturfélagi Skagfirðinga hafa verið innkölluð eftir að salmonellusýking fannst í sýnum úr þeim í reglulegu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 253 orð

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur

KARLMAÐUR á sextugsaldri hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en hann var ákærður fyrir umferðarlagabrot og gefið að sök að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis í byrjun júní á þessu ári og m.a. ekið á tvö umferðarskilti á leið sinni. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 152 orð

Söfnunarfé Rauðrar fjaðrar afhent

SÖFNUNARFÉ Rauðrar fjaðrar er Lionshreyfingin á Íslandi safnaði árið 1999 undir yfirskriftinni "Leggjum öldruðum lið" verður afhent á morgun. Athöfnin fer fram í Norræna húsinu í Reykjavík og hefst kl. 11 f.h. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Tvær bílveltur í Húnaþingi

TVÆR bílveltur urðu í gær í Húnaþingi. Fyrra óhappið varð kl. 12:20 og var ungur maður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að bíll, sem hann var farþegi í, valt í Víðidal. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu en beinbrotinn. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð

Týndi áratugurinn í Japan

JAPANSKI hagfræðiprófessorinn dr. Sahoko Kaji, flytur fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands sunnudaginn 26. nóvember kl.14 á vegum Japönsku menningarmiðstöðvarinnar (Japan Information Center) og Íslensk-japanska félagsins. Dr. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð

Tölvubúnaði stolið úr Háskóla Íslands

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær fjóra unga menn sem grunaðir eru um innbrot í húsnæði Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands um tvöleytið í nótt. Stolið var tölvubúnaði, m.a. tölvuskjá og myndskanna, en verðmæti þýfisins er töluvert. Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 64 orð | 1 mynd

Unnið að stækkun Nesskóla

Neskaupstað -Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun Nesskóla og er unnið við uppsteypu á þriðja áfanga skólans sem rís austan við gamla skólahúsið og nær út í svonefnt Skólagil. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Úrskurðurinn skýrir sig sjálfur

HVORKI Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra né Magnús Jóhannsson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, vilja tjá sig efnislega um gagnrýni Aðalheiðar Jóhannesdóttur, lögfræðings sem stundar doktorsnám í umhverfisrétti, á nýlegan úrskurð... Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Útför Einars Arnar Birgis

ÚTFÖR Einars Arnar Birgis var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Sr. Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju jarðsöng. Guðmundur Benediktsson, Vilhjálmur H. Meira
24. nóvember 2000 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Útilífssýning í KA-heimilinu

VETRARSPORT 2001, sem er vélsleða-, jeppa og útilífssýning, verður haldið í KA-heimilinu um helgina. Félag vélsleðamanna í Eyjafirði stendur fyrir sýningunni en eyfirskir sleðamenn hafa staðið fyrir slíkri sýningu á annan áratug. Þetta er 14. Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 151 orð | 1 mynd

Varnarþil úr stáli við Óshlíðarveg

Bolungarvík -Um tuttugu metra stálþil hefur verið sett ofan við Óshlíðarveg rétt innan við Seljadalshorn, en ofan við þann stað er eitt af mörgum giljum í fjallinu sem hætta getur verið á að snjóflóð geti hlaupið úr. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð

Vegagerðin girðir 20 km kafla

VEGAGERÐIN og Mýrdalshreppur hafa gert með sér samkomulag þar sem Vegagerðin mun sjá um að girða um 20 km kafla beggja vegna þjóðvegar nr. 1 og Mýrdalshreppur mun í kjölfarið banna lausagöngu búfjár á vegstæði þjóðvegarins. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Veittu upplýsingar sem munu efla jarðskjálftaspár

JARÐSKJÁLFTARNIR, sem urðu á Suðurlandi 17. og 21. júní, veittu jarðvísindamönnum mikilvægar upplýsingar um eðli Suðurlandsskjálftabeltisins, sem eiga eftir að gera jarðvísindamönnum kleift að efla jarðskjálftaspár sínar. Meira
24. nóvember 2000 | Erlendar fréttir | 243 orð

Verða allt að 5.000 manns að bana árlega

SKERA verður upp herör gegn því alvarlega vandamáli, sem "alvarlegar og oft banvænar sýkingar á sjúkrahúsum" eru. Kemur þetta fram í skýrslu breskrar þingnefndar en hún telur að allt að 5. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 65 orð

Verið 40 ára

SÆNGURFATAVERSLUNIN Verið Njálsgötu 86, er 40 ára um þessar mundir og býður af því tilefni viðskiptavinum og velunnurum að kíkja í verslunina laugardaginn 25. nóvember milli kl. 10 og 17 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 419 orð

Vélstjóra dæmdar 7,4 milljónir króna í skaðabætur

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur í á miðvikudag til að greiða skipverja 7.433.763 krónur með vöxtum frá mars 1997 vegna vinnuslyss er hann varð fyrir á bryggju í Ólafsvík svo og málskostnað hans, 750.000 krónur. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 193 orð

Viðræðum miðar vel áfram

DANIEL Hamilton, aðstoðarvarautanríkisráðherra Bandaríkjanna sem sér um málefni Evrópu, segir að viðræðum íslenskra og bandarískra embættismanna um ýmsa þætti í varnarsamstarfi þjóðanna miði vel en fyrirhugað er að viðræðunefndir landanna hittist í... Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 230 orð

Yfir 35% munur á hæstu og lægstu gjöldunum

FIMM tíma vistun í leikskóla með hressingu og hádegisverði er dýrust hjá Reykjavíkurborg, Bessastaðahreppi, Austur-Héraði, Kópavogi, Stykkishólmi og Dalabyggð en ódýrust hjá Gerðahreppi, þar sem boðið er upp á léttan hádegisverð, Seyðisfirði,... Meira
24. nóvember 2000 | Landsbyggðin | 383 orð | 1 mynd

Þetta kemur okkur öllum við

Sauðárkróki -"Þetta kemur okkur öllum við" var yfirskrift fjölmenns fundar sem haldinn var í húsnæði Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í síðustu viku og var til fundarins boðað af allmörgum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að stemma stigu... Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 145 orð

Þriggja ára fangelsi fyrir kókaínsmygl

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 29 ára mann, Ólaf Má Sævarsson, til þriggja ára fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaíni árið 1998. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Ætla að færa veginn við Kúagerði

BÚAST má við því að legu Reykjanesbrautar verði breytt við Kúagerði, og hún færð lengra inn í landið, um leið og ráðist verður í tvöföldun vegarins frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Örninn mættur á Nípunef

ÖRNINN sem hefur komið í Mýrdalinn tvö síðastliðin haust birtist á þriðjudagsmorgun á sínum gamla stað austan við Vík í Mýrdal, þriðja árið í röð. Meira
24. nóvember 2000 | Innlendar fréttir | 1204 orð | 1 mynd

Öryggisbelti þegar í fjölda rútubíla

UMRÆÐA um nauðsyn þess að setja öryggisbelti í rútur er hafin enn á ný eftir hrinu rútuslysa á þessu ári. Skemmst er að minnast þess þegar rúta með 38 manns valt út af Siglufjarðarvegi í Fljótum sl. sunnudag. Meira

Ritstjórnargreinar

24. nóvember 2000 | Leiðarar | 844 orð

EVRÓPUHER

ÁFORM Evrópusambandsins um sameiginlegan herafla hafa vakið upp miklar umræður og jafnvel deilur. Meira
24. nóvember 2000 | Staksteinar | 476 orð | 2 myndir

KJARAAÐALLINN

Í niðursveiflu efnahagslífsins munu stórfelldar launahækkanir aðeins gera illt verra. Þetta segir í Degi. Meira

Menning

24. nóvember 2000 | Bókmenntir | 697 orð

Að sættast við dauðann

eftir Mitch Albom. Þýðandi: Ármann Örn Ármannsson. Útgefandi: Nýja bókafélagið. Stærð: 192 blaðsíður. Band: Kilja. Meira
24. nóvember 2000 | Tónlist | 522 orð

Að uppfæra Niflungahringinn í gerð Wagners

Flutt voru verk eftir Richard Strauss og Richard Wagner. Einleikari: Lars Michael Stransky. Hljómsveitarstjóri: Thomas Kalb. Fimmtudagurinn 23. nóvember, 2000. Meira
24. nóvember 2000 | Tónlist | 454 orð

Bach, Úndína og einsetumaðurinn

Tónlistardagar Dómkirkjunnar. Sigurbjörn Bernharðsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu verk eftir Jóhann Sebastian Bach, Wolfgang Amadeus Mozart, Carl Reinecke, Samuel Barber og Fritz Kreisler. Miðvikudag kl. 20.30. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 167 orð

Barnadagur í Gerðubergi

BARNADAGUR verður í Gerðubergi á morgun, laugardag, kl. 14. Silja Aðalsteinsdóttir verður kynnir. Kemst eldþursinn Ari heim til sín? Hverjir eru Byssu-Jói, Orri prestsins og Mói hrekkjusvín? Getur Grímur bjargað sækúnum? Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Bíó- og leikhúslög!

DIDDÚ hefur látið hafa eftir sér að það hafi blundað lengi í henni að gera plötu með eftirlætislögum sínum úr söngleikjum og sígildum dans- og söngvamyndum. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 80 orð

Bókmenntavaka á Ísafirði

HIN árlega bókmenntavaka Menningarmistöðvarinnar Edinborgar á Ísafirði verður haldin í Edinborgarhúsinu á morgun, laugardag, kl. 16. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Þorsteinn J. Vilhjálmsson: Takk mamma mín, minningabók. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Fíaskó verðlaunuð í Kaíró

KVIKMYND Ragnars Bragasonar, Fíaskó, hlaut um síðustu helgi sérstök verðlaun dómnefndar á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Kaíró. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 224 orð | 1 mynd

Frosinn í tvo daga

NÆSTKOMANDI mánudag mun ofurhuginn David Blaine freista þess að lifa 58 klukkustundir fastur í ís. Blaine komst áður í fréttirnar þegar hann lét grafa sig lifandi í plastkistu og lifði neðanjarðar í sjö daga. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 133 orð | 2 myndir

Hraustir bikarhafar

ÞEIR VORU himneskir kropparnir sem sýndu listir sínar og spígsporuðu um svið og dansgólf skemmtistaðarins Broadway á sunnudaginn var þegar þar var haldið bikarmeistaramót í hreysti. Meira
24. nóvember 2000 | Bókmenntir | 693 orð | 1 mynd

Hættulegt að eltast við kanínur

Árni Þórarinsson: Hvíta kanínan. Mál og menning 2000, 224 bls. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 572 orð | 2 myndir

Kitlandi ævistarf

Óskar Guðjónsson saxófónleikari hefur verið búsettur í London frá því síðasta haust þar sem hann hefur verið að vinna með listamönnum hvaðanæva. Nú er hann staddur á Íslandi í tilefni að útkomu geislaplötu sinnar Söngdansar Jóns Múla Árnasonar. Kristín Björk Kristjánsdóttir tók púlsinn á Óskari. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 539 orð | 1 mynd

Kvöldstund með Mozart og Beethoven

KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til tónleika í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudagskvöld kl. 20 í tilefni af útgáfu geislaplötunnar Kvöldstund með Mozart. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Listíð í Borgarnesi

SÝNING Listíðahópsins verður opnuð í Safnahúsinu í Borgarnesi á morgun, laugardag, kl. 15. Í hópnum er borgfirskt lista- og handverksfólk sem sýnir skraut- og nytjahluti úr horni, tré, ull, gleri og fleiri efnum. Flestir hlutir á sýningunni eru til sölu. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

Litlar ljósglætur

Leikstjóri: Michael Winterbottom. Handrit: Laurence Coriat. Aðalhlutverk: Shirley Henderson, Gina McKee og Molly Parker. (104 mín.) Bretland, 1999. Háskólabíó. Leyfð öllum aldurshópum. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 94 orð | 2 myndir

M-2000

Foreldrum veitt viðurkenning Mikilvægasta viðurkenning Evrópusamtaka foreldrafélaga verður afhent í Reykjavík í tengslum við aðalfund samtakanna (EPA) sem haldinn verður helgina 24.-26. nóvember. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Madonna í hnapphelduna

SÖNGKONAN, leikarinn og móðirin Madonna og leikstjórinn Guy Ritchie munu væntanlega ganga upp að altarinu snemma á næsta ári. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 117 orð

Myndlistarsýning í Aratungu

MYNDLISTARSÝNING Gunnars Ingibergs, GIG, verður opnuð í félagsheimilinu Aratungu, Reykholti, Biskupstungum, á morgun, laugardag, kl. 14. Gunnar Ingibergur Guðjónsson (GIG) er fæddur í Reykjavík, 5. september 1941. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 242 orð | 1 mynd

Norræn stórsveitartónlist

STÓRSVEIT Reykjavíkur efnir til tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 16, og sama efnisskrá verður flutt í sal Verkmenntaskólans á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Takk, mamma mín , minningabók, eftir Þorstein J. Vilhjálmsson . Í fréttatilkynningu frá útgefanda segir að bókin sé tileinkuð minningu móður höfundarins, Ingibjargar Þorsteinsdóttur . Meira
24. nóvember 2000 | Myndlist | 1203 orð | 2 myndir

"AREA"

Opið alla daga frá kl. 10-18. Til 7 janúar 2001. Aðgangur 400 krónur. Sýningarskrá 1.200 krónur. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 552 orð | 3 myndir

Snyrtimennskan í fyrirrúmi

Flytjendur: Helgi Björnsson, Selma Björnsdóttir, Land og Synir, Stefán Karl, Langi-Seli og skuggarnir, Todmobile, Skítamórall, KK, Magnús Eiríksson, Margrét Eir, Sóldögg, Housebuilders, Stuðmenn, Ensími, Gylfi Ægisson, Á móti sól og Borgardætur. Útgefandi: Skífan. Samsetning og stafræn hljómjöfnun: Bjarni Bragi/Írak. Umsjón með útgáfu: Friðþjófur Sigurðsson. Útsetningar og upptökustjórn: Ýmsir. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 231 orð

Strandagaldur á Hólmavík

STRANDAGALDUR stendur fyrir annarri kvöldvöku vetrarins á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík, annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur mun flytja fyrirlestur sem hann kallar "Heimur í hrafnshöfði. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Svartur svanur!

SJALDSÉÐIR eru svartir svanir, segir einhvers staðar og má með sanni segja að söngkonan Sade sé einn slíkra. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 52 orð

Tónleikar í Skálholtskirkju

TÓNLEIKAR verða í Skálholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir Palestrina, Jakob Arcadelt, Diderich Buxtehude, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson o.fl. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 139 orð

ÚT er komin bókin Gegn einelti...

ÚT er komin bókin Gegn einelti - handbók fyrir skóla. Ritstjórar eru Sonia Sharp og Peter K. Smith. Ingibjörg Markúsdóttir þýddi. Í fréttatilkynningu segir: "Í bókinni er fjallað um hagnýtar leiðir fyrir skólana í baráttunni gegn einelti. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 116 orð

ÚT er komin bókin Líf í...

ÚT er komin bókin Líf í Eyjafirði í tilefni aldamóta og nýrrar þúsaldar. Ritstjóri er Bragi Guðmundsson , dósent við Háskólann á Akureyri. Í fréttatilkynningu segir: "Í bókinni fjalla 22 höfundar um líf í Eyjafirði. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 106 orð

ÚT er komin bókin Saga Hafnar...

ÚT er komin bókin Saga Hafnar í Hornafirði - síðara bindi eftir Arnþór Gunnarsson . Árið 1997 kom út fyrra bindi af Sögu Hafnar í Hornafirði og var sagan rakin til 1940. Í þessu seinna bindi er rakin saga kauptúnsins frá 1940-1975. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 59 orð

ÚT er komin smábókin Káta krakkabókin...

ÚT er komin smábókin Káta krakkabókin . Í fréttatilkynningu segir: "Í bókinni eru yfir 220 brandarar og gátur fyrir hressa krakka á öllum aldri. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 79 orð

ÚT er komin Spurningabókin 2000 .

ÚT er komin Spurningabókin 2000 . Af hverju geta naut ekki verið klæðskerar? Í fréttatilkynningu segir: "Bryddað er upp á ýmsu, meðal annars eru þar vísbendingaspurningar, rétt/rangt-spurningar og talnaþrautir. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 512 orð | 1 mynd

Vera á staðnum

Bretinn Jonathan Cooper semur og flytur tónlistina við gríska harmleikinn Medeu sem leikfélagið Fljúgandi fiskar sýnir um þessar mundir í Iðnó. Arnar Eggert Thoroddsen tók kappann tali yfir bolla af tei og kaffi. Meira
24. nóvember 2000 | Menningarlíf | 655 orð | 1 mynd

Það ert þú! - Eyjafjörður

ÞAÐ ERT ÞÚ! Eyjafjörður - ljóð og lag er heiti á hljómdiski sem þau Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, gefa út, en hann kemur út á morgun, laugardaginn 25. nóvember. Meira
24. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Þjóðleg sveifla!

Þeir félagar Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson, betur þekktir sem Guitar Islancio, gáfu út samnefndan geisladisk fyrir síðustu jól sem notið hefur feikivinsælda, en þar tóku þeir gömul og gild þjóðlög og brugðu á leik með þau; settu í... Meira

Umræðan

24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sextugur er í dag Hilmar Einarsson byggingafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Hann og eiginkona hans, Berglind Pálmadóttir, taka á móti vinum og vandamönnum í Menntaskólanum að Laugarvatni á milli kl. 20 og... Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 49 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 24. nóvember, er áttræð Lovísa Anna Árnadóttir, Grænumörk 5, Selfossi, áður til heimilis að Húnakoti, Þykkvabæ. Eiginmaður hennar er Óskar Gíslason. Af þessu tilefni taka þau hjón á móti gestur laugardaginn 25. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 368 orð | 1 mynd

Áframhaldandi uppbygging Háskólans

Stúdentar, kennarar og aðrir starfsmenn Háskólans telja nauðsynlegt, segir Haukur Þór Hannesson, að ríkið komi til hjálpar í byggingarmálum skólans. Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 485 orð

Borgarbakarí við Grensásveg

STRÁKARNIR, sem vinna í Borgarbakaríi við Grensásveg, eru alveg einstaklega þjónustuliprir, skemmtilegir og alveg yndislegir. Ég bý austur í sveit en kem þarna oft við og þeir bregðast aldrei. Hafi þeir bestu þakkir fyrir. Anna. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 633 orð | 2 myndir

E-pillufaraldur

Með tilkomu e-pillu á vímuefnamarkaðinn hér, segir Þórarinn Tyrfingsson, hefur heilsufar vímuefnafíkla versnað. Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 313 orð

Fátæk þjóð

ÞAÐ er grátleg þjóð sem hefur ekki efni á því að borga fyrir menntun barna sinna. Sú ríkisstjórn, sem segist ekki hafa fjárhagsleg tök á því að sjá fyrir frambærilegri menntun í landi sínu, er eymdarstjórn. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Fjölræði

Lausnin er, segir Jón Ásgeir Sigurðsson, að setja stjórn ábyrgra fagmanna úr ýmsum áttum yfir Ríkisútvarpið. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 88 orð

Frágangur afmælis-og minningargreina

Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 681 orð | 1 mynd

Fuglarnir, Skerjafjörður og Arnarnesvogur

Arnarnesvogurinn er mikilvægur hlekkur í vistkerfi Skerjafjarðar. Ólafur K. Nielsen skorar á Garðbæinga að hafna hugmyndum um uppfyllingar í voginum. Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 495 orð

Íþróttamenn njóti sannmælis

ELLERT Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, skrifar grein í Mbl. 4. nóv. undir fyrirsögninni "Íþróttir njóti sannmælis". En hvað um íþróttamenn? Eiga íþróttamenn ekki að njóta sannmælis? Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 867 orð

(Jóhannes 7, 38.)

Í dag er föstudagur 24. nóvember, 329. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Konur og karlar

Nútímakonunni nægir ekki bara hrós eða það að finna að hún sé mikilvæg, segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, heldur vill hún líka sjá í launaumslaginu að hún skipti sköpum. Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 600 orð | 1 mynd

Naggar og nemendur

Háskólamenntaðir einstaklingar eru líka nokkurs konar ýsunaggar, segir Stefán Þór Sæmundsson, þ.e. lokaafurð menntakerfisins. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 959 orð | 1 mynd

Radiohead? Prófaðu aftur, Kristín

Það fer ekki á milli mála, segir Margrét Heiður Jóhannsdóttir, að oft og blygðunarlaust brýtur Kristín Björk gegn eigin vinnureglu. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 913 orð | 1 mynd

,,Sáttagjörðin"

Auðvitað er ekki minnzt á Færeyinga sem búa við sömu skilyrði og við Íslendingar að öllu leyti, segir Sverrir Hermannsson, heldur vitnað til þjóða þar sem fiskveiðar eru brotabrot af efnahagskerfinu. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 1094 orð | 1 mynd

Skytterí og skítkast - klípa og kreppa

Ég held að það sé misnotkun á Biblíunni, segir Jóhanna Magnúsdóttir, að vera að skjóta ritningargreinum úr henni máli sínu til stuðnings til að rægja manneskjuna eða ákveðna hópa. Meira
24. nóvember 2000 | Aðsent efni | 981 orð | 1 mynd

Um hvað ert þú að tala, Jón?

Jón Ásgeirsson, segir Höskuldur Þráinsson, skuldar karlakóramönnum skýringar á ummælum sínum. Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 51 orð

UPPTÍNINGUR

Tálið margt þó teflum við, tjáir vart að flýja. Veiku hjarta veitir frið vorið bjarta, hlýja. Strýkur glóey grösin smá geislalófa þýðum. Lautir, flóar litkast þá. Leysir snjó úr hlíðum. Þröstur hátt með kátum klið kveður þrátt í runna. Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 563 orð

VÍKVERJI fagnar því að búið er...

VÍKVERJI fagnar því að búið er að gera afsteypu úr eir af frægasta hvalbeini Íslandssögunnar. Orðtakið að taka einhvern á beinið er okkar eigin uppfinning og er upprunnið í Menntaskólanum á Akureyri. Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar ungu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 10.095. kr. Þær heita Fjóla Anna Jónsdóttir, Ragnhildur Eik Árnadóttir og Sigrid... Meira
24. nóvember 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessir glaðlegu strákar héldu tombólu og...

Þessir glaðlegu strákar héldu tombólu og söfnuðu 4.897 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ásgeir Sigurðsson og Guðmundur Örn... Meira

Minningargreinar

24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1293 orð | 1 mynd

Anna Bára Kristinsdóttir

Anna Bára Kristinsdóttir, verkakona á Akureyri, fæddist að Brattavöllum, Þorvaldsdal við Eyjafjörð, 29.10. 1915. Hún lést á heimili sínu á Eyrarvegi 35, Akureyri, 15. nóv. síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 575 orð | 1 mynd

Brynleifur Konráð Jóhannesson

Brynleifur Konráð Jóhannesson fæddist í Reykjavík 17. maí 1978. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 14. nóvember síðastliðinn. Útför Brynleifs fór fram frá Grafarvogskirkju 22. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1358 orð | 1 mynd

Einar Örn Birgis

Einar Örn Birgis. var fæddur 27. september 1973 í Reykjavík. Hann lést hinn 8. nóvember sl. Útför Einars Arnar fór fram fimmtudaginn 23. nóvember frá Hallgrímskirkju. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2801 orð | 1 mynd

GUÐRÚN DIÐRIKSDÓTTIR

Guðrún Diðriksdóttir fæddist í Oddgeirshóla - Austurkoti í Flóa 21. mars 1902. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 18. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 2444 orð | 1 mynd

HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR

Halldóra Jónsdóttir, Árskógum 6, Reykjavík, fæddist í Elínarhöfða á Akranesi 27. ágúst 1920. Hún lést á Landspítala Fossvogi 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðnadóttir, f. 8. apríl 1881, d. 25. febrúar 1959, og Jón Diðriksson, f. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1758 orð | 1 mynd

Hólmfríður Þorsteinsdóttir

Hólmfríður Þorsteinsdóttir fæddist 21. maí 1937. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Þórðarson, fæddur 19.5. 1892, síðast vélstjóri á bv. Max Pemberton og fórst með honum 11.1. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1612 orð | 1 mynd

Ingigerður Eyjólfsdóttir

Ingigerður Eyjólfsdóttir var fædd 28. desember 1916 og ólst upp á Sólheimum í Laxárdal, Dalasýslu. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt 15. nóvember sl. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 3361 orð | 1 mynd

JÓN GUÐNASON

Jón Guðnason fæddist á Veisu í Fnjóskadal 1. mars 1915. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 15. nóvember sl. Foreldrar hans voru Guðni V. Þorsteinsson, f. 2. júlí 1883, d. 18. júlí 1971, og k.h. Jakobína K. Ólafsdóttir, f. 2. mars 1890, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 849 orð | 1 mynd

KATLA PÁLSDÓTTIR

Frú Katla Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 17. des. 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 18. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 754 orð | 1 mynd

MAGNI BALDURSSON

Magni Baldursson fæddist á Akureyri 17.1. 1942. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Baldur Svanlaugsson, bifreiðasmíðameistari, f. 24.7. 1909, d. 15.6. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 1636 orð | 1 mynd

Ólöf Bjarnadóttir

Ólöf Bjarnadóttir fæddist á Skarði í Bjarnafirði, Strandasýslu, 17. ágúst 1909. Hún lést á dvalarheimili aldraðra, Garðvangi í Garði, 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Einarsdóttir fædd á Sandnesi við Steingrímsfjörð d. 20. 5. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 902 orð | 1 mynd

VALGARÐUR ÞORKELSSON

Valgarður Þorkelsson skipstjóri fæddist á Húnstöðum í Fljótum 17. mars 1905. Hann lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 17. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2000 | Minningargreinar | 862 orð | 1 mynd

ÞRÖSTUR BJARNASON

Þröstur Bjarnason fæddist á Blönduósi 23. ágúst 1945. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 15. nóvember síðastliðins. Faðir hans var Bjarni Kristinsson, bóndi og verkamaður, f. 28.4. 1915, d. 18.2. 1982, og móðir hans er Jónína A. Kristjánsdóttir, f. 25. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 181 orð | 1 mynd

225,3 milljóna kr. tap

TAP Fiskiðjusamlags Húsavíkur nam 225,3 milljónum króna á síðasta rekstrarári, það er frá 1. september 1999 til 31. ágúst árið 2000. Rekstrarárið á undan nam tap félagsins 126,4 milljónum króna. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Eyrasparisjóður tekur við rekstri Landsbankans

EYRASPARISJÓÐUR hefur tekið yfir rekstur útibúa Landsbankans á Patreksfirði, Bíldudal og Króksfjarðarnesi og hafa fyrrum útibú Landsbankans á Bíldudal og Króksfjarðarnesi opnað undir nafni Eyrasparisjóðs, en afgreiðsla Landsbankans á Patreksfirði flyst í... Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 1734 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.11.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Keila 75 75 75 69 5.175 Skarkoli 190 190 190 46 8.740 Steinbítur 94 94 94 260 24.440 Undirmáls Þorskur 70 70 70 25... Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Heildarverðmæti samningsins 800 milljónir

BÚR ehf. hefur samið við Samskip um allt lagerhald og afgreiðslu vöru sem Búr kaupir inn. Heildarverðmæti samningsins er um 800 milljónir króna. Samningurinn er til fimm ára og í honum felst, meðal annars, að Samskip taka að sér alla afgreiðslu á 6. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 132 orð

IKEA notar lausnir frá Landsteinum

DANSKA hugbúnaðarfyrirtækið Navision Software A/S, framleiðandi Navision-viðskiptalausnanna, og Landsteinar hafa gert samkomulag við Inter IKEA Systems B.V. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Lego hættir við að nota hugbúnað frá Oracle

STJÓRNENDUR Lego í Danmörku hafa ákveðið að hætta við uppsetningu á Oracle-viðskiptahugbúnaði örfáum mánuðum áður en hann átti að vera fullbúinn til notkunar. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 97 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt.

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi breyt. % Úrvalsvísitala aðallista 1.338,7 -1,27 FTSE 100 6.287,3 1,06 DAX í Frankfurt 6.601 1,39 CAC 40 í París 6.053.04 1,82 OMX í Stokkhólmi 1.086,63 0,36 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Nýr forstjóri SAS

STJÓRN norræna flugfélagsins SAS hefur ákveðið að ráða Jørgen Lindegaard nýjan forstjóra flugfélagsins. Lindegaard tekur við af Jan Stenberg í júní næstkomandi. Lindegaard er danskur og gegnir nú starfi forstjóra danska fyrirtækisins GN Store Nord AS. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 70 orð | 1 mynd

Ný stjórn Félags löggiltra endurskoðenda

HAUSTRÁÐSTEFNA Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) var haldin dagana 10.-11. nóvember sl. á Hótel Loftleiðum. Ráðstefnuna sóttu um 250 manns. Í framhaldi ráðstefnunnar var aðalfundur félagsins haldinn. Hann sátu um 110 félagsmenn. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Penninn kaupir 75% í GKS hf.

PENNINN hf. hefur keypt rúmlega 75% hlutafjár í GKS hf. Tilgangurinn með kaupunum er að geta boðið viðskiptavinum Pennans og GKS fjölbreyttara vöruúrval. GKS hf. var stofnað árið 1992 með sameiningu nokkurra af elstu iðnfyrirtækjum landsins. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 708 orð | 2 myndir

Stjórnendur þurfa að taka hættumerkin alvarlega

MIKIL aukning útlána undanfarin tvö ár er varhugaverð þróun að mati Fjármálaeftirlitsins og telur Páll Gunnar Pálsson forstjóri FME að slík útlánaaukning langt umfram aukningu þjóðarframleiðslu geti ekki staðist til lengdar. Meira
24. nóvember 2000 | Viðskiptafréttir | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 23.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 23.11. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Fastir þættir

24. nóvember 2000 | Viðhorf | 804 orð

Allir gráta Íslending

Um leið og víkingaskipið Íslendingur er keypt til landsins er sjálfsagt að falast verði eftir búningi Bjarna Tryggvasonar geimfara. Meira
24. nóvember 2000 | Fastir þættir | 274 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞÓRÐUR Sigfússon er fundvís á skemmtileg spil og hér er eitt, sem hann fann í umfjöllun um Sumarleikana í Bandaríkjunum, sem fram fóru í Anaheim í Kaliforníu. Meira
24. nóvember 2000 | Fastir þættir | 1854 orð | 2 myndir

Endurspegla fjölþjóðlegt samfélag

Fjölmiðlum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur mistekist að endurspegla fjölþjóðlegt samfélag í löndunum þremur. Anna G. Ólafsdóttir kynnti sér nýútkomna skýrslu undir yfirskriftinni Fjölþjóðlegar ritstjórnir? og áttaði sig á því að víða stendur til að ná því markmiði með því að grípa til sérstakra ráðstafana til að fá innflytjendur til starfa á ritstjórnunum. Meira
24. nóvember 2000 | Í dag | 324 orð | 1 mynd

Guðsþjónusta í Mosfellskirkju

NÆSTLIÐNAR vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við Mosfellskirkju. Hér er um að ræða frágang á hlaði kirkjunnar sem bætir stórlega allt aðgengi. Steyptir hafa verið stoðveggir sem mynda umgjörð um hellulagða stétt frá sáluhliði að kirkjudyrum. Meira
24. nóvember 2000 | Fastir þættir | 170 orð

Ný bók um hestaferðir

REIÐLEIÐIR um Ísland eftir Sigurjón Björnsson prófessor kemur út hjá bókaútgáfunni Máli og mynd í dag, föstudag. Sigurjón Björnsson hefur stundað hestaferðir lengi og í bókinni er þessum ferðum lýst með ítarlegum leiðarlýsingum, myndum og kortum. Meira
24. nóvember 2000 | Fastir þættir | 1912 orð | 1 mynd

Samstaða og gæði lykilorð við markaðssetninguna

Samstaða og gæði virðast lykilorð þegar framtíð markaðssetningar íslenska hestsins á Bandaríkjamarkaði er rædd. Þessi orð heyrðust oft á samráðsfundi Fagráðs í hrossarækt sem haldinn var um síðustu helgi. Ásdís Haraldsdóttir sat fundinn og fylgdist með málefnalegum umræðum. Meira
24. nóvember 2000 | Fastir þættir | 136 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Nick DeFirmian (2.567) stóð sig best liðsmanna Bandaríkjanna í opnum flokki á Ólympíumótinu í Istanbúl en að öðru leyti náði lið þeirra sér aldrei á flug og endaði í kringum 30. sæti. Meira

Íþróttir

24. nóvember 2000 | Íþróttir | 839 orð | 1 mynd

Áhorfendur vilja sjá þá bestu leika

Á nýafstöðnu ársþingi Golfsambands Íslands var samþykkt að atvinnumenn gætu keppt á golfmótum hér á landi og jafnframt tekið þátt í Íslandsmeistaramótinu í golfi. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 97 orð

Björn fékk gull í París

BJÖRN Þorleifsson úr Björk fékk gullverðlaun á alþjóðlegu móti í Tae Kwon Do sem fram fór í París um síðustu helgi. Auk þess að sigra í sínum flokki fékk Björn verðlaun sem besti bardagamaðurinn á öllu mótinu. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 108 orð

Egyptar fjórða þjóðin á Spáni

ÞÁ er komið á hreint hvaða þrjár þjóðir auk Íslendinga taka þátt í fjögurra landa mótinu í Zaragoza á Spáni 12.-14. janúar nk., eftir að Egyptar þekktust boð um að taka þátt í mótinu í gær. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 156 orð

EKKERT varð úr för Tryggva Guðmundssonar,...

EKKERT varð úr för Tryggva Guðmundssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, til enska 1. deildar liðsins Blackburn. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 142 orð

GÍSLI Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari hefur endurnýjað samning...

GÍSLI Sigurðsson frjálsíþróttaþjálfari hefur endurnýjað samning sinn við frjálsíþróttadeild Tindastóls á Sauðárkróki. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 163 orð

GUÐJÓN Þórðarson knattspyrnustjóri Stoke City segist...

GUÐJÓN Þórðarson knattspyrnustjóri Stoke City segist hafa átt andvökunætur síðan lið hans tapaði fyrir utandeildarliðinu Nuneaton Borogh í 1. umferð ensku bikarkeppninnar fyrr í þessari viku. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 352 orð

HANDKNATTLEIKUR KA - Haukar 26:23 KA-heimilið,...

HANDKNATTLEIKUR KA - Haukar 26:23 KA-heimilið, Nissan-deildin, 1. deild karla, fimmtudagur 23. nóvember 2000. Gangur leiksins : 3:0, 6:3, 10:10, 13:10 , 13:13, 16:16, 19:16, 20:19, 23:22, 26:23. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 35 orð

HANDKNATTLEIKUR Nissan-deildin 1.

HANDKNATTLEIKUR Nissan-deildin 1. deild karla: Kaplakriki:FH - ÍR 20 Vestm.:ÍBV - Grótta/KR 20 2. deild karla: Akureyri:Þór Ak. - Víkingur 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Akranes:ÍA - Breiðablik 20 1. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Ingvaldur Magni með til Brussel

ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik kom til Brussel seinni- partinn í gær þar sem leikið verður við heimamenn í undanúrslitum Evrópukeppni landsliða á laugardag. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

JAN Zelezny , heimsmethafi í spjótkasti...

JAN Zelezny , heimsmethafi í spjótkasti karla frá Tékklandi , var kjörinn frjálsíþróttakarl Evrópu fyrir þetta ár af Evrópska frjálsíþróttasambandinu, EAA. Zelezny varð ólympíumeistari í spjótkasti í Sydney í haust. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 547 orð | 1 mynd

LÁRUS Orri Sigurðsson lék með varaliði...

LÁRUS Orri Sigurðsson lék með varaliði WBA sem tapaði 1:0 fyrir Bolton í fyrrakvöld. Lárus , sem sleit krossband í öðru hné á síðustu leiktíð, er nýstiginn upp úr meiðslunum og lék hann allan leikinn án þess að kenna sér meins. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 214 orð

Molde og Bryne hafa sýnt Steingrími áhuga

FRAMTÍÐ framherjans Steingríms Jóhannssonar á knattspyrnuvellinum er enn óráðin en eins og fram hefur komið hafnaði Steingrímur nýjum samningi við ÍBV sem félagið bauð honum í lok leiktíðarinnar. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 72 orð

ÓL 2012 í þremur löndum?

FJÓRAR borgir á Norðurlöndum hafa í hyggju að sækja um í sameiningu að fá að halda sumarólympíuleikana árið 2012. Borgirnar sem um ræðir eru Gautaborg og Malmö í Svíþjóð, Kaupmannahöfn og Ósló. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 65 orð

Ragnar með 7 í sigurleik

RAGNAR Óskarsson skoraði 7 mörk fyrir Dunkerque í fyrrakvöld þegar lið hans vann Toulouse, 23:22, í hörkuleik í frönsku deildakeppninni í handknattleik. Dunkerque lyfti sér úr 10. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

Rosenborg með góða stöðu gegn Alaves

NORSKU meistararnir í Rosenborg sýndu enn styrk sinn í gærkvöld þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við Alaves á Spáni í 3. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Rosenborg stendur því vel að vígi fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Þrándheimi eftir tvær vikur en sigurliðið kemst í 16 liða úrslit keppninnar. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 168 orð

Sex lið keppa í 1.

BIKARKEPPNIN í sundi hefst kl. 19 í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur með keppni í 800 m skriðsundi kvenna og 1.500 m skriðsundi karla. Mótinu verður síðan framhaldið á morgun og á sunnudag. Hefst keppni báða dagana kl. 15.30 og er áætlað að henni ljúki um það bil tveimur tímum síðar. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 97 orð

Sjö Brasilíumenn tilnefndir

SJÖ Brasilíumenn eru í hópi 27 leikmanna sem Alþjóða knattspyrnusambandið hefur tilnefnt í kjöri sínu á besta leikmanni 20. aldarinnar. Það eru Pele, Dida, Garrincha, Rivaldo, Ronaldo, Romario og Zico. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 581 orð

Slagsmál í lokin er KA stöðvaði Hauka

Íslandsmeistarar Hauka sóttu KA-menn heim í gærkvöld og fóru á brott með ósigur í farteskinu. Þetta var fyrsta tap meistaranna í efstu deild í vetur. KA sigraði í miklum hörkuleik, 26:23, og fylgdi þannig eftir góðum útisigri á FH, hinu Hafnarfjarðarliðinu. Þess má geta að Hafnarfjörður og Akureyri eru vinabæir en það var tæplega gestrisni sem færði KA þessa sigra og í leiknum á móti Haukum var ekki vináttunni fyrir að fara. Þvert á móti leystist leikurinn upp í slagsmál í lokin. Meira
24. nóvember 2000 | Íþróttir | 180 orð

Tiger búinn að vinna sér inn 810 milljónir

BANDARÍSKI golfsnillingurinn Tiger Woods vann enn eitt mótið í fyrrinótt þegar hann bar sigur úr býtum á svokölluðu Grand Slam móti sem fram fór á Hawai. Meira

Úr verinu

24. nóvember 2000 | Úr verinu | 363 orð | 1 mynd

Fyrsta loðnan til Vestmannaeyja

INNAN við 10 bátar voru á loðnumiðunum út af Halanum í gær og lítið að fá enda veðrið leiðinlegt. "Nú er bræla og spáð brælu næstu viku, held ég," sagði Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Erni KE, sem á eftir um 1.000 tonn af kvótanum. Meira
24. nóvember 2000 | Úr verinu | 158 orð | 1 mynd

Siglingin heim tekur um sex vikur

KÚFISKSKIPIÐ Fossá ÞH verður væntanlega afhent nýjum eigendum í næstu viku og hefst þá siglingin frá Kína til Íslands, en hún tekur um sex vikur að sögn Jóhanns A. Jónssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 102 orð | 1 mynd

Baráttufundur

Kennarar héldu fjölmennan baráttufund í Íslensku óperunni á þriðjudag. Á fundinum var samþykkt ályktun. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð

Borgin fellur frá kauprétti

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að falla frá kauprétti á félagslegum eignar-íbúðum eftir að liðin eru tíu til fimmtán ár frá afhendingu íbúðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að þetta næði til um 500 íbúða. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 131 orð | 1 mynd

Clinton fagnað í Víetnam

Um helgina lauk þriggja daga heimsókn Bills Clintons til Víetnam. Þúsundir fögnuðu honum. Clinton er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsækir Víetnam síðan Víetnam-stríðinu lauk 1975. Milljónir Víetnama féllu í stríðinu og þúsundir bandarískra... Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 48 orð | 1 mynd

Dómur Hæstaréttar

Hæsti-réttur Bandaríkjanna hefur kveðið upp dóm. Hann felur í sér að haldið verði áfram endurtalningu atkvæða í Flórída fram á mánudag, en dómarar hafa deilt um réttmæti þess. Gore fagnaði dómnum, en Bush telur hann óréttlátan. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 94 orð | 1 mynd

Englar alheimsins mynd ársins

"Ég reyni nú að líta á þetta sem uppskeruhátíð og skemmtun fremur en keppni," sagði Ingvar E. Sigurðsson þegar hann tók við Eddu-verðlaunum fyrir hlutverk sitt í Englum alheimsins. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 314 orð | 6 myndir

fyrir sjálfstætt fólk

FYRIR þónokkrum árum lýstu nokkrar þekktustu ofurfyrirsætur heims því yfir að þær myndu frekar ganga um naktar en klæðast loðfeldum. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 31 orð

Gull í fimleikum

"Ég gerði mistök á svifránni og fékk því þrjú gull en fjögur hefðu verið betra," sagði Rúnar Alexandersson eftir Norður-Evrópumót í fimleikum í Laugardals-höll. Hann vann gull á bogahesti, tvíslá og... Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 935 orð | 1 mynd

HIÐ

Eftir að hafa grafið bein í blómabeðum, elt bíla, hlaupið um Heiðmörkina og flaðrað upp um nágrannann er sennilega fátt þægilegra en gott nudd. Sunna Ósk Logadóttir fylgdist með norska leitarhundinum Aroni. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1904 orð | 3 myndir

Konur öðruvísi

Konur í stjórnunarstöðum líta síður en karlar á sig sem manneskjuna á toppnum. Þær eiga auðveldara en karlar með valddreifingu og að vinna saman í hópi. Kristín Elfa Guðnadóttir hitti dr. Penelope L. Lisi, sem um árabil hefur skoðað ólíkar stjórnunaraðferðir kynjanna með aðaláherslu á stjórnun menntastofnana. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 41 orð | 1 mynd

LIFE WON'T WAIT

Komin er út ný plata með Eurovision-stjörnunni, Selmu . Hún heitir Life Won't Wait (Lífið bíður ekki). Á plötunni eru tíu splunkuný lög. Flest eru eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson . Textar eru eftir Selmu, Sveinbjörn I. Baldvinsson og fleiri. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1565 orð | 4 myndir

Magnús

Misjafnt hafast mennirnir að og Magnús Ingi Ingason er einn þeirra sem fer ótroðnar karlaslóðir í frístundum sínum. Hann saumar út, prjónar lopapeysur og málar myndir á dúka. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti Magnús sem sumir kenna við Melaskóla. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð

Megas og íslensk tunga

Skáldið og söngvarinn Megas hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Í rökstuðningi segir að Megas hafi auðgað íslenskt mál, ljóðmál hans sé frumlegt og sótt í hversdagsleika borgarinnar. Meira
24. nóvember 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1501 orð | 14 myndir

Prúðbúin

Flauelskjólar, frostrósir, smókingföt og perlur eru ein leið til þess að prýða lítil jólabörn. Helga Kr. Einarsdóttir brá sér í sparifataleit og lærði að spyrja hvorki um blúndusokkabuxur né lakkskó. Heldur snákastígvél og loðnar kúrekabomsur. Meira

Ýmis aukablöð

24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 292 orð

Ástandsár Thatcher-tímabilsins enn yrkisefni

Nýlega var frumsýnd gamanmyndin Purely Belter sem gerð var undir leikstjórn Mark Herman. Myndin er ein þessara svokölluðu Thatcher-ástandsára-mynda sem hafa dúkkað upp við og við síðan snemma á níunda áratugnum. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 39 orð | 1 mynd

Ást og heiður

Háskólabíó frumsýnir í desember breskan krimma, sem heitir Love, Honour and Obey eftir Dominic Anciano og Ray Burdis . Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 600 orð

Barnastjarna vex úr grasi

BANDARÍSKA leikkonan Drew Barrymore fer með eitt aðalhlutverkanna í Englum Charlies eða Charlie's Angels , sem frumsýnd er núna um helgina og gert hefur það gott í Bandaríkjunum. Barrymore er ung að árum en hefur gríðarlega reynslu af kvikmyndaleik. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 463 orð

Eftir bókinni

FÁTT kom á óvart við aðra afhendingu Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, á sunnudagskvöldið. Miklar sögur bárust um óheyrilega kosningasmölun og áróðursherferðir. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 341 orð | 1 mynd

Elsku Fidel

Saga Maritu Lorenz er eiginlega of lygileg til að vera sönn. Maðurinn á bak við þýsku heimildarmyndina Leiber Fidel, Wilfried Huismann, fullyrðir þó að hún sé að mestu leyti sönn þótt upphaflega hafi hann sjálfur verið efins. Hverjum dytti líka í hug að hin 61 árs gamla Marita, sem virðist í fljótu bragði venjuleg amerísk húsmóðir, ætti sér slíka sögu? Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 45 orð | 1 mynd

Englakroppar

Stjörnubíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka, Borgarbíó Akureyri og Nýja-Bíó Keflavík frumsýna í dag spennumyndina Engla Charlies eða Charlie's Angels , sem gerð er eftir samnefndum sjónvarpsþáttum. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 408 orð | 2 myndir

Englar í árásarhug

Stjörnubíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka, Borgarbíó Akureyri og Nýja-Bíó Keflavík frumsýna spennumyndina Engla Charlies. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 356 orð | 2 myndir

Englarnir og Óskar Slagurinn um að...

Englarnir og Óskar Slagurinn um að komast í hóp hinna fimm tilnefndu í flokknum Besta erlenda mynd ársins hefur aldrei verið erfiðari. Alls tilkynntu 46 lönd þátttöku, gamla metið, frá '94 og '98, bætt um einn þátttakanda. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 190 orð

Fjallar kannski um sjálfan mig

"KANNSKI er ég að fjalla um sjálfan mig að nokkru leyti; kannski fólkið sem ég þekki," segir Jóhann Sigmarsson , leikstjóri og handritshöfundur nýju íslensku bíómyndarinnar Óskabörn þjóðarinnar , sem frumsýnd verður í kvöld í Háskólabíói og... Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 410 orð | 2 myndir

Flótti risaeðlanna

Bíóhöllin, Kringlubíó, Laugarásbíó, Regnboginn, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna teiknimyndina Risaeðlurnar með íslensku og ensku tali. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 2481 orð | 5 myndir

Gefst upp

Hún er gamanmynd um smákrimma og heitir Óskabörn þjóðarinnar, nýjasta íslenska bíómyndin, sem verður frumsýnd í kvöld. Höfundurinn, Jóhann Sigmarsson, lagði drög að henni þegar hann sat sjálfur í fangelsi, eins og fram kemur í spjalli hans við Árna Þórarinsson. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 555 orð

Kvikmyndin er ævintýri

Margrét Örnólfsdóttir man fyrst eftir sér í bíósal úti í Frakklandi. Hún var þriggja ára og horfði á Chaplinmyndir. Galdur kvikmyndarinnar hefur fylgt henni æ síðan. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 63 orð

Murphy er margfaldur

EDDIE Murphy hefur átt misjafna daga í bandarískri kvikmyndagerð. Frá því hann sló í gegn með 48 Hrs, Trading Places og Beverly Hills Cop urðu öldudalirnir álíka margir og topparnir. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 1166 orð

NÝJAR MYNDIR ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR Laugarásbíó :...

NÝJAR MYNDIR ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR Laugarásbíó : Kl. 4 - 6 - 8 - 10. Aukasýning föstudag kl. 12. Háskólabíó : Kl. 8 - 10. Aukasýning um helgina kl. 4 - 6. CHARLIE'S ANGELS Bíóhöllin : Kl. 4 - 6 - 8 - 10. Aukasýning föstudag kl. 12. Um helgina kl. 2. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 44 orð | 1 mynd

Risaeðlur á flótta

Bíóhöllin, Kringlubíó, Laugarásbíó, Regnboginn, Nýja bíó Akureyri og Nýja bíó Keflavík frumsýna í dag tölvuteiknimyndina Dinosaur eða Risaeðlurnar . Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 61 orð

Sannleikurinn og lífið

Háskólabíó frumsýnir á næstunni bandarísku gamanmyndina Best Man eftir Malcolm D. Lee , frænda Spikes . Myndin segir frá ungum manni sem skrifað hefur bók byggða á eigin lífsreynslu og segir frá vinahópi hans úr menntaskóla. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 1166 orð | 5 myndir

Sá svarti

Í nýjustu myndum sínum hefur Eddie Murphy brugðið sér í allra kvikinda líki, fitnað og grennst, yngst og elst eftir þörfum. Sæbjörn Valdimarsson reyndi að bregða á hann máli. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 60 orð

Shyamalan sækir fram

EINHVER eftirminnilegasta bíómynd seinni ára var Sjötta skilningarvitið - The Sixth Sense eftir indversk-ameríska leikstjórann M. Night Shyamalan . Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 53 orð | 1 mynd

Sjötti dagur Schwarzeneggers

5. janúar verður nýjasta mynd Arnold Schwarzeneggers frumsýnd hér á landi en hún heitir Sjötti dagurinn eða The 6th Day . Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 967 orð | 4 myndir

Skilningarvit

Indversk ættaði leikstjórinn Manoj Night Shyamalan sendir frá sér nýja mynd í nóvember sem heitir Unbreakable og er með Bruce Willis í aðalhlutverki en Willis fór einnig með hlutverk í síðustu mynd leikstjórans, Sjötta skilningarvitinu,sem hlaut metaðsókn og vakti mikla athygli á leikstjóranum. Arnaldur Indriðason kynnti sér feril Shyamalans og skoðaði um hvað nýja myndin fjallar. Meira
24. nóvember 2000 | Kvikmyndablað | 85 orð

Stuart litli snýr aftur Það gat...

Stuart litli snýr aftur Það gat ekki annað gerst. Auðvitað er búið að semja um framhaldið af fjölskyldusmellinum um músina Stuart litla . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.