Greinar sunnudaginn 29. apríl 2001

Forsíða

29. apríl 2001 | Forsíða | 167 orð

Í læri hjá töframanni

BRESK lögregluyfirvöld hafa ráðið þekktan töframann til að halda námskeið fyrir yfirmenn, í því skyni að auka sjálfstraust þeirra og leiðtogahæfileika. Meira
29. apríl 2001 | Forsíða | 464 orð | 2 myndir

Óvíst að farið tengist á mánudag

BANDARÍSKI auðjöfurinn Dennis Tito varð í gærmorgun fyrsti geimferðalangurinn, þegar rússnesku Soyus-geimfari var skotið á loft með hann innanborðs á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS). Meira
29. apríl 2001 | Forsíða | 186 orð

Staðfest að CIA hafi ráðið nasista til njósna

SKJÖL, sem nýlega hafa verið gerð opinber, staðfesta að bandaríska leyniþjónustan (CIA) réð ýmsa stríðsglæpamenn nasista til starfa eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Meira

Fréttir

29. apríl 2001 | Miðopna | 2492 orð | 2 myndir

28. apríl

LEIÐTOGAR Ameríkuríkja komu um síðustu helgi saman til fundar í Quebec í Kanada. Meðal þess sem samþykkt var á fundinum var að mynda risavaxið fríverslunarsvæði er næði til 34 ríkja frá Kanada í norðri til Argentínu í suðri fyrir árið 2005. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 704 orð | 1 mynd

Aðild að ESB myndi litlu breyta

Úlfar Hauksson fæddist á Akureyri 9. janúar 1966. Hann lauk prófi í vélfræði frá Vélskóla Íslands 1992 og stúdentsprófi í raungreinum frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1994. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1999 og MA-prófi í Evrópufræðum frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu árið 2000. Hann hefur starfað bæði sem vélstjóri og háseti á ýmsum togurum frá Akureyri en er nú að rita bók um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins með hugsanlega stöðu Íslands í huga. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 868 orð | 1 mynd

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra...

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Fyrirlestur um umhverfisvænt umhverfi. Mánudaginn 30. apríl kl. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð

Andvígir flugvelli á Álftanesi

STOFNAÐ hefur verið félag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Bessastaðahreppi. Á fundinum voru samþykktar tvær ályktanir, önnur um flugvallarmálið og hin um félagsmál unglinga í Bessastaðahreppi. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Aspirnar snyrtar

ÞAÐ gekk mikið á í bakgarði einum við Langholt á Akureyri þegar verið var að snyrta áratugagamlar aspir sem þar eru. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Áhrif fjarvinnu

RÁÐSTEFNA um fjarvinnu verður haldin fimmtudaginn 3. maí nk. en ríflega 50 starfsmenn hafa í tilraunaskyni unnið stöf sín í fjarvinnu hjá Landssímanum um nokkurt skeið. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 7731 orð | 2 myndir

Ákvörðun samkeppnisráðs verði felld úr gildi

AÐ LOKNUM stuttum inngangi um hver kærir og hvern, og af hverju, segir lögmaður SFG, Sigurður G. Guðjónsson, í kæruskjalinu og millifyrirsagnir eru hans: "Ákvörðun þessi var birt lögmanni kæranda þriðjudaginn 3. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 249 orð

Ákvörðun verði ógilt og sekt felld niður

SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna, SFG, hefur kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þá ákvörðun samkeppnisráðs frá 30. mars sl. að SFG, Ágæti og Mata hafi stundað ólöglegt samráð og samkeppnishömlur á grænmetis-, kartöflu- og ávaxtamarkaðnum. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 70 orð

Brotist inn í átta sumarbústaði

LÖGREGLUNNI í Borgarnesi var tilkynnt um innbrot í átta sumarbústaði í Svarfhólsskógi í Svínadal í gær. Að sögn lögreglu er talið að innbrotin hafi átt sér stað í vikunni, en ýmsum verðmætum var stolið úr bústöðunum. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 575 orð | 3 myndir

Danskeppni í Blackpool

ÍSLENSKU danspörin sem kepptu í Blackpool um páskana komu heim nú í vikunni. Keppnin var mjög erfið og ströng og sjaldan hafa fleiri pör mætt til leiks. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 314 orð

Fá um 600 til 1.200 milljónir kr. á ári

BÝFLUGNARÆKT hefur aukið mjög tekjur bænda í Manitobafylki í Kanada undanfarin ár en vegna hennar hefur ræktun alfalfa eða refsmára margfaldast. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Fjórar leiðir mögulegar til lausnar deilunni

MÁLÞING Lögmannafélags Íslands og Læknafélags Íslands um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins í ljósi gagnagrunna á heilbrigðissviði var haldið á föstudag og var yfirskrift þingsins spurning um hvort lausnar væri að vænta í deilunni um framkvæmd... Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fjórir menn handteknir með fíkniefni

FJÓRIR menn voru handteknir á Akureyri á föstudagskvöld þar sem þeir höfðu hass og amfetamín undir höndum. Lögreglan var á hefðbundinni eftirlitsferð um bæinn þegar hún kom auga á mennina, sem voru í tveimur bílum. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Formaðurinn boðar stefnubreytingar í skattamálum

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, boðaði stefnubreytingu í skattamálum og umhverfismálum og lagði þunga áherslu á menntun í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær. Meira
29. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 1424 orð | 2 myndir

Fríverslun á vesturhveli jarðar

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur í mörgu að snúast þessa dagana. Fyrstu hundrað dagar hans í starfi eru að baki, en þau tímamót eru oft notuð í Bandaríkjunum til að meta stöðu forsetans. Um síðustu helgi hétu 34 leiðtogar Ameríkuríkja því á fundi í Kanada að stefna að myndun fríverslunarsvæðis í ársbyrjun 2005. Margrét Björgúlfsdóttir ræddi við starfsmenn Hvíta hússins um framgang mála. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 177 orð

Fyrsta íslenska Hollywood-myndin

UNDIRBÚNINGUR stendur nú yfir fyrir tökur á Veðmálinu, fyrstu leiknu kvikmyndinni í fullri lengd sem gerð er fyrir íslenskt fjármagn af Íslendingum í Hollywood. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fyrsti áfangi Reykjavegar endurtekinn

AUKAFERÐ um fyrsta áfanga gönguleiðarinnar um Reykjaveginn verður farin mánudagskvöldið 30. apríl kl. 19.00 um Reykjanesskagann frá Reykjanesvita að Þingvöllum. Gangan hófst sunnudaginn 22. apríl með 117 þátttakendum. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Grunur um ólöglega fengið erlent vinnuafl

ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ hefur óskað eftir rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á því hvort grunur eftirlitsins sé réttur um að vinnuafl frá Eystrasaltsríkjunum hafi verið flutt ólöglega inn í landið. Georg Kr. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 34 orð

Handtekinn í Austurstræti

MAÐURINN sem réðst gegn útvarpsmanninum og skemmtikraftinum Jóni Gnarr var handtekinn í Austurstræti í fyrradag. Manninum hefur verið sleppt en lögreglan í Reykjavík segir að svo virðist sem maðurinn eigi við geðræn vandamál að... Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 237 orð

Hefur setið lengst allra samfellt í embættinu

TÍU ár verða á morgun liðin frá því Davíð Oddsson forsætisráðherra tók fyrst við því embætti og hefur hann gegnt embættinu samfellt lengur en aðrir forsætisráðherrar. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hreindýr í leit að æti

ÞAÐ er ekki bara mannfólkið sem fagnar sumrinu, hreindýrin gera það einnig enda gras farið að grænka og meira æti að finna fyrir þessi fallegu dýr, sem halda sig aðallega á hálendi Austurlands. Hreindýr voru flutt til Íslands á síðari hluta 18. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 2885 orð | 4 myndir

Íslenskt skattkerfi verði aðdráttarafl

Davíð Oddsson hefur á morgun, 30. apríl, setið lengur en nokkur annar samfellt í embætti forsætisráðherra eða tíu ár. Hann segir ýmislegt ennþá vera ógert og vill vinna að breytingum á skattkerfinu á næstu tveimur árum. Jóhannes Tómasson ræddi við forsætisráðherra í vikunni í tilefni þessara tímamóta. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna

KAFFISALA Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík verður þriðjudaginn 1. maí í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58, Reykjavík og hefst kl. 14.00. Kristniboðskonur bjóða að vanda upp á veglegt hlaðborð. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 354 orð

Kaupendurnir of fáir

UPPBOÐSFYRIRKOMULAG á sölu garðyrkjuávaxta hentar ekki hér á landi vegna þess hve kaupendurnir eru fáir, að mati Kjartans Ólafssonar, formanns Samtaka garðyrkjubænda. Meira
29. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 212 orð

Kínverjar mótmæla vopnasölu til Taívan GEORGE...

Kínverjar mótmæla vopnasölu til Taívan GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti ákvað á mánudag að verða við ósk Taívana um að selja þeim vopn, en þó ekki eins öflug og þeir höfðu vonast eftir. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 254 orð

Kjörnir heiðursfélagar Jarðhitafélagsins

Á AÐALFUNDI Jarðhitafélags Íslands 23. apríl s.l. voru þeir Jón Jónsson jarðfræðingur og Jóhannes Zoëga fyrrv. hitaveitustjóri kosnir fyrstu heiðursfélagar félagsins fyrir löng og farsæl störf að jarðhitamálum hér á landi. Jarðhitafélagið var stofnað 19. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

LEIÐRÉTT

Sálumessa í Landakotskirkju Requiem eftir Szymon Kuran verður flutt í Landakotskirkju en ekki Langholtskirkju eins og hermt var í tónleikalista blaðsins í gær. Messan verður sungin í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 og á þriðjudagskvöld kl. 20. Meira
29. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 167 orð

MIKIL óvissa er í stjórnmálum í...

MIKIL óvissa er í stjórnmálum í Úkraínu eftir að kommúnistar og flokkar hliðhollir auðjöfrunum í landinu sameinuðust um að bola umbótasinnanum Viktor Júshtsjenko úr embætti forsætisráðherra og fella ríkisstjórn hans. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 70 orð

Myndasýning í Nanoq

MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 2. maí kl. 20.30 verður haldin myndasýning í versluninni Nanoq í Kringlunni, þar sem kynntar verða ferðir á vegum Exodus, stærstu ævintýraferðaskrifstofu í heimi. Sýningin verður hin stærsta sem Nanoq hefur staðið fyrir. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 180 orð

Námið verði lánshæft

NOKKUR óánægja er meðal nemenda og stjórnenda Lögregluskólans vegna þess að námið er ekki lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð

Nemendasýning í Borgarleikhúsinu

BALLETSKÓLI Sigríðar Ármann lauk 49. skólaári sínu þriðjudaginn 24. apríl sl. Þá sýndu nemendur skólans á aldrinum 6-20 ára í Borgarleikhúsinu afrakstur vetrarins fyrir fullu húsi áhorfenda. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Ný hárgreiðslustofa opnuð í Hólmaseli

ANNA María Valdimarsdóttir hársnyrtimeistari og Kristín Jóna Grétarsdóttir hársnyrtisveinn hafa opnað hárstofu í Hólmaseli 2. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Rennsli að aukast í miðlunarlón

VATNSBÚSKAPUR Landsvirkjunar er í góðu horfi miðað við snjóléttan vetur á hálendinu, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Skráning í orlofsvikur Bergmáls

EINS og undanfarin sumur býður líknar- og vinafélagið Bergmál langveikum, blindum og krabbameinssjúkum til einnar viku dvalar að Sólheimum í Grímsnesi, þeim að kostnaðarlausu. Verður fyrri vikan haldin dagana 31. maí til 7. júní en sú síðari 23. til 30. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 231 orð

Stórtjón í eldsvoða hjá Íslensk-...

Stórtjón í elds- voða hjá Íslensk- um matvælum UM 100 milljóna króna tjón varð hjá Íslenskum matvælum þegar eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins í Hafnarfirði á föstudag. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 252 orð

Tíðni fæðinga og fóstureyðinga meðal unglingsstúlkna

Sóley S. Bender, lektor og doktorsnemi, flytur fyrirlesturinn Tíðni fæðinga, fóstureyðinga og þungana meðal íslenskra unglingsstúlkna í aldarfjórðung, borið saman við Norðurlönd. Málstofan verður haldin mánudaginn 30. apríl 2001, kl. 12.15 í stofu 6 á 1. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 281 orð

Um 100 kennarastöður lausar í Reykjavík

VEGNA fjölgunar skóla, nemenda og kennslustunda og endurnýjunar í röðum kennara eru lausar allt að 100 nýjar kennarastöður við grunnskóla höfuðborgarinnar á komandi hausti, samkvæmt upplýsingum frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Uppselt á fyrri tónleikana

ALLIR miðar eru seldir á fyrri tónleikana, sunnudaginn 29. apríl, þar sem Requiem eftir Szymon Kuran verður flutt. Síðari tónleikarnir verða í Kristskirkju í Landakoti þriðjudaginn 1. maí kl. 20 og eru miðar seldir í bókaverslunum Máls og menningar. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 160 orð

VEGNA sjómannaverkfallsins eru mörg fiskvinnslufyrirtæki stopp...

VEGNA sjómannaverkfallsins eru mörg fiskvinnslufyrirtæki stopp sökum hráefnisskort. Fleira fiskvinnslufólk er skráð atvinnulaust en réttarstaða útlendinga hefur verið bætt þannig að þeir fái atvinnuleysisbætur til jafns við aðra starfsmenn. Meira
29. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 1710 orð | 1 mynd

Víða pottur brotinn í mannréttindamálum

Nýlega var birt skýrsla mannréttindanefndar Jemens, þar sem vikið er að ýmsum atriðum um ástand þessara mála í landinu, og er sumt ófagurt. Jóhanna Kristjónsdóttir gluggaði í skýrsluna og stiklar á nokkrum þáttum í eftirfarandi grein. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 870 orð | 1 mynd

Þekking og viðurkennd aðferðafræði hunsuð

Í framhaldi af umræðum um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri segir Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunni að fyrir tuttugu árum hafi hann, ásamt fleirum á Skipulagsstofu... Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 253 orð

Þing Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

FIMMTUGASTA og sjöunda þingi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna (Commission of Human Rights), sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, er lokið. Meira
29. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 341 orð | 5 myndir

Þrjár tegundir af sex lækkuðu í verði

S AMKVÆMT samantekt sem Sölufélag garðyrkjumanna, SFG, lét Bændasamtökin gera um þróun heildsöluverðs helstu grænmetistegunda félagsins árin 1995-2000 lækkaði verðið í þremur af sex tegundum sem skoðaðar voru, þ.e. hvítkál, sveppir og agúrkur. Meira

Ritstjórnargreinar

29. apríl 2001 | Leiðarar | 542 orð

OPINN GRÆNMETISMARKAÐUR

Sl. þriðjudag efndu Samtök verzlunar og þjónustu til blaðamannafundar, þar sem settar voru fram ýmsar tillögur samtakanna um umbætur í dreifingu og sölu grænmetis og ávaxta og raunar einnig blóma. Meira

Menning

29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 797 orð | 1 mynd

Beinskeytt og blátt áfram

Aukinn áhugi fyrir tónlist fyrri tíma sést vel á æsingnum í kringum Buena Vista Social Club-flokkinn sem heldur tónleika hér á morgun og hinn. Árni Matthíasson segir frá trúartónlist litra Bandaríkjamanna og nýrri plötu hljómsveitar sem starfað hefur saman í rúm sextíu ár. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 32 orð

Djasstríó Árna Heiðars á Sirkús

DJASSTRÍÓ Árna Heiðars leikur valda djasshúsganga á vínhúsinu Sirkús Klapparstíg í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 22. Tríóið skipa auk Árna sem spilar á píanó, Valdimar Kolbeinn á kontrabassa og Matthías Hemstock á... Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 298 orð | 1 mynd

Dægurlög af gamla skólanum

ÞRIÐJA breiðskífa Minneapolis-tríósins Semisonic hefur fengið rífandi góða dóma hjá gagnrýnendum erlendis. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 600 orð | 1 mynd

Eins konar Jónsmessunótt

Í gærkvöldi frumsýndi útskriftarárgangur leiklistardeildar Listaháskóla Íslands leikritið Platanov eftir Anton Tsjékhov í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Heiða Jóhannsdóttir leit inn meðan undirbúningur stóð sem hæst. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 1471 orð | 1 mynd

Er ljósmyndin það nýjasta?

Ljósmyndun er það nýjasta í núlistum. Í það minnsta á listmarkaðnum, eða svo segja okkur blaðamenn stórblaða vestanhafs. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Faðir og sonur

Leikstjóri: Armand Mastroianni. Aðalhlutverk: Robert Ulrich, Patricia Kalember. (93 mín) Skífan. Öllum leyfð. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 1142 orð | 4 myndir

Fjögur andlit Moldvörpunnar

Í gegnum aldirnar hafa margir listamenn dvalið í Prag og sótt sér innblástur. Þar frumflutti Mozart Don Giovanni-óperuna, Kafka sat þar við skriftir og Mahler við tónsmíðar. Engin furða, borgin á sér ríka sögu og fagrar byggingar. Sunna Ósk Loga-dóttir heimsótti þar fjóra Íslendinga sem eiga það m.a. sameiginlegt að hafa tekið ástfóstri við borg hinna þúsund turna og búa til kvikmyndir undir nafni Moldvörpunnar. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 448 orð

Fjölbreytt menningardagskrá á Sæluviku

ÁRLEG Sæluvika Skagfirðinga hefst í dag og lýkur sunnudaginn 6. maí. Að venju mun sveitarstjórinn Snorri Björn Sigurðsson setja vikuna í Safnahúsinu á Sauðárkróki og opnuð verður málverkasýning og kynnt úrslit í vísnakeppni Safnahússins. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Fleiri ævintýri fröken Jones

FRAMLEIÐENDUR gamanmyndarinnar Dagbók Bridget Jones, sem vermir nú toppsæti aðsóknarlista beggja vegna Atlantshafs, hafa tryggt sér réttinn á framhaldssögunni. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 87 orð | 3 myndir

Galakvöld í Garðabænum

FYRIR skömmu var haldið Galakvöld í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 34 orð

Graduale nobili á tónleikum

GRADUALE nobili-kórinn, undir stjórn Jóns Stefánssonar, heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Kórinn hreppti önnur verðlaun í keppni evrópskra æskukóra í Danmörku á dögunum og flytur sömu efnisskrá og hann flutti... Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Heysátur Monets á uppboð

VERKIÐ Heysátur, síðustu geislar sólar eftir franska impressionistann Claude Monet verður selt á uppboði hjá Sotheby's í London í lok júnímánaðar. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 229 orð | 1 mynd

Himnaríki í Ungverjalandi

Leikrit Árna Ibsen, Himnaríki, verður frumsýnt í borgarleikhúsinu í Kaposvár í Ungverjalandi hinn 3. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt leikrit er tekið til sýninga af ungversku leikhúsi. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Í minningu sætu strákanna

½ Leikstjórn og handrit Thom Fitzgerald. Aðalhlutverk Daniel MacIvor, J. Griffin Mazeika. (97 mín) Kanada 2000. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 949 orð | 1 mynd

Leikrit sem vekur fólk til umhugsunar

Píkusögur heitir leikrit sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Heiða Jóhannsdóttir leit inn á æfingu og ræddi við flytjendur og leikstjóra þessa óvenjulega verks. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 374 orð | 1 mynd

Ljúf og rómantísk körfuboltahetja

NJARÐVÍKINGAR urðu Íslandsmeistarar í körfubolta um seinustu helgi og þar fór Logi Gunnarsson bakvörður mikinn og skoraði 32 stig. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 103 orð

Nám í kennslufræði í LÍ

LISTHÁSKÓLI Íslands býður nú í fyrsta sinn nám í kennslufræði til kennsluréttinda. Námið er einkum ætlað verðandi listgreinakennurum í efstu bekkjum grunnskóla, framhaldsskólum og kennurum við listaskóla. Umsóknarfrestur rennur út 3. maí. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 916 orð | 3 myndir

Of mörg orð, of fáar nótur

Hljómsveitin De La Soul var stofnuð í New York 1985 af þeim Kelvin Mercer (Posdnous), David Jude Joliceur (Trugoy The Dove) og Vincent Lamont (Pasemaster Mace). Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 172 orð

Orðagos frá Hallgrími

"ÍSLAND hefur eitthvað með íslendingasögur, náttúru og hesta að gera, að því er maður hélt. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Órafmagnaðir Megadeth?

ÞAÐ þarf alltaf pínu átak til að sjá þungarokkssveitir fyrir sér í kassagítarstellingum, hvað þá þreskirokkssveitir eins og Megadeth. En því er nú þannig farið að sveitin sú arna, sem inniheldur m.a. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Poppkorn

Mike Scott , ásamt nýlega endurreistri Waterboys, hefur í hyggju að gefa út Fishermans Blues Two, sem mun innihalda lög sem komust ekki inn á upprunalega meistarastykkið frá árinu 1988. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 214 orð | 1 mynd

"Mikil upplifun að spila með stórsveit"

STÓRSVEIT Tónmenntaskóla Reykjavíkur heldur tónleika í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti í dag, sunnudag, kl. 14. Sveitin er skipuð 17 hljóðfæraleikurum á aldrinum 14-18 ára. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 647 orð | 1 mynd

"Upphaf öflugrar tónlistardeildar"

TÓNLISTARDEILD verður stofnuð við Listaháskóla Íslands næsta haust. Frestur til að sækja um nám við deildina er til mánudagsins 30. apríl. Nú þegar hafa störf deildarforseta og kennara við deildina verið auglýst og segist Hjálmar H. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Selló- og orgeltónleikar á Hvammstanga

GUNNAR Björnsson sellóleikari og Haukur Guðlaugsson orgelleikari halda tónleika í Hvammstangakirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Flutt verða verk eftir Clérambault, Lefébure-Vély, J.S. Bach, Max Reger, Georg Goltermann, Sigvalda Kaldalóns og fleiri. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Slipknot hræðast enska kjötið

BRJÁLÆÐINGARNIR í níðþungarokksveitinni Slipknot eru frægir fyrir að létta af sér hver á annan, þvælast um með rotin dýrahræ í hljómsveitarrútunni og selja upp á aðdáendur sína. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 27 orð

Sumarlög í Háteigskirkju

KVÖLDVÖKUKÓRINN og Kvennakórinn Glæður halda tónleika í Háteigskirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Flutt verða m.a. valin íslensk og erlend vor- og sumarlög. Þá verður ein- og... Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 32 orð

Sunnudagsdjass á Ozio

GÍTARLEIKARARNIR Ómar Einarsson og Jakob Hagedorn leika djass á klassíska gítara í Ozio við Lækjargötu í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30. Efnisskráin er að mestu byggð á ljúfum Bossanova- og Latin-lögum. Miðaverð er 600... Meira
29. apríl 2001 | Myndlist | 612 orð | 1 mynd

Svo nærri hjartanu

Frá 21. til 28. apríl. Meira
29. apríl 2001 | Menningarlíf | 40 orð

Sýningu lýkur

Þjóðarbókhlaðan Myndir af Maríusögu, útsaumaðar smámyndir, eftir Elsu E. Guðjónsson lýkur á mánudag. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 872 orð | 3 myndir

Upprisa Hljómalindar

Það er enn líf í Hljómalind. Birgir Örn Steinarsson hitti Kristin Sæmundsson og fræddist um væntanlega tónleikaröð og komst að því af hverju hann hætti við að hætta. Meira
29. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 342 orð | 3 myndir

Vitsmunaleg og aðlaðandi

UMA Thurman er naut. Stúlkan sú á einmitt afmæli í dag, og verður hvorki meira né minna en 31 árs. Og þá er tunglið í krabba þar sem hún býr í Los Angeles, og fólk undir áhrifum þessa mjúka merkis og virkar á mun tilfinningalegri máta en það er vant. Meira

Umræðan

29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 29. apríl, verður fimmtugur Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf. Hann og eiginkona hans, Hildur Hermóðsdóttir, taka á móti gestum í Valsheimilinu á Hlíðarenda frá kl.... Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 30. apríl, verður 75 ára dr. renat Jens Ólafur Páll Pálsson prófessor, fyrrverandi forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann er staddur í Þýskalandi ásamt eiginkonu sinni, Önnu Kandler Pálsson. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Nk. þriðjudag 1. maí verður áttræður Gunnar Axel Davíðsson, húsasmíðameistari og fyrrverandi kaupmaður, Bröttuhlíð 13, Hveragerði. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 29. apríl, verður áttræð Stefanía Magnúsdóttir frá Flögu í Hraungerðishreppi, Háeyrarvöllum 38 (Ægisíðu) Eyrarbakka. Hún fagnar afmælisdeginum með gestum, laugardaginn 5. maí n.k. frá kl. Meira
29. apríl 2001 | Aðsent efni | 2638 orð | 1 mynd

Af menningarráðstefnu í Visby á Gotlandi

Á Norðurlöndum er rekin kröftug menningarpólitík, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, sem aðrar Evrópuþjóðir líta til sem fyrirmyndar. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 408 orð

Afstýrum verkfalli

STÚDENTAR við Háskóla Íslands eru mjög áhyggjufullir vegna yfirvofandi verkfalls Félags háskólakennara. Verkfallið kæmi illa niður á stúdentum enda lendir það einmitt á þeim tíma sem á sjöunda þúsund stúdentar eiga að þreyta próf. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 75 orð

FYRSTA JURT VORSINS

Vorið í dalnum opnar hægt sín augu, yljar á ný með vinarbrosi ljúfu. Eins og þá barnið rís af rökkursvefni, rauðhvítar stjörnur ljóma á grænni þúfu. Augasteinn vorsins, lambagrasið litla, löngum í draumi sá ég þig í vetur. Meira
29. apríl 2001 | Aðsent efni | 891 orð

Hljóðs bið ég alla hér í...

ENN kunna menn að yrkja með fornyrðislagi. Sá er siður í landi okkar að ein þingveisla (alþingis) sé haldin á ári hverju. Í þeim veislum mega menn ekki taka til máls nema bundið sé. Meira
29. apríl 2001 | Aðsent efni | 1335 orð | 6 myndir

Minningar úr Mývatnssveit II

I. Í Herðubreiðarlindir sumrin 1939 og 1940 . Meira
29. apríl 2001 | Aðsent efni | 898 orð

Óréttur er settur

Ýmsir mundu telja þetta jafnréttisbaráttu þótt enginn hefði verið beittur misrétti áður en þessi barátta ríkisins hófst. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 883 orð

(Sálm. 103, 5.)

Í dag er sunnudagur 29. apríl 119. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 571 orð

UMRÆÐA um gin- og klaufaveiki var...

UMRÆÐA um gin- og klaufaveiki var mikil hér á landi á dögunum, eftir að sjúkdómsins varð fyrst vart í Bretlandi, en Víkverja finnst eins og hún hafi minnkað verulega upp á síðkastið. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 555 orð

Út í veður og vind

LAUGARDAGINN 21. apríl sl. kl. rúmlega 11 að morgni dags keyrði ég sem leið liggur út úr bænum. Þegar ég nálgaðist Elliðaárnar kom stór gámaflutningabíll inn á hraðbrautina frá hægri. Meira
29. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 637 orð

Þú leggur af stað út í...

Sundurlausir þankar Þú leggur af stað út í lífsins ferð þig langar að eygja svo margt, í huganum eygir þú frama og frægð og framtíðarljósið er bjart. Lokkandi geisli um götuna skín. Gæt þín. Meira

Minningargreinar

29. apríl 2001 | Minningargreinar | 190 orð | 1 mynd

ALDÍS HAFLIÐADÓTTIR

Aldís Hafliðadóttir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1929. Hún andaðist á Landakotsspítala á páskadag hinn 15. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 24. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2001 | Minningargreinar | 230 orð | 1 mynd

DÓROTHEA SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR

Dórothea Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Búðarhóli í Siglufirði 6. maí 1904. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 24. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Siglufjarðarkirkju 31. mars. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2001 | Minningargreinar | 1703 orð | 1 mynd

Elín Anna Björnsdóttir

Elín Anna Björnsdóttir fæddist í Reykjavík, 20. júlí 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Brynjólfsdóttir frá Kaldbak í Hrunamannahreppi, f. 7. ágúst 1878, d. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2001 | Minningargreinar | 2271 orð | 1 mynd

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

Margrét Jónsdóttir fæddist á Þingvöllum í Helgafellssveit 5. apríl 1907. Hún lést á Dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigmundsson frá Akureyjum, Breiðafirði, f. 22.9. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2001 | Minningargreinar | 392 orð | 1 mynd

ÓLAFUR ÓLAFSSON

Ólafur Ólafsson húsasmíðameistari fæddist á Eyrarbakka 26. febrúar 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 24. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2001 | Minningargreinar | 1222 orð | 1 mynd

SIGMAR SIGURÐSSON

Sigmar Sigurðsson fæddist á Gljúfri í Ölfusi hinn 18. febrúar 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 6. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kotstrandarkirkju 18. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2001 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

SIGURVIN FINNBOGASON

Sigurvin Finnbogi Steinar Finnbogason fæddist á Þiðriksvöllum í Strandasýslu 28. maí 1918. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 14. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 23. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2001 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd

SÆMUNDUR JÓNSSON

Sæmundur Jónsson fæddist í Austvaðsholti í Landsveit 11. nóvember 1924. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 5. apríl. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

29. apríl 2001 | Bílar | 130 orð | 1 mynd

220 hestafla Suzuki SX

SUZUKI hefur kynnt nýjan hugmyndabíl sem kallast SX (Sport Crossover). Með þessum bíl vill Suzuki höfða til yngri bílkaupenda. Bíllinn er með fjögurra strokka vél með forþjöppu sem skilar 220 hestöflum og sítengdu fjórhjóladrifi. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 98 orð

470 seldir Toyota RAV4

TÆPLEGA 500 RAV4 jepplingar eru komnir á götuna frá því bíllinn kom á markað hérlendis í júlí í fyrra, þ.e. 40 bílar á mánuði að meðaltali. Að sögn Björns Víglundssonar, markaðsstjóra hjá Toyota, eru enn um 70 bílar seldir en óafhentir. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 64 orð

Aðgangseyrir að Flórens

Borgarstjórinn í Flórens, Leonardo Domenici, íhugar nú að láta ferðamenn greiða aðgangseyri að Flórens á þeim forsendum að borgin sjálf sé safn. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 30 orð

Audi A4 2.0

Lengd: 4.547 mm Breidd: 1.766 mm Hæð: 1.428 mm Vél: 1.984 rsm, fjórir strokkar, 20 ventlar, tveir yfirliggjandi knastásar, 130 hestöfl, 195 Nm. Drifrás: Framdrifinn, sex þrepa multitronic cvt-sjálfskipting með hand skiptivali. Verð: 2.935.000 kr. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 188 orð | 1 mynd

Aukinn áhugi á Kúbu

MIKILL áhugi er á Kúbu þessa dagana að sögn Lilju Hilmarsdóttur, fararstjóra hjá Samvinnuferðum-Landsýn, en ferðaskrifstofan hóf beint leiguflug þangað árið 1996. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 185 orð | 1 mynd

Cayenne og Colorado prófaðir

MYNDIN að ofan er af tveimur þýskum lúxusjeppum sem eru væntanlegir á markað innan tíðar. Þetta eru VW Colorado og Porsche Cayenne, sem VW og Porsche hafa þróað sameiginlega. Myndin náðist þegar bílarnir voru prófaðir saman í fyrsta sinn. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 82 orð

Farþegar geta skoðað tölvupóst og farið á Netið

Farþegar með flugfélaginu Singapore Airlines geta nú skoðað tölvupóstinn sinn og sent tölvupóst auk þess sem þeir geta vafrað um á Netinu á meðan þeir fljúga í háloftunum. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 533 orð | 2 myndir

Frakkland Línuskautaferð Fólk fer hraðar en...

Frakkland Línuskautaferð Fólk fer hraðar en þegar það gengur en hægar en þegar það ferðast með neðanjarðarlest. Þannig er fimm daga línuskautaferð ferðaskrifstofunnar Zephyr-tours í París lýst. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 100 orð | 1 mynd

Gerbreytt hönnun á Mazda

MAZDA hyggur á gagngera endurnýjun á allri sinni fólksbílalínu og myndin að ofan sýnir frumgerð nýs 323. Þessi bíll á að koma Mazda í fremstu röð bílaframleiðenda á ný. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 618 orð | 6 myndir

Í fremstu röð á nýjum Audi A4

NÝR Audi A4 er nýr bíll í öllu tilliti. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 402 orð | 1 mynd

Krítverskur sveitakjúklingur

"Þú verður að prófa sveitakjúkling á veitingastað í fjöllunum þar sem við Krítverjar borðum," sagði Adonis, skinnakaupmaður í Chania, við Oddnýju Björgvinsdóttur. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 93 orð | 1 mynd

Lincoln MK9

SPORTLEGUR Lincoln MK9 hugmyndabíll var sýndur nýlega á bílasýningunni í New York en bíllinn er hannaður af Bretanum Gerry McGovern, sem teiknaði MGF-bílinn. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 655 orð | 2 myndir

Marmari, leður og hvelfingar

Sum sögufræg hótel eru betri en önnur. Anna Bjarnadóttir kunni að meta hótel í borginni Austin í Texas sem heitir Driskill. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 697 orð | 1 mynd

Með hippum í indjánaþorpi í Chile

Þegar Örn Svavarson, eigandi Heilsuhússins, er inntur eftir eftirminnilegu fríi er honum efst í huga ferð sem hann fór einn síns liðs til Chile í Suður-Ameríku. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 71 orð | 1 mynd

Mun minni samdráttur í sölu á jeppum

MUN minni samdráttur hefur verið í sölu á jeppum og jepplingum en almennt í fólksbílasölu fyrstu þrjá mánuði ársins, ef miðað er við fimmtán söluhæstu bílana frá janúar til mars 2000 og 2001. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 279 orð | 1 mynd

Nýr Range Rover með BMW-búnaði

RANGE Rover hefur verið jeppi jeppanna í hugum margra um langt skeið en það gæti þó breyst innan tíðar. Mercedes-Benz, BMW og Porsche gera tilkall til krúnunnar en það mun þó ekki gerast án mótbáru frá Range Rover. Nýi bíllinn kemur á markað næsta vor. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 351 orð

Reglur um notkun felli- og hjólhýsa

SKRÁNINGARSTOFAN hefur tekið saman upplýsingar um þær reglur sem gilda um notkun eftirvagna, tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 114 orð | 1 mynd

Scala verður að lúxushóteli

Eigendur Scala-verslunarmiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn hafa ákveðið að loka henni og breyta í hótel. Scala, sem stendur við Tívolí, verður eins og reyndar flest hótel sem áform eru um að reisa í borginni, lúxushótel og á að opna það síðla árs 2002. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 82 orð | 1 mynd

Sigla frá Íslandi til Grænlands

Norskir fjárfestar hafa keypt farþegaskipið Brand Polaris sem er 2097 tonn að stærð. Hyggjast þeir samkvæmt frétt í Bergens tidende m.a. nota það til að fara með ferðamenn frá Íslandi til Grænlands. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 354 orð | 1 mynd

Skipt um 3ja lítra dísilvélar í öllum Nissan Patrol

INGVAR Helgason hf. hefur í samráði við Evrópudeild Nissan ákveðið að innkalla alla Nissan Patrol-jeppa með dísilvélum með 3,0 lítra slagrými sem seldir hafa verið hér á landi frá júníbyrjun 2000, alls um 320 bíla. Meira
29. apríl 2001 | Bílar | 94 orð | 4 myndir

Southward-safnið á Nýja-Sjálandi

VÍÐA í heiminum er að finna skemmtileg bílasöfn. Eitt þeirra er Southward Car Museum á Nýja-Sjálandi þar sem Pétur P. Johnson var nýlega á ferð og tók meðfylgjandi myndir. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 212 orð | 1 mynd

Tóki munkur og nýtt gistihús á Þingeyri

Í byrjun júní er stefnt að því að opna nýtt gistihús á Þingeyri, Gisthúsið við fjörðinn. Boðið verður upp á gistingu í eins, tveggja manna og fjölskylduherbergjum og einnig í stúdíóíbúðum. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 160 orð

Útleiga sumarhúsa í Flórens og Greve

Bergljót Leifsdóttir Mensuali, sem býr í Greve in Chianti, hefur tekið að sér að sjá um útleigu sumarhúsa í Flórens og Greve á fasteignasölunni G.E.G. Immobiliare í Flórens. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 363 orð | 2 myndir

Þarf að endurskipuleggja áætlunarferðir um landið

ÁÆTLUNAR- og skipulagðar skoðunarferðir fyrir einstaklinga, Íslendinga sem og erlenda ferðamenn, eru ekki í boði á marga af helstu ferðamannastöðum landsins nema í júní, júlí og ágúst og á suma staði aðeins í júlí og hluta af ágúst. Meira
29. apríl 2001 | Ferðalög | 275 orð | 1 mynd

Öllum ráðlagt að hafa E-111 vottorð með sér til útlanda

ÞEIR sem eru sjúkratryggðir í einu EES-landi, en þau eru 18 talsins, eiga rétt á sjúkrahjálp ef þeir veikjast skyndilega eða lenda í slysi í öðru EES-landi. Hinn sjúkratryggði á þá rétt á læknishjálp og lyfjum á sömu kjörum og íbúar landsins fá þ.e. Meira

Fastir þættir

29. apríl 2001 | Í dag | 795 orð | 1 mynd

ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til...

ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fjórðu messunnar á þessu ári í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnudag, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið athygli víða um lönd á undanförnum árum og eru slíkar messur yfirleitt fjölsóttar. Meira
29. apríl 2001 | Fastir þættir | 340 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞRJÚ grönd, þrjú grönd, þrjú grönd. Tvær þjóðir eru þekktar fyrir að spila alltaf þrjú grönd og hafa þá litlar áhyggjur af punktunum. Þetta eru Frakkar og Pólverjar. Meira
29. apríl 2001 | Fastir þættir | 671 orð | 1 mynd

Englarnir

Englar eru sendiboðar og þjónar Guðs. Þeir koma víða við sögu í Biblíunni og eru enn að störfum. Guðni Einarsson kynnti sér fróðleg skrif um engla og hlutverk þeirra. Meira
29. apríl 2001 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, áskorendaflokki, er lauk fyrir stuttu. Ríkharður Sveinsson hefur á undanförnum árum verið formaður Taflfélags Reykjavíkur. Meira

Sunnudagsblað

29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 3634 orð | 3 myndir

Aldrei of seint að verða hamingjusamur

Tónlistarmennirnir í Buena Vista Social Club halda tónleika hér á landi á morgun og þriðjudag. Árni Matthíasson hitti að máli þau Omara Portuondo og Ibrahim Ferrer sem eru meðal gestanna frá Kúbu. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 534 orð | 3 myndir

Borðleggjandi

Þegar sest er að fallegu borði fara fingur okkar líkt og ósjálfrátt um dúkinn, hrjúfan eða fínlegan, litsterkan eða óræðan í lit sínum og jafnvel mörgum lögum. Hvað verður lagt á þennan dúk á þessu borði? Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 853 orð | 2 myndir

Brasserie Borg

HÓTEL Borg á sér langa sögu í íslensku veitingalífi, lengri en nokkurt annað veitingahús. Í þeirri sögu hafa skipst á skin og skúrir. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 785 orð | 6 myndir

Ekið um snæviþakta eyðimörk Vatnajökuls

Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og í iðrum hans er eitt virkasta eldfjallasvæði heims. Hann er einstakur og stórbrotinn. Allt um kring er landslag stórt í sniðum, fjölbreytt og mótað af því mikla afli sem í jöklinum býr. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 1521 orð | 1 mynd

Erfitt að draga í land

Alþingi batt síðastliðinn föstudag endahnút á mál sem hefur verið heldur vandræðalegt. Var þar um að ræða bann við hljóðritun símtala án vitneskju víðmælandans. Saga þessarar lagabreytingar er hin athyglisverðasta. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 559 orð | 1 mynd

Ég er sóðalegur slefberi ...

"Hon var kvenna vænst, er upp óxu á Íslandi, bæði at ásjónu ok vitsmunum. Guðrún var kurteis kona, svá at í þann tíma þóttu allt barnavípur, þat er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 256 orð

Forsætisráðherra í 10 ár samfleytt

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hefur setið lengst allra íslenskra forsætisráðherra samfellt á forsætisráðherrastóli eða í 10 ár. Hann hefur verið forsætisráðherra í þremur stjórnum. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 2870 orð | 5 myndir

Frumkvöðull í býflugnarækt

Davíð Gíslason, býflugnabóndi á Svaðastöðum í Manitoba-fylki í Kanada, og Gladys, eiginkona hans, voru útnefnd bændur ársins 2000 í Manitoba fyrir öflugt nýsköpunarstarf og ýmis samfélagsverkefni. Steinþór Guðbjartsson blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari komu við á Svaðastöðum á yfirreið um Manitoba á dögunum. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 787 orð | 6 myndir

Fyrirmynd annarra hunda

Í vetur hafa staðið yfir námskeið fyrir veiðihunda á vegum Hundaræktarfélags Íslands með þátttöku nær 20 hundaeigenda og hunda þeirra. Hávar Sigurjónsson blaðamaður og Ingólfur Guðmundsson ljósmyndari fylgdust með æfingu á dögunum. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 964 orð | 4 myndir

Harmonikan um aldamót

Einhverjar skærustu stjörnur úr heimi harmonikuleikara eru væntanlegar hingað til lands um næstu helgi og halda á laugardag tónleika í Laugarneskirkju. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 3600 orð | 2 myndir

"Hvað segið þér um þetta, herra Björnsson?"

Saga daganna, Wagner og Niflungahringur hans og Merkisdagar á mannsævinni eru meðal rita Árna Björnssonar þjóðháttafræðings. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur ýmislegt um uppvaxtar- og skólaár sín, viðfangsefni og skoðanir. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 2697 orð | 5 myndir

"Útstreymisapparat" á toppi Esjunnar

Danskt brugghús styrkti tilraun til að búa til norðurljós á Íslandi veturinn 1884. Aðalbjörn Sigurðsson hitti þýska listamanninn Oliver Kochta sem sagði frá norðurljósagerðarmönnum. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 727 orð | 1 mynd

Raddir vorsins

Við eigum að leggja eyrun við, segir Sveinbjörn I. Baldvinsson í tilefni af viku bókarinnar. Það er aldrei að vita hvenær það skiptir sköpum að hlusta, að lesa, að gefa skáldunum gaum. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 31 orð | 3 myndir

Tónlistarmennirnir í Buena Vista Social Club...

Tónlistarmennirnir í Buena Vista Social Club halda tónleika hér á landi á morgun og þriðjudag. Árni Matthíasson hitti að máli þau Omara Portuondo og Ibrahim Ferrer sem eru meðal gestanna frá Kúbu. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 275 orð

Uppskriftir Gunnars

VEGNA mistaka við skráningu birtast hér uppskriftir úr síðasta pistli. Er Gunnar Jónsson, yfirmatreiðslumeistari á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, innilega beðinn velvirðingar á mistökum þessum sem leiðrétttast hér með. Meira
29. apríl 2001 | Sunnudagsblað | 192 orð | 1 mynd

Vín vikunnar

VÍN vikunnar er frá Argentínu, raunar eins konar "vín-fusion" þar sem að vínið hefur sterk frönsk tengsl þó svo að uppruni þess sé argentínskur. Það var fyrir nokkrum árum að einn af virtustu vínmönnum Bordeaux, Jean-Michel Arcaut (t.d. Meira

Barnablað

29. apríl 2001 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Að liðnum páskum

REBEKKA Guðmundsdóttir, Hávallagötu 24, 101 Reykjavík, sendi þessa mynd af páskakanínu að éta páskaegg, sem henni finnst bragðast... Meira
29. apríl 2001 | Barnablað | 53 orð | 1 mynd

Gáta Aldísar og Gunnars

ALDÍS R. Ingólfsdóttir, Logafold 53, efri hæð, 112 Reykjavík, og Gunnar Möller, Logafold 45, efri hæð, 112 Reykjavík , bæði 11 ára, sendu okkur þessa gátu til birtingar. Spurt er hvað krakkarnir á myndinni heita. Meira
29. apríl 2001 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd

Hvaða dýr slapp?

ÞAÐ varð uppi fótur og fit í dýragarðinum um daginn þegar eitt dýranna slapp úr búri sínu. Með því að draga strik frá punkti eitt og enda á punkti fjörutíu og sjö ættuð þið að sjá hvert dýranna... Meira
29. apríl 2001 | Barnablað | 50 orð | 1 mynd

Pennavinir

BLESSUÐ! Ég er hress stelpa, varð 11 ára núna 4. apríl. Mig bráðvantar pennavinkonur á aldrinum 11-14 ára. Áhugamál mín eru: Christina Aguilera, Selma, öll dýr (nema rottur), postulínsdúkkur, bréfaskriftir o.m.fl. Mynd fylgi helst með fyrsta bréfi. Meira
29. apríl 2001 | Barnablað | 61 orð | 1 mynd

SEM sjá má eru kappakstursbílarnir eitthvað...

SEM sjá má eru kappakstursbílarnir eitthvað vanstilltir því það er ekki eðlilegt, að svona mikill reykjarmökkur komi aftan úr þeim. Ökumenn þeirra allra eru kappsfullir og ætla sér að sigra í þessari keppni sem öllum hinum. Meira
29. apríl 2001 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Vinkonur úti í garði

ÞESSA mynd sendi amma hennar Daníellu Jóhönnu Þórsdóttur, sem varð 7 ára 25. apríl síðastliðinn. Hún á heima í Viðarrima 10, 112 Reykjavík. Myndin er af Valdísi vinkonu hennar og henni úti í garði. Við óskum Daníellu til hamingju með... Meira
29. apríl 2001 | Barnablað | 31 orð

Vissuð þið...

... að fyrsta íslenska dagblaðið kom út 1896 og hét Dagskrá? ...að fyrsta dagblaðið kom út í Þýskalandi 1609? ...að Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913? ...að orðið pappír er dregið af nafni... Meira

Ýmis aukablöð

29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 94 orð | 1 mynd

Bruce Greenwood hafði í hartnær fimmtán...

Bruce Greenwood hafði í hartnær fimmtán ár unnið þrotlaust í sjónvarpsþáttum á borð við St Elsewhere , Legmen og Hardball ; aðal- og aukahlutverk í á fimmta tug sjónvarps- og kapalmynda af öllum stærðum og gerðum í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og... Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 434 orð | 1 mynd

Heimildarmyndin heldur velli

S Ú tíð í íslenskum kvikmyndaheimi, sem kennd er við vorið, er liðin. Það er einsog allir hafi ekki áttað sig á því, aðrir virðast álíta að á eftir slíku vori komi sumar. Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 53 orð | 1 mynd

Júlíus Kemp er 33 ára og...

Júlíus Kemp er 33 ára og var í námi í West Surrey College of Arts and Design í Bretlandi árið 1991 er honum bauðst vinna við að klippa Börn náttúrunnar . Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 411 orð

Júlíus kynntur

"ÉG veit eiginlega ekki hvernig þetta er tilkomið," segir Júlíus þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann var valinn í þessa kynningu. Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 83 orð | 1 mynd

Júragarðurinn 3 að verða tilbúin

Nýjasti kafli Júragarðsins - Jurassic Park verður frumsýndur á Bretlandseyjum 20. júlí og vafalaust hérlendis um svipað leyti. Fyrsta myndin var sú mest sótta í heiminum um tíma og framhaldið ámóta vinsælt, þótt slakt væri. Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 60 orð | 1 mynd

Kónguló, kónguló...

Háskólabíó og Laugarásbíó frumsýna 1. júní spennumyndina Along Came a Spider með Morgan Freeman í aðalhlutverki. Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 550 orð

Kunnuglegi Kanadamaðurinn

SENUÞJÓFURINN í stórmyndinni Þrettán dagar, sem verið er að sýna í kvikmyndahúsunum, er Kanadamaðurinn Bruce Greenwood . Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 268 orð | 1 mynd

Latneskir konfektmolar

Latnesk kvikmyndaframleiðsla er í góðum gír um þessar mundir. Hér eru nokkrar fréttir af því sem er í undirbúningi: Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 48 orð | 1 mynd

Lára kemur 29. júní

Hinn 29. júní í sumar verður stórmyndin Tomb Raider með Angelina Jolie í aðalhlutverki frumsýnd hér á landi á vegum Laugarásbíós. Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 83 orð | 1 mynd

Nýir Dansar við úlfa?

Rithöfundurinn Michael Blake er að leggja síðustu hönd á bókina The Holy Road , sem mun koma út 15 september, nk. Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 271 orð | 2 myndir

Skrímsli frumsýnt

KVIKMYND Hals Hartleys, Skrímsli eða No Such Thing, verður frumsýnd á 54. kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst 9. maí. Myndin, sem áður bar enska vinnutitilinn Monster , var að miklum hluta tekin hérlendis sl. Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 75 orð | 1 mynd

Syngjandi og dansandi Russell Crowe?

Þær ótrúlegu fréttir voru að berast að ástralski hlunkurinn Russell Crowe sé manna líklegastur til að fara með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndagerð söngleiksins Chicago . Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 70 orð

Söngvamyndin The Producers?

Sýningar eru nýhafnar á Broadway á nýjum söngleik, byggðum á gamanmyndinni The Producers ('68). Tvímælalaust ein besta mynd Mels Brooks , sem státaði einmitt af einu söng- og dansatriði, A Springtime For Hitler . Meira
29. apríl 2001 | Kvikmyndablað | 1481 orð | 1 mynd

Veðjað á draum

Í draumi sérhvers manns er tækifæri hans falið. Sigurbjörn Aðalsteinsson, kvikmyndaleikstjóra og handritshöfund, dreymdi nótt eina í fyrra að Friðrik Þór Friðriksson bæði sig að gera bíómynd á þremur dögum. Nú eru Sigurbjörn og unnusta hans, Kristín Gísladóttir leikkona, að undirbúa tökur, sem eiga að fara fram eftir rúman mánuð vestur í Hollywood. Myndin heitir Veðmálið eða The Wager. Þau segja Árna Þórarinssyni frá fyrstu íslensku Hollywood-myndinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.