Greinar miðvikudaginn 6. mars 2002

Forsíða

6. mars 2002 | Forsíða | 226 orð

Bush leggur tolla á innflutt stál

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum ákváðu í gær að lagður yrði allt að 30% tollur næstu þrjú ár á megnið af innfluttu stáli. Markmiðið með tollunum er að vernda bandarísk stálfyrirtæki sem eiga í miklum erfiðleikum og eru tugþúsundir starfa sagðar í hættu. Meira
6. mars 2002 | Forsíða | 291 orð | 1 mynd

Ekkert lát á átökum

ÍSRAELSKI flugherinn gerði í gær linnulitlar loftárásir á skotmörk á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna en aðgerðirnar komu í kjölfar þess að Hamas-samtökin skutu flugskeytum að bænum Sderot í Suður-Ísrael. Meira
6. mars 2002 | Forsíða | 181 orð

Harðir bardagar í Afganistan

BANDARÍSKAR herþotur létu sprengjum rigna yfir liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í austurhluta Afganistans í gær en al-Qaeda-liðarnir hafa veitt harða mótspyrnu á jörðu niðri undanfarna daga. Meira
6. mars 2002 | Forsíða | 147 orð

Hillary og Tenzing á Everest

FIMMTÍU árum eftir að þeir urðu fyrstir allra til að klífa hæsta tind veraldar hyggjast þeir Hillary og Tenzing endurtaka leikinn. Meira
6. mars 2002 | Forsíða | 94 orð

Tvíburar létust

SJÖTUGIR finnskir tvíburabræður létust í umferðarslysum með tveggja tíma millibili í gærmorgun. Fyrra slysið varð er annar bræðranna var á hjóli í hálku á vegi í Raahe í Norður-Finnlandi, og varð fyrir vörubíl. Meira
6. mars 2002 | Forsíða | 53 orð | 1 mynd

Verjast hryðjuverkavánni

LIÐSMENN sérsveita hers Kákasuslýðveldisins Georgíu á æfingum í útjaðri höfuðborgar landsins, Tbilisi, en gert er ráð fyrir að Bandaríkjaher taki von bráðar að sér þjálfun þeirra. Meira

Fréttir

6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 821 orð

30-50% lækkun sektar að uppfylltum öllum skilyrðum

HÉR fer á eftir í heild bréf Samkeppnisstofnunar til Kristjáns Loftssonar, stjórnarformanns Olíufélagsins hf., vegna ákvörðunar félagsins um að ganga til samstarfs við stofnunina um að upplýsa meint brot félagsins á samkeppnislögum. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 191 orð

32 falla í átökum í Kasmír

AÐ minnsta kosti 32 féllu í átökum í Kasmír í gær og fyrrinótt, en Indverjar og Pakistanar hafa lengi barist um héraðið. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Aðalfundur Félags grunnskólakennara

AÐALFUNDUR Félags grunnskólakennara verður haldinn í dag, miðvikudaginn 6. og fimmtudaginn 7. mars í Borgartúni 6 í Reykjavík. Á aðalfundinum fer fram kosning formanns og stjórnar félagsins til þriggja ára. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Að skrifa vandaða íslensku

AÐ skrifa vandaða íslensku - námskeið hjá Endurmenntun HÍ verður haldið fimmtudaginn 7. - 21. mars kl. 17 - 19.30. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka kunnáttu sína og færni við að rita gott, íslenskt mál. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Allt að 136% munur á hæsta og lægsta verði

BRAUÐ hafa lést og hækkað í verði síðastliðin tvö ár, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ frá 12. febrúar síðastliðnum. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 344 orð

Áfengisauglýsingar leyfðar í Svíþjóð?

MIKILVÆGUR dómur var kveðinn upp í undirrétti í Svíþjóð á mánudag þegar tímaritið Gourmet vann mál, sem höfðað hafði verið gegn því, og var heimilað að birta áfengisauglýsingar. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Áhrif hnattvæðingar á stöðu kvenna

Í TILEFNI af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti verður opinn fundur föstudaginn 8. mars kl. 17 í BSRB-salnum, Grettisgötu 89, "Áhrif hnattvæðingar á stöðu kvenna". Fundarstjóri: Björk Vilhelmsdóttir. Erindi halda: María S. Meira
6. mars 2002 | Landsbyggðin | 420 orð | 1 mynd

Áhættuatriði á ísnum á Jökulsárlóni

NÚ er fjölmennt tökulið og leikarar á vegum Pinewood-kvikmyndaversins til Hornafjarðar en tökur á atriðum í næstu James Bond-mynd eru nú í fullum gangi. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð

Árekstur á Reykjanesbraut

HARÐUR árekstur varð á Reykjanesbraut laust eftir klukkan níu í gærkvöldi. Tveir voru fluttir á slysadeild vegna meiðsla á fótum og baki. Bílarnir skullu saman á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekkjarbakka og eru þeir báðir stórskemmdir. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Árni og Björk í fyrstu sætum VG

ÁRNI Þór Sigurðsson mun skipa fyrsta sæti R-listans í komandi borgarstjórnarkosningum og Björk Vilhelmsdóttir það sjötta. Á fundi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í gærkvöldi bauð Álfheiður Ingadóttur sig fram á móti Árna í fyrsta sætið. Meira
6. mars 2002 | Suðurnes | 417 orð | 1 mynd

Árni og Böðvar í efstu sætum

ÁRNI Sigfússon skipar efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ við komandi bæjarstjórnarkosningar og Böðvar Jónsson skipar annað sætið. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Átökin einhver þau blóðugustu í hálft annað ár

FIMM Ísraelar og tveir Palestínumenn féllu í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrrinótt og gærmorgun, en blóðsúthellingarnar þar undanfarna daga hafa verið einhverjar þær grimmilegustu sem orðið hafa síðan átök blossuðu upp á ný fyrir um einu og hálfu... Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

Bilun í vökvaþrýstibúnaði Boeing-vélar

BILUN kom upp í vökvaþrýstibúnaði einnar Boeing-vélar Flugleiða sem kom til landsins frá Minneapolis í Bandaríkjunum sl. föstudagskvöld. Eftir lendingu höfðu flugmenn ekki stjórn á nefhjóli vélarinnar og varð að draga hana að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira
6. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Bílvelta við Arnarvatn

STÓR jeppi lenti út af veginum suður af þjóðveginum á gatnamótum við Laxárbrú hjá Arnarvatni í Mývatnssveit í fyrrakvöld. Tveir voru í bílnum og sluppu án teljandi meiðsla og var það mikið lán í óláni. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 630 orð

Blendin viðbrögð hér á landi

FRÉTT þess efnis að vísindamenn við Reproductive Genetics-stofnunina í Chicago hafi tekið úr konu 15 egg og valið til frjóvgunar þau egg sem ekki báru í sér erfðagalla sem veldur Alzheimer-sjúkdómi snemma á ævinni hefur vakið upp blendin viðbrögð meðal... Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bókaútlán hafa aukist um 100%

ÚTLÁN miðborgarútibús Borgarbókasafnsins jukust um 100 prósent milli áranna 2000 og 2001 eftir að það flutti úr Þingholtsstræti og niður í Grófarhús í Hafnarstræti. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 477 orð

Brot m.a. talin geta varðað ákvæði um mútur og fjársvik

LÖGREGLURANNSÓKN efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á máli Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns og formanns byggingarnefndar Þjóðleikhússins, og á málum annarra aðila er lokið. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Byggt á Eimskipafélagsreit í haust

GERT er ráð fyrir að framkvæmdir á svokölluðum Eimskipafélagsreit í Skuggahverfinu hefjist næstkomandi haust. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra á fundi hennar með íbúum miðborgar á mánudagskvöld. Meira
6. mars 2002 | Suðurnes | 167 orð

Efnt verður til samráðs um atvinnuþróun

STEFNT er að því að framkvæmdastjóri Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA) boði fulltrúa ýmissa hagsmunahópa til samráðsfundar tvisvar á ári. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð

Ekki veltutölur

VEGNA FRÉTTAR um jólaverslun á höfuðborgarsvæðinu á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær vilja bæði Gallup og Reykjavíkurborg taka skýrt fram að ekki hafi verið um veltutölur í jólaverslun að ræða. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Fegursta rósin

BRÚÐARHELGI Garðheima var haldin helgina 2. og 3. mars, einnig var rósasýning. Sýndar voru yfir 60 tegundir íslenskra ræktaðra rósa. Valin var fegursta rósin ásamt fegurstu rósinni í brúðarvönd. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 224 orð

Fiskur og lambakjöt frá Íslandi

FLUGLEIÐIR hafa tekið þá ákvörðun að bjóða farþegum á Saga-Class upp á íslenskan fisk og íslenskt lambakjöt í öllum ferðum. Þetta kom m.a. fram í hátíðarræðu Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flugleiða, við setningu Búnaðarþings um helgina. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 621 orð

Fjöldi útrunninna ökuskírteina í umferð

EKKI er sjálfgefið að handhafi löngu útrunnins ökuskírteinis sé þar með réttindalaus og þurfi því að greiða sekt fyrir réttindaleysi við akstur. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 188 orð

Flugmennirnir ekki að störfum á meðan rannsókn stendur

FLUGMENN Flugleiðaþotunnar sem hætti skyndilega við lendingu á Gardemoen-flugvelli í Noregi í janúar sl. verða ekki að störfum á meðan flugslysanefndir Noregs og Íslands rannsaka atvikið sameiginlega. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð

Framsóknarmenn í Hafnarfirði velja í efstu sæti

FULLTRÚARÁÐ framsóknarfélaganna í Hafnarfirði hefur valið sex efstu frambjóðendur á lista Framsóknarflokksins við sveitarstjórnarkosningar í vor. Sætin skipa: 1. Þorsteinn Njálsson, 2. Hildur Helga Gísladóttir, 3. Ólafur Haukur Magnússon, 4. Meira
6. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 489 orð

Frekari landvinningar erlendis

FISKELDI Eyjafjarðar hefur frá árinu 2000 selt yfir 500 þúsund lúðuseiði til Noregs en á fimm ára tímabili, fram til ársins 2004, ráðgerir félagið sölu á 1,5 milljónum lúðuseiða, til Marine Harvest Rogaland. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Fræðslufundur hjá CP-félaginu

CP-félagið heldur fræðslufund um spastísk einkenni og meðferðarúrræði, fimmtudaginn 7. mars kl. 20 í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-13. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Fundur um krabbamein í blöðruhálskirtli

STUÐNINGSHÓPUR um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 6. mars, kl. 17. Meira
6. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Föstuvaka í Akureyrarkirkju

FÖSTUVAKA verður í Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. mars, og hefst hún kl. 20.30. Þetta er í þriðja sinn sem Föstuvaka er haldin í kirkjunni. Flutt verður fjölbreytt tónlist, m.a. Litanía Bjarna Þorsteinssonar og sungið úr Passíusálmum sr. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 153 orð

Gagnrýna SÞ-dómstólinn

FULLTRÚAR stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag munu í dag eiga fund með bandarískum sendimanni, Pierre-Richard Prosper, og leita útskýringa á hörðum orðum sem hann lét falla um dómstólinn í síðustu viku. Meira
6. mars 2002 | Suðurnes | 74 orð | 1 mynd

Gefa björgunarskipinu flotgalla

OLÍUFÉLAGIÐ hf., Esso, hefur fært útgerð björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði átta vinnuflotgalla að gjöf. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð

Gengi deCode hefur lækkað um 38% frá áramótum

GENGI hlutabréfa í deCode Genetics var 6,33 dalir við lok viðskipta í gær og var það 0,5% hækkun frá lokagengi mánudagsins. Verð hlutabréfanna nam 10,2 Bandaríkjadölum í upphafi árs og hefur lækkað jafnt og þétt síðan. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Grunnnámskeið í vefsmíðum

GUNNAR Grímsson viðmótshönnuður og vefsmiður kennir á grunnnámskeiði í vefsmíðum sem hefst hjá Endurmenntun 13. mars kl. 8:30. Farið verður í smíði og viðhald á vefsvæðum í XHTML kóða og í forritinu Dreamweaver. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hagaskóli sterkastur í spurningakeppni

HAGASKÓLI sigraði Seljaskóla með 38 stigum gegn 31 stigi í gær í keppni til úrslita í spurningakeppninni "Nema hvað? Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Hornstrandafarar með árshátíð

HORNSTRANDAFARAR Ferðafélags Íslands halda árshátíð sína 8.-10. mars í Ólafsvík. Lagt verður af stað með rútu frá BSÍ kl. 20 á föstudagskvöldi. Kl. 11 á laugardegi verður farin létt og þægileg ganga í 3-4 klst. til að hita mannskapinn upp fyrir hátíðina. Meira
6. mars 2002 | Miðopna | 849 orð | 2 myndir

Hungur, upplausn og efnahagshrun

Þegar Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, komst til valda fyrir 22 árum var efnahagsástandið í landinu eitt það besta í Afríku. Nú er þar allt í kaldakoli. Atvinnuleysið er 60%, verðbólgan 116% og vaxandi matarskortur er farinn að valda hungursneyð í sumum héruðum. Margt bendir til, að kjósendur í Zimbabwe muni bola forsetanum frá í kosningunum um næstu helgi. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 790 orð | 1 mynd

Hvert skref skiptir máli

Þóra Karítas Árnadóttir fæddist í Lundúnum 23. október 1979. Hún er stúdent frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík og er að útskrifast í vor með BA-próf í guðfræði frá Háskóla Íslands. Hefur unnið við dagskrárgerð hjá SkjáEinum (Pensúm og Hjartsláttur) og er í stjórn Unifem á Íslandi síðan 2001. Hún er og ritstýra ársrits Unifem. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Hækkandi sól

SÓLIN hækkar á lofti með hverjum deginum sem líður og styttist í vorið. Vetur konungur hlýtur að láta undan að lokum, þótt fá merki séu um það ennþá að hann sé að lina... Meira
6. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Jazzkvartett Sunnu á Bláu könnunni

JAZZKVARTETT Sunnu Gunnlaugs leikur á Bláu könnunni miðvikudagskvöldið 6. mars kl. 21.15. Sunna er fyrsta íslenska konan sem gert hefur djasspíanóleik að lífsstarfi. Kvartett hennar starfar í New York en er á leið í tónleikaferð um Evrópu. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Jóhann áfram en Hannes Hlífar úr leik

Í ÁTTA manna úrslitum í gærkvöld á atskákmótinu í Ráðhúsinu sem haldið er til minningar um Dan Hansson sigraði Ivan Sokolov Hollendinginn Jan Timman, Tomas Oral sigraði Vladimir Malakhov, Jóhann Hjartarson vann Nick de Firmian en Hannes Hlífar tapaði... Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 186 orð

Kaupmáttur rýrnaði um 2,3%

KAUPMÁTTUR dagvinnulauna rýrnaði að meðaltali um 2,3% milli fjórða ársfjórðungs ársins 2001 og jafnlengdar ársins á undan eftir að hafa aukist undanfarin misseri. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Kona leyst úr gæsluvarðhaldi

HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konu sem grunuð er um aðild að umfangsmiklu amfetasmínsmygli hingað til lands. Meira
6. mars 2002 | Landsbyggðin | 256 orð | 1 mynd

Kosið í fjórum hreppum í Rangárþingi

ENN á ný verður gengið til kosninga um sameiningarmál í Rangárvallasýslu, í þetta sinn munu íbúar í Rangárvallahreppi, Djúpárhreppi, Holta- og Landsveit og Ásahreppi kjósa um sameiningu hinn 16. mars nk. Meira
6. mars 2002 | Landsbyggðin | 454 orð | 1 mynd

Kosið um sameiningu Húsavíkur og Reykjahrepps

KYNNINGARFUNDUR vegna atkvæðagreiðslu 9. mars nk. um sameiningu Húsavíkur og Reykjahrepps var haldinn fyrir helgina í félagsheimilinu Heiðarbæ. Oddviti hreppsins, Þorgrímur J. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Kynning og sýnikennsla á Tai Chi

KINTHISSA, sem hefur kennt Tai Chi-hreyfingar í rúm 20 ár víðs vegar í Evrópu, heldur kynningu og sýnikennslu á Tai Chi í húsakynnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11 - 13, fimmtudaginn 7. mars kl. 20 - 21.30. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð

Lambið og þorskurinn á veisluborði

VEITINGASTAÐURINN Sommelier fagnar 2 ára afmæli sínu dagana 6.-16. mars með matarveislu þar sem lögð er áhersla á lambið og þorskinn. Boðið er upp á nýstárlegar útfærslur á alþjóðlegum nótum úr þessum tveimur tegundum. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 191 orð

Landssöfnun Geðhjálpar enn í gangi

LANDSSÖFNUN Geðhjálpar, sem hófst um síðustu helgi, stendur fram á föstudagskvöld. Að sögn Sigursteins Mássonar, formanns félagsins, hefur söfnunin gengið vel og viðbrögð almennings verið mjög góð. Þegar söfnunarþáttur var í Sjónvarpinu sl. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Leiðrétt

Rangt föðurnafn Í frásögn Fasteignablaðs Morgunblaðsins í gær um húsið Þórsmörk, Lækjargötu 12 í Hafnarfirði, var ranglega farið með nafn Þorvaldar Árnasonar skattstjóra, sem lét byggja húsið 1927. Eru lesendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 371 orð

Margvísleg gögn um ólögmætt samráð olíufélaganna

SAMKEPPNISYFIRVÖLD hafa undir höndum margvísleg gögn sem gefa til kynna ólögmætt samráð Olíufélagsins hf., Olíuverslunar Íslands hf. og Skeljungs hf. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Málstofa á Bifröst

JÓN Þrándur Stefánsson, prófessor við Viðskiptaháskólann í Otaru í flytur erindi á málstofu um stjórnun og viðskipti í Japan í dag, miðvikudaginn 6. mars kl. 16. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Málstofa um vændi

ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur kvenna er 8. mars og 12 ára afmæli Stígamóta. Af því tilefni munu Stígamót standa fyrir málstofu um vændi í Norræna húsinu laugardaginn 9. mars kl. 11 - 14. Meira
6. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 1347 orð | 1 mynd

Miðborg í brennidepli

Sporbundnar almenningssamgöngur, opnun Lækjarins við Lækjargötu og bílastæði og hótelbygging í Aðalstræti var meðal þess sem brann á íbúum miðbæjarsvæðis Reykjavíkur á fundi þeirra með borgarstjóra á mánudag. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Níu tilboð í vegagerð í Breiðdal

NÍU tilboð bárust í nýlegu útboði Vegagerðarinnar vegna vegaframkvæmda í Breiðdal, á hringveginum milli Ásunnarstaða og Heydala. Um er að ræða alls tæplega 14 km langa kafla sem að hluta til eru nýir vegir með bundnu slitlagi. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Opið hús í Menntaskólanum í Kópavogi

Þann 9. mars næstkomandi milli klukkan 13:00 - 17:00 munu kennarar og nemendur Menntaskólans í Kópavogi kynna starfsemi skólans. "Gestum verður m.a. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 154 orð

Ponomaríov vann Adams

HEIMSMEISTARI Alþjóðaskáksambandsins (FIDE) í skák, Úkraínumaðurinn Rúslan Ponomaríov, sigraði á mánudag Bretann Michael Adams í níundu umferð á skákmótinu í Linares á Spáni. Er Ponomaríov nú í öðru sæti með fjóra og hálfan vinning í átta skákum. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 740 orð | 1 mynd

Popplist Warhols er þeim ennþá ráðgáta

TVÆR mittisháar Campbell-súpudósir eru það fyrsta, sem gestirnir berja augum þegar gengið er inn í Andy Warhol-nýlistasafnið í bænum Medzilaborce í Slóvakíu. Meira
6. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 108 orð

Punktar úr miðborginni

*Borgin hefur farið í átak varðandi hreinsun bílhræja í miðborginni. Meira
6. mars 2002 | Miðopna | 103 orð

Ráðstafanir stjórnvalda

*Draga á úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum með almennum aðgerðum og með breytingum á skattlagningu á dísilbílum, sem leiða á til aukningar í innflutningi á slíkum bílum til einkanota á kostnað bensínbíla. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ráðstefna um umhverfismál sveitarfélaga

Í tilefni af 10 ára afmæli Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga SAMGUS, standa samtökin í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir ráðstefnu í fyrirlestrasal Fjölbrautaskólans í Garðabæ um umhverfismál sveitarfélaga, föstudaginn... Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 162 orð

Reynt að afstýra stjórnarkreppu

UMHVERFISRÁÐHERRA Brasilíu, Jose Sarney Filho, hefur sagt af sér embætti, og er það talið tengjast rannsókn á meintri fjármálaóreiðu hjá lögfræðifyrirtæki mágs hans. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Róið á Pollinum

ÞEIR kalla ekki allt ömmu sína, ræðararnir í kajakklúbbi Ísfirðinga, og láta ekki smávegis íshröngl aftra sér frá því að sigla á Pollinum í Skutulsfirði þessa dagana. Í gær var átta stiga frost á Ísafirði en bjart og stillt veður. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Sálfræðistöðin opnar heimasíðu

Sálfræðistöðin Þórsgötu 24 hefur opnað heimasíðu. Hægt er að fara inn á hana og skoða upplýsingar um starfsemi Sálfræðistöðvarinnar, námskeið m.a. um vinnusálfræði, sjálfsstyrkingu og flughræðslu. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Skuldir sveitarsjóðs Skagafjarðar lækka um 720 milljónir

"NÚ er síðasta áfanga í endurskipulagningu fjármála Sveitarsjóðs Skagafjarðar lokið með sölu á eignarhlut sveitarfélagsins í Steinullarverksmiðjunni hf. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Stefnt að opnun nýju laugarinnar árið 2004

BORGARRÁÐ samþykkti í gær tillögu borgarverkfræðings um að fara eftir teikningum Ara Más Lúðvíkssonar að nýrri yfirbyggðri sundlaug í Laugardal sem á að taka í notkun árið 2004. Byggingin er 5. Meira
6. mars 2002 | Miðopna | 1040 orð | 1 mynd

Stefnt að staðfestingu Kyoto-bókunar fyrir þinglok

Ríkisstjórnin samþykkti í gær stefnumörkun um ráðstafanir til að standa við skuldbindingar loftslagssamningsins og Kyoto-bókunarinnar á árunum 2008-2012. Umhverfisráðherra er bjartsýnn á að Íslandi takist að staðfesta bókunina áður en leiðtogafundur um sjálfbæra þróun fer fram í S-Afríku næsta haust. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð

Stjórnvöld telja fundinn ákaflega mikilvægan

GERT er ráð fyrir að forsætisráðherra Íslands og umhverfisráðherra sæki leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem haldinn verður 2. til 11. september nk. í Jóhannesarborg. Meira
6. mars 2002 | Suðurnes | 143 orð

Stærsta badmintonmót landsins

UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ í badminton sem haldið var í Keflavík um helgina reyndist stærsta bandmintonmót sem haldið hefur verið hér á landi. Spilaðir voru 609 leikir, tæplega 70 fleiri en í því móti sem stærst hefur verið fram til þessa. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 283 orð

Stöðugt verið að þrengja að hafnarstarfsemi í miðborginni

"UM langt árabil hefur stöðugt verið að þrengjast um alla hafnarstarfsemi í miðborg Reykjavíkur og í Örfirisey. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Sýning tengd íþróttum og tómstundum

HELGINA 3.-5. maí næstkomandi verður haldin sýning í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Sölu Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki mótmælt

FUNDUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Sveitarfélaginu Skagafirði haldinn 2. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Til varnar Karadzic

BOSNÍU-SERBI horfir á veggspjöld með myndum af Radovan Karadzic og Ratko Mladic í bænum Foca í Bosníu í gær. Meira
6. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Tveggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna umferðarlagabrots. Þá var maðurinn sviptur ökurétti ævilangt og gert að greiða sakarkostnað. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Umræðum um Símamálið útvarpað og sjónvarpað

Í DAG fara fram umræður á Alþingi um þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar um skipun rannsóknarnefndar skv. 39. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, til að rannsaka embættisfærslu samgönguráðherra og forsætisráðherra í málefnum Landssíma Íslands hf. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Upplestur 7. bekkinga

FYRSTU hátíðirnar í tengslum við Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk grunnskóla á landinu voru haldnar í gær í Garðabæ og Þorlákshöfn. Skáld keppninnar að þessu sinni eru tvö, Halldór Laxness og Ingibjörg Haraldsdóttir. Upplesararnir í 7. Meira
6. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 162 orð | 1 mynd

Veiðimenn skemmtu sér vel þrátt fyrir veðrið

STEFÁN Kjartansson úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu varð Íslandsmeistari í dorgveiði en keppnin fór fram á Hólavatni í Eyjafirði á laugardag. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vilja Áburðarverksmiðjuna til Blönduóss

EFTIRFARANDI tillaga var samþykkt á fundi atvinnumálanefndar Blönduósbæjar: "Fundur í atvinnumálnefnd Blönduósbæjar, haldinn 28. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Víðtækur stuðningur við veiðigjald

FYRSTA umræða um frumvarp sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen, um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, hélt áfram á Alþingi í gær en í frumvarpinu er m.a. lagt til að lagt verði 9,5% veiðigjald á handhafa aflaheimilda. Meira
6. mars 2002 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Zhu Rongji fordæmir spillingu og fjársóun

ZHU Rongji, forsætisráðherra Kína, fordæmdi spillingu meðal embættismanna og sóun á opinberu fé í setningarræðu á árlegum fundi kínverska þingsins í gær. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni atkvæðagreiðslu verða fyrirspurnir til ráðherra en að þeim loknum hefst fyrri umræða um þingsályktun Samfylkingarinnar um skipan rannsóknarnefndar í málefnum Símans og... Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 659 orð | 2 myndir

Þingmenn hafa áhyggjur af kjörum sauðfjárbænda

Kjör sauðfjárbænda voru til umræðu á Alþingi í gær en tilefnið var úttekt Ríkisendurskoðunar á framkvæmd samnings um framleiðslu sauðfjárafurða sem var í gildi á árunum 1995 til ársloka 2000. Meira
6. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 82 orð | 1 mynd

Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar

ÞÓRA Ákadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var kjörin forseti bæjarstjórnar Akureyrar við upphaf fundar bæjarstjórnar síðdegis í gær. Þóra tekur við embættinu af Sigurði J. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 580 orð

Þrír nýir aðilar bjóða sig fram

FIMM af sjö núverandi bankaráðsmönnum í Íslandsbanka gefa kost á sér til áframhaldandi setu, en alls gefa átta menn kost á sér til setu í ráðinu, sem skipað er sjö manns. Framboðsfrestur rann út í gær en aðalfundur Íslandsbanka fer fram nk. mánudag, 11. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 1441 orð | 1 mynd

Ætluð refsiverð háttsemi í 32 tilvikum

FRAM kemur í tilkynningu frá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans í gær að alls voru 74 einstaklingar yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar og 12 þeirra hafa fengið réttarstöðu sakaðra manna. Meira
6. mars 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Össur sendir afsökunarbeiðni

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sendi þeim Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni í Baugi, og Jóni Scheving Thorsteinssyni, framkvæmdastjóra verslunar- og þjónustusviðs Baugs, bréf í gær vegna tölvubréfsins sem hann sendi sömu mönnum þar sem... Meira

Ritstjórnargreinar

6. mars 2002 | Leiðarar | 477 orð

Bændur og afurðasala

Búnaðarþing stendur yfir þessa dagana og ljóst að afurðasölumál bænda eru þar mjög til umræðu. Í setningarræðu sinni sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, m.a. Meira
6. mars 2002 | Staksteinar | 354 orð | 2 myndir

Gamaldags einokunarverzlun

ÞAÐ er óneitanlega afar sérkennilegt að fyrir Alþingi liggur frumvarp sem gengur út á að auka enn hömlur á viðskipti með léttvín. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira
6. mars 2002 | Leiðarar | 325 orð

Lýðræði á Netinu

Eitt grundvallaratriði lýðræðis er að færa valdið til fólksins, að almenningur geti lagt sitt af mörkum til að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Meira

Menning

6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 177 orð | 1 mynd

Asher D í steininn

SVEITIN eða öllu heldur hópurinn So Solid Crew er frá Bretlandi og leggur fyrir sig svonefnda "garage"-danstónlist. Meðlimum virðist mikið í mun að sveipa sig "gengis"-áru og er sífellt brauk og braml í kringum þá. Meira
6. mars 2002 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Barenboim með tónleika í Ramallah

ÍSRAELSKI píanóleikarinn Daniel Barenboim hyggst í kvöld halda hljómleika í Ramallah á Vesturbakkanum en borgin er umkringd skriðdrekum Ísraelshers. Meira
6. mars 2002 | Menningarlíf | 893 orð | 1 mynd

Dans innan öruggra veggja

Í dansverkinu "Bylting hinna miðaldra", sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld, er tilvistar- réttur "miðaldra" dansara kannaður. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við þau Ólöfu Ingólfsdóttur og Ismo-Pekka Heikinheimo um þetta nýja verk. Meira
6. mars 2002 | Leiklist | 367 orð

Eins og gerst hafi í gær

eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Leikstjóri Björn Gunnlaugsson. Aratunga í Reykholti þriðjudaginn 26. febrúar. Meira
6. mars 2002 | Kvikmyndir | 236 orð

Endurtekið efni

Leikstjóri Andrew Davis. Handritshöfundur: Ronald Roose, David og Peter Griffiths. Kvikmyndatökustjóri: Adam Greenberg. Tónlist: Graeme Revell. Aðalleikendur: Arnold Schwarzenegger, Elias Koteas, Francesca Neri, Cliff Curtis, John Leguizamo, John Turturro. Sýningartími 115 mín. Bandaríkin. Warner Bros. 2001. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 475 orð | 2 myndir

Ferðalag í forsöguna

ÞESSA vikuna mun Filmundur sýna myndina La Guerre du Feu eða Leitin að eldinum eftir franska leikstjórann Jean-Jacques Annaud. Myndin gerist á forsögulegum tíma, nánar tiltekið fyrir 80.000 árum. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 183 orð

Félagsheimilið, Kópavogi Menntaskólinn á Laugarvatni er...

Félagsheimilið, Kópavogi Menntaskólinn á Laugarvatni er á ferð um landið um þessar mundir með söngleikinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. Tónlistin í verkinu er eftir Atla Heimi Sveinsson. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 62 orð | 1 mynd

Hákon og Mette-Marit í nám til London

NORSKA hirðin tilkynnti í dag að Hákon, krónprins Noregs, og Mette-Marit, eiginkona hans, hygðust fara til náms í London. Meira
6. mars 2002 | Tónlist | 522 orð | 1 mynd

Hógvær virtúós

Richard Simm. Flutt voru verk eftir Scarlatti, Lizst, Ravel, Grieg og þjóðlagaútsetningar eftir Richard Simm sjálfan. Sunnudaginn 24. febrúar kl. 16. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 69 orð | 3 myndir

Lykill um hálsinn í Vesturporti

LEIKRITIÐ Lykill um hálsinn var frumsýnt í Vesturportinu á laugardag. Vesturportið er leikhús í eigu fjórtán manns í yngri kantinum, sem ákváðu að skapa sér sjálf vettvang til að sinna leiklistinni. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 204 orð | 1 mynd

Máttur hugans

KVIKMYNDIN A Beautiful Mind var frumsýnd um síðustu helgi og náði þeim árangri að verða mest sótta myndin hérlendis. Meira
6. mars 2002 | Menningarlíf | 45 orð

Sýning framlengd

Hafnarborg Sýningin Svifið seglum þöndum frá sjóminjasafni Álandseyja og Sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins í Ástralíu er framlengd til 8. apríl. Í Sverrissal er sýning á skipamódelum Gríms Karlssonar og lýkur henni 11. mars. Meira
6. mars 2002 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Tapasbarinn, Vesturgötu 3b Félag íslenskra fræða...

Tapasbarinn, Vesturgötu 3b Félag íslenskra fræða heldur rannsóknakvöld kl. 20.30. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 343 orð | 1 mynd

Tilraunaglaður rithöfundur

Brief Interviews With Hideous Men, smásagnasafn eftir David Foster Wallace. 321 síðu kilja sem Black Bay Books gefur út 2000. Kostar 1.960 kr. í Máli og menningu. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Uppistand og alvara

Bandaríkin, 2001. Sam-myndbönd VHS. Bönnuð innan 12 ára. (107 mín.) Leikstjórn: Saul Rubinek. Aðalhlutverk: Steven Weber og Alan Alda. Meira
6. mars 2002 | Kvikmyndir | 301 orð

Valdatafl í virkinu

Leikstjóri Rod Lurie. Handritshöfundar: David Scarpa, Graham Yost. Kvikmyndatökustjóri: Shelly Johnson. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðalleikendur: Robert Redford, James Gandolfini, Mark Ruffalo, Steve Burton, Delroy Lindo, Paul Calderon. Sýningartími 130 mín. Bandaríkin. DreamWorks. 2001. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Vampírur meðal vor

Bandaríkin, 2001. Skífan VHS/DVD. (92 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Michael Oblowitz. Aðalhlutverk: Ling Bai, Jake Eberle og Adrian Paul. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Viðbrenndur grautur

Poppuð trommu- og bassatónlist mætir tæknóskotnu evrópoppi... eða þannig. Meira
6. mars 2002 | Menningarlíf | 425 orð | 1 mynd

Vilja efla áhuga ungs fólks á leiklistinni

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ og Menningarsjóður Íslandsbanka hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að Íslandsbanki verður aðalsamstarfsaðili Þjóðleikhússins næstu tvö árin. Meira
6. mars 2002 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Þórunn Lárusdóttir valin

ÞÓRUNN Lárusdóttir leik- og söngkona var valin "andlit ársins" hjá No Name-snyrtivörufyrirtækinu við hátíðlega athöfn í Versölum um helgina. Þetta er í 16. Meira

Umræðan

6. mars 2002 | Aðsent efni | 516 orð | 1 mynd

Apparatið í Köben

Niðurstaðan er sú, segir Kristinn Pétursson, að minnsta áhættan sé að veiða kolmunna með óbreyttu sniði og hlusta ekki á tilhæfulausan áróður apparatsins. Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 368 orð | 1 mynd

Bréf til sveitarstjórnar og sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu

ÞAÐ HEFUR valdið mér undrun og nokkurri umhugsun að ekki hefur verið reistur hér á Hellu minnisvarði um Ingólf Jónsson kaupfélagsstjóra og ráðherra. Ég taldi víst að það yrði gert um það leyti, þegar 90 ár yrðu liðin frá fæðingu hans, 15. Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 133 orð

Einar Már í Neskirkju

SKÁLDIÐ Einar Már Guðmundsson les úr ljóðum sínum í föstuguðsþjónustu í Neskirkju miðvikudaginn 6. mars kl. 20. Ennfremur verður lesið úr píslarsögu Krists og Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 247 orð

Forherðing

FERMINGARKVERIÐ Kristilegur barnalærdómur eftir Helga Hálfdanarson prestaskólakennara (1826-1894) kom fyrst út 1877, og 12. prentun þess kom út 1924. Flestir Íslendingar voru fermdir eftir þessu kveri í meira en hálfa öld. Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Forréttindakirkjan

Í skjóli hins opinbera hefur þjóðkirkjan mikið vald, segir Gunnar Þorsteinsson, sem hún þarf að fara gætilega með. Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 835 orð | 1 mynd

Forsjárhyggja sauðfjársamnings

Á að lögbinda, spyr Halldór Gunnarsson, "gæðastýringu" mismununar, ofstjórnar og skriffinnsku? Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 546 orð

Fyrirspurn til forráðamanna Kaupþings hf.

HAUSTIÐ 1998 ákvað ríkisstjórnin að stuðla að auknum sparnaði í landinu með stofnun sérlífeyrissjóðsréttinda launþega o.fl. Veitt var tímabundið skattfrelsi af framlagi launþega í sérlífeyrissjóð og samið um mótframlag atvinnurekenda. Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 128 orð

Galileó til fyrirmyndar

VIÐ hjónin fórum í góðra vina hópi á veitingastaðinn Galileó á dögunum og vorum mjög hrifin. Fyrir það fyrsta fer Galileó augljóslega að lögum um tóbaksvarnir með því að leyfa reykingar á 2. Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Getur tekið við mun fleiri nemendum

Fjölgun leikskólakennara, segir Ingvar Sigurgeirsson, er brýnt átaksverkefni. Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Hestamenn í hringiðu vegagerðar

Ef gera á gagngerar breytingar á þessu fyrirkomulagi, segir Óskar Bergsson, verður það ekki gert á einni nóttu. Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 938 orð | 1 mynd

Lagakennsla og réttarmenning

Lagadeild Háskóla Íslands, segir Páll Sigurðsson, er og verður hluti þessa þjóðskóla. Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 70 orð

Mikið umrót Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

ÞAÐ vill svo til að þessa dagana heldur Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, fyrirlesur á vegum Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Fyrirlesturinn kallar hún: "Listin að vera leiðtogi". Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Námugröftur við Kárahnjúka

Í umræðunni um vatnsaflsvirkjanir, segir Sigrún Helgadóttir, eru aftur og aftur notuð röng eða hálfsönn orð. Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 411 orð

Raforkuframleiðsla með vindmyllum

Raforkumál eru í brennidepli vegna umræðna um Kárahnjúkavirkjun og þá landeyðingu sem hún veldur. Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 241 orð | 1 mynd

Siðferði sjálftökunnar

Siðleysið hefur náð nýjum hæðum, segir Björgvin G. Sigurðsson, í værukærð langrar valdasetu. Meira
6. mars 2002 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Um réttláta skiptingu arðs af aflaheimildum

Réttlætiskennd stjórnvalda, segir Jón Steinsson, hnígur að því að útgerðin sitji ein um arðinn af aflaheimildunum. Meira
6. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 480 orð

Vinkonu leitað

ÉG hef verið að leita að gamalli vinkonu minni sem bjó lengi í Washington DC. Hún heitir Steinunn Kristinsdóttir, öðru nafni Steina Wallis. Meira

Minningargreinar

6. mars 2002 | Minningargreinar | 3349 orð | 1 mynd

ÁRNI STEFÁNSSON

Árni Stefánsson fæddist í Hjarðarholti í Dölum 17. júní 1938. Hann lést á heimili sínu sunnudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Agnar Hjartarson frá Hjarðarholti í Laxárdal, f. 12. maí 1909, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2002 | Minningargreinar | 1861 orð | 1 mynd

JÓN BJARNMUNDUR PÁLSSON

Jón Bjarnmundur Pálsson fæddist í Króki í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu 4. apríl 1909. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 1. mars. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2002 | Minningargreinar | 1383 orð | 1 mynd

MATTHILDUR SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR

Matthildur Sigríður Björnsdóttir fæddist 27. nóvember 1920 á Ísafirði. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 23. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. mars 2002 | Minningargreinar | 768 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR

Sigríður Jóhannesdóttir frá Brúnastöðum fæddist á Molastöðum í Fljótum 16. apríl 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Friðbjarnarson, bóndi og kennari í Fljótum, f. 22. júlí 1874, d. 4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 576 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 180 130 144...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 180 130 144 216 31,190 Grálúða 170 170 170 304 51,680 Grásleppa 79 76 79 233 18,308 Gullkarfi 148 80 108 2,317 251,236 Hlýri 135 128 130 1,414 184,140 Hrogn Ýmis 370 120 263 2,619 689,308 Keila 101 60 86 1,308 111,857 Langa... Meira
6. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 732 orð | 1 mynd

Eimskip tapaði 868 milljónum

EIMSKIPAFÉLAG Íslands tapaði um 868 milljónum króna á árinu 2001 og versnar afkoma félagsins nokkuð á milli ára. Tap félagsins á árinu má rekja til veikingar krónunnar, minnkandi innflutnings í áætlanasiglingum og harðrar samkeppni. Meira
6. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 198 orð | 1 mynd

Hagnaður Hampiðjunnar 175 milljónir króna

HAGNAÐUR Hampiðjunnar á síðasta ári nam 175 milljónum króna miðað við 125 milljónir árið 2000. Rekstrartekjur Hampiðjunnar námu 3. Meira
6. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 325 orð | 1 mynd

Hagnaður Olís tvöfaldast

HAGNAÐUR Olíuverzlunar Íslands á síðasta ári tvöfaldaðist frá fyrra ári og nam 211 milljónum króna. Árið 2000 nam hagnaðurinn 102 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.048 milljónum en var 714 milljónir árið 2000. Meira
6. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Hluti TM-bréfa seldur Ísfélagi Vestmannaeyja

LANDSBANKI Íslands hf. seldi í gær hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) að nafnverði 10,5 milljónir króna. Kaupandi hlutarins er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, Ísfélag Vestmannaeyja. Landsbankinn keypti sl. Meira
6. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 108 orð

UVS lýkur 600 milljóna króna hlutafjárútboði

MÓÐURFÉLAG UVS, Iceland Genomics Corporation, hefur nú lokið við hlutafjárútboð að fjárhæð um 600 m.kr. sem greiðist inn í áföngum á árinu. Um var að ræða lokað hlutafjárútboð meðal fárra stórra fjárfesta, bæði núverandi hluthafa og nýrra. Pharmaco hf. Meira
6. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 444 orð | 1 mynd

Vill rannsókn á brottkasti á loðnu

HALLDÓR Jónsson, fiskverkandi á Ísafirði, hefur óskað eftir því við Fiskistofu og embætti Ríkislögreglustjóra að fram fari opinber rannsókn á brottkasti á loðnu. Meira

Fastir þættir

6. mars 2002 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

100ÁRA afmæli .

100ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 6. mars, er 100 ára Þórunn Þorgeirsdóttir, Reykjavík, fædd að Haukholtum í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Foreldrar hennar voru Halla Þorsteinsdóttir og Þorgeir Halldórsson, sem bjuggu á Grafarbakka í... Meira
6. mars 2002 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 6. mars, er fimmtugur Einar Ole Pedersen, bónd, Álftártungukoti. Í tilefni af afmælinu tekur hann á móti ættingjum og vinum í félagsheimilinu Lyngbrekku, föstudaginn 8. mars, frá kl.... Meira
6. mars 2002 | Fastir þættir | 378 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

HOLLENSKUR spilari að nafni Sjoer Brink lenti í miklum hrakförum í eftirfarandi spili frá Forbo-keppninni í síðustu viku. Brink var með spil suðurs: Vestur gefur; allir á hættu. Meira
6. mars 2002 | Dagbók | 867 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gamanmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Meira
6. mars 2002 | Fastir þættir | 675 orð | 1 mynd

Fjórir Íslendingar í 16 manna úrslitum

4.-6. mars 2002 Meira
6. mars 2002 | Fastir þættir | 248 orð

Fyrsta umferð Atskákir Hrað.

Fyrsta umferð Atskákir Hrað. Meira
6. mars 2002 | Dagbók | 876 orð

(Sálm. 27, 1.)

Í dag er miðvikudagur 6. mars, 65. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? Meira
6. mars 2002 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. 0-0-0 b5 9. Bxf6 gxf6 10. f4 e5 11. Rf5 Bxf5 12. exf5 Rc6 13. Rd5 Hc8 14. Kb1 h5 15. Hg1 Bf8 16. Bd3 Bh6 17. g4 exf4 18. Meira
6. mars 2002 | Viðhorf | 795 orð

Smá um aðalatriði

"Í grunnskólum ber að efla með nemendum sjálfstraust og heilbrigðan metnað." Greini foreldrar að sjálfsmynd barns veikist í skólanum ætti það að vera þeim skýlaust (viðvörunar)merki um að bregðast þurfi skjótt við. Meira
6. mars 2002 | Dagbók | 21 orð

STÖKUR

Aldan bitra brims við sköll breytir tónum sínum. Klakaglitruð fósturfjöll felast sjónum mínum. Bjarni Bjarnason, Geitabergi Hvals um vaðal vekja rið vindar aðalbornir, holgómaðar hrína við Hrannarstaða... Meira
6. mars 2002 | Fastir þættir | 493 orð

Víkverji skrifar...

Það er erfitt annað en að láta heillast af leikgleði skyttnanna frá London um þessar mundir. Það hefur verið rífandi gangur hjá Arsenal undanfarið. Meira
6. mars 2002 | Fastir þættir | 155 orð

Önnur umferð Atskákir Hrað.

Önnur umferð Atskákir Hrað. Arnar Gunnarsson - Loek van Wely 0-1 0-1 Ivan Sokolov - Ingvar Ásmundsson 1-0 1-0 Sigurður D. Sigfúss. Meira

Íþróttir

6. mars 2002 | Íþróttir | 159 orð

Alfreð varð að ósk sinni

ÞÝSKA liðið Magdeburg, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Ólafur Stefánsson leikur með, mætir danska liðinu Kolding í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, en dregið var í gær. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 392 orð

Arnór hjó á hnútinn

KA tókst að knýja fram sigur á Selfyssingum í gær á elleftu stundu eftir mjög spennandi lokamínútur. Úrslitin í leiknum urðu 23:22 og það var Sævar Árnason sem skoraði sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok. Eftir sigurinn eru KA-menn með 19 stig í 5. sæti en Selfyssingar sitja eftir í 11. sæti með 16 stig. Enn er þó nóg af stigum í pottinum. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 538 orð | 1 mynd

Arsenal tyllti sér á toppinn

"ÞAÐ er í okkar höndum hvort við verðum enskir meistarar í vor eða ekki. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 166 orð

Birgir Leifur og Björgvin í Zambíu

KYLFINGARNIR Birgir Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson verða á meðal 150 kylfinga sem keppa á Opna Stanbic-mótinu í Zambíu í vikunni. Mótið hefst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 180 orð

Burkenshaw samferða

KEITH Burkenshaw kom með íslenska landsliðinu frá London til Cuiabá en hann starfar með enska fyrirtækinu sem hafði milligöngu um að koma landsleik Brasilíu og Íslands á. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 588 orð | 1 mynd

Ekki viljað missa af þessu ævintýri

ÁRNI Gautur Arason, markvörður íslenska landsliðsins og Rosenborg, hefur haft í nógu að snúast á undanförnum vikum og er óhætt að segja að hann hafi verið á ferð og flugi. Árni var með í ferð landsliðsins til Oman og S-Arabíu í byrjun janúar. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 107 orð

Grétar í fremstu víglínu í Cuiabá

ATLI Eðvaldsson tilkynnti í gær byrjunarlið Íslands sem mætir Brasilíu í vináttulandsleik annað kvöld í borginni Cuiabá og mun Atli beita 4-5-1 leikaðferðinni gegn fjórföldu heimsmeistaraliði heimamanna. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 421 orð

Grunur um notkun EPO hjá Juventus

ANNALISA Lantern var á allra vörum í Tórínó í gær þar sem hún sagði að forráðamenn ítalska liðsins Juventus hefðu með skipulögðum hætti látið leikmenn liðsins taka inn ólögleg lyf á árunum 1994 til 1998. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 27 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deildin: Vestmannaey.:ÍBV - UMFA 20 Ásgarður:Stjarnan - HK 20 Framhús:Fram - Grótta/KR 20 Hlíðarendi:Valur - FH 20 Víkin:Víkingur - Þór A. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 501 orð

HANDKNATTLEIKUR KA - Selfoss 23:22 KA-heimilið,...

HANDKNATTLEIKUR KA - Selfoss 23:22 KA-heimilið, 1. deild karla - Esso-deildin, þriðjudagur 5. mars 2002. Gangur leiksins : 2:0, 5:5, 8:7, 8:10, 12:13, 14:13 , 16:13, 17:17, 20:17, 20:20, 22:22, 23:22. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 480 orð | 1 mynd

Hrópað á þjálfara Brasilíu

ÞÓTT Brasilíumenn tefli ekki fram sínum sterkustu leikmönnum í leiknum við Íslendinga gera íslensku leikmennir sér fyllilega grein fyrir því að á brattann verður að sækja. Ungir leikmenn, sem banka á dyr fjórfaldra heimsmeistara Brasilíumanna, vilja sýna sig og sanna í leiknum með það að markmiði að komast í landsliðshópinn sem leikur fyrir hönd Brasilíu á HM í Japan og S-Kóreu í sumar. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

* HÆTT hefur verið við að...

* HÆTT hefur verið við að halda boðsmót ÍR í frjálsíþróttum í Laug ardalshöll næstkomandi sunnudagskvöld. Ástæðan er sú að stangarstökkvararnir Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir geta ekki tekið þátt í mótinu. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 486 orð | 1 mynd

* ÍSLENSKI landsliðshópurinn sem mætir Brasilíumönnum...

* ÍSLENSKI landsliðshópurinn sem mætir Brasilíumönnum á morgun er ekki reyndur. Fimm nýliðar eru í hópnum, þrír hafa spilað einn leik og þrettán leikmenn hafa leikið fimm leiki og færri. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 453 orð

"Er knattspyrnunni til góða"

KNATTSPYRNULIÐ Leifturs og Dalvíkur hafa verið sameinuð og leika undir nafninu Leiftur/Dalvík í 1. deild karla og í 2. flokki karla á komandi keppnistímabili. Viðræður félaganna á milli hafa staðið yfir frá því í haust, með hléum. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 91 orð

Reykjavíkurmótið hefst

REYKJAVÍKURMÓTIÐ í meistaraflokki karla í knattspyrnu hefst í kvöld með tveimur leikjum. Valur og Leiknir R. mætast kl. 18.30 og Þróttur R. leikur við Létti kl. 20.30 en báðir leikirnir fara fram á gervigrasinu í Laugardal. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 195 orð

Stoke á sigurbraut

STOKE heldur sínu striki í þriðja sæti ensku 2. deildarinnar eftir mikilvægan sigur, 3:1, á Colchester á útivelli í gærkvöldi. Bjarni Guðjónsson skoraði fyrsta mark Stoke í leiknum en hann og Arnar Gunnlaugsson voru einu Íslendingarnir í byrjunarliðinu. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 206 orð

Stórskotahríð en bara þrjú mörk

STÓRSKOTAHRÍÐ Brasilíumanna en bara þrjú mörk. Þannig hljóðaði fyrirsögnin í Morgublaðinu eftir landsleik Brasilíumanna og Íslendinga eftir leik þjóðanna í maímánuði árið 1994. Meira
6. mars 2002 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

* ÞÓRÐUR Guðjónsson var í byrjunarliði...

* ÞÓRÐUR Guðjónsson var í byrjunarliði Preston í gærkvöld þegar liðið sótti Millwall heim og tapaði, 2:1. Þórði var skipt út af á 67. mínútu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.