Greinar föstudaginn 7. febrúar 2003

Forsíða

7. febrúar 2003 | Forsíða | 134 orð | 1 mynd

Bandaríkjamenn við öllu búnir

BANDARÍSK stjórnvöld hafa "öflug áform um viðbrögð við hvers konar óvissuþáttum" í tengslum við Norður-Kóreu, þar á meðal hernaðaraðgerðir, að því er talsmaður Hvíta hússins skýrði frá í gær, í kjölfar herskárra yfirlýsinga frá stjórnvöldum í... Meira
7. febrúar 2003 | Forsíða | 296 orð | 1 mynd

Bush segir "leik lokið"

Í FYRSTU opinberu ummælum sínum frá því Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rakti fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna röksemdir Bandaríkjastjórnar fyrir því að Írakar væru ekki að afvopnast eins og þeir hefðu skuldbundið sig til, sagði George... Meira
7. febrúar 2003 | Forsíða | 391 orð

Refsing Árna Johnsens þyngd um níu mánuði

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismann, í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi. Refsingin er níu mánuðum þyngri en Árni hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
7. febrúar 2003 | Forsíða | 144 orð

Sérfræðingur yfirheyrður

ÞAÐ þykir til merkis um að Írakar vilji sýnast samstarfsfúsari við vopnaeftirlitsmenn SÞ að háttsettur fulltrúi Íraksstjórnar, forsetaráðgjafinn Amer al-Saadi, skýrði frá því í gær að einn íraskur vopnasérfræðingur hefði gefið sig fram til að ræða við... Meira

Fréttir

7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 254 orð

50 milljónir til hjartalækninga

STJÓRN Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur hefur ákveðið að verja árið 2003 rúmum 50 milljónum króna í þágu hjartalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 255 orð

90 milljónir frá ESB í skjálftarannsóknir

UPPHAFSFUNDUR alþjóðlegs rannsóknarverkefnis um Suðurlandsskjálftana sumarið 2000 verður haldinn í Reykjavík dagana 24. til 26. febrúar nk. Meira
7. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 81 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri gestir í janúar

ENN eitt aðsóknarmetið var slegið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í janúar síðastliðnum. Þá sóttu 4.388 gestir garðinn og féll gamla janúarmetið sem var frá árinu 1997 þegar gestir voru 4.156. Meira
7. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 241 orð | 1 mynd

Allt skólp vestur fyrir Glerá með vorinu

ÞESSA dagana er verið að vinna að fráveitumálum á Akureyri. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Almennur samdráttur í fjárfestingum fyrirtækja

ÞRJÁTÍU og átta prósent hérlendra fyrirtækja hyggjast fjárfesta minna í ár en árið 2002, 43% hyggjast fjárfesta álíka mikið og 19% hyggjast fjárfesta meira en í fyrra. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Arabar ekki sannfærðir

FYRSTU viðbrögð embættismanna og dagblaða í arabaheiminum benda ekki til að þar hafi menn látið sannfærast af málflutningi Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 130 orð

Atvinnulausum háskólamönnum fjölgar um 75%

FJÖLDI atvinnulausra háskólamenntaðra manna á landinu jókst um tæp 75% á síðasta ári og á síðustu tveimur árum hefur fjöldinn þrefaldast. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. Meira
7. febrúar 2003 | Suðurnes | 178 orð

Áformar uppbyggingu á gúanólóð

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. hafa keypt lóð á mörkum Njarðvíkur og Keflavíkur og hyggjast byggja þar hús fyrir íbúðir, verslanir og þjónustufyrirtæki. Á lóðinni Brekkustígur 45 í Njarðvík er hús sem tilheyrði loðnuverksmiðju Fiskiðjunnar hf. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 474 orð

Beitarland fái að þróast yfir í kjarrlendi

SVEINN Runólfsson landgræðslustjóri segir að þótt beitarálag hafi minnkað samhliða fækkun sauðfjár fari því fjarri að ástand gróðurs á láglendi sé alls staðar viðundandi. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 153 orð | 2 myndir

Bin Laden á lífi?

OSAMA bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, er líklega á lífi og í felum í Afganistan. Kom þetta fram hjá Pervez Musharraf, forseta Pakistans, í Moskvu í gær. Hefur hann átt viðræður við rússnesk stjórnvöld í þrjá daga en hélt heim í gær. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 448 orð | 3 myndir

Boðið upp á alþjóðlegt meistaranám

LAGADEILD Háskóla Íslands mun bjóða upp á nýjung í laganámi í haust með alþjóðlegu meistaranámi í lögfræði á ensku. Meira
7. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 204 orð | 1 mynd

Breytt skipulag og stækkun Nauthóls

SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjavíkur hefur fallist á að deiliskipulagi fyrir veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík verði breytt þannig að hægt verði að stækka veitingahúsið. Meira
7. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 349 orð | 1 mynd

Byggingarleyfið fellt úr gildi en veitt að nýju

FRAMKVÆMDIR við niðurrif hússins að Stakkahlíð 17 voru stöðvaðar samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sl. Meira
7. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 1102 orð | 2 myndir

Byggingu Safnahússins ætlar seint að ljúka

Tuttugu ára þóf um húsakynni Minjasafns Austurlands, Bókasafns Héraðsbúa og Héraðsskjalasafns Austfirðinga Meira
7. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 171 orð | 1 mynd

Dansi, dansi dúkkan mín

Í suðurstofum Minjasafnsins á Akureyri hefur verið opnuð sýning á brúðum Guðbjargar Ringsted og stendur hún fram til 15. september 2003. Guðbjörg er myndlistarmaður á Akureyri og hefur lengi safnað leikföngum, einkum dúkkum. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Didda og dauði kötturinn

ÍSLENSKA barnamyndin Didda og dauði kötturinn var frumsýnd í Keflavík í gær, en hún er gerð eftir handriti Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur sem jafnframt er aðalframleiðandi myndarinnar. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Efnavopn falin í djúpum neðanjarðargöngum

EINN æðsti lífvörður Saddams Husseins, forseta Íraks, hefur flúið land og er nú í Ísrael. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 173 orð

Fagna ekki fyrr en horft er framan í sviðahausinn

SENDIRÁÐ Íslands í Kaupmannahöfn ætlar að flytja inn 2-300 kíló af þorramat til Danmerkur og er varningurinn væntanlegur þangað í næstu viku. Meira
7. febrúar 2003 | Suðurnes | 253 orð | 1 mynd

Fá aðgang að upplýsingum um námsferilinn

NEMENDUR Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík hafa fengið aðgang að gögnum um sig sem geymd eru í upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla, fyrstir framhaldsskólanemenda. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Fengu verðlaun í eldvarnagetraun

24 BÖRN í 3. bekk í grunnskólum víðs vegar af landinu unnu til verðlauna í eldvarnagetraun Brunavarnaátaks 2002 og fór verðlaunaafhending fram í slökkvistöðinni í Hafnarfirði í fyrradag. Efnt var til eldvarnagetraunarinnar í tilefni Eldvarnaviku 25. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd

Ferðamál frá mörgum hliðum

Steinn Lárusson er fæddur 23.september 1942. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1962 og starfaði óslitið á ferðaskrifstofusviðinu á árununum 1962-1984. Var þar af framkvæmdastjóri Úrvals á árunum 1970-84. Hann var svæðisstjóri Flugleiða í Noregi 1984-87 og í Bretlandi 1987-92. Hefur síðan verið forstöðumaður á markaðssviði hjá Flugleiðum. Eiginkona er Hrafnhildur Sigurbergsdóttir og eiga þau þrjú uppkomin börn. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fjallar um náttúrufyrirbæri í húsi

FUGLAR himinsins, dýr merkurinnar og liljur vallarins verða í brennidepli á náttúrufræðslusamkomum KFUM og KFUK dagana 7. til 9. febrúar en þá mun dr. Bjarni E. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 217 orð

Fjórfalt fleiri unglingar í meðferð

INNLAGNIR unglinga, 17 ára og yngri, á meðferðarheimilið Vog hafa aukist um fjórðung á síðastliðnum 10 árum samkvæmt tölum frá SÁÁ. Árið 1993 voru innlagnir þessa aldurshóps 45 en 2002 voru þær orðnar 200 talsins. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Fjöldi hermanna sennilega kominn í 150.000 eftir viku

RÁÐAMENN varnarmála í Bandaríkjunum hafa stóraukið viðbúnaðinn á Persaflóasvæðinu og embættismenn segja líklegt að tvö eða þrjú flugmóðurskip verði send þangað á næstu dögum. Þrjú flugmóðurskip eru fyrir á svæðinu og eitt er á leiðinni þangað. Meira
7. febrúar 2003 | Suðurnes | 193 orð | 1 mynd

Fjöldi sigurvegara í fyrirtækjamóti Ness

Sparisjóðs- og fyritækjamót íþróttafélagsins Ness í boccia var haldið síðastliðinn laugardag. Mótið er annars vegar flokkaskipt einstaklingskeppni hjá Nesi og hins vegar sveitakeppni hjá fyrirtækjum. Meira
7. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Flogið tvisvar í viku frá og með vorinu

STJÓRN Grænlandsflugs samþykkti í gær að ganga til samninga um beint áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar og er gert ráð fyrir að fyrsta flug milli staðanna verði 28. apríl næstkomandi. Meira
7. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 67 orð | 1 mynd

Foreldrafélagið opnar vefsíðu

FORELDRAFÉLAG Grunnskólans í Borgarnesi færði nýverið Félagsmiðstöðinni Óðali að gjöf kaffikönnu. Óðal er mikið lánað til fyrirlestra og námskeiða þar sem boðið er upp á kaffi og ennfremur eru haldin þar bekkjarkvöld með foreldrum. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 257 orð

Fyrirtaka hafin hjá Óbyggðanefnd

FYRIRTAKA er hafin hjá Óbyggðanefnd vegna þjóðlendna í Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu en aðalmeðferð fer fram í sumar og haust. Meira
7. febrúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 78 orð

Gagnvirk göngukort af bænum í smíðum

STEFNT er að því að birta gagnvirk gönguleiðarkort og bæjarkort á vef Garðabæjar með vorinu. Bæjarráð hefur samþykkt að semja við fyrirtækið Teikn á lofti, um gerð kortanna. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 274 orð

Gjald lækna fyrir sjónlagsmælingu 3.800 krónur

GJALD fyrir sjónlagsmælingu vegna gleraugna, þar með talið viðtal og skoðun, er 3.800 krónur hjá augnlækni, samkvæmt verðskrá Tryggingastofnunar ríkisins frá 15. janúar sl., og þar af greiðir sjúklingur 3.620 kr. en hlutur sjúkratryggingar er 180 kr. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Hefur fjölgað um átta þúsund á fimm árum

RÚMLEGA sautján þúsund einkahlutafélög voru skráð hér á landi um síðustu áramót og hefur þeim fjölgað um rúmlega átta þúsund á síðustu fimm árum. Nýskráningar félaga eru hins vegar mun fleiri á þessu tímabili eða rúmlega 10. Meira
7. febrúar 2003 | Miðopna | 3223 orð | 1 mynd

Hæstiréttur sakfellir fyrir fjögur atriði til viðbótar

HINN 3. júlí dæmdi héraðsdómur Reykjavíkur Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismann, í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur þyngdi í gær dóminn yfir honum um níu mánuði og dæmdi Árna í tveggja ára fangelsi. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 43 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 32 V iðskipti 13/14 M inningar 47/51 E rlent 15/17 B réf 40 H öfuðborgin 18 K irkjustarf 41 A kureyri 19 S taksteinar 42 S uðurnes 20 D agbók 42 L andið 20/21 S port 44/46 L istir 22/23 L eikhús 48 U mræðan 24/26 F ólk 48/53 S... Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 196 orð

Ísland fremst Evrópulanda

ÞÓTT breiðbandsnotendur séu ekki hlutfallslega flestir á Íslandi er Landssíminn engu að síður kominn lengst í því að bjóða upp háhraða breiðbandsþjónustu af norrænum fjarskiptafyrirtækjum, segir í grein í Computerworld . Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð

Janúar fremur hlýr og þurr

JANÚARMÁNUÐUR var fremur hlýr og í þurrara lagi, að því er fram kemur í veðurfarsgögnum á vefsíðu Veðurstofunnar sem Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur tók saman. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Leikur listir sínar á skautasvellinu

NORÐURLANDAMÓTIÐ í listhlaupi á skautum hófst í Skautahöllinni í Laugardal í gær og heldur áfram síðdegis í dag en því lýkur á morgun. 44 keppendur taka þátt í mótinu, sem nú fer fram í þriðja sinn og í fyrsta sinn á Íslandi, og þar af eru 18 strákar. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 211 orð

Meintir hryðjuverkamenn handteknir

LÖGREGLAN í Bretlandi réðst til atlögu gegn meintum hryðjuverkamönnum í fjórum borgum í gær og voru sjö handteknir, sex karlar og ein kona. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 173 orð

Námskeið í stjórnun leitaraðgerða

BJÖRGUNARSKÓLI Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur í vikunni staðið fyrir námskeiði í stjórnun leitaraðgerða á landi. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 335 orð

Námskeið um lánssamninga .

Námskeið um lánssamninga . Dagana 17. og 19. febrúar nk. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 302 orð

Norður-Kóreumenn hóta "fyrirbyggjandi árás"

NORÐUR-Kóreumenn sögðust í gær vera að búa sig undir stríð við Bandaríkin og hótuðu "fyrirbyggjandi árás" ef Bandaríkjastjórn sendi fleiri hermenn og herþotur til Suður-Kóreu. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Nýburar fá marga bleiupakka að gjöf

TALSVERT verður um barnsfæðingar í Þingeyjarsveit á árinu og fagnar sveitarstjórn sérstaklega öllum nýjum einstaklingum. Sveitarstjórinn, Jóhann Guðni Reynisson, mun heimsækja alla nýbakaða foreldra og óska fjölskyldunum til hamingju með veglegri gjöf,... Meira
7. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

OA-samtökin á Akureyri verða með opinn...

OA-samtökin á Akureyri verða með opinn kynningarfund laugardaginn 8. febrúar. OA-samtökin eru samtök fólks sem á við mataróreglu af öllu tagi að stríða. Á fundinum munu tveir OA-félagar segja sögu sína. Allir velkomnir. Fundurinn verður haldinn kl. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð

Ódýrast hjá Orkunni

VERÐBREYTINGAR á bensíni héldu áfram hjá sjálfsafgreiðslustöðvunum í gær, en þjónustustöðvarnar héldu að sér höndum. Eftir að ÓB - Ódýrt bensín hafði lækkað verðið í 89,20 krónur fyrir lítrann af 95 oktana bensíni fór Orkan niður í 89,10 kr. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

"Átti aldrei neina aðild að þessu máli"

"ÞETTA lá ljóst fyrir allan tímann, þar sem rangur maður var ákæður frá upphafi. Ég átti aldrei neina aðild að þessu máli og það var vitað. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 230 orð

"Ég ræð hverjum ég býð heim til mín"

ÞÓRÓLFUR Árnason, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í gær. Fundurinn hófst með því að Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, bauð Þórólf velkominn til starfa og óskaði honum góðs gengis í vandasömu starfi. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

"Mikill gleðidagur á Snæfellsnesi"

SAMKOMULAG hefur tekist milli menntamálaráðherra og fulltrúa sveitarfélaga á Snæfellsnesi um að hafinn verði undirbúningur að stofnun framhaldsskóla á norðanverðu Snæfellsnesi. Gert er ráð fyrir að skólinn verði staðsettur í Grundarfirði. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð

"Reyndist haldlaus ákæra"

TÓMAS Tómasson, einn hinna ákærðu, segist ekki hafa átt von á öðru en að úrskurður Hæstaréttar færi á þennan veg. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð

Ráðuneytið kynnti skipulagsbreytingar í júní

HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri segir að ákvörðun um að leggja niður Almannavarnir ríkisins og færa verkefni stofnunarinnar til ríkislögreglustjóra hafi verið kynnt honum í júní í fyrra. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 864 orð | 1 mynd

Ræða Powells sögð vekja fyrirsjáanleg viðbrögð

FYRSTU viðbrögð við ræðu Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu á miðvikudag um ólöglegan vopnabúnað Íraka og brot þeirra á ályktunum öryggisráðs SÞ, voru fremur fyrirsjáanleg, að sögn dagblaðsins The Los Angeles Times í gær. Meira
7. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 448 orð

Rökstuðningurinn afar fátæklegur

SIGFÚS Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, sagðist afar ósáttur með þá niðurstöðu að tilboði Nýsis og Ístaks í byggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri skyldi hafnað og að ákveðið hefði verið að bjóða verkið út að nýju. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Samningar langt komnir

VAXANDI líkur eru taldar á að samningar náist fljótlega um kaup svissnesks fiskræktanda, Rudolf Lamprecht, á tveimur jörðum í Heiðardal í Mýrdal. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 379 orð

Segir stöðu almannavarna góða

LÚÐVÍK Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði stöðu Almannavarna ríkisins að umtalsefni í upphafi þingfundar á Alþingi í gær, en skv. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Segja meirihlutann hafa viðurkennt skuldaaukningu

HART var deilt um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í gærkvöld og um hvort eðlilegt sé að skoða skuldastöðu borgarsjóðs eingöngu eða allan samstæðureikning borgarinnar, þ.e. stöðu borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 189 orð

Segjast styðja Bandaríkin

TÍU ríki frá Mið- og Austur-Evrópu, þ.ám. sjö sem boðin hefur verið innganga í Atlantshafsbandalagið (NATO), hafa lýst yfir stuðningi við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmálunum. Meira
7. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Síðasta sýningarhelgi á sýningunni " Veiðimenn...

Síðasta sýningarhelgi á sýningunni " Veiðimenn í útnorðri ", sem staðið hefur í Ketilhúsinu, er nú um komandi helgi, en henni lýkur á sunnudag, 9. febrúar. Sýningin er sögulegt sjónarspil sett saman af færeyska listamanninum Edward Fuglö. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð

Sjaldgæf cavansítsteind fannst

STAÐFEST hefur verið að steind sem fannst á Fljótsdalshéraði árið 2001 er cavansít, mjög sjaldgæf steind sem aðeins finnst á tveimur öðrum stöðum í heiminum. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð

Skýrslan komin til ríkissaksóknara

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur í tilefni af skýrslu Láru V. Júlíusdóttur, setts saksóknara um Geirfinnsmálið svonefnda, ritað ríkissaksóknara bréf þar sem vakin er athygli á nýjum upplýsingum er varða atriði sem ekki féllu undir rannsókn hans. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Smáfólkið vænlegur markhópur

BÖRN klæðast fullorðinslegum fötum, nota debetkort og snyrtivörur, eru með strípur og göt í eyrum og jafnvel víðar. Á fermingaraldri koma stelpur á snyrtistofur í ýmiskonar meðferð; fá gervineglur, hand- og fótsnyrtingu, andlitshreinsun, litun og... Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 187 orð

Spurningakeppni grunnskólanna

MÁNUDAGINN 5. febrúar fór fram úrslitaviðureign um hverfismeistaratitilinn í borgarhluta 3 í Nema hvað? - Spurningakeppni ÍTR. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Stefnt að undirritun samninga við Alcoa í mars

FYRIR stjórnarfundi Landsvirkjunar í dag liggur tillaga um að samþykktur verði samningur við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um gerð stíflu og aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Svisslendingur vill kaupa jarðir í Mýrdal

SVISSNESKUR fiskræktandi, Rudolf Lamprecht, hefur sýnt áhuga á að festa kaup á tveimur jörðum í Heiðardal í Mýrdal og taka á leigu Heiðarvatn og Vatnsá til tíu ára. Líkur eru taldar á að samningar um kaupin og leiguna takist fljótlega. Meira
7. febrúar 2003 | Erlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

Telja að kvoðubúturinn hafi ekki valdið slysinu

BANDARÍSKA geimvísindastofnunin, NASA, telur ekki að skemmdir af völdum kvoðubúts, sem lenti á vinstri væng geimferjunnar Kólumbíu rúmri mínútu eftir flugtak, séu meginorsök þess að geimferjan leystist upp yfir Texas. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 191 orð

Tíu þotur Atlanta í pílagrímaflugi

FYRRI hluta pílagrímaflugs Flugfélagsins Atlanta er nú lokið og eru tíu þotur af 24 þotna flota félagsins í því verkefni, átta B747-þotur og tvær B767-þotur. Meira
7. febrúar 2003 | Akureyri og nágrenni | 20 orð

Tónleikar verða í Kompaníinu, félagsmiðstöð ungs...

Tónleikar verða í Kompaníinu, félagsmiðstöð ungs fólks á Akureyri, í kvöld, föstudag 7. febrúar. Fram koma Brain police og... Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Tveir þingmenn víttir á einu ári

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, hefur tvívegis á 12 mánaða tímabili vítt þingmenn fyrir ósæmileg ummæli á Alþingi. Ákvæði þingskaparlaga um þingvíti var, eftir því sem næst verður komist, síðast þar á undan notað árið 1957 eða fyrir 45 árum. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 348 orð

Uppfinningar Íslendinga til sýnis

SÝNING verður á uppfinningum Íslendinga á morgun, laugardag, kl. 12 við Garðatorg í Garðabæ. Landssamband hugvitsmanna stendur fyrir sýningunni. Þar verða sýnd brot af því sem Íslendingar hafa fundið upp og komið á markað hér á landi eða erlendis. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð

VG í Reykjavík og kosningarnar Borgarmálaráð...

VG í Reykjavík og kosningarnar Borgarmálaráð vinstri-grænna heldur fund á Kornhlöðuloftinu (fyrir ofan Lækjarbrekku) laugardaginn 8. febrúar kl. 12. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Vonaðist eftir skilorðsbundnum dómi

BJÖRGVIN Þorsteinsson hrl. og verjandi Árna Johnsen segist óánægður með hversu þungur dómurinn yfir Árna er. "Ég var að vonast til að hann yrði skilorðsbundinn, alla vega að verulegu leyti. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Vopnaeftirlitsmenn SÞ fái meira svigrúm

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir ræðu Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á miðvikudaginn, hafa verið áhrifamikla og sannfærandi. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð | 3 myndir

Yfirlit

Styður nýja ályktun George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn myndi styðja að öryggisráð SÞ afgreiddi nýja ályktun um Íraksmál, en aðeins að því tilskildu að Írakar afvopnuðust sannanlega í kjölfarið. Meira
7. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 628 orð | 2 myndir

Þingmenn Samfylkingar feli sig í pilsfaldi Jóhönnu

TIL SNARPRAR orðasennu kom milli Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, og þingmanna Samfylkingarinnar á Alþingi í gær þegar til umræðu var þingsályktunartillaga þingmanna Samfylkingarinnar um að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd sem hafi það... Meira
7. febrúar 2003 | Landsbyggðin | 212 orð | 1 mynd

Þorrablót á Baugnum þrátt fyrir Kára

HIÐ árlega þorrablót Kvenfélagsins Baugs var haldið í félagsheimilinu Múla í góðum hópi heimamanna og gesta úr landi. Þorrablótsnefndina skipuðu þær: Aðalheiður Sigurðardóttir, Helga Mattína Björnsdóttir, Rannveig Vilhjálmsdóttir og Sigrún Þorláksdóttir. Meira

Ritstjórnargreinar

7. febrúar 2003 | Leiðarar | 528 orð

Með gleraugum neytandans

Augnlæknar og sjóntækjafræðingar deila nú hart um það hvort sjóntækjafræðingar eigi að fá að mæla sjón fólks, sem þarf að fá sér gleraugu. Meira
7. febrúar 2003 | Staksteinar | 352 orð

- Samkeppni lagadeilda er af hinu góða

Hvorki meira né minna en 84% nemenda féllu af þeim sem þreyttu próf í almennri lögfræði við Háskóla Íslands á haustmisseri eða 145 nemendur. Það jafnast á við að fella 20 byrjunarlið íslenska landsliðsins í handbolta eftir ár í æfingabúðum. Meira
7. febrúar 2003 | Leiðarar | 218 orð

Vitlausar tölur

Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss, lýsti því yfir hér í blaðinu 15. janúar sl. Meira

Menning

7. febrúar 2003 | Tónlist | 437 orð

20. öldin í hnotskurn

Myrkir músíkdagar. Atli Ingólfsson: Orchestra B (2003; frumfl.) Hróðmar I. Sigurbjörnsson: Sinfónía (2003; frumfl.) Jón Ásgeirsson: Trompetkonsert (2000; frumfl.) Jónas Tómasson: Sinfóníetta I (2003; frumfl.) Ásgeir Steingrímsson trompet; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19.30. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Andagangur í öskjunni

Kanada 2002. Myndform VHS. (99 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn: Sturla Gunnarsson. Aðalhlutverk: William Hurt, Andy Jones, Molly Parker. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 281 orð | 1 mynd

Bak við lás og slá fyrir morð

Regnboginn og Laugarásbíó frumsýna Chicago. ______ Leikarar: Renée Zellweger, Catherine Zeta-Jones, Richard Gere, Queen Latifah, John C. Reilly, Lucy Liu, Taye Diggs, Colm Feore og Christine Baranski. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 669 orð | 1 mynd

Bíóin í borginni

Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar. (H.J.) Háskólabíó. Meira
7. febrúar 2003 | Menningarlíf | 259 orð

Eva³ sýnd í London

DANSLEIKHÚS með Ekka mun í dag sýna fyrsta þátt dansleikhúsverksins Evu³ í The Place Theatre í London. Eva³ verður þar hluti af árlegu danshátíðinni Aerowaves og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskri danssýningu er boðin þátttaka. Meira
7. febrúar 2003 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Félagsmiðstöðin Hæðagarði 31 Sigrún Sigurðardóttir opnar...

Félagsmiðstöðin Hæðagarði 31 Sigrún Sigurðardóttir opnar málverkasýningu kl. 14. Við opnunina syngur Lögreglukórinn nokkur lög. Sigrún hefur stundað myndlistarnám í Hæðargarði undir leiðsögn Selmu Jónsdóttur. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 221 orð | 1 mynd

Glæpir borga sig alls ekki

Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna Á gægjum (I Spy). _______ Leikarar: Eddie Murphy, Owen Wilson, Famke Janssen, Malcolm McDowell og Gary Cole. Meira
7. febrúar 2003 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Húsvíkingar sýna Þrúgur reiðinnar

LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýnir í Samkomuhúsinu í kvöld, föstudagskvöld, kl. 19.30 leikritið Þrúgur reiðinnar. Verkið er byggt á skáldsögu Johns Steinbecks. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 229 orð | 1 mynd

Íslensk tónlist í fyrirrúmi

NÝR íslenskur sjónvarpsþáttur um tónlist, Popp og kók , hefur göngu sína á SkjáEinum í kvöld. Umsjónarmenn þáttarins eru tveir kappar þekktir úr íslensku tónlistarlífi, þeir Ómar Örn Hauksson úr Quarashi og Birgir Nielsen úr Landi og sonum. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 221 orð | 1 mynd

Lagt upp í lokaferð

Sambíóin í Kringlunni frumsýna Geimstöðin: Makleg málagjöld (Star Trek: Nemesis) _______ Leikarar: Patrick Stewart, Jonathan Frakes, Brent Spiner, LeVar Burton, Michael Dorn, Gates McFadden, Marina Sirtis, Tom Hardy, Ron Perlman, Steven Culp, Dina Meyer, Kate Mulgrew, Whoopi Goldberg, Bryan Singer og Nicholas Lanier. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 95 orð

... ljúfu morgunspjalli

HVAÐ er betra en að vakna við hljómþýðar raddir Magnúsar Einarssonar, Gests Einars Jónassonar og Svanhildar Hólm Valsdóttur? Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 430 orð | 3 myndir

Michael Jackson segir að framleiðendur heimildarmyndarinnar...

Michael Jackson segir að framleiðendur heimildarmyndarinnar Living With Michael Jackson , sem Sjónvarpið sýndi í gærkvöld, hafi svikið sig. Meira
7. febrúar 2003 | Tónlist | 406 orð | 1 mynd

Pólskar perlur

Verk eftir Szymanowski, Wieniawski og Szymon Kuran. Szymon Kuran fiðla og Júlíana Rún Indriðadóttir píanó. Sunnudaginn 2. febrúar kl. 20. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Saga jafngömul þjóðinni

SÝNINGIN Lýsir: Jón bóndi Bjarnason - Mannakyn og meiri fræði var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu um helgina. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 343 orð | 1 mynd

Stemning sem er engri lík

Ice Blue sjálfur, Geir Ólafsson, er að fara af stað með mikla söngsýningu í kvöld. Arnar Eggert Thoroddsen kynnti sér málið. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

STERKUR orðrómur er nú á kreiki...

STERKUR orðrómur er nú á kreiki um að Madonna sé ófrísk að sínu þriðja barni og öðru með eiginmanni sínum, Guy Ritchie . Talið er að hin 44 ára gamla poppdrottning sé komin 4 mánuði á leið. Meira
7. febrúar 2003 | Fólk í fréttum | 150 orð | 1 mynd

Townsend treður upp tvisvar

FRÁ því hefur verið gengið að bandaríski uppistandarinn Robert Townsend troði upp tvisvar í Háskólabíói. Miðasala hefur gengið það vel á sýningu hans föstudagskvöldið 21. Meira
7. febrúar 2003 | Menningarlíf | 144 orð

Ullarvettlingarnir afhentir frjóhuga

ULLARVETTLINGAR Myndlistarakademíu Íslands, MAÍ, verða afhentir í þriðja sinn frjóhuga íslenskum myndlistarmanni á Næsta bar í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Meira
7. febrúar 2003 | Menningarlíf | 826 orð | 1 mynd

Unga stúlkan og Bunuel

S Á sem ætlar í bíó í París gerir rétt í því að kaupa Pariscope sem kemur út á miðvikudögum og kostar minna en hálfa evru. Þar er gerð grein fyrir bíómyndum í borginni og öðrum menningarviðburðum. Meira

Umræðan

7. febrúar 2003 | Aðsent efni | 303 orð | 1 mynd

Atvinnulífsdagar í Háskóla Íslands

"Meginmarkmiðið er að efla tengsl Háskólans og atvinnulífsins." Meira
7. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Er hægt að eyða feimni?

Er hægt að eyða feimni? FYRIR nokkrum árum ritaði ég undirritaður nokkrar greinar um feimni og einmanaleika, sem vöktu mikla athygli í fjölmiðlum - um orsakir og afleiðingar og lagði fram hugmyndir að úrbótum á þessu alheimsböli. Feimni veldur því m.a. Meira
7. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 246 orð

Ofvirkni barna

AF og til hefur verið fjallað um ofvirkni barna í fjölmiðlum og hvort æskilegt sé að gefa ritalín í því magni sem gert er. Undanfarið hafa verið skrif um þetta á síðum Morgunblaðsins og sýnist sitt hverjum. Á netsíðunni www.alternativemedicine. Meira
7. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 91 orð

PENNAVINIR -

MARTIN Rees, 56 ára, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann safnar póstkortum í lit. Martin Rees, 56a Marwood House, Ridgeway Road, Rumney, Cardiff, CF3 4AE, South-Wales, Great Britain. MOE Asrar óskar eftir íslenskum pennavinum. Meira
7. febrúar 2003 | Aðsent efni | 332 orð | 1 mynd

Salómonsdómur um Þjórsárver

"Ég hvet þá til að taka í þá útréttu sáttahönd sem þeim er hér rétt." Meira
7. febrúar 2003 | Aðsent efni | 296 orð | 1 mynd

Slitin plata

"Hvernig væri, að þeir settu nýja plötu á fóninn? Hún er orðin of slitin þessi." Meira
7. febrúar 2003 | Aðsent efni | 756 orð | 2 myndir

Um lyfjakostnað og lyfjaverð á LSH

"Verð á Íslandi er 11-20% hærra en á Norðurlöndum." Meira
7. febrúar 2003 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Vinin Vin

"Fórnfúst starf sjálfboðaliða sér til þess að Vin er opin á sunnudögum og einstökum hátíðisdögum." Meira
7. febrúar 2003 | Aðsent efni | 395 orð | 1 mynd

Vin tíu ára

"Markmiðið með athvarfinu er að rjúfa félagslega einangrun." Meira
7. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 614 orð | 1 mynd

Virkjun á Jökulsá

Í HEIMILDARRITINU "Öldin okkar", sem tekur yfir tímann frá 1931-1950, er sagt frá eldsumbrotum í Vatnajökli í marsmánuði árið 1934. Í tilefni af ákvörðun um virkjun á Jökulsá langar mig að segja frá því sem ég man að gerðist þá. Meira
7. febrúar 2003 | Aðsent efni | 432 orð

Yfirlæti

EIRÍKUR Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, talar til mín af yfirlæti í grein í Morgunblaðinu í gær. Meira
7. febrúar 2003 | Bréf til blaðsins | 194 orð

Þjóðlegir siðir

Á ÞESSUM tíma árs er gaman að skoða heimasíður Íslendingafélaga erlendis. Nú eru hin geysivinsælu þorrablót í algleymingi. Meira

Minningargreinar

7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1268 orð | 1 mynd

BJARKEY GUNNLAUGSDÓTTIR

Bjarkey Gunnlaugsdóttir fæddist á Háleggsstöðum í Deildardal 9. ágúst 1914. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 3923 orð | 1 mynd

BJÖRN SIGURBJÖRNSSON

Séra Björn Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 27. júní 1949. Hann lést á Diakonissestiftelsens Hospice í Kaupmannahöfn 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurbjörn Einarsson, biskup, f. 30. júní 1911 og kona hans Magnea Þorkelsdóttir, f. 1. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 802 orð | 1 mynd

GEIR SÆMUNDSSON

Geir Sæmundsson fæddist á Hjalteyri hinn 23. október 1910. Hann lést á Landspítalanum 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sæmundur Kristjánsson frá Brattavöllum, f. 6.7. 1879, d. 6.3. 1969, og Þorgerður Magnea Konráðsdóttir frá Bragholti, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1823 orð | 1 mynd

GUÐNI HALLDÓRSSON

Guðni Halldórsson fæddist í Vestmannaeyjum 16.12. 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Halldór Árnason, f. 5.10. 1895, d.1.12. 1970, og eiginkona hans, Júlía Árnadóttir, f. 16.7. 1896, d. 11.4. 1980. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 2192 orð | 1 mynd

JENNÝ MAGNÚSDÓTTIR

Jenný Magnúsdóttir fæddist í Pulu í Holtahreppi 24. júní 1933. Hún lést á Landspítalanum 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Tómasson, f. 13.5. 1897, d. 27.9. 1991, og Anna Brynjúlfsdóttir, f. 30.6. 1900, d. 2.7. 1986. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 658 orð | 1 mynd

LÚÐVÍK REIMARSSON

Lúðvík Reimarsson fæddist í Seljalandi í Vestmannaeyjum 31. ágúst 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í Austur-Landeyjum, f. 10. janúar 1891, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

ÓLAFUR BJARNASON

Ólafur Bjarnason múrarameistari fæddist í Reykjavík 31. desember 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Bjarni Matthíasson, verslunarmaður í Reykjavík, f. í Reykjavík 7. nóvember 1896, d. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 2244 orð | 1 mynd

SIGFÚS ARNAR ÓLAFSSON

Sigfús Arnar Ólafsson fæddist 13. mars 1941 í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson bóndi í Gröf, f. 24. sept. 1898, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 582 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Sigríður Jónsdótt ir fæddist á Steig í Mýrdal 16. september 1912. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 24. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. Sigríður var yngst af sjö systkinum. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2003 | Minningargreinar | 1865 orð | 1 mynd

VIGFÚS K. GUNNARSSON

Vigfús Kristján Gunnarsson fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 15. október 1927. Hann lést á Rauðakrosshótelinu við Rauðarárstíg 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hildur Vigfúsdóttir Hjaltalín frá Brokey, f. 20. maí 1898, d. 22. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 193 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 210 210 210...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 210 210 210 33 6,930 Blálanga 106 46 94 1,194 112,270 Djúpkarfi 56 40 56 1,844 102,864 Gellur 575 390 524 199 104,210 Grálúða 100 100 100 24 2,400 Grásleppa 31 31 31 151 4,681 Gullkarfi 111 60 102 5,251 535,262 Hlýri 160 105... Meira
7. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Gjaldeyrisforðinn dregst saman

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans lækkaði í janúar um 1 milljarð króna og nam 36,2 milljörðum króna í lok janúar, jafnvirði 471 milljónar Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok. Meira
7. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 196 orð

Hagnaður Guðmundar Runólfssonar áttfaldast

HAGNAÐUR Guðmundar Runólfssonar hf. á Grundarfirði nam 200 milljónum króna á síðasta ári en 26 milljónum á árinu 2001. Tekjur af rekstri minnkuðu um rúm 5%, úr 1.013 milljónum 2001 í tæplega 960 milljónir. Meira
7. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 182 orð

Hagnaður Jarðborana 136 m.kr.

HAGNAÐUR samstæðu Jarðborana árið 2002 var um 136,2 milljónir króna, borið saman við 15,4 milljónir árið á undan. Heildarvelta samstæðu Jarðborana nam 1.203 milljónum króna en var 995,8 milljónir árið 2001. Rekstrargjöld voru 1. Meira
7. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 328 orð | 1 mynd

Íslandsbanki þekkingarfyrirtæki ársins

ÞEKKINGU var gert hátt undir höfði í Borgarleikhúsinu í gær þegar þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga fyrir árið 2003 voru afhent af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Meira
7. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 1013 orð | 1 mynd

Mannsheilinn er mikilvægasta eignin

Höfundur bókarinnar Funky Business vekur hvarvetna athygli. Eyrún Magnúsdóttir sló á þráðinn til dr. Ridderstråle sem er um þessar mundir í feðraorlofi. Meira
7. febrúar 2003 | Viðskiptafréttir | 454 orð | 1 mynd

Vilja að Fjármálaeftirlitið leiti skýringa

JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir athugun samtakanna leiða í ljós að bankar og sparisjóðir hafi verið að auka álag á lánsfé til almennings verulega á undanförnum árum. Meira

Fastir þættir

7. febrúar 2003 | Fastir þættir | 126 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Nýliðabrids á föstudögum Næsta spilakvöld hjá nýliðunum verður föstudaginn 7. febrúar kl. 20.00. Spilað er í Síðumúla 37, 3. hæð. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru velkomnir. Meira
7. febrúar 2003 | Fastir þættir | 159 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SUÐUR spilar sex tíglar og fær út spaðakóng: Norður &spade;753 &heart;ÁDG8 ⋄1084 &klubs;G63 Suður &spade;Á4 &heart;4 ⋄ÁKD652 &klubs;ÁK108 Hver er besta áætlunin? Meira
7. febrúar 2003 | Dagbók | 35 orð

NÚ ER SUMAR

Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag. Brosir veröld víða, veðurlagsins blíða eykur yndishag. Látum spretta, spori létta, spræka fáka nú. Eftir sitji engi, örvar víf og drengi sumarskemmtun sú. Tíminn líður, tíminn býður sælan sólskinsdag. Meira
7. febrúar 2003 | Dagbók | 513 orð

(Préd. 9, 16.)

Í dag er föstudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orðum hans er eigi gaumur gefinn. Meira
7. febrúar 2003 | Viðhorf | 886 orð

Rósrautt minni

"Fyrir alla þessa kjósendur, bæði þá gleymnu og þá ungu, er ágætt að glugga í bækur um atburði síðustu ára til að átta sig á því hvert hefur stefnt og hvers vegna." Meira
7. febrúar 2003 | Fastir þættir | 112 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 Bxa6 6. Rc3 g6 7. e4 Bxf1 8. Kxf1 d6 9. Rge2 Bg7 10. Bg5 h6 11. Bd2 Rbd7 12. f4 0-0 13. h3 Db6 14. a4 Hfb8 15. Hb1 Db3 16. De1 Dc2 17. Rg3 Hxb2 18. Hxb2 Dxb2 19. e5 dxe5 20. Meira
7. febrúar 2003 | Fastir þættir | 610 orð | 2 myndir

Úrslitakeppni Íslandsmótsins í atskák

5. -9. feb. 2003 Meira
7. febrúar 2003 | Fastir þættir | 342 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur stundum vakið athygli á slæmri umgengni í henni Reykjavík; hvernig fólk hendir rusli á víð og dreif, skilur eftir úrgang hundanna sinna á útivistarsvæðum eða gangstéttum og hvernig æska landsins krotar á eignir almennings og einstaklinga í... Meira
7. febrúar 2003 | Dagbók | 208 orð | 1 mynd

Þorrahátíð aldraðra í Grensáskirkju

NÆSTKOMANDI miðvikudag, 12. febrúar, verður þorrahátíð í starfi aldraðra í Grensáskirkju. Dagskráin hefst með helgistund í kirkjunni kl. 12:10 og að henni lokinni verður gengið að veisluborði í safnaðarheimili. Meira

Íþróttir

7. febrúar 2003 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* BJARKI Sigurðsson , handknattleiksmaður með...

* BJARKI Sigurðsson , handknattleiksmaður með Val , leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð eftir að hann sleit krossbönd í vinstra hné á dögunum. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn, þar sem Bjarki hefur verið einn af lykilmönnum þeirra. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 140 orð

Brasilíumenn vilja ekki fara til Barein

FORRÁÐAMENN Heimsmeistaraliðs Brasilíu í knattspyrnu hafa afboðað komu liðsins til Barein hinn 1. apríl nk. af ótta við yfirvofandi stríðsátök Bandaríkjamanna gegn Írak. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 94 orð

Drepa tímann í Húsdýragarðinum

KÖRFUKNATTLEIKSUNNENDUR sem leggja leið sína á úrslitaleikina í bikarkeppni kvenna- og karlaliða á morgun geta drepið tímann á milli leikjanna með því að fara í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn án þess að greiða fyrir heimsóknina. Kvennaleikurinn hefst kl. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 210 orð

Fjölmenni á Parken

GRÍÐARLEGUR áhugi er fyrir viðureign Dana og Norðmanna í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2004, en þjóðirnar eigast við á Parken í Kaupmannahöfn 7. júní nk. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 39 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Austurberg: ÍR - HK 20 Framhús: Fram - FH 20 Ásvellir: Haukar - Víkingur 20 KA-heimili: KA - Grótta/KR 20 Selfoss: Selfoss - Valur 20 Varmá: UMFA - Þór A. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 255 orð

HANDKNATTLEIKUR ÍBV - Stjarnan 25:17 Vestmannaeyjar,...

HANDKNATTLEIKUR ÍBV - Stjarnan 25:17 Vestmannaeyjar, Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarinn, undanúrslit. Gangur leiksins : 1:0, 3:1, 3:2, 6:2, 9:4, 11:5 , 12:5, 13:7, 15:8, 18:8, 20:9, 20:11, 20:15, 22:15, 24:16, 25:17. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 114 orð

HM félagsliða í uppnámi?

HINN sænski forseti knattspyrnusambands Evrópu, Lennart Johansson, gagnrýndi í gær framkvæmd Heimsmeistarakeppni félagsliða og sagði m.a. að lið frá Evrópu hefðu lítinn áhuga á að taka þátt í keppninni. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 354 orð

Hvað sögðu þeir?

Fyrirliði ÍS bikarmeistari með Keflavík Stúdínur hafa mætt Keflvíkingum fjórum sinnum í vetur og ætíð borið skarðan hlut frá borði enda ólíku saman að jafna með stöðu liðanna í deildinni; Keflavík trónir á toppnum með Kjörísbikarinn uppi á hillu en ÍS... Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 300 orð

Íslenski "glugginn" opinn lengst allra

FÉLAGASKIPTI knattspyrnumanna á milli Íslands og annarra landa verða framvegis heimil frá 15. nóvember til 31. maí, og síðan í tvær vikur í júlí, frá 15.-31. júlí, nái tillaga milliþinganefndar fram að ganga á ársþingi KSÍ á laugardaginn. Þar með verða reglurnar rýmri hér á landi en annars staðar, en í fullu samræmi við lengd keppnistímabilsins. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

KR slapp fyrir horn gegn Tindastóli

TVÆR þriggja stiga körfur frá Herberti Arnarsyni rétt fyrir leikslok þurfti til að kveikja neistann í KR-ingum þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í gærkvöld. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 732 orð | 1 mynd

"Tvöföld sigurhátíð í Keflavík"

ÚRSLIT í bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands ráðast á morgun, laugardag, í Laugardalshöll þar sem Keflavík og ÍS mætast í kvennaflokki og Snæfell og Keflavík í karlaflokki. Morgunblaðið fékk Reyni Kristjánsson þjálfara úrvalsdeildarliðs Hauka til þess að rýna í kristalskúluna og velta fyrir sér möguleikum liðanna. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

* RÓBERT Gunnarsson , handknattleiksmaður, hefur...

* RÓBERT Gunnarsson , handknattleiksmaður, hefur átt í meiðslum og gat ekki leikið með Århus GF í æfingaleik sem liðið lék í æfingabúðum á Spáni á dögunum. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 205 orð

Semb segir norska leikmenn of dýra

"Í FRAMTÍÐINNI verða færri norskir atvinnumenn í knattspyrnu en áður og norsk félagslið munu eiga í vandræðum með að selja sína bestu leikmenn," segir Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna, við fréttastofuna P4 í Noregi og telur að... Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Þjálfara Guðmundar vel fagnað

LINO Cervar, þjálfari nýkrýndra heimsmeistara Króata í handknattleik, fékk afar hlýjar móttökur þegar hann kom til Ítalíu í fyrradag, en hann er þjálfari Guðmundar Hrafnkelssonar í liði Conversano. Meira
7. febrúar 2003 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Öruggur Eyjasigur

Kvennalið ÍBV vann ótrúlega auðveldan sigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ í gærkvöld í Vestmannaeyjum, 25:17. Það verða því tvö efstu lið deildarinnar, ÍBV og Haukar, sem munu mætast í úrslitum bikarsins 22. febrúar nk. þar sem ÍBV mun verja bikarmeistaratitilinn. Það voru um 700 áhorfendur sem fylgdust með leiknum og var þó nokkuð af stuðningsmönnum Stjörnunnar þeirra á meðal og létu vel í sér heyra. Það gerðu Eyjamenn einnig og myndaðist gríðarleg stemmning í húsinu. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 185 orð | 1 mynd

7 hönnunarverðlaun FÍT

Grafísk hönnun hefur ýmsa snertifleti við daglegt líf landsmanna. Sveinn Guðjónsson fjallar um FÍT-verðlaunin og ræðir við verðlaunahafa. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 642 orð | 1 mynd

Bókstaflegt spjall í sjónvarpi

ÞRÓUNIN í fjarskiptum tekur á sig margvíslegar myndir. Eitt nýjasta afbrigðið, a.m.k. hérlendis, er bókstaflegt spjall á PoppTíví, sem líður áfram á um fjórðungi skjásins frá klukkan ellefu á kvöldin til sjö á morgnana. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 308 orð | 2 myndir

Eftirspurnin ræður framboðinu

STEFÁN Einarsson hlaut verðlaun í flokki veggspjalda , fyrir veggspjald sem hann hannaði fyrir Stígamót og ber heitið "Söluvara?", þar sem vakin er athygli á vændi. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 229 orð | 2 myndir

Einfalt og frumlegt

SNÆFRÍÐ Þorsteins hlaut verðlaun í flokknum prentað kynningarefni fyrir kynningarmöppu listamannsins Sigtryggs Baldvinssonar. "Ég lagði áherslu á að hafa bæklinginn tiltölulega einfaldan, en þó á frumlegan hátt," sagði Snæfríð. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 276 orð | 3 myndir

Endurspeglar traust og rótgróið fyrirtæki

HUGMYNDIN að baki þessari hönnun er að endurspegla traust og rótgróið fyrirtæki," sögðu þau Hildigunnur Gunnarsdóttir og Dagur Hilmarsson, sem hlutu verðlaun í flokknum bréfagögn , sem þau hönnuðu fyrir sérbankaþjónustu Landsbankans. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 924 orð

Freistingar í limósínu

ÞESSI pistill birtist á vef Bústaðakirkju 6. desember sl. Höfundurinn er Guðrún S. Jakobsdóttir, móðir 14 ára unglings og formaður sóknarnefndar. "Það er ekki auðvelt að vera foreldri í dag. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 385 orð | 3 myndir

Gerðu það sjálfur

VIÐ vinnum saman á auglýsingastofunni Fastland og fengum það verkefni að gera plötuumslag á plötuna Gerðuþaðsjálfur , sem Sesar A, öðru nafni Eyjólfur Eyvindsson, sendi frá sér á síðasta ári. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 232 orð | 1 mynd

Gögn um Írak birt í öryggis-ráði

COLIN Powell , utanríkis-ráðherra Bandaríkjanna, flutti mikla ræðu í öryggis-ráði Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag. Þar kynnti hann þær sannanir og vísbendingar, sem Bandaríkjamenn segjast hafa fyrir framleiðslu Íraka á gereyðingar-vopnum. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 187 orð | 1 mynd

Landsliðið á Ólympíuleikana í Aþenu 2004

ÍSLENSKA landsliðið í handknatt-leik tryggði sér á sunnudag farseðilinn á Ólympíu-leikana í Aþenu á næsta ári. Þetta gerði liðið með því að leggja Júgóslava að velli, 32:37, í keppninni um 7. sætið á heimsmeistara-mótinu í handknatt-leik í Portúgal. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1859 orð | 1 mynd

Litli neytandinn

Börn fara ekki varhluta af markaðssetningu sem ýmist er beint að þeim sem börnum eða sem áhrifavöldum á foreldrana. Auglýsingar ætlaðar fullorðnum ná líka oft til barna og eiga efalítið þátt í að gelgjuskeiðið hefur færst neðar og börn sækjast eftir útliti og lífsvenjum hinna fullorðnu. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér markaðssetningu og markhópa, lykilorðin í nútímasamfélagi. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 740 orð | 2 myndir

Líkamsrækt og manngerðir

FJÁRFESTING í árskorti í líkamsræktarstöð borgar sig ekki alltaf, eins og margir hafa sannreynt. Í kjölfar árstíðabundins ofáts finna jafnvel þeir allra lötustu og sófakærustu sig knúna til að grípa til róttækra aðgerða og drífa sig í ræktina. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 628 orð | 1 mynd

Náð til foreldra í gegnum börnin

ÁSTA Hrönn Maack, viðskiptafræðingur MBA, er stundakennari í markaðsfræði við Háskóla Íslands. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 80 orð | 1 mynd

Rokkað gegn kynþátta-fordómum á Gauknum

UNGT fólk tók höndum saman og flykktist á tónleika gegn kynþátta-fordómum, sem haldnir voru á Gauki á Stöng í vikunni. Margar hljómsveitir spiluðu á staðnum og gáfu þær allar vinnu sína. Ókeypis var inn á tónleikana. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 240 orð | 2 myndir

Rós í hnappagatið

SIGRÚN Sigvaldadóttir hreppti verðlaun FÍT fyrir bestu bókarkápu og bókarhönnun , sem hún gerði fyrir bókina about fish , en útlit þeirrar bókar hefur vakið athygli víða fyrir framúrskarandi hönnun. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 2146 orð | 4 myndir

Sannleikurinn sagna bestur ?

Elísabet Hjörleifsdóttir hefur starfað við heimahlynningu á Akureyri frá upphafi, í rúm tíu ár. Skapti Hallgrímsson ræddi við hana um starfsemina og dvöl hennar á Ítalíu í fyrrasumar en þar kynnti Elísabet sér hvernig heimamenn standa að málum á þessu sviði. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 218 orð | 2 myndir

Skemmtilegast hvað starfið er fjölbreytt

JÓN Ari Helgason hlaut verðlaun fyrir vöru- og firmamerki , en hann hannaði firmamerki fyrir birtingarfyrirtækið Auglýsingamiðlun, sem er í eigu auglýsingastofanna Fítons og ABX. Hann fékk einnig tvær viðurkenningar við verðlaunaathöfnina hjá FÍT. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 124 orð | 1 mynd

Sögusagnir sem mögnuðust

RANNSÓKN á því hvers vegna Magnús Leópoldsson var handtekinn vegna Geirfinns-málsins er nú lokið. Hún sýnir að leirmyndin fræga var ekki viljandi látin líkjast Magnúsi. Aðeins ein ábending barst lögreglu um Magnús eftir að leirmyndin var birt. Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 471 orð | 1 mynd

Vestræn börn mikilvægir neytendur

ÞÆR kaupa G-strengs nærbuxur, naflaboli og minipils, raka á sér fótleggina og mála sig. Þetta er lýsingin sem gefin er á breskum stúlkum undir tíu ára í nýrri grein í The Sunday Times . Meira
7. febrúar 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 227 orð | 2 myndir

Viðskiptavinirnir verða glaðir

EMIL H. Valgeirsson hlaut verðlaun fyrir umbúðir , sem hann hannaði um drykkjarjógúrt. "Þetta er ný vara, svona tilbúin og létt máltíð sem hægt er að grípa með sér. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.