Greinar föstudaginn 3. júní 2005

Fréttir

3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð

150 til Hafnar | Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir á náttúrufari hafs og...

150 til Hafnar | Alþjóðleg ráðstefna um rannsóknir á náttúrufari hafs og strandar, öryggi sjófarenda og mannvirki á ströndinni hefst á Höfn n.k. sunnudag. Meira
3. júní 2005 | Erlendar fréttir | 382 orð | 2 myndir

31 látinn í röð árása í Írak

Að minnsta kosti 31 maður fórst í níu aðskildum árásum í norðurhluta Íraks í gær. Í Tuz Khurmatu féllu tólf þegar sprengja sprakk við veitingastað þar sem lífverðir aðstoðarforsætisráðherra Íraks sátu að snæðingi. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

40% verða atvinnulaus

UPPSAGNIR á 50 starfsmönnum Bílddælings, liðlega þriðjungi vinnufærra manna í þorpinu, þýða rúmlega 40% atvinnuleysi í þessu 226 manna samfélagi. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 1699 orð | 1 mynd

Aðstoða þarf unga innflytjendur í framhaldsskólum

Hvernig gengur innflytjendum að fóta sig í nýju landi eins og Íslandi? Eru útlendingafordómar á Íslandi? Anna G. Ólafsdóttir hlýddi á innflytjendur og Íslendinga velta þessum spurningum og fleiri fyrir sér á málþingi UniCom, Mannfræðifélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Afmælishátíð í Ölduselsskóla á morgun

ÖLDUSELSSKÓLI heldur upp á 30 ára afmæli sitt á morgun með hátíðarhöldum í skólanum. Hefst dagskráin klukkan 10. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 304 orð

Aftur dæmdur fyrir brot á nálgunarbanni

RÚMLEGA fertugur karlmaður var í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að brjóta gegn nálgunarbanni gegn Helga Áss Grétarssyni og sambýliskonu hans og fyrir að hóta nágranna sínum. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir brot á nálgunarbanninu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 709 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á heilsueflingu

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Mikilvægt að opna umræðu um kynsjúkdóma Mikil áhersla hefur verið lögð á fræðslu um alnæmi og aðra kynsjúkdóma með það að markmiði að draga úr nýsmiti. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Batnaði eftir hlé

EINN frægasti víóluleikari heims, Yuri Bashmet, lék á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gærkvöld, þar sem hann gegndi bæði hlutverki hljómsveitarstjóra og einleikara. Tónleikarnir voru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Bauhaus í viðræðum við Urriðaholt um lóð

eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ÞÝSKA byggingavöruverslanakeðjan Bauhaus, sem á og rekur um 180 lágvöruverðsverslanir á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum á nú í samningaviðræðum við Urriðaholt ehf. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Bíll skemmdist í árekstri við reiðhjól

ALLNOKKRAR skemmdir urðu á bíl sem lenti í árekstri við reiðhjól á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Tólf ára drengur hjólaði fram fyrir húshorn og á bílinn í þann mund sem honum var ekið inn á bílastæði við Nýheima, nýjan miðbæ Hornfirðinga. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Blys olli miklum sinueldi á um 10 hektara svæði

SINUELDUR kviknaði undir Geitafelli við Þrengslaveg um eittleytið í gær, en björgunarþyrla Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var þar við æfingar. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Brautskráning frá FSH

FRAMHALDSSKÓLANUM á Húsavík var slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju á dögunum. Að þessu sinni útskrifuðust 19 stúdentar, einn nemandi lauk námi af viðskiptabraut, tveir af almennri braut og sjö af almennri braut - endur-menntun. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð

Buðu í rásir fyrir stafrænt sjónvarp

RÍKISÚTVARPIÐ (RÚV) og 365 ljósvakamiðlar ehf. hafa boðið í UHF-rásir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu, en tilboð voru opnuð hjá Póst- og fjarskiptastofnun á þriðjudag. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 46 orð

Doktorsvörn í læknadeild HÍ

Í DAG, föstudaginn 3. júní kl. 13, fer fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Þá ver Kristbjörn Orri Guðmundsson doktorsritgerð sína um genatjáningu í þroska blóðmyndandi stofnfrumna. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Duglegir að draga björg í bú

Borgarnes | Þrír ungir og röskir Borgnesingar voru að draga björg í bú í Höfðaholtinu í Borgarnesi góðviðrisdag einn í vikunni. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 213 orð

Dæmdar 4,5 milljónir króna í biðlaun

Í HÆSTARÉTTI í gær var Reykjanesbær dæmdur til að greiða fyrrum starfsmanni vatnsveitu bæjarins rúmlega 4,5 milljónir króna í biðlaun þar sem starf hans var talið hafa verið lagt niður þegar verkefni vatnsveitunnar voru flutt til Hitaveitu Suðurnesja... Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 312 orð

Dæmdur fyrir að taka lögreglujeppa traustataki

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka tvo lögreglujeppa í eigu embættisins traustataki og fyrir brot í opinberu starfi. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 281 orð

Efnt til málþings um sambandsslit Noregs og Svíþjóðar

NORRÆNT frumkvæði til friðar nefnist málþing sem efnt verður til í Norræna húsinu þriðjudaginn 7. júní nk. milli kl. 16-18. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Eintómar tíur | Freyja Rós Haraldsdóttir frá Haga á Barðaströnd náði...

Eintómar tíur | Freyja Rós Haraldsdóttir frá Haga á Barðaströnd náði þeim árangri að fá 10 í öllum vorprófum sínum, en hún var að ljúka öðru ári við Menntaskólann á Laugarvatni. Var hún því með hæstu einkunn í skólanum þetta árið. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 484 orð

Ekki hægt að ákæra manninn fyrir mansal

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 117 orð

Enn af vori

Lárus Þórðarson yrkir um árstíðina, vorið, með sínum hætti: Vakna blóm við bæjarvegg. Bændum gildnar vömbin. Hrafninn tínir tittlingsegg. Tófan étur lömbin. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um vorbirtuna: Ríkir sól á himni há, horfið myrkur, flúin nótt. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 55 orð

Erlend áhrif | Í dag hefst landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags...

Erlend áhrif | Í dag hefst landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands, Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Minjasafns Austurlands og heimamanna á Austurlandi haldin á Eiðum. Þema ráðstefnunnar er erlend áhrif á Austurlandi. Meira
3. júní 2005 | Erlendar fréttir | 247 orð

ESB nálgist almenning

Haag. AFP. AP. | Hollensk stjórnvöld ætla að færa stefnu sína í málefnum Evrópusambandsins (ESB) nær vilja almennings í landinu, að því er fram kom í umræðum í hollenska þinginu í gær. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Fengu verðlaun sín afhent

Fjórir nemendur úr Flúðaskóla fengu afhent verðlaun sín í teiknimyndasamkeppni vegna alþjóðlega skólamjólkurdagsins við athöfn í grenndarskógi við Flúðir í fyrradag. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ferðasumarið hafið | Sumarið er hafið hjá ferðaþjónum á Ströndum...

Ferðasumarið hafið | Sumarið er hafið hjá ferðaþjónum á Ströndum. Vefurinn strandir.is miðar upphaf ferðasumarsins við sumaropnun Galdrasýningarinnar á Hólmavík og Sauðfjársetursins í Sævangi. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Framúrskarandi á heimsvísu

Magnea Katrín Þorvarðardóttir varð dúx frá Open University í Bretlandi í vor, í einu virtasta, en jafnframt fjölmennasta MBA-prógrammi í heiminum. Skólinn er einn stærsti fjarnámsskóli í heimi, með yfir 250.000 nemendur á um 200 námsbrautum. Meira
3. júní 2005 | Erlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Föngum sleppt

Ísraelsmenn slepptu um 400 palestínskum föngum úr haldi í gær, í samræmi við samkomulag leiðtoga þjóðanna um vopnahlé. Fangarnir voru fluttir með rútum á heimaslóðir sínar þar sem vandamenn og vinir tóku fagnandi á móti... Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 273 orð

Gerði enga tilraun til að sanna 130 milljóna kröfu

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær auglýsingastofuna Gott fólk ehf. til að greiða tveimur fyrrv. starfsmönnum stofunnar samtals um 3 milljónir vegna ógreiddra launa o.fl. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Gereyðingarvopn í röngum höndum stærsta ógnin

"STÆRSTA ógnin við okkar öryggi í dag er hættan af gjöreyðingarvopnum í höndum óábyrgra ríkisstjórna, útlagaríkja og hryðjuverkamanna," sagði Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, þegar hann setti ráðstefnu um áhrif NATO á útbreiðslu lýðræðis og... Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Hafró fyrsti viðskiptavinurinn

Neskaupstaður | Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom til hafnar í Neskaupstað árla í gærmorgun til að taka olíu. Er skipið hið fyrsta sem nýtt olíufélag, Íslensk olíumiðlun ehf., þjónustar í Neskaupstað og var 140 þúsund olíulítrum dælt um borð. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

Heilbrigðisráðherra veitti 12 gæðastyrki

JÓN Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hefur veitt tólf heilbrigðisstarfsmönnum gæðastyrki, samtals að upphæð 2,5 milljónir króna. Sótt var um styrk til 49 verkefna og hefur aldrei verið sótt um jafnmarga styrki. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 199 orð

Hellar og fylgsni þema sumarsins

Hafnarfjörður | Ratleikur Hafnarfjarðar hefur hafið göngu sína 10. sumarið í röð. Ratleikurinn er útivistarleikur sem gengur út á að finna ratleiksspjöld með hjálp ratleikskorts og frekari vísbendinga. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 1001 orð | 2 myndir

HS sækir um leyfi til rannsókna í Krýsuvík

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Helguvík | Hitaveita Suðurnesja hefur sótt um leyfi til iðnaðarráðuneytisins til að rannsaka möguleika á virkjun jarðgufu á þremur háhitasvæðum í nágrenni Krýsuvíkur. Meira
3. júní 2005 | Erlendar fréttir | 819 orð

Hæstaréttardómari sekur um vændiskaup

Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com Gautaborg. Morgunblaðið. | Miklar umræður eru nú um hæfi dómara við Hæstarétt Svíþjóðar eftir að einn þeirra, Leif Thorsson, hefur verið fundinn sekur um vændiskaup en þarf ekki að láta af störfum. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð

ÍAV bora sjótökuholur á Reykjanesi

Reykjanes | Hitaveita Suðurnesja hf. hefur samið við Íslenska aðalverktaka hf. um borun á sjótökuholum við Reykjanesvirkjun sem nú er í byggingu. ÍAV hefur ekki áður tekið að sér jarðborunarverkefni. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Konur í meirihluta í guðfræðinámi

SÍÐASTLIÐINN þriðjudag voru liðin 60 ár frá því að Geirþrúður Hildur Bernhöft lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands, fyrst íslenskra kvenna. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 128 orð

Kristinn sýnir Grindvíska sjómenn

Grindavík | Grindvískir sjómenn er heiti ljósmyndasýningar sem Kristinn Benediktsson ljósmyndari opnar í Saltfisksetrinu í Grindavík í dag. Sýningin er haldin í tengslum við sjómannadagshátíðina Sjóarann síkáta og stendur til 20. júní. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Kvöddu skólann með söng

NEMENDUR í skóla Ísaks Jónssonar kvöddu skólann sinn í vikunni eftir vetrarstarfið, og sungu tæplega 220 börn fyrir fjölda foreldra, ömmur og afa og kennara, í sólskini og blíðu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Lax náðist þó á land

Það fór svo að lokum að lax veiddist á fyrsta veiðidegi í Norðurá. María Anna Clausen, kaupmaður í Veiðihorninu, setti í laxinn um níuleytið á miðvikudagskvöldið í Raflínustreng á Munaðarnessvæðinu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð

LEIÐRÉTT

Haraldur er Johannessen Ranglega var farið með föðurnafn Haraldar Johannessen, aðstoðarmanns umhverfisráðherra, í myndatexta í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Mjólkursamlagshúsið hugsanlega friðað

Húsafriðunarnefnd ríkisins telur eðlilegast að Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi njóti staðbundinnar hverfisverndar. Meira
3. júní 2005 | Erlendar fréttir | 248 orð

Morð í Beirút

Beirút. AP. | Vel þekktur blaðamaður fórst af völdum bílsprengju í úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanons, í gærmorgun. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð

Mun fleiri karlar en konur eru blóðgjafar

ÞRISVAR sinnum fleiri karlar en konur gefa blóð reglulega hjá Blóðbankanum. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Nánast eins og í júní 1362

"HÚSIN eru nánast eins og þegar þau voru yfirgefin í júníbyrjun 1362," segir Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem hefur ásamt fleirum grafið upp bæjarstæði skammt frá Fagurhólsmýri á Suðausturlandi að undanförnu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Nefinu stungið í náttúruna

Fáskrúðsfjörður | Undanfarna daga hafa staðið yfir Vordagar í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Að þessu sinni var unnið með þema um náttúru landsins. Nemendum var skipt í hópa og í hverjum hóp voru börn frá 1. -10. bekk. Meira
3. júní 2005 | Erlendar fréttir | 675 orð | 1 mynd

Neyðarviðræður um framtíð stjórnarskrárinnar

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira
3. júní 2005 | Erlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Ólga í La Paz

La Paz. AP. | Þúsundir mótmælenda notuðu vegartálma í höfuðborg Bólivíu í gær til að krefjast þess að stjórnarskrá landsins verði endurrituð og að sveitarfélögin fái aukna sjálfstjórn. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 314 orð

Óskiljanlegt að sleppa öryggisbeltunum

ÖKUMENN þurfa að aka hægar, taka sér tíma til að spenna beltin og fullorðnum hjólreiðamönnum er bent á að höfuð þeirra er viðkvæmasti hluti líkamans, líka eftir að fullorðinsaldri er náð. Þetta eru í stuttu máli skilaboð Jóns S. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Óskýr lög um hvíldartíma leiða til sýknu

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær ökumann vöruflutningabíls því að hafa ekki virt lögboðinn hvíldartíma ökumanna og fyrir að hafa notað blað sem skráir niður aksturstímana lengur en í einn sólarhring. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

"Enn eitt dæmið um bútasaum R-listans"

Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is HANNA Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, segir ekki rétt sem fram kom í máli Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsráðs, í Mbl. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 1344 orð | 5 myndir

"Erum öll rosalega dofin"

Bílddælingar sem missa vinnuna um næstu mánaðamót eru slegnir en halda í vonina um að úr rætist, skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson frá Bíldudal. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða býst við allt að 60 manns á atvinnuleysisskrá. Það þýðir rúmlega 40% atvinnuleysi í 226 manna samfélagi. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

"Okkur hefur verið tekið með kostum og kynjum"

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, virðir hér fyrir sér ásamt forseta skoska þingsins, George Reid, hraunstein frá Þingvöllum sem Alþingi færði skoska þinginu að gjöf sl. haust. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 1509 orð | 4 myndir

"Stjórnvöld hlustuðu ekki á varnaðarorð"

Stjórnmálamenn og hagfræðingar, sem Björn Jóhann Björnsson ræddi við, segja vanda útflutningsgreinanna hafa verið fyrirséðan, þegar ákveðið var að ráðast í stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi og suðvesturhorninu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Samkomulag um samstarf við ýmis löggæsluverkefni

Bolungarvík | Sýslumennirnir í Bolungarvík, á Ísafirði, Hólmavík, Patreksfirði og í Búðardal sem jafnframt eru lögreglustjórar hver á sínum stað gengu frá samkomulagi um samstarf og sameiginleg verkefni á árlegum samráðsfundi sem að þessu sinni var... Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

Sigurrós Þorgrímsdóttir tekur sæti Gunnars

SIGURRÓS Þorgrímsdóttir tekur sæti Gunnars I. Birgissonar, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi næsta haust en Gunnar, sem tekur við embætti bæjarstjóra Kópavogs, fer í launalaust leyfi frá þingstörfum frá og með haustinu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var nýlega slitið í 131. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni. Brautskráðir voru 99 stúdentar að þessu sinni. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 251 orð | 2 myndir

Skólinn faðmaður

NEMENDUR Brekkuskóla, í 1. til 5. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð

Stefnir í metsölu á bílum

SALA á nýjum fólksbílum jókst um 55% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þessi aukning er ekki síst athyglisverð í ljósi þess að allt síðasta ár jókst bílasalan um 21,1% miðað við árið 2003. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 312 orð

Styrkir til rannsókna aukast en fjárveiting stendur í stað

RANNSÓKNIR við Háskóla Íslands hafa stóraukist á undanförnum árum og eru nú um 40% meiri en árið 1997, þrátt fyrir að fjárveiting til rannsókna hafi staðið í stað frá árinu 2000. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 167 orð

SUF varar við afnámi vaxtabóta

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna, SUF, sendi frá sér ályktun þar sem varað er við hugmyndum um afnám vaxtabótakerfisins. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 33 orð

Sýna bíl á postulínsbollum

BÍLL á postulínsbollum verður afhjúpaður í verslun Hjartar Nielsen í Smáralind í Kópavogi kl. 18. í dag, föstudag. Bíllinn er af gerðinni Audi A6. Verður hann til sýnis í Smáralind til 12.... Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Söngvar Edit Piaf á Austurlandi

Egilsstaðir | Þjóðleikhúsið bauð Austfirðingum upp á söngdagskrá úr sýningunni Edith Piaf í vikunni. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Tilfinningatorg á Hressó

ÍSLENDINGAR eru ekki þekktir fyrir að bera tilfinningar sínar á torg, en það býðst þeim einmitt að gera á morgun. Tilfinningatorg verður haldið í garði veitingastaðarins Hressó við Austurstræti kl. 14-18 og eru allir velkomnir. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð

Til starfa á ný

AGNES Bragadóttir, fréttastjóri viðskiptafrétta Morgunblaðsins, er komin til starfa á ritstjórn blaðsins á ný. Hún hefur verið í leyfi frá því í apríl vegna starfa í þágu Almennings ehf. og m.a. verið einn helzti talsmaður þess félags. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Tvíráin prófuð

Grafarvogur | Íþróttafélagið Fjölnir stóð fyrir Fjölnisdögum í vikunni þegar krökkum úr fjórða og fimmta bekk grunnskóla var boðið að koma og prófa ýmsar íþróttir hjá félaginu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð

Undirbúa tónleikaferð | Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og...

Undirbúa tónleikaferð | Strengjasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Fiðlukammerhópar skólans halda vortónleika sína næstkomandi mánudag, kl. 19.30, í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð

Úr bæjarlífinu

Ónæði af völdum hunda | Skrifstofu Snæfellsbæjar hafa borist kvartanir og ábendingar vegna hunda í bæjarfélaginu. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 42 orð

Valt í Kjálkafirði

BÍLVELTA varð á öðrum tímanum í gær í Kjálkafirði, austan við Flókalund, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Patreksfirði. Fjórir voru í bílnum og hlaut fólkið minni háttar meiðsl að því er lögregla segir. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Verkefnið sett af stað með formlegum hætti

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is "MEÐ þessu hefjum við í raun verk sem lengi hefur verið í umræðunni á Akureyri, byggingu menningarhúss," sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 334 orð

Viðhöfn dettur út

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is MATSNEFND á vegum Austurhafnar-TR ehf. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 367 orð | 2 myndir

Vikurinn varðveitti bæjarstæðið

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is FJÖGURRA metra þykkt vikurlag hefur varðveitt býlið Bæ, sem er skammt frá Fagurhólsmýri, í tæplega 650 ár, eða allt frá því að hann fór undir gos úr Öræfajökli árið 1362. Bjarni F. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð

Virkjanaréttur í hendur heimafólks

Skagafjörður | Félag sem stofnað hefur verið um uppbyggingu atvinnulífs og önnur framfaramál í Skagafirði hlaut nafnið Skagafjarðarhraðlestin. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 242 orð

Víða kaldasti maí í áratug

VEÐUR var óvenju þurrt og sólríkt um meginhluta landsins í maí, lengst af fremur svalt og næturfrost viðloðandi. Meðalhiti í Reykjavík var 5,7 stig og er það 0,6 stigum undir meðallagi. Þetta er kaldasti maímánuður í Reykjavík frá því 1993. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Vísindin í Húsdýragarðinum

Laugardalur | Verkefninu Vísindin snerta þig var hleypt af stokkunum í í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Meira
3. júní 2005 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Yfirvöld létu fólk hverfa í 11 löndum

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is AFTÖKUR án dóms og laga áttu sér stað í 47 löndum á árinu 2004 og í ellefu löndum létu yfirvöld fólk hverfa. Þetta kemur fram í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International (AI) sem kynnt var nýlega. Meira

Ritstjórnargreinar

3. júní 2005 | Staksteinar | 344 orð | 1 mynd

141 dags þögn Bush

Nicholas D. Kristof, dálkahöfundur New York Times, skrifar frá Nyala í Súdan fyrr í vikunni og veltir fyrir sér þögn George W. Bush Bandaríkjaforseta um þjóðarmorðið í Súdan. Meira
3. júní 2005 | Leiðarar | 490 orð

Stoppað í götin

Meirihluti skipulagsráðs Reykjavíkur hefur sett fram áhugaverðar hugmyndir um að bjóða út lóðir fyrir sérbýlishús í grónum hverfum borgarinnar. Meira
3. júní 2005 | Leiðarar | 310 orð

Verðugir verðlaunahafar

Eftir fyrstu veitingu íslenzku menntaverðlaunanna í fyrradag má fullyrða að þau þjóna vel þeim tilgangi, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlaði þeim er hann greindi frá því í áramótaávarpi sínu að hann hefði sett þau á stofn. Meira

Menning

3. júní 2005 | Bókmenntir | 314 orð | 1 mynd

Að nema land

eftir Finn Torfa Hörleifsson, Uppheimar. 2005 - 41 bls. Meira
3. júní 2005 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Angelina Jolie fegurst allra

DÖKKHÆRÐAR konur skutu ljóshærðum kynsystrum sínum ref fyrir rass á lista tímaritsins Harpers & Queen yfir fallegustu konur í heimi. Meira
3. júní 2005 | Leiklist | 388 orð | 1 mynd

Á villigötum áfengisins

Eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Leikstjóri: Eline McKay. Höfundur tónlistar og söngur: Ragnhildur Gröndal. Lýsing og sýningastjórn: Garðar Borgþórsson. Leikarar: Ingibjörg Reynisdóttir, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Hafnarfjarðarleikhúsið, miðvikudaginn, 1. júní kl. 20. Meira
3. júní 2005 | Dans | 303 orð

Danslist að hætti Tékka

Danshöfundur, dansari og búningahöfundur: Petra Hauerová. Ljósahönnun: Jirí Málek. Tónlist og hljóðhönnun: David Vrbík. Sviðsmynd og tölvulífgun: Vladimír 518. Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 250 orð | 1 mynd

Endanleg liðsskipan komin

Höskuldur Ólafsson hoskuldur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Singapore Sling heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Tónleikarnir eru þeir síðustu áður en hljómsveitin leggur upp í ferð til Englands og Skandinavíu til að spila fyrir þarlenda tónlistaraðdáendur. Meira
3. júní 2005 | Kvikmyndir | 141 orð | 1 mynd

Er þetta ást?

MYNDIN A Lot Like Love þykir vera svolítið öðruvísi rómantísk gamanmynd. Er þetta vinátta? Er þetta ást? Eða kannski hvort tveggja? Sagt er frá tveimur ungum og ólíkum persónum, sem lenda í ýmsu þegar kemur að tilhugalífinu og spannar sagan nokkur ár. Meira
3. júní 2005 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

FÓLK

Hljómsveitin Hudson Wayne hitar upp fyrir Antony and The Johnsons á tónleikum á Nasa 11. júlí nk. Miðasala gengur að sögn vel - um 300 miðar seldir. Hudson Wayne gefur út sína aðra plötu eftir helgi. Meira
3. júní 2005 | Leiklist | 430 orð

Fyndið leikrit í Flóanum

Höfundar: Ármann Guðmundsson, Hjördís Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Sýning í Þjórsárveri, 30. maí 2005 Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 384 orð | 1 mynd

Fyrst tökum við Danmörku, svo ...

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl. Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 472 orð | 1 mynd

Gríðarlega bjartsýnir

SÁLIN hans Jóns míns gefur út nýtt lag í dag og heldur jafnframt tónleika á Nasa í kvöld. "Við erum að gefa út nýtt lag á morgun. Þetta er þriðja smáskífan af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, sem kemur út næsta haust. Meira
3. júní 2005 | Fólk í fréttum | 517 orð | 4 myndir

Helstu sveitir landsins á stóru hátíðunum

NÚ eru aðeins rúmir tveir mánuðir í verslunarmannahelgina og eflaust eru margir þegar byrjaðir að skipuleggja þessa mestu skemmtana- og ferðahelgi ársins. Meira
3. júní 2005 | Fólk í fréttum | 74 orð | 1 mynd

Hélt Timberlake framhjá?

FULLYRT er í erlendum götublöðum að Justin Timberlake hafi haldið framhjá sinni heittelskuðu Cameron Diaz. Viðhaldið er sagt vera Janet Jackson. Þetta á að hafa gerst á meðan tökur stóðu yfir á hinni nýju mynd Justins Alpha Dog . Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 176 orð | 1 mynd

Hjálmar í Hveró

ÍSLENSKA reggísveitin Hjálmar verður með tvenna tónleika um helgina. Tónleikar Hjálma hafa þótt vel heppnaðir og nýtur sveitin, sem var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum, mikilla vinsælda. Meira
3. júní 2005 | Kvikmyndir | 398 orð | 1 mynd

Kamarmenning og vestrænt frelsi

Leikstjórn og handrit: Grímur Hákonarson. Leikendur: Valdimir Kulhavy, Zuzana Huvkova, Roman Skoda. Kvikmyndataka: Mart Tamiel. Axman Production. 15 mín. Ísland/Eistland/Tékkland. 2004. Meira
3. júní 2005 | Myndlist | 476 orð | 1 mynd

Leikhúsdraugurinn

Gjörningurinn stendur yfir frá 14-17 og 20-22 alla daga vikunnar. Lokið 5. júní. Meira
3. júní 2005 | Bókmenntir | 114 orð | 1 mynd

McCartney semur barnabók

SIR Paul McCartney, einn farsælasti tónlistarmaður sögunnar og fyrrum Bítill, skrifaði í gær undir samning um útgáfu barnabókar. Bókin mun heita á frummálinu: High in the Clouds: An Urban Furry Tail . Bókin er væntanleg í október næstkomandi. Meira
3. júní 2005 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

McQueen hannar fyrir Puma

BRESKI hönnuðurinn Alexander McQueen hefur skrifað undir samning um að hanna nýja skólínu fyrir Puma. Ekki er búið að gefa línunni nafn en hún verður kynnt til sögunnar á tískuviku í London í september og kemur í verslanir vorið 2006. Meira
3. júní 2005 | Fjölmiðlar | 151 orð | 1 mynd

Ótrúlegt en satt

ALLIR er spenntir fyrir hinu einstaka og þeim sem skera sig frá fjöldanum á einn eða annan hátt, með atgervi sínu, háttalagi eða gjörðum. Ripley's Believe it or Not! Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 295 orð | 1 mynd

"Hræðilega hvítur"

AÐSTANDENDUR Live 8-góðgerðartónleikanna hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að bjóða ekki fleiri svörtum listamönnum að vera með. Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 551 orð | 1 mynd

Rökfræði tónsmíða ólík rökfræði hljóðfæraleiks

Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is "TÓNSKÁLD eiga að spila meira á hljóðfæri og hljóðfæraleikarar eiga að gera meira af því að semja. Meira
3. júní 2005 | Myndlist | 612 orð | 3 myndir

Sumaropnun í Bergvík

Það logar í ofnunum og bráðið gler er hönduglega meðhöndlað í Gler í Bergvík, glerverkstæðinu á Kjalarnesi þar sem Sigrún Einarsdóttir ræður ríkjum. Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 188 orð | 1 mynd

Sumir eru lánlausir

HANN er harður heimur, tónlistarheimurinn. Því hafa drengirnir í bresku hljómsveitinni Doves fengið rækilega að kynnast. Meira
3. júní 2005 | Tónlist | 228 orð | 1 mynd

Syngur á fimm tónleikum um helgina

Hildur Vala Idol-stjarna gerir aðra tilraun til að halda útgáfutónleika nú á sunnudaginn í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera seinustu helgi en þá fékk Hildur Vala flensu og því var þeim frestað. Meira
3. júní 2005 | Myndlist | 403 orð | 1 mynd

Túristakómedía og nostalgía

Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sýningin stendur til 5. júní. Meira

Umræðan

3. júní 2005 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Almenningur, nú stöndum við saman aftur!

Jónína Benediktsdóttir fjallar um viðskiptablokkir: "Ég vil hvetja Sigríði Dögg Auðunsdóttur til þess að sýna þann styrk að draga upp alla myndina af ráninu á Búnaðarbankanum." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 1959 orð | 1 mynd

Athyglisbrestur, ofvirkni og rítalín

Eftir Ingibjörgu Karlsdóttur: "Athyglisbrestur og ofvirkni er ekki skilgreint sem fötlun á Íslandi, þess vegna er tilviljanakennt hvaða þjónusta er í boði..." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 782 orð | 2 myndir

Blankir krakkar eru líka krakkar

Starfskonur hjá Fjölskylduhjálp Íslands kynna bókhald yfir starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands árið 2004: "Nú er verið að safna fjármunum til handa börnum frá efnalitlum heimilum því blankir krakkar eru líka krakkar." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd

Borgaryfirvöld bregðast Námsflokkunum

Kolbeinn Óttarsson Proppé fjallar um Námsflokkana: "Að vera ekki búin að gera ráðstafanir um hvað verður um það góða starf sem þar var unnið er forkastanlegt." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 403 orð

Erfðaréttur eða hagkvæmni?

ÉG ER að venjast fréttum af uppsögnum og fylgjandi góðgerðarstarfsemi í sjávarplássum í kringum landið. Það læðist að mér sá illi grunur að þetta séu ekki endilega "selvfölgeligheder". Meira
3. júní 2005 | Bréf til blaðsins | 453 orð

Group-þjóðfélagið!

Frá Rúnari Kristjánssyni: "ÍSLENSKA lýðveldið er orðið að óhreinum leikvangi kauphallarbraskara og markaðsmanna. Það er ófögur sviðsmynd sem blasir við og hún er örugglega langt undir þeim væntingum sem þjóðin gerði sér um framtíðina hinn 17. júní 1944." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Hvað gerði háskólanám með vinnu fyrir mig?

Valdimar Aðalsteinsson fjallar um háskólanám: "...mæli ég með þessu námi fyrir alla sem eru í rekstri en hafa ekki viðskiptafræðimenntun." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Kvikmyndafræði við Háskóla Íslands hleypt af stokkunum

Oddný G. Sverrisdóttir segir frá nýrri námsgrein við Háskóla Íslands: "Sú ákvörðun Samskipa að taka þátt í uppbyggingu nýrrar námsbrautar við Háskóla Íslands markar tímamót, því að þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki styður með þessum hætti kennslu í hugvísindum." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Stoltir Íslendingar á vit ævintýra

Jóhanna M. Oppong skrifar um samskipti Íslendinga og innflytjenda: "Tengsl milli einstaklinga, Íslendinga annars vegar og innflytjenda hins vegar, gætu orðið grunnur að góðri vináttu sem myndi í raun opna dyr þeirra að landi og þjóð." Meira
3. júní 2005 | Aðsent efni | 598 orð | 1 mynd

Vegið að vanheilum

Magnús Skúlason fjallar um örorkubótaþega: "Þessi sleggjudómur er ósanngjarn og óheppilegur í alla staði." Meira
3. júní 2005 | Velvakandi | 289 orð | 2 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Þrengsli og óþægindi í flugvélum VIÐ hjónin erum í þeim hópi eldri borgara sem ferðast mikið og komum við frá Krít 23. maí með flugvél Icelandair. Meira

Minningargreinar

3. júní 2005 | Minningargreinar | 5829 orð | 1 mynd

BJÖRN AÐILS KRISTJÁNSSON

Björn Aðils Kristjánsson fæddist í Hvammi í Laxárdal í A-Hún. 15. febrúar 1924. Hann lést á heimili sínu að morgni hins 25. maí síðastliðins. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi og síðar verslunarmaður á Skagaströnd, f. 11.3. 1896, d. 3.11. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 849 orð | 1 mynd

HELGA SVEINSDÓTTIR

Helga Sveinsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 10. mars 1916. Hún lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík að morgni 11. maí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Víkurkirkju 21. maí. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 1708 orð | 1 mynd

JOCHUM MAGNÚSSON

Jochum Magnússon, kennari, fæddist á Akureyri 9. maí 1949. Hann andaðist á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö í Svíþjóð 1. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Júlíu Jónsdóttur húsfreyju, f. 29.5. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 2907 orð | 1 mynd

KRISTJÁN ÞORLEIFSSON

Kristján Þorleifsson fæddist í Reykjavík 18. október 1939. Hann lést skyndilega og óvænt um borð í bát sínum vestur í Ísafjarðardjúpi 27. maí síðastliðinn. Kristján er sonur hjónanna Jóhönnu Guðmundsdóttur, f. 27.12. 1916, d. 26.3. 1975, og Þorleifs S. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 1297 orð | 1 mynd

LEIFUR EINARSSON

Leifur Einarsson fæddist á Geithellum í Álftafirði 22. desember 1955. Hann lést á heimili sínu í Svöluhrauni 19 í Hafnarfirði mánudaginn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Laufey Karlsdóttir, f. 24.3. 1912, d. 4.6. 1994, og Einar Jóhannsson, f. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 1283 orð | 1 mynd

MARGRÉT H. RANDVERSDÓTTIR

Margrét Hólmfríður Randversdóttir fæddist á Grund í Eyjafirði 3. mars 1928. Hún andaðist á gjörgæsludeild FSA 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigurðardóttir, f. 8.4. 1903, d. 6.9. 1998, og Randver Guðmundsson, f. 29.9. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 333 orð | 1 mynd

MARÍA ÁGÚSTA BENEDIKZ

María Ágústa Benedikz fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 27. maí. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

MARTEINN GUÐJÓNSSON

Marteinn Guðjónsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. maí 1924. Hann lést 30. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðjóns P. Valdasonar frá Steinum undir Eyjafjöllum, f. 4. október 1893, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 4970 orð | 1 mynd

ODDNÝ INGIMARSDÓTTIR

Oddný Friðrikka Ingimarsdóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 1. júní 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fimmtudaginn 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingimar Baldvinsson, bóndi og póst- og símstöðvarstjóri á Þórshöfn (f.... Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 3062 orð | 1 mynd

RAGNA ÁGÚSTSDÓTTIR

Ragna Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 2. maí 1921. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristín Þorláksdóttir, f. 27. september 1899, d. 12. febrúar 1937, og Marel Ágúst Friðriksson, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 1257 orð | 1 mynd

SESSELJA ÓLAFSDÓTTIR

Sesselja Ólafsdóttir fæddist á Klömbrum í Vesturhópi 10.10. 1912. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 24.5. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marsibil Teitsdóttir, f. 10.6. 1883, d 30.1. 1974, og Ólafur Ólafsson, f. 1.4. 1890, d 6.4. 1985. Meira  Kaupa minningabók
3. júní 2005 | Minningargreinar | 841 orð | 1 mynd

STEFÁN HAUKUR EINARSSON

Stefán Haukur Einarsson fæddist á Akureyri hinn 6. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Stefán Stefánsson frá Möðrudal á Efra Fjalli, f. 28.5. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

3. júní 2005 | Sjávarútvegur | 303 orð | 1 mynd

Frekari samþjöppun í sjávarútvegi

REKSTRARUMHVERFI sjávarútvegsins mun leiða til frekari samþjöppunar í sjávarútvegi, að mati Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hann á þó ekki von á að kvótaþakið svokallaða verði hækkað á næstunni. Meira
3. júní 2005 | Sjávarútvegur | 136 orð | 1 mynd

Sjómannadagsblað Austurlands komið út

ELLEFTI árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands er kominn út. Meira

Viðskipti

3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Hlutabréf Skandia of dýr

SÉRFRÆÐINGAR alþjóðalega fjárfestingarbankans JP Morgan telja að sænska tryggingafélagið Skandia sé of hátt metið og mæla þeir með því að hlutabréf í félaginu séu undirvoguð í eignasafni, eða seld. Meira
3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Íslandsbanki í kauphöllina í Osló

ÍSLANDSBANKI verður í dag fullgildur aðili að kauphöllinni í Osló samkvæmt frétt á vefsetri norska blaðsins Dagens Næringsliv . Meira
3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 145 orð | 1 mynd

Lyf og heilsa kaupir verslunarrekstur Össurar

LYF OG HEILSA hefur keypt rekstur verslunar Össurar hf. í Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Er sagt frá þessu í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Meira
3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 71 orð | 1 mynd

Mest verslað með bréf Íslandsbanka

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu liðlega 2,1 milljarði króna. Viðskipti með hlutabréf losuðu um einn milljarð króna, þar af var 381 milljón með bréf í Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% í og er 4.060 stig. Meira
3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 289 orð | 2 myndir

Samstarf við kauphöllina í London æskilegt

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands segir í samtali við Morgunblaðið að vissulega sé hægt að ná góðum samlegðaráhrifum af samstarfi norrænu kauphallanna og kauphallarinnar í London. Meira
3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Sigurjón hættir hjá Medcare

SIGURJÓN Kristjánsson, aðstoðarforstjóri Medcare, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og ráðast í stofnun nýs frumkvöðlafyrirtækis á sviði svefnrannsókna að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Meira
3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 217 orð | 1 mynd

Spá allir hækkun stýrivaxtanna

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is TILKYNNT verður um stýrivexti næstu þriggja mánaða í dag er Peningamál Seðlabankans koma út. Greiningardeildir bankanna spá því að Seðlabankinn hækki stýrivextina um 0,25-0,5%. Meira
3. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Vöruflutningur eykst um 40%

VÖRUINNFLUTNINGUR, án skipa og flugvéla, nam um 24 milljörðum í maí samkvæmt Vefriti fjármálaráðuneytisins. Að raungildi er þetta tæplega 40% aukning frá maí á síðasta ári og skýrist af auknum innflutningi flutningatækja og hrá- og rekstrarvöru. Meira

Daglegt líf

3. júní 2005 | Daglegt líf | 733 orð | 1 mynd

Auðvelt að gera útivist að hversdagslegum þætti í sínum lífsstíl

"Við sækjum oft vatnið yfir lækinn í þessum efnum og eigum það til að keyra langar leiðir til að stunda útivist í staðinn fyrir að skoða okkar nánasta umhverfi," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fjölmiðlamaður og höfundur Útivistarbókarinnar sem... Meira
3. júní 2005 | Daglegt líf | 315 orð | 2 myndir

Dásamlegur dagur á Þingvöllum

Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Samlokur og bökur eru dæmigert breskt nesti í lautarferðum," segir Paul Newton, verslunareigandi í Pipar og salt. Meira
3. júní 2005 | Daglegt líf | 446 orð | 3 myndir

Langar að grilla fyrir Íslendinga

Hún Dollý á veitingastaðnum Blue Sky í portúgalska bænum Albufeira býður m.a. upp á afrískan karríkjúklingarétt, sem hún gaf Jóhönnu Ingvarsdóttur uppskrift að. Meira
3. júní 2005 | Neytendur | 287 orð | 1 mynd

Ráðleggingar fyrir grillara

MEÐ hækkandi sól og hlýnandi veðri fjölgar grillmáltíðum landans að jöfnu, og minnir bragðið af glóðarsteiktu kjöti með fersku grænmeti efalítið á sumarið í hugum margra. Meira

Fastir þættir

3. júní 2005 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli . Fimmtugur er í dag, 3. júní, Hermann Ottósson...

50 ÁRA afmæli . Fimmtugur er í dag, 3. júní, Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri hjá Útflutningsráði Íslands, Mánabraut 9, Kópavogi. Hann er að heiman í... Meira
3. júní 2005 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Á morgun, 4. júní, er sextugur Sæmundur Kristjánsson...

60 ÁRA afmæli . Á morgun, 4. júní, er sextugur Sæmundur Kristjánsson, Álfhólsvegi 43a, Kópavogi. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 15-18 á Hótel Loftleiðum,... Meira
3. júní 2005 | Árnað heilla | 57 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli . Sunnudaginn 5. júní n.k. verður Hjörleifur Guðnason frá...

80 ÁRA afmæli . Sunnudaginn 5. júní n.k. verður Hjörleifur Guðnason frá Oddsstöðum, Vestmannaeyjum, 80 ára. Af því tilefni taka hann og eiginkona hans, Inga Halldórsdóttir , á móti gestum í Akogeshúsinu Vestmannaeyjum þann dag frá kl. 17-21. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 81 orð | 1 mynd

Bjartir dagar

Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1. - 16. júní Kl. 19.30 Opnunarkvöld Gamla bókasafnsins við Mjósund. Gamla bókasafnið mun eins og fyrri ár taka virkan þátt í Björtum dögum og hefst dagskrá þar með Jazzkvöldi. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 25 orð

Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér...

Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Róm. 15, 15, 13.) Meira
3. júní 2005 | Í dag | 113 orð | 1 mynd

Heckman fyrir harða

Gaukur á Stöng | Unnendur danstónlistar og þá einkum hörðustu teknótónlistarunnendur fá heilmikið fyrir sinn snúð á Gauknum í kvöld. Þar mun troða upp og leika listir sína Þjóðverjinn Thomas P. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 466 orð | 1 mynd

Hleypir lífi í miðbæinn

Sigurður Flosason tónlistarmaður er fæddur þann 22. janúar árið 1964 í Reykjavík. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1983. Sigurður lauk BA-gráðu í tónlist frá Indiana University árið 1986. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Hljómblær víólunnar

HANS Jóhannsson fiðlusmíðameistari verður með fyrirlestur um hljómblæ víólunnar í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, í dag kl. 9 árdegis. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 90 orð | 1 mynd

Jöklasýning á Höfn

NÝ og endurbætt Jöklasýning, ÍS-land, verður opnuð á Höfn í Hornafirði í dag. Af því tilefni verður móttaka í Nýheimum á Höfn kl. 14:00. Um klukkustund síðar opnar Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sýninguna. "Björn G. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 250 orð | 1 mynd

KFL Group opnar sýningu í Gamla Kaupfélagshúsinu

Í KVÖLD kl. 20 verður mikið um að vera í Gamla Kaupfélagshúsinu í Hafnarfirði en þar opnar sýning í tengslum við Bjarta daga sem standa yfir í Hafnarfirði. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 54 orð

Listahátíð í Reykjavík 14. maí - 6. júní

Ýmir kl. 20:00 Tónleikar með Garth Knox víóluleikara og víóluleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands verða á Listahátíð í samvinnu við Víólufélag Íslands. Á tónleikunum verða m.a. Meira
3. júní 2005 | Viðhorf | 816 orð | 1 mynd

Múrar eru víða

Daginn sem unglingarnir frá Kína rákust á múra frelsisins á Íslandi var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, staddur í opinberri heimsókn í heimalandi þeirra og skoðaði annars konar múr - Kínamúrinn sögufræga. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 132 orð | 1 mynd

"Horfnir veðurvitar"

ÁSTÞÓR Jóhannsson opnar sýningu á vatnslitamyndum í Norska húsinu Stykkishólmi á morgun kl. 15. Ástþór er grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Meira
3. júní 2005 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. O-O Bg7 5. He1 e5 6. Bxc6 dxc6 7. d3 De7 8. a3 Rf6 9. b4 Rd7 10. Rbd2 O-O 11. Rc4 Rb6 12. Re3 Hd8 13. Bd2 Ra4 14. De2 b5 15. g4 cxb4 16. axb4 c5 17. Kh1 cxb4 18. Hg1 Rc3 19. Df1 Kh8 20. Rf5 gxf5 21. gxf5 Bb7 22. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 62 orð

Sýningu lýkur

SÝNINGUNNI Í hlutanna eðli - stefnumót lista og minja á Árbæjarsafni lýkur sunnudaginn 5. júní. "Sýningin er farandsýning sex myndlistarmanna sem allir vinna jafnframt á minjasöfnum. Meira
3. júní 2005 | Í dag | 144 orð | 1 mynd

Útskriftartónleikar Ásdísar og Auðbjargar haldnir í Salnum

TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar útskrifar tvo söngnemendur með áttunda stig nú í vor. Það eru Ásdís Haraldsdóttir sópran og Auðbjörg Agnes Gunnarsdóttir mezzósópran. Tónleikarnir verða í Salnum Kópavogi í dag kl. 18:00. Meira
3. júní 2005 | Fastir þættir | 270 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Morgunblaðið greindi í gær frá trampólín-æðinu sem gengur yfir Reykjavík. Víkverji kannast við fyrirbærið; í hans hverfi er trampólín í u.þ.b. fimmta hverjum garði þessa dagana. Meira

Íþróttir

3. júní 2005 | Íþróttir | 61 orð

Ásdís nærri Íslandsmeti

ÁSDÍS Hjálmsdóttir hjó nærri eigin Íslandsmeti í spjótkasti þegar hún þeytti spjóti 57,05 m á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær. Þetta er aðeins 5 sentímetrum frá metinu sem hún setti á síðasta laugardag. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 464 orð

Duncan óstöðvandi með Spurs

SAN Antonio Spurs er komið í lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Phoenix Suns, 101-95, í fimmta leik liðanna á miðvikudag í Phoenix. San Antonio hafði þar með betur í lokaúrslitum Vesturdeildar með fjórum sigrum gegn einum. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 448 orð

Fjórði sigur Breiðabliks

BREIÐABLIK vann sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum þegar Þórsarar voru heimsóttir á Akureyri í gærkvöld. Lokatölur urðu 3:1 gestunum í hag; í leik þar sem jafnræði var með liðunum lengst af. Markalaust var að loknum fyrri hálfleik. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 507 orð | 1 mynd

* GUÐMUNDUR Stephensen , borðtenniskappi, tapaði fyrsta leik sínum í...

* GUÐMUNDUR Stephensen , borðtenniskappi, tapaði fyrsta leik sínum í einliðaleik á Smáþjóðaleikunum í gær, 2:3, fyrir Andrezei Makowski , frá Möltu en vann næstu fjóra, gegn Patrick Rodriguez frá Andorra , Kýpurbúanum Kiril Talavanov , Mike Bast frá... Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 64 orð

Heimir til Eyjamanna

HEIMIR Guðmundsson, knattspyrnumaður úr FH, hefur verið lánaður til ÍBV út þetta tímabil. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* HELENA Árnadóttir , landsliðskona í golfi, hefur gengið til liðs við...

* HELENA Árnadóttir , landsliðskona í golfi, hefur gengið til liðs við Golfklúbb Reykjavíkur . Helena er 21 árs frá Akureyri og stundar sálfræðinám við University of St. Andrews í Skotlandi . Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 478 orð

IHF vill forkeppni fyrir ÓL 2008

ALÞJÓÐA handknattleikssambandið, IHF, hefur í hyggju að halda undankeppni í júní 2008 fyrir Ólympíuleikana sem fara fram þá um sumarið í Peking. Í keppninni verði leikið um helming þeirra sæta sem í boði verða í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 19 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Evrópukeppni 21-árs landsliða: Víkin: Ísland - Ungverjaland 18 1. deild kvenna B: Akureyrarv.: Þór/KA/KS - Leiknir F. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 190 orð

Jakob Örn samdi við Bayer Leverkusen

JAKOB Örn Sigurðarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur gert eins árs samning við þýska 1. deildarliðið Bayer Giant Leverkusen en félagið er eitt af stærstu félagsliðum Þýskalands í körfuknattleik. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 138 orð

Keflavík byrjar bikarvörn í Grafarvogi

KEFLVÍKINGAR hefja vörn bikarmeistaratitilsins í knattspyrnu með því að sækja heim 1. deildarlið Fjölnis. Liðin mætast í Grafarvogi 19. eða 20. júní en þá verður 3. umferð bikarkeppninnar, VISA-bikarsins, leikin. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 108 orð

Landsliðshópur Ungverja

LANDSLIÐSHÓPURINN sem Ungverjar tefla fram gegn Íslendingum á morgun er þannig skipaður: Markverðir: Gábor Király (Crystal Palace), Balázs Rabóczki (FC Köbenhavn), Márton Fülöp (Tottenham). Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 162 orð

Ólöf María náði sér ekki á strik

ÓLÖF María Jónsdóttir lauk fyrsta keppnisdegi á Opna ítalska meistaramótinu, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi, á 5 höggum yfir pari vallar en Ólöf María lék á 77 höggum í gær, fyrri 9 holurnar á 41 höggi og 36. Hún er þar með í 110. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

"Raunhæft að krefjast sigurs í báðum leikjum"

LANDSLIÐSMAÐURINN Gylfi Einarsson gekk til liðs við enska 1. deildarfélagið Leeds United skömmu fyrir áramót og lék með því síðari hluta keppnistímabilsins í ensku knattspyrnunni. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 585 orð | 1 mynd

"Verðum að vera grimmari"

EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Englandsmeistara Chelsea, sagði við Morgunblaðið í gær að hann væri vongóður fyrir leikina tvo sem framundan eru gegn Ungverjalandi og Möltu, þrátt fyrir slæmt gengi í... Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

"Viljum og eigum að gera betur"

LOGI Ólafsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sagði menn vera tilbúna í slaginn og staðráðna í að gera betur í leikjunum tveimur gegn Ungverjalandi og Möltu en í hinum fimm leikjunum sem búnir eru í forkeppninni. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 205 orð

Tennisleikur ársins í París

MIKIL eftirvænting ríkir vegna undanúrslita karla á Opna franska meistaramótsinu í tennis sem fram fer í París í dag en þar mætast ungstirnin Roger Federer, 23 ára Svisslendingur, og Rafael Nadal, 19 ára Spánverji. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 302 orð

úrslit

KNATTSPYRNA 1. deild karla Þór - Breiðablik Steinn Símonarson 76.,vítasp. - sjálfsmark 69., Olgeir Sigurgeirsson 81. , 85., bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum. Staðan: Breiðablik 44007:212 Víkingur R. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 157 orð

Viking í UEFA-bikarinn vegna prúðmennsku

NORSKA liðið Viking í Stavanger, sem Hannes Þ. Sigurðsson leikur með, fær þátttökurétt í UEFA-bikarnum í sumar vegna prúðmennsku leikmanna liðsins inni á vellinum. Meira
3. júní 2005 | Íþróttir | 446 orð | 1 mynd

Þrettán ár frá sigrinum í Búdapest

Í DAG eru liðin nákvæmlega þrettán ár frá einum óvæntasta og jafnframt fræknasta sigri íslenska landsliðsins í knattspyrnu - þegar Ungverjar voru lagðir að velli í Búdapest, 2:1, í undankeppni HM. Þetta gerðist 3. Meira

Bílablað

3. júní 2005 | Bílablað | 81 orð | 1 mynd

55% meiri bílasala

TOYOTA stefnir hraðbyri að sömu markaðshlutdeild og merkið hefur haft undanfarin ár hérlendis, eða nálægt 26-27% af markaðnum. Núna er markaðshlutdeildin 24,6% og hefur fyrirtækið selt 1. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 871 orð | 11 myndir

Aldrei meira framboð mótorhjóla

Aldrei hefur meira verið flutt inn af mótorhjólum til landsins en einmitt þessa dagana. Samkvæmt samantekt tímaritsins Bílar og sport voru 573 mótorhjól og torfærutæki komin til landsins 15. apríl og um 100 stykki í viðbót væntanleg. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 166 orð

Askja fyrirmyndarfyrirtæki VR

ÁRLEGA gerir Verslunarmannafélag Reykjavíkur, VR, könnun á því hjá hvaða fyrirtækjum starfsmönnum þykir best að starfa. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 115 orð | 1 mynd

Audi A6 kjörinn bestur 4x4-lúxusbíla

AUDI A6 quattro er besti bíllinn með drifi á öllum hjólum árið 2005 í flokki lúxusbíla. Í öðru sæti varð svo Audi A8 quattro. Þessi varð niðurstaða lesenda þýska bílablaðsins Auto bild alles allrad. Rúmlega 34.000 lesendur tóku þátt í könnuninni. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 227 orð | 3 myndir

Blautklútar fyrir bílinn

SALA á blautklútum til hreingerninga á heimilum og við persónulegt hreinlæti hefur rutt sér til rúms hér á landi sem annars staðar. Nú er einnig farið að bjóða upp á blautklúta fyrir hreinsun á bílum til þæginda fyrir bíleigendur. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 677 orð | 2 myndir

DSG-skipting dregur enn frekar úr dísileyðslu

VOLKSWAGEN hefur þróað DSG-skiptingu sem tryggir góða snerpu og snöggar gírskiptingar. Þessar skiptingar eru t.d. boðnar í Golf, þ.ám. nýjum GTI, (sjá reynsluakstur á GTI í Bílablaðinu 1. apríl sl.). Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 632 orð | 1 mynd

Eins og Buick meðal hjóla

Akureyringarnir Baldvin Ringsted og Stefán Finnbogason hafa verið þungt haldnir af mótorhjóladellu frá unga aldri. Þeir aka báðir á CBX og hafa að auki nýlega flutt inn nokkur slík hjól til viðbótar. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 456 orð | 2 myndir

Eins og sex malandi kettlingar

Sumir halda því fram að til séu tvær tegundir bifhjólamanna, þeir sem hafa unun af því að þenja tæki sín til hins ýtrasta og svo hinir sem leggja meira upp úr útlitinu og finnst mest um vert að vita af því að horft sé á þá öfundaraugum. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 403 orð | 2 myndir

Ekið á Reo Studebaker eftir minni

Á fyrstu árum bíla á Íslandi léku vörubílar stórt hlutverk í samgöngum og til að létta undir með flutninga ýmiskonar. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 1106 orð | 2 myndir

Er tvígengishjólið dautt?

FJÓRGENGISBYLGJAN er að tröllríða mótorhjólasportinu. Enduróhjól, crosshjól og nú klifurhjól eru í auknum mæli komin með fjórgengisvélar. En hver er staða tvígengishjóla í dag? Eru lífdagar þeirra e.t.v. senn taldir? Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 171 orð | 2 myndir

Fjögurra manna borgarbíll frá Hyundai

HUGMYNDABÍLLINN HED-1 frá Hyundai hefur vakið verðskuldaða athygli á bílasýningunum í Evrópu að undanförnu, enda um margt nýstárlegur. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 843 orð | 5 myndir

Fullbúinn en á hagstæðu verði

KIA Sorento, millistóri borgarjeppinn frá s-kóreska framleiðandanum, telst vart lengur vera nýr á markaði. Hann kom fyrst á markað árið 2002 en hefur raunar nánast alla tíð verið illfáanlegur hérna vegna mikillar eftirspurnar ytra. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 431 orð | 3 myndir

Fæst hann í svörtu?

15. júní næstkomandi verður frumsýnd nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn. Myndin var að nokkru leyti tekin upp hér á landi en fæstir hafa ennþá séð hið undarlega ökutæki sem söguhetjan notar. Smíðaðir voru fjórir Leðurblökubílar fyrir kvikmyndina og kostaði hver þeirra 110 milljónir króna. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 192 orð

GM og Toyota í náið samstarf?

FUJIO Cho, yfirmaður Toyota, hefur lýst því yfir að ráðlegt væri að hækka verð á bílum í Bandaríkjunum sem gæti dregið úr erfiðleikum GM á heimamarkaði. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 90 orð

Hitað upp fyrir Turkey Run

ÁTTUNDA árið í röð verður hópferð á Turkey Run, Daytona Beach Florida, sem er ein stærsta fornbílasýning í Bandaríkjunum. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 222 orð | 1 mynd

Hummer til útleigu í Skeifunni

BÍLALEIGA Akureyrar í Skeifunni hefur hafið útleigu á Hummer H2, fyrst bílaleigna í landinu. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 501 orð | 7 myndir

Husqvarna sigraði á Klaustri

Um síðustu helgi var eitt allra stærsta akstursíþróttamót landsins haldið á Kirkjubæjarklaustri. Um 400 keppendur frá 4 löndum komu saman til að keppa í þolakstri á torfæruhjólum en áætlað er að í heild hafi hátt í tvö þúsund manns mætt á svæðið. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 833 orð | 1 mynd

Kunna allir bílstjórar örugglega að keyra?

ÝMSAR reglur eru í gildi er varða akstur ökutækja hér á landi. Til að fá réttindi til að aka vélknúnum ökutækjum þarf að standast bæði skriflegt og verklegt próf. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 1189 orð | 6 myndir

Lexus RX400h - tvinnjeppi sem virkar

Lexus kynnti í síðustu viku RX400h borgarjeppann í Aþenu í Grikklandi. RX400h er fyrsti borgarjeppinn með tvinnvél, þ.e.a.s. bæði bensínvél og rafmagnsmótorum. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 187 orð | 1 mynd

Með umboð fyrir GAZ-bíla

BÍLASALAN Hraun í Hafnarfirði hefur hafið innflutning á rússneskum Gazella vinnuflokka- og sendibílum. Fyrstu tveir bílarnir eru komnir til landsins og að sögn Rafns Guðjónssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, verður bíllinn á góðu verði. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 90 orð

Megane söluhæstur í Evrópu

Renault Megane, Ford Focus og Volkswagen Golf skipa þrjú efstu sætin á lista söluhæstu bíla Evrópu, Megane með 4,5% markaðshlutdeild, Focus með 4,0% og Golf með 3,5%. Þennan árangur Megane má m.a. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 171 orð | 1 mynd

Risapallbílar úr tísku

MARKAÐSHLUTDEILD stóru bílafyrirtækjanna GM og Ford í Bandaríkjunum hélt áfram að rýrna í nýliðnum maímánuði. Sala nýrra bíla hjá Ford dróst saman um 3,9% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra og hjá GM dróst hún saman um 4,4%. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 344 orð | 2 myndir

Sérhannað bílasölusvæði við Klettháls

STÆRSTA sérhannaða bílasölusvæðið á Íslandi, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, er risið við Klettháls í Reykjavík. Svæðið er athyglisverð nýjung fyrir okkur Íslendinga. Það er hannað og teiknað af E.S. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 548 orð | 3 myndir

Verður bíll einhvern tímann ónýtur?

BÍLLINN, Mercedes-Benz 180, 1955 árgerð, var upphaflega fluttur inn nýr fyrir konu sem hét Olga Magnúsdóttir. Hafði hún fengið mænuveiki um fermingu og uppskar lömun í fótum, þá sérstaklega þeim vinstri. Meira
3. júní 2005 | Bílablað | 120 orð | 2 myndir

Von á nýjum Grand Vitara

HUGMYNDABÍLLINN X2 er orðinn að Suzuki Escudo, sem er nafnið á Suzuki Grand Vitara línunni í Japan. Þetta þýðir að vænta má að þessi bíll leysi einnig Grand Vitara af hólmi hérlendis innan tíðar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.