Greinar þriðjudaginn 12. desember 2006

Fréttir

12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 665 orð | 1 mynd

Allur gangur á því hvenær laxinn tók - en hann tók alltaf

Á aðventunni birtast nýjar vörur fyrir veiðimenn. Meðal nýjunga eru bókin Laxaflugur og mynddiskurinn Svona tekur laxinn . Þá er Veiðikortið 2007 komið í verslanir. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Alvarlegar hótanir til lögreglunnar

LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa borist alvarlegar hótanir í kjölfar þess að maður í vörslu hennar fékk hjartastopp og lést fyrir skömmu. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Aukin notkun á sýklalyfjum

HEILDARNOTKUN sýklalyfja jókst um 6% milli áranna 2004 og 2005 á Íslandi. Svipaða sögu er að segja hjá flestum Evrópusambandsríkjum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta Landlæknisembættisins. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 44 orð

Ársfundur HA á föstudaginn

ÁRSFUNDUR Háskólans á Akureyri verður haldinn í stofu L101 á Sólborg föstudaginn 15. desember kl. 12:00-13:30. Á fundinum mun rektor kynna stefnumótun háskólans fyrir 2007-2011 og framkvæmdastjóri kynnir ársreikning 2005. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Baða sig í volgri uppsprettu

ÞESSIR vinalegu apar voru að baða sig í volgri uppsprettu í bænum Yamanouchi í Japan þegar ljósmyndara Reuters -fréttastofunnar bar að garði. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Bandaríkin heiðri hugsjónirnar

Eftir Baldur Arnarson og Boga Þór Arason KOFI Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í kveðjuræðu í Truman-forsetasafninu í Missouri í gær, að Bandaríkin mættu ekki fórna helstu hugsjónum sínum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Bergþór Jóhannsson

LÁTINN er í Reykjavík Bergþór Jóhannsson, mosafræðingur, tæplega 73 ára að aldri. Bergþór fæddist í Goðdal á Ströndum 11. desember árið 1933. Áhugi hans vaknaði snemma á grasafræði en 13 ára gamall fékk hann birta grein eftir sig í Náttúrufræðingnum. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 805 orð | 1 mynd

Bílstjórinn heyrði skelfingaróp farþeganna

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is "ÞETTA fór alveg ótrúlega vel," sagði Hólmgeir Pálmason bílstjóri rútu með sex farþega sem fór útaf á Gemlufallsheiði rétt fyrir kl. 7.30 í gærmorgun. Enginn slasaðist alvarlega í óhappinu. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 125 orð

Blindir fái skotleyfi

Austin. AP. | Blindir bætast innan skamms í fjölmennan hóp veiðimanna í Texas ef nýtt frumvarp um veiðiréttindi þeirra verður að lögum. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Brúðargjafir verða að ísbirni

HJÓNIN Anna Marta Ásgeirsdóttir og Ingólfur Arnar Guðmundsson gengu með það í maganum í nokkur ár að láta gott af sér leiða. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 176 orð

Djöfladýrkendur grafa meðlimi lifandi

ÍTALSKA þjóðin var slegin óhug þegar fregnir bárust af því að trúarhópurinn "Skepnur Satans" hefði grafið ungt par - stúlku og unnusta hennar - lifandi í skógi utan við Mílanóborg. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Doktor í atferlisgreiningu

* ANNA Ingeborg Pétursdóttir varði doktorsritgerð í atferlisgreiningu við sálfræðideild Western Michigan University 7. júlí sl. Ritgerðin ber heitið Mat á yrtri þjálfun og hlustunarþjálfun við kennslu flokkunarfærni. Dr. James E. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð

Fangelsaður fyrir hótanir

KARLMAÐUR um tvítugt hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa hótað tveimur stúlkum ofbeldi og að drepa þær ef þær skiluðu ekki peningum sem hann taldi að þær hefðu tekið úr herbergi hans í vinnubúðum á Reyðarfirði. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Fjórir með pólon-210 í Hamborg

Berlín. AFP. | Geislavirka efnið pólon-210 hefur greinst í fjórum mönnum í Þýskalandi eftir að leifar af efninu fundust í íbúð Dímítrís Kovtúns, rússnesks kaupsýslumanns. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fyrirlestur um grænlenska grímuhefð

DR. Adriënne Heijnen, mannfræðingur við Háskólann í Árósum, fjallar í kvöld, þriðjudaginn 12. desember, í máli og myndum um grímuhefðir granna okkar í vestri, hvernig Grænlendingar nota grímur í daglegu lífi, sögulega þróun og þýðingu í samtímanum. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Gaf kirkjunni 62 ára jólatré úr garðinum

Eskifjörður | Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði barst góð gjöf undir liðna helgi. Er það mikið og fallegt jólatré, 62 ára gamalt og 15 metra hátt og er gjöf Magneu Magnúsdóttur á Eskifirði til kirkjunnar. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 270 orð | 2 myndir

Glæsilegur endir á fimleikaárinu

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | Tólf til þrettán hundruð manns voru í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík um helgina þegar fram fór jólasýning fimleikadeildar Keflavíkur. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 181 orð

Greiði ekki aðflutningsgjöld í ár

Í LÖGUM, sem samþykkt voru á Alþingi um helgina, er kveðið á um að einstaklingum, sem eru eða hafa verið búsettir erlendis og koma hingað til lands til starfa tímabundið eða í atvinnuleit, annaðhvort sem launþegar eða sjálfstætt starfandi einstaklingar,... Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 296 orð

Grímseyjarferja í notkun í mars?

VONIR standa til þess að ný Grímseyjarferja verði tekin í notkun í mars á næsta ári, en upphaflega átti að taka hana í notkun í byrjun nóvember sl. Kostnaður hefur farið um 100 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Harmað að Pinochet skyldi sleppa við dóm

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ANDLÁT Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, á sunnudag var víðast hvar í heiminum lítt harmað og var víða vitnað til þeirrar grimmdar sem stjórnarandstæðingum var sýnd í valdatíð hans sem lauk 1990. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Háskaleg hornaflækja

Seyðisfjörður | Alltof algengt er að hreintarfar fái vír á hornin, sem oftar en ekki drepur þá. Hér er engu öðru um að kenna en trassaskap manna er skilja gamlan girðingavír, símavír eða eitthvað þvíumlíkt eftir á víðavangi. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Helfararráðstefna í Íran

Teheran. AFP. | Margir þekktir Vesturlandabúar, sem afneitað hafa helförinni, voru meðal þátttakenda á ráðstefnu íranskra stjórnvalda um helförina sem haldin var í Teheran í gær. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 548 orð | 2 myndir

Íslenskir jólasveinar í Mývatnssveit

Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Gestir í Mývatnssveit heillast af stórskrítnum en skemmtilegum jólasveinum sem þar eru á aðventunni. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Jethro Tull snýr aftur

BRESKA rokksveitin Jethro Tull heldur tónleika hér á landi í lok næsta sumars en nákvæm dagsetning tónleikanna hefur ekki enn verið staðfest. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Jólablaðið á fimm málum

ÁRLEGT jólablað verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju er óvenjulegt að því leyti í þetta skipti að það er skrifað á fimm tungumálum. Áður hefur blaðið verið á ensku og taílensku auk íslensku, en nú var bætt við pólsku og tékknesku. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð

Jólagleði Kramhússins

JÓLAGLEÐI Kramhússins verður haldin 16. desember í Borgarleikhúsinu. Þetta er í 24. sinn sem nemendur Kramhússins koma saman fyrir jól og sýna listir sínar. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 140 orð

Jólatréssala Flugbjörgunarsveitarinnar

JÓLATRÉSSALA Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hófst síðastliðinn mánudag og stendur til kl. 13 hinn 24. desember nema ef trén seljast upp fyrr, en í fyrra seldust þau upp á Þorláksmessu. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 118 orð

Kostnaður VG við forval 1,2 milljónir

FORVAL Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu kostaði samtals 1.202.124 krónur, en þá er ótalin öll sú gríðarlega sjálfboðavinna sem félagar lögðu fram, að því er segir í tilkynningu frá VG. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Krossgátubók ársins komin út

ÚT ER komin Krossgátubók ársins 2007. Þetta er 24. skipti sem bókin kemur út en ÓP-útgáfan hefur sem fyrr veg og vanda af útgáfunni. Bókin er 68 blaðsíður að þessu sinni. Ráðningar á annarri hverri gátu er að finnast aftast í bókinni. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Kúrsinn settur með bjartsýni að leiðarljósi

Egilsstaðir | Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2007. Áætlunin gerir ráð fyrir að tímabundnum íbúum Fljótsdalshéraðs við Kárahnjúka fækki úr 950 í 50 á næsta ári. Spáð er fjölgun almennra íbúa úr 3. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 204 orð

LEIÐRÉTT

Röng föðurnöfn VILLA slæddist inn í frétt á bls. 9 í Morgunblaðinu í gær þar sem greint var frá Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði. Jóhannes Einarsson var fyrir mistök kallaður Jóhannes Reykdal, sem var nafn afa hans. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Leikhús á NASA

LEIKRITIÐ Misery, sem byggt er á hinni þekktu sögu Stephen King, verður frumsýnt á NASA við Austurvöll 12. janúar nk. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi

MAÐURINN sem lést í umferðarslysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag hét Ágúst Bjarnason, til heimilis á Esjugrund 33 í Reykjavík, áður til heimilis á Kirkjubæjarbraut 4 í Vestmannaeyjum. Hann fæddist 9. maí árið 1978 og var ókvæntur og... Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Lögreglunni blöskrar framkoman á slysstað

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Norðurpóllinn íslaus fyrir 2040

HÓPUR sérfræðinga í loftslagsfræðum telur að sökum þess hve ísbrynjan á norðurheimskautinu bráðnar hratt vegna loftslagsbreytinga, muni norðurpóllinn verða næsta íslaus árið 2040 og því greiðfært fyrir siglingar þar í framtíðinni. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 98 orð

Opinn fundur um málefni innflytjenda

BORGARMÁLARÁÐ Samfylkingarinnar efnir til opins fundar um málefni innflytjenda á veitingastaðnum DOMO í Þingholtsstræti 5 í kvöld, þriðjudagskvöldið 12. desember, og hefst klukkan 20. Yfirskrift fundarins er "Heimurinn er hér". Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 80 orð

Óhapp í Suðursveit

Höfn í Hornafirði | Umferðaróhapp varð á sjöunda tímanum í gær er flutningabifreið valt við bæinn Skálafell í Suðursveit. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 266 orð

Óttast raðmorðingja í Ipswich

Ipswich, London. AFP, AP. | Óttast er að raðmorðingi gangi laus í austurhluta Englands en þrjár vændiskonur hafa nýverið fundist myrtar í nágrenni borgarinnar Ipswich. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

"Allir saman nú, syngja með"

RAGNAR Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson ásamt borgarstjóranum í Reykjavík, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, heimsóttu hjúkrunarheimilið Hrafnistu í Laugarási í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 278 orð

"Ég man ekki neitt"

London. AP. | Þekktur biskup í ensku biskupakirkjunni, Tom Hunter, sagðist í gær ekki vera að íhuga afsögn eftir atvik sem ekki hefur fengist skýring á. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

"Samfélagið á hverjum stað hefur áhrif"

"MÉR líkaði sýningin mjög vel. Auðvitað skildi ég ekki það sem leikararnir sögðu en þar sem ég kann leikritið nánast utanbókar skipti það ekki máli. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 201 orð

Rannsókn á ætluðum símhlerunum lokið

ÓLAFUR Hauksson, sýslumaður á Akranesi, hefur lokið rannsókn sinni á ætluðum hlerunum á síma Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, á tímabilinu 1992-1993, og síma Árna Páls Árnasonar, starfsmanni ráðuneytisins, vorið 1995. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ráðherra setji vegaframkvæmdir í flýtimeðferð

FÉLAG ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni fagnar þeirri umræðu sem nú fer fram um samgöngumál. Félagið harmar hinsvegar að hörmuleg slys þurfi til að vekja ráðamenn til lífsins. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 220 orð

Safna fyrir þá sem eru hjálpar þurfi

EINS og undanfarin ár mun Hjálpræðisherinn á Akureyri leitast við að aðstoða þá sem eru hjálpar þurfi fyrir þessi jól og útvarpsstöðin Voice og Hljóðkerfi.com standa að umsvifamikilli söfnun í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar að þessu sinni. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 112 orð

Sekt fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt pilt í 25 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli á Akureyri í haust. Hann var ákærður ásamt félaga sínum og voru þeir á svæðinu á tveimur bílum þegar að var komið. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Skógarbók Grænni skóga

ÚT ER komin bókin Skógarbók Grænni skóga. Efni bókarinnar er byggt á námsefni námskeiða Grænni skóga, sem er nám fyrir skógarbændur. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Sorpgjöldin hækka um 30% á Suðurnesjum

Helguvík | Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur ákveðið að hækka sorphirðu- og sorpeyðingargjöld um 5.600 krónur á íbúð á ári. Samsvarar það tæplega 30% hækkun frá yfirstandandi ári. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Spornað við ólögmætri búsetu

MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögur um leiðir til að sporna við ólögmætri búsetu í atvinnuhúsnæði. Í starfshópnum eiga sæti Ellý K. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Stjórn Grundar vill rannsókn

STJÓRN dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar hefur farið þess á leit við embætti lögreglustjórans í Reykjavík að það láti fara fram rannsókn á því hvort blaðamaður og ritstjóri tímaritsins Ísafoldar, hafi gerst brotlegir við lög vegna greinar sem... Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 78 orð

Talin saklaus af árásinni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir líkamsárás á fyrrverandi unnustu hans í október 2005. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Tillaga um níu hæða fjölbýlishús með um hundrað íbúðum

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FJÖLBÝLISHÚS með um það bil 100 íbúðum og hjúkrunarheimili fyrir allt að 90 vistmenn gæti risið á næsta ári á Lýsisreitnum í vesturbæ Reykjavíkur samkvæmt tillögu að deiliskipulagi. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 280 orð

Varnarviðræður í næstu viku

Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is VIÐRÆÐUR um varnar- og öryggismál við dönsk og norsk stjórnvöld hefjast í næstu viku. Ákveðinn hefur verið fundur danskra og íslenzkra embættismanna í Kaupmannahöfn nk. mánudag. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Verður áfram í gæslu vegna fjölda brota

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að karlmaður sæti áframhaldandi gæsluvarðhalds vegna fjölda afbrota þar til dómur í máli hans gengur, en þó ekki lengur en til 22. desember. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 1176 orð | 1 mynd

Verjendur segja brotið á rétti sakborninga

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Viðhorfum íslenskra stjórnvalda komið á framfæri

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að hann hafi átt gagnlega fundi með aðilum sem hafa með sjávarútveg að gera í Bandaríkjunum. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 611 orð | 2 myndir

Viltu vera vinur minn?

Barnaspítali Hringsins eignaðist í gær nýjan vin sem hefur það að hlutverki að gleðja börnin sem þar dvelja. Meira
12. desember 2006 | Erlendar fréttir | 268 orð

Voðaverk sem magnar spennu

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VOPNAÐIR menn í Gaza-borg skutu í gær til bana þrjú ung börn háttsetts fulltrúa í Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Meira
12. desember 2006 | Innlendar fréttir | 241 orð | 2 myndir

Þorláksbiblía frá 1664 og kort keypt á uppboði

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

12. desember 2006 | Leiðarar | 385 orð

Hvernig komast þeir til valda?

Hvernig komast menn eins og Augusto Pinochet, sem nú er látinn, til valda? Á dögum kalda stríðsins komust slíkir menn til valda í skjóli þeirra átaka, sem þá stóðu yfir á milli kommúnismans og lýðræðisríkja Vesturlanda. Meira
12. desember 2006 | Leiðarar | 430 orð

Jafnrétti og velferð barna

Jafnrétti kynjanna er sett á oddinn í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna í heiminum. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að eigi að senda fátæktina á ruslahauga sögunnar verði fyrst að binda enda á misréttið milli kynjanna. Meira
12. desember 2006 | Staksteinar | 245 orð | 1 mynd

Þegar stórt er spurt...

Það hefur færst mikill þróttur í stjórnmálaskýringar á Netinu og ljóst að stjórnmálamenn geta ekki skellt skollaeyrum við þeirri umræðu sem þar fer fram. Meira

Menning

12. desember 2006 | Tónlist | 693 orð | 1 mynd

Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Karlakór Dalvíkur, Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Ólafur Kjartan Sigurðsson, barítón. Kynnir: Margrét Blöndal. Konsertmeistari:Gréta Guðnadóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Guðmundsson. Meira
12. desember 2006 | Myndlist | 558 orð | 1 mynd

Af hjartans list

Til 17. desember 2006 Opið mi. - sun. kl. 13 -17. Aðgangur ókeypis. Meira
12. desember 2006 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Baulað á Alagna

UPPFÆRSLA Franco Zeffirelli á Aidu eftir Verdi fór ekki beinlínis eftir áætlun í Scala-óperunni í Mílanó þegar tenórinn Roberto Alagna strunsaði af sviðinu öllum að óvörum eftir að áheyrendur höfðu púað á hann. Meira
12. desember 2006 | Dans | 358 orð | 2 myndir

Dansaði á Nóbelsverðlaunaafhendingunni

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Kvikmyndin Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar hlaut sérstök verðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Courmayeur Noir á Ítalíu nú um helgina, að því er segir á vef Lands og sona. Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 81 orð

Fólk folk@mbl.is

Miðasala á tónleika Incubus í Laugardalshöll 3. mars hefst í dag í verslunum Skífunnar, BT á Egilsstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 169 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Bandaríska kvikmyndastofnunin (The American Film Institute) birtir í lok hvers árs lista yfir það sem þykir hafa skarað framúr í kvikmyndum og sjónvarpi á árinu sem er að líða. Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 188 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Kominn er út diskurinn Dauðaskammtur sem er samstarfsverkefni tónlistarmannsins Þórs Eldon og ljóðskáldsins Dags Sigurðarsonar. Dauðaskammtur kom upprunalega út á vordögum undir heitinu Túnglskinsmjólk en það upplag seldist upp á skömmum tíma. Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Nýlega stóð yfir uppboð í Bretlandi til styrktar símaþjónustunni ChildLine, þar sem börn og unglingar í vanda geta hringt inn allan sólarhringinn. Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Poppsöngkonan Mariah Carey hefur hótað klámmyndastjörnu lögsókn, hætti hún ekki að kalla sig Mary Carey . Mary þessi Carey heitir í raun Mary Cook. Meira
12. desember 2006 | Tónlist | 122 orð

Fólk folk@mbl.is

Hin þekkta elektrósveit Booka Shade kemur fram á árslistakvöldi Party Zone á Gauki á Stöng 19. janúar næstkomandi. Sveitin kemur frá Berlín og er skipuð tónlistarmönnunum Walter Merziger og Arno Kammermeier . Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Íslandsvinirnir og tónlistarmennirnir, Elvis Costello og Diana Krall eignuðst tvíburasyni í síðustu viku. Hafa piltarnir verið nefndir Dexter Henry Lorcan og Frank Harlan James . Fæddust þeir á miðvikudag, á þriggja ára brúðkaupsafmæli foreldranna. Meira
12. desember 2006 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Nicolas Cage ætlar að aðstoða óháða kvikmyndageirann á Bahama-eyjum og íhugar leikarinn nú að taka að sér færri kvikmyndahlutverk. Meira
12. desember 2006 | Tónlist | 293 orð | 1 mynd

Frá harðasta rokki

"ÉG VAR að snúa aftur í útvarp eftir fjórtán ára hlé. 1992 var ég með þætti á menntaskólastöðinni Útrás. Meira
12. desember 2006 | Kvikmyndir | 205 orð | 1 mynd

Gibson beint á toppinn

KVIKMYND Mel Gibsons, Apocalypto , fór beint í efsta sætið á aðsóknarlista norður-amerískra kvikmyndahúsa um helgina þrátt fyrir að enginn kunnur leikari leiki í henni, hún sé ofbeldisfull og Gibson hafi lent í vandræðum í sumar þegar hann var tekinn... Meira
12. desember 2006 | Menningarlíf | 467 orð | 2 myndir

Gítarleikur handan mæra

Einn af merkilegustu geisladiskunum sem koma út nú fyrir jólin er Finisterre, þar sem Einar Kristján Einarsson leikur gítarverk eftir Heitor Villa Lobos, Hafliða Hallgrímsson og útsetningu á japanska þjóðlaginu Sakura. Meira
12. desember 2006 | Tónlist | 370 orð

Innblásinn blástur

W. A. Mozart: Serenaða nr. 10 í B-dúr K361 [K370a] fyrir blásara, "Gran Partita". Meira
12. desember 2006 | Kvikmyndir | 246 orð | 2 myndir

James Bond fer hvergi

JAMES Bond myndin Casino Royale er enn í efsta sæti yfir vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum, fjórðu helgina í röð. Rétt tæplega 3.000 manns sáu njósnara hennar hátignar skjóta mann og annan um þessa helgi, en alls hafa rúmlega 44. Meira
12. desember 2006 | Tónlist | 187 orð | 1 mynd

Jethro Tull til landsins á næsta ári

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is STAÐFEST hefur verið að breska rokksveitin Jethro Tull sé væntanleg hingað til lands í lok sumars, en sveitin mun halda tónleika í ágúst eða september. Meira
12. desember 2006 | Menningarlíf | 196 orð | 1 mynd

Kransinum skilað

EFTIR árslangar samningaviðræður hafa eigendur J. Paul Getty-safnsins í Los Angeles samþykkt að skila Grikkjum aftur útfararkransi úr skíragulli, sem talinn er vera frá 4. öld fyrir Krist. Meira
12. desember 2006 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

María mey í Langholtskirkju

SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur síðari aðventutónleika sína í Langholtskirkju klukkan 20 í kvöld. Á efnisskránni eru tónverk tileinkuð Maríu mey ásamt jólalögum frá ýmsum löndum, m.a. frá öllum Norðurlöndunum. Meira
12. desember 2006 | Dans | 79 orð | 1 mynd

Miðasala gengið vel hingað til

MIÐASALA á þrjá viðburði Listahátíðar í Reykjavík hefur gengið vel. Mikill áhugi er á komu San Francisco-ballettsins sem fjölmargir sáu síðast á Listahátíð árið 2000. Meira
12. desember 2006 | Kvikmyndir | 373 orð | 1 mynd

Nokkrar mínútur í viðbót

40 Íslenskar mínútumyndir gerðar í tilefni 40 ára afmælis Félags kvikmyndagerðarmanna. Seinni hluti. RÚV í nóvember og desember 2006. Meira
12. desember 2006 | Leiklist | 511 orð | 3 myndir

Ógn og skelfing skekur NASA

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Hin þekkta saga Eymd (Misery) eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King verður sett á svið á NASA við Austurvöll í byrjun næsta árs, en æfingar standa nú sem hæst. Meira
12. desember 2006 | Tónlist | 502 orð | 2 myndir

Ótrúlega heillandi blanda

Öll lög og textar eru eftir Benedikt H. Hermannsson, nema textarnir við "Sorgartár", "Regngalsann" og "Abbastúf" sem eru eftir Örvar Þóreyjarson Smárason. Orri tók upp í Sundlauginni. Meira
12. desember 2006 | Fjölmiðlar | 261 orð | 1 mynd

Stöð 2 í vanda

ÉG er áskrifandi að Stöð 2 en er alvarlega að hugsa um að segja henni upp því mér finnst langt síðan stöðin hefur verið verri. Innlendu tromp stöðvarinnar eru ekki að virka, það er að segja Búbbarnir, X-factor og Í sjöunda himni. Meira
12. desember 2006 | Myndlist | 536 orð | 1 mynd

Tilveran, tómið

Til 17. des. 2006. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-17. Aðgangur 400 kr. Meira
12. desember 2006 | Tónlist | 315 orð | 2 myndir

Tryllingsleg hljómsveit og Megas

Tvöfaldur geisladiskur Megasar, sem ber heitið Greinilegur púls . Tónleikar á Púlsinum í febrúar 1991. Upptaka gerð í stúdíói Axels Einarssonar. 22 lög, heildartími 68,51 + 42,31, samtals 111,22 mínútur. Meira
12. desember 2006 | Bókmenntir | 693 orð | 1 mynd

Vegur hljóðbóka vex

Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is ÚTGÁFA og eftirspurn eftir hljóðbókum er minni hér á landi en í nágrannalöndunum og vestan hafs en fer þó vaxandi að sögn útgefenda. Þrjú fyrirtæki, aðallega, sinna útgáfu á hljóðbókum hérlendis, þ.e. Hljóðbók. Meira
12. desember 2006 | Bókmenntir | 81 orð | 1 mynd

Ævar og Kristian á Skáldaspírukvöldi

SKÁLDASPÍRUKVÖLD nr. 76 verður haldið í Iðu í Lækjargötu í kvöld kl. 20.00. Að þessu sinni les Ævar Örn Jósepsson upp úr nýrri glæpasögu sinni: Sá yðar sem syndlaus er . Meira
12. desember 2006 | Kvikmyndir | 474 orð | 1 mynd

Æ, æ, ó, ó, aumingja ég

Leikstjóri:Nancy Meyers. Aðalleikendur: Cameron Diaz, Kate Winslet, Jack Black, Eli Wallach, Edward Burns, Rufus Sewell. 130 mín. Bandaríkin 2006. Meira

Umræðan

12. desember 2006 | Aðsent efni | 875 orð | 1 mynd

Aðstaða á vinnustað

Böðvar Ingi Guðbjartsson fjallar um aðbúnað iðnaðarmanna: "Kæru samstarfsmenn, tökum höndum saman í þessari baráttu og minnum okkar vinnuveitendur á að í þessu landi eru til lög sem hafa með okkar aðbúnað að gera." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 356 orð | 1 mynd

Dagur íslenskrar tónlistar

Kjartan Ólafsson skrifar í tilefni af degi íslenskrar tónlistar: "Á Íslandi hafa tónlistarmenn og hagsmunasamtök tónlistar tekið höndum saman undir nafni Samtóns til að vinna að framgangi tónlistar á Íslandi og erlendis." Meira
12. desember 2006 | Bréf til blaðsins | 305 orð | 1 mynd

Dæmisaga um einstaklega fáránlegt kerfi

Frá Helga K. Hjálmssyni: "DÆMISAGA um einstaklega fáránlegt kerfi: Tekjutengingar - Útlagður endurgreiddur kostnaður, tekjur í augum TR." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Döpur morgunstund á pöllum Alþingis

Reynir Ingibjartsson fjallar um málefni aldraðra og afgreiðslu Alþingis á fjárlögum: "Eftir tvo stórfundi í Háskólabíói, greinaskrif og fundi út og suður fórum við í AFA - Aðstandendafélagi aldraðra tómhent úr þinghúsinu og mig grunar að félagsmenn í félögum eldri borgara séu ekki sáttir." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 860 orð | 1 mynd

Grafalvarlegar ásakanir fyrrverandi ríkisbókara

Eftir Bjarna Þórðarson: "...sjóðfélagar almennra sjóða eiga að una verulegri skerðingu á sínum lífeyrisrétti til þess að auka lífeyrisrétt almennt og þar með rétt sjóðfélaga opinberu sjóðanna og auka mismununina enn frekar." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Grænt ljós á umhverfisslys í hjarta Mosfellsbæjar

Sigrún Pálsdóttir skrifar f.h. Varmársamtakanna um tengibraut úr Helgafellslandi um Álafosskvos inn í miðbæ Mosfellsbæjar: "Krafa samtakanna um virkt samráð við íbúa strax frá upphafi skipulagsferlis er með þessu að engu höfð af ráðuneytinu." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 473 orð | 2 myndir

Menntunar- og atvinnutækifæri geðsjúkra í Klúbbnum Geysi

Kristinn Stefán Einarsson og Kristinn Heiðar Fjölnisson fjalla um atvinnu- og menntunardeild Klúbbsins Geysis og söfnun Sparisjóðsins Þú gefur styrk: "Með atvinnu- og menntunardeild getur Klúbburinn Geysir byggt upp sterkari tengsl við skóla og atvinnulíf, aukið menntun og þekkingu félaga og verið öflugri við að aðstoða félaga aftur út á vinnumarkað eða í nám." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Nýtt nútímafólk í sifjalaganefnd!

Stefán Guðmundsson fjallar um forsjármál og umfjöllun Kompáss: "Fjölmargir dómarar hafa lýst því yfir að þeir séu settir í afleita stöðu samkvæmt núgildandi lagaramma." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Ragnar, Ragnar og Hannes!

Eftir Úlfar Hauksson: "Í stað þess að fara fram með atvinnuróg um ágæta kennara og fræðimenn við Háskóla Íslands væri nær fyrir Ragnar að afla sér grunnþekkingar hjá viðkomandi kennurum og sækja tíma í fræðunum við Háskólann." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd

Sjálfstætt hugsandi sjúkraliðar

Elína Elísabet Azarevich fjallar um málefni sjúkraliða: "Mér finnst að Sjúkraliðafélagið eigi að vera til að vernda okkar starf og menntun í stað þess að gera sjúkraliða að láglaunastétt í framtíðinni." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 775 orð | 1 mynd

Sýnd veiði

Þorsteinn Eggertsson fjallar um hvalveiðar, ferðamennsku og fleira: "Að fara á löngu úreltu skipi langt út á haf í þeim eina tilgangi að skjóta stórhveli er svo afdankað fyrirbæri að fólk um víða veröld er yfir sig hneykslað." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd

Trúfélagsskráning og Háskóli Íslands

Vésteinn Valgarðsson skrifar um skólagjöld og trúfélög: "Staðreyndin er sú að sóknargjöld þeirra sem eru utan trúfélaga renna í Háskólasjóð." Meira
12. desember 2006 | Bréf til blaðsins | 449 orð

Umferðaröryggi

Frá Þór Jens Gunnarssyni: "HERRA vegamálastjóri og bæjarstjóri Hveragerðis, Ásdís Hafsteinsdóttir! Enn rís umræða um öryggismál á þjóðvegunum. Og enn að gefnu tilefni. Því miður. Í þessari umræðu er hlutur sem mig langar að fá botn í." Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Vegrið bara góð fyrir suma?

Njáll Gunnlaugsson skrifar um vegrið og mótorhjólafólk: "Krafa mótorhjólafólks er einfaldlega sú að sama tillit sé tekið til öryggis þeirra eins og annarra vegfarenda." Meira
12. desember 2006 | Velvakandi | 621 orð | 2 myndir

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Verðhækkun á enska boltanum MÉR BRÁ aldeilis í brún þegar ég heyrði af því á förnum vegi um daginn að uppáhaldssjónvarpsstöðin mín, SkjárSport, ætlaði að hækka mánaðargjaldið. Meira
12. desember 2006 | Aðsent efni | 1455 orð | 3 myndir

Öruggt og þróttmikið samfélag - á ábyrgð okkar allra

Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Jón Viðar Matthíasson: "Markmið alls viðbúnaðarstarfs er að skapa sterkt og öruggt þjóðfélag sem hefur snerpu og afl til að bregðast við áföllum, stórum sem smáum." Meira

Minningargreinar

12. desember 2006 | Minningargreinar | 357 orð | 1 mynd

Anna Sigríður Þorsteinsdóttir

Anna Sigríður Þorsteinsdóttir, "Anna Sigga", fæddist í Vestmannaeyjum 19. júlí 1957. Hún lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut 7. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 14. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2006 | Minningargreinar | 429 orð | 1 mynd

Árni Sigurðsson

Árni Sigurðsson fæddist á Skagaströnd 17. október 1945. Hann lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut 14. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 27. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2006 | Minningargreinar | 1754 orð | 1 mynd

Guðjón Guðmundsson

Guðjón Guðmundsson fæddist í Reykjavík 13. október 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hrefna Jónsdóttir frá Nýjabæ í Garði, f. 1. október 1895, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2006 | Minningargreinar | 582 orð | 1 mynd

Gunnar M. Sigurðsson

Gunnar Magnús Zoëga Sigurðsson fæddist í Reykjavík 26. júní 1950. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 1. desember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2006 | Minningargreinar | 404 orð | 1 mynd

Pétur Þór Melsteð

Pétur Þór Melsteð fæddist í Reykjavík 27. janúar 1941. Hann varð bráðkvaddur 13. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 24. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2006 | Minningargreinar | 4491 orð | 1 mynd

Stefán V. Þorsteinsson

Stefán Vigfús Þorsteinsson fæddist í Vestmannaeyjum 26. júní 1928. Hann lést á gjörgæsludeild LSH í Fossvogi mánudaginn 4. desember síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Ingigerðar Jóhannsdóttur, f. 6. september 1902, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2006 | Minningargreinar | 1674 orð | 1 mynd

Sveinn Kristinsson

Sveinn Kristinsson, fyrrverandi ritstjóri og blaðamaður, fæddist á Hjaltastöðum í Skagafirði 2. mars 1925. Hann lést á heimili sínu 2. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristins Jóhannssonar, f. 2. desember 1886, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2006 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

Unnur Magnúsdóttir

Unnur Magnúsdóttir fæddist á Görðum í Önundarfirði 16. október 1928. Hún lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 15. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 22. nóvember síðastliðinn Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

12. desember 2006 | Sjávarútvegur | 429 orð | 1 mynd

Æviþættir rúmlega 7.000 skipstjórnarmanna skráðir á bók

RITVERKIÐ Skipstjórnarmenn, fyrsta bindi af sex, er nú komið út hjá útgáfufyrirtækinu Kátir voru karlar ehf. í samantekt Þorsteins Jónssonar. Hefur sjávarútvegsráðherra, Einari Kristni Guðfinnssyni, verið fært fyrsta eintak verksins. Meira

Viðskipti

12. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Aukin verðbólga í Danmörku

VERÐBÓLGAN í Danmörku mældist 1,7% í nóvember , sem er 0,2 prósentustiga hækkun frá fyrra mánuði. Í frétt á fréttavef danska viðskiptablaðsins Børsen segir að þessi aukning sé í samræmi við spár sérfræðinga. Meira
12. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 463 orð | 2 myndir

Ánægja með íslensku bankana aldrei minni

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is ÁNÆGJA viðskiptavina íslensku bankanna minnkaði þriðja árið í röð og hefur hún aldrei verið minni. Þegar mælingar hófust árið 1999 voru Íslendingar ánægðastir allra Norðurlandabúa með bankana. Meira
12. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 58 orð

Hlutabréf hækka

HLUTABRÉF hækkuðu í verði í gær. Úrvalsvísitalan var skráð 6.424 stig við lokun viðskipta og hækkaði um 0,3% yfir daginn. Velta á hlutabréfamarkaði var 2.649 milljón krónur og 6.847 milljón krónur á skuldabréfamarkaði. Hlutabréf 365 hf . Meira
12. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 229 orð | 1 mynd

Kaupþing vegur um þriðjung í Úrvalsvísitölunni í Kauphöllinni

VÆGI Kaupþings banka í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrstu sex mánuðum næsta árs er svipað og vægi Glitnis, Landsbankans og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka til samans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. Meira
12. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 203 orð

Landsbankinn gefur út skuldabréf í Kanada

LANDSBANKI Íslands hefur gefið út skuldabréf í Kanada fyrir 300 milljónir kanadadollara, jafnvirði um 18 milljarða íslenskra króna. Bréfin eru með föstum vöxtum og eru á gjalddaga í janúar árið 2010. Meira
12. desember 2006 | Viðskiptafréttir | 80 orð | 1 mynd

Segir kaup Íslandspósts á Samskiptum ekki raska samkeppni

ATHUGUN samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna kaupa Íslandspósts á Samskiptum. Er í ákvörðuninni vísað til þess að ekki virðist vera skörun á starfsemi félaganna sem hefur í för með sér röskun á samkeppni. Meira

Daglegt líf

12. desember 2006 | Daglegt líf | 165 orð

Banabiti í bílstólum

SÉRFRÆÐINGAR vara við því að skilja smábörn eftir í bílstólum án aðgæslu af hættu á að þau kunni að lenda í andnauð. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 150 orð

Birnir og þingmenn

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd fylgdist með umræðum í þinginu: Halldór Blöndal steig í stól, studdi að gæslumiðum. Setti á Guðjón Ólaf ól eftir réttum siðum. Fannst honum þar langt úr leið lítill snati gjamma. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 774 orð | 4 myndir

Bjuggu til fínustu fiskrétti vestra

Eldhús Sameinuðu þjóðanna og Hyde Park matreiðsluskólinn voru meðal viðkomustaða nokkurra nema af matreiðslubraut Menntaskólans í Kópavogi í new York fyrir skemmstu. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 359 orð | 2 myndir

EGILSSTAÐIR

Rafmagnið datt út í smá tíma á sunnudaginn. Ég tók upp símtólið og hugðist hringja í nágrannann til að segja honum að nú væri komið að því; þetta væri orðið einni jólaseríunni of mikið og kerfið þyldi ekki meira. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 158 orð | 2 myndir

Englar á Mokka

Yfir hundrað ólíkir englar prýða nú veggi á Kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg og munu gleðja gesti fram til 16. janúar. Höfundar englanna eru nemendur í Landakotsskóla frá fimm ára bekk og upp í áttunda bekk. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 387 orð | 3 myndir

Gríma er bjartasta vonin

Ég þjálfa hundinn minn á sérstökum brautum þar sem hann þarf að fara í gegnum göng, yfir brýr, hoppa, vega salt og gera allskonar fleiri kúnstir. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 353 orð | 4 myndir

Kerti sem gleðja í glugga

Lítil kerti sem ekki eru ljós - heldur fyrst og fremst gleðigjafar eru ómissandi hluti jólaundirbúnings Aðalbjargar Erlendsdóttur, textílhönnuðar. Kertin fengu synir hennar úr jóladagatölum ömmu sinnar í gegnum tíðina. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 250 orð | 1 mynd

Lengjum lífið með minna salti

MINNA salt í mat og aukin ávaxtaneysla minnkar hættuna á hjartaáfalli og fleiri sjúkdómum. Þetta er niðurstaða finnskra vísindamanna sem hafa leitað að orsökum þess að lífslíkur Finna hafa aukist um tæplega sex ár á síðustu 30 árum. Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 398 orð | 1 mynd

Of grannar konur eiga frekar á hættu að missa fóstur

KONUR sem eru mjög grannar áður en þær verða barnshafandi eru 72% líklegri til að missa fóstur á fyrstu þremur mánuðum, að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Frá þessu er sagt á vef BBC . Meira
12. desember 2006 | Daglegt líf | 909 orð | 8 myndir

"Viljum hanna klassísk og tímalaus gæðaúr"

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Í litlum kjallara í Þingholtunum í Reykjavík koma þrír félagar nokkuð reglulega saman í frítíma sínum og hanna flott sjálftrekkt gæðaúr, sem nú seljast eins og heitar lummur fyrir svo mikið sem frá 98 þúsundum kr. Meira

Fastir þættir

12. desember 2006 | Fastir þættir | 746 orð | 1 mynd

Arnar Íslandsmeistari í atskák

9. desember 2006 Meira
12. desember 2006 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tímasetning. Norður &spade;G9 &heart;D105 ⋄ÁK104 &klubs;KG95 Vestur Austur &spade;ÁK87642 &spade;-- &heart;Á8 &heart;G7642 ⋄8 ⋄7632 &klubs;Á83 &klubs;10742 Suður &spade;D1053 &heart;K92 ⋄DG95 &klubs;D6 Suður spilar 3G dobluð. Meira
12. desember 2006 | Fastir þættir | 197 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Veizlubrids í Gullsmáranum Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði síðasta tvímenninginn fyrir jól mánudaginn 11. desember. Meira
12. desember 2006 | Í dag | 531 orð | 1 mynd

Efla vináttu og samstarf

Bjarni Daníelsson fæddist á Dalvík 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1971, stundaði nám við KHÍ og lauk myndlistarkennaraprófi frá MHÍ 1981. Meira
12. desember 2006 | Fastir þættir | 22 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Valsarar og KR-ingar reyndu að finna veikan blett á hverjum öðrum. RÉTT VÆRI:...finna veikan blett hvorir á öðrum... Meira
12. desember 2006 | Viðhorf | 954 orð | 1 mynd

Hollur skyndibiti

Kannski gaf það einu sinni raunsæja mynd af veruleikanum að foreldrar væru nærri í barnabókum, en sennilega er nú öldin önnur og fjarvera foreldra í Latabæ nær raunveruleikanum. Meira
12. desember 2006 | Í dag | 68 orð | 1 mynd

Jólastemmning allsráðandi í Norska húsinu í Stykkishólmi

Í Norska húsinu er jólastemmningin allsráðandi og húsið er skreytt hátt og lágt. Sett hefur verið upp sýning frá ýmsum tímaskeiðum á jólatrjám, jólaskrauti, jólakortum og öðru sem tengist jólum og jólahaldi. Meira
12. desember 2006 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki...

Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44. Meira
12. desember 2006 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. O-O Bf5 5. b3 e6 6. Bb2 h6 7. d3 Be7 8. e3 O-O 9. De2 a5 10. a4 Bh7 11. Kh1 Ra6 12. Re1 Rd7 13. f4 Bf6 14. d4 c5 15. c3 Rc7 16. Rd2 Re8 17. Rd3 Hc8 18. Re5 Rd6 19. Hac1 Be7 20. Ba3 Rxe5 21. dxe5 Re4 22. Rxe4 Bxe4 23. Meira
12. desember 2006 | Í dag | 152 orð

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra í Chile, lést í höfuðborg landsins á sunnudag. Hver er höfuðborgin í Chile? 2 Popplag úr Latabæ skellti sér í fjórða sæti breska smáskífulistans. Hver er höfundur lagsins? Meira
12. desember 2006 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Sýning í Listasetri Lafleur

Sölusýning stendur nú yfir í Listasetri Lafleur á myndverkum Benedikts S. Lafleur. Benedikt sýnir þar myndaskúlptúra sína og glerlistaverk til 23. des. Myndaskúlptúrarnir eru nýjung í myndlist þar sem þeir sameina listform á frumlegan hátt. Meira
12. desember 2006 | Í dag | 42 orð | 1 mynd

Söngsveitin Fílharmónía

Söngsveitin Fílharmónía heldur aðventutónleika í Langholtskirkju í dag, þriðjudag kl. 20. Flutt verða verk tileinkuð Maríu mey auk jólalaga frá ýmsum löndum. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragnarsson. Meira
12. desember 2006 | Fastir þættir | 334 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Jólin eru og hafa ætíð verið hátíð hefðarinnar, um leið og við fögnum fæðingu frelsarans. Undantekningalítið gerum við sömu hlutina ár eftir ár; bökum jólakökur og laufabrauð, skrifum jólakort, skreytum híbýli okkar og kaupum jólatré. Meira

Íþróttir

12. desember 2006 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Barcelona mætir Club America

EVRÓPUMEISTARAR Barcelona mæta liði Club America frá Mexíkó í undanúrslitum á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu í Yokohama í Japan á fimmtudag. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Beckham fram úr Lineker

GARY Lineker, fyrrverandi landsliðsmiðherji Englendinga sem gerði garðinn frægan með Barcelona á níunda áratugnum, segir að David Beckham muni taka skref afturábak ákveði hann að yfirgefa Real Madrid. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 312 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Halldór Ingólfsson þjálfari Stavanger skoraði 10 mörk fyrir lærisveina sína þegar liðið sigraði Stord , 32:26, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Arnar Jón Agnarsson skoraði 2 mörk fyrir Stord. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 391 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Duisburg , lið Margrétar Láru Viðarsdóttur , er áfram á toppnum í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 2:0 sigur á Crailsheim á sunnudaginn. Margrét Lára má ekki spila með liðinu í deildakeppninni fyrr en eftir áramót. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Guðjón Valur þriðji markahæstur

GUÐJÓN Valur Sigurðsson er í harðri baráttu um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 796 orð | 2 myndir

Hörð viðbrögð við innrás erlendra leikmanna í Noregi

NORSKA knattspyrnusambandið hefur samþykkt að frá og með 1. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Keflavík og ÍR áfram

HVORKI Keflvíkingar né ÍR-ingar áttu í vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins og Lýsingar í gær. Keflavík brá sér í Grafarvoginn og lagði Fjölni þar 111:85. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 253 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 16-liða úrslit karla...

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 16-liða úrslit karla: Fjölnir - Keflavík 85:111 ÍR - Stjarnan 102:67 1. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Lyn hefur ekki rætt við Keflavík

KEFLVÍKINGAR hafa ekkert heyrt frá norska knattspyrnufélaginu Lyn sem var með þeirra mann, Baldur Sigurðsson, til reynslu í síðustu viku. Rúnar V. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 162 orð

Miðjumaður frá Litháen til reynslu hjá Keflvíkingum

GINTAS Sirmelis, knattspyrnumaður frá Litháen, er til reynslu hjá Keflvíkingum þessa dagana og verður hjá þeim fram eftir vikunni. Sirmelis lék tvo æfingaleiki með þeim í síðustu viku, gegn Reyni og Stjörnunni. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 231 orð

Pardew farinn frá West Ham

ALAN Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, var leystur frá starfi á Upton Park í gær og tilkynnt að Kevin Keen, einn af þjálfurum liðsins, komi til með að stýra liðinu þar til nýr knattspyrnustjóri verður ráðinn. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 143 orð

Saga Knattspyrnufélagsins Týs

SAGA Knattspyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyjum er komin út en þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. Hún er um leið að mörgu leyti saga menningar- og íþróttalífs í Vestmannaeyjum. Félagið var stofnað í Eyjum 1. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 705 orð | 1 mynd

Skjótt skipast veður í lofti hjá Eggerti á Upton Park

EGGERT Magnússon og félagar í stjórn enska knattspyrnuliðsins West Ham, ráku í gær Alan Pardew, knattspyrnustjóra félagsins. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 148 orð

Þriðji Serbinn til liðs við Breiðablik

NENAD Petrovic, serbneskur knattspyrnumaður, hefur gert samning við úrvalsdeildarlið Breiðabliks um að leika með því á komandi tímabili. Meira
12. desember 2006 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Ævintýri

SPÆNSKI kylfingurinn Alvaro Quiros, sem sigraði á Alfred Dunhill-golfmótinu í gær, er gott dæmi um að ævintýrin geta gerst á Evrópumótaröðinni í golfi. Quiros kom sá og sigraði á mótinu sem var aðeins það fjórða á Evrópumótaröðinni sem hann tekur þátt... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.