Greinar laugardaginn 6. desember 2008

Fréttir

6. desember 2008 | Erlendar fréttir | 90 orð

10. hver smitast á spítala

TÍUNDI hver Dani sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús sýkist þar af einhverri bakteríu eða veiru. Nú hefur verið lagt til að þrifnaður á sjúkrahúsunum verði tekinn gagngerðrar endurskoðunar. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

30% kúabænda hafa orðið fyrir skakkaföllum

HAGFRÆÐINGUR Bændasamtaka Íslands segir að út frá uppgjöri búreikninga hjá Hagþjónustu landbúnaðarins megi gera ráð fyrir að um 30% kúabænda á landsvísu hafi orðið fyrir umtalsverðum skakkaföllum af völdum gengisfalls krónunnar. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 71 orð

75 milljónir á einn miða

HAPPDRÆTTI Háskóla Íslands stendur um þessar mundir á tímamótum en happdrættið fagnar 75 ára afmæli sínu þann 10. mars árið 2009. Af þessu tilefni verður sérstakur aukaútdráttur í desember 2009. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Aðventuævintýrið á Akureyri

AÐVENTUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands fara fram í dag klukkan 18 í íþróttahúsi Glerárskóla. Þar koma fram einsöngvararnir Dízella Lárusdóttir og Jóhann Smári Sævarsson, auk Kvennakórs Akureyrar. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Annatími hjá sauðfjárbændum

KORNRÆKT gekk vel í Hornafirði í sumar og hafa kornakrar stækkað og fjölgað úr um 100 hekturum í 150 ha. og nýir kornræktendur bæst við. Á vefnum hornafjordur. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Aukið verði við þorskkvótann og útsendingar útvarps verði ekki skertar

SJÓMANNAFÉLAG Íslands vil beina þeim óskum til stjórnvalda að auka nú þegar við þorskkvótann um 30 til 40 þúsund tonn á yfirstandandi kvótaári. „Því oft var þörf en nú er nauðsyn,“ segir í ályktun frá stjórn félagsins. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Auratal

MARGT smátt gerir eitt stórt og vert að hafa það í huga þegar uppskriftir eru valdar. Í jólapaté, sem er ómissandi hluti af jólunum hjá fjölskyldu einni í Reykjavík, þarf ýmislegt hráefni og ekki ódýrt: Svínakjöt og kjúklingalifur, rjóma og koníak. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Árekstur við Borgarnes

HARÐUR árekstur varð á Vesturlandsvegi við Borgarnes um kvöldmatarleytið í gær þegar tveir bílar rákust saman. Kona og barn, sem voru í öðrum bílnum, voru flutt á slysadeild Landspítalans með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 357 orð

Bankinn bútaður niður

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is LJÓST er að nokkrir bankar munu kaupa Kaupþing í Lúxemborg takist að selja bankann. Þetta segir Friðjón Einarsson, talsmaður Kaupþings í Lúxemborg. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 948 orð | 3 myndir

„Höfum trú á okkur, þá tekst okkur allt“

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Höfum trú á okkur, þá mun okkur takast allt,“ sagði Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar, á fundi sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar hélt með íbúum á... Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Bekkir mögulega sameinaðir í kreppu

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is EKKI verður sparað í grunnskólum án þess að það bitni að einhverju leyti á mannahaldi. Afleiðingin gæti í einhverjum tilvikum orðið sameining bekkja. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Bensínverð hefur lækkað um nokkrar krónur

BENSÍNVERÐ og verð á dísilolíu hefur lækkað nokkuð undanfarna daga á sama tíma og krónan hefur styrkst og heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað. Meira
6. desember 2008 | Erlendar fréttir | 94 orð

Bláber eru góð við minnisleysi

KOMIÐ hefur í ljós við rannsóknir, að neysla bláberja bætir minnisgetuna og hún getur því skipt máli við meðhöndlun sjúkdóma á borð við Alzheimers. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Borgin úthlutaði 178 lóðum á árinu og fékk 304

ALLS hefur 304 lóðum verið skilað á árinu en 178 úthlutað. Þar af eru 62 einbýlishúsalóðir, 58 rað- og parhúsalóðir og 184 fjölbýlishúsalóðir. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Bráðadeildir sameinaðar

„NÚNA er ljóst að það þarf að hagræða í ríkiskerfinu. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 123 orð

Brýnt að eyða óvissu

„BRÝNT er að TM komist í hendur nýrra eigenda,“ segir Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, félags í greiðslustöðvun til 20. janúar. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 312 orð

Bústaðir á tombóluverði

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is DÆMI er um að sumarbústaður með láni að upphæð 43 milljónir króna hafi verið sleginn á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á tíu milljónir. Bankinn sem lánaði keypti. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Davíð Oddsson nálægur í fjarveru sinni

Árið 1981 fæddist ég. Ári síðar varð Davíð nokkur Oddsson borgarstjóri í Reykjavík. Ég bjó að vísu ekki í Reykjavík en var samt varla búin að læra nöfn foreldra minna þegar ég lærði nafn Davíðs. Hann var í fréttunum. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Desembermarkaður

MARKAÐUR helgaður íslenskri hönnun, handverki og nytjalist hefur verið opnaður í sal við hlið Heklu á Laugavegi. Í boði verða einnig ýmsar uppákomur og afþreying fyrir börn og fullorðna. Markaðurinn verður opinn síðustu þrjár helgarnar fyrir jól. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Dimmalimm og jólasveinarnir í borginni

KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ á Ísafirði kemur í aðventuheimsókn í Þjóðmenningarhúsið á morgun, sunnudag, og sýnir tvo brúðuleiki sem byggðir eru á ævintýrinu um Dimmalimm annars vegar og hins vegar sögum af íslensku jólasveinunum, hvorttveggja í leikgerð og... Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 91 orð

Dæmdur fyrir árás

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sakfelldi í gær lögreglumann fyrir líkamsárás og dæmdi hann til að greiða 120.000 krónur í sekt til ríkissjóðs. Þá á maðurinn að greiða fórnarlambinu 60.000 krónur. Árásin átti sér stað í verslun 10-11 í Grímsbæ í vor. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 543 orð | 4 myndir

Ein bráðamóttaka sparar 100 milljónir

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Einn vinsælasti og ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar

RÚNAR Júlíusson lést á sjúkrahúsi í Keflavík í gærmorgun 63 ára gamall. Hann var um áratugi einn vinsælasti og ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og áhrifamikill plötuútgefandi. Guðmundur Rúnar Júlíusson, sem fæddist 13. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Eitt glaðlegt bros til andstæðingsins

MIKIÐ mæddi á Bjarna Benediktssyni, formanni utanríkismálanefndar, á Alþingi í gær þegar þingsályktunartillögur um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave voru ræddar. Hann gaf sér þó tíma til að spjalla við Framsóknarmanninn Magnús Stefánsson. Meira
6. desember 2008 | Erlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Eiturlyfin ógna Mexíkó

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is LÍK 30 manna fundust í Mexíkó í fyrradag og í borginni Tijuana voru 37 manns myrtir um síðustu helgi. Á einu ári hafa um 4.500 manns fallið í valinn og ófáir verið afhöfðaðir. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Enginn blettur undanskilinn þrifum

ÞAÐ hafði snarar hendur, starfsfólk Players og iðnaðarmenn frá Stálnesi, eftir að eldur kviknaði í olíublautum tuskum á skemmtistaðnum í gærmorgun. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Fjárfestar sýna Árvakri áhuga

TÖLUVERT hefur miðað í þessari viku í vinnu við að skjóta styrkari stoðum undir starfsemi Árvakurs hf. sem á Morgunblaðið og mbl.is, að sögn Einars Sigurðssonar forstjóra félagsins. Forystumenn Árvakurs hf. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fjölgað hjá lögreglunni

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hefur auglýst eftir á þriðja tug lögreglumanna. Að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra er þetta mögulegt vegna hagræðingaraðgerða innan embættisins. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Fúsir krakkar leika sér í frostinu

ÞÓ AÐ Kári bíti í kinn þessa dagana verður það ekkert endilega til þess að krakkar húki inni við. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Fögnuðu tuttugu ára afmæli samtaka HIV-smitaðra á Íslandi

TÍU einstaklingar hafa greinst HIV-jákvæðir á þessu ári en nýsmituðum hefur fjölgað undanfarin ár í nágrannalöndum okkar. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælisdagskrá alnæmissamtakanna HIV-Ísland sem fögnuðu 20 ára afmæli sínu í gær. Meira
6. desember 2008 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Gengið í kringum Ka'aba í Mekka

ÁRLEG pílagrímsferð múslima (hajj) til heilögu borgarinnar Mekka hefst í dag og stendur hún í fimm daga. Hajj er ein af fimm stoðum íslams og er öllum múslimum sem efni og heilsu hafa til ætlað að fara í slíka ferð a.m.k. einu sinni á ævinni. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð

Gera úttekt fyrir landsfund

SJÁLFSTÆÐISMENN undirbúa nú Evrópu- og gjaldmiðilsumræðu landsfundarins, sem haldinn verður í janúar. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Gistinóttum fækkaði um 5% á milli ára í októbermánuði

GISTINÆTUR á hótelum í október sl. voru 103.700, en voru 108.800 á sama tíma í fyrra, sem er því tæplega 5% samdráttur milli ára. Á Reykjavíkursvæðinu fækkaði gistinóttum úr 83.100 í 76.400 eða um 8%. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum úr 6.400 í 5. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Haldið upp á 150 ára afmæli Saurbæjarkirkju

Eyjafjarðarsveit | Saurbæjarkirkja í Eyjafirði er 150 ára um þessar mundir. Haldið var upp á það um liðna helgi. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð

Hamingjan er smitandi

ÞEIR sem eiga hamingjusama vini, ættingja og nágranna eru mun líklegri til að vera hamingjusamir sjálfir, samkvæmt viðamikilli rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum. Meira
6. desember 2008 | Erlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Hamingjan smitast milli manna

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HAMINGJAN er smitandi, smitast milli vina, nágranna, systkina og maka líkt og flensa, samkvæmt viðamikilli rannsókn vísindamanna við Harvard-háskóla og Kaliforníuháskóla. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hátíð Bergmáls

BERGMÁL, líknar- og vinafélag heldur aðventuhátíð sína í Háteigskirkju á morgun, sunnudaginn 7. desember, kl. 16. Ræðumaður er séra Örn Bárður Jónsson. Organisti Douglas A. Brotchie. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hætta leit að rjúpnaskyttu

FORMLEGRI leit að Trausta Gunnarssyni, sem saknað hefur verið í tæpa viku, hefur verið hætt vegna aðstæðna á leitarsvæðinu. Snjóföl er yfir Skáldabúðaheiði og því erfitt að leita. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Jólabasar Kling og Bang

TÓNLIST, myndlist og íslensk hönnun er meðal þess sem hægt verður að nálgast á jólabasar Kling og Bang, Hverfisgötu 42 í dag milli kl. 12 og 20. Í tilefni þess að íslensk hönnun er jólagjöfin í ár mun fjölbreyttur hópur hönnuða selja verk sín á... Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð

Jólatorg á aðventu

Allar helgar í aðventu verður sannkallað jólatorg í miðbæ Mosfellsbæjar. Komið hefur verið upp jólahúsum þar sem fyrirtæki og félagasamtök selja alls kyns varning, allt frá kartöflum upp í jólatré. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Kaupmáttur minnkaði um 6,1%

Á TÓLF mánaða tímabili til loka október sl. hefur kaupmáttur almennra launa minnkað um 6,1%. Hann er nú svipaður og fyrir um þremur árum eða undir lok árs 2005. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Krónan styrkist um tæp 20% á tveimur dögum

KRÓNAN hefur nú styrkst um tæplega 20% á tveimur dögum, eða frá því hún var sett á flot að nýju í fyrradag við opnun millibankamarkaðar með gjaldeyri. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð

Leiðrétt

Hafði ekki greitt Bæjarstjórinn í Kópavogi hafði ekki greitt fyrir lóðina í Fróðaþingi. Bæjarráð afturkallaði úthlutun lóðarinnar til bæjarstjórans þegar það kom í ljós að lóðin hafði ekki verið auglýst eins og reglur kveða á um. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Lyngdalsheiðarvegur löglegur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Vegagerðina af kröfu Péturs M. Jónassonar vatnalíffræðings um að ógiltur yrði úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Lyngdalsheiðarvegar. Vegurinn liggur milli Laugarvatns og Þingvalla í... Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Lögmannafélag Íslands gagnrýnir vinnubrögð við lagasetningu á Alþingi

LÖGMANNAFÉLAG Íslands hefur komið athugasemdum á framfæri við forseta Alþingis þar sem farið er fram á að Alþingi leiti eftir umsögn og áliti sérfræðinga við smíði á lagafrumvörpum enda hafi borið á því að undanförnu að frumvörp séu afgreidd í miklum... Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 438 orð

Með umboð Alþingis

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ALÞINGI samþykkti í gær tvær þingsályktunartillögur sem veita ríkisstjórninni umboð til að leiða til lykta annars vegar samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hins vegar Icesave-deiluna. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Meiri vitneskju um ohf. hlutann

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FJÁRLAGANEFND Alþingis vinnur að frumvarpi til breytingar á lögum um Ríkisendurskoðun. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 73 orð

Mótmæla beygjubanni

HVERFISRÁÐ Háaleitis- og Bústaðahverfis krefst þess að fallið verði frá lokun á vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 46 orð

Mótmæla spillingu

MÓTMÆLAGANGA verður á Akureyri í dag og hefst hún kl. 15. Gengið verður frá samkomuhúsinu og inn á Ráðhústorg. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Mótmæla uppistöðulóni í Laxárdal

VEGNA frétta um hugmyndir stöðvarstjóra Laxárvirkjunar um stækkun stíflu í Laxá vilja Náttúruverndarsamtök Íslands benda á að Laxá er friðuð og óheimilt er að breyta rennsli hennar. Bent hafi verið á aðrar lausnir til að stemma stigu við ísvandamálinu. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 740 orð | 2 myndir

Neyðarlögin of víðtæk?

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is EINN af tólf liðum í áætlun sem vinnuhópur á vegum stjórnvalda vinnur að til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja er að greiða fyrir því að kröfuhafar gömlu bankanna eignist hlut í nýju ríkisbönkunum. Meira
6. desember 2008 | Erlendar fréttir | 81 orð

Olíuverðið á niðurleið

VEGNA samdráttarins í efnahagslífinu um allan heim hefur olíuverðið snarlækkað og er því spáð, að sú þróun muni halda áfram á næsta ári en snúast við á síðara misseri þess. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Persil-klukkan komin á sinn stað á torginu

KLUKKAN á Lækjartorgi er aftur komin á sinn stað en hún var sett upp í gær eftir viðamikla viðgerð vegna skemmda sem urðu á henni fyrir í sumar. Tengja á rafmagn í klukkuna í dag svo hægt verði að stilla hana og setja hana í eðlilegan gang. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Ræktaði kannabis í miðbænum

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni eftir hádegi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 20 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl um fertugt var handtekinn í þágu rannsóknar málsins. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

Samið um laun í Kópavogi

STJ'ORN Starfsmannafélags Kópavogs hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 216 orð

Setja lagaskyldu á kjararáð

Eftir Önund Pál Ragnarsson og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur FRUMVARP um launalækkun ráðherra og þingmanna var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Sex ára og sex sinnum í hjartaaðgerð

ANNEY Birta Jóhannesdóttir, sem afhenti í gær Dorrit Moussaieff forsetafrú fyrsta eintakið af silfurhálsmeni til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, er sex ára hnáta sem hefur farið sex sinnum til Boston í hjartaaðgerð. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Skrifstofustjóri Framsóknar

EINAR Skúlason hefur verið ráðinn skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna og tekur við því starfi af Helgu Sigrúnu Harðardóttur. Einar hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, nánar tiltekið frá árinu 2003. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Slökkt á friðarsúlunni á dánardægri Lennons

SLÖKKT verður á friðarsúlunni í Viðey, listaverki Yoko Ono, næstkomandi mánudag, 8. desember, á dánardægri Johns Lennons. Hún hefur lýst frá afmælisdegi hans, 9. október. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Sundlaug fyrir alla

SUNDLAUG Kópavogs á Rútstúni hlaut viðurkenningu fyrir gott aðgengi í tilefni af degi fatlaðra hinn 3. desember sl. Það var ferilnefnd Kópavogs sem veitti viðurkenninguna. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 270 orð

Synjun um byggingarleyfi ógilt

BYGGINGAFULLTRÚA Reykjavíkur var óheimilt að synja um byggingarleyfi fyrir brú af svölum íbúðar í Barmahlíð 54 yfir á þak bílskúrs og gerð þaksvala þar, með stiga niður í garð. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Tvíbrotinn rithöfundur tekur lífinu með ró

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is AÐVENTAN er háannatími fyrir rithöfunda sem þekkja það að þeysa milli kynningarstaða til að árita bækur og selja þær fyrir jólin. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 47 orð

Útvarp á aðventu

ÚTVARP Akraness hefur nú hafið göngu sína líkt og hefð er fyrir á þessum árstíma. Verður sent út alla helgina. Þessi skemmtilega viðbót í aðventuna á Akranesi hefur fest sig í sessi og þykir nauðsynlegur þáttur í jólaundirbúningnum. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 192 orð

Vanhanen var varfærinn

UMMÆLI Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, um inngöngu Íslands í ESB, voru sett fram með eindregnari hætti af fréttaveitunni Bloomberg, heldur en tónn viðtalsins gaf til kynna. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 575 orð | 3 myndir

Viðamikil bleikjurannsókn

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BLEIKJUSTOFNINN í Elliðavatni stendur höllum fæti og sjúkdómur sem greindist í bleikju í vatninu í haust eykur enn á áhyggjur af stofninum. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

ÞETTA HELST ...

Mega leigja húsið sitt af Íbúðalánasjóði Tvenn ný lög voru samþykkt á Alþingi í gær, annars vegar um að úrskurðarnefnd á sviði siglingamála verði lögð niður og hins vegar um húsnæðismál . Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 473 orð | 3 myndir

Þrír í framboð til formanns Framsóknar

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞRÍR hafa tilkynnt að þeir gefi kost á sér til formennsku í Framsóknarflokknum. Þeir eru Jón Vigfús Guðjónsson sjómaður, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Ætla að tromma áhyggjurnar burt

Hljóðfærahúsið stendur fyrir opnum trommuhring í verslun sinni í Síðumúla í dag kl. 14. Núna þegar skammdegið er að taka öll völd og jólastreitan í þann veginn að ná tökum á okkur er tilvalið að setjast saman og tromma frá okkur áhyggjur og angur. Meira
6. desember 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

ÖSE leysi deilur

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tók í gær og fyrradag þátt í sextánda ráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, sem fram fór í Helsinki í Finnlandi. Um 50 utanríkisráðherrar sóttu fundinn að þessu sinni. Meira

Ritstjórnargreinar

6. desember 2008 | Leiðarar | 309 orð

Aðþrengdur ríkissjóður

Styrking krónunnar eykur landsmönnum nú bjartsýni eftir nokkrar mjög erfiðar vikur. Það var tími til kominn að sjá smá ljóstíru við enda ganganna sem við fetum okkur nú í gegnum. Stórar en ekki óyfirstíganlegar hindranir eru samt á veginum framundan. Meira
6. desember 2008 | Staksteinar | 165 orð | 1 mynd

Með lokuð eyrun

Sveitarfélögin í landinu eiga nú í verulegum fjárhagsvandræðum. Þau súpa nú seyðið af útgjaldaþenslu og skuldasöfnun í góðærinu undanfarin ár. Meira
6. desember 2008 | Leiðarar | 306 orð

Menntun og fangelsi

Margir þeirra, sem nú sitja í fangelsi á Íslandi, eiga það sammerkt að hafa átt við námsörðugleika að stríða í æsku. Til þessara vandræða má rekja að þeir flosnuðu upp úr námi og urðu utanveltu í samfélaginu. Meira

Menning

6. desember 2008 | Fólk í fréttum | 251 orð | 2 myndir

Bara vinir

MEINTUR elskhugi Madonnu, hafnaboltakempan Alex Rodriguez, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um samband sitt við poppstjörnuna. Hann segir þau tvö aðeins vera vini. „Við erum vinir og ekkert meira. Meira
6. desember 2008 | Bókmenntir | 237 orð | 1 mynd

„Ég get vel við unað, það er smá frægðarmunur á okkur“

SÓLSKINSHESTUR, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, er ein sjö bóka sem tilnefndar voru til evrópskra bókmenntaverðlauna sem veitt voru í París í vikunni. Meira
6. desember 2008 | Myndlist | 64 orð

Birgir Snæbjörn í Miami

SÝNING á verkum Birgis Snæbjarnar Birgissonar myndlistarmanns stendur nú yfir á The Bridge-listakaupstefnunni í Miami, á vegum Gallery Boreas. The Bridge-kaupstefnan fer fram um leið og Art Basel Miami. Meira
6. desember 2008 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Goggi var það heillin

* Í viðtali við Árna Heimi Ingólfsson, tónleikastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, í Morgunblaðinu í gær, í tilefni af því að plata hljómsveitarinnar hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, lofaði hann upptökumenn Chandos-útgáfunnar, sem gefur... Meira
6. desember 2008 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Gylfi indí

*Óháðir neðanjarðarlistamenn hafa löngum verið mærðir af þeim sem vitið þykjast hafa. Slíkir menn þurfa þó ekki að einskorðast við þverröndóttar peysur, hár niður í augu og Converse strigaskó. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Harmonikan dunar í Ráðhúsinu

HARMONIKUFÉLAGIÐ Hljómur heldur tónleika á morgun kl. 16 í Ráðhúsinu. Á efnisskrá tónleikana eru létt lög úr ýmsum áttum, flest útsett af Karli Jónatanssyni. Meira
6. desember 2008 | Myndlist | 608 orð | 1 mynd

Hefur alltaf verið fúlasta alvara

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞAÐ er eins og runnið hafi á mig æði í sumar. Þá málaði ég yfir 100 vatnslitamyndir á þremur mánuðum. Meira
6. desember 2008 | Fjölmiðlar | 173 orð | 1 mynd

Hinn barngóði krókódíll

David Attenborough hefur mætt vikulega á RÚV í þáttum um skriðdýr og froskdýr. Hann kvaddi í síðasta þætti sínum með því að fjalla um krókódíla. Þar kom sannarlega ýmislegt á óvart. Meira
6. desember 2008 | Fólk í fréttum | 344 orð | 1 mynd

Hlaðborð af íslenskri hönnun

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is FJÖLBREYTTUR hópur hönnuða og listamanna selur verk sín á jólabasar í galleríi Kling og Bang í dag. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 849 orð | 1 mynd

Í flækju með Mahler

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is JÓRUNN Viðar tónskáld, píanóleikari og tónlistarkennari verður níræð á morgun. Í samtali við blaðamann sló hún á sína léttustu strengi, hló dátt og gladdist yfir tilverunni. Skemmtilegri manneskjur eru vandfundar. Meira
6. desember 2008 | Fólk í fréttum | 187 orð | 2 myndir

Íhugar að fara í brjóstaminnkun

BANDARÍSKA söngkonan Britney Spears hefur lýst yfir áhuga á að láta minnka á sér brjóstin. Meira
6. desember 2008 | Hönnun | 60 orð | 1 mynd

Jeffrey Nebolini talar um hönnun

GRAFÍSKI hönnuðurinn Jeffrey Nebolini heldur hádegisfyrirlestur í Opna listaháskólanum á þriðjudag kl. 12 í Skipholti 1, stofu 113. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 56 orð | 1 mynd

Jólaóratórían hjá Dómkór

Rúsínan í pylsuenda Tónlistardaga Dómkirkjunnar, sem staðið hafa undanfarnar vikur, verður flutningur Dómkórsins á þremur fyrstu hlutum Jólaóratóríu Jóhanns Sebastians Bach í dag, á Nikulásarmessu, kl. 17 í Langholtskirkju. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 71 orð | 1 mynd

Jólatónleikar til styrktar Afríku

JÓLATÓNLEIKAR Kórs Neskirkju verða haldnir á morgun kl. 17 í kirkjunni. Á efnisskránni eru jólalög og sálmar eftir Bach, Sigvalda Kaldalóns, Fauré, Mendelssohn o.fl. Meira
6. desember 2008 | Fólk í fréttum | 483 orð | 2 myndir

Kvöðin að fá keðjubréf

Þegar ég var krakki voru keðjubréf það leiðinlegasta sem ég gat hugsað mér að fá með póstinum. Ekkert var meira óspennandi og bréfunum fylgdi alltaf sú kvöð að þurfa að senda þau áfram, ég gerði það aldrei. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 35 orð

Leiðrétting

Í UMFJÖLLUN um tónleika Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna urðu þau mistök að rangur tónleikastaður var gefinn upp. Hið rétta er að tónleikarnir verða í Fella- og Hólakirkju klukkan 17.00 á morgun, sunnudag. Beðist er velvirðingar á... Meira
6. desember 2008 | Myndlist | 101 orð | 1 mynd

Ragnar til Luhring Augustine

GALLERÍIÐ Luhring Augustine í New York hefur sent frá sér tilkynningu um að Ragnar Kjartansson sé orðinn einn af listamönnum gallerísins. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 447 orð | 1 mynd

Risarnir berjast um hann

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÓLAFUR Arnalds hefur verið á miklu flandri um heiminn á þessu ári. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 1409 orð | 1 mynd

Rokkarinn kvaddi með reisn

Einn merkasti tónlistarmaður þjóðarinnar, G. Rúnar Júlíusson, lést í gær. Hér er tæpt á helstu atriðum í ferli hans. Meira
6. desember 2008 | Bókmenntir | 195 orð | 1 mynd

Slamm, slamm, ljóðaslamm

LJÓÐASLAMM Borgarbókasafnsins fer fram í annað sinn föstudagskvöldið 13. febrúar næstkomandi. Meira
6. desember 2008 | Fjölmiðlar | 283 orð

Tíu stafir eða færri

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skákkona og Sigrún Gylfadóttir sviðsstjóri. Á milli þess sem þær fást við m.a. Meira
6. desember 2008 | Tónlist | 237 orð | 1 mynd

Þetta eru sykursæt hljóðfæri

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl. Meira

Umræðan

6. desember 2008 | Aðsent efni | 186 orð

Að marka stefnu

SAMKOMULAGIÐ við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur nú komið til framkvæmda, og þar með hafa nokkur þáttaskil orðið í viðureigninni við efnahagsvandann. Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 588 orð | 1 mynd

Af-kimar íslenskra tónlistarverðlauna

Jakob Frímann Magnússon gerir athugasemdir við umfjöllun um Íslensku tónlistarverðlaunin: "Peningarnir hrynja ekki af himnum ofan, hvorki á Morgunblaðið né Íslensku tónlistarverðlaunin." Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 239 orð | 1 mynd

Af litlum neista verður oft mikið bál

Sigrún A. Þorsteinsdóttir skrifar varnaðarorð í þágu brunavarna: "Brunum í desember verður ekki fækkað nema almenningur sýni andvara við notkun kertaljóss." Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Borgarafundur.org – Agora

FYRIRBÆRIÐ borgarafundur.org hefur gert sig gildandi á liðnum vikum í umræðunni. Leikstjóranum Gunnari Sigurðssyni leiddist allt í einu það sem flatskjárinn hans hafði upp á að bjóða. Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Evrudyrunum skellt

Eftir Erik Berglof: "Í stað þess að nota tækifærið, sem felst í þessari einstöku stöðu, til að þrýsta á þá um að laga sig að Maastricht-skilyrðunum, eru evruþjóðirnar að íhuga ný og sérlega óljós skilyrði byggð á gæðum bankakerfa." Meira
6. desember 2008 | Blogg | 108 orð | 1 mynd

Eyþór Arnalds | 5. desember 2008 Veitir ekki af... Þessi styrking er...

Eyþór Arnalds | 5. desember 2008 Veitir ekki af... Þessi styrking er verulega góð fyrir alla þá sem eru með erlend lán, verðtryggð lán, hafa áhyggjur af háum vöxtum eða þurfa á innfluttri vöru að halda; Íslendinga. Meira
6. desember 2008 | Blogg | 75 orð | 1 mynd

Haukur Nikulásson | 5. desember 2008 Vinsæll og áhrifamikill lukkunnar...

Haukur Nikulásson | 5. desember 2008 Vinsæll og áhrifamikill lukkunnar maður genginn Það er söknuður að tónlistarmanni sem fékk að taka þátt í og vera með vinsælustu hljómsveitum landsins á sinni tíð. Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 675 orð | 1 mynd

Hverjum get ég treyst núna?

TRAUSTIÐ var eitt það fyrsta sem fór í hruninu. Fáir treysta nú bönkunum, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu eða ríkisstjórn og traust á alþjóðavettvangi er gufað upp. Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 166 orð

Illa farið með eldri borgara

„ELDRA fólk tapar miklu“. Þetta er forsíðugrein Morgunblaðsins 27. nóvember sl. Er þar sagt frá því að um 11 þúsundir eldri borgara, 65 ára og eldri, hafi tapað 30 milljörðum eða um 2,7 milljónum að meðaltali. Meira
6. desember 2008 | Blogg | 109 orð | 1 mynd

Kikka-Kristlaug María Sigurðardóttir | 5. desember 2008 Höfðingi fallinn...

Kikka-Kristlaug María Sigurðardóttir | 5. Meira
6. desember 2008 | Blogg | 104 orð | 1 mynd

Magnús Geir Guðmundsson | 5. desember 2008 Hvíl í friði, kæri eldhugi...

Magnús Geir Guðmundsson | 5. desember 2008 Hvíl í friði, kæri eldhugi! Það eru alltaf sorgartíðindi er eldhugar og afreksmenn kveðja okkur langt um aldur fram! Meira
6. desember 2008 | Blogg | 151 orð | 1 mynd

Ómar Ragnarsson | 5. desember 2008 Ekki seldur, sárt saknað Rúnar...

Ómar Ragnarsson | 5. desember 2008 Ekki seldur, sárt saknað Rúnar Júlíusson tengist mér sérstökum böndum. Í meira en þrjátíu ár var hann fastamaður í svonefndu Stjörnuliði sem keppt hefur árlega á ýmsum stöðum víða um land. Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 279 orð | 1 mynd

Ritstjórn, ekki ritskoðun

Gunnar I. Birgisson svarar grein Gauta Kristmannssonar: "Það var hann [Hjálmar Sveinsson] en ekki ég sem hefti upplýsingaflæði til almennings." Meira
6. desember 2008 | Blogg | 210 orð | 1 mynd

Sigríður Laufey Einarsdóttir | 5. desember 2008 Hver er árangurinn...

Sigríður Laufey Einarsdóttir | 5. desember 2008 Hver er árangurinn? Hvatning til aukinnar framleiðslu í útgerð og landbúnaði þarf að endurskoða til að tryggja útflutning og nægilega matvælaframleiðslu í landinu. Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 846 orð | 1 mynd

Sjálfstæði kirkjunnar og frumvarp til þjóðkirkjulaga

Þorbjörn Hlynur Árnason svarar grein Péturs Péturssonar: "Markmið þessa frumvarps er að auka enn lýðræði í kirkjulegri stjórnun..." Meira
6. desember 2008 | Pistlar | 418 orð | 1 mynd

Spegill heimsins

Stundum gerum við heiminn flókinn þegar prinsip lífsins eru tiltölulega einföld. Annað hvort stendur maður með ófrísku konunni sem er sagt upp af því að hún er ófrísk eða maður stendur með vinnuveitandanum sem rekur hana. Meira
6. desember 2008 | Blogg | 118 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 5. desember 2008 Rúnar Júlíusson látinn...

Stefán Friðrik Stefánsson | 5. desember 2008 Rúnar Júlíusson látinn Rúnar Júlíusson var eiginlega hr. Rokk í huga flestra landsmanna. Meira
6. desember 2008 | Blogg | 189 orð | 1 mynd

Stefán Gíslason | 5. desember 2008 Kerti er ekki bara kerti Nú fer í...

Stefán Gíslason | 5. desember 2008 Kerti er ekki bara kerti Nú fer í hönd mikil kertatíð. En ef manni er annt um komandi kynslóðir er ekki alveg sama hvernig kerti maður kaupir. Uppruni kertanna er nefnilega ærið misjafn. Meira
6. desember 2008 | Velvakandi | 586 orð | 1 mynd

Velvakandi

Eftirlaunaósóminn ÉG varð fyrir miklum vonbrigðum með að þau Ingibjörg og Geir hyggjast leysa eftirlaunaósómann með breytingum sem eiga að taka gildi í júlí á næsta ári. Meira
6. desember 2008 | Aðsent efni | 464 orð | 2 myndir

Þörfin fyrir sjálfboðið starf aldrei verið meiri

Anna Stefánsdóttir og Kristján Sturluson minna á hjálparstarf Rauða krossins: "Á tímum efnahagsþrenginga og vaxandi atvinnuleysis hefur þörfin fyrir sjálfboðið starf ef til vill aldrei verið meiri." Meira

Minningargreinar

6. desember 2008 | Minningargreinar | 1178 orð | 1 mynd

Ásmundur Frímannsson

Ásmundur Frímannsson fæddist í Neskoti í Flókadal 31. júlí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Frímann Viktor Guðbrandsson bóndi og kona hans Jósefína Jósefsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
6. desember 2008 | Minningargreinar | 1929 orð | 1 mynd

Garðar Rafn Ásgeirsson

Garðar Rafn Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 15. janúar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 24. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Pálsdóttir frá Arnhólsstöðum í Skriðdal, f. 21.6. 1906, d. 5.7. Meira  Kaupa minningabók
6. desember 2008 | Minningargreinar | 1411 orð | 1 mynd

Haraldur Róbert Eyþórsson

Haraldur Róbert Eyþórsson fæddist í Fremri-Hnífsdal í Eyrarhreppi í Ísafjarðarsýslu 6. ágúst 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Haraldar voru Jón Eyþór Guðmundsson, f. Meira  Kaupa minningabók
6. desember 2008 | Minningargreinar | 355 orð | 1 mynd

Hermann Oddur Sigurjónsson

Hermann Oddur Sigurjónsson fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 23. maí 1919. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallfríður Hermannsdóttir húsmóðir og Sigurjón Oddsson trésmiður. Meira  Kaupa minningabók
6. desember 2008 | Minningargreinar | 3022 orð | 1 mynd

Jóna Ólafsdóttir

Jóna Ólafsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 31.12. 1946. Hún andaðist þar 29.11. 2008. Hún var dóttir hjónanna Önnu Svölu Árnadóttur Johnsen,, f. 19.10. 1917,, d. 16.1. 1995 og Ólafs Þórðarsonar,, f. 30.1. 1911,, d. 1.1. Meira  Kaupa minningabók
6. desember 2008 | Minningargreinar | 2250 orð | 1 mynd

Sigrún Guðný Guðmundsdóttir

Sigrún Guðný Guðmundsdóttir fæddist 6. ágúst 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi, f. 30.10. 1902, d. 11.4. Meira  Kaupa minningabók
6. desember 2008 | Minningargreinar | 1894 orð | 1 mynd

Tómas Karlsson

Tómas Karlsson fæddist á Stokkseyri 20. nóvember 1923 Hann lést í Reykjavík 27. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Frímann Magnússon skósmiður og útgerðarmaður á Stokkseyri, f. 4.10. 1886, d. 30.1. Meira  Kaupa minningabók
6. desember 2008 | Minningargreinar | 247 orð | 1 mynd

Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand

Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand fæddist á Æsustöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu, 19. júní 1929. Hún lést á sjúkrahúsinu í Kungälv í Svíþjóð 4. nóvember síðastliðinn og var jarðsungin frá Rödbokirkju í Gautaborg 28. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi eykst enn í Bandaríkjunum

HLUTABRÉF á Wall Street í New York féllu fyrst í verði í gær þegar í ljós kom að störfum í Bandaríkjunum fækkaði um 533 þúsund í nóvembermánuði. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Birta ekki uppgjör

STJÓRN Vinnslustöðvarinnar ætlar ekki að birta níu mánaða uppgjör eins og að var stefnt. 21. október birtist tilkynning í Kauphöll Íslands um að uppgjörið yrði birt í seinasta lagi 21. nóvember. 11. nóvember var fresturinn framlengdur til 28. nóvember. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Fjórða tilraun bílafyrirtækjanna

FORSTJÓRAR stóru bílaframleiðenda þriggja í Bandaríkjunum, Chrysler, General Motors og Ford , mættu í gær fyrir þingnefnd í þinghúsinu Washington í fjórða skiptið á tveimur vikum. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Fons átti FS37 sem varð Stím

Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@mbl.is FS37 ehf., sem síðar var endurnefnt Stím, var í eigu Fons. Þetta kemur fram í ársreikningi annars félags, FS38 ehf.. Eini hluthafinn í FS38 ehf. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Heildarveltan 335 milljónir í Kauphöll

Heildarvelta með hlutabréf var 335,6 milljónir króna í Kauphöllinni í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,29% og endaði í 651,9 stigum . Bréf í Atorku hækkuðu mest, eða um 27,7%, en veltan var aðeins 590.000 kr . Bréf í Bakkavör hækkuðu um rúm 11%. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Hlutur Icelandair í Travel Service minnkar

ICELANDAIR Group hefur undirritað samkomulag um hlutafjárviðskipti við meðeigendur sína að flugfélaginu Travel Service í Tékklandi. Í því felst að eignarhlutur Icelandair í Travel Service minnkar úr 80% í 66% af hlutafé félagsins. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 328 orð | 2 myndir

Krónan styrkist áfram

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is KRÓNAN hélt áfram að styrkjast í gær eins og í fyrradag þegar Seðlabankinn opnaði millibankamarkað með gjaldeyri á nýjan leik. Nam styrkingin í gær rúmum 11% en gengisvísitalan endaði í 204 stigum. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 113 orð | 1 mynd

Lausafjárstaðan lagast

STRAUMUR-Burðarás Fjárfestingarbanki lauk í gær fjármögnun upp á 133 milljónir evra. Það svarar til liðlega 21 milljarðs íslenskra króna. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Markmið að styðja við eiginfjárgrunn Exista

STJÓRN Exista hefur samþykkt að hefja viðræður við einkahlutafélag í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona um kaup Exista á öllu hlutafé í félaginu Kvakki ehf. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 153 orð | 1 mynd

Nýta sérþekkinguna betur

ÞEKKING sérfræðinga á þeim erfiðu málum sem finna hefur þurft lausnir á hefur ekki verið nýtt sem skyldi. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Sektað um 20 milljónir króna

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur lagt 20 milljóna króna stjórnvaldssekt á Eimskipafélagið. Sektina fær félagið vegna frestunar á birtingu innherjaupplýsinga vegna fjárhagserfiðleika Innovate Holdings, dótturfélags Eimskips í Bretlandi, síðastliðið vor. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Styrking lengur að skila sér á kortin

GENGI krónu styrktist verulega í gær og nú kostar t.d. evran 153 kr. Visa- og Mastercard -gengið er samt hærra, en á vef Valitor og Borgunar kostar evran um 188 kr. Meira
6. desember 2008 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Viðskiptajöfnuður batnar á milli ársfjórðunga

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR var óhagstæður um 109,6 milljarða króna á þriðja fjórðungi þessa árs, en það er nokkru minna en á fjórðungnum á undan er hallinn var um 128 milljarðar. Meira

Daglegt líf

6. desember 2008 | Daglegt líf | 157 orð | 1 mynd

Ásgeir Þorvaldsson sýnir á Árbakkanum

Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Ásgeir Þorvaldsson, gamall Blönduósingur sem nú býr í Vestmannaeyjum, sýnir þessa dagana myndir sínar á kaffihúsinu Við árbakkann. Meira
6. desember 2008 | Daglegt líf | 2089 orð | 2 myndir

Gæslumaður laganna

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, eða KK eins og hann er jafnan kallaður, hefur sent frá sér nýjan geisladisk Svona eru menn . Meira
6. desember 2008 | Daglegt líf | 94 orð

Hvítt og rykkt eftir áramótin

EF MARKA má hönnun Indónesans Ian Adrian á „Tískusprengingunni 2009“ sem fram fór í höfuðborginni Jakarta í vikunni verður hvíti liturinn alls ráðandi í tískufatnaði næsta árs. Meira
6. desember 2008 | Daglegt líf | 382 orð | 2 myndir

Reykjanesbær

Ljósin á vinabæjarjólatré Reykjanesbæjar frá Kristiansand verða tendruð á Tjarnargötutorgi klukkan 18 í dag, eins og venja er fyrsta laugardag desembermánaðar. Meira
6. desember 2008 | Daglegt líf | 620 orð | 5 myndir

Skapandi sveitakona

Hún er með færeyskt blóð í æðum og henni fellur aldrei verk úr hendi. Hún var farin að sauma út fimm ára gömul og hefur verið að skapa með fingrunum allar götur síðan. Meira
6. desember 2008 | Daglegt líf | 178 orð

Sög til að höggva tré?

Þórir Jónsson vekur athygli á því að í jólablaði Morgunblaðsins sé sagt frá því að allir fái sagir í Hjalladal í Heiðmörk „til að höggva trén“. Miklu orkar höndin hög, held að seint því linni. Höggvin tré með Sandvik sög suðrí Heiðmörkinni. Meira

Fastir þættir

6. desember 2008 | Árnað heilla | 58 orð | 1 mynd

50 ára

Kristján Björnsson verður fimmtugur í dag, 6. desember. Þeim sem vilja gleðjast með honum og fjölskyldu hans er boðið í sal frímúrara við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn milli kl. 17 og 19 og þiggja léttar veitingar. Meira
6. desember 2008 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

95 ára

Anna Margrét Elíasdóttir er níutíu og fimm ára í dag, 6. desember. Hún dvelur nú á Hrafnistu í... Meira
6. desember 2008 | Fastir þættir | 151 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Multi-slaufa. Norður &spade;5 &heart;875 ⋄KG64 &klubs;K7632 Vestur Austur &spade;G82 &spade;Á109763 &heart;Á104 &heart;K62 ⋄Á10853 ⋄9 &klubs;104 &klubs;D98 Suður &spade;KD4 &heart;DG93 ⋄D72 &klubs;ÁG5 Suður spilar 3G. Meira
6. desember 2008 | Fastir þættir | 211 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Ásmundur og Guðmundur Páll á skotskónum Eftir að tveim kvöldum af þremur er lokið í Cavendish tvímenningi BR, hafa Ásmundur og Guðmundur Páll byggt upp risaforskot sem erfitt gæti verið að brúa síðasta kvöldið. Meira
6. desember 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Keflavík Lilja María fæddist 2. maí kl. 3.57. Hún vó 3.440 g og var 52...

Keflavík Lilja María fæddist 2. maí kl. 3.57. Hún vó 3.440 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Ingibjörg Halldórsdóttir og Finnbogi Þór... Meira
6. desember 2008 | Í dag | 2326 orð | 1 mynd

(Lúk. 21)

ORÐ DAGSINS: Teikn á sólu og tungli. Meira
6. desember 2008 | Árnað heilla | 178 orð | 1 mynd

Matardekur á afmælisdegi

Helga Guðrún Jónasdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Cohn & Wolfe Íslandi, er 45 ára í dag. Hún verður dekruð af eiginmanni sínum, en hann ætlar að sjá um að elda ofan í stórfjölskylduna, sem boðið er í mat í tilefni dagsins. Meira
6. desember 2008 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og...

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34. Meira
6. desember 2008 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Reykjavík Aron Snær fæddist 14. september. Hann vó 3.360 g og var 52,5...

Reykjavík Aron Snær fæddist 14. september. Hann vó 3.360 g og var 52,5 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Hilmarsdóttir og Jóhann Örn... Meira
6. desember 2008 | Fastir þættir | 143 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. d4 Rxe4 4. Bd3 d5 5. Rxe5 Rd7 6. Rc3 Rxe5 7. dxe5 Rxc3 8. bxc3 Be7 9. O-O O-O 10. Hb1 b6 11. Dh5 g6 12. De2 Be6 13. Bb5 Bd7 14. c4 c6 15. Ba6 d4 16. Hd1 Bc5 17. c3 dxc3 18. Bh6 Dh4 19. Hxd7 Dxh6 20. e6 c2 21. Dxc2 fxe6 22. Meira
6. desember 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Sviss Kristófer Dagur fæddist 5. september kl. 16.15. Hann vó 3.150 g og...

Sviss Kristófer Dagur fæddist 5. september kl. 16.15. Hann vó 3.150 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Aðalheiður Hannesdóttir og Guðmundur Ragnar... Meira
6. desember 2008 | Fastir þættir | 680 orð | 2 myndir

Tvísýn glíma goðsagna við valkyrjur

29. nóvember-6. desember 2008 Meira
6. desember 2008 | Fastir þættir | 298 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji dagsins er alls engin grænmetisæta, þótt honum líki djúpsteiktar kartöflur ágætlega með brösuðu kjöti. Nýlega gerði Víkverji sér tvær ferðir í bílalúgur til að kaupa slíkar frelsiskartöflur. Fyrst var haldið á Aktu-taktu við Sæbraut. Meira
6. desember 2008 | Í dag | 80 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

6. desember 1593 Yfirdómur, æðsti dómstóll á Alþingi, var stofnaður. Hann starfaði í rúmar tvær aldir. 6. Meira

Íþróttir

6. desember 2008 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Alfreð heldur Kim Andersson

KIM Andersson, fyrirliði sænska landsliðsins í handknattleik og skytta hjá Þýskalandsmeisturum Kiel, hefur framlengt samning sinn við félagið um fimm ár, eða til ársins 2013. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 550 orð | 1 mynd

„Ekkert auðvelt að eiga við strákinn“

SIGURGANGA ÍR í Iceland Express deild karla í körfuknattleik heldur áfram en liðið vann Þór frá Akureyri 92:77 í Seljaskóla í gær. Þetta er fimmti sigur ÍR í röð í deildinni en liðið tapaði fyrstu fimm leikjunum. ÍR er með 10 stig í 6. sæti deildarinnar en Þór er í 8. sæti með 8 stig. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

„Ég ákvað að rífa mig bara upp“

KEFLVÍKINGAR sigruðu lánlausa Tindastólsmenn í gærkvöldi í úrvalsdeild karla. Loktölur voru 93:75 í nokkuð bragðdaufum leik en fyrir leikinn mátti búast við hörkukappleik þar sem þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni að slást um þriðja sætið. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 347 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson féllu í gærkvöldi úr keppni að loknum 16 liða úrslitum í alþjóðlegu badmintonmóti á Írlandi . Þeir töpuðu fyrir Dönum í tveimur lotum, 21:18, 21:15. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 310 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Helena Sverrisdóttir , landsliðskona í körfubolta, var stigahæst hjá TCU , háskólaliði sínu í Bandaríkjunum , þegar liðið tapaði fyrir Fresno State , 75:72. Þetta var annar ósigur TUC á leiktíðinni. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Gunnleifur til Noregs eða Svíþjóðar?

NORSKA úrvalsdeildarfélagið Fredrikstad og sænska úrvalsdeildarfélagið Trelleborg hafa bæði sýnt áhuga á að fá Gunnleif Gunnleifsson, landsliðsmarkvörð Íslands og fyrirliða HK, til liðs við sig fyrir næsta tímabil. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 465 orð | 1 mynd

Járn í járn og tvíframlengt

REYNSLAN skipti sköpum í Kópavogi í gærkvöldi þegar Njarðvík sótti Blika heim. Heimamenn sýndu að þeim langaði í stigin og tvívegis tókst gestunum tvívegis að knýja fram framlengingu en í báðum sáu reynsluboltar þeirra um að skora öll stigin í 103:107 sigri. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 389 orð

Kemur ekki til greina að tapa

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 303 orð | 1 mynd

Rakel á leið til Bröndby?

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is DANSKA meistaraliðið Bröndby vill fá landsliðskonuna Rakel Hönnudóttur að láni frá Þór/KA frá áramótum og til vors. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Sextán landsleikir kvenna á árinu 2009?

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur fyrstu leiki sína í undankeppni heimsmeistaramótsins í september á næsta ári, skömmu eftir að úrslitakeppni Evrópumótsins lýkur í Finnlandi. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 25 orð

Staðan

KR 10100994:72220 Grindavík 1091982:82318 Keflavík 1064851:78212 Njarðvík 1064810:85412 Tindastóll 1064796:81612 ÍR 1055810:78010 Snæfell 1055798:75010 Þór A. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 533 orð | 1 mynd

Staldrar stutt við í Vesturbænum

HINN 26 ára gamli Jón Arnór Stefánsson hefur sem kunnugt er snúið heim eftir farsælan körfuboltaferil í Evrópu. Hann leikur nú með liði KR í Iceland Express-deildinni, sem hefur unnið tíu leiki í röð og stefnir hraðbyri að meistaratitli. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 200 orð

Valsmenn fá 40 milljónir frá UEFA

LÍKT og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur af Meistaradeild Evrópu til félaga í aðildarlöndum sambandsins. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Veigar telur að Stabæk geri mistök

VEIGAR Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir að forráðamenn Stabæk geri mistök ef þeir ná ekki samkomulagi við franska liðið Nancy um kaupverð á honum. Meira
6. desember 2008 | Íþróttir | 419 orð | 1 mynd

Vilja ganga hnarreistir um bæinn

„ÞÓTT við höfum unnið síðasta leik liðanna þá er það engin trygging fyrir því að vinnum einnig næsta leik. Meira

Barnablað

6. desember 2008 | Barnablað | 543 orð | 2 myndir

13 ára leikstjóri gefur mynd sína út á DVD-diski

Árni Beinteinn Árnason, 13 ára, er athafnasamur ungur maður. Hann fær ótrúlegustu hugmyndir og það merkilega er, að hann framkvæmir þær líka. Mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar þegar kemur að framtakssemi og að hafa metnað fyrir verkum sínum. Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 41 orð | 1 mynd

Álfaprinsessan

Inga Laufey, 6 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af álfaprinsessu. Sjáið hvað hún er í fallegum kjól og á krúttlegan hund. Uppi á hólnum leikur sér lítil stúlka sem gerir sér örugglega ekki grein fyrir að undir henni er dýrindis... Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 94 orð | 1 mynd

Betlehemskertið

Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans. Því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda´ í líking manns. (S. Muri/Lilja Kristjánsdóttir) Á morgun kveikjum við á kerti númer tvö á aðventukransinum. Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 65 orð | 1 mynd

Börnin syngja með Jóla-Jóhönnu og Þráni

Barnablaðið heimsótti leikskólann Rauðhól í vikunni og fylgdist með jólasýningu Jóla-Jóhönnu og Þráins. Þau spiluðu og sungu fyrir börnin sem voru óhrædd við að syngja með. Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 44 orð | 1 mynd

Húsið mitt

Laufey, 5 ára, teiknaði þessa fínu mynd af sjálfri sér fyrir utan húsið sitt. Sjáið hvað Laufey er með fallega bleikan varalit. Við þurfum nú að bíða í einhverja mánuði eftir að geta baðað okkur í sólinni á stuttermabolnum eins og Laufey gerir... Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 50 orð

Hvað veistu?

Bryndís Sara, 9 ára, sendi okkur þessar spurningar. 1. Í hvaða hljómsveit er Magni? 2. Hvað heitir fyrsti jólasveinninn? 3. Hvað heitir þriðji jólasveinninn? 4. Hvað heitir annar jólasveinninn? 5. Í hvaða landi er borgin New York? Svör: 1. Á móti sól,... Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 538 orð | 1 mynd

Kertasníkir stríðir Jóla-Jóhönnu

Eftir sýningu á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti settist Jóla-Jóhanna niður með okkur og svaraði nokkrum spurningum. Geturðu sagt okkur aðeins frá sjálfri þér? Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 49 orð | 1 mynd

Klessulitalistaverk

Selma, 5 ára, gerði þetta skemmtilega listaverk. Hér sjáum við hana Selmu sjálfa með útbreiddan faðminn. Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Listrænar frænkur

Þær Laufey, 5 ára, Selma, 5 ára, og Inga Laufey, 6 ára, eru afar listrænar frænkur. Teikningarnar þrjár í blaðinu í dag eru eftir þessar glaðlyndu stúlkur. Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 440 orð | 1 mynd

Pabbi prófessor – 5. hluti

Á þjóðminjasafninu: Lína heyrði skrýtnar raddir söngla vísur og tala um allt mögulegt sem hún skildi ekki. En raddirnar gerðu hana syfjaða svo hún ákvað að halla sér aðeins útaf. Bara í örstutta stund. Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Piparkökur flýja

Þegar Bára ætlaði að fara að taka út nýbökuðu piparkökurnar sínar voru þær allar flúnar af plötunni og búnar að fela sig á síðum Barnablaðsins. Getur þú hjálpað henni að finna 10... Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 161 orð | 1 mynd

Pony-hestar og ofurhetjuspil á óskalistanum

Þau Ari Karl Kristófersson, 5 ára, og Ólafía Heba Matthíasdóttir, 5 ára, eru á leikskólanum Rauðhóli og skemmtu sér með þeim Jóla-Jóhönnu og Þráni. Þau voru bæði sammála um að sýningin hefði verið skemmtileg en hvað fannst þeim skemmtilegast? Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 120 orð | 2 myndir

Skemmtileg og spennandi bók

Eyja sólfuglsins eftir Sigrúnu Eldjárn er mjög spennandi og skemmtileg bók. Bókin er prýdd fjölda mynda. Bókin fjallar um fjóra skemmtilega krakka sem heita Ýmir og Gunna og krakkarnir sem þau passa heita Sunna María(systir Ýmis) og Tumi (smábarn). Meira
6. desember 2008 | Barnablað | 147 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku eigið þið að leysa dulmál. Teljið hlutina, athugið fjöldann og finnið þannig viðeigandi staf. Þegar þið hafið fundið lausnina skrifið þið hana á blaðið og sendið inn fyrir 13. desember. Meira

Lesbók

6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 95 orð | 1 mynd

Aftur til fortíðar

Þegar ég skellti þessari plötu í spilarann fannst mér eins og ég væri kominn u.þ.b. 12 ár aftur í tímann, því svona tónlist hef ég varla heyrt síðan ca. 1996 þegar útgáfur á borð við Mo' Wax og Ninja Tune voru upp á sitt besta. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 479 orð | 3 myndir

Algjör sirkus

Ef það er einhver sem á það skilið að vera tekinn djúpfræðilegum poppspekitökum þá er það Britney Spears. Þetta „fyrirbæri“ er það magnað og svo lýsandi fyrir þá tíma sem við lifum á að annað væri óverðskuldað. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 532 orð | 2 myndir

Augað alsjáandi

Undir lok átjándu aldar hannaði enski heimspekingurinn Jeremy Bentham nýja gerð af fangelsi sem var hagkvæmari er önnur slík vegna þess hve ódýrt væri að reka það; í stað þess að verðir væru á hverju strái væri nóg að hafa einn vörð og skapa þá... Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 212 orð | 1 mynd

Bak við yfirborðið

Skáldsaga F. Scotts Fitzgeralds um Gatsby hinn mikla, sem er talin meðal meistaraverka heimsbókmenntanna, er komin út á íslensku. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 705 orð | 2 myndir

Brusselsnatar og fullveldishetjur

Þriðji mánuður í kreppu er hafinn. Bjartsýnislygin sem við notum frá degi til dags til að skrimta hamrar á því að nú förum við að sjá til botns, nú fari þetta að koma. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 1316 orð | 5 myndir

Byggingararfleifð uppsveiflunnar

„Ég leyfi mér að efast stórlega um að raunveruleg verðmætasköpun hafi átt sér stað,“ segir greinarhöfundur um byggingararfleifð nýliðins uppgangstíma á Íslandi. Reistar voru byggingar sem voru of stórar miðað við umhverfi sitt, sjálfhverfar og óhóflegar að nánast öllu leyti. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð | 1 mynd

Draumur um hefðbundið líf

Hér segir frá þremur börnum og einstæðri móður þeirra, listakonu sem berst fyrir verndun hálendisins. Fjölskyldan býr ásamt ömmu og afa í óvenjulegum húsum í venjulegu hverfi og börnin láta sig dreyma um „hefðbundnara“ fjölskyldulíf. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 624 orð | 1 mynd

Framúrstefnublússpunadjasspopp

Don Glen Vliet, sem síðar tók sér nafnið Don Van Vliet og svo Captain Beefheart, er án efa einn sérkennilegasti listamaður sem kvatt hefur sér hljóðs vestan hafs. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 228 orð | 1 mynd

Frægasti bangsi í heimi

Fyrstu sögurnar um Bangsímon, frægasta bangsa í heimi, eru komnar út í sérstakri hátíðarútgáfu. Guðmundur Andri Thorsson þýðir listavel og bókina prýða upprunalegar teikningar eftir E.H. Shepard. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 770 orð | 2 myndir

Guðdómlegur gleðileikur

Ef það er tiltekin kvikmynd á London Film Festival árið 2008 sem stendur upp úr, rís eins og klettur úr hafinu, mynd sem hvort tveggja gnæfir yfir umhverfið og gefur því lit, réttlætir og endurnýjar trúna á kvikmyndalistina, þá er það nýjasta mynd... Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 589 orð | 2 myndir

Hífopp!

Sveinssafn er með stærstu listasöfnum landsins en það telur hátt í 9000 listaverk, aðallega verk Sveins Björnssonar listmálara en einnig verk eftir ýmsa aðra þekkta listamenn. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 113 orð | 2 myndir

HLUSTARINN | Lísa Kristjánsdóttir

Er með plötuna Oft spurði ég mömmu! með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni stöðugt á fóninum. Ég varð ástfangin af þessari plötu síðastliðið sumar. Hún varð óvænt á vegi mínum eins og ástin er gjarnan. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 181 orð | 1 mynd

Hreinleiki og saurgun

Ofmetnasta leikskáld samtímans, David Mamet, er einnig ofmetnasti kvikmyndaleikstjóri samtímans. Hans nýjasta verk, Redbelt , hefur þó ýmsa kosti fram yfir fyrri myndir; ber þar fyrst að nefna að hún líður hjá sársaukalaust. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 571 orð | 3 myndir

Hringsólað í Barselónu

Rán er fimmta skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Líkt og í fyrri bókum hennar er framvindan öðrum þræði tengd pælingum um frelsi, mannréttindi, frið og lýðræði. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 188 orð | 1 mynd

Hryðjuverkaárás í London

Bresku spennumyndinni Incendiary leikstýrir Sharon Maguire og hún skartar Ewan McGregor og Michelle Williams í aðalhlutverkum. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 417 orð

Hugleiðing um athugasemd við rangfærslu

Eftir Þorstein Hilmarsson thorsteinn@lv.is Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur gerir athugasemd í Lesbókinni 29. nóvember. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 287 orð | 3 myndir

Í gangi

LEIKLIST Vestrið eina Borgarleikhúsið „Heimur verksins er nöturlegur. Fátækt, græðgi, ofbeldi og ábyrgðarleysi virðast ráða ríkjum í Leenane og eins og presturinn orðar það þá er eins og lögsaga Guðs hafi ekki náð niður í þetta þorp. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 66 orð | 1 mynd

Ísland á hverfanda hveli

Titill glæpasögu Ævars Arnar Jósepssonar, Land tækifæranna , er hlaðinn kaldhæðni, enda sögusviðið Ísland allra síðustu vikna. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð | 1 mynd

Komst ekki í hátíðarskap

RAUÐ jól er ágæt áheyrnar en kom mér ekki í hátíðarskap. Á henni má finna tíu jólalög í flutningi nokkurra vinsælla tónlistarmanna. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 1853 orð | 1 mynd

Leitaði að sögu kvenna

Í gær, 5. desember, voru liðin 100 ár frá fæðingu Önnu Sigurðardóttur en hún var einn stofnenda Kvennasögusafns Íslands (1975) og forstöðumaður þess til 1996. Hún gagnrýndi stöðu kvenna um miðja 20. öld og kom fram með hugmyndir til að bæta hana. Við rifjum upp sögu hennar. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 250 orð | 1 mynd

Með kramið hjarta

Önnur „stór“ plata sem er nýkomin út, klyfjuð vandræðagangi og tilfinningakreppu, er ný plata ofurstjörnurapparans Kanyes Wests. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 351 orð | 2 myndir

Samhengi íslenskra bókmennta í Barselónu

Líklega hljómar það fjarstæðukennt að samhengið í íslenskum bókmenntum sé að finna í Barselónuborg á Spáni. En þetta er staðreynd. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð

Sófakynslóðin mótmælir

Við erum sófakynslóðin, þau sem segjast vera á móti hlutum en gera aldrei neitt í því,“ segir einn viðmælenda í heimildamyndinni Sófakynslóðin , sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu annað kvöld eftir fréttir. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 142 orð | 1 mynd

Steinar í djúpinu

Um þessar mundir er leikrit byggt á textum Steinars Sigurjónssonar sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið heitir Steinar í djúpinu og birtist hér stutt textabrot úr verkinu sem fengið er úr skáldsögunni Blandað í svartan dauðann sem kom út 1967. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 502 orð | 3 myndir

Ungur bjargvættur

Meira að segja þeir sem ekki hafa lesið söguna um Pollýönnu komast ekki hjá því að þekkja heimspeki þessarar litlu stúlku um það að í öllum slæmum aðstæðum megi finna eitthvað til að gleðjast yfir. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 534 orð | 2 myndir

Uppdiktaður Hallgrímur

Um líf Hallgríms Péturssonar er fátt vitað með vissu en hefur þó margt verið um það skrifað. Fræðimenn hafa rannsakað líf og skáldskap þessa merka trúarskálds, um hvort tveggja hafa verið ritaðar margar greinar og þó nokkrar bækur. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 266 orð | 1 mynd

Vopnabræður

Og að allt að öðru hérna í lokin. Sú gleðifrétt barst í ár að gömlu félagarnir Mark Olson og Gary Louris, sem í sameiningu leiddu eina almögnuðustu hljómsveit kántrírokksins, The Jayhawks, ætluðu að henda saman í plötu. Meira
6. desember 2008 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð

Örvar

Í skímu morguns ber hálslanga fugla við loft hraðfleygar skuggamyndir á grunni dögunar. Hljóðlátar örvar á flugi að torséðum skotmörkum. Að baki víglínunnar bíða óborin skáld í röðum óþolinmóð, sigurviss með spennta lásboga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.