Greinar föstudaginn 24. nóvember 2017

Fréttir

24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 671 orð | 2 myndir

Á góðu stími fyrir sjómenn í 80 ár

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Okkur hefur tekist að ná hagkvæmni í rekstri hjúkrunarheimilanna sem við höfum tekið að okkur. Sum þeirra voru áður rekin með miklum halla,“ sagði Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Barist hart um lopapeysu á uppboði

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Árlegur jólamarkaður Þórshafnarbúa var haldinn nýverið í Íþróttamiðstöðinni Verinu. Hefur sá viðburður fest sig í sessi og almenn ánægja íbúa verið með hann. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandii. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 755 orð | 3 myndir

„Ég er ekkert ósátt við dóminn“

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 1381 orð | 3 myndir

„Með svo miklum býsnum...“

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Langur tími líður milli gosa úr Öræfajökli og eldstöðin hefur einungis tvisvar gosið síðan land byggðist. Fyrra gosið varð árið 1362 og er það stærsta þeytigos sem orðið hefur á sögulegum tíma á Íslandi. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 624 orð | 5 myndir

„Viljum halda okkur við léttleikann“

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
24. nóvember 2017 | Innlent - greinar | 680 orð | 2 myndir

Breytt hegðun þorsks eftir veiðar

Fiskbein í gömlum verstöðvum á Vestfjörðum bera vitni um breytingar á vistkerfi sjávarins við Ísland allt frá því fyrir kristnitöku. Af rannsóknum á beinunum má draga lærdóm sem nýst getur nú á tímum mikilla loftslagsbreytinga. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Constantin Lyberopoulos, fv. aðalræðismaður

Constantin Lyberopoulos, fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Grikklandi, lést hinn 30. október síðastliðinn, 82 ára að aldri. Lyberopoulos fæddist 30. mars 1935 í Kalamata, sem er í suðurhluta Grikklands. Á námsárum lagði hann m.a. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Dómstóllinn setur niður með úrskurðinum

„Í mínum huga hefur Geir Haarde ekki tapað í þessu máli. Meira
24. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 2112 orð | 2 myndir

Dýrkaður sem „gjöf frá Guði“

Svipmynd Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Móðir Roberts litla trúði því að hann væri heilagt barn. Hún taldi að presturinn hennar hefði fært henni þau skilaboð frá Guði að sonur hennar yrði mikill leiðtogi þegar fram liðu stundir. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert

Kuldi „Komið innfyrir, í mjólkurhristingsbænum“ stendur á auglýsingunni þar sem dúðaðir ferðamenn gengu um miðbæinn í kuldanum í gær. Flestir klæddu sig eftir veðri, í hlýjar... Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 417 orð | 2 myndir

Ekki ætti að kjósa um eðlileg viðhaldsverkefni

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Eldvarnaátak hafið í grunnskólunum

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hófst í gær og stendur fram í aðventubyrjun. Setningarathöfn átaksins fór fram í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Endurbætur á Laugarvatnsvegi

Vegagerðin hefur samið við lægstbjóðanda, Þjótanda ehf. á Hellu, um endurbætur á 4,2 kílómetra kafla á Laugarvatnsvegi, frá Grafará að Laugarvatni. Tilboð voru opnuð 24. október s.l. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 765 orð | 2 myndir

Endurhæfing sjúkra er fundið fé

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Tæplega 1. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Fagna 100 ára afmæli valinna djassstjarna

Sara Blandon heiðrar minningu nokkurra af stærstu nöfnum djassins sem hefðu orðið 100 ára í ár á tónleikum í Gerðubergi í dag kl. 12.15 og á morgun í Spönginni kl. 13.15. Meira
24. nóvember 2017 | Innlent - greinar | 405 orð | 1 mynd

Fernir tónleikar í desember

Söngkonan Guðrún Árný mun skapa hugljúfa jólastemningu á fernum tónleikum í desember. Hún er löngu komin í jólaskap enda þegar tónlistarmaður ákveður að halda tónleika í kringum jól þá hefst lagaval og undirbúningur strax um sumarið. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Fékk sex mánuði á skilorði í kannabissúkkulaðimálinu

„Ég er ekkert ósátt við dóminn, að sjálfsögðu ber ég ábyrgð á mínum gjörðum eins og annað fullorðið fólk,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir, íslensk kona búsett í Danmörku sem í gær var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild... Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 908 orð | 2 myndir

Félagið borgaði offituaðgerðir

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nýverið ákvað sjúkrasjóður Verkfræðingafélags Íslands að greiða 2/3 hluta kostnaðar við offituaðgerðir tveggja félagsmanna í félaginu sem gerðar voru á einkastofu. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 973 orð | 4 myndir

Fylgjast með veðurspánni í Kína

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenskir minkabændur fylgjast á sama hátt með veðurspánni fyrir Kína og bændur gera fyrir Ísland. Þeir selja skinnin í austurveg og Kínamarkaður ræður miklu um verðmyndun. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 249 orð

Greiddu offituaðgerð

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dæmi eru um að stéttarfélög hafi tekið þátt í kostnaði félagsmanna sinna við offituaðgerðir sem gerðar eru á einkareknum stofum. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjarins til úrvinnslu hugmyndir Gunnars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 1056 orð | 4 myndir

Heppni nýtist með góðu skipulagi

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta hefur verið ánægjulegur tími. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki og eignast vini og kunningja. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 381 orð | 3 myndir

Hlutfall einstaklinga í íbúðarkaupum eykst

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall einstaklinga í kaupum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hækkandi á síðustu misserum. Það var 93,6% á 3. ársfjórðungi í ár sem er hæsta hlutfallið síðan á 2. fjórðungi 2012. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Hugarfar verður að breytast

Nýleg rannsókn Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og samstarfsfólks hans, sem greint er frá í vísindaritinu International Journal of Behavioural Medicine , staðfestir góðan árangur af endurhæfingarstarfi á stofnuninni. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 148 orð

Hæstiréttur sýknaði mann í fjárdráttarmáli

Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Íhuga mál gegn borginni

Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær deiliskipulagstillögu um Landsímareit við Austurvöll sem heimilar hótelbyggingu á reitnum. Málið fer til fullnaðarafgreiðslu á borgarstjórnarfundi 5. desember. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Íslenska ríkið braut ekki gegn Geir

Íslenska ríkið braut ekki gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde var sakfelldur í Landsdómi. Geir vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Í vímu og veittust að barni

Baldur Guðmundsson baldurg@mbl.is Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í fyrradag vegna gruns um að hafa veist að fjögurra ára dreng. Barnið sat í aftursæti bíls sem móðir þess ók er árásin átti sér stað. Meira
24. nóvember 2017 | Innlent - greinar | 102 orð | 2 myndir

Jólaboð á K100 alla aðventuna

Siggi Gunnars býður tónlistarfólki í jólaboð í K100 Live Lounge alla aðventuna. Gestirnir koma vopnaðir hljóðfærum, telja í nokkur jólalög og ræða um heima og geima. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Komu jólanna fagnað hjá Disney með gleði

Jólagleði Disney var haldin í húsi Árvakurs í Hádegismóum gær. Þar var áskrifendum og velunnurum Disney boðið í kakó og piparkökur, meðal annars til að fagna útkomu Jólasyrpunnar 2017. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 1280 orð | 2 myndir

Kveina undan reykingabanni

Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Frakkar þrátta um þessar mundir um hvort banna skuli kvikmyndagerðarmönnum að bjóða upp á senur með reykingum. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Kæra brottkast afla til lögreglunnar

Skúli Halldórsson sh@mbl. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Les nýja bók um norrænar goðsagnir

Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli og einn af eigendum félagsins, á 40 ára afmæli í dag. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 364 orð

Mál Sveins Gests margslungið

Verjandinn í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 87 orð

Myndaði nakta konu í sturtu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári tekið myndband af konu án hennar vitneskju þegar hún var nakin í sturtu. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Myndljóð Óskars Árna í Kringlunni

Sýning á myndljóðum Óskars Árna Óskarssonar verður opnuð í Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag kl. 16. Sýningin var upphaflega opnuð í safninu í Grófinni sl. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Niðurstaðan kemur ekki á óvart

„Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Orðabók Blöndals á vefinn

Íslensk-danskur orðabókarsjóður og Stofnun Árna Magnússonar hafa undirritað samning um að Íslensk-danskri orðabók (Orðabók Sigfúsar Blöndals) verði komið fyrir á vefnum. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 565 orð | 1 mynd

Ríkið sýknað í Strassborg

Hjörtur J. Guðmundsson Höskuldur Daði Magnússon Íslenska ríkið braut ekki gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sakfelldur í Landsdómi í apríl 2012 fyrir að hafa brotið gegn 17. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 510 orð | 2 myndir

Samstaða brotaþola skömminni yfirsterkari

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Allt byggist þetta auðvitað á því sem á undan er gengið, s.s. Beauty Tips, Free the Nipple og Druslugöngunni, en þannig hefur undiraldan lengi verið sterk. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á Sprett

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins flytur hljómsveitarverkið Sprett eftir Tryggva M. Baldvinsson á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Símalaus sunnudagur Barnaheilla

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 112 orð

Símtal Davíðs og Geirs rætt

Bankaráð Seðlabanka Íslands kom saman til fundar í gær til að ræða birtingu Morgunblaðsins á símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra Seðlabankans, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá 6. október 2008. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Sjómannadagsráð

Stéttarfélög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði stofnuðu Sjómannadagsráð 25. nóvember 1937, fyrir 80 árum, til að standa fyrir árlegum sjómannadegi. Henry Hálfdansson var fyrsti formaður. 1938 Sjómannadagurinn fyrst haldinn 6. júní. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 451 orð | 4 myndir

Sjósókn sýnd með nýrri tækni

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú er unnið að nýrri grunnsýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Borgarsögusafni, sem áformað er að verði opnað vorið 2018. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Skautað framhjá pólitíkinni sem bjó að baki

„Mér finnst skautað dálítið létt framhjá pólitíkinni sem bjó að baki þeirri niðurstöðu naums meirihluta á Alþingi að ákæra Geir á sínum tíma. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Skoða seinkun klukku

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um seinkun klukkunnar. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Snjóþungt víða um land

Mikill snjór og vont veður gerði vart við sig víða um land í gær. Snjóþungt var á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald féll niður þar í gær vegna veðurs. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Styttist í nýja ríkisstjórn

„Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, í samtali við mbl.is í gær. Meira
24. nóvember 2017 | Innlent - greinar | 291 orð | 1 mynd

Söngelskur Þingeyringur vekur athygli

Anton Líni Hreiðarsson er 19 ára gamall Þingeyringur sem er búsettur á Akureyri. Anton hefur verið viðloðandi tónlist frá unga aldri. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Taldi fátt fólk hafa farist

Sigurður Björnsson, bóndi og fræðimaður á Kvískerjum í Öræfum, (f. 1917- d. 2008) skrifaði athyglisverða grein í Náttúrufræðinginn 2005 um gosið í Öræfajökli 1362. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 119 orð

Talsvert um umsóknir

Talsvert er um að félagsmenn BSRB sæki um að sjúkrasjóður félagsins taki þátt í kostnaði við offituaðgerðir. Þetta segir Ólafur B. Andrésson, framkvæmdastjóri sjóðsins. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Textar Cohens henta kirkjum

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Textar hans djúpir líkt og röddin

Leonard Norman Cohen, söngvari, lagahöfundur og skáld, fæddist í Kanada 21. september 1934. Hann lést 82 ára hinn 7. nóvember 2016 í Kaliforníu. Cohen var eitt þekktasta skáld og tónlistarmaður heims. Textar hans þóttu djúpir líkt og röddin. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Tilboð í sanddælur yfir áætlun

Flest tilboð sem bárust í sanddælur sem Vegagerðin ætlar að setja upp í Landeyjahöfn voru yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin í útboði Ríkiskaupa eru flest í evrum og er kostnaðaáætlun einnig reiknuð í þeim gjaldmiðli. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Tækifæri til sjálfskoðunar

Í þeim herferðum erlendis sem hvetja fórnarlömb ofbeldis og áreitni til að stíga fram er misjafnt hvort gerendur séu nafngreindir, en til þessa hafa þeir sloppið undan nafnbirtingum í fjölmiðlum hér á landi. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Vann málið efnislega

Geir H. Haarde sendi í gær frá sér yfirlýsingu um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem hann reifar málið. „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptir mestu máli fyrir mig. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Var hugsað sem „pólitísk aðför“

„Þrátt fyrir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um, að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk,“ segir... Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 419 orð | 3 myndir

Verbúðirnar verði friðaðar

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Verslunargleðin vestanhafs smitast heim

Verslanir víða um land bjóða afslátt af ýmsum vörum í tilefni af svörtum föstudegi. Dagurinn er annálaður jólainnkaupadagur í Bandaríkjunum enda frídagur í mörgum ríkjum vegna þakkagjörðarhátíðarinnar sem fór fram í gær. Meira
24. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Þrír slösuðust í sjö bíla árekstri á Holtavörðuheiði um eittleytið í...

Þrír slösuðust í sjö bíla árekstri á Holtavörðuheiði um eittleytið í gærdag. Meira

Ritstjórnargreinar

24. nóvember 2017 | Leiðarar | 664 orð

Alvörumál verðskulda alvöruumræðu

Fréttaglaðir framagosar mega ekki gleyma sér þegar mikil alvörumál eru á dagskrá Meira
24. nóvember 2017 | Staksteinar | 228 orð | 1 mynd

Furðuskrif

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, Andrés Magnússon, furðar sig á viðbrögðum sumra fjölmiðla og fjölmiðlamanna við birtingu Morgunblaðsins á endurriti símtals þáverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra haustið 2008. Meira

Menning

24. nóvember 2017 | Myndlist | 82 orð | 1 mynd

„Eitt sett“ Óskar og Gunnars

Myndlistarmennirnir Ósk Vilhjálmsdóttir og Gunnar Jónsson leiða saman verk sín á sýningu sem verður opnuð í Harbinger í kvöld kl. 20 og er hluti af sýningaröðinni „Eitt sett“. Sýningarrýmið er að Freyjugötu 1. Meira
24. nóvember 2017 | Tónlist | 2947 orð | 2 myndir

„Kannski er ég bara svona skrýtinn“

Ég vinn eingöngu með stefjaefni úr verkinu og reyni að semja eitthvað sem ég ímynda mér að Mozart hefði ekki orðið miður sín yfir. Meira
24. nóvember 2017 | Kvikmyndir | 101 orð | 1 mynd

Endurtók fyrstu myndina fyrir Netflix

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee sneri aftur að rótum sínum og hefur gert nýja útgáfu af fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, hinni svarthvítu og margrómuðu She's Gotta Have It frá 1986. Meira
24. nóvember 2017 | Fjölmiðlar | 171 orð | 1 mynd

Engin lognmolla í sveitum Missouri

Ozark heitir nýr þáttur á Netflix sem hefur verið að fá góða dóma vestanhafs, sérstaklega hjá áhorfendum. Þar segir af Byrde-fjölskyldunni sem býr í Chicago; hjónum með tvo unglinga. Meira
24. nóvember 2017 | Bókmenntir | 503 orð | 3 myndir

Enginn er galinn

eftir Kristínu Eiríksdóttur Forlagið, 2017. Innb., 182 bls. Meira
24. nóvember 2017 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Hádegistónar flautukórsins

Flautuleikarinn Björn Davíð Kristjánsson og gítarleikarinn Þórarinn Sigurbergsson koma fram á hádegistónleikum Íslenska flautukórsins í Listasafni Íslands í dag kl. 12.10 og er aðgangur ókeypis. Meira
24. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1601 orð | 2 myndir

Íslensk ókurteisi og norsk skjalafölsun

Út er komin bókin Smugudeilan eftir Arnór Snæbjörnsson sagnfræðing. Þar segir frá sögulegri deilu Íslendinga, Norðmanna og Rússa sem komu upp eftir að íslensk skip hófu veiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi í ágúst 1993. Meira
24. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1056 orð | 1 mynd

Leitað að ást og viðurkenningu

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Perla Sveinsdóttir var vinsælasta stelpan í bekknum og ekki bara bekknum, heldur skólanum öllum. Gott ef hún var ekki ein vinsælasta stelpa landsins þegar mest lét. Meira
24. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1435 orð | 3 myndir

Maðurinn bak við röddina

Í ævisögu Gunnars Birgissonar, sem Orri Páll Ormarsson hefur skrifað, kemur fram að Gunnar ólst upp við lítil efni og var hálfgerður einstæðingur. Meira
24. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1647 orð | 2 myndir

Tvennir tímar Hólmfríðar Hjaltason

Tvennir tímar heitir ævisaga Hólmfríðar Hjaltason sem Elínborg Lárusdóttir færði á bók og kom fyrst út haustið 1949. Í uppvextinum þurfti Hólmfríður að þola mikið harðræði og hungur og gekk svo langt að hún varð að eta töðu til að sefa hungur sitt. Meira
24. nóvember 2017 | Kvikmyndir | 110 orð | 1 mynd

Undur og tónlistardraumar

Wonder Kvikmynd byggð á metsölubók R.J. Palacios, Wonder eða Undur . Hún segir af ungum dreng sem þjáist af sjaldgæfum litningagalla sem hefur afmyndað andlit hans og þarf hann að þola fordóma og útskúfun vegna þessa, m.a. í skólanum. Meira
24. nóvember 2017 | Tónlist | 869 orð | 2 myndir

Æðstiprestur í níu manna söfnuði

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Jane Telephonda heldur útgáfutónleika vegna nýútkominnar fyrstu breiðskífu sinnar, Boson of Love , í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21 en platan kom út á stafrænu formi fyrir sléttri viku. Meira
24. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1589 orð | 3 myndir

Örlaganótt í New Rochelle

Í bókinni Þúsund kossar rekur Jón Gnarr ævisögu Jógu, eiginkonu sinnar, en í bókinni segir meðal annars frá því er Jóga fer sem „au pair“ til New York og lendir þar í skelfilegri lífsreynslu. Hennar bíður löng glíma við sektarkennd, skömm og glatað sakleysi. Meira

Umræðan

24. nóvember 2017 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Heilkennið þvag-blöðrufeimni (paruresis)

Eftir Guðmund Inga Þóroddsson: "Heilkennið flokkast sem félagskvíðaröskun og lýsir sér þannig að þegar einstaklingur þarf að tæma þvagblöðruna er honum það ókleift." Meira
24. nóvember 2017 | Bréf til blaðsins | 41 orð | 1 mynd

Sundhöllin

Þar sem ég hef verið fastagestur í Sundhöllinni í fjölda ára get ég ekki beðið eftir að hún verði opnuð aftur eftir breytingar, en hún hefur verið lokuð síðan í júní sl. Breytingarnar eru einstaklega vel heppnaðar að mínu mati.... Meira
24. nóvember 2017 | Pistlar | 468 orð | 1 mynd

Til hvers?

Ý msum kann að þykja það fullseint í tilviki undirritaðs að glíma við í blaðagrein að svara spurningunni; til hvers erum við í stjórnmálum? Meira
24. nóvember 2017 | Aðsent efni | 888 orð | 1 mynd

Um glæp og refsingu

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Eru verðandi forsætisráðherra og forseti Alþingis meðal þeirra, sem greiddu atkvæði með ákæru í landsdómsmáli?" Meira

Minningargreinar

24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1174 orð | 1 mynd

Bergur Jónsson

Ragnar Bergur Jónsson fæddist 24. maí 1924 á Korpúlfsstöðum. Hann lést 30. október 2017 á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Bergsson, búfræðingur og bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1321 orð | 1 mynd

Elín M. Kaaber

Elín Margrethe Kaaber fæddist í Reykjavík 20. janúar 1922. Hún lézt á Landakotsspítala 16. nóvember 2017. Hún var dóttir hjónanna Astridar Kaaber, f. Thomsen, og Ludvigs Emil Kaaber. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1066 orð | 1 mynd

Guðmundur Ármann Eggertsson

Guðmundur Ármann Eggertsson fæddist 11. desember 1965. Hann lést 13. nóvember 2017 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guðmundur Ármann var sonur hjónanna Ásdísar Skúladóttur, f. 1936, d. 1982, og Eggerts Guðmundssonar, f. 1931. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 2666 orð | 1 mynd

Katrín Þorvaldsdóttir

Katrín Þorvaldsdóttir fæddist í Stykkishólmi 16. ágúst 1955. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. nóvember 2017. Foreldrar hennar eru Þorvaldur Bergmann Björnsson, f. 19. janúar 1936 í Reykjavík, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1199 orð | 1 mynd

Kristbjörg María Jónsdóttir

Kristbjörg María Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1931. Hún lést 15. nóvember 2017 á Hjúkrunarheimilinu Eiri. Foreldrar hennar voru Jón Sveinbjörnsson vélstjóri og Ágústa Magnúsdóttir saumakona. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 516 orð | 1 mynd

Kristján Ottó Andrésson

Kristján Ottó Andrésson fæddist í Reykjavík 27. desember 1959. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 11. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Andrés Reynir Kristjánsson, f. 24.2. 1931, d. 31.8. 2007, og Dóra Gígja Þórhallsdóttir, f. 26.7. 1933, d. 2.1. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargrein á mbl.is | 1140 orð | 1 mynd | ókeypis

Rafn Kristján Hólm Viggósson

Rafn Kristján Hólm Viggósson fæddist 11. maí 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu 15. nóvember 2017.Foreldrar hans voru Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, f. 25. janúar 1902, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1534 orð | 1 mynd

Rafn Kristján Hólm Viggósson

Rafn Kristján Hólm Viggósson fæddist 11. maí 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu 15. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, f. 25. janúar 1902, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 2029 orð | 1 mynd

Regína Sigurlaug Pálsdóttir

Regína Sigurlaug fæddist á Kirkjulæk II í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu 27. október 1939. Hún lést á vistheimilinu Sólheimum í Grímsnesi 15. nóvember 2017. Regína var fjórða í aldursröð sex systkina, sem öll ólust upp á Kirkjulæk II í Fljótshlíð. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 3215 orð | 1 mynd

Sigrún Sigurðardóttir

Sigrún Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 18. janúar 1938. Hún lést 14. nóvember 2017. Foreldrar hennar voru Guðríður Þórdís Sigurðardóttir verslunarkona, f. 13. mars 1913 í Görðum, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2017 | Minningargreinar | 2961 orð | 1 mynd

Sigurður Kr. Árnason

Sigurður Kristján Árnason fæddist í Vestmannaeyjum 20. september 1925. Hann lést 11. nóvember 2017. Foreldrar hans voru hjónin Árni Magnússon, f. 1902, d. 1961, og Helga Sveinsdóttir, f. 1900, d. 1974. Systkini Sigurðar eru: Ragnar Guðbjartur, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 515 orð | 3 myndir

Fjármálafyrirtæki þurfa að upplýsa mun meira

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og ViðskiptaMogginn greindi frá í gær þá mun nýtt evrópskt regluverk um markaði fyrir fjármálagerninga, MiFID 2, (e. Markets in Financial Instruments Directive) taka gildi í löndum Evrópusambandsins 3. Meira
24. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Lofar Íslandsmeti í vefverslun á mánudaginn

Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri netverslunarinnar Heimkaupa, lofar Íslandsmeti í vefverslun á mánudaginn kemur en þá er svokallaður „Cyber Monday“. Heimkaup.is eru komin í hóp 8. Meira
24. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 1 mynd

Primera flýgur daglega til Spánar frá Bretlandi

Flugfélagið Primera Air, sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar, hyggst hefja daglegt flug frá Birmingham og London til þriggja áfangastaða á Spáni í vor. Þeir eru Mallorca, Alicante og Malaga. Meira
24. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 173 orð | 1 mynd

Reykjavík verður af milljarði

Minnihluti íbúða, sem leigðar eru út á Airbnb lengur en í 90 daga eða fyrir meira en tvær milljónir króna á þessu ári, er með tilskilin leyfi og skráningu í samræmi við lög og reglur. Þetta kemur fram í greiningu hagdeildar Íbúðalánasjóðs. Meira

Daglegt líf

24. nóvember 2017 | Daglegt líf | 499 orð | 3 myndir

Að staldra við og njóta augnabliksins

„...og mitt í allri ringulreiðinni þurfum við að finna þann kjarna sem skiptir okkur mestu máli og gleður okkur,“ segir Ragnheiður Arngrímsdóttir listljósmyndari m.a. um pælingarnar að baki ljósmyndasyrpu sem hún sýnir í Klíníkinni. Meira
24. nóvember 2017 | Daglegt líf | 84 orð

Hjónabandssæla Dr. Phils

Seinni eiginkona McGraws, Robin Jo Jameson, er áberandi í þáttum Dr. Phils. Hún situr í salnum, horfir aðdáunaraugum á eiginmanninn, leggur stundum eitthvað til mála, og í lok þáttanna leiðast þau einatt út, lukkan uppmáluð. Meira
24. nóvember 2017 | Daglegt líf | 257 orð | 2 myndir

Tannbursti með íslensku fingrafari

Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur hannar tannbursta sem risafyrirtæki framleiðir og setur á markað um heim allan. Eða einhvern annan hlut ef því væri að skipta. Meira
24. nóvember 2017 | Daglegt líf | 570 orð | 3 myndir

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Meira

Fastir þættir

24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. 0-0 Bd7 6. He1 g5 7. Bxc6...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. 0-0 Bd7 6. He1 g5 7. Bxc6 bxc6 8. d4 g4 9. Rfd2 exd4 10. Rb3 Re7 11. Rxd4 Bg7 12. Rc3 0-0 13. Bg5 f6 14. Be3 De8 15. Dd3 Df7 16. Dd2 Dg6 17. Bf4 h5 18. b4 h4 19. a4 Dh5 20. Be3 h3 21. Rce2 hxg2 22. Rf4 Dh7 23. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 264 orð

Af ást og veiða og sleppa þorski

Limra Helga R. Einassonar fjallar að þessu sinni um „ást“: „Þér glæsilegt útlit er gefið“ sagði Gísli við Unu með kvefið. Þá kyssti hún hann sinn hjartkæra mann, hnerraði' og saug upp í nefið. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Anna Gréta Sveinsdóttir

30 ára Anna Gréta ólst upp á Akureyri, býr á Álftanesi og er nagla- og förðunarfræðingur. Maki: Daníel Þór Guðjónsson, f. 1986, starfar við bílaréttingar og sprautun. Börn: Indíana Mist, f. 2005; Tinna Ýr, f. 2008, og Jökull Leví, f. 2016. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 170 orð

Djúpsjávarbrids. S-NS Norður &spade;G32 &heart;D1098 ⋄7654...

Djúpsjávarbrids. S-NS Norður &spade;G32 &heart;D1098 ⋄7654 &klubs;ÁK Vestur Austur &spade;9875 &spade;D4 &heart;532 &heart;764 ⋄G109 ⋄KD8 &klubs;1087 &klubs;96543 Suður &spade;ÁK106 &heart;ÁKG ⋄Á32 &klubs;DG2 Suður spilar 6G. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 848 orð | 5 myndir

Eftirminnilegast að mynda japanska glímukappa

Áhugi Katrínar Bragadóttur á ljósmyndun kviknaði á unglingsárunum eftir að hafa smellt nokkrum myndum af vinkonu sinni, fyrirsætunni Brynju Jónbjarnadóttur. Upp frá því varð ekki aftur snúið og hefur hún varla lagt myndavélina frá sér síðan. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 243 orð | 1 mynd

Fiskipanna með eplum, parmesan og rjóma

Við höfum ósjaldan messað um fiskiást okkar á Messanum sem er vinsælt veitingahús í Lækjargötu og úti á Granda. Með einstakri lagni náðum við að blikka Snorra Sigfinnsson, matreiðslumann staðarins, sem deildi með okkur einni af sínum unaðslegu uppskriftum. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 86 orð | 2 myndir

Freddie Mercury lést á þessum degi

Á þessum degi árið 1991 kvaddi gullbarkinn Freddie Mercury þennan heim, aðeins 45 ára gamall. Hann fæddist á Sansibar hinn 5. september árið 1946 og hlaut skírnarnafnið Farrokh Bulsara. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 12 orð

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum (Sálm. 46:2)...

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum (Sálm. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 511 orð | 2 myndir

Handbók fyrir heimiliskokka

Það hefur enginn áhugamaður um mat farið varhluta af því sous vide-æði sem geisað hefur hér á landi undanfarin misseri. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 600 orð | 1 mynd

Helstu græjur

Til eru ótal gerðir af hitajöfnurum af öllum stærðum og gerðum. Sumir eru innbyggðir í nýrri eldhúsinnréttingar, aðra er hægt að tengja við snjallsíma og svo mætti lengja telja. Mikilvægast er að velja það sem hentar þér og þinni eldamennsku. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 50 orð

Málið

Að öðru (öllu) jöfnu þýðir: ef annað er óbreytt eða eins . „Félagið vill að starfsmenn sitji fyrir, að öðru jöfnu, við stöðuveitingar“ – þ.e. svo fremi að þeir uppfylli önnur skilyrði. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 622 orð | 3 myndir

Mótorhjólaflakkari og áhugaleikhúskona

UUnnur Sveinsdóttir fæddist á Egilsstöðum 24.11. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 382 orð | 6 myndir

Notalegt hjá íslenskum ljósmyndara í London

Ljósmyndarinn Katrín Lilja Ólafsdóttir hefur verið búsett í London síðastliðin fimm ár. Hún hefur komið sér vel fyrir í borginni og býr í fallegri íbúð í Camberwall-hverfinu ásamt kærasta sínum og vinkonu þeirra. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 57 orð | 1 mynd

Rakel Jónsdóttir

30 ára Rakel ólst upp í Reykjavík, býr þar og er stuðningsfulltrúi í Dalskóla. Maki: Magnús Mar Vignisson, f. 1989, löggiltur endurskoðandi hjá PWC. Synir: Aron, f. 2006; Jón Tómas, f. 2008, og Mikael Enok, f. 2011. Stjúpdóttir: Birgitta Líf, f. 2009. Meira
24. nóvember 2017 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Reykjavík Emilíana Dís fæddist 24. nóvember 2016 og á því eins árs...

Reykjavík Emilíana Dís fæddist 24. nóvember 2016 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.490 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Gunnar Einarsson og Ásdís... Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 56 orð | 1 mynd

Sigurður Þór Guðmundsson

40 ára Sigurður ólst upp á Hvammstanga, lauk sveinsprófi í húsasmíði og MSc-prófi í búvísindum og er bóndi og oddviti í Holti í Þistilfirði. Maki: Hildur Stefánsdóttir, f. 1979, bóndi., Börn: Stefán Pétur, f. 2003; Ólafur Ingvi, f. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 289 orð | 2 myndir

Skotheld kartöflumús að hætti 2 Chainz

Ef einhver elskar kartöflumús þá er það Ameríkaninn og þessi uppskrift skorar hátt þarlendis og því ekki við öðru að búast en að Íslendingurinn verði jafn hrifinn. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 196 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Jóna Sveinsdóttir 85 ára Guðbjörg Ágústsdóttir Jón Oddur Brynjólfsson Pétur Lúðvík Marteinsson 80 ára Ester Grímsdóttir Hálfdán Helgason Svanhildur Á. Meira
24. nóvember 2017 | Fastir þættir | 246 orð

Víkverji

Víkverja virðist sem þessi vetur verði ekki góður fyrir axlir. Þær eru nokkrar axlirnar sem Víkverji kannast við sem eru í lamasessi. Ein styrkasta stoðin á vinnustaðnum hefur varið fjarverandi vegna meins í öxl. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 141 orð

Þetta gerðist...

24. nóvember 1965 Jóhann Löve, 30 ára lögreglumaður, fannst suður af Skjaldbreið eftir að fjögur hundruð manns höfðu leitað að honum í sextíu klukkustundir. Hann hafði verið á rjúpnaveiðum með félögum sínum en villst í vonskuveðri. 24. Meira
24. nóvember 2017 | Í dag | 232 orð | 1 mynd

Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson

Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson fæddist á Egilsstöðum 24.11. 1917. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa í Hermes á Reyðarfirði, og Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf, húsfreyja í Hermes. Meira

Íþróttir

24. nóvember 2017 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Ákvörðun stjórnar afturkölluð

Stjórn Sundsamband Íslands, SSÍ, hefur afturkallað ákvörðun sína að styrkja stjórnarmenn sem vilja fara á Evrópumeistaramótið í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Elín Metta rifti samningi við Val

Óvíst er hvort landsliðskonan Elín Metta Jensen leikur áfram með knattspyrnuliði Vals en hún hefur rift samningi sínum við Hlíðarendafélagið. Elín sagði við fotbolti. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 720 orð | 2 myndir

Erfið kortlagning í herbúðum beggja þjóða

Undankeppni HM Kristján Jónsson kris@mbl.is Ný undankeppni hefst í dag hjá karlalandsliðinu í körfuknattleik þegar Ísland sækir Tékkland heim klukkan 17 að íslenskum tíma. Um er að ræða undankeppni fyrir HM sem fram fer í Kína í september 2019. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Astana – Villarreal 2:3 *Leik Maccabi...

Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Astana – Villarreal 2:3 *Leik Maccabi Tel Aviv og Slavia Prag var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. F-RIÐILL: Lokomotiv Moskva – FC Köbenhavn 2:1 *Leik Sheriff og Zlín var ekki lokið þegar blaðið fór í... Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 440 orð | 4 myndir

FH ætlar ekki að enda aftur í þriðja sætinu

Fréttaskýring Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Talsverðar líkur eru á að Kristinn Steindórsson gangi til liðs við knattspyrnulið FH-inga á næstu dögum. Gangi það eftir, verður Hafnarfjarðarliðið búið að styrkja sig allverulega fyrir komandi keppnistímabil. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 270 orð | 4 myndir

* Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, hefur verið valin í...

* Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks, hefur verið valin í kvennalandslið Kósóvó í knattspyrnu sem er nýstofnað og mætir Svartfjallalandi í vináttulandsleik á sunnudaginn. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 1200 orð | 2 myndir

Fórna þeir persónulegri velgengni fyrir hagsmuni liðsins?

Körfubolti Benedikt Guðmundsson benediktrunar@hotmail. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 692 orð | 2 myndir

Gerði „fitubollu“ að þeim besta í heimi

Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er búið að vera ótrúlegt ár,“ segir Vésteinn Hafsteinsson sem í fyrrakvöld var valinn frjálsíþróttaþjálfari ársins í Svíþjóð. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Laugardalsh.: Þróttur...

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Laugardalsh.: Þróttur – Hvíti riddari 19.30 TM-höllin: Stjarnan U – Haukar U 19.30 Valshöllin: Valur U – KA 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hertz-hellirinn: ÍR – Þór Ak... Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Hugsið ykkur þá stöðu að íslenska karlalandsliðið í fótbolta ætti að...

Hugsið ykkur þá stöðu að íslenska karlalandsliðið í fótbolta ætti að spila í dag sinn fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 223 orð

Ísland er númer 15 í Evrópu

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er í 15. sæti af 55 Evrópuþjóðum á heimslista FIFA og í 22. sæti samtals en nýr listi var birtur í gærmorgun. Ísland seig niður um eitt sæti frá því í október og missti Svía uppfyrir sig en þeir voru í 25. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Jóhann Helgi og Orri Freyr til Grindavíkur

Þórsararnir Jóhann Helgi Hannesson og Orri Freyr Hjaltalín eru gengnir til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur í knattspyrnu og koma þangað báðir frá Þór á Akureyri. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Möbelringen-bikarinn Alþjóðlegt mót kvenna í Noregi: Noregur &ndash...

Möbelringen-bikarinn Alþjóðlegt mót kvenna í Noregi: Noregur – Suður-Kórea 39:28 • Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 333 orð | 2 myndir

Sveinn Arnar á fjögur króatísk met

Sund Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Sveinn Arnar Sæmundsson er kannski ekki þekktasta nafnið í íslensku sundi en hann á engu að síður fjögur landsmet. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 223 orð

Svona er undankeppni HM

• Fyrirkomulag undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfuknattleik er með þeim hætti í Evrópu að fyrst fór fram forkeppni fyrir liðin sem ekki komust í lokakeppni EM. Ísland slapp því við hana og kemur nú inn í undankeppnina. Meira
24. nóvember 2017 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Öruggur sigur og upp í annað sæti

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona unnu öruggan sigur á Zagreb í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöldi, 32:24, en leikið var í Zagreb. Aron skoraði tvö mörk í leiknum og átti auk þess nokkrar stoðsendingar á samherja sína. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.