Greinar fimmtudaginn 8. október 2020

Fréttir

8. október 2020 | Erlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

14 milljónir tonna örplasts á hafsbotni

Hafsbotn jarðarinnar er útbíaður af áætluðum 14 milljónum tonna af örplasti sem kvarnast hefur úr og brotnað niður úr ógrynni úrgangsefna sem rata út í sjó ár hvert, að sögn CSIRO, vísindastofnunar Ástralíu. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

300% aukning milli ára

Sláturmarkaður Hagkaups í Kringlunni byrjaði með látum þetta árið. Fyrsta daginn kláraðist allt magnið sem búið var að áætla yfir daginn á 40 mínútum og hafa menn ekki séð viðlíka viðtökur. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 443 orð | 3 myndir

79% brottfara Icelandair aflýst

Andrés Magnússon andres@mbl.is Það lætur nærri að fjórar af hverjum fimm áætluðum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli hafi fallið niður frá septemberbyrjun. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 594 orð | 2 myndir

87 ný smit og fjórir á gjörgæslu

Freyr Bjarnason Viðar Guðjónsson Guðni Einarsson Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær, en 87 ný smit greindust við skimun í fyrradag. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Aðeins um 200 plöntur af sjaldgæfum burkna

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Burkninn tunguskollakambur er meðal sjaldgæfustu plantna sem finnast hér á landi. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 206 orð

Boða verkfall í Straumsvík

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við viljum halda strúktúrnum í launaumhverfinu þannig að ekki verði samanþjöppun á töxtunum. Ef sama krónutala flæðir yfir þá þjappast kjör ólíkra hópa saman. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Borgarsöfnin í lás

Söfnum Reykjavíkurborgar var lokað í gær vegna hertra sóttvarnaaðgerða og gilda þær lokanir til og með 19. október, þegar staðan verður endurmetin. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Eggert

Byggingarvinna Nýbyggingar rísa nú ört við Hlíðarenda, og er í mörg horn að líta þegar kemur að byggingarvinnunni. Gæta þarf þess að allt sé í föstum skorðum svo fyllsta öryggis sé... Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 663 orð | 3 myndir

Eru reykingar líka farsótt?

Sífellt dynja á landsmönnum góð ráð, hvernig við eigum að lifa lífinu svo að heilsan verði sem best og að við náum að forðast sóttir af ýmsu tagi. Sérstaklega hefur verið áberandi umræða vegna farsóttar sem kennd er við kórónur. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ferðaþjónustan vill fá niðurfellingu fasteignagjalda

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) vilja að fasteignagjöld á öllu húsnæði undir ferðaþjónustu fyrir árið 2020 og/eða 2021 verði felld niður eða þeim að minnsta kosti frestað. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 766 orð | 7 myndir

Flokkadrættir og framfaramál

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Pólitísk viðhorf og skarpir flokkadrættir voru afgerandi þættir í starfi samvinnufélaganna Suðurlandi og þar með þróun byggðar í héraðinu. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 489 orð | 3 myndir

Flytja inn í nýja stúdíóíbúð fyrir 2,7 milljóna útborgun

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú standa yfir framkvæmdir í Árskógum 5 og 7 í Mjóddinni í Reykjavík þar sem Búseti reisir tvö fjögurra hæða fjölbýlishús með alls 72 íbúðum. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

Frumættleiðingum fjölgaði

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumættleiðingar frá útlöndum voru níu í fyrra eða talsvert fleiri en árin tvö á undan þegar þær voru einungis fjórar hvort ár. Frumættleiðingar frá útlöndum höfðu aldrei verið jafn fáar á einu ári og á árunum 2017 og 2018. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Góði hirðirinn hefur opnað netverslun

Netverslun Góða hirðisins var opnuð í gær á slóðinni www.godihirdirinn.is. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Grímurnar geta skapað hættu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Covid vekur okkur til umhugsunar um mikilvægi neföndunar. Neföndun er náttúruleg leið líkamans til að anda en aðalhlutverk munnsins er að borða og tala,“ segir Hrönn Róbertsdóttir, eigandi tannlæknastofunnar Brossins. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Hafa varið fimmtungi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Hefur gengið merkilega vel á markaðnum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjósókn frá Bolungarvík hefur gengið vel í haust, en aflabrögð hefðu mátt vera betri í september. Vel hefur hins vegar veiðst það sem af er október, að sögn Samúels Samúelssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Vestfjarða. Meira
8. október 2020 | Innlent - greinar | 246 orð | 1 mynd

Hlustunarpartí K100 og Bríetar

Föstudagskvöldið 9. október slær K100 upp hlustunarpartíi í beinni útsendingu klukkan 21:30 og þér er boðið. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Hlynur sendir Völu frá sér í New York

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir skömmu kom Vala, nýr hægindastóll á snúningsfæti, á markað í Bandaríkjunum. „Fyrstu viðbrögð eru góð en það tekur alltaf tíma að markaðssetja nýjan lúxusstól og ef vel tekst til getur stóllinn verið í sölu í tíu til fimmtán ár og jafnvel lengur,“ segir Hlynur V. Atlason, hönnuður stólsins. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Holl hreyfing þrátt fyrir hertar aðgerðir

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meðal annars hefur öllum sund- og baðstofum verið lokað, sem og líkamsræktarstöðvum. Gildir lokunin til 19. október hið minnsta. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 71 orð

Hrafnista lokar á allar heimsóknir

Öllum Hrafnistuheimilunum átta hefur verið lokað fyrir heimsóknum næstu tvær vikurnar. Meira
8. október 2020 | Innlent - greinar | 273 orð | 2 myndir

Hrós vikunnar fær Katrín Tanja

Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og því viðeigandi að í hverri viku sé einhverjum gefið jákvætt og uppbyggilegt hrós. Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa því sem vel er gert. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hærra hitastig sjávar hefur áhrif

Í grein í vísindaritinu Scientific Reports er fjallað um áhrif hlýnandi sjávar á útbreiðslu fisktegunda og voru 82 tegundir skoðaðar. Greinin byggist á gögnum úr 5.390 togstöðvum í stofnmælingum í haustralli Hafrannsóknastofnunar 1996-2018. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 226 orð | 2 myndir

Jólin eru komin hjá Omnom

Það er mörgum tilhlökkunarefni þegar jólasúkkulaðið kemur í verslanir. Omnom bregst ekki fremur en fyrri ár og hafa fagurkerar keppst við að dásama hversu fallegt það er enda fengu færri en vildu í fyrra. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 194 orð | 2 myndir

Krakkarnir voru spenntir að prófa nýju leiktækin

„Við erum mjög ánægð með útkomuna og krakkarnir voru afskaplega spenntir að fá að prófa nýju leiktækin,“ segir Auður Ævarsdóttir, leikskólastjóri á Ægisborg í Vesturbæ Reykjavíkur. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Krýsuvíkurkirkju lyft á vörubílspall

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ný Krýsuvíkurkirkja, sem verið hefur í smíðum undanfarin ár hjá nemendum trésmíðadeildar Tækniskólans í Hafnarfirði, var í vikunni hífð af jörðu og sett á dráttarvagn. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

List fyrir alla

Grunnskólanemum gefst nú tækifæri til að taka þátt í áhugaverðu og skapandi menningarstarfi í gegnum verkefnið List fyrir alla, sem er skipulagt af menntamálaráðuneytinu. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 907 orð | 5 myndir

Lífið heldur áfram

Tímarnir eru viðsjárverðir og heimurinn er í handbremsu. Eigi að síður heldur lífið áfram; unnið er að margvíslegri uppbyggingu víða um land, barátta fyrir betri veröld heldur áfram og skólastarf er í fullum gangi enda þótt samfélagið allt litist af veirunni vondu. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Ljósið verður tendrað í Viðey

Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono til minningar um John Lennon eiginmann hennar, verður tendruð annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þennan dag, 9. október, hefði Lennon orðið áttræður svo tímamótin eru stór. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 538 orð | 3 myndir

Minni afskipti ríkisins af þjóðkirkjunni

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Forseti Íslands mun framvegis hvorki skipa biskup Íslands né vígslubiskupa, samkvæmt drögum að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Múlagöng verði uppfærð til nútímans

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur í Fjallabyggð eru ekki ánægðir með efni bréfs Vegagerðarinnar þar sem kröfum slökkviliðsstjórans um úrbætur í brunavörnum og öryggismálum í jarðgöngum í sveitarfélaginu er svarað. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Náttúruminjasafn verði á Nesi

Nes á Seltjarnarnesi er kjörinn framtíðarstaður fyrir Náttúruminjasafn Íslands með hliðsjón af nánd við hafið, fjölbreyttri náttúru staðarins og menningarsögulegu gildi hans. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 551 orð | 3 myndir

Nýja þjóðarsjúkrahúsið rís

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í næsta mánuði verður byrjað að steypa upp nýtt þjóðarsjúkrahús á Landspítalalóðinni. Samið var við byggingarfyrirtækið Eykt um að vinna verkið fyrir tæpa 8,7 milljarða króna og er áætlað að það taki þrjú ár. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Nýr meðferðarkjarni steyptur í nóvember

Byrjað verður að steypa upp nýtt þjóðarsjúkrahús á lóð Landspítalans í næsta mánuði. Byggingarfélagið Eykt sér um verkið, en áætlað er að það muni kosta tæpa 8,7 milljarða króna og vera þrjú ár í byggingu. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 142 orð

Ráðuneytinu verði stýrt af þekkingu

Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamtök sauðfjárbænda (LS) gagnrýna harðlega þau orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær að starf sauðfjárbóndans sé meira lífsstíll en spurning um afkomu. Meira
8. október 2020 | Innlent - greinar | 171 orð | 3 myndir

Rífðu upp púlsinn heima í stofu

Líkamsræktarstöðvar lokuðu í upphafi þessarar viku og eflaust margir sem sitja frammi fyrir ónýtum haustmarkmiðum. En eins og við lærðum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins þá er vel hægt að hreyfa sig heima og úti. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 278 orð | 2 myndir

Segir stefna í vöxt bygginga í Reykjavík

„Fyrstu tölur frá Samtökum iðnaðarins sýna um 3% samdrátt í Reykjavík milli ára og er það lítill samdráttur samanborið við höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Styðja atvinnu- og nýsköpunarstarf

Byggðastofnun hefur gengið frá samningum við þrjú sveitarfélög um stuðning við atvinnuuppbyggingu vegna fækkunar ferðafólks í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 554 orð | 1 mynd

Sveitarfélögum gæti fækkað um tólf

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef þær viðræður og kannanir á sameiningu sveitarfélaga sem nú eru í gangi leiða til sameiningar mun sveitarfélögum í landinu fækka úr 69 í um 60 fram til næstu kosninga. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 207 orð | 2 myndir

Tólf umsóknir um embætti sýslumanna

Alls bárust sjö umsóknir um embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og fimm umsóknir um embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem auglýst voru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 1. október síðastliðnum. Meira
8. október 2020 | Erlendar fréttir | 651 orð | 1 mynd

Trump fær ekki bóluefni fyrir kosningar

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) gaf í gær út leiðbeiningar sínar vegna bráðabirgðaleyfis fyrir ný bóluefni gegn kórónuveirunni. Tók stofnunin af allan vafa og sagðist ekki skoða vottun lyfja fyrr en eftir aðra lotu prófana, tveimur mánuðum eftir að sjálfboðaliðar í lyfjaprófuninni hefðu fengið sinn annan lyfjaskammt. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Undirbúa endurbyggingu

Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu útveggja svonefnds Vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitunnar. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Útlitið er gott hjá Landsvirkjun

Nýtt vatnsár hófst hjá Landsvirkjun 1. október sl. Öll miðlunarlón á hálendinu eru sem næst full og fyrirtækið því í góðri stöðu til að tryggja orkuafhendingu til viðskiptavina sinna á komandi vatnsári, segir í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Verður stytta Jónasar flutt vestur á Mela?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Verður styttan af Jónasi Hallgrímssyni flutt úr Hljómskálagarðinum vestur á Mela, í námunda við Hús íslenskunnar og Þjóðarbókhlöðuna? Þetta lagði Sigurður E. Þorvaldsson læknir til í grein í Morgunblaðinu 3. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 231 orð

Vilja halda launabilinu

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það er ekki markmiðið að fara í verkfall heldur að semja. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Yfir 5.500 greni skráð um allt land

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjögurra ára vinnu á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands við skráningu og kortlagningu refagrenja lauk að mestu í lok síðasta árs. Skráð hafa verið yfir 5. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 122 orð

Þjófur á Sigló með svarta skíðagrímu

Lögreglan á Norðurlandi eystra sá ástæðu til þess í gær að hvetja íbúa Fjallabyggðar til að huga að verðmætum sínum og geyma þau ekki fyrir allra augum. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Þráinn á Sumac bar + grill með bók fyrir jólin

Matgæðingar geta formlega hætt að hafa áhyggjur af jólunum því meistari Þráinn Freyr Vigfússon, sem allajafna er kenndur við Sumac og ÓX, er að senda frá sér bók fyrir jólin. Meira
8. október 2020 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Þrjá tíma af miðunum að bryggju

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veiðar íslensku skipanna á norsk-íslenskri síld eru langt komnar. Skip Brims hf., Venus NS og Víkingur AK, luku vertíðinni um helgina og liggja nú í Sundahöfn. Meira

Ritstjórnargreinar

8. október 2020 | Staksteinar | 203 orð | 1 mynd

Frétt frá Namibíu sem ekki er sögð

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um misheppnað kvótauppboð á fiskveiðiheimildum í Namibíu. Ástæðan fyrir umfjöllun um kvótamál í Namibíu er vitaskuld umfjöllun um þátttöku Samherja í sjávarútvegi í Namibíu, þar með talið þátttaka í kaupum á veiðiheimildum. Meira
8. október 2020 | Leiðarar | 682 orð

Vaxtaákvörðun og veiruaðgerðir

Ríkissjóður leysir ekki vandann til langframa með auknum útgjöldum Meira

Menning

8. október 2020 | Bókmenntir | 406 orð | 3 myndir

Að lesa í skóginn

Eftir Jónas Reyni Gunnarsson. JPV útgáfa, 2020. Innb., 180 bls. Meira
8. október 2020 | Myndlist | 936 orð | 1 mynd

„Þá hlóðst líka utan á formin“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Er ekki augljóst hvers vegna ég gaf sýningunni þetta heiti, Fæðing guðanna?“ spyr Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður þar sem við stöndum í Ásmundarsal við Freyjugötu, með verkin á sýningu hans allt í kringum okkur. Á fimm skjám sem sitja eða hanga fyrir ofan okkur á stálvírum sem strengdir eru milli lofts, veggja og gólfs, eru einskonar kyrrir og ægifagrir skýjabólstrar, blákaldir en þó baðaðir gullinni birtu. Með hægum og seiðandi hætti snúast bólstrarnir sem eru þó ekki loftkenndir heldur úr ís. Meira
8. október 2020 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

Eddie Van Halen látinn, 65 ára

Hollensk-bandaríski gítarleikarinn Eddie Van Halen er látinn, 65 ára að aldri, af völdum krabbameins í hálsi. Meira
8. október 2020 | Kvikmyndir | 1346 orð | 3 myndir

Frelsistákn og fórnarlamb

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
8. október 2020 | Fjölmiðlar | 230 orð | 1 mynd

Giggjaður þáttur!

Sjaldan höfum við, pestþvæld þjóðin, haft eins mikla þörf fyrir góða afþreyingu og á þessum síðustu og verstu tímum. Stöð 2 brást nýlega við því og teflir nú fram Ingó veðurguði og vinum hans á föstudagskvöldum. Meira
8. október 2020 | Kvikmyndir | 782 orð | 2 myndir

Hvað gerir maður sem hefur misst trúna?

Leikstjórn og handrit: Roy Andersson. Aðalleikarar: Bengt Bergius, Anja Broms, Marie Burman, Amanda Davies. Framleiðslulönd: Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Frakkland. Framleiðsluár: 2019. Tímalengd: 76 mínútur. Meira
8. október 2020 | Tónlist | 172 orð | 1 mynd

Leikur flautukonsert Jóns á Spáni

Freyr Sigurjónsson flytur konsert fyrir flautu eftir Jón Ásgeirsson á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Bilbao (SB) í dag og á morgun, en uppselt er á alla tónleikana. Freyr hefur verið fyrsti flautuleikari sveitarinnar síðan 1982. Meira
8. október 2020 | Kvikmyndir | 217 orð | 1 mynd

RIFF verður áfram heima í október

Alþjóðlegri Kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk 4. október og var að þessu sinni hægt að leigja valdar myndir hátíðarinnar á undirvef RIFF sem nefndist RIFFheima, auk þess að sækja sýningar í Norræna húsinu og Bíó Paradís. Meira
8. október 2020 | Tónlist | 368 orð | 1 mynd

Segir Tenet fórnarlamb

Margir velta nú fyrir sér framtíð kvikmyndahúsa víða um heim sem hefur ýmist verið lokað eða fjöldatakmarkanir settar vegna Covid-19-farsóttarinnar. Meira
8. október 2020 | Bókmenntir | 464 orð | 3 myndir

Þegar vonbrigði yfir lífinu vekja grimmdina

Eftir Pilar Quintana. Jón Hallur Stefánsson þýddi og ritar eftirmála. Angústúra, 2020. Kilja, 127 bls. Meira

Umræðan

8. október 2020 | Pistlar | 429 orð | 1 mynd

Höggstokkurinn er ekki í boði

Árangur okkar í baráttu við Covid-veiruna veldur vonbrigðum. Enn á ný neyðumst við því miður til að grípa til hertra aðgerða. Þær raddir verða sífellt háværari sem halda því fram að þetta Covid-19 sé ekkert hættulegra en hver önnur flensa. Meira
8. október 2020 | Aðsent efni | 519 orð | 1 mynd

Íslensk kvikmyndagerð á tímamótum

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Gróskan í íslensku menningarlífi er með ólíkindum. Þar liggja líka mörg af okkar stærstu tækifærum til að byggja upp hugvitsdrifið og skapandi atvinnulíf." Meira
8. október 2020 | Aðsent efni | 1525 orð | 1 mynd

Janusarandlit PISA og vísindalegt læsi íslenskra unglinga

Eftir Meyvant Þórólfsson: "Vísindalegt læsi er lykillinn að því að skilja samhengi hlutanna; þess vegna er ástæða til að styðja þær fyrirætlanir stjórnvalda að auka vægi náttúruvísinda í almenna skólakerfinu." Meira
8. október 2020 | Aðsent efni | 940 orð | 1 mynd

Leiðrétta þarf afdrifarík mistök í sóttvörnum

Eftir Hauk Arnþórsson: "Til að leiða þjóð farsællega í gegnum ógn sem hefur í för með sér mannfall og hörmungar, þarf kalda skynsemi og heildstæða sýn á almannahagsmuni." Meira
8. október 2020 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Mismunun heilsugæslunnar

Eftir Jón Gunnarsson: "Heilbrigðisráðherra hefur ekki svarað tilmælum Samkeppniseftirlitsins um úrbætur varðandi mismunun á rekstrarforsendum." Meira

Minningargreinar

8. október 2020 | Minningargreinar | 499 orð | 1 mynd

Björn Ragnarsson

Björn Ragnarsson fæddist 28. október 1940 á Hrafnsstöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann lést 25. september 2020 á heimili sínu í Reykjanesbæ. Faðir hans var Ragnar Guðmundsson, f. 27. júlí 1912, d. 31. mars 1969, og móðir Guðbjörg Jónína Þórarinsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
8. október 2020 | Minningargreinar | 2876 orð | 1 mynd

Gunnar Kjartansson

Gunnar Kjartansson fæddist í Reykjavík 6. mars 1948. Hann varð bráðkvaddur 25. september 2020. Foreldrar hans voru Kjartan Gissurarson frá Byggðarhorni í Flóa, f. 30.11. 1914, d. 5.9. 1990, og Karen M. Sloth Gissurarson frá Vejle í Danmörku, f. 17.3. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2020 | Minningargreinar | 1211 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Kristófer Bjarnason

Gunnlaugur Kristófer Bjarnason var fæddur í Múlakoti á Síðu, Hörgslandshreppi, 4. mars 1952. Hann lést á Líknardeild Landspítalans 29. september 2020. Hann var sonur hjónanna Bjarna Þorlákssonar, bónda og kennara, f. 6.8. 1911 í Múlakoti, d. 8.11. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2020 | Minningargreinar | 617 orð | 1 mynd

Hörður Reynir Hjartarson

Hörður Reynir Hjartarson fæddist í Björgvin á Eyrarbakka 9. ágúst 1929. Hann lést á heimili sínu Ási í Hveragerði 27. september 2020. Foreldrar hans voru Lára Halldórsdóttir, f. 24.5. 1908, d. 29.7. 1990, og Hjörtur Ólafsson, f. 18.9. 1892, d. 12.1. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2020 | Minningargreinar | 326 orð | 1 mynd

Jakob Steingrímsson

Jakob Steingrímsson fæddist í Reykjavík 20. desember 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. september 2020. Foreldrar hans voru Steingrímur Jónatansson, f. 11.2. 1918, d. 26.9. 1977, og Hulda Guðmundsdóttir, f. 10.8. 1916, d. 6.6. 1996. Meira  Kaupa minningabók
8. október 2020 | Minningargreinar | 2824 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Jón Guðbjartsson

Vilhjálmur Jón Guðbjartsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1948. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 24. september 2020. Foreldrar hans voru Guðbjartur Haraldsson, f. 5.9. 1930, d. 23.3. 2015, og Hanna Jónsdóttir, f. 6.6. 1931, d. 3.9. 1995. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. október 2020 | Viðskiptafréttir | 213 orð | 1 mynd

Áfram verður hægt að fara í bíó

Næstu tvær vikurnar þurfa bíóhús landsins eins og mörg önnur fyrirtæki, að beygja sig undir harðari samkomutakmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Sum kvikmyndahús hafa ákveðið að loka á þessu tímabili en önnur ætla að hafa opið. Meira
8. október 2020 | Viðskiptafréttir | 573 orð | 4 myndir

Reykjanesbær tekur fasteignirnar yfir að nýju

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Reykjanesbær freistar þess nú að taka 8,4 milljarða lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga (LS) í því skyni að kaupa fasteignir bæjarfélagsins út úr Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EF). Meira
8. október 2020 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Stýrivöxtum Seðlabankans haldið óbreyttum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum á þriðjudag að halda meginvöxtum bankans óbreyttum í 1%. Þetta kom fram í gærmorgun þegar ákvörðun nefndarinnar var gerð opinber. Meira

Daglegt líf

8. október 2020 | Daglegt líf | 636 orð | 5 myndir

Kann vel við nándina á Íslandi

„Að fá snjó, sól, vind, logn, regn og regnboga, allt í einum bíltúr, er æðislegt,“ segir hin belgíska Julie Stamenic, sem er heilluð af Íslandi og fangar birtu og stemningu með myndavélinni. Hún fann líka ástina á Íslandi og sagði starfi sínu lausu því hún vill ráðstafa tíma sínum sjálf. Meira
8. október 2020 | Daglegt líf | 213 orð | 1 mynd

Saga tréskurðarmeistara

Út er komin bókin Beckmann, saga tréskurðarmeistarans Wilhelms Ernsts Beckmanns sem flúði undan nasistum frá Þýskalandi til Íslands árið 1935, settist hér að og lést 1965. Meira

Fastir þættir

8. október 2020 | Fastir þættir | 182 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. Rf3 a6 6. 0-0 c5 7. dxc5...

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. Rf3 a6 6. 0-0 c5 7. dxc5 Dxd1 8. Hxd1 Bxc5 9. b3 b5 10. Be2 Bb7 11. Bb2 Rbd7 12. a4 bxa4 13. Hxa4 Ke7 14. Rbd2 Rb6 15. Haa1 Rbd7 16. Re1 Bb4 17. Rd3 a5 18. Rc4 Bd5 19. Rxb4 axb4 20. f3 Hxa1 21. Hxa1 Ha8 22. Meira
8. október 2020 | Í dag | 662 orð | 3 myndir

„Algjör sveitastelpa í eðli mínu“

Bryndís fæddist á Selfossi 8.10. 1960, en fjölskyldan bjó þá í Skálmholti í Flóa, síðar í Ey II í Vestur – Landeyjum. Hún ólst þar upp til 10 ára aldurs þegar fjölskyldan flutti í Kópavog. Bryndís var í sveit á sumrin, fyrst í Hjarðarnesi í Nesjum og síðar þrjú sumur á Syðri-Rauðamel í Hnappadal. „Ég er algjör sveitastelpa í eðli mínu og mér fannst alveg ömurlegt að flytja úr sveitinni í bæinn. Enn þann dag í dag líður mér hvergi betur en í sveitakyrrð.“ Meira
8. október 2020 | Árnað heilla | 85 orð | 1 mynd

Eva Pandora Baldursdóttir

30 ára Eva Pandora er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún er nýflutt til Reykjavíkur. Eva Pandora er sérfræðingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun og fv. þingmaður Pírata. Hún hefur mikinn áhuga á pólitík, söng og dansi en ekkert endilega í þessari röð. Meira
8. október 2020 | Í dag | 330 orð

Farsóttarþreyta á haustdegi köldum

Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði og kallar „Allt í steik“: Farsóttarþreytu er farið að gæta, fjölgar hér smitunum jafnt og þétt, vistun í sóttkví menn verða að sæta, varla oss gleður ein einasta frétt. Meira
8. október 2020 | Í dag | 61 orð | 1 mynd

Flutti til Berlínar í miðju Covid

Unnsteinn Manúel Stefánsson, söngvari og leikari, er fluttur út til Berlínar í nám. Þar lærir hann handritaskrif fyrir sjónvarpsþætti í Þýska kvikmyndaskólanum. Meira
8. október 2020 | Í dag | 52 orð

Málið

Uppburður þýðir m.a. þor , framfærni, og sá sem er uppburðarlítill , eða jafnvel uppburðarlaus , er því óframfærinn, feiminn, kjarklítill . En orðið er líka til í fleirtölu: uppburðir , og því sést skrifað sitt á hvað: uppburð a - eða uppburð ar -. Meira
8. október 2020 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Reykjavík Freyja Rún Hjálmarsdóttir er fædd í Reykjavík 8. október 2019...

Reykjavík Freyja Rún Hjálmarsdóttir er fædd í Reykjavík 8. október 2019 og er því eins árs í dag. Hún var 52 cm á lengd og vó 3.920 grömm. Foreldrar Freyju eru Hjálmar Guðmundsson og Fjóla Huld Sigurðardóttir . Meira
8. október 2020 | Árnað heilla | 79 orð | 1 mynd

Þórgunnur Óttarsdóttir

50 ára Þórgunnur býr á Akranesi þar sem hún er fædd og uppalin. Hún er grunnskólakennari og nýkomin aftur til starfa eftir mastersnám í kennslufræði við Nottingham-háskóla í Englandi. Meira

Íþróttir

8. október 2020 | Íþróttir | 1720 orð | 3 myndir

Allt undir gegn Rúmenum í Laugardal í kvöld

EM 2021 Víðir Sigurðsson Bjarni Helgason Leikurinn sem beðið hefur verið eftir frá 22. nóvember 2019 fer loksins fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Rúmenar, sem áttu að mæta Íslendingum í umspilsleiknum mikilvæga á þjóðarleikvanginum 26. mars, eru mættir til landsins og hinn þekkti dómari Damir Skomina frá Slóveníu mun flauta til leiks klukkan 18.45. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Fimm íslenskir í deildinni

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er formlega orðinn leikmaður danska knattspyrnuliðsins Silkeborg sem hefur keypt hann af ÍA og samið við hann til fjögurra ára. Þar með eru fjórir íslenskir leikmenn komnir í dönsku B-deildina ásamt Ólafi H. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Hafdís samdi við Lugi í Svíþjóð

Hafdís Renötudóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Lugi frá Lundi. Hafdís hefur ekkert leikið með Frömurum á tímabilinu vegna höfuðmeiðsla en hún er 23 ára gömul. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Rúmeníu í undanúrslitum...

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspils um laust sæti í lokakeppni EM í kvöld en upphaflega átti leikurinn að fara fram í nóvember á síðasta ári. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Kjartan og Aron á skotskónum

Kjartan Henry Finnbogason var fljótur að minna á sig eftir að hann sneri aftur til danska knattspyrnuliðsins Horsens en hann lék í gær fyrsta leikinn eftir endurkomuna. Horsens sótti þá heim C-deildarliðið Næsby í 2. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 10 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Umspil EM karla, undanúrslit: Laugardalsv.: Ísland &ndash...

KNATTSPYRNA Umspil EM karla, undanúrslit: Laugardalsv.: Ísland – Rúmenía 18. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Loksins komið að leiknum gegn Rúmeníu sem átti að vera í mars

„En eftir allt sem á undan er gengið er ánægjulegt að þessi leikur fari loksins fram og við ætlum okkur sigur. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Meiri fyrirstaða en margir töldu

Meistaratitillinn blasir við Los Angeles Lakers eftir sigur gegn Miami Heat í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik, 102:96. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Var með 45 prósent markvörslu

Margir íslenskir handknattleiksmenn voru á ferð með liðum sínum í gærkvöld, eins og sjá má neðst á þessari síðu. Þar fóru fremstir í flokki Daníel Freyr Andrésson, markvörður Guif í Svíþjóð, og Viggó Kristjánsson, skytta hjá Stuttgart í Þýskalandi. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Þýskaland Bergischer – Erlangen 29:25 • Arnór Þór Gunnarsson...

Þýskaland Bergischer – Erlangen 29:25 • Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson ekkert. Bergischer er með 4 stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

Þýskaland Frankfurt – Leverkusen 2:2 • Sandra María Jessen...

Þýskaland Frankfurt – Leverkusen 2:2 • Sandra María Jessen kom inn á hjá Leverkusen á 57. mínútu. Ítalía C-deild: Padova – Mantova 3:1 • Emil Hallfreðsson kom inn á hjá Padova á 61. mínútu. Danmörk Bikarkeppnin, 3. Meira
8. október 2020 | Íþróttir | 320 orð

Öllum leikjum frestað í sjö til tólf daga

Öllum leikjum á Íslandsmótunum í handknattleik og körfuknattleik hefur verið frestað næstu tólf dagana, eða til mánudagsins 19. október, vegna tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarna um að gert yrði hlé á íþróttastarfi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.