Greinar fimmtudaginn 19. október 2023

Fréttir

19. október 2023 | Innlendar fréttir | 323 orð

1.300 milljónir til Palestínu á áratug

Fjárframlög Íslands til Palestínu tímabilið 2014-2023 nema alls 1.289 milljónum króna. Heildarframlög á þessu ári nema rúmlega 200 milljónum króna. Er það meðal annars Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn (UNRWA) sem fær fjárframlög frá íslenska ríkinu Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 261 orð | 2 myndir

286 milljónir endurgreiddar vegna Snertingar

Kvikmyndin Snerting, sem Baltasar Kormákur leikstýrir eftir sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, hefur fengið hæstu endurgreiðslu vegna kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu hér… Meira
19. október 2023 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

„Lengir bara í hengingarólinni“

Vladimír Pútín forseti Rússlands sagði í gær að stjórnvöld í Washington hefðu gert mistök með því að senda hinar langdrægu ATACMS-eldflaugar til Úkraínu. Sagði Pútín að eldflaugarnar myndu ekki skipta sköpum í stríðinu og myndu aðeins „lengja í hengingarólinni“ og auka á þjáningu Úkraínu Meira
19. október 2023 | Fréttaskýringar | 659 orð | 1 mynd

Alræðisríkin stuðningsmenn Pútíns

Þau ríki sem lýst hafa stuðningi við málstað Rússa í tengslum við innrás þeirra í Úkraínu eru einhver alræmdustu alræðisríki heims og hafa stundað kerfisbundin brot gegn eigin íbúum, mörg hver í áratugi Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

Ábyrgðin óljós með tilkomu gervigreindar

Í gær var haldið upp á þann merka áfanga að 75 ár eru liðin frá því að Alþjóðaflugmálastofnunin – ICAO og Ísland gerðu með… Meira
19. október 2023 | Erlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Ákærð fyrir að hlýða ekki reglum

Breska lögreglan ákærði í gær sænska aðgerðasinnann Gretu Thunberg fyrir að hlýða ekki reglum um almannasamkomur, en hún var hneppt í varðhald á þriðjudag við fjöldamótmæli ásamt 26 öðrum fyrir utan árlega samkomu orkuiðnaðarins í London Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Biðtíminn tvöfalt lengri en áður

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkur finnst þetta galið. Þetta er greinilega ákvörðun sem er tekin við skrifborð, alveg ótengd því hver raunveruleikinn er,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 1025 orð | 7 myndir

Bleikar kræsingar á bleika deginum

Hönnuðirnir galdra fram bleikar marengsdúllur Unnur Eir er gullsmiður hjá Meba og Lovísa hjá bylovisa en þær eru hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár. Bleika slaufan í ár er sögð sú bleikasta og það var einmitt sem þær stöllur vildu Meira
19. október 2023 | Fréttaskýringar | 641 orð | 2 myndir

Borgarstjóri boðar fjölda hótela

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur kynnt hugmyndir að 11 nýjum hótelum í borginni. Með þeim myndu nokkur þúsund herbergi bætast við hótelmarkaðinn í borginni. Dagur ræddi þessi verkefni á opnum fundi um bættar samgöngur sem fram fór í Salnum í Kópavogi síðastliðinn fimmtudag Meira
19. október 2023 | Fréttaskýringar | 1083 orð | 3 myndir

Ein skilvirkasta verksmiðja heims

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemical, JSP, dótturfyrirtæki Shenghong Petrochemicals, eins stærsta fyrirtækis í Jiangsu-héraði á austurströnd Kína, hefur gangsett metanólverksmiðju sem knúin er með tækni frá íslenska hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling International (CRI). Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Ekki bara fyrir fræðimenn

Árnastofnun mun opna nýjan gagnagrunn, að nafninu Handrit íslenskra vesturfara, í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fyrstu stóru brottför Íslendinga vestur um haf. Gagnagrunnurinn verður almenningi aðgengilegur og mun innihalda alls kyns handrit sem vesturfarar skildu eftir sig Meira
19. október 2023 | Fréttaskýringar | 681 orð | 2 myndir

Fjárhagsmál verði frá biskupi numin

Baksvið Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Fela á sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings og mun hún hafa skýrt umboð til eftirlits og ákvarðana, bera ábyrgð á að framfylgja ákvörðunum kirkjuþings og hafa eftirlit með daglegri starfsemi. Stjórnin mun starfa á ábyrgð kirkjuþings og lúta boðvaldi þess. Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 307 orð | 2 myndir

Framkvæmdum sé flýtt og fjármögnun breytt

Skoða þarf nýjar leiðir til þess að fjármagna nýjar vegaframkvæmdir á Vestfjörðum og flýta uppbyggingu, þannig að samkeppnisstaða landshlutans við önnur svæði verði jafnari. Einnig þarf að verja meira fé til vetrarþjónustu og viðhalds vega á… Meira
19. október 2023 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Fulltrúadeildin er enn án forseta

Repúblikanum Jim Jordan tókst ekki að smala saman fylgi milli daga svo hann fengi meirihluta til forsetaembættis fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Í gær kusu 22 repúblikanar gegn honum og er það verra gengi en við kosninguna á þriðjudag þegar 20 samflokksmenn hans kusu gegn honum Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Hellulagt við Hlemmtorg

Nú styttist í veturinn og getur þá skipt miklu máli að búið sé að ljúka sem flestum framkvæmdum úti við áður en veturinn kemur með tilheyrandi fannfergi. Þessir verkamenn lögðu mikið á sig í gær við hellulagningu og drógu hellur til að leggja á Laugarvegi í nágrenni Hlemmtorgs Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Hringborð norðurslóða sett

Þing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle hefst í dag í Hörpu og á Reykjavík EDITION og stendur það fram á laugardag. Yfir 200 málstofur með um 700 ræðumönnum, utanríkisráðherrum, umhverfisráðherrum og forystumönnum vísindastofnana,… Meira
19. október 2023 | Erlendar fréttir | 672 orð | 1 mynd

Hryðjuverkaógn yfir Evrópu

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Mikill óhugur hefur gripið um sig í Evrópu eftir að ráðist var á stuðningsmenn sænska landsliðsins í knattspyrnu í Brussel á mánudag og morðið á franska kennaranum Dominique Bernard í franska bænum Arras á föstudag, en báðar árásirnar eru nú sagðar hryðjuverk yfirlýstra íslamista. Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Hvassviðri frestar flugferðum

Gert er ráð fyrir miklu hvassviðri í dag og hefur Veðurstofan gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á miðhálendinu. Vegagerðin sendi í gær frá sér viðvörun vegna þessa og bað vegfarendur að vera vel á verði gagnvart vindhviðum Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 666 orð | 4 myndir

Iðandi mannlíf og litríkt borgarlandslag – Við hlökkum til að sjá þig um borð!

Icelandair býður daglega upp á flug á hagstæðu verði til Amsterdam. Þangað er flogið tvisvar á dag árið um kring. Í Amsterdam kennir ýmissa grasa og þar er heilmargt að sjá, að sumri jafnt sem vetri, því hver árstíð í Amsterdam hefur svo sannarlega sinn sjarma Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Íslenskar ömmur og afar aldrei fleiri

Íslensk börn hafa aldrei í sögunni átt fleiri afa og ömmur en einmitt nú. „Það er ljóst að núlifandi verðandi og nýir afar hafa lagt umtalsvert meira af mörkum þegar kemur að umönnun barna en kynslóðirnar á undan.“ Þetta segir Ólafur… Meira
19. október 2023 | Erlendar fréttir | 719 orð | 1 mynd

Leyfa neyðaraðstoð til Gasa

Ísraelsk stjórnvöld munu heimila að hjálpargögn verði send inn í Gasasvæðið gegnum Egyptaland. Þetta var tilkynnt eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund með Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og ríkisstjórn hans í Tel Avív í gær Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 550 orð | 2 myndir

Lífsskilyrði eru að breytast

Fjórða matsskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sem var kynnt í Grósku í gærmorgun, endurspeglar að þessar breytingar eru farnar að hríslast um allt þjóðfélagið. Þetta segir Halldór Björnsson, formaður vísindanefndarinnar Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 274 orð

Lögfræðikostnaður nemur 23 milljónum

Það sem af er þessu ári nemur bókfærður kostnaður þjóðkirkjunnar vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu tæpum 23 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Birgi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra rekstrarstofu kirkjunnar Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 787 orð | 4 myndir

Með 15 þúsund manns í mat daglega

Möguleikar eru á meiri umsvifum í nýju framleiðslueldhúsi hjá Skólamat ehf. í Reykjanesbæ þar sem nú þegar eru framleiddar um 15.000 máltíðir á dag auk margs annars. Rekstur fyrirtækisins hófst fyrir 24 árum og hefur verið í hröðum vexti síðan Meira
19. október 2023 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Mótmæli víða um heiminn

Fjölmenn mótmæli voru í flestum ríkjum múslima í gær vegna árásarinnar á al-Ahli-sjúkrahúsið í fyrrakvöld, þrátt fyrir að ekki hafi verið ljóst hvort Ísraelsmenn eða Palestínumenn bæru ábyrgðina. Mótmælendur á vegum Hisbollah-samtakanna í Beirút… Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 375 orð | 5 myndir

Ófögur sjón sem mætir ferðamönnum

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkur finnst að veggjakrotið sé að aukast og við viljum að tekið sé á því. Það þarf að ráðast á þetta strax. Bæði íbúar og verslunareigendur eru langþreyttir á þessu ástandi,“ segir Sigrún Tryggvadóttir, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur. Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Orkuskiptin sögð vera í uppnámi

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Einungis hefur verið sótt um virkjunarleyfi fyrir tveimur virkjunarkostum af 16 sem eru í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar, Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, en báðir eru þeir í uppnámi. Þessar tvær virkjanir áttu að skila 213 megavöttum inn á kerfið. Þá hefur aðeins verið sótt um virkjunarleyfi til Orkustofnunar fyrir helmingi leyfilegs afls, eða 553 megavöttum. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn sl. föstudag. Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Passa verður hvað fer í salernin

Í sumarhúsum á Suðurlandi eru áberandi skilaboð um hvað megi fara í fráveitu og rotþrær. Ekki á að henda tannþræði, lyfjum, blautþurrkum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, leikföngum eða öðru rusli í klósettið Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Plata Svavars Knúts og félaga lofuð af gagnrýnanda The Guardian

Platan Unanswered, sem Svavar Knútur vann í samstarfi við þjóðlagatónlistarfólkið Lucy Ward frá Bretlandi og Adyn Townes frá Kanada, hlaut nýverið fjórar stjörnur hjá tónlistargagnrýnanda The Guardian, Neil Spencer Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Pólskur karlmaður lést

Karlmaður, sem lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítala á þriðjudag eftir að hafa slasast í eldsvoða í atvinnuhúsnæði á Funahöfða í Reykjavík á mánudag, var pólskur og fæddur árið 1962. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri… Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Samkeppni um nafn á nýbyggingu

Boðað er til sam­keppni um nafn á nýja skrif­stofu­bygg­ingu Alþing­is í Tjarn­ar­götu 9 í Reykjavík. Sam­keppn­in er opin al­menn­ingi og verður niður­staðan tilkynnt á full­veld­is­dag­inn, 1. des­em­ber næstkomandi Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Stefán Reynir Gíslason

Stefán Reynir Gíslason kórstjóri og organisti lést á heimili sínu hinn 17. október síðastliðinn, 68 ára að aldri. Stefán fæddist á Sauðárkróki 23. október 1954. Hann ólst upp í Miðhúsum í Akrahreppi í Skagafirði, sonur hjónanna Guðrúnar Stefánsdóttur og Gísla Jónssonar Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 1060 orð | 4 myndir

Stýrir einstakri rannsókn í Noregi

„Ég fæddist á Íslandi en svo fóru foreldrar mínir í nám til Bergen þegar ég var þriggja ára,“ segir Hildur Skúladóttir, yfirlæknir lýtalækningadeildar Haraldsplass-sjúkrahússins í hinni norsku Björgvin og aðstoðarprófessor við háskólann… Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Umferð um Reykjanesbraut beint á hjáleið við Straumsvík

Umferð á Reykjanesbraut nærri Straumsvík verður frá því í næstu viku og fram á mitt næsta ár beint um hjáleið sem nú hefur verið útbúin. Þetta tengist því að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar, það er milli afleggjarans inn á Krýsuvíkurveg syðst í Hafnarfirði og að Hvassahrauni, eru hafnar Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Úttekt á færslum áhrifavalda

Öll neytendayfirvöld innan Evrópu munu á næstu vikum hefja samræmda úttekt á færslum áhrifavalda og þeirra sem koma að efnisgerð á samfélagsmiðlum og hvort skilyrði laga um merkingar auglýsinga séu uppfyllt Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Varð betri eftir því sem leið á

„Hún var mjög góð og varð bara betri með fleiri leikjum. Því meira sem ég spilaði, því betri varð ég,“ sagði Eggert Aron Guðmundsson, 19 ára… Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Veggjakrot í bænum ekki góð landkynning

„Þetta er þreytandi fyrir íbúa og ljótt að horfa upp á. Þetta er heldur ekki falleg sjón sem mætir öllum ferðamönnunum sem hingað koma,“ segir Sigrún Tryggvadóttir, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Veisla á sviði og diski með Geir og félögum

Sjöundu jólatónleikar Geirs Ólafssonar söngvara með stórhljómsveit Dons Randis og gestastjörnum samfara hátíðlegum kvöldverði, ef vill, verða í Gamla bíói í lok nóvember og byrjun desember og er miðasala hafin (tix.is) Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Viðurkennir mistök lögreglu

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, viðurkenndi í gær í samtali við Morgunblaðið að lögreglan hefði gert mistök í Drangahraunsmálinu, en rannsóknarmönnum lögreglu á vettvangi sást þá yfir morðvopnið Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 722 orð | 1 mynd

Vísindaskáldsaga í verslunarferðum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mjólk, brauð, kjúklingabringur, sýður rjómi, grænmeti og sælgæti. Viðskiptavinurinn rennir vörum fyrir ljósgeisla skannans, setur í körfuna og röltir síðan að afgreiðslukassa. Gengur þar frá viðskiptunum með nokkrum smellum og skipunum og fer síðan út. Lausnin í Bónus heitir Gripið og greitt en innleiðing hennar hófst nú í sumar. Viðtökur hafa verið góðar og fleira þessu líkt er í farvatninu. Tækniþróun er hröð og máltækið segir að tímarnir breytist og mennirnir með. Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Vörurnar afgreiddar við þröng skilyrði

Það getur verið snúið að flytja vörur til verslana í miðborginni, eins og þessir tveir fengu að kynnast á dögunum. Mikil umferð ökutækja og gangandi í bland við skort á bílastæðum getur aukið flækjustigið Meira
19. október 2023 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Þekktir kokkaþættir í tökum á Íslandi

Tökum lauk í vikunni hér á landi fyrir aðra þáttaröð hinna vinsælu kokkaþátta The World Cook. Fyrsta þáttaröðin naut mikilla vinsælda á sjónvarpsveitunni Amazon Prime í fyrra og mikið er lagt í gerð þáttaraðar númer tvö Meira

Ritstjórnargreinar

19. október 2023 | Leiðarar | 536 orð

Ljósin eru kveikt

Upplýsingaskylda í sjávarútvegi er ríkuleg Meira
19. október 2023 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Óskeikulir embættismenn

Týr í Viðskiptablaðinu einhendir sér í álit umboðsmanns Alþingis með þessum formála: „Skúli Magnússon er ekki óskeikull. Það eru bara páfinn í Róm og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sem eiga tilkall til þeirrar nafnbótar.“ Meira
19. október 2023 | Leiðarar | 253 orð

Slysaskot og sannleikurinn

Ísraelum ætluð sök en Hamas ekki Meira

Menning

19. október 2023 | Menningarlíf | 212 orð | 1 mynd

35 ára vígslu­afmæli safnsins

Í tilefni þess að laugardaginn 21. október verða 35 ár liðin frá því að Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað í endurbyggðri vinnu­stofu og heimili listamannsins er boðið upp á tvenna tónleika um helgina og opið hús bæði laugardag og sunnudag Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 1364 orð | 2 myndir

Ástin á kvikmyndum alltaf söm

Franska stórleikkonan Isabelle Huppert hlaut heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir skömmu. Heimaland hennar Frakkland var í fókus á hátíðinni í ár og kynnti Huppert meðal annars nýjustu mynd sína Sidonie au Japon eða Sidonie í Japan eftir Elise Girard Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Djasstónlistarkonan Carla Bley látin

Bandaríski djasspíanistinn og tónskáldið Carla Bley er látin 87 ára. Í frétt The Guardian er hún sögð hafa verið lofuð fyrir framúrstefnuleg verk sín sem og upplífgandi og fallegar útgáfur af meginstraumsdjassi Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Eric Lu leikur ­Mozart í kvöld

Kínversk-bandaríski píanóleikarinn Eric Lu kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Tomášar Hanus. Á efnisskránni eru Tvíkonsert fyrir tvær strengjasveitir, píanó og pákur eftir Bohuslav Martinu, Píanókonsert nr Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 980 orð | 1 mynd

Flækja náinna kynferðislegra sambanda

„Þau fá þá hræðilegu hugmynd að stunda kynlíf fyrir framan fullt af fólki, áhorfendur í leikhúsi, í örvæntingu sinni til að takast á… Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 621 orð | 8 myndir

Glæpir og almenn rit

Fræðibækur, ævisögur og bækur almenns efnis eru áberandi á útgáfulista Veraldar í haust en einnig eru þar þó nokkrar glæpasögur sem og skáldsögur, ljóðabækur og ein barnabók. Af bókum almenns efnis má fyrst nefna Afi minn stríðsfanginn eftir Elínu Hirst Meira
19. október 2023 | Fólk í fréttum | 666 orð | 4 myndir

Hvað verður um Anderson-eftirlíkingar heimsins?

Spólum aðeins til baka. Pamela Anderson varð heimsfræg árið 1989 þegar hún sprangaði um strendur Kaliforníu í Bandaríkjunum. Rauður sundbolur huldi lítið meira en helstu einkastaði. Þrátt fyrir að sparlega hafi verið farið með efnið þegar… Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 230 orð | 2 myndir

Í fótspor Árna Magnússonar

Vesturíslensk málefni verða í sviðsljósinu í Eddu við Arngrímsgötu í Reykjavík um helgina. Á laugardag kl. 11 setur Pála Hallgrímsdóttir,… Meira
19. október 2023 | Bókmenntir | 844 orð | 3 myndir

Leitað að þorpi hinna dauðu

Skáldsaga Pálmavínsdrykkjumaðurinn ★★½·· Eftir Amos Tutuola. Janus Christiansen þýddi. Angústúra, 2023. Kilja, 152 bls. Meira
19. október 2023 | Fólk í fréttum | 729 orð | 1 mynd

Maður velur sér viðhorf

Kristján Hafþórsson lætur rokið og rigninguna ekki á sig fá heldur segist hafa lært ákveðna seiglu varðandi íslenska veðrið Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 1630 orð | 20 myndir

Skáldverk sem spanna mikla breidd

Skáldsögur eru að vanda mest áberandi á útgáfulista Forlagsins fyrir jólin í ár en fjöldi barnabóka er einnig væntanlegur sem og nokkrar ljóðabækur og rit almenns efnis. Í skáldsögunni Ból skrifar Steinunn Sigurðardóttir um LínLín sem þrátt fyrir sáran missi og þung áföll stendur keik Meira
19. október 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Sýning á völdum verkum frá 2008

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stofnun Hafnarborgar verður opnuð sýning á völdum verkum úr safneigninni í dag kl. 18. Hafnarborg var stofnuð með gjafabréfi sem hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Sverrir Magnússon afhentu Hafnarfjarðarbæ 1 Meira

Umræðan

19. október 2023 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Aðgerðaáætlun um almenningssamgöngur

Efla þarf almenningssamgöngur í Reykjavík nú þegar með skilvirkum aðgerðum, óháð því hvort borgarlína verður að veruleika eða ekki. Meira
19. október 2023 | Aðsent efni | 1840 orð | 2 myndir

Afareglan um aflahlutdeild

Gary Libecap kallar það afaregluna, þegar miðað er við fortíðina og afnotarétti úthlutað til þeirra, sem haft hafa lengi afnot af auðlind. Meira
19. október 2023 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Aldraðir í öndvegi

Frá því ég var kjörin á þing árið 2017 hefur Flokkur fólksins lagt fram fjölda þingmála í baráttunni um bættan hag eldra fólks. Ég vil nefna þingmál um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, hækkun frítekjumarks vegna lífeyristekna úr 25.000 kr Meira
19. október 2023 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Bændasamtök Íslands hunsa og gleyma

… að verja með öllum ráðum búhátt sem byggir á ágangi og uppfyllir ekki gæðakröfur um velferð dýra, sjálfbærni lands og gæði afurða. Meira
19. október 2023 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Sundabraut án tafar!

Það sem mestu skiptir þó, og við Sjálfstæðismenn leggjum megináherslu á, er að Sundabraut komist til framkvæmda án tafar! Meira
19. október 2023 | Aðsent efni | 1048 orð | 1 mynd

Taugatitringur á alþjóðamörkuðum en hægfara bati

Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri verðbólguþróun sem hefur átt sér stað í heiminum. Meira
19. október 2023 | Aðsent efni | 466 orð | 2 myndir

Við getum gert betur

Til þess að stíga skref í átt að launajöfnuði er nauðsynlegt að draga úr vægi yfirvinnugreiðslna í heildarlaunum. Meira

Minningargreinar

19. október 2023 | Minningargreinar | 414 orð | 1 mynd

Guðmunda Sigurðardóttir

Guðmunda Sigurðardóttir, eða Munda eins og hún var alltaf kölluð, fæddist 11. mars 1941 í Steinsbæ á Eyrarbakka. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. október 2023. Hún var dóttir hjónanna Regínu Jakobsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
19. október 2023 | Minningargreinar | 4271 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Snædal

Gunnlaugur Snædal fæddist á fæðingardeild Landspítalans á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1959. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 6. október 2023. Foreldrar Gunnlaugs voru Gunnlaugur Snædal læknir, f Meira  Kaupa minningabók
19. október 2023 | Minningargreinar | 1001 orð | 1 mynd

Gylfi Þórðarson

Gylfi Þórðarson fæddist á Stokkseyri 4. október 1943 og ólst upp í Bræðratungu í Grindavík. Hann lést 5. október 2023 á Húsavík. Foreldrar hans voru Þórður Ólafsson frá Vopnafirði og Sigrún Guðmundsdóttir frá Stafholtstungnahreppi Meira  Kaupa minningabók
19. október 2023 | Minningargreinar | 1037 orð | 1 mynd

Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson fæddist í Reykjavík 15. desember 1965. Hann lést á Landspítalanum 5. október síðastliðinn eftir stutt og erfið veikindi. Foreldrar Sigurðar eru hjónin Einar Hilmar Jónmundsson læknir, fæddur 1939 og Björk Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, fædd 1941 Meira  Kaupa minningabók
19. október 2023 | Minningargreinar | 269 orð | 1 mynd

Stefán Ármann Þórðarson

Stefán Ármann Þórðarson fæddist 30. september 1929. Hann lést 22. september 2023. Útför fór fram 6. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2023 | Minningargreinar | 4188 orð | 1 mynd

Victor Knútur Björnsson

Victor Knútur Björnsson, löggiltur endurskoðandi, fæddist í Reykjavík 18. september 1946. Hann lést 7. október 2023 á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir löng og erfið veikindi. Foreldrar Victors voru Björn Knútsson, löggiltur endurskoðandi, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

19. október 2023 | Sjávarútvegur | 248 orð | 1 mynd

Strandríkin verði að semja

„Nú er komið nóg. Það er kominn tími til að landa lausnum og hætta ofveiði í Norðaustur-Atlantshafi,“ segir í opnu bréfi sem verndarsamtök uppsjávarstofna á Norður-Atlantshafi hafa sent ráðherrum sjávarútvegsmála í Bretlandi, Noregi,… Meira
19. október 2023 | Sjávarútvegur | 539 orð | 1 mynd

VS-afli meiri vegna uppgjörsskilyrða?

Sterkar vísbendingar eru um að mikla aukningu í VS-afla undanfarin ár megi rekja til þess að útgerðum hafi verið gert heimilt að gera upp við sjómenn á lægra verði fyrir slíkan afla en lágmarksverð Verðlagsstofu heimilar Meira

Daglegt líf

19. október 2023 | Daglegt líf | 1126 orð | 3 myndir

Skiptir máli að vera sjálf á staðnum

Mér fannst ekkert mál að verða sextug, það var bara gaman, en að ég væri búin að vera í þrjátíu ár hérna í vinnunni í búðinni varð til þess að það þyrmdi yfir mig. Tíminn hefur flogið, enda alltaf gaman í vinnunni,“ segir Matthildur… Meira

Fastir þættir

19. október 2023 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

Anna Bára Unnarsdóttir

30 ára Anna Bára er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er með BS-gráðu í sálfræði frá HÍ, MPH-gráðu í lýðheilsuvísindum og er doktorsnemi í því fagi við HÍ. Anna Bára starfar sem verkefnisstjóri Covidment í Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ Meira
19. október 2023 | Í dag | 938 orð | 3 myndir

Endanlega sestur að í Hveragerði

Guðjón Sigurðsson er fæddur 19. október 1948 á Selfossi, næstelstur sex bræðra. „Þar ólumst við upp þar til foreldrar okkar fluttu með okkur bræðurna á Stöðvarfjörð árið 1954. Þar fékk pabbi kaupfélagsstjórastöðu sem hann gegndi til ársins 1963 Meira
19. október 2023 | Í dag | 173 orð

Erfitt val. S-NS

Norður ♠ 8653 ♥ Á43 ♦ K2 ♣ K1085 Vestur ♠ G942 ♥ K96 ♦ DG105 ♣ 62 Austur ♠ D7 ♥ G10872 ♦ 9743 ♣ 43 Suður ♠ ÁK10 ♥ D5 ♦ Á86 ♣ ÁDG97 Suður spilar 6♣ Meira
19. október 2023 | Í dag | 435 orð

Ég elska þig logn

Á Boðnarmiði segir Sigurlín Hermannsdóttir Sögu af sögum: Hann Siggi er hrifinn af sögum, hefur safnað frá frumbernskudögum. Á stingsög og bandsög og borðsög og handsög en bráðvantar hjólsög með snögum Meira
19. október 2023 | Dagbók | 28 orð | 1 mynd

Framsókn í ólgusjó

Framsókn hefur tapað miklu fylgi eftir sigur í alþingis- og borgarstjórnarkosningum, en togstreita er í stjórninni og borgarstjórastóllinn á næsta leiti. Karítas Ríkharðsdóttir ræðir stöðuna frá bæjardyrum Framsóknar. Meira
19. október 2023 | Í dag | 61 orð

Kaupkona (þótti virðingarheiti áður, nú eru þær flestar forstjórar) þýðir…

Kaupkona (þótti virðingarheiti áður, nú eru þær flestar forstjórar) þýðir í Ísl. orðabók: kona sem rekur verslun – en í bók Árnastofnunar er hún orðin kaupmaður , það er: sá eða sú sem rekur… Meira
19. október 2023 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Alba Malen Pálsdóttir fæddist 12. desember 2022 kl. 02.42 á…

Reykjavík Alba Malen Pálsdóttir fæddist 12. desember 2022 kl. 02.42 á Landspítalanum. Hún vó 3.278 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Bára Unnarsdóttir og Páll Jónsson. Meira
19. október 2023 | Dagbók | 218 orð | 1 mynd

Skagamenn skora enn sjónvarpsmörkin

Vinir mínir hafa lengi vel þurft að burðast með þá staðreynd að ég er KR-ingur. Ég hef venjulegast afsakað mig með því að segja að „enginn er fullkominn“, en hitt er víst að unglingsárin hefðu vel getað verið auðveldari fótboltalega séð, … Meira
19. október 2023 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

Skák

1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. e4 Bg7 6. Rge2 0-0 7. d3 Re8 8. Be3 d6 9. 0-0 Rc7 10. d4 cxd4 11. Rxd4 Be6 12. b3 Dd7 13. Rxe6 Rxe6 14. Dd2 Dd8 15. Hac1 Da5 16. f4 Bd4 17. Kh1 Bxe3 18. Dxe3 Dc5 19 Meira
19. október 2023 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Það sem þú gerir fyrir svefninn

Rannsóknarspurning Regínu er vinsæll liður í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim. Þar ræða Regína Ósk, Ásgeir Páll og Jón Axel allt á milli himins og jarðar í mikilli gleði. Rannsóknarspurningin á dögunum var: 20% fullorðinna segja þetta vera… Meira

Íþróttir

19. október 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Elliði fékk hæstu einkunn

Elliði Snær Viðarsson, línumaður Gummersbach og íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur verið útnefndur í úrvalslið 9. umferðar þýsku 1. deildarinnar eftir stórkostlegan leik sinn í 37:31-sigri á Eisenach síðastliðið föstudagskvöld Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 781 orð | 2 myndir

Ég var frábær seinni hlutann

„Hún var mjög góð og varð bara betri með fleiri leikjum. Því meira sem ég spilaði, því betri varð ég,“ sagði Eggert Aron Guðmundsson, 19 ára knattspyrnumaður hjá Stjörnunni, í samtali við Morgunblaðið er hann var spurður út í eigin frammistöðu á tímabilinu Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 644 orð | 2 myndir

Framtíðin mjög björt hjá landsliðinu

„Tilfinningin eftir nýliðinn landsleikjaglugga er ótrúlega góð,“ sagði Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið. Ísland er með fullt hús stiga eða 4 stig í 7 Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Haukamenn upp fyrir Aftureldingu

Haukar fóru upp í þriðja sæti úrvalsdeildar karla í handbolta með 27:23-heimasigri á Aftureldingu í sjöundu umferðinni á Ásvöllum í gærkvöldi. Eru Haukar nú með tíu stig, en Afturelding með níu í fjórða sæti Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Íslendingarnir fögnuðu allir

Barein, Sádi-Arabía og Japan unnu öll sigra í fyrstu leikjum sínum í undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikana í handknattleik í karlaflokki í Duhail í Katar í gær. Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, vann gífurlega öruggan sigur á Kasakstan, 46:18, í B-riðlinum Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Miloslav þjálfar SR-inga

Miloslav Racanský hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs SR í íshokkí en hann tekur við starfinu af Gunnlaugi Thoroddsen sem stýrt hefur liðinu í rúm tvö tímabil. Milos, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2018, hefur verið búsettur á Íslandi í… Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Orðinn þjálfari Breiðabliks

Englendingurinn Nik Chamberlain hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann kemur til Kópavogsfélagsins frá Þrótti úr Reykjavík. Chamberlain tók við Þrótti árið 2016 og kom liðinu upp í efstu deild árið 2019 Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta,…

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi sinn fyrsta landsliðshóp í vikunni fyrir vináttulandsleikina gegn Færeyjum, 3. og 4. nóvember, sem fara báðir fram í Laugardalshöll Meira
19. október 2023 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

Valur úr leik þrátt fyrir sigur í Austurríki

Valur er úr leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvennaflokki, þrátt fyrir 1:0-útisigur á St. Pölten frá Austurríki í gærkvöldi. Hin danska Lise Dissing skoraði sigurmark Vals. Það dugði skammt því St Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.