Greinar mánudaginn 23. október 2023

Fréttir

23. október 2023 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

27 nýjar íbúðir í sölu í Fjallabyggð

„Við erum mjög ánægð með að fá nýja íbúa í bæinn,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar. Um helgina fóru í sölu 27 nýjar íbúðir í byggingu sem gert er ráð fyrir að verði tilbúnar næsta sumar Meira
23. október 2023 | Erlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Áfram aðstoð til Gasa

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels sammæltust í gærkvöldi um að mannúðaraðstoð myndi halda áfram að berast í gegnum landamæri Egyptalands og Gasasvæðisins til íbúa Gasa Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 368 orð | 2 myndir

Afslátturinn með appinu dugar ekki í Dalabyggð

„Við munum áfram hamra á kröfum okkar um að hér verði skapaðar eðlilegar aðstæður í verslun. Slíkt skiptir miklu fyrir afkomu íbúa hér á svæðinu, auk þess sem umferð hér í gegn er stöðugt að aukast,“ segir Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í Dalabyggð Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 881 orð | 2 myndir

Austurlandið fái brotabrot til baka

„Alþingi er staður til þess að hafa áhrif og beita sér fyrir mikilvægum málum,“ segir Berglind Harpa Svavarsdóttir. Hún situr um þessar mundir og út líðandi ár á þingi sem varamaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Fá engin svör frá borginni eftir fjölda fyrirspurna

„Við höfum miklar áhyggjur af því að skortur á frágangi frá aðrein Reykjanesbrautar inn að Álfabakka skapi hættu fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Kristín Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

FH og Afturelding tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins

FH og Afturelding tryggðu sér á laugardag sæti í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik með fræknum sigrum í öðrum leik liðanna. FH gerði frábæra ferð til Serbíu og lagði Partizan að velli í Belgrad, 30:23, eftir að fyrri leiknum í Kaplakrika lauk með jafntefli Meira
23. október 2023 | Erlendar fréttir | 639 orð | 1 mynd

Ísrael herðir loftárásir

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ísraelski flugherinn herti loftárásir sínar um helgina og réðist á skotmörk á Gasasvæðinu í gær og fyrradag. Þá gerðu Ísraelar aftur árásir á helstu flugvelli Sýrlands sem og mosku á Vesturbakkanum, sem sagt var að vígamenn hefðu lagt undir sig. Þá réðust Ísraelar á skotmörk í Líbanon á laugardaginn, sem þeir sögðu að tengdust hryðjuverkasamtökunum Hisbollah. Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Kaleo tróð óvænt upp í Boston

Það vakti mikla lukku gesta þegar Kaleo tróð óvænt upp á Íslandskynningu sem haldin var í Boston um helgina. Kynningin, sem var haldin á vegum Icelandair, Bláa lónsins, 66°Norður og fleiri fyrirtækja frá fimmtudegi til sunnudags, vakti mikla athygli meðal fjölmiðla og almennings Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Lægra verð komið til Suðurlands

Atlantsolía virðist hafa fært samkeppni um eldsneytisverð til Suðurlands þegar félagið lækkaði verðið á Selfossi aðfaranótt laugardags til samræmis við verð í Kaplakrika, á Sprengisandi og Akureyri. Verðið er óháð öllum fríðindakerfum og er það sama og er á framantöldum bensínstöðvum Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

Matvælaframleiðslan er orðin sjálfboðastarf

„Þvert yfir í landbúnaði er sáralítil geta til launagreiðslna, hvað þá frekari fjárfestinga. Fjöldi bænda horfir nú í kringum sig og þeir hafa… Meira
23. október 2023 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Mótmæli víða í Evrópu

Mótmæli voru haldin í flestum af helstu borgum Evrópu um helgina þar sem stuðningsmenn Palestínumanna mótmæltu árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið og kröfðust þess að boðað yrði til vopnahlés í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Ný íslensk-norsk ópera frumflutt

Ný íslensk-norsk ópera, Systemet, verður frumflutt í Kaldalóni Hörpu í kvöld, 23. október, kl. 20. Sýningin er hluti af Óperudögum Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Páll Samúelsson fv. forstjóri Toyota

Páll Breiðdal Samúelsson, fyrrverandi forstjóri Toyota á Íslandi, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka aðfaranótt sl. laugardags, 21. október. Páll, sem var næstyngstur sjö systkina, fæddist á Siglufirði 10 Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 90 orð

Rannsókn hafin á brunanum við Álftröð

Ekki er ljóst hvort um íkveikju var að ræða þegar eldur kviknaði í nýbyggingu við Álftröð í Kópavogi aðfaranótt laugardags Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Ríkismiðill með belti og axlabönd

Kári Freyr Kristinsson karifreyr@mbl.is Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það stinga mjög í stúf að ekki sé gerð sama hagræðingarkrafa til Ríkisútvarpsins og til annarra stofnana hins opinbera. Vilhjálmur hefur sent menningar- og viðskiptaráðherra fyrirspurn um framlög og hagræðingarkröfur til ríkismiðilsins. Meira
23. október 2023 | Erlendar fréttir | 65 orð

Seinni umferð talin líkleg niðurstaða

Flest benti til í gærkvöldi að Javier Milei, hægrisinnaður þingmaður frá Búenos Aíres, fengi flest atkvæði í forsetakosningunum sem haldnar voru í Argentínu í gær, en þó ekki nóg til að forðast aðra umferð Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 879 orð | 2 myndir

Stjórnmálin vilja veika fjölmiðla

Viðtal Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Bestu tímar og aðstæður blaðamennsku eru ef til vill að baki, þótt hlutverkið hafi sennilega aldrei verið meira. Öflugir fjölmiðlar, þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar, mál sett í samhengi og valdinu veitt aðhald, eru meginstoð samfélags lýðræðis. Að þessu fari aftur er slæmt,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson. Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Stórt gat og launin eru lítil

Talið er að í ár vanti alls 12,1 milljarð króna inn í landbúnaðinn þannig að búrekstur sé í jafnvægi. Afurðaverð hefur vissulega hækkað nokkuð, en rekstrargjöld og fjármagnsliðir þeim mun meira. Þess vegna hefur myndast gat upp á 8,6 milljarða kr Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 324 orð

Svikin hlaupa á milljónum króna

„Það eru einstaklingar sem eru fórnarlömbin en í rauninni má segja að allur almenningur sé undir, það er verið að herja á almenning að falla fyrir þessu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS,… Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 442 orð | 2 myndir

Systkini saman í bíl í Cambrian-rallinu

Systkinin Jóhann Ingi og Heiða Karen Fylkisbörn taka þátt í alþjóða Cambrian-rallkeppninni í Wales á laugardag og eru full tilhlökkunar enda fyrsta keppni þeirra erlendis. „Ég er mjög spennt en aðalatriðið er að ljúka keppninni,“ segir Heiða Meira
23. október 2023 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Þjóðarflokkurinn með yfirhöndina

Svissneski þjóðarflokkurinn, SVP, sem talinn er sá íhaldssamasti á hinu pólitíska litrófi í Sviss, varð hlutskarpastur allra flokka í svissnesku þingkosningunum sem fram fóru í gær Meira
23. október 2023 | Erlendar fréttir | 715 orð | 1 mynd

Titringur hríslast um orkumarkaði

Sífellt harðari átök Ísraels og hryðjuverkasamtakanna Hamas gætu reynt enn meira á flæði olíu og gass um heiminn, sem þegar hefur mátt þola skerðingar eftir… Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Vanmati mótmælt í kvennaverkfalli

Búist er við fjölda á baráttufund á Arnarhóli í Reykjavík á morgun, 24. október, en til hans er efnt á baráttudegi kvenna. Konur og kvár leggja niður öll störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á störfum sínum og ýmiss konar ofbeldi, segir í tilkynningu Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Vara við stigmögnun átaka

Talsmenn Bandaríkjastjórnar vöruðu við því í gær að Bandaríkin myndu bregðast við öllum tilraunum til þess að breiða út átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Var viðvörunarorðum Bandaríkjamanna einkum beint að Íran og undirsátum þeirra í… Meira
23. október 2023 | Erlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd

Varnir Úkraínumanna halda enn

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti lýsti því yfir í gær að varnir Úkraínuhers við bæinn Avdívka væru enn traustar þrátt fyrir ítrekaðar árásir Rússa, en Rússar hafa lagt mikið kapp síðustu daga og vikur á að umkringja bæinn og ná honum á sitt vald Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 403 orð | 1 mynd

Verðstríð færist út á Suðurland

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is „Við lækkuðum verðið á eldsneyti á miðnætti aðfaranótt laugardags á Selfossi,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir markaðsstjóri Atlantsolíu en til þessa hefur svokallað bensínsprengjuverð eingöngu verið á höfuðborgarsvæðinu í Kaplakrika og á Sprengisandi og síðan á Akureyri, en annars staðar verið afsláttarverð með bensínlykli fyrirtækisins. Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Vill jafna leikinn á fjölmiðlamarkaði

„Ég hef komið með þá hugmynd að breyta lögum um útvarpsgjaldið þannig að Ríkisútvarpið fái ekki allt útvarpsgjaldið heldur megum við nota það í svipuð markmið og Ríkisútvarpið á að ná,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins Meira
23. október 2023 | Innlendar fréttir | 150 orð

Vita ekki hver viðbrögð MAST verða

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að fela sveitarstjóra að fara þess á leit við Matvælastofnun að niðurstaða fáist í afgreiðslu rekstrarleyfis vegna fyrirhugaðs laxeldis í Seyðisfirði. „Okkur fannst eðlilegt að óska eftir upplýsingum frá… Meira
23. október 2023 | Fréttaskýringar | 637 orð | 3 myndir

Ýta á MAST og vilja niðurstöðurnar fyrr

Fréttaskýring Kári Freyr Kristinsson karifreyr@mbl.is Okkur fannst eðlilegt að óska eftir upplýsingum frá MAST og reyna þá að ýta við því að umsóknin fái afgreiðslu, alveg sama hvort það sé já eða nei,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Meira

Ritstjórnargreinar

23. október 2023 | Leiðarar | 727 orð

Ferðin misnotuð

Vinda þarf ofan af og hætta gullhúðaðri innleiðingu EES-gerða Meira
23. október 2023 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Innanmein Rúv.

Björn Bjarnason skrifar um að BBC hafi sætt „harðri gagnrýni fyrir að hafa það sem meginreglu að kalla hryðjuverkamenn Hamas militants sem er íslenskað með orðunum ófriðarseggur eða vígamaður“. Forseti Ísraels hafi sagt þetta „viðurstyggilega“ stefnu hjá BBC og sl. föstudag hafi yfirstjórn BBC skýrt frá því „að stöðin hefði breytt meginreglu sinni um lýsingu á Hamas, framvegis yrði sagt að um væri að ræða samtök „sem breska ríkisstjórnin og aðrir lýstu sem hryðjuverkasamtökum““. Meira

Menning

23. október 2023 | Leiklist | 808 orð | 2 myndir

Allt til enda veraldar

Borgarleikhúsið Með Guð í vasanum ★★★★· Eftir Maríu Reyndal í leikstjórn höfundar. Aðstoð við handrit og dramatúrg: Sveinn Ólafur Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 22. september 2023, en rýnt í 6. sýningu fimmtudaginn 12. október 2023. Meira
23. október 2023 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Evrópsku MTV-verðlaununum aflýst

Evrópsku MTV-tónlistarverðlaununum hefur verið aflýst vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Halda átti hátíðina í París hinn 5. nóvember næstkomandi en ákveðið hefur verið að blása viðburðinn af vegna þeirra hryllilegu atburða og átaka sem nú geisa í Ísrael og á Gasasvæðinu Meira
23. október 2023 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Heimaleikurinn fer á hátíð í New York

Fótboltaheimildarmyndin Heimaleikurinn, sem sýningar hófust nýlega á í Smárabíói og Bíó Paradís, hefur verið valin til sýningar á heimildarmyndahátíðinni Doc NYC, sem samkvæmt tilkynningu er sögð stærsta heimildarmyndahátíð Bandaríkjanna Meira
23. október 2023 | Menningarlíf | 53 orð | 4 myndir

Líkamleg tjáning fangar augað um víða veröld

Dans í ýmsum myndum er áberandi í ljósmyndabanka AFP-fréttaveitunnar um þessar mundir. Þessi orðalausa listgrein er iðkuð um allan heim og fjölbreytnin er ríkjandi. Hinir frægu Rockette-dansarar æfa fyrir jólasýningu í New York, sirkuskrakkar leika listir sínar í Mongólíu, ungur ballettdansari stekkur í Brasilíu og indónesískur þjóðdansari klæðir sig upp og tekur sporið. Meira
23. október 2023 | Menningarlíf | 436 orð | 2 myndir

Völvur, fótbolti og hormónar

Bókaútgáfan Hólar stendur að vanda fyrir fjölbreyttri útgáfu þar sem völvur, Vesturbærinn og knattspyrnuhetjur koma meðal annars við sögu. Meðal þeirra bóka sem væntanlegar eru fyrir jólin má nefna Björn Pálsson: Flugmaður og þjóðsagnapersóna eftir… Meira

Umræðan

23. október 2023 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

„Um kvenna dáðir rís hér minnismerki“

Um 80% starfsfólks Landspítala eru konur og það er ekkert launungarmál að án þeirra er spítalinn óstarfhæfur. Meira
23. október 2023 | Aðsent efni | 959 orð | 1 mynd

Ekki hækka skatta á millistéttina

Herkostnaður okkar Íslendinga er hins vegar íslenska krónan og fylgifiskar hennar. Þar með talið um 110 milljarða vaxtakostnaður ríkissjóðs. Meira
23. október 2023 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Laun fyrir lífi – baráttufundur ungra bænda

Ég tel að landbúnaðurinn sem atvinnuvegur eigi sömu möguleika og sjávarútvegurinn sé gengið í að laga umgjörðina og rekstrarumhverfið. Meira
23. október 2023 | Pistlar | 465 orð | 1 mynd

Trylltur dans múgsins

Dansæðið, galdrafárið, hundurinn Lúkas. Æðið mun renna sitt skeið. Sagan sýnir þó að trylltur dans múgsins er sjaldnast skaðlaus,“ skrifar Sif Sigmarsdóttir í Heimildina á laugardaginn. Múgurinn skiptist í tvennt: Fólk sem er að reyna að lifa… Meira
23. október 2023 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Þegar mamma mótmælti á Lækjartorgi 1975

Þessu áttu konur bara að sinna á meðan höfuð heimilisins tæki sér lúr í sófanum til að hlaða batteríin eftir erfiðan dag. Meira

Minningargreinar

23. október 2023 | Minningargreinar | 2309 orð | 1 mynd

Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir

Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir (Abba) fæddist á æskuheimili sínu Svalbarðseyri á Búðum í Fáskrúðsfirði 14. maí 1948. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði 15. október 2023. Foreldrar hennar eru Erla Björgvinsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
23. október 2023 | Minningargreinar | 2413 orð | 1 mynd

Ásdís Helga Jóhannsdóttir

Ásdís Helga Jóhannsdóttir fæddist á Gilbakka, Arnarstapa, 1. mars 1929. Hún lést 29. september 2023. Foreldrar hennar voru: Marta Hjartardóttir, f. 24. ágúst 1895, d. 30. júní 1938, og Jóhann Ingiberg Jóhannsson, 14 Meira  Kaupa minningabók
23. október 2023 | Minningargreinar | 517 orð | 1 mynd

Dagný Kristjánsdóttir

Dagný Kristjánsdóttir fæddist 22. september 1990. Hún lést 9. október 2023. Útför Dagnýjar fór fram 20. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
23. október 2023 | Minningargreinar | 924 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Snædal

Gunnlaugur Snædal fæddist 17. júní árið 1959. Hann lést 6. október 2023. Útför fór fram 19. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
23. október 2023 | Minningargreinar | 2428 orð | 1 mynd

Hörður Sigurbjarnarson

Hörður Sigurbjarnarson fæddist 9. september 1952 á Akureyri. Hann lést 8. október 2023 á heimili sínu í Mývatnssveit. Foreldrar hans eru Hildur Jónsdóttir, f. 2. júní 1932, og Sigurbjörn Sörensson, f Meira  Kaupa minningabók
23. október 2023 | Minningargreinar | 1687 orð | 1 mynd

Jón Ragnar Sigurjónsson

Jón Ragnar Sigurjónsson fæddist 17. apríl 1927. Hann lést 8. október 2023. Útför Jóns fór fram 20. október 2023. Meira  Kaupa minningabók
23. október 2023 | Minningargreinar | 2646 orð | 1 mynd

Margrét Ingibergsdóttir

Margrét Ingibergsdóttir fæddist í Rauðanesi III, Borgarfirði, 26. október 1970. Hún lést á Landspítalanum í Kópavogi 8. október 2023. Foreldrar hennar voru Ingibergur Bjarnason, f. 13. júlí 1933, d. 23 Meira  Kaupa minningabók
23. október 2023 | Minningargreinar | 542 orð | 1 mynd

Steingrímur Guðni Pétursson

Steingrímur Guðni Pétursson fæddist 12. nóvember 1942. Hann lést 10. október 2023. Útför hans fór fram 18. október 2023. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. október 2023 | Viðskiptafréttir | 317 orð | 1 mynd

Kínverjar rannsaka rekstur Foxconn

Kínversk stjórnvöld hafa hleypt af stokkunum rannsókn á starfsemi tæknirisans Foxconn en félagið hefur m.a. um árabil framleitt iPhone-snjallsímann fyrir Apple. Foxconn er í dag stærsta einkarekna útflutningsfyrirtæki Kína og stærsta einkarekna félag landsins mælt í fjölda starfsmanna Meira
23. október 2023 | Viðskiptafréttir | 311 orð | 1 mynd

Mútugreiðslur enn vandamál í Brasilíu

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýrri skýrslu að mútugreiðslur séu viðvarandi vandamál í brasilísku atvinnulífi. OECD telur brasilísk stjórnvöld hafa náð góðum árangri í að draga úr mútum og að greinilegar framfarir hafi átt sér stað… Meira
23. október 2023 | Viðskiptafréttir | 300 orð | 1 mynd

Sveiflukennd vika á hlutabréfamarkaði

Síðasta vika var fjarri því tíðindalaus á bandarískum hlutabréfamarkaði. Sigurvegari vikunnar var streymisveitan Netflix sem greindi frá því á miðvikudag að félagið hefði laðað til sín 8,8 milljónir nýrra áskrifenda á þriðja fjórðungi þessa árs Meira

Fastir þættir

23. október 2023 | Í dag | 283 orð

Af streði, nefnilega og stærsta böli vorra tíma

Egill Aðalsteinsson henti inn athugasemd á fésbók: Limra ef maður kynni nú að yrkja: Á heiðinni Hálfdán var maður bla bla bla bla eitthvað sniðugt bllblblabla blbllaallablal blabla bla bla eitthvað fyndið Þó að rím og ljóðstafi og margt annað vanti… Meira
23. október 2023 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Áður fyrr bjó fólk yfir seiglu

Lagið Beautiful Life með hljómsveitinni Moskvít var spilað í þættinum Íslensk tónlist með Heiðari Austmann á dögunum. Lagið er samið á kassagítar og segist Sjonni Arndal söngvari hljómsveitarinnar hafa samið textann eftir samræður við áttræðan vinnufélaga Meira
23. október 2023 | Í dag | 147 orð | 2 myndir

Gullbrúðkaup

Í dag eiga hjónin Hörður Hilmisson og Marentza Poulsen 50 ára brúðkaupsafmæli. Hörður er Vestmannaeyingur og rafvirki en Marentza er frá Færeyjum og er smurbrauðsjómfrú og veitingakona Meira
23. október 2023 | Dagbók | 202 orð | 1 mynd

Illa farið með Frasier okkar

Hver í ósköpunum fékk þá hugmynd að gera nýja þætti um sálfræðinginn Frasier? Sá hinn sami hefði betur sleppt því. Það er verulega dapurlegt að sjá gamlan og góðan vin eins og Frasier eldast illa, eins og hann gerir í nýrri þáttaröð sem nú er sýnd á erlendum sjónvarpsstöðvum Meira
23. október 2023 | Í dag | 57 orð

line-height:150%">Það ætlar ekki að linna jarðgöngum hér á landi, á…

line-height:150%">Það ætlar ekki að linna jarðgöngum hér á landi, á endanum getum við keyrt inni hvert sem við ætlum. Því er þörf að árétta að göng verða til ganga í eignarfalli en göngur , allar göngur og ekki aðeins smalamennska, verða til… Meira
23. október 2023 | Í dag | 158 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í fyrri hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram dagana 12.-15. október sl. í Rimaskóla. Jóhann Hjartarson (2.439) hafði hvítt gegn kollega sínum í stórmeistarastétt, Litháanum Tomas Laurusas (2.547) Meira
23. október 2023 | Í dag | 175 orð

Tæknilegir yfirburðir. S-Allir

Norður ♠ Á9 ♥ KDG ♦ G76432 ♣ 82 Vestur ♠ K76 ♥ 10876 ♦ K8 ♣ D1094 Austur ♠ D10852 ♥ 93 ♦ D109 ♣ G65 Suður ♠ G43 ♥ Á542 ♦ Á5 ♣ ÁK73 Suður spilar 3G Meira
23. október 2023 | Í dag | 984 orð | 2 myndir

Vinur Apollo-tunglfaranna

Örlygur Hnefill Örlygsson er fæddur 23. október 1983 á Húsavík og ólst þar upp. Hann útskrifaðist úr Borgarhólsskóla á Húsavík 1999. Hann var nemi við Menntaskólann á Akureyri 1999-2002, fór svo í fjölmiðlafræði í Borgarholtsskóla í Reykjavík… Meira

Íþróttir

23. október 2023 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

Afturelding og FH áfram

Afturelding og FH unnu bæði frækna sigra á andstæðingum sínum í öðrum leik liðanna í 3. umferð Evrópubikars karla í handknattleik á laugardag Meira
23. október 2023 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Fjör í grannaslögum Lundúna og Liverpool

Chelsea og Arsenal skildu jöfn, 2:2, þegar liðin áttust við í stórleik 9. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Stamford Bridge á laugardag. Chelsea náði tveggja marka forystu með mörkum frá Cole Palmer úr vítaspyrnu og Mykhailo Mudryk Meira
23. október 2023 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

Haukar tylltu sér á toppinn

Haukar tylltu sér á topp úrvalsdeildar kvenna í handknattleik með sætum sigri á Íslandsmeisturum Vals, 26:25, þegar liðin áttust við í 6. umferð deildarinnar á Ásvöllum á laugardag. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn æsispennandi Meira
23. október 2023 | Íþróttir | 646 orð | 4 myndir

Hilmar Smári Henningsson lék afar vel fyrir Bremerhaven…

Hilmar Smári Henningsson lék afar vel fyrir Bremerhaven þegar liðið hafði betur gegn Artland í þýsku B-deildinni í körfuknattleik á laugardag Meira
23. október 2023 | Íþróttir | 538 orð | 2 myndir

ÍBV fyrst liða til að vinna Val

Íslandsmeistarar ÍBV unnu sterkan sigur á deildarmeisturum Vals, 38:34, þegar liðin áttust við í stórleik 7. umferðar úrvalsdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Fyrir leikinn var Valur á toppnum með fullt hús stiga á meðan Eyjamenn höfðu farið nokkuð rólega af stað Meira
23. október 2023 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Sir Bobby Charlton féll frá um helgina

Sir Bobby Charlton, goðsögn úr Manchester United og enska landsliðinu í knattspyrnu, er látinn, 86 ára að aldri. Fjölskylda Charltons tilkynnti að hann hefði fengið friðsælt andlát í svefni á laugardagsmorgun Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.