Greinar miðvikudaginn 17. apríl 2024

Fréttir

17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 810 orð | 2 myndir

Aðgerðir stuðli að lægri verðbólgu

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Boðað er aðhald í rekstri ríkisins fram til ársins 2029, halda á útgjaldavexti í skefjum til að stuðla að lækkun verðbólgu og auknum kaupmætti, unnið verður að lækkun skulda ríkissjóðs, mæta á nýjum útgjöldum með aðhalds- og sparnaðaraðgerðum í öðrum rekstri, selja á ýmsar eignir ríkisins og áhersla verður lögð á forgangsröðun verkefna og hagræðingu. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun áranna 2025 til 2029 sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær. Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 207 orð

Aðhald, frestun og eignasala

„Áfram þarf að ríkja festa, aðhald og hagræðing hjá hinu opinbera,“ segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025-2029, sem lögð var fram í gær. Gert er ráð fyrir hallarekstri næstu þrjú árin en að hallinn minnki hratt og reksturinn verði kominn í jafnvægi 2028 Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Afturelding síðust í undanúrslitin

Afturelding mætir Val í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir stórsigur gegn Stjörnunni, 35:24, í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í gær Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Alheimslágmarksskattur tekinn upp

Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að innleiða svonefndan alheimslágmarksskatt hér á landi á síðari hluta næsta árs og er gert ráð fyrir gildistöku hans í skattkerfinu á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun áranna 2025 til 2029 Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Ástin, kærleikurinn og rómantíkin í Hofi

Hjartans tónar er yfirskrift tónleika Rósu Maríu Stefánsdóttur föstudagskvöldið 19. apríl í Hofi á Akureyri. „Þetta eru þematónleikar, þar sem gestum er boðið að koma á stefnumót við ástina, rækta kærleikann og rómantíkina, huga að mýkri… Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Bíllinn keyptur og afhentur

Sveitarfélagið Norðurþing festi nýverið kaup á og fékk afhentan nýjan körfubíl en ekki eru allir á eitt sáttir um kaupin sem afgreidd voru áður en þau komu inn á borð sveitarstjórnar. Óskuðu fulltrúar Vinstri-grænna í sveitarstjórn, Aldey… Meira
17. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Björguðu miklum verðmætum

Gamla kauphöllin í Kaupmannahöfn, Børsen, varð í gær eldi að bráð. Eldurinn kviknaði um hálfáttaleytið í gærmorgun að dönskum tíma og var allt tiltækt slökkvilið þegar kallað út til þess að ná tökum á eldinum, en hún var fljótlega orðin alelda Meira
17. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Boðar hertar refsiaðgerðir gegn Íran

Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að Bandaríkjastjórn ætlaði sér að herða á viðskiptaþvingunum sínum gegn klerkastjórninni í Íran eftir hina miklu loftárás Írana á Ísrael um síðustu helgi Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 483 orð | 3 myndir

Breyta og bæta hafnarmannvirki

Vænst er að í lok sumars verði lokið miklum breytingum og stækkun á hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn. Vöruflutningar með stórskipum sem Smyril-Line gerir út fara mjög vaxandi sem með öðru kallar á að bætt sé úr Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Danir harmi slegnir en kauphöllin verður endurreist

Gamla kauphöllin í Kaupmannahöfn, Børsen, varð í gær eldi að bráð. Á myndinni má sjá þegar turnspíra kauphallarinnar stóð í ljósum logum en hún féll að lokum til jarðar. Málverkum og öðrum sögufrægum verðmætum var forðað út úr byggingunni Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 294 orð

Eðlilegt að halda árshátíðina eystra

Kostnaður við árshátíð Landsvirkjunar sem haldin var á Egilsstöðum nam um 90 milljónum króna. Þetta upplýsti Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri fyrirtækisins, í samtali við mbl.‌is‌ í gær. Hún sagði jafnframt að starfsmannafélag hefði… Meira
17. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 670 orð | 2 myndir

Eitt af kennileitum Kaupmannahafnar

Margrét Þórhildur fráfarandi Danadrottning fékk óskemmtilega afmælisgjöf á 84. afmælisdaginn þegar eldsvoði varð í miðri höfuðborginni Kaupmannahöfn í gærmorgun. Børsen-byggingin kunna, sem áður hýsti kauphöllina, stóð í ljósum logum og turnspíran varð eldinum að bráð og féll til jarðar Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 153 orð

Ekkert biskupsefnið með hreinan meirihluta

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju hlaut flest atkvæði í biskupskosningu sem lauk í gær. Hlaut hún 839 atkvæði eða 45,97%. Næstur kom sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju með 513 atkvæði eða 28,11%, en sr Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Heiðarleiki og einlægni mikilvægar dyggðir forseta

Nokkur eindrægni er um það hvaða dyggðir og eiginleikar séu mikilvægastir í fari forseta Íslands, samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Þar er heiðarleikinn efst á blaði, en síðan koma einlægni og viljinn til þess að hlusta á… Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Heimsmeistaramót á Íslandi 2031

Ísland, Danmörk og Noregur halda heimsmeistaramót karla í handknattleik árið 2031 en Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, tilkynnti þetta í gær. Um leið var Frakklandi og Þýskalandi úthlutað HM 2029 en Norðurlandaþjóðirnar sóttu um bæði mótin, ásamt Sádi-Arabíu sem fékk hvorugt Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Hætta brátt námugreftri

Námugröftur eftir rafmyntum í íslenskum gagnaverum er á undanhaldi að sögn Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, fjármálastjóra og aðstoðarforstjóra gagnaversfyrirtækisins atNorth. Eva Sóley mun taka þátt í umræðum á Datacloud ESG 2024-gagnaversráðstefnunni sem hefst í dag í Hörpu í Reykjavík Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Hættir í Tjarnarbíói

Sara Marti Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem leikhússtjóri Tjarnarbíós. Greindi hún frá ákvörðun sinni í færslu á Facebook og sagði m.a. að rekstur Tjarnarbíós hefði verið erfiður. „Þetta er í rauninni ómögulegt rekstrarform eins og öll leikhús upplifa,“ skrifaði Sara Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Kaldasta byrjun apríl á öldinni

Fyrri hluti apríl hefur verið kaldur. Þetta kemur fram á bloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings. Á öllu svæðinu frá Breiðafirði, norður og austur um að Austurlandi að Glettingi, er þessi aprílbyrjun sú kaldasta það sem af er þessari öld Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Röggi og Sólarlagið á Múlanum

Hljómsveit gítarleikarans Rögnvalds Borgþórssonar, Röggi og Sólarlagið, kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21. „Hljómsveitin mun spila ný lög eftir Rögnvald og nokkur vel valin lög eftir aðra Meira
17. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Segir bannið brjóta gegn stjórnarskránni

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, fordæmdi í gær ákvörðun yfirvalda í Saint-Josse, einu af 19 borgarhverfum Brussel-borgar, um að banna ráðstefnu þar sem evrópskir stjórnmálamenn af hægri jaðrinum hittust Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 81 orð

Semja um stafræna upplýsingamiðlun

Tryggingastofnun (TR) og lífeyrissjóðir hafa gengið frá samkomulagi um stafræna miðlun upplýsinga um lífeyrisréttindi viðskiptavina sem hafa sótt um lífeyrisgreiðslur til TR. Með þessu móti er hægt að fækka þeim skrefum sem umsækjandi, TR og… Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Skrítin menning í bankanum

Bankaráð Landsbankans ákvað að ráðast í útgáfu skuldabréfs til þess að fjármagna kaup bankans á TM. Það var eina leiðin til að fjármagna kaupin án þess að bera þau undir eigendur hans, m.a. ríkissjóð sem fer með 98,2% hlut í honum Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Verkvit í undirbúningi Verks og vits

Sýningin Verk og vit hefst í Laugardalshöllinni á morgun og stendur fram á sunnudag. Sýningin er um íslenskan byggingariðnað, skipulagsmál og mannvirkjagerð og á vefsíðu Verks og vits er hún sögð stærsta fagsýning ársins hérlendis Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Vísar gagnrýni á togararall á bug

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Það er eins fjarri og hugsast getur að við séum bara að nota togararallið við mat á stofnstærð botnfiska,“ segir Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar í samtali við Morgunblaðið, en hann bregst þannig við grein Guðlaugs Jónssonar sjómanns sem birtist í blaðinu í gær og vísar gagnrýni hans algerlega á bug. Meira
17. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Þingmenn réðu örlögum sínum

Íslenska ríkið braut gegn rétti borgara til frjálsra kosninga sem og gegn meginreglu um skilvirk réttarúrræði í kosningunum til Alþingis árið 2021. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu en dómurinn var kveðinn upp í gær Meira

Ritstjórnargreinar

17. apríl 2024 | Leiðarar | 333 orð

Mannréttindadómstóll færir sig upp á skaftið

Íslendingar taka ekki við fyrirmælum um stjórnarskrá Meira
17. apríl 2024 | Leiðarar | 242 orð

Ótraustvekjandi vantraust

Stjórnarandstaðan á ekki að misnota tæki þingræðisins Meira
17. apríl 2024 | Staksteinar | 200 orð | 2 myndir

Vinstri-grænir hafna orkuöflun

Vaninn er að nýir valdhafar fái sína hveitibrauðsdaga og oft miðað við 100 daga, líkt og Napóleon á leið frá Elbu til Waterloo. Og það fór nú eins og það fór. Endurunnið ráðuneyti Bjarna Benediktssonar fær minni tíma og harðar að því sótt af stjórnarliði en stjórnarandstöðu. Meira

Menning

17. apríl 2024 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

18 mánaða fangelsi eftir voðaskot

Umsjónarmaður skotvopna á tökustað myndarinnar Rust var fyrr í vikunni dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en þar beið kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins bana 21 Meira
17. apríl 2024 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Afrek þriggja fjölmiðlakvenna

Í heimi blaðamanna er mikið kapp lagt á að vera fyrstir með fréttirnar og hafa upp á eitthvað að bjóða sem aðrir miðlar hafa ekki. Kvikmyndin Scoop, sem finna má á Netflix, fjallar um það þegar aldeilis hljóp á snærið hjá framleiðendum… Meira
17. apríl 2024 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Ballettinum aflýst vegna vaxandi spennu

Sýningu hins rússneska Bolshoi-balletts í Suður-­Kóreu, sem átti að fara fram í gær, var aflýst skyndilega vegna vaxandi spennu milli Suður-­Kóreu og Rússlands. Þetta staðfestu skipuleggjendur við fréttaveituna AFP Meira
17. apríl 2024 | Menningarlíf | 950 orð | 2 myndir

Heilluð af þangi og íslenskum leir

„Fjaran og sjórinn heilla mig. Ég bjó í tvö ár norður á Ströndum í nálægð við þau náttúruöfl, frá 2020 til 2022, þegar ég vann þar sem skólastjóri og listgreinakennari í einum fámennasta grunnskóla landsins, á Drangsnesi,“ segir Guðný… Meira
17. apríl 2024 | Menningarlíf | 788 orð | 1 mynd

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefnd

Unglingaskáldsagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga sem Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir myndlýsti eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd Meira

Umræðan

17. apríl 2024 | Aðsent efni | 279 orð | 1 mynd

1.500 fræ

Veljum að iðka lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði með því að breiða út blævæng tækifæranna. Meira
17. apríl 2024 | Aðsent efni | 704 orð | 2 myndir

Ekki flókinn boðskapur

Forgangsverkefnin liggja fyrir: Landamærin verða varin, hindrunum í vegi grænnar orku rutt úr vegi og markvisst byggt undir lækkun verðbólgu og vaxta. Meira
17. apríl 2024 | Aðsent efni | 817 orð | 1 mynd

Gott að eldast – óréttlætið mikla

Það er örugglega einstakt í veröldinni að froða (verðbætur) sé notuð til að skerða ellilífeyri þegnanna. Meira
17. apríl 2024 | Aðsent efni | 819 orð | 1 mynd

Heimild til samvinnu afurðastöðva í kjötvinnslu er þjóðhagslegt framfaraskref

Heimild afurðastöðva í kjötvinnslu til samvinnu gerir þeim kleift að nýta stærðarhagkvæmni og þar með lækka framleiðslukostnað og vöruverð. Meira
17. apríl 2024 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Hvernig byggjum við betur?

Með breiðu samstarfi og markvissri uppbyggingu þekkingar má draga úr byggingargöllum og rakaskemmdum. Meira
17. apríl 2024 | Aðsent efni | 645 orð | 1 mynd

Samgönguskipulag lítilla bílaborga

Fullyrðingar sumra ráðamanna um tilgangsleysi nýrra akreina vegna „induced demand“ eru því hræðsluáróður. Meira
17. apríl 2024 | Pistlar | 407 orð | 1 mynd

Sjúklingar og skriffinnska

Aðgangur að öflugu heilbrigðiskerfi er einn helsti mælikvarðinn á lífsgæði. Við stjórnmálamenn getum gert alls kyns áætlanir, gefið loforð um betri þjónustu eða lægri kostnað – en við gerum þó ekkert án fólks sem hefur sérfræðiþekkingu og… Meira

Minningargreinar

17. apríl 2024 | Minningargreinar | 3846 orð | 1 mynd

Guðjón Jónsson

Guðjón Jónsson fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1939. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Skógarbæ í Reykjavík 7. apríl 2024. Foreldrar Guðjóns voru Jón Guðmar Guðjónsson, f. 1893, d. 1971, og Guðríður Magnúsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
17. apríl 2024 | Minningargreinar | 3269 orð | 1 mynd

Ingólfur Gíslason

Ingólfur Gíslason, bókbindari og kennari, fæddist í Reykjavík 28. janúar 1971. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. apríl 2024 eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Foreldrar Ingólfs eru Gísli Ingólfsson, f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

17. apríl 2024 | Í dag | 58 orð

Að niðra þýðir að lasta, baktala, hallmæla og alltaf niðrar maður fólki…

Að niðra þýðir að lasta, baktala, hallmæla og alltaf niðrar maður fólki eða fyrirbærum í þágufalli: „Ég kærði hann fyrir að niðra mér en málið var fellt niður þar eð ég hefði niðrað honum jafn mikið.“ „Dómnefndin niðraði málverki… Meira
17. apríl 2024 | Dagbók | 105 orð | 1 mynd

Lokaði augunum vegna feimni

Anna Fanney Kristinsdóttir sigurvegari Idol sagðist vera stolt af sjálfri sér fyrir að hafa ákveðið að taka þátt í keppninni. Stikla sem fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn í upphafi þáttanna sýnir feimna stúlku með stórkostlega rödd sem vakti fljótt athygli fólks Meira
17. apríl 2024 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Mosfellsbær Hans Helgi Patreksson fæddist 15. september 2023 kl. 23.20.…

Mosfellsbær Hans Helgi Patreksson fæddist 15. september 2023 kl. 23.20. Hann vó 3.274 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Patrekur Helgason og Unnur Ósk Burknadóttir. Meira
17. apríl 2024 | Í dag | 171 orð

Ógleymanlegt spil. V-NS

Norður ♠ ÁK98 ♥ 1092 ♦ KD1062 ♣ Á Vestur ♠ DG10 ♥ G ♦ 98754 ♣ K643 Austur ♠ 7542 ♥ K854 ♦ G3 ♣ 1052 Suður ♠ 63 ♥ ÁD863 ♦ Á ♣ DG987 Suður spilar 6♥ Meira
17. apríl 2024 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. a3 Dc7 6. c4 Rf6 7. Rc3 b6 8. Be3 Bb7 9. f3 Be7 10. Hc1 0-0 11. Be2 Rc6 12. Ra4 Hab8 13. b4 Rh5 14. Rb3 f5 15. Bxb6 Df4 16. Dxd7 fxe4 17. Dxe6+ Kh8 18. 0-0 Dg5 19 Meira
17. apríl 2024 | Í dag | 74 orð | 1 mynd

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

30 ára Sæbjörn er Akureyringur en býr í Kópavogi. Hann er með stúdentspróf frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og starfar sem íþróttafréttamaður á Fótbolti.net. Áhugamálin eru íþróttir, boltaíþróttirnar eru númer eitt en aðrar íþróttagreinar fylgja þar á eftir Meira
17. apríl 2024 | Í dag | 259 orð

Þagað gat ég þó með sann

Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Beck Á heimleið: Skörð og tinda skrýðir mjöllin skuggum sveipast jörðin, sólabláminn signir fjöllin sáir bliki í fjörðinn. Gunnar J. Straumland skrifar við ljósmynd af hrút: Í fjárhúsunum á Krossi í Lundarreykjadal hitti … Meira
17. apríl 2024 | Í dag | 807 orð | 2 myndir

Þrettán mínútur í alskugga tunglsins

Sævar Helgi Bragason fæddist 17. apríl 1984. „Ég er fæddur í Reykjavík á plánetunni Jörð, þegar tunglið var gleitt minnkandi í fallegri samstöðu við Satúrnus og Mars á suðurhimni.“ Hann ólst upp í norðurbænum í Hafnarfirði fyrst og svo í Setbergshverfinu Meira

Íþróttir

17. apríl 2024 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Afturelding og KA í úrslit

Ríkjandi bikarmeistarar Aftureldingar tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í blaki með því hafa örugglega betur gegn HK, 3:0, í Digranesi. Mosfellingar unnu þar með einvígið 2:0 Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Albert í liði umferðarinnar

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði umferðarinnar í ítölsku A-deildinni eftir viðureign Fiorentina og Genoa í fyrradag. Það var lokaleikurinn í 32. umferðinni en Albert er í ellefu manna úrvalsliðinu sem deildin sjálf velur Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 323 orð | 2 myndir

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs þýska…

Arnór Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs þýska handknattleiksfélagsins Bergischer ásamt Markus Pütz út yfirstandandi tímabil. Handball World greinir frá því að Arnór Þór og Markus taki við störfunum af Jamal Naji og Peer Pütz, sem… Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Breytingar á leikstöðum

FH og HK hafa ákveðið að víxla heimaleikjum í Bestu deild karla í knattspyrnu en til stóð að leikur liðanna í 3. umferðinni færi fram í Kaplakrika. Völlurinn er hins vegar ekki tilbúinn og því fer leikurinn fram í Kórnum á laugardaginn kemur klukkan 14 Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 364 orð | 2 myndir

Grindavík fyrsta liðið í undanúrslitin

Grindavík varð í gær fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik með stórsigri gegn Þór frá Akureyri, 93:75, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í Smáranum í Kópavogi en Grindavík vann einvígið samanlagt 3:0 Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Ísland heldur HM í annað sinn

Ísland verður einn þriggja gestgjafa heimsmeistaramóts karla í handknattleik árið 2031, ásamt Danmörku og Noregi. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, skýrði frá þessu í gær en Norðurlandaþjóðirnar þrjár höfðu sótt um að halda HM annaðhvort árið 2029 eða 2031 Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Í úrvalsliðinu í Danmörku

Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í úrvalsliði umferðarinnar í 25. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Það er deildin sjálf sem velur liðið og birtir á heimasíðu sinni og Andri er þar í fremstu víglínu ásamt Andreas Cornelius, framherja Köbenhavn Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Meistarar meistaranna í fyrsta sinn

Bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Vals í vítaspyrnukeppni þegar liðin áttust við í Meistarakeppni KSÍ í knattspyrnu kvenna í snjókomu á Hlíðarenda í gærkvöldi. Víkingar eru því meistarar meistaranna í fyrsta sinn í kvennaflokki Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

PSG og Dortmund sneru taflinu við

París SG og Borussia Dortmund mætast í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Það varð ljóst í gærkvöldi þegar bæði lið sneru erfiðri stöðu sér í vil í síðari leikjum átta liða úrslita keppninnar Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

Sáu aldrei til sólar að Varmá

Afturelding mætir Val í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir stórsigur gegn Stjörnunni, 35:24, í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í gær Meira
17. apríl 2024 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

Viktor var bestur í annarri umferðinni

Viktor Jónsson sóknarmaður ÍA var besti leikmaðurinn í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Viktor fór hamförum á tíu mínútna kafla þegar ÍA vann HK, 4:0, í Kórnum á sunnudaginn og skoraði þá þrjú mörk Meira

Viðskiptablað

17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 213 orð | 1 mynd

Álagning fyrirtækja ekki verðbólguþáttur

Athuganir á hlutdeild launa og rekstrarafgangs fyrirtækja í þróun á verðvísitölu landsframleiðslunnar benda ekki til þess að álagning fyrirtækja hafi drifið verðbólguna síðastliðin þrjú ár. Þá eru fáar vísbendingar um að álagning fyrirtækja hafi aukist á undanförnum misserum Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 425 orð | 1 mynd

Ekki Tomma að kenna

Fáar vísbendingar eru um að álagning fyrirtækja hafi aukist á undanförnum árum. Þá benda einfaldar athuganir á hlutdeild launa og rekstrarafgangs fyrirtækja í þróun á verðvísitölu landsframleiðslunnar til þess að álagning fyrirtækja hafi ekki orðið til þess að drífa áfram verðbólgu síðustu þrjú ár Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 588 orð | 1 mynd

Félagsleg og menningarleg gildi móta velsæld okkar

Fyrirtæki geta stutt við aukna velsæld í samfélaginu með því að huga vel að sjálfbærniáherslum í starfsemi sinni. Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 640 orð | 7 myndir

Gersemarnar frá Genf

Sýningin Watches and Wonders hefur náð að stimpla sig rækilega inn sem aðalhátíð svissneskra úraframleiðenda. Viðburðurinn, sem tók við af Baselworld-vörusýningunni, var haldinn í fjórða sinn dagana 9 Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 431 orð | 1 mynd

Gildi nú: ég á þetta ekki. Ég má þetta?

Í kjölfar bankahrunsins, þegar stærstu eigendur endurreistra banka voru skilanefndir í nafni kröfuhafa, varð vart við þá hugsun meðal stjórnenda bankanna að þeir gætu farið sínu fram án þess að spyrja kóng eða prest Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 849 orð | 4 myndir

Heiður að fá stóran viðburð til landsins

Gagnaversráðstefnan Datacloud ESG 2024 hefst í dag í Hörpu í Reykjavík og stendur í tvo daga. Um er að ræða stærsta viðburð sem haldinn hefur verið í gagnaversgeiranum hér á landi frá upphafi. Á fundinum ræða leiðtogar gagnaversiðnarins sjálfbærar lausnir við rekstur og uppbyggingu gagnavera Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 83 orð | 1 mynd

Hættir eftir 33 ár í stjórn

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, mun víkja úr stjórn félagsins á aðalfundi félagsins í dag. Hann gefur ekki kost á sér áfram en Gunnlaugur Sævar hefur setið í stjórn Ísfélagsins og forvera þess frá 1991, eða í 33 ár Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 740 orð | 1 mynd

Laga þarf mat á málskostnaði

Auður Björg hefur komið að mörgum umtöluðustu dómsmálum landsins undanfarin ár en hún kallar sig heppna að til hennar sé leitað með mjög fjölbreytt mál. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Hvað lögmennskuna varðar eru helstu áskoranirnar tilkomnar vegna tækniframfara Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 302 orð | 1 mynd

Ófriðurinn sé dýru verði keyptur

Viðbúið var, ef Ísraelar hefðu svarað loftárás Írana á laugardaginn sl. í sömu mynt, hefði það leitt til verulegrar hækkunar á hráolíu. Komi til þess að Ísrael geri árás á Íran mun það verða þess valdandi að olíuverð keyrist enn frekar upp á skömmum tíma Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 205 orð | 1 mynd

Tap hjá Domino’s

Tekjur PPH ehf., sem er móðurfélag Domino‘s á Íslandi, námu í fyrra rúmlega 6,6 mö.kr. og jukust um rúmar 400 m.kr. á milli ára. Tap félagsins á árinu nam þó um 147 m.kr., samanborið við 10 m.kr Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 213 orð | 1 mynd

Unga fólkið þarf öðruvísi aðhlynningu

„Við tókum meðvitaða ákvörðun um það fyrir nokkrum árum að ráða inn margt ungt fólki beint úr meistaranámi. Við erum líka með margt reynslumikið fólk hér innanhúss en þegar unga fólkið bætist við verður dýnamíkin önnur og meiri Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 611 orð | 1 mynd

Varasöm verðbólga

Það þarf enga mastersgráðu til að sjá að þetta er fullkomlega ósjálfbært ástand og því miður eru yfirgnæfandi líkur á að þetta komi fram í mun hærri verðbólgu á næstu árum ... Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 526 orð | 2 myndir

Verðbólgan verði nálægt markmiði árið 2026

Nýútgefin þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að verðbólgan verði komin nálægt markmiði árið 2026. Í spá Hagstofunnar segir að reiknað sé með að vísitala neysluverðs hækki um 5,2% að meðaltali í ár og um 3,2% að meðaltali árið 2025 Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 1975 orð | 1 mynd

Vöxtur eftir vitundarvakningu

  Unga fólkið sem við höfum verið að ráða inn er allt öðruvísi en kynslóðin á undan. Meira
17. apríl 2024 | Viðskiptablað | 1555 orð | 1 mynd

Þarf leigan að vera svona dýr?

Ég hef yfirleitt verið nokkuð heppinn með húsnæði, en kannski skrifast það aðallega á að ég hef búið erlendis næstum öll mín fullorðinsár. Það skemmir heldur ekki fyrir að ég uni mér afskaplega vel á fjarlægum slóðum þar sem verðlagið er viðráðanlegt og hægt að fá meira fyrir krónurnar Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.