Greinar fimmtudaginn 18. apríl 2024

Fréttir

18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Aðalsteinn snýr aftur í Karphúsið

Aðalsteinn Leifsson fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur snúið aftur sem sáttasemjari í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Er ástæðan fyrir því tengsl Ástráðs Haraldssonar núverandi ríkissáttasemjara við lögmann Blaðamannafélagsins Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

„Við verðum að gera okkar“

„Þetta er frábær spá,“ sagði Berglind Rós Ágústsdóttir, varafyrirliði Vals, í samtali við Morgunblaðið á kynningarfundi Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum Deloitte á Íslandi í gær en Valskonum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár, fjórða árið í röð Meira
18. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Beri skylda til að hegna Íran

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði í gær að Evrópusambandinu og bandamönnum þess bæri skylda til þess að herða á viðskiptaþvingunum sínum gegn klerkastjórninni í Íran eftir loftárás þeirra á Ísrael um síðustu helgi Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Bestla keypti eftirsótta lóð á Nauthólsvegi

Bestla þróunarfélag ehf. hefur keypt byggingarréttinn á lóðinni Nauthólsvegi 79 af Reykjavíkurborg. Verð lóðarinnar var 715,7 milljónir króna og bundið byggingarvísitölu í nóvember sl. Jafnframt greiðir Bestla um 102,5 milljónir í gatnagerðargjöld Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 501 orð | 2 myndir

Breytingar á lögum tryggi framfærslu

Verði frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á lögum um örorkulífeyriskerfi almannatrygginga samþykkt er mikilvægt að fjárhagslegur ávinningur af nýju kerfi verði nýttur til að bæta og styrkja kjör fatlaðs fólks Meira
18. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 633 orð | 3 myndir

Danir og Bretar deila um sandsílaveiðar

Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Evrópusambandið (ESB) fyrir hönd Dana og Bretar deila nú um fisk, nánar tiltekið sandsíli, sem danskir bátar hafa til þessa veitt að hluta til í breskri lögsögu í Norðursjó en fá ekki lengur. Framkvæmdastjórn ESB segir að þessi afstaða Breta brjóti gegn Brexit-samkomulaginu svonefnda, sem gert var þegar Bretar gengu úr ESB, og hafa sent formlega skriflega kvörtun til breskra stjórnvalda. Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Eimreiðin Minør boðar komu sumarsins

Eimreiðin Minør er komin á sinn stað á Miðbakka Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Venjan er sú að starfsmenn Faxaflóahafna sæki eimreiðina í geymslu nálægt sumardeginum fyrsta og komi henni fyrir á sínum stað Meira
18. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 1224 orð | 3 myndir

Eitt mesta fárviðri í manna minnum

Sviðsljós Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Við Íslendingar erum ekki óvanir kröppum vetrarlægðum en óhætt er að segja að tíundi áratugur síðustu aldar hafi byrjað með óvenju miklum látum þegar eitt mesta fárviðri í manna minnum fór yfir mestallt landið sunnudaginn 3. febrúar 1991. Tíu mínútna meðalvindhraði mældist þá 110 hnútar í Vestmannaeyjum, sem svarar til 57 metra á sekúndu, og var það mesti vindhraði sem þá hafði mælst á Íslandi; síðar hefur það met raunar verið slegið. Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ekkert skólastarf verður í Grindavík

Ekkert skólastarf verður í Grindavík næsta skólaár. Safnskólar fyrir leik- og grunnskólabörn verða lagðir af og öll börn skulu sækja skóla sem næst heimili sínu, samkvæmt ákvörðun bæjaryfirvalda. Foreldrar og forráðamenn þurfa að sækja um skólavist Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Eru nú á 800 metra dýpi á Reykjanesi

Vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi hefur verið ákveðið að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni á Suðurnesjum. Hefur Kateco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, veitt heimild til að bora á nærsvæðum flugvallarins í Keflavík Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Eyjatónleikar Gísla

Yfirskrift tónleika sem Gísli Helgason og félagar hans, Föruneyti GH eins og það er kallað, halda nú er Eyjapistlarnir ógleymanlegu Gísli Helgason og Eyjalögin. Tónleikarnir verða á Sviðinu á Selfossi á morgun, föstudaginn 19 Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 1022 orð | 3 myndir

Fjárfestingin 115 milljarðar króna

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Gleraugu á Hóla

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veittu á dögunum Háskólanum á Hólum viðurkenninguna Byggðagleraugun. Starf skólans er, segir SSNV, framsækið og metnaðarfullt. Sértækt að því leyti að það byggist á traustum grunni fyrir mikilvægar… Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 614 orð | 2 myndir

Grunur um fleiri kíghóstasmit

Viðtal Ólafur Pálsson olafur@mbl.is Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir embættið hafa vakið athygli lækna sérstaklega á því að kíghósti hafi greinst hér á landi nýlega. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að einkenni kíghósta séu með þeim hætti að læknar þurfi sérstaklega að hugsa til öndunarfærasýkingarinnar til þess að átta sig á því að prófa fyrir henni. „Í dag er kíghósti ekki inni í almennum „öndunarfærapanel“ en rætt er um að breyta því.“ Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Gunna Dís tekur við Eurovision-keppni

Útvarps­kon­an Guðrún Dís Em­ils­dótt­ir, einnig þekkt sem Gunna Dís, mun lýsa Eurovisi­on-söngv­a­keppn­inni í ár. Var þetta ákveðið eftir að Gísli Marteinn Baldursson lýsti því yfir að hann vildi ekki lýsa keppninni Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Hildigunnur valin á topplista Artnet á Feneyjatvíæringnum

Fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár, Hildigunnur Birgisdóttir, er á lista vefsins Artnet yfir heitustu listamenn tvíæringsins sem kaupendur ættu að hafa í huga. Sérfræðingar á vegum miðilsins völdu átta listamenn sem vöktu athygli þeirra og er Hildigunnur þeirra á meðal Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 714 orð | 1 mynd

Hraðbraut sem aldrei var notuð

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er mat skipulagsfulltrúa að Tollhúsið í Kvosinni sé á meðal glæsilegustu bygginga Reykjavíkur. Það beri að sýna byggingunni sérstaka virðingu og eins meta tign hennar og fegurð í borgarinnréttingunni til hlítar verði farið í að umbreyta henni eftir þörfum Listaháskólans. Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði húsið. Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Jón Atli rektor fær viðurkenningu

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, leiddi verkefni Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium“ til Reykjavíkur árið 2027. Fékk hann af því tilefni viðurkennningu frá forseta… Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Kellingarnar skemmta gestum í sögugöngum

Söguhópurinn Kellingarnar, sem eru þrjár konur á Akranesi, undirbýr nú næstu sögugöngu, sem verður á sjómannadaginn 2. júní. „Við skrifum allan texta sem við flytjum og heimildaöflun og undirbúningur tekur mikinn tíma,“ segir Hallbera… Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Kosningaskrifstofa Vigdísar „opnuð“

Þeir sem eiga leið um gatnamót Garðastrætis og Ránargötu í Reykjavík þessa dagana myndu við fyrstu sýn halda að Vigdís Finnbogadóttir væri aftur komin í framboð til forseta Íslands. Svo gott er það nú ekki heldur standa yfir tökur á leiknum sjónvarpsþáttum um Vigdísi Finnbogadóttur Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Langir dagar í dekkjum

„Þetta er hressileg törn og dagarnir eru oft langir,“ segir Þórður Þrastarson á dekkjaverkstæði Kletts við Hátún í Reykjavík. Frá og með 15. apríl eru negld vetrardekk undir bílum bönnuð, en lögregla horfir þó til aðstæðna og ökumenn hafa svigrúm til dekkjaskipta eitthvað fram á vorið Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Leita hingað frá Nígeríu og Sómalíu

Umsóknum um alþjóðlega vernd frá Nígeríu og Sómalíu hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Um leið hefur Nígeríumönnum og Sómölum sem búa á Íslandi fjölgað umtalsvert. Nú búa á fjórða hundrað Nígeríumenn á Íslandi en umsóknir um alþjóðlega vernd þaðan urðu flestar 2023 eða 116 talsins Meira
18. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 551 orð | 2 myndir

Leita hingað frá Nígeríu og Sómalíu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umsóknum um alþjóðlega vernd frá Nígeríu og Sómalíu hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Um leið hefur Nígeríumönnum og Sómölum sem búa á Íslandi fjölgað umtalsvert. Þetta má lesa úr opinberum tölum sem hér eru birtar á grafi. Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Lögskilnuðum fjölgaði mikið

Hjónaskilnuðum fjölgaði mikið á seinasta ári en á sama tímabili stofnuðu 4.870 einstaklingar til hjúskapar í þjóðskrá sem er 1,5% fjölgun frá árinu áður. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár en þar kemur fram að alls gengu 1.749 einstaklingar … Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 37 orð

Magnús féll ekki

Mishermt var í frétt í blaðinu í gær að Magnús D. Norðdahl hefði fallið af þingi við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi 2021. Það er ekki rétt, hann náði aldrei kjöri, en kærði framkvæmdina sem oddviti Pírata á framboðslista. Meira
18. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 837 orð | 5 myndir

Mæta á Alþingi í gallabuxum

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það hefur vakið athygli áhorfenda sjónvarpsrásar Alþingis að þingmenn eru farnir að mæta í gallabuxum í þingsal. Þetta rifjar upp atvik frá árinu 2013 þegar Elín Hirst mætti í bláum gallabuxum á þingfund en var send heim til að skipta um buxur. Sú spurning hefur vaknað hvort verið sé að slaka á reglum. Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Nesfréttir ekki komið út á árinu

Nesfréttir, eitt þriggja hverfablaða á vegum Borgarblaða, hafa ekki komið út síðan í desember. Kristján Jóhannsson, útgefandi og stjórnarformaður Borgarblaða, féll frá í október á síðasta ári, 81 árs að aldri Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

Ræðst er nú við í Rangárvallasýslu

Hreppsnefnd Ásahrepps hefur óskað eftir óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög í Rangárvallasýslu, það er Rangárþing eystra og Rangárþing ytra. Fulltrúar þessara sveitarfélaga hafa hist á einum fundi þar sem skoðanir voru settar fram og ýmsar sviðsmyndir ræddar Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 521 orð | 4 myndir

Rækta japönsk jarðarber á Íslandi

Það mátti greina undrun í salnum þegar fulltrúar íslenska fyrirtækisins iFarm Iceland kynntu fyrstu uppskeru sína af japönskum jarðarberjum sl. föstudag. Kynningin fór fram í húsi Sjávarklasans en berin eru ræktuð í Græna iðngarðinum Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Sagði stjórninni ekki lengur treystandi

Umræða um vantraust á ríkisstjórnina hófst á Alþingi síðdegis í gær en Flokkur fólksins og Píratar lögðu fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni. Þegar Morgunblaðið fór í prentun stóð umræðan enn yfir og var reiknað með að hún myndi standa… Meira
18. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Samþykktu umdeilt lagafrumvarp

Sænska þingið samþykkti í gær umdeilt frumvarp til laga um kynleiðréttingarferli. Felur það í sér að lágmarksaldur verði lækkaður úr 18 árum í 16 ár, en þó þurfa börn undir 18 ára aldri að fá samþykki foreldra, læknis og Landlæknisembættisins til að gangast undir aðgerðina Meira
18. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Sautján féllu í eldflaugaárás Rússa

Sautján manns létu lífið í gær þegar Rússar skutu þremur eldflaugum á borgina Tsjernihív. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði að árásin sýndi þörf Úkraínumanna til þess að fá frekari loftvarnakerfi til þess að verjast loftárásum Rússa Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 192 orð | 2 myndir

Sr. Sigríður nýr prófastur nyrðra

„Starfsskyldur prófasts eru margvíslegar, svo sem að hafa tilsjón með kristnihaldi í héraði. Vera auga og eyra biskups, eins og þar stendur,“ segir sr. Sigríður Gunnarsdóttir sem nú í vikunni tók við embætti prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Stefna á útflutning

Japanskir fjárfestar hafa hafið ræktun jarðarberja í Græna iðngarðinum í Helguvík. Ræktað er japanskt afbrigði og er stefnan að hefja útflutning til London, Parísar og fleiri borga. Ken Noda, forstjóri iFarm Iceland ehf., segir nú gerðar tilraunir með ræktun wasabi í Japan Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 482 orð

Stóraukið fé til samgöngusáttmála

„Það eru umtalsvert meiri peningar sem veita á í verkefnið en gert var ráð fyrir áður, en við sjáum þó ekki heildarmyndina fyrr en uppfærslu samgöngusáttmálans er lokið,“ segir Árni M. Mathiesen, formaður stjórnar Betri samgangna, í… Meira
18. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Toppurinn bjargaðist: Gefur von

Toppur turnspíru Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, lifði stórbrunann sem varð á þriðjudag af. Brian Mikkelsen, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Danmerkur, sagði það vera ljós í myrkrinu að toppur turnspírunnar hefði bjargast Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Vilja fjölga atvinnulóðum

Til stendur að fjölga atvinnulóðum til muna í Ísafjarðarbæ ef tillögur skipulags- og mannvirkjanefndar ná fram að ganga. Á fundi í síðustu viku var lögð fram tillaga og greinargerð frá Verkís vegna nýs deiliskipulags á hafnarsvæði og Suðurtanga Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Vilja kaupa kísilverksmiðjuna

Erlendir aðilar sýna því nú áhuga að kaupa og flytja úr landi kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Eiga þeir í viðræðum við fulltrúa Arion banka vegna þessa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, staðfestir þetta og bendir á að slíkar… Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Watson boðar komu sína

„Sjálfboðaliðarnir okkar eru byrjaðir að undirbúa brottför frá Bretlandi í júní. Frá okkar sjónarhóli ætlar Loftsson að veiða hvali í sumar og við verðum tilbúin,“ segir Locky MacLean, skipstjóri á John Paul DeJoria, flaggskipi Paul Watson-samtakanna Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Ýmir kannar jarðlög í vegstæði Sundabrautar

Þau tímamót urðu í Sundabrautarverkefninu á dögunum að byrjað var að bora í Kleppsvík. Væntanleg brú milli Sundahafnar og Gufuness mun liggja yfir víkina. Til verksins er notaður pramminn Ýmir RE sem er í eigu Ístaks Meira
18. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Þörf sé á aukinni orkuframleiðslu

„Við þurfum að fara í þá vegferð að búa til meiri orku. Það gerum við með ýmsum hætti, en þá getum við hætt að tala um orkuskort og nýtt aukna orku í orkuskipti og til atvinnuuppbyggingar.“ Þetta segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri… Meira
18. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 967 orð | 3 myndir

Öflugt læknanám í hjarta Evrópu

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Um þessar mundir eru um 225 íslenskir læknanemar í Jessenius-læknaskólanum, en hann er staðsettur í Martin, níundu stærstu borg Slóvakíu. Skólinn, sem er hluti af Comenius-háskólanum í Bratislava, hefur löngum þótt fremsta læknadeild Slóvakíu, og er jafnan talinn með bestu læknaskólum í Mið-Evrópu. Meira

Ritstjórnargreinar

18. apríl 2024 | Leiðarar | 667 orð

Fjármálaáætlun og alheimsskattur

Taka þarf áætlunum og áformum með varúð á ótryggum tímum Meira
18. apríl 2024 | Staksteinar | 194 orð | 2 myndir

Reikningar Rúv. og útþenslustefnan

Reikningar Ríkisútvarpsins vekja furðu, hvar sem niður ber, líkt og Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins tíundar: „Annars vekur það athygli við ársreikning Ríkisútvarpsins að stofnuninni halda engin bönd undir stjórn Stefáns Eiríkssonar og umsvif RÚV aukast meðan aðrir fjölmiðlar eiga undir högg að sækja. Meira

Menning

18. apríl 2024 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Apríl fram í maí

Apríl nefnist málverkasýning sem María Sigríður Jónsdóttir opnar í Hannesarholti í dag kl. 15-17. „María stundaði myndlistarnám í Ríkisakademíunni í Flórens 1994-1998 og hefur síðan búið og starfað við myndlist á Ítalíu Meira
18. apríl 2024 | Bókmenntir | 628 orð | 3 myndir

Á óttinn við rök að styðjast?

Skáldsaga Mandla ★★★½· Eftir Hildi Knútsdóttur. JPV, 2024. Mjúk kápa, 104 bls. Meira
18. apríl 2024 | Fólk í fréttum | 1328 orð | 1 mynd

„Hvenær ertu sátt við að verða ellikerling?“

Þórdís lærði lýtalækningar í Strasbourg í Frakklandi en henni leið eins og hún væri komin heim þegar hún kom inn á skurðstofu í fyrsta skipti. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á handavinnu og vinnan á skurðstofunni sé kannski ekki ósvipuð Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 269 orð | 1 mynd

Dirfska og listrænt öryggi

Árið 1959 hóf Eyborg Guðmundsdóttir nám við Académie Julian í París. Henni líkaði það ekki og hætti fljótlega. Upp frá því kynnti hún sér sjálf strauma og stefnur í myndlistinni en abstraktlist átti hug hennar frá upphafi Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Dúett fyrir rafbassa og rödd í dag

Hlynur Sævarsson og Kjalar Martinsson Kollmar flytja sígild íslensk sönglög og djasslög fyrir söngrödd og rafbassa á hádegistónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 12. „Dúettinn býður upp á einstakt prógramm, ferskt og nýtt sem þeir… Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 1528 orð | 2 myndir

Féll fyrir stórkostlegri veröld

„Mig hefur alltaf langað að koma til Íslands og þetta hljómar eins og frábær hátíð. Þetta passaði inn í dagatalið mitt svo ég hugsaði með mér að nú væri rétti tíminn,“ segir hin 36 ára norska sópransöngkona Lise Davidsen sem verður gestur Listahátíðar í Reykjavík í byrjun sumars Meira
18. apríl 2024 | Fjölmiðlar | 222 orð | 1 mynd

Hvað gamall temur, ungur nemur

Þeir sem botna ekkert í því af hverju allir eru límdir við snjallsímana sína, frá morgni til kvölds, eru annaðhvort gamlir eða algjörlega úr takti við tímann. Þessi tæki eru ekkert annað en geggjuð, litlar tölvur sem passa í vasa og hægt að gera nánast allt í þeim Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 150 orð | 1 mynd

Ísraelar loka skála sínum í Feneyjum

Gestir komu að lokuðum dyrum á ísraelska skálanum á Feneyja­tvíæringnum þegar opna átti sýninguna þar fyrir fjölmiðlum á þriðjudag. Í glugga skálans hefur verið komið fyrir skilti sem á stendur „Listamenn og sýningarstjórar ísraelska skálans munu… Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Marianna Shirinyan með Sinfó í kvöld

Armensk-danski píanóleikarinn Marianna Shirinyan leikur einleik í verkinu Burlesk eftir Richard Strauss á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 331 orð | 1 mynd

Sex bækur tilnefndar

Tilnefningar til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Rithöfundasambands Íslands, voru kunngjörðar í Gunnarshúsi í gær, en verðlaunin verða veitt í Þjóðarbókhlöðunni í 8 Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 1261 orð | 3 myndir

Sýningin frábrugðin öllum öðrum

Sýning Hildigunnar Birgisdóttur á Feneyjatvíæringnum verður formlega opnuð í dag. Sýningin ber heitið Þetta er mjög stór tala og er meginviðfangsefni hennar að vekja okkur til umhugsunar um neyslumenningu með því að draga athygli að litlum hlutum á… Meira
18. apríl 2024 | Fólk í fréttum | 704 orð | 3 myndir

Tónlistarhátíð í heimahúsum í Hafnarfirði

Á síðasta vetrardag þessa árs, 24. apríl, munu Hafnfirðingar opna heimili sín fyrir tónlistarfólki og gestum þegar tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin. Fyrsta hátíðin átti sér stað árið 2014 og hefur verið haldin á hverju ári síðan, fyrir utan tímann er heimsfaraldurinn stóð yfir Meira
18. apríl 2024 | Tónlist | 819 orð | 2 myndir

Þegar mannsröddin sigrar

Harpa Barbara Hannigan og Mannsröddin ★★★★★ Tónlist: Richard Strauss (Ummyndanir) og Francis Poulenc (Mannsröddin). Hljómsveitarstjóri og einsöngvari: Barbara Hannigan. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Tónleikar í Eldborg Hörpu föstudaginn 5. apríl 2024. Meira
18. apríl 2024 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Þura með tvenna tónleika í vikunni

Þuríður Sigurðardóttir heldur tvenna tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þ.e. 18. og 19. apríl. Húsið verður opnað kl. 19.15 en tónleikarnir hefjast kl. 20 báða daga. „Þura og valinkunnir gestir hennar bjóða upp á notalega tónlist sem… Meira

Umræðan

18. apríl 2024 | Aðsent efni | 678 orð | 1 mynd

Af húsnæðismarkaði og aðgerðum

Lengi hefur verið kallað eftir því að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Að því hefur verið unnið síðustu ár á vakt Framsóknar og er óumdeilt. Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 296 orð | 1 mynd

Hvað ætlar þú að kjósa?

Í dag veitir okkur ekki af að fá forseta sem getur sameinað ólíka hópa og jafnvel gert okkur ánægð með að vera Íslendingar Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 485 orð | 2 myndir

Ósjálfbær opinber fjármál

Brýnasta verkefni stjórnmálanna er að ná tökum á opinberum útgjöldum og koma rekstrinum í jafnvægi að nýju. Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 115 orð | 1 mynd

Reynsla Katrínar ómetanleg

Að hafa forseta á Bessastöðum með alla þá reynslu sem Katrín Jakobsdóttir hefur er ómetanlegt. Meira
18. apríl 2024 | Pistlar | 397 orð | 1 mynd

Rétturinn til frjálsra kosninga ekki tryggður á Íslandi

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) birti í vikunni dóm í máli Magnúsar M. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar gegn íslenska ríkinu vegna alþingiskosninganna sem fram fóru 25. september 2021. Ríkið tapaði málinu og var gert að greiða tvímenningunum skaðabætur Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Sögulegt þing Norðurlandaráðs í Færeyjum

Ágreiningur er á hinn bóginn um kröfur Færeyinga og Grænlendinga um að fá fulla aðild að hinu norræna þingmanna- og ríkisstjórnarsamstarfi. Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 81 orð | 1 mynd

Til háttvirts fjármálaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar

Tíu prósent erfðafjárskattur er einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag. Í fyrsta lagi er um að ræða tvísköttun á fjármagni. Í öðru lagi eru þetta krónur sem fjöldi eldra fólks hefur safnað sér saman til lífsviðurværis og til afkomenda sinna þegar líftími þeirra er þrotinn Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 1164 orð | 1 mynd

Um afgreiðslu nýrra búvörulaga

Allar þjóðir eru í dag að reyna að verja sína framleiðslu með einhverjum hætti, hvers vegna ættum við ekki gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja betri starfsskilyrði fyrir greinina? Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 295 orð | 1 mynd

Upplýsingaóreiða um hlutverk utanríkisráðherra

Útlendingamálin, og þ.m.t. málefni kærunefndar útlendingamála, voru ekki á minni könnu sem utanríkisráðherra Íslands. Meira
18. apríl 2024 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Veljum Helgu

Komandi kosningar þurfa að snúast um þá hæfni og persónuleika sem við viljum að forseti búi yfir. Meira

Minningargreinar

18. apríl 2024 | Minningargreinar | 3525 orð | 1 mynd

Agnar Hákon Kristinsson

Agnar Hákon Kristinsson kennari fæddist í Reykjavík 28. maí 1954. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 24 mars 2024. Foreldrar hans voru Kristinn Björnsson rafvirkjameistari, f. 2.8 Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2024 | Minningargreinar | 600 orð | 1 mynd

Bjarki Gylfason

Bjarki Gylfason fæddist 14. ágúst 1988. Hann lést 20. mars 2024. Útför Bjarka fór fram 3. apríl 2024. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2024 | Minningargreinar | 2499 orð | 1 mynd

Björg Ísaksdóttir

Björg Ísaksdóttir fæddist á Bjargi á Seltjarnarnesi 31. mai 1928. Hún lést á Landspítalanum 8. apríl 2024. Hún var dóttir hjónanna Helgu Sigríðar Runólfsdóttur, f. í Kanada 13.8. 1904, og Ísaks Kjartans Vilhjálmssonar, f Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2024 | Minningargreinar | 1099 orð | 1 mynd

Fríða Jóna Bára Elíasdóttir

Fríða Jóna Bára Elíasdóttir fæddist 14. ágúst 1944 í Ólafsvík. Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 8. apríl 2024. Foreldrar hennar voru Gyða Gunnarsdóttir, f. 9.11. 1913, d. 1981, og Þorsteinn Elías Jóhann Þórarinsson, f Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2024 | Minningargreinar | 1759 orð | 1 mynd

Helga Ingvarsdóttir

Helga Ingvarsdóttir fæddist í Selhaga í Stafholtstungum 17. ágúst 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 29. mars 2024. Foreldrar Helgu voru Ingvar Magnússon, f. 1. desember 1905, d Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2024 | Minningargreinar | 750 orð | 1 mynd

Sigríður Ólafsdóttir

Sigríður Ólafsdóttir fæddist 4. nóvember 1924. Hún lést 28. mars 2024. Útför fór fram 12. apríl 2024. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2024 | Minningargreinar | 1636 orð | 1 mynd

Sigurður Benedikt Stefánsson

Sigurður Benedikt Stefánsson fæddist á fæðingarheimilinu Kópavogi 5. október 1967. Hann lést 10. apríl 2024 á líknardeildinni í Kópavogi. Foreldrar hans eru Stefán Jóhann Jónatansson, f. 25.6. 1940, d Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2024 | Minningargreinar | 1636 orð | 1 mynd

Sveinbjörn Sverrisson

Sveinbjörn Sverrisson fæddist á Höfn í Hornafirði 25. júlí 1930. Hann lést 7. apríl 2024 á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði. Foreldrar hans voru Sverrir Halldórsson verkamaður, f. 18.5. 1880 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

18. apríl 2024 | Sjávarútvegur | 528 orð | 1 mynd

Ánægður með nýja Sigrúnu Björk ÞH

Ágætis blíða var þegar nýjasti bátur Húsvíkinga, Sigrún Björk ÞH, lét úr höfn síðastliðinn sunnudag í sína fyrstu veiðiferð. Réri skipstjórinn Haukur Eiðsson út með Tjörnesi og er óhætt að segja að vel hafi fiskast á handfærin Meira
18. apríl 2024 | Sjávarútvegur | 318 orð | 1 mynd

Ufsastofninn ofmetinn?

Aðeins rúmlega tíu þúsund tonnum af ufsa var landað á tímabilinu 1. janúar til 1. apríl og er það 703 tonnum minna en á sama tímabili í fyrra og heilum 4.536 tonnum minna en á sama tímabili árið 2022 Meira

Viðskipti

18. apríl 2024 | Viðskiptafréttir | 901 orð | 1 mynd

Getum hætt að tala um orkuskort

„Ísland hefur gífurlega möguleika á því að laða til sín framúrskarandi og alþjóðleg fyrirtæki sem geta tekið þátt í því að efla íslenskt samfélag og efnahagslíf með fjölbreyttari orkuframleiðslu en við höfum áður staðið að.“ Þetta segir… Meira
18. apríl 2024 | Viðskiptafréttir | 63 orð | 1 mynd

Jóhann Gunnar nýr forstjóri Securitas

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann hefur starfað sem fjármálastjóri Securitas frá 2021 og verið starfandi forstjóri frá því að Ómar Svavarsson lét af störfum síðastliðinn febrúar Meira

Daglegt líf

18. apríl 2024 | Daglegt líf | 912 orð | 4 myndir

Margar sögur í Húsi minninganna

Ég er elsti innfæddi Flúðhverfingurinn sem hefur átt lögheimili alla tíð í gamla Flúðahverfinu, frá því ég fæddist fyrir tæpum sjötíu árum,“ segir Gunnlaugur Emilsson sem opnaði fyrir tveimur árum safn á neðri hæð heimilis síns á Flúðum í Hrunamannahreppi Meira

Fastir þættir

18. apríl 2024 | Í dag | 292 orð

Af Fjalla-Eyvindi, Jesú Kristi og Guðna Ágústssyni

Guðni Ágústsson átti nýverið 75 ára afmæli og var haldið samsæti honum til heiðurs þar sem honum var hælt í hástert. Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra stóðst ekki mátið og kastaði fram: Í hátíðarkvöldverði hentar lítt að sofa heillar þar Guðni mig og þig Meira
18. apríl 2024 | Dagbók | 90 orð | 1 mynd

Aukið frelsi með húsaskiptum

Snæfríður Ingadóttir segist hafa aukið frelsi eftir að hún uppgötvaði húsaskipti og vildi segja öllum heiminum frá því. Hún hefur stundað skiptin nú í 11 ár og gaf meira að segja út handbók fyrir þá forvitnu Meira
18. apríl 2024 | Í dag | 281 orð | 1 mynd

Brynja Bjarnadóttir

30 ára Brynja er Reykvíkingur, ólst upp að mestu leyti í Fossvoginum en býr nú í Vesturbænum. Hún er með BS-gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem viðmótshönnuður hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kodo eftir að hafa lært viðmótshönnun í París Meira
18. apríl 2024 | Í dag | 168 orð

Fljúgandi start. S-NS

Norður ♠ 987652 ♥ 10753 ♦ – ♣ 963 Vestur ♠ ÁDG3 ♥ 942 ♦ 5 ♣ ÁKG52 Austur ♠ 10 ♥ ÁK ♦ DG1094 ♣ D10874 Suður ♠ K4 ♥ DG86 ♦ ÁK87632 ♣ – Suður spilar 5♦ doblaða Meira
18. apríl 2024 | Í dag | 878 orð | 2 myndir

Frábært að verða sextug

Hjördís Edda Harðardóttir fæddist 18. apríl 1964 í Reykjavík, yngst fjögurra alsystra, en fjölskyldan flutti síðar á sama ári í Garðahrepp og var meðal frumbyggja þar. „Á Flötunum voru margar barnafjölskyldur og nóg af leikfélögum og hálfgerð… Meira
18. apríl 2024 | Í dag | 55 orð

Fyrir kemur að einhver hnýtur um orð sem að hans viti er rangt samsett.…

Fyrir kemur að einhver hnýtur um orð sem að hans viti er rangt samsett. Harðir fylgismenn eignarfalls-samsetningar hafa jafnvel kvartað við blað sem ber stofn-samsett heiti: Morgun-blaðið (stofninn finnst í þolfalli) Meira
18. apríl 2024 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu í Rimaskóla. Sverrir Örn Björnsson (2.098) hafði hvítt gegn Páli Agnari Þórarinssyni (2.168) Meira
18. apríl 2024 | Dagbók | 35 orð | 1 mynd

Stjórnmál, lífsstíll og forsetakjör

Það er nóg um að vera í stjórnmálunum, hvort sem litið er til Austurvallar eða Bessastaða. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræða það allt í bland við smá slúður og glatt á hjalla. Meira

Íþróttir

18. apríl 2024 | Íþróttir | 382 orð | 2 myndir

Ítalski miðillinn Tuttosport skýrði frá því í gær að ítalska stórveldið…

Ítalski miðillinn Tuttosport skýrði frá því í gær að ítalska stórveldið Juventus væri að undirbúa tilboð í íslenska knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson, sóknarmann Genoa. Juventus er reiðubúið að láta argentínska miðjumanninn Enzo Barrenechea fara … Meira
18. apríl 2024 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Lífstíðarbann fyrir veðmálabrot

Jontay Porter, miðherji Toronto Raptors, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann af NBA-deildinni í körfuknattleik fyrir að brjóta gegn veðmálareglum deildarinnar. „Rannsókn deildarinnar leiddi í ljós að Porter braut gegn reglum hennar með því … Meira
18. apríl 2024 | Íþróttir | 827 orð | 2 myndir

Markmiðið er að vinna

Berglind Rós Ágústsdóttir ber fyrirliðaband knattspyrnuliðs Vals í fjarveru Elísu Viðarsdóttur sem er í barneignarfríi. Berglind skrifaði undir hjá uppeldisfélagi sínu á miðju síðasta tímabili er hún sneri heim eftir atvinnumennsku með Örebro í Svíþjóð og Huelva á Spáni Meira
18. apríl 2024 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Noregur í sterkum riðli á ÓL

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, verður í gífurlega sterkum riðli á Ólympíuleikunum í París í sumar. Noregur verður með Danmörku og Svíþjóð í A-riðli keppninnar en þau höfnuðu í þremur af fjórum efstu sætunum á HM 2023 í lok síðasta árs Meira
18. apríl 2024 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Skrifaði undir hjá Lyngby

Knattspyrnumaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska félagið Lyngby. Hann hefur verið að láni hjá Lyngby frá Norrköping í Svíþjóð á yfirstandandi tímabili. Félögin komust að samkomulagi um kaupverð á Andra og í kjölfarið skrifaði hann undir samninginn Meira
18. apríl 2024 | Íþróttir | 1597 orð | 2 myndir

Valur verður meistari í ár

Valur verður Íslandsmeistari kvenna í fótbolta fjórða árið í röð eftir harða baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er niðurstaðan í hinni árlegu spá Morgunblaðsins og mbl.is fyrir Bestu deild kvenna Meira

Ýmis aukablöð

18. apríl 2024 | Blaðaukar | 494 orð | 4 myndir

Áreiðanleiki fyrir íslenskar aðstæður

Árið 2018 hóf Skanva.is sölu á gluggum og hurðum í netverslun á Íslandi. Það má segja að móttökurnar hafi verið hreint út sagt magnaðar og augljóslega kominn tími á uppstokkun á markaði glugga og hurða á Íslandi Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 1192 orð | 2 myndir

„Byggingar varða heilbrigði allra“

Ný verkfræðistofa, Verkvist, býður upp á áralanga þekkingu á skoðunum sem hægt er að nýta til að byggja betur. Fyrirtækið verður með bás á Verk og vit-sýningunni og mun bjóða gestum að spreyta sig á rakamælingum hinna ýmsu byggingarefna og fylgjast með loftgæðum. Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 545 orð | 4 myndir

„Við eigum að velja mikil gæði á samkeppnishæfu verði“

Dagur Indriðason sölustjóri Hýsis segir það mjög ánægjulegt að starfa í rótgrónu fyrirtæki sem er í góðu samstarfi við vandaða birgja er selja endingargóðar vörur sem henta íslenskum markaði vel. Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 516 orð | 3 myndir

Breytingar á loftslagi reyna á getu innviða

Verkfræðistofan Verkís verður að vanda með bás á sýningunni Verk og vit en fyrirtækið hefur tekið þátt í viðburðinum frá upphafi. Hulda Sigrún Sigurðardóttir er kynningarstjóri Verkís og segir hún hefð fyrir því að í hvert skipti endurspegli básinn… Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 567 orð | 2 myndir

Brýnt að vekja athygli unga fólksins á iðnnámi

Mikið hefur verið fjallað um að Ísland glími við skort á iðnaðarmönnum af öllu tagi. Ólafur Ástgeirsson segir að það sé mjög ánægjulegt bæði hvernig reynt hefur verið að auka áhuga ungs fólks á iðnnámi og eins hvernig viðhorf samfélagsins til… Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 512 orð | 2 myndir

Eru drifkraftur í fjórðu iðnbyltingunni

Karl Ágúst Matthíasson, framkvæmdastjóri íslenska hátæknifyriritækisins DTE, er ánægður í nýjum höfuðstöðvum fyrirtækisins á Lambhagavegi 5. Húsnæðið er 2.000 fermetrar að stærð og þar starfa 50 starfsmenn. DTE byggir á íslensku hugviti og er hátæknifyrirtækið að umbylta málmframleiðslu með það að markmiði að gera hana umhverfisvænni og öruggari ásamt því að auka hagkvæmni framleiðslunnar. Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 788 orð | 4 myndir

Góður sjúkrakassi skiptir miklu máli á vinnustöðum

Landsbjörg hefur í fjölmörg ár lagt mikla áherslu á að vinnustaðir landsins séu með vel útbúinn sjúkrakassa. Sú þjónusta tilheyrir Sjúkravöruþjónustu Landsbjargar. Slysavarnafélagið er landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 1055 orð | 2 myndir

Lóðaskortur er stærsti akkillesarhællinn

Haukur Ómarsson segir hækkun stýrivaxta hafa haft þá afleiðingu að framkvæmdaaðilar eigi erfitt með að hefjast handa við ný húsbyggingaverkefni. „Háir vextir takmarka getu einstaklinga til að kaupa nýjar íbúðir sem hægir á allri sölu og þýðir… Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 745 orð | 4 myndir

Með smitandi áhuga á nýjum húsum

Valdimar Róbert Tryggvason, verkefnastjóri álklæðningar hjá Límtré Vírneti, hefur þjónustað byggingariðnaðinn lengi og þekkir markaðinn út og inn. Mikill vöxtur hefur verið í sölu á álklæðningum hjá fyrirtækinu á undanförnum árum. Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 1167 orð | 3 myndir

Snjallari orkunýting fyrir raforkukerfi framtíðarinnar

Fyrirtækið Snerpa Power hefur þróað nýja hugbúnaðarlausn fyrir íslenskan raforkumarkað sem gerir stórnotendum rafmagns kleift að nýta lifandi gagnastrauma að fullu og lækka raforkukostnað sinn. Hugbúnaðurinn gerir iðnnotendum kleift að… Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 270 orð | 7 myndir

Stórsýningin Verk og vit haldin í sjötta sinn

Það hefur löngum verið mikill áhugi á stórsýningunni Verk og vit en hún er haldin í sjötta sinn dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin hefur vakið áhuga hjá bæði fagaðilum og almenningi og til merkis um það hafa um 25.000 gestir heimsótt sýninguna síðustu ár Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 907 orð | 4 myndir

Tímavera búin til í því skyni að skapa traust og spara peninga

Ólafur Magnússon og Finnbogi Þorsteinsson eigendur Tímaveru bíða spenntir eftir sýningunni Verk og vit í Laugardagshöllinni þar sem þeir munu í fyrsta skipti koma opinberlega fram með vöru sína. Finnbogi sem er málarameistari og Ólafur sem er forritari hafa unnið vel saman frá upphafi og sýnir samvinna þeirra hversu mikilvægt er að einstaklingar úr byggingariðnaði komi með hugmyndir að lausnum sem virka. Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 530 orð | 3 myndir

Tímon veitir stjórnendum miklar upplýsingar

Trackwell er íslenskt fyrirtæki sem hefur unnið að hugbúnaðarþróun í rúmlega aldarfjórðung og þjónustar viðskiptavini um allan heim. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 40 manns með mismunandi bakgrunn og sérþekkingu sem miðar öll að því að sinna framþróun og þjónustu varanna Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 271 orð | 3 myndir

Tækni og sjálfbærni hjá Polynorth

Polynorth hefur hafið framleiðslu á svokölluðum húskubbum úr frauðplasti og er með sérstöðu á íslenskum markaði hvað það varðar þar sem það er eina slíka fyrirtækið á landinu. Í kubbana er notað EPS-plast (e Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 27 orð

Útgefandi: Árvakur Umsjón: Svanhvít Ljósbjörg Gígja Blaðamenn: Arna Sigrún…

Útgefandi: Árvakur Umsjón: Svanhvít Ljósbjörg Gígja Blaðamenn: Arna Sigrún Haraldsdóttir arnasigrun@gmail.com, Elínrós Líndal Ragnarsdóttir elinroslr@gmail.com, Svanhvít Ljósbjörg Gígja svanhvit@mbl.is Auglýsingar: Jón Kristinn Jónsson jonkr@mbl.is Prentun: Landsprent ehf Meira
18. apríl 2024 | Blaðaukar | 1397 orð | 2 myndir

Það kostar sitt að fresta framkvæmdum og viðhaldi

Fjárfestingar í vegasamgöngum verða í forgrunni á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins sem haldin er í dag, fimmtudag, samhliða sýningunni Verk og vit. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur SI segir vegaframkvæmdir mynda allstóran hluta af starfsemi íslensks… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.