Ungliðahópur Femínistafélagsins efnir til Gleðikvölds í Hinu húsinu í kvöld kl. 20. Þetta er þriðja kvöld vetrarins og hafa undanfarar þess tveir heppnast afar vel og kvöldin verið fjölsótt að sögn aðstandenda.

Ungliðahópur Femínistafélagsins efnir til Gleðikvölds í Hinu húsinu í kvöld kl. 20. Þetta er þriðja kvöld vetrarins og hafa undanfarar þess tveir heppnast afar vel og kvöldin verið fjölsótt að sögn aðstandenda.

Yfirskrift kvöldsins að þessu sinni er klám og klámvæðing og verða flutt tvö erindi. Þá verða umræður um málefnið auk þess sem trúbadorinn Þórir mun flytja lög sín.