Tosca er ein allra vinsælasta ópera Puccini. Þykir tónlistin margslungin og grípandi og persónusköpunin koma ljóslega fram í henni í gegnum allt verkið.
Tosca er ein allra vinsælasta ópera Puccini. Þykir tónlistin margslungin og grípandi og persónusköpunin koma ljóslega fram í henni í gegnum allt verkið.
ENDURMENNTUN HÍ og Vinafélag standa saman að námskeiði um Toscu og Puccini sem hefst í kvöld kl. 20.15.

ENDURMENNTUN HÍ og Vinafélag standa saman að námskeiði um Toscu og Puccini sem hefst í kvöld kl. 20.15.

Á námskeiðinu, sem fram fer undir handleiðslu Gunnsteins Ólafsson tónlistarmanns, er farið í uppbyggingu tónlistarinnar, samspil hennar og textans grandskoðað og gætt að hvernig form tónlistarinnar stjórnar dramatískri framvindu verksins. Þrjú fyrstu kvöld námskeiðsins er fjallað um Puccini og Toscu og einstakir hlutar óperunnar teknir til nánari skoðunar með hjálp tón- og mynddæma. Síðasta kvöldið verður farið á sýningu í óperunni þar sem færi gefst á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum uppsetningarinnar.