SKÖVDE AIK varð um helgina sænskur meistari í innanhússknattspyrnu, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon sem lék sjálfur með Skövde á árum áður. Guðmundur Ingi lék með Víkingum hér á Íslandi og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 1991.

SKÖVDE AIK varð um helgina sænskur meistari í innanhússknattspyrnu, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon sem lék sjálfur með Skövde á árum áður.

Guðmundur Ingi lék með Víkingum hér á Íslandi og varð m.a. Íslandsmeistari með þeim árið 1991.

Guðmundur Ingi hefur þjálfað Skövde undanfarin tvö ár en hann var áður þjálfari Tidaholm.

Teitur Þórðarson þjálfaði Skövde á sínum tíma eftir að hann hætti að leika með Öster árið 1987.

Skövde leikur í 3. deild í Svíþjóð þessa stundina en þar er leikið í alls tólf riðlum um allt land.