Karl Bretaprins mun ekki hafa neina svaramenn er hann gengur að eiga heitkonu sína Camillu Parker Bowles hinn 8. apríl. Hefð er fyrir því innan bresku konungsfjölskyldunnar að karlar hafi tvo svaramenn sér til halds og trausts er þeir ganga í hjónaband.
Karl Bretaprins mun ekki hafa neina svaramenn er hann gengur að eiga heitkonu sína Camillu Parker Bowles hinn 8. apríl. Hefð er fyrir því innan bresku konungsfjölskyldunnar að karlar hafi tvo svaramenn sér til halds og trausts er þeir ganga í hjónaband. Getum hafði verið að því leitt að Vilhjálmur og Harry , synir Karls og Díönu heitinnar prinsessu, yrðu svaramenn við brúðkaup föður síns en talsmaður prinsins staðhæfði í morgun að svo yrði ekki þar sem ekki væri um "þess háttar brúðkaup" að ræða. Hann sagði piltana þó mundu gegna mikilvægu hlutverki við brúðkaupið með því að vera við hlið föður síns á þessum tímamótum.