23. febrúar 2005 | Fjölmiðlar | 96 orð | 1 mynd

Gettu betur í Sjónvarpinu

Svarað til sigurs

Logi Bergmann Eiðsson er í hlutverki spyrilsins.
Logi Bergmann Eiðsson er í hlutverki spyrilsins.
EITT vinsælasta sjónvarpsefni Ríkissjónvarpsins frá upphafi er spurningakeppni framhaldsskólanna - Gettu betur. Í kvöld verður land lagt undir fót þar sem Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Egilsstöðum munu bítast um sigurinn.
EITT vinsælasta sjónvarpsefni Ríkissjónvarpsins frá upphafi er spurningakeppni framhaldsskólanna - Gettu betur. Í kvöld verður land lagt undir fót þar sem Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Egilsstöðum munu bítast um sigurinn.

Sigurvegari í fyrra var Verslunarskóli Íslands sem lagði Borgarholtsskóla í frækilegri útslitakeppni. Í fyrra lauk jafnframt óslitinni sigurgöngu Menntaskólans í Reykjavík sem muna má fífil sinn fegri en skólinn komst ekki í gegnum útvarpskeppnina í þetta sinnið. En koma tímar ... koma ráð. Logi Bergmann Eiðsson sér um að spyrja í keppninni, spurningahöfundur og dómari er Stefán Pálsson en stigavörður er Steinunn Vala Sigfúsdóttir.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.