Tinna Þórðardóttir verður á ferð um Evrópu á næstu vikum
Tinna Þórðardóttir verður á ferð um Evrópu á næstu vikum — Morgunblaðið/Árni Sæberg
PÍANÓLEIKARINN Tinna Þorsteinsdóttir leggur af stað í ferðalag um Evrópu með alíslenskt píanóprógramm frá Myrkum músíkdögum núna í maí.

PÍANÓLEIKARINN Tinna Þorsteinsdóttir leggur af stað í ferðalag um Evrópu með alíslenskt píanóprógramm frá Myrkum músíkdögum núna í maí. Verkin sem eru eftir Áskel Másson, Þorstein Hauksson, Mist Þorkelsdóttur, Steingrím Rohloff og Kolbein Einarsson voru öll samin að ósk Tinnu og fór frumflutningur þeirra fram á Myrkum músíkdögum í febrúar.

Útflutningurinn byrjar í Þýskalandi á listahátíðinni Nordischer Klang í Greifswald þar sem Tinna mun flytja sömu efnisskrá og á Myrkum músíkdögum. Tónleikarnir eru opnunartónleikar listahátíðarinnar. Þaðan liggur leiðin til Berlínar í norrænu sendiráðin, í Auditorium 11. maí, með sömu efnisskrá.

Tinna flytur verkið Fantasiestück eftir Áskel Másson á tónleikum íslenska kammerkórsins Stöku í Frederiksbastion í Kaupmannahöfn 19. maí.

Áfram heldur Tinna ferðalagi sínu og flytur verkið Ikarus eftir Steingrím Rohloff fyrir píanó og tölvuhljóð á tónleikaröð Ensemble Modern sem tengist akademíu grúppunnar í Frankfurt í Haus der Deutschen Ensemble Akdemie.

Nánari upplýsingar er að finna á www.nordischerklang.de www.iceland.org/de/ www.annit.com

Leiðrétt 5. maí - Tinna Þorsteinsdóttir

Í frétt um tónleikaferðalag Tinnu Þorsteinsdóttur í blaðinu í fyrradag var rangt farið með föðurnafn listamannsins. Beðist er velvirðingar á þessu.