Umgjörð Miss Dior Cherie sver sig í ætt við gömlu flöskuna.
Umgjörð Miss Dior Cherie sver sig í ætt við gömlu flöskuna.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Miss Dior er sígilt ilmvatn sem kom á markað árið 1947 og hefur nú eignast litla systur, Miss Dior Cherie. Riley Keough, barnabarn Elvis Presley, er andlit nýja Dior-ilmsins.
Miss Dior er sígilt ilmvatn sem kom á markað árið 1947 og hefur nú eignast litla systur, Miss Dior Cherie. Riley Keough, barnabarn Elvis Presley, er andlit nýja Dior-ilmsins. John Galliano tískuhönnuður og Christine Nagel ilmvatnshönnuður tóku höndum saman og bjuggu til nýja lykt sem að sögn geymir sígilda tóna, sætleika og dálítið flipp. Á flöskunni er ný útgáfa af þekktustu táknmynd Dior-tískuhússins, litla slaufan er á sínum stað og botninn í hátískuna slær hið gamalkunna "hound's tooth", eða veiðihundatannmynstur.

Ilmvatn er eins og minning, það málar mynd í huga manns, segir John Galliano. Ilmur hefur ekki lit, lögun eða eiginleika, en getur fangað augnablik eða manneskju að eilífu. Hann táknar andrúmsloft, viðhorf, og er hin þögla tjáning, segir hann ennfremur. "Þó maður loki augunum heyrir maður laglínu, skynjar innihald eða fagra konu. Þegar mig dreymdi um þennan ilm gerði ég einmitt það, lokaði augunum og reyndi að kalla myndina fram. Ilmvatn vekur hughrif án orða og því vill maður að í einni flösku rúmist allar mótsagnirnar, persónuleikinn, óvænt flétta, eitthvað ófyrirséð og bros," útskýrir Galliano.

Ilmvötn eru gerð úr nokkrum lögum lyktarefna, sem líkja má við áttundir. Efsta nótan, geymir rokgjörnustu ilmefnin sem hverfa fyrst. Í miðnótunni, eða hjartanu, er kjarni ilmvatnsins og í þeirri lægstu eru lyktarefni sem endast í sólarhring. Þegar maður lyktar fyrst af ilmvatni skynjar maður efstu nóturnar. Að nokkrum tíma liðnum breytist anganin og þá er komið að miðnótunni. Í efstu nótu Miss Dior Cherie eru græn tangerína og jarðarberjalauf, í hjartanu er fjóla, bleikt jasmínblóm, karamelluhúðað poppkorn og jarðarberjasorbet. Í neðstu nótunni eru patsjúlílauf og kristallaður moskusilmur.

Galliano segir að einungis eitt andlit hafi getað gætt Miss Dior Cherie lífi, það er andlit Riley Keough, dóttir Lisu-Marie Presley. "Hún er sykur og krydd, stúlkan við hliðina, dægurprinsessa og sú sem allir eru að tala um. Hún er stelpan sem þig langar að skemmta þér með og líkjast og þú veist að á eftir að verða stórstjarna. Það kom engin önnur til greina. Hún hefur heillað mig og veitt mér innblástur, alveg frá því að ég sá hana fyrst. Ef þú ert forvitin og ákveðin í fasi getur þú og ættir að vera Dior-stelpa," segir Galliano.