Erlendir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun.
Erlendir starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun. — Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
ALLS voru gefin út 387 atvinnuleyfi í maímánuði og var það fjölgun um 96 frá því í maí í fyrra. Í aprílmánuði voru gefin út 369 leyfi. Fjölgun á milli mánaða er því 4,9% en fjölgun á milli ára er 33%.
ALLS voru gefin út 387 atvinnuleyfi í maímánuði og var það fjölgun um 96 frá því í maí í fyrra. Í aprílmánuði voru gefin út 369 leyfi. Fjölgun á milli mánaða er því 4,9% en fjölgun á milli ára er 33%.

Ný tímabundin leyfi eru 246, voru 111 í fyrra, en ný tímabundin leyfi vegna vinnustaðaskipta eru 23. Framlengd tímabundin leyfi eru 94 og voru þau 72 í fyrra. Óbundnum leyfum og námsmannaleyfum hefur hins vegar fækkað frá því í fyrra. Óbundin leyfi voru 17 núna en 76 í maí í fyrra og námsmannaleyfi eru 5, voru 18 í fyrra.

Það sem af er ári hefur útgefnum atvinnuleyfum fjölgað mikið, þannig voru þau 1.410 á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs en voru nú 1.782 og er um 26,4% fjölgun að ræða.