NEMENDUR í tíunda bekk Lindaskóla í Kópavogi afhentu UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, 50 þúsund króna styrk á dögunum.
NEMENDUR í tíunda bekk Lindaskóla í Kópavogi afhentu UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, 50 þúsund króna styrk á dögunum. Að beiðni krakkanna í Lindaskóla verður peningunum varið til menntaverkefna UNICEF, en í dag eru rúmlega 100 milljónir barna á grunnskólaaldri sem fara á mis við nám.